__MAIN_TEXT__

Page 1

Vor Siður ársrit ásatrúarfélagsins

2019

Meðal efnis í blaðinu: • Siðfestan og unglingarnir • Hin íslensku rúnakvæði • Um spjaldvefnað


Meðal efnis í blaðinu:

Vor siður Ársrit Ásatrúarfélagsins 2019

Bls. 3

Ávarp ritstjóra

4

Siðfestan og unglingarnir

7

Hof er betra þó hægt byggist

8 12 15

Hin íslensku rúnakvæði Um blót og blótsteina Ásheimur

18

Völundarhús

19

Verðlaunakrossgáta

20

Hvísl hrafnanna

22

Um spjaldvefnað

24

Ragnarök

26

Viðburðadagatal

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gréta Hauksdóttir Viðburðadagatal: Alda Vala Ásdísardóttir Forsíðumynd: Gréta Hauksdóttir Baksíðumynd: Gréta Hauksdóttir Útlit: Hallur Guðmundsson Umbrot: Hallur Guðmundsson Prófarkarlestur: Gréta Hauksdóttir

Opnunartími skrifstofu

Hofssjóður

Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga kl. 12:30 -17:00. Lokað er í júlí vegna sumarleyfa. Þetta er heimilisfang félagsins fram að flutningi í hofið okkar í Öskjuhlíð:

Viltu vera stuðningsaðili hofsins?

Ásatrúarfélagið Síðumúla 15 108 Reykjavík sími 561 8633 asatru@asatru.is

Margir bíða þess spenntir að hof rísi og hafa af áhuga ákveðið að styðja við verkefnið með reglulegu framlagi. Getur hver þá ráðið hversu há upphæðin er, því hver þúsundkall skiptir máli þegar verið er að safna til byggingarinnar. Þeir sem gefa í Hofsjóðinn eru skráðir styrktaraðilar hjá félaginu, en fólk ræður því sjálft hvort þess er getið sem styrktaraðila opinberlega. Til að gerast styrktaraðili er nóg að hringja á skrifstofu félagins og semja um upphæð sem þá birtist sem valgreiðsla í heimabanka viðkomandi. Einnig má leggja inn á reikning þess eftir eigin hentugleikum. Verið öll velkomin á stuðningsmannalistann okkar. Bankaupplýsingar Hofsjóðs Ásatrúarfélagsins: 0101-15-37777 kt: 680374-0159

Prentuð eintök af Vorum Sið Ársritið er í þetta sinn gefið út rafrænt og vistað á vefsetrinu issuu.com. Lítið upplag verður prentað og má setja sig í samband við Ásatrúarfélagið eða goða þess fyrir frekari upplýsingar um þau eintök. Ástæða þess að þessi leið er farin er fyrst og fremst sú að Þjóðskrá hefur ekki viljað afhenda félagatal til útsendingar á ritinu og dagatali vegna persónuverndarlaga sem tóku gildi í júlí 2018.


2019

VOR SIÐUR

3

Ávarp ritstjóra

Gleðilegt sumar, kæru lesendur. Nýtt ársrit Ásatrúarfélagsins lítur nú dagsins ljós og hefur, líkt og fyrri ár, upp á ýmislegt að bjóða. Meðal efnis í blaðinu er grein um blótsteina, fræðsla um íslenskar rúnir og svokallaðar stungnar rúnir, bókadómur, og stutt grein um hið forna handverk spjaldvefnað. Stefnt er að því að skrifstofustarfsemi félagsins flytjist í Öskjuhlíðina fyrir lok þessa almanaksárs, þar sem nú er hof félagsins að rísa hægt og bítandi. Í blaðinu er einnig fjallað um stöðu hofbyggingarinnar í stuttu máli. Prentuð eintök af ársritinu munu að öllum líkindum koma út með haustinu en í heldur minna upplagi en fyrri ár. Vegna persónuverndarlaga verða félagsmenn sjálfir að óska eftir því að fá eintak sent til sín og því verða

engin blöð send út eftir félagatali í ár. Félagsmenn eru því hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 561 8633, í gegnum netfangið asatru@asatru.is eða með því að setja sig í samband við einhvern goða félagsins, óski þeir eftir að fá prentað eintak þegar þau koma í hús. Það gerir okkur einnig auðveldara að sjá þörfina fyrir, því núorðið kjósa margir að nálgast sitt lesefni bara á veraldarvefnum. Dagatalið hefur þegar komið út og að þessu sinni eru það erindi úr Ljóðatali Hávamála sem ljóðskreyta það. Eintök af dagatalinu má nálgast á skrifstofu félagsins eða hjá goðum þess. Eigi fólk ekki heimangengt má hafa samband við skrifstofuna og óska eftir að fá dagatalið heimsent. - Gréta Hauksdóttir

Jötnabók á blindraletri - tekið skammt vestan Lómagnúps (Mynd Hallur Guðmundsson.)


4

VOR SIÐUR

2019

Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði

Siðfestan og unglingarnir

Siðfestuathafnir fara flestar fram utanhúss, sérstaklega af veður er gott. Oft eru valdir staðir þar sem hægt er að vera í skjóli, hér er verið að gera klárt fyrir athöfn í Guðmundarlundi í Kópavogi. (Mynd Sig.Ing.)

Á hverju vori fjölgar ungviðinu í Ásatrúarfélaginu rétt eins og úti í náttúrunni. Ástæðan fyrir því eru siðfestuathafnir sem fara að lang mestu leyti fram á vorin og fram á sumar. Reglan er sú að aðeins þeir sem meðlimir eru í Ásatrúarfélaginu geti tekið siðfestu á vegum þess og því hefur jafnan orðið fjölgun þegar unglingarnir sem ekki voru meðlimir fyrir ganga í félagið, oft ásamt foreldrum sínum.

Nýlegur siður Síðasta áratuginn hafa siðfestuathafnir orðið fastur liður í starfi félagsins, en ekki er langt síðan þær voru lítt þekktar og stærstur hluti þess fólks sem tók siðfestu var fullorðið fólk. Ekki er vitað til að manndómsvígslur með þessu sniði hafi átt sér stað meðal heiðins fólks á Norðurlöndum til forna og það var því ekki á stefnuskrá félagsins lengi framan af að vera með slíkar athafnir. Það var ekki fyrr en bera fór á beiðnum frá félögunum sjálfum sem að farið var að hyggja að einhverjum valkosti í stað hinnar kristnu fermingar.

Fyrsta siðfestuathöfnin var haldin árið 1973 þegar Sveinbjörn Beinteinsson hafði heiðna fermingarathöfn fyrir tvo bræður í félaginu; þá Björn Brynjúlf og Sverri Bjarnasyni. Þeir voru lengi þeir einu sem höfðu tekið siðfestu og ekki voru skráðar fleiri slíkar athafnir næstu áratugi. Næsta siðfestuathöfn sem fékk einhverja athygli var glæsileg siðfesta þar sem ung stúlka; Freyja Eilíf Logadóttir, var tekin í fullorðinna manna tölu þjóðhátíðarárið 2000 í Hvannagili á Þingvöllum. Þar voru viðstaddir um 1000 manns, enda stór hluti þjóðarinnar saman kominn til að sýna Ásatrúarfélaginu stuðning á þeim tímamótum.

Siðfestufólki fjölgar ár frá ári Eftir aldamótin fór að bera á því að börn, sem höfðu verið félagar frá fæðingu, færu að leita eftir fermingu á vegum félagsins og í kjölfarið var lagður grunnur að athöfn sem fékk fljótt heitið siðfesta til að henni væri ekki ruglað saman við kristna fermingu. Þessi siður fór hægt af stað og fyrstu árin mátti telja á fingrum sér þau ungmenni sem tóku siðfestu. Athafnirnar hafa aldrei


2019

VOR SIÐUR

verið auglýstar en síðastliðin tíu ár hefur snjóboltaáhrifa gætt og nú skipta þeir unglingar sem taka siðfestu á hverju ári tugum, og fer fjölgandi ár frá ári. Ásatrúarfélagið hefur undanfarin ár birt tilkynningar snemma á haustin á vefsíðu sinni, um fræðslu fyrir siðfestuathafnir og þeir sem komnir eru á skrá mæta í fyrsta tíma vetrarins í september. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að mæta með krökkunum í fyrsta tímann þar sem unglingarnir eru ekki sjálfráða og félagið vill þess vegna fá staðfestu af hálfu forráðamanna um að krakkarnir megi taka þátt í fræðslunni. Foreldrunum er boðið að sitja með krökkunum í tímunum yfir veturinn og flestir þiggja það. Siðfræðsluhópurinn stækkar alltaf fram að áramótum þar sem margir frétta ekki af henni fyrr en eitthvað er liðið á vetur. Bekkurinn er því oft þétt setinn þegar fræðslan stendur yfir í Síðumúlanum.

Notaleg og fræðandi samvera Fram að þessu höfum við Hilmar Örn séð um fræðsluna og samveran með krökkunum og foreldrum þeirra um veturinn er hvorki hugsuð sem trúboð né trúarbragðafræði. Allt snýst þetta um að undirbúa krakkana fyrir það sem bíður þeirra sem fullorðinna einstaklinga í samfélaginu

5

okkar og hvernig við getum haft okkar heiðnu lífssýn sem leiðarljós í lífinu framundan. Félagið sjálft og félagsstarfið er kynnt í upphafi vetrar og enginn gengur að því gruflandi hvernig fræðslunni verður háttað eða hvernig athöfnin sjálf sé hugsuð þegar þar að kemur. Siðfræðslutímarnir fram að áramótum eru yfirleitt notaðir til heimspekilegra vangaveltna um lífið og tilveruna og um það sem skiptir mestu í lífinu, þ.e.a.s. samskipti okkar við annað fólk og hvernig maður geti látið sjálfum sér og öðrum líða sem best. Þessir tímar einkennast mest af samtölum og jafnvel smá verkefnum þar sem reynt er að virkja sem flesta í að tjá sig. Í desember er svo tekið hlé á fræðslunni, en krakkarnir þess í stað hvattir til að mæta á einhverju hinna fjölmörgu blóta sem haldin eru um allt land á þessum árstíma til að kynnast starfseminni betur.

Undirbúningur fyrir lífið

Þegar fræðslan hefst aftur eftir áramótin snúum við okkur að því að skoða þau heilræði sem Eddukvæðin bjóða okkur og þá mest í gengum Hávamálin sjálf. Við ræðum um ýmislegt sem er að gerast í samfélaginu og leitum að svörum í Hávamálunum. Oft skapast heilmiklar umræður um Hávamálin og það er skemmtilegt að fylgjast með því hvernig unglingar og fullorðnir skiptast á skoðunum á frjálslegan og upp-

Dæmigerð siðfestuathöfn þar sem ættingjar og vinir á öllum aldri safnast saman við eldinn. Siðfestumaðurinn Theodór Snær Björnsson stendur við hlið mína við athöfnina. (Mynd Sig.Ing)


6

VOR SIÐUR

2019

Siðfestumaðurinn er alltaf þátttakandi í athöfninni, hér les Hörður Jóngeirsson uppáhalds erindin sín úr Hávamálunum fyrir gestina. (Mynd Sig.Ing)

byggilegan hátt um alls kyns viðfangsefni í tímunum. Og oft halda þær umræður áfram þegar heim er komið og margir foreldrar segja að á þessum mánuðum tengist þau krökkunum með gerólíkum hætti en áður. Meðal þess sem við fjöllum um er þetta: •

Gott og illt, svart og hvítt. Kostir og gallar okkar mannanna og guðanna. Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Veraldleg gæði og nauðsynjar. Hvers þörfnumst við í raun og veru í lífinu?

Samskipti við annað fólk. Að lifa í friði, vinátta og víðsýni.

Viskan og við. Ýmis ráð frá Óðni úr Hávamálunum, hver þeirra geta ennþá gagnast okkur?

Náttúran og umhverfið. Hvaða ábyrgð berum við sem fullorðið fólk, hvað er það sem skiptir mestu máli fyrir framtíðina?

Síðasti siðfræðslutími hópsins saman er svo í lok maí, en þá hefur hópurinn hist einn laugardag á Mógilsá í Kollafirði í skemmtilegri hópeflisferð og endað á gróðurog grillblóti saman. Allt siðfestufólk hefur eindregið verið hvatt til að mæta þ þar.

Langflestir unglingarnir ná að mæta a.m.k. nokkrum sinnum í fræðsluna í Reykjavík, en alltaf eru einhverjir aðilar úti á landi og erlendis sem fræðast með fjarskiptatækni s.s. Skype eða Messenger og aðrir eru í sambandi við goða í Árið 2000 tók Freyja Eilíf Logadóttir siðfestu á Þingvöllum að viðstöddu héraði sem veitir þeim fræðslu eftir hentugleika margmenni. Eftir aldamót fór beiðnum um siðfestu eða heiðna fermingu að fjölga til beggja. muna. (skjáskot af frétt á mbl.is)


2019

VOR SIÐUR

7

Öðruvísi „ferming“

lesa ljóð, syngja eða eða gera eitthvað annað til að gleðja gesti sína.

Siðfestuathöfn, sem sumir kalla heiðna fermingu, er að flestu leyti gerólík fermingum kristinna manna og húmanista, en kirkjan og Siðmennt hafa hingað til sinnt flestum fermingum unglinga á landinu og verið dugleg að auglýsa það.

Það er yfirleitt mjög vel mætt í siðfestuathafnir því fólk á því ekki að venjast að geta mætt í fermingarathafnirnar sjálfar sem vegna fjölda eru yfirleitt einskorðaðar við allra nánustu ættingja.

Siðfestan felur ekki í sér neins konar yfirlýsingu eða trúarjátningu. Hún staðfestir einungis að siðfestumaður hefur kynnt sér heiðinn lífsstíl og sjónarmið með goðum Ásatrúarfélagsins og vill taka siðfestu.

Forvitnin hefur eflaust líka eitthvað að segja, því margir koma að máli við goðann eftir siðfestuathöfn og lýsa upplifuninni af þessari athöfn sem þeir hafi aldrei orðið vitni að áður.

Hver unglingur fær sína einkaathöfn og hefur sjálfur talsvert um það að segja hvar og hvernig hún fer fram í samráði við foreldra og goðann sem sér um athöfnina.

Eins og allar aðrar heiðnar athafnir eru siðfestur haldnar við ólíkar aðstæður þótt algengast sé að þær séu haldnar úti. Sumar fara fram í heimahúsum eða görðum, aðrar í skógarrjóðrum eða öðrum fögrum náttúruperlum og einstaka athöfn í leigðum sal í nágrenni heimahaganna.

Eins og gengur eru athafnirnar með mjög misjöfnu sniði. Þar sem við Hilmar höfum séð um fræðsluna í Reykjavík kemur til okkar kasta að framkvæma flestar þeirra en við erum sammála um að engar tvær athafnir eru eins að öðru leyti en því að eldkerið, eiðbaugurinn og drykkjarhornið eru alltaf hluti af sviðsmyndinni.

Í veislunum eru allt frá því að vera aðeins fáeinir nánir ættingjar og vinir og upp í að gestalistinn telji á annað hundraðið eins og fyrir hefur komið í einstaka tilfellum.

Krakkarnir taka sjálfir þátt í skipulagningu á athöfninni sinni og hafa oft sínar hugmyndir um hvernig þau vilja hafa þetta. Flest þeirra taka virkan þátt í athöfninni, t.d. með því að segja nokkur orð eða flytja skemmtiatriði;

Stafarugl

En eitt eiga athafnirnar alltaf sameiginlegt; - þar ríkir einurð og gleði og allir eru saman komnir til að óska ungum einstaklingi góðrar ferðar út í lífið með gott nesti í farteskinu.

Íslenskt landslag er stórbrotið og mörg skemmtileg fjöll má finna víðsvegar. Finndu eftirfarandi fjallaheiti í stafaruglinu. Þau geta verið lárétt, lóðrétt eða á ská. K

E

I

L

I

R

A

A

H

V

O

L

S

B

Ú G

G

R

Æ

N

K

S

L

A

K

O

P

L

M

T

X

P

Ú

Ð

B

Y

N

D

S

T

I

N

D

U

T

F

V

E

N

L

K

E

Á

R

N

E

K

H

Þ

F

I

G

D

F

I

O

L

J

K

F

P

D

E

G

Ó M

L

E

T

M

B

L

T

A

Ý

Ö

A

J

O

X

F

A

B

T

Æ M D

V

E

T

V

Ó

Ð

M

E

F

R

H

S

H

D

N

E

G

A

O

S

T

U

R

Í

L

A

G

I

R

M Á

L

V

X

Þ

E

R

T

L

Y

K

B

V

E

S

T

R

A

H

O

R

N

I

U

A

F

B

Ú

R

F

E

L

L

Baula

Krafla

Bolafjall

Kvíafjall

Búlandstindur

Lómagnúpur

U Ð

N

8

G

Ó

L

V

F

Í

H

J

O

D

Ð

G

E

R

Ð

É

S

P

N

Búrfell

Skálafell

R

A

T

Ö

T

O

S

K

T

J

F

E

L

A

Í

H

O

L

U O

J

J

Á

G

A

L

S

I

B

N

S

M Ó

A

K

D

V

Ð M A

T

B

E

A

U

K

Esjan

Skjaldbreiður

S

Y

N

D

A

Í

O

K

I

G

L

L

E

S

S

P

O

B

R

G

N

E

O

Hekla

Snæfugl

A

H

Þ

É

K

G

E

Á

V

Ú

P

G

L

I

P

Á

H N

E

R

T

Þ

V

G

L

O

P

R

A

U

L

L

A

R

H

Ú

F

U

S

J

Ý

I

Ð

G

M B

H

Herðubreið

Stóri-Dímon

N

E

R

V

L

Ó M A

G

N

Ú

P

U

R

Z

Ú

K

T

Ð

H

Æ

S

O

Hoffell

Súlur

K

Ý

F

H

Æ

T

E

R

V

M

B

Ö

X

L

H

Ú

S

I

N

É

L

Hvesta

Vestrahorn

A

Kaldbakur

Þorfinnur

Keilir

V

F

L

Ó

I

M A

N

B

E

T

U

R

H

U

P

P

U

Á

H

V

E

S

T

S

É

N

S

K

J

A

L

D

B

R

E

I

Ð

U

R

C

O

F

V

E

F

F

H

Ú

N

G

A

F

É

L

O

G

S

K

R

U

D

D

U

R

Í

B

O

X

E

B

A

U

L

A

Þ

Ú

B

Ú

K

O

L

L

S

N Æ

F

U

G

L

M

Ð

L

T

Ý

R

V

J

R

H

Ö

N

Æ

R

A

D

P

Á

V

P

A

G

U

T

L

S


8

VOR SIÐUR

2019

Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði

Hof er betra þó hægt byggist Myndir: Hilmar Örn Hilmarsson

Eins og kom fram á síðasta Allsherjarþingi og í fréttum í kjölfarið höfum við hægt á framkvæmdum við hofið. Bankinn okkar fékk ný siðferðisleg viðmið fyrir rúmum tveimur árum, sem er líklega lofsvert, - nema að þau af einhverjum ástæðum loka á lánveitingar til „trúarbygginga“. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að að hofið okkar verði menningarmiðstöð þar sem þjóðararfinum, varðveisluskyldu okkar við fornkvæðin og bókmenntirnar og framhaldslífi þeirra í skapandi listum verði gert hátt undir höfði. Því miður hefur þessi hugsjón og áhersla ekki hlotið hylli lánanefnda bankanna sem hafa ausið fé í aðrar framkvæmdir með umdeilanlegum árangri… Við ákváðum að stíga eitt skref til baka. Hofbyggingin mun rísa á okkar forsendum og hún verður ekki, og má aldrei verða myllusteinn um hálsinn á starfsemi félagsins. Undanfarin 15 ár hefur Ásatrúarfélagið verið sérdeilis vel rekið félag. Starfið hefur blómstrað og aldrei verið tekið lán eða yfirdráttur. Við höfum haft þjónustu við okkar fólk að leiðarljósi meðfram því að standa við allar fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart verktökum og þeim sem hafa komið að framkvæmdunum. Það er gæfa okkar að hafa unnið með dásamlegu hugsjónafólki eins Sigurbirni Haraldssyni og Birni Sigurðssyni sem hafa skilað öllu sínu með láði og verið öflugir bakhjarlar þegar annarra naut ekki við.

Okkur hefur borist öflugur liðsauki í Magnúsi Sædal sem hefur af innsæi, þekkingu og reynslu stýrt framkvæmdum áfram sem verður seint fullþakkað. Í lok sumars verður farið í að setja aðgengi að lóðinni í viðunandi horf og við stefnum að því að flytja skrifstofu og félagsaðstöðu í hofið í lok nóvember. Það verða uppákomur í hinni ókláruðu hvelfingu í tengslum við fyrirhugaðar hópfjármagnanir og þær verða auglýstar af krafti þegar þar að kemur. Það var í upphafi erfitt að hætta að vinna eftir einhverri verklokatímasetningu, en það er frelsi í því að vera engum háður og vinna þetta á þeim hraða og þeirri fjárhagsgetu sem hentar félaginu. Frá árinu 2003 hefur fjöldi félagsmanna nífaldast og ber það vitni um ánægju þeirra sem hafa sótt athafnir og blót og leitað eftir þjónustu félagsins þegar mikið liggur við. Stór fjöldi þess fólks sem hefur gengið til liðs við félagið segir það hafi verið vegna þess að það hafi heillast af þeim athöfnum sem það sótti og fundið samhljóm með inntaki þeirra og fegurð. Þessi kjarni starfsins verður óbreyttur og þegar hvelfingin rís á næstu misserum hefst tímabil nýrra tækifæra en við byggjum áfram á þeim árþúsunda grunni sem var til áður en að uppsteypan hófst.


2019

VOR SIÐUR

9

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík

Hin íslensku rúnakvæði – eldri og yngri Árið 2010 ritaði ég stuttan pistil um hin íslensku rúnakvæði, einnig nefnd Þrídeilur, í 4. tölublaði Vors siðar. Þar benti ég á þann möguleika að kvæðin feli í sér merkingu rúnanna, jafnvel í því skyni að varðveita dulspekilegar merkingar rúnanna við spádóma. Hið íslenska rúnakvæði er sambærilegt því norska að því leyti að þar er yfirlit yfir þær 16 rúnir yngra fúþarkletursins raktar. Á Íslandi var hið yngra fúþark notað frá landnámi og fram að 15. öld, að mestu. Á 12. öld bættust þó fáeinar rúnir við rúnakerfið; stungnar rúnir (þ.e. með punktum eða strikum yfir eldri rúnir til að breyta hljóðgildi þeirra) og voru þær í notkun jafnt á Íslandi sem og í Skandinavíu. Eftir að ríkjasamband Íslands og Noregs rofnaði á 15. öld fjarlægðust tungumál ríkjanna og um leið rúnakerfi þeirra. Á Íslandi bættust fáeinar rúnir við rúnakerfið til að endurspegla séríslenskt hljóðkerfi. Þeirra á meðal voru fleiri stungnar rúnir en um leið ný rúnaform. Þessar viðbætur voru í þróun fram á 18. öld, þó sumar viðbætur yrðu aldrei sérlega útbreiddar á meðan aðrar voru í almennri notkun fram eftir öldum. Íslenskar rúnaristur er að mestu leyti að finna á legsteinum í kirkjugörðum víða um sveitir, á tréristum og búmörkum. Þróun rúnakerfisins má sjá á þeim ristum sem varðveittar eru. Þá eru íslensk handrit einnig til vitnis um þessa þróun, en rúnir skjóta víða upp kollinum í rúnalistum galdrakvera en um leið í íslenskum rímum. Rímnaskáld tóku upp á því að fela nöfn sín í lokaerindum rímnaflokka sinna með rúnakenningum og eru slík erindi kölluð nafnafelur. Nafnafelur byggja á málrúnakenningum og er sumar þær kenningar að finna í íslenskum rúnakvæðum. Íslenska rúnakvæðið, Þrídeilur, var áfram í dreifingu eftir þróun íslenska rúnakerfisins. Á 17. og 18. öld bættust við fleiri erindi til að endurspegla þróun kerfisins og þar er að finna málrúnakenningar fyrir þær rúnir sem þá höfðu bæst við. Í þessum yngri kvæðum koma fram merkingar hinna yngri rúna sem voru í almennri notkun – aðrar rúnir sem ekki urðu algengar enduðu ekki í kvæðunum. Þessi yngri rúnakvæði eru varðveitt í fáeinum handritum en hafa aldrei verið birt eða gefin út.

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík (Mynd: surmeli.com) Eldra rúnakvæðið hefur hlotið nafnið þrídeilur þar sem uppbygging þess ber með sér þrjár málrúnakenningar, en í lok hvers erindis er aðalmerking rúnarinnar þýdd á latínu ásamt konungaheiti. Tel ég að það merki hvaða eiginleika hver rún var talin stýra. Yngri rúnakvæðin bera oftast með sér tvær málrúnakenningar og er engin þýðing á latínu höfð með – enda latína orðin fátíðari eftir siðbreytinguna. Þessi kvæði saman varðveita merkingu rúnanna, umfram stafgildi þeirra, og eru því merkar heimildir um rúnanotkun fyrri alda. Kvæðin eru því birt hér saman í heild sinni, í fyrsta sinn:


10

VOR SIÐUR

2019

Hið íslenska rúnakvæði, eldra F

S

Fé er frænda róg og flæðar viti

Sól er skýja skjöldur og skínandi röðull

og grafseiðs gata.

og ísa aldurtregi.

Aurum fylkir.

Rota siklingur.

U

T

Úr er skýja grátur og skara þverrir

Týr er einhendur áss og úlfs leifar

og hirðis hatur.

og hófa hilmir.

Umbri vísi.

Mars tiggi.

Þ

B

Þurs er kvenna kvöl og kletta búi

Bjarkan er laufgað lim og lítið tré

og varðrúnar ver.

og ungsamlegur viður.

Saturnus þengill.

Abies buðlungur.

O

M

Óss er aldingautur, og Ásgarðs jöfur

Maður er manns gaman og moldar auki

og Valhallar vísi.

og skipa skreytir.

Júpíter oddviti.

Homo mildingur.

R

L

Reið er sitjandi sæla og snúðug ferð

Lögur er vellanda vatn og víður ketill

og jórs erfiði.

og glömmunga grund.

Iter ræsir.

Lacus lofðungur.

K

Y

Kaun er barna böl og bardaga för

Ýr er bendur bogi og óbrotgjarnt járn

og holdfúa hús.

og fífu fárbauti.

Flagella konungur.

Arcus ynglingur.

H Hagall er kaldakorn og krapa drífa og snáka sótt.

Hið íslenska rúnakvæði, yngra

Grando hildingur.

G

N

Stunginn kaun1 stofnar mæði,

Nauð er þýjar þrá og þungur kostur

stór sár trú ég blæði.

og vássamleg verk.

E

Opera niflungur.

Stunginn ís stendur reyndur;

I

stuldur oft er leyndur.

Ís er árbörkur og unnar þak

C

og feigra manna fár.

Knésól kallar reina;

Glacies jöfur.

kemur í stríði skeina.

A

Ð

Ár er gumna góði og gott sumar

Stunginn Týr: særður ásinn djarfi;

og algróinn akur. Annus allvaldur.

1

sá var í víga starfi. einnig nefnt grafið mein í sumum handritum.


2019

VOR SIÐUR

11

D Dís2 er ein af nornum. etur tröllskap fornum. P Plástur er meina mýkt, manna græðing, og benja bót. Ö Tvíörvaður bogi úr stóðu ylgjar hvopti örvar tvær á lopti3

Myndefni: Rúnaform eftir hönnun Sigurðar Oddssonar, úr bókinni Icelandic Book of Fuþark, Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Lesstofan (Reykjavík: 2018).

Heimildaskrá: AM 738 4to. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Handritasvið. Reykjavík, Ísland. ÍB

Æ Æ[s]ingur4 öllum grómur æpir barn kvelur dómur. Z Elli hvíld, erfiði og elli, ei vill vera á felli.

ÍBR 64 8vo. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Reykjavík, Ísland. Lbs. 2334 4to. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Reykjavík, Ísland. Lbs

2 einnig nefnd Dauði í sumum handritum. 3 annað kvæði er varðveitt í samhengi við þessa rún, en hún þekkist einnig undir öðru rúnaformi og nafni, Ör. „Ör flýgur af álmi/ engin meinak tálmi.“ 4 einnig nefnt Æsa, Æsir og Æði í sumum handritum og hefur stundum annað form.

Mynd: Gréta Hauksdóttir

299 4to. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Reykjavík, Ísland.

2886 8vo. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Handritasafn. Reykjavík, Ísland.

Teresa Dröfn Njarðvík, „Um hin íslensku rúnakvæði“, Vor siður, 2010:4, bls. 4-5.


12

VOR SIÐUR

2019

Kári Pálsson

Um blót og blótsteina

Steinninn sem blótaður var samkvæmt Kristni sögu, en í honum dvaldi ármaður Finna má í íslenskum fornbókmenntum sagnir um heiðna menn á Íslandi fyrir kristnitöku sem stunduðu blót sem þeir notuðu við ákvörðunartöku, lögskil og jafnvel dýrkun guða. Í Landnámu blótuðu að menn lundi, steina, fossa og báru menn í þá blótleifar. Einnig eru blótathafnir settar meðal annars í hlutverk leiðarvísis landnámsmanna þegar Ísland var numið, líkt og í frásögninni um Flóka Vilgerðarson sem segir: „Hann fekk at blóti miklu ok blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því at þá hǫfðu hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í Norðrlǫndum.“ Í svipuðum dúr er frásögn um blót sem Vébjörn Végeirsson hélt, þar sem hann fór ekki á brott til að nema blótfréttina í óþökk bræðra sinna. Sama

dag brutu þeir skip sitt í illviðri undir hömrum og björguðust naumlega. Slíka hugsun um að fá vitneskju um framtíðina frá blóti má einnig sjá í frásögn Landnámu af hinum fræga Ingólfi Arnarsyni sem „fékk at blóti miklu“ til að leita heilla um forlög sín. Ingólfur fékk þá frétt úr blótinu að örlög hans beindust til Íslands, en Hjörleifur fóstbróðir hans vildi ekki blóta og afleiðing þess skýrist í sjöunda kafla Landnámu og segir þar: Eptir þat fór Ingólfr vestr til Hjǫrleifshöfða, ok er hann sá Hjǫrleif dauðan, mælti hann: „Lítit lagðisk hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu at bana verða, ok sé ek svá hverjum verða, ef eigi vill blóta.


2019

VOR SIÐUR

Frásagnir Landnámu gefa því til kynna að alvarlegar afleiðingar hljótist ef menn taka ekki þátt í blótathöfnum né gá til frétta af blótum, og taka jafnvel jákvæða afstöðu með blótum. Þá kemur orðalagið að „ganga til fréttar“ nokkrum sinnum fyrir, sem gæti bent til þess að blótathafnir hafi jafnvel verið fjarri mannabyggðum. Einnig benda sumar heimildir, líkt og Hymiskviða, á að blóð hafi haft hlutverk fréttamiðils þar sem lesið var úr blóðslettum sem gáfu vissa blótfrétt eða vitneskju um ákveðna hluti. Þá má finna í Úlfljótslögum forna lagagrein um lögskil á blótum. Jón Hnefill Aðalsteinsson rannsakaði texta Úlfljótslaga og komst að því að þar kæmi glöggt fram „[n]ákvæmni íslensks lagamáls“ og þau ættu sér „enga hliðstæðu í norrænum ritum“. Þar segir: Baugr, tvíeyringr eða meiri, skyldi liggja í hverju höfuðhofi á stalla. Þann baug skyldi hverr goði hafa á hendi sér til lögþinga allra, þeira er hann skyldi sjálfr heyja, ok rjóða hann þar áðr í roðru nautsblóðs þess, er hann blótaði þar sjálfr. Hverr sá maðr, er þar þurfti lögskil af hendi at leysa at dómi, skyldi áðr eið vinna at þeim baugi ok nefna

13

sér vátta tvá eða fleiri. „Nefni ek í þat vætti,“ skyldi hann segja, „at ek vinn eið at baugi, lögeið. Hjálpi mér svá Freyr ok Njörðr ok inn almáttki Áss“. Til eru aðrar frásagnir í Íslendingasögum sem svipar mjög til frásagnar Úlfljótslaga þar sem menn leysa lögskil af hendi á blótum. Stundum koma þar fyrir „hlautbollar“ sem armbaugi goðans er dýft í, sem menn síðan sverja eiða á. Blótfrásagnir Úlfljótslaga (og sumra Íslendingasagna) snerust heldur um samkomur manna þegar gera skyldi lögskil, oftast í hofum þar sem blóð leikur lykilhlutverk, geymt í „hlautbollum“. Slíkar samkomur liðu undir lok í aðdraganda kristnitökunnar þar sem Þorgeir Ljósvetningagoði sagði, samkvæmt Kristni sögu: „vér höfum allir ein lög ok einn sið, því at þat mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn.“ Þorgeir Ljósvetningagoði ítrekar þannig mikilvægi þess að landið allt haldi sömu lögum svo ekki komi til óeirða, en í blótlýsingu Úlfljótslaga er verið að lýsa hvernig heiðnir menn virtu lögeiða. Þar virðast kristnir menn ekki hafa hlutverk. Persónuleg blót voru þó leyfð áfram eftir kristnitöku, eins og það sem Ingólfur tók þátt í áður en hann fór af stað til Íslands, því síðar í sögunni

Steinninn úr Goðdal. Fyrir framan er hringurinn minn til viðmiðunar. Ljósmynd: Kári Pálsson


14

segir: „Menn skyldu blóta á laun, ef vildi, en varða fjörbaugsgarði, ef váttum kæmi við.“ Þá segir Konungsannáll að Úlfljótur hafi komið með sín lög til Íslands árið 927. Það gæti bent til þess að blótsiðir sem Landnáma lýsir tengist persónulegum hefðum, en blóthefðirnar sem lýst er í Úlfljótslögum tengist lagalegri hlið. Þá fjalla fornsögurnar um blót hjá hörgum og steinum sem bleyttir hafa verið blóði og blótaðir, líkt og í Kristni sögu þar sem ármaður er blótaður í steini, en hvergi eru slíkir steinar kallaðir „blótsteinar“ með beinum hætti. Fornleifafræðin styður áherslu fornbókmenntanna á mikilvægi blóðs í athöfnum þar sem fundist hafa leifar af dýrum sem virðist hafa verið fórnað í trúarathöfnum, með tilheyrandi blóðsúthellingum, í Skandinavíu og á Íslandi. Óvanalegar aflífunaraðferðir á Hofstöðum á Mývatni gefa til kynna að þátttakendur hafi á heiðnum tímum vísvitandi látið blóð ganga yfir sig þegar nautgripir voru aflífaðir. Fornleifafræðin bendir til þess að þessir atburðir hafi verið endurteknir og jafnvel hafi gerst á ákveðnum árstíma, sem kemur saman við frásagnir fornbókmenntanna. Snemma á nítjándu öld barst prestum á Íslandi spurningalisti um íslenskar fornleifar. Þar af var spurning númer tvö um stóra steina eða kletta af mannavöldum, en „serílagi óskaz greinileg skírsla um þá svokölludu blótsteina á fornum hof- edr þíngstöðum – og um adrar heidindómsins leifar er enn þá kynnu meinast ad vera til.“ Orðið „blótsteinn“ kom hér fyrst til sögu og var það hugtak búið til af fræðimönnum. Þeir prestar sem sögðust hafa fundið slíka steina voru vel að sér í sumum fornsögum sem fjalla um blót hjá steinum á svæðinu. Aðrir prestar nefndu aftur á móti ákveðna landvætti sem bjuggu í vissum steinum, og virðist byggja á fornri munnlegri geymd sem líkist frásögn Kristni sögu, eins og áður var nefnt. Vitundarvakning varð í kjölfarið hjá Íslendingum um að varðveita fornleifar, ekki síst þær sem virðast nefndar í fornsögunum. Landið hafði ríkan sagnabrunn en fátæklegar fornleifar, sem þörfnuðust útskýringar. Fræðimenn leituðust við að útskýra þessar leifar á söguslóðum, einkum á stöðum sem höfðu „hofs“ örnefni. Í kjölfarið fundu fræðimenn á 19. öld og frameftir þeirri tuttugustu steina í umhverfinu sem þeir kölluðu „blótsteina“, og var fyrst mikill áhugi á að koma slíkum steinum á söfn. Athygli manna virðist hafa beinst einkum að bollalaga formi steinanna, og leit þeirra beindist að þeim „hlautbollum“ sem nefndir eru í fornsögunum.

VOR SIÐUR

2019

Eftir því sem árin liðu fóru fræðimenn að efast um að slíkir steinar væru virkilega „blótsteinar“ eða „hlautbollar“ þar sem slíkir steinar gátu verið kolur, mundlaugar, grýtur, kvarnir, eða eitthvað annað. Til að mynda gefa yngri fornleifaskýrslur til kynna að slíkir steinar hefðu fundist í fornum fjárhúsum, sem menn töldu áður vera hofrústir. Af þeim steinum sem rannsókn mín tók til var ekki hægt að skera úr um með vissu hvort neinir þeirra væru virkilega „hlautbollar“ eða hefðu tengst blótum, þó að bollalaga steinn sem fannst í Goðdal liggi sterklega undir grun um að vera tengdur trúarlegri iðkun. Réttarmeinarannsókn var gerð á steininum og fundust í honum blóðleifar og leifar af sóti undir bollanum. Spurði ég rannsakendur hvort steinninn hefði gefið blóðsvörun ef kjöt eða aðrar matarleifar hefðu verið geymdar í steininum, og var mér tjáð að þá hefði slík blóðsvörun ekki komið, heldur hefði bollinn geymt blóð í fljótandi formi fyrir margt löngu. Fundarstaður hans er einnig umlukinn heiðnum örnefnum og munnmælum sem gefa til kynna að heiðinn átrúnaður og siðir hafi verið stundaðir í dalnum, svo forvitnilegt væri að vita hvort frekari fornleifar væru á staðnum. Þó er greinilegt að „blótsteinarnir“ og „hlautbollarnir“ bera vitni um viðhorf og heimssýn landsmanna sem lásu ummerki og fornleifar umhverfi síns með fornsögurnar í huga. Oftar en ekki sáu landsmenn það sem þeir vildu sjá og fundu það sem þeir vildu finna, enda var þjóðin vel að sér í fornsögunum. En lengi lifir í gömlum glæðum og sagnir um „blótsteina“ og „hlautbolla“ lifa jafnvel ennþá í dag, í gegnum fréttamiðla, söfn eða jafnvel í munnmælum. Þessi útdráttur er úr lokaverkefni höfundar um íslenska blótsteina í þjóðfræði. Lesa má ritgerðina í heild sinni á skemman.is undir heitinu „Íslenskir blótsteinar“.


2019

VOR SIÐUR

15

Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði

Ásheimur

Hof Árna Sverrissonar Hegranesgoða að Efra –Ási í Skagafirði

Ásheimar; séð yfir útisvæðið við hofið og inn Hjaltadalinn. (Mynd Sig. Ing) Ásatrúarfólk á Íslandi á því sjaldnast að fagna að eiga sér allt í einu fullfrágengið 80 fermetra hof með eldstæðum samastað þar sem hægt er að hittast til að blóta eða halda og sæti fyrir um 50 manns, sem á enn eftir að fjölga. aðrar heiðnar athafnir. Þak er komið yfir allt hofið og lokað með mikilli tréhurð Skagfirðingar eru þó svo heppnir að þeir geta komið í sem Árni smíðaði sjálfur og skar út. Við norðurenda Ásheim að Efri-Ási í Hjaldadal, en þar býr Árni hofsins er einnig komið myndarlegt útisvæði sem vel er Sverrisson Hegranesgoði ásamt fjölskyldu sinni og hefur skýlt og því góður kostur til útiathafna. blótaðstöðu nánast í forgarðinum í myndarlegu, heimasmíðuðu hofi.

Heiðið fólk fagnar Ásheimi

Allt unnið í sjálfboðavinnu Árni er húsasmiður og kúabóndi og keypti Efri–Ás árið 2007. Þrátt fyrir að Árni og hans fólk sé heiðið var ekki farið að grilla í neinar hugmyndir um hof á þeim tíma. Það var ekki fyrr en sumarið 2010 að hugmyndin um einhvers konar samkomu- og griðastað í fornum sið fæddist og Árni réðst til atlögu við blettinn þar sem hofið stendur núna. Upphaflega stóð til að laga til einhverja 30 fermetra undir þennan stað og hann byrjaði að vinna í jarðvegi með vélum, skipti mold út fyrir möl og gerði klárt til fyrir smíðarnar. Einhvern veginn stækkaði og stækkaði þetta svæði „óvart“ og eftir fjögurra ára starf stóð þar

Hofið er að langmestu leyti handunnið, en grjótið í hleðslur var sótt í nágrennið. Viðar Sverrisson grjóthleðslumaður og vinur Árna hlóð grjótinu, en eftir það tók húsamsiðurinn Árni við vinnunni, byggði hofið og vann önnur verk sjálfur með aðstoð fjölskyldu sinnar, vina og kunningja. Meðan á þessu verki stóð kættust Árni og hans fólk yfir því að geta nýtt staðinn fyrir heiðnar athafnir í framtíðinni og það varð því úr að Árni fékk Jóhönnu Harðardóttur til að vígja hofið og helga það heiðnum sið árið 2014, og var þar mætt allmargt heiðinna manna af svæðinu eða um 40 manns. Við þetta sama tækifæri endurnýjuðu Árni og Heiðbjört eiginkona hans heit sín að heiðnum sið og var það fyrsta athöfnin í hofinu nývígðu.


Árni Sverrisson Hegranesgoði og eiginkona hans 16 Heiðbjört Stefánsdóttir skera brúðkaupstertuna. (Mynd Sig. Ing)

VOR SIÐUR

2019


2019

VOR SIÐUR

17

Goðavígsla Árna á sumarsólstöðum 2016. (Mynd Sig. Ing) Á þessum tíma var farið að bera á því að heiðið fólk í Skagafirði hittist til spjalls og ráðagerða. Það fagnaði auðvitað þeirri nýjung að geta hist við blót að Efra-Ási og ljóst var orðið að Skagfirðingar og fleiri norðlendingar vildu fá Árna fyrir goða. Það gerist hratt og vel því Árni tók áskoruninni og á sumarsólstöðum árið 2016 hlaut hann goðavígslu af Hilmari Erni Hilmarssyni í sínu eigin hofi í Ásheimi að viðstöddum rúmlega 80 manns, þar með töldum vígslubiskupi á Hólum, en þau Árni eru næstu nágrannar.

Mikið um að vera Það er engin hörgull á blótum í Ásheimi því þar eru haldin regluleg blót á sumardaginn fyrsta, og einnig bæði á sumar- og vetrarsólstöðum (jólablót). Árni hefur alltaf haldið þorrablót á þorraþræl og það blót hefur oft staðið framyfir miðnættið, þannig að í raun hafa menn fengið tvö fyrir eitt,- þorrablót og góugleði. Þá hefur Árni tekið upp þá nýlundu að halda veturnáttablót með

„Halloween“ þema sem hefur reynst mjög vinsælt og vel sótt, ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni. Þá hefur einnig verið boðið upp á vættablót á Faxatorgi og hittinga á kaffihúsi á Króknum við og við. Ásheimur er ekki bara vinsæll til blóthalds og athafna, því þar er einnig vinsæll viðkomustaður forvitinna heiðingja á ferð um landið. Íslendingar hafa talsvert komið í heimsókn, en erlendir ferðamenn hafa verið enn duglegri að heimsækja hofið og að sögn Árna eru það oft ásatrúarmenn sem koma til Íslands til að kynnast okkar hefðum þar sem þeir eru ekki allsendis ánægðir með áherslur landa sinna. Árni telur það ekki eftir sér að leiðsegja fólki um hofið og siðinn þegar hann hefur tíma frá bústörfum og segist hafa gaman af.


18

VOR SIÐUR

Völundarhús

2019

Iðunn er sú sem gætir gullepla, sem goðin borða til að halda sér ungum. Morgun einn uppgötvar Iðunn að einhver hrekkjalómur hefur tæmt eplatunnuna hennar. Hjálpaðu Iðunni að finna eplin.

Verðlaunakrossgáta - skýringar Eins og fyrri ár er verðlaunakrossgáta í blaðinu. Hægt er að senda inn lausn á netfangið asatru@asatru.is merkt „Krossgáta“ eða bréfleiðis á skrifstofuna; Ásatrúarfélagið (krossgáta) Síðumúla 15 108 Reykjavík. Frestur til að senda inn lausn krossgátunnar er til og með 16. september 2019, og dregið verður úr réttum úrlausn-

um sem berast innan tímamarka (hjá póstsendum lausnum gildir póststimpill). Verðlaunin eru ekki af verra taginu; spilið Ragnarök örlög goðanna eftir Reyni A. Óskarsson, sem fjallað er um á öðrum stað í blaðinu.


2019

VOR SIÐUR

19

Verðlaunakrossgáta Sáðlöndin Duft

Málsháttur

Ólæti Hrekkir

Sóma Gæði Hroki

Brotna Líka

Sk.st. Ærslast

Spyr

Athygli Gruna

Vafi Úrhelli

Unaður

Röst Góð Rót

Tré Rusl Stóll

Flan Þrep Friða

5

Mótmæli Ílát

3

Heiti Ella Taka

Áfellur Grugg Rask Nuð Íþr.fél Skál Ekki Særir Bor 1000 Risa Snjókorn Pota

Samhlj. Spurn Kallar Snót Röskur

Espa Þræta Fjöldi Hersli Lota

Samtök Kusk Hrina

Kúgar Sérhlj. 4

Vesæll Dugur 1

Vangá Dilla Hæla

Heilsugóður

3 eins

Á flík Þegar Nr.33

Askja

Fruma Alltaf

Hlass Veisla Nefnd

Höfðingja

Keyri Rúlluðu

Frísk

Ofnar Bylur

Veisla Venja

Næði Örn

Kvað Ákafir Punt

Sérstök Reika 6

Spann Risa Ikt Púkar Samhlj.

Busl Korn

Leyfist

Vitur

Framleiðsla Laust

Planta

Svik Innan Snap Tónn Upptök Vagg 1 2

7

Dvel Róta

Stefna 3

4

5

6

7

2


20

VOR SIÐUR

2019

Bækur númer eitt og tvö í þríleiknum „Hvísl hrafnanna“.

Andrea Ævars

Hvísl hrafnanna - Ritdómur um danskan þríleik Seint á árinu 2017 kom út bókin Hvísl hrafnanna – fyrsta bókin í þríleik eftir danska höfundinn Malene Sølvsten. Bókin rataði ekki strax í hendur mínar, en þegar önnur bókin kom út 2018, ákvað ég að byrja að lesa þær, jafnvel þó ég vissi að þriðja og síðasta bókin kæmi ekki fyrr en árið 2019 og ég nenni yfirleitt ekki að lesa bókaflokka fyrr en útséð er með að allar bækurnar komi út. Vonbrigðin sem ég upplifi þegar hætt er að þýða í miðri seríu, eru bókstaflega áþreifanleg! Bókin blandar saman mörgum ólíkum þáttum, það er smá rómantík, það er smá þefur af „norrænu glæpasögunni“, það er félagslegt raunsæi og auðvitað fantasía, en það sem greip mig mest er að stór hluti bókana fjallar um norræna goðafræði og stað hennar í samtímanum. Þó bækurnar séu langar (fyrsta bókin er 686 bls. og

önnur bókin er 592 bls.) er þetta aldrei „þungur“ lestur. Þýðing Þórdísar Bachmann rennur ljúflega niður og þótt sögupersónurnar sem við kynnumst séu margar og saga þeirra allra sé sögð að einhverju leyti, verður söguþráðurinn aldrei það flókinn að maður missi yfirsýnina. Sagan gerist í samtímanum og fjallar um Önnu, unglingsstúlku sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í lífinu. Hún hefur þvælst á milli fósturheimila þar sem foreldrar hennar skildu hana eftir þegar hún var lítil og af einhverjum óútskýrðum ástæðum líkar fólki almennt frekar illa við hana. Fyrsta bókin hefst haustið sem Anna verður 18 ára gömul og strax á fyrstu blaðsíðunni er okkur gerð grein fyrir að Anna er ekki eins og við flest. Hún sér fortíðina og um leið og hún heilsar fólki fær hún sögu þess beint í æð á augabragði. Hún forðast þess vegna að snerta fólk nema að hún neyðist til þess.


2019

VOR SIÐUR

Aðalsöguhetjurnar okkar eru Anna Sakarias, Matthías Hedskov og Luna Sekibo, þau eru öll á átjánda ári þegar sagan byrjar og lenda saman í bekk. Matthías og Luna eru nýflutt til bæjarins en þekkjast ekki innbyrðis. Af einhverjum undarlegum ástæðum veit Luna allt um Önnu, en Anna hefur aldrei heyrt minnst á Lunu eða Sekibo-fjölskylduna yfir höfuð. Þetta er allt hluti af dularfullri fortíð Önnu, sem man lítið sem ekkert eftir foreldrum sínum og hefur verið einstæðingur í heiminum, ef frá er talinn hundurinn Monster og Arthur, dálítið skrýtinn maður sem hefur passað upp á hana frá því að hún var sett á fósturheimili fjögurra ára gömul. En um leið og Luna og Matthías koma inn í líf hennar og neyða hana til að vera vinkona þeirra, fara að dúkka upp fleiri og fleiri einstaklingar sem bera hag hennar fyrir brjósti, beint eða óbeint. Eftir að Matthías og Luna flytja til Ravnsted byrja óhugnanleg morð að eiga sér stað og í ljós kemur að þau tengjast Önnu á einhvern hátt. Krakkarnir vefjast inn í lögreglurannsóknina og að lokum inn í mun dularfyllri og undarlegri atburði en það. Anna kemst að því að guðirnir okkar gömlu lifa góðu lífi, þó það sé í annarri mynd en við erum vön að hugsa um þá og að það eru fleiri heimar en okkar. Þessum heimum þarf að bjarga og er Anna stór þáttur í að heimarnir tortímist ekki og ragnarök renni upp. Anna er skemmtilegur karakter. Sterk, traust, kaldhæðin og sjálfstæð en líka góð inn við beinið og maður fer ósjálfrátt að halda með henni strax í upphafi fyrstu bókarinnar. Hún hefur gengið í gegnum erfiðleika sem ekki nokkur maður á að þurfa að upplifa og er dálítið „myrk“ í skapi vegna þeirra, en aldrei þannig að maður haldi að hún sé ekki góð manneskja. Hún minnir mig dálítið á Lisbeth Salander úr bókum Stieg Larsson en er ekki eins „úttauguð“ og drungaleg. Fleiri persónur koma inn í líf Önnu á meðan sagan vindur upp á sig og reynast þær vera guðir, hálfguðir, nornir af báðum kynjum, jötnar og hálf-jötnar. Tengingin við norræna goðafræði er algjörlega mögnuð og sést vel að Malene hefur haft mikið fyrir því að kynna sér

Forsíða bókar númer þrjú um „Hvísl hrafnanna“ í dönsku útgáfunni. Greinarhöfundur bíður spenntur eftir henni í íslenskri þýðingu.

21

sagnaheim goðafræðinnar áður en hún lagðist í að skrifa þessar bækur. Eitt af því sem hún stúderaði nokkuð vel voru mannanöfn. Einn af þeim sem Anna hittir eftir að Matthías og Luna mæta á svæðið, er Varnar. Nafn hans er tekið úr íslensku því hann reynist eiga að vernda Önnu, varna því að eitthvað slæmt komi fyrir hana. Sama er með Hakim. Al hakim þýðir „sá vísi“ á arabísku og því fannst Malene kjörið að rannsóknarlögreglumaðurinn sem vinnur með morðmálin sem koma upp í þessum annars friðsæla hluta norður Jótlands, beri nafnið Hakim. Hann er jú að rannsaka málið og verða vísari um tilefni morðingjans. Þó bækurnar tvær sem komnar eru séu um 1300 blaðsíður las ég þær á nokkrum dögum og bölvaði svo sjálfri mér fyrir að bíða ekki með að lesa þær þar til þriðja bókin væri komin út því ég var svo spennt að ég hefði viljað fá að vita strax hvort ragnarök skullu á eða hvort söguhetjunum okkar tókst að afstýra heimsendi.


22

VOR SIÐUR

2019

Myndir: Þorbjörg Elfa Hauksdóttir

Myndin sýnir spjaldborða ofna af Þorbjörgu Elfu Hauksdóttur eftir sögulegum fundum, talið frá vinstri: Oseberg, Hallstadt, Ísland, Kaupang, öldur, tíglar, snúningur

Þorbjörg Elfa Hauksdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir

Um spjaldvefnað Sögu spjaldvefnaðar má rekja mörg þúsund ár aftur í tímann. Merki um vefnaðinn hafa fundist í Asíu, Egyptaland og í Evrópu en ómögulegt er að segja til um upprunann. Það eru hins vegar engar sannanir þess að spjaldvefnaðurinn hafi verið til í Ástralíu, Ameríkunum eða Suður-Afríku. Hugsanlega kemur spjaldvefnaðurinn því úr austri og dreifist síðan til vesturs og þaðan norður um Evrópu þar sem hann var vinsæll og í almennri notkun fram á 16. öld. Til Íslands kom spjaldvefnaður með landnámsmönnum og hér þróaðist afbrigði, svokallaður tvöfaldur spjaldvefnaður. Sá var þykkari og þéttari en önnur afbrigði og hentaði betur í reiðgjarðir, beislistauma, hnakkbönd og styttubönd eða annað sem verulegt slitþol þurfti.

Við spjaldvefnað þarf engin stórtæk tæki, aðalmálið eru spjöldin. Þau hafa verið gerð úr ýmsum efnum, til dæmis tré, leðri, horni eða beini. Nú til dags eru oftast notuð spjöld úr hertum pappa eða plasti. Spjöldin eru oftast ferhyrnd, 6-8 cm á kant, þykktin ekki nema 1-2 mm. Gat er í hverju horni en í hvert horn er dreginn einn þráður og fjórir þræðir í hvert spjald. Fjöldi spjalda og grófleiki þráðanna ráða mestu um breidd borðans. Lengd borðans ræðst aftur á móti af uppistöðunni. Til þess að gera uppistöðuna þarf tvo upprétta pinna, t.d. stólbak, stóllappir, rakgrind, eða tvær þvingur festar á borð með því millibili (+ 50 cm) sem borðin á að vera langur. Garnið er því næst rakið á milli og þrætt í spjöldin eftir fyrirfram ákveðnu mynstri. Þetta ræður síðan mynstrinu á bandinu. Úr flestum lagningum er þó hægt að fá


2019

VOR SIÐUR

nokkur mynstur. Þekkt mynstur frá víkingaöld draga gjarnan nöfn sín af stöðum þar sem þau hafa fundist við uppgröft, svo sem Oseberg og Hallstadt. Sjálfur vefnaðurinn er í því fólginn að spjöldunum er snúið öllum í einu, við það snúast þessir fjórir þræðir sem eru í hverju spjaldi. Kristján Eldjárn lýsir þessu skemmtilega í bókinni Hundrað ár í Þjóðminjasafninu: Öll styttubönd eru spjaldofin, þau eru ekki ofin í vefstól heldur í litlum ferskeyttum þunnum spjöldum. Uppistaða er dregin í gegnum göt á hornum spjaldanna og skilin eru mynduð með því að snúa spjöldunum í hendi sér. Með þessu ótrúlega fábreytta tæki er hægt að vefa flókin munstur, rósir, dýr og stafi með því að hagræða spjöldunum er hægt að ná því nær ótakmarkaðri fjölbreytni.

23

Heimildir: Hugur og hönd, ýmis tímarit. Susanna Broome, 2016. Simple tablet weaving after finds. Candace Crockett, 1991. Card weaving. Interweave Press. Kristján Eldjárn, 1973. Hundrað ar í Þjóðminjasafni.

Spjaldvefnaður í vinnslu.


24

VOR SIÐUR

2019

Myndirnar eru úr safni Reynis A. Óskarssonar


2019

VOR SIÐUR

25

Ragnarök –Örlög goðanna Ragnarök - Örlög goðanna hugverk Reynis A. Óskarsonar. Reynir hefur um árabil stundað vísindalegar rannsóknir, almenna fræðamennsku og kennslu á sannleiksgildi Íslendingasagnana með sérstaka áherslu á vopnanotkun, undir handleiðslu Dr. William R. Short og teymis þeirra Hurstwic. Það var í kennslu og fyrirlestrum sem Ragnarök – Örlög goðanna varð til. Rannsóknarvinna hópsins byggir að miklum hluta á hugarfari norrænna manna á víkingaöld og það var þar sem allra mestan misskilning var að finna meðal nemenda og gesta. Goðafræðin hafði fengið á sig mjög undarlega mynd í gegnum rangtúlkanir, rangfærslur eða að höfundar nútímans breyttu þeim eftir hentisemi. Ákefð Reynis í vísindalegum rannsóknum á sannleiksgildi Íslendingasagnana er notuð í gerð þessa spils. Allt er tekið úr frumheimildunum, ekkert er ýkt, ekkert er túlkað, ekkert er prédikað. Einblínt er á að leikmaðurinn

sjálfur fengi sína eigin sýn á þennan hugvíkkandi og magnþrungna heim sem köllum menningararf okkar. Í spilastokknum eru sextíu og fimm spil sem fara yfir allar helstu verur goðafræðinnar. Hvert spil inniheldur kynningartexta um veruna, stig sem sýna staðsetningu þeirra og áhrifamátt. Með stokknum fylgja leikreglur fyrir sex leiki, hver og einn miðar að þekkingu leikmanna á norrænni goðafræði. Einfaldasti leikurinn er fyrir þá sem hafa litla eða enga þekkingu á goðafræði. Flóknasti leikurinn er fyrir þá sem þekkja goðafræðina mjög vel. Því meira sem einfaldari leikirnir eru spilaðir því meira lærirðu og því auðveldara er að spila flóknari leikina. Eyvindur P. Eiríksson Vestfirðingagoði, fyrrverandi lektor í íslensku og sagnaþulur fór yfir íslensku og innhald spilanna. - R.A.Ó


26

VOR SIÐUR

2019

Viðburðadagatal 2019 Apríl: 25. apríl, sumardagurinn fyrsti. Sigurblót: • Síðumúli 15 í Reykjavík Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. • Haukadalur í Dýrafirði Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. • Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði). Maí: 25. maí, • Gróðurblót að Mógilsá Alda Vala Ásdísardóttir, Hvammsverjagoði. Júní: 21. júní, sumarsólstöður: Sólstöðublót: • Patreksfjörður Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. • Skagafjörður Árni Sverrisson Hegranesgoði. • Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. 27. júní, • Þingblót á Þingvöllum í Almannagjá kl. 18:00. Júlí: 20. júlí, • Miðsumarblót í Grundarfirði Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði. Nánar auglýst síðar. 28. júlí, • Njarðarblót í Hveragerði, kl 13:00 Haukur Bragason, Lundarmannagoði. Blótið verður haldið í lystigarðinum Fossaflöt. September: 7. september • Opinn lögréttufundur í umsjón Lögréttu. 23. september, Haustjafndægrablót • í Hlésey, kl. 18:00 Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði. • Haustjafndægrablót, kl 20:00 Árni Sverrisson Hegranesgoði.

Október: 24. október, • Veturnætur á Orrustutanga við Sævang á Ströndum. Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. Nánar auglýst síðar. 26. október, • Veturnáttablót á Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. Nánar auglýst síðar Nóvember: 2. nóvember • Allsherjarþing, kl. 14:00 í Reykjavík. Nánar auglýst síðar. • Halloweenblót, kl. 20:00 Árni Sverrisson, Hegranesgoði. 3. nóvember • Opinn lögréttufundur kl. 14:00. Ný Lögrétta tekur við. Desember: 1. desember, Landvættablót: • Ísafjörður, í Jónsgarði Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. • Sauðárkrókur, Faxatorgi 1 kl. 20:00 Árni Sverrisson Hegranesgoði. • Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. Nánar auglýst síðar. • Grundarfjörður Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði. Nánar auglýst síðar. 21. desember, • Vetrarsólstöðublót Árni Sverrisson, Hegranesgoði. 22. desember • Jólablót á Akureyri: Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. Nánar auglýst síðar, 31. desember • Níu nátta blót á Akratorgi á Akranesi, kl. 16:00 Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði.


2019

VOR SIÐUR

27

Viðburðadagatal 2020 Janúar: • Þorrablót á þorranum (24. jan. – 22. feb.) á Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. Nánar auglýst síðar.

Maí 30. maí • Gróðurblót að Mógilsá Alda Vala Ásdísardóttir, Hvammsverjagoði.

Febrúar: 22. febrúar, • Þorraþrælsblót í Ásheimi í Skagafirði, kl. 20:00 Árni Sverrisson, Hegranesgoði.

Júní: 20. júní, sumarsólstöður Sólstöðublót: • Bíldudalur í Arnarfirði Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. • Ásheimur í Skagafirði Árni Sverrisson, Hegranesgoði. • Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði. • Grundarfjörður Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði.

Mars: 20. mars, • Vorjafndægrablót í Hlésey, kl. 18:00 Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði. 21. mars, • Vorjafndægrablót í Borgarfirði Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði. Apríl: 23. apríl, sumardagurinn fyrsti Sigurblót: • Öskjuhlíð í Reykjavík Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. • Haukadalur í Dýrafirði Elfar Logi Hannesson, Haukadalsgoði. • Ásheimur í Skagafirði, kl. 13:00 Árni Sverrisson, Hegranesgoði. • Akureyri Ragnar Ólafsson, Þveræingagoði.

25. júní • Þingblót á Þingvöllum í Almannagjá kl. 18:00. Júlí: 18. júlí • Miðsumarblót Stykkishólmi Jónína K. Berg, Þórsnesingagoði. 26. júlí • Njarðarblót í Hveragerði, kl 13:00 Haukur Bragason, Lundarmannagoði. Blótið verður haldið í lystigarðinum Fossaflöt.

Mynd: Gréta Hauksdóttir


28

VOR SIÐUR

Allsherjarþing 2019 Allsherjarþing verður haldið laugardaginn 2. nóvember í húsnæði félagsins við Síðumúla. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar, kosning í Lögréttu (stjórnarkjör) og lagabreytingar. Tillögur að lagabreytingum verða auglýstar á vefmiðlum félagsins; www.asatru.is, 6 vikum fyrir þing. Þingið verður sett kl. 14:00.

2019

Profile for Ásatrúarfélagið

Vor siður 2019  

Ársrit Ásatrúarfélagsins. Efni blaðsins: siðfestan og unglingarnir, hof er betra þó hægt byggist, hin íslensku rúnakvæði, um blót og blótst...

Vor siður 2019  

Ársrit Ásatrúarfélagsins. Efni blaðsins: siðfestan og unglingarnir, hof er betra þó hægt byggist, hin íslensku rúnakvæði, um blót og blótst...

Advertisement