Bdideftirbarni 1kafli 14mai2014

Page 15

skoðunar og fara ekki þaðan fyrr en allt er í lagi með allar umsóknir sem tengjast viðkomandi mánuði. Oftast hefur verið skoðaður einn mánuður í einu en það virðist hins vegar vera að breytast og nú er yfirleitt hálfur mánuður í senn. Matching Room er þar sem börn eru pöruð við umsækjendur og sagan segir að reynt sé að finna einhver líkindi með þeim og myndum umsækjenda. Táknið gangi þér vel

Óstaðfest Fyrst er það jákvæða slúðrið:

Síðustu viku hefur sá orðrómur gengið fjöllum hærra að septembermánuður sé kominn í skoðunarherbergið. Ef þetta er satt þá virðist sem CCAA sé á fullu við að vinna upp tímann sem hefur verið að lengjast að undanförnu. Þar af leiðandi ef þetta er satt, þá eru bara tveir mánuðir í að okkar pappírar fari í skoðun! Hipp, hipp húrra!

Þá er það neikvæða slúðrið: Eitt sem er nýlega farið af stað, og ef það er satt, þá er útlitið öllu verra. Það er einstaklingur í febrúar Yahoo póstgrúbbu (fólk með umsóknir tiltekna mánuði hefur safnast saman í póstgrúbbur til að deila á milli sín upplýsingum) sem fullyrðir að CCAA hafi sagt tveimur sænskum ættleiðingarfélögum að biðtíminn muni fljótlega fara að lengjast í 18 mánuði. Þetta eru skelfilegar fréttir en um leið ótrúlegar. Af hverju lætur CCAA bara Svíana vita? Er það ekki frekar ótrúlegt? Mundu þeir ekki setja þetta á heimasíðuna sína ef tíminn væri að lengjast svona? Ég kýs að trúa þessu fyrra, alla vega þangað til næstu upplýsingar verða birtar!

15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.