Issuu on Google+

www.kia.is


kia picanto

Lítill í sniðum, með sterka nærveru Lítill bíll, sterk einkenni Nýr Picanto býr yfir fágun og þægindum sem er yfirleitt ekki að finna í þessum stærðarflokki. Hann er líka með umhverfisvænni vélartækni og CO2 útblæstri allt niður í 99 gr/km. Picanto er því einn umhverfismildasti bíll í sínum stærðarflokki. Þú átt líka eftir að uppgötva að Kia Picanto er hlaðinn spennandi búnaði sem á eftir að vekja undrun þína og aðdáun.

Stórhuga 3.6 metrar af ferskri hugsun, - evrópsk hönnun.

02

03


7 ára Kia ábyrgð í 7 ár eða  150.000 km akstur innan þess tíma, með fyrirvörum í ábyrgðarskírteini sem fylgir nýjum Kia bifreiðum.

KIA gæði

Skemmtilegur og áreiðanlegur 7 ára ábyrgð á eftir að veita þér hugarró og öryggi Allar tölur í kringum Picanto eru spennandi. Hann er 3,6 metrar að lengd og státar af hágæða frágangi og tæknibúnaði. Við erum líka stolt af því að bjóða nýjan Picanto með hinni einstæðu 7 ára ábyrgð Kia, eins og alla aðra bíla í framleiðslulínu Kia. Ábyrgðin veitir þér 2.555 áhyggjulausa daga í akstri. Við byggjum á trausti.

04

05


Markmiðinu náð: Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia, hafði alla tíð stefnt að því að hanna bíl sem geislar af sjálfstrausti.

1

ytri hönnun

Við kynnum með stolti... 2 … smáatriði sem standa upp úr Smæðin er nýja stærðin. Einkennandi grill slær tóninn fyrir einkar spennandi heildaryfirbragð. Ómissandi þáttur í því er t.d. LED dagljósabúnaðurinn og sportlegur framendinn. Sterk formlína eftir endilöngum bílnum og áhrifarík LED afturljósin draga enn betur fram jafnvægið sem ríkir í öllum hlutföllum bílsins. Afraksturinn er sterk og ákveðin nærvera. . 1. Aðalljós með LED dagljósabúnaði 2. LED afturljós 3. Hurðarhúnar með gripum

3

06

07


aðstaða ökumanns

Hjartanlega velkomin Vertu eins og heima hjá þér undir stýri Það er af heilmörgu að taka jafnvel áður en bíllinn er ræstur. Líttu bara rétt sem snöggvast á innanrýmið. Við blasir fallegt efnisval og stílrænt útlit ásamt fjöldanum öllum af snjöllum og þægindaaukandi hönnunarlausnum. Urmull af litlum smáatriðum sem gera akstursupplifunina enn ríkari.

08

09


iPod, AUX og USB tengingar Tengdu MP3 spilarann þinn og njóttu þinnar tónlistar meðan á ferðinni stendur. Hátalarakerfi Bestu hljómgæði í akstri: allt að 6 hátalara er að finna víðsvegar í farþegarýminu.

Allt fyrir þægindin … Leðurklætt stýrið er með þægilegum þumalhvílum sem veita þér fullkomið grip.

Hljómtæki Lítill bíll með hágæða hljómtækjum. Hljómtækin eru með útvarpi, geislaspilara og tengingum fyrir MP3 spilara..

2

1

Fjarstýring fyrir hljómtækin Hækkaðu eða lækkaðu í tónlistinni, skiptu um stöðvar eða skiptu um lög. Þetta gerir þú allt án þess að taka hendur af stýri. samskipti

1

2

10

Vertu í sambandi hvar sem er Handfrjáls Bluetooth® búnaður Þú getur notað Bluetooth® síma til þess að hringja eða svara símhringingum án þess að taka hendur af stýri. Í stýrinu eru baklýstir rofar sem gera þér kleift að svara eða ljúka símtali. Bluetooth búnaðurinn er valbúnaður.

Snjalltækni við höndina Ef þú ert á höttunum eftir hátæknivæddum búnaði er Kia Picanto valkosturinn. Það á ekki síst við um hljómtækin sem eru með geislaspilara og útvarpi ásamt tengingum fyrir MP3 spilara og iPod. Hljómstyrkinn geturðu stillt með fjarstýringunni í stýrinu auk þess að afgreiða símtöl með handfrjálsu Bluetooth® kerfi. Í bílnum er tækni af margvíslegum toga jafnt til að aðstoða þig og hafa ofan af fyrir þér.

11


þægindi í farþegarýminu

Teygðu úr þér og láttu hugann reika Nóg pláss til að allir njóti sín Ný nálgun getur gert gæfumuninn. Hönnuðir Kia sköpuðu meira innanrými með því að hafa hjólhaf Picanto lengra. Sætin eru hönnuð til að veita stuðning og þægindi og þau eru fáanleg í ýmsum útlitsútfærslum og með hágæða áklæðum sem eru að smekk hvers og eins. Og ef þú vilt vera dálítið öðruvísi geturðu alltaf sett þinn svip á innréttinguna.

Ökumannssætið Bólstrun í hliðum ökumannssætisins hefur verið aukin til að veita sem mestan hliðarstuðning.

Enn meiri undur Picanto státar af gæðum og þægindum sem menn eiga ekki að venjast í þessum stærðarflokki.

12

13


LX

EX

LX útfærslunni fylgir tauáklæði í samsetningu með Ebony svörtum eða Alpine gráum lit á innréttingum.

EX útfærslan er með ofnu áklæði / prjónlesi í samsetningu með Ebony svörtum eða Alpine gráum lit á innréttingum.

Tauefni

EBONY BLACK

Álskreytingar

Tauefni

EBONY BLACK

Álskreytingar

val um búnaðarútfærslur

Tauefni

Tauefni

ALPINE GREY

Álskreytingar

ALPINE GREY

Álskreytingar

Frábært útlit – með aðstoð hönnuðanna okkar Þitt val um hágæða útlit Búnaðarútfærslur Picanto hafa verið gaumgæfilega útfærðar til að henta mismunandi smekk og til að fara vel saman við þann lit á yfirbyggingu sem er valinn. Stílhreinir gráir og svartir litir eru ríkjandi.

Toppgæði eru staðalbúnaður – óháð útliti bílsins og litum.

14

15


lýsing í farþegarýminu

Fyrir sérstök tilefni Glæsileg lýsing í farþegarými Í Picanto er skapað sérstakt andrúmsloft með glæsilegri lýsingu í öllu farþegarýminu. Lýsingin kemur að góðum notum og fer líka vel með sjónina.

1

1. Lýsing í sólskyggni: Fágaðir LED ljósapunktar eru umhverfis spegilinn í sólskyggninu. 2. Lýsing í eftirlitsmælaklasanum: Skýr og sportlegur eftirlitsmælaklasinn er með hraðamæli, snúningshraðamæli, eldsneytismæli og aksturstölvu. 3. Lýsing í drykkjarhaldara: Skemmtileg lýsing sem hjálpar þér að finna drykkinn að næturlagi: Lýsing í drykkjarhöldurum í fremri miðjustokki.

Aksturstölva

2

LCD skjár er innbyggður í mælaklasann. Á honum birtast nytsamlegar upplýsingar um aksturinn. Hægt er að velja á milli eftirlitsmælaklasa (Dot LCD) og hefðbundins mælaklasa (Segment LCD).

3 16

17


afköst

Afkastageta sem vekur athygli Vélar sem setja ný viðmið Það eru engar málamiðlanir gerðar þegar málið snýst annars vegar um afkastagetu og hins vegar sparneytni Kia Picanto. Vélarnar aflmiklu í Picanto eru á meðal þeirra umhverfismildustu í heiminum í sínum stærðarflokki.

Hrein velgengni Háþróuð vélartækni gerir okkur kleift að ná CO2 gildi niður í allt að 90 gr/km.

18

19


Sparneytnar bensínvélar Í boði eru sparneytnar bensínvélar, handskiptar eða beinskiptar eftir smekk.

vélar og gírkassar

Fyrirferðarlítill en stútfullur af lausnum Umhverfismildar og afkastamiklar vélar Picanto kemur með tveimur hátæknivæddum og léttbyggðum bensínvélum. 1,0 lítra vélin skilar 69 hestöflum og 1,2 lítra vélin 85 hestöflum. Báðar eru vélarnar einkar sparneytnar og með litla C02 losun en skila þýðum og hljóðlátum akstri.

1

Vélar í boði:

1.0 l. bensín, beinsk. 69 hö. / 6,200 sn.mín. / 99 gr/km CO2 .

1.2 l. bensín, beinsk. 85 hö. / 6,000 sn.mín / 109 gr/km CO2

2

1.2 l. bensín, sjálfsk. 85 hö. / 6,000 sn.mín / 130 gr/km CO2 1. og 2. Beinskiptur/sjálfskiptur gírkassi Í boði er 5 gíra beinskiptur gírkassi eða 4ra þrepa sjálfskiptur.

1.2 bensínvél

1.0 bensínvél 80

12

14

90

11

60

60 9 40 6 20 Sn.vægi Afl (hö.)

20

30

8 Sn.vægi (kg.m) Afl (hö.)

0 3 1,500 2,500 3,500 4,500 5,500 6,500

0 5 1,500 2,500 3,500 4,500 5,500 6,500

Vélarsnúningur (sn./mín.)

Vélarsnúningur (sn./mín.)

21


Hugmyndir að umhverfisvænni framtíð Í rannsóknarmiðstöð okkar á sviði umhverfismála er markvisst unnið að þróun umhverfismildra bíla.

kia og umhverfið

Stór skref stigin í átt að umhverfisvænni veröld Lausnir sem skipta sköpum Þú getur lagt þitt af mörkum á marga mismunandi vegu; t.a.m. með því að flokka heimilissorpið eða aka umhverfismildari bíl. Við hjá Kia erum stolt af því að bjóða fram lausnir sem miða að því að vernda umhverfið. Kia hefur tileinkað sér framleiðsluaðferðir og viðmið um endurvinnsluferla sem styðjast við umhverfisvernd eins og hún gerist best. Við ábyrgjumst einnig vistvæna meðferð við úrvinnslu á bílnum þegar honum er fargað. Við styðjumst við stranga endurvinnsluferla til þess að lágmarka skaðlegan úrgang.

Umhverfismildur Picanto Start / Stop kerfi (ISG) Snjalltæknibúnaður Picanto tekur af þér völdin þegar þú stöðvar á rauðu ljósi. Vélin stöðvast á sjálfvirkan hátt þegar bíllinn er í hlutlausum gír og kúplingin er uppi. Um leið og haldið skal af stað endurræsist vélin á sjálfvirkan hátt. Þessi tækni er einkar nytsamleg í akstri í borginni. En það sem er meira um vert þá leiðir kerfið til eldsneytissparnaðar og minnkunar á vélarútblæstri.

22

Start/Stop kerfið er valbúnaður.

Hamur

ISG AMS

Í hlutlausum gír Vélin stöðvast

Ýtt á kúplingu Vélin ræsist Hröðun (yfirhleðsla) Hættir framleiðslu

Hraðalækkun (undirhleðsla) Framleiðir

23


aksturseiginleikar

Hámarksgrip á vegum

VSM kerfi VSM-kerfið vinnur með rafeindastýrðum stýrisbúnaði bílsins og sér til þess að bíllinn haldi fullum stöðugleika þegar honum er í senn beygt og hemlað.

Virkt akstursstoðkerfi Bleyta á vegum, snjór, eða illa farnir vegir breyta ekki öllu. Nýr Picanto er fáanlegur með nýjustu gerð virks öryggisbúnaðar. Þú þarft því ekki að hafa miklar áhyggjur af akstursaðstæðum.

ESC Rafeindastýrð stöðugleikastýring (ESC), er með skynjurum sem skynja hraða hjólanna og stöðu þeirra þegar bílnum er hemlað. Búnaðurinn sér til þess að hárréttu hemlunarátaki er beitt á sérhvert hjól bílsins. Þetta leiðir til meiri stýrigetu og meiri stöðugleika bílsins í akstri. án ESC

24

með ESC

ESS Neyðarhemlunarvari skynjar þegar bílnum er snögghemlað við neyðaraðstæður og virkjar hemlaljósin á þann hátt að þau blikka þrisvar sinnum og vara aðra ökumenn við hættunni.

25


Sérstyrkt yfirbyggng Picanto er með sérstyrktri yfirbyggingu og grind sem tryggja hámarks stífleika og stöðugleika í stýringu. Í yfirbyggingunni eru höggdeyfandi svæði sem veita vernd ef til áreksturs kemur.

Fram-, hliðarpúðar og loftpúðagardínur Staðalbúnaður í Picanto er öryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðarpúðar og loftpúðagardínur.

Hindrunarvari að aftan (valbúnaður) Hversu mikið rými hefurðu þegar þú bakkar í stæði? Hindrunarvarinn gefur frá sér hljóðmerki ef þú ert of nálægt hindrun.

öryggistækni

Sterkbyggður við hvaða kringumstæður sem er Hátt öryggisstig fyrir ökumann og farþega Hönnun Picanto á að vekja aðdáun - á hvaða sviði sem er. Þess vegna er hann með öryggisbúnað sem setur viðmið fyrir stærðarflokkinn sem hann tilheyrir, dregur úr líkunum á slysum og ver þig og farþegana fyrir hnjaski.

26

27


1

2

3

4

5

6

7

8

Farangursrými 200/605 l. (niðurfellt)

fjölhæfni og hleðslurými

Fyrirferðarlítill, en uppfullur af góðum lausnum Meira rými eykur fjölhæfnina Kia Picanto auðveldar þér hlutina í dagsins erli. Hann er með 200 lítra farangursrými sem dugar til allra ferðalaga. Aftursætin er hægt að fella niður í hlutföllunum 60/40 sem gerir þér kleift að flytja fyrirferðarmeiri hluti og einn farþega að auki í aftursæti. Einnig er hægt að fella öll sætin flöt niður að gólfi og skapa þannig rúmgott hleðslurými. Það er líka úr heilmörgum aukahlutum að velja og bíllinn býr yfir geymslulausnum fyrir alla smærri hluti sem þú tekur með þér í ferðina.

28

1. Rúmgott 200 lítra farangursrými 2. 9,6 lítra hanskahólf 3. Geymslurými í hurðum 4. Geymslurými undir sæti 5. Geymsluvasar á sætisbökum 6. Geymsluhólf í miðjustokki 7. Snúanlegur, tvöfaldur drykkjarhaldari 8. Geymsluhólf undir gólfi

29


aukabúnaður

Auktu notagildið 1

2

Bættu við nokkrum ferskum lausnum Valið stendur um þægindabúnað eins og loftfrískunarkerfi (A/C), hita í sætum, öryggisbúnað og ýmsar hagnýtar lausnir. Þú getur sérsniðið Picanto að þínum þörfum með eftirtöldum hlutum: 1. Rafstýrð sóllúga (valbúnaður) 2. Loftfrískunarkerfi (valbúnaður) 3. LED aukahemlaljós 4. Afl- og veltistýri (staðalbúnaður) 5. Stýrishjól með upphitun (valbúnaður) 6. Hiti í sætum 7. Rafstýrðar rúður með öryggisbúnaði (bílstjóramegin) 8. ISOFIX festingar fyrir barnabílstól (staðalbúnaður) 9. Rafstýrðir og aðfellanlegir hliðarspeglar

3

4

5

6

10. Stefnuljós í hliðarspeglum

9

7 30

10

8 31


litir, felgur og tækniupplýsingar

Tilbúinn í átökin Val um stílhreinan búnað á yfirbyggingu Vél sem uppfyllir kröfur þínar, hinn fullkomni litur og réttu felgurnar sem gera útslagið.

Picanto tækniupplýsingar Vélar

1.0 l. bensín beinsk.

Gerð

1.2 l. bensín beinsk. 4ra strokka línuvél

998

1.248

1.248

Hám. afl (hö. / sn.mín.)

68 / 6.200

84 / 6.000

84 / 6.000

Hám. snúningsvægi (Nm / sn.mín)

95/ 3.500 4,2 99

120 / 4.000 4,7 109

120 / 4.000 5,6 130

Meðaleyðsla (bl. akstur/ l./100km) Magn CO2 í útblæstri (gr. km)

Lengd

3595

Mengunarstaðall

Euro 5

Breidd

1595

Þjöppunarhlutfall

10.5

Hæð

1480

Fjöðrun að framan

McPherson

Hjólhaf

2385

Fjöðrun að aftan

Togstangir

Sporvídd (að framan)

1421

Bremsubúnaður

Sporvídd (að aftan)

1424

Rými eldsneytisgeymis. (l.)

3D_Bright Silver (málmlitur)

L7G_Lemon Grass (málmlitur)

ABB_Alice Blue

165 / 60R 14

BEG_Signal Red (málmlitur)

Z1_Galaxy Black (málmlitur)

IM_Titanium Silver (málmlitur)

175 / 50R 15

C5M_Cafe Mocha (málmlitur)

UD_Clear White

M9Y_Milky Beige (málmlitur)

4ra strokka línuvél

3ja strokka línuvél

Slagrými (sm3)

165 / 60R 14 1.2 l. bensín sjálfsk.

Farangursrými (l.) Þvermál beygjuhrings

200/605 9700 Mál (mm)

Diskar 35

*Askja áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum í bæklingi þessum án fyrirvara. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar.

1,480

Ytri mál

1,421 1,595

700

32

Þitt val, þinn Picanto Valbúnaður af ýmsu tagi til að sníða Kia Picanto að þínum smekk.

1,424

2,385 3,595

510

33


hugarró

Viltu búa við öryggi í 7 ár? 7 ára ábyrgð Öll ökutæki Kia njóta 7 ára/150.000 km ábyrgðar, (í sjö ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma). Ábyrgðin nær til framleiðslugalla og/eða óeðlilegs slits. Hún er ókeypis og yfirfæranleg á seinni eigendur, að því tilskildu að bílnum sé viðhaldið í samræmi við lýsingar í þjónustuhandbók.

5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Kia notar hágæðalakk við framleiðslu sína sem hefur langan líftíma. Kia kemur ennfremur með hágæða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu. Vertu í sambandi Allar nýjustu fréttirnar færðu á www.kia.is. Fáðu upplýsingar um Kia og okkar nýju framleiðslulínu. Fáðu upplýsingar um nýjustu áfanga okkar á sviði umhverfistækni, svo sem aflrásir fyrir þétt jarðefnagas, vetni og efnarafalatækni. Eða kynntu þér það sem Umhverfisrannsóknarmiðstöð okkar er að fást við. Við erum ekki síður tengd meiriháttar íþróttaviðburðum. Kia er opinber samstarfsaðili Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Við erum bakhjarlar Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2012, Opna ástralska mótsins í tennis og tennisstjörnunnar Rafael Nadal. Fjármögnun Næsti söluaðili Kia getur aðstoðað þig við gerð greiðsluáætlunar sem hentar þinni greiðslugetu. 7 ára Kia ábyrgð 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum KIA bifreiðum (eða akstur allt að 150.000 km).

34

35


www.kia.is

Bílaumboðið Askja ehf Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100 Fax 590-2199

ASKJA áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum um búnað án fyrirvara. Myndir í bæklingi þessum gefa aðeins vísbendingar um liti.

Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hlutum bifreiðarinnar (sjá nánari lýsingu á ábyrgðarskilmálum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni og undantekningar).


Kia Picanto