Page 1

Ragnar Axelsson


Sýning á verkum Ragnars Axelssonar Í Arion banka, Borgartúni 19 5. október 2013 – 15. janúar 2014

Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2013 110 x 167 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Ittoqqortoormiit, A-Grænland. Ittoqqortoormiit, East Greenland.

Fjallaland Behind the Mountains 2007 110 x 167,5 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2013 110 x 166 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Ittoqqortoormiit, A-Grænland. Ittoqqortoormiit, East Greenland.


Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2010 110 x 139,6 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Qaanaaq, N-Grænland. Qaanaaq, North Greenland.

Fjallaland Behind the Mountains 2005 110 x 167,8 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Fjallaland Behind the Mountains 2011 90 x 178 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.


Fjallaland Behind the Mountains 1989 58,2 x 90 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Fjallaland Behind the Mountains 2010 70 x 90 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Fjallaland Behind the Mountains 2007 90 x 115,4 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2013 90 x 135,4 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Ittoqqortoormiit, A-Grænland. Ittoqqortoormiit, East Greenland.


Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2013 59,8 x 90 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Ittoqqortoormiit, A-Grænland. Ittoqqortoormiit, East Greenland.

Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2013 59,8 x 90 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Ittoqqortoormiit, A-Grænland. Ittoqqortoormiit, East Greenland.

Fjallaland Behind the Mountains 2006 59,8 x 90 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Landmannaafréttur. South Central Highlands.

Veiðimenn norðursins Last Days of the Arctic 2010 90 x 115,4 Blekprent á pappír. Baryta giclée archival print. Qaanaaq, N-Grænland. Qaanaaq, North Greenland.


Sem barn fór Ragnar Axelsson hvert sumar í sveit á Kvískerjum í Öræfum. Öræfi voru á þeim tíma ein afskekktasta sveit Íslands. Hún var ekki tengd vegakerfi landsins og kunnasti ferðamannastaður sveitarinnar, Jökulsárlón, var ókunnur öðrum en fáeinum ferðagörpum. Eina leiðin til að komast auðveldlega úr höfuðborginni til Kvískerja var með flugvél. Einangrunin breytti því ekki að á Kvískerjum stunduðu ábúendur vísindastörf: mældu skrið jökla, fönguðu sjaldgæf fiðrildi og skrásettu komur fugla. Í næsta nágrenni var jökulhvelfing Vatnajökuls og ofan við bæinn hæsta fjall landsins, eldkeilan Öræfajökull; fyrir augum víðáttur Atlantshafsins. Þarna hóf Ragnar að taka ljósmyndir og þarna mótaðist sýn hans á sérkenni norðursins. Bændurnir á Kvískerjum rannsökuðu jöklana í túnfætinum en höfðu einnig farið í kynnisferðir til að sjá jökla Grænlands. Frásagnir þeirra af víðáttum íssins og menningu inúítanna kveiktu með Ragnari óslökkvandi þrá eftir að fá sjálfur að heimsækja ísveröldina einn daginn, þrá sem var vandlega nærð með lestri ferðabóka Knuds Rasmussen og Peters Freuchen um ævintýraveröldina í norðri. Það átti eftir honum að liggja að uppfylla sína drauma. Flugferðirnar austur til Kvískerja og flug fuglanna í giljunum ofan við Kvísker hvöttu hann til að læra flug. Veröld fólksins í Öræfum og einstök náttúran hvöttu hann til að taka myndir. Átján ára gamall var hann fastráðinn fréttaljósmyndari á Morgunblaðinu og orðinn flugmaður. Á næstu árum áttaði hann sig smám saman á að veröldin sem hann þekkti sem barn, veröld afskekktu sveitarinnar, var líka veröld nágrannanna á Grænlandi og í Færeyjum, og að líkt og í Öræfasveit breyttist hún hratt. Ragnar hóf skipulega að vinna að einu af stóru heimildaverkefnum ljósmyndasögunnar: Að mynda líf fólksins í norðrinu. Að halda til haga menningu sem tíminn myndi eyða hraðar en nokkurn óraði fyrir. Frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar hefur Ragnar ferðast um allt Grænland – sagt er að hann hafi heimsótt öll þorp og bæi landsins – farið um sjálfstjórnarsvæði inúíta í Kanada, tyllt niður fæti í Síberíu, komið til allra átján eyja Færeyja og gjörkannað Ísland. Þar hefur Landmannaafréttur verið fastur viðkomustaður ár hvert. Í þremur bókum sínum: Andlit norðursins (2004), Veiðimenn norðursins (2010) og Fjallaland (2013) hefur hann dregið saman myndfrásagnir af ólíkum heimum norðurslóða og miðlað þeim á sýningum og í prentmiðlum um heim allan. Myndir hans hafa birst í obbanum af helstu tímaritum og dagblöðum heims: LIFE, Newsweek, Time, GEO, Stern, Wanderlust, Polka, New York Times, Daily Mail, Le Figaro, El País ... Sýningar á myndum hans eru stöðugt uppi einhvers staðar á jarðarkringlunni, hvort það er í Shanghai, Bergen, Mílanó, Lundúnum, Saarbrücken, Gautaborg eða Seoul. Nú eru þær í Reykjavík.


As a child Ragnar Axelsson would spend every summer on the farm of Kvísker in the district of Öræfi in south-east Iceland. At that time Öræfi was one of the most isolated districts in Iceland. It was not connected to the national road network, and the district’s most famous tourist destination, the glacial lagoon Jökulsárlón, was known only to a few intrepid travellers. The only easy way to reach Kvísker from the capital was by aeroplane. Yet the isolation did not prevent the farmers at Kvísker from pursuing scientific endeavours: they measured the advance of glaciers, and recorded the occurrence of rare birds and butterflies. In the immediate vicinity was the glacial dome of Vatnajökull and towering over the farm was Iceland’s highest mountain, the volcano Öræfajökull; to the south lay the vast expanses of the Atlantic Ocean. It was here that Ragnar began to take photographs and here that his vision of the unique character of the north was shaped. The farmers at Kvísker not only studied the glaciers in their back yards but had also visited Greenland to see the glaciers there. Their tales of the vast expanses of the ice and Inuit culture fired an unquenchable desire in Ragnar to visit this ice world for himself, a desire which was fuelled by reading the travel books of Knud Rasmussen and Peter Freuchen, set in the magical far north. He was destined to fulfil his dreams. The flights east to Kvísker and his observations of the birds flying through the ravines above Kvísker inspired him to learn how to fly. The world of the people of Öræfi and the stunning natural surroundings inspired him to take photographs. At the age of 18 he was employed as a news photographer at Morgunblaðið and had become a pilot. Over the next few years he gradually began to realise that the world he knew as a child, the world of the remote districts in eastern Iceland, was also a world shared by the neighbouring countries of Greenland and the Faroe Islands, and like Öræfi, these worlds were undergoing rapid change. Ragnar embarked on one of the great documentary projects in photographic history: to photograph the life of people in the north; to document a culture that time would erase quicker than anyone could have expected. Since the mid 1980s, Ragnar has travelled throughout Greenland – it is said that he has visited every town and village in the country - has journeyed through the autonomous region of the Inuit in Canada, visited Siberia, travelled to all 18 islands in the Faroes, and explored every corner of Iceland. In his three books: Faces of the North (2004), The Last Days of the Arctic (2010) and Behind the Mountains (2013) he has produced a photographic narrative of the different worlds of the north which has now been seen in exhibitions and in print throughout the world. His photographs have appeared in many of the world’s leading magazines and newspapers, including LIFE, Newsweek, Time, GEO, Stern, Wanderlust, Polka, New York Times, Daily Mail, Le Figaro, El País, to name a few. There is always somewhere in the world holding one of his exhibitions, whether it be in Shanghai, Bergen, Milan, London, Saarbrücken, Gothenburg or Seoul. Now it’s Reykjavík’s turn.


Art-10298

Kristinn E. Hrafnsson Norður #2 2011 Þvermál 462 sm Áttir koma fram með skýrustum hætti í þeim verkum þar sem Kristinn fæst beint við áttir og fylgifiska þeirra,áttavitann og sjóndeildarhringinn. NORÐUR er járnhringur sem liggur á jörðinni og er skipt upp í tólf jafna hluta eins og áttavita eða klukkuskífu, nema að til allra átta sýnir skífan NORÐUR ef staðið er í miðjum hringnum. Þetta þýðir ekki að við vitum ekki hvar norður er, það fer bara eftir samhengi skoðandans. Það er til dæmis merkingarlaust að segja geimskipi að stefna í norður. Norðrið getur verið í tiltekna átt, eftir því hvar maður er staddur á jörðinni , en í öðru samhengi getur norðrið verið allsstaðar eða hvergi. Við komum að norðan eða leitum norðursins , erum á norðurslóðum. Textabrot úr bók um Kristin E. Hrafnsson (Crymogea 2009)

Ljósmynd; Guðmundur Ingólfsson / Ímynd

RAX - Ragnar Axelsson  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you