Page 1

Agla Egilsdóttir Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gígja Hólmgeirsdóttir Hildur Rut Halblaub Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Marín Björt Valtýsdóttir Oddný Björk Daníelsdóttir Stefanía R. Ragnarsdóttir Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir

artíma gallerí

Andreas Jari Juhani Toriseva Auður Ómarsdóttir Claudia Hausfeld Dóra Hrund Gísladóttir Erik Hirt Gudri Lapė Gunnar Jóns Halla Þórlaug Óskarsdóttir Indriði Arnar Ingólfsson Ívar Glói Gunnarsson Katla Stefánsdóttir Katrín Erna Gunnarsdóttir Lola Bezemer Rán Jónsdóttir Sigmann Þórðarson Una Ösp Steingrímsdóttir Viktor Pétur Hannesson Þórdís Björt Þröstur Valgarðsson

11.11.11


11.11.11 Smiðjustígur 10 101 Reykjavík

Velkomin á opnunarsýningu Artíma gallerís, Artíma gallerí var stofnað að frumkvæði nokkurra nemenda í listfræði við Háskóla Íslands til að skapa vettvang fyrir starfsreynslu sem ekki fæst í hinu bóklega námi skólans. Nemendur taka að sér starf sýningastjóra og kynnast þar með starfsemi og ferli sýninga og skapa tengsl við listamenn og nemendur Listaháskóla Íslands. Jafnframt er Artíma gallerí tækifæri til þess að efla og skapa jákvæð áhrif á myndlistarvettvang Reykjavíkurborgar. Listaverk eftir myndlistanema í Listaháskóla Íslands eru í brennidepli á þessari fyrstu sýningu. Á sýningunni eru verk eftir Andreas Jari Juhani Toriseva, Auði Ómarsdóttur, Claudia Hausfeld, Dóru Hrund Gísladóttur, Erik Hirt, Gintaré Maciulskyté, Gunnar Jóns, Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Indriða Arnar Ingólfsson, Ívar Glóa Gunnarsson, Kötlu Stefánsdóttur, Katrínu Ernu Gunnarsdóttur, Lola Bezemer, Rán Jónsdóttur, Sigmann Þórðarson, Unu Ösp Steingrímsdóttur, Viktor Pétur Hannesson, Þórdísi Björt og Þröst Valgarðsson. Sýningarstjórar eru Agla Egilsdóttir, Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay, Árný Fjóla, Gígja Hólmgeirsdóttir, Hildur Rut Halblaub, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir, Marín Björt Valtýsdóttir, Oddný Björk Daníelsdóttir, Stefanía R. Ragnarsdóttir og Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir. Með vinsemd og virðingu, Katrín I Jónsdóttir Hjördísardóttir


Ívar Glói Gunnarsson (f. 1992) – www.kickadog.tumblr.com Glói er listnemi í Listaháskóla Íslands á fyrsta ári. Hann leitar til fyrri tíma í verkum sínum. Fyrri verk hafa verið samtal milli fortíðar hans og hvernig tilfinningar hans liggja gagnvart henni í dag. Verkið Ping Pong í Pontlevoy, sumar 2010 er tilraun til að upplifa stað og stund myndarinnar sem er í bakgrunni. Listamaðurinn setur sjálfan sig í aðstæðurnar og þykist spila Ping Pong. Vel sést að það sem er í myndskeiðinu er tilbúningur og vísun í það hvernig maður hugsar um augnablik sem gerðust í fortíðinni. -Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay, Listfræðinemi á fyrsta ári

Ping Pong í Pontlevoy, sumar 2010 Vidjóverk Reykjavík, 2011


Erik Hirt (f.1968) - e@internet.is Samfélagsrýni og gagnrýni á ýmis stöðluð fyrirbæri sem einkenna nútímasamfélag okkar er augljós í verkum Eriks almennt, þó verk hans séu oft augljós eru þau margræðin. Erik vinnur með ýmsa miðla og er það hugmyndin sjálf sem ræður útfærslu hennar hverju sinni og eða miðillinn sem hefur áhrif á hugmyndir hverju sinni. Erik kemur til með að útskrifast í vor 2012. Coccinellidae Septempunctata (Maríuhæna) (2009) hefur aldrei verið sýnd áður opinberlega. Þetta er af verkum Eriks sem finna má í umsóknarmöppu hans fyrir Listaháskóla Íslands. Efnahagshrunið hefur haft áhrif á verk hans og er Coccinellidae Septempunctata dæmi þess, þar sem Björgólfur Guðmundsson spilar stórt hlutverk innan um beinskeyttar skýrskotanir um fyrirbæri skordýrsins maríuhænuna sem stingur í stúf við ýmsar aðrar hugmyndir sem maður hefur um sjálfa bjölluna. Ekki er allt sem sýnist!

-Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt, Listfræðinemi á þriðja ári

Coccinellidae Septempunctata Klippi mynd 2009


Gunnar Jónsson (f.1988) - gunnardyrlingur@gmail.com Gunnar er á lokaári myndlistardeildar Listaháskólans. Samband náttúru og manns skarast á mörgum sviðum og um leið vinna saman. Gunnar rannsakar þessa tengingu og birtir í verkum sínum. Hann vinnur á flesta miðla og lítur á vidjóverk sem nokkurskonar nútíma málverk þar sem þau hafi hvorki upphafi né endi. Karrý-hvítar myndir af vatni eru átta silkiþrykksmyndir sem sýna glampa af hvítum klút sem festist í hringiðu í lóni, staðsettu neðst í fossi. Myndirnar sýna átta mismunandi birtingamyndir fyrrnefnds glampa. Hver og ein mynd minnir á eyju og þar með er manngerður hlutur (klúturinn) breyttur af náttúrunni (lónið) og endurkastast sem náttúran í öðru formi.

-Oddný Björk Daníelsdóttir, BA gráða í Listfræði vor 2011 Karrý-hvítar myndir af vatni 8 stk. silkiþrykk 2011


Indriði Arnar Ingólfsson (f. 1991) Indriði er hávaxinn og skolhærður með sítt og úfið hár. Hann er myndlistarnemi á fyrsta ári í Listaháskólanum. Hann er einn af þessum sem að krotar stanslaust og er algjörlega fordómalaus á efnisval og miðla, forvitnin dregur hann áfram. Hann grípur bara það sem hendi er næst, og ef að það er kúlupenni og pítsakassi þá verða það örlög pítsukassans að verða þakinn bleki. Með þolinmæði og hugmyndarflugi verður kassinn áreynslulaust að kraftmikilli teikningu. Hér sjáum við Indriða leika sér með koparplötu, pressu, sandpappír og blað. Útkoman er forvitnileg tilraun sem að gaman er að horfa á. -Stefanía R. Ragnarsdóttir, Listfræðinemi á fyrsta ári

Án titils Teikning, þrykk 2011


Lola Bezener - ( f. 1988) - http://lolabezemer.wordpress.com/ Lola Bezemer er frá Hollandi og lærir myndlist í Gerrit Rietveld Academie skólanum í Amsterdam og mun útskrifast þaðan árið 2013. Hún er hér á landi sem skiptinemi við Listaháskólann. Lola vinnur með mismunandi efni og miðla, svo sem tvívíð verk, gjörninga og hljóðverk. Á þessari sýningunnu er eitt hljóðverka hennar. Hún leitar að földum hlutum í veröld okkar og rannsakar þá út frá víðara samhengi. Hvernig hversdagslegir hlutir geta fengið nýja og aðra merkingu og hvernig orð geta einnig haft mismunandi merkingu. Þá skoðar hún sjálfa sig sem listamann í þeim verkum sem hún gerir, hver áhrif hennar eru á verkið sjálft. Lola Bezemer (born 1988) from the Netherlands, studies fine arts at the Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam, and will graduate 2013. She´s here as an exchange student at Listaháskóli Íslands. Lola works with different media such as drawing, performance and sound, one of her works is featured in this show. She looks for the hidden things in everyday life. She researches how they can gain another meaning. For example how objects can be used for other things and how words can have different meanings. She looks at her presence as an artist in her work, how she is part in the artwork. -Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Listfræðinemi á fyrsta ári

Say now, now! Hljóðverk Lola Bezemer 2011


Claudia Hausfeld (f. 1980 ) - http://claudiahausfeld.com/ Claudia Hausfeld kemur upprunalega frá Berlín en er búsett hér á landi. Hún stundaði um tíma nám í Sviss og var búsett í Kaupmannahöfn. Claudia er nú að klára þriðja árið í Listaháskólanum og mun útskrifast þaðan í vor. Ljósmyndin Legs sýnir mynd af skúlptúr þar sem lappir, klæddar í gallabuxur og stígvél, sitja á stól. Verkið eitt af 6 ljósmyndum úr seríunni, 2D Sculptures. Í þeirri seríu er unnið með hvernig við nálgumst skúlptúra og hver viðbrögð okkar eru þegar við fáum aðeins að sjá ljósmynd af þeim. Upplifun okkar breytist þar sem við fáum ekki að fara upp að skúlptúrnum til að rannsaka hann, heldur sitjum við uppi með ljósmynd sem gerir okkur í senn forvitin og pirruð, þar sem við fáum aldrei að komast almennilega að verkinu. -Marín Björt Valtýsdóttir, Listfræðinemi á öðru ári

Legs Hluti af ljósmyndaseríu 2009


Katrín Erna Gunnarsdóttir (f.1985 ) - katrineg09@lhi.is Katrín er á lokaári í myndlist og vinnur gjarnan með æskuminningar sem lifa sterkt í tengingu við vatn. Hún útfærir hugmyndir sínar bæði í formi myndbanda og á fleti, þar sem ákveðin lína þræðir í gengum verkin hennar. Katrín fylgir hugmyndum sínum og myndar hreinan strúktúr sem einkennist af einskonar línuteikningu, þó um myndbandsverk sé að ræða. Verkið Hringiða er gott dæmi um ferli Katrínar þar sem verkið saman stendur af myndbandsverki og teikningu. Það er lína sem myndar hringi í teikningunum og myndbandinu. Þar með myndast ein heild sem skapar minningu um barnæsku Katrínar og dregur okkur inní hugljúfa hringiðu. Hringiðu fortíðar og nútíðar - þar sem sterk árátta listamannsins heltekur mann inní stað og stund. -Katrín I Jónsdóttir Hjördísardóttir

Hringiða Videó/teikningar 2011


Dóra Hrund Gísladóttir (f. 1988) - www.dorahrund.tumblr.com Dóra Hrund Gísladóttir er á lokaárinu í myndlist í Listaháskólanum. Hún nýtir sér margskonar miðla fyrir verk sín og í vinnuferlinu lætur hún viðfangið leiða sig að forminu. Verk Dóru fjalla meðal annars um framandgervingu hversdagsleikans, minningar, leik með tungumálið, mátt ímyndunaraflsins og þátttöku áhorfandans. Í verki sínu Íslenskir menningarminjagripir leikur Dóra sér með tungumál menningarinnar og hlutverk minnisins. Í litlu málmboxi eru saman komnir ólíkir hlutir sem virðast ekki tengjast á nokkurn hátt. Þessir hlutir geta verið hversdagslegir fyrir suma en fyrir aðra eru þeir sannkallaður fjársjóður. Hlutir sem saman mynda merkingarbæra heild. Áhorfandinn er dreginn niður í þetta litla box þar sem saman er kominn persónubundinn en jafnframt sameiginlegur heimur minninga og tungumáls. -Gígja Hólmgeirsdóttir, Listfræðinemi á fyrsta ári

Íslenskir menningarminjagripir Blandaðir miðlar 2011


Viktor Pétur Hannesson (f. 1987) - http://viktorpetur.tumblr.com/ Viktor Pétur Hannesson er á lokaári sínu í myndlist í Listaháskólanum. Hann notast við margvíslega miðla í leið sinni að verkunum og er útkoman oftar en ekki einhverskonar upphaf frekar en endapunktur. Viktor hefur unnið með skrásetningar og með slíku samtali við umhverfi sitt reynir hann að staðsetja sjálfan sig í eigin raunveruleika. Í verki sínu För tekst Viktor á við hið margbreytilega. Í fyrstu virðist allt með kyrrum kjörum. Á borði liggur box með gulleitum ögnum sem lýst er upp af birtunni frá hvítum lampa. Fyrir aftan hangir ljósmynd af ætingu með hringforminu endalausa. Veruleikinn er þó annar. Verkið hefur tekið hamskiptum og eitthvað sem eitt sinn var hreyfanlegt er nú innlyksa. En þrátt fyrir tilraunir listamannsins til að umbreyta efninu og stöðva för þess hefur það ekki tekist. Verkið er í rauninni týnt. -Gígja Hólmgeirsdóttir

För Blandaðir miðlar 2011


Auður Ó. (1987) - http://auduromarsdottir.tumblr.com/ Auður hefur unnið verk sín út frá undirmeðvitundinni, prjónað það saman við sjálfið og leitað eftir sjálfri sér. Hún er á öðru ári í myndlist. Þegar við horfumst í augu við okkur sjálf á ólíkum tímabilum í lífinu þá sjáum við fyrirbæri, skrímsli, drottningar, ræningja og gleðimenni. Stundum allt á sama tíma og stundum bara hálfnakta konu með rauðþrútin hné eftir næturball og barneignir. En ef við virkileg horfum og sjáum hvað okkur býr í brjósti þá gætum við séð, það sem aðrir sjá. En hvað sjá aðrir? Viljum við spyrja beint út hvað náunganum finnst? Viljum við vita hvað virkilega býr í brjósti okkar? Konan sem týndi gleraugnahulstrinu sínu í Mjóddinni síðastliðinn fimmtudag spyr húsvörðinn í blokkinni sinni um nagla til að hengja upp verk eftir sig og barnabarnabarnið sitt. En hvers vegna? Er hún ekki bara að syrgja æskuna og þá staðreynd að hún eyddi henni, sporðlaus í sundhöll Reykjarvíkur með vasapung og gleraugu með engum glerjum, hvorki fyrr né síðar. Konan tók hlutina í sínar bjúguðu hendur og renndi sér niður stigann í blokkinni á snjóþotu. -Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir, Listfræðinemi á fyrsta ári

Án titils Blönduð tækni. 11.11.11.


Andreas Jari Juhani Toriseva (f.1988) www.andreastoriseva.tumblr.com Andreas Jari Juhani Torivesa fæddist í Jönköping í Svíþjóð. Í menntaskóla var hann í listnámi. Eftir það var hann í listatengdu fornámi í þrjú ár í Dômen skólanum í Gautaborg og útskrifaðist þaðan í vor. Aðalviðfangsefni hans þar var prentlist. Síðan var för hans heitið til Íslands að læra í Listaháskóla Íslands. Andreas gerir gjarnan tilraunir með mismunandi aðferðir í list. Oft vinnur hann út frá tvívíðum formum; texta eða teikningum. Með seríunni The Tragedy of Richie Tenenbaum reynir listamaðurinn að færa okkur ákveðið andrúmsloft. Hann útfærir heim persónu úr skálverki og tilfinningar hennar. Sambland innrammaðra ljósmynda, hljómplatna og frásagnar fær mann til að setja sig í spor annarra. -Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay

The Tragedy of Richie Tenenbaum (sería) Innrammaðar ljósmyndir og hljómplötur með prentaðri frásögn Gautaborg, 2011


Sigmann Þórðarson (f. 1985) sigmann08@lhi.is Persónuleg uppgjöf og mannlegar pælingar eru þemu í verkum Sigmanns í gegnum árin. Hann er á þriðja ári í myndlist. Verkið er unnið út frá mikilli naflaskoðun og vangaveltum. Á trúnói með mömmu. Maður getur ekki stjórnað eða ráðið við fyrstu viðbrögð, þau koma bara frá hjartanu. Þau eru oft einkennileg en þau eru alltaf einlæg. Það er lítið pönk í einlægni en það er alltaf svolítið pönk í að segja rétt frá. Þó að maður haldi að maður viti hver maður sé eða hvaðan maður komi þá vita fæstir hvernig viðbrögð við komu þeirra voru. Þó að þú sért hamingjusamt barn út í sveit með mjólkurskegg og grasgrænu á sundbuxunum þínum þá gat fréttin um komu þína verið uggvænleg eða gleðileg. Hver veit. Og er okkur sama? -Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir

Nei, en þegiðu! Samt. ,,Mamma gerði fyrir mig rúmteppi á meðgöngunni ég strekti það á striga og málaði á það með handskrift föður míns fyrstu setningu hans eftir að mamma tilkynnti honum óléttuna.” Verkið er unnið á léreft. 2011.


Una Ösp Steingrímsdóttir (f. 1992) - http://unaosp.tumblr.com Þótt Una sé ung að árum og á fyrsta ári í Listaháskólanum sést það ekki í verkum hennar. Hún er vinnur aðallega með málverk, en hefur nýlega tekið vidjóverkinu opnum örmum. Una kafar inní sjálfa sig þegar kemur að innblæstri og endurskoðar æsku sína. Verk Unu á sýningunni eru tvennskonar; annarsvegar er vidjóverk og hinsvegar ljósmynd. Í vidjóverkinu sýnir Una ferðalag og með ljósmyndinni af óumbúnu rúmmi tengir hún heildarverkið við minningar sínar og æsku og gefur áhorfandanum tilfinningu fyrir nærveru sinni. -Oddný Björk Daníelsdóttir Minning ljósmynd og vidjóverk 2011


Katla Stefánsdóttir (f.1975 ) - katla09@lhi.is Katla er á lokaári Listaháskólans og vinnur hún verk sín með ólíkum miðlum, allt frá vidjóverkum til innsetninga. Hún hefur þó aldrei unnið með teikningar eða málverk. Almennt sækir Katla innblástur í verkin sín í áhyggjur sem hún hefur sem móðir af dóttur sinni og stöðu hennar í samfélaginu. Verkið sem Katla sýnir kallar hún Hár í poka. Klipping eða hárgreiðsla hverrar manneskju er á vissan hátt birtingu sjálfsmyndar viðkomandi en efniviðinn í verkið fékk Katla þegar hún sjálf var í klippingu og fékk að sópa hárinu af gólfinu saman. Þar með fékk Katla í raun hluta af mörgum mismunandi manneskjum, blandaði saman í glærum poka og gefur áhorfandanum því tækifæri að sjá margar mismunandi sjálfsmyndir á óljósan hátt. Þar með skorar Katla á áhorfandann að túlka verkið sjálfur, enda mismunandi hvernig fólk tekur eftir sjálfsmyndum annarra. -Oddný Björk Daníelsdóttir

Hár í poka hár, plastpoki,snæri. 2011


Þröstur Valgarðsson (f. 1976) Þröstur er á fyrsta ári í myndlistardeild Listaháskólans. Hann er fæddur í Borganesi er kvæntur þriggja barna faðir. Á árunum 2000 -2002 stundaði hann nám í listaskóla í Flórens á Ítalíu þar sem hann fékkst við ljósmyndun og í vidjógerð. Þröstur vinnur mikið með ljósmyndir þar sem líkaminn, líkamstjáninginn og sjálfsmyndinn er honum mjög hugleikinn. Verkið sem Þröstur sýnir ber heitið Pabbi viltu leika? og er ljósmyndasería (partur 1&2) sem hann hefur unnið að í nokkurn tíma. Kveikjan að verkinu kom þegar hann var í heimsókn í London ásamt fjöldskyldu sinni. -Agla Egilsdóttir, Listfræðinemi á fyrsta ári

Pabbi viltu leika partur af ljósmyndaséríu 2010


Rán Jónsdóttir (f. 1961) - thorunnr09@lhi.is Rán Jónsdóttir kemur til með að útskrifast frá Listaháskólanum vorið 2012. Rán er hvorki bundin neinum ákveðnum miðli né aðferðarfræði og hefur meðal annars notast mikið við ljós í listsköpun sinni. Í dag er Rán upptekin af klassísku málarahefðinni sem sést vel í samtímamálverkum hennar. Spurningar um hámenningu og lágmenningu er varpað upp í verki Ránar Heiður. Verkið er hluti af seríu sem fjallar um myndlistarumfjöllun í íslenskum dægurmiðlum, þar sem hún birtist á allt annan hátt en í faglegri listumfjöllun. Verkið Heiður spilar með hvortveggja, sem ruglar svolítið í birtingarmyndinni þar sem lágmenning verður að hámenningu og einhver fegurð skapast innan um lágkúruna sem ef til vill er best að lýsa sem einskonar navíisma. -Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt

Heiður Akrýl/tempera/olía/silkiprent á striga 130x100 cm 2011


Halla Þórlaug Óskarsdóttir (f. 1988) - halla.thorlaug@gmail.com Halla Þórlaug er nemi í Listaháskólanum og mun útskrifast næstkomandi vor 2012. Hún hefur unnið í flestum miðlum, en þó hvað mest í hinum hefðbundnu miðlum í myndlist, eins og leirskúlptúra, olíu- og vatnslitaverk. Verk hennar eru yfirleitt fígúrutíf, hvort sem það er klippimynda vídeó eða vatnslitaverk. Halla Þórlaug gaf nýlega út barnabókina „Agnar Smári: Tilþrif í tónlistarskólanum“, sem er jafnframt hennar fyrsta bók. Verkið Angi sýnir ungabarn grátandi/öskrandi. Þegar barn grætur eiga sér stað oft nokkurs konar hlutverkaskipti, þ.e. börn verða yfirráðandi/ dóminerandi með gráti á meðan foreldrið verður berskjaldað og verður verkið því lýsandi fyrir þau völd sem börn geta haft, þá einungis með gráti. Þessi nálgun sker sig úr því sem fólk vill hve oftast ná fram á myndum þegar börn eiga í hlut, þ.e. yfirleitt sækist fólk í að börn séu glöð, brosandi eða jafnvel hlæjandi. Verkið er hluti af seríu. -Hildur Rut Halblaub, Listfræðinemi á þriðja ári

Angi (hluti af seríu) Olía á striga Reykjavík, 2011


Þórdís Björt Sigþórsdóttir (f.1989) Þórdís Björt er á fyrsta ári í myndlistardeild Listaháskólans en áður kláraði hún fornámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þar fékk hún áhuga á ljósmyndun og eyðir mikið stundum í myrkraherberginu. Þórdís heillaðist af Franciscu Woodman en hún vann myndina eftir henni. Þórdís vinnur mikið með það sem er hægt að finna í nátturunni enda er hún mikið náttúrubarn og sækir mikið í sveitina og í lífræna hluti. Verkið Lampinn var búin að sitja lengi í huga hennar en þar vinnur hún með hreindýramosa, ull, ber, gamlar krukkur og þar leikur Þórdís með lýsinguna og hvernig ljósið leikur sér í gengum lífrænn efni. -Agla Egilsdóttir Woodman Ljósmynd 2010 Lampinn Krukka, ull, hreindýramosi, ber.


Gudri Lapė (f.1990 ) - gintare09@lhi.is Gudri er á lokaári í myndlist. Hún vinnur iðulega með fundna hluti og hún er expressjónísk að því leytinu til að hún leggur áherslu að verða undir áhrifum frá stað og stund. Og vinnur einnig þannig í gjörningum sínum - þar sem ýmsar vísanir leiða hana að útfærslu verka sinna hvort sem um er að ræða gjörninga eða verk unnin í hlut. ON Banga “Old Norse (bang of a soft Lithuanian wave)” er mjög persónulegt verk sem geymir ákveðna minningu af sterkri tilfinningu sem listamaðurinn upplifði á einu augnabliki. Þetta augnablik, þessi minning um eina ákveðna ákvörðun umbreyttist síðan í andhverfu sína vegna óvænts atburðar. Við túlkum oft tilviljanir og eða ákveðna vísanir sem tengjast þeirri hugsun sem við erum að hugsa hverju sinni sem einhverskonar skilaboð frá æðri öflum. Verkið ON Banga “Old Norse (bang of a soft Lithuanian wave)” er minning um þesskonar augnablik. -Katrín I Jónsdóttir Hjördísardóttir

ON Banga “Old Norse (bang of a soft Lithuanian wave)” gömul notuð servíetta, mynd prentuð á pappír, bómullarþráður, lím-fataefni, ullarþráður 24x25 2011


TAKK SÍM Háskólaprent Bruggsmiðjan LHÍ - Myndlistardeild HÍ - Listfræði Afi Stefaníu Erik Hirt Andri Már Arnlaugsson Kaffistofa gallerí Allir myndlistarnemar LHÍ Allir listfræðinemar HÍ Stúdentasjóður Faktorý

Opnunarsyning  
Opnunarsyning  

opnunarsyning Arima gallerí 11.11.11

Advertisement