i-MMD Hybrid tækni

Page 1

H Y B R I D

T Æ K N I

Ú T S K Ý R Ð


Honda var fyrsti framleiðandinn til að kynna blendingsbíla í Evrópu 1999 og hefur síðan farið fyrir hybrid byltingunni með milljónir bifreiða í akstri um allan heim. Við höfum boðið fjölbreytta blendingsbíla, þar á meðal NSX-ofurbílinn okkar og með nýja CR-V bílnum kynnum við i-MMD nýjustu hybrid tæknina okkar ásamt 5 ára ábyrgð á aflrás sem eykur á öryggið.


HUGSANDI TÆKNI Fjölþátta snjallaksturstæknin veitir snarpan, lipran og skilvirkan akstur þar sem boðið er upp á besta aflið með því að skipta sjálfvirkt og snurðulaust milli þriggja drifhama: Rafdrif, hybrid drif og vélardrif Hybrid afköst Honda eru vegna snjallrar blöndu af kraftmikilli og skilvirkri 2.0 i-VTEC bensínvél, ásamt tveimur rafmótorum og lithíumrafhlöðu. Kosturinn við i-MMD er að ásamt því að nota bensínvélina til að skapa rafmagn, nýtir tæknin orku sem annars færi til spillis til að endurhlaða rafhlöðuna sem þýðir að aldrei þarf að stinga CR-V bílnum í samband.

Í hybrid bíl færðu aksturseiginleika sem þú getur notið daglega.


KOSTIR i-MMD

Mikill eldsneytissparnaður Lítil losun Óþarfi að stinga í samband Tafarlaust aflviðbragð Hljóðlaus rafakstur Fyrirhafnarlaus akstur við allar aðstæður


Hvernig veit ég í hvaða akstursham CR-V er? i-MMD kerfið velur sjálfkrafa besta haminn fyrir akstursaðstæður. Upplýsingaskjárinn sýnir þér hvað er að gerast og á honum er hleðslumælir rafhlöðu og eldsneytismælir.

Hvað gerir Sport-hnappurinn? Ef ýtt er á Sport-hnappinn færðu snarpara viðbragð frá hybrid kerfinu.


Hvað gerist þegar ég þarf að fara snögglega fram úr? Í hefðbundnum vélum er yfirleitt mjög stutt bil milli þess að ýtt er á bensíngjöfina og bíllinn bregst við. Kosturinn við i-MMD-tæknina er að rafmótorinn gefur mjúka og tafarlausa hröðun. Engin töf.

Af hverju ætti ég að velja i-MMD hybrid? Sífellt strangari umhverfisverndarreglur tákna að hybrid er skynsamlegur kostur því þeir skila refsilausum, hagkvæmum og litlum losunum út í umhverfið.


Hvernig ræsi ég CR-V? Ýttu á ræsihnappinn og veldu „D“ á gírvalsstönginni í stjórnborðinu og farðu af stað! Bíllinn byrjar yfirleitt í rafdrifi og bensínvélin kemur síðan inn eftir þörfum.

Þarf að stinga bílnum í samband? Nei, i-MMD þarf ekki miðlæga rafhleðslu. Rafhlaðan er hlaðin með umframorku frá bensínvélinni og með nýtingu á orku sem annars færi til spillis, þegar hemlað er.

Get ég valið hvenær á að nota rafdrif? Já, ýttu bara á EV hnappinn í stjórnborðinu og ef aðstæður leyfa, geturðu valið rafdrifið handvirkt. Ef rafhlöðuhleðslan verður lág, eða aukin þörf verður fyrir orku, skiptir kerfið sjálfkrafa í hybrid ham.


RAFDRIF Rafdrifið fær eingöngu afl frá lithium-rafhlöðunni gegnum drifmótor sem skilar hljóðlausum akstri með lágri losun. Þetta drif er notað þegar tekið er af stað eða ekið rólega.

RAFHLAÐA

DRIFMÓTOR

RAFDRIF: Notað þegar tekið er af stað og þegar ekið er rólega.


HYBRID DRIF Í hybrid drifi vinna bensínvélin og rafmótorarnir saman, t.d. þegar hraðinn er aukinn eða ekið upp brekku. Bensínvélin knýr rafhleðslumótorinn sem á móti flytur orku til rafdrifsmótorsins og öll umframorka fer í að endurhlaða rafhlöðurnar. HLEÐSLUMÓTIR

VÉL RAFHLAÐA

DRIFMÓTOR

Hybrid drif: Notað á hóflegum hraða og við hraðaaukningu.


VÉLARDRIF Vélardrif, eins og nafnið bendir til, fær aflið eingöngu beint frá vélinni og er notað þegar halda þarf miklum hraða.

VÉL

TEIKNINGIN SÝNIR FJÓRHJÓLADRIFS ÚTFÆRSLU

Vélardrif: Notað til að halda miklum hraða.


ENDURNÝTANDI HEMLUM Endurnýtandi hemlun breytir orku sem annars færi til spillis í rafmagn og varðveitir hana í rafhlöðunni. Í stað þess að rafmótorinn neyti orku þegar hann knýr hjólin, skapar hann nýtt rafmagn.

RAFHLAÐA

DRIFMÓTOR


ÞETTA ER BARA BYRJUNIN Okkar skuldbinding er “blár himinn fyrir bornin okkar”. Við höldum áfram að framleiða bifreiðar sem losa lítið eða ekkert og stefnum á að þær verði 2/3 af sölu okkar í Evrópu árið 2025. i-MMD er fyrsta skrefið og brátt bætist nýr rafhlöðubíll í hópinn. Hann er hannaður fyrir Evrópu, fullur af nýjungum og markar upphaf næsta kafla í akstursbyltingu Honda.ASKJA • Krókhálsi 11 • 110 Reykjavík • 590 2100 • askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi.

Bíllinn í bæklingnum er CR-V 2.0 i-MMD Hybrid Executive í Platinum White Pearl lit. Í bæklingnum er yfirlit yfir i-MMD tæknina en ekki ber að líta á það sem óskeikulan leiðarvísi þar sem i-MMD kerfið ákveður alltaf akstursham miðað við ríkjandi aðstæður. Nánari upplýsingar er að finna í handbók bifreiðarinnar eða hjá næsta umboðsaðila. Honda nýtir pappír með ábyrgum hætti frá framleiðendum innan ESB. Fleygið ekki bæklingnum í sorpið, gefið hann vini eða setjið í endurvinnslu.