Page 1

Veggspjaldasýningin

TAK TAB

ROT

Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is Sýningarstjóri: Karina Hanney Marrero Opnunartími: 24. febrúar - 4. mars 2012

Í mars er ætlunin að gefa út bók með þeim veggspjöldum sem nú prýða veggi Artíma Gallerís auk tuga annarra glæsilegra veggspjalda. Á vefnum bok.breakbeat. is stendur nú yfir hópfjármögnun til þess að standa straum að kostnaðinum við útgáfuna. Hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn nafn sitt í bókina, eintak af henni við útgáfu og miða í veglegt útgáfupartý. http://bok.breakbeat.is

2000 - 2012


Þótt megin viðfangsefni og ástríða Breakbeat.is sé tónlist hefur sjónræni og myndræni þátturinn ávallt verið mikilvægur í starfi félagsins. Fremst í flokki fer þar auðvitað vefsíðan, sem gefur apparatinu nafn sitt og rammar inn og tengir saman aðra starfsemi þess. En veggspjöld, flugumiðar og annað kynningarefni er ekki síður mikilvægur hluti í starfi Breakbeat.is, að minnsta kosti að mati okkar breakbeat liða. Slíkt kynningarefni er annað og meira en bara einfaldar auglýsingar. Það blæs lífi í samkomur af þessu tagi, gerir þær einstakar og skapar þeim sérstöðu í hafsjó sambærilegra viðburða. Að útbúa, prenta og dreifa veggspjöldum og flugumiðum er vottur um metnað, staðfestu og ástríðu fyrir því sem maður er gera og sýnir trú á þeim viðburði sem maður stendur að. Þá er veggspjaldið efnislegur hlutur og verður minjagripur um upplifun sem er óefnisleg og forgengileg í eðli sínu. Í veggspjaldinu verður hið tímabundna tímalaust og hið óefnislega áþreyfanlegt. Nú segi ég ekki að svo hástemmdar pælingar hafi alltaf staðið að baki veggspjaldagerð Breakbeat.is. Aðallega höfum við viljað gera flott plaköt fyrir flott partý. Því takmarki höfum við náð, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, í samstarfi við Ragnar Frey og aðra frábæra grafíska hönnuði og listamenn. Afraksturinn er fjöldinn allur af veggspjöldum, fjölbreytt og falleg, hvert öðru glæsilegra. Efnistökin og efniviðurinn er æði misjafn. Veggspjöldin eru afurð tilrauna og tilburða með ólíka miðla, ólíkar pælingar í leturgerðum, ljósmyndun, grafík og teikningu eiga þar allar sinn sess. Á sýningunni má sjá veggspjald í þrívídd, veggspjald sem var skorið út í við og veggspjald sem notaðist við letur úr sælgæti, veggspjöld með segulbandsspólum, hauskúpum

og apaköttum, svo fátt eitt sé nefnt. Veggspjöldin sem hér hanga hafa verið tilnefnd og unnið til verðlauna hjá Félagi Íslenskra Teiknara (FÍT) og Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Þá hafa þau ratað í fagtímarit og bækur innanlands og utan. Öflug veggspjaldamenning er oftar en ekki vitnisburður um sterka grasrótarmenningu og líf í menningarkimum og jaðarsvæðum samfélagsins. Í lifandi borg má lesa dagskrá vikunnar af veggjunum. Auglýsingar í dagblöðum og sjónvarpi eru ekki á færi þeirra sem starfa utan meginstraumsins, en veggspjöldin eru miðill þeirra. Þeir íslensku tónlistarmenn sem hafa náð hvað lengst á alþjóðamarkaði og við sem þjóð erum hvað stoltust af koma einmitt af jaðrinum og úr grasrótinni en ekki úr ríkisstyrktum stofnunum eða markaðsdrifnu poppi sem höfðar til lægsta samnefnara. Í því ljósi er herör borgarinnar gegn upphengingum veggspjalda í almannarými síðastliðinn misseri sorglegt og leitt að ekki hafi verið staðið við loforð að koma upp stöndum fyrir veggspjöld á fjölfarnar leiðir innan borgarinnar. Er það sannfæring okkar og trú að veggspjöld á borð við þau sem hanga á veggjum Artíma Gallerís séu til marks um og hluti af öflugu menningarlífi. Slíkt á ekki að rífa niður, hvorki í bókstaflegri né óeiginlegri merkingu. Breakbeat.is vill þakka öllum þeim sem að hafa komið að uppsetningu þessarar sýningu og að útgáfu samnefndrar bókar. Sömuleiðis viljum við þakka þeim fjölmörgu grafísku hönnuðum og listamönnum sem hér hafa lagt til verk. Síðast en alls ekki síst er rétt að þakka Ragnari Frey fyrir óeigingjarnt og öflugt starf, dugnaður hans og ástríða fyrir faginu og listinni er mikil andagift. Fyrir hönd Breakbeat.is Karl Tryggvason

Eftirtaldir hönnuðir og listamenn eiga veggspjald á sýningunni Ágúst Ævar Gunnarsson Alli Metall Ámundi Sigurðsson Arnar Ásgeirsson Arnór Bogason Daníel Claus Reuter Daníel Stefánsson David Kristófer Young Einar Guðmundsson Einar Gylfason Einar Örn Benediktson Frosti Gnarr Geoffrey Huntingdon Guðmundur Ingi Úlfarsson Gunnar Vilhjálmsson Gunnar Þór Arnarson Gunnar Þorvaldsson Halli Civelek Helgi Páll Einarsson Hörður Kristbjörnsson Hörður Lárusson Inga Maja Jóhann Geir Úlfarsson

Jóhannes Kjartansson Jökull Tómasson Jónas Valtýsson Karol Lassia Leópold Kristjánsson Magnús Leifsson Örn Alexander Ámundason Ragnar Freyr Reynir Pálsson Rósa Hrund Kristjánsdóttir Sig Vicious Siggi Eggertsson Sigurður Oddsson Sigurður Pálmarsson Sólveig Hrólfsdóttir Sölvi Hrafn Ingimundarson Stefán Kjartansson Steinar Valdimar Pálsson Styrmir Örn Guðmundsson Sveinbjörn Pálsson Sveinn Davíðsson Þoleifur Gunnar Gíslason

Eftirtaldir aðilar styrktu sýninguna RJC / Heineken á Íslandi Háskólaprent Artíma Gallerí Reykjavíkurborg SÍM

Sýningaskrá Taktabrot  
Sýningaskrá Taktabrot  

Sýningin opnaði 24. feb. 2012 og sýndi veggspjöld sem gerð voru í tengslum við viðburði Breakbeat.is á Íslandi. Bókin Taktabrot kom út í kjö...

Advertisement