Page 1

                 

Ármannsleikarnir  2014   Skíðadeild Ármanns boðar til Ármannsleika í stórsvigi 9 ára og yngri, laugardaginn 15. febrúar. Keppt verður í tveimur flokkum, 8-9 ára annars vegar og 7 ára og yngri hins vegar. Mótið verður haldið í Sólskinsbrekku í Suðurgili í Bláfjöllum og þurfa þátttakendur að vera sjálfbjarga í brekkunni þar og tvíburalyftum. Tímataka verður í báðum flokkum og verða tímar birtir á heimasíðu Ármanns www.armenningar.is/skidi að móti loknu. Ekki verða veitt verðlaun fyrir sæti en allir þáttakendur fá verðlaunapening og þátttökuverðlaun. Dagskrá 8-9 ára (f. 2004-2005) 09:30-10:00 Afhending númera til þjálfara / fararstjóra í Armannsskála. 10:00-10:20 Brautarskoðun. 10:30

Fyrri ferð / stúlkur ræstar fyrst. Seinni ferð strax að lokinni fyrri ferð.

Verðlaunaafhending í marki að lokinni seinni ferð. 7 ára og yngri (f. 2006 og síðar) 12:00-12:30 Afhending númera til þjálfara / fararstjóra í Armannsskála. 12:30-12:50 Brautarskoðun. 13:00

Fyrri ferð / keppendur ræstir eftir fæðingarári, yngstu fyrst. Seinni ferð strax að lokinni fyrri ferð

Verðlaunaafhending í marki að lokinni seinni ferð.

Þátttökutilkynningar sem innihalda nafn iðkanda, félag og fæðingarár skulu berast á netfangið skidi@armenningar.is fyrir kl 20:00 fimmtudaginn 13. febrúar. Skíðadeild Ármanns áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá. Varadagur er sunnudagur 16 febrúar. Breytingar á tímasetningum eða dagskrá verða tilkynntar á heimasíðu Ármanns.

Ármannsleikar 2014 mótsboð og dagskrá  

Ármannsleikar 2014 mótsboð og dagskrá

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you