Page 1

arkĂ­s 1997-2007 inngangur/foreword Livio Dimitriu


©2007 Arkís ehf. Ritstjórn/Editors: Aðalsteinn Snorrason, Egill Guðmundsson & Björn Guðbrandsson Texti/Texts by: Pétur H. Ármannsson, Aðalsteinn Snorrason, Egill Guðmundsson & Livio Dimitriu Ritstjórnaraðstoð inngangs/Editorial assistant for “foreword”: Natalie Kasper, USA Institute/NYC Þýðingar/Translations: Steinunn Haraldsdóttir, Símon Hjaltason & Björn Guðbrandsson Prófarkarlestur/Proof reading: Steinunn Haraldsdóttir Viðtöl/Interviews: Pétur H. Ármannsson Viðmælendur/Interviewees: Egill Guðmundsson, Aðalsteinn Snorrason, Birgir Teitsson, Þorvarður Björgvinsson & Carlos Zapata Ljósmyndir/Photography: Hreinn Magnússon Aðrar myndir/Other images: Arkís Myndvinnsla teikninga/Graphical work on drawings: Jenný Haraldsdóttir Hönnun og umbrot/Graphic design: Blær Guðmundsdóttir Prentun/Printing: Litróf ISBN 978-9979-70-340-2
flæðarmál

Esjan mín hún heilsar mér að hefðarmeyjasið en ég heyri Akrafjallið muldra: þarna var það nokkuð fleira Skarðsheiðin er feimin og hún skýlir sér á milli þeirra hún skilur líka að henni bara kemur þetta ekki við Og við stóðum þarna um haustið og við störðum lengi dags á storminn hve hann byrsti sig og blés okkur í fangið en í félagi við grjót og sand í fjörunni og þangið okkur fannst það einsog kurteislegra að bíða sólarlags Jú það var svalt og það er satt það var kalt en samt var betra að vera til en ekki mér fannst ég eiga heiminn hérumbil og maður hugsaði bara: ég gef skít í það allt sem ég ekki skil og ekki þekki En öldurnar þær teygðu sig í átt til mín þær byltust og ærðust svo að gnýrinn færði ræðurnar í kaf þeir þögnuðu að lokum og þeir horfðu bara útá haf þar sem hafmeyjar komu upp og týndu löngun sinni og villtust Jú það var svalt og það er satt það var kalt en samt var betra að vera til en ekki þú áttir allan heiminn hérumbil já og þú hugsaðir: ókei ég gef skít í það allt sem ég veit og skil og sem ég þekki

Og dagurinn hann kvaddi og fór með birtuna á brott en hann breiddi þó fyrst yfir okkur dimmbláa sæng hugsunin hún reikaði með höfuð undir væng við vorum hólpnir í það skiptið okkur fannst það soldið gott Meistari Megas. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
612 16 36 56 62 68 72 78 84 90 94 184 190 192 100 106 114 118 122 128 132 136 140 144 148 150 154 158 164 168 178 110 172 160

foldaskóli

sérstakar þakkir

lokaorð

háskólinn í reykjavík

esjuborgir

korpuskóli

háskólinn á akureyri

guðríðarstígur

náttúrufræðistofnun

strengur

vattarás

slökkvistöð

fornbílasafnið

gufuneskirkjugarður

hótel selfoss

berlín

höfnin

hótel 1919/salt

sölvhólsgata

ellingsen

skógarlönd

klettagarðar

smáratorg

hellissandur

glerártorg

grafarholtskirkja

ístak

kirkjusandur

hamravík

kvosin

samskip

zapata

kaffispjall

arkís

inngangur

index

efnisyfirlit


6 12 16 36 56 62

discussion

church

72 78 84 90 94 100 106 110 114 118 128 132 136 140 148 150 158 160 164 168 172 122 154 144 178 184

special thanks

postscript

reykjavík university

student housing

elementary school

university of akureyri

office building

institute of natural history

environmental art installation

residence

fire department

antique automobile museum

gufunes cemetery

hotel selfoss

ambassor´s residence

elementary school

the harbour

hotel 1919/salt

ministries building

outdoor store

kindergarten

headquarters & warehouse

office tower

national park visitors center

shopping center

headquarters

residence

reykjavík center

headquarters & warehouse

zapata

arkís

foreword

headquarters & planning

68 190 192
inngangur foreword 

livio dimitriu

efniviður í arkitektúr: birta, jörð, náttúra og borgin

livio dimitriu

materials for an architecture: light, ground, nature and the city

Þegar útlendingur heyrir nafnið Ísland vekur það óhjákvæmilega upp mynd af dulmögnuðum stað, goðsögnum og fólki, samtvinnuðu í eitt. Hvað byggingarlist varðar vísar það með eilítið rómantískum hætti til lands þar sem unnið er með einfaldleika og áþreifanleika „efniviðarins“: flóð og fjöru sjávarins, rennsli kristaltærra vatnsfalla, töfrahraundranga sem vita hvernig á að fjölga sér, mýkt og lit snjósins á móti mosanum. Þetta er land þar sem hálfvegis dagur og hálfvegis nótt skipta á milli sín birtunni.

The name of Island, for an outsider, conjures inevitably a mystic place, myth, and people all combined in one. Architectonically, it suggests rather romantically a land of economical sensuality of “materials:” the ebb and flow of the sea, the running crystalline waters streams, the magic rocks that know how to multiply themselves, the softness and color of snow juxtaposed to that of moss. It is a land where light is divided equally in half-day and half-night.

Á margan hátt sjá útlendingar Ísland ennþá í draumsýn líkri því hvernig Evrópubúar sáu Ameríku fyrir sér fyrir nokkrum öldum, að þar lifðu göfugar sálir óspjallaðar af „siðmenningu“ í ósnortnu landslagi. Í báðum tilfellum á slíkur skáldskapur sér rót í veruleikanum, en raunveruleikinn sjálfur er allsendis ólíkur og uppfyllir væntingarnar aðeins í sjaldgæfum tilfellum.

In many ways, the outsider tends to dream up still today an Island similar to how the Europeans invented for hundreds of years an America of virginal landscape and noble souls untouched by “civilization.” While in both cases such fictions are rooted in reality, reality itself is quite different, and complements the desire only on rare occasions.

Ef til vill má segja að hefðin í íslenskum arkitektúr verði til vegna áhrifa módernismans eins og hann kemur fram hjá Alvar Aalto, einu af sérstæðustu nöfnum stefnunnar. Óhefðbundin verk ­Aaltos urðu aldrei klisjum módernismans að bráð heldur urðu til eftir þá síu sem hið sérstaka næmi norrænu landanna veitir. Tilraunum Aalto má líkja við þann mikla meistara Carlo Scarpa sem náði að túlka nútímann út frá sjónarhorni Feneyjarbúans og íbúa Veneto-héraðs.

It is perhaps fair to say that Icelandic architecture “tradition” starts with the impact of the Modern Movement through the model of one of its rather unique figures such as Alvar Aalto. His unorthodox work never fell pray to the clichés of the Modern Movement, but filtered it through the special sensitivity of the Nordic lands. Aalto’s effort is similar to that of the later master Carlo Scarpa who was able to interpret modernity through the perspective of a Venetian and man of the Veneto.

Verk arkitektastofunnar Arkís tjá í fjölbreytileika sínum menningarlegt ástand þar sem væntingar um uppfyllingu draumsýnarinnar, með dæmigerðum hætti sjálfsrannsóknar, eru bæði í samræmi við og stangast á við leitina að sjálfsmynd sem á sér

The work of the firm Arkís bespeaks in its variety of a cultural condition in which the expectation of dream-fulfillment both complements and contradicts in a characteristic soul-searching fashion the quest for identity grounded in both realities: that


rætur í hvorum tveggja raunveruleikanum: bæði þeim sem er vænst og þeim sem þörf er á. Í þeirri stefnu sinni að velja úr hið besta má líta á starf Arkís sem áframhald á slíkri sjálfstæðri rannsókn þar sem stefnur og birtingarmyndir verða að vera í sífelldri skoðun eins og á rannsóknarstofu þar sem vægi hins staðbundna kemur aðeins fram eftir því sem tímanum vindur fram og með þolinmóðri leit. Að þröngva fyrirframákveðnum og óprófuðum reglum upp á flókinn og einstæðan veruleika í leit sem fram fer með opnum huga, er allsendis óhugsandi. Þær margvíslegu leiðir sem Arkís fer í leit að lausnum á vandamálum kalla umfram allt á viðeigandi og mikilvægar spurningar um hverja þá „framsetningu“ sem á að vera svarið við þeim fjölda vandamála sem spretta upp vegna þeirra hlutverka, mælikvarða, samhengis og efnisnotkunar sem fylgja nútímaskilyrðum þess að vera til og lifa í heiminum. Sem dæmi má nefna einbýlishús eins og Hamravík. Þar er um að ræða vandvirknislega endurtúlkun á stíl sem má segja að sé annað sérstakt framlag frá hinum norræna hluta heimsins, De Stijl. Arkitektónískt viðfangið er fyrst skilið frá samhengi sínu með tilbúnum grunnfleti en er síðan sameinað landslaginu á ný með vandlega útfærðri gluggaskipan eftir lóðréttum, láréttum og hornréttum línum. Á öndverðum meiði þar sem stærðarhlutföll útborgarinnar eða borgarinnar ríkja má síðan sjá tillöguna um höfuðstöðvar Glitnis á Kirkjusandi. Þar eru virkjuð margskonar rými inn á milli form­anna sem og neðan jarðar sem eiga að skapa lífvænlega tilveru í borginni og fyrir hana. Þetta verkefni má líta á sem forskrift fyrir framtíðarvöxt hverfis sem er enn í mótun. Með þessu verkefni uppfylla bæði bankinn og arkitektastofan ábyrgð sína sem „borgarar“. Tæknin sem liggur að baki hönnun fram-

of the expected and that of the needed. Arkís’ architecture continues, in its apparent eclecticism, the spirit of such independent research where trends and expressions need to be studied in an on-going research laboratory; the local valences are discovered only in time and through patient search. Inside such an open search, any predetermined and a priori formulas to be consistently imposed on a complex and unique reality are simply impossible. The variety of approaches to problem-solving offered by Arkís do provide above all important appropriate questions pertaining to the ability of any one given “expression” to become an answer to the multitude of problems raised by the functions, context, scale and use of materials that are involved in the modern condition of being-in-the-world. For example, in the case of a small private residence such as Hamravík, a careful contemporary re-visitation of another special Nordic contribution to the world, the De Stijl, is called for. The architectonic object is first severed from its context by an artificial ground plane, only to be reunited subsequently with the landscape through carefully calibrated horizontal, vertical and square fenestration. At the diametrically opposed and large sub-urban/urban scale the project for the Glitnir Bank Headquarters activates a variety of spaces in-between as well as below ground as a civic contribution to livability in-the-city and for-the-city. This project seems to be intended as a model for the future growth of a neighborhood still in the process of becoming. Through this project, both the Bank and the architects fulfill their respective responsibility as “citizens.” The technology that drives the façade design is an appropriate language for the large scale of the project.
hliðarinnar er viðeigandi tjáning á þeim stóra mælikvarða sem verkefnið hefur. Í meðalstóru verkefni eins og höfuðstöðvum og vöruhúsi Samskipa, þar sem byggingin er staðsett á svipaðan hátt í óeftirtektarverðu samhengi, í þetta sinn iðnaðarhverfi en ekki útborgarsvæði, er markmiðið með arkitektúrnum á ný að skapa eigin skilgreiningu á samhengi. Þetta næst með einfaldri en áhrifaríkri aðferð, að setja vöruhúsið fram sem hagnýtt, skilvirkt rými andspænis aðalskrifstofubyggingunni sem gefur tækifæri til að setja fram undantekningu frá reglunni. Í þessu verkefni er heldur ekki einblínt á eitt einstakt form heldur eiginleika rýmisins inn á milli formanna. Í báðum verkum, höfuðstöðvum Glitnis og Samskipa, er gler mikið notað á ytra borði. Í fyrstu gæti þetta virst í mótstöðu við rök þeirra sem benda einfaldlega á þátt umhverfisins í köldu loftslagi. En þessi háttur er fullkomlega rökréttur ef litið er til þess hver er þrá mannsins sem lifir í þessu nákvæmlega sama umhverfi þar sem birtan er mikils metin, dýrmæt og munaður. Augljóslega liggur sálfræðileg ástæða að baki því að hugmyndin um glerklædda byggingu spratt hjá Mies í Norður-Evrópu en ekki á Miðjarðarhafssvæðinu, og að þessi arkitekt fann í fyrstu hljómgrunn fyrir hugmyndir sínar í Norður-Ameríku en ekki annars staðar. Í tillögunni um Grafarholtskirkju umlykur gegnsær glerhjúpur bygginguna, bæði fyllingu hennar og tómarými í afskaplega f íngerðri og ljóðrænni teiknun sem minnir á upphafslínur Gamla testamentisins. Þessi aðgerð sem virðist svo einföld er einstaklega áhrifamikil: hún skapar mjúka og róandi tilfinningu innanhúss og gerir sjónræn áhrif af stöku tré fyrir utan þess mun meiri. Hugmyndin um náttúruna, ljós eða gróður, er hér upphafin svo hún vísar á viðeigandi orð Biblíunnar. Vatnsflöturinn endurspeglar bæði kross og kirkjurými og gefur því flæði. JörðinIn a medium-scale project such as the Headquarters and Warehouse / Samskip, placed by circumstance in a similarly non-descript context, this time an industrial zone as opposed to sub-urban sprawl, architecture is again focused on a setup for its own definition of context. This is achieved through the simple but effective strategy of articulating the warehouse as a functional and efficient volume as opposed to the actual Headquarters building that provides an opportunity for an exception to the rule. For this project, and typically for Arkís, there is no form-fixation but an obsession with the character of the spaces in-between. Both the Bank Headquarters and the Samskip projects employ a great deal of glass on the exterior. This may seem at first a contradiction to a critical argument if one would simply follow an environmental logic given the cold climate. Yet, the gesture may be perfectly logical given the human desires in the very same context where light is precious, prized, and a luxury. There is clearly a psychological reason that the concept of a glass-clad building originated with Mies in Northern Europe and not in a Mediterranean region, and that this architect found a market first for his ideas in North America and not elsewhere. And yet, in the project for the Church of Grafarholt a cage of translucent glass panels encloses the architecture, its solids and voids, in a very delicately poetic gesture that recalls the opening lines of the Old Testament. The economy of means for only apparently simple gesture is extremely effective: during the day light season it allows for a soft and calming feel on the inside, and makes the inside view of a single outside tree so much more powerful. The idea of nature, light and green, becomes sublimated here to an appropriate quotation. The reflective pool of water outside floats both the cross and the volume of the church. Ground becomes dematerialized and dreamlike. During the night


verður óefniskennd og draumkennd. Í vetrarmyrkrinu verður kirkjan að lýsandi kyndli sem laðar að og vísar veginn.

season, the church becomes a beacon of light to draw and guide the believer.

Að lokum má nefna Þjóðgarðsmiðsstöðina á Hellissandi þar sem sjá má samruna hinna margvíslegu þema sem liggja að baki verka Arkís. Sveigjanleiki byggingartungumálsins er viðbragð við eðli vandamálsins sem staðið er frammi fyrir: hvernig rýmið inn á milli formanna er tjáð kemur fram aftur og aftur. Í þessu tilfelli er því ætlað að veita tilfinningu fyrir lágmarks „öryggi þéttbýlisins“ fyrir gesti í ósnortnu náttúrulegu samhengi. Efnisvalinu er ætlað að kalla fram samræðu milli þess tilbúna og næstum því náttúrulega. Gler er notað sparlega til að framkalla spennu milli vandlega valdra útsýnisstaða og opins útsýnis sem gefst með gönguleið fyrir utan og nýtist sem skoðunarpallur. Þótt efnisleg byggingin sé í sjálfu sér ekki lítil þá verða áhrif hennar þó fremur til að skapa tilfinningu um nánd.

Finally, the National Park Center fuses the various themes that seem to underline the Arkís’ work. The flexibility of language is a response to the nature of the problem confronted: the articulation of the space in-between reoccurs consistently, in this case intended to bring a minimum of “urban re-assurance” to the visitor in a virgin natural context; the use of materials is intended to set up a dialectics of the artificial vs. the nearly-natural; glass is used sparingly to set up a tension between critically selected views and the panoramic ones provided sectionally by the outside circulation path that acts as an observation platform. While the physical project is not truly small, the effect of scale is rather intimate.

Í raun nær byggingin fram með efnisvali sínu skýrri hugmynd í mótun formsins, og tjáir tvær gjörólíkar aðferðir með tilliti til hlutfalla, nýtingar og landslags. Árangurinn er tækifæri fyrir dagdrauma sem gefast ekki í öðru samhengi. Fyrir „útlendinginn“ kallar hið torræða málmklædda rými veitingastofunnar óhjákvæmilega fram myndina af norsku langskipi, sem hefur strandað og eyðist nú í hinum þjóðsögulega sjóndeildarhring Íslands þar sem mosinn og hraunið ríkir. Með því að vísa aðeins til nokkurra verka Arkís er ætlunin að draga fram þemu og afstöðu fyrirtækisins til hönnunar í alþjóðlegum verkum sínum. Með því er bent á að engin kenning eða einn „stíll“ getur verið drifkraftur arkitektúrs í flóknum samtímaheimi. Meiningin er að endurvinna hugmyndina um „einlægni“ sem finna má í upprunalegri merkingu orðanna „sin cera“ á latínu, þ.e. tillaga sem gerð er „án vax“ eða nokkurra ann-

Ultimately, this project allows through its materials a conceptual clarity in form-making, expressive of two drastically different strategies relative to scale, function, and landscape. The result is an opportunity for day-dreaming uncalled for in other contexts. To the “foreigner,” the enigmatic metal-clad restaurant volume inevitably suggests a Norse long-ship, abandoned and disintegrating on the fabled horizon of an Island of moss and rocks. To refer only to a few projects of Arkis is intended to underline the themes and attitudes of this firm’s international practice vis-à-vis design. It is intended to point out that no dogma or single “style” can drive the performance of architecture in today’s complex world. It is meant to recycle the notion of “sincerity” in its original meaning of the Latin “sin cera,” that is a proposition built “without wax” and gimmicks to fill in the gaps in an otherwise beautifully executed object or constructed
10

arra bragða til að fylla upp í götin á hlut eða fullyrðingu sem er að öðru leyti fagurlega gerð. Að endingu má ef til vill segja að menning XX. aldar, allt frá Dada-hreyfingunni, frá Learning from Las Vegas eftir Venturi og fram að Delirious New York eftir Kool­haas, sýni stöðugt fram á gildi þess að reyna að skoða raunveruleikann gegnum ferskt og „saklaust sjónarhorn“ þess sem hefur flosnað upp. Alþjóðavæðing og birtingarmynd hennar í tungumáli arkitektúrsins er aðein ein hlið á þeirri frjósömu og gagnrýnu uppflosnun sem stýrir óhjákvæmilegum skilyrðum arkitektúrs í dag eins og sjá má í verkum Arkís.

argument. In the end, one modestly suggests that XXth century culture, starting with Dada, through Venturi’s Learning from Las Vegas and until Koolhaas’ Delirious New York, constantly reveals the value of attempting to examine reality through the fresh and “innocent eye” of the up-rooted. Globalization and its expression through the language of architecture is only one of the facets of the productive and critical up-rooting that governs the necessary condition of the contemporary architectural practice as illustrated in the work of Arkís.

Um Livio Dimitriu Dr. Livio Dimitriu er bandarískur arkitekt sem starfar í New York. Hann er Íslandsvinur sem var snemma stuðningsmaður þess að stofnaður yrði arkitektúrskóli í Reykjavík. Hann starfaði með OMA / Rem Koolhaas og Peter Eisenman snemma á ferli þeirra. Verk hans hafa unnið til fjölda verðlauna, innanlands og utan, og hann hefur skrifað fjölda fræðigreina og rita. Hann hefur tekið þátt í sýningum á Feneyjartvíæringnum, hjá Arkitektúrsafni Frankfurtarborgar og listasafninu í Taipei, og fjölda annarra borga. Dimitriu stofnaði USA Institute árið 1978, sem kalla má einstæða tilraun í arkitektúrkennslu en hefur á síðustu árum færst í átt til rannsókna á arkitektúrfræðum, sögu og list með USA Books útgáfunni. Hann er einn stofnenda Pamphlet Architecture og hratt af stað hinni áhrifamiklu ritröð New York Architects. Hann hefur kennt í meira en tuttugu háskólum í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu og kennir nú við Pratt Institute í New York.

About Livio Dimitriu Dr. Livio Dimitriu is an American architect with a New York-based practice. He is a friend of Island and early supporter of the founding of the School of Architecture in Reykjavik. His professional background includes working with OMA / Rem Koolhaas and Peter Eisenman in the early periods of these offices. His own projects won numerous national and international awards, were widely published along with critical writings in dozens of volumes, and part of important exhibitions at the Venice Biennale, Frankfurt Architecture Museum, and Taipei Art Museum, among hundreds of other locations. Dimitriu established USA Institute in 1978, a unique experiment in architecture education that in recent years evolved in the direction of research in theory and history of architecture and in the arts through USA Books, continuing earlier such activities as co-founding Pamphlet Architecture with Stephen Holl and others, and founding the influential series of volumes New York Architects. Dimitriu has taught at over twenty four university in the Americas, Europe, and Asia and is currently a full tenured professor at Pratt Institute.


11


arkís

1997-

1997-

Allt frá árinu 1978 hefur Egill Guðmundsson arkitekt verið hluti af hinu íslenska arkitektasamfélagi. Árið 1997 stofnaði hann fyrir­tækið Arkís ásamt tveimur yngri arkitektum, þeim Aðal­steini Snorrasyni og Gísla Gíslasyni. Allir vildu þeir láta til sín taka í arkitektafaginu. Þeir unnu fljótlega að mörgum stærri verkefnum landsins og innan fárra ára var Arkís orðin stærsta stofan á íslenskum arkitektamarkaði og hefur verið það síðan. Árið 2005 fjölgaði eigendum um tvo þegar Birgir Teitsson arkitekt og Þorvarður Björgvinsson byggingafræðingur slógust í hóp eigenda.

Egill Guðmundsson has been an active participant in the Icelandic architecture scene since completing his studies in 1978. In 1997 he formed Arkís with two young architects: Aðalsteinn Snorrason and Gísli Gíslason. This group of architects was determined to make their mark within the architecture culture. Quickly, they became involved in many of the larger projects in Iceland and within a few years, Arkís had become the largest architecture office in Iceland. In the year 2005, Birgir Teitsson and Þorvarður Björgvinsson became partners in the firm.

Hugmyndafræði þeirra byggðist fyrst og fremst á kenningum módernismans og þeirri byggingahefð sem myndast hefur á Íslandi. Sérstaða þeirra var fyrst og fremst fólgin í því að þeir unnu að töluvert stærri verkefnum en almennt tíðkaðist á landinu. Velgengni Arkís má fyrst og fremst þakka því láni að þar hefur unnið mikill fjöldi af hæfu fólki, bæði arkitektum og tæknimenntuðu fólki. Þessi breiða þekking hefur lagt grunninn að þeim árangri sem náðst hefur á síðustu tíu árum. Arkís hefur alltaf haft það skýra markmið að veita arkitektaþjónustu á breiðum grunni. Með því móti opnast möguleiki á meiri þátttöku í samkeppnum og mótun tilraunaverkefna hvers konar. Samkeppnir og tilraunaverkefni eru grunnurinn að faglegri framþróun og það er þau tækifæri sem Arkís hefur nýtt sér fyrst og fremst til faglegrar mótunar. Tilraunaverkefni eru unnin annað hvort eingöngu á vegum Arkís eða í samstarfi við einhverja af viðskiptavinum félagsins. Flest þessara verkefna verða aldrei annað en hugmyndir (pappírsarkitektúr) á meðan önnur ná því markmiði að verða að raunveruleika.

12

Arkís’ design philosophies are based in the theories of modernism, fused with Icelandic building traditions. The firm has been involved in projects of relatively large scale. That has contributed to Arkís’ singularity within Icelandic architecture. Moreover, Arkís’ good success is first and foremost due to the fact that the firm has, throughout the years, attracted exceptionally capable, well educated and talented staff, which forms a strong and inspired team. Providing a wide range of architectural services has always been a clear goal for Arkís. The service projects have, in return, afforded opportunities for experimental projects and participation in competitions. Competitions and experimental projects fuel professional advancement and growth and have influenced Arkís’ development. The experimental projects have been done, either by Arkís individually, or in collaboration with clients. Some of those projects never develop past the stage of paper architecture, while others have matured and materialized as built works.


Arkís hefur unnið mörg verkefni tengd verslun og þjónustu. Einnig hefur Arkís komið að mörgum skólaverkefnum og skrifstofubyggingum. Núna er í byggingu 20 hæða turn við Smáratorg í Kópavogi. Turninn við Smáratorg er skrifstofuhúsnæði fyrst og fremst og verður hæsta bygging landsins þegar hún er fullbyggð. Arkís hefur hannað fjölda námsmannaíbúða og vinnur nú að hönnun meira en 500 íbúða.

Arkís’ portfolio includes a wide variety of diverse projects. Numerous projects are in the realms of retail, education, housing, offices and public buildings. Arkís has designed large shopping centers, several schools, and is currently working on a campus of 500 student housing units. A 20 story office tower, which is currently under construction, will be the tallest building in Iceland upon its completion.

Arkís hefur í gegnum árin unnið mikið á alþjóðlegum vett­vangi þó flest verkefnin hafi verið á Íslandi. Arkís hannaði höfuð­stöðvar Ístaks í samvinnu við KHR arkitekta í Danmörku. Á síðasta ári vann Arkís til fyrstu verðlauna í samkeppni um Háskólann í Reykjavík ásamt dönsku arkitektastofunni HLA. Fyrirtækið er eitt af stofnendum arkitekta- og verkfræðistofunnar ARSO í Litháen en Arkís hefur komið að fjölda verkefna í baltnesku löndunum á síðustu árum.

Arkís has always operated internationally, even though most of the projects have been in Iceland. Arkís designed the Ístak Headquarters in collaboration with Danish firm KHR and won first prize in the Reykjavik University competition with Danish firm HLA. Arkís is one of the founders of the architecture- and engineering firm ARSO in Lithuania, but Arkís has also been involved in numerous projects in the Baltic States in recent years.

Arkís hefur tekið þátt í fjölda samkeppna og hefur hlotið viður­kenningar í flestum þeirra. Á síðasta ári tók Arkís þátt í þremur keppnum á einn eða annan hátt. Stofan hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um Háskólann í Reykjavík með HLA eins og fram hefur komið. Arkís tók þátt í samkeppni um þjónustumiðstöð fyrir Snæfellsþjóðgarð á Hellissandi og vann þar til fyrstu verðlauna. Þá tók ARSO þátt í samkeppni um hafnarsvæði í Litháen og hlaut það verkefni einnig fyrstu verðlaun.

Arkís has taken part in a large number of competitions and received awards or recognitions in most of them. Last year Arkís submitted proposals for three competitions: First, a competition for Reykjavík University, in collaboration with HLA, received first prize. Second, a visitor’s center for a national park in Snaefellsnes received first prize. Third, Arkís’ sister office in Lithuania, ARSO, received first prize for a new waterfront development.

Arkís hefur síðustu þrjú árin verið í nánu samstarfi við Carlos Zapata studio í New York ásamt Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og listamanni. Verkefni á þeirra vegum hafa verið unnin undir nafninu ABZ-A. ABZ-A hefur unnið að nokkrum verkefnum á Íslandi og er markmið hópsins að vinna að veigamiklum verkefnum á Íslandi og í Norður-Evrópu.

For the past three years, Arkís has collaborated closely with Carlos Zapata Studio in New York and Guðjón Bjarnason architect and artist. The firms have joined forces under the name ABZ-A. ABZ-A has done several projects in Iceland, but the group was formed with the intention of working on high quality projects in Iceland and Northern Europe.

13


14

Arkís heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt með útgáfu þessarar bókar og í henni er að finna úrval verkefna sem unnin hafa verið á síðastliðnum tíu árum. Í bókinni gefur að líta verkefni sem byggð hafa verið, samkeppnistillögur sem aldrei munu líta dagsins ljós með öðrum hætti og einnig verkefni sem eru í vinnslu og munu rísa á komandi árum. Bókin er tilraun til að safna saman því mikla starfi sem unnið hefur verið á þessu tímabili og gefa yfirlit yfir þá verkefnaflóru sem Arkís hefur unnið að.

Arkís will celebrate its 10th anniversary with this publication. The book includes a selection of works and projects from Arkís’ first ten years. It is a collection of built works, competition proposals, theoretical projects and projects that are currently in the design phase and will be built within the next few years. The book provides a glimpse of the extensive work done in the office over a ten year period and supplies an overview of the wide range of projects which Arkís has been involved in.

Það er skýr stefna Arkís að vinna enn frekar að verkefnum sem eru í háum gæðaflokki og vera leiðandi afl á íslenskum arkitektamarkaði í nánustu framtíð.

Arkís is focused on its goal, to work further on projects of the highest quality and to be a prominent force in Icelandic architecture in the years to come.

Reykjavík september 2007 Aðalsteinn Snorrason

Reykjavík September 2007 Aðalsteinn Snorrason


15


kaffispjall interview

kaffispjall á 1919

discussing at 1919

Þátttakendur: Aðalsteinn Snorrason (AS), Birgir Teitsson (BT), Egill Guðmundsson (EG), Þorvarður Björgvinsson (ÞB). Spyrill: Pétur H. Ármannsson (PHÁ)

Participants: Aðalsteinn Snorrason (AS), Birgir Teitsson (BT), Egill Guðmundsson (EG), Þorvarður Björgvinsson (ÞB). Moderator: Pétur H. Ármannsson (PHÁ)

PHÁ: Nú er Ísland orðið hluti af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi þar sem hlutirnir ganga mjög hratt fyrir sig, fyrirtæki eru endalaust að sameinast og ímynd þeirra breytist stöðugt. Rem Kool­haas segir því í einni bóka sinna þegar þeir í OMA voru fengnir til að teikna höfuðstöðvar Universal Studios sem átti að vera tímamótaverk í arkitektúr. Mikil vinna var lögð í að þróa hugmynd um hvernig kvikmyndaver og stjórnun þess gæti búið saman í spennandi byggingu. En þegar loks var búið að hanna húsið þá var fyrirtækið ekki lengur til, hafði sameinast öðru með einni ákvörðun. Hvernig vinna arkitektar á fyrirtækjamarkaði með þessa síbreytilegu stöðu?

PHÁ: Iceland has become part of an international businessenvironment where things happen very fast, corporations are constantly merging and their image is constantly changing. Rem Koolhaas, in one of his books, tells the story of when OMA was hired to design the headquarters of Universal Studios which was supposed to be a groundbreaking job in architecture. A lot of work was put into developing an idea of how a movie-studio and its administration could co-exist in an astonishing building. But when the building had been designed the company no longer existed, it had merged with another. How are architects supposed to work in such a constantly changing business environment?

EG: Ef teiknað er fyrir einhvern sem ætlar að nota húsið þá er notandinn þekktur. En ef það er enginn notandi þá er þessi beina hugsun sem við erum að reyna vinna við í hönnun kannski ekki til. En svo getur þetta stundum orðið öðruvísi, eins og t.d. í sambandi við hús Ístaks. Ásamt Jan Søndergard áttum við að teikna höfuðstöðvar, sem þeir ætluðu að nota sjálfir. Í raun og veru var þetta ennþá dýpra, ekki bara að teikna fyrir kúnnann heldur hjálpa honum að móta sína ímynd, hvernig hann vildi kynna sig hér á landi sem gott fyrirtæki og húsið sem átti að vera vitnisburður um það.

EG: If a project is being done for someone who intends to use the building then the user is known. But if there is no user then the direct problem-solving we try to apply during the design phase has no place. But then sometimes it can be different, like in the case of the Ístak Headquarters. We designed the headquarters, in collaboration with Jan Søndergard, and Ístak was going to use the building for its own operations. But the project was really much more involved. It was not just to design a building for the client, but help them develop an image. It became about how the client wanted to present himself as a high-quality contractor and the building was supposed to express this.

PHÁ: Ef eitthvað hús hér var nátengt ímynd fyrirtækis þá var það Eimskipafélagshúsið sem við sitjum í. Nú er það orðið hótel

16

PHÁ: If any building around here has ever been closely connected


en byggingarlist hússins lifir áfram. Arkitektinn er ekki bara að teikna fyrir þann sem hann vinnur fyrir í byrjun heldur þarf að leggja línur um notkunarmöguleika byggingar langt fram í tímann. BT: Í Ístakhúsinu þá var yfirstjórnin mjög áhugasöm um allt hönnunarferlið, þannig að þetta skiptir töluverðu máli. EG: En svo fer þetta mjög mikið eftir hverju og einu fyrirtæki. Nú erum við t.d. með annað dæmi sem við erum að vinna. Það er stórt verkefni í Færeyjum fyrir hann Jákup [Jacobsen]. Þar á að þróa heilt miðhverfi en ekki er vitað hverjir verða notendur allra bygginganna. En þar hefur hann sjálfur svo mikla framtíðarsýn. Hann hefur mikinn metnað til að gera eitthvað fyrir Færeyjar sem á að standa og vera vandað. Þetta fer mjög mikið eftir afstöðu kúnnanna sjálfra. Hver er ætlunin að gera í byggingum og skipulagi, hvaða sýn þeir hafa? BT: Okkar umhverfi hefur breyst mjög mikið, við erum eiginlega að búa til tækifæri með fjárfestum, væntingar. Það er kannski ekki komin nein starfsemi í húsið, það er bara verið að búa til hugmyndina. EG: Svona hugsun hleypir nýju lífi í þennan hönnunargeira hér á Íslandi. Þar eru allar þessar vangaveltur fjárfesta sem eru að hugsa fram í tímann. Það er mikið að gerast og það hefur áhrif á umhverfið. Til dæmis þessi reitur við Barónstíg sem Samson er núna að fara af stað með, nú og svo Kvosin. AS: Ef maður fer samt að skoða þessi stóru verkefni þá var ekki svo mikill munur á uppbyggingu Faxaskála og Smáralindar í tæknilegu tilliti.

with the image of a company it is the building constructed for Eimskip Shipping Company, which we are sitting in right now. Now it has been converted to a hotel but its original architecture lives on. An architect doesn’t only design for the original client but also has to plan for the buildings’ usability for years to come. BT: In the case of Ístak, the company’s administration was very involved throughout the design process, so that is very important. EG: But then again, it differs greatly from one client to the other. For instance, we now have another project that we are working on. It’s a large scale project in the Faroe Islands for Jákup [Jacobsen]. A whole central neighborhood is to be developed but the future users of all the buildings aren’t known yet. But that is where Jákup’s own personal vision for the future comes in. He has high ambitions to make something for the Faroe Islands that’s going to last. It depends very much on the attitude of the clients themselves. What they plan to do with regards to architecture and planning and what their visions are. BT: Our environment has changed significantly; we are now really working with investors on creating opportunities, ex­ pectations. There may not be any users for the buildings; the concepts are just being developed. EG: That’s the kind of thinking that breathes life into Icelandic architecture. There are all these speculations among investors who think ahead of the game. A lot is happening and it affects the environment. For example, the lots by Barónsstígur which Samson is developing and also the Kvos planning. AS: Yet, if you look at these large scale developments, you see

17


PHÁ: Man ég ekki rétt að þú, Egill, varst með hugmynd um að byggja tónlistarhúsið ofan á Faxaskála ?

that there was not much difference between the making of Faxaskáli and Smáralind, technically, that is.

EG: Við í Arkís tókum þátt í samkeppni um tónlistarhúsið. Þar átti að nota Faxaskála og byggja ofan á hann. Það er alveg raunhæft og setja inn verslunarmiðstöð í bæinn líka til að hleypa lífi í hann. Ekki Kringlu, heldur í einhverjum bæjarskala.

PHÁ: Do I remember correctly that you, Egill, had an idea of building the music hall on top of Faxaskáli?

AS: Við tókum þátt í þeirri samkeppni með [Jan] Søndergaard. Það var á þeim tíma sem við vorum að vinna saman í Ístakshúsinu. PHÁ: Þessi óvissa í þróunarverkefnum þar sem ekkert er fast í byrjun, er hún mögulega jákvæð fyrir stöðu arkitektsins í verkefninu? Hann er í lykilaðstöðu til að sætta allskonar ólíka hagsmuni og mismunandi sjónarmið og búa til trúverðuga heild. Hvaða áhrif hefur þetta á starfssvið arkiteksins ? AS: Það er reynsla okkar í öllum þessum verslunarmiðstöðum að þær eru sprelllifandi alveg fram á opnunardag. Þá verður fyrirbærið að geta tekið við því sem maður breytir á hverjum tíma. PHÁ: Á hver verslunarmiðstöð ekki takmarkaðan líftíma, verður hún ekki að geta þróast og breyst eins og alvöru borg ? EG: Í raun og veru. Hún er náttúrlega ekkert annað en borg á smáum skala. Í þessum stærri þróunarverkum þá er hlutverk arkitektsins orðið meira en bara hönnunarhlutverkið, alla vega hjá okkur í Arkís. Við erum sífellt meira komnir inn í aðra þætti. Bæði varðandi skipulagsmálin en líka aðra þætti í sambandi við mótun hugmyndarinnar sjálfrar. Þetta er orðið fjölþættara starf og að mörgu leyti meira gefandi.

18

EG: We, at Arkís entered in a competition about the music hall, some years ago. The idea was to use Faxaskáli and build on top of it. It was completely realistic. The idea was also to put a shopping center into downtown to revitalize it. Not a mall, but something at an urban scale. AS: We took part in that competition with Jan [Søndergaard] from KHR. That was when we were working together on the Ístak Headquarters. PHÁ: This uncertainty in development-projects where nothing is fixed in the beginning, can it possibly be positive for the architect’s status in the project? He is in a key-position to reconcile all kinds of different interests and points of view and create a credible whole. What effect does this have on the architect’s possition? AS: In our experience, all these shopping centers are alive and kicking until opening-day. That has always been the case. Then it has to be able to take what you’re changing each time. PHÁ: Doesn’t every shopping-centre have a limited life-expect­ ancy? Doesn’t it have to be able to develop and change like an actual city? EG: In reality, yes. It is, of course, nothing but a micro-city. In the larger development projects the role of the architect has become more than that of designer, at least in the case of Arkís.


BT: Ég held að þetta sé kostur. Það hleypir okkur miklu fyrr að í ferlinu að vera þátttakandi í þróuninni og búa til gögn til að fjármagna dæmið allt. Það eru miklu fleiri hlutir, hönnunarlega séð, sem lagðir eru fyrir bankastofnanir og væntanlega kaupanda. Þetta er eins konar væntingasmiðja. Í flestum tilfellum leiðir þetta til betri bygginga og betri rýma. Maður verður að vera með seljanleg gögn til að fjármagna dæmið. Það verður að kynna konseptið miklu fyrr í ferlinu og ég held að þetta sé klárlega kostur fyrir okkur. AS: Annað sem hefur gerst núna á seinni árum sem við höfum verið að vinna í, ekki síst Egill, er að frumkvæðið getur komið frá arkitektum alveg eins og frá einhverjum fjárfesti. PHÁ: Frumkvæði að viðskiptahugmyndinni ? AS: Já PHÁ: Það má e.t.v. gagnrýna íslenska arkitekta fyrir að vera alltof feimnir við að varpa fram slíkum hugmyndum. Er þessi þróun líkleg til að ýta undir frumkvæði þeirra ? EG: Það er ekki spurning. Vegur arkitekta getur vaxið mjög í þessu samhengi. ÞB: Það hangir líka saman við að það eru fjársterkari aðilar að byggja núna. Það þýðir að þeir hleypa okkur lengra en var fyrir nokkrum árum. EG: Við höfum til dæmis verið að vinna fyrir Byggingarfélag námsmanna, m.a. að hjálpa þeim að finna svæði til að geta byggt sínar námsmannaíbúðir. Núna vinnum við með þeim í Einholti og Þverholti, þar sem við höfum verið að hjálpa þeim að finna

We have become much more involved at other levels. Both when it comes to planning and other issues pertaining to the development of the concept itself. The field has become more multi-faceted and in many respects more rewarding. BT: I think that is a good thing. It allows us to be a part of the process earlier on and to participate in the development and make the materials necessary to finance the entire thing. A lot more of the design is being presented to investors, financiers and potential buyers. Part of our work has become that of an expectations-workshop. In most cases it leads to better buildings and better spaces. You have to have marketable materials to finance the projects. You have to pitch the concept a lot earlier in the process and I think that’s clearly an advantage for us. AS: Another thing that has been pronounced in our work in recent years, especially for Egill, is that the initiative can now come from architects just as easily as from an investor. PHÁ: Initiative to the business-idea? AS: Yes. PHÁ: Icelandic architects can perhaps be criticized for being much too hesitant to come forward with such ideas. Is this development likely to change that? EG: No question. An architect’s role can grow a lot in this context. ÞB: Another important factor is that developers have become even stronger financially. That has resulted in more creative freedom for us than a few years ago.

19


svæði. Við hjálpum þeim að meta þetta, erum að vinna fyrir þá skipulagsmál í tengslum við borgina, sem og að þróa íbúðagerðirnar. Við hjálpum þeim að finna byggingatæknilega möguleika. Við kynnum verkefnið fyrir fjármálastofnunum, íbúum og tökum líka þátt í samstarfi íbúanna. Þetta er orðið mjög víðtækt, þó við séum fyrst og fremst hönnuðir, það má náttúrlega aldrei gleymast. Þetta bara bætist við. PHÁ: Mig langar til að biðja ykkur um að lýsa ykkar sýn á þróun miðborgarinnar og kannski Reykjavíkur í heild. Hvernig vilduð þið sjá hana þróast ? AS: Ef við byrjum á gamla kjarnanum þá verður að gæta að því að týna ekki öllu okkar gamla. En hins vegar finnst mér menn vera of uppteknir af því að vernda hús en ekki huga að því hvaða mannlíf var hérna og hvaða mannlíf við viljum. Ég hef oft bent á að þeir sem nú búa í þessum gamla hluta eru aðeins 1/3 af þeim fjölda sem þar bjó fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan. Ég vil meina að þetta sé lykillinn að því að bærinn verði lifandi og skemmtilegur. Ekki bara að menn komi hérna í vinnuna á daginn og svo á kvöldin og nóttinni til að skemmta sér. Þeir fáu sem búa hérna eiga undir högg að sækja en ég held að með því að fjölga íbúðum hérna í kringum miðbæinn megi gera virkilegt átak í því að blanda bænum meira. Ef fleiri myndu búa og vinna niðri í bæ myndi verslun eflast og þjónusta eiga miklu meiri möguleika á að þrífast hérna sem alvöru kjarni. Ég held að það sé lykilatriði til að gera miðbæinn líflegri og skemmtilegri. EG: Ég vil setja þetta í stærra samhengi. Mér fannst gott sem Jahn Gehl sagði nýlega: „Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, ekki bara Reykvíkinga“. Það sem mér finnst vanta núna er áhersla á miðborgina, flug-

20

EG: We have, for example, been working for BN. Now we are working with them at Einholt and Þverholt, where we’ve been helping them find to plots. We help them evaluating the land; we do the local planning for them, in collaboration with city officials, develop apartment-designs and construction strategies. We participate with BN in introducing the project to financial institutions and we also work with the community. It has become a very inclusive process, although we can naturally never forget that we are first and foremost architects. All the rest is additional. PHÁ: I’d like to get you to describe your vision on the development of the Reykjavik down-town area and maybe Reykjavík as a whole. How would you like to see it develop? AS: Starting with the old town center we have to be careful not to lose all our historical elements. On the other hand, I think people are too busy protecting houses instead of thinking about what kind of population we had here before and what kind of population we want. I have often pointed out that those who live in the old part of town make up only one-third of the number of people who lived there a few decades ago. I think the population is the key to making the town lively. Not just that people come here to work during the day and come in the evenings to party. I think that by increasing the number of flats around the city center, the diversity would increase. If more people lived and worked downtown, business would increase and would have a much better chance of thriving here. I think this is a key-factor in making the midtown livelier and more enjoyable. EG: I would like to put this in larger context. I liked what Jahn Gehl said in his lecture recently: “Reykjavík is the Capital of all


vallarsvæðið og uppfyllingar. Framtíð flugvallarins skiptir gríðarlegu máli um þessa uppbyggingu, verður hann eða fer hann? Það veit enginn nákvæmlega ennþá en það skiptir miklu máli. Sennilega fer hann. Þá er bara spurningin hvert? Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu er hvernig maður horfir með heildarsýn á Reykjavík. Það þarf að tengja tangana betur við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Það þarf heildarhugsun um höfuðborgina og þróun hennar út frá miðbænum sem er kjarni og hjarta Reykjavíkur og hugsa þetta í einhverju stærra samhengi hérna austur úr. Eins hvernig byggðin tengist þessum stóru umferðarmannvirkjum sem eru að verða til út frá borginni, þ.e.a.s. Sundabraut og hinn leggurinn þvert á sem tengir við Reykjanes og Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Álftanes. Þetta finnst mér vanta í umræðuna núna. Að mínu mati er alltaf verið að horfa á eitt frímerki í einu í staðinn fyrir alla blaðsíðuna. BT: Það er alveg rétt sem Egill er að segja, það er líka eitthvað að í umræðunni hérna og pólítíkinni. Það fara allir af stað og flugvöllurinn verður aðalhitamálið í heildarskipulagi á höfuðborgarsvæðinu, sem er mjög gott. En um leið og sú umræða hefst þá byrja allir að vinna á móti. Það er farið í samkeppni um Landsspítalann, það er farið í samkeppni um Háskólann í Reykjavík og svo á að byggja samgöngumiðstöð fyrir flugvöllinn. Það er ekki byrjað á að skoða flugvallarsvæðið í heild. Sama er með tónlistarhúsið og miðbæinn, það er aldrei tekin öll umræðan. Þetta er slitið í svo marga búta. Svo er spurningin, hvað kemur út úr þessari flugvallarsamkeppni ? EG: Þetta er frímerkjaleiðin sem ég er að tala um. BT: Tengingin yfir í Hafnarfjörð og Kópavog er miklu verri en sú

Icelanders”, not just of the residents of Reykjavík. I think what is needed now is an emphasis on the downtown, the airport-area and landfills. The future of the airport is of great importance when discussing future growth. Will it stay or will it go? No one really knows yet but it is a crucial issue. It will probably go. And then the only question is where to? What I think is missing from this discourse, is looking at Reykjavík as a whole. The peninsula needs to be better connected with other parts of the capital-area. We need to think of the capital as a whole and its development from the perspective of the centrum as the core and heart of Reykjavík and consider things in a larger context to the east. Also, how the population is connected to major traffic arteries, that is Sundabraut and the other axis which crosses it, connecting the city to Reykjanes and Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur and Álftanes. I think this is missing from the discourse. The focus always seems to be on isolated pixels, rather than the whole image. BT: What Egill is saying is right, there is also something wrong with the discourse around here and the politics. Everyone gets on a roll on and the airport becomes the most heated planning issue of the capital area, which is very good. But as soon as that discussion starts everyone starts to work against it. A competition is held for Landspítalinn, a competition is held for the University of Reykjavík and then the building of a transportation center is planned for the airport. They don’t start by examining the airport-area in its entirety. Same with the Music Hall and the centrum, they never enter into the whole discussion. It is split up into so many fractions. Then there is the question, what will be the outcome of this airport-competition? EG: This is the pixel-method I’m talking about, looking only at an isolated area instead of the whole picture.

21


í austur. Það virðist ekki mega taka þessa umræðu. Af hverju er ekki hægt að fara hérna suður út á Álftanes ? AS: Já, taka Suðurgötu út á Álftanes. BT: Svo er það spurningin hvernig borg við viljum. Það hefur verið reynt að búa til miðbæi, bæði hér á Íslandi og í öðrum borgum en einhvern veginn er alltaf þessi gamli kjarni uppistaðan í miðbænum. Allir vilja fara í miðbæinn og það er gamli kjarninn. Það er alveg sama hvað menn búa til marga aðra kjarna. En svo er það kannski spurningin hvort það eigi að gera eins og í Frankfurt og París, þar eru fjármálahverfin í jaðri borgarinnar en miðbærinn er ennþá þessi sjarmerandi gamli sem maður fer í þegar maður ætlar í miðbæinn. PHÁ: Sjáum við kannski vísi af þessari þróun í Borgartún­ inu? BT: Að mörgu leyti er það þar, já alveg klárlega. Það skelfilega sem skeður er að þetta er bara malbiksstaður, eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálum og nýtingu svæðisins. AS: Þú varst að tala um áhyggjur af flugvallarsamkeppni. Ef við horfum t.d. á hafnarsamkeppnina sem var haldin sem upphaf tónlistarhússins þá kom í rauninni ekkert út úr henni. Þeir sem tóku þátt í samkeppninni voru að fást við allt aðra hluti en niðurstaðan er í hinu byggða. Þar komust menn hjá því að takast á við grunnvandann, heldur byggðu bara hús og leystu aldrei þann deiliskipulagsvanda sem þurfti að taka á og flestir sáu sem tilganginn með þessari samkeppni. PHÁ: Þetta hét skipulagssamkeppni að nafninu til en keppnis­lýsingin var í raun fyrir ákveðna framkvæmdakeppni á bygg­-

22

BT: The traffic connection into Hafnarfjörður and Kópavogur is much worse than the one into the east. Why isn’t it possible to go south to Álftanes? AS: Yes, take the Suðurgata to Álftanes. BT: Then there’s the question of what kind of city we want. There have been efforts to make new town centers, both here in Iceland and in other cities but somehow the historic core remains the focus of the city center. Everyone wants to go downtown and that’s the old core. No matter how many other centers people make. But then there is the question if we should be doing what has been done in Frankfurt and Paris, where they have financial districts on the edge of the city but the heart of the city is still this charming old part where you go when you want to go downtown. PHÁ: Are we perhaps seeing the beginning of this development in Borgartún? BT: In many ways, yes, clearly. Unfortunately, that has just become a terrain vague. Fields of asphalt without urban qual­ ities, something has gone wrong during the planning and devel­ opment of that area. AS: You spoke of concerns about an airport-competition. Looking, for example, at the harbor-competition that was held as the preface to the music hall competition, you’ll see that nothing really came out of it in terms of city planning. Those who took part in the competition were dealing with other things than that which the outcome actually yielded. That way, people


ingum. Form útboðsins lokaði á ýmsa möguleika sem hefðu þurft að vera opnir til skoðunar, eins og að setja Geirsgötu í stokk. Er ekki það sama gerast á flugvallarsvæðinu ? Er ekki verið að eyðileggja framtíðartækifærin með því að að úthluta svæðum án þess að menn séu komnir með skýra heildarmynd ? AS: Ég held að heildarsýnin liggi svolítið í því að blanda meira byggðinni. Ef við byggjum bara niður í bæ tónlistarhús, banka og stofnanir sem draga til sín fólk sem á heima annars staðar þá erum við að búa til meiri umferð. En ef við byggjum meira af íbúðum hérna og blöndum byggðinni þá mun þetta ekki skapa sömu vandamál.

avoided dealing with the fundamental issues and designed a building without resolving the urban issues that at hand, which most saw as the point of the competition. PHÁ: It was an urban design competition by name, but the brief actually applied to a building program. It blocked out several possibilities that would have needed to be open for exploration, like taking Geirsgata underground. Isn’t the same thing happening in the airport-area?

PHÁ: Væri þá ekki rökrétt að reisa fyrst og fremst íbúðabyggð á flugvallarsvæðinu ?

AS: I think viewing it as a whole leads you to more diversity. If we only build music halls, banks and institutions that attract people who live elsewhere then we are, without a doubt, creating more traffic. But if we build many more housing and increase the diversity of building types it will not create the same problems.

AS: Það mætti vera það. Það mætti líka vera íbúðarbyggð hérna alveg við miðbæinn. Það er fullt af óbyggðum svæðum hérna.

PHÁ: Then wouldn’t it be logical to develop housing in the airport-area?

EG: Reykjavík er bílaborg að því leyti til að hún er mjög dreifð miðað við stærð. Það sem hlýtur að gerast í framtíðinni er tvennt. Það þarf að minnka almenna bílavandann og það þarf að færa atvinnutækifærin og blanda byggðinni meira saman þannig að fólk hafi möguleika á að stunda atvinnu styttra frá þar sem það býr. Svo þarf náttúrlega að efla almenningssamgöngur enn frekar en það getur kannski verið vandi hér á Íslandi út af smæðinni á samfélaginu.

AS: It might be. There could also be more housing here in the downtown area. There are lots of underutilized areas here.

AS: Mér fannst Björn Ólafs arkitekt orða þetta einna best: menn eigi að hætta að standa í vegagerð í borginni og fara í gatnagerð. Þar finnst mér vandinn kristallast og Hringbrautin er nýjasta dæmið um það. Menn hafa búið til hraðbraut. Ég hef oft bent á að það er hægt að þvera Central Park í New York á tveimur

EG: Reykjavík is a car-city in that sense that it has very low density. What must happen in the future are two things. The general car-problem needs to be resolved and employmentopportunities need to be moved closer to where people live. Then of course public transportation needs a further boost but that might be a problem here in Iceland because of how small the community is. AS: I think architect Björn Ólafs put it best when he said that people should stop making roads inside the city and start making streets. In my opinion, that is the essence of the problem and the

23


24


stöðum á þann hátt að varla nokkur maður sem er í garðinum tekur eftir því. En þegar við þurfum að þvera Vatnsmýrina þá kemur eitthvað fyrirbæri með 120 metra helgunarsvæði. Þetta er stóralvarlegt mál. EG: Þetta eyðileggur borgarumhverfið. Við erum að lenda í þessu upp í Urriðaholti þar sem verið er að skipuleggja hverfi. Þar erum við að reyna að komast hjá þessu, minnka götukassa til þess að vera með meiri borgargötur. En þá eru settar fram hljóðvistarkröfur, sem eru þannig að maður er bara kominn með götu og mön. Það næst aldrei þessi karakter með gildandi reglum. Við erum nefnilega alltaf að búa til vegi í þéttbýli en ekki götur. PHÁ: Það hefur verið bent á að meirihluti af öllu landi á höfuð­borgarsvæðinu fer undir bílastæði og umferðarmannvirki. Í Hollandi, þar sem landþrengsli eru enn meiri en hér, eru menn komnir að þeirri niðurstöðu að landið undir samgönguæðum er þar það eina sem eftir er til að byggja eitthvað á í framtíðinni. Endum við líka á því að byggja ofan á brautunum og veghelgunarsvæðunum? Nú er einkabíllinn svo inngróinn í lífstíl fólks þó að fólk hafi ekki endilega valið það. Það getur enginn búið hérna nema að eiga bíl. Það er búið að skipuleggja allt þannig. Hvernig á að vinda ofan af þessu? BT: Ég held að fyrstu sporin séu að hafa ókeypis í strætó. Ég hugsa að það væri sparnaður í heild fyrir samfélagið ef allir fengju frítt í strætó. Ég held að það væri fyrsti góði punkturinn.

new Hringbraut is the most recent example. There, they created a highway. I’ve often pointed out that Central Park in New York is crossed by streets in two places, in a way that hardly anyone who’s in the park notices. But when we need to cross Vatnsmýri, then some monstrosity with a 120 meter safety zone around it comes along. That is a very serious issue. EG: It destroys the cityscape. We are encountering this problem in Urriðaholt where a neighborhood is being planned. We’re trying to avoid it there, reducing the number of big streets to have more urban streets. But then there are all the codes for residential noise maximums which leave you with nothing but a street and some sound barriers. You will never achieve the right spatial character with the existing codes. PHÁ: It has been pointed out that the majority of all land within the capital area is used for parking and traffic infrastructure. In Holland, where land is in even more limited supply than here, they have reached the conclusion that the land under traffic infrastructure is the only land left for future development. Will we also end up building on top of the highways and safety zones? The private automobile is completely ingrained in people’s lifestyle without that necessarily having been a conscious decision. Nobody can live here without having a car. Everything has been organized that way. How can this be remedied?

ÞB: Ég held samt sem áður að þetta sé í rauninni mikið lífsgæðakapphlaup, þetta er orðið svo mikið ímyndarspursmál líka. Það tekur einhvern tíma að ná niður þessari einkaneyslu.

BT: I think the first step would be to make public transport free of charge. In the end, I think it would be money saved for the community as a whole if everyone got free bus-fare. I think that would be the first step in a positive direction.

AS: Þetta með borgina og umferðina og hvernig hún er. Þetta er

ÞB: I still think that it’s really a question of the lifestyle rat-race

25


eins og við vorum að ræða um daginn. Reykjavík er orðin línuborg. Hún byggist þannig, er á lengdina, út á nesi. Það er sérstaða, hún er á nesi. Margar borgir sem eru á lengdina eru svo vegna þess að þær áttu samgöngur í sitt hvora áttina. Og byggðust þess vegna við línu og þá kom þetta skipulag. Það var ekki þetta einstigi, eins og segja má að Reykjavíkurborg sé í. Og þess vegna eru menn að hugsa um þetta með Sundabraut og tengja Suðurgötu yfir í Álftanes, til þess að geta komið á fleiri stöðum að og frá borginni. PHÁ: Mig langar til að ræða um landið og náttúruna í tengslum við byggingarlistina. Þið voruð aðrir höfundar að húsi Ístaks sem við nefndum í byrjun. Það vekur athygli að þetta er eina húsið sem vísar til náttúrunnar í því malbiksumhverfi sem að ein­kennir þennan hluta Reykjavíkur. Þetta endurspeglast jafnt í efnisvali og lóðafrágangi. Annað verkefni sem þið hafið unnið er fræðslustofa Snæfellsnesþjóðgarðs sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni. Kannski eru tengsl á milli þessarra bygginga. Þetta er annars konar mælikvarði en þessi stóru þróunarverkefni og þið leggið rækt við hvort tveggja. Manni finnst að það séu spennandi tækifæri í nútímaarkitektúr á Íslandi en við höfum kannski ekki séð möguleikana í því að setja fallegar byggingar niður í umhverfið þannig að þetta styrki hvort annað. Bláa lónið er kannski eitt dæmi. Getum við ekki á þessum uppgangstímum rifið okkur upp úr hjólfarinu og skapað frábæran arkitektúr í takt við náttúruna? BT: Jú, alveg klárlega. Það eru allir möguleikar á því. Þú nefndir Ístakshúsið, það var meðvitað gert, úthugsað. En við þurfum ekki að gera annað en að keyra um landið til að sjá ótrúlega falleg bæjarsvæði. Okkur hefur gengið verr með nýrri húsin. Í Ístakshúsinu var einmitt reynt að horfa til baka og búa til þetta heimasvæði, garðinn fyrir framan húsið. Ætlunin var að vera ekki með

26

and it has also become a matter of image. It will take some time to reduce the private consumption. AS: That issue about the city, the traffic and how it is. Reykjavík is a linear-city. It’s built that way, length-wise, out to the peninsula. Many cities that have been built length-wise became that way because they had traffic coming into it from both directions. That is why they developed linearly. There wasn’t this one-way path like you might say Reykjavík has. And that is why people should think about Sundabraut and connecting Suðurgata over to Álftanes, to be able to enter and leave the city in more directions. PHÁ: I would like to talk about the land and nature in connection with the architecture. You were working with Jan Söndergaard on the Ístak Headquarters, which we mentioned earlier. It is interesting that this is the only building that makes a reference to nature in the asphalt-environment which characterizes this part of Reykjavík. This is reflected both in the choice of materials and the landscaping. Another project you have been working on is the visitor’s centre of the national park of Snæfellsnes, which received first prize in a recent competition. Maybe there’s a link between these buildings. This is a different scale than in your large development-projects and you foster both. One feels like there are exciting opportunities in modern-architecture in Iceland but we have perhaps not seen enough of the placement of beautiful buildings into nature so that one complements the other. One example may be the Blue Lagoon. In these times of prosperity, can’t we break out of the rut and create great architecture in sync with nature? BT: Yes, definitely. We have every possibility to do so. You mentioned the Ístak Headquarters, that was deliberate and a


bíla alveg upp að húsinu, heldur að þeir héldu sér til hlés, helst áttu ekki neinir bílar að vera þarna. Þetta gefur möguleika á að húsið sé líkt og vaxið upp úr jörðinni. EG: Já það er ekki síður þar. Ég held að fólk sé aðeins að vakna upp við það að hús er ekki bara hús heldur hefur það tengingu við landið eða náttúruna, staðinn og þetta er kannski spurningin um það sem þeir kalla „staðaranda“ eða að tengja húsið við staðinn eins og t.d. Snæfellsnesið. En það er annað sem skiptir líka máli en það er samband ljóss og skugga, birtan á Íslandi. Við eigum örugglega heilmikla möguleika á að búa til sérstæðan arkitektúr hérna og miklu meira en við erum í raun og veru að gera. AS: Ég held að það væri gaman að fara t.d. yfir þjóðgarðsmiðstöðina. Það var ekki bara staðsetningin, heldur líka formun hússins. Hún skírskotar svo til starfseminnar, sögunnar og staðarins. BT: Þar var þetta spursmál um að fara ekki með bílana ofar en húsið. Þeir væru ekki það fyrsta sem sæist heldur væri það húsið. Þetta er tvískipt hús, annars vegar sýningar, upplýsingar og kennsluþátturinn og svo hins vegar starfsemin, skrifstofan, rannsóknarstarfsemi þjóðgarðsins, þjónusta og starfsstaða þjóðvarðarins. Hellissandur er náttúrulega gamall sveitabær, fiskibær, stór útgerðarstöð. Sem betur fer var hægt að lesa vel í landið. Það var heimamaður þarna með okkur, við náðum að draga fram gamla göngustíga þarna. Það er gengið upp á húsið og yfir það áfram út í sjóminjasafnið. Það vill svo skemmtilega til að á sjómannadaginn er aðal útivistarsvæðið þarna í þessum hraunbolla við húsið. PHÁ: Það má segja að við höfum verið að byggja mikið af íbúða­-

conscious design decision. We only have to drive around the country a little to see incredibly beautiful old farm houses. Iceland has had less success with the newer houses. With the Ístak Headquarters the idea was precisely to look back and create the front yard, the green in front of the house. The idea was not to have cars all the way up to the house but that they would retreat, preferably, there should not be any cars visible. It gives the impression that the house has grown out of the ground. EG: I think people have started waking up to the idea that a house is not just a house but that it has a connection to the land or the nature, the location and it may be a matter of what they call „local spirit“ or connecting the house with the location like for instance Snæfellsnes. But something else is also very important here in Iceland, and that is the interplay of light and shade. We definitely have a lot of potential to make unique architecture here, even more than we have done so far. AS: I think it would also be interesting to discuss, for instance, the National Park Center in Snæfellsnes. There, it wasn’t just a question of the placement, but also the building’s form. It refers so strongly to its function, to history and the location. BT: There it was a matter of not taking the cars higher than the building. The building is supposed to be the first thing you see, not the cars. It’s a building in two parts. On the one hand; exhibit, information and the teaching functions and then on the other hand; the operations, the office, the research-activities of the park, services and the workshop for the park ranger. Hellissandur is an old farm, and a fishing-farm, large fishing port. Luckily, the archeology of land was easy to read from the surface. We had a local assisting us and we managed to pull forth old footpaths. One can walk on top of the building and over it on

27


hverfum hér á landi sem hafa hvorki gæði þess að búa í þéttri lifandi borg eða gæði þess að vera úti í náttúrunni. Þarf ekki að skerpa þessar andstæður, ná fram bestu kostum dreifbýlis og þéttbýlis ? BT: Alveg klárlega, ég verð nú að segja að því miður hafa þeir verið óheppnir sem hafa flutt út á land. Í flestum tilfellum eru þetta bara úthverfahús sem eru sett þarna niður. Það eru ekki margir sem eru að byggja hús með sál þarna úti í landslaginu. AS: Ef maður fer út í þessa íslensku sumarhúsahefð. Húsin eru öll einföld, húsið er smíðað í þéttbýlinu og flutt á staðinn. Þar standa þau á stultum, það er búið að slíta tengslin við landslagið sem er mjög grátlegt. Það er mjög sjaldan sem maður sér svona hús staðsetja sig í landinu og snerta landið. Þannig að tengslin milli úti og inni verða oft mjög erfið. EG: Í eldri bóndabæum á Íslandi var miklu meiri virðing borin fyrir því hvernig menn staðsettu húsin. Vonandi er það að koma aftur. AS: Ég hef horft á þetta með staðsetningu sveitabæja. Ef maður fer nokkur hundruð ár aftur í tímann þá fundu menn besta staðinn. Þá byggðu menn hús og síðan voru menn að endurbæta það, byggja það og laga. Síðan gerist byltingin kannski eftir 1950 og þá byggja menn sér varanlegt íbúðarhús í sveitinni. En þá stóð gamli sveitarbærinn á besta staðnum og þá var brugðið á það ráð að byggja nýja húsið á næstbesta staðnum og síðan innan nokkurra áratuga var gamli bærinn horfinn. PHÁ: Nú er komin alveg ný tegund af útihúsum til sveita sem eru þessar stóru skemmur, hvort sem það eru fjós eða reiðhallir. Sem eru yfirleitt alveg á skjön við umhverfið.

28

the way to the nautical museum. It just so happens that the main out-door area is in a natural lava-cup by the house. PHÁ: You might say we have been building a lot of residential neighborhoods in this country that benefit neither from being a part of a dense, vibrant city or from being a part of nature. Do these opposites not need to be sharpened in order to get the best benefits from rural and urban living? BT: Absolutely, I have to say that sadly those who have had to move out of the city are very unlucky. In most cases there are only suburban houses placed there. There aren’t many people building houses with soul out there in the countryside. AS: If you look at the tradition of Icelandic summer-houses. The houses are all very simple; you build a prefabricated house and move it to the site. There it stands without the connection to the surrounding landscape, which is very unfortunate. You very rarely see a house like that embedded in the landscape, relating to nature. As a result, it becomes difficult to connect inside and out. EG: Older Icelandic farm houses were placed with more respect for the location. Hopefully that’s coming back. AS: I have noticed this with the placement of farmhouses. Going back a few hundred years, people used to always find the best spot to locate. Then they built a house and spent some time renovating it, adding to it and fixing it. Then after 1950, there is a revolution of sorts in building permanent housing for the farms. But then the old farm house is already placed in the best spot, so the permanent house was built on the next-best spot. Within decades the old house was gone. Then, you were


AS: Slík skalavandamál liggja ekki bara úti á landi, þau eru líka í þéttbýli. Eins og setja verslunarhús upp á 3-5 þúsund fermetra í gamalt hverfi með f ínlegri byggð. Það er ekkert hlaupið að því. Við höfum verið að skoða möguleika á slíkri aðlögun að umhverfinu á Akureyri. PHÁ: Lögmál nútímaverslunar virðast kalla á að allt eigi vera á einu gólfi. Verslunarhús á mörgum hæðum eru ekki talin raunhæf lausn. Spurningin er hvort slík hús geti rúmast inn í gömlum bæjarkjarna eða hvort öll verslunin muni flytjast út á jaðar þéttbýlisins? EG: Það er ekki gott að setja slíkt hús inn í kjarnann. Það eyðileggur þetta smáíbúðakerfi sem er í kjarnanum ef það er of nálægt. AS: Menn hafa falið svona fyrirbæri við Karl Johan [götuna í Osló]. Þar er heil verslanamiðstöð sem er falin á bak við húsin meðfram götunni. Hún leynist inn í og á bak við verslunargötuna og engin breyting verður á henni vegna þess að allar litlu einingarnar fengu að halda sér. Það svarar þessari nútímaþörf. Menn vilja geta verslað í einhverjum vísi að verslunarmiðstöð en samt sem áður vilja menn halda göngutraff íkinni í gömlu aðal­götunni. PHÁ: Það eru þessi markaðslögmál í nútímanum sem er óhjákvæmilegt að taka með í reikninginn. Verður ekki að finna leiðir til að laga þau að umhverfinu og samfélaginu? Er það kannski mikilvægasta viðfangsefni arkitekta í samtímanum? EG: Ég held þetta sé mjög mikilvægur þáttur í okkar hraða umbreytingaþjóðfélagi. Aðlaga nýja hluti að því sem er fyrir og í mjög víðum skilningi.

left with a poorly placed permanent house. That’s most often the explanation; the best spot was taken while the house was being built. PHÁ: Now we have a whole new sort of structures in the countryside, large warehouses, whether used as stables or riding halls. Which most often stick out of the environment like sore thumbs. AS: Scale-problems like that are not limited to the countryside, they also exist in densely populated areas. Like placing a 3-5 thousand square meter retail building in the middle of an old, delicate neighbourhood. That’s not an easy task. We are currently examining opportunities for such an adaptation into the fabric of Akureyri. PHÁ: The logistics of shopping seem to call for everything being on one floor. Shopping centers on multiple levels are not considered a viable solution. The question is whether such buildings can be placed inside an old town center or whether retail facilities have to move to the peripheries of urban areas. EG: It’s not good to place such big shopping centers in the city - town center. It destroys the core’s small-shop system if it’s too close. AS: Such facilities have been hidden at Karl Johan [a street in Oslo]. There you have an entire mall hidden behind the houses along the street. It is behind the shopping-street storefronts which remain unchanged because all the little units are still there. It fulfills the need for large scale facilities. You want to be able to shop in some kind of mall but still you want to keep the walking traffic on the old main-street.

29


AS: Ég held að verslanamiðstöðvar geti lifað niðri í miðbæ ef þær tengjast umhverfinu á opinn hátt. Eins og við höfum dæmi um í Osló, Búdapest og víðar. Verslanamiðstöðvar sem eru opnar á mikilvægustu hliðum þannig að utan frá eru menn ekki að upplifa neina dauða bakhlið sem einkennir hina dæmigerðu amerísku verslanamiðstöð. BT: Við hér á landi höfum kannski ekki verið svo mikið í endur­uppbyggingarbransanum. Við erum alltaf að byggja frá grunni, að búa til nýbyggingar, helst á auðu landi þar sem ekki þarf að taka tillit til eins eða neins. Nú er bara farið að þrengja að okkur, allt í einu er orðið til verðmeira land. Allt kallar þetta á meiri kröfur. EG: Þetta er alveg rétt, endurnýjun byggðar, hún er að gerast.

EG: I think it’s a very important part of our fast paced and ever changing society. In a very wide sense, adapting the new to that which is already in place. AS: For instance, I think a mall can function in a city center if it is connected with its surroundings in an open sort of way. Like we have seen examples of in Oslo, Budapest and other cities. Malls which are open on their most important sides so that you don’t get a dead backside like you get with your typical American mall.

BT: Já við erum núna að fara inn á viðkvæmari svæði. Það vilja allir vera í róandi, huggulegu umhverfi þar sem nýtur sólar, dagsbirtu og byggðin er í þeim skala sem manni líður vel í. Manni líður ekkert vel í þéttri byggð upp á fimm hæðir. Það er bara þannig, þetta kemur með aukinni velsæld. Að menn geta leyft sér að spyrja spurninga. Það er ekki nóg lengur að byggja, heldur þarf að spyrja af hverju erum við að byggja, af hverju erum við að gera svona en ekki öðruvísi.

BT: Rebuilding is a relatively new phenomenon in Iceland. We were always building from virgin ground before, making new buildings preferably on empty land where nothing else needs to be considered. Now we are getting more constricted, all of a sudden we have higher land values. It all calls for more quality.

AS: Þessi mannlegi mælikvarði er alltaf viðmiðunin. En maður þarf líka að hugsa verkefnin í mælikvarða við þann stað sem maður er að byggja. Ég set stórt spurningarmerki við sjö hæða hús úti á landi. En þar sem þú ert með einhverja þétta borgarmiðju, þá eru sjö hæða hús bara lág.

BT: Yes, now we’re moving into more delicate areas. Everyone wants to be in a soothing, nice environment where you have sun, daylight and the buildings are of a scale that you’re comfortable with. You’re not comfortable in a densely populated area with five-storey houses. That’s just the way it is. It’s a symptom of increased prosperity. People have become much more aware. It’s not enough to build anymore; we have to ask why we are building and why we are doing it this way and not that.

BT: Ég var ekki að meina það, heldur það að inni í gamalli, lág­reistri byggð, þá þarf að fara varlega með alla byggingar­massana.

30

PHÁ: There are modern marketing-rules which inevitably have to be taken into account. Don’t we have to find ways to adapt them to the environment and the community? Might that be the architect’s most challenging task in modern times?

EG: That’s right, the renewal of urban areas, it is happening.


EG: Mannlegi skalinn er mikilvægur, hvort sem það er í verslun eða hverju sem er. Hann er eitthvað sem maður sækist eftir. PHÁ: Snúum okkur nú að fyrirtækinu sjálfu. Rætur Arkís liggja í Teiknistofunni Túngötu 3, ekki satt? EG: Jú, það má eiginlega segja það. AS: Ég held að það sé alveg rétt. Þar liggur grunnurinn. Þar var ákveðið að fyrirtækið yrði til. Það tók til starfa upp á Klappar­stíg. PHÁ: Nú er mikil breyting að fara úr svo lítilli stofu yfir í yfir fjörtíu manna vinnustað ? EG: Það var meðvituð ákvörðun að stækka fyrirtækið. Við stofnuðum það með það að markmiði að við myndum verða öflugt arkitekta-, hönnunar- og skipulagsfyrirtæki, alhliða fyrirtæki sem yrði stórt og öflugt á sínu sviði. ÞB: Það er klárlega heilmikil breyting sem hefur átt sér stað síðan við vorum 6-7 manns. EG: Þetta er öðrum þræði útrásarhugmynd. Við höfum allir mikinn áhuga á útrás. Þetta tengist því að flytja út hugvit. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að íslenskir arkitektar og við sem starfstétt séum fyllilega samkeppnishæfir í því sem er að gerast annars staðar þó auðvitað sé samfélagið minna. Alveg frá því að gamla teiknistofan varð til árið 1993 þá kom sú hugmynd mjög snemma upp að fara í eitthverjar útrásarpælingar. Þá vorum við í samstarfi með Batteríinu og Baldri Ó. Svavarssyni og fórum í landvinninga til Noregs, til Grænlands og víðar. Við stofnuðum Ísark sem er í rauninni okkar nafn. Það var svo notað

AS: The human scale must always be considered. But you also have to think of the projects at scale with the location. There are a lot of sites that allow for taller buildings, but building a 10-storey tower-block in a small town in East-Iceland. -I’m not sure about that. But in a dense city-center a 10-storey building is small. BT: I didn’t mean that, but that in a historical area with small houses you have to be careful with the building-mass. EG: The human scale is important, whether we are discussing shopping or something else. It’s a factor that we always have to be attentive to. PHÁ: Let’s turn to the company itself. Arkís’ roots lie in Teiknistofan in Túngata 3, correct? EG: Yes, you might say that. AS: I think that’s absolutely correct. That’s where the foundation was laid. That’s where it was decided that the firm should come into being. We then started our operations on Klapparstígur. PHÁ: Was it a big change developing from a small practice up to a workplace of over forty people? EG: It was a conscious decision from the start to make a large office. We founded Arkís with the goal of becoming a powerful architecture-, design- and urban planning consulting firm, a full service firm which would be at the top of its field. ÞB: A lot of changes have taken place in the last few years.

31


á skólann með okkar leyfi. Þetta var svona útrásarfyrirtæki og síðar hefur Arkís verið að vinna að því að búa til fleiri útrásarmöguleika. Þá fórum við í samstarf við verkfræðistofuna Hnit og fleiri, og stofnuðum alhliða ráðgjafafyrirtæki í Vilnius í Lit­háen. Það heitir Arso og það varð 2 ára núna þann 29. sept­ember. Og er farið að ganga alveg þokkalega, er með yfir 30 starfsmenn. Arkitektar, verkfræðingar og annað starfsfólk. ÞB: Það er gaman að sjá hvernig þetta verkefni er að þróast núna síðastliðið hálfa árið. Það er farið að koma miklu meiri fjölbreytni í verkin. Og arkitektarnir eru farnir að skapa sér meira nafn í Litháen. EG: Við byrjuðum á því að fókusera bara inn á verslunarsérhæfingu, nú erum við komnir inn á innanlandsmarkaðinn á fullu og tókum í fyrra þátt í fyrstu samkeppninni. Þetta var stór samkeppni á þeirra mælikvarða og við unnum hana. Ef hún verður byggð þá er það mjög spennandi verkefni. ÞB: Við höfum tekið þátt í þrem samkeppnum þarna úti og höfum fengið verðlaun í hverri einustu samkeppni. Nú erum við að fara að taka þátt í samkeppni í Pétursborg. EG: Já, við erum með útibú í Lettlandi líka. Svo erum við jafnvel að velta fyrir okkur Eistlandi. Síðan höfum við líka unnið í Færeyjum, með færeyskum arkitekt. Við höfum hannað íbúðir og orkuver í Grænlandi m.a. með Ístaki og Línuhönnun. Svo má ekki gleyma ABZ-samstarfinu. Síðast en ekki síst, myndi ég segja. Það er samvinna okkar með Carlos Zapata og Guðjóni Bjarnasyni. Þar eru mjög spennandi möguleikar. PHÁ: Hvernig kom það samstarf til ?

32

EG: It is also about outward growth. We’re all very interested in working internationally. I believe that Icelandic architects are fully capable of competing with what’s happening elsewhere. Ever since the old Teiknistofan in Túngata 3 came into being in 1993 with Þórarinn Þórarinsson, the idea came up. Then we were collaborating with Batteríið and Baldur Ó. Svavarsson and went forth to explore opportunities in Norway, Greenland and other places. We founded Ísark. That is a name which is registered to us, but was later used for the architecture school with our permission. It was a company, founded around international projects and since then Arkís has been working on creating more opportunities of that sort. Then we collaborated with Hnit-engineering and others, founding an architectural and engineering firm in Vilnius in Lithuania. The firm is named Arso and it’s starting to prosper, it has over 30 employees. Architects, engineers and other staff. ÞB: It is interesting to see how the Arso office has been developing in the past half year. The projects are becoming more diverse. And the architects are starting to make a name for themselves in Lithuania. EG: We started by focusing only on the retail marked, but now we have entered the local marked with full force. Last year we participated in our first competition over there. It was a major competition by Lithuanian standards and we won first prize. If it gets built, it will be a very interesting project. ÞB: We have participated in three competitions in Lithuania and we have won an award in every single one. Now we’re about to start working on a competition in St. Petersburg. EG: Yes, we also have a branch office in Latvia. We are even


33


AS: Það var þannig að Carlos og Guðjón eru gamlir skólafélagar. Carlos kom oft hingað í heimsókn og líkaði vel að heimsækja landið. Hann var með námskeið hérna þar sem Egill mætti. Þar myndaðist ákveðin tenging. Áður höfðum við farið til New York og sú hugmynd hafði komið upp hvort það væri ekki gaman að eiga eitthvert samstarf eða möguleika á að starfa í stærstu borg heimsins. Björn Guðbrandsson, einn af okkar framtíðarmönnum, var aðal hvatamaðurinn að þeirri umræðu. Guðjón Bjarnason arkitekt og listamaður hafði samband við okkur og segir okkur það að Carlos hafi áhuga á að vinna á Íslandi og hvort við séum til í samstarf með þeim félögum. Síðan fengum við sameiginlegt verkefni sem við unnum undir nafninu ABZ sem er Arkís, Bjarnason og Zapata. Nú höfum við komið að fjórum verkefnum á Íslandi og það síðasta sem við höfum komið að er skipulagning og hönnun húsa á svokölluðu Glaðheimasvæði í Kópavogi. Það verkefni er komið þokkalega vel í gang. Við sjáum mikla möguleika í þessu samstarfi. Og höfum ekki síst mikla ánægju af því. Það hefur verið mjög gefandi á allan hátt. AS: Við erum búnir að vera tíu ár saman í Arkís og erum búnir að standa í mikilli uppbyggingu. Eins og staðan er núna höfum við meira en nóg að gera. Og núna síðasta árið erum við farnir að þurfa að segja nei við verkefnum. Og þá förum við náttúrulega að horfa svolítið öðruvísi á þetta. Í framhaldi getum við farið að skilgreina okkur mikið meira á hvers konar verkefni ætlum við að fókusera. ÞB: Ég held við séum líka að ná markmiði okkar varðandi uppbyggingu stofunnar. Hvernig við viljum hafa vinnustrúktúrinn hjá okkur. Eins varðandi innri mál, gæðamál og arkitektúr. Þannig að þau eru spennandi næstu ár. Við erum alveg komnir að þessum punkti, að við séum orðnir þroskaðir. Þá held ég að við getum farið að gera miklu miklu meira heldur en í dag.

34

considering Estonia too. We have also been working in the Faroe Islands, with a Faroese architects. We’ve been designing apartments and power-plants in Greenland, among others with Ístak and Línuhönnun. And let’s not forget the ABZcollaboration. Last but not least, I would say. That is the title for our collaboration with Carlos Zapata and Guðjón Bjarnason. There are very exciting possibilities there. PHÁ: How did that collaboration come into being? AS: It started with Carlos and Guðjón being old school-mates. Carlos often came to visit Iceland and liked the country. Then he taught a seminar in Iceland about running an architectural office internationally. Egill attended the seminar and they became acquainted. Earlier, we had gone to New York and the idea had come up that it might be interesting to collaborate with architects there or have chance to work in the city. Björn Guðbrandsson, one of our young architects, was the instigator of that idea. Later, Guðjón Bjarnason, architect and artist, contacted us and informed us that Carlos was interested in working in Iceland and asked if we would be willing to collaborate with them. From there, we formed the joint-venture group ABZ which stands for Arkís, Bjarnason, Zapata. The group has been involved in four projects in Iceland, the last one of which is a development plan and design for the so-called Gustssvæði in Kópavogur. That work is well under way. We see a lot of potential in this collaboration. Moreover, we have enjoyed the collaboration very much. It has been extremely rewarding. AS: We have been working together for ten years at Arkís and have built the firm up rapidly. Currently, we have more than enough to do. In the past year we reached the point where we had to turn down projects. Now that the office has reached that


EG: Við erum tíu ára um þessar mundir og erum bara rétt að byrja. Ég held að okkur langi að gera bara betur og stefna áfram. Og vaxa, bæði í gæðum og hugmyndaauðgi. Já það vantar ekki hugmyndirnar, bara að koma þeim frá sér.

stage in its development, we have begun to view things a little differently. From now on, we can start defining ourselves more strongly by the kind of jobs we are going to focus on. ÞB: I think we are also reaching our goals regarding the structuring of the office. The way we want our working-structure to be. Also, regarding quality issues and architecture. So the next years will be very exciting. We are just getting to the point where we are mature enough. So, I think in the next few years we can start achieving much more than we have thus far. EG: We have now reached ten years of age and we have only just begun. I think we just want to keep improving and keep moving forward. And grow, both in quality and creativity. Yes, there are plenty of ideas, they just need to be realized.

35


viðtal interview

viðtal við carlos zapata, arkitekt

interview with carlos zapata, architect

Viðmælandi Pétur H. Ármannsson, Símon Hjaltason skráði.

Moderator: Pétur H. Ármannsson, Transcriber: Símon Hjaltason.

PHÁ: Carlos, hvað geturðu sagt okkur um uppruna þinn?

PHÁ: Carlos, can you first of all tell us about your back­ground?

CZ: Ég er fæddur í Venezúela og fjölskylda mín hafði mikla ánægju af því að ferðast og bjó í ýmsum löndum. Þess vegna flutti ég til Mexíkó þegar ég var tveggja og hálfs árs gamall. Þriðja landið sem ég flutti til var Ekvador og þar ólst ég upp. Ég lít því á mig sem mann frá Rómönsku Ameríku. Ég flutti sjálfur til Bandaríkjanna þegar ég var sautján ára og kláraði gagnfræðaskóla, fór í framhaldsskóla og síðan háskóla. Ég tók stefnuna á arkitektúr þegar ég var búinn að gera mér grein fyrir því hvað það væri sem mér fannst skemmtilegast að gera. Þetta er dæmi um það að stundum veit maður ekki hvað maður vill gera fyrr en einhver spyr mann að því. Ég fékk þessa spurningu stuttu áður en ég valdi skólann og ég hugsaði mig um í hálftíma og ákvað að læra arkitektúr. Og ég skipti aldrei um skoðun, sá aldrei eftir þessu.

CZ: I was born in Venezuela with a family of people who loved to travel and live in different countries. As a result, I moved to Mexico at two and a half years of age. The third country I went to live in was Ecuador, which is where I grew up. So I consider myself a Latin-American person. I moved to the States to study on my own at seventeen to finish high school, go to college and then graduate school. I went in the direction of architecture as a result of understanding what it is that I like. It’s one of those situations when you don’t really know what you want to do until someone asks you. I was asked that question right before I chose a college, I thought about it for about a half hour and decided to go into architecture. And I never changed my mind, never regretted it.

PHÁ: Þetta var ekki eitthvað sem þú ákvaðst fyrirfram? CZ: Nei. PHÁ: Þetta var ákvörðun sem þú tókst á þessum tímapunkti. CZ: Þá áttaði ég mig á hlutunum en ég hef alltaf haft mikla ánægju af list og foreldrar mínir voru hluti af listheiminum, þau ráku gallerí í tuttugu og fimm ár og ég ólst upp við þetta og fannst sjálfsagt að listin yrði hluti af mínum ferli. Og mér finnst líka gaman að sameina marga hluti og ég tel að

36

PHÁ: It was not something that you decided beforehand? CZ: No. PHÁ: It was a decision you made at that point in time? CZ: I put things together at that time but I’ve always loved art; my parents were in the art world, they ran a gallery for about twenty-five years – I grew up with it, never questioned that it was going to be part of my career. I also liked bringing a lot of diverse things together and I think that’s what architecture does, that’s what I saw in it. So I decided to educate myself in that direction.


það sé einmitt það sem arkitektúr gerir og það var það sem heillaði mig við hann. Og ég ákvað því að ná mér í menntun í þessa átt. PHÁ: Skiptir uppruni þinn frá Rómönsku Ameríku miklu máli í þínum arkitektúr? CZ: Ég held það, einkum það hafa fjölbreytt sjónarhorn, en ekki ákaflega einstefnumiðað. Ég held að í Rómönsku Ameríku mæti fólki fjöldi ólíkra menninga. Fólk hefur ekki þessa sterku tengingu við uppruna sinn eins og margir í Ameríku hafa og finnst mikilvæg. Til dæmis reynir fólk af írskum uppruna, frönskum eða ítölskum, að halda hópinn. Mér fannst þetta ekki eins mikilvægt í Rómönsku Ameríku, einkum norðurhlutanum, það skipti ekki öllu máli hvaðan forfeður manns voru, þetta var meira eins og samvinnuhópur. Það má segja að uppruninn sé sá að Evrópubúar komu til Suður-Ameríku og menning þeirra blandaðist saman við menningu innfædda sem er ákaflega fjölbreytt og sterk frumbyggjamenning. Síðan bætist við ótrúlegt landslag og staðhættir sem hafa áhrif á mann. Ef maður leyfir þessu öllu að blandast saman verður útkoman ein­stök. PHÁ: Hvar lærðir þú arkitektúr?

PHÁ: Is your Latin-American background important in your architecture? CZ: I think so, in terms of a diverse point of view, as opposed to a very channeled one. I think in Latin America you are confronted with many cultures at once. You don’t have this strong identity with your background that some of the people in the US find important to them. For instance, people of Irish background, people of French background or Italian background try to keep to their own. In Latin America, especially in the North, I found that where your ancestors came from wasn’t the most important issue; it was more of a collective. You can say it’s a background of Europeans that came to a place like South American and blended with the local culture, which is a diverse background of very strong indigenous cultures. On top of all that, your mind gets affected by an incredible topography and geography. So if you let it all blend, you end up with something unique. PHÁ: Where did you study architecture? CZ: I chose New York, mainly because it’s a place where a lot of architecture has happened historically, but also because of its energy. It’s a very powerful city. I went to Pratt Institute for undergraduate, and Columbia University for graduate.

CZ: Ég valdi New York, aðallega vegna þess að þar hefur svo margt gerst í arkitektúr sögulega séð en líka vegna orkunnar, þetta er ákaflega mögnuð borg. Ég tók fyrri hlutann í Pratt Institute og síðan tók ég síðari hlutann í Columbia háskóla og útskrifaðist þaðan.

PHÁ: So you did all your studies in New York?

PHÁ: Þannig að þú tókst allt námið í New York?

CZ: Yes, I came, as many people from abroad, with the idea of going back but with an open mind. I’m an American citizen so I

CZ: Yes. PHÁ: You decided to stay in America and practice there?

37


CZ: Já. PHÁ: Ákvaðstu að vera um kyrrt í Bandaríkjunum og starfa þar? CZ: Já, eins og margir útlendingar hafði ég þá hugmynd í far­teskinu að snúa aftur til heimalandsins en ég kom líka með opnum huga. Ég er amerískur ríkisborgari svo að dvalarleyfið var ekkert vandamál fyrir mig. Um leið og ég komst inn í þetta þá hætti ég ekki. Ég sneri aldrei aftur heim heldur hóf að starfa sem arkitekt í New York. PHÁ: Hófstu ferilinn með samstarfi við aðra eða starfaðirðu hjá einhverjum? CZ: Ég byrjaði að vinna hjá nokkrum fyrirtækjum þar til ég hóf störf hjá fyrirtæki sem hét Ellerbe Becket sem var þá annað stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Bandaríkjunum og starfaði mest í heilbrigðis- og stofnanageiranum. Ég vann með norskum arkitekt sem heitir Peter Pran, sem bauð mér að vinna hjá fyrir­tækinu. Ég vann í samstarfi við hann hjá fyrirtækinu í sex ár, hann var yfirmaður hönnunar og ég hönnunarstjóri fyrirtækisins á New York svæðinu. Við unnum mörg verkefni en margt af því var ekki byggt. Þetta var fremur samstarf á hugmyndasviðinu. Ég hætti þar eftir sex ár og ég stofnaði mína eigin stofu í Miami. Ég flutti frá New York til Miami og vonaði að það yrði aðeins tímabundið, sem það og var, en þetta var nokkuð langur útúrdúr. Eftir fjögur ár fór ég frá Miami til Boston og var þar í átta ár og þá sneri ég aftur til New York. Í Boston hóf ég samstarf með Ben Wood. Við stofnuðum stofu sem hét Wood + Zapata til að hanna og reisa Chicago Bears leikvanginn í Chicago. PHÁ: Þegar þú hélst erindi á Íslandi þá var leikvangurinn um það bil fullgerður.

38

didn’t have the problem of visas. Once I got myself into it I never stopped. I never went back to my country; I started to practice in New York. PHÁ: Did you start your career in collaboration or did you work for someone? CZ: I started my career working for a few different companies until I got to a company called Ellerbe Becket that used to be the second largest A/E firm in the States, specializing in medical and institutional work. I worked with a Norwegian architect named Peter Pran, who invited me to join that firm. We collaborated within the firm for six years; he as the design principal, I was the design director of the company for the New York area. We produced a considerable amount of work but a lot of it didn’t get built. It was more of a collaboration of ideas. So I left after six years and started my own office in Miami. I moved from New York to Miami, hoping it would be a temporary thing, which it was, but it was a long deviation. After four years in Miami, I went to Boston for eight years, and then I returned to New York. In Boston, I joined forces with Ben Wood. We formed the office of Wood + Zapata to design and build the Chicago Bears Stadium in Chicago. PHÁ: When you gave a lecture in Iceland, the stadium was just about completed. CZ: Yes, that is correct. PHÁ: You were then waiting for the inauguration. Were you happy with it? CZ: Yes, I was very happy. It was a very controversial project;


CZ: Já, það er rétt. PHÁ: Þá var beðið eftir að hann yrði vígður. Varstu ánægður með verkið? CZ: Já, afar ánægður. Þetta var umdeilt verk. Fjöldi harðorðra greina var skrifaður um það meðan á því stóð – það mætti kalla þær árásir – af arkitektúrgagnrýnendum í Chicago. Þetta var næstum því grein á viku, stundum tvær, þar sem verkið var í rauninni gagnrýnt fyrir stefnuna, arkitektúrinn og nánast hvað sem var. En réttlætingin fékkst á opnunarkvöldinu þegar fjöldinn fyllti leikvanginn og fólk sá hvað leikvangurinn var mikil lyftistöng fyrir íþróttina í Chicago. Og næsta dag setti arkitektúrgagnrýnandi hjá New York Times, Herbert Muschamp, þetta á forsíðuna og lýsti því yfir að leikvangurinn hefði heppnast frábærlega og fór hörðum orðum um þröngsýni gagnrýnenda frá Chicago. Þetta var athyglisverð staða, að mannvirki hafi orðið svo umdeilt að það hafi hrundið af stað átökum milli gagnrýnenda. Mér fannst þetta mjög athyglisvert. PHÁ: Þetta hefur verið merkileg upplifun, að finna bæði fyrir neikvæðum og jákvæðum tilfinningum fólksins. CZ: Þegar skapaður er arkitektúr sem hefur skýra stefnu og sterk einkenni þá verða ekki allir sammála manni. Það er kjánalegt og barnalegt að ætlast til þess að fólk af ólíkum uppruna og fólk sem hefur ólíkan hugsunarhátt sé sammála um verk manns. Ég fann þetta mjög skýrt í sambandi við leikvanginn. Þegar um óáhugaverð verkefni er að ræða þá tekur fólk ekki eins mikið eftir þeim og það skapast ekki veigamikil umræða um þau, en í þessu tilfelli var um að ræða mannvirki sem sameinar 65 þúsund manns á einum degi. Ef við heimfærum þetta upp á Reykjavík, þá er það tveir-þriðju hluti íbúa Reykjavíkur á

it went through a series of critical articles – you could call them attacks – by the architectural critics in Chicago. An article per week, sometimes two articles per week attacking the project for its politics, its architecture and for everything that was possible. The vindication came on opening night when the crowds came, filled up the stadium and realized what a difference this stadium had brought to the game in Chicago. And the next day, Herbert Muschamp, the architectural critic from the New York Times, put it on the front page, declaring it a total success, and attacking the architectural critics from Chicago for their narrow-minded positions. That was an interesting situation, that a building became so controversial that it ignited a confrontation between critics. That was interesting to me. PHÁ: That must have been an experience, to sense both the negative and the positive feelings of the people. CZ: When you do architecture of a strong sense and of strong quality, not everybody is going to agree with you. It’s silly and naïve to expect that people of diverse backgrounds and diverse thinking will always agree on your work. And I found that very clearly while working on the stadium. When you do uninteresting projects, people don’t notice them that much, those projects don’t become part of a serious discussion, but in this case you’re talking about a building that brings 65 thousand people together in one day. If you quantify that in terms of Reykjavik, it’s twothirds of the city of Reykjavik in the same place at one time. So two-thirds of the city of Reykjavik, every two weeks, will walk towards a destination. Imagine that. Therefore it becomes a civic project; it affects the city; it is present in the minds of the citizens. You see it every day as you drive through the city and you question it or love it … that’s what happened: now it is a city landmark.

39


einum stað á sama tíma. Tveir-þriðju hluti íbúa Reykjavíkur sem stefna á einn ákveðinn stað aðra hverja hviku. Hugsaðu þér! Þar með verður þetta borgarverk, verk sem hefur áhrif á borgina og huga íbúanna. Maður sér það þegar keyrt er í gegnum borg­ina, sumum finnst það afleitt og öðrum finnst það frábært. Þetta er það sem gerðist, nú er þetta eitt af kennileitum borgar­innar. PHÁ: Hafði þessi reynsla áhrif á þig eða það hvernig þú starfar? CZ: Algjörlega. Ég upplifi sömu stöðu núna í dag í New York varðandi tvö verkefni sem ég er að vinna að. Þetta eru tuttugu hæða byggingar – hótel – og þær hafa orðið mjög opinberar. Í tengslum við aðra þeirra fórum við í gegnum mjög langt umræðuferli við borgina og nefndina um kennileiti borgarinnar vegna þess að þetta er afar nútímaleg bygging sem staðsett er á auðri lóð í sögulegu hverfi sem kallað er Lady’s Mile. Til að fá samþykki verður að leggja fram afar ítarlegar kynningar og sannfæra nefndina um að byggingin sé viðeigandi á þessum stað. Það hvort bygging sé við hæfi á sögulegum stað á ekkert skylt með því að nota gömlu hugtökin. Þetta er mjög athyglisverð staða. Vegna þess að þetta snýst um skilning á byggingarlist, hlutföllum og stærðum án þess að bókstafstrú ráði ferðinni. Hér er unnið með gæði, hlutföll og hljómfall og efniseiginleika og einnig er unnið með það hvernig ein stíltegund tekur við af annarri. Maður þarf því að setja bygginguna inn í sögulegt sam­hengi á mjög dramatískan hátt. Það fór fram nákvæm athugun í tvö og hálft ár áður en samþykkið fékkst. Það verður byrjað að byggja í nóvember. Það hafa því farið fram miklar umræður um þessa byggingu eða blogg, því nú fer allt fram á netinu, áður en byrjað er að reisa hana. Það er áhugavert að lesa þessar samræður fólks. Sumum eru afskaplega mikið í mun að þessi bygging verði reist á meðan öðrum er stórlega misboðið og

40

PHÁ: Did this experience influence you or affect the way you’ve been working since? CZ: Absolutely. I’m encountering a similar situation in New York on a couple of projects that I am doing. These are private twenty-some story buildings – hotels – and they have become very public. In one of them we went through a very long process of discussions with the city and with the landmarks committee because it’s a very modern building placed in an empty lot within a historic district called Lady’s Mile. To get approvals, you have to go through a very intense series of presentations; you need to prove to them that this building is appropriate to its site. The appropriateness of a new building within a historic district has nothing to do with borrowing from an old vocabulary… it’s a very interesting situation. Because you are dealing with a sense of architecture, scale and proportion, without being literal. You are dealing with quality, dealing with proportion; you’re dealing with rhythm and materiality and also, you’re dealing with a transition of styles. So you have to put the building into context historically in a very dynamic way. It went through two and a half years of scrutiny and it got approved. We’re going to start construction in November. So this building, before it even got started, has been the topic of a series of blogs, as it happens these days. It’s interesting to read the anonymous conversations of people. Some people feel extremely passionate about this building being built, other people feel extremely insulted that this building is being built, for completely different reasons. And these could be people that you meet at a party that you like and that liked you. But… it’s anonymous, so people speak their minds. PHÁ: I recall from your lecture in Reykjavik that you were showing an image of a meeting-room table that you have designed and


vegna allt annarra ástæðna. Og þetta gæti jafnvel verið fólk sem maður hittir í samkvæmi og fer vel á með. En þetta er auðvitað allt nafnlaust svo fólk segir það sem því finnst. PHÁ: Ég man að í fyrirlestri þínum í Reykjavík sýndir þú myndir af fundarborði sem þú hannaðir og síðan sýndirðu mynd af háhýsi, sem var afar stórt verkefni. Og þú talaðir sérstaklega um mælikvarðann, að í eðli sínu væri enginn munur á því að búa til borð og á svona stóru verkefni. Hugsunin væri sú sama. Er þetta rétt munað hjá mér? CZ: Já. Ég sýndi borð, hús, leikvang og háhýsi. Á stofunni getur maður á einum degi unnið að hönnun á agnarsmáum hlut og síðan afar stórum. Ég held að þetta snúist um afstöðu. Ekki um ólík ferli sem aðlöguð eru að mismunandi stærðargráðum. Afstaðan gagnvart hönnun og því að finna lausnir á vandamálum verður að vera afar skýr. Maður verður að taka afstöðu til þess sem maður ætlar að gera. PHÁ: Viltu vinna á öllum þessum ólíku plönum á sama tíma og viltu fylgja hönnuninni eftir alla leið? CZ: Já. PHÁ: Og geturðu gert það í öllum tilfellum eða geturðu valið? CZ: Já og það sem við höfum gert, sem er mjög spennandi, er að vinna í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Ég nefndi það áður að arkitektúr snýst um þolinmæði og úthald. Arkitektúr tekur mjög langan tíma. Ég var einmitt að ræða um ferlið sem þurfti að ganga í gegnum til að fá samþykki fyrir byggingu og tók tvö og hálft ár og svipað ferli við aðra byggingu í Boston hefur tekið fimm ár og við erum ekki nálægt því að fá leyfið. Pólitík getur

then you were showing us a skyscraper, a very big project.And you were making the point about scale, that there was essentially no difference between doing a desk and a very big project. It was all the same thinking. Do I remember this correctly? CZ: You do. I presented a table, presented a house, presented a stadium, and a skyscraper. In my office, the day takes you from a very tiny piece of design to a very big one. I think it’s about an attitude. It’s not about having different processes that adapt to different scales. The attitude towards design and problem solving needs to be very clear. You have to have a position about what you’re going to do. PHÁ: Do you like to work in all the different scales simultaneously and do you want to take the design all the way through? CZ: Yes. PHÁ: Are you able to do that in all cases or can you choose? CZ: Yes but in a very interesting way, what we have done is to start collaborations with different firms. I mentioned earlier that architecture is about patience and stamina. It takes a very long time to do. I just talked to you about a process of approvals for a building that took two and a half years. I am working on another project in Boston that has taken five years and we’re not even close to getting the green light. Politics can do a lot of damage to a process of approvals. In order to do work in an office like mine, which is purposefully a small office of about twenty people, you have to take a decision: either you do very few projects and take them all the way through or you do collaborations that allow you to take on more projects. In a design studio like mine, I believe you need to keep your mind constantly moving and you need

41


haft mjög skaðleg áhrif á ferlið sem liggur að baki samþykkinu. Til að geta rekið stofu eins og mína, sem er af ásettu ráði lítil stofa þar sem um 20 manns vinna, þá verður að taka ákvörðun. Annað hvort vinnur maður að mjög fáum verkefnum og fylgir þeim öllum eftir til enda eða maður vinnur í samstarfi við önnur fyrirtæki sem gerir manni kleift að taka fleiri verkefni. Á hönnunarstofu eins og minni þá tel ég að maður verði að gefa huganum stöðugt eitthvað nýtt til að hugsa um og gefa fólkinu sem maður vinnur með stöðugt eitthvað nýtt til að hugsa um. Eitt fannst mér ekki jákvætt við vinnuna við leikvanginn þegar við tókum það verkefni að okkur. Það var unnið í samstarfi, en við unnum um helming allra verkteikninga; byggingarskjala, o.s.frv, og að þessu kom fjölmennt teymi fólks, fimmtán til tuttugu manns og þetta kallaði á skipulag og hönnunin tók tvö ár og byggingartímabilið tók átján mánuði. Eins og þú getur ímyndað þér þá er þetta ansi langur tími þar sem huga fólks og einbeitingu er haldið á einni braut. Og eftir að hafa unnið lengi á mjög skapandi stigi arkitektúrs og hönnunar þá er skipt yfir á annað stig sem snýst um framleiðsluna og henni fylgt eftir. Þetta njörvar niður hugann í eina átt. Það fannst mér ekki gott. Ég vil heldur byrja á verkefnum einu af öðru og ljúka þeim einu af öðru. Við klárum því verkefni að þeim punkti þar sem við höfum stjórn á öllum þeim þáttum og kerfum sem geta haft áhrif á hönnunina. Síðan vinnum við í samstarfi með öðrum um að vinna þessi kerfi áfram. Við fylgjum samt sem áður alltaf verkefninu eftir alla leið, einkum stærð og ytra byrði byggingarinnar. Við látum það ekki frá okkur. PHÁ: Geturðu sagt okkur hvernig sköpunarstarfið á stofunni þinni er byggt upp, hvernig þið vinnið sem liðsheild? CZ: Ég er með afar sterkan hóp fólks, ungs fólks. Ég hef komist að því að þegar maður ræður einhvern til starfa sem hefur lengi

42

to keep the minds of the people who work with you constantly moving. There was one thing that I found while working on the stadium, which was not a positive: we collaborated but we did about 50% of all the drawings; construction documents, etc., etc., and it took a team of about twenty people – the time of design was two years and the time of construction was eighteen months. So you can imagine, that’s a fairly long time to freeze people’s minds and concentration in one direction. And then you go from a very creative aspect of architecture and design into a different place, which is that of production, and you need to stay with it. It really locks you into a mindset. I did not like that. I prefer to do projects one after the other and continue to finish them one after the other. So we take a project up to the point where we have controlled all the elements and systems that can affect the design. Then we collaborate with someone else to take those systems further. However, we control and approve the scheme all the way through, especially the volume and skin of the building. We do not give that away. PHÁ: Can you tell us how your creative studio is structured, how do you go about working as a team? CZ: I have a very, very strong group of people, young people I have found that when you hire someone who has a long history of working in one direction, it’s very difficult for that person to embrace another direction. The work of my office is not typical. It’s more about explorations; it’s about possibilities; it’s about questioning. So it is very difficult for a mind that has been set on a particular way of doing things to start questioning their own process. I have found that it has been more efficient for my office to bring people in when they’re still able to open their minds and question their own thinking. So we have brought people with starting to medium levels to positions in my office where they


unnið eftir einni stefnu þá er mjög erfitt fyrir þá manneskju að fylgja annarri stefnu heilshugar. Vinnufyrirkomulagið á stofunni minni er ekki dæmigert. Það snýst meira um könnun, um möguleika, og að spyrja spurninga. Það er því mjög erfitt fyrir þann sem hefur gert hlutina eftir einni ákveðinni línu að eiga allt í einu að velta sínu eigin vinnuferli fyrir sér. Ég hef komist að því að það er árangursríkara fyrir stofuna að fá fólk inn þegar það er enn opið fyrir nýjungum og spyr spurninga. Við höfum því tekið inn fólk sem er komið styttra áfram eða er á upphafsreit og fengið því stöðu á stofunni þar sem það stýrir í raun og veru all-umfangsmiklum byggingum. Það fær að vaxa með okkur. Og það er mjög mikilvægur hluti þess að viðhalda ákveðinni vinnumenningu. Sú menning sem ríkir á stofunni snýst um könnun og tilraunir þar sem grunnurinn er sterk löngun til að skapa afskaplega góðar byggingar. Þetta snýst ekki um tilraunir tilraunanna vegna. Þetta snýst um skilning eða að fá skilning á kerfi og ferli bygg­ingarinnar svo hægt sé að taka hana í sundur og setja saman á ný á betri hátt heldur en á hefðbundnu líkani. PHÁ: Fara fram gagnrýnar umræður og gagnrýnið mat innan stofunnar? CZ: Já, en ég verð að vera heiðarlegur. Ég er hönnunarstjórinn þannig að mín stefna er sú sem farið er eftir á stofunni. PHÁ: Þú hefur því síðasta orðið, svo að segja? CZ: Já, að vissu leyti, án þess að ég þurfi að segja það. Það er skemmti­­legra þegar maður þarf ekki að þröngva neinu upp á aðra. PHÁ: Þannig að þú vinnur í gegnum annað fólk?

are in control of sizeable buildings. They have grown with us. And that’s a very important part of maintaining a culture. My office is about a culture of exploration and experimentation with one very strong desire of building good architecture. It is not experimentation for the sake of experimentation. It is having an understanding of the systems and the program so that you can take it apart and put it back together in a way that is better than the basic diagram. PHÁ: Do you have critical discussions and reviews within the office? CZ: Yes, but I have to be honest. I am the design director so the office is based on my direction. PHÁ: You have the last word, so to speak? CZ: Yes, in a way, without needing to say it. It is more interesting when you don’t need to impose anything. PHÁ: So you work through other people? CZ: Yes. PHÁ: Inspiring them and… CZ: Yes, and that’s the only way, because if you cannot inspire someone to believe in what you are doing, then there’s something wrong. So it has to start with your own studio. When you start imposing things by the fact that you have seniority or ownership of an office, that’s an imposition that doesn’t need to happen, because then you’re imposing something on the client, something on the city where you’re building. I’m a real believer

43


CZ: Já. PHÁ: Veitir þeim innblástur? CZ: Já. Og það er eina leiðin vegna þess að ef maður getur ekki fengið fólk til að trúa á það sem maður gerir, þá er eitthvað að. Þetta verður því að byrja á manns eigin stofu. Þegar einhver þröngvar hlutum upp á fólk í krafti þess að vera reyndari eða vera eigandi fyrirtækisins, þá er það óþarfa átroðningur því þá þröngvar maður einhverju upp á viðskiptavininn, upp á borgina þar sem byggingin á að rísa. Ég hef mikla trú á því að til sé lausn á hlutunum eða fleiri en ein lausn og ein sé sterkari en hinar. Það sem máli skiptir er að finna þá lausn og hún finnst með því að meta hlutina eftir því sem þeim vindur fram. Maður byrjar ekki á því að segja „Þetta er gott vegna þess að ég geri þetta“. Það er ekki rétta leiðin. PHÁ: Í gærkvöldi horfði ég á heimildarmynd eftir Sydney Pollack um Frank Gehry. Hann sagði sem svo að ef maður vill skapa framúrskarandi byggingu þá verður maður að hafa framúrskarandi verkkaupa. Hvert er hlutverk verkkaupans að þínu mati í arkitektúr? CZ: Það er rétt að bestu verkin vinnur maður fyrir viðskiptavini sem gefa manni innblástur og maður verður sjálfur að fylla þá trú á það sem maður er að gera. PHÁ: Hvernig er hinn fullkomni viðskiptavinur? CZ: Besti viðskiptavinurinn er að mínu mati sá sem treystir því sem við gerum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé samstarf. Það má kalla arkitektúr list, það má kalla hann fag, en hann kostar peninga og krefst margvíslegra hráefna og auðlinda.

44

that things have a solution or a series of solutions but one is stronger than the rest. It’s a matter of finding that solution and you find that solution by evaluating things as you go. You don’t start by saying, “I’m doing it, therefore it’s good.” It’s not the way to go. PHÁ: Last night I was looking at the Sydney Pollack film on Frank Gehry. He made the remark that if you want to do an excellent project you have to have an excellent client. Tell us about your thoughts on the role of the client in architecture. CZ: It is right that you do your best work with the most inspiring clients, and you also have to inspire them to believe in what you’re doing. PHÁ: So how is your ideal client? CZ: My ideal client is one that hires us for what we do and has come to the conclusion that we are working together. You can call architecture an art, or a discipline, but it costs money, it requires a lot of resources. And for a person or institution to gather these resources takes a long time. When we approach a project, we approach it as if it’s our own project. PHÁ: Are you in a position to choose your client now because you are a small firm? CZ: I’m in a position that I don’t need to take every project that is presented to me. I don’t have to go after every project that is out there in order to keep my office going. PHÁ: Do you think that idealism is important in the practice of architecture?


Og það tekur langan tíma fyrir manneskju eða stofnun að safna þessum auði. Þegar við tökum að okkur verkefni þá nálgumst við það eins og okkar eigið. PHÁ: Ertu í þeirri stöðu að geta valið þér viðskiptavini vegna þess að fyrirtækið er lítið? CZ: Ég er í þeirri stöðu að ég þarf ekki að taka öll þau verkefni sem bjóðast, ég þarf ekki að eltast við hvert og eitt verkefni sem er í boði til að halda fyrirtækinu gangandi. PHÁ: Finnst þér hugsjónir vera mikilvægar í starfi arkitekta? CZ: Mér finnst það ákaflega mikilvægt, en raunsæið verður að fylgja með. Ég hef hitt svo mikið af fólki sem getur ekki starfað við arkitektúr vegna þess að það er svo óraunsætt. Allt sem er í kringum það er rangt, allt sem byggt er í kringum það er gallað og ég held að það sé afskaplega röng lífsskoðun. PHÁ: Siðferði neitunarinnar. CZ: Já, vegna þess að það er hluti af lífinu að fara í gegnum margs­konar ólíka reynslu. Eitt af því fyrir arkitekt er að byggja og til að þroskast sem arkitekt verður maður að byggja nægilega mikið og ég hef komist að því sjálfur á athyglisverðan hátt. Þeir sem byggja ekki og gagnrýna allt sem aðrir gera setja sjálfa sig í mjög berskjaldaða stöðu vegna þess að þeir vísa til eigin hugmynda en ekki til þess hvaða gildi ákveðið verk hefur út frá víðara sjónarhorni. PHÁ: Hefurðu kennt meðfram vinnunni á stofunni? CZ: Nei, ekki lengur.

CZ: I think it is absolutely important, but coupled with realism. I’ve met so many people who cannot practice because they’re so unrealistic. Everything around them is wrong, everything around them that is built is flawed, and I think that’s a very wrong way of being… PHÁ: Morality of denial. CZ: Yes. I mean, life is part of going through many different experiences. Building is the most important one for an architect, you have to build enough to mature. So those who don’t build and criticize everything that somebody else does are in a very vulnerable position because they start talking about their own mind as opposed to the value of a particular work in a larger perspective. PHÁ: Have you been teaching along with your practice? CZ: Not any more. PHÁ: Not anymore, but in the beginning? CZ: I did at the beginning. I was asked to teach by one of my teachers; I used to go to New York Institute of Technology at night to teach design courses. I did that for about three to four years. Then I taught at Parsons School of Design in New York City for one year. Then I moved to Miami and I taught at the University of Miami for one semester and the University of Florida for two years, at which point I couldn’t continue to teach. I was traveling too much. PHÁ: Did you find the teaching helpful or a burden to your practice?

45


PHÁ: Ekki lengur, en gerðirðu það í upphafi? CZ: Já. Einn kennaranna bað mig um að taka að mér kennslu og ég kenndi hönnun á kvöldin í Institute of Technology í New York. Ég gerði þetta í þrjú eða fjögur ár. Ég kenndi síðan við Parson hönnunarskólann í New York í eitt ár, áður en ég flutti til Miami. Ég kenndi við háskólann í Miami í eitt misseri og við háskólann í Florida í tvö ár en þá varð ég að hætta. Ég þurfti að ferðast það mikið að ég gat ekki lengur kennt. PHÁ: Fannst þér kennslan hjálpa þér í starfi eða hefta? CZ: Ég held að maður verði að vera á réttum stað í lífinu til að kenna. Þegar ég byrjaði að kenna þá var það frábær reynsla. Ég lærði ótrúlega mikið á því að kenna. Einkum naut ég tímans þegar ég kenndi við Parson-skólann. Ég held að ungir kennarar séu sérstaklega góðir vegna þess að þeir hafa ótrúlega mikla orku. Ég held þó að reyndur kennari, sem hefur reynt ótrúlega margt og byggt mikið og upplifað bæði meðbyr og mótbyr, þeir eru enn dýrmætari. Og ef til vill á ég eftir að kenna á ný. PHÁ: Myndirðu vilja kenna aftur? CZ: Það gæti komið til greina vegna þess að ég held að það sé góð leið til að endurgjalda menntunina. Í dag er ekki rétti tíminn fyrir mig að kenna því ég verð að einbeita mér að ferlinum, og það tekur með ólíkindum mikinn tíma. Ég hef ekki þann tíma sem þarf til að vera góður kennari. Ég held fyrirlestra endrum og eins. Ég held því alveg í lágmarki og það er í stuttu máli allt og sumt. PHÁ: Hvað gefur þér innblástur þegar þú vinnur að hönnun?

46

CZ: I think that you have to be in the right place to teach. When I started teaching, it was an incredible experience. I learned an unbelievable amount by teaching. Parsons was my best experience. I think very young teachers are extremely good because they bring an incredible amount of energy. But I think that experienced teachers, after they’ve gone through years of experience and building and successes and rejections are more valuable. Maybe one day I will teach again. PHÁ: You would do it again? CZ: I would consider doing that because I think it would be a good way of contributing again to education. I feel at this point it’s not proper for me to teach because I need to concentrate on my work. The amount of time it takes is staggering. I do not have the time that it requires to be a good teacher and to practice. I do give a lecture once in a while. I try to keep it to a minimum and that’s basically it. PHÁ: When you are working on a design, what is your inspiration? Are you influenced by things outside the field of architecture? Do you look at art and other things? CZ: I’m interested in what a building can do to a place, whether it’s a city or a neighborhood. So those are my immediate influences, the surroundings of things and the places they are in. PHÁ: How a project is functioning in a certain area? CZ: Yes. In a pragmatic way, how it functions, in a more poetic way, what it does to the minds of those around it and how it complements the buildings around it. The city is always changing and any activity, any new building, starts to fine-tune


Hafa hlutir utan arkitektúrs áhrif á þig? Horfirðu til listar og annarra hluta? CZ: Ég hef áhuga á því hvaða áhrif bygging eða arkitektúr hefur á umhverfi sitt, hvort sem það er borg eða íbúahverfi. Það eru helstu áhrifin, umhverfi hlutarins og staðurinn sem hann er á. PHÁ: Hvernig byggingin virkar á ákveðnu svæði? CZ: Já. Hvernig hún virkar út frá hagnýtu sjónarhorni, og út frá ljóðrænna sjónarhorni hvernig verkið hefur áhrif á huga fólks í kringum það og hvernig það fer saman við aðrar byggingar í kring. Borgin er síbreytileg og hverskyns athafnir og starfsemi, hver ný bygging, f ínstillir persónuleikann í hverfinu og götunni. Þegar einhver fer inn í markverða byggingu þá finnur hann þessa f ínstillingu. Í öðru lagi þá er ég módernisti í hjarta mínum, ég get ekki teiknað byggingu sem er undir beinum áhrifum frá annarri byggingu í stíl. Það virkar ekki fyrir mig. Ég hef staðfasta trú á sögu hlutanna og hvernig stíltegundir þróast. Ég trúi því að hvert inngrip eigi sinn rétta tíma og að efni og tækni séu notuð á réttan hátt á réttum tíma þegar bygging er reist. Að mínu mati er það eina leiðin til að skapa byggingu sem hefur gildi í sínum eigin samtíma. Mér finnst þess vegna mjög spennandi þegar maður kemur á stað þar sem ekkert er fyrir og inngrip manns verður svo sterkt að það hefur í raun og veru áhrif á framtíðar­þróun svæðisins. Þetta er að gerast hjá mér í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Þar er ég að reisa sjötíu hæða byggingu, ákaflega skúlptúríska byggingu á stað sem á eftir að breytast svo mikið að hann verður óþekkjanlegur eftir nokkur ár. PHÁ: Þannig að byggingin þín mun gefa svæðinu samhengi, vegna þess að það er ekkert samhengi þar fyrir.

the personality of the neighborhood. So when someone comes into a contributing building, they become aware of the finetuning. Second, I’m a modernist at heart; I cannot do a building that is directly influenced in its style by another building. It doesn’t make sense to me. I very much believe in the history of things and I believe in the development of styles. I believe in a time for every intervention, and I believe in the right application of materials, technologies, at the right time when the building is built. To me, that is the only way to produce a building of value for its own time. So it’s very interesting to find yourself in a place where there is little context and your intervention is going to influence the future development of that area. It’s happening to me in Ho Chi Minh City, Vietnam. I’m building a seventy-story building, very sculptural – in a place that will be changing so much that you will not be able to recognize it after a few years. PHÁ: So your building will be the context, because there is no context there? CZ: The building that my firm is doing will become the strongest context around that entire part of the city, yes. The financial tower will be at the edge of the old city, which is very lovely in its scale. So then, how do you put a seventy-story building in an old city, which has a scale, a small scale? What I loved about the city are the streets. The buildings are not of consequence; they were damaged during the war and what was built is irrelevant. So the most difficult task in that sense was “how do you bring scale to a seventy-story building? How do you bring finesse to a seventystory building where surroundings are going to be replaced in the future?” To me, that was an incredible task, the answer was proportion, materiality and three-dimensionality, and relating to the street grid.

47


CZ: Já, byggingin sem fyrirtæki mitt er að reisa verður sterkasta samhengið í þessum hluta borgarinnar. Þetta er turn fyrir fjármálalífið og hann verður staðsettur á mörkum gömlu borgar­innar sem er lágreist en í fallegum hlutföllum. Og hvernig kemst maður upp með að reisa sjötíu hæða byggingu í gamalli, lágreistri borg? Það sem mér fannst fallegast við borgina voru strætin. Byggingarnar eru ekki góðar, þær urðu fyrir skemmdum í stríðinu og það sem var byggt er lítilfjörlegt. Þarna eiga sér mikil umskipti stað þannig að stærsta áskorunin í þessum skilningi var, „hvernig gefur maður sjötíu hæða byggingu rétt hlutföll? Hvernig er hægt að gefa sjötíu hæða byggingu fágun í umhverfi sem mun gjörbreytast með nýjum byggingum í framtíðinni?” Þetta fannst mér afar stór spurning og svarið lá í réttum hlutföllum, efnisvalinu og þrívíddinni og samræmi við götu­skipanina. PHÁ: Hvað með loftslagið? CZ: Loftslagið er mjög þægilegt. Vindafar er þægilegt, hitinn stöðugur. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði þótt við gerðum samt sem áður ráð fyrir jarðskálftum. Þarna eru líka söguleg áhrif og myndræn áhrif til staðar. En mig langar að nefna eitt í sambandi við módernismann, þar tengir maður alltaf það sem maður gerir við söguna. Ef maður lítur á upphaf módernismans þá finnur maður fólk sem valdi aðra grein út frá meginstefnunni, síðan fylgdu aðrir í kjölfarið og ólíkar stílar verða þannig til. Þegar maður rekur sjálfur slóð sína til baka þá stekkur maður eftir greinum sem leiða til baka til meginstofnsins. Þetta er í rauninni leið til að skilja hvað hefur haft áhrif á mann. Hvað mig sjálfan varðar þá myndi ég segja að grein Carlo Scarpa hafi verið afar mikilvæg. Hann fór sínar slóðir þegar alþjóðlegi stíllinn var að ryðja sér til rúms í arkitektúr og varð ákaflega hversdagslegur, og sem viðbragð við því varð til önnur grein, póstmódernisminn. Ég fylgdi ekki þeirri grein, heldur leið Carlo Scarpa, sem snýst

48

PHÁ: Climate? CZ: The climate is very benign. The wind’s very mild, the temperature’s constant. No earthquake zones, even though we did design for it. There are historical influences and imagery as well. But let me go back to modernism, you always connect what you do to history. If you go back to the beginning of modernism, there are people who took a different branch, from the main direction, then others followed, therefore different styles are born. So when you start to trace yourself back you start to jump onto branches that lead you to the main trunk of the tree. So when you think about it, that’s a way to understand how you’ve been influenced. In my mind, I would say a very powerful branch was Carlo Scarpa, who was branching out at the time when architecture was going into the international style and becoming extremely mundane. Shortly after, there was another branch, post-modernism, which was a reverse reaction to modernism. I didn’t go there. I follow the branch of Carlo Scarpa, which is more about the richness of architecture and the possibilities of inventiveness. PHÁ: Carlo Scarpa is not copying historic forms but he’s combining history with modern design in a sense of co-existence. CZ: Exactly. PHÁ: Was this something that appealed to you? CZ: Absolutely. You can see elements of classical architecture in his architecture, such as proportion, in terms of height, the base, the top of the building, the middle of the building, the lighting


meira um frjósemina í arkitektúr og möguleikana sem hugvitssemin gefur. PHÁ: Carlo Scarpa líkir ekki eftir sögulegum formum en hann tengir söguna við nútímahönnun í þeim skilningi að þetta tvennt er til saman. CZ: Nákvæmlega. PHÁ: Höfðaði þetta til þín? CZ: Algjörlega. Og það má sjá þætti úr klassískum arkitektúr í verkum hans, hvað varðar hlutföll, hæð, skiptingu byggingar­innar í undirstöðu, miðkafla og þakhæð, hvernig unnið er með birtu, o.s.frv. Það má sjá þessa þætti en þeir eru ekki áberandi, það er ekki verið að líkja eftir útfærsluatriðum heldur fundin upp ný sem gera hið sama. Það má einnig tengja hann á ýmsan hátt við Alvar Aalto, á undan honum. Það er önnur grein. Ég held að án Alvar Aalto hefði Carlo Scarpa ekki þróast í þá átt sem hann gerði. PHÁ: Í heimildarmyndinni nefndi Frank Gehry aðeins einn arkitekt, Aalto, sem megináhrifavald sinn og það jafnvel áður en hann fékk áhuga á arkitektúr, hann hlýddi á finnska arkitektinn halda erindi í Toronto og það hafði mikil áhrif á hann. CZ: Ég held að Alvar Aalto hafi verið ein mikilvægasta greinin sem spratt úr meginstefnunni, sérstaklega sterkur módernismi. Og að mínu mati má segja hið sama um Carlo Scarpa. PHÁ: Vinnirðu að verkefnum víða um heiminn? CZ: Það hljómar nú of yfirlætislega. Ég vinn núna í nokkrum

of the building … it is there but it is not in a literal way, it is not in copying the details. It is inventing new elements that do the same thing. You can trace his attitude back to Alvar Aalto as well before him. Aalto can be considered an earlier branch. Without Alvar Aalto, Carlo Scarpa wouldn’t have developed in the direction he did. PHÁ: In the film, Frank Gehry only mentioned one architect, Aalto, as a major influence on him and that was even before he became interested in architecture, he heard this Finnish architect lecture in Toronto and that really inspired him. CZ: I think Alvar Aalto was the most important branch out of the mainstream of modernism. And then to me there is Carlo Scarpa. PHÁ: Are you working on projects all over the world? CZ: That sounds too pretentious. I’m working in a few cities. I moved back to New York three years ago, after having been in Miami and Boston, with the intention of working in New York. We were very lucky, very happy, that the day we moved to New York, we went to present our first project, which is now going into construction in November. Shortly after, we were asked to do another project and then another one, so we are building three buildings in New York at this time. Not too many people have that chance. New York City, especially Manhattan, is a very closed opportunity for many people. We were asked through a prospective client to work in Vietnam. We received a call one day, inviting us to go there, and we presented an idea for a financial tower, which was accepted and immediately embraced. The same client has asked us to design a 450-room hotel in Hanoi.We are finishing an airport in Miami and we are working

49


borgum sem ég hef verið svo heppinn að fá að vinna í. Ég flutti aftur til New York fyrir þremur árum, eftir að hafa verið í Miami og Boston, og markmiðið var að starfa í New York. Við vorum afskaplega heppin, afskaplega ánægð, að svo að segja fyrsta daginn sem ég flutti til New York þá lögðum við fram tillögu um fyrsta verkefni okkar, og það fer nú í byggingu í nóvember. Stuttu síðar vorum við beðin um að taka annað verkefni og síðan annað, svo við vinnum nú að því að reisa þrjár byggingar í New York um þessar mundir. Tvær aðrar gætu orðið að veruleika. Það fá ekki mjög margir slíkt tækifæri. Það er afskaplega erfitt að fá tækifæri í New York, einkum Manhattan. Við fengum verkefnið í Víetnam í gegnum Interwema. Við fengum símhringingu einn daginn og boð um að koma þangað, og við lögðum fram tillögu um fjármálaturn sem var samþykkt um leið og tekið opnum örmum. Sami viðskiptavinur hefur beðið okkur um að teikna 450 herbergja hótel í Hanoi-borg. Við erum að ljúka við flugvöll í Miami og vinnum að verkefni í Las Vegas, aðra sjötíu hæða byggingu sem er mun umfangsmeiri en sú í Víetnam. Og ég vona að við eigum eftir að vinna í Reykjavík og á Íslandi. Ég hef sterk tengsl við Ísland og hef kynnst menningunni og líkar hún mjög vel. Ég held að það sé mjög mikilsvert, að geta unnið á stað sem manni líkar vel við. PHÁ: Segðu okkur eitthvað um tengsl þín við Ísland og hvenær þú kynntist því? CZ: Tengsl mín við Ísland byrjuðu þegar ég kynntist fólki í New York þegar ég var í námi. Ég kynntist nokkrum sem mér fannst á margan hátt mjög athyglisvert fólk – ekki alltaf á jákvæðan hátt en yfirleitt. Það tók mig langan tíma að koma hingað, mörg, mörg ár. Ég ákvað að komast að því hvernig Ísland væri og hringdi í íslenskan vin minn. Ég kom og heimsótti hann og sá ýmsa staði á landinu þannig að ég skildi strax hversu fjölbreytt

50

in Las Vegas, another seventy-story building, much larger than the one in Vietnam. And I do hope that we will be working in Reykjavik, and in Iceland in general. I have a strong attachment to the place and I feel that I’ve gotten to know the culture and like it very much. I think that’s an important thing, to be able to do work in a place that you like. PHÁ: Tell us a little about your connection to Iceland. When did it start? CZ: My connection with Iceland started with meeting people in New York while I was a student. I found several people to be extremely interesting in many ways – not always positive, but most of the time. It took me a long time to make the trip to Iceland but I decided to find out what Iceland was like, and I called a friend of mine. I came to visit him and was lucky to visit many areas of the country, so I understood immediately what diversity was here. I really loved the countryside and the fact that it was an open ground. At the time, I wasn’t thin king of doing work here. I was just enjoying being in a completely different landscape. I continue to come to visit Iceland every time I can. An interesting way of exploring or getting to know a country is through people. I think that’s the strongest link you can have to a country, to a culture. I have visited many countries and I have made choices. I spent time in China for business. I had an office there but after five years, I made the decision to leave and not waste my time in China because I did not like the way design was approached. When I was given the opportunity to go to Vietnam, I was very skeptical, but when I went there and met the people involved, I decided to make this happen. Same with New York. And now with Reykjavík I hope that our explorations here with the ABZ group will lead to building buildings of quality in this city. I think Reykjavík is entering an


það er. Ég hreifst mjög af sveitunum og hvernig landslagið er í raun og veru eins og auð jörð. Á þessum tíma var ég ekki að hugsa um að vinna hérna. Ég naut þess bara að vera á stað sem var engum öðrum líkur. Ég heimsæki nú Ísland reglulega. Það er mjög áhugaverð leið til að kanna eða kynnast landi að kynnast því í gegnum fólkið og ég held að það sé sterkasta tengingin sem maður getur haft við land og menningu þess. Ég dvaldi í Kína í viðskiptaerindum og var þar með skrifstofu, en ég ákvað að fara þaðan og eyða ekki tíma mínum þar lengur því ég kunni ekki við hvernig afstaðan til hönnunar var þar. Ég hafði líka miklar efasemdir þegar mér var boðið að koma til Víetnam en þegar ég kom þangað og hitti fólkið sem tengdist verkinu, þá ákvað ég að gera þetta að veruleika. Hið sama má segja um New York. Og nú Reykjavík. Ég vona að þreifingar okkar með ABZ hópnum leiði til þess að reistar verði vandaðar byggingar í borginni. Ég held að það sé að renna upp tímabil spennandi tækifæra í Reykjavík og í borg af þessari stærð getur ein bygging haft mjög mikil áhrif. Í New York getur bygging haft áhrif á strætinu sem hún stendur á en varla út fyrir það nema um sé að ræða meiriháttar byggingu eins og World Trade Center. Í miðbæ Reykjavíkur getur ein einstök bygging verið gríðarlega mikilvæg fyrir framtíðarþróunina. PHÁ: Landslagið á Íslandi er afar sérstakt. Lítill hlutur getur haft mjög mikil sjónræn áhrif. En það er sjaldgæft að sjá nútímaarkitektúr þar sem tekist er á við þetta magnaða landslag eða settan í samhengi við það á merkingarbæran hátt. En þarna eru tækifæri til að gera eitthvað sem er engu öðru líkt. CZ: Einn arkitekt getur ekki gert það á eigin spýtur. Það þurfa fleiri að koma að. Þess vegna hef ég trú á Íslandi. Ég held að menningin sé ákaflega sterk hérna. Miðað við að á þessari eyju búa rétt um 300 þúsund manns þá fer orðspor landsins ótrúlega víða. Þetta er þekkt land vegna fegurðar þess eða fegurðar

era of exciting opportunities and for a city of its size; a building can make a major contribution. In New York a building can make a contribution within its street, but it’s very difficult for it to affect the city unless it’s a major building like the World Trade Center. In the center of Reykjavík, one building can be extremely important to future development. PHÁ: The landscape of Iceland is very special. A very small object can make a big visual impact. But rarely does one find modern architecture that really does deal with this powerful landscape or is set in context with it in a meaningful way. But there is an opportunity to do something unbelievable. CZ: An architect cannot do it by himself. They need others to be involved. That’s why I believe in Iceland. I think that the culture is extremely strong here. For an island with 300,000+ people, this country is known all over the world. Because of its beauty or because of the beauty of its people or their minds, it is known and it provides a fascination because there is a strong culture in a very wild place. There are other landscapes like this in the world. I liken it to Patagonia in the south of Argentina, but there’s not the same sense of culture in Patagonia as in Reykjavik because the culture of Argentina is in the urban centers. So the culture of Iceland is in its cities, which are very much a part of the landscape. And the combination of this landscape and the culture and the educational level of its people, can be combined to produce unbelievable architecture. But there has to be openness. The danger with a young culture like this, that is also very informed about what happens around the world, is that they start to copy even the bad things from the rest of the world. So when a culture like this starts to copy the fears of others when it comes to experimenting in architecture, they start to limit their own potential for a unique identity. I see a lot of that in Iceland.

51


fólksins eða hugsunar þeirra. Fólk hrífst af því vegna þess að hér fyrirfinnst sterk menning á villtum, framandi stað. Það má finna landslag eins og þetta annars staðar í heiminum. Ég líki því stundum við Patagóníu í Suður-Argentínu en þar er þó ekki að finna þessa tilfinningu fyrir menningu í Patagóníu og í Reykjavík, vegna þess að argentísk menning liggur í borgarsamfélaginu. Íslensk menning er hluti borgarinnar og bæjanna og þau eru órjúfanlegur hluti af landslaginu. Og að mínu mati er hægt að blanda saman landslaginu og menningunni og menntunarstigi fólksins á þann hátt að úr verði ótrúlegur arkitektúr. En menn verða að halda opnum huga. Hættan við unga menningu eins og þessa, þar sem fólk er mjög meðvitað um hvað er að gerast í heiminum í kringum það, er að það tileinkar sér alla hluti, líka þá slæmu, frá heiminum í kring. Og þegar menning eins og þessi tileinkar sér sömu hræðslu og í öðrum löndum við tilraunamennsku í arkitektúr þá setur hún möguleikum sínum til að skapa einstaka sjálfsmynd skorður. Ég sé að það er töluvert um þetta á Íslandi. Sumir sjálfskipaðir menningarvitar velja takmarkanirnar. Það er nóg rými fyrir nýjan arkitektúr og það ætti líka að vera rými til að varðveita það sem hefur gildi, því ég tel að það eigi að varðveita upprunalegan arkitektúr. En ég vona að vitsmunalega hliðin og menntun fólksins í landinu, í borginni, gefi svigrúm fyrir framfarir, fyrir tilraunamennsku, til að fara í áttir sem eru ekki þekktar í dag. Ég held að það væri mögnuð samsetning með landslaginu því að þessir tveir kraftar myndu skapa arkitektúr sem væri alveg einstakur fyrir þessa menningu. Innblásturinn er í landslaginu. Flestir listamanna ykkar eru innblásnir af landslaginu. Arkitektarnir líka. Landslagið hér er ólíkt öllu öðru og ætti að kalla fram viðbrögð í arkitektúrnum sem eru einstök í heiminum. Tæknin er fyrir hendi hér, og þið hafið möguleika á þeirri tækni sem þarf til að skapa hvað sem er. Hagkerfið er til staðar og hugurinn. Þetta er bara spurning um að setja þetta allt saman og hafa löngunina til að búa til eitthvað sem

52

I see some intellectuals embracing limitations. There is a lot of space for new architecture and there should also be a lot of space for preserving what’s there of value, because I believe in the preservation of original architecture. But I would hope that the intellectual aspect and the education of the people in this country, in this city, allows for betterment, for experimentation, for going in directions that are not known today. I think that would be an incredible combination together with the landscape because then those two forces will produce architecture that is unique to its culture. Inspiration is in the landscape. Most of your artists are affected by the landscape here. So are the architects. Your landscape is unlike most other cities, so it should inspire a unique response in its architecture. Technology is possible here; you have the possibility of bringing the technology to build almost anything. And the economics are here and the mind is here. It’s just a matter of putting it all together and having the desire to produce something that is uniquely powerful. There are people like us who are very interested in being part of a new expression. Whether it’s us or somebody else, I just want this to happen here, because good buildings can happen and I think they should happen here. PHÁ: That sounds like a good final word. CZ: Okay. Thanks. About Carlos Zapata Carlos Zapata was born in Rubio, Venezuela, but grew up predominantly in Quito, Ecuador. After moving to the United States during high school, he received his Bachelor of Architecture from Pratt Institute and his Masters of Architecture from Columbia University. He began his architecture career in New York City, and prior to opening his own office, Carlos Zapata Design Studio in Miami Beach; he served most notably as


er engu öðru líkt. Og það er til fólk eins og við sem höfum mikinn áhuga á að taka þátt í þessu. Hvort sem það verðum við eða einhverjir aðrar þá vil ég sjá þetta gerast hérna, því góðar byggingar geta orðið til og mér finnst að þær ættu að verða til hér. PHÁ: Þetta eru góð lokaorð. CZ: Allt í lagi. Takk fyrir mig. Um Carlos Zapata Carlos Zapata fæddis í Rubio í Venezúela en ólst að mestu leyti upp í Quito í Ekvador. Eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna til að ljúka framhaldsnámi, útskrifaðist hann með BA-gráðu í arkitektúr frá Pratt Institute og lauk síðan meistaraprófi frá Columbia háskólanum. Hann hóf feril sinn sem arkitekt í New York borg og starfaði m.a. sem hönnunarstjóri og aðstoðarforstjóri á New York skrifstofu Ellerbe Becket, áður en hann stofnaði sína eigin stofu, Carlos Zapata Design Studio í Miami. Fyrsta verk hans sem varð að veruleika var innanhússskrifstofuhönnun fyrir alþjóðlegt fjárfestingarfyrirtæki og vann það til National AIA verðlaunanna. Zapata hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun sína, bæði fyrir CZDS og Wood + Zapata, og verk hans hafa verið gefin út víða um heim. Árið 1996 hóf Carlos samstarf við Benjamin Wood og saman stofnuðu þeir Wood + Zapata stofuna, sem hafði höfuðstöðvar sínar í Boston og einnig skrifstofu í Shanghai. Árið 2003 fagnaði W+Z vígslu stærsta verkefnis stofunnar, nýja leikvangsins fyrir Chicago Bears fótboltaliðið, en hann tekur 62.000 manns í sæti. Fyrrum arkitektúrgagnrýnandi New York Times dagblaðsins, Herbert Muschamp, útnefndi leikvanginn sem þriðju bestu byggingu ársins 2003. Árið 2005 skiptist Wood + Zapata í tvö aðskilin fyrirtæki og Carlos Zapata varð stjórnandi Carlos Zapata Studio, með höfuðstöðvar í New York borg. Meðal nýlegra verka Zapata má nefna: Concourse J, ný 15 hliða flughöfn á alþjóðaflugvellinum í Miami sem opnaði nýverið; Bitexcoland fjármálaturninn, 70 hæða skrifstofubyggingu sem á eftir að breyta borgarlandslagi Ho Chi Minh borgar í Víetnam; og Horizen turninn, 22 hæða hótel sem rísa mun ekki langt frá einu af kennileitum New York borgar, Flat Iron byggingunni.

Design Director and Vice President of Ellerbe Becket’s New York office. His first completed project, a corporate interiors for an international investment company, won a National AIA Award, and his designs, both at CZDS and at Wood + Zapata, have received numerous awards and been published extensively throughout the world. In 1996, Carlos joined forces with Benjamin Wood to open Wood + Zapata, headquartered in Boston with another office in Shanghai. In 2003, W+Z celebrated the opening of its largest project, the new 62,000 seat new football stadium for the Chicago Bears, a building hailed by former New York Times architecture critic, Herbert Muschamp, as the #3 best building of 2003. In 2005, Wood + Zapata evolved into two separate firms, with Carlos Zapata heading Carlos Zapata Studio, headquartered in New York City. Other current projects include: Concourse J, a new 15-gate international concourse at Miami International Airport that recently opened; Bitexcoland Financial Tower, a 70-story commercial tower that will change the face of Ho Chi Minh City, Vietnam; and Horizen Tower, a 22-story hotel in the neighborhood of NYC’s landmark Flat Iron building.

53


54


55

works

verk


56

headquarters & warehouse

samskip


57


58 58


59


60


samskip

höfu stö var & vöruhús/ headquarters & warehouse reykjavík stær /size 25000 m2 verklok/completion 2004


62

reykjavĂ­k centrum

kvosin


63


64


65


66


kvosin

reykjavĂ­k centrum samkeppni/competition 2007 vi urkenning/honorable mention

67


68

residence

hamravĂ­k


69


70


hamravík

residence reykjavík stær /size 260 m2 verklok/completion 2001

71 71


72

planning concept & bank headquarters

kirkjusandur


73


74


76


kirkjusandur

skipulagshugmynd & höfu stö var Glitnis/ planning concept & Glitnir headquarters opin alþjó leg samkeppni/ open international competition 2006 4.-6. sæti/4th-6th place

77


78

ístak headquarters

höfuðstöðvar ístaks


79


80


81


82


höfuðstöðvar ístaks

ístak´s headquarters reykjavík í samstarfi vi khr/in collaboration with khr stær /size 3200 m2 verklok/completion 2003

83


84

church

grafarholtskirkja


85


86


„Borg sem á fjalli stendur fær ekki dulist”.

Mt. 5.14.

87


88


grafarholtskirkja church reykjavĂ­k alĂştbo /competition 2007

89

89


90

shopping center

glerรกrtorg


91


92


glerártorg

verslunarmi stö /shopping center akureyri stær /size 10847 m2 eftir stækkun/with annex 20663 m2 verklok/completion 1. áfangi/1st phase 2000 2. áfangi/2nd phase áætla /anticipated 2008

93


94

national park visitors center

þjóðgarðsmiðstöð


95


austur

fiskbeinið - bærinn norður

jökulhöfði suður

þjóðvegurinn - gönguleið vestur


gönguleið tölvur - upplýsingar

sjóminjasafn

athyglisverður staður

fundaraðstaða - kennsla verslun - bókasafn móttaka - upplýsingar

athyglisverður staður

starfsmenn

útsýni - snæfellsjökull

kaffistofa

vídeó - skjávarpar

salerni - sturta

gestastofa

íbúð

veitingastofa - veitingarými

verkstæði - bílskúr

eldunaraðstaða - eldhús almenningssalerni bílastæði rútur

tjaldstæði

97


98


hellissandur

þjó gar smi stö / national park visitors center samkeppni/competition 1. ver laun/1st prize áætlu verklok/anticipated completion 2011 99


100

office tower

smรกratorg


101


102


103


104


smáratorg

skrifstofu- & verslunarhúsnæ i/ office building & retail facilities kópavogur stær /size 21980 m2 áætlu verklok/anticipated completion 2007


klettagarรฐar headquarters & warehouse 106

รก teikniborรฐinu/on the drawingboard


107


108


klettagarðar

höfu stö var & vörumi stö olís/ olís headquarters & warehouse reykjavík stær /size 5387 m2 tillaga/proposal 2007

109


110

kindergarten

leiksk贸linn sk贸garl枚nd


111


112


sk贸garl枚nd

leiksk贸li/kindergarten egilssta ir st忙r /size 880 m2 verklok/completion 2005

113


114

outdoor store

ellingsen


115


116


ellingsen

outdoor store reykjavĂ­k stĂŚr /size 2050 m2 verklok/completion 2006

117


118

ministries building

s枚lvh贸lsgata


4. hæð/ 4th floor

dóms-og kirkjumálaráðuneyti/ ministry of justice and ecclesiastical affairs

3. hæð/ 3rd floor

umhverfisráðuneyti/ ministry for the environment

2. hæð/ 2nd floor

heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti/ ministry of health and social security

1. hæð/1st floor

móttaka/reception

119


yfirstjórnareining/administration þakgarður/roof terrace port/alley

120 120

ljósgarður/light court aðkomutorg/access plaza ljósgarður/ light court


sölvhólsgata

rá uneytisbygging/ministries building reykjavík opin alþjó leg samkeppni/ open international competition 2002 2. sæti/2nd place


122

hotel & restaurant

h贸tel 1919/salt


123


124


125


h贸tel 1919/salt

h贸tel & veitingasta ur/hotel & restaurant reykjav铆k st忙r /size 5760 m2 verklok/completion 2005

126


127


128

reykjavík harbour

reykjavíkurhöfn


129


höfnin

tónlistarhús & reykjavíkurhöfn/ concert hall & reykjavík harbour í samstarfi vi KHR/in collaboration with KHR opin alþjó leg samkeppni/ open international competition 2001 3. ver laun/ 3rd place

130


131


132

elementary school annex

foldask贸li


133


134


foldaskóli

vi bygging/elementary school annex reykjavík í samstarfi vi Hall Kristvinsson innanhúshönnu / in collaboration with Hallur Kristvinsson interior designer stær vi byggingar/size of annex 1390 m2 verklok/completion 2002 135


136

ambassador´s residence berlin

sendiherrabĂşstaĂ°ur


137


2

0

1

138


berlĂ­n

sendiherrabústa ur/ambassador´s residence samkeppni/competition 2002

139


140

hotel annex

h贸tel selfoss


141


142


1

2

3

4

hótel selfoss

hotel annex selfoss stær /size nýbygging/new construction 6000 m2 endurhönnun/refurbishment 4000 m2 verklok/completion 2002

143 143


144

gufunes cemetery

gufuneskirkjugarรฐur


145


146


gufuneskirkjugarĂ°ur gufunes cemetery reykjavĂ­k samkeppni/competition 2004

147


148

antique automobile museum

fornbĂ­lasafniĂ°


fornbílasafnið

antique automobile museum reykjavík stær /size 2640 m2 áætlu verklok/anticipated completion 2008

149


150

fire department

slökkvistöð


151


152


slökkvistöð

fire department fjar abygg stær /size 1070 m2 verklok/completion 2007


154

residence

vattarรกs


155


156


vattarĂĄs

residence gar abĂŚr stĂŚr /size 310 m2 verklok/completion 2001

157


158

environmental art installation

umhverfislistaverk viĂ° straumsvĂ­k


strengur

straumsvĂ­k umhverfislistaverk/ environmental art installation tillaga/proposal 2007

159


160

the icelandic institute of natural history

náttúrufræðistofnun

á teikniborðinu/on the drawingboard


161


162


náttúrufræðistofnun

the icelandic institute of natural history urri aholt tillaga/proposal 2007

163


164

office building

guðríðarstígur


165


guðríðarstígur office building reykjavík stær /size 2620 m2 verklok/completion 2006

166


167


168

university research center

rannsókna - og nýsköpunarhús


169


170


háskólinn á akureyri rannsókna- og nýsköpunarhús/ akureyri university research center alútbo /competition 2002 1. einkunn/1st place

171


172

elementary school

korpusk贸li


173


viðbyggingarmöguleiki B

sérbúin kennslurými

fjölnotasalur

möguleiki á leikskóla

íþróttaaðstaða

stjórnun almenn kennslurými

174

bókasafn

viðbyggingarmöguleiki A


175 175


176


korpusk贸li

grunnsk贸li/elementary school reykjav铆k st忙r /size 2700 m2 verklok/completion 2005

177


esjuborgir student housing campus 178

รก teikniborรฐinu/on the drawingboard


179


180


182


esjuborgir

nemendaíbú ir/student housing reykjavík stær /size 47600 m2 áætlu verklok/anticipated completion 2012

183


184

reykjavík university

háskólinn í reykjavík


Viðbygging stækkun

Viðbygging stækkun

Stjórnun Kennslufræði- og lýðheilsudeild

Sameiginleg kennslurými Tækni- og verkfræðideild

Krossgata

Sameiginleg kennslurými Viðskiptadeild Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR - BUHR

Matsalur Lagadeild

185


LEISURE

STUDENTACCOMODATION SERVICES 'RYFJURFRÉSTRÓASARUNUM

LEISURE

(ØTEL,OFTLEIžIR

"ENEVENTUM

STUDENTACCOMODATION SERVICES

LEISURE THE0EARL

STUDENTACCOMODATION SERVICES (LӞARFØ TUR

LEISURE

«SKJUHLIž STUDENTACCOMODATION SERVICES

LEISURESPORT

6ÓKURSEL

4EAMBUILDINGCOURSE 'AMALL3EKKUR

PARKING

PARKING

2ESEARCHANDKNOWLEDGE ENTERPRISES  2ESEARCHANDKNOWLEDGE ENTERPRISES 

2ESEARCHANDKNOWLEDGE ENTERPRISES  PARKING

/THEREDUCATIONAL ESTABLISHMENTS 

2ESEARCHANDKNOWLEDGE ENTERPRISES  PARKING

5NIVERSITY(OTEL 

/THEREDUCATIONAL ESTABLISHMENTS 

2EYKJAVIK5NIVERSITY  ENTRANCETOBIKE STORAGE KISSAND RIDE

2ESEARCHANDKNOWLEDGE ENTERPRISES 

-AIN ENTRANCE 2EYKJAVIK5NIVERSITY 

2EYKJAVIK5NIVERSITY  2EYKJAVIK5NIVERSITY 

2EYKJAVIK5NIVERSITY  2EYKJAVIK5NIVERSITY  TERRACE PARKING

2EYKJAVIK5NIVERSITY 

ENTRANCETOBIKE STORAGE .AUTHØLL

2EYKJAVIK5NIVERSITY 

2EYKJAVIK5NIVERSITY  2EYKJAVIK5NIVERSITY 

RESTAURANT

/UTDOORSTAGE

9LSTRÚND

.AUTHØLSVÓK

186


187


188


háskólinn í reykjavík

reykjavík university í samstarfi vi HLA/in collaboration with HLA stær /size 35750 m2 samkeppni/competition 1. ver laun/1st prize áætlu verklok/anticipated completion 1. áfangi/1st phase 2009 2. áfangi/2nd phase 2010

189


lokaorð postscript

hugleiðingar

reflections

Arkitektúr hefur tengst umhverfi mannsins frá því að hann hóf að leita skjóls í híbýlum. Þörf mannsins fyrir húsaskjól er líklega rót þeirrar hugsunar um nánasta umhverfi sitt sem síðar þróast í þá atvinnugrein sem í dag nefnist arkitektúr. Í gegnum aldirnar hefur þessi grein lista og vísinda haft gríðarleg áhrif á það hvernig maðurinn lifir og dafnar í ölduróti heimsins. Því má segja með sanni að arkitektúr sé mikilvægur.

Architecture has been an integral part of the human domain from the time people first began to live in shelters. The need for cover and security could possibly be the start of the vocation we now call architecture. Through the ages, the profession has developed to combine art and science and has had a tremendous impact on the life of ordinary people all over the world. By extension, one might conclude, that architecture is a profession of great importance.

Í fáum störfum í nútímaþjóðfélagi þarf að tengja saman eins mikla alhliða þekkingu og í arkitektúr. Arkitektinn þarf að sameina frjóa listræna hugsun við notagildi þannig að úr verði „afrakstur“, hvort heldur um byggingu, stól eða jafnvel heilt miðbæjarskipulag er að ræða. Upp í hugann koma þá þættir s.s rými, form, birta, áferð, upplifun, náttúra og síðast en ekki síst maðurinn sjálfur og allt það sem honum tengist. Starf arkitektsins snýst á endanum um að búa til umhverfi eða „hlut“ sem maður­inn lifir í eða notar. Áhrif og ábyrgð arkitekta við uppbyggingu hins manngerða umhverfis í dag er því mikil. Á námsárum mínum í Noregi við Arkitektaskólann í Osló fyrir margt löngu, átti ég því láni að fagna að kynnast norska arkitektinum og háskólaprófessornum Sverre Fehn. Fehn hafði mikil og góð áhrif á arkitektúr á Norðurlöndum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Hann vann í anda margra annarra þekktra norrænna arkitekta eins og Alvars Alto, sem þá mótuðu arkitektastefnuna á Norðurlöndum og víðar. Sverre Fehn hafði mikil áhrif á mína sýn á arkitektúr. Fehn lagði mikla áherslu á að arkitektinn yrði að skilja grunneðli arkitektúrs og upplifun mannsins á umhverfi sínu. Hann yrði að trúa því að maður og náttúra gætu lifað saman í sátt og sam-

190

Architecture is a complex profession where one has to combine a broad spectrum of knowledge. The architect has to combine creative thinking together with functionality to design a product. The product might be a building, a chair or even a complex town plan. In order to achieve this, the architect has to consider space, form, light, experience, nature and finally the human being as the most important factor. In the end the architect has created an environment or an object to serve human needs. Hence, the architect carries both influence and responsibility in our modern world. During my architectural education in Norway, a long time ago, I had the opportunity to get acquainted with Norwegian architect and professor Sverre Fehn. Fehn had significant influence on Nordic architecture in the seventies and the eighties. He was committed to the Nordic architectural heritage, much like Alvar Alto and many other great Nordic architects. Sverre Fehn permanently influenced my perspective on architecture. He emphasized that the architect should learn to know the essential meaning of architecture, and the human experience of the environment. The architect should believe that man and


lyndi. Arkitektinn yrði að horfa fram á við, en líta um leið í spegil liðinna alda. Per Olaf Fjeld arkitekt og samstarfsmaður Fehns gaf út bókina „The Thought of Construction“ um arkitektúr Fehns árið 1981. Þar kemur fram skáldleg sýn Fehns á arkitektúr og hlutverk arkitektsins. Tilvitnanir í brot af sýn hans á arkitektúr verða lokaorð þessarar bókar um Arkís.

nature could live together in harmony. One should look into the future through the mirror of the past. Architect Per Olav Fjeld published a book, “The Thought of Construction” about Sverre Fehn and his work, in 1981. In this book Fehn expresses his poetic vision on architecture and the role of the architect. I would like to quote his words as the last words in this book about Arkís.

Hugsýn Sverre Fehn á arkitektúr, útdráttur:

A vision from Sverre Fehn on architecture:

Upplifun á arkitektúr er eins og ferð í gegnum liðnar aldir, þar sem máluð er sjálfsmynd af andlegum hugsunum okkar og tilfinningum.

To experience architecture is like going through the ages painting a self portrait of our spiritual thoughts and feelings.

Að vera hluti af afli sem er svo sterkt að einungis þú sjálfur getur skilið eiginleika þess og greitt fyrir gangi lífsins.

To be a part of a power that is so strong that only you can appreciate its qualities and assure the continuation of existence.

Án mannsins verður enginn arkitektúr til. Mannvirkið rís vegna innblásturs mannsins og kringumstæðna hans. Arkitektúr á sér engan aldur en lifir um eilífð þegar hann er risinn.

Reykjavík í október 2007 Egill Guðmundsson

Without a man there is no architecture. It is through human inspiration and circumstances that a structure is born. Architecture has no age but lives eternally once created.

Reykjavík in October 2007 Egill Guðmundsson

191


sérstakar þakkir special thanks 192

starfsfólk arkís 1997-2007/employees of arkís 1997-2007 Aðalheiður Atladóttir Aðalsteinn Snorrason Aldís Magnea Norðfjörð Alexander Efonov Andreas Vidar Olsen Anna Lilja Gísladóttir Anna María Þórhallsdóttir Arnar Þór Jónsson Bergljót Jónsdóttir Birgir Teitsson Birgir Örn Einarsson Björg Elva Jónsdóttir Björgvin Halldórsson Björn Guðbrandsson Blær Guðmundsdóttir Carmen Isabell Schmidt Dagný Gylfadóttir Davíð Friðgeirsson Edda Kristín Einarsdóttir Egill Már Guðmundsson Einar Ólafsson Einar Ólafsson Elisabeth Bik Yee Lay Elín Arna Heimisdóttir Elín Gunnlaugsdóttir Elín Haraldsdóttir

Elsa Yeoman Eyjólfur Eyjólfsson Falk Krüger Flemming Graarup Friðrik Ó. Friðriksson Frímann Þór Guðleifsson Gísli Gíslason Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir Guðmundur Oddur Víðisson Guðni Walderhaug Guðný Elíasdóttir Guðrún Ingvarsdóttir Gunnar Kjartansson Gunnar Hávarðarson Gunnar Þorfinnsson Halldór Arnarson Halldór Jón Karlsson Hallfríður Guðmundsdóttir Hallgerður Pálsdóttir Hans Heiðar Tryggvason Harpa Stefánsdóttir Heba Hertervig Helga Ingólfsdóttir Herborg Harpa Ingvarsdóttir Hildur Bjarnadóttir Hildur Gunnarsdóttir

Hildur Hlín Jónsdóttir Hilmar Gunnarsson Hilmir Þór Gunnarsson Hólmfríður Einarsdóttir Hulda Guðjónsdóttir Ingólfur B. Aðalbjörnsson Ingólfur Jörgenson Jakob Þór Jakobsson Jenný Haraldsdóttir Jenný Björk Guðnadóttir Jóhann Sigurðsson Jón Guðmundsson Karólína Einarsdóttir Kristín Þórðardóttir Lára Dröfn Gunnarsdóttir Lárus Guðmundsson Lárus Kr. Ragnarsson Lise Ulrike Videbæk Magnús Freyr Gíslason Magnús Ingvarsson María Björk Stefánsdóttir Natalia Shchemelinina Nicola Girolami Nina Louise Jensen Rakel Hermannsdóttir Ríkey Valdimarsdóttir

Rolf Österbæk Nilsen Sara Axelsdóttir Silja Ósk Leifsdóttir Sólveig Ragna Guðmundsdóttir Steinunn Jónsdóttir Steinunn Jónsdóttir Stefán Þór Steindórsson Stefán Róbert Þórsson Sturla Snorrason Svava Björk Bragadóttir Sveinn Þór Halldórsson Svetlana Efanova Thelma Björk Friðriksdóttir Thelma Guðmundsdóttir Thomas Söndergaard Svens Troels Heeböll Viðar Steinn Árnason Vala Ólöf Jónasdóttir Vigdís Magnúsdóttir Viggó Magnússon Þorleifur Eggertsson Þorvarður Björgvinsson Þórhallur Pálsson Þórður Guðjón Þorgeirsson Örn Þór Halldórsson


inngangur/foreword Livio Dimitriu viðtöl/interviews Carlos Zapata, Pétur H. Ármannsson, Aðalsteinn Snorrason, Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson, Þorvarður Björgvinsson valin verk/selected works & projects Arkís 1997-2007

arkís 1997-2007 inngangur/foreword Livio Dimitriu

Profile for ARKÍS

ARKÍS 1997-2007  

ARKÍS architects 1997-2007 ARKÍS arkitektar 1997-2007

ARKÍS 1997-2007  

ARKÍS architects 1997-2007 ARKÍS arkitektar 1997-2007

Profile for arkis
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded