Page 1

Kia The new Kia


Lífið er einstakt. Það er skemmtilegt, ófyrirsjáanlegt og spennandi á öllum sviðum. Og Kia er förunauturinn sama hvað gerist, hvert sem leiðin liggur og hvaða uppgötvanir sem eru framundan.

Hver er sinnar gæfu smiður. Velkomin/n í veröld Kia.

Við hjá Kia höfum helgað okkur því markmiði að leggja okkar af mörkum til betri framtíðar. Þess vegna framleiðum við bíla sem auðvelda þér að víkka sjóndeildarhringinn og njóta hans til fulls. Við hönnum glæsilega bíla með hátækni­væddum búnaði og snjöllum tæknilausnum. Allir okkar bílar eru með okkar einstæðu 7 ára ábyrgð sem er staðfesting á framúrskarandi gæðum. Það er einungis eitt sem knýr okkur áfram í öllu okkar starfi og það er að fara fram úr væntingum viðskiptavinarins. Þetta köllum við „The Power to Surprise“. Við bjóðum þér að kynna þér málið nánar og leyfa okkur að koma þér á óvart.


Djarfur og ríkulega búinn nýstárlegum lausnum Nýr Kia Optima býr yfir fjölmörgum snjalllausnum sem skipa honum í fremsta flokk. Með margvíslegum, nýstárlegum búnaði, hátækniþróuðum öryggis- og þægindabúnaði og sniðugum samskiptalausnum, er nýr Kia Optima hinn fullkomni valkostur fyrir þá sem vilja vera áfram í forystu á sínu sviði.

4


5


6


Ávinningurinn af fullkomnun Nýr Kia Optima er fágaður, endurbættur og fullkomnaður. Honum fylgir djúpstæð hugarró og áreynslulaus akstursupplifun. Nýr Optima setur ný viðmið í gæðum sem blasa við í fangandi útlitshönnun og hátæknivæddum búnaði.

7


8


Hannaður til hversdagsnota og ánægju Fáguð form, rennilegar línur, nákvæmni í allri hönnun og alúð við hvert smáatriði eru áberandi þættir í spennandi útliti nýs Kia Optima. Lengra hjólhaf stuðlar að enn meiri stöðugleika, bættum aksturseiginleikum, þægindum og auknu rými. Optima vekur hvarvetna athygli vegna atriða á borð við glæsilegan framenda, sem er einkennandi fyrir allar gerðir Kia, og LED afturljósa..

9


10


Þægindi sem treysta má á Það er minnsta mál að halda ró sinni í nýjum Kia Optima, jafnvel þegar daglegt áreiti er hvað mest. Meðal nýjunga í þægindabúnaði er stór upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, rúmgott innanrými og stjórnrými sérhannað að þörfum ökumannsins sem klætt er völdu hágæðaefni sem er mjúkt viðkomu. Betri hljóðeinangrun en áður í farþegarýminu stuðlar síðan að enn fágaðri akstursupplifun.

11


Ný vídd í þægindum Enn meira höfuð- og axlarými og fótarými að aftan. Fagurmótuð og þægileg sæti með upphitun. Og allt það farþegarými sem þarf til að njóta hverrar stundar í akstrinum.

12


Rafstilling á framsætum (Premium) Framsætin eru með átta rafstýrðum stillingum, þar á meðal fjórum stillingum á mjóbaksstuðningi fyrir ökumann og tveimur fyrir framsætisfarþega.

Sæti með upphitun og kælingu (kæling er aukabúnaður) Njóttu þess að hafa fram- og aftursæti með stillanlegri upphitun. Úr framsæt­ unum flæðir hlýtt eða kalt loft sem heldur á þér þægilegum yl eða frískar þig upp, allt eftir óskum. 13


Snjalllausnir fyrir aukna einbeitingu Innanrýmið í nýjum Optima er nútímalegt og sérsniðið að þörfum ökumanns. Þar ríkir fágun og ríkulegur búnaðurinn setur ný viðmið og tryggir fullkomna einbeitingu í akstri. Allt sem ökumaður þarfnast er í raun beint fyrir framan hann.

Þráðlaust hleðslutæki fyrir farsíma

Ökumælaklasi með 4,3” TFT-LCD skjá Hönnun ökumælaklasans er djörf og sívalningslaga. Þar er að finna 4,3” TFT-LCD litaskjá þar sem val er um nauðsynlegustu upplýsingar, allt frá meðaleldsneytiseyðslu til útihitastigs.

4,3” TFT-LCD litaskjár

14

Þráðlausri endurhleðslu fylgja þægindi. Farsími með Qi-tækni, eða sambærilegri tækni, er einfaldlega lagður á miðjustokkinn þar sem hann hleður sig þráðlaust og án nokkurrar fyrirhafnar.


Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst Í nýjum Kia Optima er ökumaður vel upplýstur. Hátæknivæddur búnaður auðveldar akstur og stjórn á bílnum. Optima streymir upplýsingum eftir fjölmörgum leiðum og hámarkar um leið öryggi þitt og farþeganna.

Umhverfisskjár (AVM) (Premium)

Harman/Kardon Premium hljómkerfi (Premium) Þetta hátæknivædda kerfi inniheldur 10 hátalara og 8” lágtíðni bassahátalara með utanáliggjandi magnara. Hljómkerfi eins og það gerist best.

AVM kerfið tengir saman fjórar breiðlinsur þegar ekið er á undir 20 km/klst. Myndavélarnar eru að framan, aftan og á hliðum bílsins. Þær veita ökumanni yfirsýn yfir umhverfi bílsins.

Handfrjálst Bluetooth Innbyggður hljóðnemi tengist Bluetooth samhæfðum farsíma svo þú ert tengd/ur öllum stundum.

Bílastæðahjálp (SPAS) (aukabúnaður) Leiðsögukerfi (8”, EU AVN 2.0) (Premium) 8” EU Audio-Visual Navigation 2.0 leiðsögukerfi með RDS útvarpi, MP3, Bluetooth og bakkmyndavél. Kerfið inniheldur einnig Harman/Kardon Premium hljómkerfi.

Bílastæðahjálpin er með skynjara á hliðum bílsins. Búnaðurinn aðstoðar ökumann að leggja bílnum í bílastæði sem liggja samsíða veginum eða þvert á hann. Búnaðurinn er með útakstursaðgerð sem aðstoðar ökumann að aka út úr þröngum bílastæðum samsíða veginum.

15


Ávallt með fulla stjórn

Undirvagninn hefur verið endurhannaður til að ná fram enn meiri akstursmýkt og aukinni svörun í beygjum. Ný hönnun tryggir ökumanni fulla stjórn á bílnum óháð vegaðstæðum. Sterkari hjólalegur að framan og tvöfaldir fjöðrunarliðir að aftan stuðla að fágun í akstri og fyrirtaks aksturseiginleikum.

Rafdrifið tannstangarstýri með hjálparátaki (R-MDPS) Nýtt rafdrifið tannstangarstýri með hjálparátaki (R-MDPS) í dísilgerðum vekur upp ákveðna, gegnheila og miðlæga tilfinningu og svörun frá stýri sem á sér ekki fordæmi.

Rafstýrt fjöðrunarkerfi (ECS) (aukabúnaður) Rafstýrða fjöðrunarkerfið lagar sig á rauntíma að akstursaðstæðum og mótar fjöðrunareiginleikana til að ná fram hámarks aksturseiginleikum og akstursgæðum. Fáanlegt í LHD dísilgerðir með DCT gírskiptingu.

16

Höggdeyfar með línulegum ventlum og forhleðslu (PLD) Höggdeyfar með línulegum ventlum og forhleðslu stuðla að auknum akstursþægindum. Ventlaopnun og lokun er einstaklega hröð sem tryggir betri dempun við hvert hjól. Ný rúmfræðileg hönnun stimpla dregur úr hljóðmyndun um leið og búnaðurinn minnkar titring í yfirbyggingu sem aftur leiðir til enn meiri þæginda í akstri.


Kia Optima setur ný viðmið í öryggi fyrir ökumann og farþega. Þættir í endurbótum á farþegarýminu felast meðal annars í snjallari notkun á málmum og límefnum og enn nákvæmari vinnubrögðum við sérhvert smáatriði sem skiptir máli.

Háþróað hástyrktarstál Yfir 50% af smíðaefni í nýjum Optima er háþróað hástyrktarstál (AHSS), sem er 150% aukning miðað við fyrri gerð. Nýr hringlaga styrktarbiti aftan við aftursætin setur opnun skottsins skorður og eykur um leið stífleika yfirbyggingarinnar til muna.

Snjöll límefnanotkun Notaðir eru 119 metrar af límefnum í yfirbygginguna sem er 560% meira en í fyrri kynslóð. Fyrir vikið er stífleiki yfirbyggingar nýs Optima meiri en áður auk þess sem bíllinn er hljóðlátari og minni titringur er í yfirbyggingu.

Snjallar lausnir og yfirburða smíðaefni

Heitpressað stál Notkun heitpressaðs stáls á 16 lykilálagssvæðum er 320% meiri en í fyrri gerð. Þessi styrking á yfirbyggingunni stuðlar að skilvirkari árekstrarvörn, betri aksturseiginleikum og hljóðlátari akstri.

7 öryggispúðar Í Optima eru öryggispúðar fyrir ökumann, farþega í framsæti, tveir hliðaröryggispúðar að framan, tvær loftpúðagardínur og auk þess hnjápúðar fyrir ökumann í LHD gerðum.

17


Ekkert smáatriði er of smátt

Við hönnun nýs Optima var ítrasta alúð lögð í hvert smáatriði og allan frágang og bíllinn er uppfullur af snjallbúnaði. Þessu til viðbótar er margvíslegur spennandi aukabúnaður fáanlegur þegar gera á notkun bílsins enn ánægjulegri.

Sjálfvirk opnun á skottloki (Premium) Upplifðu þægindin af handfrjálsri opnun á skottloki. Þú einfaldlega nálgast bílinn með snjalllykilinn á þér, stendur fyrir aftan hann í 3 sekúndur og skottlokið lýkst upp sjálfkrafa.

Fjarstýring á rúðum Öllum rúðum er hægt að opna eða loka einfaldlega með því að þrýsta á rofa á snjalllyklinum í þrjár sekúndur. Klemmivörn fylgir búnaðinum.

18

LED þokuljós LED þokuljós að framan eru jafnt stílhrein og nytsamleg. Þau lýsa upp veginn fram­ undan í takmörkuðu skyggni.

Snjallljósakerfi Ljós að utan og í innanrými tengjast snjalllyklinum. Það kviknar á þeim og þau bjóða ökumann velkominn aftur að bílnum.

LED kortaljós Birturík og endingargóð LED kortaljós ofanvert við baksýnisspegilinn varpa birtu á allt. Kortaljósin fylgja panorama sóllúgunni.

60:40 niðurfelling á aftursætum Aftursætin eru tvískipt og þau má fella flöt niður til að auka flutningsrýmið. Þess vegna er ekkert vandamál að finna aukapláss fyrir farþega eða farm.


Flipaskipting Sjálfskipting með flipum við fingurgómana tryggir hraðar gírskiptingar.

Panorama sóllúga Breið, þriggja þátta panorama sóllúga veitir birtu og fersku lofti inn í farþegarýmið. Sóllúgan er opnuð og lokuð á einfaldan hátt með rafstýringu.

Stýring á hljómtækjum í stýrinu Þægileg fjarstýring fyrir hljómtæki í stýrinu til að stilla hljómstyrkinn og skipta um stöðvar án þess að taka hendur nokkru sinni af stýri.

Tveggja svæða, alsjálfvirkt loftfrískunarkerfi Tveggja svæða, alsjálfvirka loftfrískunarkerfið lætur öllum líða vel. Það er með aðskildum stjórnrofum fyrir ökumann og farþega.

Rafúttak að aftan Á miðjustokknum að aftan er USB tenging og 12V rafúttak. Farþegar eru því ekki í vandræðum með að hlaða tækin sín.

Sólskyggni í afturglugga Niðurdraganlegt sólskyggni í afturglugga ver farþega og farangur fyrir sterkum sólargeislum á heitum dögum.

USB tengingar Tengdu margvísleg tæki, eins og t.d. minnislykla, í gegnum USB tengið.

Sjálfvirkur móðueyðir Eyðir móðu af rúðum á hrað­ virkan hátt og sér til þess að útsýnið sé ávallt sem best.

Rafstýrð handbremsa (EPB) (Premium) Settu handbremsuna á með einum rofa. Rafstýrða handbremsan eykur hugarró þína með því að sýna hvort hún er virk eða óvirk.

7 þrepa DCT (Double Clutch Transmission) 7 þrepa DCT skiptingin er með viðbótarkúplingu sem sér um skiptingu á gírum með sléttri tölu. Gírskiptingarnar eru því snurðulausar og hraðar.

Hiti í stýri Á köldum vetrardögum kemur hiti í stýri að góðum notum.

19


Þegar sérhver ákvörðun er rétt Innanrými með svartri áferð Ríkuleg en hógvær svört áferð með einlitu mælaborði, svörtu leðuráklæði á sætum og málmskreytingum.

Satúrnus svart leður

Svart tauáklæði og leðurlíki 20

Svart tauáklæði, staðalútfærsla í LX


Veldu úr fáguðum litasamsetningum, áklæðum og skreytingum sem eru í boði í nýjum Optima. Það er einfaldlega ekki hægt að taka ranga ákvörðun þegar valið stendur á milli þriggja mismunandi og sérlega glæsilegra kosta í innanrými.

Ljósbrúnt innanrými með tveimur litatónum

Grátt, tveggja litatóna innanrými

Sæti með ljósbrúnu leðri, ljósbrúnum hurðarspjöldum, neðri hluta mælaborðs og armhvílu á miðjustokki, svörtum efri hluta mælaborðs og hurðarkörmum að ofan, svörtu áklæði í fótarými, neðri hluta miðjustokks og hurða og málmskreytingar.

Sæti með gráu leðri, gráum hurðarspjöldum, neðri hluta mælaborðs og arm­hvílu á miðjustokki, svörtum efri hluta mælaborðs og hurðarkörmum að ofan, svörtu áklæði í fótarými, neðri hluta miðjustokks og hurða og málmskreytingar.

Ljósbrúnt leður

Grátt leður

Ljósbrúnt tauáklæði og leðurlíki

Grátt tauáklæði og leðurlíki

Ljósbrúnt tauáklæði

Grátt tauáklæði 21


Samspil frísklegra, spennandi og athyglisverðra litasamsetninga á yfirbyggingu og innanrými geta skilað einstæðri niðurstöðu. Úr mörgu er að velja.

Frískaðu upp á útlitið Grill

Litir

Vatnskassahlíf er heitpressuð með krómi sem gefur sportlegra útlit.

Snow White Pearl [SWP]

Moss Grey [M5G]

Clear White [UD]

Temptation Red [K3R]

Silky Silver [4SS]

Gravity Blue [B4U]

Aurora Black Pearl [ABP]

Platinum Graphite [ABT]

Ljósabúnaður

Tveggja lampa framljós.

LED samsett afturljósastæða.

Afturljósastæða með glóperum

Felgur

215/60R 16" Álfelgur Light Grey 22

215/55R 17" Álfelgur Hyper Metallic Silver

235/45R 18" Álfelgur

Í boði er fjölbreytt úrval lita á yfirbyggingar, þar á meðal einn heill litur, tveir perlulitir og val um sex málmliti. Með þremur nýjum málmlitum gefst kostur á enn fjölbreytilegra vali.


Sem Kia eigandi ertu hluti af stærri hreyfingu sem miðar að því að finna fleiri sjálfbærar leiðir til að lifa í samlyndi við jörðina sem við deilum.

Umhyggjusamir bílar

Forgangsmál hjá Kia Motors er umhyggja fyrir jörðinni og þeim sem byggja hana. Þess vegna er það staðföst stefna okkur að grípa til áþreifanlegra aðgerða á grunni þessarar skuldbindingar. EcoDynamics undirvörumerki Kia varð til árið 2009. Vörumerkið er notað á umhverfisvænustu gerðirnar innan hverrar framleiðslulínu Kia og fer fyrir kynningum á nýrri sparnaðar- og umhverfistækni Kia, eins og til dæmis tvinnvélatækni og raf- og efnarafalabílum. Við erum núna að setja upp umhverfisvænt framleiðsluferli, að auka endurvinnslu á öllum efnisþáttum, að hanna bíla út frá sjónarmiðum umhverfisvænnar förgunar á síðari stigum, og að auka sparneytni ökutækjanna. Um leið stefnum stöðugt í átt til meiri nýtingar á umhverfisvænni hráefnum og veljum fram yfir önnur þau sem búa yfir lífbrjótanleika og líftæknilegum eiginleikum, þegar kostur er á því. Á þennan hátt stefnum við að því að draga úr orkunotkun og leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ef þú ert sama sinnis og við, um verndun umhverfisins til að tryggja okkur öllum bjartari framtíð, þá erum við með rétta bílinn fyrir þig.

23


LITIR, FELGUR OG TÖLUR

Frá toppi til táar

Tegund vélar

Helstu stærðir (mm)

Slagrými (cc)

1.685

Lengd4.855

141/4.000

Breidd1.860

Hámarkstog (nm/sn./mín.)

340

Hæð1.465

Hámarkshraði (km/h)

203

Hjólhaf2.805

Hámarksafl (ps/rpm)

Skipting

Sjálfskipting DCT7

Fjöðrun, stýrisbúnaður og hemlar Fjöðrun að framan

McPherson

Fjöðrun að aftan

Fjölliðafjöðrun

Stýrisbúnaður

Tannhjólastýri, rafstýrt

Þvermál beygjuhrings (m)

5,46

Hemlar

Vökvastýrðir aflhemlar

Hemlalæsivörn (ABS) 

4 rása, 4 skynjarar. Kældir diskar.

Sporvídd að framan

1.597

Sporvídd að aftan

1.604

Höfuðrými að framan

1.020

Höfuðrými að aftan

970

Fótarými að framan

1.155

Fótarými að aftan

905

Axlarými að framan

1.475

Axlarými að aftan

1.432

Mjaðmarými að framan

1.423

Mjaðmarými að aftan

1.422

Felgur og dekkjastærðir:

16" 205/65R16

Rými eldsneytisgeymis (lítrar)16" 215/60R16

Slútun að framan17" 215/55R17

Slútun að aftan18" 235/45R18

Stærð farangursrýmis (lítrar)

70 965 1.085 510

Eiginþyngd (kg)

frá 1.530

Heildarþyngd (kg)

2.080

Hám. þyngd tengivagns (kg) með hemlum

1.500

2,805 4,855

1,860

1,085

965

1,860

2,805 4,855

1,860

1,085

Kia Optima ytri mál (mm)

24

750

1,465

1,465

Hám. þyngd tengivagns (kg) án hemla

965

1,860

2,805 4,855

1,085

1,860


25


7 ára ábyrgð Allar gerðir Kia eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin, upp að 150.000 km frá 4 ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og fylgir bílnum til næstu eigenda að því gefnu að bíllinn hafi notið reglubundinnar viðhaldsþjónustu eins og mælt er fyrir um í þjónustuáætlun. 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Hágæðalakk á yfirbyggingu tryggir langtímavörn og gljáa á nýja bílnum. Bíllinn er einnig með yfirburða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu. Vertu í sambandi við Kia Heimsæktu www.kia.com og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Fáðu nánari upplýsingar um Kia og nýja spennandi framleiðslulínu okkar. Fáðu upplýsingar um framfarir okkar á sviði annarra orkugjafa, eins og jarðgass, tvinntækni og efnarafalatækni. Eða sjáðu hvað við erum að fást við í umhverfisrannsóknasetri okkar. Við erum einnig þátttakendur í stórum íþróttaviðburðum. Kia er opinber bakhjarl bæði UEFA og FIFA. Við erum styrktar­ aðilar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal. Fjármögnun Þú getur fengið aðstoð við gerð fjármögnunaráætlunar sem hentar þér hjá næsta söluaðila Kia. Leitaðu nánari upplýsinga.

26


7 ára/150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (og auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar) háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

27


7 ára / 150.000 km ábyrgð á nýjum Kia. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (þ.m.t. í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar) háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590 2100 Netfang askja@askja.is www.kia.com

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur eru réttar þegar bæklingurinn er prentaður en eru háðar breytingum án fyrirvara. Gerðir og búnaður sem sýndar eru í bæklingnum geta verið aðrar en gerðir sem boðnar eru á þínu markaðssvæði. Vegna takmarkana á prentgæðum getur litur á yfirbyggingum í bæklingnum verið frábrugðinn því sem hann er í raun. Leitaðu nýrri upplýsinga hjá næsta söluaðila Kia.

www.kia.com

Kia Optima  

Bæklingur

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you