Page 1

A&P ÁRNASON Efstaleiti 5 103 Reykjavík sími: 5 400 200 fax: 5 400 201 netfang: patent@ap.is http://www.ap.is

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA NOTKUN VÖRUMERKJA

A&P Árnason áskilur sér rétt til breytinga á innihaldi þessa bæklings án frekari fyrirvara. Efnið er á engan hátt skuldbindandi fyrir A&P Árnason ehf. Ekki má afrita eða fjölfalda efni þetta með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan hátt, að hluta eða í heild, þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis. R eykjavík, september 2001. © 2001, A&P Árnason ehf. Öll réttindi áskilin


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

1

Rétt notkun vörumerkja Vörumerki geta verið dýrmætasta eign fyrirtækja. Vörumerki er andlit fyrirtækisins út á við, í raun tenging

þess

við

viðskiptavininn.

Vel

varin

vörumerkjaréttindi eru því nátengd því að skapa sér stöðu á samkeppnismarkaði, stöðu sem unnt er að standa vörð um. Rétt notkun vörumerkja er því mjög mikilvæg. Nota verður merkið á þann hátt að það missi ekki aðgreiningareiginleika sína, nota það þannig að aðrir geri sér grein fyrir því að um vörumerki sé að ræða sem er eign ákveðins aðila. Röng notkun vörumerkja getur leitt til þess að merki missir aðgreiningareiginleika sína – “degenerist”. Það verður almenns eðlis, jafnvel tegundarheiti fyrir ákveðna tegund vöru eða þjónustu. Slíkt heiti mega allir nota og er því einskis virði fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Sem dæmi um vörumerki sem hafa hlotið þessi örlög eru “nylon”, “corn flakes” og “vasiline”.

Notkun orðmerkja í texta Þegar vörumerki eru notuð í almennum texta er mikilvægt að lesandinn geri sér grein fyrir því að um vörumerki er að ræða en ekki almennt heiti á einhverju sem nota má að vild. 1. Auðkennið vörumerki því ávallt á þann hátt að það skeri sig úr textanum á áberandi hátt. Gott er að skrifa merkið með HÁSTÖFUM, feitletrað, stærri stöfum eða á annan þann hátt sem tekið er eftir.

©2001 A&P Árnason


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

2

Gott er einnig framangreindu til viðbótar að auðkenna vörumerki með gæsalöppum. 2.

Leitist við að nota vörumerkið aldrei í fleirtölu.

3.

Leitist við að fallbeygja ekki orð merkisins í texta.

4.

Látið orðið ekki standa eitt og sér fyrir lýsingu á vörunni. Gott er að hafa það fyrir reglu að láta ávallt fylgja vörumerkinu lýsingu á vörunni eða orð sem tákna hóp eða fjölda af henni. Svo sem LEVI’S gallabuxur eða LEITZ bréfabindi. Hafa má sem viðmið að vörumerkið sé notað sem lýsingarorð á þeirri vöru sem það á að auðkenna. Mikilvægt er að hafa framangreindar reglur í huga við skrif á hvers konar texta s.s. minnisblöð, formleg bréf, símbréf, tölvupóst o.s.frv.

Notkun myndmerkja (logo) Ákveðin útfærsla merkis getur verið það sem gefur merkinu sérkenni eða með öðrum orðum aðgreinir merkið frá öðrum vörumerkjum. Stílfærslan sem slík getur því orðið mjög þekkt og verðmæt. Það er því ekki síður mikilvægt að slík merki séu notuð rétt til að standa vörð um sérkenni þeirra. 1. Notið vörumerkið ávallt í þeirri stílfærslu sem það er skráð í. 2. Breytið vörumerkinu ekki eða bætið við það á nokkurn hátt. 3. Notið vörumerkið ekki sem bakgrunn undir texta eða annað sem birt er eða á annan grafískan hátt sem skreytingu. 4. Gætið þess að réttir litir séu ávallt notaðir séu litir hluti af stílfærslu merkisins.

©2001 A&P Árnason


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

3

5. Lagið merkið ekki að mismunandi notum. Eins og fram kemur hér að framan notast það ávallt eins og það er skráð. 6. Notið ávallt hlutlausan bakgrunn sem truflar ekki aðra þætti merkisins. 7. Bætið ekki texta inn í merkið eða ofan í það þegar það er notað í auglýsingar. Samanber orðum eins og “útsala” eða öðrum slíkum. Notkun  og  Merkingin ® á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og hefur verið notað sem auðkenni á skráðu vörumerki hjá bandarísku einkaleyfayfirvöldunum. Í gegnum tíðina, með alþjóðavæðingu vörumerkja, hefur þróunin orðið í þá átt að líta á ® merkinguna sem alþjóðlegt merki þess að vörumerki sé skráð. Rétt er að taka það fram í upphafi að ekki er skylda að nota sérstök auðkenni á vörumerki eins og  & . Slíkar auðkenningar eru þó til þess fallnar að gefa til kynna að um vörumerki sé að ræða sem beri að umgangast sem slíkt. Röng notkun framangreindra auðkenna getur á hinn bóginn í sumum löndum haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér s.s. höfnun á opinberri skráningu merkisins í viðkomandi landi. Auðkennið  notast aftan við óskráð vörumerki. Merki þurfa ekki að vera skráð til að öðlast vernd samkvæmt vörumerkjalögunum og því er rétt að nota ávallt framangreinda merkingu sem gefur til kynna að um vörumerki er að ræða þegar það er notað, þrátt fyrir að það sé óskráð.

©2001 A&P Árnason


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

4

Auðkennið  notast einungis aftan við skráð vörumerki. Notið merkinguna aldrei fyrr en vörumerkið hefur hlotið fullgilda skráningu yfirvalda í því landi þar sem fyrirhugað er að nota merkið. Eins og fram kom hér að framan er aftur á móti ekki skylda að nota þetta auðkenni eftir að merki er skráð. Að síðustu er unnt að auðkenna merki sérstaklega í neðanmálsgrein með tilvísun í texta þar sem fram kemur að vörumerkið sé skráð hjá Einkaleyfastofunni, eign Jóns Jónssonar, svo dæmi sé tekið. Notkun vörumerkja erlendis Mikilvægt er að átta sig á því að skráning vörumerkis í einu landi veitir ekki sambærilega vernd í öðru landi. Nauðsynlegt er að skrá vörumerki í þeim löndum þar sem nota á merkið sé ætlunin að hljóta skráða vernd fyrir merkið. Af þessu leiðir að þrátt fyrir að merki sé skráð hér á Íslandi og unnt að nota auðkennið  hér á landi gildir ekki það sama við notkun merkisins í öðrum löndum. Sé merkið notað í Danmörku án þess að vera skráð þar verður að nota auðkennið  en ekki . Notkun vörumerkja á netinu Það verður æ algengara að vörumerki séu notuð á netinu í tengslum við heimasíður fyrirtækja og annað kynningarefni. Þessi birting vörumerkja getur haft gríðarlega útbreiðslu þannig að mikilvægt er að

©2001 A&P Árnason


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

5

þessi framsetning sé í samræmi við annað prentað efni fyrirtækisins. Allar framangreindar reglur um notkun vörumerkja eiga við um notkun þeirra á netinu eftir því sem við getur átt. Rétt er þó að ítreka hér sérstaklega eftirfarandi reglur: 1. Vörumerkið þarf að birtast á netinu á sama hátt og það er skráð samanber það sem sagt er hér að framan. 2. Þegar vörumerki er afritað af netinu eða prentað út verður það að prentast út eins og það er skráð. Mikilvægt er að hafa þetta í huga sérstaklega hvað varðar liti og bakgrunn. 3. Notið vörumerkið ekki sem bakgrunn eða á annan hátt við grafík á heimasíðunni. 4. Ef notaðar eru hreyfimyndir af vörumerkinu er mikilvægt að við útprentun komi það út á sama hátt og það er skráð. Fræðsla starfsfólks Eins og fram kom hér að framan er mikilvægt að allir sem meðhöndla vörumerki þitt meðhöndli það rétt. Rétt og stöðug notkun vörumerkja er forsenda þess að standa vörð um einkaréttinn á merkinu. Það er því mikilvægt að fræða alla sem koma að notkun vörumerkisins um framangreindar reglur um notkun vörumerkja, ekki hvað síst þá sem sjá um hönnun auglýsinga, heimasíða, kynningarefnis og annars útgefins efnis sem kann að innihalda vörumerkið þitt.

©2001 A&P Árnason


LEIÐBEININGAR UM RÉTT A NOTKUN VÖRUMERKJA

6

Nytjaleyfi (license) Rétt er að geta þess að eigandi vörumerkis getur veitt öðrum aðilum leyfi til að nota vörumerkið sitt á nánar tilgreindan hátt fyrir nánar tilgreindar vörur, svokallað nytjaleyfi (license). Mikilvægt er að allar slíkar leyfisveitingar séu skoðaðar sérstaklega með tilliti til heildar vörumerkjastefnu fyrirtækisins og hvaða afleiðingar það kemur til með að hafa á vörumerkið. Hér á auk þess við eins og áður hefur komið fram að röng notkun getur leitt af sér að vörumerkið missi aðgreiningareiginleika sína, verði almennt tegundarheiti sem ekki er nokkurs virði. Mikilvægt er að ganga úr skugga um það áður en nytjaleyfi er veitt að það komi til með að vera notað í samræmi við framangreindar reglur og aðra notkun eiganda þess. Rétt er einnig að hafa í huga að heimilt er að banna með dómi notkun vörumerkis í þeirri gerð sem það er ef notkun vörumerkis telst villandi eftir að það hefur verið framselt eða leyfi til þess að nota það hefur verið tilkynnt.

©2001 A&P Árnason

Almennar upplysingar  

almennarupplysingar um vorumerki

Almennar upplysingar  

almennarupplysingar um vorumerki

Advertisement