Page 1

Kia


Optima fjölskyldan

Nýjungar í hverjum kima. Hönnun sem kveður að. Nýjungar í tækni. Mikil þægindi. Nýja Kia Optima fjölskyldan er framleiðslulína yfirburða bíla sem eru hannaðir með ferðina í huga. Sem vinnubíll. Sem fjölskyldubíll. Fyrir skemmtilegu ferðalögin. Það sem þú kýst – fágaður fólksbíll, rúmgóður Sportswagon eða umhverfisvænn Plug-in Hybrid tengiltvinnbíll. Óaðfinnanleg gæði Optima, skýr útlitsatriði og mikil þægindi hleypa meira lífi í hverja ferð.

2


3


4


Hönnun á yfirbyggingu

Djarfur og fagur. Optima kemur sannarlega eins og ferskur vindur inn í þennan flokk með sínum kraftmiklu útlínum og yfirmáta sportlegum hliðarsvip. Laglegt LED afturljós, flottar vindskeiðar, einstök krómskreyting í kringum útblásturskerfi og neðri stuðara draga fram náttúrulega fallegt útlit bílsins. Álfelgurnar fara ekki fram hjá neinum og viðhalda glæsileikanum alveg niður að götu.

5


Hönnun á yfirbyggingu

Fyrstu hughrif sem endast. Rennilegar línur, fáguð form og stæðileiki á vegi gefa nýjum Kia Optima áberandi yfirbragð. Sé nánar skoðað má sjá enn fleiri nýstárlegar hugmyndir sem vekja athygli. Lengra hjólhaf skilar sér í auknum stöðugleika, þægindum, aksturseiginleikum og auknu innanrými. Aðalsmerkið, Kia grillið, eykur heildaráhrifin. Glæsileg hönnun á framljósum ásamt athyglisverðum krómskreytingum á loftinntökum og við glugga fullkomnar síðan djarfa útlitshönnun bílsins.

Áberandi framljós með hátæknilegu útliti einkennast af djörfung í hönnun. Þau eru með LED tækni sem lýsir upp veginn framundan á óaðfinnanlegan hátt. Framljósin eru með beygjuvirkni, Dynamic Bending Light, sem hámarkar útsýnið með því að beina ljósgeislanum í átt að beygjum sem framundan eru.

6


7


8


Hönnun á innanrými

Kyrrð, ró og þægindi. Kynntu þér nýjan heim þæginda í innanrými nýs Optima. Með hágæða efnum sem eru mjúk viðkomu opnast ný vídd fágunar. Hágljáandi svartir fletir auka síðan enn frekar á upplifunina. Stjórnrýmið er sniðuglega hannað utan um ökumanninn sem fyrir vikið veit ávallt að allt er nákvæmlega innan seilingar.

9


10


Hönnun á innanrými

Staður til að dafna. Innanrými Optima er með innréttingum sem eru mjúkar viðkomu, hannað með það fyrir augum að hámarka nýtanlegt innanrými og auka þar með þægindin. Ríkuleg stærðarhlutföll skila sér í miklu rými til að koma sér fyrir og njóta ferðarinnar. Snjallar lausnir, eins og loftkæling í sætum og minni fyrir sætastillingar, stórauka þægindi og vellíðan ökumanns. Síðast en ekki síst ríkir ávallt frískandi kyrrð inni í farþegarýminu sem rekja má til frábærrar hljóðeinangrunar bílsins.

1. Hámarksþægindi með 8 mismunandi rafstillingum á framsætum, þar af fjórum á mjóbaksstillingu í ökumannssæti og tveimur í farþegasæti. 2. Hiti í sætum heldur þeim heitum á köldum vetrardögum. 3. Minnisaðgerðin stuðlar að enn frekari þægindum því hún man þá stillingu sem ökumaður og farþegi kjósa helst og sömuleiðis stillingar á útispeglum.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum. 11


12


GT Line – hönnun á yfirbyggingu

Sportlegur á réttu stöðunum Optima GT Line er ekki feiminn við að sýna sportlegu hliðarnar enda státar hann af fjölda einstakra útlitsatriða sem fanga hugann. Áberandi LED framljós, afturljós með svartri umgjörð, áberandi sílsalistar, tvöfalt púst og sportlegir stuðarar gefa honum sitt einstæða útlit. Við það bætist Kia grillið, 18” álfelgur og glæsileg loftinntök sem draga enn frekar fram karakterinn.

13


GT – hönnun á yfirbyggingu

Skapaður fyrir spennu. Annars vegar eru sportlegheit og hins vegar splunkunýr Optima GT. Hönnun GT er heillandi frá öllum sjónarhornum. Hann státar af skörpum útlínum, kraftalegu yfirbragði og er hlaðinn framúrskarandi útlitsatriðum eins og glæsilegum sílsalistum. 2.0 T-GDi vél með 245 hestafla afköstum fullkomnar svo myndina og gerir Optima GT að sigurvegara í sínum flokki með alvöru afkastagetu og fágun í útliti.

14


15


16


GT og GT Line hönnun á innanrými

Sportlegur, rúmgóður og ómótstæðilegur. Það er erfitt að standast rennilegt innanrýmið í Optima GT og GT Line. Óviðjafnanlega glæsileg efni sem eru mjúk viðkomu, stuðla að auknum þægindum og sportstilling á mælaborði heldur ökumanni upplýstum um hraða, snúningsvægi og þrýsting frá forþjöppu. Auðvitað felst um leið glæsileiki í öllum þægindabúnaðinum. D-laga stýrishjól, álpedalar og áberandi sportleg sæti eru atriði sem hækka enn frekar spennustigið. 1.Álpedalar: Glæsileg áferð sem viðheldur fáguninni frá toppi til táar. 2.Ökumælaklasi með GT skjá: Á 4,3” skjá aksturstölvunnar birtast upplýsingar um hraða, snúningsvægi og forþjöppuþrýsting og upplýsingarnar eru aðgengilegar.

17


18


Fjölhæfni. Aðlögunarhæfni. Rými. Lífið er svo miklu skemmtilegra þegar fullt frelsi er til að njóta þess. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af rými og fjölhæfni í nýjum Optima. Hann kemur með ríkulega útilátnu farangursrými, niðurfellanlegum aftursætum með einu handtaki og skynsamlegri uppröðun í innanrými sem fullnýtir allt plássið og eykur þægindi. Aðrar viðbótarlausnir auka enn frekar á hagkvæmnina, eins og geymsluhólf í gólfinu, notadrjúg og stillanleg farangursbraut í farangursrými og handfrjáls opnun á afturhlera.

1. Rúmgott farangursrými og aftursæti niðurfellanleg 40:20:40. Aftursæti sem eru aðskilin og falla flöt niður og hámarka þannig farangursrýmið. Það er því lítið mál að finna aukapláss. 2. Öryggisnet Heldur stórum hlutum– öruggum á sínum stað með handhægu öryggisþili sem kemur í veg fyrir að hlutir fari á hreyfingu og berist inn í farþegarýmið meðan á flutningi stendur. 3. Stillanlegar farangursbrautir Brautirnar liggja endilangt eftir farangursrýminu og koma í veg fyrir að farangur færist úr stað. Hægt er að festa á þær álþverbita sem stilla má af hvern fyrir sig þannig að þeir skorði af mismunandi stærðir farangurs. Þeim fylgir einnig farangurskrókar og þægilegar festiólar fyrir hringlaga hluti.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.

19


Aflrásir

Þýðgengar og eyðslugrannar vélar. Það er úr mörgu að velja þegar kemur að aflrásum fyrir nýjan Kia Optima. Í boði er fjöldi hátæknivæddra bensín- eða dísilvéla, þar á meðal 2,0 lítra bensínvél með 163 hestafla afkastagetu og 1,7 lítra dísilvél, 141 hestöfl. Allar vélarnar bjóða upp á þýðgenga, hljóðláta og sparneytna vinnslu.

1. 7 þrepa, tvíkúplandi gírskipting (DCT) 7 þrepa, tvíkúplandi gírskipting er í boði með dísilvélinni sem tryggir enn sportlegri og enn meira spennandi akstur. 2. 6 gíra beinskipting Hraðari, betri og liprari 6 gíra beinskipting sem gerir aksturinn enn ánægjulegri. 3. Orkuendurheimtarkerfi ECO dynamics valbúnaður Optima felur í sér orkuendurheimtarkerfi og Idle Stop & Go kerfi. Hagstætt fyrir umhverfið sem og heimilisbókhaldið. ISG tæknin er spartækni sem dregur úr losun CO2 og sparar orku með því að slökkva á vélinni þegar stigið er af inngjöfinni og bíllinn er í hlutlausum gír. Orkuendurheimtarkerfið verður virkt þegar stigið er af inngjöfinni. Það endurheimtir hreyfiorku sem að öðru jöfnu hefði tapast og nýtir hana til að endurhlaða rafgeyminn. ISG er fáanlegt með dísilvélum. Það er staðalbúnaður með 7DCT, valbúnaður með 6MT. 20


GT vélin. 2.0 T-GDi vélin vekur eftirtekt fyrir snerpu. Afköstin eru 245 hestöfl fyrir aflmikinn og spennandi akstur. 6 þrepa sjálfskipting Njótið mýktar í hröðun, snerpu í skiptingum og sparneytni með 6 þrepa sjálfskiptingunni.

21


Full stjórn

Ávallt með stjórn á bílnum. Búðu þig undir unaðslega mýkt í akstri. Undirvagn Optima er þannig gerður að hann býður upp á mikla svörun í akstri og meiri stöðugleika óháð vegskilyrðum. Aksturseiginleikar Optima eru fágaðri en nokkru sinni fyrr sem má ekki síst þakka sterkari legum í framhjólum og stærri, tvöföldum stífum að aftan.

Forhlaðnir höggdeyfar með línulegum ventlum (PLD)

Mótordrifið tannstangarstýri (R-MDPS) Ákveðin og traustleg tilfinning og svörun frá stýri sem á sér ekki hliðstæðu með nýju mótordrifnu tannstangarstýri (R-MDPS). Staðalbúnaður með dísilvélum og Optima GT.

Einkenni forhlöðnu höggdeyfanna með línulegum ventlum er afar hröð ventlaopnun og –lokun sem bætir höggdeyfingu hjóla og stuðlar að auknum akstursþægindum. Nýstárleg hönnun á stimplum dregur úr hljóðum og búnaðurinn dregur úr titringi í yfirbyggingu sem stuðlar að enn frekari þægindum í akstri.

Rafeindastýrt fjöðrunarkerfi (ECS) Rafeindastýrða fjöðrunarkerfið aðlagar sig á rauntíma að akstursaðstæðum, breytir dempunareiginleikum og stuðlar þannig að hámarks aksturseiginleikum og akstursgæðum. Staðalbúnaður með GT, valbúnaður með GT Line og Base Line útfærslum með 7 þrepa DCT og dísilvélum. 22


Vernd

Heildstæð vernd. Öryggi er forgangsatriði í nýjum Optima. Hann setur ný viðmið hvað snertir öryggisaðgerðir og efnisval í öryggisbúnaði. Nýstárleg notkun málms og límefna í burðarvirki eykur styrkleika farþegarýmisins. Full alúð er lögð við hvert smáatriði og hefur öryggi ökumanns og farþega tekið stórstígum framförum.

7 öryggispúðar

Límefnanotkun Stífleiki yfirbyggingar nýs Optima hefur aukist sem og mýkt og hljóðeinangrun meðan dregið hefur úr titringi. Þetta má ekki síst þakka 119 metrum af límefnum í burðarþolsvirki bílsins.

Háþróað hástyrktarstál Yfir 50% yfirbyggingar nýs Optima er úr hástyrktarstáli (AHSS). Stíf yfirbyggingin stuðlar því að enn meira öryggi, jafnt fyrir ökumann og farþega. Ný hringlaga hönnun á opi milli aftursæta og skotts eykur umtalsvert stífleika yfirbyggingarinnar og leiðir til aukins öryggis og styrkleika.

Til að auka öryggi farþega og draga úr alvarleika meiðsla við árekstur fylgir öllum gerðum Optima öryggispúði fyrir ökumann, farþega í framsæti, tveir hliðarpúðar að framan og tvö loftpúðatjöld auk hnépúða fyrir ökumann.

Heitpressaðir íhlutir Heitpressaðir íhlutir á 16 álagssvæðum styrkja til muna burðarvirkið og stuðla að aukinni árekstrarvörn, betri aksturseiginleikum og betri hljóðeinangrun.

23


24


Tengiltvinnbíll, Plug-in Hybrid – hönnun á yfirbyggingu

Ný ásjóna vistvænnar hönnunar. Nýr Kia Optima tengiltvinnbíll á eftir að vekja mikla athygli. Vistvænn tvinnbíll sem er sparneytinn og vistmildur en glæsilegur útlits. Kraftalegar formlínur og sportleg hlutföll slá tóninn. Alúð við hvert smáatriði í hönnun og smíði kallar á aðdáun frá hvaða sjónarhorni sem litið er.

1. Hleðsluinntak með EU staðalgerð hleðsluinntaks getur þú hlaðið Optima tengitvinnbílinn með 220 V heimilisúttaki eða á almennri hleðslustöð. 2. LED framljós og bláar línur í grillinu ýta undir djörfung í hönnun en stuðla um leið að betri lýsingu og minni orkunotkun.

25


Eiginleikar tengiltvinnkerfisins

Afkastageta tvinnaflrásar á næsta stigi. Optima tengiltvinnbíllinn er einstaklega athyglisverður og sannar svo ekki verður um villst að hægt að er auka sparneytni án þess að gengið sé á aflið. Háþróuð aflrásin býr yfir jafnvægi milli skilvirkni og afls. Hún skiptir með skjótum hætti og með mýkt milli rafstillingar og tvinnstillingar (bensínvél/rafmótor), jafnt í borgarumferð og úti á vegum. 1. Á skjá leiðsögukerfisins birtast upplýsingar um orkuflæði, akstursmáta og sparneytni. 2. Hvít leðursæti eru góð viðbót við glæsilegt innanrýmið og skapa tilfinningu fyrir afslöppun og kyrrð. 3. Í ökumælaklasanum birtast nytsamlegar upplýsingar um valda stillingu (tvinnaflrásarstillingu, rafmótorsstillingu) og orkuflæðið.

26


27


28


Tengingar

Kveikt á. Tengt. Alltaf í sambandi. Stjórnrými nýs Kia Optima er lagað að þörfum ökumannsins og heldur honum í tengslum við umheiminn með fjölmörgum einföldum og handfrjálsum aðgerðum. Þráðlaus hleðsla fyrir farsímann tryggir stöðugt samband. Harman/KardonTM hljómtækin skila hágæða hljómgæðum. Val er um 7” eða 8” leiðsöguskjái sem birta leiðarvalið með skýrum hætti. Ökumaður hefur ávallt aðgang að nýjustu kortaupplýsingum því árleg uppfærsla* á kortum til sex ára er endurgjaldslaus. 1. Harman/KardonTM hljómtæki Njótið hágæðahljóms í þessu hátæknivædda hljómkerfi með ClarifyTM tækni. Stallbakurinn kemur með tíu hátölurum og 8” bassahátalarakerfi en Sportswagon kemur með átta hátölurum og 8” bassahátalarakerfi. 2. 4,3” TFT-LCD litaskjár Í djarflega hönnuðum, keilumynduðum ökumælaklasanum er 4,3” TFT-LCD litaskjár þar sem birtast valdar grunnupplýsingar, allt frá meðaleyðslu til leiðsagnar frá leiðsögutækinu. 3. Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma Upplifið þægindin af þráðlausri hleðslu. Farsímar með Qi tækni eru einfaldlega lagðir á hleðsluhilluna þar sem þeir hlaða sig þráðlaust.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.

*Inniheldur árlega uppfærslu á kortum í sex ár fyrir ný Kia ökutæki með LG leiðsögutæki frá verksmiðju.

29


Virkt öryggi

Hátæknivæddur búnaður sem eykur öryggið. Það má reiða sig á það að í nýjum Kia Optima er allur sá búnaður sem tryggir öryggi ökumanns og farþega með sem bestum hætti. Þar má nefna nýstárlegan búnað sem aðstoðar ökumann við aksturinn og virkan öryggisbúnað sem verndar jafnt ökumann, farþega og gangandi vegfarendur. Optima er þannig útbúinn að hann veitir fullkomna hugarró.

1. Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB) Sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið getur greint ökutæki sem á undan fara og vegfarendur sem ganga þvert yfir veginn. Búnaðurinn styðst við ratsjárskynjara og myndavél til að fylgjast með nálægð og hraða annarra ökutækja og varar ökumann við yfirvofandi árekstrarhættu. Bregðist ökumaðurinn ekki við aðvöruninni getur bíllinn hemlað með sjálfvirkum hætti til að forðast eða draga úr alvarleika slyssins. 2. Hátæknivæddur hraðastillir með aðlögun (ASCC) Hátæknivæddur hraðastillir með aðlögun styðst við ratsjárskynjara sem viðheldur ákveðinni fjarlægð að næsta ökutæki á undan með því að stilla með sjálfvirkum hætti hraða bílsins. Ef ökutækið fyrir framan eykur hraðann sér búnaðurinn til þess að Optima hraðar sér upp að völdum hraða. Ef ökutækið fyrir framan hægir á sér þannig að ekki verður unnt að viðhalda fyrirfram ákveðinni öryggisfjarlægð, dregur búnaðurinn úr hraðanum og jafnvel stöðvar bílinn ef þess er þörf.

30


3. Akreinavari (LKAS) Nú þarf ekki að óttast það að vikið sé óafvitandi út af akreininni. Akreinavarinn aðvarar ökumann og getur stýrt bílnum aftur inn á sína akrein þar sem hann á að vera. 4. Blindblettsvari (BSD) og akreinaskiptavari (LCA) Blindblettsvarinn styðst við ratsjá sem fylgist með blinda bletti bílsins og varar ökumann við aðvífandi ökutækjum með blikkandi ljósi í hliðarspeglinum. Akreinaskiptavarinn aðstoðar ökumann við að skipta um akrein með öruggum hætti. Búnaðurinn greinir og aðvarar ökumann við aðvífandi ökutækjum sem eru allt að 70 metrum fyrir aftan á samhliða akrein.** 5. Upplýsingar um hraðatakmarkanir (SLIF) Búnaðurinn veitir allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru ökumanni til að virða hraðatakmarkanir. Búnaðurinn styðst við myndavél á framrúðu sem les hraðatakmarkanir af skiltum, bann við framúrakstri og birtir upplýsingarnar með skýrum hætti á skjá leiðsögukerfisins og í ökumælaklasanum. Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.

31


1. Umhverfissýn (AVM) Á allt að 20 km hraða á klst samþættir AVM kerfið fjórar breiðhornsmyndir (teknar af myndavélum að framan, aftan og á hliðum bílsins) og varpar þeim upp á skjá þannig að við ökumanni blasir loftmynd af rýminu í kringum bílinn. Í Optima Plug-in Hybrid er boðið upp á 270 gráðu útsýni. 2. Sjálfvirk bílastæðalögn (SPAS) Sjálfvirka bílastæðalögnin gerir það að leik einum að leggja bílnum í stæði. Búnaðurinn styðst við skynjara á hlið bílsins sem aðstoða ökumann við að leggja bílnum í stæði samsíða veginum eða þvert á hann. Eina sem ökumaður gerir er að stíga á hemil, inngjöf og stjórna gírskiptingu. Búnaðurinn sér um að beygja bílnum inn í stæðið. Auk þess aðstoðar búnaðurnn ökumann við að bakka út úr þverstæðu bílastæði. 3. Beygjuljós Nú þarf enginn að vera einn úti í myrkrinu. Beygjuljósið beinir lága geislanum inn í beygjuna þegar bílnum er beygt inn í hana. Þetta bætir lýsingu að næturlagi. Beygjuljósið aðlagar sig hraða ökutækisins, hleðsluþyngd og beygjuhorninu. 32


Akstursstoðkerfi

Nýstárlegar lausnir og snjallstuðningur. Í nýjum Kia Optima er ökumaður upplýstur öllum stundum. Optima státar af nýstárlegum lausnum sem aðstoða ökumann við aksturinn og býr yfir fjölmörgum aðferðum til að halda honum upplýstum – og um leið hámarka öryggið.

4. Hágeislavari (HBA) Þegar myndavél á framrúðunni greinir ökutæki fyrir framan bílinn slekkur hágeislavarinn með sjálfvirkum hætti á háu ljósunum og kveikir á lágu ljósunum og aðlagar þannig bílinn að réttum akstursaðstæðum. 5. Hliðarumferðarvari (RCTA) Nú er engin ástæða til þess að láta sér bregða illa þegar bakkað er út úr bílastæði eða heimreið. Hliðarumferðarvarinn varar ökumann við umferð þegar bakkað er út úr bílastæði.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.

33


Stór sóllúga Breiða, þriggja þátta sóllúgan hleypir birtu og fersku lofti inn í bílinn á ferðalaginu. Einfalt er að opna hana og loka með rafstýrðum stjórnrofum. Valbúnaður með EX, GT Line og GT útfærslum.

Aflúttak að aftan Á aftanverðum miðjustokknum eru USB og 12 V úttök. Farþegarnir verða því ekki í vandræðum með að hlaða tækin sín.

Rúllutjald í afturglugga Rúllutjald í afturglugga dregur úr hitamyndun í farangurs- og farþegarými á sólríkum dögum.

Tveggja svæða, sjálfvirk hitastýring Svo öllum líði vel er staðalbúnaður með Optima tveggja svæða, sjálfvirkt hitastýringarkerfi sem býr yfir aðskildri hitastýringu fyrir ökumann og farþega.

34

Snjalllykill Notfærðu þér lykillaust aðgengi að bílnum með snjalllyklinum og ræsihnappinn sem með einni snertingu ræsir vélina og slekkur á henni.

Raftstýrð handbremsa (EPB) Settu bílinn í handbremsu með einni snertingu á rafstýrðu handbremsunni.

Hiti í stýri Valbúnaður er hiti í stýri sem kemur sér vel á köldum vetrardögum.

60:40 niðurfelling aftursæta í Optima Sedan Aftursætin í sedan útfærslunni falla flöt niður og skapa þannig hámarks hleðslurými. Ekki fáanlegt í Optima Plug-in Hybrid.


Hagkvæmni og þægindi

Allt á réttum stað. Alúð við hvert einasta smáatriði og frágang vekur aðdáun í Kia Optima. Það er allt til alls í bílnum, hvort sem um ræðir snjallbúnað og afburða þægindi eða breitt úrval af töfrandi valbúnaði. Þitt er valið.

Fjarstýrðar rúður Allar rúður opnaðar eða lokaðar einfaldlega með því að halda niðri hnappi á fjarstýringunni í þrjár sekúndur. Klemmivörn fylgir.

LED þokuljós LED þokuljós að framan eru stílhrein og hagnýt. Þau lýsa upp veginn þegar útsýnið er takmarkað.

Flipaskipting Gírskiptingin verður leiftursnögg með flipaskiptingu við fingurgómana. Einungis fáanlegt með sjálfskiptingu og tvíkúplandi gírskiptingu. Fjarstýring á hljómtækjum á stýri Stilltu hljómstyrkinn og skiptu um stöð án þess að taka hendur af stýri með handhægri fjarstillingu fyrir hljómtæki á stýrinu.

Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum.

Snjalllýsing Úti- og inniljósin eru samstillt með snjalllyklinum og kvikna og bjóða þig velkominn aftur að bílnum.

LED kortaljós Skær og endingargóð LED kortaljós ofan við bakksýnisspeglinn varpa skýru ljósi á hluti í bílnum. Fylgir panoramic sólþaki.

Sjálfvirkur móðueyðir Hreinsaðu rúðurnar af móðu með hraði í köldu eða röku veðri svo aldrei dragi úr útsýninu.

35


Aukahlutir

Stílhrein og snjöll leið til þess að láta bílinn þinn líta sem best út. Kia upprunalegir aukahlutir eru hannaðir til að uppfylla ströngustu kröfur um gæði og útlit. Veldu úr breiðum lista hágæða aukahluta fyrir þinn Kia Optima. Næsti söluaðli Kia tekur vel á móti þér og hjálpar þér við valið.

1. Motta í farangursrými og varnarfilma fyrir afturstuðarann Með hágæða mottu helst farangursrýmið snyrtilegt, stílhreint og eins og nýtt. Passar nákvæmlega í farangursrýmið. Varnarfilman fyrir afturstuðarann dregur úr líkum á skemmdum á lakki við hleðslu og afhleðslu úr farangursrýminu. Fáanleg í svörtum lit og gegnsæ.

2. Aurhlífar Sérsniðnar aurhlífar sem verja undirvagninn fyrir miklum óhreinindum. 3. Speglahús Hágljáandi speglahús gefa Optima enn stílhreinna útlit. 4. Vindhlíf Loftaflsfræðilega hannaðar vindhlífar draga úr ókyrrð þegar ekið er með framrúðuna lítillega opna.

36


5. + 6. LED lýsing í fótarými og teppa mottur Lýsing í fótarými tekur á móti þér þegar þú opnar hurðina og sest inn. Lýsingin deyr út þegar bíllinn er ræstur. Fáanlegt með fallegu rauðu ljósi eða klassísku hvítu ljósi. Hágæða motturnar eru sérsniðnar og passa fullkomlega í fótarýmið. Þær eru skorðaðar af með festum sem fylgja. Motturnar verja gólfið og gefa innanrýminu yfirbragð hreinleika og ferskleika. 7. Herðatré fyrir jakkaföt Herðatréð býður upp á hámarksþægindi. Það einfalt í uppsetningu og hægt að nota hvar sem er.

37


EX valbúnaður Saturn svart leður

EX valbúnaður ljósbrúnt leður

EX valbúnaður svart tauáklæði og leðurlíki

EX valbúnaður ljósbrúnt tauáklæði og leðurlíki

EX/LX staðalbúnaður svart áklæði

EX staðalbúnaður ljósbrúnt tauáklæði

Innanrými í svörtu

Tveggja litatóna ljósbrúnt innanrými

Ríkulegt og svart, einn litatónn í mælaborði, val um svart leðuráklæði, sæti

Róandi, ljósbrún leðursæti með ljósbrúnum hurðaspjöldum, neðri hluta

að hálfu klædd leðri og tauáklæði, og málmlistar.

mælaborðs og armhvílu á miðjustokki, efri hluti mælaborðs svartur og umgjörð ofan við hurðarspjöld, svart fótarými, neðri hluti miðjustokks og hurða og málmlistar. Ekki fáanlegt í Optima Sportswagon.

38


Innréttingar

Sérhver ákvörðun er góð ákvörðun. Veldu það sem þér hentar best úr úrvali fágaðra efna, klæðninga, lita og skreytinga fyrir nýjan Kia Optima. Í boði eru þrjár mismunandi, nútímalegar útfærslur í innanrými og það er ekki hægt að velja rangt.

EX valbúnaður grátt leður

Svart leður með rauðum saumum (einungis GT og GT Line)

EX valbúnaður grátt tauáklæði og leðurlíki

Rautt leður með svörtum saumum (einungis GT og GT Line)

EX/LX staðalbúnaður grátt tauáklæði

Hvítt leður (einungis PHEV)

Tveggja litatóna grátt innanrými

Sérinnréttingar

Róandi grá leðursæti með gráum hurðarspjöldum, neðri hluta mælaborðs

fyrir GT og GT Line Sportleg sætahönnun með vali um glæsilegt, svart leður

og armhvílu á miðjustokki, efri hluti mælaborðs svartur og umgjörð ofan

með rauðum saumum eða rautt leður með gráum saumum og GT merkinu

við hurðarspjöld, svart fótarými, neðri hluti miðjustsokks og hurða og

á sætunum (ekki er merki á sætum í GT Line). Hvítt leður Optima Plug-in

málmlistar.

Hybrid er fáanleg með hvítum leðursætum sem gefur honum einstaklega glæsilegt yfirbragð. 39


Felgur

215/55R 17” silfurlitar álfelgur

235/45R 18” álfelgur

GT/GT Line 18” álfelgur

Plug-in Hybrid 17” álfelgur

Litir

Snow White Pearl [SWP]

Moss Grey [M5G] (ekki fyrir Plug-in Hybrid)

Temptation Red [K3R]

Stærðir (mm)

40

Clear White [UD] (ekki fyrir Plug-in Hybrid)

Silky Silver [4SS]

Gravity Blue [B4U]

Aurora Black [ABP]

Pluto Brown [G4N] (ekki fyrir Plug-in Hybrid)

Platinum Graphite [ABT]

Aluminium Silver [C3S] (einungis fyrir Plug-in Hybrid)


Tæknilýsing og litir

Litatónar og útlitshönnun að þínu vali. Líflegir og kröftugir litir, breitt úrval af felgum og glæsileg útlitsatriði auðvelda þér að sérsníða þinn Kia Optima nákvæmlega að þínum óskum.

Tæknilýsing Vélar Gírskiptingar

2.0 GDI PHEV

6-speed MT

7-speed DCT

FWD

FWD

FWD

Drif Eldsneytisgerð Vélargerð Gerð rafmótors

2.0 T-GDi 245 hö

1.7 CRDi 141 hö

6-speed AT Bensín

6-speed AT FWD Bensín

Dísil

Fjögra strokka línuvél

Fjögra strokka línuvél, með forþjöppu

Sísegulmótor

-

-

1999

1685

1998

Rúmtak (cc) Hámarksafl (hö/sn.mín)

205/6000**

141/4000

245/6000

Hámarkstog (Nm/sn.mín)

375/2330

340/1750~2500

353/1350~4000 (SW: 350)

192

203 (SW: 200)

203 (SW: 200)

37 (SW: 33)

110 (SW: 113)***

116 (SW: 120)***

191

0

5.1 (SW: 5.2)***

5.1 (SW: 5.2)***

11.8 (SW: 11.9) 6.1

Hámarkshraði (km/h) CO2 (blandaður akstur) (g/km) Eldsneytiseyðsla (borgarakstur)

240 (SW: 232)

5.2

3.7 (SW: 3.8)***

4.1 (SW: 4.2)***

1.6 (SW: 1.4)

4.2 (SW: 4.4)***

4.4 (SW: 4.6)***

8.2

Eigin þyngd (kg) (hám.)

1775 (SW: 1805)

1630 (SW: 1675)

1645 (SW: 1695)

1680 (SW: 1720)

Heildarþyngd (kg)

Eldsneytiseyðsla (þjóðvegaakstur) Eldsneytiseyðsla (blandaður akstur)

2200 (SW: 2270)

2070 (SW: 2140)

2080 (SW: 2150)

2120 (SW: 2190)

Hám. dráttargeta (kg) með hemlum

0 (SW: 1500)

1800

1500

1400

Hám. dráttargeta (kg) án hemla

0 (SW: 750)

Gerð tengis Drægni rafhleðslu (km)

*Samkvæmt mælingum framleiðanda **Samanlögð afköst tvinnaflrásar ***með ISG

68 96, 12 einingar 360

Spenna (V) Rafhlaða þyngd (kg)

70

9,8kWh Li-ion polymer

Hámarksafl (kW) Fjöldi flaga

700

55

Eldsneytistankur (lítrar) Rafhlaða

750

130,7 Type 2 54* (SW: 62*)

Kia Optima Sedan tölulegar stærðir Höfuðrými (framan) (mm) Höfuðrými (aftan) (mm)

1020 970

Farangursrými (lítrar)

Fótarými (framan) (mm) Fótarými (aftan) (mm)

1155 905

510 (PHEV: 307)

Kia Optima Sportswagon tölulegar stærðir Höfuðrými (framan) (mm)

1020

Fótarými (framan) (mm)

1155

Höfuðrými (aftan) (mm)

970

Fótarými (aftan) (mm)

905

Farangursrými (lítrar) Farangursrými (niðurfelld sæti)

552 (PHEV: 440) 1686 (PHEV: 1574)

41


42


Hugarró

Öll sú hugarró sem hugsast getur. 7 ára ábyrgð á ökutæki Allar gerðir Kia koma með 7 ára/150.000 km ábyrgð (óháð akstri að 3 árum; frá 4 árum að 150.000 km). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er endurgjaldslaus og flyst yfir til næstu eigenda, að því gefnu að bílnum hafi reglulega fengið þjónustu í samræmi við þjónustuáætlun. 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Hágæða lakk á yfirbyggingu tryggir langvarandi vernd og gljáa á nýja Kia bílnum þínum. Honum fylgir einnig yfirburða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu. Vertu í tengslum við Kia Heimsæktu www.kia.com og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Kynntu þér betur Kia og spennandi framleiðslulínu okkar. Sjáðu nýjustu áfangana í þróunarstarfi okkar á sviði umhverfisvænnar orku, eins og jarðgasi, tvinnbílatækni og efnarafalatækni. Kynntu þér hvað miðstöð okkar á sviði umhverfisrannsókna er að fást við. Við erum einnig þátttakendur í stórum íþróttaviðburðum. Kia er opinber bakhjarl UEFA og FIFA í knattspyrnu. Við erum stuðningsaðilar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal. Fjármögnun Umboðsaðili Kia getur aðstoðað þig við að setja upp fjármögnunaráætlun sem hentar þínum aðstæðum. Leitaðu nánari upplýsinga.

7 ára ábyrgð Kia 7 ára/150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

43


7 ára/150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590 2100 Netfang askja@askja.is www.kia.com

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur í þessum bæklingi eru réttar þegar hann fór í prentun en geta breyst án fyrirvara. Ekki er víst að gerðir og tölulegar upplýsingar, sem greint er frá í þessum bæklingi, eigi við um þinn heimamarkað. Vegna takmarkana í prentvinnslu geta litir á yfirbyggingum verið frábrugðnir raunverulegum litum. Vinsamlega leitið til næsta umboðsaðila Kia til að nálgast nýjustu upplýsingar.

www.kia.com

Kia Optima  

Bæklingur

Kia Optima  

Bæklingur