Issuu on Google+

7 ára / 150.000 km ábyrgð á nýjum Kia. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (þ.m.t. í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar) háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590 2100 Netfang askja@askja.is www.kia.com

44

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur eru réttar þegar bæklingurinn er prentaður en eru háðar breytingum án fyrirvara. Gerðir og búnaður sem sýndar eru í bæklingnum geta verið aðrar en gerðir sem boðnar eru á þínu markaðssvæði. Vegna takmarkana á prentgæðum getur litur á yfirbyggingum í bæklingnum verið frábrugðinn því sem hann er í raun. Leitaðu nýrri upplýsinga hjá næsta söluaðila Kia.

www.kia.com


Nýr The Kia new Kia 1


2


KIA RIO

Ótakmörkuð aðdáun Til þjónustu reiðubúinn Hönnun nýs Kia Rio vekur eftirtekt – alls staðar. Þessi kraftalegi hlaðbakur er glæsilegur á að líta og hefur upp á margt að bjóða. Þægindin og búnaðurinn eru meiri en vænta má og háþróaður tækni- og öryggisbúnaður ásamt lágum rekstrarkostnaði kemur á óvart. Það helgast ekki síst af mikilli sparneytni og lítilli CO2 losun sem er einungis frá 94 g/km. Þegar allt þetta fer saman ásamt einstakri 7 ára ábyrgð Kia er niðurstaðan bíll sem vekur ótakmarkaða aðdáun.

Sterk nærvera Lykilþættir í sportlegum karakter Rio eru lág vegstaða, lítil slútun, og sportleg hliðarlína.

3


KIA GÆÐI

Gæði í hverjum krók og kima Spennandi áreiðanleiki Í nýjum Kia Rio fara saman fagurfræðileg fullkomnun og öryggi sem stuðlar að hugarró. Svo mikið er vandað til framleiðslu Kia Rio að honum fylgir okkar einstaka, 7 ára ábyrgð – eins og öllum öðrum Kia bílum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða gæðavöru sem þú getur treyst. Fyrirheit okkar ná langt inn í framtíðina. Við veitum bestu hugsanlegu þjónustu og sjáum til þess að reynsla þín af Kia verði gefandi til langrar framtíðar.

7 ára ábyrgð Kia 7 ára / 150.000 km ábyrgð á nýjum bílum. Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (þar með talið Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

4


5


Persónuleiki í hverju smáatriði Frísklegt útlit Rio má ekki síst þakka ættarsvip Kia í grillinu.

6


Aðalljós með LED dagljósabúnaði

LED afturljós (aukabúnaður)

ÚTLITSHÖNNUN

Hreyfing og hrifnæmi Hönnun – alúð í smáatriðunum Nýr Kia Rio geislar af spennandi og sportlegum smáatriðum í hönnun hvar sem á hann er litið – allt frá framendanum og tignarlegri hliðarlínu til kraftalegrar hönnunar á afturhluta. Þarna mætist formfegurð og notagildi. Dagljósabúnaðurinn, afturljósin og hliðarspeglar eru með nýjustu LED ljósatækni. Innfelld LED stefnuljós í hliðarspeglum (aukabúnaður)

7


HÖNNUN Í INNANRÝMI

Umbunaðu þér… …með aðeins meiru Hönnun og framsetning Kia Rio koma á óvart og fela í sér gæði, stíleinkenni og búnað eins og í ökutæki í lúxusbílaflokki. Þetta á við um snjalltækni, eins og akstursstoðkerfi og alsjálfvirkt loftfrískunarkerfi sem viðheldur fyrirfram völdu hitastigi og háþróuð hljómtæki sem hafa ofan af fyrir öllum þeim sem ferðast í Rio og sjá til þess að ferðalagið einkennist af þægindum.

Snjalllykill (aukabúnaður) Það nægir að hafa lykilinn í vasa eða í tösku því bíllinn skynjar hann þegar hann er nærri. Til að aflæsa hurðum nægir að þrýsta á hnappinn á hurðarhandfanginu. Til að ræsa bílinn er þrýst á Start / Stop rofann.

Upphitun í stýri (EX) Upphitun í stýri eykur þægindi og lúxustilfinningu þegar kalt er í veðri og allir snertifletir eru kaldir viðkomu.

Á þessari mynd má sjá bæði staðalbúnað og aukabúnað.

8


9


10


UPPSETNING Í ÖKUMANNSRÝMI

Gamanið hefst…

1

2

3

4

5

6

Afslappað en markvisst Nákvæm uppsetning í ökumannsrými einfaldar allar aðgerðir ökumanns. Hann getur því einbeitt sér að skemmtilegri hlutum – nefnilega akstrinum sjálfum. Í ökumælaklasanum er aksturstölva og bíllinn er búinn stillanlegu fjölaðgerðastýri þar sem er að finna fjölda aðgerðarofa sem sjá til þess að ökumaður þurfi ekki að taka hendur af stýri eða líta af veginum.

1.

Sjálfvirkur hraðastillir (EX) Sjálfvirkur hraðastillir er þægilegur búnaður í þjóðvegaakstri. Hann má stilla með aðgerðarofum í stýrinu.

2.–  6. Aksturstölva Í miðju ökumælaklasans er baklýst aksturstölva. Hún gefur lykilupplýsingar um ferðalagið, til dæmis eldsneytisstöðu og eldsneytisnotkun.

11


TENGINGAR

Í takt við umhverfið Meira val, fleiri tengingar Ganga má út frá vissum hlutum vísum í Rio. T.a.m. hátæknivæddu afþreyingar- og upplýsingakerfi. Háþróuð hljómtækin flytja uppáhalds tónlistina af geisladiskum eða viðbótartækjum í gegnum AUXeða USB-tengingu. Hljómtækin skila djúpum og ríkulegum hljóm óháð því hvaða tæki eru notuð.

12

Útvarp / CDP / MP3 Hljómur frá hátæknivæddum hljómtækjum.

Stjórnrofar hljómtækja í stýrinu Veldu hljóðstyrk, skiptu um lag eða útvarpsrás með þumalfingrinum.

Leiðsögukerfi með bakkmyndavél (aukabúnaður) Skynrænu leiðsögukerfi með 7” kortaskjá fylgir myndavél. Hún sýnir hve langt er í fyrirstöður aftan við bílinn þegar honum er bakkað.

 UX / USB / iPod tengibúnaður A Hámarks tengimöguleikar – margs konar tengibúnaður fyrir mismunandi tónlistarspilara.

Handfrjálst Bluetooth® kerfi Hringdu og svaraðu símhringingum án þess að taka hendur af stýri og streymdu tónlistinni þinni í gegnum hljómtæki bílsins.


Á þessari mynd má sjá bæði staðalbúnað og aukabúnað.

13


VAL Á INNRÉTTINGUM Í RIO

Sterkur en mótanlegur persónuleiki Gerðu hann að þínum Kraftalegur að utan og stílhreinn að innan. Þú þarft einungis að velja þá hönnun að innan sem þér hugnast best – í svörtu eða gráu áklæði eða ekta leðri. Allir þessir valkostir eru Kia gæðakostir.

Svart, einn litatónn

Grár litapakki

Stílhreint og glæsilegt. Fáanlegt í tveimur gerðum tauáklæða eða ekta leðri.

Ný, glæsileg innrétting. Gerð úr tauáklæði og leðri.

Ekta leður

Tauáklæði

Tauáklæði

14

Blanda ekta leðurs og tauáklæðis


Hægt er að sérpanta svart leðuráklæði

15


VÉLAR OG GÍRSKIPTINGAR

Meira afl til ráðstöfunar Afl og sparneytni Ánægja í hámarki, útgjöld í lágmarki. Rio er dæmi um hvernig þetta fer saman. Hann er fáanlegur með tvenns konar dísilvélum og einni bensínvél, allt frá 75 hestöflum upp í 107 hestöfl. Vélarnar státa af mikilli sparneytni og CO2 losun er í lágmarki. Straumlínulöguð hönnun yfirbyggingar og hjólbarðar með kísilblöndu stuðla að enn meiri sparneytni með minni loftmótstöðu og minna snúningsviðnámi. Beinskipting / sjálfskipting Báðar dísilvélarnar fást með fágaðri sex gíra beinskiptingu og 1,4 lítra bensínvélin með þægilegri fjögurra þrepa sjálfskiptingu.

U2 1,1 lítra dísilvél 94 g/km CO2*, 75 hö, 170 Nm Minna getur verið mun meira. Einhver minnsta CO2 losun í stærðarflokknum og lítil eldsneytisnotkun gera þessa vél að leiðtoga í sínum stærðarflokki hvað viðkemur skilvirkni. Það má síðan þakka háþróaðri dísilvélartækni að aflið og snúningsvægið eru með mesta móti. U2 1,4 lítra dísilvél 98 g/km CO2*, 90 hö, 240 Nm Þessi vél er með samrásarinnsprautun, forþjöppu með breytilegum skurðpunkti og þyrilstýrðum innsprautunarspíssum með 1.800-bara forþjöppu með afgasventli og sótagnasíu.

* Með ISG og Ecodynamics Pack

16

Gamma 1,4 lítra bensínvél 147 g/km CO2, 107 hö, 137 Nm Þessi nýja vél skilar miklu afli en lítilli losun. Hún er með ventlum með síbreytilegum opnunartíma, hljóðlátri stáltímakeðju og vinkilsveifarás.


17


CO2 losun allt niður í 94 g/km

94 g/km

Einstakur sparnaður Meiri sparneytni fylgir betri fjárhagur. Yfirburða sparneytni og einstaklega lítil CO2 losun þýðir að rekstrarkostnaður Kia Rio er lágur án þess að það komi niður á afköstum.

18

Start / Stop (ISG) Hvers vegna að brenna eldsneyti þegar bíllinn er kyrrstæður? Þegar Rio er stöðvaður á rauðu umferðarljósi drepst sjálfkrafa á vélinni ef bíllinn er í hlutlausum gír og stigið er af kúplingunni. Um leið og tímabært er að halda af stað endurræsir vélin sig. Þetta er hentugt í borgarakstri og búnaðurinn dregur úr CO2 losun um leið og eldsneytiskostnaðurinn lækkar.


ECO gírskiptivísir ECO gírskiptivísirinn í ökumælaklasanum gefur ráð um hvenær hagkvæmast er að skipta um gír til að ná fram sparneytnari akstursmáta (á beinskiptum gerðum).

ECODYNAMICS OG UMHVERFIÐ

Okkar áfangastaðir eru grænir Meiri sparneytni + minni CO2 losun = meira endurgjald Við hjá Kia viljum að hver einasta ferð sé gefandi. Af þessari ástæðu er Rio ekki einungis aflmikill og skemmtilegur akstursbíll. Hönnun hans gengur ekki síður út á eins mikla sparneytni og umhverfismildi og hugsast getur.

Allar gerðir með Start / Stop kerfinu þekkjast á EcoDynamics merkinu.

Umhverfisvæn áskorun Við leggjum mikinn metnað í að þróa lausnir sem stuðla að verndun loftslagsins. Lokatakmark okkar er að framleiða bíla með vélum sem eru þær umhverfisvænustu í heimi. Bíla sem státa af ofurlágri CO2 losun og mestu hugsanlegu sparneytni. En þar með er ekki öll sagan sögð. Á öllum sviðum framleiðsluferlisins fylgjum við í öllu nýjustu viðmiðum á sviði umhverfisverndar og endurvinnslu. Í lok líftíma hvers bíls ábyrgjumst við umhverfisvæna meðhöndlun við förgun og styðjumst við strangt endurvinnsluferli til að lágmarka það sem fellur til af skaðlegum úrgangi.

19


AKSTURSSTOÐKERFI

Öryggið ofar öllu Virkt öryggi Rio aðstoðar ökumann við að stjórna bílnum þegar hættulegar aðstæður koma upp í akstri við erfið akstursskilyrði. Staðalbúnaður í Rio er margvíslegur. Þar má nefna háþróaða öryggistækni á borð við rafeindastýrða stöðugleikastýringu, stöðugleikastýrikerfi og brekkuviðnám.

VSM ESS

ESC ESC (rafeindastýrð stöðugleikastýring) ESC beinir réttu hemlunarátaki til sérhvers hjóls þegar nauðsynlegt er að hemla í skyndingu. Þetta hjálpar ökumanni að halda stjórn á bílnum og eykur stöðugleika hans.

Beygjuljós (aukabúnaður) Viðbótarlýsing í aðalljósunum stuðlar að betri yfirsýn ökumanns. Ljósin snúast um leið og stýrinu er snúið og lýsa betur upp beygjuna sem framundan er.

20

HAC (brekkuviðnám) Þegar tekið er af stað upp mikinn halla kemur HAC í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak. Búnaðurinn viðheldur hemlaátakinu í tvær sekúndur sem gefur ökumanni ráðrúm til að færa fótinn af hemli yfir á inngjöf.


VSM (stöðugleikastýrikerfi) VSM vinnur með rafeindastýrða aflstýrinu og eykur stöðugleika bílsins þegar hemlað er í beygjum, ekki síst á votu, hálu og grófgerðu vegyfirborði.

21


1

22

2


HULIÐ ÖRYGGI

Sterkbyggður og nærgætinn Alhliða vörn Rio sér um sig og sína. Hástyrktarstál í burðarvirki veitir hámarks vörn gegn árekstrum. Burðarvirkið er þannig hannað að það gleypir í sig högg sem verða við árekstur að framan, að aftan og á hliðar.

1. ESS (neyðarstöðvunarmerki) Hemlaljósin blikka þegar bíllinn er snögglega stöðvaður og aðvara með þeim hætti ökumenn sem á eftir koma. 2. Sex öryggispúðar Meðal staðalbúnaðar í Kia Rio eru tveir öryggispúðar að framan, tveir hliðaröryggispúðar og loftpúðagardínur í fullri stærð. Háþróað öryggispúðakerfið vinnur með forstrekkjurum í öryggisbeltunum sem sérstakir nemar virkja með sjálfvirkum hætti komi upp neyðartilvik. 3. TPMS (eftirlitskerfi með loftþrýstingi í hjólbörðum) Táknmynd í mælaborði lýsist upp ef loftþrýstingur í hjólbarða fer niður fyrir eðlileg mörk. 4. Bakkskynjari að aftan (EX) Ökumanni er gert viðvart með hljóðmerki ef bíllinn nálgast aðra bíla eða fyrirstöðu um of.

3

4

Evrópska NCAP öryggisprófunin Rio hlaut fullt hús stiga, eða 5 stjörnur, í árekstrarprófun Euro NCAP.

23


1 FJÖLHÆFNI OG HIRSLUR

Sniðinn að þér Smár en ríkulegur Rio er hinn fullkomni ferðafélagi sama hvað stendur til að gera. Fyrst að nefna er 288 lítra farangursrými fyrir þá hluti sem fylgja þér á ferðum þínum. Svo má stækka farangursrýmið enn meira með því að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 60:40. Fjöldi hirslna eru um allan bílinn til að hafa smærri hluti á öruggum stað og innan seilingar.

2

1. Niðurfellanleg aftursætisbök: Meiri sveigjanleiki og meiri flutningsgeta. 2. Armhvíla fyrir miðju með færslu (EX): Stillanleg að þinni akstursstöðu. 3. 15 lítra hanskahólf: Heldur drykkjunum köldum (EX). 4. Farangursnet: Heldur hlutunum í skorðum í farangursrýminu.

3

4

24


25


1

2

3

4

5

6

7

8

9

26


VAL UM BÚNAÐ

Meiri þægindi, meira öryggi, meiri ánægja 10 Það skortir ekki búnaðinn í Rio Staðalbúnaður í Rio er mun ríkulegri en vænta má í bíl í þessum flokki. En það er auðvitað alltaf hægt að bæta við. Hér eru nokkur dæmi um staðalbúnað og aukabúnað sem er í boði.

1. Sjálfvirkur móðueyðir (aukabúnaður) Skynjari greinir móðu á framrúðunni og virkjar sjálfkrafa blástur frá miðstöðinni sem eyðir móðunni á augabragði. 2. Lífkvoða í setum Kvoðan í sætunum er gerð úr umhverfisvænum sojabaunum. 3. Öryggisgluggar (vinstra megin) Rúðan fer sjálfkrafa niður þegar búnaðurinn skynjar fyrirstöðu og kemur þannig í veg fyrir að hendur klemmist á milli. 4. Regnskynjari (aukabúnaður) Virkjar rúðuþurrkurnar við fyrsta regndropa. 5. Rúður með sólarvörn (EX) Draga úr útfjólubláum geislum og hitamyndun í innanrýminu. 6. Fótstig úr ryðfríu stáli (aukabúnaður) Fótstig úr ryðfríu stáli gefa innanrýminu sportlegt yfirbragð.

7. Sóllúga (aukabúnaður) Önnur vídd – sóllúgan hleypir mikilli birtu og fersku lofti inn í farþegarýmið. 8. Hurðarhúnar að utan Samlitir yfirbyggingunni og gefa bílnum glæsilegt yfirbragð.

11

9. Rúðuþurrkublöð með vindaðlögun Þrýstir þurrkublöðunum betur að framrúðunni þegar hratt er ekið. 10. Stýri með aðdrætti og veltu Stillanlegt þannig að ökumaður finnur þægilegri stöðu undir stýri. 11. LED dagljósabúnaður og LED afturljós Frískar upp á útlitið og eykur öryggið (aukabúnaður). 12. Tveggja þrepa hitastilling í sætum Aukin þægindi á köldum vetrarmorgnum. Upphitun er í framsætum og sætisbökum.

12

27


LITIR, FELGUR OG TÖLUR

Tölur sem tala sínu máli Rétti valkosturinn fyrir þig Margir litir, margs konar útlit, fjölmargar glæsilegar felgur – veldu þann Rio sem hentar þér.

Úrval af felgum

Rio - tölur Vélar

1,4 bensín

1,1 dísil

1,396

1,120

1,396

Afköst (hö./sn.mín.)

107 / 6,300

75 / 4,000

90 / 4,000

Snúningsvægi (Nm/sn. mín.)

137/4,200

170/1,500-2750

220/1,500-2,750

Magn CO2 í útblæstri (g/km)

147

94

98

Meðaleyðsla (blandaður akstur)

6,4

3,6

3,8

Mengunarflokkur

Euro 5

Euro 5

Euro 5

Þjöppunarhlutfall

10,5

16

17

Hröðun (0-100 km/klst./sek.)

11,6

12,9

10,3

4ra þrepa sjálfskipting

6 gíra beinskipting

6 gíra beinskipting

McPherson

McPherson

McPherson

Fjölliða

Fjölliða

Fjölliða

Tannstangarstýri með rafm.hjálparátaki

Tannstangarstýri með rafm.hjálparátaki

Tannstangarstýri með rafm.hjálparátaki

Rúmtak

Gírskipting

1,4 dísil

15" stálfelgur (LX)

Fjöðrun, stýrisbúnaður og bremsur Fjöðrun að framan Fjöðrun að aftan Stýrisbúnaður Þvermál beygjuhrings (m) Bremsur að framan

5,26

5,26

5,26

Loftkældir diskar

Loftkældir diskar

Loftkældir diskar

Diskar

Diskar

Diskar

15"

15"

15"

185/65/R15

185/65/R15

185/65/R15

Bremsur að aftan Felgur Dekkjastærð

Helstu mál

Mál (mm)

Lengd

4.045

Fótarými (framan)

Breidd 

1.720

Fótarými (aftan)

Hæð 

1.455

Axlarými (framan)

1.350

Eiginþyngd1168/1155/1293

Höfuðrými (framan) 

1.015

Axlarými (aftan) 

1.324

Heildarþyngd1690/1640/1640

Hjólahaf 

2.570

Hám.þyngd tengivagns (kg) með hemlum 923

Höfuðrými (aftan)

960

1.112 790

Bil á milli 1. og 2. fótaraðar Stærð farangursrýmis

775 288 L

Vegfrí hæð140

Slútun framan805

Hám.þyngd tengivagns (kg) án hemla

288

Sporvídd framan

1521

Slútun aftan

Rými eldsneytisgeymis

43 L

Sporvídd aftan

1555

Mjaðmarými framan

1323

Mjaðmarými aftan

1301

Hnjárými í aftursæti

25

*  ASKJA áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum án fyrirvara. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum eða á www.kia.is.

28

15" álfelgur (EX)

670

17" álfelgur (aukabúnaður)


Litir á yfirbyggingu

UD_White (Solid)

BEG_Signal Red (Málmlitur)

3D_Bright Silver (Málmlitur)

DBS_Wendy Brown (Málmlitur)

EU2_Urban Blue (Málmlitur)

ABT_Graphite (Málmlitur)

9B_Black (Málmlitur)

BLA_Deep Blue (Málmlitur)

1.455

Rio utanmál (mm)

805

2.570 4.045

670

1.015

1.015 1.720

29


HUGARRÓ

Ferðafélagi sem þú getur treyst 7 ára ábyrgð Rio hefur staðist strangar prófanir um áreiðanleika og endingu. Það er með stolti sem við bjóðum hann, eins og allar gerðir Kia, með lengstu ábyrgð allra bílaframleiðenda. Allar gerðir Kia eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmörkuð í allt að 3 ár; miðað við 150.000 km akstur frá og með fjórða ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og yfirfæranleg á seinni eigendur bílsins að því gefnu að reglulegu viðhaldi hafi verið sinnt í samræmi við viðhaldsáætlun. Vertu í tengslum við Kia Heimsæktu www.kia.com og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Kynntu þér betur Kia og spennandi framleiðslulínu okkar. Við erum einnig þátttakendur í stórum íþróttaviðburðum. Kia er opinber bakhjarl UEFA og FIFA í knattspyrnu. Við erum stuðningsaðilar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal. Fjármögnun Umboðsaðili Kia getur aðstoðað þig við að setja upp fjármögnunaráætlun sem hentar þínum aðstæðum. Leitaðu nánari upplýsinga.

30


7 ára ábyrgð Kia Allar nýjar gerðir Kia eru með 7 ára / 150.000 km ábyrgð (ótakmörkuð í allt að 3 ár; miðað við 150.000 km akstur frá og með fjórða ári).

31


Kia Rio