Kynningarskjal

Page 7

p.7

LA CULTURE ISLANDAISE EN FRANCE

Hin norðurlöndin Á hátíðnni 2014 var sérstakur dagskrárliður í samstarfi við Finnsku menningarstofnunia í París og verður framhald á því samstarfi 2015. Á hátíðinni 2014 voru sýndar íslenskar og finnskar stuttmyndir í bíósal Intitut finlandais, gestum gafst tækifæri á að smakka íslenskan mat, bókakynning var haldin, o.fl. Einnig var samstarf við Noreg á hátíðinni 2014; norsku tónlistarkonunni Thérese Aune var boðið að koma fram, en hún hefur spilað á Iceland Airwaves hátíðinni ásamt því sem að síðasta plata hennar er tekin upp á Íslandi.

Air d’Islande er sem áður hátíð þar sem Ísland og íslensk menning er í öndvegi og endurspeglast það í dagskránni. Það má hins vegar vera ljóst að fyrir okkur íslendinga þá njótum við góðs af slíku samstarfi þegar kemur að þvi að kynna íslenska menningu í París og Frakklandi, en t.d. hafa Svíar, Danir, Norðmenn og Finnar, öll glæsileg húsakynni sem hafa það hlutverk að kynna löndin og menningu þeirra árið um kring.

Með því að vera í samstarfi við hin norðurlöndin stefnir Air d’Islande að því að ná til stærri markhóps í Frakklandi.

Therese Aune á Point Ephémère á Air d’Islande 2014


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.