Ársskýrsla 2013

Page 79

DÓTTURFÉLÖG

Ávöxtun hlutabréfasjóða, jafnt innlendra sem erlendra, var góð á árinu. Innflæði nýs fjármagns var einnig töluvert í hlutabréfasjóðina og leiddi það, ásamt ávöxtun, til þess að hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis stækkuðu um rúm 50% yfir árið. Innlendu hlutabréfasjóðirnir Stefnir ÍS-15 og Stefnir ÍS-5 rúmlega tvöfölduðust að stærð á árinu. Erlendir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis eru metnir af viðurkenndum erlendum matsfyrirtækjum, Morningstar og Lipper. Sjóðirnir hafa jafnan komið mjög vel út úr matsferli þessara fyrirtækja. Um áramótin voru allir fjórir sjóðir Stefnis með þrjár eða fjórar stjörnur hjá Morningstar og einn sjóðanna með hæstu einkunn hjá Lipper. Góð ávöxtun sjóðanna leiddi til þess að innlendir fjárfestar lögðu sjóðunum til nýtt fjármagn á árinu. Vegna gjaldeyrishafta hafa innlendu fjárfestarnir fyrst þurft að innleysa þessa fjármuni úr öðrum erlendum sjóðum eða erlendum eignum. Hlutdeild erlendra sjóða í stýringu Stefnis meðal erlendra eigna lífeyrissjóða heldur því áfram að vaxa. Uppbygging hélt áfram á sviði innlendrar framtaksfjármögnunar Í janúar 2013 var tilkynnt formlega um stofnun nýs framtaksfjárfestingarsjóðs SÍA II. Sjóðurinn er sjö og hálfur milljarður að stærð og því meira en tvöfalt stærri en fyrirrennarinn. Sjóðurinn er framhaldssjóður SÍA I, sem stofnaður var árið 2010 og er nú fullfjárfestur. Undir lok árs 2013 var gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn en kaupin voru leidd af framtakssjóðnum. Áhugi fjárfesta beindist einnig að fjármögnun traustra fasteigna. Skuldabréfateymi Stefnis stofnaði nokkra fagfjárfestasjóði sem gáfu út eignatryggð skuldabréf til fjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Framkvæmdin er sú að fagfjárfestasjóðurinn lánar fasteignafélögum fjármuni með veði í húsnæði sem fjármagnað er, auk annarra trygginga sem tryggja stöðu lánveitanda. Samhliða þessu gefa sjóðirnir út skuldabréf sem seld eru til fagfjárfesta. Fagfjárfestasjóðirnir hafa í framhaldi ákveðinn tímaramma til að ganga frá skráningu skuldabréfanna í Kauphöll Íslands. Á fyrri árshelmingi 2013 voru skuldabréf fagfjárfestasjóðanna REG1 og REG2 tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Í ágústmánuði 2013 var svo tilkynnt um töku skuldabréfa fagfjárfestasjóðsins KLS til viðskipta. Unnið er að skráningu skuldabréfa fagfjárfestasjóðsins BRIC ELN. Umfang blandaðra sjóða hjá félaginu jókst um tæp sjö prósent. Ávöxtun sjóðanna var mjög vel viðunandi og til að mynda var árleg nafnávöxtun Stefnis Samvals 21%. Stefnir Samval er elsti blandaði sjóður í rekstri hér á landi og nær saga hans til 1996. Sjóðurinn hefur því verið einstaklega góður valkostur fyrir almenning, sem vill ávaxta sparnað sinn á ólíkum eignamörkuðum en hefur hugsanlega ekki tíma eða sérþekkingu til að færa fjármuni á milli einstakra fjárfestingarkosta eða eignamarkaða. Að baki sjóðnum eru yfir 3.200 hlutdeildarskírteinishafar og sjóðurinn er því sá sjóður í stýringu Stefnis sem er í eigu flestra aðila. Í byrjun árs 2014 voru fjárfestingarsjóðirnir Stefnir Verðbréfaval 1 og Stefnir Verðbréfaval 2 sameinaðir inn í Samval undir nafni þess síðastnefnda. Eftir sameininguna varð sjóðurinn rúmlega fimm milljarðar króna að stærð og með tæplega 4.000 hlutdeildarskírteinishafa innanborðs. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft, smáan en vaxandi hlutabréfamarkað og litla útgáfu fyrirtækjaskuldabréfa hefur félaginu tekist að laga sig að breyttu umhverfi á síðustu misserum og vera í fararbroddi við þróun nýrra afurða sem mæta kröfum fjölbreytts hóps innlendra fjárfesta.

ÁRSSKÝRSLA ARION BANKA 2013

79


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.