Page 1

SVARTA KISA


Alice Williamson

SVARTA KISA Endursögn: Vilbergur Júlíusson Hönnun: Aron Freyr Heimisson Útgefandi: Bókaútgáfan Björk 2012


Einu sinni var kisa. Hún var lítil og svört og henni þótti góð mjólk. En hún fékk enga mjólk. Þess vegna er hún svona hrygg.

3


Litla svarta kisa hitti hund. wHún sagði við hundinn:

„Ég er lítill, svartur köttur, og mig langar í mjólk. Ef þú vilt vera svo góður að gefa mér mjólk að drekka,verður feldurinn minn, silkimjúkur og fallegur.“

„Nei, nei,“ sagði hundurinn „Ég vil ekki gefa þér mjólk, litli, svarti köttur.“

5


Litla svarta kisa hitti önd. Hún sagði við öndina:

„Ég er lítill, svartur köttur, og mig langar í mjólk. Ef þú vilt vera svo góð að gefa mér mjólk að drekka, verður feldurinn minn, silkimjúkur og fallegur.“

„Nei, nei,“ sagði öndin. „Ég vil ekki gefa þér mjólk, litli, svarti köttur.“

7


Litla svarta kisa hitti hænu. Hún sagði við hænuna:

„Ég er lítill, svartur köttur, og mig langar í mjólk. Ef þú vilt vera svo góð að gefa mér mjólk að drekka, verður feldurinn minn, silkimjúkur og fallegur.“

„Nei, nei,“ sagði hænan. „Ég vil ekki gefa þér mjólk, litli, svarti köttur.“

9


Litla svarta kisa hitti svín. Hún sagði við svínið:

„Ég er lítill, svartur köttur, og mig langar í mjólk. Ef þú vilt vera svo góð að gefa mér mjólk að drekka, verður feldurinn minn, silkimjúkur og fallegur.

„Nei, nei,“ sagði svínið. „Ég vil ekki gefa þér mjólk, litli, svarti köttur.“

11


Litla svarta kisa hitti stúlku. Hún sagði við stúlkuna:

„Ég er lítill, svartur köttur, og mig langar í mjólk. Ef þú vilt vera svo góð að gefa mér mjólk að drekka, verður feldurinn minn, silkimjúkur og fallegur.“

„Já, já, kisa mín“ sagði stúlkan. „Ég skal gefa þér mjólk, mikla mjólk að drekka.“

13


Og litla, góða stúlkan gaf litlu, svörtu kisu mjólk í stóra, hvíta skál.

Kisa litla lapti mjólkina. Hún lapti og lapti. Þegar hún var búin sagði hún: „Þakka þér fyrir, góða stúlka.“

15


Nú var kisa fjarska glöð. Hún malaði af ánægju.

„nú er ég södd og glöð,“ segir litla, svarta kisa.

17


Svarta Kisa - Aron Freyr  

Verkefni í Ljós og leturs áfanga við Myndlistaskólann á Akureyri. Listhönnunardeild, 1. ár.