Page 1

Skíðamarkaður Ármanns 2012 laugardaginn 10. nóvember kl. 13-16 Frábært tækifæri til að selja og kaupa notaðan skíðabúnað! Skíðamarkaðurinn verður í Íþróttamiðstöðinni Laugabóli (Ármanns/Þróttarheimilið) í Laugardal næstkomandi laugardag og er opinn öllum. Hægt verður að greiða með greiðslukortum.

Allt það helsta: skíði – skíðastafir – bindingar – skíðaskór – hjálmar – hlífar snjóbretti – brettaskór – gleraugu – skíðaúlpur – stórsvigsgallar stuttbuxur – skautar – línuskautar – og fleira! Seljendur þurfa að afhenda varninginn í Laugabóli Laugardal föstudaginn 9. nóvember kl. 16 – 18 eða laugardaginn 10. nóvember kl. 10 – 12. Ekki er tekið á móti varningi í sölu á öðrum tíma. Búnaður og fatnaður þarf að vera hreinn og í þokkalegu ásigkomulagi. Veitt verður aðstoð við að verðmeta búnaðinn. Skíðadeildin tekur 15% söluþóknun og sér um alla framkvæmd.

Kökubazar og heitt á könnunni! Markaðurinn er opinn öllum – hjartanlega velkomin, gerið góð kaup og kynnið ykkur starf skíðadeildarinnar! Látið endilega berast til vina og vandamanna nær, fjær og á Facebook.

Skíðamarkaður Ármanns 2012  

Markaður með notaðan skíða- og brettabúnað. Tilvalið að selja gamlan búnað eða gera góð kaup.

Skíðamarkaður Ármanns 2012  

Markaður með notaðan skíða- og brettabúnað. Tilvalið að selja gamlan búnað eða gera góð kaup.

Advertisement