__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

brochure-fc-115x85 1

6.9.2004, 19:01:20


Æfingin skapar meistarann. Bollaspá örvar samskipti og er fyrirtaks skemmtun. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

brochure-fc-115x85 2

6.9.2004, 19:01:31


formáli Það er von okkar sem að spábollanum stöndum að þú eigir eftir að hafa ánægju af spábollaskríninu þínu og innihaldi þess. Til þess að hafa ánægju af bollaspám þarf sá sem spáð er fyrir og ekki síður sá sem les bollaspána að vera í andlegu jafnvægi og síðast en ekki síst að gefa sér góðan tíma fyrir athöfnina. Það þarf að undirbúa sig fyrir bollaspá og setja sig í þar til gerðar stellingar. Hver veit nema að spábollinn eigi eftir að gefa þér tækifæri til þess að slaka á í amstri hversdagsins og hugsa um það liðna og íhuga það sem framundan er. Hafsteinn Helgason, Reykjavík 2004

brochure-fc-115x85 3

6.9.2004, 19:01:31


Kína

Eþíópía

2

brochure-fc-115x85 2

6.9.2004, 19:01:32


inngangur Áhugi á dularöflum og trú á hulda dóma hefur fylgt mannkyninu allt frá örófi alda. Oft hefur slík trú verið tengd náttúröflunum og umhverfinu og hafa spádómar af ýmsu tagi spilað stórt hlutverk í þeirri viðleitni manna að skilja lögmál tilverunnar og skyggnast inn í framtíðina. Í þessu hefti er fjallað um eina nokkuð útbreidda aðferð við að spá fyrir um framtíðina – það að spá í bolla með því að nota venjulegt uppáhellt kaffi án korgs. Um er að ræða aldagamla hefð sem talin er upprunnin í Austurlöndum í fornöld og þá í tengslum við notkun á tei með laufi. Kaffi er talið hafa borist til Evrópu frá Eþíópíu með arabískum kaupmönnum (um 1550) og má ætla að bollaspár með notkun kaffis hafi hafist um svipað leyti. Fljótlega uppgötvast hressingarmáttur og jafnvel lækningarmáttur kaffisins og ef til vill hefur fylgt í kjölfarið trú manna á yfirnáttúrulegt eðli þessa eðaldrykks og nytsemi hans við spádóma. 3

brochure-fc-115x85 3

6.9.2004, 19:01:32


Fyrst var lesið í kaffi með korgi, sem á Vesturlöndum gengur undir heitinu tyrkneskt kaffi eða ketilkaffi. Í seinni tíð hefur aðferðin þróast yfir í að nota venjulegt kaffi án korgs á flestum svæðum í Evrópu og Norður Ameríku. Þó er víða enn spáð í bolla þar sem notast er við te með laufum og kaffi með korgi. Mismunandi mikil alvara getur verið á bak við spádóma. Það er undir þiggjanda spárinnar komið hversu mikið mark hann tekur á spánni, sem og hæfileikum og trúverðugleika þess sem spáir. Flest kjósum við líklega að líta á bollaspána sem skemmtilega afþreyingu, þótt vera kunni að trúin og vantrúin takist á innra með okkur ef sá sem spáir sýnir færni og ótvíræða hæfileika í táknlestrinum. Engin spá er rétt eða sönn og það sjá ekki allir það sama úr þeim táknum sem birtast í bollanum. Bollaspá er því fyrst og fremst einhverskonar ábending eða persónuleg túlkun á táknum. Í gegnum tíðina hafa viss tákn hlotið ákveðna merkingu. 4

brochure-fc-115x85 4

6.9.2004, 19:01:32


5

brochure-fc-115x85 5

6.9.2004, 19:01:32


6

brochure-fc-115x85 6

6.9.2004, 19:01:42


Táknin sem koma fram í bollanum geta verið mismunandi skýr og form þeirra getur verið bjagað. Því er mikilvægt að áhugasamir átti sig á því að það sjá ekki allir það sama úr táknunum. Öllum getur skjátlast og það er undir okkur sjálfum komið hvað við leggjum mikla alvöru í spána. Þetta gerir bollaspána svo skemmtilega. Í þessu hefti er ætlunin að útskýra bolla spána miðað við þá hefð sem um hana ríkir hér á landi. Nefnd verða helstu tákn og merking þeirra skýrð. Þá verður sýnt með einföldum dæmum hvernig túlka má spána. Það skal tekið fram að það ríkja nokkuð mismunandi hefðir varðandi þetta hér á landi. 7

brochure-fc-115x85 7

6.9.2004, 19:01:44


Það er mikilvægt fyrir verðandi spámenn að átta sig á því að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Æskilegast er að líta á bollaspána og túlkun hennar sem skemmtun; sem græskulaust tómstundagaman þar sem slegið er á létta strengi í góðra vina hópi. Það er kannski ekki síst það síðastnefnda sem skiptir máli fyrir manninn á tölvuöld, þar sem fólk hefur í auknum mæli samskipti með tölvupósti, örskeytum eða símasamtölum. Við gerð þessa heftis var leitað til þriggja kvenna sem allar taka að sér að spá í bolla gegn þóknun. Almennt virðist sem fólk kjósi að trúa spám hjá spákonum. Til eru einstaklingar sem reglulega leita eftir slíkri þjónustu, til dæmis áður en teknar eru ákvarðanir varðandi vinnu eða ferðalög. Hvort þetta tengist útbreiddri trú Íslendinga á álfa, drauga og tröll er erfitt að segja. Þeir sem leita til spákvenna hér á landi virðist vera á öllum aldri, en stærsti hópurinn er þó á aldrinum 18-45 ára. 8

brochure-fc-115x85 8

6.9.2004, 19:01:45


Oft er um einhleypa einstaklinga að ræða og virðast konur vera í miklum meirihluta. Það vekur athygli að ungt fólk leitar í auknum mæli til spákvenna. Ekki verður fullyrt neitt um ástæður þess hér, en vera kann að unga fólkið sé opnara fyrir huldum dómum en þeir sem eldri eru eða hafi einfaldlega meiri fjárráð en áður. Af framansögðu má vera ljóst að almennur áhugi fyrir spám, og þar með talið bollaspám, er þó nokkuð mikill hér á landi. Þetta er í raun ekkert frábrugðið því sem þekkist erlendis, en þar eru spár með tarotspilum víða mjög útbreiddar auk þess sem mjög víða þekkist sú aðferð að spá í bolla. 9

brochure-fc-115x85 9

6.9.2004, 19:01:45


spábollaskrínið og innihald þess Spábollaskrínið þitt inniheldur tvo bolla sem eru sérmerktir Fortune Cup®. Um er að ræða sérstaka bolla sem henta einstaklega vel fyrir bollaspár fyrir margra hluta sakir. Helst ber að nefna lögun bollana en hún gerir það að verkum að tákn koma vel fram og vegna þess hversu opnir þeir eru er auðvelt að sjá táknin og lesa úr þeim. Auk þess er spábollinn tignarlegur og hár en jafnframt fínlegur og með mjúkar línur. Spábollinn er því ólíkur öðrum bollum. Styrkur spábollans er mikill og því sómir hann sér vel án þess að standa á undirskál. Því fylgir engin undirskál spábollanum. Síðast en ekki síst ber að nefna að spábollinn er gerður úr Bone China postulíni, sem gerir hann léttan og áferð postulínsins einstaklega góða til þess að ná fram skýrum og góðum táknum. Þvoið spábollann ekki í uppþvottavél. Notist við volgt vatn og sem minnst af uppþvottaefni við þrifin. 10

brochure-fc-115x85 10

6.9.2004, 19:01:50


11

brochure-fc-115x85 11

6.9.2004, 19:01:50


12

brochure-fc-115x85 12

6.9.2004, 19:01:54


Spábollaskrínið þitt inniheldur einnig sérvalið og sérunnið spábollakaffi. Um er að ræða 125 gr. af kaffidufti í sérvöldum tveggja laga umbúðum sem eiga að tryggja eðlilegt geymsluþol. Þess ber að geta að gæði kaffisins við uppáhellingu ráðast m.a. af aldri þess. Það er því ekki mælt með að kaffið sé geymt lengi. Það skal að lokum tekið fram að framkvæma má bollaspár með venjulegu kaffi. Í skúffunni í spábollaskríninu liggur leiðbeiningahefti um bollaspár og notkun þess. Í heftinu eru helstu tákn útskýrð og bent á hvernig lesa eigi spána eftir staðsetningu tákna á vissum svæðum bollans. Í heftinu fylgja einnig nokkur dæmi þar sem sýnt er með myndum hvernig lesið er úr bolla. 13

brochure-fc-115x85 13

6.9.2004, 19:01:55


að spá í bolla Frá öndverðu hefur fólk skoðað drykkjarílát sín að þeim tæmdum og velt fyrir sér hvað tákn og rákir sem myndast hafa gætu merkt. Rómverjar spáðu í mynstur í ílátum eftir rauðvínsdrykkju. Vitað er að Kínverjar og Austurlandaþjóðir hafa lesið úr telaufum frá örófi alda og eftir að kaffidrykkja breiddist út, yfirfærðu menn þessa list yfir á kaffibolla. Talið er að kaffið hafi borist frá núverandi Eþíópíu til Evrópu með kaupmönnum. Á Vesturlöndum er spábollahefðin enn við lýði, þó í minna mæli sé en áður. Ástæðurnar eru eflaust margar en nefna má bætt samskipti með tilkomu síma og tölvutækni, betri almenna menntun, meira framboð á afþreyingu, ásamt aukinni atvinnuþátttöku kvenna og almenns tímaskorts hins vinnandi manns á Vesturlöndum. Í arabalöndum, svo sem Túnis, Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og Saudi Arabíu, svo einhver lönd séu nefnd, er mjög algengt að spáð sé í bolla. 14

brochure-fc-115x85 14

6.9.2004, 19:01:58


Liggur við að þetta sé daglegur viðburður á mörgum heimilum auk þess sem þar er einnig að finna spástofur og kaffihús sem bjóða viðskiptavinum upp á spádóma. Víða erlendis er kaffikorgi bætt út í kaffið áður en bollinn er tæmdur eða þá að notað er ketilkaffi, bollanum hallað og snúið rangsælis um leið og kaffinu er hellt úr. Bollinn er síðan látinn þorna á hvolfi og lesið er úr því mynstri sem til verður. Þetta er þó ekki algilt. 15

brochure-fc-115x85 15

6.9.2004, 19:01:58


uppáhellingin - undirbúningur Hellt er upp á sterkt kaffi, spákaffi, með hefðbundnum hætti í sjálfvirkri kaffivél eða í svokallaðri pressukönnu. Mikilvægt er að kaffið sé drukkið svart. Það kann að vera betra að hafa kaffið vel brennt. Best er að nota kaffi og vatn í eftirfarandi hlutföllum: Hellt upp á: 2 bolla: 3 teskeiðar af kaffi – 2,5 bolla af vatni 3 bolla: 4 teskeiðar af kaffi – 3,5 bolla af vatni 4 bolla: 5 teskeiðar af kaffi – 4,5 bolla af vatni

16

brochure-fc-115x85 16

6.9.2004, 19:02:02


Áður en kaffi er hellt í spábollann, er hann tekinn í hönd og látinn liggja í lófa þess sem á að spá fyrir þannig að handfangið snúi frá einstaklingnum. Spábollinn er strokinn og varmi frá höndum notaður til að forhita postulín bollans. Þetta tekur 15-30 sekúndur. Það má einnig leggja bollann á ofn eða annað volgt yfirborð til þess að hita hann.

17

brochure-fc-115x85 17

6.9.2004, 19:02:03


1

3

5

2

4

6

18

brochure-fc-115x85 18

6.9.2004, 19:02:06


Að svo búnu er heitu kaffinu hellt í bollann í hæfilegu magni. Að margra mati er ekkert að marka spá, þar sem örlítil kaffilögg er sett í botn bolla. Mikilvægt er að nota svart kaffið, sem sagt nota hvorki mjólk né sykur út í kaffið. Kaffið er drukkið með eðlilegum hraða og mælt er með því að á meðan hugsi viðkomandi um það sem hann fýsir að vita. Létt spjall við þann sem mun spá fyrir þér sakar ekki og gerir lesturinn manneskjulegri og athöfnina skemmtilegri. Þegar fer að minnka í bollanum er gott að velta bollanum til og frá, snúa honum þannig að kaffið sem eftir er nái að renna um barma bollans. Þegar mjög lítið er eftir í bollanum, hann nánast tómur, er drukkið í botn og honum snúið á hvolf og síðan í þrjá hringi réttsælis og þrjá hringi rangsælis yfir höfði sér. Því næst er bollinn settur fyrir vitin og algengast er að sé blásið í bollann krossmark. 19

brochure-fc-115x85 19

6.9.2004, 19:02:27


Þó nokkuð algengt er að fólk noti eitthvert annað tákn en krossmark, bæði hér á landi og erlendis. Á Íslandi virðist vera algild regla að bollanum sé snúið bæði réttsælis og rangsælis. Að svo búnu er bollinn lagður á hvolf á hentugan stað til þurrkunar. Þetta getur verið miðstöðvarofn, skál, bretti eða annað sem fyrir hendi er. Ef bollinn er lagður á volgan flöt, næst að þurrka innihaldið á 3-5 mínútum en þetta getur tekið mun lengri tíma ef bollinn er lagður á tiltölulega kaldan flöt. Það ræðst meðal annars af því hversu hratt var drukkið úr bollanum, hversu mikið var eftir í honum þegar honum var hvolft og hversu heitur bollinn sjálfur er þegar honum er hvolft. Leggja má bollann á láréttan flöt eða undir halla, allt eftir því sem hentugt er hverju sinni. Mikilvægt er þó að það lofti undir bollann þegar kaffið þornar. Hægt er að notast við skúffuna í spábollaskríninu í þessum tilgangi. 20

brochure-fc-115x85 20

6.9.2004, 19:02:27


athöfnin – spáin lesin Ekki er talið ráðlegt að fólk lesi úr sínum eigin bolla. Sá sem les í bollann þarf að vera opinn fyrir öllum hugmyndum sem kunna að skjóta upp í hugann þegar bollinn er skoðaður. Á þann hátt móttekur túlkandinn skilaboð frá innsæi sínu um leið og hann skoðar táknin sem myndast hafa. Þegar spáin er lesin, þarf einbeitingu og rétt hugarástand. Sá sem les og túlkar spána má ekki láta daglegt amstur trufla sig, hann þarf að beina huganum alfarið að spánni. En hann má hins vegar reyna að virkja ímyndunarafl sitt til hins ýtrasta. Það þarf engin námskeið eða sérþekkingu til. Mikilvægt er þó að hafa undirbúið sig með því að fara í gegnum helstu tákn og merkingu þeirra og mikilvægt er að þekkja til mismunandi svæða bollans. Það þarf á einbeitingu og hugarorku að halda til þess að komast í rétt hugarástand. Til að byrja með gætir ef til vill stirðleika og spáin gæti orðið höktandi og spámaður getur fundið til óöryggis. Þetta breytist þó 21

brochure-fc-115x85 21

6.9.2004, 19:02:28


yfirleitt fljótt því í þessum efnum gildir eins og víðast að æfingin skapar meistarann. Sá sem spáir tekur þurran bollann sér í hönd. Hann lætur hankann snúa að sér og hefst því næst handa við að túlka spána. Mikilvægt er að horft sé á heildarmynd bollans. Horfa þarf almennt til þess hversu bjart er yfir bollanum og hversu jafnt táknin eru dreifð um bollann. Bjartur bolli vísar almennt til lífsgleði og ánægju, aftur á móti getur dökkur bolli vísað til vissra erfiðleika. Ef táknin eru mörg, táknar það yfirleitt viðburðarríkt líf. Oft er talað um að fáar myndir í bolla vísi til reglusemi og mikils aga viðkomandi. Þegar þessu almenna yfirliti er lokið er byrjað að rýna í einstök tákn. Mikilvægt er að þekkja til mismunandi svæða bollans. Í þessu sambandi skal minnst á tvær megin aðferðir. Annars vegar svokallaða lóðrétta aðferð og hins vegar svokallaða lárétta aðferð. Í lóðréttu aðferðinni er bollanum 22

brochure-fc-115x85 22

6.9.2004, 19:02:28


skipt upp í þrjú hringlaga svæði – A er efst við barm, B fyrir neðan það að botni og svo C botninn sjálfan. Talað er um lóðrétta aðferð vegna lóðréttrar tímaröðunar við spána. Í láréttu aðferðinni er bollanum skipt upp í fjóra hluta eða sneiðar auk botnsins C. Sneið D er gegnt hankanum, sneið E er næst hankanum og sneiðar F eru þar á milli. Talað er um lárétta aðferð vegna láréttrar tímaröðunar við spána. Lóðrétta leiðin er sú leið sem meira er notuð. Samkvæmt báðum aðferðum er svæðið næst hankanum persónulegt svæði þiggjanda spárinnar – svæðið er varðar hans persónulegu hagi eða snerta hans heimahaga.

23

brochure-fc-115x85 23

6.9.2004, 19:02:28


Lárétt aðferð: Tákn næst hanka bollans vísa til atriða eða athafna sem tengjast heimili viðkomandi eða persónulegum högum. Svæðið næst hankanum er talið mikilvægt (E). Oft er í þessu sambandi talað um sterkt svæði eða svæði sem fylgir sterk ímynd fyrir þann sem spáð er fyrir. Að margra mati er þetta einnig svæði ástarinnar og náinna tengsla. Tákn sem vísa frá hankanum vísa til þess að eitthvað fjarlægist heimilið eða einstaklinginn annars er um nálgun að ræða. Að margra mati vísa tákn sem eru hægra megin við hankann, frá þeim sem les spána, til ókominna viðburða (F) en þau sem eru vinstra megin, svæði (C) er ólánssvæði bollans, til liðinna viðburða.

24

brochure-fc-115x85 24

6.9.2004, 19:02:28


FRAMTÍÐ

FORTÍÐ

25

brochure-fc-115x85 25

6.9.2004, 19:02:29


Lóðrétt aðferð: Samkvæmt þessari aðferð er meira horft til staðsetningu tákna upp eftir hliðum bollans. Þá er talað um að tákn næst barmi bollans (A) tákni atburði líðandi stundar og það sem gerast mun í náinni framtíð. Aftur á móti vísar það sem sést neðar í hliðum bollans (B) og næst botni,til þess liðna. Botn bollans (C) er að flestra mati talinn vera vandræða eða ólánssvæði bollans. Forðast ber að túlka spá útfrá einstaka táknum, heldur ber að skoða heildarmyndina fyrir hvert svæði fyrir sig. Heildarmyndin skiptir öllu máli í sambandi við túlkunina. Þetta á við um báðar aðferðirnar.

26

brochure-fc-115x85 26

6.9.2004, 19:02:31


27

brochure-fc-115x85 27

6.9.2004, 19:02:31


tákn – myndir, tölur og bókstafir Að finna og túlka táknin er í fyrstu erfitt fyrir marga. Táknin geta verið af þekktum hlutum eða dýrum en þau geta einnig verið tölur og bókstafir. Það má jafnvel líkja þessu við að finna ýmsar fígúrur eða myndir í málverki, skýjum á himni eða hraundröngum í íslenskri náttúru. Það sjá ekki allir það sama og sumir sjá meira en aðrir. Sem dæmi má nefna tákn eins og flugvél, fugl eða jafnvel sverð. Þetta þrennt getur litið nokkuð svipað út í bolla. Einn sér flugvél, annar sverð og sá þriðji fugl. Þessi tákn hafa gjörólíkar merkingar. Flugvél táknar ferðalag, jafnvel með talsverða áhættu, fugl aftur á móti góðar fréttir og sverðið vonbrigði eða jafnvel deilur. Leyfið huganum að reika og beitið ykkar eigin ímyndunarafli. Með tímanum lærist þetta og reynslan hjálpar til við að skerpa athyglisgáfuna. 28

brochure-fc-115x85 28

6.9.2004, 19:02:32


29

brochure-fc-115x85 29

6.9.2004, 19:02:32


Tölur vísa oft til tímans. Ef tölurnar eru í efsta hluta bollans, gæti það vísað til einhvers sem gerist eftir svo og svo langan tíma miðað við lóðréttu aðferðina. Ef talan er hins vegar í neðri hluta bollans eða á botni, vísar það almennt til þess liðna, þ.e.a.s. fyrir svo og svo mörgum mánuðum eða dögum svo dæmi séu tekin. Stórar tölur vísa til lengri tíma en litlar tölur til skemmri tíma. Almennt er spá í bolla talin vera skammtíma spá, þ.e.a.s. ekki er horft til margra ára aftur eða fram í tímann. Stórt tákn af tölunni 5 eins og sést á myndinni vísar til einhvers sem gerist á næstunni, jafnvel innan skamms ef mið er tekið af svæðinu þar sem táknið birtist. Bókstafir tákna yfirleitt fólk og þá þannig að bókstafurinn vísar til fyrsta stafs í nafni viðkomandi. Bókstafur í efri hluta bollans vísar þá til manneskju sem mun koma inn í líf þitt en fyrir miðjum barmi bollans er um að ræða persónu sem þú hugsar mikið um. Ef bókstafurinn er á botni vísar það til 30

brochure-fc-115x85 30

6.9.2004, 19:02:34


manneskju sem þú hefur þekkt lengi. Tölustafurinn 5 hér á myndinni, getur alveg eins verið bókstafurinn S sem gæti vísað til fyrsta stafs í fornafni verðandi kærasta. Ef til dæmis sæist í efsta hluta bollans, flugvél, bókstafurinn L og tölustafurinn 5, mætti álykta sem svo að viðkomandi færi í ferðalag eftir 5 daga, vikur eða mánuði og myndi hitta á ferðalaginu, eða á áfangastað, kærasta með fyrsta bókstaf L í nafninu. 31

brochure-fc-115x85 31

6.9.2004, 19:02:34


algeng tákn – stutt merking þeirra Hér á eftir verða nokkur algeng tákn útskýrð. Skýringa þeirra var aflað með viðtölum við þrjár íslenskar spákonur. Spákonur notast við sína eigin bolla. Það skal tekið fram að ekki var í öllum tilfellum sama merking á bakvið sömu tákn hjá þessum spákonum. Þá er kosið að leggja fram eina eða í mesta lagi tvær ólíkar merkingar.

32

brochure-fc-115x85 32

6.9.2004, 19:02:35


33

brochure-fc-115x85 33

6.9.2004, 19:02:37


A… Akkeri: Óljóst akkeri vísar til vonbrigða en sé táknið skýrt er um góða og jákvæða merkingu að ræða. Auga: Aðdráttarafl og persónutöfrar sem þú getur nýtt þér í hag. Getur einnig þýtt að þú þurfir að vera árvökull og fara varlega í fjármálum. Álfar: Óvænt velgengni bíður þín. Api: Gættu þín, einhver reynir að svindla á þér svo skoðaðu vel áður

en þú kaupir eitthvað eða skuldbindur þig. Askja: Ef um lokaða öskju er að ræða getur það vísað til þess að þú finnir það sem þú tapaðir. Ef askjan er opin, þýðir það að ástarsorgir séu úr sögunni. Ár: Ár sem notuð er í árabát vísar til þess að þér muni verða hjálpað yfir erfiðleika, þó aðeins upp að vissu marki.

34

brochure-fc-115x85 34

6.9.2004, 19:02:40


B… Ávextir: Ávextir vísa oftast til velgengni.

Baðker: Vísar almennt á mikil vonbrigði. Baunir: Tákna fátækt. Bátur: Ferðalag og öruggur samastaður, jafnvel ástarævintýri.

Álfur.

Belti: Óhóf, sérstaklega í mataræði og neyslu. Ef táknið er í botninum þá fer of mikil orka í áhyggjur af mat eða þú borðar of mikið. Um miðjan bolla: Þú leggur of mikið á 35

brochure-fc-115x85 35

6.9.2004, 19:02:40


B… líkamann, farðu þér hægar. Á barminum: Passaðu þig, þú leggur of mikið á líkama þinn. Bikar: Þér verður launað fyrir eitthvað verk eða fyrir aðstoð við annan einstakling. Einnig getur táknið vísað til dulrænna hæfileika viðkomandi. Bíll: Kann að vísa til heppni ef línurnar eru skýrar en til vandræða séu útlínur táknsins óskýrar.

Bjöllur: Gifting er hugsanlega framundan. Ef bjöllurnar eru fleiri en ein eða virðast vera á hreyfingu, vísar það til mjög góðra frétta. Blóm: Vísa oftast til þess að ósk rætist eða til mikillar hamingju. Blómavasi: Eitthvað óvænt eða leyndardómsfullt gerist. Bogi: Mikið hneyksli er í uppsiglingu eða slúður er í gangi.

36

brochure-fc-115x85 36

6.9.2004, 19:02:45


B… Bolli: Þakkaðu fyrir það sem þú hefur og átt.

Bækur: Tími til að tileinka sér eitthvað nýtt – hlustaðu meira á aðra.

Bolti: Mikil breyting er framundan í lífi þínu, líklega einstakt tækifæri. Borð: Umræður fara fram, oft um fjármál eða viðskipti. Brauð: Farðu vel með og hugsaðu um sjálfan þig og þína nánustu. Baðker.

Brú: Miklar ákvarðanir verða teknar. 37

brochure-fc-115x85 37

6.9.2004, 19:02:45


D…

E…

Depill: Styrkir merkingu tákna sem eru í nánd. Margir deplar vísa til peninga.

Egg: Heil egg merkja peningagróða en brotin egg glatað fé eða ógreiddar skuldir. Ef eggin eru sprungin þarf að fara varlega með peningana og spara.

Diskur: Þú særir aðra. Dropi: Heppnin gæti verið með þér. Dúfa: Heppni, mikilvæg tíðindi eða öflug viðskipti.

Engill: Góðar fréttir á leiðinni. Einhver lítur eftir þér og verndar þig frá illu og þú finnur til öryggis. Eldfjall: Fjölskylduvandamál sem hafa ekki verið leyst, eru nú að komast á lokastig og þetta eru mál

38

brochure-fc-115x85 38

6.9.2004, 19:02:48


E… sem þú hefur lítið vald yfir. Óheft reiði mun brjótast út. Botn: óleystar fjölskyldudeilur blossa aftur upp. Miðbik: Þú munt dragast inn í fjölskyldudeilur. Barmur: Deilurnar eru mjög nálægt þér og upp úr getur soðið hvenær sem er. Getur einnig táknað ástríður.

Epli: Löngun í meiri þekkingu. Hrúga af eplum segir fyrir um atburð sem krefst rannsóknar og lærdóms en er um leið tengdur fjármálalegum ávinningi. Virk sköpunargáfa og velgengni.

Elding: Mikið hugmyndaflug. Eldfjall.

Eldur: Ástríða, jafnvel skyndikynni. 39

brochure-fc-115x85 39

6.9.2004, 19:02:48


F… Fáni: Hætta framundan. Fiskur: Viska og fræðsla og nýjar hugmyndir koma inn í líf þitt. Þú verður síðan í aðstöðu til að kenna öðrum það sem þú hefur lært. Fiðla: Eigingirni, jafnvel áhrifagirni eða óskynsamleg ástríða. Fiðrildi: Mikil hamingja, oft í kringum daður.

Fjallstindar: Óljósar útlínur merkja loftkenndar langanir og væntingar um frama. Ef útlínur tindanna eru skarpar og lausar við ský, þá munu tilraunir þínar takast. Strik og krossar nálægt þýða hættur og hindranir sem þarf að sigrast á. Flaska: Ein flaska vísar til vellíðunar en margar flöskur aftur á móti til veikinda.

40

brochure-fc-115x85 40

6.9.2004, 19:02:50


F…

G…

Flugvél: Skyndilegt ferðalag, jafnvel með áhættu.

Gaffall: Tákn um erjur, jafnvel ótrúan vin.

Foss: Velgengni.

Girðing: Hættur framundan og hindranir í kringum þig.

Fugl: Góðar fréttir. Fætur: Mikilvæg ákvörðun.

Gítar: Þú hefur tónlistarhæfileika og ef gítarinn er í botinum þá eru tónlistargáfurnar meðfæddar. Á barmi: Tónlist hefur mikil áhrif á þig og líf þitt.

Fugl.

Gleraugu: Þú sérð ekki aðstæður 41

brochure-fc-115x85 41

6.9.2004, 19:02:50


G…

H…

þínar í réttu ljósi, þú þarft að veita kringumstæðum athygli og líta raunsærri augum á það sem þú veltir fyrir þér.

leysast hratt og án vandræða.

Gormur: Það greiðist úr flækju og þú getur nú skilið vandamál sem flæktist fyrir þér og þú þarft að ákveða hvernig þú nýtir þessa vitneskju.

Handjárn: Erfiðleikar framundan.

Hamar: Tillitsleysi eða vinna sem þér er ekki að skapi.

Hanski: Áskorun. Hjarta: Ást, hjónaband eða traustur vinur.

Grýlukerti: Hafðu engar áhyggjur af yfirstandandi vandamálum, þau 42

brochure-fc-115x85 42

6.9.2004, 19:02:52


H… Hjól: Heilt hjól vísar til heppni annars vonbrigði.

Húfa: Mikil vandræði framundan. Hús: Öryggi.

Hnútur: Þú hefur of miklar áhyggjur af smámunum og hættir til að velta þér upp úr atburðum sem ekki skipta máli, reyndu að venja þig af slíku. Hringur: Hjónaband ef hringurinn er heill en ef hann er brotinn er annað hvort skilnaður framundan eða brestir eru komnir í hjónabandið.

Hönd: Gæfa ef lófinn snýr að þér annars ógæfa.

Hjarta.

43

brochure-fc-115x85 43

6.9.2004, 19:02:52


K… Karfa: Eitthvað er í vegi, truflar þig. Kerti: Mikill innri kraftur og starfsorka. Kóróna: Þú munt erfa eitthvað. Kross: Hvar sem hann er staðsettur í bollanum, stendur krossinn fyrir þjáningar. Þú getur þurft að afsala þér einhverju sem þér er kært eða mótlæti orðið á vegi þínum. Þolgæði og dyggð munu hjálpa þér

að komast fram úr erfiðleikum og finna hamingju. Tveir krossar saman benda til mikillar sorgar eða alvarlegra veikinda. Krukkur: Þú færð góðan stuðning við hin ólíklegustu verkefni. Miðbik bollans: Þú ert að vinna að stóru verkefni með öðrum. Á barmi bollans: Þú ættir að stefna að langtíma verkefni og það mun ganga upp.

44

brochure-fc-115x85 44

6.9.2004, 19:02:54


K…

L…

Kýr: Þú munt rifja upp gömul kynni, jafnvel hitta gamlan elskhuga.

Lampi: Nálægt hanka vísar lampi til peninga en fjær hankanum og nálægt barmi til veislu eða gleði. Neðarlega á barmi táknar lampi persónulegt tap og í botni er lampi tákn um að heimboð frestist. Tveir lampar vísa til tveggja giftinga.

Köttur: Þú lúrir á leyndarmáli.

Kross.

Laufblað: Merkir góða heilsu og hreysti ef laufið er heilt. Í botni: Heilsa þín í fortíðinni, þú fórst snemma að gæta að henni eða ert enn að bæta hana. 45

brochure-fc-115x85 45

6.9.2004, 19:02:54


L… Miðbik: Þú ert að komast yfir veikindi eða hefur lagt mjög hart að þér og ert þreyttur. Á barmi: Fyllstu betur með heilsu þinni. Getur einnig merkt að þú þurfir á hvíld að halda. Línur: Beinar og skýrar línur vísa til framfara og ferðalaga. Ef lína er bylgjótt vísar hún til öryggisleysis. Ef línur eru slitróttar vísar það til þess að eitthvað fari úr skorðum, t.d. að viðskipti misheppnist.

Ljón: Mikið trygglyndi og gott skap. Lykill: Velgengni og frami. Fylgdu löngunum þínum, sérstaklega hvað varðar menntun. Það mun allt ganga vel en þú verður að taka ákvarðanir fljótlega og fylgja þeim eftir. Þau skref sem þú tekur munu hafa mikil áhrif á líf þitt. Ef lykill er nálægt hankanum merkir það hamingju heima fyrir. Tveir lyklar merkja hins vegar hættu á innbroti.

46

brochure-fc-115x85 46

6.9.2004, 19:02:55


L…

M… Mýs: Merkir vandræði eða tap af völdum vinar eða viðskiptafélaga. Mynt: Þér mun áskotnast fé og fer upphæðin eftir fjölda myntanna. Botn: Féð sem berst tilheyrði þér eða fjölskyldu þinni áður. Miðbik: Þú hefur gert góð kaup á einhverju nýlega og velgengni er framundan. Barmur: Allt mun ganga þér í hag.

Lína.

47

brochure-fc-115x85 47

6.9.2004, 19:02:55


P, R…

S…

Pöddur: Viðvörun, gættu þín á áhrifum frá þeim sem þú umgengst.

Saumnál: Aðdáun. Sími: Vandræði vegna gleymsku.

Regnbogi: Hamingja og gott gengi. Skeifa: Heppni. Rotta: Svik. Rúm: Gættu þín á eigin fljótfærni, hugsaðu áður en þú framkvæmir og mun þér þá betur farnast ef þú tekur þér tíma til að ígrunda gerðir þínar. Skeifa.

48

brochure-fc-115x85 48

6.9.2004, 19:02:57


S… Skip: Ferð til fjár. Skófla: Erfiði skilar sér til baka sem velgengni. Skæri: Deilur heima fyrir. Sól: Hamingja.

viðskiptasamninga eða skuldbindingar næstu daga, athugaðu hvort upphafsstafir birtast nálægt, ekki er gott að treysta þeim sem þeir tilheyra. Gættu þín á tilboði sem virðist of gott til að vera satt.

Sópur: Smávægilegar áhyggjur sem ekki er vert að hafa áhyggjur af.

Stigi: Stöðuhækkun er framundan og hún byggist á þínum verðleikum og þeirri vinnu sem þú hefur þegar lagt fram.

Stafur: Viðvörun, varast þú að gera

Stjarna: Táknar velgengni, vonir og 49

brochure-fc-115x85 49

6.9.2004, 19:02:57


S… drauma sem rætast. Sé hún á botni, þá þýðir það að óskir sem þú hefur átt lengi séu að rætast. Um miðbik að þú ættir að óska þér einhvers og að það muni rætast. Barmur: Ósk þín mun fljótlega ganga eftir. Stólpar: Merkja fólk og séu þeir margir saman þá er mannfagnaður framundan. Straujárn: Of mikil vinna og of mörg skylduverk, þú þarfnast hvíldar

og frítíma. Standi straujárnið upp á endann hefurðu góða sýn á hvernig þú getur náð árangri en ef það hefur strauflötinn niður merkir það of mikla vinnu og ónóga peninga. Botn: Þú hefur alltaf unnið mikið og unnið fyrir því sem þú átt í dag. Miðbik: Þú munt losna bráðlega úr núverandi ástandi sem þú hélst að þú værir föst í. Barmur: Velgengni er framundan. Sverð: Vonbrigði eða deilur.

50

brochure-fc-115x85 50

6.9.2004, 19:02:58


T… Taflmenn: Erfiðleikar framundan. Teningur: Breytingar framundan, geta ýmist verið góðar eða slæmar. Vertu viðbúinn. Tjald: Ferðalag framundan. Tré: Trjáþyrping boðar auðæfi og velgengni og aukinn frama. Eitt tré í botni bollans merkir að þú sért kraftmikil persóna. Ef það er um miðjan bollann þýðir það að þú

veitir öðrum af styrk þínum. Barmur: Þú ert manneskja sem þekkir sinn eigin kraft og stöðu. Tungl: Fullt tungl vísar til ástarævintýra, nýtt tungl til nýrra hugmynda, minnkandi tungl þýðir að heppni bregðist og ef tungl veður í skýjum vísar það á þunglyndi. Tungl með deplum allt í kring getur þýtt giftingu til fjár.

51

brochure-fc-115x85 51

6.9.2004, 19:02:58


T…

U, Ú…

Tölustafur: Táknar tíma, ekki þó meira en mánuði og ekki minna en klukkustund.

Ungbarn: Fréttir af barni í vændum nálægt þér, ef í botni bollans, þá eru það fréttir af barni úr fortíðinni.

Tölva: Einlægur tækniáhugi og forvitni um framtíðina. Velgengnis- og gróðamerki fyrir þá sem vinna sjálfstætt eða störf tæknilegs eðlis.

Umslag: Góð tíðindi. Úr: Þú hressist eftir veikindi. Ekki hika við að taka erfiðar ákvarðanir.

Tölustafur/bókstafur.

52

brochure-fc-115x85 52

6.9.2004, 19:02:58


V…

V, Þ, Ö…

Vegur: Ferðalag framundan, eðli þess ræðst af þeim táknum sem eru nálægt. Botn: þig hefur dreymt um ferðalög og nú er komin tími til að draumarnir rætist. Miðbik: Þú hefur ríka löngun til ferðalaga. Barmur: Þú ert tilbúin til að fara á vit ævintýra og fyrir mikla breytingu í lífi þínu.

Viti: Þú hefur mikla hæfileika til að hjálpa og leiða aðra.

Varir: Ást og rómantík. Ef er á barmi bollans þarf að gæta þess að ljóstra ekki upp leyndarmálum um ástarlífið.

Þríhyrningur: Óvæntir atburðir. Jákvæðir ef oddur vísar upp annars fer eitthvað úr skorðum. Ör: Ef örin vísar upp er svarið já, ef hún er út á hlið er það kannski, en nei ef hún vísar niður. Öxi: Þú munt yfirstíga erfiðleika. 53

brochure-fc-115x85 53

6.9.2004, 19:02:59


dæmi – tákn í bolla túlkuð Dæmi 1: Bolli sem sýnir mikið af fólki og viðburðarríklíf. Í bollanum á síðunni er nokkuð mikið af táknum og er þrátt fyrir það nokkuð bjart yfir bollanum. Þetta getur vísað til viðburðaríks lífs, lífsgleði og ánægju. Í bollanum má sjá mikið af stólpum sem tákna persónur. Næst hankanum eru þær nokkuð margar sem vísar hugsanlega til ástarsambands. Hinar persónurnar fjær hankanum vísa til mannfagnaðar í framtíðinni. Botn bollans er þakinn örlitlum doppum. Þetta vísar til peninga. Eitt grýlukerti má sjá í bollanum sem vísar til vandræða í framtíðinni sem ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af. 54

brochure-fc-115x85 54

6.9.2004, 19:02:59


Dæmi 2: Bolli með beinar og bylgjulaga línur – framfarir en öryggisleysi. Í bollunum á síðunni má sjá nokkuð skýrar línur. Almennt vísa beinar og skýrar línur til framfara eða ferðalaga. Á efri myndinni sést í persónu (stólpi), sem eflaust mun koma við sögu í þessu ferðalagi. Í neðri bollanum er aftur á móti hægt að sjá mjög skýra línu sem liggur í bylgjum upp eftir bollanum. Þetta vísar til öryggisleysis eða vonbrigða. Húfan vísar til vandræða framundan. 55

brochure-fc-115x85 55

6.9.2004, 19:03:01


heimildir The Complete Book of Predictions Á íslensku. Spil og spádómar/samantekt DIAGRAM-hópurinn; íslensk þýðing Óskar Ingimarsson. Reykjavík: Setberg, 1990. Sophia. Forlögin í kaffibollanum: spáð í kaffikorg/Sophia; Gissur Ó. Erlingsson og Guðrún Fríða Júlíusdóttir þýddu. Reykjavík: Skjaldborg, 2001. Árni Sigfússon. Uppeldi til árangurs. Reykjavík: Almenna bókfélagið, 1993. Gramercy Books. Complete Book of Fortune Telling. New York: Random House Value Publishing, 1998. 56

brochure-fc-115x85 56

6.9.2004, 19:03:04


© Hafsteinn Helgason Grafísk hönnun og umbrót: Arite Fricke Prentun: Formprent Reykjavík 2004

57

brochure-fc-115x85 57

6.9.2004, 19:03:04


brochure-fc-115x85 58

6.9.2004, 19:05:17

Profile for Arite Fricke

Spábolli  

Spábolli  

Advertisement