Page 1


Efnisyfirlit 4 ........................................................................Leiðari 6 ..........................................Gagnvegir til góðra vina 10................................................................. Stóra vísó 12 .....................................................Í greni fenrisúlfa 14 .................................................Íþróttatímastatusar 16 ................................An island by any other name 18 ..............................................Dagur í lífi fjarnema 19 ................................................Dagur í lífi kennara 21 ........................................Smettisspjöll annarinnar 22 ...................................................Viðburðir í sumar 23 ................................................Which one are you? 24 ......................................Eir - félag hjúkrunanema 26 .....................Kumpáni - félag félagsvísindanema 28 ...............................Magister - félag kennaranema 30 ...........................Reki - félag viðskiptafræðinema 32 .....................Stafnbúi - félag auðlindafræðinema 34 ...................................Þemis - félag lögfræðinema 36 ......................Heimasíður sem þú þarft að skoða 38 ................................................Hvar liggja mörkin? 42 ...........Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri 46 ...............................Skatturinn eða skammturinn? 48 ...................................................Fólk á göngunum 50 ................................Að gera sér mat úr einhverju 54 .................................................Dansað á LÍNunni 55 ..................................................................Is it true? 56 .........................................Reykjavík þú vekur mig 58 ......................................:Þegar ég var kölluð borð

Skólablaðið Félagi 3.árgangur, 1.tölublað Útgefandi: Kumpáni, félag félagsvísindanema við Háskólann á Akureyri Ritstýra: Regína Björk Vignis Sigurðardóttir Ljósmyndari: Kolfinna María Níelsdóttir Auglýsingastjóri: Ari Brynjólfsson Forsíðuhönnun: Ívar Marrow Auglýsingahönnun: Gunnar Már Hauksson Prófarkalestur: Magnús Einarsson Ritstjórn: Aðalsteinn Hugi Gíslason Jóhann Skúli Björnsson Sara Lind Jónsdóttir Kristín Þóra Jóhannsdóttir Helgi Freyr Hafþórsson Erna Kristín Kristjánsdóttir Fréttaritari í Reykjavík: Sigríður Rut Marrow Arnþórsdóttir Fréttaritari í Evrópu: Stefán Erlingsson


Leiðari

Regína Björk Vignis Sigurðardóttir skrifar:

Eins heimspekileg og ég ætla ekki að vera skulum við ekkert vera að mikla hlutina fyrir ok-

kur og býð ég ykkur því hjartanlega mikið upp á fjórða blað Félaga. Sem nýliði í Háskólanum á Akureyri síðastliðið haust var ég stödd í samkvæmi þar sem einhverjum strákum tókst að plata mig í ritstjórn þessa blaðs sem er undirstaða alls.. eða svoleiðis. Í vor var ég svo vinsamlegast beðin um að hafa puttana svo mikið í blaðinu að ég yrði titluð ritstýra. Sú sem hefur eitthvað um allt að segja neitaði auðvitað ekkert svo mikið, þannig að í þessa stöðu er ég komin og ekkert að því. En guð minn góður hvað það er núll frítt að henda í eitt stykki sextíu blaðsíðna blað, svona mannskaps- og tímalega séð. EN með dúndrandi dugnaði dísætra háskólakrakka sem skelltu sér í sjálboðaliða- og Félagsstarf í þágu SFHA (Skemmtanaiðnaðs Félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri (já ég er að bulla)), varð þetta allt mögulegt. Svo ég tali nú ekki um uppsetningamanninn hann glaðAra sem er hér klárlega rjóminn í sósunni. Með fullu námi, einni og jafnvel tveimur vinnum með‘í, heilsusamlegu lífi, námsmannalífi, Pósthúslífi, tilhugalífi og allskonar lífi er sko ekkert grín að vera svín og henda í eins og eitt skólablað! Því eiga þeir sem komu að þessu blaði mikið hrós skilið. Það er nú bara einu sinni svoleiðis. Í þessu vorblaði Félaga er margt skemmtiefnið, frá myndarlegum bardagaköppum og mannfólki í borðslíki til köku-uppskriftar og úti(álífinu)veru og allt þar á milli! Ég vona innilega að þið kæru lesendur, njótið afraksturins og kíkið í Félaga sem smá stuð á milli stríða í bókalestri. Aðeins að leyfa sér.. En umfram allt skulum við bara halda áfram að vera ótrúlega falleg svo sólin verði feimin (en samt ekki). Gott gengi í sólríkri prófatíð og munið að betra er að fara á kostum en taugum! Góða skemmtun.

Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör víða um land, m.a. á veitingastöðum, í bíó, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

4

Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.


Gagnvegir til góðra vina Stefán Erlingsson skrifar frá Poznań:

Fáum þykir betra að liggja í leti en mér. Að

fá mér blund yfir miðjan daginn er stundum eitt það besta sem ég get hugsað mér. En öllu má ofgera. Það sem mér finnst jafnvel skemmtilegra heldur en að leggja mig er að ferðast. Um það fjallar fyrri partur greinarinnar. Einn stærsti kostur Póllands er staðsetningin. Héðan liggja vegir til allra átta innan Evrópu og ekkert er sérstaklega langt í burtu. Létt pyngja er heldur ekkert vandamál ef ferðast á innanlands og yfirleitt ekki þegar lengra er farið. Áður en ég kom hingað vonaðist ég til að geta ferðast sem mest og nú þegar ég lít yfir farinn veg síðustu mánuði er ég glaður hversu mikinn tíma ég hef fundið til þess. Dagskráin fyrir vormánuðina gefur einnig góð fyrirheit um komandi tíma. Mig langar til að deila með ykkur nokkrum góðum pólskum ferðamátaráðum sem ég hef safnað í reynslubankann síðastliðna mánuði.

Pólskar lestir

Hægt að bóka með stuttum fyrirvara, verðið breytist ekki þegar nær dregur en er algjörlega óútskýranlegt að öðru leyti. Ekki mæta of seint, stundum fara lestarnar af stað á undan áætlun. Vertu þolinmóð/ur, þær eru oftast langt á eftir áætlun. Gerðu nauðsynlegar ráðstafanir varðandi klósettferðir áður en lagt er af stað, þú vilt helst ekki þurfa að koma nálægt klósettunum í lestunum. Flestar lestarnar eru hólfaðar niður í klefa með 4 eða 6 sætum, þeir eru litlir svo ekki vera feimin/n að smeygja löppunum á milli lappa þess sem situr á móti þér. Lesefni eða góður félagsskapur er nauðsynlegur, meðalhraði lestanna er um það bil 60 km/klst og venjulega er stoppað í 5 mínútur á hverjum 20 km kafla. Ekki láta þér bregða þótt það hlaupi menn um vagnana og kíki inn í hvern klefa í leit að “piwo”, þeir eru bara þyrstir. Vertu viðbúinn að þurfa að standa ef þú ert ekki snögg/ur að finna þér sæti.

Pólskar rútur

PolskiBus.com: Slagorð þeirra eru: “Hratt, ódýrt og þægilegt.” Hraðinn er ekki mikill – pólska vegakerfið er ekki upp á marga fiska og jafnvel þegar farið er á milli stórborga eins og Varsjár og Krakár er ekið eftir mjóum, gatslitnum vegum og oftar en ekki lendir maður á eftir bílstjórum sem eru full rólegir í tíðinni. Rútubílstjórarnir eru þó oftast óhræddir þegar kemur að framúrakstri svo það kemur ekki að mikilli sök. Verðinu er stillt mjög í hóf og oft kemst maður upp með að borga um 1000 kr. fyrir 5-6 tíma ferð, það er þeirra helsti kostur. Oftar en ekki ódýrara en með lestunum en því miður enn tímafrekara stundum. Þægindin eru þó nokkur. Það er frítt WIFI og innstungur við hvert sæti (nauðsynlegt til að lifa af 13 tíma rútuferð þegar manni tekst engan veginn að sofna) og allt er mun þægilegra og snyrtilegra en í lestunum. Heldur þröngt fyrir lappalanga eins og gengur og gerist í rútum. Mundu að nota olnbogana þegar þú ert á leið inn – sá sem er frekastur kemst fyrstur inn. Aðrar rútur: Ekki mikil reynsla þar en í grunninn eru þær svipaðar þeim heima á Íslandi. Gamlar, hægfara og óþægilegar. Verðið er þó skárra en heima.

Flug

Ég hef enga reynslu af innanlandsflugi í Póllandi en þau ráð sem ég hef fengið eru á þá leið að þótt lestarnar og rúturnar taki sinn tíma þá sé það í lang flestum tilvikum þess virði að leggja á sig langt ferðalag til að spara aurana sína. Einu tók ég þó eftir varðandi millilandaflugin. Fríhafnirnar eru engan veginn ódýrari heldur en stórmarkaðirnir. Ef kaupa á mjólk eða súkkulaði er best að gera það áður en komið er út á flugvöll.

Aðrar leiðir

Það eru ýmsar vefsíður eins og samferda.is þar sem hægt er að finna sér far milli staða og það er einnig nokkuð algengt að ferðast á puttanum (ef þumallinn virkar ekki hef ég séð nokkra veifa vísifingri á útréttri hönd). Reynslusögurnar eru flestar jákvæðar varðandi samferðalögin en það er meira svona 50/50 varðandi puttaferðalögin. Aðal vandamálið er að það tekur oftast langan tíma að komast lönd eða strönd.


Þá erum við að komast að seinni hlutanum. Ferðalög skipta mig miklu máli en vinátta skipar þó enn stærri sess í hjarta mínu. Eftir að hafa farið einsamall í ófáar rútuferðir og flug síðustu mánuði kann ég alltaf að meta það betur og betur þegar maður hefur einhvern til að ferðast með. Einhvern til að spjalla við, upplifa með og sofa á öxlinni á þegar rútu- eða lestarferðin er að gera útaf við mann (þarna kemur blundáhugamálið sterkt inn). Það sem mér finnst þó enn betra er að ferðast á nýjan stað þar sem maður á góðan vin fyrir. Einhvern sem þekkir til, getur sagt manni frá og sýnt manni staði sem ómögulegt væri að finna með öðru móti.

Ég veit til að mynda ekkert betra en að sjá kunnuglegt andlit á áfangastað; flugvelli, rútu- eða lestarstöð. Nú þegar ég hef kynnst fjöldanum öllum af alþjóðlegum nemum bæði hér í Poznań og sem tengiliður skiptinema á Akureyri eru tækifærunum til þess að ferðast með þessum máta alltaf að fjölga. Það er vafalaust það besta við skiptinám. Þannig að þótt það taki oft á að kveðja vini sína þegar kemur að lokum skiptináms og allir þurfa að hverfa aftur til síns heima þá er vert að hafa 34. vísu Gestaþátts Hávamála í huga, því það liggur ávallt bein leið til góðra vina:

Afhvarf mikið er til ills vinar, þótt á brautu búi. En til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn.

Hafðu bankann í vasanum

Betri netbanki á L.is

Fyrir flesta nettengda síma

Öll almenn bankaviðskipti með farsímanum.

Virkar á nánast öllum nettengdum símum.

Hagnýtar upplýsingar Allar helstu upplýsingar um útibú, hraðbanka, gjafakort o.fl.

Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Snjallgreiðslur Með snjallgreiðslum geturðu millifært á farsímanúmer eða netföng viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Enginn auðkennislykill Hámarks öryggi með nýju öryggiskerfi, og auðkennislykillinn óþarfur.

Aukakrónur Yfirlit yfir Aukakrónur, afslætti og samstarfsaðila.


St贸ra v铆s贸 2013


Í greni fenrisúlfa Kolfinna María Níelsdóttir skrifar:

„Í eldhaf var ég borinn. Glóandi járnið var barið, mótað hart og sterkt sem aldrei fyrr. Úr eldhafinu steig vargur sem Fenris úlfur er nefndur“

Fenrisúlfurinn er innblástur nafn fyrirtæki-

sins Fenrir, sem Ingþór Örn Valdimarsson og Jóhann Ingi Bjarnason reka saman. Ingþór er yfirþjálfari Fenris og hefur unnið til margra verðlauna á sviði bardagalista. Jóhann Ingi, þjálfari hjá Fenri og reynslumesti „striker“ sem komið hefur upp á Akureyri, hefur verið að æfa reglulega frá 2005 og einnig unnið til verðlauna. Ingþór og Jóhann kynntust árið 2004, þá var Jóhann að æfa „kickbox“ hjá Ingþóri og fóru þeir að ræða saman um að hefja einhversskonar samstarf og starta einhverju, eins og þeir orðuðu það. Strákarnir eru báðir í fullri vinnu samhliða því að reka fyrirtækið Fenri og eru þeir að allan daginn. „Fenris nafnið er í raun frá 2006“, segir Jóhann, en nýtt húsnæði þeirra félaga var

12

opnað í október á síðasta ári í Sunnuhlíð. Viðskiptin hafa gengið mjög vel og eru þeir búnir að halda eitt mót, Fenrir Xmas, sem var haldið síðastliðin jól. Planið hjá þeim er að halda 2-3 mót á ári og ætla þeir m.a. að halda mót í samstarfi við júdódeild Draupnis. Þar verður keppt í viðeigandi júdógöllum og munu Jóhann og Ingþór vera dómarar, tíma- og stigaverðir. „Gunnar Nelson hefur tvímælalaust haft mikil áhrif á vinsældir bardagaíþróttanna“, segir Jóhann og segir einnig að fyrir um 7 árum var lítill sem enginn áhugi fyrir íþróttinni. Nú er sagan önnur og hefur vaxandi áhugi skapast á íþróttinni og mæta í kringum 70 manns í dag frá aldrinum 11-45 ára til þeirra á námskeið. Þeir segja stelpurnar koma gríðarlega sterkar inn og er skiptingin frekar jöfn.

Unglingastarfið hjá Fenri hefur gengið vel og hafa þeir fengið mjög góð viðbrögð frá foreldrum og krökkunum sjálfum og segja þeir sjálfstraustið aukast verulega þegar krakkar fara að æfa hjá þeim. Ingþór segir þjálfunarstíl þeirra við krakkana miðast við að hvetja þá áfram og engin mistök sé hægt að gera hjá þeim, þetta sé lærdómur og allir fari sömu leið. Ingþór segist hafa séð þónokkra krakka sem eru mjög efnilegir í unglingastarfinu. „Maður sér það í raun á áhuganum hjá krökkum. Það geta í raun allir verið mjög hæfileikaríkir í þessu, en áhuginn á það til að dvína hjá Fenrir er í góðu samstarfi við klúbbana fyrir sumum, þetta er ákveðinn agi sem þarf að temja sér“, segir Ingþór. Strákarnir segja meiri sunnan og hafa frægir bardagakappar komið norður til að þjálfa hjá þeim. „Miðað við aga vera í þjálfun fullorðna. „Fólk sem mætir stækkun klúbbsins undanfarna mánuði, sjáum hingað er alltaf að læra eitthvað, við erum við fram á að við þurfum að stækka við okkur alltaf að hvetja fólk áfram sem er að nýta sér húsnæði“, segir Jóhann, en nú eru þeir að aðstöðuna og við erum hérna þegar fólk þarf bjóða uppá ný sérhönnuð sjálfsvarnarnámá okkur að halda“, segir Jóhann og einnig að skeið fyrir konur, þar sem farið er yfir helstu þetta sé mjög „teknískt sport“, sem ekki er punkta sem þarf að vita og kunna til að koma nóg að geta kýlt og sparkað, menn verða að sér úr ofbeldisaðstæðum. Jóhann og Ingþór geta hugsað líka. „Það fer enginn hérna niðrí segja að ef fólk hefur einhverntímann lanbæ í eitthvað ofbeldi“, segir Jóhann. „Þvert á gað að prófa eitthvað nýtt og kynnast þessari móti“, bætir Ingþór við og að ekkert sé skylt íþrótt betur, er um að gera að skrá sig á eitmeð þessari íþrótt og ofbeldi. „Þetta er bara thvað námskeið hjá Fenri. „It pays off“, segir mega brennsla, góð hreyfing og menn þurfa Jóhann að lokum. ekkert að koma hingað til að fara að slást, svo er engin keppnispressa hérna“, segir Ingþór.


ÍÞRÓTTATÍMASTATUSAR

Íþróttatímastatus (en ekki hvað?) - Fót bolti - hrikalega góð mæting - 8 mættu og sigr uðu heiminn í fótboltanum! Oddvar greyið var óvenju hógvær og kunni sig bara nokkuð vel, ekk ert að hreykja sér of mikið eða neitt slíkt og á bara klapp skilið fyrir hvað hann var góður strákur í dag, brav ó fyrir þér Oddvar! - Með honum í liði var síðan Ragnar Heiðar dúndrari! Maðurinn er stórhættulegur ef hann fær færi á að dúndra... þetta er ósköp sakleysislegur innanhú ss-novice-fótbolti Rag gi minn ;) - Í “Blá á og hvíta liðinu” vor u líka Sóley Rut sem var leiðinlega mikið að skora á markið hjá okkur en hún fékk nok kra marbletti í safnið, svo mér líður betur (djók) og Freyr sem sólaði upp allan völlinn eins og herforin gi og var alveg jafn pirraður og hinir að ég “tók aðeins of mik ið pláss í markinu”. Í mínu liði vor u síða n Fannar Freyr sem mætti rólegur og yfir vegaður til leiks og Kar en B sem ég gerði heiðarlega tilraun til að herð a aðeins upp í kvöld enda gæti þar verið á ferðinni skörungur! Grétar Bragi var líka með okkur í liði og skaust um völlinn eins og leifturbrandur. Mér þótti sjálfri mjö g gaman og vænt um að heyra klappað fyrir markvörslunni minni í enda leiksins en það var enginn annar en íþróttamaður Ólympíuleikanna 201 2 hann Stefán Smári sem var mættur í “gömlukallakörfu” ;) Takk fyrir það venurinn ;)

fámennt en góðmennt átti ð hann er seinn, netið í f***i :) - Jæja Íþróttatímastatus - Bandý - Sorry hva atakta og er óhætt að gær - 8 manns mættu og sýndu meistar í ar okk n man dýtí ban usar ntín vale við um betur í rassinn með hrokann og það beit hann heldur ttur mæ var var Odd ! nað svit hafi segja að fólk vann! - Fannar var kón“bláa” liðsins ... FEIS því rauða liðið þegar hann var búinn að lýsa yfir sigri la og Sóley reyndu síðan björgu og Karen B - Oddvar, Freyr, Hal Guð , mér með inu nlið óge estr í nn guri um og endaði að núlla leikinn í hálfleik, sem við gerð um u báð grát og ri ósig 10-2 úr upp að hífa sig VAÐ í stærðfræði er in þreytt en fyrir þá sem kunna EITTH leikurinn í 10-4 fyrir þeim, enda við orð og endaði tíminn á kósý fór (betri)helmingur fólksins í pottinn auðvelt að sjá hver vann! - Eftir tímann talaga smákökur fyrir sem ég, Sóley og Halla bökuðum hjar þar k mör Þela á iti ude kök smá sku rómantí með því lauk r sér að þessum kökum með okkur og SINGLE fólkið í tímanum og gæddi Frey ar stundir! Valentínusaríþróttatímanum 2013 :) Góð

Elín Birna Vigfúsdóttir veitti Félaga góðfúslegt leyfi til birtingar skemmtilegur tími þó Íþróttatímastatus - Fótbolti - sérdeilis ttu (sem vor u þó 17 ég segi sjálf frá, þægilega fáir sem mæ a hugsanlega Bjarki manns) og enginn slasaðist alvarlega nem a...) og Ari en þann Freyr (en við viljum frekar kalla það karm rimlana... sorry með síðarnefnda kramdi yours truly upp við urinn - Gunnar Már óhittni mig - Bodvar Mar var skapvondi mað m- Sóley Rut hetja/hálfviti maðurinn sem missti vatnið í æsingnu á morgun - Kristján Sindri kvöldsins... sjáum hvernig hún verður á boltann - Sverrir Björn reyndi nýja brellu í markinu, að setjast i átt hana ef Sóley hefði átti stoðsendingu kvöldsins... eða hefð u fleiri snillingar þarna verið að fylgjast með hehe og svo vor þið vitið hver þið eruð :*

Íþróttatímastatus - Körfubolti - Ekki alveg minn tebolli en meirihlutinn ræður og ég sætti mig við það :) Náði meira að segja að koma nokkrum boltum í körf una! Hef aldrei getað það áður svo ég er mega ánægð!!! :) But terfingers kvöldsins vor u Anita og Sigmar - Tuddinn var Geo rg - Óheppni maðurinn var Bjarni - Nothing but net var Karen B - partypooperinn var Oddvar - “The ball is on fire” var klárlega Ari - Bodvar var bjöllu-körfumaðurinn og Fannar Freyr var bara rólyndismaður kvöldsins! Æði :)

15


An island by any other name Ari Brynjólfsson writes:

Icelandic parliamentary elections will be held

on April 27th 2013. A record number of political movements are competing for the 63 seats available each with its own viewpoints to not only on which direction Iceland should head, or what position Iceland is currently in. We took the opportunity to ask our instructors in both law and philosophy for their thoughts on the matter. As non-native Icelanders who have not grown up with emotional ties to any Icelandic political movement they can put Iceland into perspective with the outside world.

He points out the missed opportunity of

having the state manage the banking system and calls for strict regulations for the private banks, even under pressure to limit regulation Iceland’s resources are well managed but could be distributed more evenly to the municipalities to make habitation economically self-sustainable. “Iceland needs to keep its educated, healthy and young society” - Iceland’s high birth rate is in stark contrast to his native Italy where the birth rate is much lower. A young society, according to Baruchello, creates a more dynamic economy with more demand. He also notes the optimism that follows youth.

A native of Italy, Giorgio Baruchello

Giorgio Baruchello Professor of philosophy

16

studied philosophy in Canada before moving to Akureyri in 2003. He considers Iceland to be in a relatively good position compared to the countries around us. “Both pundits and specialists look at Iceland to learn what has been done so far”, says Baruchello. As words of warning he expresses his concern over the possible reversals of policies, such as the capital controls introduced with the emergency law of 2008 under desperate circumstances. Also, the more progressive income tax system that was set by the state to raise capital; this, according to Baruchello, has allowed the state to take care of the weakest in our society. “Flat taxation would be a nightmare for the less fortunate”, he says, and stresses that the state should steer the fiscal system to support the real economy and rein in the virtual.

Rachael Lorna Johnstone Associate Professor of law

Iceland’s current situation cannot be

discussed without addressing economics, says Rachael Lorna Johnstone as she compares Iceland to Ireland and concludes that the Nordic welfare model has persevered despite criticisms. The government here has not cut budgets in the social security sector to the same extent as other countries facing financial meltdown. People with disabilities and those who rank lower on the economic ladder still have governmental support. Johnstone critizses the focus on the mortgage heavy middle class of Iceland as the focus has been on home ownership. This leaves out of the discussion those who live on the rental market with little or no housing security and face increasingly higher bills every month. “As a human right sscholar, I would say that there is a right to housing;there is not a right to ownership and there is certainly not a right to own a six bedroom house in 101 Reykjavik”. She warns Icelanders not to look back to 2007 and start up another economic wonder thinking we could get away with it. She also points out the dangers of relying on one single industry, either aluminum production or fisheries. To make a sustainable economy there have to be diverse sources of income. The environment is also on the top of her mind as one of her fears is many Icelander‘s inadequate respect for our vast nature. “One of the best protections for the natural resources was the crisis; we would have seen Þjórsárver flooded”. After growing up in Scotland and studying on both sides of the Atlantic, she considers the biggest culture shock moving here the apparently distant attitude of the natives. But she has come to the conclusion that the climate is to blame, as people cannot simply stop and chat. But what has kept her here is the family oriented society, as it is taken for granted even by employers that everyone has family responsibilties and that these are as important as the paid work we do.

17


Dagur í lífi fjarnema Kristín Þóra Jóhannsdóttir eltihrellir:

Ingibörg Snorradóttir Hagalín

07:55 Karlinn vekur mig með kossi, en ég er

ekki alveg að nenna að standa upp, var að læra of lengi í gærkvöldi. Skrölti þó fram í hefðbundin morgunverk. Kaffi, kveikja á tölvunni, finna flíkur og sest við borðstofuborðið, sem þjónar mér sem kennslustofa. Það hefur jafnframt öll venjulegu hlutverkin og ef þarf þá er „skólastofunni“ pakkað saman og hún flutt tímabundið.

8:15 Byrja á að fara yfir tölvupóstinn minn,

síðan Unak póstinn, þá er að kanna fésbókar póstinn, sem er hvað mest notaður og loks er farið á múðluna. Fer afar sjaldan á Ugluna, þetta útlit er bara ekki að gera sig fyrir mig. Sé að hópfélagar mínir hafa ekki setið auðum höndum og bretti upp ermar við verkefnavinnu.

9:00 Fæ mér morgunmat, er týpan sem get bara ekki borðað um leið og ég vakna, en fæ mér AB mjólk og múslí og tek skálina inn á stofuborð ásamt safaglasi og kaffibolla tvö. Hóparnir tveir mættir í vinnu og náum við að vinna jöfnum höndum þrjú skilaverkefni.

10:00 Sóley kennari hringir á Skype og byrjum við á léttu spjalli allur hópurinn,

fjarnemar á Skype-inu og staðarnemar í stofunni hjá henni. Tímanum lýkur ekki fyrr en 11:45, enda oft mikið spjall á okkur og mjög gaman.

12:00 Karlinn kominn heim í hádegismat og þá er skólinn lagður til hliðar og tíminn

nýttur í mat og spjall.

13:00 Við fjarnemarnir hringjum okkur saman á Skype og vinnan heldur áfram, nýtum

okkur jafnframt Google docs og Dropboxið.

18

15:30 Bæti í kaffibollann og vinnan heldur áfram því við þurfum að skila tveimur

stórum verkefnum á morgun. Skiptum með okkur restinni og ákveðum að hittast aftur á Skype kl. 19:30.

17:00 Skrepp í Bónus og finn til mat og finnst merkilegt að það er alveg sama hvað

sett er í pokann, hann kostar ekki undir fimm þúsund krónum. Fæ hringingu á meðan ég er í Bónus og er verið að falast eftir mér í framboð, ég segist vera allt of upptekin fyrir pólitík þetta árið. Dauðsé eftir að hafa ekki sagt: „já, ég tek fyrsta sætið,“ þá væri möguleiki að ég fengi örugga vinnu til framtíðar og fullt af bitlingum, stundum er ég ekki nógu snögg að hugsa...

18:30 Snæði kvöldverð með karlinum og litla barninu mínu (hann verður 19 ára í maí)

horfum á fréttir og slökum aðeins á.

19:30 Hópurinn hittist á Skype og Goggledocs, náum að gera tvær kynningar og hættum spjalli á Skype um 21:30.

21:30 Haldið áfram að læra, nú einstaklingsverkefni og farið yfir þá fyrirlestra sem eftir á að hlusta á.

23:00 Skriðið upp í rúm, skoðað hvort maður hefur misst af einhverju í sjónvarpinu, slökkt og farið að sofa.

Dagur í lífi kennara Andrea Hjálmsdóttir

7:10 Þrátt fyrir að vera nokkuð langt frá því að teljast morgunhressa týpan drösla ég mér á fætur til að taka þátt í að koma dætrum mínum, Fönn og Dögun, af stað í skóla 8:00 Stelpurnar farnar í skólann og við Hallur fáum ok-

kur kaffi í rólegheitum og förum yfir skipulag dagsins en þennan dag komu tvær frænkur í vikulanga pössun og það krefst þess að við höfum aðeins betri yfirsýn yfir skipulagið en vanalega

19


9:05 Kenni mínum frábæru nemendum í Afbrot og frávik. Vel mætt og góðar umræður sköpuðust í tímanum sem er alltaf það skemmtilegasta við kennsluna

11:45 Súpa í mötuneyti HA 12:15 Ég og Hildur Friðriksdóttir vinnum að ritdómi fyrir Uppeldi og menntun um hina hressandi stuttmynd Fáðu_já

13:30 Nemandi í Eigindlegum rannsóknum lítur til mín á skrifstofuna til að fá ráðleggingar varðandi verkefnavinnu

13:45 Nemandi sem ég er að leiðbeina með BA ritgerð kemur til mín og við förum yfir rannsóknina, heimildavinnu og fleiri atriði sem lúta að vinnu hennar við lokaverkefnið

14:40 Svara nokkrum tölvupóstum frá nemendum er varða verkefnavinnu í EIR

Smettisspjöll annarinnar Ari Brynjólfsson tók saman:

Með allar þessar tölvur opnar í skólanum er ansi freistandi fyrir marga hugmyndaríka óþokkaað skrifa eitthvað á facebook -vegginn hjá saklausum fórnarlömbum. Var þetta kannski á þínum vegg?

a Llamason In a relationship with Llam Var að prófa bera vaselín á allan líkaman n, og ég get sko sagt ykkur það að rasskinnarnar á mér hafa ALDREI ver ið jafn soft og núna, þetta er fáránlegt hvað það er notalegt!

15:00 Hin vinnan kallar. Aukafundur í bæjarráði Akureyrar þar sem unnið er að 10 ára

áætlun og á þessum fundi voru skólamálin krufin

16:45 Sæki Dögun í leiklist og skutla henni beint á sundæfingu 17:00 Hallur sóttur í vinnuna og saman skundum við í Hof þar sem Eyrarrósin var

veitt við hátíðlega athöfn. Þar var fullt af skemmtilegu fólki og sérlega góðar snittur

18:30 Brunað heim til að gefa dætrum og frænkum að borða. 19:00 Heimanámi sinnt með stúlkunum fjórum og skólatöskur undirbúnar fyrir næsta

dag.

20:30 Háttað, burstað og lesið fyrir börnin 21:00 Stuttur göngutúr með hundinn Þulu 21:30 Loksins komin ró í húsið og dagskrá dagsins tæmd og við hjónin krössum í

sófanum yfir þýskri mynd um síðustu daga Hitlers, ekki kannski hressasta myndefnið en áhugavert engu að síður

20

Gat nú verið að ég verði ástfanginn á ið þessum degi! En ég get bara ekki hald n aftur að mér.. nýja Jamie Oliver pannan ! mín er gjörsamlega búin að bræða mig nar Þvílík unun, hvernig eldaði ég án hen eiginlega áður! (Farið inn á taggalicious appið, allir stimplaðir ‘Gorgeous’) ALLTAF blóðnasir þegar ég bora í nefið, hætt að vera fyndið

Loksins rakaði ég á mér bakið, OMG hvað mér er kalt! æjj, krakkar mínir, ég lenti í smá freibi hérna í skólanum, sorrí með mig!!!!

er hérna Smá vesen hérna, er einhv sérfræðingur í gyllinæð? Þá er skvísan búin að skrá sig á rappnámskeið. Ef það gengur vel mun ég kannski fara á hiphop eða breik námskeið í framhaldi af því :) bara spennandi tímar framundan!!

n, stelpan Jæja, nú er rottumars hafin na.. engar búin að vera dugleg að saf bjóður rakvélar, vax eða annar við n !! :) nálægt mér næsta mánuðin Missti af Hannah Montana í gær, dagurinn minn er ónýtur!!

eins og pabbi Í dag ákvað ég að raka á mér andlitið, svo að ég minn gerir. Það tókst nú ekki betur en er fjandi OMG, veit ekki hver en er rosa spennt! er öll í sárum og storknuðu blóði. Sem n. rgu mo á átíð óþægilegt þar sem það er ársh ði hvernig er fólk að taka í það að ég ver með stand up í sjallanum um páskana? endilega sendiði mér línu ef þið eruð spennt :) Ég er enginn rasisti þó ég þoli ekki gula ! er að leita að ástinni ..any takers?

21


Which one are you? Sara Lind Jónsdóttir writes:

Viðburðir sumarið 2013 Kolfinna María Níelsdóttir tók saman:

Facebook and other social media giants are

teeming with photos that have catchy headlines: memes reflecting trivial things we never really think of until we see them written, some age-old wisdom, interesting but unreliable quotes, funny 2-row comics, etc. Some you learn from, some you smirk at and some are just plain hilarious. I had been on my „study break“ browsing such sites as I stumbled on one which brought quite a cascade of thoughts, just because the mind works like that. It goes like this, there are 4 kinds of people:

It is our natural inclination to forget that

we are all bound to make mistakes which are essentially crucial steps of learning, our life‘s stepping stones. Why? Because we are conditioned to desire to be perfect without any effort. It is everyone‘s challenge. This leads to the question why the heck there is a pencil there that claims to do no mistakes. I guess, it goes down to the person‘s belief whether a mistake was done or not. Either one is in the state of denial or one thinks of it not as such but his stepping stones of learning.

Júní

Keflavík Music Festival 5.-9. júní Humarhátíð á Höfn í Hornafirði 28.- 30. júní Bíladagar á Akureyri 13.-16. júní

Júlí

Vopnaskak á Vopnafirði 5.-7. júlí Eistnaflug þungarokkshátíð í Neskaupsstað 10.-13.júlí Bræðslan- Tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra 27. júlí Írskir dagar á Akranesi 5. - 7.júlí L.ung.A á Seyðisfirði 14.-21. júlí Mærudagar á Húsavík 25.-28. júlí Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 25.- 28. júlí

Ágúst

Verslunarmannahelgin: Ein með öllu á Akureyri Verslunarmannahelgin: Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Verslunarmannahelgin: Neistaflug í Neskaupsstað Verslunarmannahelgin: Mýrarboltinn á Ísafirði Fiskidagar á Dalvík 9.- 11. ágúst Hinsegin dagar í Reykjavík 8.- 11. ágúst Menningarnótt í Reykjavík 24.ágúst

22

Of course, it is a simplification -

a person can change anytime, anywhere. As Heraclitus once said.: “we can never cross the same river twice because the river changes and so do we.” What stood out here though was the word mistake. Now, mistake carries a whole deal of connotations for any human being. Even though we would not normally admit it, we try our best to avoid mistakes, hide them if we had already done them. They are the society‘s taboo: bad decisions, failures, drunken nights gone awry, loss of control. You name it!

N

evertheless, be it that you‘re this kind of person or that, we can all choose to be the artist of our own lives. Mistakes happen to spice things up, entertain us, hurt us, and unfold something even better – something you wouldn‘t have thought of had you not gone out of your normal drawing grounds, your safety zone. Life is amazing like that. I highly doubt anyone would consciously want to do nothing and simply roll around uncontrollably, don‘t you think?

23


Eir

Félag hjúkrunarfræðinema

Febrúar var viðburðaríkur mánuður hjá Eir og hinum félögum skólans, hann byrjaði með stóru vísindaferðinni suður þar sem nýjustu meðlimir Eirar fóru á kostum og héldu uppi stuðinu í borginni 3 kvöld í röð. Farið var á föstudeginum 8. febrúar í vísindaferðir, fyrst var haldið í Actavis þar sem haldin var kynning á fyrirtækinu og boðið uppá veitingar og allir leystir út með gjöfum. Svo var ferðinni heitið til Grindavíkur í Bláa lónið þar sem fyrirtækið var kynnt og sýnistúr farin um Lækningalindina. Eftir það skelltu sér allir í lónið og fengu maska og drykk, og voru allir extra mjúkir og sætir þegar þessari sundferð var lokið. Haldið var heim á hótel og beint í síðustu vísindaferð kvöldsins, í Nova. Þar var heljarinnar partý, dansað uppá borðum m.a. Frábær helgi sem verðu lengi í minnum höfð.

Í lok Febrúar var svo kjörin ný stjórn Eirar og í önnur embætti félagsins á aðalfundi sem var haldin á Brugghúsbarnum. Upp komu smá tæknileg vandamál í byrjun fundar sem stjórnin réð ekki við en sem betur fer eru félagsmenn Eirar þolinmóðir með eindæmum svo það kom ekki að sök. Mjög vel var mætt á fundinn og var þétt setið. Þess má til gamans geta að fleiri kusu á aðalfundi Eirar en á aðalfundi FSHA sem var haldin daginn eftir. í nýrri stjórn eru eftirfarandi;

Fyrstu helgina í mars fór í fyrsta skipti nemi frá Háskólanum á Akureyri sem fulltrúi hjúkrunarfræðinema á ráðstefnu erlendis. Ráðstefnan var haldin í Færeyjum og var fulltrúi okkar frá HA, Katrin Erna Þorbjörnsdóttir, 2. árs hjúkrunarfræðinemi. Katrín Erna hefur verið starfandi fyrir hönd nemenda í hinum ýmsu ráðum og nefndum og er svo sannarlega fulltrúi sem við getum verið stolt af.

24

Formaður: Elín Friðriksdóttir Varaformaður: Vilborg Lárusdóttir Meðstjórnandi: Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir Ritari: Sunna Lind Kúld Gjaldkeri: Hanna Jóna Stefánsdóttir Einnig var kosið í önnur embætti: Fulltrúar í Félags- og menningarlífsnefnd FSHA: Þórdís Þráinsdóttir og Jóna Margrét Guðmundsdóttir Fulltrúi í Kynningarnefnd FSHA: Elín Árdís Björnsdóttir Fulltrúi í Alþjóðanefnd FSHA: Katrín Erna Þorbjörnsdóttir Gamla stjórnin kveður því að sinni og óskar nýjum meðlimum stjórnarinnar velfarnaðar á komandi misserum. Þetta er búið að vera rosa gaman og mikið fjör og höfum við ekki trú á öðru en að partýið haldi áfram með þessa partýpinna við völd! Kærar kveðjur og takk fyrir árið; Bryndís, Brynja, Helena, Jóna Margrét og Þórdís

25


Kumpáni Til Kumpána teljast allir nemendur í sálfræði, fjölmiðlafræði, nútímafræði og félagsvísindum. Kumpánar hafa ekki látið deigan síga á þessu ári þrátt fyrir að hafa gengið af göflunum fyrir jól. Frumkvöðlastarf á sviði lazertagbjórkvölda skilaði sér í einu slíku í janúar og verður það ekki í síðasta skiptið. Stóra vísindaferðin suður var trufluð að vanda. Bogi Ágústsson gerðist guðfaðir Kumpána er hann leiddi okkur í gegnum húsnæði Ríkisútvarpssins þar sem við fengum að fylgjast með upptökum. Heimsókn í höfuðstöðvar Securitas leiddi Kumpána í gasklefa og endaði í þrælskemmtilegu pubquiz með starfsmönnum. Kumpánar kynntust síðan lystisemdum einkavæddrar heilbrigðisþjónustu í penthousei Orkuhússins við Suðurlandsbraut. Öllum fullyrðingum um vísindaferðina skal þó tekið með fyrirvara um minnistap. Nokkrum vikum síðar, er Kumpánar voru búnir að endurheimta heilsuna, skelltum við okkur í vísindaferð ásamt hinum félögunum til Já Ísland.

26

Félag félagsvísindanema

Stjórn Kumpána 2013-2014 Ari Brynjólfsson, formaður Halla Mjöll Stefánsdóttir, varaformaður Halla Björg Hallgrímsdóttir, gjaldkeri Kristín Einarsdóttir, ritari Kolfinna María Níelsdóttir, skemmtanafulltrúi

27


Magister Magister, félag kennaranema við Háskólann á Akureyri, verður 10 ára á þessu ári. Nú á dögunum var kjörin ný stjórn Magister en hana skipa Jenný Þorsteinsdóttir formaður, Grétar Bragi Hallgrímsson varaformaður, Guðbjörg Oddsdóttir félags- og menningarlífsfulltrúi, Katrín Emma Jónsdóttir meðstjórnandi, Harpa Friðriksdóttir gjaldkeri og Rakel Þórarinsdóttir íþrótta- og fjölskyldufulltrúi en við munum svo bjóða einum ,,heppnum” nýnema að vera með okkur í haust. Nýkjörin stjórn vill þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og samstarfið á síðustu önn. Stjórn Magister leggur áherslu á samheldni og skemmtun meðal félagsmanna sinna en nýkjörin stjórn hefur titil að verja frá Sprellmótinu og munum við mæta enn grimmari til leiks á næsta skólaári. Stjórnin er alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum eða ábendingum, þó við séum fullkomin og getum varla gert betur, en þá er um að gera að hafa samband við stjórnarmeðlimi í gegnum facebook eða á magister@fsha.is .

Félag kennaranema Þann 9. nóvember var hinn árlegi Háskóladagur í Háskólanum á Akureyri þar sem Verkmenntaskólinn og Menntaskólinn á Akureyri kíktu í heimsókn. Það voru galvaskir kennaranemar sem sýndu listaverk sín og reyndu að draga litlu krakkana í þetta skemmtilega nám. Þann 23. nóvember skelltu aðalskvísurnar í Magister sér á kokteilkvöld, sem heppnaðist alveg ótrúlega vel og voru þar sumar byrjaðar í gólffimleikum fyrir miðnætti eins og þeim einum var lagið. Magister tók svo þátt í sameiginlegu próflokadjammi sem haldið var á Dátanum. Þar drakk fólk allt stress úr sér og fagnaði próflokum þar sem engin man hvernig kvöldið endaði. Djammið tók óvænta stefnu hjá einum kennaranemanum þegar hún tók trylltan snúning á dansgólfinu í nýju hælunum og endaði hún á sjúkrahúsi með brotinn ökkla. Nýja árið byrjaði með stæl en eins og alþjóð veit var stóra – vísó haldin fyrstu helgina í febrúar. Þar fóru tvær rútur frá Háskólanum á Akureyri með í kringum 100 tryllta djammara. Magister fór í Brúarskóla á föstudeginum og kynnti sér starfsemina þar, síðan var ferðinni haldið á Hamborgarafabrikkuna þar sem sveittir borgarar tóku á móti okkur. Í lok dags skelltum við okkur í 365 þar sem nokkrar grúppíur töpuðu sér í kringum fræga fólkið en dagurinn endaði að sjálfsögðu í ógleymanlegri Nova vísindaferð þar sem við hittum hin félögin og þar var drukkið eins og enginn væri morgundagurinn. Þann 2. mars síðastliðin var velheppnuð árshátíð FSHA haldin í Sjallanum þar sem Magister var að sjálfsögðu til sóma eins og alltaf og var meira að segja myndbandið okkar talið þokkalegt.

Nýkjörin stjórn ætlar að byrja með krafti og enda skólaárið með stæl. Stefnan er tekin á að halda páskabingó fimmtudaginn 21. mars og einnig er verið að skoða ferð í Kalda í apríl. Svo tekur Magister að sjálfsögðu þátt í próflokadjammi, en eins og flestir vita þá tekur prófatíðin mest á kennaranemana og eigum við verðskuldaðan bjór skilið eftir hana. Nýja stjórnin mun svo að sjálfsögðu koma öflug inn í næsta skólaár með ógrynni hugmynda sem munu gleðja alla kennaranema, unga sem aldna.

28

29


Reki Eins og Reka einum er lagið þá var árið tilkomumikið, jafnvel það besta hingað til segja sumir. Hinsvegar ætlum við bara að stikla á stóru hérna í þessu riti Félaga. Skulum hinsvegar ekki gleyma að þegar kemur að REKA, þá er listinn ótæmandi. Eins og vanalega þá tókum við á móti litlum og sætum nýnemum í byrjun annar, blautir á bakvið eyrun voru þau hálf skelkuð þegar þau löbbuðu inn um anddyrið á Miðborg. En ekki leið á löngu þar til óttinn sem hafði fangað þau var orðinn að gleði. Þau voru klárlega kominn heim þegar þau kynntust nýju fólki sem var í REKA fyrir. Með bros á vörum allra var skundað í gegnum skólann og nýjustu meðlimum REKA sýnt allir krókar og kimar skólans. Daginn eftir var farið með litlu skinnin upp á Hamra, þar sem þau fleygu orð fengu að fjúka að „þetta séu bestu pylsur sem ég hef nokkurn tímann fengið“ – Við leggjum ekki mat á okkur eigin aðferðir, en vissulega var REKI við grillið á þeirri stundu. Kvöldhátíðin er ekki alveg jafn föst í minninu, en þó var nú skemmt sér vel með guðaveigunum. Vísindaferðir voru nokkuð margar og skemmtilegar á árinu, má þar helst nefna Vífilfell, Arion Banka, Kaldi Bruggverksmiðja, Íslensk Verðbréf, Norðurorka og fleiri góð. Skemmst er að frá að segja að það skemmtu sér allir konunglega og mæting var öllum til sóma. Okkar stærsti sigur á árinu (íþróttakeppni) var þó þann 14. september þegar haldið var til keilumóts við Stafnbúa og Eir. Þrátt fyrir þrotlausa tequila drykkju sumra til að bæta leik sinn, þá stóð REKI uppi sem sigurvegari og var fagnað langt fram eftir morgni. Skulum við ekkert fara út í það hérna hvernig kvöldið endaði hjá fólki. Einnig má ekki gleyma Sigga-Kút. Punktur.

Þegar kom að sprellmótinu var öllu til tjaldað. Veggir og loft urðu gul, húsnæði voru tekinn yfir svo dögum skipti og allt var á suðupunkti. En á endanum kom að því að legokallarnir svaðalegu litu dagsins ljós. Fallegastir, þótt við segjum sjálf frá. Í ljósi þess að sprellmótstitillinn var ekki varinn ætlum við ekkert að eyða meira bleki í það. Við erum nokkuð viss um að önnur félög eigi eftir að eyða nóg af skógum heimsins í að tala um þetta mót. Sem var „riggað“ frá byrjun. Eftir afar gott árið á undan voru nokkur skakkaföll í herbúðum REKA þegar kom að Ólympíuleikunum, en vísvitandi var valin frívika viðskiptadeildarinnar og því voru um 90% af okkar hágæða fólki úti á landi. Aðalega að bera út boðskap REKA í stofnunum og fyrirtækjum, en okkur hafði verið boðið þetta persónulega af nokkrum stærri fyrirtækjum landsins. Frammistöðuna er kannski hægt að draga saman í að hún var jafn slök og steikin var góð sem REKI laumaði sér út úr höllinni fyrir. Sælla minninga. Skal þó tekið fram að REKI vann til tveggja einstaklingsverðlauna á mótinu og greinilegt að viðkomandi aðilar eigi framtíðina fyrir sér á þeim sviðum. Ekki verður farið nánar út í það.

30

Félag viðskiptafræðinema Stjórn Reka 2013-2014 Hildur Helgadóttir, formaður Ragnar H. Sigtryggsson, varaformaður Arnar Einarsson, fjármálastjóri Jón S. Sævarsson, meðstjórnandi Farið var í lasertag með Þemis í byrjun febrúar. Í ljósi yfirburða REKA á flestum sviðum þá var ákveðið að „mixa“ upp liðunum og hafa þau sameiginleg, skemmst er frá því að segja að allir skemmtu sér konunglega og fékk helmingur Þemi manna að prófa í þetta skiptið hvernig er að vinna. Í stóru vísindaferðina héldum við REKAR af stað með bros á vör og púka á báðum öxlum, það var ekkert pláss fyrir englana í þessari ferð. Greinilegt er þó að drykkjuþol sumra feðra í félaginu hefur eitthvað dalað á síðastliðnum mánuðum þar sem menn voru farnir að leggja sig áður en ferðin suður var hálfnuð. 106 eru tölur sem verða í huga allra nemenda skólans sem fóru í þessa ferð það sem eftir er, einnig má svo sem ekki gleyma hlunkunum í 107, sem tókst á undraverðan hátt að eyðileggja sófa. Hinsvegar var allt spikk og span í herbergi 106. Allan tímann. Kannski mögulega hefðum við getað haft færri blóm í herberginu, minna fólk eða farið fyrr að sofa. Vinsældir starfsfólksins voru gríðarlegar. Ein góð saga fær hér að fylgja með. En sá sem þetta ritar rankar við sér einn morguninn, nýfarin að sofa um 9 og opnast hurðin. Heyrist þá í einum meðlimi Team 106 „Erum við að fara saman hérna í partý, hvar erum við?“ – En hann var að tala við þjónustudömuna sem var orðinn leið á 2-3 tíma viðreynslu í lobbýi hótelsins. Ekki er annað hægt en að stoppa hér aðeins við og bæta inn í þegar REKI fékk „lánað“ 40 milljón króna tryllitæki og með fylgdi einkadriver. Einkabílstjórinn sem hafði verið að flytja samviskusamlega japanska ferðamenn var nú eitthvað á báðum áttum þegar við mættum á svæðið. Vorum við ekki alveg eins og hann bjóst við. En eftir örskamma stund hélt hann að við værum næsti kúnnahópur og var okkur skutlað hingað og þangað um bæinn. Sælla Minninga enn og aftur. Enn og aftur tókst okkur svo að gera hótelstýruna ánægða með okkur þegar við rifum upp hina margfrægu REKAbollu. Team106 var komið með fullt herbergi af fólki innan nokkurra mínútna og var gleðin allsráðandi. En það vill oft gerast þegar REKI tekur sig til og heldur teiti fyrir fólk. Útkomu kvöldsins þarf ekkert að fara nánar út í en óhætt er að segja að fólk hafi skemmt sér nokkuð fallega. Svona flestir. Sumir. Fæstir. Enginn? Svo núna nokkrum dögum áður en þessari grein er skilað voru hjá okkur fjarnemadagar og var öllu til tjaldað þar sem farið var í Norðurorku og Íslensk verðbréf, eins og áður var nefnt, og skemmtu staðarnemar og fjarnemar sér konunglega saman þar. REKI vill þakka öllum fyrir frábært ár og lofar að næsta ár verður „a sight to see“

31


Stafnbúi Skólaárið 2012-2013 hefur verið einstaklega gott hjá Stafnbúa og má því þakka því yndislega fólki sem er í félaginu og gefur því lit. Árið fór rólega af stað en á sprellmótinu var sigrinum stolið frá Stafnbúa með dómaraskandal. Hins vegar rústaði Stafnbúi hinum félögunum á Ólympíuleikunum og er stefnan tekin á að verja titilinn á næstu Ólympíuleikum, enda kemur ekkert annað til greina fyrir svo flott félag eins og Stafnbúa. Stafnbúar eru ekki bara öflugir í íþróttum heldur eru þeir frábærir námsmenn líka og þegar prófin í desember stóðu sem hæst yfir ákvað stjórnin að verðlauna fyrir dugnað þá félagsmenn sem voru uppí skóla alla prófatíðina að læra, og splæsti á liðið pizzu og hefur það eflaust hjálpað til við lærdóminn. Í byrjun mars var haldið hið árlega smakkkvöld þar sem snillingar reyddu fram dýrindisrétti sem slógu heldur betur í gegn. Eftir smakkkvöldið hefur verið umræða í kringum það að byrja nýjan áfanga þar sem matargerð sjávarrétta væri í hávegum höfð. Þess má geta að umfjöllun um smakkkvöldið verður á sjónvarpsstöðinni N4 í apríl og hvetjum við alla til að fylgjast með því. Á árshátíðina mættu Stafnbúar í sínu fínasta pússi en voru sumir með meiri dólgslæti en aðrir og þrátt fyrir óheppileg atvik þá heppnaðist árshátíðin vel og eiga skipuleggjendur hennar hrós skilið fyrir flotta árshátíð.

Félag auðlindafræðinema

Stjórn Stafnbúa 2013-2014 Þórhildur Edda Eiríksdóttir, Forseti Böðvar Már Styrmisson, Varaforseti, Sigmar Örn Hilmarsson, Fjármálastjóri Katla Hrund Björnsdóttir, Ritari.

33


Þemis

Félag lögfræðinema

Þemis hefur ekki gefið eftir tommu í félagslífinu og staðið fyrir mikilli gleði. Keilu- og bjórkvöld, lasertag með Reka, fjölmenni í vísindaferðinni suður þar sem farið var í heimsóknir til lögreglunnar, Utanríkisráðuneytið og til Stéttarfélags Lögfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Þeir meðlimir sem skelltu sér suður héldu uppi heiðri félagsins sólarhringum saman og sýndu yfirburði þegar kom að söng á ónefndum skemmtistað borgarinnar. Þá hafa hagsmunamálin verið fyrirferðamikil innan félagsins nú sem endranær.

Breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundi þess í febrúar. Úr stjórninni hurfu Ólöf Heiða Óskarsdóttir, Harpa Þorvaldsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. Þessar kjarnakonur skiluðu starfi sem ekki verður auðvelt að leika eftir. Þau Friðrik Smárason nýr ritari, Grímur Rúnar Lárusson nýkjörinn varaformaður og Eyrún Halla Eyjólfsdóttir gjaldkeri hafa þó tekið það að sér og mynda ásamt Birgi Marteinssyni formanni og Rögnu Gerði Jóelsdóttur fulltrúa 1. árs nema nýja stjórn. Stjórnin mun leggja áherslu á djamm og hagsmunagæslu og er fyrsta verkefni hennar að skipuleggja vísindaferðir og hina árlegu lagaleika nú í april. Það verður því mikið stuð framundan, enda engin ástæða að gefa eftir!

34

35


Heimasíður sem þú þarft að skoða Helgi Freyr Hafþórsson vafrar:

www.hvaderimatinn.is

Hellingur af uppskriftum, matseðlum og húsráðum. Tilvalið fyrir fólk sem skortir ímyndunarafl í eldhúsinu.

www.openoffice.is

Millifærðu með hraðfærslum í Appinu

Síða með helling af forritum sem nýtast vel í námi og starfi.

einn ... tveir og þrír!

bragi.arnastofnun.is Stórt og gott safn af íslenskum ljóðum og kvæðum.

bin.arnastofnun.is

Ertu í veseni með að fallbeygja orð? Ekki lengur.

borgar.net/programs/ ordavinda/

Orðavinda er mjög skemmtilegur og sjúklega ávanabindandi leikur, ekki verra að bæta við orðaforða sinn á meðan leik stendur.

www.nescafeplay.com/ main

Saknar þú þess að spila gömlu Nintendo leikina? Hér eru þeir allir saman komnir þér til mikillar ánægju.

www.hot.is

Hér getur fólk skráð inn hvað það borðar yfir daginn og séð strax næringargildi fæðunnar, algjör snilld fyrir þá sem vilja fylgjast með hvað það lætur niður í sig.

www.ted.com

Síða sem inniheldur ótrúlega mikið magn fyrirlestra af öllum stærðum og gerðum. Þessi er í miklu uppáhaldi.

www.wiziwig.tv www.tilvitnun.is

Safn af íslenskum málsháttum, orðatiltökum og spakmælum.

36

1.000 kr.

Síða sem hefur að geyma dagskrá yfir ýmsa viðburði sem eru í gangi í heimi íþróttana. Þarft þó að vera með forrit á borð við Sopcast til þess að þessi síða sé þér að einhverju gagni.

Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum.

Við bjóðum góða þjónustu

islandsbanki.is/ farsiminn Sími 440 4000

Skannaðu kóðann til að sækja Appið.


Hvar liggja mörkin? Erna Kristín Kristjánsdóttir skrifar:

Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla er hið

svokallaða fjórða vald. Það þýðir að fjölmiðlar eiga að upplýsa almenning um það sem löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald aðhafast og veita valdhöfum og stjórnendum landsins aðhald. Einnig eiga fjölmiðlar að veita almenningi í landinu upplýsingar sem eru mikilvægar og segja frá því sem fram fer í samfélaginu og heimsbyggðinni allri. Fjölmiðlar hafa þó í síauknum mæli leitast við að skemmta fólki í bland við það að flytja fréttir og að fræða. Fréttir í sjónvarpi eru stuttar og settar þannig fram að þær haldi fyrst og fremst athygli áhorfandans. Það má svo deila um það hvort það sem fjölmiðill setur fram sem frétt sé það í raun og veru og hvort verið sé að veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar. Sumir fjölmiðlar, eins og Séð og heyrt, ganga hreinlega út á það eitt að skemmta fólki og segja gróusögur af þekktum einstaklingum. Hvort þetta eru upplýsingar sem nauðsynlegt er að vita og þjóna einhverjum stærri sannleika er mjög umdeilanlegt og sennilega eru flestir sammála um að þarna sé farið að teygja hugtakið um fjórða valdið helst til langt.

Hlutverk fjölmiðla Sennilega geta flestir verið sammála um að góð fjölmiðlun sé öllum til hagsbóta og að hún sé nauðsynleg heilbrigðri umfjöllun um málefni sem varða almannaheill. Einnig eiga fjölmiðlar að upplýsa almenning um hvað stjórnvöld, dómsvaldið og ráðamenn eru að framkvæma í sínum störfum. Það getur aftur á móti verið þunn lína milli þess að fjalla um

38

atvinnu fólks og stjórnunarhætti annars vegar og fara inn á persónu þessa sama einstaklings hins vegar. Stundum er persónan þó fréttaefni, þá sérstaklega ef valdamikil persóna brýtur af sér á alvarlegan hátt í einkalífinu og það hefur áhrif á opinber störf viðkomandi. Hvar þessi mörk eru dregin og hvenær almannaheill er að veði er aftur á móti mjög óljóst oft á tíðum. Það er líka spurning hvenær manneskja verður opinber fígúra í fólksflórunni. Hverju þarf einstaklingur að hafa áorkað til að verða fréttamatur? Hér er línan orðin mjög óskýr og fullt af fólki verður að umfjöllunarefni fjölmiðla þrátt fyrir að hafa ekkert til þess unnið sem réttmætir umfang þess pláss sem þeir fá í umræðunni.

Athugasemdakerfin Alþingismenn eru einn hópur fólks sem stöðugt er á milli tannanna á fólki. Oftast vegna starfa þeirra og það getur því talist eðlilegt að um þau sé fjallað og að slík umfjöllun sé fólki til góðs. Aftur á móti færist í vöxt að persónan sjálf er fréttaefnið og oftar en ekki verður þessi hluti einstaklingsins fyrir barðinu á þeim sem skrifa athugasemdir í athugasemdakerfum fjölmiðla. Það eru innan við 10 ár síðan fór að bera á því að fréttamiðlar hér á landi bjóði upp á þennan valkost fyrir lesendur og hefur notkunin aukist hratt síðan. Umræðan innan þess heims sem þarna hefur skapast einkennist of oft af því að ráðist er á einstaklinginn sem um ræðir í fréttinni frekar en málefnið sjálft. það getur verið erfitt að sjá hvaða tilgangi slíkt umræðukerfi þjónar og virðist í það minnsta ekki hefja fjórða valdið á hærra plan.

Hverjir eru fréttaefni? Ung stúlka sem hittir frægan mann í útlöndum og á í ástarsambandi við hann er eitt dæmi um upplýsingar sem hafa ratað á síður fjölmiðla síðust ár hér á landi. Það er mjög erfitt að sýna fram á að slík umfjöllun þjóni almannahagsmunum. Við fáum stöðugt fréttir af því að vissir þekktir einstaklingar séu að stofna til sambands eða skilja eftir mislanga samvist. Hvort þetta er hlutverk fjölmiðla er erfitt að segja til um og sennilega verður hver lesandi fyrir sig að vega og meta gildi þessara svokölluðu frétta. Ólíkar ástæður liggja að baki því að einstaklingur er viðfangsefni fréttar. Oft á tíðum er fólk þar sjálfviljugt hvort heldur er vegna stöðu sinnar og starfa eða vegna þess að það hefur óskað eftir því af fúsum og frjálsum vilja. Það eru þó einnig dæmi þess að fólk lendir í umfjöllun gegn vilja sínum og eru ástæðurnar þá misréttlætanlegar. Stundum hefur fólk unnið til afreka og þá er greint frá því, aðrir hafa framið alvarlegan glæp og þess vegna verða þeir viðfangsefni fréttar. Þess eru þó dæmi að einstaklingar hafa lítið sem ekkert gert til að vinna sér inn umfjöllun en einhverra hluta vegna verða þeir engu að síður fréttamatur. Það að vera einstaklingurinn sem um ræðir er eitt en hvernig er það að vera ástvinur manneskju sem er sífellt á síðum blaðanna og á milli tannanna á fólki?

,,Hvernig samfélag viljum við?” Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir, dáleiðslutæknir og náms- og starfsráðgjafi er gift Birni Val Gíslasyni þingmanni. Vegna vinnu hans er mikið fjallað um hann í fjölmiðlum landsins. Þuríður segist þó orðin vön þessari umfjöllun enda hafi hann verið mikið í umræðunni í gegnum tíðina, til dæmis vegna vinnu sinnar í bæjarmálum á Ólafsfirði. Hún segir það óumflýjanlegt að eiginmaðurinn sé

sífellt í umfjöllun fjölmiðla þar sem starf hans felur að mörgu leyti í sér að hann sé að ræða málefni á opinberum vettvangi. Sá stormur sem er oft á tíðum umhverfis hann sé henni kunnur þar sem Björn Valur virðist komast í valdastöður á átakatímum og hún er því orðin vön að takast á við smá mótvind.

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir

Þuríður nefnir þó að oft á tíðum sé umfjöllunin óvægin og ósanngjörn og nefnir þar athugasemdakerfin sérstaklega. Henni finnst fjölmiðlarnir sjálfir oftast halda sig innan skynsamlegra marka en þeir sem gera athugsemdir við fréttirnar vera helst til harkalegir á stundum. Hún segir að fólk sýni oft mikla dómhörku án þess að hafa forsendur fyrir því. Þegar umræðan um eiginmann hennar fer á þetta plan getur það verið erfitt og þegar hún veit betur og er fullviss um heilindi maka síns þá er sárt að sitja undir því að lesa ósannindi og persónulegt níð sem hefur ekkert með málefnið að gera. Henni þykir þó vænt um það þegar vel er fjallað um Björn Val og talar um þá umfjöllun sem hann hefur fengið sem tónlistarmaður. Henni finnst hann líka fylginn sér og hann gengur úr skugga um að rétt sé eftir honum haft. Hún er líka stolt af því þegar hann kemur fram og vekur máls á málefnum sem aðrir þora ekki að snerta og að hann sér um að ganga á eftir þeim málefnum sem hann hefur trú á. Henni finnst jákvætt þegar maðurinn hennar kemur fram í fjölmiðlum á þeim forsendum.

39


Þuríði finnst vanta að fjölmiðlar sem bjóða upp á athugasemdakerfi við fréttir þurfi að sæta ábyrgð fyrir það sem þar er skrifað. Það ætti að vera einhver sem fer yfir það sem þar fer fram og taki út umræður sem fara klárlega yfir öll velsæmismörk. Hún segir fjölmiðlana alls ekki mega fría sig frá því sem þarna fer fram. Einnig nefnir hún að fullorðna fólkið sem skrifar níðingslega, er með dónaskap og ljótt orðbragð, þurfi að bera ábyrgð á hegðun sinni gagnvart börnum landsins og að við sem samfélag þurfum að fara að ákveða hvernig þjóðfélag við viljum búa í. Viljum við að börnin okkar alist upp við að það megi segja hvað sem er um hvern sem er á hvaða máta sem er, án þess að það hafi afleiðingar? Vill fólk sætta sig við þessa hegðun? Það er eins og fólk hugsi ekki endilega alla leið þegar það skrifar athugasemdir við fréttir, það virðist ekki hugsa til þess að á bak við fréttina er einstaklingur sem á fjölskyldu. Það sé jafn slæmt þegar fólk hugsar þá hugsun til enda en hikar samt ekki við að skrifa niðrandi orð og vera með dónaskap sem kemur fréttinni nákvæmlega ekkert við. Þuríður segir einnig að fjölmiðlar þurfi oft að gæta þess að fara rétt með mál og að þeir megi oft vanda sig betur við úrvinnslu frétta. Það er erfitt að heyra eða lesa fréttir um makann sem eru hreinlega rangar og augljóslega ekki gengið úr skugga um að staðreyndir málsins væru á rökum reistar. Hún segir að það komi einnig fyrir að fréttir séu fluttar um manninn hennar án þess að hans álits sér hreinlega leitað. Hún vill að þeir sem vinna og flytja fréttir geri það á málefnalegri hátt og að þeir séu gagnrýnni á eigin fréttir. Fjölmiðlamenn þurfi að spyrja sig hvort fréttin sé um eitthvað og ef svo er þjónar hún þeim tilgangi sem til er ætlast. Að lokum segir Þuríður að persónuníð kalli ekki á neitt annað en leiðindi en að málefnalegur fréttaflutningur bjóði upp á betri umræðu.

40

Linda Óladóttir

,,Ég skil ekki þennan áhuga fjölmiðla á henni” Linda Óladóttir, grunnskólakennari, er móðursystir Kristrúnar Aspar Barkardóttur sem varð þekkt eftir að hafa átt í ástarsambandi við frægan breskan fótboltakappa. Það er erfitt að sannfæra fólk um að fjölmiðlaumfjöllun um þessa ungu stúlku þjóni almannaheill. Það er ekki hægt að segja annað en að þarna sé eingöngu verið að uppfylla visst skemmtanagildi á hennar kostnað. Linda segir að umfjöllunin hafi verið erfið í byrjun en að þetta smá venjist. Hún segist ekki skilja þennan áhuga fjölmiðla og hvaðan hann komi. Einnig nefnir hún að umfjöllunin sé oft neikvæð og að það sé erfitt að skilja á hvaða forsendum slíkt er gert. Hún þekki frænku sína vel og að það sé erfitt að sitja undir ummælum um hana sem eru svo augljóslega ekki sönn. Hún nefnir einnig viðbrögð fólks almennt. Ef ekkert hefur komið um Kristrúnu í fjölmiðlum í smá tíma þá víkur það sér að henni að spyr hvort það sé bara ekkert að frétta af frænku hennar. Þetta finnst henni óþægilegt og skrítið. Lindu finnst umfjöllunin sjaldan eiga rétt á sér en þar sem frænka hennar er orðin opinber persóna þá komi upp aðstæður þar sem umræðan er réttlætanleg.

Nefnir hún helst dæmi þar sem unga stúlkan kemur sjálf fram og leiðréttir gróusögur og segir sína hlið á málunum. Þetta er sú umfjöllun þar sem Kristrún Ösp fær tækifæri til að sýna þá stúlku sem hún í raun og veru er og vinnur í að eyða þeim ranghugmyndum sem fjölmiðlarnir hafa dregið upp af henni. Linda segist sjaldan lesa ummæli sem rituð eru um frænku hennar í athugasemdakerfum fjölmiðlanna, henni finnst fólk þar skrifa eins og það haldi að engin lesi það sem það skrifar og hún er á sama máli og Þuríður að þarna þurfi einhvern til að hafa eftirlit með því sem fram fer. Að sama skapi eru þær stöllur sammála um að það þurfi að staðfesta heimildir og Linda segir að oft komi fréttir af frænku hennar sem eru teknir af Fésbókarsíðu hennar eða einhverra annarra sem eru að tala um hana. Er hægt að telja það til blaðamennsku? Linda vill benda á að frænka hennar á venjulega fjölskyldu og að hún er bara manneskja. Þeir sem skrifa hvað ljótast í athugasemdakerfin virðast ekki taka neitt tillit til þess og búa í sinni eigin kúlu ef þannig má að orði komast.

Þuríður og Linda eiga báðar ástvini sem landsmenn heyra mikið um í fjölmiðlun og hafa báðir þessir einstaklingar sætt óvæginni umfjöllun á stundum. Jafnvel að algjörlega ógrunduðu máli. Þarna er þó munur á, annar einstaklingurinn er að vinna starf í þágu almennings og er viljandi opinber persóna. Hinn er stúlka sem hitti mann og á í raun ekkert erindi við alþjóð. Í báðum tilfellum er þó fjölskylda að baki fréttaefninu sem ann viðkomandi og tekur nærri sér þegar rætnar tungur fara á kreik, oftast að tilefnislausu og algjöru hugsunarleysi að því er virðist. Fjórða vald fjölmiðlanna er án efa samfélaginu nauðsynlegt og veitir löggjafar-, framkvæmdaog dómsvaldinu aðhald. Það er þó spurning hvort það sé réttlætanlegt að teygja þetta vald út fyrir öll skynsemismörk. Línan er þó vandmeðfarin og skiljanlegt að stundum sé erfitt að draga hana en þegar umræður fara að snúast um persónur fólks frekar en afrek þeirra eða vinnu þá hljótum við sem samfélag að vera sammála um að þarna sé farið að troða vafasamar slóðir. Aðhald er okkur holt en hreint persónuníð, rangfærslur og illa unnar fréttir ættu aldrei að vera eitthvað sem við sættum okkur við.


Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri

Fastanefndir Áfram hélt endurskipulagning á félaginu á starfsárinu 2012-2013. Í kjölfar breytinga félagsins var ekki hjá því komist að endurskipuleggja aðkomu fulltrúa að störfum félagsins. Í stað fulltrúa FSHA koma nefndirnar Félags- og menningarlífsnefnd, Kynningarnefnd og Alþjóðanefnd. Nefndirnar samanstanda af einum formanni nefndar og fulltrúum undirfélaga. Með breytingum þessum er leitast við að virkja nefndir og gera þær öflugri í stöfum sínum í þágu stúdenta.

Um félagið Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. FSHA er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn undirfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. FSHA hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bakvið undirfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint.

Skrifstofa Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri Skrifstofan, sem staðsett er í G-húsi við bókasafn, ber heitið Höfuðborg og er opin alla virka daga. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuna í síma 460-8094 og gegnum netfangið fsha@fsha.is. Á skrifstofunni starfar framkvæmdastjórn félagsins. Á skrifstofuna getur þú leitað með öll þín mál varðandi námið og veru þína í Háskólanum á Akureyri. Við reynum að leysa úr öllum málum á skjótan og sem bestan hátt eða beinum þeim til þar til bærra aðila. Þér er einnig velkomið að kíkja til okkar í kaffi!

Undirfélög Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri Innan félagsins eru starfrækt sex undirfélög: Eir, félag heilbrigðisnema; Kumpáni, félag félagsvísindanema; Magister, félag kennaranema; Reki, félag viðskiptafræðinema; Stafnbúi, félag nema í auðlindafræðum og Þemis, félag laganema. Þau sinna hagsmunagæslu innan sinna deilda í háskólanum og starfa náið með stúdentaráði í sameiginlegum málum innan skólans. Einnig standa þau fyrir skemmtunum fyrir félagsmenn sína í formi kynninga, vísindaferða og annarra viðburða.

Stúdentaráð Stúdentaráð fer með æðsta vald félagsins á milli aðalfunda. Það vinnur markvisst að hagsmunum stúdenta innan Háskólans á Akureyri og utan hans. Ráðið fundar reglulega og sjá framkvæmdastjórn og fastanefndir um að framfylgja ákvörðunum þess. Stúdentaráð er skipað af framkvæmdastjórn og formönnum undirfélaganna. Framkvæmdastjórn Undir stúdentaráði starfar framkvæmdastjórn félagsins sem sér um daglegan rekstur félagsins sem og að halda skrifstofunni opinni.

42

Hvert getur þú leitað? Höfuðborg – skrifstofa Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri Á skrifstofu Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri fá stúdentar aðstoð í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan Háskólans á Akureyri sem snerta hagsmuni stúdenta. Þar eru veittar ráðleggingar um framhald málsins og hvernig viðkomandi geta leitað réttar síns innan háskólans. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa hin ýmsu mál sem upp kunna að koma. Skrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað. Fullrar nafnleyndar er gætt, nema samþykki um annað liggi fyrir. Á skrifstofunni er einnig hægt að nálgast almennar upplýsingar um starfsemi félagsins og undirfélaganna, skoða sögu þess og sitthvað fleira. Framkvæmdastjórnin er á skrifstofunni á opnunartíma hennar og hægt er að fá viðtal við formenn fastanefndanna eftir samkomulagi.

Undirfélög Undirfélögin sjá um málefni innan deilda skólans. Þangað geta stúdentar leitað með upplýsingar um starfsemi deildanna og gang mála. Ekki hika við að hafa samband við stjórnir undirfélaganna sem geta einnig vísað á aðrar leiðir sem hægt er að fara með hin ýmsu mál er snerta hagsmuni stúdenta.

Nemendaskrá og þjónustuborð í Miðborg Á þjónustuborðinu við aðalinnganginn í Miðborg er hægt að fá allar almennar upplýsingar og aðstoð sem og vottorð um skólavist og staðfest afrit af námsferlum og prófskírteinum. Þar er einnig hægt að nálgast stúdentaskírteini. Netfangið er nemskra@unak.is og síminn 460-8000.

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri Við Háskólann á Akureyri starfar náms- og starfsráðgjafi. Hann veitir ráðgjöf um náms- og starfsval, námstækni, skipulag á námstíma sem og ráðgjöf vegna sértækra námsörðugleika. Einnig veitir hann ráðgjöf varðandi starfsval og leiðir að námi loknu. Náms- og starfsráðgjöf leggur áherslu á að veita persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum einstaklinga og/eða hópa. Skrifstofa ráðgjafa er staðsett í E-húsi á Sólborg.

43


#gotthjáþér /gotthjather #gotthjáþér

Alþjóðaskrifstofa Verkefnastjóri alþjóðamála veitir stúdentum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf Háskólans á Akureyri og þau tækifæri sem þar liggja. Þar er hægt að kynna sér allt sem snýr að skiptinámi. Alþjóðaskrifstofan er staðsett í A-húsi, netfang runarg@unak.is.

Gagnasmiðja Ef tölvumálin eru í ólestri, þá geta stúdentar leitað til gagnasmiðjunnar. Starfsmenn hennar leiðbeina stúdentum með tölvumál, taka við ábendingum og veita aðgang að ýmsum tækjum. Gagnasmiðjan er staðsett á bókasafninu, gagn@unak.is.

Það er gott hjá þér að hugsa fram í tímann fyrir þá sem treysta á þig

Heimasíðan, fsha.is Á heimasíðunni, www.fsha.is, má finna allar upplýsingar og fréttir um starfsemi félagsins og undirrfélaganna. Kynntu þér málið!

LÍF- OG SJÚKDÓMATRYGGING FYRIR ÞIG OG FÓLKIÐ ÞITT Það er gott hjá þér að hugsa um heilsuna á hverjum degi, því þú veist að hún skiptir öllu máli, bæði fyrir þig og þá sem treysta á þig. Taktu næsta skref í dag og

láttu líf- og sjúkdómatryggja þig. Hafðu samband og starfsfólk VÍS veitir þér persónulega ráðgjöf. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

44

LÍFTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF.


Skatturinn eða skammturinn? Jóhann Skúli Björnsson skrifar:

Að vera ungur og félagslega virkur einstak-

lingur í íslensku samfélagi getur kostað sitt ef menn kjósa þann lífstíl að væta kverkarnar þegar útá lífið er haldið. Áfengisverð hefur á síðustu árum rokið upp og þá sérstaklega verð á sterku áfengi. Ekki er það því ábætandi á ungar sálir landsins sem þurfa hvort sem er að fást við djammviskubit, þynku og sálarleg blygruðnarbrot að þeir þurfi að bæta fjarhagslegum áhyggjum á þennan lista. Svo skemmtilega vill til að ungt fólk sem og aðrir áfengisneytendur hafa fundið sér aðra leið til að koma skilingarvitunum úr jafnvægi. Nú er hægt gera annað en að fara útí vínbúð og versla af ríkinu. Blaðamaður Félaga tók nafnlaust viðtal við einstakling sem hefur komið að bæði bruggi og sölu á heimagerðu áfengi oftast kallaður Landi og fékk hann til að útskýra hvernig það er að standa í þessu og fá svör við einhverjum af þeim spurningum sem oft vakna þegar Landa-umræðan fer af stað.

Er það satt sem þeir segja um landann? Landabrugg hefur verið stundað sennilega frá landnámi en hefur aldrei verið neitt sérstaklega viðurkennt í samfélaginu en hvað er landi? Svarið sem fékkst var að þetta er bara vodki, eini munurinn á þeim sem seldur er útúr ríkinu og þeim sem menn gera heima er að annar er frá Rússlandi eða Finnlandi og kostar líterinn um 9000kr. á meðan hitt er gert í heimahúsi í mun minna magni og er seldur á mun lægra verði.

46

Hættan á því að verða blindur er kominn frá þeirri sögu að menn séu að brugga tréspíra en samkvæmt því sem við fengum að vita er ekki hægt að búa til tréspíra með þeim græjum sem notuð eru í dag. Sögur um eitthvað klósetbrugg og tréspíra eru hreinilega bara hluti af raunveruleikanum og alls ekki íslenskur landi, „það er bara ekki svoleiðis“.

Hverjir brugga og hverjir kaupa?

Það er þá ekkert skrýtið við það með hækkandi áfengisverði hafi sala aukist á heimagerðu áfengi þar sem tilgangurinn af neyslunni er sá sami.

Blindfullur? Það sem kemur alltaf upp í umræðunni með landa er hættan sem stafar af því að drekka hann en eru þær áhyggjur á rökum reist? Það vill okkar heimildamaður ekki meina, markaðshópurinn er oftast þröngur og er því fljót að spyrjast út ef menn eru ekki að gera þetta almennilega.

Það virðist vera þannig að í raun og veru getur hver sem er gert þetta en til þess að þetta virki eru nokkur atriði sem menn verða athuga. Eins og önnur vara sem menn ætla sér að selja sem neysluvöru þá verða menn að gæta hreinlætis og kaupa inn góð hráefni. Mikilvægt er að hreinsa öll tæki vel og lagt er uppúr því að skila frá sér eins góðri vöru og hægt er. Þó svo að þetta sé ekki rekið eins og hefbundið fyrirtæki með föstu bókhaldi þá vilja menn ekki að það spyrjist út að varan þeirra sé léleg. Segjum þá að þessu sé öllu haldið til haga en þá vaknar sú spurning hver er þá að kaupa landan? Svarið var ekki lengi að koma, fólk á háskólaaldri er stærsti markaðshópurinn en það er virðist sem eldra fólk sé jafnvel líka orðið þreytt á að mata ríkið og horfi til landans sem kost í sína drykki. Fólk sem heldur veislur kýs þá frekar að nota landann í t.d. bollur þar sem það þarf aðeins brot af þeirri upphæð sem þarf að greiða út ef kaupa á af ríkinu.

Það er því greinilega markaður fyrir vörunni og samkvæmt því sem okkar heimildarmaður segjir væri ekkert mál að selja allt að 150 – 200 flöskur á viku í bæ eins og Akureyri en regla númer eitt hjá öllum þeim sem hafa eitthvað vit kemur í veg fyrir það. „Þú ferð ekki að selja krökkum, það er bara regla, það bara kemur ekki til greina, bæði það bara að þú hefur það ekkert á samviskunni að þú sérð einhvern dauðadrukkin börn niðrí bæ og heldur kannski á flösku sem þú veist að þú átt sjálfur.“

Get rich or die trying? Heimildarmaður okkar segjir að galdurinn til þess að þetta eigi allt að virka án þess að það sé ekkert vesen í gangi er að halda sig við litla framleiðslu, redda bara félögum og kunningum. Þá geta menn einbeint sér að því að gera þetta vel. Auðvitað eru sveiflur í verðinu á þessu eins og öllu, ef sykur, flöskur, hiti eða rafmagn sem dæmi hækkar í verði hefur það áhrif á innkomu þeirra sem eru að framleiða landann. Eins og okkur var sagt: „maður sé að fara kaupa sér einbýlishús eða eitthvað þannig, bara fínn auka peningur með skólanum.“ Samkvæmt þessu er hægt að draga þá ályktun að landi sé einfaldlega íslensk neysluvara framleitt af einstaklingum sem fengum sig fullsadda af skattkúgun ríkisvaldsins og vilja hjálpa litla manninum að skála. Það er spurning sem við leyfum þér lesandi góður að dæma.

47


Fรณlk รก gรถngunum


Að gera sér mat úr einhverju Helgi Freyr Hafþórsson matreiðir:

Ofnbakaður kjúklingur með beikon-hvítlaukssmjöri

Kjúklingurinn kryddaður með salti og pipar Þegar smjörið er tilbúið er því nuddað undir skinnið á kjúklingunum, dreifa því eins mikið inn í kjúklinginn og hægt er Restinni af smjörinu nuddað utan um allan kjúklinginn Kjúklingurinn settur í steikarpottinn, ofan á rauðlaukinn Rauðlaukurinn hefur það hlutverk að jafna út steikinguna á kjúklingnum, auk þess að gefa bragð Baka kjúklinginn í 180° heitum ofni í klst. (mikilvægt að athuga samt hvort kjúklingurinn sé full eldaður áður en hann er tekinn út)

Þú þarft:

Heilan kjúkling Kartöflur 1 stykki rauðlauk Beikon Ferska steinselju 150-175 gr. smjör Ólífuolíu 4-6 hvítlauksgeira

Kartöflur skornar í skífur, kryddaðar með salti og pipar og steiktar upp úr olive olíu (passa að setja ekki of mikið af henni) Kartöflunum ýtt til hliðar í steikarpottinum til að búa til pláss í miðjunni Rauðlaukurinn skorinn niður í skífur og raða í miðjuna Hvítlauksgeirarnir (2-3) settur með kartöflunum í hliðarnar, mikilvægt að taka ekki hýðið af þeim annars geta þeir brunnið í bakstrinum

Beikonhvítlaukssmjör:

Til að einfalda að blanda smjörið er hægt að setja það í skál og í örbylgjuofn í ca. 10 sekúndur Steinselja skorin gróft niður Hvítlaukurinn skorinn (2-3 geirar eða eftir smekk) Beikon skorið niður og svo öllu blandað saman við smjörið

50

Sjávarréttapasta í tortilla skál Þú þarft:

Spaghetti Sveppi Rauðlauk Kókosmjólk Karrý Jalapeno ost Blandað sjávarfang Rjóma Mjólk Stóra tortilla köku

Rjómi settur í pott með jalapeno osti og kókosmjólk Þegar osturinn er bráðnaður skal krydda sósuna með karrý eftir smekk Rauðlaukur og sveppir skornir og sett í sósuna og látið sjóða í smástund Rjómi verður þykkri eftir því sem hann síður lengur Ef sósan verður of þykk er hægt að þynna hana út með mjólk Ef sósan verður of þunn er hægt að bæta við meiri rjóma og sjóða lengur Sjávarfangið fer síðast í sósuna og það þarf að sjóða í ca. 10 mínútur Soðnu speghettíi bætt við í restina og hrært vel saman

51


Oreo súkkulaðikaka

Tortillaskál:

Ofn forhitaður í 180°, stillt á blástur Stór tortilla kaka sett á disk og olía borin á báðar hliðar kökunnar Hita kökuna í 10-15 sekúndur í örbylgjuofni Búa þarf til ágætlega stóra kúlu úr álpappír og hún lögð í ofnskúffu Þegar kakan er orðin heit þá er hún lögð yfir álpappír kúluna og mótuð þangað til að hún verður að skál Mikilvægt er að slétta botninn svo skálin geti staðið eftir bakstur Það tekur 5-8 mínútur að baka skálina, fylgjast þarf vel með á meðan skálin er að bakast Skálin er tilbúin þegar hún er orðin stökk

Í ÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.

F í t o n / S Í A

Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.

Þú þarft:

2x Oreo kexpakka Betty Crocker kökumix Betty Crocker súkkulaðikrem Kaffi Eplamauk/eplamús Hægt er að notast við hvaða skúffuköku eða brownies uppskrift sem er Í þessu tilviki verður notast við eins auðvelda leið og hægt er, s.s. Betty Crocker, því þarf að fylgja þeim leiðbeiningum sem standa á pakkningu Eplamauk/eplamús er hér notuð í stað eggja - ein stútfull matskeið af eplamauki/ eplamús fyrir eitt egg 8 stk. oreo kexkökur muldar fínt niður og þeim blandað við kökumixið Gott er að hafa í huga að setja þarf örlítið meira af vökva í kökumixið en leiðbeiningar á pakkanum segja til útaf kexinu Kökumixið sett í form og bakað eins og leiðbeiningar segja til um Örlitlu af sterku kaffi bætt við súkkulaðikremið Þegar kakan er bökuð og búin að kólna þá er kremið sett á hana Oreo kex mulið gróft niður og kaka skreytt að vild

53


Dansað á LÍNunni

Is it true?

Hildur Sif Thorarensen skrifar:

Fyrir okkur námsmenn þá er lykilatriði að framfærslan á meðan á skólagöngunni stendur sé

næg og þar er Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) stærsti áhrifavaldurinn. Hingað til hefur námsmönnum hinsvegar verið refsað ef þeim dettur í hug að auka tekjur sínar með einhvers konar vinnu þar sem lánsupphæðin verður fyrir skerðingu eftir 750 þúsund krónur. Inn í þessa upphæð falla sumarlaunin þar sem eingöngu er lánað til 9 mánaða og þá er lítið svigrúm eftir til að deila yfir veturinn. Þessi hugsun hefur enn ekki gegnið upp í mínum huga því meiri skatttekjur ættu að bæta hag ríkisins og þar með lánasjóðsins. Vissulega er eðlilegt að námsmenn sinni náminu sínu og það er sjónarmið sem oft hefur verið notað í þessari umræðu. Það er hins vegar óeðlilegt að lánasjóðurinn ákveði hversu mikið námsmaðurinn má vinna eða hvernig hann nýtir tímann sinn. Þar sem lánin eru háð því að námsmaðurinn standi sig í námi þá ætti það að vera val hans hversu mikinn tíma hann tekur frá lestrinum í vinnu.

Reglurnar um skerðingu eru ekki það eina sem er einkennilegt við hugmyndafræði Lánas-

jóðsins því einnig hefur verið ákveðið að hafa grunnframfærsluna lægri en útborgaðar atvinnuleysisbætur. Námsmaðurinn er því knúinn til að vinna með náminu óháð því hvort hann hefur áhuga á því eða ekki. Núverandi grunnframfærsla námsmanns án barns er 140.600 krónum en neysluviðmið velferðarráðuneytisins gefur til kynna að heimili með einum einstaklingi þurfi 228.047 krónur í framfærslu og þá er húsnæðiskostnaður ekki meðtalinn. Þarna eru ríkisstofnanirnar ekki sammála um kostnaðinn við fæði og uppihald en tel ég þó velferðarráðuneytið vera nær tölunni en lánasjóðinn enda er leiga á stúdentaíbúðum minnst um 70 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir fæði, ferðir og annan kostnað við uppihald.

Af þessum upplýsingum að dæma er ekki annað að sjá en að búið sé að setja námsmanninn

og hans framfærslu í sjálfheldu. Hann verður að vinna til að geta átt í sig og á en hann má ekki vinna því þá lækkar lánsupphæðin sem hann á að nota sem meginframfærslu. Nú er rétt að geta þess að lánin í dag eru verðtryggð og með allt að 3% vöxtum og því er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja tekjutenginguna og hvaða hagsmuni Lánasjóðurinn eða þjóðfélagið hefur af henni. Er ekki betra að lána nóg fyrir háskólanum og leyfa nemendum að haga frítímanum sínum eins og þeir vilja? Sumir hafa gaman af vinnu og finnst hún jafnvel hjálpa sér í náminu, hvers vegna að refsa fólki fyrir það viðhorf ? Viljum við letjandi kerfi eða viljum við frelsi til að gera það sem okkur langar á meðan við uppfyllum reglurnar (námsárangurinn). Ég verð að segja fyrir mitt leyti að kerfi sem refsar mér fyrir vinnu er ekki gott kerfi.

54

Cécile Coullet writes:

A

stonishing! This is the way one of my friends reacted when I showed her how the snowstorm hit the island in early November. I can not believe that life has developed there! That day, I laughed. Of course, it has to be taken with some second-degree, but basically, here is the idea: if we take the statement that winter lasts a year in Iceland (or several months, depending on different points of view), therefore, it can be quite legitimate to consider the island as a wasteland, where only nature rules.

It is half true but there is for sure some human life. One forgets about the vikings stereotypes

and the fur fashion style. Here, we talk about good geezers, who wear jeans and high-heeled shoes. Nothing more common??. And so, how do these people cohabit with the snow and the ice? All that I always hold in contempt??. Actually, I am wondering what I am doing here. I think I have been sent to attest. Like a mission. My conclusion is disappointing: people from the North are like us. Yes, but they do not lock themselves in their houses, they do not blame the facilities (do you?), and they do not fall down every two meters. They make do with living and putting into practice their savoir-faire.

I will always remember that weekend in November. It was Airwaves Festival and I needed to

go. I had to leave Akureyri and reach Reykjavik. If we were living in France, I would have made a stroke on it and I would have gone back to my bed. Here, I only needed to find an excellent Icelandic driver (the adjective excellent was added later, once I noticed I survived). We reached Reykjavik in 5 hours, despite the storm which confused the roads. He gave me a simple answer when I asked him if it was not too dangerous to join the capital in these conditions: « We will drive the Icelandic way, but don’t worry, we are not crazy. Wait. What does this mean, the Icelandic way ?! Well, we drive and we see how it goes... Icelandic people would never do anything if they were afraid of the weather ». While listening to his philosophy I could not contain a smile. I remembered that a year ago I got stuck on the highways because of 30 millimeters of snow. It took me 5 hours to reach my home, situated 15 km further... And I still hear him repeating to me that he will do his best, that we will arrive in Reykjavik on time because he wanted me to enjoy the Airwaves. So what do you want me to say?

Of course I also want to experience again and again some improvised courses on the ice. Oh, the ice, this scourge that affects the island. The same one that drove me mad many times. This is serious, it dizzes?? you and frightens you to the bones! I tried to understand how Icelanders deal with it. They showed me. Bend your knees like that, put you arms like this. Be flex, be happy. We walked down this street in a funny way and still today I am thinking about this time and try to act as if it was normal. Iceland, its nature and its landscapes. And of course, its people make you happy by sharing some moments. These moments that heal you and appease you. Do they know that?!

55


Reykjavík þú vekur mig Sigríður R. Marrow Arnþórsdóttir skrifar:

B

orgina okkar þarf vart að kynna en ýmsa fjársjóði er þó þar að finna og sérstaklega í miðborginni. Eftirfarandi eru tillögur fyrir ævintýragjarna fjársjóðsleitendur sem vilja tilbreytingu í könnunarleiðangri um höfuðborg landsins.

Lunch beat Reykjavík

Er hreyfing sem var stofnuð í Stokkhólmi af 14 manna hópi sem vantaði orku í hádeginu. Lunch Beat er hádegisdiskó sem haldið er á mismunandi stöðum einu sinni til tvisvar í mánuði í klukkutíma í senn. Hreyfingin hefur nú stækkað og var fyrsti viðburður hennar á Íslandi haldin í Reykjavík 22. ágúst í Hörpunni. Þar er boðið upp á dúndrandi tónlist, ódýran hádegismat og trylltan dans. Markmiðið með þessu er að allir geti dansað, hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Fylgist með Lunch Beat Reykjavík á Facebooksíðu þeirra. Þetta brýtur svo sannarlega upp hversdagsleikann. Ef þú mætir, þá þarftu að dansa !

Grái kötturinn

Staðsettur á Hverfisgötu gegnt Þjóðmenningarhúsinu og ætti að vera draumastaður morgunhanans. Staðurinn sérhæfir sig í morgunmat og brunch og opnar kl: 07:00 alla virka daga og 08:00 um helgar. Þar getur þú borðað á þig gat af ristuðu brauði, beyglum, amerískum pönnukökum, beikoni og eggjum. Í hillum eru bækur sem þú getur lesið á meðan þú tekur fyrsta kaffibolla dagsins. Kósý umhverfi og góður staður til þess að byrja daginn á.

BanThai

Micro Bar

Föstudaginn 1. júní 2012 opnaði bruggbar í Austurstræti 6 þar sem markmiðið er að bjóða upp á kranabjór frá íslenskum brugghúsum. Þar er ekki seldur bjór frá Vífilfelli eða Ölgerðinni. Úrvalið er glæsilegt, en á krana eru 8 íslenskir bjórar, frá Gæðing öl: Micro, IPA, pale ale, lager og stout, einnig eru þeir með Kalda og ýmsa flöskubjóra. Eflaust er þar að finna mesta bjórúrval í bænum. Tilvalinn staður fyrir bjór-áhugafólk.

Útúrdúr

Staðsett á Hverfisgötu 42 og er listamannarekin starfsemi sem stofnuð var árið 2007. Þarna geta listamenn komið útgáfu-tengdri list sinni á framfæri og lögð er áhersla á fjölbreytt efni eins og rit, bækur, bæklinga, plaköt, bókverk og fleira. Útúrdúr er einnig sýningar og framleiðslustaður.

56

Mokka

Staðsett á Skólavörðustíg 3a er elsta óbreytta kaffihús miðbæjarins, en kaffihúsið var stofnað árið 1958 og er enn í eigu sömu fjölskyldunnar. Staðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem bauð gestum upp á ítalskt kaffi. Frá upphafi hafa þar verið haldnar myndlistarsýningar og hafa margir virtir listamenn sýnt verk sín í gegnum árin. Í hverju hádegi á virkum dögum koma saman fastagestir staðarins sem eru listamenn af ýmsu tagi en þó í meiri hluta karlmenn. Þú hefur ekki farið á almenninlegt miðbæjarrölt fyrr en þú hefur heimsótt Kaffi Mokka!

Margverðlaunaður staður fyrir mat og þykir vera einn sá besti tælenski veitingastaðurinn í Reykjavík. BanThai hefur verið starfræktur í 22 ár og þar getur þú fundið alla uppáhalds tælensku réttina þína og rétti sem þú finnur ekki á öðrum stöðum. Hann er aðeins í dýrari kantinum, enda gæðin mikið betri en gengur og gerist. Það sem gerir Banthai svo skemmtilegan er umhverfið, en hann er staðsettur meðfram Laugavegi við Hlemm og leynir á sér þar sem yfirbragð staðarins þykir ekki vera mjög aðlaðandi. Heimilislegur, fjölskyldurekinn staður sem kitlar bragðlaukanna.

Rauðhetta & Úlfurinn

Skemmtileg og hressandi hárgreiðslustofa á Skólavörðustíg þar sem meirihluti klipparanna eru karlmenn. Hárgreiðslumennirnir eru heldur betur uppátækjasamir og þú veist aldrei á hverju þá átt von þegar þú sest í stólinn hjá þeim. Til dæmis var yfirvaraskeggi skellt á undirritaða á meðan klippingu stóð. Gerir ferð á hárgreiðslustofu að tilhlökkunarefni þar sem andrúmsloftið er fullt af kímni og skemmtilegheitum og fær brosvöðvinn sína þjálfun. Staðurinn er frumlega innréttaður, en m.a. er að finna fermingarmyndir klipparanna upp á vegg. Þarna fara allar helstu rokkstjörnur bæjarins í klippingu.

57


Þegar ég var kölluð borð

Kristín Þóra Jóhannsdóttir skrifar:

S

kemmtilegur misskilningur átti sér stað milli mín og vinkonu minnar um helgina sem leið. Þessi vinkona mín er góð vinkona mín, köllum hana Sigríði Rut Marrow, Siggu. Við höfum þekkst í stuttan tíma, við stöllurnar kynntumst í fyrra í háskólanum en urðum ekki góðar vinkonur fyrr en seinasta vor. Við náum vel saman, grínumst mikið og höfum gaman þegar við hittumst. Hún er nefnilega fjarnemi en ég staðarnemi svo við hittumst afar sjaldan. Hún kom þó hingað norður í vikunni seinustu í svokallaða lotu og fögnuðum ærlega þegar strembinni lærdómsviku leið og hentumst í dansskóna og ætluðum út að djamma. Við vorum staddar í partýi í heimahúsi niðri í miðbæ Akureyrar. Hópurinn hafði ákveðið að fara tía sig út á lífið þegar vinkonunni varð mál og skundaðist á skálina. Allir voru að gera sig til fyrir brottför og þar var ég engin undantekning. Ég var næstum því tilbúin, átti bara eftir að reima á mig klossanna. Ég beygði mig niður svo að afturendi minn horfði tignarlegur upp til himins, á þeirri stundu gekk Sigga út af klósettinu, snýr sér til hægri og gengur á mig (afturendann) svo ég byltist. „Æj fyrirgefðu ég sá þig ekki“ segir hún, „ég hélt þú værir borð“. Tíminn virtist stöðvast. Ég var ekki viss um hvort ég hafi heyrt vitlaust. Er hún að kalla mig borð? Ég spyr hana „fyrirgefðu, hvað sagðiru?“ „NEI sko ég meinti það ekki, æj ég bara labbaði, eða þú veist horfði ekki“ á þessari stundu sat ég ekki á mér og sprakk. Sprakk úr hlátri. Við tvær, gestgjafinn og aðrir gestir stóðum í hláturskasti og áttum erfitt með að jafna okkur almennilega eftir þessa uppákomu. Ég viðurkenni fúslega að ég er sver á marga kanta og hef verið kölluð ýmislegt yfir ævina en borð var nú ekki eitt af því. Og aldrei hefði mig grunað að á einhverjum tímapunkti í lífi mínu yrði mér líkt við borð. Hvað sem því nú líður stillti ég mér upp aftur upp sem borði og spurði Siggu hvort ég væri úr eik eða kirsuberjavið? Þar náði hún, ljúflingurinn sá, að bjarga sér fyrir horn og sagði „skiptir ekki máli, þú værir pottþétt rándýrt design borð“.

58


NÁ M ER FJA LLGA NGA M E Ð FJ A L L R AV E N ERUÐ ÞÉR

UN DIR BÚIN

Verið hjartanlega velkomin. Geysir Skólavörðustíg 16, Akureyri & Haukadal . www.geysir.net – Sími 519 6000.

Skólablaðið Félagi - vorblað 2013  

Vorblað Félaga 2013. Útgefandi er Kumpáni, félag félagsvísindanema HA. Ritstýra er Regína Björk Vignis Sigurðardóttir.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you