Issuu on Google+

www.kia.is


02


NýR kia Optima

Fegurðin er aðeins upphafið Laglega útbúinn; kemur á óvart í innanrýminu Nýr Kia Optima er eins og falleg gjöf sem vekur spennu og eftirvæntingu. Og það verður enginn fyrir vonbrigðum að fá hana. Hvað finnst þér til dæmis um það að í pakkanum fylgir ríkulegur staðalbúnaður sem menn eiga einungis að venjast í lúxusbílum en samt án verðmiðans sem þeim fylgja? Þú finnur það allt í þessum fallega fólksbíl frá Kia; nýjustu gerð af sparneytinni vélartækni, öryggisbúnað af bestu gerð og mesta fótarýmið í þessum stærðarflokki. En þetta er aðeins upphafið á gifturíkri vegferð.

03


Skínandi kraftur, glÌsileg form: „Optima kallar å athygli eins og óaðfinnanlega sniðin, ítÜlsk jakkafÜt,� segir Peter Schreyer, yfirhÜnnuður Kia.

verĂ°launaĂştlit

HĂśnnun sem talar sĂ­nu mĂĄli Siguruppskrift Peter Schreyer yfirhĂśnnuĂ°ur og teymi hans settu sĂŠr annaĂ° hĂĄleitt markmiĂ° viĂ° hĂśnnun Kia Optima: bĂ­llinn skyldi verĂ°a mjĂśg aĂ°greinanlegur en um leiĂ° meĂ° hin auĂ°Ăžekkjanlegu Kia einkenni. Ăštkoman er glĂŚsilegur sigur ĂĄ allan hĂĄtt. LĂśng og kraftaleg vĂŠlarhlĂ­f, sterkleg hliĂ°arlĂ­na og fagurlega mĂłtuĂ° ĂžaklĂ­na ĂĄsamt formuĂ°um ĂştlĂ­num og ĂĄberandi hjĂłlaskĂĄlum gefa bĂ­lnum kraftalegt en um leiĂ° fĂĄgaĂ° yfirbragĂ°. BĂ­lstjĂłramiĂ°aĂ° umhverfi aĂ° innan meĂ° hĂĄtĂŚknivĂŚddum bĂşnaĂ°i og Ăşrvals efnisvali skapar vinalegt andrĂşmsloft. Svo vel tĂłkst til meĂ° Ăžessa samrĂŚmdu samsetningu aĂ° Optima hlaut red dot hĂśnnunarverĂ°launin 2011 og bar jafnframt sigur Ăşr bĂ˝tum Ă­ nĂ˝ju Þýsku BĂ­lmerkjasamkeppninni Automotive Brand Contest 2011. Ă? vali dĂłmnefndar red dot ĂĄ Optima sem „Hin besta af Ăžeim bestu“ felst viĂ°urkenning ĂĄ framlagi Kia til hĂśnnunar og nĂ˝junga, sem og notagildi, innri hĂśnnun, endingu og umhverfishĂŚfni. ĂžaĂ° sem auĂ°veldaĂ°i dĂłmnefndinni ekki sĂ­Ă°ur valiĂ° er hĂĄtt ÞÌgindastig bĂ­lsins og heildarupplifunin af akstri hans.

   

04


05


06


7 ára ábyrgð Kia 7 ára/150,000 km ábyrgð á nýjum Kia bílum.

Kia gæði

Gættu þín á því að staðna ekki Gæði eins og þau gerast mest Við hjá Kia erum þeirrar skoðunar að þú eigir alltaf að eiga von á einhverju umfram það venjulega. Dæmi um það er bíll sem er svo vel smíðaður að hann kemur með ábyrgð til sjö ára. Það er þessi viðbótar hugarró sem við viljum deila með þér. Þessi gæðastimpill kemur með öllum bílum sem við framleiðum. Til viðbótar erum við ákveðin í að veita bestu, hugsanlega þjónustu, svo upplifun þín af Kia sé ríkuleg á öllum sviðum.

07


hönnun að utan

Kraftmikil fegurð: Löng vélarhlíf, lægri staða, lítil slútun, krómskreytingar: lykilatriði í sportlegri og glæsilegri ásýnd.

Aðlaðandi frá öllum sjónarhornum Fegurðin í notagildinu Hönnun Kia Optima býr yfir ákveðinni aðferðarfræði - allt frá áberandi kraftmiklum framhlutanum með grilli, sem er einkennismerki Kia, að glæsilegum og sportlegum afturhlutanum. Optima er fólksbíll þar sem tvinnast saman form og notagildi á einstæðan hátt. Dæmi um þetta eru ílangar og mjóar framljósalugtirnar sem eru innsettar í svartan skáflöt. Framlugtirnar eru með tvöföldum kösturum í staðalgerð en einnig fáanlegar með HID Xenon með beygjuljósavirkni sem eykur öryggi í akstri. LED dagljósabúnaður og LED afturljós gefa bílnum bæði sportlegt yfirbragð og auka öryggið í akstri (aukabúnaður). Kraftaleg hliðarlínan sem flæðir eftir bílnum endilöngum stuðlar að bættu vindflæði og tvinnar saman fram- og afturhluta bílsins. Það er heildrænt yfirbragð yfir bílnum frá öllum sjónarhornum. B-hurðarpósturinn er með hágljáandi, svartri áferð ef bíllinn er tekinn með stórri sóllúgu. 1.  HID Xenon framljós með beygjuljósavirkni (aukabúnaður) 2. Samsett LED afturljós (aukabúnaður) 3.  L ED dagljósabúnaður

1

08


2

3

09


10


uppröðun stjórntækja

Þitt persónulega athvarf Velkomin um borð Færðu stundum þá tilfinningu að allt sé nákvæmlega eins og það eigi að vera? Hönnun Optima miðast að því að gefa þér þessa tilfinningu. Notast er við hágæðaefni í innréttingum og nýstárleg tækni stuðlar að afslappaðri og skemmtilegri akstri. Það á margt eftir að koma þér á óvart í Optima, búnaður sem vanalega er ekki að finna í bíl í þessum flokki.

1. Miðjustokkur sem miðast að þörfum ökumannsins Hljómtæki, leiðsögukerfi og loftfrískunarkerfi innan seilingar. 9.6 º snúningur er á miðjustokkunum í átt að ökumanni.

2 og 3. Start/stop ræsikerfi og snjalllykill Nú þarftu ekki lengur að leita að lyklinum í vösunum eða veskinu. Það er nóg að hafa hann á sér eða í veskinu. Um leið og þú nálgast bílinn greinir hann lykilinn. Til að aflæsa hurðinni nægir að þrýsta á rofa í hurðarhandfanginu. Til að ræsa vélina nægir að þrýsta á start/stop ræsirofann (aukabúnaður).

9.6 o

1

2

3

11


tækni fyrir ökumanninn

Hátækni og góð tilfinning 1

Allt innan seilingar Optima er hlaðinn nýstárlegri tækni. Dæmi um þetta er áberandi eftirlitsmælaklasinn sem er með 3,5” TFT LCD litaskjá. Þegar þú ræsir vélina birtast boð á skjánum og nálar í mælunum hreyfast. Mælaklasinn veitir ökumanni allar nauðsynlegustu upplýsingar, eins og um eldsneytiseyðslu, ekna vegalengd, magn eldsneytis í tanki, viðvörun um opnar dyr og útihitastig. Þú getur sérstillt upplýsingagjöfina að þínum óskum.

1. Gírskiptiflipar

Það veitir spennandi sportbílatilfinningu að geta skipt um gíra

án þess að taka hendur af stýri.

2. Sjálfvirkur hraðastillir

2

Kjörinn til notkunar í þjóðvegaakstri. Hraðastillir gerir þér kleift

að viðhalda stöðugum hraða og dregur úr eldsneytisnotkun.

3. Sérhannaður eldsneytisfetill

3

12

Þessi sérhannaði eldsneytisfetill býður upp á beinni stöðu á fæti

þegar bílnum er gefið inn.


9.6 o

13


1 14

2

3


Frábær hljómgæði: 550 watta HARMAN Infinity hljómkerfi sér um hinn fullkomna hljóm.

hljómkerfi

Hljómgæði fyrir alla Infinity hljómkerfið Optima kemur þér enn og aftur á óvart með hágæða hljómkerfi sem fer langt fram úr væntingum fyrir bíl í þessum flokki. 550 watta Infinity hljómkerfið er með 12 hátölurum sem eru skipulega uppsettir í bílnum og 11 rása DSP magnara (aukabúnaður). 1. Útvarp með geislaspilara og 6 diska skipti

Útvarpið/geislaspilarinn sem fylgir Optima tekur allt að sex

geisladiska (aukabúnaður) og spilar líka MP3 skrár.

2. AUX-USB og iPod tengingar

Einfalt að tengja iPodinn eða MP3-spilarann, með

fingurnæmum og vel staðsettum stjórnrofum.

3. Stjórnrofar fyrir hljómtæki í stýrinu

Til að hækka hljómstyrkinn, sleppa úr lagi eða skipta um

útvarpsrásir, einfaldlega með þumalfingrinum.

4. Bluetooth® tenging

Býður upp á handfrjálsa notkun á síma.

5. Hreyfimyndir á skjá leiðsögukerfisins

Ef þú velur leiðsögukerfi í bílinn geturðu horft á hreyfimyndir

í gegnum iPod, iPhone eða DVD-spilara með tengikapli á 7” skjánum

(aukabúnaður).

4

15


þægindi og gæði í innanrýminu

Afslappaður ferðamáti Þægileg seta og akstursstaða Kia Optima opnar þér nýja veröld vellíðunar. Optima býr yfir mesta höfuðog fótarými fyrir alla farþega í þessum stærðarflokki bíla. Hágæða efnisval og val um stílhrein áklæði gefa bílnum yfirbragð lúxusbíls. Ökumaðurinn býr við þau þægindi að geta stillt sætisstöðuna nákvæmlega að sínum óskum. Búnaðurinn getur geymt tvær mismunandi stillingar í minni. Einnig er í boði rafstýrður mjóbaksstuðningur og kæling í sætum sem kemur sér vel á heitum sumardögum. 1. Ökumannssæti með rafstýrðum mjóbaksstuðningi

Með því að þrýsta á einn rofa veitir rafstýrður mjóbaksstuðningur

með tveimur stillingum bakinu fullkominn stuðning á lengri leiðum.

2. Kæling í ökumannssæti (aukabúnaður) og upphitun í framsætum

Með lofttúðum til að kæla eða hita upp sætin. Það er alltaf þægilegt

að sitja í sætunum, óháð ytri skilyrðum. Í boði er upphitun í báðum

framsætum sem kemur sér vel þegar kalt er í veðri.

3. Tvívirkt og alsjálfvirkt loftfrískunarkerfi

Þú getur valið mismunandi hitastig fyrir þig og farþega í framsæti

þegar þú vilt. Sé bíllinn tekinn með leiðsögukerfi birtist valið hitastig

á skjá kerfisins.

1

16

2


3

17


18


þægindi og gæði í innanrúminu

Fyrirtaks ferðaþægindi í aftursætunum Aftursætin Þótt Optima sé lægri en fyrri gerð og með hærri hliðar er innanrými bílsins í raun meira en áður. Hvernig má það vera? Með hugkvæmni í notkun á rými og úthugsaðri uppröðun á innréttingum. Ráðist var í margvíslegar áhrifaríkar aðgerðir í því skyni að auka hljóðeinangrun bílsins og draga úr titringi sem um leið eykur þægindin í akstri. En í bílnum er ennþá meira rými. 505 lítra farangursrými og urmull af hagnýtum geymsluhólfum eru hluti að óviðjafnanlegu aðdráttarafli Optima. 1. 60:40 niðurfelling á sætum

Tryggir þér alla þá fjölhæfni sem þú þarft á að

halda þegar flytja þarf stærri hluti milli staða.

2. Upphitun í aftursætum


1

Þægindi fyrir alla. Upphitun í aftursætum er

fáanleg sem aukabúnaður. Þegar Optima er tekin

með sjálfvirku loftfrískunarkerfi sjá lofttúður á

milli framsætanna um að viðhalda hámarks-

þægindum fyrir aftursætisfarþega.

2

19


þægindi og gæði í innanrýminu

Hleyptu birtu inn í líf þitt Allt fyrir hið fullkomna andrúmsloft Stóra sóllúgan í Optima (aukabúnaður) auðveldar þér að hleypa birtu inn í bílinn. Sóllúgunni er bæði hægt að tylla upp og renna aftur með rafstýrðum búnaði. Sóllúgan eykur tilfinninguna fyrir rými í innanrýminu og hleypir inn fersku lofti. Henni fylgir rafstýrt sólskyggni sem verndar farþegana fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Skyggt gler er í öllum gluggum sem dregur úr hitamyndun í innanrými Optima. Opnun og rennsla Stóra sóllúgan kemur í tveimur einingum og hún hleypir inn mikilli birtu og fersku lofti. Hreyfanlegi og opnanlegi hlutinn er í miðjunni.

20


21


VÉLARTækni og gírSKIPTING

Einungis afkastageta - engir ókostir Áreynslulaus sparneytni Nýjasta vélarkynslóð Kia sýnir svart á hvítu að þér býðst allt það besta. Optima er boðin með dísilvél sem felur í sér hámarks afkastagetu og afbragðs sparneytni. Optima verður einnig boðin í hybrid-útfærslu í Evrópu sem býður upp á afkastagetu sem einkennist af kraftmikilli og umhverfisvænni málamiðlun. Gírkassar Báðar vélarnar eru með nýjustu gerð gírskiptinga. Um er að ræða sex gíra, beinskiptingu eða silkimjúka, sex þrepa sjálfskiptingu sem stuðla að hámarks sparneytni.

22

Hámarks sparneytni Í Kia kemur afbragðs sparneytni ekki niður á afkastagetunni.


UII 1.7 dísilvél 1,7 lítra VGT dísilvélin skilar 136 hestöflum og hámarks snúningsvægi er 325 Nm. Vélin losar einungis 133 gr/km af koltvísýringi. Eldsneytisnotkun er þó einungis 5,1 lítrar á hundraðið.

23


Hámarks sparneytni Meiri sparneytni stuðlar að betri fjárhag. Kia Optima fylgir lágur rekstrarkostnaður, þökk sé afbragðs sparneytni og lítilli CO2 losun, án þess þó að það komi niður á afkastagetunni.

24


sparneytni og umhverfið

Snjallar hugmyndir til nútíðar og framtíðar Minni umhverfisáhrif Kia Optima gerir þér kleift að leggja þitt af mörkum til umhverfisins. Hann er búinn margvíslegum tæknibúnaði sem miðar að því að draga úr eldsneytisnotkun og útblæstri. Við leggjum ríka áherslu á lausnir sem stuðla að umhverfisvernd. Lokamarkmið Kia er að framleiða umhverfismildasta og sparneytnasta bíl sem um getur sem ekki er rafknúinn. Innan tíðar verður Optima fáanlegur í hybrid-útfærslu í Evrópu. Hvarvetna í framleiðsluferlinu er stuðst við ströngustu mengunarvarnir og viðmið um endurvinnslu.

Virkur ECO hnappur ECO hnappurinn er staðalbúnaður með öllum sjálfskiptum gerðum Optima. Hann auðveldar þér að ná allt að 9,1% meiri eldsneytissparnaði með því að stilla aflrásina, gírskiptinguna og loftfrískunarkerfið á sem hagkvæmastan hátt þegar ekið er í ECO ham.

25


aksturssnerpa

Afbragðs afkastageta Tilbúinn í hvað sem er Það nægir að gjóta augunum að Optima til að sannfærast um að þarna er á ferðinni óskabíll ökumannsins. Þessi snarpi bíll er auk þess með fjölbreyttum, rafeindastýrðum stoðkerfum sem bæði vernda þig og leyfa þér að njóta akstursins. Stöðugleikastýrikerfi ökutækis (VSM) (VSM) vinnur með véldrifna aflstýrinu og sér til þess að bíllinn helst stöðugur þegar hemlað er í beygjum, ekki síst á blautum, hálum og grófum vegum. Akreinavari (LKAS) Akreinavari er stórkostleg nýjung sem verndar ökumann þegar höfgi sest að honum. Um leið og bíllinn fer yfir akreinamerkingar varar Optima ökumanninn við og beinir bílnum aftur á rétta akrein (aukabúnaður). HID framljós Optima er fáanlegur með HID framljósum sem lýsa lengra en aðrar gerðir framljósa.

Brekkuvari (HAC) HAC-kerfið kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað upp halla. Kerfið viðheldur hemlunarátaki í tvær sekúndur eða þar til stigið hefur verið á inngjöfina.

26


Beygjustöðuljós HID framljós með beygjustöðuljósum auka útsýni þegar ekið er inn í beygjur. Búnaðurinn er samhæfður við hreyfingar á stýrinu. (Aukabúnaður)

Rafeindastýrð stöðugleikastýring (ESC) ESC-kerfið deilir réttu hemlunarátaki til sérhvers hjóls þegar bílnum er hemlað skyndilega. Þetta auðveldar ökumanni að halda stjórn á bílnum og eykur stöðugleika hans.

27


1

28

2


INNBYGGT ÖRYGGI

Næmur á átökin Öryggi þitt er í forgangi Glæsileg yfirbyggingin er léttbyggð og með styrktarbitum úr hástyrktarstáli sem eykur stífleika yfirbyggingarinnar. Hönnun sem eykur öryggi þitt og farþeganna og bætir aksturseiginleika bílsins enn frekar. Háþróað öryggiskerfi með sex öryggispúðum; fram- og hliðarpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti, auk tveggja loftpúðagardína, veitir einnig mikið skjól ef til óhapps kemur. Sjálfvirkur og hraðanæmur læsibúnaður á hurðum verndar ekki síður alla farþegana. 1. Yfirbygging

Hámarksvernd: Hönnun sem miðar að minni þyngd en auknum styrk

í undirliggjandi styrktarbitum, skapar höggþolna yfirbyggingu.

2. Virkir hnakkapúðar að framan

Virku hnakkapúðarnir færast fram og upp á við í aftanákeyrslu og

verja höfuð og háls.

3. Öryggiskerfi í hliðargluggum að framan

Þegar gluggar ökumanns og farþega að framan skynja fyrirstöðu

þegar þeim er lokað, stöðvast ferlið og þeir opnast á ný.

3

29


búnaðarútfærslur

Ríkulegur staðalbúnaður

1

Hátæknibúnaður og þægindi Þægindi í akstri voru ofarlega á forgangslistanum þegar nýr Kia Optima varð til. Þar liggur skýringin á því hvers vegna lúxusbúnaður af ýmsu tagi, sem ætla mætti að væri aukabúnaður, er staðalbúnaður í Optima. Í boði er enn meiri lúxusbúnaður ef hugur þinn stendur til þess að gera bílinn enn ríkulegri. Aukabúnaður 1. Sjálfvirk móðuvörn

Skynjarar hefja strax að eyða móðu

af rúðum þegar raki þéttist á þeim.

2. 2ja svæða, sjálfvirkt loftfrískunarkerfi

Tvö aðskilin og stillanleg svæði sem skapa

aukin þægindi .

3. Umhverfislýsing í innanrýminu

Rauð ljós í dyrunum bjóða upp á skýra lýsingu

að næturlagi og skapa þægilegt andrúmsloft

í innanrýminu.

Staðalbúnaður 4. Rafstýrðir speglar með aðfellingu

2

Hliðarspeglar lyftast upp og falla að bílnum

og auðvelda þér að leggja bílnum í bílastæði.

Ferlið minnir á gullaldartíma sportbílanna.

5. Leðurklætt stýri

Leðurklætt stýri með fallegum saumum er

staðalbúnaður í EX útfærslum.

6. Hraðastillir

Stillir og festir hraðann - þægilegt úti

á þjóðvegunum.

7. Loftræsting í afturrými Lofttúður milli framsætanna sjá til þess að hitastigið er ákjósanlegt fyrir aftursætisfarþega. 8. Bluetooth tenging fyrir handfrjálsan farsíma

Hringdu án þess að taka nokkurn tíma hendur

af stýri.

9. Gírskiptiflipar (sjálfskiptar gerðir)

Sportlegri akstur: Skiptu um gíra án þess að taka

hendur af stýri.

10. Hanskahólf með kælingu

Kjörið til að kæla drykkina og halda snarlinu fersku.

Hanskahólfið er líka með lýsingu sem eykur enn

frekar á þægindin.

11. Sólgleraugnahólf og tvö kortaljós

Handhægt sólgleraugnahólfið er þægilega

staðsett rétt ofan við höfuð ökumanns.

12. Krómað útblástursrör

Gefur bílnum stílhreint yfirbragð.

13. Heimreiðarljós

Framljósin lýsa upp leiðina að útidyrum að

næturlagi. (Einungis fáanlegt með lykillausu

aðgangskerfi.) 14. Farangursrými

Eitt stærsta farangursrými í þessum stærðarflokki

bíla (505 l.).

15. Þokuljós

3 30

Aukið öryggi og meira útsýni fram á veginn.


4

5

6

8

9

10

11

12

13

14

15

7

31


tækniupplýsingar

Helstu mál

6 g. beinsk.

6 þrepa sjálfsk.

Mengunarstaðall

Euro V

Euro V

Slagrými (sm3)

1,685

1685

Vélar

Litir á yfirbyggingu og felgur

Þjapphlutfall Hámarks afl (hö./sn.mín.) Hámarks afl (kw/sn.mín.) Snúningsvægi (Nm/sn.mín.)

17

17

136/4,000

136/4,000

100/4,000

100/4.000

325/2000-2500

325/2000-2500

Eldsneytisnotkun (l/100 km) og magn CO2 í útblæstri Innanbæjar

6.1

7.9

Utanbæjar

4.5

4.9

Blandaður akstur

5.1

6.0

Magn CO2 í útblæstri (g/km)

133

158

Snow white perlulakk (SWP)

Fjöðrun, stýrisbúnaður, hjólbarðar, felgur og bremsur Fjöðrun að framan Fjöðrun að aftan

Sjálfstæð McPherson fjöðrun

Sjálfstæð McPherson fjöðrun

Sjálfstæð fjölliða fjöðrun

Sjálfstæð fjölliða fjöðrun

Rack & Pinion

Rack & Pinion

Stýrisbúnaður

5.45

Þvermál beygjuhrings

Hjólbarðar (Grunng./Premium) 205/65R16 94H/225/45R18 95V XL Felgur (Grunngerð/Premium) Bremsur að framan Bremsur að aftan

5.45 205/65R16 94H/225/45R18 95V XL

6.5J*16/7.5J*18

6.5J*16/7.5J*18

Loftkældir (diskar)

Loftkældir (diskar)

Heilir (diskar)

Heilir (diskar)

Helstu mál (mm) Lengd, breidd, hæð

4,845/1,830/1,455

Hjólhaf

4,845/1,830/1,455

2,795

2,795

Höfuðrými frammí/afturí

1,028/965

1,028/965

Fótarými frammí/afturí

1,155/880

1,155/880

135

135

Vegfrí hæð /mm)

Þyngdir og dráttargeta Stærð farangursrýmis (lítrar)

505/1080

505/1080

Lágmarks eigin þyngd (kg)

1,559

1,559

Hámarks eigin þyngd (kg)

1,637

1,637

Heildarþyngd (kg)

2,050

2,050

Dráttargeta með hemlun (kg)

1,300

1,300

Dráttargeta án hemla (kg)

650

Rými eldsneytisgeymis (lítrar)

650

70

70

Light graphite (LC)

Optima að utan (mm)

16” álfelgur

32


Bright silver (3D)

Satin metal (STM)

Platinum graphite (ABT)

Santorini blue (HO)

18” álfelgur

Ebony black (EB)

33


34


hugarró

Viltu fullkomna hugarró í sjö ár? 7 ára ábyrgð Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum. Ábyrgðin tekur gildi um leið og fyrsti kaupandi tekur við bifreiðinni af seljanda eða umboðsmanni hans og hefur undirritað ábyrgðarskírteini og varir í 84 mánuði frá þeim degi frá 1. Janúar 2010 að telja samkvæmt eftirfarandi: Í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hlutum bifreiðarinnar (sjá nánari lýsingu á ábyrgðarskilmálum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni og undantekningar). 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu Hágæðalakk tryggir langtíma vernd og skínandi áferð á nýja Kia bílnum þínum. Hann kemur einnig með yfirburða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu. Hafðu samband Sendu okkur fyrirspurn á kia@kia.is og við höfum samband við fyrstu hentugleika. Við erum líka þáttakendur í stórum leikvangi íþróttaheimsins. Kia er opinber stuðningsaðili bæði UEFA og FIFA. Við erum bakhjarlar Evrópukeppninnar í knattspyrnu 2012, Opna ástralska tennismótsins og við störfum saman með tennisstjörnunni Rafael Nadal frá Spáni. 7 ára Kia ábyrgð 7 ára ábyrgð / 150.000 km akstur fylgir öllum nýjum Kia bílum.

Fjármögnun Kynntu þér fjármögnunarleiðir hjá sölumönnum okkar eða á kia.is

35


www.kia.is

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100 Fax 590-2199 www.kia.is

ASKJA áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum um búnað án fyrirvara. Myndir í bæklingi þessum gefa aðeins vísbendingar um liti.

Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist nýja Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hlutum bifreiðarinnar sem lýst er í ábyrgðarskilmálum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni.


Kia Optima