Page 1

BY APPOINTMENT TO HER MAJESTY THE QUEEN SUPPLIERS OF SADDLERY CARE PRODUCTS CARR & DAY & MARTIN LTD, LYTHAM

Carr & Day & Martin E st . 1 7 6 5


Efnisyfirlit Saga Carr & Day & Martin 1 Vöruúrval

2

Equimist 360 - Byltingarkennd sprey tækni

3

Almenn leðurumhirða 4 Öflug leðurumhirða 6 Feldumhirða - hreinsiefni 8 Feldumhirða - gljáefni 10 Hófumhirða 12 Cornucrescine - Dagleg hófumhirða 14 Hestaheilsa

16

MF Pro - Ultimate Winter Skin Protection

18

Skordýra fæliefni 20 Yfirlitssíða

21

Stolt af sögunni okkar Yfirgripsmikla vöruúrvalið okkar nær yfir fjóra mismunandi flokka: leður, feld, hóf og heilsu. Hestaeigendur ættu því að geta náð í allt sem varðar umhirðu hestsins á einum stað.

Carr & Day & Martin er elsta fyrirtækið á markaðnum þegar kemur að framleiðslu vara fyrir umhirðu hesta. Árið 2015 var tímamótaár en þá fögnuðum við 250 ára afmæli okkar og sýndum þar með að gæði standast raunverulega tímans tönn. Fyrirtækið var stofnað árið 1765 og hefur haldið Royal Warrant frá valdatíð George VI konungs til dagsins í dag, en Carr & Day & Martin útvegar Elísabetu II drottningu gæða vörur til að nota við umhirðu bæði hesta og reiðtygja. Royal Warrant þykir mikil viðurkenning í Bretlandi og það er einstakur heiður að geta státað sig af slíkri nafnbót. Við erum staðráðin í að framleiða gæða vörur sem veita viðskiptavinum okkar heildarlausn í umhirðu hesta og reiðtygja. Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum nú til dags, framleiðum við allar vörur í okkar eigin verksmiðjum. Gæði skipta okkur öllu máli. Þó að það séu engar sérstakar kröfur eða staðlar til um gæði á framleiðslu á umhirðuvörum fyrir hesta, þá höfum við í mörg ár framfylgt lyfjaframleiðslustöðlum í framleiðslu okkar. Við notum aðeins hágæða innihaldsefni til að skila raunverulegum árangri.

Hestaáhugamenn ættu að þekkja nöfnin á okkar helstu vörum en þau eru meðal annars Belvoir, Gallop, Vanner & Prest og Canter. Við hjá Carr & Day & Martin fylgjum ekki tískustraumum og höfum aldrei gert. Vöruþróun og virkni varanna er það sem skilur okkur frá samkeppnisaðilum okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að í yfir 250 ár höfum við verið í fararbroddi í hestaiðnaðinum. Hestaeigendur geta treyst því að við bjóðum frábærar gæða vörur sem virka betur en vörur samkeppnisaðila okkar og skila fullkomnum árangri í hvert skipti.

1


EQUI

Vöruúrval

360 M IST

Equimist 360

360o byltingarkennd úðatækni Equimist 360 er nýstárleg tækni í úðabrúsum sem hefur gjörbylt því hvernig úðað er á hestinn. Það er okkar hjartans mál að halda í hefðir en þrátt fyrir það munu uppáhalds úðavörurnar þínar njóta góðs af Equimist 360 byltingunni. Þær eru orðnar nýtískulegar, stílhreinar og í handhægum umbúðum. • Með Equimist 360 er hægt að úða í 360° sem þýðir að þú getur jafnvel úðað á meðan brúsinn er á hvolfi, sem er tilvalið til að ná til erfiðra staða. • Equimist 360 úðar yfir stærri flöt og dreifir efninu jafnar en hefðbundnir úðabrúsar. • Það hversu fínn úðinn er og hve jafnt hann dreifist tryggir að efnið hylur flötinn sem unnið er með ásamt því að ná fullkominni áferð í hvert skipti. • Höfuðið á úðabrúsanum er sérstaklega hannað til að gefa frá sér lítið sem ekkert hljóð þegar úðað er og er því tilvalið til notkunar á unga og/eða viðkvæma hesta.

Leðurumhirða

Feldumhirða

Hófumhirða

Hestaheilsa

• Þessi tækni gerir það að verkum að brúsinn tæmist alveg en það þýðir að ekkert efni verður eftir í brúsanum sem fer þar af leiðandi til spillis. • Þreyta í hendi, oft tengd við hefðbundna úðabrúsa er ekki lengur til staðar þegar notast er við Equimist 360 úðabrúsana.

2

3


Almenn leðurumhirða Almenn hreinsun og næring

Rétt eins og þú byrjar á því að setja sjampó í hárið þitt þá er einnig nauðsynlegt að hreinsa leðrið áður en þú berð á það næringu eða feiti. Þetta tryggir að yfirborð leðursins er laust við fitu og óhreinindi og næringin smýgur vel inn í leðrið. Þegar leðrið er orðið hreint ætti að bera á það næringu eða feiti til að gefa leðrinu raka, verja og halda mjúku.

1 Skref 1 – Hreinsun Fjarlægir óhreinindi, fitu og svita

2 EQUI

EQUI

360

360

M IST

Skref 2 – Næring Varðveitir og verndar

Belvoir

Belvoir

Belvoir

Belvoir

Brecknell Turner

Tack Cleaning

Hreinsirinn dregur fram og leysir upp inngróna fitu, svita og óhreinindi og gerir þér kleift að þurrka auðveldlega í burtu án þess að þurrka upp leðrið. Eftir notkun á hreinsinum er leðrið fullkomlega hreint og upplagt að bera leðurnæringuna á. Einnig er tilvalið að nota hreinsinn á reiðtygi úr gerviefnum.

Einstaklega þægilegir og handhægir hreinsiklútar í hentugum umbúðum. Þú einfaldlega strýkur yfir reiðtygin með hreinsiklútnum áður en þú berð næringu á. Frábær lausn þegar þú ert á ferðinni eða þegar tíminn er naumur.

Leðurnæringin er búin til eftir upprunalegri uppskrift og er nú mest selda næringin fyrir reiðtygi. Hún nærir og verndar leðrið ásamt því að gefa góðan gljáa. Næringin er hrein, glær á litinn og inniheldur m.a. glýserín. Nota má næringuna eins oft og þörf er á með lítilli fyrirhöfn.

Sápustykkið nærir og verndar leðrið ásamt því að gefa góðan gljáa. Sápan er hrein, glær á litinn og inniheldur m.a. glýserín. Umbúðirnar eru endurlokanlegar sem eykur þægindi og nota má sápuna eins oft og þörf er á.

Frábær valkostur á móti Belvoir næringunni fyrir þá sem vilja frekar matta áferð á reiðtygin heldur en glansandi. Þykkt og mjúkt vaxið nærir leðrið einstaklega vel.

Nauðsynlegur hluti af leðurumhirðusettinu. Svampurinn er þéttur og sterkur og hentar einstaklega vel fyrir hreinsun á reiðtygjum og við að bera á næringu eða feiti.

Stærð: 500ml og 600ml

Stærð: 15 stykki

Stærð: 500ml og 600ml

Stærð: 250gr

Stærð: 250ml, 500ml

Stærð: 10cm x 7cm

Step-1 Cleaner

4

M IST

Step-1 Tack Cleaning Wipes

Step-2 Conditioner

Step-2 Conditioning Bar

Conditioning Soap

Sponge

5


Öflug leðurumhirða Öflug næring og vörn

Belvoir

Vanner & Prest

Carrs

Ko-Cho-Line

Mjög áhrifarík feiti sem gefur nýju eða fínu leðri fullkomna næringu. Djúpnærir þurrt og sprungið leður og gefur einstakan gljáa. Inniheldur m.a. lanólín og bývax sem hjálpar leðrinu að verða mett af feiti.

Fljótvirk formúla sem smýgur djúpt inn í leðrið. Inniheldur hreina Neatsfoot olíu. Frábært til að mýkja stíft eða nýtt leður en einnig má nota efnið reglulega til að næra og fyrirbyggja þurrk og sprungur í leðri.

Frábær valkostur á móti Neatsfoot fyrir þá sem vilja vatnsverja leðrið. Öflug næring fyrir mjög þurrt, sprungið og viðkvæmt leður. Eftir notkun verður leðrið einstaklega mjúkt og teygjanlegt.

Einstaklega þykk, bleik feiti sem verndar leður frá gulnun og myglu þegar það er í geymslu. Einnig lífgar áburðurinn upp á þreytt reiðtygi. Áburðurinn þránar ekki og hann má nota á málm til að koma í veg fyrir ryð.

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml Ath. hægt að sérpanta 1ltr og 5ltr. Hafið samband við umboðsaðila.

Stærð: 300ml

Leather Balsam

6

Leður inniheldur rakagefandi olíur sem smám saman glatast eftir því sem það er notað. Með tímanum missir það þann eiginleika sinn að sveigjast og teygjast og í staðinn verður það þétt og stíft og að lokum koma sprungur í það og það rifnar. Því er nauðsynlegt að bera olíur og vax á leðrið sem blæs nýju lífi í trefjarnar í leðrinu svo að það verði mjúkt og sveigjanlegt aftur. Ef reiðtygi munu ekki verða notuð í einhvern tíma ætti að bera vel á þau áður en þau eru sett í geymslu til að varðveita eiginleika þeirra.

Neatsfoot Compound

Leather Oil

Leather Dressing

Stærð: 225gr

7


Feldumhirða hreinsiefni Sjampó

Gallop sjampóin eru sérstaklega hönnuð með það í huga að jafna pH gildi húðar hestsins þíns.

Gallop

Gallop

Gallop

Gallop

Gallop

Horse Care

Frábært sjampó til daglegra nota með einstökum ilm sem fjarlægir óhreinindi, svita og fitu úr feldinum. Það freyðir lítið og er því afar fljótlegt í notkun og auðvelt að skola í burtu.

Mjög þykkt, fjólublátt sjampó sem er frábært til þess að fjarlægja dökka og erfiða bletti eins og t.d. grasgrænu og hlandbletti. Tilvalið að nota á ljósa hesta og einnig á staði sem eru þekkt vandamálasvæði svo sem hné og hækla.

Mjög þykkt sjampó sem inniheldur tvöfalt meira af virkum efnum en önnur sjampó og gerir feldinn hreinan og glansandi. Frábært fyrir mikil óhreinindi, fitu eða ljósa hesta en einnig er upplagt að nota þetta sjampó þegar hestur er baðaður í fyrsta sinn eftir að hann er tekinn á hús.

Þetta magnaða sjampó inniheldur efnablöndu sem er sérsniðin að þurri, flagnandi og viðkvæmri húð. pH gildið í sjampóinu ásamt sýkladrepandi efnum og náttúrulegum olíum sefar og róar húð sem er ert, sár, sködduð og viðkvæm.

Einstakt lúxus sjampó sem nota má reglulega en er upplagt að nota fyrir keppni eða sýningu. Sjampóið dregur fram og dýpkar náttúrulegan lit hestsins ásamt því að hreinsa og næra feldinn mjög vel. Fáanlegt fyrir jarpa, brúna, gráa og rauða & leirljósa hesta.

Hágæða svampur sem mun endast þér allt tímabilið. Lagið á honum auðveldar vinnuna við að baða hestinn.

Stærð: 500ml, 1ltr og 5ltr

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Stærð: 18cm x 10cm

Conditioning

8

Jafnvel þó svo að hestur sé burstaður og kembdur mjög reglulega þá er stundum nauðsynlegt að baða hann til að ná honum alveg hreinum. Öll okkar sjampó eru sérstaklega hönnuð til að hjálpa þér að ráða betur við feld hestsins þíns. Hvort sem hesturinn þinn þarfnist sárlega að verða baðaður, fá aðstoð með viðkvæma húð eða að ná einstökum glans fyrir keppni eða sýningu þá eru Gallop sjampóin okkar hin fullkomna lausn.

Stain Removing

Extra Strength

Medicated

Colour Enhancing

Sponge

9


Feldumhirða gljáefni Næring og glansúði

EQUI

EQUI

360

EQUI

360

M IST

EQUI

360

M IST

360

M IST

M IST

Dreamcoat

Canter

Canter

Stain Master

Einstök efnablanda sem nærir feldinn og gefur honum fullkominn gljáa. Glansúðinn er einstakur að því leiti að feldurinn verður ekki sleipur og því má úða honum á allan hestinn áður en hnakkurinn er lagður á hann.

Flækjuúði sem á engan sinn líkan. Heldur faxi og tagli sléttu og einstaklega mjúku. Þessi öflugi flækjuúði er vinsælasta varan okkar um allan heim.

Gefur samstundis djúpan og fallegan gljáa sem endist lengi, hrindir frá sér óhreinindum og kemur í veg fyrir bletti eins og t.d. grasgrænu.

Einstakur hreinsiúði sem fjarlægir óhreinindi fljótt og örugglega. Einnig má úða beint á bletti án þess að skola úr feldinum. Frábær til þess að ná úr blettum á síðustu stundu og hægt að nota sem þurr sjampó þegar það er of kalt til þess að baða.

Stærð: 600ml og 1ltr

Stærð: 600ml, 1ltr og 5ltr

Stærð: 600ml

Stærð: 600ml

Ultimate Coat Finish

10

Það er alveg sama hversu miklum tíma þú eyðir í að bursta og kemba, þú getur alltaf nýtt þér smá hjálp. Ef feldur sem er ekki með næringu er stanslaust burstaður þá geta hárin brotnað og útkoman verður þunnur, daufur og líflaus feldur. Þessar margverðlaunuðu vörur munu næra og gefa feldinum fullkominn gljáa.

Mane & Tail

Coat Shine

Green Spot Remover

11


Hófumhirða Hefðbundin hófumhirða

Cornucrescine

Cornucrescine

Vanner & Prest

Vanner & Prest

Hágæða hófbætiefni sem byggir upp og viðheldur heilbrigðum hófum. Inniheldur yfir 20 innihaldsefni sem eru sett saman á hárréttum tíma til að gefa sem mesta virkni. Í hverjum dagsskammti eru m.a. 20mg af Bíótíni.

Einstakt hófvaxtarefni sem hefur verið notað af mörgum kynslóðum hestamanna. Nuddið því á hófhvarfið til að auka og hraða vexti heilbrigðs hófs og aðstoða við uppbyggingu hófsins.

Klassísk hófolía sem inniheldur furuolíu og hráolíu fyrir væga bakteríudrepandi eiginleika og einstakan ilm. Frábær olía til að fá gljáa fyrir keppni eða sýningu og ásamt því sem olían viðheldur heilbrigði hófanna.

Fjölnota hófumhirðuvara sem innsiglar, vatnsver og ver skemmd svæði á hófnum. Náttúruleg, þykk tjara úr furutrjám sem má nota á fleiri hófdýr en hesta.

Stærð: 6kg

Stærð: 250ml, 500ml

Stærð: 500ml, 1ltr og 5ltr

Stærð: 455ml

Daily Hoof Supplement

12

Það er algengt að hestar séu með viðkvæma hófa og þess vegna er nauðsynlegt að skoða ástand hófanna reglulega. Því miður er ekki til einhver ein vara sem lagar öll þau vandamál sem tengjast hófum. Þessar hefðbundnu og mikilvægu vörur hafa verið marg prófaðar og henta einstaklega vel til daglegra nota til að viðhalda, vernda og bæta gæði hófanna.

Hoof Ointment

Hoof Oil

Stockholm Hoof Tar

13


Cornucrescine - dagleg hófumhirða

Cornucrescine

Cornucrescine Barrier

Moisturiser

Cornucrescine

Cornucrescine

Nærandi áburður sem er byggður á upprunalegu Cornucrescine efnablöndunni. Hentar öllum hóftýpum og er tilvalið til daglegra nota til að viðhalda heilbrigði hófanna.

Fyrst og fremst til notkunar í bleytu. Háþróuð efnablandan býr til filmu sem ver hófinn frá of miklu frásogi af vatni og þvagi. Hjálpar til við að styrkja hófinn ásamt því að styðja við fjaðrirnar sem halda skeifunni.

Fyrst og fremst til notkunar í þurrum aðstæðum. Háþróuð efnablandan gefur hófnum mikinn raka sem fyrirbyggir sprungur, klofna hófa og skemmda hófuppbyggingu.

Nýstárlegur kostur til að viðhalda gæðum hófsins ásamt því að vernda hann. Hófolían veitir mikinn gljáa sem endist lengi. Inniheldur tea tree olíu sem gefur hófolíunni bakteríudrepandi og sveppaeyðandi eiginleika.

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Stærð: 500ml

Dressing

14

Cornucrescine Original Hoof Ointment er smyrsli sem hefur hlotið fjölmörg meðmæli og verið notað í meira en öld. Notast hefur verið við nýjustu tækni og rannsóknir við þróun á þessu nærandi og verndandi hófvaxtarefni. Vörn gegn umhverfisaðstæðum er lykillinn að heilbrigðum hófum.

Tea Tree Hoof Oil

15


HESTAHEILSA Húðumhirða

Killitch

Protection Plus

Wound Cream

Ice Blue

Liniment

Læknisfræðilega þróað til að koma í veg fyrir, róa og meðhöndla kláða í hestum. Bæði hægt að nota til að meðhöndla kláða en einnig sem fyrirbyggjandi ráðstöfun.

Þessi bakteríudrepandi, bleiki salvi með ferskum sítrónuilmi hefur ótal notkunarmöguleika. Tilvalið til að vernda sár og verja þau gegn vatni og öðrum óhreinindum ásamt því að hindra múkk og minnka kláða. Nauðsynlegt að eiga í hesthúsinu eða til að taka með í hestaferðir.

Bakteríudrepandi krem sem hjálpar til við að ná náttúrulegum bata. Háþróuð efnablandan leyfir húðinni að anda og lofta um sárið og þar af leiðandi styttir hún bataferlið. Hentar vel á minniháttar sár og er einnig frábær á húðsjúkdóma eins og t.d. múkk.

Kæligel sem sefar fljótt heitar, þreyttar og bólgnar fætur. Jurtirnar arnika og witch hazel draga úr hita og marblettum en kamfóra og mentól gefa kælandi tilfinningu. Frábært gel til að nota eftir mikil átök.

Stærð: 500ml og 1ltr Ath. þessi vara er ekki til í vöruvali. Hafið samband við umboðsaðila fyrir frekari upplýsingar.

Stærð: 500gr

Stærð: 180gr

Stærð: 500ml

Gel sem bæði hitar og kælir. Frábært til að nota á bólgur, auma liði og stífa vöðva. Jurtirnar arnika og witch hazel hjálpa til við að draga úr marblettum á meðan rósmarín og lavender auka blóðflæði í vöðvum. Hægt er að nota gelið óblandað til að hita upp kalda og stirða vöðva og liði. Einnig er hægt að blanda gelið út í heitt vatn til að ná fram róandi áhrifum eða kalt vatn fyrir hressandi skol sem nær í gegnum fitu og svita.

Sweet Itch Solution

16

Allir hestaeigendur vilja koma í veg fyrir að hestinum þeirra líði illa eða finni fyrir óþægindum. Það er því algjört forgangsatriði að koma í veg fyrir meiðsli og eins meðhöndla sár ef þau eru til staðar. Að hafa hraðar hendur við að meðhöndla meiðsli sparar bæði tíma og orku og flýtir fyrir bata.

Antibacterial Salve

Antibacterial Cream

Leg Cooler Gel

Lavender Rinse and Rub

Stærð: 500ml

17


Mjög blautar og skítugar aðstæður, hvort sem um er að ræða í stíunni, gerðinu eða í útreiðum, geta oftar en ekki leitt til sársaukafullra sára og sprungna á hælum og fótum. MF Pro settið er einstakt þriggja skrefa ferli sem ætlað er að hreinsa, draga úr og vernda viðkvæm svæði og getur hjálpað til við að berjast gegn algengum húðsjúkdómum eins og t.d. múkki.

MF Pro

Ultimate Winter Skin Protection

Settið inniheldur: Góður bæklingur með leiðbeiningum, bakteríudrepandi hreinsir (250ml), svampur, róandi bakteríudrepandi og sveppaeyðandi smyrsl (180gr), fótavafningur (150ml) og salvi (500gr).

SKREF 1

Antibacterial Cleanser and Horse Care Sponge

18

SKREF 2

Soothing Balm and Professional Leg Wrap

SKREF 3

Protective Salve Barrier

Þessi bakteríudrepandi hreinsir er einstaklega áhrifaríkur en á sama tíma ertir hann ekki viðkvæma húð. Hlutlaust pH gildið sameinar bakteríudrepandi og róandi eiginleika náttúrulyfja og útkoman verður frábær hreinsir sem mýkir sár og losar um hrúður. Til þess að ná sem bestum árangri skal bera hreinsinn á með svampinum.

Sveppaeyðandi og bakteríudrepandi smyrsl sem dregur úr kláða og róar ertingu í húð. Sérstaklega valdar ilmkjarnaolíur hjálpa til við að stuðla að heilbrigðu skinni, leyfa svæðinu að anda og gróa fljótt og vel. Vefjið fótavafningnum lauslega yfir ríkulegt lag af smyrslinu og setjið að lokum sáraumbúðir yfir allt saman. Látið standa yfir nótt fyrir fulla virkni til að róa og sefa viðkvæma húð.

Salvinn vatnsver viðkvæm svæði ásamt því að vera með bakteríudrepandi eiginleika. Sérstök efnablanda sem inniheldur m.a. steinefni, feiti og sítrónellu. Þessi salvi veitir húðinni einstaka vörn gegn jafnvel hinum verstu blautu og skítugu aðstæðum.

Stærð: 250ml

Stærð: 180gr

Stærð: 500gr

19


360

Brecknell Turner Conditioner

M IST

Neatsfoot Compound

Leather Oil

20

Stærð: 600ml Ath. þessi vara er ekki til í vöruvali. Hafið samband við umboðsaðila fyrir frekari upplýsingar.

Protection Plus

Original Hoof Ointment

Wound Cream

Daily Hoof Barrier

Ice Blue Leg Cooler MF Pro

✔ ✔

✔ ✔

Natural Insect Repellent

Flygard

Extra Strength Insect Repellent

Insect Repellent Gel

✔ ✔

Liniment

Daily Hoof Moisturiser Tea Tree Hoof Oil

Hestaheilsa

Daily Hoof Dressing

Glansandi áferð, hentar vel fyrir keppni og sýningu

Vanner & Prest Hoof Oil

Nærir húðina

Verndar leður þegar það er í geymslu

Hefðbundinn þvottur

Stain Master

Daily Hoof Supplement

Hófumhirða

Vanner & Prest Stockholm Hoof Tar

Stærð: 250ml Ath. þessi vara er ekki til í vöruvali. Hafið samband við umboðsaðila fyrir frekari upplýsingar.

Hófvaxtarefni

Stærð: 600ml og 5ltr Ath. þessi vara er ekki til í vöruvali. Hafið samband við umboðsaðila fyrir frekari upplýsingar.

Coat Shine

Sprungnir hófar

Stærð: 600ml Ath. þessi vara er ekki til í vöruvali. Hafið samband við umboðsaðila fyrir frekari upplýsingar.

Náttúruleg efnablanda sem er frábær til að bera á erfið og viðkvæm svæði eins og t.d. andlit og kvið.

Mane & Tail

Þurrir og brothættir hófar

Valkostur á móti Natural sem hefur svipaða eiginleika til að fæla burt bitmý og önnur skordýr en þetta efni er miklu öflugra. Inniheldur virka efnið DEET.

Almennt viðhald

Mildur en öflugur flugnaúði sem endist lengi og hentar vel yfir sumartímann. Inniheldur sítrónellu olíu fyrir langvarandi eiginleika ásamt því að olían nærir feldinn og gefur honum gljáa.

Dreamcoat

Mjúkir hófar sem molna

Inniheldur náttúrulega efnið citriodiol (pmenthane-3, 8-Diol). Fælir bitmý í burt ásamt öðrum skordýrum. Hentar vel fyrir þá sem sækja í efni með náttúrulegum innihaldsefnum.

Gel

Colour Enhancing Shampoo

Killitch

Bakteríudrepandi

Extra Strength

Glans

Flygard

Ko-Cho-Line

Medicated Shampoo ✔

Leather Balsam

Natural

Vatnsverndar nýtt leður

Hreinsar grasgrænu og erfiða bletti

Traditional Bar Soap

Nærir nýtt leður

Öflugur djúpþvottur

Blæs nýju lífi í þurrt og sprungið leður

RBlæs nýju lífi í vatnsmettað leður

Tack Conditioner Spray

Nærir reiðtygi: mött áferð

Extra Strength Shampoo

Nærir reiðtygi: glansandi áferð

Hreinsar/kemur í veg fyrir myglu

Stain Removing Shampoo

Eftir reiðtúr eða keppni

M IST

Conditioning Shampoo

Húðvandamál sem tengjast vetrinum

360

M IST

Feldumhirða

Flugur og skordýr

360

EQUI

Tack Cleaner Wipes

Leðurumhirða

Hiti og marblettir

EQUI

Tack Cleaner Spray

Húðvandamál

EQUI

Hreinsar skítug reiðtygi

Við bjóðum uppá gott úrval af skordýra fæliefnum þannig að þú ættir auðveldlega að geta fundið efni sem hentar fyrir hestinn þinn. Öll efnin okkar innihalda mjög öflug innihaldsefni sem tryggja hámarks styrk efnisins og langvarandi vörn gegn skordýrum.

Skordýra fæliefni

21


BY APPOINTMENT TO HER MAJESTY THE QUEEN SUPPLIERS OF SADDLERY CARE PRODUCTS CARR & DAY & MARTIN LTD, LYTHAM

®

EST. 1765

Carr & Day & Martin E st . 1765

Umboðsaðili á Íslandi: Ásbjörn Ólafsson ehf. Köllunarklettsvegi 6 104 Reykjavík S: 414-1100 www.asbjorn.is asbjorn@asbjorn.is 95425.2ICE

Carr & Day & Martin Hestaumhirða  
Carr & Day & Martin Hestaumhirða  

Vörubæklingur frá Carr & Day & Martin. Ásbjörn Ólafsson 2017