{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Kia


GLÆSILEGUR BÍLL, ÞRJÁR UMHVERFISVÆNAR ÚTFÆRSLUR Þegar þráin fyrir umhverfisvænni samgöngur helst í hendur við óskina um glæsilegt ökutæki þá höfum við svarið. Svo allrar nákvæmni sé gætt þá eru svörin reyndar þrjú. Kia Niro framleiðslulínan uppfyllir sérþarfirnar með hönnun sem mótast af fjölhæfni og glæsileika ásamt spennandi tækni og nægu rými. Kia Niro er fáanlegur sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og hreinræktaður rafbíll. Eftir stendur því einungis ein spurning: Hvaða gerð Niro höfðar helst til umhverfisvitundar þinnar?

2


3


4


UMHVERFISVÆNAR LAUSNIR Kia Niro er afkvæmi umhverfisvitundar. Hönnun hans er áhugaverð á mörgum sviðum. Hann hnyklar vöðvana allt frá glæsilegum LED aðalljósum á framendanum að afturstuðara. Djörf útlitshönnun bílsins og mikil sporvídd ásamt yfirbyggingu úr hástyrktarstáli gera honum kleift að takast á við næstum hvaða aðstæður sem er. En þessi einstæða hönnun felur líka í sér annað og meira. Straumlínulöguð yfirbyggingin stuðlar að lágmarks loftmótstöðu og þar með minni orkunotkun. Í stuttu máli sagt þá brýtur Kia Niro nýtt blað þegar kemur að viðteknum hugmyndum um umhverfismildari ökutæki.

5


6


ÞÍN SKILGREINING Á SJÁLFBÆRUM AKSTRI Þess verður varla vart þegar Kia Niro Hybrid tvinnbíllinn skiptir milli rafaflrásar og brunahreyfils til að skila því afli sem óskað er eftir hverju sinni og með það í forgangi að skila ávallt lágmarks mengun. Tengiltvinnbíllinn býður upp á lengri akstur á rafmagni og hleðslumöguleika. Rafmótorinn sækir orku til rafgeymisins í borgarakstri og þegar þrýst er á einn rofa skiptir kerfið yfir í tvinnaflrásastillingu. Kia e-Niro stendur þeim til boða sem vilja ekki losa minnsta agn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Akstursdrægi hans er allt að 455 km eingöngu á rafmagni.

7


8


SNJALLAR HUGMYNDIR SEM HÁMARKA ÞÆGINDIN Komdu þér vel fyrir í rúmgóðu innanrými Niro. Þar upplifirðu róandi umhverfi, tækni og þægindi. Slakaðu á í þægilegum sætum og upplifðu næsta ævintýri. Skoðaðu fjölda stjórnrofa og skjáa sem eru hannaðir til að auka einbeitingu í akstri og miðla upplýsingum.

9


Leiðsöugkerfi með

10

'

skjá

Leiðsögukerfið er skemmtilega auðvelt í notkun og til aflestrar. Það sýnir leiðir að áfangastað og veitir aðrar mikilvægar upplýsingar á skýrum 8'' LCD snertiskjá sem jafnframt er tengdur bakkmyndavél með hreyfanlegum viðmiðunarlínum. 8 hátalara JBL® hljómkerfi* með utanáliggjandi magnara er einnig stýrt af skjánum. Það er samhæft Android Auto og Apple CarPlay tækjum og öppum. Skjárinn veitir einnig aðgang að upplýsingum um hybrid aflrásarkerfið og öðrum upplýsingum um ökutækið.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum


EINFALDARI LEIÐ Í GEGNUM FLÓKNA VERÖLD Kjarninn í fegurð straumlínuhönnunar Niro endurspeglast í því hvernig hann rennur eftir veginum og klýfur loftið átakalaust sem veitir honum aukið drægi.

Handfrjáls Bluetooth tenging með raddstýringu Innbyggða Bluetooth® kerfið tengir paraða snjallsíma svo hægt er að streyma tónlist og eiga *handfrjáls símasamskipti, jafnvel með raddstýringu. * Aðgerðin er einungis aðgengileg þegar CarPlay og Android Auto eru samtengd.

Þráðlaus hleðsla snjallsíma (aukabúnaður) Samhæfðan farsíma má hlaða á hleðslupúða framan við miðjustokkinn. Óþarfi er að leita uppi og tengja hleðslusnúru. Upplýst táknmynd á skjánum sýnir stöðu á hleðslu.

LCD yfirlitsskjár Smekklega og skynsamlega hannaður yfirlitsskjár. Hann varar við of lágum loftþrýstingi í dekkjum og veitir upplýsingar um hitastig og aðra mikilvæga þætti sem tengjast bílnum. Skjárinn sýnir einnig hleðslustöðu hybrid aflrásarinnar, eldsneytisstöðu og hleðslustöðu á rafhlöðu. Há skjáupplausn auðveldar aflestur upplýsinga á örskotsstundu.

11


VISTVÆNNI AKSTUR MEÐ TVEIMUR AFLRÁSUM Niro er með hybrid aflrás sem skiptir á milli orku frá bensínvél og rafmótor eða nýtir sér afl beggja aflrása og hleður rafhlöðurnar alltaf þegar tækifæri gefst. Aflrásirnar eru snurðulausar og viðbragðsþýðar en setja um leið nýtt viðmið fyrir sparneytni í stærðarflokknum. Losun kolefna er með minnsta móti, eða 88 gr/km.

141 hö. Sameiginlegt afl raf- og bensínmótors

Ný Kappa 1,6 GDi vél / 141 hö hámarksafl beggja aflrása 1,6 GDi vélin skilar að hámarki 105 hestöflum við 5.700 sn./mín og hámarkstog er 265 Nm við 4.000 sn./mín. Hún er hinn fullkomni förunautur með hybrid aflrásarkerfi Niro. Samanlagt skilar hybrid aflrásarkerfið hámarksafköstum upp á 141 hestafl. Segulvirkur rafmótor Rafmótorinn hefur hámarksafköst upp á 43,5 hestöfl. Hann styður við bensínvél ina í hybrid ham og endurhleður rafhlöðuna þ egar hægt er á bílnum.

Liþíum-jóna fjölliða rafhlaða 1.56 kWh liþíum-jóna fjölliða rafhlaðan er endingargóð og léttbyggð. Rafhlaðan heldur með skilvirkum hætti utan um orkuna og býr yfir meiri kæligetu en almennt tíðkast. Hún er á öruggum stað undir aftursætunum og henni fylgir 7 ára ábyrgð. Orkuendurheimt við hemlun Ke r f i bí lsins fa n ga h re y f io r k u s e m myndast þegar hægt er á honum eða hann stöðvaður og breytir henni í raforku. H ú n n ý tis t síð a n til a ð e n d u r hla ð a rafhlöðuna.

6 þrepa DCT gírskipting N ý s ex þ repa DC T gír skipting (t víkúplandi gírskipting) flytur vélaraflið með skilvirkum hætti til hjólanna. Tryggir þannig snerpu og skjótan viðbragðstíma í skiptingum og nákvæmari svörun.

Hleðsla Hemlun

Skilvirkar akstursstillingar

Tekið af stað (hrein raforka) Þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu reiðir hybrid kerfið sig eingöngu á afl frá rafmótornum. Dregur þar með úr eldsneytiseyðslu í borgarumferðinni.

12

Átakalítil hröðun (hrein raforka) Hybrid kerfið nýtir eingöngu afl frá rafmótornum við átakalitla hröðun. Hann býr yfir nægu afli til þess að hraða bílnum.

Full hröðun Við frekari hröðun sækir bíllinn afl frá bensínvélinni samhliða rafmótornum sem skilar Niro upp í þann hraða sem óskað er.

Þjóðvegaakstur Í þjóðvegaakstri á tiltölulega jöfnum hraða skiptir kerfið um aflstillingu sem gerir bensínvélina að megin aflgjafanum í akstri.

Hraðaminnkun Orkuendurheimt kerfisins nýtir þá orku sem verður til í hvert sinn sem ökumaður hægir á bílnum og umbreytir henni í raforku sem hleðst inn á rafhlöðuna.


FORMUÐ OG STRAUMLÍNULÖGUÐ FEGURÐ MEÐ TILGANG Kjarninn í fegurð straumlínuhönnunar Niro endurspeglast í því hvernig hann rennur eftir veginum og klýfur loftið átakalaust sem veitir honum aukið drægi.

Hjólbarðar með lágu viðnámi Hjólbarðarnir eru hannaðir til að veita lágmarks viðnám. Þannig kemst Niro lengri vegalengd á hverjum lítra því hjólbarðarnir draga úr orkunotkun í hverjum snúningi.

Loftflæði undir bílnum Þættir sem eru ekki sýnilegir, eins og drifrás, undirvagn, útblásturskerfi og óva rð ir hlu t a r y f ir b y g gin ga r, e r u hannaðir með þeim hætti að þeir valdi sem minnstri loftfyrirstöðu þegar Niro er á ferð.

Virkt loftflæði Aftan við vatnskassahlífina er virk loftstýring sem beinir lofti að vélinni. Á miklum hraða lokast hún og dregur þar með úr loftmótstöðu sem eykur afkastagetuna og dregur úr eldsneytisnotkun.

Virkt loftflæði Loftop skapar hraðara loftflæði framan við bílinn og dregur þannig úr loftmótstöðu sem orsakast af ójöfnu loftflæði. Búnaðurinn bætir loftfræðilega hönnun bílsins.

Vinddreifir að aftan Vinddreifir neðan við afturstuðara Niro er með rimum sem ganga langsum. Þeir auka stöðugleika og stýringu á loftflæði.

Vindskeið að aftan Vindskeið ofan við afturrúðuna nýtir loftflæðið til þess að auka stöðugleika bílsins þegar honum er ekið hratt.

13


RÉTT SÆTASTAÐA SKIPTIR MÁLI ALLIR ENDURNÆRÐIR Á ÁFANGASTAÐ Hönnun Niro snýst um fjölhæfni. Ökumaður og farþegar upplifa óvenju afslappandi og þægilega tilfinningu í stífum sætum sem veita mikinn stuðning. Innanrýmið er ríkulegt og með í kaupunum fylgir margvíslegur búnaður sem gerir hverja ferð ánægjulegri og árangursríkari. Ökumannssætið er með stillingum sem stuðla að heilbrigðri akstursstöðu sem stuðlar að aukinni árvekni. Upphitun er í báðum framsætum.

Rafknúið ökumannssæti með 8 stillingum Í því skyni að gera aksturinn eins þægilegan og átakalausan og kostur er, er rafknúið ökumannssætið með 8 stillingum, m.a. fyrir sætisbak, rennslu á sæti fram og aftur, halla á setu og stillingu fyrir mjóbaksstuðning.

Kæling í framsætum / Skynræn stýring á sætaupphitun* Í framsætum er kostur á kælandi loftstreymi sem kemur sér vel á hlýjum sólardögum. Hitakerfið í framsætunum er með skynrænni stýringu sem stiglækkar upphitun í framsætum eftir því sem tíminn líður. Þannig ver stýrikerfið ungabörn og aldraða fyrir óþægindum. Niro er hannaður til að koma þér á öruggan og afslappaðan hátt á áfangastað.

14

Hiti í stýri Í boði er upphitun í stýri sem gerir akstur á köldum vetrardögum þægilegri. Upphitun í stýri stuðlar líka að því að ökumaður getur einbeitt sér betur að akstrinum.

Minniskerfi (IMS)* Ekki þarf að endurstilla ökumannssætið og hliðarspeglana í hvert sinn sem annar ökumaður sest undir stýri. Minniskerfið vistar stillingar á sæti og hliðarspegli fyrir tvo ökumenn sem finna strax sína kjörstöðu undir stýri.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum


HÁMÓÐINS, HÁR TIL LOFTS OG HREINRÆKTUÐ ÞÆGINDI Niro er óvenju rúmgóður hybrid bíll, með nægu rými fyrir höfuð, herðar og fætur. Í farþegarýminu er hægt að teygja úr sér og slaka á. Farþegarýmið einkennist af skýrum og nútímalegum áherslum í hönnun með tæknilegu yfirbragði. Í Niro líður þér strax eins og heima hjá þér.

15


451 l. EV 436 l. HEV 324 l. PHEV Flutningsrými

Kia Niro tekur hvorki meira né minna en 451 l af farangri þegar setið er í öllum sætum. Það er því hægt að fara í löng ferðalög, verslunarleiðangra eða á íþróttaviðburði án þess að þröngt verði um fjölskylduna eða vini í bílnum.

16


HYBRID BÍLL MEÐ MEIRA RÝMI OG MEIRI FJÖLHÆFNI Þér eru allir vegir færir í Kia Niro. Hann býr yfir gnægð rýmis og nýtir það allt á einstaklega snjallan hátt. Ríkulegt innanrýmið býður upp á mikið höfuð- og fótarými og um leið mikið rými fyrir allan farangur. Aftursætisbökin eru niðurfellanleg í hlutföllunum 60:40. Þau falla flöt niður sem gefur enn meira rými þegar þörf er á.

1.434 ℓ farangursrými (HEV) 1.322 ℓ farangursrými (PHEV) 1.405 ℓ farangursrými (EV)

436 ℓ farangursrými (HEV) 324 ℓ farangursrými (PHEV) 451 ℓ farangursrými (EV)

Með aftursætisbök felld niður flöt

Með aftursætisbök í uppréttri stöðu

Tvískipt, niðurfellanleg aftursæti Aftursætisbökin skiptast 60:40 og eru niðurfellanleg í flata stöðu sem eykur farangursrými. Nýttu þér þá kosti sem bjóðast til að stækka farangursrýmið eða farþegarýmið eftir þörfum hverju sinni. Þar sem aftursætisbökin falla flöt niður er hægt að koma fyrir stórum kössum eða stafla af flötum hlutum í farangursrýmið.

Fjölbreytni í innanrými Innanrými Niro býr yfir mikilli fjölbreytni sem hentar mjög vel þeim sem lifa lífinu lifandi. Það hentar ekki síður til aksturs í borginni eða lengri ferða um þjóðveginn. Sætisbökin falla flöt niður þegar þarf að flytja fyrirferðamikinn farangur. Geymsluhólf eru fyrir önnur verðmæti þar sem þau blasa ekki við sjónum annarra.

Farangursrými

60:40 niðurfellanleg sæti

Aukabúnaður: Geymsluhólf undir gólfi í farangursrými

Aukabúnaður: Varadekk á álfelgu og geymsluhólf 17


ÖRYGGI FYRIR MENN OG UMHVERFIÐ DRIVE WiSE* er nýtt háþróað akstursstoðkerfi Kia sem gerir aksturinn ánægjulegri, stuðlar að hámarks öryggi farþega og annarra vegfarenda. Það tekur að sér þreytandi og flókin verkefni sem ökumaðurinn þarf venjulega að sinna sjálfur.

18

Öryggi

Þægindi

Er stöðugt á varðbergi, v a ra r v i ð h æ t t u m o g grípur inn í atburðarásina þegar þörf krefur

Dregur úr streitu og eykur akstursánægjuna

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum


19


Árekstrarvari að framan (FCA) Árekstrarvari að framan (FCA) styðst við gögn frá myndavél og ratsjá. Það metur yfirvofandi líkur á árekstri við annað ökutæki, vegfarenda eða fyrirstöðu. Það varar ökumann við og beitir jafnvel hámarks hemlunarátaki til þess að stöðva bílinn eða draga úr skaða.

FCA Viðvörunarljós

1. Viðvörun að framan

20

Fylgst með ökutækjum fyrir framan FCA greinir ökutæki framan við bílinn og vinnur úr gögnum til að meta líkur á árekstri. Meti kerfið það svo að árekstur sé yfirvofandi varar það ökumann við. Bregðist hann ekki við aðvöruninni grípur kerfið inn í atburðarásina með hámarks hemlunarátaki til að koma í veg fyrir árekstur.

Vernd fyrir vegfarendur FCA kerfið greinir einnig gangandi vegfarendur. Kerfið varar ökumann við ef það greinir kyrrstæðan eða gangandi vegfaranda með ratsjárskynjurunum eða myndavélinni að framan. Bregðist hann ekki við aðvöruninni sér kerfið um að hemla til að forðast árekstur eða draga úr högginu.

2. Viðvörun um árekstur 3. Neyðarhemlun

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum


VERNDANDI, ALVEG NIÐUR Í SMÆSTU EINDIR Niro gerir þig meðvitaðan um staðsetningu bílsins og ferðir annarra ökutækja og getur jafnvel gripið til aðgerða þér til verndar. DRIVE WiSE tæknin er eins og viðbótaraugu. Hún veitir mikilvægar upplýsingar, m.a. með myndrænum vísbendingum og gerir aksturinn öruggari öllum stundum. DRIVE WiSE getur tekið snöggar ákvarðanir og hjálpað ökumanni með þeim hætti að halda öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum, sneitt hjá vandræðum og óvæntum uppákomum og fundið leiðina á áfangastað með yfirvegun.

Akreinastýring (LFA) Kerfi sem er stórt skref í átt að hálfsjálfvirkum akstri. LFA kerfið fylgist með ökutæki fyrir framan og stýrir hröðun, hemlun og stýringu með tilliti til þess. Kerfið stuðlar jafnt að öruggari akstri í þungri umferð og streitulausari akstri. Það styðst við myndavél og skynjara til að viðhalda öruggri fjarlægð að næsta ökutæki og fylgist með vegamerkingum í því skyni að halda bílnum á réttri akrein. LFA kerfið er virkt á 0 til 130 km hraða.

Þverumferðarvari (RCCW)*

Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan (PDW)

Þegar bakkað er út úr bílastæði eða heimreið varar kerfið ökumann við umferð þvert á stefnu bílsins.

Leikur einn að leggja. PDW kerfið styðst við hátíðniskynjara sem eru á fram- og afturstuðurum og vara ökumann við fyrirstöðum þegar bílnum er lagt í þröng stæði.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

21


Akreinavari (LKA) LKA er staðalbúnaður sem nýtir gögn frá myndavél sem beint er fram á við til að greina jaðra akreinarinnar. Kerfið grípur með sjálfvirkum hætti inn í stýringuna og aðstoðar ökumann við að halda sig á réttri akrein.

22


Eco DAS (akstursstoðkerfi) Nýja Eco-Driving Assistant System (Eco-DAS) akstursstoðkerfið inniheldur Coasting Guide Control (CGC) og Predictive Energy Control (PEC), sem stuðlar að enn sparneytnari akstri. Þessi tæknibúnaður tengist beint við leiðsögukerfi Niro og gerir bílnum kleift að sjá fyrir akstursaðstæður framundan og draga úr orkunotkun, nýta orkuna á sem hagkvæmastan máta eða nýta sér aðstæður til þess að fanga viðbótarorku og endurhlaða inn á rafhlöðusamstæðuna. Eco-DAS kerfi Kia er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem fylgist með og aðlagar orkunotkun jafnt í akstri upp í móti og niður í móti.

Driver Attention Warning athyglisvari (DAW) Búnaðurinn fylgist með stýrishreyfingum, notkun stefnuljósa og inngjafarmynstri og greinir út frá þessu ef ökumaður missir e i n b e i t i n g u v i ð a k s t u r. S ý n i ökumaður merki um þreytu minnir DAA kerfið hann á að taka sér hlé frá akstri með hljóðmerki og með því að kveikja á táknmynd fyrir kaffibolla í ökumælaklasanum.

Hraðastillir með aðlögun (SCC)

Blindblettsvari (BCW)

Ratsjárskynjari aftan við grillið mælir vegalengdina að ökutæki fyrir framan og viðheldur öruggri fjarlægð. Þetta gerir hann með því að stýra hraða bílsins með sjálfvirkum hætti upp að þeim hraða sem ökumaður valdi í upphafi, jafnvel þótt ökumaður stígi hvorki á inngjöf né hemil.

Blindblettsvarinn styðst við skynjara sem fylg jast með umhverfinu við hlið og afturhluta bílsins. Hann upplýsir ökumann um ökutæki í blinda blettinum með myndtákni og gerir það auðveldara og öruggara að skipta um akrein.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

23


TÆKNI SEM SKAPAR HUGARRÓ Hönnunin endurspeglar persónuleikann. Í Niro er lögð fullkomin alúð við öryggi. Öryggi er forgangsatriði í Niro. Allt frá hátæknivæddum smíðaefnum í yfirbyggingu og samsetningu þeirra til notkunar á nýjustu gerðum fyrirbyggjandi öryggis- og akstursstoðkerfa. Verkfræðinni er fátt óviðkomandi en það besta við nútíma tækni er hvernig hún hjálpar ökumanni að forðast vandræði.

Brekkuvari (HAC) HAC kerfið kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu í brekku. Kerfið beitir hemlunarátaki í allt að tvær sekúndur sem nægir til að færa fótinn af hemli yfir á inngjöf.

Rafeindastýrð stöðugleikastýring (ESC) ESC kerfið tryggir hámarks hemlunargetu og stefnustöðugleika bílsins með því að beita réttu hemlunarátaki á hvert hjól miðað við vélarátak og akstursaðstæður.

24

7 öryggispúðar Staðalbúnaður í Niro er öryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, tveir hliðaröryggispúðir, tvær loftpúðagardínur og hnépúði fyrir ökumann. Þessi búnaður ver ökumann og farþega og dregur úr líkum á meiðslum ef til áreksturs kemur.


Hástyrktarstál (AHSS) og heitpressað stál

Hlutar yfirbyggingu úr áli (vélarhlíf / afturhleri)

Yfir 53% af Kia Niro er gerður úr hástyrktarstáli (AHSS) sem gefur honum yfirburða stífleika. Heitpressað stál í íhlutum er notað á 24 álagssvæðum. Þessi aðferð bætir til mikilla muna styrkleika yfirbyggingarinnar sem eykur öryggi í farþegarými og bætir aksturseiginleikana.

Um leið og meira af hástyrktarstáli er notað í mikilvæga hluta yfirbyggingarinnar en nokkru sinni áður er vélarhlífin og afturhlerinn úr áli. Þetta dregur úr þyngd bílsins um 11 kg sem bætir aksturseiginleika hans og sparneytni.

53% Hástyrktarstál

24

hlutir

Úr heitpressuðu stáli

140

m

Háþróað límefni

25


MEÐ RÉTTRI TÆKNI VERÐUR AKSTURINN UMHVERFISVÆNNI Það er mögnuð tilfinning að aka um úti í náttúrunni á bíl sem er jafn umhverfismildur og Niro, einkum þegar ekið er í Eco stillingu. Aflmeiri hlið Niro birtist svo um leið og Sport stillingin er valin. Lykillaus ræsing Start/stop rofinn gerir ökumanni kleift að ræsa vélina og drepa á henni með einni snertingu.

26


Akstursstillingar (DMS) Þegar gírskiptingin er í Drive er henni þrýst til vinstri til að velja Sport stillingu. Um leið breytist gírskiptimynstrið og stýrisstillingar auk þess sem þessi stilling býður upp á handskiptival. Þegar gírstilknum er þrýst til hægri er valin sparneytnari Eco stilling.

Dráttargeta 1.300 kg* Kraftur Niro gerir honum kleift að draga mikinn þunga. Niro býður upp á sparneytni en auk þess mikið afl. Í boði er dráttarbúnaður fyrir aftanívagn sem vegur allt að 1.300 kg. * Einungis fyrir bíla með Towing Package

27


PLUG-IN HYBRID

28


INNBLÁSTUR FRÁ NÁTTÚRUNNI. HANNAÐUR FYRIR UMHVERFIÐ. Kia Niro er hátæknivæddur Plug-in Hybrid (PHEV) bíll sem tengir saman umhverfisvænan akstur og fágaða hönnun sem sækir innblástur til náttúrunnar. Bláar skrautáherslur eru neðarlega á fram- og afturstuðurum. Kia Niro er frísklegur í akstri og útliti.

Hleðslu tengi Þægilegt og einfalt að hlaða bílinn með hefðbundnu 220 V heimilisúttaki eða á almenningshleðslustöð. Rafhlaða Kia Niro Plug-in Hybrid bílsins má hlaða að fullu á almenningshleðslustöðvum (240 V, 32 A) á um það bil 2 klukkustundum og 15 mínútum.

Hleðsluskjár Staðalbúnaður með Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum er hleðsluskjár. Litaskjárinn sýnir hleðslustöðu rafhlöðu og auðveldar ökumanni að fylgjast með framvindu hleðslunnar.

LED framljós Hátæknileg LED framljósin gefa bílnum glæsilegt og nútímalegt svipmót og veita hámarks lýsingu. Þau stuðla jafnframt að aukinni orkunýtingu.

29


PLUG-IN HYBRID

AUKIN ÞÆGINDI SEM HALDA ÞÉR ENDURNÆRÐUM. Þú munt vilja dvelja löngum stundum undir stýri á Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum. Innanrýmið er rúmgott og áklæði mjúk viðkomu sem skapar einstaklega þægilegar vistarverur. Í boði er sérvalinn tveggja litatóna, ljósgrár/ svartur innanrýmispakki með bláum skrautáherslum sem gerir yfirbragð innanrýmisins enn frísklegra og stuðlar að enn ríkari upplifun fyrir afslöppun og næði.

Skjár fyrir leiðsögukerfi Á skjá hágæða leiðsögukerfisins birtast nytsamlegar upplýsingar sem halda ökumanni vel upplýstum um orkuflæðið, hleðslustöðu rafhlöðu og áætlaðan hleðslutíma.

30

Ökumælaklasi (PHEV) Í boði er hátæknivæddur, 7 tommu LCD ökumælaklasi. Á honum birtast allar mikilvægustu upplýsingarnar á einum stað, þar á meðal um ríkjandi akstursstillingu og upplýsingar um orkuflæðið. Hægt er að sérsníða ökumælaklasann að þeim upplýsingum sem ökumaður vill að birtist á honum og velja hvaða skjágerð hann vill að birtist á glæsilegum, stafrænum litaskjánum.


Hybrid/EV stilling Með því að þrýsta á HEV hnappinn við hlið gírstangarinnar er valið á milli EV stillingar og Plug-in Hybrid aflrásarstillingar. EV stillingin er kjörin til aksturs í þéttbýli. Aflrásin styðst einungis við rafmagn og eldsneytisnotkun er þá engin og útblástur ekki heldur. Eiginleikar stóru rafhlöðunnar tryggja að njóta má akstursdrægis á hreinni raforku sem geta verið allt að 58 km. Þegar dregur úr hleðslu rafhlöðu skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á Plug-in Hybrid aflrásarstillingu. Í þeirri stillingu styðst kerfið við báða orkugjafana og nýtir þannig jafnt bensínvélina og rafmótorinn á sama tíma til að knýja bílinn.

31


e-NIRO

RAFAFL, HREINRÆKTAÐUR BORGARJEPPLINGUR Kia e-Niro er spennandi nýjung í heimi rafbíla. Hann býður upp á umhverfisvænan akstur en býr auk þess yfir glæsilegu og spennandi útliti. Akstursdrægið er allt að 455 km. Bíllinn býður upp á hraðhleðslu og kerfið er því mikilvægur áfangi í þróun rafaflrásartækninnar. Eins og hreinræktuðum rafbíl sæmir tvinnar hann saman háþróaða tækni og þægindi sem fylgja rúmgóðu, 451 lítra farangursrými. Nýr e-Niro státar af mörgum snjöllum hönnunarlausnum eins og til dæmis lokaðri og straumlínuformaðri vélarhlíf með demantamynstri og innbyggðum hleðslutengli. Glæsilegur dagljósabúnaður og 17" álfelgur eru einkennandi hluti af einstakri hönnun e-Niro.

32


33


e-NIRO

FRAMSÝNI OG SNJALLARI SAMGÖNGUR Kia e-Niro er sönnun þess hve langt þróun rafbíla hefur náð. Þessi glæsilegi bíll er búinn allri nýjustu tækni sem stuðlar að umhverfisvænum akstri sem er í senn sparneytinn og einkar gefandi.

34

Umhverfislýsing

Orkuendurheimt við hemlun

Hin fullkomna stemming: Umhverfislýsingin kemur með sex litastillingum fyrir réttu stemninguna hverju sinni.

Kia e-Niro er með nýjustu kynslóð orkuendurheimtar við hemlun. Ökumanni til hægðarauka er val milli þriggja mismunandi stiga orkuendurheimtar við hemlun sem henta aðstæðum hverju sinni. Single Pedal stillingin er valin með því að halda vinstri flipanum aftan við stýrið í að minnsta kosti 0,5 sekúndur. Með því að draga flipann að sér er hægt að hægja á bílnum alveg niður í kyrrstöðu án þess að stíga á fóthemilinn. Þegar flipanum er sleppt eða flipinn hægra megin er virkjaður fer kerfið á ný í hefðbundna stillingu. Kerfið býður upp á enn eina aðferð til einkar skilvirks aksturs og eykur akstursdrægi bílsins.

Akstursstillingar

Rafstýrð handbremsa

Kia e-Niro aðlagar sig að þeim akstursstíl sem þú hefur tileinkað þér. Akstursstillingarnar eru fjórar; allt frá einkar skilvirkri ECO+ og ECO stillingu að Normal og Sport stillingu sem býður upp á meiri snerpu í akstri. Með akstursstillingunum er hægt að stilla saman afkastagetu bílsins og orkunotkunina.

Engin pirrandi handbremsustöng lengur. Það nægir að þrýsta á hnapp til vð virkja handbremsuna.


Innanrými Kia e-Niro býr yfir glæsilegri hönnun. Umhverfislýsingin skapar síðan réttu steminguna. Miðjustokkurinn fangar strax athyglina þar sem hann virðist svífa í lausu lofti. Í takt við framtíðarlegt útlit næstu kynslóð rafbíla hefur snúningsrofi leyst hefðbundna gírstöng af hólmi. Mikilvægustu upplýsingar um aflrás ásamt leiðsögn frá leiðsögukerfi birtist á 8” snertiskjánum og þar fer líka fram stjórnun á hljómkerfinu.

35


e-NIRO

NÁÐU LENGRA Kia e-Niro býr yfir eiginleikum sem gera það þægilegra en nokkru sinni fyrr að nota rafbíl. Hann fæst 204 hestöfl með allt að 455 km drægi. Kia e-Niro mætir þörfum þínum hvort sem þær eru innanbæjar eða utan.

36


EINFALDARA AÐ HLAÐA Rafhlöðuna í báðum gerðum e-Niro er hægt að hlaða úr 20% í 80% hleðslu á einungis rétt yfir 40 mínútum með 100 kW hraðhleðslustöð. Kia rafbíllinn þinn er því ávallt til reiðu á skammri stund þegar þú ert á ferðinni í borginni.

37


e-NIRO

ENGIN LOSUN, AUKIN AKSTURSÁNÆGJA Grunnurinn að rafbílavæðingunni er tækni sem einfaldlega virkar vel og býður upp á öll þau þægindi sem menn eiga að venjast. Rafhlaða: e-Niro er með 64kWh rafhlöðu með drægi upp á 455km í blönduðum akstri. Rafhlöðuna er hægt að hlaða úr 20% í 80% hleðslu á 40 mínútum með 100kW hraðhleðslutæki. Rafmótor: Með 64kWh rafhlöðu og 150kW rafmótor (204 hestöfl) hraðar bíllinn sér úr 0-100 km/klst á 7,8 sekúndum. Upptakið er því í takt við skarplegar útlínur hins glæsilega Kia e-Niro. Varmadæla: Snjallbúnaður sem tryggir enn meiri hagkvæmni. Varmadælan sparar orku og eykur þar með akstursdrægið, sérstaklega þegar loftfrískunarkerfið er í gangi í 10°C hita og þar undir. Upphitun á rafhlöðu: Hitakerfi er fylgir rafhlöðunni sem staðsett er undir e-Niro. Það hitar upp gólfið undir rafhlöðunni í köldu veðri sem stuðlar að snurðulausri ræsingu rafmótorsins. Kerfið dregur einnig úr hleðslutapi að næturlagi í köldu veðri. Einfalt er að tímastilla hitakerfið á 8” snertiskjánum áður en lagt er af stað. Tímastilling á hleðslu: Tímasetjið hleðslu á Kia e-Niro með þægilegum 8” snertiskjánum.

38


39


RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR Fjölmargar gerðir Kia Niro bjóða uppá ríkulegt og fjölbreytt úrval staðalbúnaðar sem eykur þægindi og hagræði.

Fjarstýring í stýri Hafðu augun á veginum. Stilltu hljómtækin, virkjaðu raddstýrikerfið, svaraðu og ljúktu símtölum, stilltu hraðann og opnaðu valmyndir með fjarstýringunni í stýrinu.

AUX og USB tengi Tengdu tónspilara og farsíma í gegnum USB eða AUX og spilaðu tónlistina þína með þægilegum hætti.

Miðhátalari Framhátalarar Hátalarar í framhurðum Hátalarar í afturhurðum Bassabox Magnari JBL hljómkerfi* Njótið skýrari og dýpri hljóma sem fylla innanrými Niro. Þetta hátæknivædda hljómkerfi býður upp á tónlistarflutning eins og hann gerist bestur. Hljómkerfið er með magnara, JBL® hátölurum og hinni nýstárlegu Clari-FiTM tónendurheimtutækni sem eykur hljómgæði samþjappaðra tónlistarskráa og skilar háskerpuhljóm.

40

Bluetooth Þráðlaus samskipti og efnisveita með pöruðum Bluetooth® tækjum lágmarka truflun í akstri.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum


5" TFT LCD snertiskjár í lit fyrir hljómkerfi Skýr, 5” TFT LCD snertiskjár í lit er einfaldur í notkun. Hann býður upp á gagnlegar aðgerðir eins og stýringu á stafræna útvarpinu (DAB) og er um leið skjár fyrir bakkmyndavélina.

Tveggja svæða sjálfvirkt loftfrískunarkerfi (D-FATC) D-FATC opnar og lokar með sjálfvirkum hætti fyrir loftkælingu og hita, viðheldur völdu hitastigi í aðskildum rýmum ökumanns og farþega í framsæti.

Loftrist að aftan Farþegar í aftursætum geta yljað sér á höndum við loftristina á aftanverðum miðjustokkum.

USB hleðsla / AC spennubreytir (220 V) (PHEV) Hleðsla á USB tækjum og aðgengi að AC spennubreyti sem gerir kleift að hlaða fartölvur og önnur svipuð heimilistæki.

Sjálfvirkur móðueyðir* Skynjarar greina þegar vatn þéttist á innanverðri framrúðunni og virkja sjálfkrafa miðstöðina til að hámarka vegsýn úr bílnum og auka öryggi.

Sjálfvirk ljósastýring Þegar ljósastilkurinn er hafður á Auto kviknar sjálfkrafa á fram- og afturljósum þegar dimmir og á myrkum stöðum.

Álpedalar* Álpedalar með keppnisyfirbragði gera aksturinn enn meira spennandi. Þeir eru með gúmmíflipum sem gera þá stamari.

Dyraplötur Með dyraplötunum upplifir þú sportlegan

Bakkmyndavél í rúðuþurrkunni Bakkmyndavélin er innfelld í rúðuþurrkubúnaðinn að aftan sem skilar stílhreinna útliti og ver myndavélina fyrir óhreinindum.

Eftirlitskerfi með loftþrýstingi í dekkjum (TPMS)

Sóllúga* Með því að þrýsta á einn rofa opnast eða lokast rafdrifna sóllúgan og hleypir inn sólinni og fersku lofti.

TPMS fylgist með loftþrýstingi í hjólbörðunum. Búnaðurinn lætur vita hvaða dekk er með of lítinn loftþrýsting með loftþrýstingsgildum á skjánum.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

glæsileika í hvert sinn sem þú sest inn í eða yfirgefur Niro. Um leið verja þær lakkáferðina.

Uggaloftnet Stílhreint og straumlínulagað uggaloftnet tryggir hámarks móttökuskilyrði fyrir AM/FM útvarp, DAB (Digital Audio Broadcast) og leiðsögukerfi.

41


1

42

2


ÓBYGGÐIRNAR KALLA Fylgihlutir Kia sem koma að góðu gagni í öllum ferðalögum.

4. Heilsársmottur með gráu ívafi Hvert sem verkefnið að baki var þá þarf ekki að hafa áhyggjur af blautum skóm, leðju eða sandi þegar sest er aftur inn í bílinn. Þessar slitsterku mottur eru sérsniðnar, eru með merki bílsins í gráum lit og krækjur sem halda þeim í öruggum skorðum.

1. Allra veðra skottmotta Ævintýrin gera ekki boð á undan sér og ekki þarf að hafa áhyggjur af blautum skóm með aur eða sandi þegar sest er inn í bílinn. Þessar sterku mottur eru auðveldar í þrifum og verja farþegarýmið. Fyllilega aðlagaðar innanrýminu, einkennismerki bílsins í gráu og með festipunktum sem heldur þeim í föstum skorðum. 2. Tau skottmotta úr velúr Haltu farþegarýminu lýtalausu sem lengst. Hágæða velúrmottur með tvöföldum saumum. Þær verja farþegarými Niro fyrir óhreinindum sem berast inn í bílinn og setja um leið allegan svip á innanrýmið. Þau eru sérsniðin og falla fullkomlega að gólfinu. Motturnar að framan eru með einkennismerki Niro. Festipunktar og stamt yfirborð á bakhlið halda þeim í föstum skorðum. 3. Þverbogar úr áli og FreeRide hjólagrind Þessir sterku þverbogar úr áli smellpassa. Þeir eru léttir og auðveldir í uppsetningu og gera þér kleift að flytja allt sem þú þarft á að halda í næsta ævintýrið þitt. Njóttu spennandi augnablika í ferðalaginu út í ystu æsar. Með FreeRide hjólagrindinni er leikur einn að koma hjólinu á bílinn og taka það af.

5. Hleðslu kapall Að hlaða e-Niro gæti ekki verið einfaldara og fljótlegra. Með Mode 3 hleðslu kaplinum fyrir hleðslu heima eða á fjölmörgum almenningshleðslustöðvum á Íslandi sem eru með Type 2 tengi. Einnig með plug-in Hybrid. 6. Taumottur Taumottur undirstrika hágæðatilfinninguna í innanrými Niro. Velúr motturnar eru perlugráar með ísaumi og eru sérsniðnar og passa fullkomlega á gólfið í Niro. Motturnar eru áberandi þykkar og eru skreyttar með smekklegu svörtu og silfurlitu málmsteyptu Kia merki á mottum að framan. Þeim er haldið í föstum skorðum með festipunktum og stömu yfirborði á bakhlið. 7. Dráttarbeisli með losanlegri kúlu Þessi sterka dráttarkúla úr ryðfríu stáli kemur að góðum notum þegar þú þarft að draga vagn, hjólhýsi eða annað. Þriggja bolta festinguna er hægt að losa á einfaldan og öruggan hátt. Fáðu ráðgjöf hjá sölumanni varðandi dráttargetu.

3

4

5

6

7 43


FÁGAÐAR ÚTFÆRSLUR Á INNANRÝMI Innanrými Kia Niro býr yfir glæsileika. Tvinnbíllinn og tengiltvinnbíllinn eru í boði með sætum með tauáklæði eða leðuráklæði í eftirlætislit þínum. Hurðarspjaldið er fáanlegt með hágljáandi hvítri eða svartri áferð á EX útfærslum með Smoky Grey innanrými, hágljáandi svartri áferð á EX útfærslum með Saturn Black innanrými og dökksilfraðri áferð í LX útfærslu. Kia e-Niro er í boði með sjö mismunandi útfærslum á innanrými og val er um m.a. leðuráklæði og blá áhersluatriði í innréttingu.

Saturn Black einlit innrétting

Saturn Black leðuráklæði Fáanlegt í e-Niro, HEV og PHEV

Saturn Black tauáklæði Fáanlegt í HEV og PHEV

Saturn Black tauáklæði og leðuráklæði Fáanlegt í HEV og PHEV

Litapakki; tauáklæði og leðurlíki Aðeins fáanlegt í e-Niro

Litapakki; leður Aðeins fáanlegt í e-Niro

Saturn Black litapakki

Litapakki; Leðurlíki Aðeins fáanlegt í e-Niro

44

Saturn Black leðurlíki Aðeins fáanlegt í e-Niro

Saturn Black tauáklæði og leðurlíki Aðeins fáanlegt í e-Niro


Umhverfismildar innréttingar Niro spilar í takt við náttúruna og það á líka við um innréttingarnar. Efri hluti mælaborðsins er úr Bio TPO (Thermo Plastic Olefin) efnablöndu sem er styrkt með náttúrulegum trefjum úr sykurreyr.

Smoky Grey einlit innrétting

Smoky Grey leðuráklæði Fáanlegt í HEV og e-Niro

Smoky Grey tauáklæði

Smoky Grey tauáklæði og leðuráklæði

Aðeins fáanlegt í HEV

Aðeins fáanlegt í HEV

Smoky Grey leðurlíki Aðeins fáanlegt í e-Niro

Smoky Grey tauáklæði Aðeins fáanlegt í e-Niro

Dove Grey einlit innrétting

Dove Grey leðuráklæði

Dove Grey tauáklæði

Dove Grey tauáklæði og leðuráklæði

Aðeins fáanlegt í PHEV

Aðeins fáanlegt í PHEV

Aðeins fáanlegt í PHEV 45


LITIR OG STAÐREYNDIR Litir á yfirbyggingu

Clear White (UD)

Snow White Pearl (SWP)

Silky Silver (4SS)

Steel Grey (KLG)

Platinum Graphite (ABT)

Aurora Black Pearl (ABP)

Rich Espresso (DN9)

Gravity Blue (B4U)

Deep Cerulean Blue (C3U) aðeins HEV

Runway Red (CR5)

Aluminum Silver (C3S) aðeins e-Niro

Moss Grey (M5G) aðeins e-Niro

Pluto Brown (G4N) aðeins e-Niro

með þakbogum

með þakbogum

Stærðir (mm)

Dekk DekkDekk

Dekk DekkDekk

Tölulegar stærðir

Innanrými Framan

Aftan

Heildar lengd (mm)

4.355/4.375*

Heildar breidd (mm)

Höfuðrými (mm)

1.018

993/957*

Heildar hæð (mm)

1.545/1.560*

Hjólhaf (mm)

Fótarými (mm)

1.059

950/914*

Slútun framan (mm)

Axlarými (mm)

1.423

Vegfrí hæð (mm)

1.402/1.400* 160/155*

Sporvídd framan (mm) Eldsneytistankur (lítrar) Farangursrými (VDA)

* e-Niro

46

870/885* 1.550/1.576*

Slútun aftan (mm) Sporvídd aftan (mm)

1.805 2.700 785/790* 1.569/1.585*

45/43 436–1.434 / 324–1.322 / 451–1.405*


Vélar Gírskipting

Felgur

1.6-lítra GDi HEV

1.6-lítra GDi PHEV

Rafmagns

6 gíra DCT

6 gíra DCT

1 þrepa sjálfskipting

Hybrid (Bensín)

Plug-in Hybrid (Bensín)

16 ventla (4 strokka)

16 ventla (4 strokka)

Drif Eldsneytisgerð Vélargerð Rúmtak (cc) Hámarksafl (aðeins vél) (hö/sn.mín) (kW/sn.mín) Hámarkstog (aðeins vél) (kg.m/sn.mín) (lb-ft /sn.mín) (Nm/sn.mín) Hámarkshraði (km/klst.)

Framhjóladrif

1.580

1.580

105/5.700 77,2/5.700

105/5.700 77,2/5.700

15,0/4.000 108,5/4.000 147/4.000

15,0/4.000 108,5/4.000 147/4.000

162

Samanlögð afköst tvinnaflrásar

16" Álfelgur

Hámarksafl (hö)/(sn.mín) Hámarkstog (Nm/sn.mín)

172

141/5.700

141/5.700

N/A

265/1sti gír (1.000~2.400) 265/1sti gír (1.000~2.400) Sísegulmótor

Max. power (PS)

10,9

10,9

Max. torque (Nm)

35,3

35,3

Rafmagnsmótor

N/A

Sísegulmótor

Hámarksafl (hö)

43,5

60,5

204

Hámarkstog (Nm)

170

170

395

Rafhlaða

Li-ion polymer

Spenna (V)

240

360

356

Stærð rafhlöðu (Ah)

6,5

24,7

180

1,56

8.9

64

42

59

170

Þyngd rafhlöðu (kg)

38,6

117

457

Hámarkshraði

120

120

167

77–87

0

CO2 samanlagt (þjóðvegaakstur) (gr./km)

93–106

98

CO2 samanlagt (blandaður akstur) (gr./km)

86–100

29

Eldsneytiseyðsla (borgarakstur) (l/100 km)

3,4–3,9

0,0

Eldsneytiseyðsla (þjóðvegaakstur) (l/100 km)

4,0–4,6

4,2

Eldsneytiseyðsla (blandaður akstur) (l/100 km)

3,7–4,3

1,3

Orka (kWh) Hámarksafl (kW)

CO2 samanlagt (borgarakstur) (gr./km)

Drægni rafhleðslu (km)

N/A

N/A

58

455

-

10,5

15,9

Eigin þyngd (kg) (hám.)

1.510

1.576

1.791

Heildar þyngd (kg)

1.930

2.000

Hám. dráttargeta (kg) með hemlum

1.300

1.300

-

-

600

600

-

-

Orkunotkun (kWh/100 km)

18" Álfelgur aðeins fáanlegar fyrir HEV

N/A

TMED

HSG

17" Álfelgur fáanlegar fyrir e-Niro

Rafmagn

Hám. dráttargeta (kg) án hemla

2.230

47


48


ÞRJÁR LEIÐIR AÐ GRÆNNI FRAMTÍÐ Kia Niro línan er svar okkar við þínum þörfum og óskum. Markmiðið er einungis eitt; að aksturinn verði sparneytnari og ánægjulegri. Jafnt tvinnbíllinn, tengiltvinnbíllinn og rafbílinn bjóða upp á það besta í þægindum, tækni og hönnun. Aksturinn verður einfaldlega umhverfisvænni, átakalausari og ánægjulegri. Hvaða leið velur þú?

49


ÖLL SÚ HUGARRÓ SEM HUGSAST GETUR 7 ára ábyrgð á ökutæki Allar gerðir Kia eru með 7 ára /150.000 km ábyrgð (ótakmörkuð í allt að 3 ár; miðað við 150.000 km akstur frá og með fjórða ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er yfirfæranleg á seinni eigendur bílsins að því gefnu að reglulegu viðhaldi hafi verið sinnt í samræmi við viðhaldsáætlun. 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Hágæða lakk á yfirbyggingu tryggir langvarandi vernd og gljáa á nýja Kia bílnum þínum. Honum fylgir einnig yfirburða ryðvörn og 12 ára ábyrgð gegn gegnumtæringu.

7 ára ábyrgð Kia 7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd

50

Vertu í tengslum við Kia Heimsæktu www.kia.com og fáðu allar nýjustu fréttirnar. Kynntu þér betur Kia og spennandi framleiðslulínu okkar. Sjáðu nýjustu áfangana í þróunarstarfi okkar á sviði umhverfisvænnar orku, eins og jarðgasi, tvinnbílatækni og efnarafalatækni. Kynntu þér hvað miðstöð okkar á sviði umhverfisrannsókna er að fást við. Við erum einnig þátttakendur í stórum íþróttaviðburðum. Kia er opinber bakhjarl UEFA og FIFA í knattspyrnu. Við erum stuðningsaðilar Opna ástralska tennismótsins og tennisstjörnunnar Rafael Nadal. Fjármögnun Umboðsaðili Kia getur aðstoðað þig við að setja upp fjármögnunaráætlun sem hentar þínum aðstæðum. Leitaðu nánari upplýsinga.


51


7 ára ábyrgð Kia 7 ára /150.000 km ábyrgð á nýjum bíl. Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11-13 110 Reykjavík Sími 590 2100 Netfang askja@askja.is www.kia.com

Allar upplýsingar, myndlýsingar og tölur eru réttar þegar bæklingurinn er prentaður en eru háðar breytingum án fyrirvara. Gerðir og búnaður sem sýndur er í bæklingnum geta verið aðrar en gerðir sem boðnar eru á þínu markaðssvæði. Vegna takmarkana á prentgæðum geta litir á yfirbyggingum í bæklingnum verið frábrugðnir því sem þeir eru í raun. Leitaðu nýrri upplýsinga hjá næsta söluaðila Kia.

www.kia.com

Profile for Bílaumboðið Askja

Kia Niro  

Bæklingur

Kia Niro  

Bæklingur

Profile for askja