Page 1

ARTÍMA GALLERÍ

ARTÍMA GALLERÍ

Við viljum þakka: Nýlistasafnið Listaháskóli Íslands Leikskólinn Tjarnarborg Silvía Kristjánsdóttir

Sýning í Artíma - List að læra.indd Spread 1 of 4 - Pages(8, 1)

28.2.2013 11:06


ARTÍMA GALLERÍ

ARTÍMA GALLERÍ Vilhjálmur Darri Fenger: Vilhjálmur vinnur með leir, teikningu og allskyns klippimyndir. Honum finnst gaman að vinna með hugmyndina að til séu skrímsli. Af þeim stafar ógn og eru ófrýnileg í sjón, til dæmis einungis með eitt auga sem úr spýtist eitur. Þoka; það sem hún felur og hvað í henni getur leynst er eitt af því sem veitir honum innblástur. Hann hefur einkar gaman af því að mála og vinnur þá allra mest með þá hugmynd að mannsævin er ákveðin hringrás. Allir byrja á einum punkti og enda á þeim sama. Hringirnir eru jafnt misstórir eins og ævi hvers og eins er mislöng. Í framtíðinni hyggst hann á að flytja út á land og gerast bóndi þar sem hann getur haldið áfram að iðka listsköpun.

Verið hjartanlega velkomin í Artíma gallerí, Sýningin er samtal tveggja skapandi hópa. Annars vegar eru sýnd verk eftir leikskólabörn frá leikskólanum Tjarnarborg og hins vegar nema í Listaháskóla Íslands. Það er undir áhorfandanum komið að dæma listina út frá því sem hann sér. Sem og að gera upp við sig hvað sé list og spyrja sig um leið að spurningunni: hvað gerir list að list? Þarf skapandi listar að vera lærður til þess, eða getur hver sem er skapað list? Með þessu samtali er leitast eftir því að fá áhorfendur til þess að endurskoða ákveðnar skoðanir sem þeir hafa gefið sér. Sýningin ætti því að stuðla að rannsókn nýrra hugsunarhátta.

Sýning í Artíma - List að læra.indd Spread 2 of 4 - Pages(2, 7)

Zoë Róisín O’Donoghue: Leikurinn skiptir Zoe miklu máli. Hún er aðdáandi rómantíkur. Í verki hennar sést ást, blómstrandi blóm og stjörnubjartur himinn. Ætla mætti að þetta væru ástfangin augu eða augnablik leikandi um á stjörnubjörtu vorkvöldi. Allt þetta ljómar innan frá kúlunni eins og úr hjarta listamannsins. Lítill kosmos sem ljómar hlýjum ástarljóma. En heimurinn er lagskiptur. Því má líkja þessu við stéttakerfi hindúa þar sem aðilar utan sinnar stéttar mega ekki tengjast einstaklingum úr öðrum stéttum. En ekki þarf að leita svo langt til að finna fyrir misrétti í samfélaginu eins og barráttumál samkynhneigðra og trans hafa sýnt. Kúlan, þessi litli kosmos, er inngangur að ójafnrétti einstaklinga í heiminum en óskin er sú að yfir vofi allsherjar ást, sátt og leikur. Þóra Andrea Jónsdóttir: Það fólk sem stendur manni næst fellur oft í hlutverk fyrirmyndar og innblásturs manns í hinu daglega lífi. Þóra Andrea leitar í fjölskyldu sína til að túlka í list sinni en einnig kemur þjóðfræði til sögu. Íslenski þjóðbúningurinn og baðstofur torfbæjana eru henni sérstaklega hugleikin. Útkoman í verkum Þóru Andreu er þar að leiðandi fjölskyldan með skírskotun í hið forn-íslenska umhverfi. Litanotkun hennar ber þó ekki þess merki að um fortíðarþrá sé að ræða þar sem litirnir eru oftast skærir og bjartir og virðast á einhvern hátt lýsa upp skammdegið í hinum grámyglulega veruleika. Þóra Andrea vinnur einnig með aðra miðla og má þar helst nefna þrívíð verk, bæði úr leir sem og fundnu efni. Á þann hátt þróast teikningar hennar og málverk út í annan heim, heim rýmisins sem umlykur mannfólkið.

28.2.2013 11:06


ARTÍMA GALLERÍ

Pétur Xiaofeng Árnason: Pétur hefur unnið að list sinni um dágott skeið á Íslandi og í Kína þar sem hann fæddist. Hann sækir innblástur sinn til dýraríkisins og teiknimynda en hefur einnig áhuga á líkamsbyggingu mannsins. Stórt viðfangsefni í hans list er fæðingarstaður hans. Hann hefur haft mikil og langvarandi áhrif á listsköpun hans. Verk hans eru fjölbreytt og notar hann ýmsa miðla til að tjá sig svo sem blýant, trélit, vatnsmálningu og leiklist. Fyrir áramót tók Pétur sér stutt frí frá teikningunum og vann að leikriti sem sett var upp í miðbæ Reykjavíkur. Um þessar mundir teiknar hann á hverjum degi og er mjög virkur í listsköpun sinni. Hann hefur tileinkað sér ákveðin vinnubrögð. Til dæmis tekur hann aldrei upp blýant fyrr en hann hefur fengið sér hádegismat. Þegar hann fær gesti í heimsókn til sín þá er hann þekktur fyrir -án fyrirvara- að grípa til þess að teikna viðkomandi upp með mikilli snilli. Una Björg Magnúsdóttir: Una vinnur með skúlptúra, teikningu og gjörninga. Hún segir þó miðilinn ekki skipta öllu máli heldur hugmyndina öllu frekar. Hún vinnur að mestu með tré í skúlptúrum sínum því það sé auðvelt í meðferð. Hún notar einnig fundna hluti og telur sig þannig nota orku hluta. Dulúð er það sem heillar hana mest og samfélagsleg hlutverk fólks koma henni einnig til hugar. Nýverið vann hún að gjörning þar sem hún tók gamla trélest og lék sér að henni í rými sem ekki var ætlað til þess háttar athafna. Una hefur orðið fyrir áhrifum frá móðursystir sinni sem er tónlistarkona. Listin er það sem hún vill starfa við í framtíðinni. Þessa stundina er hún að leika sér að nota gifs í verkum sínum. Úlfur Líndal: Úlfur er afkastamikill og teiknar daglega. Hann hefur tileinkað sér kyrralífsmyndir. Hann hefur þó áhuga á því að kynna sér skúlptúrgerð frekar og innblástur frá teiknimyndum. Hann gekk nýverið í gegnum ákveðna stílbreytingu. Þar sagði hann skilið við sköpun í anda expressjónisma og hrífst nú frekar að klassískri málaratækni. Grunnástæðan fyrir því að hann skapar list er skemmtunin sem því fylgir. Vinnubrögð Úlfs í listsköpun einkennast af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika. Uppeldi Úlfs var leiðbeinandi og einkenndist af jákvæðni og skilningi gagnvart listáhuga hans. Hann hefur notið góðs af listamönnum í fjölskyldu sinni sem hafa veitt honum stuðning og innblástur. Úlfi þykir vænt um það þegar fólk hengir list hans upp til sýnis. Það er fátt sem veitir honum jafn mikla ánægju því þá tekst honum að miðla reynslu sinni og skilaboðum til annarra á þennan hátt. Úlfhildur Tómasdóttir: Leikur og skemmtun skín úr verki Úlfhildar þar sem frelsið fær að ráða för í að því mætti halda handahófskenndu samansafni hluta. En verkið er samt sem áður ekki handahófskennt. Samhverfa er ráðandi í óreiðu leiksins. Eða er þetta mögulega dýrsleg afmyndun mannslíkamans þar sem Bubbi byggir hefur verið aflimaður og stjaksettur á altari? Eða er hugvitsemin og ímyndunaraflið í hávegum höfð þar sem höfuðið trónir hæst? Klippimyndir og skúlptúrar eru áhugamál Úlfhildar eins og sjá má í útfærslu hennar á verki sínu. Þar metur hún mest að hárnákvæmni teikningarinnar sé ekki til staðar. Úlfhildur hefur einnig áhuga á leirlist og þá sérstaklega arkitektúr sem hún býr yfir. Hún hefur þó ekki sérstakann áhuga á arkitektúrnámi.

Sýning í Artíma - List að læra.indd Spread 3 of 4 - Pages(6, 3)

ARTÍMA GALLERÍ

Sýnd eru verk eftir: Anton Logi Ólafsson Freyja Eilíf Logadóttir Hekla Petronella Ágústsdóttir Jóakim Uni Arnaldsson Kormákur Ari Guðbrandsson Leó Breki Tórshamar Logi Leó Gunnarsson Marcelina Teresa Pétur Xiaofeng Árnason Una Björg Magnúsdóttir Úlfur Líndal Úlfhildur Tómasdóttir Vilhjálmur Darri Fenger Zoë Róisín O’Donoghu Þóra Andrea Jónsdóttir

Sýningarstjórar: Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay Hildur Jörundsdóttir Linda Gunnarsdóttir Oddný Björk Daníelsdóttir

28.2.2013 11:06


ARTÍMA GALLERÍ

Anton Logi Ólafsson: Anton vill ekki einskorða listsköpun sína og notast því við ýmsa miðla. Hann hefur eytt nær óteljandi tímum í það að skissa og skapa list enda ólst hann upp við listsköpun. Gjörningalist -sem hann hefur unnið með í ríkum mæli- hrífur hann mikið. Viðfgangsefni listsköpunnar sinnar finnur hann í dægurmenningu. Honum finnst erfitt og jafnframt óþarfi að skilgreina sig sjálfan sem listamann fyrir öðrum. Hann telur þó list sína og annarra eiga vera í augsýn sem flestra. Hann vill vekja ákveðnar tilfinningar hjá áhorfandanum. Verk hans eiga þá að vera hneykslanleg en um leið brosleg. Hann skipuleggur gjörninga sína á skipulagðann hátt frekar en ósjálfrátt en þó þannig að hægt sé að túlka þau. Honum áhugavert að virða fyrir sér viðbrögð sem þeir valda sem geta verið allt önnur en þau sem hann bjóst við. Freyja Eilíf Logadóttir: Freyja veltir meðal annars fyrir sér spurningum um tilvist barna. Barnahugurinn er sniðugur og opinn fyrir sinni eigin sjálfsvitund. Að vera, eða ekki vera barn. Það er spurningin. Eru þetta börn? Vatnslitamyndir hennar sem eru á litríkum bakgrunnum styðjast við spurningarnar. En þessar litlu verur geta horfið inn í litadýrðina í sinni næstum mónótónísku tilveru. Aðrar sveima um, andlitslausar í hvítu rými blaðsins. Eins og einlitur dropi getur táknað höfuð eða fót, þá fæðist hugmynd einstaklings oft frá einföldustu hlutum. Hugmyndarfóstur sem vex og dafnar ef það fær tækifæri til þess. Hekla Petronella Ágústsdóttir: Hekla vinnur með teikningu, þar sem hún notar bæði liti og kol, og leggur áherslu á skúlptúr- og klippimyndagerð. Hún vinnur með sjálfsmyndina í teikningu og þá aðallega tengt spurningum eins og: hvað segir sjálfsmyndin um mig? og hvað finnst mér um mig? Sjálfsmyndin fer inn á mörg svið í okkar daglega lífi til dæmis sýn okkar á eigin hæfileika, gildi og andlega líðan. Hún útfærir þetta í verkum sínum á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Skúlptúra vinnur hún úr tré sem hún mótar eftir sinni hentisemi. Viðfangsefni hennar þá eru hvað sérstaklega regnbogar. Henni finnst áhugavert að velta fyrir sér hvernig væri að snerta og ganga upp stiga regnbogans. Sólin er eitthvað sem veitir henni einnig innblástur því sólin er það sem gæðir plánetuna lífi og er því fyristæða alls lífs. Í framtíðinni vill hún hjálpa þeim sem minna mega sín og stefnir því á nám í dýralækningum samhliða listsköpun sinni. Jóakim Uni Arnaldsson: Jóakim vinnur með skúlptúra, teikningu og annarskonar handverk. Skúlptúr hans á sýningunni er eins konar vélmenni sem var unnið úr fundnum hlutum. Blómin tvö sem eru á aftari hluta verksins merkja lífið sem sem þarf að vera til staðar svo hluturinn geti vaknað til lífs. Það sem heillar hann er það sem er óvitað -líkt og alheimurinn í heild- og hvað leynist fyrir utan jörðina. Þetta veitir honum andagift til listsköpunnar. Jóakim finnst gaman að vinna með líkamleg form líkt og mannshjartað. Það hefur hann unnið með á marga vegu í teikningu og annarskonar hönnun, bæði uppsett í einlita og marglita verkum. Hann hefur títt sett upp litlar leiksýningar og sækir nýfundinn innblástur sinn í leikritið Gulleyjan. Leiklist er það sem hann vill leggja frekari áherslu á í framtíðinni.

Sýning í Artíma - List að læra.indd Spread 4 of 4 - Pages(4, 5)

ARTÍMA GALLERÍ

Kormákur Ari Guðbrandsson: Kormákur vill helst vinna með leir en aðhyllist einnig að teikningu. Hann leitar sér innblástur í allt sem augun nema en þó sér í lagi í teiknimyndir. Yfirvaldið heillar Kormák sem hann nýtir sem einhverskonar fyrirmynd, hvort þá heldur að litið sé til lögreglunnar eða slökkviliðsmanna. Auðvelt er því að sjá rauðan þráð í gegnum verk hans. Hann túlkar oftar en ekki fígúrur sem eru almenningi æðri, bæði óraunverulegar ofurhetjur sem og hetjur hins daglega lífs. Höggmyndir heilla Kormák og því ekki óvíst að í framtíðin leiði hann í átt til skúlptúrgerðar. Leó Breki Tórshamar: Upptökutækni sem miðill er ekki nýtt af nálinni. Leó Breki rannsakar mannkynið og dökka hlið þess með upptökuvél og sýnir hversu berskjaldaður heimurinn er fyrir því ljóta. Hann álítur að allir fari í einhverskonar búning til að hylja sitt innra skrímsli. Óheft upptökutækni hans gerir áhorfandanum kleift að sjá lengra en augað nær. Hann leitar áhrifa til ævintýramynda, hvort heldur þegar litið er til teikninga hans eða myndbanda. Hraði og nýjungagirni einkenna Leó Breka sem lítur til innsetninga og gjörninga sem framhald af rannsókn sinni; þar neyðir hann áhorfandann að horfast beint í augu við viðfang listarinnar. Logi Leó Gunnarsson: Hinir ýmsu miðlar myndlistar eru ekki að flækjast fyrir Loga, heldur tekur hann hverjum miðli fagnandi og reynir að tileinka sér hvaða miðil sem hentar hverju sinnir. Hreyfing er gegnum gangandi í verkum Loga, en einnig óeigilegt hljóð sem skorar á áhorfandann að endurskoða skynjun sína á myndlist: á sum verk ber að hlusta á einnig frekar en einungis að horfa. Logi nýtir rýmið við uppsetningu sumra verka sinna sem gerir áhorfandanum kleift að ganga í kringum verkið og virða því fyrir sér frá öllum hliðum. Í tvívíðum verkum hans er þó nálægðin við hið þrívíða rými ekki langt undan, og það sama má segja um hin tvívíðu, geómetrísku vidjó-verk hans. Þannig má í raun líta á flest öll verk Loga sem einhverskonar innsetningu, þó svo að í grunneðli sínu séu verkin það ekki. Marcelina Teresa: Marcelina endurvinnur. Í stað þess að skapa verk úr nýju efni þá notar hún ljósmyndir annarra og límir á grunn -á þessari sýningu er það pappi- sem myndi annars enda í Sorpu. Umhverfisvitund í samfloti með list hennar mynda sterka stöpla nýrrar heimsvitundar. Á myndunum má sjá umhverfið í kringum hinn venjulega Íslending. Náttúran, dýralífið, listin, heimilið; umhverfið sem þarfnast nýrrar heimsvitundar sem Marcelina setur fram. Ef þessi nýja heimsvitund nær ekki til eyrna hins venjulega Íslendings, þá fölna ímyndir hennar.

28.2.2013 11:06

List að læra  
List að læra  

Sýning í Artíma gallerí 2.-9. mars 2013

Advertisement