Issuu on Google+


2


Gleymum daglegu amstri um stund og njótum þess óvænta í lífinu. Eins og nýrrar kynslóðar Kia cee'd. Þessi einstaklega glæsilegi hlaðbakur tvinnar saman sportlegar línur og mikið notagildi í daglegri notkun. Hann felur í sér spennandi hönnun og hágæða smíði. Hann býr yfir djörfung í formi, mörgum nýjungum og miklu innanrými sem tekur mið af mismunandi aðstæðum. Það er af svo mörgu að taka - nýttu þér það til fulls. Nýr Kia cee'd:

Lifðu lífinu >>>

3


Hönnun

>

Eftirtektarverðar lausnir - að utan sem innan Nýr Kia cee’d er þannig hannaður að hann höfðar til allra skynfæra þinna Nýr Kia cee’d er þannig hannaður að hann höfðar til allra skynfæra þinna. Njóttu sjónrænnar ánægjunnar í kleyfmyndaðri hliðarlínunni, sterklegri gluggalínunni og kraftalegri vélarhlífinni. Virtu fyrir þér sportlega stöðu bílsins, stutta slútun og langt hjólhafið. Hönnun Kia cee'd er eins og menn eiga að venjast í sportlegum coupé-bílum. Kia cee'd hlaðbakurinn er ökutæki sem erfitt er að líta framhjá. Þegar sest er inn í hann býður hann upp á mikið innanrými sem er einkenni fimm dyra hlaðbaka og notagildi sem höfðar sterkt til skynseminnar. Kia cee'd er glæsilegur valkostur - afurð sigurliðs aðalhönnuðar Kia, Þjóðverjans Peters Schreyer.

Evrópskt aðdráttarafl: Kia cee'd er hannaður í Þýskalandi og framleiddur í hátæknivæddri verkmiðju Kia í Slóvakíu.

4


5


6


Hugsað fram í tímann: Krafa verkfræðinganna var aukið loftflæði og hönnuðirnir uppfylltu þær óskir með glæsilega hönnuðum bíl.

Hönnun

>

Hönnun sem gleður augað "Alúð lögð í smáatriðin” er ekki innihaldslaus staðhæfing Við lifum samkvæmt henni, bæði hvað varðar hönnun og gæði. Ástæðan er sú að í okkar huga fer þetta saman. Það nægir að horfa á rennilega þaklínu bílsins, vatnskassahlífina sem er einkennismerki Kia, eða nýjar formlínur í glæsilega mótuðum LED ljósunum að framan og aftan. Hönnun hvers einasta smáatriðis á utanverðum bílnum hefur það markmið að gleðja augað og uppfylla um leið kröfur sem gerðar eru um hámarks loftflæði. Dæmi um þetta er líka botnplata bílsins sem er eins flöt og framast er unnt. Við höfum hannað stærri vindklúf og kynnt til sögunnar nýja formlínu í afturljósunum. Mörg hundruð klukkustunda prófanir í vindgöngum sýna fram á að loftmótstaða bílsins er umtalsvert minni en áður sem stuðlar að enn meiri sparneytni í nýjum cee'd. 7


Gæði eiga einmitt að vekja þessa tilfinningu: Reiðubúinn að njóta dagsins til hlítar.

Gæði

>

Spennan sem gefur lífinu líf Lífið býður upp á margar spennandi og óvæntar uppákomur. Það er því skynsamlegt að velja bíl sem hægt er að treysta fullkomlega. Við erum stoltir af því að geta veitt þér fullkomna hugarró - 7 ára ábyrgð með Kia cee'd, þá lengstu sem bílaframleiðendur bjóða. Ástæðan fyrir því að við getum ábyrgst bílinn í svo langan tíma er sú að cee'd er framleiddur samkvæmt hæstu gæðakröfum í hátæknivæddri verksmiðju okkar í Slóvakíu. Hann hefur verið margprófaður með tilliti til áreiðanleika og endingar. Það eru því flestar líkur á því að það reyni aldrei á þessa yfirgripsmiklu ábyrgð. Ábyrgðin er meira að segja millifæranleg til næstu eigenda bílsins á meðan hún er í gildi. Það stuðlar að hærra endursöluvirði bílsins ef þú á annað borð selur hann. Kia cee'd er þess vegna í okkar huga bíll sem er jafnt áreiðanlegur og hann er spennandi. 7 ára ábyrgð KIA: 7 ára/150,000 km ábyrgð á nýjum Kia bílum

8


9


Uppröðun fyrir ökumann

>

Ræsirofi fyrir vél og snjalllykill: Ekki þarf lengur að leita að lyklinum. Hafðu hann bara í vasanum eða

Allt til staðar til að njóta dagsins Nýr Kia cee'd býr yfir sérgáfu og hún er sú að láta þér líða vel. Það gerir hann til að mynda með mildri umhverfislýsingu í miðstokknum. Hún slær tóninn að fáguðu andrúmslofti hvarvetna í farþegarýminu. Innanrýmið einkennist af vali á hágæða efnum. Fletir mælaborðsins eru mjúkir viðkomu. Einstök smáatriði, eins og sporðlaga hurðarhúnarnir og sportlegir mælar með þremur skífum gefa innanrýminu sportlegt yfirbragð. Til að gera allt auðveldara í notkun gengur öll hönnunin út frá þörfum ökumannsins. Ökumælaklasinn er skynsamlega formaður. Hann er hægt að fá með hraðamælir með LCD háskerpuskjá sem gerir hann einkar þægilegan aflestrar. Þægileg uppröðunin í innanrýminu nær einnig til stillanlegrar armhvílu og miðjustokks sem snýr að ökumanninum. Þú munt sjá að cee'd tvinnar saman formhönnun og notagildi á einstakan hátt.

veskinu. Um leið og þú nálgast bílinn greinir hann lykilinn. Það nægir að þrýsta á hnapp á hurðarhúninum til að aflæsa hurðinni. Til að ræsa vélina nægir að þrýsta á ræsirofann.

Umhverfislýsing: Eitt af mörgum einstæðum atriðum sem gefa innanrými cee'd einstakt yfirbragð.


Aksturstækni

>

Eitt og annað sem auðveldar aksturinn Kia cee'd er hlaðinn hátæknibúnaði sem gerir aksturinn auðveldari. Dæmi um þetta er mælaklasi með TFT-litaskjá fyrir aksturstölvuna þægilegu. Ekki síður en splunkuný og þægileg, rafeindastýrð handbremsa. Handbremsan er sett á með því að þrýst á einn hnapp í stað þess að draga upp handbremsustöng eins og áður þurfti að gera.

1. Rafeindastýrð handbremsa:

Það er til þægindaauka að þrýsta einungis

á einn rofa í stað þess að draga upp hand-

bremsustöng. 2. Smart Parking Assist kerfi:

Annað dæmi um frábæra tækni er Smart Parking kerfið. Það sér um að leggja bílnum í stæði fyrir þig, jafnvel í stæði sem er einungis 100 sm lengra en sjálfur bíllinn. Kerfið greinir rými bílastæða sem eru samsíða veginum. Síðan stýrir það bílnum og metur fjarlægð að bíl fyrir framan og aftan. Það eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að stíga á eldsneytisgjöfina og velja réttan gír.

Aldrei hefur verið einfaldara að leggja bílnum: Kerfið styðst við 10 bílastæðaskynjara (6 að framan og 4 að aftan). Einnig er hægt að nýta sér skynjarana og leggja bílnum handvirkt. 3. Aksturstölva: Allar upplýsingar innan seilingar: Tölvan birtir aragrúa upplýsinga, þar á meðal um akstursdrægi miðað við eldsneytisstöðu, tímalengd í akstri, eldsneytisnotkun og aksturshraða. Hún greinir einnig loftþrýsting í hjólbörðum, sýnir upplýsingar frá Akreinavaranum, og, eins og sýnt er á myndinni, einnig myndir frá bílastæðanemum að aftan. 4. Aksturstölva/stýrishamur: Comfort, Normal eða Sport: Þegar Flex Steer er valið birtist á skjánum hvaða stýrisshamur hefur verið valinn.

1

5. Aksturstölva/gírskiptivísir: Aksturstölvan ráðleggur ökumanni hvaða gír er hagkvæmast að velja hverju sinni til að spara eldsneyti

3

og draga úr útblæstri.

6. Aksturstölva/leturstærð: Hægt er að breyta leturstærðinni á upplýs-

2

12

ingaskjánum svo auðveldara sé að lesa

af honum.

3


KME want this image

4

5

6

13


1

2

3

3

4


Tengingar

>

Afþreyingarkerfi, leiðsögukerfi, svarkerfi: Afbragðs hlaðbakur í einföldu máli Nýr Kia cee'd kemur þér áfangastað með bros á vör. Kia cee'd er búinn snjalltækni af margvíslegum toga sem menn eiga ekki að venjast í þessu flokki bíla. Dæmi um þetta eru hljómtæki með geislaspilara og MP3-spilara ásamt 6 hátölurum. Hljómtækin eru með AUX/USB tengingum fyrir iPod eða aðrar gerðir MP3-spilara. Hljómkerfi með 4,3 tommu TFT, LCD-skjá er fáanlegt sem valbúnaður. * Þá er í boði nýjasta gerð leiðsögukerfis með 7 tommu snertiskjá sem kemur þér á einfaldan hátt á áfangastað. Kerfið er með talgreind fyrir allt að 10 tungumál ásamt aðgerð sem kallast frá texta til tals, sem þylur upp götuheiti meðan á akstri stendur. Á skjánum er einnig hægt að varpa upp myndum frá baksýnismyndavélinni sem auðveldar þér að leggja bílnum.

Bakkmyndavél Valbúnaður er 4,3 tommu TFT LCD skjár fyrir hljómtækin* sem birtir myndir frá bakkmyndavélinni sem auðveldar þér að leggja bílnum * Fáanlegt frá september 2012.

Fjölaðgerðastýrið gerir þér kleift að fást við marga hluti í einu, ef þú ert gefinn fyrir það. Án þess að taka augun af veginum framundan er hægt að stilla hljómstyrk hljómtækjanna, hringja með Bluetooth-tengingunni og setja hraðastillinn á (þegar bíllinn er tekinn með sjálfskiptingu eða tvíkúplandi gírkassa). 1. Leiðsögukerfi með gervihnattatengingu: Háþróað leiðsögukerfi með 7 tommu snertiskjá

upplýsir þig meira að segja um áhugaverða staði

2. Fjarstýring fyrir hljómtæki:

Einbeittu þér að akstrinum. Stilltu hljómstyrkinn án

þess að taka hendur af stýri

3. Aux/iPod/USB:

Tengdu það tæki sem þér hentar best til þess að

hlusta á tónlistina þína

4. Bluetooth tenging:

Hringt og tekið á móti símtölum á handfrjálsan hátt

– gæti ekki verið einfaldara

15


Þægindi og gæði

>

Þú skynjar gæðin Hönnun stjórnrýmisins fer fram úr villtustu væntingum Með notkun hágæða efna og sérstakri alúð við uppröðun stjórntækja líður þér alltaf vel undir stýri. Ef þú ert fyrir nútímaþægindi þá er nóg af þeim í Kia cee'd. Rafstýrt ökumannssætið er með minni sem geymir tvær stillingar. Stýrið er með aðdrætti og veltu. Stýrið, ökumannsæti og farþegasæti að framan fást með upphitun sem er þægilegt á köldum vetrarmorgnum. Valið stendur milli þriggja hitastillinga sem henta þínum þörfum. Einnig er cee'd í boði með handvirku eða sjálfvirku, tveggja svæða loftfrískunarkerfi. Bæði loftfrískunarkerfin byggja á nýjustu tækni sem stuðlar að minni eldsneytisnotkun.

Loftfrískun: Öll erum við ólík. Þess vegna er val um handvirkt loftfrískunarkerfi eða tveggja svæða, sjálfvirkt loftfrískunarkerfi, sem gerir þér kleift að stilla mismunandi hitastig fyrir ökumannsrými og farþegarými.

16


17


18


Þægindi og gæði

>

Sól og birta: Jafn einfalt og 1, 2, 3 – stór sóllúga í tveimur hlutum

Ferskur andblær Nýr Kia veitir birtu inn í lífið Nýr Kia cee'd kann svo sannarlega að veita birtu inn í lífið. Ef þú vilt hleypa meiri birtu og fersku lofti inn í bílinn velurðu stóru sóllúguna sem fáanlegt með Kia cee'd. Hún lýsir upp innanrými og skapar tilfinningu fyrir enn meira rými með frábæru útsýni í veröldina fyrir ofan þig. Sóllúgan er í tveimur hlutum og er auðveld í notkun. Hana er hægt að opna upp á gátt og loka með einum takka. Hægt er að stöðva opnunina hvenær sem er og einnig er hægt að tylla lúgunni upp. Lúgunni fylgir skyggni sem dregið er fyrir þegar sólargeislarnir verða óþægilega sterkir.

19


Þægindi og gæði

>

Meira rými - meiri þægindi Aflmikill í útliti að utanverðu, rúmgóður að innan. Kia cee'd hlaðbakurinn sameinar þetta tvennt á fallegan hátt. Snjöll notkun á rýminu skapar mikið fóta- og höfuðrými svo allir farþegarnir ferðast á þægilegan máta. Meira að segja farangursrýmið, sem er 380 lítrar, er eitt hið mesta í stærðarflokknum. Þegar flytja þarf stærri eða lengri hluti er hægt að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 60/40 eða einfaldlega fella bæði sætin flöt niður og skapa þannig gott hleðslurými fyrir allt að 1.318 lítra af farangri. Auk þess er margvíslegur valbúnaður í boði sem auðveldar þér að koma farangrinum fyrir og ganga frá honum, svo sem handhægir krókar og net og farangurskassi undir gólfi farangursrýmisins. Hvarvetna í innanrýminu eru síðan drykkjarhaldarar, geymsluhólf í armhvílu og stórt hanskahólf með kælingu.

20


Önnur sætaröðin er ekki síður þægileg. Sætin eru sérhönnuð með tilliti til þægilegrar setu og höfuð- og fótarými er yfrið nóg fyrir alla farþega. 21


Val um innréttingar í cee'd

>

Þín eigin innanrýmishönnun Þegar hönnuðir okkar lögðu fyrstu drög að nýjum cee'd fengu þeir innblástur úr ýmsum áttum; ferðalögum um Evrópu, tísku, hönnun og arkitektúr. Afraksturinn er innanrými þar sem fer saman fágun og einfaldleiki og nóg svigrúm fyrir þinn eigin smekk.

Valið stendur um tvær megin búnaðarútfærslur sem hvor um sig býður upp á fjölmarga, persónulega valkosti: LX innrétting LX í staðalgerð er með svartri innréttingu og val er um svarta og steinbrúna samsetningu. EX innrétting EX í staðalgerð fæst í tveimur valkostum (svörtu og steinbrúnu) og fjölda annarra hönnunarvalkosta með mismunandi áklæði og litavali sem hentar smekk hvers og eins. Leðursæti eru hluti af Sportpakkanum og í honum eru fólgin mestu þægindin og glæsileikinn.

22


LX inNRÉTTING

LX STAÐALGERÐ (svart) Kia cee’d í hversdagsfötum: Snyrtilegur, stílhreinn og fágaður. Í útfærslunni felst: – Svart, einlitt mælaborð – Svört sætaáklæði – Stjórneining í mælaborði með silfuráferð – Hurðarhandföng með silfuráferð

LX valbúnaður (steinbrúnn) Valkvæða LX útfærslan er með sömu áklæðum en með steinbrúnum litatón.. Í útfærslunni felst: – Svart einlitt mælaborð – Steinbrún sætaáklæði – Stjórneining í mælaborði með silfuráferð – Hurðarhandföng með silfuráferð

23


EX innrétting

EX staðalgerð (svart) Svart er ríkjandi tónn í EX staðalgerðinni, með andstæðum litaþáttum í einstökum sætisáklæðinu. Í útfærslunni felst: – Svart, einlitt mælaborð – Svört sætaáklæði – Stjórneining í mælaborði með silfuráferð – Hurðarhandföng með silfuráferð

EX STAðalgerð (steinbrúnt) Í EX staðalgerðinni skapa ljósari litir glæsilegt umhverfi sem silfuráferð í hluta innréttingar skerpir enn frekar á. Í útfærslunni felst: – Einlitt, steinbrúnt mælaborð – Steinbrún sætaáklæði – Stjórneining í mælaborði með silfuráferð – Hurðarhandföng með silfuráferð

24


EX valbúnaður

EX valbúnaður 2 (brúnt) Litapakki 2 er með sætaáklæðum í glæsilegum, brúnum litatón sem fer fullkomlega saman við hágljáandi lista í innanrýminu.

Í útfærslunni felst: – Svart, einlitt mælaborð – Brún sætaáklæði – Svört, hágljáandi stjórneining í mælaborði –S  vört, hágljáandi hurðarhandföng og skreytingar á stýri

25


EX valkvæður SPORTpakki (svart) Leðurklæðning eykur alltaf glæsileikann og sportlegt yfirbragð, sýnt hér með einstakri hönnun á sætaáklæði.

Í útfærslunni felst: – Svart, einlitt mælaborð – Svört leðursæti – Svört, hágljáandi stjórneining í mælaborði –S  vört hágljáandi hurðarhandföng og skreytingar á stýri

26


EX innrétting (Valbúnaður)

EX valbúnaður 1 (svart) Allar valkvæðar útfærslur EX eru með glæsilegum, svörtum, hágljáandi skreytingum í innréttingu. Hérna eru þær með fallegu, tauáklæði í litapakka 1 í svörtu. Í útfærslunni felst: – Svart, einlitt mælaborð – Svart tauáklæði á sætum – Svört, hágljáandi stjórneining í mælaborði – Svört, hágljáandi hurðarhandföng og skreytingar á stýri

EX valbúnaður 2 (steinbrúnt) Hérna skapar steinbrúnt mælaborð og sætaáklæði, sem tilheyra litapakka 1, stílrænt andrúmsloft. Í útfærslunnni felst: – Steinbrúnt, einlitt mælaborð – Steinbrúnt tauáklæði á sætum – Svört, hágljáandi stjórneining í mælaborði – Svört, hágljáandi hurðarhandföng

27


Aksturseiginleikar

>

Meiri ánægja í hverri hreyfingu Verkfræðingar okkar hafa unnið hörðum höndum að því að ná fram akstursupplifun sem er í takt við fínstillt fjöðrunarkerfi bílsins. Það er með endurbætttri MacPherson fjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan. Afraksturinn er sá að cee'd skilar frábærum aksturseiginleikum og þægindum í akstri, líka á ójöfnu vegyfirborði. Sérstyrktur undirvagninn og fjöðrunarkerfið eru með hljóðeinangrandi efnum sem lágmarka veghljóð og titring. Fjöðrunarkerfið og undirvagninn vinna síðan með fjölda, hátæknivæddra akstursstoðkerfa sem auðvelda stjórn á bílnum og gera ferðina aðeins ánægjulegri.

1. FLEX STEER

VSM (Stöðugleikastýrikerfi) VSM vinnur með véldrifna aflstýrinu og sér til þess að bíllinn er stöðugur þegar honum er hemlað um leið og honum er beygt, sérstaklega á blautum, hálum og grófum vegum.

3. ESC (Rafeindastýrð stöðugleikastýring)

EBD (Rafeindastýrð hemlunarátaksdreifing) + BAS (Hemlunarstoðkerfi) EBD viðheldur jöfnu hemlunarátaki þegar hleðsla og þyngdardreifing bílsins breytist með því að aðlaga hemlunarátakið milli fram- og afturhjólanna. BAS greinir hvort um neyðarhemlun er að ræða eftir þeim hraða sem stigið er á hemilinn. Kerfið virkjar á augabragði hámarks hemlunarátak sem styttir hemlunarvegalengdina. HAC (Brekkuviðhald) HAC kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað upp bratta. Kerfið viðheldur hemlunarátaki í tvær sekúndur eftir að stigið er af hemlinum.

28

Með valbúnaðinum Flex Steer getur

ökumaður lagað stýriseiginleikana að

sínum akstursmáta. Kerfið býður upp á

Comfort stillingu, með léttari stýringu þegar

lagt er í stæði og ekið er í borgarþrengslum,

Normal stillingu, og Sport stillingu sem hentar til

aksturs á hraðbrautum.

2. Frábærir aksturseiginleikar og þægindi Háþróuð MacPherson fjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan sjá til þess.

ESC beinir réttu hemlunarátaki til allra hjóla ef nauðsynlegt er að snögghemla. Kerfið dregur

einnig úr vélarafli og hjálpar ökumanni að

ná stjórn á bílnum.


1

2

3

29


1

30

2

3


Aflrásir og gírskiptingar

>

Allt sem þarf til fágaðs aksturs aflrásir í KIA cee'd: Í boði eru fjórar fágaðar vélar sem skila þeirri vinnslu sem sóst er eftir: tvær hátæknivæddar dísilvélar og nýjustu gerðir bensínvéla okkar sem skila frá 90 til 135 hestöflum. Allar gerðirnar eru fáanlegar með Start/ Stop (ISG) kerfinu. Við höfum einnig náð fram enn meiri sparneytni með nýstárlegum aðgerðum sem miðuðu að því að draga úr þyngd bílsins. 2 bensínvélar Mikil notkun áls í smíði vélarinnar dregur úr þyngd hennar sem stuðlar að eldsneytissparnaði.

gírskiptingar cee'd: Í boði er fáguð, sex gíra beinskipting og sex þrepa sjálfskipting. Auk þess býðst cee'd fyrstur bíla frá Kia með tvíkúplandi gírkassa sem býður upp á bestu kosti beinskiptingar og sjálfskiptingar (einungis fáanleg með 1,6 lítra bensínvél með beinni innsprautun). Þessi gírskipting býður upp á meiri snerpu í akstri og um leið minni eldsneytisnotkun. Bæði sjálfskiptingunni og tvíkúplandi skiptingunni er hægt að stjórna frá handhægum skiptiflipum á stýrinu.

4ra strokka 1.4 MPI (100 HÖ.) Vélin skilar 137 Nm togi við 4.200 sn./mín., eyðslan er 5,6 lítrar á hverja 100 km. CO2 losun fer niður í 130 gr/km (með ISG-kerfinu).

Start/Stop kerfi (ISG) Þegar stöðvað er á rauðu umferðarljósi og ökumaður stígur af inngjöfinni, drepur cee'd sjálfkrafa á sér. Um leið og stigið er á inngjöfin aftur endurræsist vélin og ferðinni er haldið áfram. Frábær leið til að spara eldsneyti og afar hentugt kerfi í borgar- eða bæjarakstri.

4ra strokka 1.6 GDI (135 HÖ.) Hún er með breytilegum opnunartíma á ventlum sem eykur afköstin á öllum snúningshraða. Vélin skilar 165 Nm togi við 4.850 sn./mín., eyðslan er einungis 5,2 lítrar á hverja 100 km og CO2 losun er ekki nema 119 gr/km með Ecodynamics pakkanum.

ECO pakki Tækni sem nær yfir fjölda aðgerða sem miða að því að draga úr eldsneytisnotkun: Skynrænt Start/Stop kerfi, gírskiptivísir sem stuðlar að hagkvæmari akstri og orkusparandi hjólbarðar, sem draga úr eldsneytisnotkun með minna viðnámi við veg.

2 dísilvélar Nýjustu dísilvélarnar okkar búa yfir kostum eins og auknu snúningsvægi, minni þyngd og minni eldsneytiseyðslu.

1. Tvíkúplandi gírkassi (DCT):

2. Beinskiptur gírkassi:

4ra strokka 1.4 lítra WGT (90 HÖ.) Eldsneytisnotkunin er einungis 4,1 lítrar á hverja 100 km. Vélin skilar 220 Nm togi við 1.500 til 2.750 sn./mín. 4ra strokka 1.6 lítra VGT (110/128 HÖ.) Þessi dísilvél er fyrirmynd annarra hvað varðar minnkun á CO2-losun. Vélin losar einungis 97 gr/km af koltvísýringi og er í fararbroddi hefðbundinna brunahreyfla í stærðarflokknum hvað þetta varðar. Vélin eyðir einungis 3,7 lítrum á hverja 100 km með Ecodynamics pakkanum. Vélin skilar 260 Nm við 1.900 til 2.750 sn./mín.

Njóttu þess að aka eins og í keppnisbíl, þökk sé tvíkúplandi gírkassanum..

Hraðar og mjúkar skiptingar, þökk sé nýjustu gírskiptingartækni Kia.

3. Active Eco skjár: Önnur snjöll lausn sem stuðlar að meiri eldsneytissparnaði í akstri er Active Eco kerfið. Það stýrir loftþjöppubúnaði loftfrískunarkerfisins og rafalinum. Tilgangurinn er sá að eldsneyti ávallt þegar hægt er.

31


1

2

Öryggistækni

>

Vernd fyrir þig og farþegana Við göngum enn lengra þegar málið snýst um að veita þér og farþegum þínum vernd Þetta er skýringin á því að cee'd hefur farið í gegnum mörg hundruð klukkustunda prófanir þar sem gengið er úr skugga um að hann sé reiðubúinn að mæta hvaða aðstæðum sem er. En þar með er sagan ekki öll sögð. Bíllinn kemur nefnilega einnig með fjölda nýrra tæknilausna sem draga úr líkum á því að þú lendir yfir höfuð í hættulegum aðstæðum. Hátæknivæddi akreinavarinn okkar kemur í veg fyrir að ökumaður víki af réttri stefnu þegar höfgi sígur á hann eða hann missir einbeitingu í akstri tímabundið. Þetta gerist með þeim hætti að myndavél fylgist með staðetningu bílsins með tilliti til akreinarinnar. Ef þörf krefur gefur búnaðurinn frá sér hljóðmerki. Kerfið er virkt frá 60 km hraða á klst. Kia cee’d fylgist einnig með hjólbörðunum. Ef loftþrýstingur fellur undir rétt viðmið kviknar á ljósmerki í mælaborðinu. Loftþrýstingsvarinn stuðlar að auknu öryggi og hjálpar ökumanni að ná fram sparneytnari akstri. 1. HID Xenon aðalljós og framljósakerfi með aðlögun (AFLS):

Kia cee'd er fáanlegur bæði með xenon aðalljósum og Framljósakerfi með aðlögun

sem eykur útsýni í akstri að næturlagi. Þessi hágæðatækni hjálpar ökumanni að

greina fyrirstöður fyrr en ella. Búnaðurinn lýsir betur upp beygjur því þegar ekið er inn

í þær laga framljósin, sem eru á snúningsás, sig að stefnu bílsins, þyngd hans og hraða.

2. Akreinavari (LDWS): Skynsamlegast er að taka hlé á akstri þegar einbeitingin minnkar. En þegar höfgi

32

sígur á hjálpar þetta skynræna stoðkerfi ökumanni að halda réttri stefnu. Merki

í mælaborðinu varar hann við ef stýrir bílnum óafvitandi út af sinni akrein.


33


Yfirbygging: Vegna þess að öryggið skiptir mestu máli. Sérstyrktir fletir yfirbyggingarinnar tengjast á fullkominn hátt styrktarbitum yfirbyggingarinnar sem búa yfir aflögunarhæfni. Meginstoðirnar í yfirbyggingunni hafa verið styrktar enn frekar og B-hurðarpósturinn er gerður úr sérstaklega styrktu hástyrktarstáli.

Öryggistækni

>

Vernd sem þú getur stólað á Nýr Kia cee'd kemur þér á áfangastað á öruggan hátt. Til að tryggja hámarks stöðugleika og höggdeyfingu er sérstyrkt yfirbyggingin óaðfinnanlega tengd styrktarbitum sem búa yfir aflögunarhæfni. Sex öryggispúðar, tveir að framan, tveir hliðarpúðar og tvær loftpúðagardínur, veita farþegum hámarksvernd. Allar aðgerðir í tengslum við öryggi bílsins hafa verið prófaðar ítarlega og í samræmi við ströngustu reglur um öryggisbúnað sem gilda í Evrópu.

Útfærsla á öryggispúðum: Staðsetning öryggispúðanna sex í innanrýminu er skipulega valin með tilliti til þess að verja ökumann og farþega fyrir hnjaski þegar á reynir.

35


Val um aukabúnað

>

Smáu hlutirnir sem geta skipt öllu máli Nýr Kia cee'd hefur allt að bjóða þeim sem vilja láta á sér bera, þeim ævintýragjörnu, þeim hagsýnu eða sportlega þenkjandi. 1. Útblástursrör úr krómi:

10. Hanskahólf:

Yfirlýsing um góðan smekk

Rúmgott og með kælingu fyrir drykkinn og matinn

2. Þvottakerfi fyrir framljós:

11. Baksýnismyndavél:

Til að sjá betur og sjást

Auðveldar þér að leggja cee'd í stæði

3. Sporðlaga hurðarhúnn og opnari:

12. Handvirkt loftfrískunarkerfi:

Glæsileg hönnun og mikið notagildi

Stilltu hitastigið eins og þér hentar best

4. Upphitað stýri:

13. Hliðarspegill með stefnuljósi:

Fullkomið á köldum vetrarmorgnum

Flott útlit og eykur öryggi í akstri

5. Gírskiptiflipar:

14. Aðkomuljós:

 Pollaljós (undir hliðarspeglinum)

Skiptu um gíra án þess að taka hendur af stýri

1

og vasaljós (á hurðarhandfanginu að innanverðu) 6. Lofttúður (að framan):

einungis fáanlegt með snjalllykli

Fullkomin loftfrískun í framrými 15. Eftirlitskerfi með loftþrýstingi í hjólbörðum:

7. Lofttúður (að aftan):

Ef loftþrýstingur í hjólabarða fellur undir rétt mörk

kviknar á ljósi í mælaborðinu

Stillanlegar lofttúður fyrir farþega í aftursætum

4

6

8. Á lfótstig:

Nauðsyn fyrir hinn sportlega þenkjandi ökumann

9. Mælaklasi af staðalgerð:

Upplýsingar aðgengilegar á stílhreinan og þægilegan hátt

11

36

12


1

5

2

7

2

3

4

5

8

9

10

Ávallt þess virði að gaumgæfa hlutina. Hágæðafrágangur er í hverjum krók og kima Kia cee'd.

13

14

15

37


38

Cassa White (WD)

Machine Silver (9S)

Sirius Silver (AA3)

Sand Track (D5U)

Matrix Brown (J5N)

Infra Red (AA1)

Space Blue (J3U)

Planet Blue (D7U)

Dark Gun Metal (E5B)

Black Pearl (1K)


Litir, felgur og tækniupplýsingar

>

Fegurð eins og þú skilgreinir hana Hönnuðir okkar hafa gert sitt, nú er þitt að velja Veldu uppáhalds litinn þinn, felgur og vélar.

195/65R 15" stálfelgur

205/55R 16" stálfelgur Helstu mál Vélar

1.4 L BENSÍN 100 hö.

1.6 L BENSÍN 135 hö.

1.4 L DÍSIL 90 hö.

1.6 L DÍSIL 110/128 hö.

Gerð

MPI 4ra strokka

GDI 4ra strokka

WGT 4ra strokka

VGT 4ra strokka

16 ventla

16 ventla

16 ventla

16 ventla

1,396

1,591

1,396

1,582

100/5,500

135/6,300

90/4,000

128/4,000

137/4,200

165/4,850

Beinskipting

6-gíra

6-gíra

6-gíra

6- gíra

Sjálfskipting

Ekki í boði

6-gíra

Ekki í boði

6-gíra

Lengd

4,310

Axlarými (að framan)

1,420

Breidd (að frádregnum speglum)

1,780

Axlarými (að aftan) 

1,392

Hæð

1,470

Hjólahaf

2,650

Höfuðrými (að framan) 

1,018

Sporvídd (að framan)

1,563

Slagrými (sm3) Hám. afl (hö./sn.mín.) Hám. tog (kg.m/sn.mín)

220/1,500–2,750 260/1,900–2,750

Gírskipting

205/55R 16" álfelgur

225/45R 17" álfelgur

Mál (mm)

Höfuðrými (að aftan)

976

Sporvídd (að aftan)

1,576

Fótarými (að framan)

1,067

Slútun (að framan)

900

Slútun (að aftan)

760

Fótarými (að aftan)

894

Vegfríhæð

140

Stærð farangursrýmis:  380 L (Aftursæti niðurfelld): 

1,318L

Rými eldsneytisgeymis:  53 L

Ytri mál í Kia cee'd (mm) *Allar uppýsingar eru byggðar á gögnum sem liggja fyrir við útgáfu þessa bæklings. Askja áskilur sér rétt til að breyta búnaðar- og verðupplýsingum án fyrirvara.

225/45R 17" álflegur

1470

Hafðu samband við sölumenn Kia í Öskju eða umboðsmenn Kia um land allt.

900

2650 4310

760

1563/1553/1555/1549

1571/1561/1563/1557

1780

39


Fullkomin hugarró

>

Nýr Kia cee’d – umtalsvert meira en frábær akstur 7 ára ábyrgð á ökutæki Hver einasti Kia kemur með 7 ára/150.000 km ábyrgð við nýskráningu (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin; 150.000 km frá og með fjórða ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og millifæranleg til næstu eigenda, að því tilskildu að bílnum hafi verið viðhaldið í samræmi við viðhaldsáætlun. 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Hágæðalakk tryggir þínum Kia langtímavörn og skínandi útlit. Bílnum fylgir einnig framúrskarandi ryðvörn og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu. Vertu í sambandi við Kia Farðu á www.kia.is og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Fáðu frekari upplýsingar um Kia og nýju og spennandi fólksbílalínuna. Þar er einnig hægt að fræðast um framfarir okkar á sviði þróunar bíla fyrir aðrar tegundir orkugjafa eins og þétt jarðgas, tvinnbíla og efnarafalatækni. Eða fáðu upplýsingar um hvað Umhverfisrannsóknarmiðstöð okkar er að fást við. Við erum einnig þáttakendur í stærstu íþróttaviðburðum heims. Kia er t.a.m. opinber stuðningsaðili UEFA og FIFA. Við erum stuðningsaðili Evrópumeistarakeppninnar í knattspyrnu 2012, Opna ástralska mótsins í tennis og við styðjum tennisstjörnuna Rafael Nadal. Fjármögnun Hafðu samand við sölumenn Kia í Öskju eða næsta umboðsmann. Þeir veita aðstoð við gerð fjármögnunaráætlunar sem hentar best þínum þörfum.

40

7 ára Kia ábyrgð 7 ára/150,000 km ábyrgð á nýjum Kia cee'd.


41


www.kia.is

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100 Fax 590-2199

ASKJA áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum um búnað án fyrirvara. Myndir í bæklingi þessum gefa aðeins vísbendingar um liti.

Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist nýja Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hlutum bifreiðarinnar sem lýst er í ábyrgðarskilmálum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni.


Nýr Kia cee'd bæklingur