Issuu on Google+

5 dyra og Sportswagon


2


Lífið snýst að miklu leyti um val og valkosti sem henta þér best. Nýr cee'd fæst í spennandi útfærslum og málið gæti ekki verið einfaldara.

Nýr Kia cee'd 5 dyra og Sportswagon:

Lifðu lífinu >>>

Er glæsileiki og notagildi forgangsatriði hjá þér? Þá er í boði aflmikill 5 dyra hlaðbakur. Er mikið innanrými og fjölhæfni forgangsatriði hjá þér? Nýr Sportswagon uppfyllir þær kröfur. Glæsilegt útlit, hágæða framleiðsla og nýjasta tækni, allt til að uppfylla lífsstíl þeirra sem fara ótroðnar slóðir. Þú finnur það í nýjum cee'd.

3


>

5 dyra hönnun

Eftirtektarverður - að utan sem innan Kia cee'd er þannig hannaður að hann höfðar til allra skynfæra þinna Njóttu sjónrænnar ánægjunnar í rennilegri hliðarlínunni, sterklegri gluggalínunni og kraftalegri vélarhlífinni. Virtu fyrir þér sportlega stöðu bílsins og langt hjólhafið. Hönnun Kia cee'd er eins og menn eiga að venjast í sportlegum hlaðbaki. Kia cee'd hlaðbakurinn er ökutæki sem erfitt er að líta framhjá. Kia cee'd er glæsilegur valkostur - afurð sigurliðs aðalhönnuðar Kia, Þjóðverjans Peters Schreyer.

Evrópskt aðdráttarafl: Kia cee'd er hannaður í Þýskalandi og framleiddur í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Slóvakíu

European appeal: designed in Germany, manufactured at our state-of-the-art factory in Slovakia

4


5


6


Hugsað fram í tímann: Krafa verkfræðinganna var aukið loftflæði og hönnuðirnir uppfylltu þá kröfu með glæsilega hönnuðum bíl

>

Hönnun Sportswagon

Hönnun sem gleður augað „Alúð lögð í smáatriðin" er ekki innihaldslaus staðhæfing Afstaða okkar hvað þetta varðar birtist ljóslifandi í þeirri hönnun og framleiðslugæðum sem við stöndum fyrir - vegna þess að í okkar huga helst þetta í hendur. Það nægir að líta á aflíðandi þaklínu Sportswagon með glæsilegum þakbogum, grillið, einkennismerki Kia, eða nýju og fagurlega formuðu fram- og afturljósin. Afturhlerinn er hafður nær þakinu til að hámarka loftflæði, gera opnunina meiri og auðvelda þannig hleðslu bílsins. Við gerðum vindskeiðina að aftan einnig stærri og kynnum nýtt útlit á afturljósum. Loftmótstaða bílsins er umtalsvert minni, eins og mörg hundruð prófanir í vindgöngum bera glöggt vitni um. Þetta gerir báðar gerðir cee'd sparneytnari en nokkru sinni áður.

7


Gæði

>

Spennan sem gefur lífinu lit Lífið býður upp á margar spennandi og óvæntar uppákomur. Það er því skynsamlegt að velja bíl sem hægt er að treysta fullkomlega. Við erum stolt af því að geta veitt þér fullkomna hugarró - 7 ára ábyrgð með Kia cee'd, þá lengstu sem bílaframleiðandi býður. Ástæðan fyrir því að við getum ábyrgst bílinn í svo langan tíma er sú að cee'd er framleiddur samkvæmt hæstu gæðakröfum í hátæknivæddri verksmiðju okkar í Slóvakíu. Hann hefur verið margprófaður með tilliti til áreiðanleika og endingar. Það eru því flestar líkur á því að það reyni aldrei á þessa yfirgripsmiklu ábyrgð. Ábyrgðin er meira að segja millifæranleg til næstu eigenda bílsins á meðan hún er í gildi. Það stuðlar að hærra endursöluvirði bílsins ef þú á annað borð selur hann. Kia cee'd er þess vegna í okkar huga í senn áreiðanlegur og spennandi bíll. 7 ára ábyrgð KIA: 7 ára/150,000 km ábyrgð á nýjum Kia bílum

8


Gæði eiga einmitt að vekja þessa tilfinningu: Vertu reiðubúin(n) að njóta dagsins til fulls

9


10


Uppröðun fyrir ökumann

>

Allt til staðar til að njóta dagsins Nýr Kia cee'd býr yfir sérgáfu og hún er sú að láta þér líða vel. Það gerir hann til að mynda með mildri umhverfislýsingu í miðstokknum. Hún slær tóninn að fáguðu andrúmslofti hvarvetna í farþegarýminu. Innanrýmið einkennist af vali á hágæða efnum. Fletir mælaborðsins eru mjúkir viðkomu. Einstök smáatriði eins og sporðlaga hurðarhúnarnir og sportlegir mælar með þremur skífum gefa innanrýminu sportlegt yfirbragð. Til að gera allt auðveldara í notkun gengur öll hönnunin út frá þörfum ökumannsins. Ökumælaklasinn er skynsamlega formaður. Hann er hægt að fá með hraðamæli með LCD háskerpuskjá sem gerir hann einkar þægilegan aflestrar. Þægileg uppröðunin í innanrýminu nær einnig til stillanlegrar armhvílu og miðjustokks sem snýr að ökumanninum. Þú munt sjá að 5 dyra cee'd og cee'd Sportswagon tvinna saman formhönnun og notagildi á einstakan hátt.

11


Aksturstækni

>

Eitt og annað sem auðveldar aksturinn Kia cee'd 5 dyra og Sportswagon eru hlaðnir hátæknibúnaði sem gerir aksturinn auðveldari: Dæmi um þetta er mælaklasi með TFT-litaskjá fyrir aksturstölvuna (valbúnaður). Ekki síður splunkuný og þægileg, rafeindastýrð handbremsa. Handbremsan er sett á með því að þrýsta á einn hnapp í stað þess að draga upp handbremsustöng eins og áður þurfti að gera.

1. Rafeindastýrð handbremsa:

Það er til þægindaauka að þrýsta einungis

á einn rofa í stað þess að draga upp hand-

bremsustöng (valbúnaður)

2. Smart Parking Assist kerfi:

Annað dæmi um frábæra tækni er Smart Parking kerfið (valbúnaður). Það sér um að leggja bílnum í stæði fyrir þig, jafnvel í stæði sem er einungis 100 sm lengra en sjálfur bíllinn. Kerfið greinir rými bílastæða sem eru samsíða veginum. Síðan stýrir það bílnum og metur fjarlægð að bíl fyrir framan og aftan. Það eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að stíga á eldsneytisgjöfina og velja réttan gír.

Aldrei hefur verið einfaldara að leggja bílnum: Kerfið styðst við 10 bílastæðaskynjara (6 að framan og 4 að aftan). Einnig er hægt að nýta sér skynjarana og leggja bílnum handvirkt (valbúnaður) 3. Aksturstölva: Allar upplýsingar innan seilingar: Tölvan birtir aragrúa upplýsinga, þar á meðal um akstursdrægi miðað við eldsneytisstöðu, tímalengd í akstri, eldsneytisnotkun og aksturshraða. Hún greinir einnig loftþrýsting í hjólbörðum (valbúnaður), sýnir upplýsingar frá Akreinavaranum (valbúnaður) og einnig myndir frá bílastæðanemum að aftan , eins og myndin sýnir 4. Aksturstölva/stýrishamur: Comfort, Normal eða Sport: Þegar Flex Steer er valið birtist á skjánum hvaða stýrisshamur hefur verið valinn

1

5. Aksturstölva/gírskiptivísir: Aksturstölvan ráðleggur ökumanni hvaða gír er hagkvæmast að velja hverju sinni til að spara eldsneyti

og draga úr útblæstri

3

6. Aksturstölva/leturstærð: Hægt er að breyta leturstærðinni á upplýsingaskjánum svo auðveldara sé að lesa

2

12

af honum

3


4

5

6

13


1

14

2

33

4


Tengingar

>

Afþreyingarkerfi, leiðsögukerfi, svarkerfi: Afbragðsbíll í stuttu máli Nýr Kia cee'd kemur þér á áfangastað með bros á vör Kia cee'd er búinn snjalltækni af margvíslegum toga sem menn eiga ekki að venjast í þessu flokki bíla. Dæmi um þetta eru hljómtæki með geislaspilara og MP3-spilara ásamt 6 hátölurum. Hljómtækin eru með AUX/USB tengingum fyrir iPod eða aðrar gerðir MP3-spilara. Hljómkerfi með 4,3 tommu TFT, LCD-skjá er fáanlegt sem valbúnaður. Þá er í boði nýjasta gerð leiðsögukerfis með 7 tommu snertiskjá sem kemur þér á einfaldan hátt á áfangastað. Kerfið er með talgreind fyrir allt að 10 tungumál ásamt aðgerð sem þylur upp götuheiti meðan á akstri stendur. Á skjánum er einnig bakkmyndavél sem auðveldar þér að leggja bílnum (valbúnaður).

Bakkmyndavél: Valbúnaður er 4.3” TFT LCD skjár fyrir hljómtækin sem birtir myndir frá bakkmyndavélinni sem auðveldar þér að leggja bílnum

Fjölaðgerðastýrið gerir þér kleift að fást við marga hluti í einu, ef þú ert gefinn fyrir það. Án þess að taka augun af veginum framundan er hægt að stilla hljómstyrk hljómtækjanna, hringja með Bluetooth-tengingunni og setja hraðastillinn á. 1. Leiðsögukerfi með gervihnattatengingu: Háþróað leiðsögukerfi með 7 tommu snertiskjá

upplýsir þig meira að segja um áhugaverða staði (valbúnaður)

2. Fjarstýring fyrir hljómtæki:

Einbeittu þér að akstrinum. Stilltu hljómstyrkinn án

þess að taka hendur af stýri

3. Aux/iPod/USB:

Tengdu það tæki sem þér hentar best til þess að

hlusta á tónlistina þína

4. Bluetooth tenging:

Hringt og tekið á móti símtölum á handfrjálsan hátt

– gæti ekki verið einfaldara

15


Þægindi og gæði

>

Þú skynjar gæðin Hönnun stjórnrýmisins fer fram úr villtustu væntingum Með notkun hágæða efna og sérstakri alúð við uppröðun stjórntækja líður þér alltaf vel undir stýri. Ef þú ert fyrir nútíma þægindi þá er nóg af þeim í báðum útfærslum Kia cee'd. Rafstýrt ökumannssætið er með minni sem geymir tvær stillingar (valbúnaður). Stýrið er með aðdrætti og veltu. Stýrið, ökumannsæti og farþegasæti að framan fást með upphitun sem er þægilegt á köldum vetrarmorgnum. Valið stendur á milli þriggja hitastillinga sem henta þínum þörfum. Einnig er cee'd í boði með handvirku eða sjálfvirku, tveggja svæða loftfrískunarkerfi. Bæði loftfrískunarkerfin byggja á nýjustu tækni sem stuðlar að minni eldsneytisnotkun. Loftfrískun: Öll erum við ólík. Þess vegna er val um handvirkt loftfrískunarkerfi eða tveggja svæða, sjálfvirkt loftfrískunarkerfi, sem gerir þér kleift að stilla mismunandi hitastig fyrir ökumannsog farþegarými

16


17


18


Birta og ferskt loft: Ef þú vilt hleypa birtu og fersku lofti inn í bílinn velurðu stóru

>

Þægindi og gæði

Ferskur andblær

sóllúguna sem er í boði sem valbúnaður. Hún lýsir upp innanrými og skapar tilfinningu fyrir enn meira rými með frábæru útsýni

Meira rými - meiri þægindi Snjöll notkun á rýminu skapar mikið fóta- og höfuðrými svo allir farþegarnir ferðast á þægilegan máta. Farangursrýmið í 5 dyra útfærslunni er 380 lítrar. Þegar flytja þarf stærri eða lengri hluti er hægt að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 60/40 eða einfaldlega fella bæði sætin flöt niður og skapa þannig hleðslurými fyrir allt að 1.318 lítra af farangri. Hvarvetna í innanrýminu eru síðan drykkjarhaldarar, geymsluhólf í armhvílu.

í veröldina fyrir ofan þig.

19


Rými og sveigjanleiki í Sportswagon

>

Meira innanrými til ráðstöfunar Aflmikill í útliti að utanverðu, rúmgóður að innan Kia cee’d Sportswagon sameinar þetta tvennt. Snjöll notkun á rýminu skapar mikið fóta- og höfuðrými svo allir farþegarnir ferðast á þægilegan máta. Farangursrýmið er 528 lítrar. Þegar flytja þarf stærri eða lengri hluti er hægt að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 60/40 eða einfaldlega fella bæði sætin flöt niður og skapa þannig hleðslurými fyrir allt að 1.642 lítra af farangri. Auk þess er margvíslegur valbúnaður í boði sem auðveldar þér að koma farangrinum fyrir og ganga frá honum, svo sem handhægir krókar og net. Hvarvetna í innanrýminu eru síðan drykkjarhaldarar, geymsluhólf í armhvílu og stórt hanskahólf.

1. Alls kyns rými:

3. Sniðugt brautakerfi í farangursrými:

Alls staðar í sérsniðnu farþegarýminu er að

Þetta fjölhæfa kerfi er með lóðréttum brautum

finna þægindi; drykkjarhaldara, geymslurými í

og á þær er hægt að festa breytilegar stærðir

armhvílu og stórt hanskahólf

álstanga. Hægt er að stilla þær óháð hver annarri til að þær henti mismunandi þörfum

2. Mikið farangursrými: Sportswagon býr yfir 1.642 lítra farangursrými þegar aftursætin eru niðurfelld. Þetta býður upp á mörg tækifæri. Farangursrýmið er með

hverju sinni. Þær koma einnig með handhægum ólum til að skorða af ávala hluti. Farangurskrókum er hægt að renna eftir brautunum eins og þörf krefur

sléttri hleðslubrún sem einfaldar hleðslu bílsins 4. Geymsla undir gólfi: Sportswagon er með tvö geymsluhólf undir gólfi farangursrýmisins. Að framan er djúpt hólf og fyrir miðju er stærra geymsluhólf sem gera þér kleift að raða misstórum hlutum skipulega upp. Jafnvel svæðin við báðar hjólaskálarnar eru nýtt undir hentug geymsluhólf

20

1


2

3

4

21


Aksturseiginleikar

>

Meiri ánægja í hverri hreyfingu Verkfræðingar okkar hafa unnið hörðum höndum að því að ná fram akstursupplifun sem er í takt við fínstillt fjöðrunarkerfi bílsins. Það er með endurbætttri MacPherson fjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan. Afraksturinn er sá að cee'd skilar frábærum aksturseiginleikum og þægindum í akstri, líka á ójöfnu vegyfirborði. Sérstyrktur undirvagninn og fjöðrunarkerfið eru með hljóðeinangrandi efnum sem lágmarka veghljóð og titring. Fjöðrunarkerfið og undirvagninn vinna síðan með fjölda hátæknivæddra akstursstoðkerfa sem auðvelda stjórn á bílnum og gera ferðina aðeins ánægjulegri.

1. FLEX STEER Með Flex Steer getur ökumaður lagað stýriseiginleikana að sínum akstursmáta. Kerfið býður upp á Comfort stillingu, með léttari stýringu þegar lagt er í stæði og ekið er í borgarþrengslum, Normal stillingu, og Sport stillingu sem hentar í langkeyrslu (valbúnaður) 2. Frábærir aksturseiginleikar og þægindi Háþróuð MacPherson fjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan sjá til þess 3. ESC (Rafeindastýrð stöðugleikastýring)

VSM (Stöðugleikastýrikerfi) VSM vinnur með véldrifna aflstýrinu og sér til þess að bíllinn er stöðugur þegar honum er hemlað um leið og honum er beygt, sérstaklega á blautum, hálum og grófum vegum. EBD (Rafeindastýrð hemlunarátaksdreifing) + BAS (Hemlunarstoðkerfi) EBD viðheldur jöfnu hemlunarátaki þegar hleðsla og þyngdardreifing bílsins breytist, með því að aðlaga hemlunarátakið milli fram- og afturhjólanna. BAS greinir hvort um neyðarhemlun er að ræða eftir þeim hraða sem stigið er á hemilinn. Kerfið virkjar á augabragði hámarks hemlunarátak sem styttir hemlunarvegalengdina. HAC (Brekkuviðhald) HAC kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað upp bratta. Kerfið viðheldur hemlunarátaki í tvær sekúndur eftir að stigið er af hemlinum.

22

ESC beinir réttu hemlunarátaki til allra hjóla ef nauðsynlegt er að snögghemla. Kerfið dregur

einnig úr vélarafli og hjálpar ökumanni að

ná stjórn á bílnum


1

2

3

23


1

24

2


Aflrásir og gírskiptingar

>

Allt sem þarf til fágaðs aksturs aflrásir í KIA cee'd: Í boði eru tvær hátæknivæddar dísilvélar sem skila þeirri vinnslu sem sóst er eftir: Við höfum einnig náð fram enn meiri sparneytni með nýstárlegum aðgerðum sem miðuðu að því að draga úr þyngd bílsins. 2 dísilvélar Nýjustu dísilvélarnar okkar búa yfir kostum eins og auknu snúningsvægi, minni þyngd og minni eldsneytiseyðslu. 1.4 lítra WGT (90 HÖ.) Eldsneytisnotkunin er einungis 4,1 lítrar á hverja 100 km. Vélin skilar 220 Nm togi við 1.500 til 2.750 sn./mín. 1.6 lítra VGT (128 HÖ.) Þessi dísilvél er fyrirmynd annarra hvað varðar minnkun á CO2-losun. Vélin losar einungis 97 gr/km af koltvísýringi og er í fararbroddi hefðbundinna brunahreyfla í stærðarflokknum hvað þetta varðar. Vélin eyðir einungis 3,7 lítrum á hverja 100 km með Ecodynamics pakkanum. Hún skilar 260 Nm við 1.900 - 2.750 sn./mín.

gírskiptingar cee'd: Í boði er fáguð, sex gíra beinskipting og sex þrepa sjálfskipting. Start/Stop kerfi (ISG) Þegar stöðvað er á rauðu umferðarljósi og ökumaður stígur af inngjöfinni, drepur cee'd sjálfkrafa á sér. Um leið og stigið er á inngjöfin aftur endurræsist vélin og ferðinni er haldið áfram. Frábær leið til að spara eldsneyti og afar hentugt kerfi í borgar- eða bæjarakstri (valbúnaður). ECO pakki Tækni sem nær yfir fjölda aðgerða sem miða að því að draga úr eldsneytisnotkun: Skynrænt Start/Stop kerfi, gírskiptivísir sem stuðlar að hagkvæmari akstri og orkusparandi hjólbarðar, sem draga úr eldsneytisnotkun með minna viðnámi við veg. 1. Beinskiptur gírkassi:

Hraðar og mjúkar skiptingar, þökk sé nýjustu gírskiptingartækni Kia.

2. Active Eco skjár: Önnur snjöll lausn sem stuðlar að meiri eldsneytissparnaði í akstri er Active Eco kerfið. Það stýrir loftþjöppubúnaði loftfrískunarkerfisins og rafalinum. Tilgangurinn er sá að spara eldsneyti ávallt þegar hægt er.

25


1

2

Öryggistækni

>

Vernd fyrir þig og farþegana Við göngum enn lengra þegar málið snýst um að veita þér og farþegum þínum vernd Þetta er skýringin á því að cee'd hefur farið í gegnum mörg hundruð klukkustunda prófanir þar sem gengið er úr skugga um að hann sé reiðubúinn að mæta hvaða aðstæðum sem er. En þar með er sagan ekki öll sögð. Bíllinn kemur nefnilega einnig með fjölda nýrra tæknilausna sem draga úr líkum á því að þú lendir yfir höfuð í hættulegum aðstæðum. Hátæknivæddi akreinavarinn okkar kemur í veg fyrir að ökumaður víki af réttri stefnu þegar höfgi sígur á hann eða hann missir einbeitingu í akstri tímabundið. Þetta gerist með þeim hætti að myndavél fylgist með staðsetningu bílsins með tilliti til akreinarinnar. Ef þörf krefur gefur búnaðurinn frá sér hljóðmerki. Kerfið er virkt frá 60 km hraða á klst. Kia cee’d fylgist einnig með hjólbörðunum. Ef loftþrýstingur fellur undir rétt viðmið kviknar á ljósmerki í mælaborðinu. Loftþrýstingsvarinn stuðlar að auknu öryggi og hjálpar ökumanni að ná fram sparneytnari akstri (valbúnaður). 1. HID Xenon aðalljós og framljósakerfi með aðlögun (AFLS):

Kia cee'd er fáanlegur bæði með Xenon aðalljósum og Framljósakerfi með aðlögun

sem eykur útsýni í akstri að næturlagi. Þessi hágæðatækni hjálpar ökumanni að

greina fyrirstöður fyrr en ella. Búnaðurinn lýsir betur upp beygjur, því þegar ekið er inn

í þær laga framljósin, sem eru á snúningsás, sig að stefnu bílsins, þyngd hans og hraða (valbúnaður).

2. Akreinavari (LDWS): Skynsamlegast er að taka hlé á akstri þegar einbeitingin minnkar. En þegar

26

höfgi sígur á hjálpar þetta skynræna stoðkerfi ökumanni að halda réttri

stefnu. Merki í mælaborðinu varar hann við ef hann stýrir bílnum

óafvitandi út úr aksturslínu (valbúnaður).


27


Bodyshell detail image: This is a screen grab image used for positional purposes only. A high resolution version needs to be sourced and placed to the exact same size, scale and position.

28


Yfirbygging: Vegna þess að öryggið skiptir mestu máli. Sérstyrktir fletir yfirbyggingarinnar tengjast á fullkominn hátt styrktarbitum yfirbyggingarinnar sem búa yfir aflögunarhæfni. Meginstoðirnar í yfirbyggingunni hafa verið styrktar enn frekar og B-hurðarpósturinn er gerður úr sérstaklega styrktu hástyrktarstáli

Öryggistækni

>

Vernd sem þú getur stólað á Nýr Kia cee'd kemur þér á áfangastað á öruggan hátt Til að tryggja hámarks stöðugleika og höggdeyfingu er sérstyrkt yfirbyggingin óaðfinnanlega tengd styrktarbitum sem búa yfir aflögunarhæfni. Sex öryggispúðar, tveir að framan, tveir hliðarpúðar og tvær loftpúðagardínur, veita farþegum hámarksvernd. Allar aðgerðir í tengslum við öryggi bílsins hafa verið prófaðar ítarlega og í samræmi við ströngustu reglur um öryggisbúnað sem gilda í Evrópu.

Útfærsla á öryggispúðum: Staðsetning öryggispúðanna sex í innanrýminu er skipulega valin með tilliti til þess að verja ökumann og farþega fyrir hnjaski þegar á reynir

29


Valbúnaður

>

Smáu hlutirnir sem geta skipt öllu máli Nýr Kia cee'd hefur allt að bjóða þeim sem vilja láta á sér bera, þeim ævintýragjörnu, þeim hagsýnu eða sportlega þenkjandi. 1. Útblástursrör úr krómi:

10. Hanskahólf:

Rúmgott og með kælingu (valbúnaður) fyrir drykkinn

og matinn

Yfirlýsing um góðan smekk

1

2. Þvottakerfi fyrir framljós:

Til að sjá betur og sjást (valbúnaður)

11. Baksýnismyndavél:

Auðveldar þér að leggja cee'd í stæði (valbúnaður)

3. Sporðlaga hurðarhúnn og opnari:

Glæsileg hönnun og mikið notagildi

12. Handvirkt loftfrískunarkerfi:

Stilltu hitastigið eins og þér hentar best (valbúnaður)

4. Upphitað stýri:

Fullkomið á köldum vetrarmorgnum (valbúnaður)

13. Hliðarspegill með stefnuljósi:

Flott útlit og eykur öryggi í akstri

5. Gírskiptiflipar:

Skiptu um gíra án þess að taka hendur af stýri (sjálfsk.)

6. Lofttúður (að framan):

14. Eftirlitskerfi með loftþrýstingi í hjólbörðum:

Ef loftþrýstingur í hjólabarða fellur undir rétt mörk

kviknar á ljósi í mælaborðinu (valbúnaður)

Fullkomin loftfrískun í framrými

7. Lofttúður (að aftan):

Stillanlegar lofttúður fyrir farþega í aftursætum

4

6

8. Á lfótstig:

Nauðsyn fyrir hinn sportlega þenkjandi ökumann

9. Mælaklasi af staðalgerð:

Upplýsingar aðgengilegar á stílhreinan og þægilegan hátt

11

30

12


1

5

2

7

2

3

4

5

8

9

10

Ávallt þess virði að gaumgæfa hlutina. Hágæðafrágangur er í hverjum krók og kima Kia cee'd.

13

14

31


Cassa White (WD)

Machine Silver (9S)

Sirius Silver (AA3)

Matrix Brown (J5N)

Black perlulakk (1K)

Infra Red (AA1)

1470

Dark Gun málmlitur (E5B)

1563/1553/1555/1549 1780

32

900

2650 4310 cee'd 5 dyra að utan (mál í mm)

760

1571/1561/1563/1557


>

Kia cee'd 5 dyra og Sportswagon

Helstu mál LX 1.4 L. DÍSIL BEINSK. 6 g.

Ex 1.6 L. DÍSIL BEINSK. 6 g.

Ex 1.6L DÍSIL SJÁLFSK. 6 g.

4ra strokka

4ra strokka

4ra strokka

16 ventla

16 ventla

16 ventla

1,396

1,582

1,582

90/4,000

128/4,000

128/4,000

220/1,500-2,750

260/1,900-2,750

260/1,900-2,750

5,4/5,5

5,2/5,3

7,2/7,3

3,8/3,9

3,8/3,9

4,5/4,6

4,3/4,4

4,3/4,4

5,5/5,6

109/112

114/117

145/149

1352/1388

1362/1392

1372/1402

1930/1960

1950/1970

1950/1970

1300/1500

1300/1500

1300/1500

80/80

80/80

80/80

Vélar Gerð Slagrými (sm3) Hámarks afl (hö./sn.mín) Hám. tog (kg.m/rpm)

Eldsneytiseyðsla cee'd 5 d/Sportswagon Innanbæjar (l./100 km) Utanbæjar (l./100 km) Bl. akstur (l./100 km) Magn CO2 í útblæstri (gr./100 km) Helstu þyngdir (kg) Eigin þyngd Heildar þyngd Hám. þyngd tengivagns Hámarks hleðsluþyngd á þaki

195/65R 15" stálfelgur

Fjöðrun Að framan Að aftan Gerð dempara Stálfelgur  Álfelgur Hjólbarðar

McPherson Fjölliða Gas 6.0Jx15, 6.5Jx16 6.5Jx16, 7.0Jx17-A/B 195/65R15, 205/55R16, 225/45R17

cee'd 5 dyra - helstu mál 4,310

Axlarými (að framan)

1,420

Vegfrí hæð

Breidd (án spegla)

1,780

Axlarými (aftan)

1,392

Mjaðmarými (framan)

1,360

Hæð

1,470

Hjólahaf

2,650

Mjaðmarými (aftan)

1,295

Höfuðrými (framan)

1,018

Sporvídd (framan)

1,563

Höfuðrými (aftan)

976

Sporvídd (aftan)

1,576

Fótarými (framan)

1,067

Slútun (framan)

900

Slútun (aftan)

760

Fótarými (aftan)

205/55R 16" álfelgur

225/45R 17" álfelgur

(mm)

Lengd

894

140

Stærð farangursrýmis 1,318L (aftursæti niðurfelld)

Rými eldsn. geymis (l.)

cee'd Sportswagon - helstu mál

53.0 (mm)

Lengd

4,505

Axlarými (framan)

1,420

Vegfrí hæð

Breidd (án spegla)

1,780

Axlarými (aftan) 

1,392

Mjaðmarými (framan)

1,360

Hæð 

1,485

Hjólahaf 

2,650

Mjaðmarými (aftan)

1,295

Höfuðrými (framan) 

1,024

Sporvídd (framan)

1,563

Farangursrými:  Aftursæti niðurfelld:

528 L 1,642L

Höfuðrými (aftan)

996

Sporvídd (aftan)

1,571

Fótarými (framan)

1,067

Slútun (framan)

900

Slútun (aftan)

955

894

Rými eldsneytisgeymis:  53 L

1485

Fótarými (aftan)

140

1563/1553/1555/1549 1780

900

2650

955

1571/1561/1563/1557

4505 cee'd Sportswagon að utan (mál í mm)

33


Fullkomin hugarró

Nýr Kia cee’d – umtalsvert meira en frábær akstur 7 ára ábyrgð á ökutæki Hver einasti Kia bíll kemur með 7 ára/150.000 km ábyrgð við nýskráningu. Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og millifæranleg til næstu eigenda, að því tilskildu að bílnum hafi verið viðhaldið í samræmi við viðhaldsáætlun. 5 ára ábyrgð á lakki og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu Hágæðalakk tryggir Kia bílnum þínum langtímavörn og skínandi útlit. Bílnum fylgir einnig framúrskarandi ryðvörn og 12 ára ábyrgð gagnvart gegnumtæringu. Stuðningsaðilar Við erum þáttakendur í stærstu íþróttaviðburðum heims. Kia er t.a.m. opinber stuðningsaðili UEFA og FIFA. Við vorum stuðningsaðili Evrópumeistarakeppninnar í knattspyrnu 2012, erum stuðningsaðili Opna ástralska mótsins í tennis og styðjum tennisstjörnuna Rafael Nadal. 7 ára Kia ábyrgð 7 ára/150,000 km ábyrgð á nýjum Kia cee'd.

34


35


www.kia.is

Bílaumboðið Askja ehf. Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100 Fax 590-2199

ASKJA áskilur sér rétt til að breyta upplýsingum um búnað án fyrirvara. Myndir í bæklingi þessum gefa aðeins vísbendingar um liti.

Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist nýja Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hlutum bifreiðarinnar sem lýst er í ábyrgðarskilmálum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni.


Kia cee'd og cee'd Sportswagon