Page 1

SKÚLAGATA 64-80 - endurbótaverkefni 2007-2010


Skúlagata 62-80

Kynning á endurbótaverkefni Félagsbústaða hf. Framkvæmdir hófust árið 2007 og lauk árið 2010. Ljósmyndir í heftinu eru teknar af ýmsum aðstandendum verksins nema annað sé tekið fram. Trésmiðir: Skjólverk ehf. Múrverk: GM Einarsson Málning: Málningarþjónusta Þorkels Olgeirssonar Dúklagnir: Dúkarinn Óli Már ehf Pípulagnir: SÓS lagnir ehf. Raflagnir: Rafsvið sf. Þórlindur Hjörleifsson Smíði innréttinga: Trésmiðjan Jari ehf Eftirlitsmyndavélar: Sigurður Harðarson Búslóðaflutningar: Matthías Þorkelsson Frágangur lóðar: Allt fyrir garðinn ehf. Lagnahönnun: ICE-consult Verkefnisstjórnun: Félagsbústaðir hf.


Reykjavík – fyrsta bæjarskipulagið

Árið 1927 var fyrsta heildarskipulag fyrir Reykjavík samþykkt. Skipulagið, sem náði til svæðisins innan Hringbrautar og Snorrabrautar, náði þó aldrei fram að ganga í heild sinni. Þá var í fyrsta sinn byggt í Reykjavík með fyrirfram ákveðna útkomu í huga og á árunum um og eftir seinni heimsstyrjöld var farið að greina á milli atvinnusvæða og íbúðasvæða í skipulagi.

Skúlagötusvæðið-yfirlit

Fjölbýlishús við Skúlagötu í byggingu - horft til vesturs Mynd tekin 1946 (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Í skipulaginu frá 1927 komu glögglega fram hugmyndir manna um hagkvæmni þess að byggja hús í samfelldum röðum. Slík skipulagsgerð er nefnd blokkbygging eða randbyggð og var einkum að finna í Kaupmannahöfn og Berlín. Þetta húsnæði þótti tilvalið fyrir efnalítið fólk. Þessi hús urðu eins konar forveri blokkaríbúða sem síðar litu dagsins ljós. Fjölbýlishúsin við Skúlagötu eru byggð í anda skipulagsins frá 1927 um randbyggð hús. Mikil skortur var á íbúðarhúsnæði í Reykjavík snemma á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ástæður húsnæðiseklunnar mátti rekja til þess að á sama tíma og samdráttur var í húsbyggingum lá straumur aðkomufólks í bæinn. Auk þess að taka í notkun hermannaskála sem íbúðarhúsnæði reisti bærinn bráðabirgðahús úr timbri til að koma til móts við húsnæðisskortinn. Kostnaður þeirra reyndist vera um 60% af verði varanlegra bygginga. Ráðamönnum var ljóst að til að leysa íbúðarvandann hentaði betur að byggja stór fjölbýlishús með vönduðum íbúðum. Húsin við Skúlagötu 64-80 voru hluti af þeirri lausn. Þau voru teiknuð af arkitektunum Einari Sveinssyni og Ágústi Pálssyni. Einar var að sönnu brautryðjandi í hönnun fjölbýlishúsa með nútímasniði, en hann var í embætti húsameistara Reykjavíkur á árunum 1934-1974. Við hönnun íbúðarhúsa Reykjavíkurbæjar við Skúlagötu og víðar fór Einar inn á nýjar brautir í úrlausn húsnæðismála, bæði hvað varðaði innri tilhögun og ytra skipulag bygginga. Samtals voru 72 íbúðir í sambyggingunni við Skúlagötu. Íbúðirnar voru leigðar út og veitti ríkissjóður lán út á framkvæmdina á grundvelli laga um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Bygging húsanna hófst snemma árs 1945 en flutt var í fyrstu íbúðirnar tæpum tveimur árum síðar. Um 40% íbúðanna var úthlutað til fjölskyldna sem áður bjuggu í hermannaskálum. (Heimild: Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur, (Helga Maureen Gylfadóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, skýrsla 128, 2005)


Hluti upphaflegra uppdrátta Arkitektar Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson


Varðveislugildi

Í Reykjavík, eins og öllum öðrum borgum, hefur uppbygging íbúðahúsnæðis fyrst og fremst farið fram í úthverfum borgarinnar. Þangað sækir unga fólkið, þar eru nýjustu skólarnir og besta þjónustan við barnafólk. Nýjar íbúðir eru flestar byggðar fyrir barnafólk, í umhverfi sem hentar slíkum fjölskyldum. Því miður verður að viðurkennast að minni íbúðir, íbúðir sem henta einstaklingum eða eldra fólki, hafa ekki verið byggðar að neinu marki í nýjum íbúðahverfum. Þó íbúðir við Skúlagötu hafi á sínum tíma þótt rúmgóðar og henta stórum barnafjölskyldum, þá flokkast þær undir smærri íbúðir í dag. Flestar íbúðir eru 50-60 m², en þó eru hér einstakar íbúðir sem eru 35 m² og sú stærsta 77 m². Góðar litlar íbúðir eru því fátíðar og sama gildir um íbúðir sem staðsettar eru miðsvæðis í borginni. Miðsvæðis eru nú aðallega byggðar íbúðir fyrir efnafólk. Það er því mikilvægt að standa vörð um íbúðagerðir eins og við Skúlagötu. Í íbúðunum í dag býr mest eldra fólk, sem búið hefur í íbúðunum í mörg ár, en vegna þess að engin lyfta er í húsinu er bara um að ræða fólk sem auðveldlega kemst á milli hæða af sjálfsdáðum. Hús af þessari gerð og frá þessum tíma eru undir sérstakri smásjá yfirvalda hvað varðar varðveislu. Við eigum ekki mikið af góðum dæmum um byggingar af þessu tagi. Sérstaklega gildir þetta þar sem allar íbúðir í húsinu hafa ávallt verið í eigu eins aðila frá upphafi, sem alls ekki er algengt á Íslandi þar sem hver íbúð er venjulega í séreign íbúans.

Fjölbýlishús við Skúlagötu í byggingu - horft til austurs Mynd tekin 1946 (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Í húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur segir ma. að húsið sé “í funkísstíl, með sterkum höfundareinkennum” og jafnframt ...“Merkur áfangi í húsnæðissögu eftirstríðsáranna í Reykjavík”. Í skýrslu Minjasafns er lagt til að ... “húsið verði í grænum flokki, verndun 20. aldar bygginga samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur”.


Mörg viðfangsefni

Eins og fram hefur komið það var það Reykjavíkurborg sem byggði húsin við Skúlagötu og rak í áratugi sem leiguíbúðir fyrir tekjulítið fólk. Félagsbústaðir hf tóku yfir eignarhald og rekstur íbúðanna við stofnun árið 1997, en þá keypti félagið flestar leiguíbúðir í eigu og rekstri Reykjavíkurborgar. Eftir áratuga notkun og lítið viðhald voru húsin í þörf fyrir stórtækar endurbætur. Við búum þó að því að húsin voru vel byggð í upphafi, steinsteypt með góðri steypu og vandað til verksins. Auðvitað hefur verið skipt um einstaka byggingahluta og innréttingar eftir þörfum en tími var kominn á heildarlagfæringar allra kerfa, endurnýjun þakefna, endurmúrhúðun utanhúss, gluggaskipti osfrv. Sama gilti um innréttingar, lagnakerfi, gólfefni osfrv. Árið 2007 ákváðu Félagsbústaðir að ráðast í allsherjar endurgerð hússins. Að frumkvæði Félagsbústaða, með endurbótaverkefnið við Skúlagötu sem vopn, samþykkti stjórn Íbúðalánasjóðs nýjan lánaflokk til viðhalds og endurbóta á félagslegu leiguhúsnæði árið 2008. Árið 2009 var samþykkt reglugerð um þessar lánveitingar og hafa Félagsbústaðir notið góðs af henni í verkefnum sínum. Til að kynnast húsinu og þeim vandamálum sem upp gætu komið var ráðist í endurbætur fjögurra íbúða í einum stigagangi í húsi nr. 66. Að þeim framkvæmdum loknum var ákveðið að hefja framkvæmdir í öðrum stigahúsum. Lagðir voru undir þrír stigagangar í einu og þannig unnið sig í áföngum gegnum alla stigaganga. Það var ljóst frá byrjun að íbúar gátu ekki búið í íbúðunum um leið og framkvæmdir fóru fram. Félagsbústaðir áttu íbúðir sem fólk gat flutt í á meðan, en það voru íbúðir í öðrum hverfum og er ekki hægt að neita því að ákveðinnar tregðu gætti hjá íbúum í upphafi. Þeir voru slitnir úr sínu umhverfi og vantrúar gætti á að þeir fengju aftur íbúðir sínar, hvað þá í endurbættu formi! Félagsbústaðir aðstoðuðu við flutninga úr íbúðunum og í þær aftur, íbúum að kostnaðarlausu. Auk þess voru íbúðirnar sem fólk bjó í á meðan á aðgerðum stóð án leigugjalda. Skemmst er frá að segja að hræðslan gilti einungis um fyrstu stigahúsin, því þegar flutt var í fyrstu endurbættu íbúðirnar sannfærðust aðrir íbúar um aðgerðirnar og vildu ólmir að byrjað yrði sem fyrst á þeirra íbúðum! Innréttingum einnar íbúðar (eldhús, skápar og hurðir) var haldið óbreyttum. Áður en framkvæmdir hófust var reynt að tæma íbúðirnar á eðlilegan hátt, þe, að ekki var úthlutað íbúðum í þau stigahús sem næst voru í röðinni ef einhverjar íbúðir losnuðu. Þegar upp er staðið er niðurstaðan sú að stór hluti íbúa fluttu aftur í sína gömlu íbúð. Þrátt fyrir kostnaðarsamar endurbætur var það ákvörðun Félagsbústaða að leiguverð skyldi vera óbreytt.


Grunnmynd íbúðahæðar (hluti)


Umhverfið

Endurbætur hússins hafa ekki eingöngu glatt íbúa þess, heldur allt hverfið. Lóðin var endurbætt og þar sett upp leiktæki fyrir börn. Einnig er gert ráð fyrir að eldra fólk geti dvalið utandyra og notið sólarinnar og samvista við aðra íbúa hússins og hverfisins. Byggingin hefur mikil áhrif í umhverfi sínu og útlit hennar skiptir verulegu máli í heildarútliti þess. Ný steining, nýmálaðir gluggar og nýtt þak gleðja aðra íbúa hverfisins, og reyndar alla íbúa Reykjavíkur þar sem húsið er eins konar kennileiti og tákn fyrstu steinsteyptu íbúðarhúsa borgarinar. Íbúarnir eru að sjálfgsögðu alsælir með ”nýju” íbúðirnar sínar og er ánægja þeirra farin að smita aðra viðskipavini Félagsbústaða, sem spyrja: Hvenær kemur að okkur? Ekki síst gleðja þessar framkvæmdir Minjasafn Reykjavíkur og yfirvöld húsafriðunar. Húsið nýtur hverfisverndar sem þýðir að ekki má breyta útliti þess nema með samþykki Minjaverndar Reykjavíkur. Þegar Félagsbústaðir keyptu leiguíbúðir Reykjavíkurborgar árið 1997 var eitt af markmiðum félagsins að koma íbúðum í gott ástand og sama gilti um umhverfi bygginganna. Gert hefur verið mikið átak í endurbótum utanhúss við öll hús Félagsbústaða og stendur metnaður félagsins til að byggingar þeirra séu til sóma í umhverfi sínu. Sérstaklega gildir þetta um byggingar sem hafa varðveislugildi og eru kennileiti í umhverfi sínu. Að auki er í gangi átak til að bæta aðgengi í íbúðum félagsins.


Í stuttu máli ...

-Húsið við Skúlagötu eru ein fyrsta steinsteypta íbúðablokkarbyggð á Íslandi. Húsið er byggt árin 1945-1947. -Aðgerð þessi hefur vakið athygli yfirvalda og var ma. notuð sem dæmi þegar sett var reglugerð um lánshæfi endurbóta eldra húsnæðis. Þegar byggingariðnaðurinn hrundi á Íslandi árið 2008 spruttu upp umræður um sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi í greininni. Þá var vakin athygli á að nú þyrfti að sinna endurbótum og viðhaldsverkefnum, en reglur hvað varðar lánveitingar til slíkra aðgerða voru af skornum skammti. Nú hefur verið bætt úr því, þannig að endurbætur eru lánshæfar hjá Íbúðalánasjóði. -Við endurnýjun lagna og endurbætur hitakerfa hafa sparast stórar upphæðir. Í Reykjavík eru hús hituð með heitu vatni og höfum við litið á heitt vatn sem óþrjótandi auðlind. Með aukinni tækni, betri umgengni og frágangi lagna hefur tekist að spara verulegt magn af heitu vatni, auk þess sem við nýtum varmann betur en áður. -Ákveðið var að halda upprunalegri gerð íbúða að mestu leyti. Þar koma til ástæður eins og að varðveislugildi hússins er hátt, mikill skortur er á íbúðum af þessari stærð og ekki var augljóst að íbúðir yrðu bættar með umfangsmiklum tilfærslum innanhúss. Baðherbergi voru þó stækkuð eins og hægt var og endurnýjun innréttinga tók mið af notagildi í nútíma búskap, ss. með nýjum tæknibúnaði, ljósleiðara ofl. -Þvottahúsum var gjörbylt frá því sem var. Nú eru í húsunum fullkomin þvottahús með aðstöðu fyrir þvottavélar og þurrkara. -Aðgerð þessi hefur tvímælalaust haft mikil áhrif á umhverfi sitt og aukið gæði þess.


SKÚLAGATA 64-80 Fjöldi íbúða 72 Stærð 7.340 m² Lóðarstærð 2.527 m² Verkþáttur Múrvinna Lagnir Rafmagn Gólfefni Málning Trésmíði og innréttingar Annað Utanhússviðgerðir/þak

Krónur 99.000.000 123.300.000 23.400.000 27.000.000 31.500.000 99.000.000 27.000.000 72.000.000 502.200.000

Samtals kostnaður Kostnaður/íbúð Kostnaður/m²

502.200.000 kr. 6.975.000 kr. 68.424 kr.

Kostnaður

Kr./íbúð 1.375.000 1.712.500 325.000 375.000 437.500 1.375.000 375.000 1.000.000

Kr./m² 13.489 16.800 3.188 3.679 4.292 13.489 3.679 9.810

Aðgerðir af þessu tagi eru að sjálfsögðu kostnaðarsamar. Reynt var að halda kostnaði á lágmarki með góðum undirbúningi og því að taka fyrir endurbætur í hæfilegum áföngum. Hægt var að undirbúa íbúa í tíma, endurleigja ekki íbúðir sem losnuðu og finna heppilegar íbúðir til búsetu á meðan á aðgerðum stóð. Hægt er að skipta kostnaði niður á nokkra verkþætti og skoða heildarkostnað nú þegar framkvæmdum er að mestu lokið. Ýmsir kostnaðarliðir eru þó ekki tilgreindir, eins og leigutap á meðan á framkvæmdum stóð og kostnaður við að íbúar greiddu ekki leigu í íbúðum sem þeim var útvegað til búsetu á framkvæmdatíma.


Lyfta รก milli svala Sniรฐ

Lyfta รก milli svala รštlit

Lyfta รก milli svala Grunnmynd


Ný lyfta

Eins og í fjölda íbúðarhúsa frá þessum tíma, og reyndar mun yngri húsa, eru engar lyftur í húsinu við Skúlagötu. Það er slæmt, þar sem íbúar eldast og eiga í erfiðleikum með að komast á milli hæða, en vilja gjarnan búa áfram í sinni íbúð. Félagsbústaðir eru almennt að skoða möguleika á að koma fyrir lyftum í eldri íbúðarhús sín og eru með eitt tilraunaverkefni í gangi. Ekki hefur verið sett sem skilyrði að íbúðir uppfylli allar kröfur um aðgengi í hjólastól, en áhersla lögð á betra aðgengi að íbúðum og innan íbúða almennt. Möguleikar á að koma fyrir lyftu við Skúlagötu hafa verið skoðaðir og eru reyndar enn í skoðun. Tekin var ákvörðun um að reyna ekki að setja lyftu inn í stigahúsin, þar sem það hefur miklar afleiðingar fyrir íbúðirnar og kostar mikla röskun á þeim. Niðurstaðan var að skoða möguleika á að setja lyftu utan á suðurhlið hússins og var slík tillaga lögð fyrir borgaryfirvöld sem hafa verið treg til að heimila þessa aðgerð. Tillagan gengur út á að koma fyrir lyftu á milli svala á suðurhlið. Með því móti yrði gengið inn í íbúðir um herbergi eða stofu. Óvíst er hver örlög tillögunnar verða.


SKÚLAGATA 64-80- endurbótaverkefni 2007-2010  

Ask arkitektar hafa tekið saman skýrslu fyrir Félagsbústaði "Skúlagata 62-80 Kynning á endurbótaverkefni Félagsbústaða hf." Framkvæmdir hóf...

Advertisement