Issuu on Google+

Nýr The Kia new Kia


2


ÚTLITSHÖNNUN

Bregður birtu á umhverfið Snjallar lausnir í flæðandi og kraftmikilli hönnun blasa hvarvetna við í nýjum Sorento. Þrívítt demantamynstur á einkennandi grillinu vekur athygli ekki síður en aftursveigð framljósin og áberandi þokuljósin. Öll hlutföll bílsins eru kraftaleg sem má ekki síst þakka langri vélarhlíf, lágri þaklínu og aftursveigðum hliðarsvip. Útlitshönnunin er síðan fullkomnuð með glæsilegum LED hemlaljósum sem eru snyrtilega innfelld í afturljósin. Það fer ekki framhjá neinum að nýr Sorento býr yfir öllum eiginleikum hins djarfa og sjálfsörugga ferðafélaga.

3


HÖNNUN Á INNANRÝMI

Flæðandi snjalllausnir Mikil breidd í farþegarýminu býður upp á hlýlegar vistarverur. Flæðandi línur eru í öllum yfirborðsflötum, t.a.m. mælaborði, loftristum og formuðum hurðarspjöldum. Hvert einasta smáatriði er hannað þannig að stjórnrýmið umlykur ökumanninn. Þægileg staðsetning er á stjórntækjum og hágæðaefni eru í innréttingum sem eru mjúk viðkomu. Allt skapar þetta ríka vellíðunartilfinningu.

4


5


8” leiðsögukerfi með radd- og myndlýsingu. Veldu stóra, 8 tommu, háskerpu LCD snertiskjáinn ef þú ert á höttunum eftir nýrri reynslu. Kerfið er með Infinity hljómkerfi með tíu hátölurum og magnara ásamt skjá fyrir bakkmyndavél og uggaloftneti (Premium).

TÆKNI OG TENGINGAR

Innblásinn, afslappaður og með allt á hreinu Nýr Kia Sorento er hlaðinn tæknilausnum sem gera hverja einustu ferð að hreint út sagt frábærri akstursupplifun.

6


7” TFT-LCD eftirlitsklasi Margar, hagnýtar aksturs­upplýsingar sem dregnar eru saman á einn stað á einkar læsilegum skjá – allt frá útihita­stigi og ferðaleið­beiningum til akstursdrægis miðað við eldsneytis­ stöðu (Luxury og Premium).

Ný hönnun á framanverðum miðjustokki Minna áreiti, meiri hugarró. Miðju­ stokkurinn er með rennilegu útliti og er nú með rafstýrðri handbremsu í stað handbremsustangar (Premium).

Satín-króm áferð Fangandi frágangur. Satín-krómáferð er á hurðarhúnum að innan, umgjörðum loftrista og á framan- og aftanverðum miðjustokki.

Loftfrískun að aftan og rafúttak Farþegar í aftursætum geta stillt loftflæðið með stillihnöppum á aftanverðum miðjustokknum. Þeir hafa einnig aðgang að USB hleðslurauf og 12 V rafúttaki fyrir handheldu tækin.

7


270 mm 2. sætaröð má renna 270 mm fram og aftur til að auðvelda aðgengi að 3. sætaröð.

Auðvelt innstig og útstig 2. sætaröð í 7 manna útfærslum fellur niður og rennur fram um 270 mm sem auðveldar aðgengi að 3. sætaröð.

8

Upphitun og kæling í sætum Þægindi óháð veðri. Upphitun í sætum og sætisbökum í 1. og 2. sætaröð býður upp á aukin þægindi þegar kalt er í veðri. Ökumaður og farþegi í framsæti njóta kælingar í sætum og sætisbökum þegar hlýtt er í veðri (kæling aðeins í Premium).

Framlenging á setu í ökumannssæti Sorento er einnig hannaður fyrir hávaxna ökumenn. Með einum rofa er hægt að lengja í setunni sem stuðlar að auknum þægindum í akstri (Premium).


Fimm eða sjö sæta og fullkominn breytileiki Aftursæti niðurfellanleg að hluta eða öllu leyti sem býður upp á fjölmargar samsetningar í farþega- og farangursrými.

3. sætaröð niðurfelld að hluta

2. sætaröð niðurfelld að hluta (skíðastilling)

3. sætaröð niðurfelld

2. sætaröð niðurfelld að hluta

3. sætaröð niðurfelld og 2. sætaröð niðurfelld að hluta

2. sætaröð niðurfelld

7 sæta

5 sæta

UPPRÖÐUN STJÓRNTÆKJA OG FJÖLHÆFNI

Hámarkaðu innanrýmið Stillanlegir hnakkapúðar með einum rofa Allt sem gerir lífið dálítið auðveldara. Hægt er að stilla höfuðpúða, bæði upp og niður og fram og aftur (Premium).

Sorento er undir allt búinn, sama hver ferðaplönin eru eða farangurinn. Hægt er að breyta honum á augabragði úr 7 sæta bíl í afkastamikinn flutnings- eða ferðabíl með nægu farangursrými fyrir allan búnaðinn til ævintýranna. Þetta er það sem við köllum fjölhæfni og þægindi.

9


Niðurfelling á sætisbökum 2. sætaraðar (7 sæta útfærsla).

Geymsluhólf undir gólfi farangursrýmis (5 sæta útfærsla).

Geymsluhólf undir farangurshlíf (5 og 7 sæta útfærslur).

2. sætaröð felld niður Til beggja hliða í farangursrými eru griparmar til að fella niður sætisbök í 2. sætaröð með einfaldari hætti. Ekki þarf að opna afturhurð. Eingöngu hægt í 7 sæta gerðum. Geymsluhólf undir gólfi farangursrýmis Í vökvaheldum bakka undir gólfi farangursrýmisins er hægt að geyma smærri hluti. Hlíf í farangursrými Undir útdraganlegri hlíf sem aðskilur farangursrými er hægt að geyma verðmæta hluti þar sem þeir sjást ekki. Minnisaðgerð í afturhlera Hleðsla bíls einfölduð til muna. Með því að þrýsta á rofa undir afturhlera vistast opnun hans í minni svo hún henti ökumönnum af mismunandi stærð. Þrýstið á rofa og haldið inni í þrjár sekúndur (Premium).

10

Snjalllykill með fjarstýringu (Premium).


HAGNÝTAR LAUSNIR Í INNANRÝMI OG FLUTNINGSRÝMI

Fjölhæfur, ríkulegur og fjölþættur — sannarlega opinn fyrir öllu Nýr Sorento er ekkert feiminn við stóran farm. Sveigjanleikinn er einmitt lykillinn að mikilli hleðslu og mismunandi notkun bílsins. Tveir þakbogar, sem eru staðalbúnaður, bjóða síðan upp á enn meiri flutningsgetu.

Rafstýrður afturhleri Afturhlerinn opnast sjálfkrafa þegar snjalllykilinn hefur verið í námunda við hann í þrjár sekúndur. Þetta er einkar þægilegt þegar báðar hendur eru uppteknar. Hleranum er síðan lokað með því að þrýsta á rofa (Premium).

11


AKSTURSÁNÆGJA

Alhliða akstursánægja með aldrifi Aldrifskerfi nýs Sorento tekur mið af akstri við erfiðar aðstæður og því að gera allan daglegan akstur þægilegri. Hátæknivætt og sítengt aldrifskerfið tryggir Sorento ávallt yfirburða veggrip í lausamöl og á grófu og hálu vegyfirborði. Það stuðlar einnig að auknum hliðarstöðugleika í beygjum.

12


Skynræna DynamaxTM aldrifskerfið (AWD) var hannað í samstarfi við Magna Powertrain. Kerfið greinir stöðugt akstursaðstæður. Það sér fyrir þær aðstæður þar sem þörf er á aldrifi og dreifir vélarátaki til þeirra hjóla sem hafa mesta veggripið. Aldrifskerfið stuðlar einnig að auknum stöðugleika í beygjum og á þátt í því að koma í veg fyrir yfir- og undirstýringu með því að draga úr óæskilegu vélarátaki til fram- eða afturáss. Á sama tíma miðar hönnun þess að því að draga úr eldsneytisnotkun og losun skaðlegra lofttegunda.

13


ÖRYGGISBÚNAÐUR

Öryggi og sjötta skilningarvitið Á hverjum degi mætum við nýjum áskorunum í umferðinni. Nýr Sorento er hannaður til að grípa inn í atburðarásina, vernda þig og auðvelda þér stjórn á bílnum þegar á reynir við erfiðar akstursaðstæður, við akstur í halla, á bugðóttum vegum og vegna óvæntra ákvarðana sem aðrir ökumenn taka.

VSM

HAC

Stöðugleikastýrikerfi ökutækis (VSM) Kerfið stýrir hemlunarátaki, vélarátaki og stýrisátaki til að stuðla að meiri stöðugleika bílsins þegar í senn er hemlað og beygt, sérstaklega á blautum, hálum og grófgerðum vegum. Brekkuviðnám (HAC) HAC kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað upp mikinn halla.

14

Rafstýrt tannstangarstýri með hjálparátaki (R-MDPS) Með R-MDPS stýrinu næst jafnt fram ákveðin og gegnheil stýristilfinning og yfirburða svörun frá stýri. Uppréttir höggdeyfar að aftan Staða höggdeyfa að aftan er lóðréttari sem auðveldar þeim að jafna út áhrif frá ójöfnu undirlagi og eykur þar með þægindi í akstri.


Styrkurinn borgar sig Gerðar hafa verið óteljandi og ítarlegar prófanir á árekstrarvörnum nýs Kia Sorento sem miða að því að setja mikilvægi öryggis farþega ofar öllu. Í þessu skyni er öryggisrýmið gert úr sérstyrktu hástyrktarstáli og er með sex öryggispúðum.

52.7

% AHSS* notkun í %

*Háþróað hástyrktarstál (AHSS) Yfir 52,7% stáls í Sorento er háþróað hástyrktarstál. Þetta einstaka stál gefur fram- og afturenda bílsins mikinn styrk sem og hliðunum. Enn fremur eru hástyrktarpunktar úr hástyrktarstáli víða í burðarvirki bílsins. Sex öryggispúðar Í Sorento eru öryggispúðar að framan og til hliða fyrir ökumann og farþega í framsæti og tvær loftpúðagardínur sem verja alla farþega bílsins. Neyðarfestingarbúnaður (EFD) Öryggisbeltin í 1. sætaröð Sorento eru með neyðarfestingarbúnaði. Hann kemur til viðbótar við sætisbeltastrekkjarana og skorðar ökumann og farþega í framsæti hraðar og af meiri festu í sætin og veitir meiri vernd ef til áreksturs skyldi koma.

15


360° yfirlitssýn Öryggi frá öllum hliðum. Í þessu nýstárlega kerfi spila saman fjórar breiðlinsumyndavélar sem varpa upp myndum af umhverfi bílsins að framan, til hliða og að aftan sem gefa ökumanni yfirgripsmikið yfirlit yfir svæðið í kringum bílinn þegar honum er lagt í bílastæði eða honum ekið á undir 20 km hraða á klst. Valbúnaður í Premium útfærslu með leiðsögukerfi.

16


ÖRYGGI

Vitund, aðgerðir, vernd Sorento fylgja háþróaðar lausnir sem stuðla að öruggari akstri, hvort sem verið er að leggja bílnum, skaka honum til í þrengslum eða aka með auknu sjálfstrausti inn í beygjur.

Akstursstillingarkerfi Með því að þrýsta á rofa velur ökumaður milli Normal, Eco og Sport akstursstillinga sem laga skiptimynstur sjálfskiptingarinnar að aksturs­ aðstæðum og þeim akstursmáta sem ökumaður kýs hverju sinni. Normal er fyrir allan hefðbundinn akstur. Eco stuðlar að sparneytnara skiptingarmynstri og Sport býður upp á sportlegri akstursmáta. Staðalbúnaður með sjálfskiptum útfærslum.

Framljósakerfi með aðlögunarhæfni (AFLS)

Sjálfvirkt bílastæðakerfi (SPAS)

Framljósin eru með snúningsaðgerð sem lagar sig að hreyfingum á stýrinu, þyngd og hraða bílsins. Þau lýsa upp veginn í beygjum með skil­virkari hætti og auka útsýni ökumanns þegar ekið er að næturlagi (Premium).

Kerfið er til þess hannað að aðstoða ökumann við að leggja jafnt í samsíða og þverstæð bílastæði og einnig við að bakka bílnum. Kerfið leitar uppi nothæf bílastæði, stýrir bílnum og metur fjarlægðina að öðrum bílum. Ökumaður þarf einungis að stjórna hraðanum og annast gírskiptingar (Premium).

17


ÖRYGGI

Nútímalegt liðsinni Nýr Kia Sorento er búinn þeim eiginleikum að hann gerir ökumann meðvitaðan um aðstæður og önnur ökutæki í umferðinni. Þannig eykur hann öryggi og þægindi ökumanns jafnt á lengri sem styttri leiðum. Sorento drepur sömuleiðis sjálfkrafa á vélinni þegar stöðvað er, t.d. á rauðu umferðarljósi. Þetta sparar eldsneyti.

Háþróaður, skynrænn hraðastillir (ASCC) Hraðastillirinn í Sorento er af nýjustu kynslóð. Hann styðst við ratsjár­ nema sem staðsettur er framan á bílnum til að meta fjarlægðina að næsta bíl á undan. Kerfið beitir hemlum og jafnvel stöðvar bílinn til að viðhalda öruggri og fyrirfram valinni fjarlægð að næsta ökutæki, allt þar til ökumaðurinn sem á undan fer heldur áfram för sinni (sérpöntun).

18

Akreinavari (LDWS)

ISG Start/Stop kerfi

Þér við hlið til að halda einbeitingu þinni. Búnaðurinn greinir akreina­ merkingar með myndavél framan á bílnum. Viðvörunarmerki kviknar í ökumælaklasanum aki ökumaður óviljandi út af sinni akrein (Premium).

Start/Stop kerfið drepur á bílnum í hvert sinn sem hann er stöðvaður, t.d. á umferðarljósum. Með þessu dregur úr eldsneytisnotkun og CO2 losun. Þegar haldið skal af stað endurræsir vélin sig. Start/Stop er staðal­ búnaður í dísilgerðum Sorento.


Blindvari (BSD) Þegar Kia Sorento skynjar ökutæki í blindum bletti ökumanns kveikir blindvarinn á aðvörunarmerki. Reyni ökumaður að skipta um akrein þegar ökutæki er í blinda blettinum gefur blindvarinn frá sér hljóðmerki (Premium).

Þverakstursvari að aftan (RCTA) Búnaðurinn varar ökumann við þegar hann skynjar umferð fyrir aftan bílinn þegar honum er bakkað úr bílastæði eða heimreið (Premium).

19


20

Innbyggð minnisaðgerð (IMS) Handhægt í notkun. Vistar í minni stillingar tveggja ökumanna á sæti og hliðar­ speglum (Premium).

Tvívirkt loftfrískunarkerfi Með tvívirka loftfrískunarkerf­ inu geta ökumaður og farþegi í framsæti hvor um sig valið sitt hitastig og loftfrískun.

Upphitun í stýri Til mikilla þæginda á köldum vetrarmorgnum.

Sjálfvirkt niður- og upphal á rúðum Staðalbúnaður sem stuðlar að auknu öryggi og þægindum og inniheldur klemmuvörn.

Hljómtæki með 4,3“ TFT-LCD snertiskjá 4,3” hljómtæki með snertiskjá sem býður upp á enn marg­ slungnari aðgerðir. Því fylgir litaskjár með snertitækni og innbyggðri bakkmyndavél (Classic).

Eftirlitskerfi með loftþrýstingi í hjólbörðum (TPMS) TPMS varar ökumann við ef loftþrýstingur í hjólbarða/ hjólbörðum er ekki nægur og sýnir einnig raunloftþrýsting í hverjum hjólbarða fyrir sig.

Handfrjálst Bluetooth kerfi Býður upp á þráðlausa tengingu Bluetooth–samhæfðra tækja og hljómkerfisins í bílnum með innbyggðum hljóðnema.

Tengingar fyrir AUX, USB og MP3 spilara Tilbúið fyrir allar gerðir tækja. Spilar hljóðskrár úr MP3 spilurum, USB lyklum og öðrum samhæfðum margmiðlunartækjum í gegnum innfelldar AUX og USB raufar.

Sjálfvirkur hraðastillir Breyttu stillingum á hraða­ stillinum án þess að taka hendur af stýri með þessum þægilega staðsettu stjórnrofum.

USB hleðslutæki Að vera hleðslulaus er liðin tíð. Einfalt er að hlaða tæki með USB hleðslutækinu sem er innbyggt í aftanverða hirsluna á milli framsætanna.

Hemlaljós í vindkljúf að aftan Fegurð og notagildi mætast á ný. Glæsilega mótaður vind­ kljúfurinn aftan á bínum ­stuðlar að hagkvæmara loftflæði og er með innbyggðu, hástæðu hemla­ljósi.

LED afturljós og hemlaljós Þessi ljós eru einkar áberandi og eru felld inn í afturljósa­ klasann. Þau gefa nýrri útlitshönnun Sorento enn glæsilegra yfirbragð (Luxury og Premium).

Uggaloftnet Báðum leiðsögukerfunum og 4,3” snertiskjá hljómkerfisins fylgir straumlínulagað uggaloftnet.

Fótstig úr ryðfríu stáli Setur sportlegan svip á innan­ rýmið. Sterk en um leið létt fótstig úr ryðfríu stáli setja keppnisblæ á stjórnrýmið.

LED ljós í hurðarsíls Bjart og fallegt. Orkusparandi LED ljós lýsa upp hurðarsílsa sem auðvelda inn- og útstig að næturlagi.


Hágæða Infinity umhverfis­ hljómkerfi Tíu hátalalar og utanáliggjandi magnari fylgja. Aukabúnaður í Premium útfærslu.

Fjarstýring fyrir hljómtæki í stýri Stilltu hljóðstyrkinn eða skiptu um stöðvar án þess að taka hendur af stýri með stjórn­ rofum sem er haganlega komið fyrir á stýrinu.

7“ hljóð-/myndrænt leiðsögukerfi Þessu fjölhæfa, 7” marg­ miðlunartæki fylgja snerti­ skjátækni, bakkmyndavél og tengiraufar fyrir uppáhalds tónlistarspilarana þína (Luxury).

Stór sóllúga Hleyptu birtunni inn. Stór, tveggja hluta sóllúgan fyllir farþegarýmið af birtu og fersku lofti og gefur tilfinningu fyrir enn meira innanrými. Rafstýrt skyggni fylgir sóllúgunni (Classic).

TÆKNILEGUR BÚNAÐUR

Litlu hlutirnir sem skipta svo miklu máli Ríkulegur og yfirgripsmikill staðalbúnaður Sorento er hágæðavara sem býður upp á mikil þægindi. Að sjálfsögðu stendur svo einnig til boða breitt úrval viðbótarbúnaðar sem sníður Sorento að þínum þörfum og óskum.

21


VALKOSTIR Í INNRÉTTINGUM

Litir á innréttingum og val um skreytingar SVÖRT INNRÉTTING Saturn leður, svart

Innanrými með svartri Satin áferð, ígreypingar með grafísku skrautmynstri, svart mælaborð og svart leður��klæði á sætum.

Saturn tauáklæði, svart

Innanrými með svartri Satin áferð, ígreypingar með grafísku skraut­mynstri, svart mælaborð og svart tauáklæði á sætum

22


SVÖRT + STEINGRÁ, TVEGGJA LITATÓNA INNRÉTTING Stone leður, ljósbrúnt

Innanrými með ljósbrúnu Stone áklæði, ígreypingar með grafísku skrautmynstri, tveggja litatóna mælaborði og ljósbrúnu Stone leðuráklæði á sætum.

Stone tauáklæði, ljósbrúnt

Innanrými með steingrárri áferð, ígreypingar með grafísku skraut­mynstri, tveggja litatóna mælaborð og ljósbrúnt Stone tauáklæði á sætum.

23


LITASAMSETNINGAR Leður, ljósgrátt

Innanrými með ljósgrárri áferð, svartgljáandi ígreypingar, svart mælaborð og tveggja litatóna, grátt leðuráklæði á sætum.

Leður, brúnt

Innanrými með brúnni áferð, svartar skrautígreypingar með gljáa, svart mælaborð og brúnt leðuráklæði á sætum.

24


YFIRBYGGING

Litir í innanrými, lakk á yfirbyggingu og skrautlistar Boðið er upp á breitt úrval lita og litasamsetninga á yfirbyggingu og innanrými Sorento sem stuðla að stílhreinu og afslöppuðu andrúmslofti.

Litir á yfirbyggingu Þú finnur litinn sem hentar þér. Sorento er fáanlegur með perlulitarefni, málmlitum og hefðbundnum litum.

Snow White Pearl (SWP)

Silky Silver (4SS)

Metal Stream (MST)

Hurðarhúnar að utanverðu Allar gerðir Sorento koma með krómáferð. Imperial Bronze (MY3)

Sunset Red (MR5)

Platinum Graphite (ABT)

Aurora Black Pearl (ABP)

Króm

25


FELGUR OG TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Útlitið fullkomnað og beinharðar tölur Hér er að finna upplýsingar um öll smáatriðin sem fullkomna útlitið á Sorento.

Grill grillið á nýjum Sorento er með hinu einkennandi Kia útliti sem dregur enn frekar fram skýrt svipmót bílsins.

Álfelgur Álfelgur sem minnka loftmótstöðu og ófjaðrandi þyngd og draga fram kraftalegt svipmót Sorento.

Dökkt grill með málmáferð.

Grjótvörn Áberandi hlífin að framan og grjótvörnin undir bílnum verja hann gegn skvettum og skrámum.

235/65R 17” álfelga (staðalbúnaður í Classic og Luxury)

235/60R 18“ álfelga (staðalbúnaður í Premium)

Silfurlituð.

235/55R 19” álfelga (sérpöntun)

26


HELSTU MÁL — KIA SORENTO 2200 CC DÍSIL

Tölur sem tala sínu máli Helstu mál (vél)

Eldsneytiseyðsla

Tegund vélar

Dísil (Turbo/Intercooler)

Blandaður akstur (1/100 km)

6,7

Slagrými (cc)

2.199

Innanbæjar (1/100 km)

8,8

4/16

Utanbæjar (1/100 km)

Fjöldi strokka/ventla

Skynvætt Dynamax 4WD með miðdrifslæsingu (50/50)

Mengunarflokkur

174

Mengunarstaðall Euro 6

Þjapphlutfall

16.0

Hámarksafl (hö./sn.mín.) Hám. tog (kg m/sn.m)

200/3.800 441/1.750–2.750

Hámarkshraði (km/klst.)

203

Hröðun (0–100 km/klst./sek) Skipting

5,4

Magn CO2 í útbtlæstri (g/100 km)

9,6

6 þrepa sjálfskipting (m. beinskiptistillingu)

Fjöðrun Að framan

McPherson

Að aftan

Fjölliða

Stýrisbúnaður

Raftangarstýri

Lágmarksþvermál beygjuhrings (m) Bremsur að framan

5,54 Loftkældir diskar

Bremsur að aftan

Helstu þyngdir (kg) Eiginþyngd

Diskar

1.878

Heildarþyngd

2.510

Hám. þyngd tengivagns (með hemlum/án hemla)

2.000/750

Leyfilegt hámark þakhleðslu100

Helstu mál (mm) Lengd

4.780

Breidd

1.890

Hæð

1.690

Hjólhaf

2.780

Höfuðrými (1., 2. og 3. sætaröð)

1.004/998/920

Fótarými (1., 2. og 3. sætaröð)

1.004/1.000/805

Axlarými (1., 2. og 3. sætaröð)

1.500/1.472/1.342

Mjaðmarými (1., 2. og 3. sætaröð)

1.439/1.433/1.051

Hjólahaf að framan/aftan

1,685 (with roof rack) 1,685 (with roof rack)

Drif

16.9° 1,633

945

1,644

1,890

16.9°

1,633

945

1,644

1,890

1.633/1.644 1.621

Sporvídd (aftan)

1.618

1,685 (with roof rack)

Sporvídd (framan) Vegfrí hæð

185

Stærð farangursrýmis (upprétt sæti)

660 lítrar

Stærð farangursrýmis (aftursæti felld niður)

1.732 lítrar

Stærð farangursrýmis (lítrar) 5 manna

660 / 1.732

Stærð farangursrýsmis (lítrar) 7 manna 1,633 1,890

Stærð eldsneytisgeymis (lítrar)

1,644

605 /1.677 71

16.9°

21°

18° 945

2,780

1,055

4,780

※ Allar upplýsingar og myndskýringar í þessum bæklingi byggjast á gögnum sem voru tiltæk þegar hann fór í prentun. Þær geta breyst án fyrirvara. Sum atriði í bæklingnum teljast vera valbúnaður og eru hugsanlega ekki fáanleg í grunngerð bílsins. Nálgastu nýjustu upplýsingar hjá næsta umboðsaðila Kia.

27


Aukabúnaður


Rauð LED lýsing við fótskör Falin lýsing í gólfi við fótskör að framan. Býður upp á þægilega lýsingu þegar stigið er inn í bílinn. Kviknar og slokknar sjálfkrafa þegar framhurðirnar eru opnaðar og lokaðar. Einnig fáanlegt fyrir aðra sætaröð bílsins. 66650ADE00 (fremri sætaröð) 66650ADE10 (önnur sætaröð)

Hliðarspeglahlíf Áberandi hliðarspeglahlíf úr hágljáandi, ryðfríu stáli fer vel saman við önnur skínandi útlitsatriði bílsins. C5431ADE00ST

Listi á afturhlera Þessi sérsniðni listi úr hágljáandi, ryðfríu stáli gefur afturhleranum stílhreina áferð. C5491ADE00ST

Sportlegt stigbretti Stigbretti úr áli með gúmmíflipum sem auðveldar aðgengi að farþegarýminu og þegar hlutum er komið fyrir á toppgrindinni. Ekki samhæft með aurhlífum að framan. C6F37AC100

29


FLUTNINGUR

Hafðu allt meðferðis Auktu enn frekar mikla flutningsgetu Sorento og gerðu það sem hugurinn býður þér.

1. Þakbogar Sterkir og léttir þverbogar úr áli sem eru sérhannaðir fyrir þakbogana á Sorento. Auðvelt að setja upp og taka niður. Hámarksburðarþol er 100 kg. C5211ADE00AL

1

2

3 2. FreeRide reiðhjólafesting Fljótt og einfalt er að festa hjólið og taka það niður. Með hraðlæsingarramma, snjöllum hjóla­ skorðum og stillanlegum festiólum með hraðlosun. Hámarksburðarþol er 17 kg. Með læsingu sem eykur öryggi. 55701SBA21 (T-bolta millistykki fylgir)

30

3. ProRide reiðhjólafesting Þegar hjólið hvílir á rammanum eru allar frekari stillingar og festingar framkvæmdar í þakhæð með snúningsrofa. Hægt að koma fyrir jafnt á vinstri sem hægri hlið bílsins. Hámarksburðarþol er 20 kg. Með læsingu sem eykur öryggi. 55701SBA10

5

4 4. Xtender skíða- og snjóbrettafesting Hægt er að draga festinguna til hliðanna við hleðslu og afhleðslu þannig að klæðnaður kemst ekki í snertingu við bílinn. Getur borið allt að sex skíðapör eða fjögur snjóbretti. Með læsingu sem eykur öryggi. 55700SBA10


8

8. Reiðhjólafesting fyrir allar gerðir dráttarbeisla Getur borið tvö reiðhjól og hentar einnig fyrir rafhjól. Hámarksburðarþol er 60 kg. Það er hægt að velta festingunni aftur svo hægt sé að opna afturhlera, jafnvel þó reiðhjól sé á festingunni. Festingin læsist við bílinn og hjólin við hana. E823055001 9. Losanlegt dráttarbeisli Dráttarbeisli úr hágæðastáli með þriggja bolta læsingarkerfi sem tryggir auðvelda og örugga notkun. Ekki sjáanlegt þegar það er ekki í notkun. C5281ADE00

Ath.: Dráttarbeisli Sorento eru vottuð í samræmi við UNECE 55R. Hámarksburðarþol reiðhjólafestingar er 75 kg, þar með talin þyngd reiðhjólafestingarinnar.

Mikilvægar upplýsingar um dráttarbeisli Hámarks dráttargeta Sorento ræðst af útfærslu bílsins. Fáðu nánari upplýsingar hjá næsta sölu­ aðila Kia. Öll upprunaleg Kia Sorento dráttarbeisli eru ryðvarin, með ISO 9227NSS vottun vegna saltúðaprófunar og uppfylla kröfur vegna eftir­ farandi staðla: OE Car Loading Standard (CARLOS), Trailer Coupling (TC) og Bike Carrier (BC). 9

5. Deluxe skíða- og snjóbrettafesting Getur borið allt að sex pör af skíðum eða fjögur snjóbretti. Með læsingu sem eykur öryggi. 55700SBA20 6. Geymslunet í farþegasæti Ákjósanlegt fyrir litlu hlutina sem ökumaðurinn gæti þurft að grípa til á leiðinni. Þennan nota­ drjúga möskvapoka er hægt að festa á fremra farþegasæti með teygjuólum. Þarna er allt á sínum stað og innan seilingar fyrir ökumanninn. 66170ADE00

6

7

7. Farangursnet Sterkt og teygjanlegt net á gólfi farangurs­ rýmisins. Netið kemur í veg fyrir að smærri hlutir fari af stað í akstri. Eingöngu fáanlegt í bíla með geymslubakka undir gólfi. 85790C5000

31


VÖRN

Haltu honum skínandi fögrum Komdu í veg fyrir að óhreinindi, raki, skrámur og rispur setji mark sitt á þinn Sorento, jafnt að utan sem innan.

1

1. Motta í farangursrýmið Þessi létta, vatnshelda og endingargóða motta fyrir farangursrýmið er með háum köntum og ver farangursrýmið fyrir aur, vatni og óhreinindum. Rennivörnin í áferð gúmmíyfirborðsins heldur betur við hluti. Mottan er sérsniðin fyrir bílinn þinn og merkt Sorento vörumerkinu. Hentar ekki fyrir sjö sæta útfærslur þegar þriðja sætaröðin er í notkun. C5122ADE05 (5 sæta) C5122ADE07 (7 sæta)


1. + 2. Ofnar gólfmottur úr velúr Hágæða velúrmottur sem verja gólfið og viðhalda hreinlegu og nýju yfirbragði innanrýmisins. Motturnar eru sérsniðnar til að passa fullkomlega í bílinn. Festipunktar í gólfinu og rennivörn undir mottunum halda þeim fullkomlega í skorðum. Motturnar í fremstu sætaröð eru með Sorento vörumerkinu. C5143ADE00 (1.+2. sætaröð lhD) C5143ADE03 (3. sætaröð lhD)

1

2

3

4

3. + 4. Ofnar gólfmottur, staðalgerð Motturnar eru sérsniðnar til að passa fullkomlega í bílinn. Þær eru úr slitsterku feltefni og hreyfast ekki á gólfi bílsins. Motta ökumanns er með styrkingu fyrir hæla sem veitir viðbótarvörn og er merkt Sorento vörumerkinu. C5141ADE00 (1.+2. sætaröð lhD) C5141ADE03 (3. sætaröð lhD)

33


ÞÆGINDI

Gerðu hverja ferð að þægilegri upplifun Viðbótarþægindi, hagræði og tengingar fyrir alla í bílnum.


FELGUR

Skapaðu þitt útlit Settu þinn karakter á Sorento með aukahlutum sem draga fram rennilega og kraftalega hönnun bílsins. COMFORT

17” álfelga 17” álfelga með fimm örmum, 7.0Jx17, passar fyrir 235/65 R17 hjólbarða. Kemur með felgumiðju og fimm felguboltum. C5F40AC110 (TPMS samhæft)

18” álfelga 18” álfelga með tíu rimum, tvílit, 7.5Jx18, passar fyrir 235/60 R18 hjólbarða. Kemur með felgumiðju og fimm felguboltum. C5F40AC230 (TPMS samhæft)

< Gluggavindhlífar Draga úr ókyrrð þegar ekið er með glugga að framan lítillega opna. Straumlínulagaðar gluggavindhlífar beina loftflæði frá gluggunum og sömuleiðis regndropunum. 2 í setti. C5221ADE00

Felguboltar með læsingu og lykli Passaðu upp á fjárfestinguna með felguboltum með læsingu. 66490ADE10

19” tommu álfelga 19” álfelga með 5 Y-rimum, tvílit, 7.5Jx19, passar fyrir 235/55 R19 hjólbarða. Kemur með felgumiðju og fimm felguboltum. C5F40AC330 (TPMS samhæft)

USB hleðsla Hröð og örugg hleðsla fyrir stafrænu viðtækin. Með innbyggðri vörn gegn ofhitnun. Þrefalt hraðvirkari en önnur hleðslutæki. Málmáferð er á þessu fyrirferðarlitla tæki. A7h60AK000EU

35


7 ára/150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum Evrópusambandslöndunum (þ.m.t. í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590 2100 Netfang: askja@askja.is www.kia.com

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur voru réttar þegar bæklingurinn fór í prentun. Þær geta breyst án fyrirvara. Gerðir og tölulegar staðreyndir í þessum bæklingi geta verið aðrar en þær sem eru í boði á þínum markaði. Vegna takmarkaðra prentgæða geta litir á yfirbyggingum bíla í þessum bæklingi verið lítillega öðruvísi en þeir eru í raun. Vinsamlegast hafið samband við næsta umboðsaðila Kia til að nálgast nýjustu upplýsingar.

www.kia.com


Kia Sorento