Page 1


Dagskrá :

Setning fundar

Kosning fundarstjóra og ritara

Skýrsla stjórnar

Ársreikningur 2011 og áætlun 2012/13

Kosning formanns

Kosning stjórnar og varamanna

Afrekssjóður Skíðadeildar Ármanns

Önnur mál


Aðalfundur 7. maí 2012 Skýrsla

stjórnar


Skýrsla stjórnar Stjórn veturinn 2011/2012  

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi deildarinnar 6 maí 2011 Aðalmenn     

Kristinn Kristinsson – formaður Bjarni Birgisson – varaformaður Hannes J. Hafstein – gjaldkeri Þóra Leósdóttir – ritari Snorri Guðmundsson – meðstjórnandi

Varamenn Helga J. Bjarnadóttir  Ragnheiður Stefánsdóttir  Guðmundur Ingi Skúlason 


Skýrsla stjórnar Alpagreinanefnd og þjálfun 

Alpagreinanefnd veturinn 2011/2012 var þannig skipuð   

Ásta Halldórsdóttir Ingvi Geir Ómarsson Kristinn Kristinsson

Ákveðið var að halda áfram samstarfi við Skíðalið Reykjavíkur frá fyrra vetri varðandi þjálfun 15 ára og eldri Í 13-14 ára flokki var haldið áfram samstarfi við Víking þar sem Þórður Hjörleifsson sá áfram um þjálfun hópsins Skipan þjálfara að öðru leyti var þannig  

8-12 ára: Helga Björk Árnadóttir og Pálmar Pétursson 7 ára og yngri: Selma Benediktsdóttir og Tryggvi Einarsson með aðstoð frá Jóhanni Friðrik Haraldssyni


Skýrsla stjórnar Þjálfun í tölum


Skýrsla stjórnar Fjöldi iðkenda – þróun


Skýrsla stjórnar Fjöldi iðkenda


Skýrsla stjórnar Árangur iðkenda


Skýrsla stjórnar Árangur iðkenda


Skýrsla stjórnar Afreksmenn og styrkir 

Skíðamaður Ármanns 

Efnilegasti skíðamaðurinn 

Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Freydís Halla Einarsdóttir

Afrekssjóður ÍSÍ Sturla Snær Snorrason  Freydís Halla Einarsdóttir 

Afrekssjóður íþrótta og tómstundaráðs Garðabæjar 

Freydís Halla Einarsdóttir


Skýrsla stjórnar Landslið 

Þrír Ármenningar voru valdir í landslið Skíðasambands Íslands í haust Landslið fullorðinna Sturla Snær Snorrason  Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir 

Unglingalandslið 

Freydís Halla Einarsdóttir


Skýrsla stjórnar Mót og atburðir 

15 ára og eldri 10 bikar-/FIS mót SKÍ þar af 5 haldin af SKRR  SMÍ á Akureyri 

13-14 ára 7 bikarmót, þar af eitt haldið af SKRR  UMÍ á ísafirði  Andrésar Andarleikar 

9-12 ára     

4 Reykjavíkurmót – þar af eitt haldið af Ármanni Meistaramót 11-12 ára + Jónsmót Andrésar Andarleikar Innanfélagsmót Gistihelgi og páskabúðir


Skýrsla stjórnar Mót og atburðir 

8 ára og yngri     

Svalaleikar Ármanns og Vodafone leikar Ármanns Víkingaleikar Andrésar Andarleikar Innanfélagsmót Gistihelgi og páskabúðir

Annað Páskaeggjarall  Foreldraæfingar  Foreldramót í lok apríl 


Skýrsla stjórnar Árangur á mótum – Andrés 2012               

13 ára stórsvig : Hólmfríður Dóra og Björn Ásgeir Andrésarmeistarar, Kjartan Steinn í sjötta sæti 14 ára stórsvig: Þorri Harðarson í fjórða sæti og Vordís Sól í sjötta sæti 11 ára svig: Harpa María í fjórða og Snædís Líf í fimmta sæti. Jökull Eyjólfur í fjórða sæti 10 ára stórsvig: Andrés Nói í þriðja sæti 9 ára svig: Nanna Kristín í þriðja sæti, Kristín Sara í sjötta sæti 8 ára svig. Lovísa Sigríður í þriðja sæti og Kristmundur Ómar í sjötta 8 ára stórsvig: Lovísa Sigríður Andrésarmeistari, Markús Loki í þriðja sæti 9 ára stórsvig: Nanna Kristín í þriðja sæti 10 ára svig: Andrés Nói í öðru sæti og Hannes Þórður í sjötta sæti 6 ára stórsvig: María Ólöf Andrésarmeistari 14 ára svig: Þorri í sjötta sæti 13 ára svig: Hólmfríður Dóra Andrésarmeistari, Kjartan Steinn í fimmta sæti og Margrét Kristín í sjötta sæti 11 ára stórsvig: Harpa María í fimmta sæti og Jökull Eyjólfur í sjötta sæti 7 ára stórsvig: Eiður Orri Andrésarmeistari, Pétur Reidar í þriðja sæti 6 ára stórsvig: Marteinn í fjórða sæti


Skýrsla stjórnar Árangur á mótum – UMÍ 2012 

Ármenningar á verðlaunapalli Svig 13 ára: Hólmfríður Dóra Íslandsmeistari  Stórsvig 13 ára: Margrét Kristín í 3. sæti og Björn Ásgeir í 3. sæti  Samhliðasvig 13-14 ára: Hólmfríður Dóra og Björn Ásgeir í 3. sæti  Samhliðasvig 15-16 ára: Ragnheiður Brynja í 3. sæti 


Skýrsla stjórnar Árangur á mótum – SMÍ 2012 

Ármenningar á verðlaunapalli Stórsvig karla: Gísli Rafn í 2. sæti  Stórsvig 17-19 ára: Freydís Halla í 2. sæti 


Skýrsla stjórnar Árangur á mótum – Bikarmót 13-14 

Punktastaða heild (13 ára) Hólmfríður Dóra 1. sæti  Björn Ásgeir 2. sæti  Margrét Kristín 6. sæti 

Punktastaða heild (14 ára) 

Vordís Sól 6. sæti


Skýrsla stjórnar Árangur á mótum – Bikarmót SKÍ 

15-16 ára – punktastaða heild 

Ragnheiður Brynja 5. sæti

17-19 ára – punktastaða heild Freydís Halla 2. sæti  Lovísa Mjöll 6. sæti 

Konur – punktastaða heild 

Freydís Halla 2. sæti

Karlar – punktastaða heild 

Gísli Rafn 6. sæti


Skýrsla stjórnar Árangur - FIS punktar


Skýrsla stjórnar Árangur - FIS punktar


Skýrsla stjórnar Upplýsingamiðlun   

 

Deildin hefur reynt að koma á framfæri upplýsingum um markverða hluti og atburði í starfinu í gegnum heimasíðu deildarinnar Vefmyndavél í Suðurgili er nú aftur komin í gang á heimasíðu deildarinnar Reynt hefur verið að lífga upp á upplýsingagjöf í gegnum facebook síðu deildarinnar sem er mikið heimsótt – bæði af Ármenningum og liðsmönnum annarra skíðafélaga Við hvetjum alla félaga til að nýta þennan vettvang til að skapa skemmtilega umræðu og umgjörð um starfið – skiptir miklu máli Myndir og annað efni frá atburðum geta allir sett inn og þetta er efnið sem nýtur mestra vinsælda Góð umræða og miðlun á facebook höfðar líka ekki síður til iðkenda sjálfra og samskipta þeirra á milli


Skýrsla stjórnar Kynningarstarf 

 

Nú í vetur var gefinn út bæklingur um starf deildarinnar sem ætlaður er til að höfða til væntanlegra nýrra iðkenda og forráðamanna þeirra Upplag var 2.500 eintök sem var dreift í gegnum foreldra, vinnustaði, skóla, verslanir með skíðabúnað og víðar Bæklingurinn er „tímalaus“ þ.e. hannaður þannig að hann megi nota aftur næstu ár Í tengslum við þetta voru gerð skilti með efni bæklingsins sem hafa verið sett upp við skálann okkar á góðviðrisdögum og notuð í aðrar kynningar Lagt er til að farið verði í markvissa dreifingu bæklingsins í grunnskóla á næsta hausti


Skýrsla stjórnar Æfinga og fjölskylduferð 

Dagana 9 – 19 janúar var farin æfinga og fjölskylduferð á vegum Ármenninga og Víkinga til Val di Fiemme á Ítalíu Þátttaka var með afbrigðum góð og voru hátt í 150 Íslendingar í ferðinni Auk Ármenninga og Víkinga voru æfingahópar frá Mývatni, SKA og SKÍS með í för Við vorum afar heppin með veður og aðstæður og þjónusta aðila á staðnum varðandi æfingar var til fyrirmyndar


Skýrsla stjórnar Foreldrafélag  

Foreldrafélagið hefur staðið vaktina í skálanum okkar þennan vetur eins og aðra Þær hafa líka borið hitann og þungann af ýmsum atburðum okkar í vetur, séð um pantanir á fatnaði og margt fleira Stjórn foreldrafélagsins var þannig skipuð s.l. vetur:      

Sigríður Brynjarsdóttir Sigríður Bergþórsdóttir Kolbrún Björnsdóttir Hrafnhildur Haraldsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Hanna Dóra Másdóttir

Við þökkum þeim öllum sérstaklega góð og óeigingjörn störf í þágu deildarinnar


Skýrsla stjórnar Fjáröflun 

 

Í haust var skrifað undir samstarfssamning við Vodafone sem er nú einn af lykilstyrktaraðilum deildarinnar Samningar við Bílaleigu Akureyrar var endurnýjaður á árinu og samningur við Vífilfell er enn í gildi Farið var af stað með nýtt fjáröflunarátak á árinu – Skíðavini Ármanns Þrjú fyrirtæki Vodafone, Kistufell og Bílaleiga Akureyrar teljast í hópi gullskíðavina og 13 til viðbótar skráðu sig í silfurflokk Það er okkur mikils virði að hafa sterka bakhjarla til að styðja við starf okkar og deildin hvetur félagsmenn til að beina viðskiptum sínum þangað


Skýrsla stjórnar Rekstur skíðaskála 

 

Sú breyting var gerð í ár að ákveðið var að fá Glímufélagið Ármann til að koma í meira mæli að rekstri skíðaskála eins og annarra mannvirkja félagsins Framkvæmdastjóri Glímufélagsins sér þannig um daglegan rekstur skálans í stað foreldra og sjálfboðaliða eins og verið hefur Kostnaður ásamt tekjum vegna útleigu koma fara þá í gegnum Glímufélagið en ekki skíðadeildina en talsvert tap hefur verið á rekstri skálans undanfarin ár Í tengslum við þetta hefur starfsmaður verið fenginn í hlutastarf til að sjá um þrif og daglegan rekstur sem er mjög til bóta Þetta fyrirkomulag breytir ekki á neinn hátt aðgengi eða notum skíðadeildar af skálanum


Ársreikningur 2011 

Hannes J. Hafstein gjaldkeri kynnir ársreikning félagsins fyrir árið 2011 ásamt yfirliti yfir veturinn 2011-2012 og áætlun fyrir veturinn 2012-2013


Aðalfundur 7. maí 2012

Kosning formanns, stjórnar og varamanna.


Kosning formanns, stjórnar og varamanna

Tillaga: 

Stjórn: Bryndís Haraldsdóttir, Kristinn Kristinsson, Bjarni Birgisson, Hannes J. Hafstein, Þóra Leósdóttir

Varamenn: Helga J. Bjarnadóttir, Guðmundur Ingi Skúlason, Hörður Arilíusson, Snorri Guðmundsson


Afrekssjóður Skíðadeildar Ármanns  

Afreks- og styrktarsjóður Skíðadeildar Ármanns var stofnaður 28 nóvember 2010 í tilefni af 50 ára afmæli Steinunnar Sæmundsdóttur Stjórn deildarinnar hefur nú samþykkt tillögur þriggja manna undirbúningsnefndar að reglum fyrir sjóðinn og úthlutanir úr honum Þriggja manna nefnd skipuð af stjórn deildarinnar fer með málefni sjóðsins, gjaldkeri deildarinnar skal vera einn nefndarmanna  Nefndin auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir 1. okt ár hvert og umsóknir skulu berast fyrir 1. nóv.  Tilkynnt verður um úthlutanir á fjáröflunarsamkomu sem halda skal fyrir nóvemberlok  Umsækjendur skulu hafa keppt fyrir hönd Skíðadeildar Ármanns í amk eitt ár, vera með gilda FIS skráningu og vera í fremstu röð á lands- og bikarmótum eða sambærilegum mótum 


Afrekssjóður Skíðadeildar Ármanns 

Eftirfarandi aðilar hafa gefið kost á sér í styrktarsjóðsnefnd árið 2012/2013 Steinunn Sæmundsdóttir  Jóhann Friðrik Haraldsson  Hannes J. Hafstein 


Aðalfundur 7. maí 2012

Önnur mál.


Aðalfundur Skíðadeildar Ármanns Mánudaginn 7. maí 2012

Aðalfundur Skíðadeildar Ármanns 2012  

Aðalfundur Skíðadeildar Ármanns 2012

Aðalfundur Skíðadeildar Ármanns 2012  

Aðalfundur Skíðadeildar Ármanns 2012

Advertisement