Page 1

690310 0 3 4 5 0 2

Útrásin kom til hjálpar

5

„Við gætum ímyndað okkur stöðuna ef Marel hefði ekki ráðist í útrás og yfirtökur á síðustu árum. Marel væri þá eingöngu að þjónusta villtan fisk á Norður-Atlantshafi,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyris. Hann viðurkennir að síðustu tvö ár hafi verið » 18-20 erfið en lærdómsrík og er bjartsýnn á framtíðina. 

vb.is fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Örlæti auðkýfinga

32. tbl. 17. árg.

Sextíu milljarðamæringar ætla að gefa helming eigna sinna eða meira til góðgerðamála. Um er að ræða gríðarlegar upphæðir. » 12-13

Einhæf krafa um hlutverk stjórna Stjórnir fjármálafyrirtækja hafa ekki eingöngu hlutverk við eftirlit heldur líka stefnumótun að mati Höllu Tómasdóttur. » 16-17Viðskipti Áreiðanleikakönnun á Sjóvá lokahnykkurinn í sölu fyrirtækisins

Evran góð fyrir bókhaldið

Sjóvá að seljast

Sjávarútvegsfyrirtækin­ gera upp í evrum og staða þeirra batnar um milljarða króna. » 8-9

Sparisjóðavandræði Enn er deilt um hvað eigi að gera við Byr og SpKef. » 10

> Heiðar Már Guðjónsson, Ársæll Valfells, Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir meðal þeirra sem vilja kaupa Sjóvá.

Sport og peningar

Enski boltinn í kreppu Mörg félög í enska boltanum standa höllum fæti. » 24

> Gert ráð fyrir að 40% hlutur verði seldur fyrst.

Óðinn skrifar um

> Fjárfestar fá kauprétt á þeim 60% sem eftir standa.  »6

sparnaðarráð fyrir Rúv og skuldir OR. » 25vb mynd/BIG

Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

www.ils.is

Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969


fréttir

2|

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Lárus Welding var með rúmar 10 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 

VB MYND/HARI

Tekjur Laun fyrrverandi stjórnenda fallinna félaga voru há á árinu 2009

Launaháir stjórnendur Fjölmörg fyrirtæki hafa farið halloka eftir fall bankanna. Viðskiptablaðið tók saman laun nokkurra fyrrverandi forstjóra og sparisjóðsstjóra á árinu 2009. Hallgrímur Oddsson hallgrimur@vb.is

Laun fyrrverandi stjórnenda fyrirtækja sem fallið hafa í valinn á síðustu tveimur árum voru rífleg á árinu 2009. Á lista Viðskiptablaðsins yfir laun fyrrverandi stjórnenda fallinna fyrirtækja er þó mikill munur á launahæsta og launalægsta manni. Sá er trónir á toppnum er með um 13 sinnum hærri mánaðartekjur en sá neðsti á listanum. Mánaðartekjur eru reiknaðar út frá heildargreiðslu opinberra gjalda á árinu 2009. Listinn er ekki tæmandi en hann er unnin úr gögnum Tekjublaðs Frjálsar verslunar og tekjusíðu á vísir.is.

Aluminum Company (Nasdaq:NENX GS)

Efnahagsfréttir »» Vöruskipti við útlönd í júlí voru hagstæð um 4,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útfutningur nam 43,9 milljörðum króna í mánuðinum og innflutningur nam 39,4 milljörðum króna. »» Á milli ára fjölgaði gistinóttum á hótelum um 5% í júní. Mest var fjölgunin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjunum. Þar fjölgaði gistinóttum um 12-13%.

Á

S

O

N

D

J F 2007

M

A

M

Helma Jóhannesdóttir Viðskiptastjóri Borgartúni

arsparnað sinn og skýrir það háar greiðslur opinberra gjalda á síðasta ári. Sparisjóður Keflavíkur var tekinn yfir af ríkinu í apríl síðastliðnum. Næstur á eftir Geirmundi á listanum er Árni Pétur Jónsson, fyrrum forstjóri Teymis. Hann gegndi einnig stöðu forstjóra Vodafone þar til hann skildi við félögin á síðari hluta árs í fyrra. Skuldastaða Teymis versnaði mikið í kjölfar bankahrunsins og svo fór að hluta af skuldum félagsins var breytt í hlutafé. Nauðarsamningaferlinu lauk sumarið 2009 þegar kröfuhafar Teymis eignuðust fyrirtækið að fullu. Launaháir stjórar fjármálafyrirtækja Lárus Welding, sem var forstjóri Glitnis við fall bankans, og Jón Sig-

urðsson, fyrrverandi forstjóri Stoða, sem áttu stóran hlut í Glitni , greiddu einnig rífleg gjöld til hins opinbera á síðasta ári. Samkvæmt álagningarskrá var Lárus með tæpar 11 milljónir á mánuði í tekjur. Jón þénaði um þremur milljónum krónum minna. Fyrrum forstjórar Existu, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, voru á síðasta ári með rúmlega 3 milljónir á mánuði hvor samkvæmt álagningarskrá. Eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku mun Exista greiða kröfuhöfum sínum á bilinu 7-52% af kröfum á næstu 10-20 árum, samkvæmt nauðarsamnings­ frumvarpi sem liggur fyrir. Stjórn Existu ætlar að freista þess að rifta tilteknum gjörningum sem fyrrum eigendur og stjórnendur félagsins framkvæmdu..

Geirmundur efstur á blaði Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, er efstur á blaði með rúmar 20 milljónir á mánuði. Geirmundur greiddi tæpar 100 milljónir í álögð gjöld. Fjórir einstaklingar greiddu hærri opinber gjöld á árinu 2009. Geirmundur hætti sem sparisjóðsstjóri SpKef um mitt ár 2009 þar sem hann hafði verið sparisjóðsstjóri í 17 ár og verið þar innanhúss í alls 45 ár. Þegar hann hætti störfum leysti hann út séreign-

Íslendingar velja MP banka *Heimild: Frétt Viðskiptablaðsins 16. júní

Við erum stolt af niðurstöðum könnunar sem sýnir að MP banki er fyrsti valkostur Íslendinga þegar kemur að bankaviðskiptum.* Hafðu samband í síma 540 3200, á www.mp.is eða komdu í heimsókn í útibú okkar. Við tökum vel á móti þér.

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is


iPad 3G W iFi 16GB

139.900

KR.*

*Gegn 6 mánaða bindingu í 3G Netinu 3: 1.590 kr. á mán., 3G Netinu 4: 3.090 kr. á mán. eða 3G Netinu 5: 5.090 kr. á mán.

E N N E M M / S Í A / NM4 3 0 6 3

*Gegn 6 mána ða bindingu í 3G Netinu, áskrift 3, 4 eð a 5.

iPad 3G er kominn! Þú getur nælt þér í glænýjan iPad í verslun Símans í Kringlunni. Tryggðu þér eintak í dag því magnið er takmarkað.

Það er 800 7000 - siminn.is


4|

fréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Í STUTTU MÁLI

Samstarfsaðili ársins 2010 »»Maritech hlaut verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2010“ hjá Microsoft á alþjóðlegri ráðstefnu Microsoft, WPC 2010, Microsoft Worldwide Partner Conference, sem haldin var í Washington D.C. um miðjan júlí. Fyrirtækið var valið úr alþjóðlegum hópi nærri 3.000 samstarfsaðila Microsoft sem veita viðskiptavinum markaðsmiðaðar lausnir byggðar á tækni frá Microsoft. Allison Watson, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft sagði að Maritech hafi skarað fram úr í gæðum og nýsköpun með því að samræma afburðaþekkingu á heimamarkaði og framúrskarandi lausnir og þjónustu sem mætir þörfum viðskiptavina.

Hlutur Salts rennur til HR »»Hlutur Salts Investments, eignarhaldsfélags Róberts Wessman, í Bakhjörlum, sem á 38% hlut í Háskólanum í Reykjavík, mun renna til HR. Salt á 78% hlut í Bakhjörlum. Hlutur þess í HR var gegn því skilyrði að HR yrði styrktur um milljarð króna. Um helmingur upphæðar­innar var reiddur af hendi. „Eftirstöðvar voru valkvæðar, við vorum því ekki bundnir því að greiða viðbótina. Samkomulagið var á þann hátt að ef við myndum ekki borga þá myndum við skila hlutnum. Það sem var búið að greiða yrði einfaldlega gjöf til skólans,“ segir Árni Harðarson forstjóri Salt. Félagið á nú í viðræðum við lánardrottna sína, sem eru Glitnir, Landsbankinn og Straumur, um uppgjör félagsins. Áður hefur komið fram að eigið fé félagsins á síðasta ári var neikvætt um tæpa 9 milljarða. Hlutur Salt í Bakhjörlum er ekki undir í uppgjörinu.

Á öndverðum meiði um Össur »»Sérfræðingar SEB Enskilda og Nordea eru á öndverðum meiði þegar kemur að fjárfestingarráðgjöf á hlutabréfum Össurar. SEB mælir með kaupum en Nordea ráðleggur fjárfestum að selja bréfin. Sérfræðingar bankanna voru þó ánægðir með uppgjör Össurar á öðrum ársfjórðungi og hækkuðu verðmöt sín: SEB hækkaði verðmatið í 11,5 danskar krónur á hlut en Nordea hækkaði sitt úr 7,2 í 8,0 DKR á hlut. Hluturinn stóð í 10,3 eftir lokun markaða í fyrradag. Greinendur SEB telja að forsvarsmenn Össurar séu enn of íhaldssamir þrátt fyrir að hafa hækkað síðustu áætlun eftir uppgjör annars ársfjórðungs. Þeir telja jafnvel að innri vöxtur félagsins verði 8% á þessu ári og EBITDA-vöxtur um 16%, hvorttveggja vel yfir nýrri uppfærðri áætlun stjórnenda. »»

Greiddu 160 milljónir fyrir Apple umboðið

»»Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir íslenska Apple umboðið. Umboðið var keypt af þrotabúi Humac ehf. en í vikunni var tilkynnt um skiptalok Humac. Glitnir fékk 160 milljónirnar upp í veðkröfur, sem námu samtals 974 milljónum króna. Forgangskröfur í búið námu tæpum 13 milljónum króna en upp í þær greiddust 1,8 milljónir króna. Almennar kröfur námu 88 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur og eins og áður segir 160 milljónir króna upp í veðkröfur. Aðilar tengdir Baugi Group keyptu Humac af Bjarna Ákasyni og fleiri hluthöfum vorið 2007. Þá var félagið verðmetið á 1,5 milljarð króna samkvæmt frétt á vísir.is.

Mjólkuriðnaður Bjarni Bærings hjá Vesturmjólk gagnrýnir stöðuna

Tvö fyrirtæki nær einráð Í mjólkuriðnaði hefur ríkt skaðleg samþjöppun að mati Samkeppnis­ eftirlitsins. Tvö fyrirtæki ráða nú yfir nær allri framleiðslunni sem nýtir mjólk sem framleidd er í ríkisstyrktu kvótakerfi. Hörður Kristjánsson hkr@vb.is

í kjölfar efnahagshrunsins. Nú hefur Vestur­mjólk verið stofnuð á sömu forsendum og Mjólka starfaði áður. Vesturmjólk hefur unnið að því að setja upp mjólkurvinnslu að Vallarási 7-9 í Borgarnesi. Þar er m.a. byggt á um 420.000 lítra kvóta Bjarna Bærings. Segist hann vilja nýta þann kvóta og alla þá mjólk sem hann geti keypt hvort sem það er framleitt í kvótakerfi eða utan þess. Frumvarpi landbúnaðarráðherra sé augljóslega stefnt gegn þessu..

Kvótakerfi á útleið Bjarni segist þó ekki sjá annað en að frumvarpið hljóti að verða sett í frost vegna víðtækrar andstöðu í landinu. Þá sé ljóst að kvótakerfið í landbúnaði sé að renna sitt skeið á enda. „Það er að sýna sig allsstaðar í heiminum. Evrópusambandið er að leggja það niður 2015. Þá er búið að gefa það út hér að núverandi samningar um kvóta gildi bara til ársloka 2014. Því skil ég ekki til hvers á að breyta þessu núna.“

Frumvarp Jóns Bjarnasonar landSmjör í koppafeiti búnaðarráðherra um breytingu á Bjarni segir enga ástæðu til að lögum um framleiðslu, verðlagnsetja hömlur á mjólkurframleiðslu. ingu og sölu á búvörum hefur sætt Skilur ekki Sjálfstæðisflokkinn mikilli gagnrýni. Frumvarpinu er „Mafían er komin með ríkisvaldið „Það er skortur á mjólkurpróteini í ætlað að spyrna við framleiðslu á með sér. Eða eins og Samkeppnis­ landinu og Mjólkursamsalan flytmjólk utan kvótakerfis og án ríkisstyrkja. Með samþykkt frumvarpsins verður slík framleiðsla gerð refsiverð og beita á sektum að upphæð 110 krónur á hvern lítra sem settur er á markað utan kvóta hér innanlands. „Ég hætti ekki fyrr jarni Bærings Bjarnason á Brúarreykjum var fyrsti viðskiptavinur Mjólku og en það verður búið að berja þetta hjálpaði til við að koma þeim rekstri af stað 2005. „Hvíta mafían keypti það frumvarp burt af borðinu, ég get fyrirtæki upp til að geta lagt það niður. Þá ætlaði ég bara að halda áfram í lofað ykkur því,“ segir Bjarni Bærþví umhverfi.“ ings Bjarnason framkvæmdastjóri Vesturmjólkur. Þá leggst SamBjarni stofnaði því fyrirtækið Vesturmjólk ehf. fyrr á þessu ári ásamt Axel Oddskeppniseftirlitið eindregið gegn syni á Kverngrjóti og Melrakka ehf. Að Melrakka ehf. standa m.a. Norðurárdalur ehf. því að frumvarpið verði að lögum en einn forsvarsmanna félagsins er Jóhannes Kristinsson, sem kenndur hefur verog hefur áður bent á skaðlega samið við Fons ehf. Jóhannes er einnig framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Melrakka þjöppun í mjólkuriðnaði. ehf. Norðurárdalur ehf. er skráð til heimilis í Þverholtum á Mýrum þar sem rekið er eitt stærsta kúabú landsins. Einráð á markaði Tvö fyrirtæki í mjólkuriðnaði eru nær einráð í mjólkurframleiðslu á eftirlitið segir þá lyktar þetta allt ur inn bullandi magn af mjólkÍslandi, en mjólkurkvótinn er um af samráði, ríkisins, Bændasam- urpróteini. Til skamms tíma hef115 milljónir lítra. Þar er Mjólk- taka Íslands, sem eiga m.a. að vera ur mysu verið helt niður í ræsin ursamsalan með um 90% af fram- mín hagsmunasamtök, og einokun- og út í sjó. Vegna einokunarinnar leiddri mjólk í landinu og Mjólk- arhringsins. Ég kalla þetta bara Ber- hafa menn ekkert þurft að hugsa ursamlag Kaupfélags Skagfirðinga lusconi stjórnmál. Það er alveg sama um að nýta þetta hráefni þó eitter með um 10%. Undir hatti MS hvaða spil þú spilar ef andstæðing- hvað sé byrjað að vinna það núna. eru öll mjólkurbú landsins nema urinn fær að breyta reglunum eftir Svo hafa menn verið að gefa smjör KS. Fyrirtækið Mjólka kom inn því sem þér miðar áfram, þá tapar til Rússlands til að framleiða úr því á markaðinn 2005 og hugðist ná þú alltaf leiknum. Og að Sjálfstæð- koppafeiti. Hvaða bull er þetta! Þá stöðu á markaðnum með vinnslu isflokkurinn skuli vera að bakka upp eru menn að flytja mjólkurvörur á mjólk sem framleidd væri bæði þessa stefnu Vinstri grænna og það til Bandaríkjanna með dúndrandi innan og utan kvóta. Það dæmi gjörsamlega í andstöðu við grund- tapi. Þar eru niðurgreiðslur banngekk ekki upp og var fyrirtækið yf- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. aðar en bandarískir bændur lifa irtekið af Kaupfélagi Skagfirðinga Ég næ því bara ekki.“ samt flottu lífi.“

Vesturmjólk gegn „hvítu mafíunni“

B


6|

fréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Í STUTTU MÁLI

Innleiða gæðakerfi í ferðaþjónustu »»Unnið er að innleiðingu á gæðastýringu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Við erum að undirbúa gæða- og umhverfismatskerfi í samvinnu við ferðamálastofu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að með innleiðingu þessa kerfis þurfi rekstraraðilar að skrá sig inn og sæta þá um leið ströngu eftirliti en gæðakerfi hefur ekki verið til í þessum geira. „Þetta er í raun mjög merkilegt. Við þurftum að fara alla leið til Nýja Sjálands til að finna fyrirmynd sem við gætum byggt á, því það er ekki mikið um slíkt í nágrannalöndunum. Við erum hins vegar að vinna að því að taka upp kerfi sem er fyrir allar tegundir fyrirtækja í ferðaþjónustunni, einnig bílaleigur og jeppaferðir. Í Nýja Sjálandi, sem er langþróaðasta landið á þessu sviði, eru veitingastaðirnir samt ekki teknir inn í dæmið.“

Rætist úr hjá ferðaþjónustunni »»Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að svo virðist sem rætast ætli úr umsvifum í ferðaþjónustunni þrátt fyrir dræma byrjun í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. „Það er gaman að heyra að það komu aðeins fleiri ferðamenn til landsins í júlí en í fyrra og gistinætur í júni voru líka fleiri en í fyrra. Þessu hefði maður kannski ekki átt von á í miðju eldgosi.“ Erna, sem hefur verið á hringferð um landið, segir ánægjulegt að sjá hvað mikið er um ferðamenn og tjaldstæði víðast hvar meira og minna full. Hún segir að þótt stöðugt sé unnið að úrbótum í þjónustu á gististöðum um allt land, þá sé ekki um slíkt að ræða við úttektir á tjaldstæðum. Þar sé án efa verk að vinna í að fylgja því eftir að eðlilegri þjónustu sem rukkað er fyrir sé sinnt. Það varðar t.d. þrif salerna og aðra umhirðu.

Samið við Ingileif Jónsson »»Vegagerðin stefnir að því að ljúka samningsgerð á næstu dögum við Ingileif Jónsson ehf. um tvöföldun Suðurlandsvegar á milli Litlu kaffistofunnar og Lögbergsbrekku. Fyrirtækið átti fjórða lægsta tilboðið í verkið en samningsgerðin var stöðvuð fyrr í sumar vegna kæru frá Háfelli ehf. Kærunefnd útboðsmála hafnaði kröfu Háfells þann 9. ágúst. Tilboð voru opnuð í tvöföldunina þann 20. apríl og bárust 15 tilboð. Lægsta tilboðið stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar og því hófust samningaviðræður við Vélaleigu AÞ sem átti næstlægsta tilboðið. Það kærði Háfell sem átti þriðja lægsta boðið. Kærunefndin stöðvaði samningsgerðina vegna óskýrs orðalags í útboðsgögnum. Því væri ekki heimilt að semja við Vélaleigu AÞ. Tilboð Háfells væri ekki heldur gilt. Var því hafin samningsgerð við Ingileif Jónsson ehf. sem líka var kærð.

Erfitt að manna störf »»Erfitt hefur reynst að manna stöður í ferðaþjónustunni í sumar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hótelstjórar um allt land hafi kvartað yfir því að fá ekki fólk. Nú séu skólakrakkar að hverfa úr störfum um leið og skólarnir byrja og menn viti ekkert hvar eigi að fá fólk í staðinn. Erna segir að vissulega séu þrif og önnur þjónusta á hótelum láglaunastörf. Það geti samt verið góð tilbreyting fyrir ungt fólk fremur en að sitja aðgerðarlaust á atvinnuleysisbótum í Reykjavík.

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur í hópi fjárfesta sem nú á í viðræðum um kaup á Sjóvá.

Viðskipti Ríkið á enn 73% hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá

Vilja kaupa meira en 40% hlut í Sjóvá Sjóvá hefur verið í söluferli mánuðum saman. Vonir standa til þess salan klárist á næstu misserum. Fagfjárfestar, þ.á.m. lífeyrissjóðir, eru í hópi fjárfesta og eru langt komnir með að kaupa hlut í félaginu. Magnús Halldórsson magnush@vb.is

Söluferli á a.m.k. rúmlega 40% hlut í Sjóvá er langt komið. Líkur standa til þess að salan verði kláruð á næstum vikum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Í hópi þeirra sem standa að baki tilboði í hlut í félaginu eru fjárfestarnir og hagfræðingarnir Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells. Heiðar Már hefur komið fram fyrir hönd þeirra sem aðild eiga að tilboðinu. Meðal þeirra sem einnig koma að tilboðinu eru systkinin Guðmund-

ur Jónsson og Berglind Jónsdóttir, sem kennd hafa verið við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði. Fagfjárfestar í hópnum Stærstu fjárfestarnir sem standa að baki tilboðinu eru þó fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, sem Stefnir hf., sjálfstætt fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka, hefur verið í forsvari fyrir í söluferlinu. Hlutur fagfjárfestanna yrði um helmingur af fyrrnefndum 40% eða um 20% af heildarhlutafé, miðað við það tilboð sem unnið hefur verið með að undanförnu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þá fengju nýir hluthafar forkaupsrétt á afganginum af hlutafénu á umsömdu verði. Nú er verið að vinna að áreiðanleikakönnun á ýmsu er viðkemur félaginu og hafa engir samningar verið undirritaðir enn. Ekki hefur náðst endanleg sátt um verð, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Ljóst er þó að íslenska ríkið

Sjóvá þarf að taka á sig tap

F

all fjárfestingarbankans Askar Capital, sem var í eigu Milestone líkt og Sjóvá áður, hafði töluverð áhrif á fjárhag Sjóvár. Skuldabréf Aska og dótturfélags þess, Avant, upp á samtals 9 milljarða króna, voru lögð inn í Sjóvá þegar því var komið til bjargar eftir hrunið. Bréfin voru hins vegar tryggð, að stærstum hluta, með ábyrgð ríkissjóðs. Sjóvá þarf þó að taka á sig tap vegna Avant-bréfanna, þótt ekki liggi enn fyrir í ársreikningi hversu mikið það verður. Eigið fé fyrirtækisins fer þó ekki undir mörkin sem Fjármálaeftirlitið setur tryggingarfélögum, að því er greint var frá í fréttatilkynningu frá Sjóvá við fall Aska.

mun að öllum líkindum ekki fá þá rúmu ellefu milljarða til baka sem það setti inn í félagið til þess að tryggja fjárhagsstöðu þess í kjölfar hrunsins. Upplýsingar um verð á hlutnum fengust ekki upp gefnar. Ríkið tapar Ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki lögðu Sjóvá til tæplega 16 milljarða króna til að tryggja að félagið gæti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum. Vonir stóðu til þess að þá fjármuni væri hægt að fá til baka en allt útlit er fyrir að það náist ekki eins og áður sagði. Haukur Benediktsson, forsvarsmaður Eignasafns Seðlabanka Íslands, sem fer með 73% eignarhlut ríkisins í Sjóvá, staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að viðræður stæðu yfir um sölu á hlut í félaginu. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og sagðist vonast til þess að það myndi skýrast á næstu misserum. Heiðar Már Guðjónsson og Guðmundur Jónsson vísuðu spurningum um söluferlið til Íslandsbanka, sem er umsjónaraðili með söluferlinu. Halla Hjartardóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær að Íslandsbanki ætti í viðræðum við einn aðila, sem þó gæti haft fleiri á bak við sig, um kaup á hlutafénu að hluta eða öllu leyti. Ekki væri hægt að gefa upp hver það væri að svo stöddu.


Veislu- og fundaþjónusta Hjá Bakarameistaranum færðu ilmandi brauð, kökur, tertur og snittur fyrir fundi og veislur af öllu tagi

PIPAR • SÍA • 80849

Hafðu samband í síma 533 3000

Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri


8|

fréttir

Í STUTTU MÁLI

Tók A-4 upp í veðskuldir »»Þrjú hundruð milljónir króna fengust upp í veðkröfur vegna gjaldþrots JK Trading ehf. sem rak A-4 verslanakeðjuna. Þarna var um að ræða söluverð á A-4, það er birgðum og rekstri, að sögn Sigurmars K. Albertssonar skiptastjóra. Kaupandinn var Björg slhf., lokaður fagfjárfestastjóður sem er 100% í eigu skilanefndar Sparisjóðabankans. Verðbréfafyrirtækið Arev rekur A-4 fyrir hönd Bjargar. Sparisjóðabankinn átti veðkröfurnar en alls námu þær 749 milljónum króna. Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu fékkst ekkert upp í forgangskröfur og almennar kröfur.

Kreditkortavelta eykst »»Samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun í júlímánuði nam kreditkortavelta 25,4 milljörðum króna í júlí. Það jafngildir 6,2% aukningu frá sama mánuði í fyrra. Greining Íslandsbanka segir að tölurnar bendi til að kreditkortavelta landsmanna virðist vera að taka við sér. Í sama mánuði í fyrra var samdrátturinn 25% á milli ára. Kreditkortavelta Íslendinga í útlöndum jókst einnig á milli ára, um 37% að raungildi í júlí. Í fyrra var samdrátturinn erlendis um 60%. Raunbreyting kredit- og debetkortaveltu í innlendum búðum var neikvæð um 0,6% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 15,3% samdrátt í fyrra. Greiningin telur að þetta sé vísbending um að einkaneysla hafi að öllum líkindum nánast staðið í stað eftir mikið samdráttarskeið frá bankahruni.

Verulega dró úr virðisrýrnun útlána »»Eik banki hagnaðist um tæpar þrjár milljónir danskra króna (62 milljónir króna) eftir skatta á fyrri hluta ársins sem var verulegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar bankinn tapaði 69 milljónum DKK. Munar þar mestu að virðisrýrnun útlána og krafna var aðeins 56 milljónir DKK samanborið við 203 milljónir í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi skilaði bankinn átta milljóna DKK hagnaði. Hreinar vaxtatekjur Eik Banka jukust um fjórðung á milli ára og námu 308 milljónum DKK, en hreinar rekstrartekjur samstæðunnar drógust saman um 14% og námu 299 milljónum. Í lok júní var eiginfjárhlutfall Eik 14,4%. Stjórnendur bankans reikna með hagnaði fyrir árið í heild sem byggist á hóflegum vexti í hagkerfum Danmerkur og Færeyja.

Fá bitastæð útboðsverk »»Fátt er um bitastæð verkefni á lista yfir fyrirhuguð útboð hjá Vegagerðinni. Þar eru einungis nefnd fjögur útboð. Þrjú þeirra varða snjómokstur og vetrarþjónustu. Það er á Raufarhafnar­ afleggjara að Felli á Norðausturvegi og á leiðinni Lón - Raufarhöfn. Einnig í Vopnafirði og Bakkafirði. Fjórða útboðið er síðan varðandi efnisvinnslu á Vesturlandi.

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Sjávarútvegur Útgerðarfyrirtæki bæta stöðu sína við að umreikna kvóta

Milljarða áhrif af brott Fjárhagsstaða stærstu útgerða landsins hefur batnað verulega við það að taka upp evru eða dollara sem uppgjörsmynt og sums staðar hefur eiginfjárstaðan farið úr því að vera neikvæð yfir í jákvæða stöðu. Eggert Þór Aðalsteinsson eggert@vb.is

Breyting stærstu útgerða landsins á uppgjörsmynt úr krónum yfir í evrur eða Bandaríkjadal hefur haft gríðarleg áhrif á eiginfjárstöðu félaganna. Fram kom í Viðskiptablaðinu 8. júlí sl. að átta af tíu stærstu útgerðum landsins hafa breytt um uppgjörsmynt til þess að endurspegla betur tekjur, gjöld og fjármögnun, sem eru að stórum hluta í erlendum gjaldmiðlum, og forðast þær gríðarlegu sveiflur sem krónan hefur á rekstur og efnahag félaganna. Átta milljarða áhrif hjá Samherja Samherji breytti um starfrækslugjaldmiðil í ársbyrjun 2009 og hóf að færa bókhald sitt í evrum. Fastafjármunir félagsins, s.s. aflaheimildir, fasteignir og skip, voru þannig umreiknaðir í evrur í samræmi við upphaflegt kaupgengi þeirra. Ekki lá fyrir hver áhrif breytinganna yrðu í ársreikningi fyrir árið 2008 en stjórnendur félagsins áætluðu að færslan hefði haft jákvæð áhrif upp á átta milljarða króna. HB Grandi, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins mælt í þorskígildistonnum, breytti um uppgjörsmynt í ársbyrjun 2008, áður en krónan tók að falla. Eiginfjárhlutfall félagsins stóð í 45% um síðustu áramót en hefði verið 13% í krónuuppgjöri. Staða Samherja og HB Granda var með

Breytt reikningsskil hafa haft allt að tíu milljarða króna jákvæð áhrif á efnahag þeim hætti í árslok 2008 að eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna var jákvætt. Það sama var ekki sagt um mörg önnur stór útgerðarfélög sem sáu skuldir hækka umfram eignir í hafrótinu 2008 og reyndar ríkti töluverð óvissa um rekstrarhæfi sumra þeirra vegna bankahrunsins eins kom fram í athugasemdum í ársreikningum fyrir árið 2008. Kvótinn hækkar mest Breyting á uppgjörsmynt hefur mest á áhrif á varanlegar aflaheimildir sem jafnan eru stærstu eignir útgerðarfélaga. Þetta sést þegar reikningar Þorbjarnar í Grindavík og Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal eru

Áhrif breyttrar uppgjörsmyntar á einstök útgerðarfyrirtæki*

*Millj. kr. Þorbjörn 10,6 milljarðar Samherji 8 milljarðar Vinnslustöðin 6,2 milljarðar Gunnvör 4,9 milljarðar HB Grandi Eiginfjárhlutfall 45% í stað 13% Ísfélagið Jákvætt eigið fé í stað neikvæðs Síldarvinnslan Eiginfjárhlutfall 2009: 35% 2008: 9% *ÚR ÁRSSKÝRSLUM.

Bankar Glitnir stofnar dótturfélagið Reviva í Lúxemborg

Glitnir í Lúx stofnar dótturfélag Hallgrímur oddson hallgrimur@vb.is

Glitnir í Lúxemborg hefur stofnað dótturfélag, Reviva Capital að nafni, til að annast umsýslu og rekstur eignasafns bankans. Auk þess hyggst félagið bjóða öðrum aðilum þjónustu sína. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru það aðilar sem tengjast Landsbankanum í Lúx og gamla Kaupþingi. Hjá Reviva starfa átján starfsmenn, þar af níu Íslendingar. Í fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis eiga stjórnendur

Árni Tómasson segir starfsmenn Revivu hafi staðið vel að verki við endurskipulagningu bankas. VB MYND/AXEL JÓN


fréttir

fimmtuDAGUR 12. ágúst 2010

og skipta í evrur eða dollara

Byggingariðnaður Portus í samningaviðræðum við lífeyrissjóði

kasti krónu

Vilja að lífeyrissjóðir fjármagni tónlistarhús Portus reynir að endurfjármagna 17,4 milljarða króna lán fyrir mars á næsta ári. Björgvin Guðmundsson bjorgvin@vb.is

Viðræður standa yfir við nokkra af stærri lífeyrissjóðum landsins um að þeir fjármagni lán sem nú stendur undir byggingu og framtíðarrekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri Portusar ehf., segir að til standi að endurfjármagna lánið sem nokkrir bankar standa á bak við. Það eru Landsbankinn, Arion og Íslandsbanki. „Það sem við viljum tryggja með því er fyrst og fremst að festa vextina og taka vaxtaáhættuna út úr fjármögnunni og freista þess að lækka vextina í leiðinni,“ segir Höskuldur. Sambankalánið ber nú óverðtryggða breytilega vexti en í mars á næsta ári verður lán-

skoðaðir en bæði fyrirtækin voru með neikvætt eigið fé í árslok 2008. Fram kom í fréttum Rúv fyrr í vikunni að Þorbjörn hefði bætt eiginfjárstöðu sína um 10,6 milljarða króna með því færa bókhaldið yfir í evrur. Eigið fé Þorbjarnar var neikvætt um 6,3 milljarða króna í árslok 2008. Hraðfrystihúsið Gunnvör færði reikningsskil sín í evrur í ársbyrjun 2009 með þeim áhrifum að eigið fé fyrirtækis­ ins hækkaði um 4,9 milljarða króna. Í tilviki Þorbjarnar hafði áhrif upptöku evru 8,4 milljarða króna jákvæð áhrif á óefnislegar eignir, þ.e. kvótaeign. Áhrifin voru 4,1 milljarður í tilviki Gunnvarar.

VB MYND

Jákvæð áhrif í Eyjum Útgerðarrisarnir í Vestmannaeyjum, Vinnslustöðin og Ísfélagið, væru sennilega báðir með neikvætt eigin fé ef þeir hefðu haldið sig við krónuna. Eiginfjárhlutfall Vinnslustöðvarinnar hefði verið neikvætt um 8,7% um áramótin í stað þess að vera jákvætt um 33% í evruuppgjöri. Vinnslustöðin hefur, eins og Rammi á Siglufirði, breytt hlutafé sínu úr krónum í evrur. Ísfélagið tapaði tæpum 6,3 milljörðum króna árið 2008 og var eigið fé neikvætt um 2,7 milljarða króna í árslok. Félagið hóf að gera upp í USD í ársbyrjun 2009 og varð bókfærð eiginfjárstaða aftur jákvæð.

og lykilstarfsmenn Glitnis í evra, sem jafngildir um 250 Lúxemborg 10% í félaginu en milljörðum íslenskra króna. að öðru leyti er félagið í eigu Glitnis í Lúxemborg. Eign- Nýtur trausts yfirvalda arhlutur starfsmanna er skil- „Fyrir Reviva Capital liggur það yrtur og tengdur markmiðum flókna langtímaverkefni að félagsins til lengri tíma. Eign- hámarka verðmæti eignasafns ir í stýringu hjá Reviva Capital Glitnis í Lúxemborg. Til að nema nú um 1,6 milljörðum það megi takast er mikilvægt að það ríki stöðugleiki og langtímahugsun og með það að leiðarljósi studdi skilanefnd Glitnis stofnun félagsins heilshugar. Sá hópur sem leiðir félagið hefur staðið vel að verki við fjárhagslega endurskipulagningu bankans frá hruni og notið trausts yfirvalda og kröfuhafa í Lúxemborg, en Seðlabanki Lúxemborgar er stærsti kröfuhafinn,” segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Eignir í stýringu hjá Reviva Capital nema nú um 1,6 milljörðum evra, sem jafngildir um 250 milljörðum íslenskra króna.

ið verðtryggt. Ríki og Reykjavík- enga niðurstöðu komna, ekki sé urborg hafa skuldbundið sig til ljóst hver kjörin á skuldabréfinu að greiða ákveðna upphæð árlega, verði og enn sé ófrágengið hvort eða ríflega 800 milljónir króna, og hvaða lífeyrissjóðir taki þátt í að því er fram kom í fjölmiðlum í verkefninu. Í raun sé ótímabært janúar síðastliðnum. Sú upphæð mun standa á bak við skuldabréfið sem Portus vill selja lífeyrissjóðunum sem tryggingu fyrir greiðslu. Gert er ráð fyrir að sambankalánið standi í 17,4 milljörðum króna í maí á næsta ári, sem lífeyrissjóð- Stefnt er að því að opna Hörpu eftir 265 daga. Eftir það ir munu þá fjár- þarf reksturinn að standa undir kostnaði með árlegri magna gangi þetta fjárhagsaðstoð ríkisins og Reykjavíkurborgar. eftir.  VB MYND/HÖRÐUR Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri að fjalla um þetta mál í einhverjLífeyrissjóðs starfsmanna rík- um smáatriðum. Næstu vikur isins, viðurkennir að viðræður muni skera úr um hvort af þessu eru farnar af stað. Hann segir verði.

Álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð er eitt af þeim fullkomnustu í heiminum og mikið hefur verið lagt upp úr því að búa til góðan og öruggan vinnustað. Starfsmenn vinna saman í teymum og hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi. Vinnustaðurinn býður upp á margvísleg tækifæri til starfsþróunar.

Sérfræðingur í fjármálateymi Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum sérfræðingi í fjármálateymi fyrirtækisins. Fjarðaál er stærsta útflutningsfyrirtæki landsins og verkefnin eru fjölbreytt í alþjóðlegu umhverfi. Alcoa samstæðan er skráð á markaði í Bandaríkjunum og Fjarðaál er gert upp mánaðarlega. Helstu verkefni:

• Umsjón með bókhaldi

• Samantekt fjárhagsupplýsinga • Skattamál

• Samskipti við innri og ytri endurskoðendur • Greiningar og spár

• Úttektir á innra eftirliti

Menntunar- og hæfinskröfur:

• Háskólapróf í viðskiptafræði, helst af endurskoðunarsviði

• Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum • Þekking á skattskilum fyrirtækja • Greiningarhæfni

• Góð tölvukunnátta

• Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Guðmundsdóttir, sigridur.gudmundsdottir2@alcoa.com, hjá Alcoa Fjarðaáli. Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst.

Hraun 1 • 730 Reyðarfirði • s. 470 7700

www.alcoa.is

ÏHA:CH@6 $ H>6#>H $ 6A8*%.',%-$%.

sumra útgerðarfélaga.

|9


10 |

fréttaskýring

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Sparisjóðir Deilt er um leiðir sem koma til greina við endurreisn sparisjóðakerfisins

Kröfuhafar kallaðir aftur að borðinu Dómur Hæstaréttar er varðar gengistryggingu lána í krónum hefur haft mikil áhrif á vinnu við endurskipulagningu sparisjóðanna. Þess er freistað að ná samningum við kröfuhafa Byrs og SpKef. Í þeim hópi eru einkum þýskir og austurrískir bankar. Magnús Halldórsson magnush@vb.is

Kröfuhafar Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) hafa verið kallaðir að borðinu á nýjan leik og er þess nú freistað að end­ urreisa sjóðina í nýjum félögum með kröfuhöfum í bú sjóðanna sem féllu fyrr á þessu ári. Sam­ kvæmt heimildum Viðskipta­ blaðsins hafa álitamálin um lögmæti gengistryggðra lána, þá helst dómur Hæstaréttar frá 16. júní sl. þess efnis að geng­ istryggð lán í krónum væru ólög­ leg, valdið því að mál hafa taf­ ist. Þá helst þar sem óvissa ríkir um verðmæti lánasafna sjóð­ anna. Unnið hefur verið að því að undanförnu að greina áhrif dóms Hæstaréttar á lánasöfn sjóðanna og hefur Fjármálaeft­ irlitið (FME) þegar dregið upp mynd af því hver áhrif dómsins geta orðið. Í versta falli verður efnahagur sjóðanna svo slæmur að kröfu­ hafarnir sjá sér ekki hag í því að verða í hluthafahópi hinna end­ urreistu sjóða. Miklar vonir eru þó bundnar við að kröfuhafarn­

Fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna er enn ekki lokið. Fátt getur komið í veg fyrir að íslenska ríkið verði langsamlega stærsti eigandi flestra sjóða um land allt. Fall SpKef hefur haft mikil áhrif, einkum á Suðurnesjum, þar sem umsvif sjóðsins voru hvað mest. ir komi að endurreisn Byrs og SpKef, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Við­ skiptablaðsins hefur Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn (AGS) kom­ ið þeim skilaboðum ítrekað til íslenska ríkisins að ekki sé skynsamlegt að binda meiri fjár­ muni í fjármálakerfinu en þeg­ ar hefur verið gert. Þrátt fyrir það hefur staða mála er varð­ ar sparisjóðakerfið verið metin með þeim hætti að ríkið þurfi að

Fjármálakerfið of stórt en stækkar þó

B

ankasýsla ríkisins hefur það hlutverk að halda á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sparisjóðum þar á meðal. Nýlega gaf Bankasýslan út skýrslu þar sem fram kom að töluverð hagræðing þyrfti að eiga sér stað í fjármálakerfinu og það væri of stórt. Til að mynda væru enn jafnmargir bankastarfsmenn í hlutfalli við landsframleiðslu og voru hér á landi árið 2007, þegar allt var í blóma. Endurreisn sparisjóðakerfisins, með ríkið sem langstærsta bakhjarl, er því í nokkurri mótsögn við það sem fram kemur í skýrslunni um stærð fjármálakerfisins. Kerfið ætti ekki að vera að stækka heldur þvert á móti að minnka. Ástæða þess að sparisjóðakerfið er endurreist er öðru fremur sú að Seðlabankinn og þar með ríkið vill reyna að freista þess að fá sem mest upp í kröfur á hina veikburða sparisjóði. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu á sjóðunum er hæpið að kalla þá sparisjóði í sama skilningi og áður.

Þar sem sparisjóðir hafa einkennst af því að stofnfjáreigendur hafa allir verið á starfssvæði sjóðanna, yfirleitt heimamenn, og sjóðirnir öðru fremur einbeitt sér að því að styðja við uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í heimabyggð. Endurskipulagning sjóðanna er ekki sársaukalaus. Stofnfé hafði í mörgum tilvikum verið aukið um milljarða króna með lánum sem stofnfjáreigendur tóku. Þau hafa hækkað með hruninu en stofnféð er verðlaust. Ekki hefur enn verið leyst úr ágreiningi stofnfjáreigenda í Byr sem tóku lán hjá Glitni. Íslandsbanki heldur nú á þeim lánum en nafnverð þeirra er um 10 milljarðar króna. Lántakendur halda því fram að bréfin ein hafi verið að veði en bankinn hefur litið svo á að frekari veð séu fyrir lánunum. Úr þessari deilu verður leyst fyrir dómstólum. Sambærileg mál eru víða um land, m.a. í Húnaþingi. Þar sem rúmlega fjórðungur íbúa skuldar samtals tæplega tvo milljarða vegna stofnfjárkaupa.

koma sparisjóðunum til bjarg­ ar en þó með eins litlum kostn­ aði og mögulegt er. Ekki síst þess vegna er horft til þess að fá kröfuhafana að endurreisninni. Eva B. Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs, segir að við­ ræður við kröfuhafa séu á við­ kvæmu stigi. Næsti fundur fer fram í byrjun september. „Dóm­ ur Hæstaréttar er varðaði gengis­ trygginguna hefur áhrif á þessar viðræður þar sem hann skapar óvissu um eignasafnið. Það þarf að eyða þeirri óvissu og leysa úr öðrum vandamálum áður ein­ hverjar ákvarðanir verða teknar,“ segir Eva. Samkvæmt heimildum Við­ skiptablaðsins er svipað uppi á teningnum hjá SpKef. Það er að kröfuhafar vilji fá fram áreið­ anlegar upplýsingar um áhrif dómsins á eignasafn SpKef áður en tekin er afstaða til þess hvernig eignarhald hlutafélags sem þegar hefur verið stofnað á grunni skuldbindinga sjóðsins verður. Seðlabankinn í lykilhlutverki Seðlabanki Íslands er í lyk­ ilhlutverki þegar kemur að endurskipulagningu á fjárhag minni sparisjóða víða um land. Það hlutverk má rekja til falls Sparisjóðabankans í mars 2009. Þá fékk Seðlabankinn kröfur á sparisjóðina sem hefðu, ef þær hefðu verið innheimtar af fullri hörku, getað sett næstum alla minni sparisjóði landsins í þrot. Þess í stað var þess freistað að endurreisa sparisjóðina þar sem ríkið væri stærsti eigandinn en stofnfjáreigendur, ýmist þeir sem voru fyrir eða aðrir sem legðu sparisjóðunum til fé, væru þá minnhlutaeigendur á móti

Byr og SpKef féllu fyrr á þessu ári. Ný hlutafélög voru stofnuð á grunni skuldbindinga. Elín Jónsdóttir stýrir Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. ríkinu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti fyrir sitt leyti aðkomu Seðlabankans að fimm sparisjóðum 21. júní sl. Þá þeg­ ar voru hins vegar aðeins fimm dagar síðan Hæstiréttur dæmdi gengistryggð krónulán ólögleg. Fjárhagslegri endurskipulagn­ ingu hjá einum sparisjóði er nú lokið. Það er Sparisjóði Norð­ fjarðar. Seðlabankinn fer með um 150 milljóna stofnfé og Byggðastofnun með um 240 milljónir, þó í formi víkjandi láns, í skiptum fyrir 49% eignar­ hlut. Við þetta verður stofnfé í sjóðnum 620 milljónir og verð­ ur eiginfjárhlutfall rúmlega 20 prósent. Einstaklingar á Austur­ landi, starfssvæði sparisjóðsins, og sveitarfélagið Fjarðabyggð

hafa lagt sjóðnum til auk­ ið stofnfé upp á 253 milljónir króna. Líklegt er að endurreisn fleiri sjóða á landsvísu verði með svipuðum hætti samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Það er að ríkið verði stærsti eig­ andinn, ýmist vegna krafna Seðlabankans eða víkjandi lána. Ekki er ljóst hvenær endurreisn sparisjóðanna lýkur en stefnt er á að það gerist á næstu mán­ uðum. Líklegt er að ríkið verði eigandi a.m.k. 60% stofnfjár í þeim sparisjóðum þar sem end­ urskipulagningar er þörf og á það við um nær alla sparisjóði landsins nema Sparisjóð SuðurÞingeyinga sem hefur til þessa staðið af sér hrunið.


234x353_2.pdf 30.11.2009 10:16:14


12 |

erlent

Fimmtudagur 12. ágúst 2010

Sælla er að gefa en þiggja Að fornu þótti örlæti meðal höfuðdyggða norrænna manna. Veislur (þar sem gestgjafinn veitti vel) gátu staðið yfir í marga daga, gestir voru leystir út með gjöfum, hver þótti sínum gjöfum líkastur og æ sá gjöf til gjalda. Það er ekkert nýtt að auðugt fólk láti ærlega af hendi rakna til góðs málstaðar. Víða í Evrópu þreifst óopinbert félagsaðstoðarkerfi þegar á miðöldum, einkum á vegum kirkjunnar, fyrir gjafafé og ánafnað fé. Vestan hafs hefur löngum verið annar skilningur á hlutverki hins opinbera en í Evrópu, sem m.a. má merkja af því að heildarskattheimta sem hlutfall af VLF hefur þar jafnan verið um 25%, en er um helmingi meiri í flestum ríkjum Vestur-Evrópu, þ.á m. hér landi. Þar er einnig mjög rík hefð fyrir því að einstaklingar styrki góðgerðarstarfsemi af rausn. Það sést m.a. af því að einstaklingar og einkastofnanir í Bandaríkjunum veita um helmingi meira fé en hið opinbera í hverskyns þróunaraðstoð til fátækra landa. Frá Bandaríkjunum berst meiri stuðningur til þróunarríkja en samtals frá þeim níu ríkjum, sem næst komast.

Bill Gates hefur m.a. styrkt baráttuna gegn ýmsum sjúkdómum. Hér er undrabarnið að stinga töflu í nígerskt barn til þess að bólusetja það við lömunarveiki.

Bandaríkin Milljarðamæringar heita því í hrönnum að gefa meira en helming eigna sinna

Örlæti auðkýfinga Kreppan bítur víða sárlega en ekki eru þó allir auralausir. Að minnsta kosti ekki þeir 40 bandarísku milljarða­ mæringar sem hétu því í fyrri viku að gefa helming eigna sinna eða meira til góðgerða. Andrés Magnússon andres@vb.is

Í liðinni viku tilkynntu um 60 milljarðamæringar, 20 einstaklingar og 20 hjón, að þau myndu gefa helming eigna sinna eða meira til góðgerða. Alls er talið að þessir gefendur eigi um 230 milljarða Bandaríkjadala. Misjafnt er með hvaða hætti fjármunirnir eru gefnir, sumir koma skjótt til ráðstöfunar, öðrum verður mjatlað út og einhverjir ætla ekki að láta þá af hendi fyrr en eftir sinn dag.

Það er þó tæpast aðalatriðið, í þessum hópi er margt auðugasta fólk heims og að það munar um minna þegar það heitir helmingi eigna sinna. Ekki síst vegna þess að þetta er aðeins upphafið, ef fyrirætlanir Bill Gates og Warren Buffets, upphafsmanna þessa átaks gengur eftir. Gates hefur sagt að aðeins um 15% mestu auðjöfra heims gefi verulegan hluta eigna sinna frá sér, en markmiðið er að um 70% þeirra geri það. Þá væru menn svo sannarlega að tala um alvöru upphæðir til góðgerða og margvíslegra framfaramála. Leyfi menn sér meiri bjartsýni, að þeim takist að kreista slík loforð út úr öllum 400 auðkýfingunum á lista tímaritsins Forbes yfir auðugustu Bandaríkjamennina, þá væru hins vegar heilir 600 milljarðar Bandaríkjadala á leiðinni í verðug viðfangsefni. Vert er að hafa í huga að þeir fé-

lagar hringdu aðeins innanlandssímtöl, allt fólkið á lista þeirra eru Bandaríkjamenn. Á heimsvísu er eftir nógu að slægjast í öðrum löndum (eins og sjá má á listanum neðst á hægri síðu), þó rétt sé að hafa í huga að óvíða er jafnmikil hefð fyrir því að leggja af mörkum til góðgerðastarfsemi og vestanhafs. Menn taka ekki auðinn með sér Þegar litið er yfir listann kemur á daginn að fólkið þar á fleira sameiginlegt en ríkidæmið, allt hefur það áður sýnt örlæti í þágu góðra mála, en til þessa hefur meðaltal gjafa þeirra numið á bilinu 4-15% af heildareignum. Afrek þeirra félaga var að fá fólkið til þess að heita helmingi eigna sinna eða meiru. Röksemdirnar voru einfaldar: menn taka auðinn ekki með sér í gröfina, þó helmingur sé gefinn er meira en nóg eftir handa afkomendum og síðan er ekki gefið að arfur

verði erfingjum til góðs. Þetta síðastnefnda hefur sjálfsagt skipt nokkru máli. Margir á listanum hófust af sjálfum sér og þekkja af eigin raun mikilvægi og ávexti fyrirhafnar. Það er einnig athyglisvert að um helmingur listans eru gyðingar, en í samfélagi þeirra er afar rík og ævaforn hefð fyrir því að auðsælt fólk láti fé af hendi rakna til samfélagsmála hvers konar. Efsaemdir látnar í ljós Ekki eru þó allir himinlifandi yfir þessum boðuðu stórgjöfum auðkýfinganna. Af vinstri kantinum gagnrýna sumir að með þessu séu milljarðamæringarnir að reyna að kaupa sér áhrif og virðingu, en aðrir segja þá taka fram fyrir hendurnar á lýðræðislegum aðferðum til auðjöfnunar og framfara og telja ríkisvaldið eitt mega um slíkt véla. Aðrir benda á að ekki sé gefið að féð verði vel nýtt. Sumar góðgerða-

stofnanir eiga erfitt með að taka við slíkri fjárgnótt og nýta með góðu móti, en eins geta hin góðu áform truflað önnur. Bill Gates hefur þannig ríkulega stutt við upprætingu tiltekinna sjúkdóma í Afríku, en fjárstreymið hefur orðið til þess að verkefni hans draga til sín lækna og hjúkrunarfólk í álfunni en almenn heilsugæsla líður fyrir vikið sakir manneklu. Fyrirætlanir þessar eru samt örugglega til góðs. Auðkýfingarnir leggja ekki aðeins til fé, heldur einnig áhrif og sambönd. Ekki síður kann þó að skipta máli að þeir hafa lagt nýja mælistiku á auðlegð. Ertu nógu ríkur og „góður“ til þess að gefa helminginn? Góðgerðastofnanir vestanhafs segjast þegar hafa fundið fyrir aukinni gjafmildi allra tekjuhópa og það í miðri kreppu!

Nokkrir helstu gefendurnir

Bill Gates (54 ára) Á $53 milljarða.

Warren Buffett (79) Á $47 milljarða.

Larry Ellison (65) Á $28 milljarða.

Ted Turner (71) Á $2 milljarða.

George Lucas, (66) Á $5 milljarða.

Paul G. Allen (57) Á $14 milljarða.

Áherslur: Heilsufar og þróunarstarf.

Áherslur: Heilsufar og menntun.

Áherslur: Læknavísindi, einkum öldrun.

Áherslur: Kjarnorkuvá og umhverfismál

Áherslur: Menntun, listir, borgararéttindi.

Áherslur: Listir, lýðheilsa, vísindi.


erlent

fimmtuDAGUR 12. ágúst 2010

| 13

40

LOFORÐ MILLJARÐAMÆRINGA Warren Buffet játar glaðlega að milljarðamæringarnir, sem hann hringdi í, séu ekki bundnir af loforðum sínum og árangurinn óviss. „En þetta er byrjun.“ Að neðan eru þeir sem lofuðu:

»» Alfred E. Mann »» Ann og John Doerr »» Barron Hilton »» Barry Diller og Diane von Furstenberg »» Bernard og Barbro Osher »» Bernie og Billi Marcus »» Bill og Melinda Gates »» David M. Rubenstein »» David Rockefeller »» Elaine og Ken Langone »» Eli og Edythe Broad »» George B. Kaiser »» George Lucas Þrír góðir og gjafmildir á góðri stund: Warren Buffett, Bill Gates og skáldið Ludacris. Ekki eru menn á einu máli um það hvort peningar geti fært mönnum hamingju, en hitt blasir við að engin peningaupphæð getur keypt mönnum smekkvísi í klæðaburði.

»» Gerry og Marguerite Lenfest »» Herb og Marion Sandler »» Jeff Skoll

Matarboð milljarðamæringanna

M

etnaðarfull áform af þessu tagi verða ekki til á einu augabragði. Allnokkur ár eru síðan Bill Gates lýsti því yfir að hann og Melissa eiginkona hans hygðust gefa megnið af auði sínum til góðgerðamála og fyrir tveimur árum ákvað Warren Buffett að eiga við þau samstarf um ráðstöfun 99% eigin fjármuna. Á síðasta ári afréðu þau svo að skora á fleiri jafningja sína að fylgja fordæmi sínu. Varla kemur á óvart að sú ráðagerð að fá rjómann af bandarískum auðkýfingum til þess að gefa helming eigna sinna hófst í matarboði. Þetta stórfenglega en leynilega matarboð helstu auðjöfra landsins var hugmynd Warrens Buffett, en þau Bill og Melinda önnuðust skipulagninguna. Það kom hins vegar í hlut Davids Rockefeller, höfuðs þeirrar fornfrægu auðmannafjölskyldu, að vera eiginlegur gestgjafi að kvöldi 5. maí 2009. Hugmynd Buffets var að sannfæra þröngan hóp milljarðamæringa um ágæti hugmyndarinnar, en þeir myndu svo ýta henni að fleiri jafningjum sínum. Sameiginlega yrði hópurinn svo þekktur sem „gjafararnir miklu“ (e. great givers) og myndu skyggja á milljóneramannvini liðinna alda, þá Carnegie, Mellon, Vanderbilt og ámóta meistara, sem enn setja svip á New York-borg og víðar með gjöfum sínum. Í þetta matarboð var aðeins boðið um tylft manna, en gestalistinn var ekki af verri endanum. Þangað var kominn George Soros, sem hefur mikla reynslu að auðveitu til „góðra málefna“, sem þó ríma oftar en

»» Jim og Marilyn Simons »» Jim og Virginia Stowers »» Joan og Irwin Jacobs

ekki við aðra fjárhagslega hagsmuni hans. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, var þarna líka, en hann veit vart hvað hann á við auðævi sín að gera eftir að hann dró sig út úr atvinnulífinu og einbeitti sér að stjórnmálum. Alþjóðlegi fríhafnakaupmaðurinn Charles Feeney kom líka en hann hefur mjög látið til sín taka á Wall Street. Sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey kom með einkaþotu sinni af vesturströndinni og hið sama má segja um hjónin Eli og Edythe Broad sem upphaflega efnuðust á fasteignaumsýslu en sitja nú í helgum steini í Los Angeles og keppast við að gefa peninga sína. John Morgridge, fyrrverandi forstjóri tæknirisans Cisco, kom einnig ásamt Tashia konu sinni. Frá Suðurríkjunum kom Ted Turner og frá Texas kom olíukóngurinn T. Boone Pickens.

að afla þerra. Hugmyndum um hvernig þau gætu unnið saman að því að gefa meira en nokkru sinni fyrr var vel tekið. Þegar rætt var um hvernig sannfæra mætti fleiri jafningja um ágæti svo róttækrar gjafmildi voru flestir á einu máli um að það þyrfti að taka sér tíma í það, flesta þyrfti að sannfæra í einrúmi, maður á mann.

Lundúnum, Indlandi og Kína. Enn sem komið er fer engum sögum af árangri þeirrar útrásar, en ekki er talið útilokað að senn verði greint frá samskonar gjafasáttmála í öðrum löndum. Það var um svipað leyti, sem mynd fór að komast á grunnhugmyndina, að þessi ásetningur væri kynntur sem opinbert loforð.

Næsta árið hittist hópurinn tvisvar yfir ámóta matarboðum, hinu fyrra í New York, hinu seinna nærri San Francisco. Í öðrum þeirra hrósaði Buffett eiginkonu fjárfestingarbankastjóra í hópnum fyrir að hafa átt bestu hugmyndina fram að því. Að menn settust niður, reiknuðu út hversu mikið rétt væri að skilja eftir til barnanna og síðan gætu menn ráðstafað afgangnum til góðra mála.

Það var í júnímánuði, sem þeir Buffett og Gates kynntu hugmynd sína opinberlega, en hún vakti upphaflega ekki sérstaka athygli. Þegar það var hins vegar kynnt í síðustu viku að 40 einstaklingar og pör hefðu heitið því að gefa meira en helming auðlegðar sinnar tóku menn svo sannarlega eftir því.

Yfir borðum ræddu gestirnir hvaða gildi það hefði fyrir þá að gefa fé til verðugra mála. Flestir játuðu að eftir því sem árin færðust yfir gæfi það þeim meiri lífsnautn að gefa fjármuni sína og sjá þá koma að gagni en

Ekki var látið þar við sitja, þó fram að þessu hefði aðeins verið rætt við bandaríska auðkýfinga vildu menn vita hvort auðmenn í öðrum löndum væru sama sinnis. Í því skyni skipulagði Bill Gates kvöldverðarboð í

»» Julian H. Robertson, Jr. »» Larry Ellison »» Laura og John Arnold »» Lorry I. Lokey

$

EfstIR á FORBES Auðgastir í heimi 1. Carlos Slim Helú 2. Bill Gates 3. Warren Buffett 4. Mukesh Ambani 5. Lakshmi Mittal 6. Larry Ellison 7. Bernard Arnault 8. Eike Batista 9. Amancio Ortega Gaona 10. Karl Albrecht

»» Jon og Karen Huntsman

$54 milljarðar $53 milljarðar $47 milljarðar $29 milljarðar $29 milljarðar $28 milljarðar $28 milljarðar $27 milljarðar $25 milljarðar $24 milljarðar

Símfélög Hugbúnaður Fjárfestingar Vefnaður og efnaiðnaður Stáliðnaður Hugbúnaður Munaðarvara Námuiðnaður Tískuvara Smásöluverslanir

»» Michael R. Bloomberg »» Michele Chan og Patrick Soon-Shiong »» Paul G. Allen »» Peter G. Peterson

Það er hins vegar athyglisvert að þrátt fyrir að hafa verið í upphaflega matarboðinu er nöfn þeirra Oprah Winfrey og George Soros ekki að finna á listanum, sem birtur var á dögunum. Er þó vitað til þess að þau voru mjög áfram um hugmyndina.

»» Pierre og Pam Omidyar

Ekki er ósennilegt að þau eigi eftir að finna fyrir auknum þrýstingi á næstu vikum og mánuðum, líkt og Walton-fjölskyldan (eigendur Walmart) og Sergei Brin og Larry Page (stofnendur Google). Það verður vafalaust flóknara á næstunni að komast í efstu sæti Fortune 400 listans en vera ekki meðal „gjafaranna miklu“.

»» T. Boone Pickens

Það kann að vekja efasemdir og spurningar meðal almennings og fjölmiðla, ekki síst á krepputímum þegar umburðarlyndi gagnvart takmarkalausri auðlegð er minna en yfirleitt. Og hverjum vill vera líkt við aurapúkann Jóakim Önd?

»» Vicki og Roger Sant

»» Ronald O. Perelman »» Sanford og Joan Weill »» Shelby White

»» Tashia og John Morgridge »» Ted Turner »» Thomas S. Monaghan »» Tom Steyer og Kat Taylor

»» Walter Scott, Jr. »» Warren Buffett


14 |

umræða

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

HUGINN & MUNINN Stofnað 1994 Myllusetur ehf., Reykjavík Útgefandi: ritstjóri: Prentun:

Pétur Árni Jónsson Björgvin Guðmundsson Landsprent ehf.

Jákvæðar hliðar efnahagsþrenginga

Þ

ær þrengingar sem íslenskt efnahagslíf gengur í gegn­ um eru ekki alslæmar. Samdrátturinn gerir það að verkum að stjórnmálamenn geta ekki vikið sér undan því að forgangsraða í ríkisrekstrinum. Þeir geta ekki lengur byggt sína pólitík eingöngu á kröfugerðarpóli­ tík þar sem krafist er aukinna útgjalda til ákveðinna sérhags­ munahópa. Ástandið neyðir alla til að skilgreina grundvallar­ markmið ríkisrekstrar, viðhalda grunnstoðum velferðarkerfisins og beita sér fyrir niðurskurði á góðærisverkefnunum. Auðvitað eru stjórnmálamenn ekki saklausir af góðærisbylgj­ unni sem skók íslenskt samfélag síðustu ár. Þeir notfærðu sér auknar tekjur ríkissjóðs til að þenja út ríkiskerfið og útdeila fjármunum skattgreiðenda í ýmis gæluverkefni. Niðurstaðan var raunaukning ríkisútgjalda um tugi prósenta frá árinu 2004. Auðvitað er sársaukafullt að skera niður þessar fjárveitingar en það er nauðsynlegt. En þessar þrengingar neyða stjórnmálamenn ekki eingöngu til að horfa til útgjaldanna. Þeir verða að horfa á ríkiskerfið í heild sinni. Nýlegt frumvarp landbúnaðarráðherra, sem byggir á því að sekta þá einstaklinga sem kjósa að framleiða og vinna mjólk utan ríkiskerfisins, varpar skýru ljósi á þær ógöngur sem íslenskt landbúnaðarkerfi er komið í. Jón Bjarnason, hinn ágæti ráðherra úr Skagafirðinum, gengur þarna „Hér á landi hafa erinda sérhagsmunahóps sem tvær afurðarstöðvar, skiljanlega er uggandi um sinn Mjólkursamlag hag eftir að hafa verið flæktir í óskiljanlegan vef ríkisrekins Kaupfélags landbúnaðar. Skagfirðinga og Það er ekki hægt að álasa þessum bændum fyrir að verja Mjólkursamsalan, sína hagsmuni, enda hafa þeir nánast yfirtekið alla byggt ákvarðanir um fjárfest­ mjólkurframleiðslu.“ ingar í sinni atvinnugrein á ákveðnum forsendum um ríkis­ vernd. Frumvarpið neyðir hins vegar stjórnmálamenn til þess að ræða grundvallaratriði land­ búnaðarstefnunnar, sem byggir á haftastefnu og ríkisforsjá. Umsögn Samkeppniseftirlitsins sýnir líka fram á, sem margir hafa haldið fram í langan tíma, að ekki verður búið við óbreytt kerfi. Hér á landi hafa tvær afurðarstöðvar, Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólkursamsalan, nánast yfirtek­ ið alla mjólkurframleiðslu. Þessi atvinnustarfsemi er undan­ þegin mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins segir að fyrirtæki á mjólkurvörumark­ aðnum geti haft með sér samráð neytendum og bændum til tjóns. Það er óskiljanlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem kennir sig á tyllidögum við frelsi til athafna, skuli verja frum­ varp landbúnaðarráðherra. Vilji sá flokkur viðhalda trúverð­ ugleika sínum ber honum að vinna að því að frelsa bændur og neytendur undan ríkisreknu landbúnaðarkerfi. Viðskiptablaðið, Fiskislóð 22, 101 Reykjavík, sími 511 6622, fax 569 6692 FRAMLEIÐSLUstjóri: Axel Jón Fjeldsted, axel@vb.is Auglýsingastjóri: Sverrir Heimisson, sverrir@vb.is umsjónarmaður vb.is: Gísli Freyr Valdórsson, gislifreyr@vb.is Netföng: frett@vb.is / auglysingar@vb.is / vb@vb.is /askrift@vb.is

R

íkir útlendingar hafa sogast að Íslandi í sumar. Snekkja annars stofnanda Microsoft, Pauls Allen, hefur vakið gríðarlega athygli fólks sem hefur rölt meðfram sjávarsíðunni í Reykjavík. Þyrlur og smærri skemmtibátar sjást skjótast út með gestina í skemmri leiðangra um landið. Gríðarlega flott skúta vakti líka athygli í höfninni á Akureyri. Kom fram í samtölum við starfsmenn bátsins að skútan væri skráð á Bresku jómfrúareyjunum en þeir vildu ekki gefa upp nöfn gestanna sem bjuggu um borð. Þetta voru því miklir huldumenn.

N

ú hefur það

frést að enginn annar en Larry Page, annar stofnenda Google, hafi verið um borð og spígsporað um Akureyri. Fleiri auðmenn voru með í för en nöfn þeirra hafa ekki fengist staðfest. Um tíma var haldið að stofnandi eBay hefði verið þar á meðal. Það hefði þá verið saga til næsta bæjar að stofnendur Microsoft, Google og eBay hefðu verið á Íslandi á svipuðum tíma.

G

læsilega skútan sem Page dvaldi í kom við á Blönduósi þar sem hún lagðist við bryggju svo möstrin sáust langt að. Á sama tíma hélt hann til veiða í Blöndu, sem hefur gefið flesta laxa þetta sumarið. Það hefur því líklega verið vel tekið á móti þeim við ána sem Lax-á er með á leigu. Engar sögur hafa heyrst af veiði þann tíma sem gestir skútunnar dvöldu við ána.

O

g fleiri fyrirmenni hafa komið til landsins í þeim tilgangi að veiða lax, eins og jafnan er á hverju sumri. Þannig hefur tónlistarsnillingurinn Eric Clapton haldið í sína árlegu laxveiðiferð, fyrst í Laxá í Ásum, en síðar í Vatnsdalsána í Húnaþingi. Á eftir Clapton mun enginn annar en Haraldur fimmti Noregskonungur veiða í Vatnsdalsá í boði vinar konungsins samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

GAMLA MYNDIN

Naskur á góð viðskiptatækifæri Robert Tchenguiz, sem átti 5% í Existu og var í miklum viðskiptum við Kaupþing fyrir fall bankanna, veit hvenær viðskiptatækifæri er til staðar. Þessi eiginleiki gerði Tchenguiz kleift að stækka fasteignaveldi sitt í Bretlandi, frá því að leigja stúdentum og ferðamönnum húsnæði yfir í að reka eitt stærsta fasteignafélagið á Bretlandseyjum. Svo segir í ársreikningi Kaupþings árið 2006. Þar segir einnig að Tchenguiz sé þekktur meðal frumkvöðla fyrir fjármálakunnáttu, óhefðbundnar fjármögnunarleiðir og hæfileika til að koma augu á viðskiptatækifæri. Þess vegna er Kaupþing hans fjárfestingarbanki.

HJARTARPILLAN

til á prenti Merkingar ábótavant „Þegar ég kom aftur heim fór ég að velta því fyrir mér hvernig merkingum væri háttað hér á landi. Erum við að taka jafn vel á móti Frökkum og þeir á móti okkur? Segjum nú að hjónin Maurice og Clairice Lacraux séu að keyra frá Keflavík til Reykjavíkur og séu að leita að hóteli sem þau eiga pantað herbergi. Segjum að hótelið sé í Tryggvagötu. Það eru ekkert sérstaklega mörg skilti á leiðinni og því síður á einhverju erlendu tungumáli sem þau hjónin gætu skilið. Segjum til dæmis að Clairice tali þokkalega ensku. Þau grúfa sig því yfir Map of Reykjavík þar sem þau

eru búin að gera stóran hring utanum Tryggvagötu. Mér finnst merkingum mjög víða ábótavant í Reykjavík. Maður verður helst að hafa keyrt gatnamót nokkrum sinnum til að rata. Það eru til alþjóðleg tákn yfir til dæmis spítala. Þau stórvantar. Það er ekki nóg að skrifa „Miðbær“. Clairice veit ekkert hvað það er og Maurice því síður. Ég held að við þurfum að fara að endurskoða merkingar í borginni vandlega með tilliti til útlendinga. Þeir gera það fyrir okkur.“

Jón Gnarr – birtist í Viðskiptablaðinu 31. ágúst 2008.

H

jörtur á erfitt með að skilja skattastefnu Indriða H. Þorlákssonar, sem nú felst í því að leggja nýjan eignarskatt á þá sem unnið hafa hörðum höndum allt sitt líf til að koma sér upp eignum. Hjörtur, sem á meiri auðæfi og vindla en Indriði getur látið sig dreyma um, finnur lítið fyrir skattinum en hið sama verður ekki sagt um þá sem kunna að eiga stórar eignir en hafa lítið reiðufé á milli handanna.


umræða

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

neðanmáls

| 15

týr

HALLDÓR BALDURSSON

Skýrslan og gleymskan Lítið hefur verið fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis undanfarið. HHH Þorsteinn Pálsson skrifar bókardóm um Hrunadans og horfið fé, bók Styrmis Gunnarssonar.  Dómurinn birtist í sumarhefti Þjóðmála sem er tímarit um stjórnmál og menningu. Í umsögninni kemur bók Styrmis ekki aðeins til skoðunar, heldur sjálf rannsóknarskýrslan. HHH Eftirtektarverð er umfjöllun Þorsteins um birtingu andmæla þeirra sem nefndin sakaði um vanrækslu. Um það segir: „Þeir sem nefndin sakaði um vanrækslu í starfi skiluðu mjög athyglisverðum andmælum. Þau voru ekki birt með skýrslunni, aðeins á netinu.“ HHH Þetta atriði hefur fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum. Rannsóknarnefndin tók ákvörðun um hvernig skýrslan var prentuð. Nefndin hefur augljósan hag af því að andmæli við störf hennar fari lágt. 

Skoðun

Er hægt að spá fyrir um ávöxtun markaðarins? Þröstur sveinbjörnsson

Í

þessari grein er farið stuttlega yfir hluta af þeim rannsóknum sem fjallað er um í meistararitgerð minni, Value Investing and Portfolio Selection. Ritgerðin skiptist í tvær meginrannsóknir. Sú fyrri snýr að hlutabréfasveiflum og hvernig hægt er að notast við margfaldara til að spá fyrir um ávöxtun vísitalna til lengri tíma. Seinni rannsóknin snýr að sjóðastýringu og hvernig hægt er að búa til söfn sem miða að því að skila hærri ávöxtun en vísitölusöfn að teknu tilliti til áhættu. Í þessari grein er fyrri rannsókninni gerð stuttleg skil, fjallað um helstu niðurstöður hennar og hvaða ávöxtun má vænta af mörkuðum í dag til lengri tíma. Þeirri spurningu hefur oft verið varpað fram hvort fjárfestar geti náð hærri ávöxtun heldur en vísitölur yfir lengri tímabil. Margir fræðimenn hafa sagt að ekki sé unnt að gera betur en markaðurinn til lengri tíma. Ein þekktasta kenningin í þessum efnum er um skilvirka markaði, þar sem gengið er út frá því að markaðir séu skilvirkir, þannig að verð á mörkuðum endurspegli allar þekktar upplýsingar á hverjum tímapunkti. Þannig er ekki unnt að skila hærri ávöxtun en vísitölusjóðir til lengri tíma, þegar búið er að taka tillit til áhættu. Í meistararitgerð minni er gengið út frá hinu gagnstæða, þ.e.a.s. að markaðir eru ekki að fullu skilvirkir. Í henni er m.a. fjallað um hvernig hægt er að mynda fjárfestingarstefnu sem byggir á því að fjárfesta í vísitölusjóðum með háum verðmargföldurum (e. Price multiples). Slík fjárfestingarstefna getur hjálpað fjárfestum í ákvörðunartöku sinni varðandi það hvenær þeir eigi að fjárfesta í vísitölusjóðum. Í rannsókninni var sú tilgáta sett fram, að eftir því sem margfaldarar hlutabréfavísitölu eru hærri í

upphafi fjárfestingartímabils, þá ætti ávöxtun hennar að vera hærri fyrir vikið. Rannsókn var gerð á bandarísku S&P 500 vísitölunni fyrir tímabilið 19382008, þar sem tíu- og tuttugu ára fjárfestingartímabil voru skoðuð út frá margföldurum í upphafi fjárfestingartímabilsins. Þeir margfaldarar sem notaðir voru í rannsókninni, eru H/V – hagnaður á hlut deilt í verð á hlut og D/V – arður á hlut deilt í verð á hlut. Til að sannreyna tilgátuna var ávöxtun vísitölunnar skipt í tíu flokka, þar sem flokkað var eftir því hversu háir margfaldarar vísitölunnar voru í upphafi fjárfestingartímabils. Þannig innihélt hæsti flokkurinn vísitölur með hæstu margfaldarana og að sama skapi innihélt lægsti flokkurinn vísitölur með lægstu margfaldarana.

einhverju leyti mið af stöðu margfaldaranna á þessum tíma, þá hefðu þeir getað fengið út þá niðurstöðu að best væri að draga úr vægi hlutabréfa í eignasafni sínu og þannig lágmarkað tap vegna hlutabréfaeignar sinnar. Horft til langs tíma Í ljósi niðurstöðu rannsóknarinnar er áhugavert að skoða hver vænt árs ávöxtun S&P 500 vísitölunnar næstu tíu árin verði. Í lok júlímánaðar á þessu ári var H/V margfaldari

HHH „Nefndin gaf sér ekki tíma til að meta andmælin eða tefla fram mótrökum. Margt bendir til að nefndin hafi aðeins virt andmælaréttinn að formi en ekki efni,“ skrifar Þorsteinn.  Án vafa hefðu Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar og fyrrum aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, látið viðkomandi stjórnvald fá á baukinn fengju andmæli slíka meðferð hjá stjórnvaldinu. HHH Um hæfi nefndarmanna segir Þorsteinn: „Í andmælum koma fram vel rökstudd sjónarmið um vanhæfi einstakra nefndarmanna. Höfundur hefði gjarnan mátt fjalla um þetta stóra álitaefni með því að svör nefndarinnar við þeim eru bæði fátækleg og í litlu samræmi við þau sjónarmið sem gilt hafa í dómum og álitum umboðsmanns Alþingis.“ HHH

Væntingar Niðurstöður Mynd 1. Samband ávöxtunar og verðmargfaldara fyrir S&P 500 vísitöluna. rannsóknarinnar voru þær að hæstu flokkarnir skiluðu bæði hærri meðalárs hennar 5,5%, sem út frá rannsókninni gefur ávöxtun yfir tíu- og tuttugu ára tímabil, auk vænta árs ávöxtun upp á 5,1% næstu tíu árin. þess sem áhætta þessara flokka var minni en hjá Er þetta töluvert lakari ávöxtun heldur en þeim flokkum sem innihéldu lægri margfaldara. meðalárs ávöxtun tíu ára tímabils S&P 500 Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá myndrænt vísitölunnar yfir tímabilið 1938-2008, sem var hér að neðan, þar sem þróun margfaldaranna og 12,7%. Fjárfestar sem hyggjast fjárfesta í vísitíu ára ávöxtunar S&P 500 vísitölunnar er rakin tölusjóðum sem endurspegla S&P 500 vísitölfyrir tímabilið 1946-2008. Á henni má sjá hversu una ættu því að hafa þetta hugfast ef þeir hafa sterkt samband er milli margfaldara og tíu ára það í hyggju að fjárfesta til lengri tíma í S&P ávöxtunar, ef undan er skilinn síðari hluti tí- 500 vísitölusjóði, þó svo að ekki sé útilokað unda áratugarins. Það tímabil einkenndist af að vísitalan komi til með að hækka næsta árið óraunhæfum væntingum fjárfesta sem að lok- eða svo. um leiddi til mikilla leiðréttinga á mörkuðum Höfundur er viðskiptafræðingur. í lok áratugarins. Ef fjárfestar hefðu tekið að

Týr hefði fyrirfram ekki búist við fátæklegri umfjöllun um hæfi nefndarmanna. Ekki síst fyrir þær sakir að Páll Hreinsson skrifaði doktorsritgerð um hæfisreglur stjórnsýslulaga sem er 978 blaðsíður. HHH Til samanburðar er umfjöllun nefndarinnar um eigið hæfi 23 síður. Þar af eru u.þ.b. 11 síður  bein tilvísun í erindi þeirra sem sakaðir voru um vanrækslu. HHH Fátæklegt er því vel valið orð yfir viðbrögð nefndarinnar sem eru aðeins 12 síður.


Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, taldi að starfandi stjórnarformenn væru lykill að sjálfstæði stjórna. Í nýju lögunum um fjármálafyrirtæki er komið í veg fyrir að stjórnarformenn fjármálafyrirtækja starfi fyrir félagið umfram það sem talið er eðlilegur hluti af starfsskyldum hans. Stjórnarseta má jafnframt ekki valda hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði og skal FME þar á meðal líta til eignarhalds. VB MYND/BIG

Hrókerað í stjórnum fjármálafyrirtækja Stærstu hluthafar gömlu bankanna hafa verið sakaðir um að hygla sér sjálfum á kostnað annarra hluthafa með áhrifum sínum innan stjórna bankanna. Á vordögum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem hert er á kröfum sem gerðar eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum í þeirri viðleitni að draga úr hagsmunatengslum og auka eftirlitshlutverk þeirra. Eggert Þór Aðalsteinsson eggert@vb.is

V

iðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Margeir Pétursson, stjórnarformaður og stærsti hluthafinn í MP Banka, væri hættur í stjórn bankans eftir ellefu ára setu. „Eftir að ný lög um fjármálafyrirtæki tóku gildi er ljóst að stjórnir slíkra fyrirtækja eiga fyrst og fremst að gegna eftirlitshlutverki. Á þetta alveg sérstaklega við um stjórnir viðskiptabanka,“ sagði Margeir í bréfi til starfsfólks og gat þess jafnframt að Sigurður Gísli Pálmason, annar

stór hluthafi, færi út úr stjórninni. „Stærstu hluthafar bankans sitja því ekki lengur sjálfir í stjórn hans og meirihluti stjórnarmanna eru ekki hluthafar og óháðir þeim. Með þessu viljum við ítreka óhæði og sjálfstæði bankans við þær einstæðu aðstæður á fjármálamarkaði sem nú ríkja,“ sagði Margeir ennfremur. Samkvæmt nýju lögunum hefur fjármálafyrirtækjum verið gefinn aðlögunartími fram til næstu aðalfunda, þó eigi síðar en til 1. apríl 2011, til þess að manna stjórnir sínar með réttum hætti. Strax má sjá merki um þessar breytingar. Birna Pála Kristinsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga vegna van-

hæfis en hún situr í stjórn annars eftirlitskylds aðila, Kreditkorta hf. Fjármálafyrirtæki er ekkert­ venjulegt fyrirtæki Viðmælendur Viðskiptablaðsins voru því sammála að rök hafi verið fyrir því að herða hæfisskilyrði stjórnarmanna og auka eftirlit og ábyrgð þeirra með starfsemi fjármálafyrirtækja. „Ég held að almennt séð hafi menn verið sofandi um hæfi og eftirlitsskyldur stjórnarmanna fram að hruninu og getað gert betur þar. Lagabreytingarnar eiga að tryggja að í stjórnir fjármálafyrirtækja veljist fólk sem býr yfir þekkingu og reynslu og uppfyll-

ir fjárhagsleg skilyrði,“ segir Helga Hlín Hákonar­dóttir hdl., framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital F já r f e s t i n gHelga Hlín Hákonar­ arbanka og dóttir, fram­ stundakennari kvæmdastjóri við lagadeild lögfræðisviðs Saga HR. Capital. Hún bendir á að hlutverk stjórnarmanna í hlutafélögum sé þrenns konar: Eftirlit, stefnumótun og stórar ákvarðanatökur. „Það

er hins vegar eðlilegt að gerðar séu meiri kröfur til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum en í öðrum hlutafélögum, þeir bera mikla ábyrgð og eiga að hafa eftirlit með flókinni starfsemi fjármálafyrirtækjanna en er á sama tíma óheimilt að koma að rekstrinum með beinum hætti.“ Þarf að herða kröfur til stjórna FME og SÍ? Fyrir hrun virðist sem áhættustýring innan fjármálafyrirtækja og eftirlit stjórna með henni hafi verið í hálfgerðum lamasessi sem birtist m.a. í skorti á upplýsingagjöf til stjórnarmanna. Nú verður gerð ríkari krafa til þeirra um að þeir þekki til


úttekt

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Stjórnarmenn í fimm stærstu viðskiptabönkunum Íslandsbanki: »» Friðrik Sophusson stjórnarformaður »» John E. Mack »» Árni Tómasson »» Marianne Økland »» Martha Eiríksdóttir »» Neil Graeme Brown »» Raymond J. Quinlan

NBI: »» Gunnar Helgi Hálfdanarson stjórnarformaður »» Sigríður Hrólfsdóttir »» Guðríður Ólafsdóttir »» Lárentsínus Kristjánsson »» Þórdís Ingadóttir

Arion Banki: »» Monica Caneman stjórnarformaður »» Guðrún Johnsen »» Kristján Jóhannsson »» Steen Hemmingsen »» Theódór S. Sigurbergsson »» Colin S. Smith

MP Banki: »» Ragnar Þórir Guðgeirsson »» Sigfús Ingimundarson »» Ástríður Þórðardóttir »» Jón Gunnar Jónsson »» Kristinn Zimsen

Byr hf.: »» Stefán Halldórsson stjórnarformaður »» Ólafur Halldórsson »» Dóra Sif Tynes »» Árelía Guðmundsdóttir »» Páll Ásgrímsson

áhættustýringar og ýmissa lögbundinna kvaða, s.s. vegna útlánastarfsemi, fjármögnunar og rekstrar, sem og til viðskipta og fyrirgreiðslu við aðila í nánum tengslum, s.s. stjórnarmanna og stórra hluthafa. „Menn treystu kannski svolítið á að krakkarnir úti á gólfi væru traustsins verðir einir og sér, á meðan stjórnin gæti einbeitt sér meira að samkeppnis-, útrásar- og stefnumótunarpælingum, á kostnað nauðsynlegs faglegs aðhalds og gagnrýni á dagleg störf stjórnenda.“ Helga Hlín bendir á að þessar

auknu kröfur séu til þess fallnar að styðja við endurreisn og tiltrú á fjármálakerfi landsins en spyrja megi hvort við getum gert betur. „Þurfum við ekki einnig að endurskoða kröfur til stjórnarmanna FME og Seðlabanka, þótt ekki væri nema í ljósi víðtækra heimilda þeirra til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja? Ég velti einnig fyrir mér kröfum til stjórnarmanna lífeyrissjóða og verðbréfasjóða sem eru mikilvægir trúnaðarmenn almennra fjárfesta.“ Athugasemdir lífeyrissjóða Landssamtök lífeyrissjóða gerðu athugasemdir við frumvarpið sem sneri að þátttöku starfsmanna þeirra í stjórnum fjármálafyrirtækja. Eftir breytingarnar geta starfsmenn lífeyrissjóða og annarra eftirlitsskyldra aðila samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi ekki setið í stjórnun fjármálafyrirtækja. Það var skoðun samtakanna að seta starfsmanna lífeyrissjóða í stjórnun smærri fjármálafyrirtækja skapaði litla hættu á hagsmunaárekstrum, enda væri aðkoma og staða lífeyrissjóða og umræddra f já r m á la f y rirtækja á fjármálamarkaði ólík. Reyndar töldu þau að það væru Hrafn Magnússon, meiri líkur á framkvæmdastjóri h a g s m u n a Landssamtaka líf­ árekstrum þegeyrissjóða. ar starfsmaður fjármálafyrirtækis tæki sæti í stjórn annars fjármálafyrirtækis innan samsteypunnar. „Við vöktum athygli á því að nokkur verðbréfafyrirtæki eru tengd lífeyrissjóðum sterkum böndum. Þar áttum við sérstaklega við Jökla verðbréf sem eru alfarið í eigu lífeyrissjóða,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Samtökin höfðu ekki erindi sem erfiði. Hvenær er lögmaður­lögmaður? Viðskiptaráð Íslands er sammála um markmiðin en spyr hvort sums staðar sé gengið of langt. „Við tökum heilshugar undir markmið þessa kafla laganna þar sem verið er að reyna að minnka hagsmuna- og krosseig natengsl og auka ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. En það mátt Þórdís Bjarnadóttir, hefði setja skýrar lögfræðingur hjá fram hver tilViðskiptaráði. gangur löggjafans væri með þessu. Þú getur túlkað þetta of þröngt eða vítt,“ segir Þórdís Bjarnadóttir, lögfræðingur VÍ. Samtökin taka undir athugasemdir Samtaka fjármálafyrirtækja við frumvarpsgerðina að það sé ekki hægt að krefjast þess að allir stjórnarmenn séu með háskólapróf, enda séu margir hæfir einstaklingar sem hafi mikla kunnáttu og reynslu af fjármálamarkaði en hafi ekki endi-

| 17

Leitað eftir fagþekkingu og óskað eftir góðum kandidötum

K

fréttatilkynningu frá Arion Banka um skipröfur hafa verið uppi um óhæði og an síðustu stjórnar. sjálfstæði stjórnarmanna gagnvart eigendum í hinu breytta íslenska Auglýst eftir kandidötum fjármálakerfi. Þar sem ríkið og skilanefndir Innan Bankasýslu ríkisins starfar valnefnd fara með forræði yfir fjórum af fimm sem undirbýr tilnefningar einstaklinga í stærstu viðskiptabönkunum eru stjórnstjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem eru armenn að stórum hluta til ótengdir eigá forræði stofnunarinnar með endum bankanna. „Við val á einum eða öðrum hætti. Mögustjórnarmönnum var áhersla legir stjórnarmenn þurfa að lögð á að þeir hefðu fjölþætta uppfylla hæfnisskilyrði Bankamenntun og reynslu á sviði sýslunnar sem er lýst í starfsbanka- og fyrirtækjarekstrar. reglum valnefndarinnar auk Sérstaklega var litið til þess þess sem horft er til reynslu, hversu krefjandi aðstæður þekkingar og yfirsýnar viðeru í íslensku efnahagslífi og komandi á fyrirtækjarekstri þeirrar uppbyggingar sem og starfsháttum fjármálafyrframundan er. Jafnframt þótti Monica Caneman er irtækja. Bankasýslan hefur mikilvægt að innan stjórnar tilnefnt stjórnarmenn í stjórnir væru erlendir aðilar með um- stjórnarformaður allra stóru viðskiptabankanna fangsmikla fagþekkingu. Tveir Arion Banka. Hún hefur mikla reynslu og þar sem ríkið hefur fengið stjórnarmanna eru erlendir af alþjóðlegri fjár­ allt sparisjóðakerfið svo gott með fjölþætta reynslu af alsem í fangið kemur stofnunin þjóðlegri fjármálastarfsemi og málastarfsemi. til með að tilnefna fulltrúa sína hvor með sérfræðiþekkingu í stjórnir sparisjóða á næstunni. Í síðustu á sínu sviði. Stjórnarformaðurinn, Monica viku óskaði Bankasýslan opinberlega eftir Caneman, er fyrrverandi aðstoðarforstjóri tilnefningum í stjórn Sparisjóðs NorðSkandinaviska Enskilda Banken (SEB) þar fjarðar. sem hún starfaði um 25 ára skeið,“ sagði í

lega háskólapróf. Þess ber þó að geta að FME getur veitt undanþágu frá menntunarskilyrðum. Annars staðar telur Viðskiptaráð að lögin séu óskýr og FME ráði miklu um túlkun þeirra. Þar benda samtökin á ákvæði sem snúa að störfum og tengslum stjórnarmanna við aðra aðila. Hvernig beri t.d. að skilgreina störf lögmanna? Og hvernig eigi að skilgreina háttsemi sem gefur tilefni til að draga hæfni stjórnarmanna í efa? Þórdís bendir enn fremur á að inn í lögin hafi verið sett ákvæði um að FME meti það hvenær hagsmunaárekstrar skapist vegna eignarhalds og nú sé það fjármálafyrirtækisins að sanna að stjórnarmaður sé hæfur. Viðskiptaráð hefur nýlega gefið úr stjórnarháttaleiðbeiningar þar sem m.a. er fjallað um störf og hlutverk stjórnarmanna og fagnar ráðið því að fjármálafyrirtæki eigi, skv. lögunum, að fara eftir þeim viðmiðum. Komið í veg fyrir­ ­hagsmunaárekstra Aðspurð hvort nýju lögin meini stórum hluthöfum fjármálafyr-

Útlendingar ekki einsdæmi Útlendingar eru áberandi í stjórnum tveggja stórra viðskiptabanka, Arion Banka og Íslandsbanka. Fjórir af sjö stjórnarmönnum Íslandsbanka koma erlendis frá og þá er stjórnarformaður Arion Banka hin sænska Caneman. Hún er jafnframt eina konan sem fer með stjórnarformennsku. Útlendingar eru alls sjö af 28 stjórnarmönnum í fimm stærstu fjármálafyrirtækjunum. Það er þó ekkert einsdæmi að leitað sé út fyrir landsteinana eftir stjórnarmönnum í fjármálafyrirtæki. Þegar Kaupþing var yfirtekið af FME haustið 2008 sátu þrír útlendingar í stjórn bankans, Tommy Persson, Niels de Coninck-Smith og Antonios P. Yerolemou. Hvað kynjahlutfall snertir eru konur í minnihluta en 10 af 28 stjórnarmönnum eru konur, eða tæp 36%. Konur eru aðeins í meirihluta innan stjórnar NBI. Þess má geta að fyrrum stjórn Arion banka, sem sat mestan hluta ársins 2009, var einungis skipuð konum.

Hættulegt hlutverk Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins Auðar Capital og stór hluthafi, segir að innan stjórnar Auðar séu óháðir stjórnarmenn auk þess sem tveir af þremur stjórnarmönnum í endurskoðunarnefnd séu óháðir. Hún komi t.d. ekki nálægt þeirri nefnd. Þá sé skýr verkaskipting á milli hennar og Kristínar Pétursdóttur, forstjóra bankans, hún sjálf sinni stefnumótunarhlutverki en Kristín annist daglegan rekstur.

Halla Tómasdóttir.

„Við trúum því að stjórn eigi að sinna bæði eftirlitshlutverki og stefnumarkandi hlutverki, ekki síst í nýjum fyrirtækjum sem er verið að byggja upp. Við höfnum þess vegna því viðhorfi að stjórn fjármálafyrirtækis geti einungis verið eftirlitsaðili og söknum þess að það hafi ekki farið fram umræða í kringum þessa löggjöf að stjórn hafi meira en eitt hlutverk.“

irtækja að hafa bein áhrif á stjórnun þeirra í gegnum stjórnarsetu segir Helga Hlín að svo sé alls ekki, hún geti hvorki séð að það hafi verið markmið laganna né að greinarmunur sé gerður á hlutverki stjórnarmanna í viðskiptabanka eða annars konar fjármálafyrirtækja, s.s. fjárfestingarbanka. „Ég tel að löggjafinn vilji koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á milli bankans, viðskiptavina hans og eigenda en ekki

að stórir hluthafar eigi ekki fulltrúa í stjórnum þeirra. Það er eðlilegt í ljósi hrunsins að dreifa eignarhaldi og áhrifum einstakra viðskiptablokka og áhættu þeim tengdum, en þar með er ekki sagt að stór hluthafi, sem fer með virkan eignarhlut, megi ekki sitja í stjórninni. Það væri skerðing á eignarréttinum sem er verndaður af stjórnarskrá. Hins vegar má stór hluthafi aldrei beita stjórnarsetu sinni í eigin þágu.“

Einn maður, ein stjórn

S

tærstu breytingarnar í lögum um fjármálafyrirtæki, er lúta að stjórnarmönnum, eru annars vegar ákvæði um að stjórnarseta megi ekki skapa hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði og getur Fjármálaeftirlitið horft til eignarhalds, tengsla félags við aðra þátttakendur á fjármálamarkaði og hvort tengslin geti skaðað heilbrigðan og traustan rekstur fjármálafyrirtækisins.

lögmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila. Þá er starfsmönnum fjármálafyrirtækja óheimilt að sitja í stjórn þeirra fyrirtækja sem þeir starfa fyrir. Á þessu eru þó undanþágur eins og svo oft áður. Stjórnarmaður eða starfsmaður fjármálafyrirtækis getur tekið sæti í stjórn fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags sem er undir yfirráðum þess félags sem hann starfar fyrir.

Hins vegar voru tekin inn ákvæði sem hindra að stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila geti ekki tekið sæti í stjórnum annarra eftirlitsskyldra aðila, s.s. lífeyrissjóða, verðbréfasjóða, vátryggingafélaga og kauphalla, né vera starfsmenn,

Þá voru sett inn í lögin ákvæði um að stjórnarmenn skuli hafa lokið háskólaprófi, vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa ekki hlotið dóm fyrir refisverðan verknað á síðustu tíu árum samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum og fleiri lögum.


18 |

viðtal

Eyrir 10 ára Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson stofnuðu Eyri Invest fyrir 10 árum. Í dag er félagið stærsti hluthafi Marels og sá næststærsti í Össuri. Einnig á Eyrir um 17% hlut í hollenska iðnaðarfyrirtækinu Stork. Til viðbótar við núverandi fjárfestingar lítur Eyrir nú í auknum mæli til yngri og minni fyrirtækja. Þórður og Árni Oddur ræða um stóru og litlu fyrirtækin í viðtali við Viðskiptablaðið.

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010


viðtal

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Hallgrímur Oddsson hallgrimur@vb.is

E

skiptavini um að til lengri tíma væri ekkert sem hefði gerst varðandi framtíðarhorfur fyrirtækisins og viðskiptaumhverfið. Við vorum að flytja ákveðna sögu og færðum fyrir því rök. Á endanum varð það svo að viðskiptabankar okkar ákváðu að standa með okkur og við gátum jafnframt styrkt eigið fé frekar með hlutafjárútboði til innlendra sem erlendra fjárfesta.“

yrir Invest gerðist kjölfestufjárfestir í Marel og Össuri á árunum 2004 og 2005 og á í dag 32% hlut í Marel og um 17% hlut í Össuri. Samhliða kaupum í félögunum tveimur seldi Eyrir hluti sína í Kaupþingi. Á árunum 2005-2008 stækkuðu Össur og Marel hratt. Árin einkenndust Síðustu tvö ár hafa þó verið erfið, af vöruþróun og stækkun markaðs- ekki satt? svæða sem meðal annars fól í sér yf- „Jú, þau hafa um margt verið erfið irtökur á erlendri grundu, það sem en lærdómsrík,“ segir Árni Oddur kalla má útrás. Með sameiningu og bendir á að þrátt fyrir fréttir af Marels og erlendra fyrirtækja, und- slæmu efnahagsástandi heimsins ir merkjum Marels, hefur markaðs- þá mælist nú hagvöxtur á heimssvæðið margfaldast og fyrirtækið vísu um 3-4% á sama tíma og stórþjónustar nú fleiri í matvælageiran- ar iðngreinar eigi enn erfitt uppum. Sömu sögu er að segja af Össuri dráttar. „Í heiminum hafa stórar en félagið hefur sérstaklega styrkt atvinnugreinar á borð við verktakastöðu sína í Bandaríkjunum á sviði stoð-og stuðningstækja. Í takt við efnahagsaðstæður heimsins hægði nokkuð á félögunum en síðasta yfirtaka Össurar var á árinu 2007. Sameining hollenska félagsins Stork Food Systems og Marels var í maí 2008 en raunar má segja að henni hafi ekki lokið endanlega fyrr en á síðasta ári. Á síðustu tveimur árum hefur Össur siglt lygnari sjó en Marel. Sést það bersýnilega á hlutabréfaverði félaganna. Hlutabréfaverð Össurar hefur tvöfaldast á liðnu ári á meðan bréf Marels tóku nokkra dýfu en þau hafa verið að hækka á ný að undanförnu. „Við hjá Eyri teljum okkur ekki hafa orðið fyrir neinu beinu tjóni vegna íslenska bankahrunsins,“ segir Árni Oddur. „Fljótlega eftir að fjármálakreppan skall á í heiminum kom í ljós að víðtæk efnahagssveifla á heimsvísu var í kortunum. Það kom enda í ljós að velta iðnfyrirtækja í Evrópu dróst saman um fjórðung á árinu 2009 samanborið við fyrri ár. Auðvitað snertir slík efnahagskreppa okkar félög, þó minnst Össur þar sem einungis varð lítilsháttar samdráttur á síðasta ári. Velta Marels dróst hins vegar saman um fjórðung, í takt við samdrátt tekna hjá öðrum alþjóðlegum iðnfyrirtækjum. Það ánægjulega er að tekjur Marels og Össurar hafa farið hratt vaxandi á ný á þessu ári, fyllilega í takt við okkar væntingar.“ Hagrætt í rekstri og sameining kláruð Hvarflaði aldrei að þér að illa myndi fara fyrir Marel? „Það þarf ekki að draga dul á að hjá Marel var gripið til sársaukafullra aðgerða. Stjórn Marels samþykkti samhljóma að grípa til viðeigandi ráðstafana sem síðan voru framkvæmdar í byrjun árs 2009. Stjórnkerfið var einfaldað, ný framkvæmdarstjórn var sett á og við réðumst í samþættingu Marels og Stork Food Systems af meiri hraða og krafti en áður. Það var í raun tækifærið sem fólst í niðursveiflunni. Þá var starfsmönnum fækkað um 500-600 manns og starfsemi sem var skilgreind utan kjarnarekstrar Marels var seld. Þegar horft er um öxl er auðvitað margt sem hefði getað farið úrskeiðis. En það sem gekk var að bæði við og stjórnendateymi Marels sannfærðum fjárfesta og við-

geirann verið á niðurleið, sama er að segja um bílaiðnaðinn og verslunargeirann þar sem mikil offjárfesting hefur átt sér stað. Þrátt fyrir það er ágætis vöxtur í kerfinu, sérstaklega matvælaiðnaði og hátækniiðnaði. Vöxtur er mestur á svokölluðum nýmörkuðum á borð við Asíu, Suður- Ameríku og Austur Evrópu þar sem Marel er að styrkja stöðu sína verulega. Össur og Marel fjárfesta bæði árlega 5-7% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarfi auk þess sem umtalsvert hærri fjárhæðum er varið til að auka frekar markaðsaðgang vara félaganna. Aðstæður nú eru því ekki svo slæmar enda þótt þær hafi verið það á tímabili. Viðskiptavinir Marels áttu í erfiðleikum með fjármögnun verkefna en það hefur breyst. Í dag má sjá í Evrópu, Ameríku og víðar að meira framboð er af lánsfé en eftirspurn.“

hvað aðstæður leyfðu. Veltusamdráttur var ríflega 20% á árinu 2009 hjá Marel. Kostnaðargrunnur hefur hins vegar lækkað án þess að við gáfum eftir í fjárfestingu í tækni og markaðsaðgangi. Rekstrarforsendur hafa stórbatnað eftir hagræðingu og framundan er uppskerutími. Það sem er ekki síður mikilvægt er að skuldir samstæðunnar hafa lækkað verulega, úr ríflega 400 milljónum evra í um 280 milljónir síðustu 18 mánuði. Sjóðsstreymi frá rekstri hefur verið gott, en jafnframt réðumst við í hlutafjárútboð til að styrkja eiginfjárþátt rekstrar hjá Marel og seldum einingar utan kjarnarekstrar.“ Þið hafið skipt um uppgjörsaðferð. Afhverju var það gert? „Í kjölfar breyttra aðstæðna skiptum við um uppgjörsaðferð hjá

Árni Oddur segir að Marel komi sterkt inn á árinu 2010 en þar er Árni stjórnarformaður.

Við gætum ímyndað okkur stöðuna ef Marel hefði ekki ráðist í útrás og yfirtökur á síðustu árum. Marel væri þá eingöngu að þjónusta villtan fisk á Norður-Atlantshafi ...

Útrásin til hjálpar Árni Oddur segir að Marel standi vel að vígi þegar litið er til ársins í ár og væntingar eru um að rekstrarafkoma verði vel viðunandi. Raunar má segja að útrás félagsins hjálpi nú til. „Við gætum ímyndað okkur stöðuna ef Marel hefði ekki ráðist í útrás og yfirtökur á síðustu árum. Marel væri þá eingöngu að þjónusta villtan fisk á Norður-Atlantshafi, þar sem nýfjárfestingar hafa verið mjög takmarkaðar síðustu ár. Tekjur og gjöld fyrirtækisins væru að miklu leyti í íslenskum krónum og því takmarkaður áhugi erlendra banka og fjárfesta á fyrirtækinu. Vöxtur félaganna hefur hvorki verið tilviljanakenndur né tækifærissinnaður og við höfum einbeitt okkur að því að viðhalda réttri fjármagnsskipan eftir því

Eyri, sem var jafnframt grunnurinn að því að okkur væri heimilt að gera upp í evrum í stað króna. Nú færum við hlutdeild í afkomu Marels og Össurar til samræmis við eignarhlutdeild okkar í stað þess að færa hlutabréfin til bókar eftir því hvernig viðskiptaverð þróast í kauphöll. Okkur þykir hlutdeildar­ aðferð gefa skýrari mynd af stöðu og rekstri Eyris, sem er langtímafjárfestir með kjölfestuhluti í viðkomandi félögum. Glöggir lesendur árskýrslanna geta séð að síðasta eitt og hálft ár var markaðsvirði hlutabréfa Marels og Össurar langt undir bókfærðu virði Eyris. Það hefur nú snúist við og markaðsvirðið orðið nokkru hærra en bókfært virði. Við myndum því sýna enn sterkari stöðu í dag ef við notuðumst við markaðsvirði. En áfram teljum við að hlutdeildaraðferð gefi stöð-

| 19

ugri og réttari mynd af því sem við erum að fást við. Hefur eiginfjárhlutfall Eyris ekki orðið fyrir höggi? „Við upphaf fjármálakreppunnar var lausafjárstaða Eyris afar sterk og skipti það sköpum þegar siglt var í gegnum versta brimrótið. Stefna okkar hefur frá upphafi verið að viðhalda yfir 40% eiginfjárhlutfalli, góðri lausafjárstöðu og lengri tíma fjármögnun á móti langtímafjárfestingum. Í hálfs árs uppgjöri okkar 2008, skömmu áður en fjármálakreppan skall á af fullum þunga, var lausafé önnur stærsta eignin í efnahagsreikningi félagsins. Þrátt fyrir mikinn vöxt félaga okkar, og efnahagsreiknings Eyris samhliða því, kom aldrei annað til greina en að standa við þessa

VB MYND/HARI

stefnu. Vöxtur Eyris á árunum 2005-2008 var því ekki fjármagnaður með skuldsetningu heldur hæfilegri blöndu af auknu eigin fé og langtímalánum. Að sama skapi drógum við úr fjárfestingum í hlutabréfum í veltubók frá og með árinu 2006, meðal annars með það að markmiði að draga úr vexti efnahagsreikningsins og tryggja sterka lausafjárstöðu. Með góðri hlutdeild í vaxandi hagnaði félaga okkar er eiginfjárhlutfall Eyris að styrkjast á ný.“ Tvíhliða skráning á dagskrá Marel hefur sagt að það stefni á tvíhliða skráningu í erlendri kauphöll. Hvar stendur sú vinna í dag? „Það er rétt að við stefnum á tvíhliða skráningu í erlendri kauphöll og hjá Marel lítum við til Hollands en Skandinavía kemur vissulega


20 |

viðtal

enn til greina. Í Hollandi erum við með um 1000 starfsmenn og Stork er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Það sem við höfum verið að einbeita okkur að núna er að hagræða í rekstri og við sjáum árangur þess. Við öndum með nefinu og skráum okkur tvíhliða þegar allt er til reiðu. Nú gefum við stjórnendum og starsfmönnum andrými til að að gera það sem þeir gera best. En við erum vissulega að undirbúa skráningu og höfum styrkt fjármálasviðið, yfirstjórn og innviði félagsins. Fyrir ári síðan vorum við ekki tilbúin til skráningar en það nálgast.“ Marel lítur til Hollands líkt og Össur leit til kauphallarinnar í Kaupmannahöfn en Össur er tvíhliða skráð þar og hérlendis.

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

að grunnvextir í kerfinu voru allt að 18%. Síðan hurfu 90% markaðarins sem var mikið brimrót fyrir þau félög sem stóðu eftir. Í rauninni er það algjört kraftaverk að enn séu skráð félög í Kauphöll Íslands. En það var staðfastur vilji okkar og annarra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði landsins að félögin yrðu skráð áfram hér á landi.“ Líta til sprotafyrirtækja Líkt og viðtalið við Þórð hér til hliðar ber með sér þá lítur Eyrir í auknum mæli til yngri og upprennandi fyrirtækja til viðbótar við fjárfestingar Eyris í dag. Í samanburði við Össur og Marel má segja að Eyrir vilji koma fyrr inn í fyrirtæki, en þessi tvö félög

Eyrir 10 ára Eyrir Invest lítur til lengri tíma í fjárfestingum sínum í Marel og Össuri en fjárfestingin í Stork er hugsuð til skemmri tíma, þó til nokkurra ára. „Við erum að fara í auknum mæli í sprotaverkefni. Við stefnum ekki að sinni á stærri fjárfestingar utan þess að styðja núverandi fyrirtæki til frekari vaxtar. Það þarf töluverðan tíma til að vinna úr Stork-verkefninu í Hollandi. Annars erum við sátt með okkar stöðu og höfum sagt að framundan sé uppskerutími hjá okkar fyrirtækjum.“

Þúsund aðferðir til að klúðra góðri hugmynd

Þ

órður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, hefur á síðustu árum komið að rekstri hinna ýmsu sprotafyrirtækja. Má þar nefna fyrirtækin Marorku og Calidris. Hið síðarnefnda sérhæfir sig í tæknilausnum í rekstri flugfélaga og var selt fyrir nokkrum mánuðum,

Hvaða lærdóm dregur þú af síðasta áratug? „Það sem við höfum lært er að stefnan er eitt, framkvæmdin er

„Ég hef hvatt fyrirtæki til að viðra hugmyndir sínar við sem flesta og ræða þær,“ segir Þórður.  VB MYND/HARI 14 árum eftir stofnun. Kaupandinn var bandarískur, eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims á sviði flugrekstrar. Calidris starfar eftir sem áður hérlendis. Allt frá falli bankanna hafa rekstur og gróska sprotafyrirtækja verið í sviðsljósinu. Þórður segir að markaðurinn hafi alltaf verið til staðar, en síðustu misseri hafi hann fengið aukna athygli. Skýringin sé ekki síst sú að þau fyrirtæki sem standa sterk eftir efnahagssviptingar, líkt og Marel og Össur, voru í upphafi sprotafyrirtæki. „Eðlilega hefur markaðurinn fengið meiri athygli en áður. Við erum að staðsetja okkur og lítum til hvar við erum og hvað við getum gert til að komast út úr því ástandi sem ríkir.

„Þegar horft er um öxl er auðvitað margt sem hefði getað farið úrskeiðis,“ segir Árni Oddur.  „Stjórnendur Össurar hafa unn- voru nokkuð rótgróin þegar Eyrið mjög gott starf við tvíhliða ir kom að borði þrátt fyrir mikinn skráningu félagsins. Þar liggur á vöxt félaganna á síðustu árum. bakvið margra ára undirbúning- „Með kaupum í Marel og Össuri ur og Össur hefur góða tengingu vildum við kaupa í fyrirtækjum við Kaupmannahöfn í gegnum sem höfðu vöru og tæknilega William Demant, stærsta eig- sérstöðu og tækifæri til að vera anda félagsins, og þar eru allmörg markaðsleiðtogar á heimsvísu. sams­konar félög skráð og því er Núna erum við jafnframt að líta samanburðarhæfni mikil,“ segir til þess að ganga skrefinu lengra, að kaupa í fyrirtækjum sem eiga Árni Oddur. Árni Oddur segir að einnig hafi möguleika á að verða tæknilegmarkaðaðstæður um margt batn- ir leiðtogar og síðan markaðsað hvað varðar skráningu hér á leiðtogar. Við höfum verið að landi. „Ef við horfum eitt og hálft fjárfesta í slíkum fyrirtækjum ár aftur í tímann þá var krónan að og styðja þau til vaxtar að undsveiflast ansi mikið en verra var anförnu,“ segir Árni Oddur.

VB MYND/HARI

annað, en samspil stefnu og framkvæmdar er það sem skiptir öllu máli. Stjórnendateymið í félögunum skiptir verulegu máli og ekki síður samsetningin. Það er ekki nóg að horfa á hvern og einn stjórnanda heldur liðsheildina. Við höfum gengið í gegnum miklar stjórnendabreytingar bæði hjá Stork og Marel og þau hafa eflst enn frekar. Okkar hlutverk er að koma inn í félög og styðja þau til vaxtar. Yfirtökur félaga okkar hafa hvorki verið tilviljanakenndar né tækifærissinnaðar. Við viljum hafa skýra stefnu og reiðum okkur á innri vöxt og aukinn hagnað þegar fram í sækir.“

Fyrirtæki þurfa að vera tilbúin til að endurskilgreina vöru sína aftur og aftur. Varan verður ekki til í byrjun nema hún sé þróuð með einstökum notendum. En til þess að varan hafi notagildi fyrir fleiri þá verður hún að fara í gegnum þetta ferli. Þá er hægt að staðla vöruna þannig að hún hafi notagildi fyrir fleiri aðila. Eins er mikilvægt að komast í samband við endursöluaðila, fyrir lítið fyrirtæki hentar ekki að selja beint til margra notenda til lengri tíma. Endursöluaðili er mikilvægur og að varan sé hluti af því vöruframboði sem boðið er upp á.“ Er mikið leitað til ykkar með v­ iðskiptahugmyndir? „Já, það er mikið um það. Ég hef hvatt fyrirtæki til að viðra hugmyndir sínar við sem flesta og ræða þær, til að átta sig sem best á stöðunni. Það eru þúsund aðferðir til að klúðra góðri hugmynd. Það er mjög algengt að þegar komið er til okkar séu menn að leita eftir fjármögnun. Þá telja menn sig komna með hugmyndina og að allt sé klárt, nema að meginhættan sé að einhver steli hugmyndinni. En það að ræða hugmyndina gerir ekkert annað en að bæta hana. Peningar eru auðvitað nauðsynlegir líka, en þetta er fyrst og fremst leiðsögn og leiðbeining. Fyrirtæki geta komist mjög langt án þess að setja of mikla fjármuni undir. Þolinmæði og langtímahugsun er nauðsynleg. Sprotafyrirtæki þurfa að ganga í gegnum ákveðið þróunar- og þroskaferli og eftir því sem fyrirtæki kemst lengra í slíkum þroska getur verið nauðsynlegt að styðja við vöxtinn með auknu fjármagni. Þetta höfum við til dæmis séð hjá Marel og Össuri og fleiri fyrirtækjum sem við höfum komið að.“

Hvert er ykkar hlutverk í aðkomu f­ yrirtækjanna? „Við komum að fyrirtækjum fyrst og fremst vegna þess að við trúum á þær hugmyndir sem verið er að vinna að. Hugmyndir okkar og stjórnenda um uppbyggingu þurfa að fara saman. Ef við lítum svo á að okkar aðkoma sé virðisaukandi fyrir félagið þá höfum við hlutverki að gegna,“ segir Þórður.

Hvernig lítur umhverfi s­ protafyrirtækja út? „Ég tel tækniþróunarsjóð hafa unnið gott starf og bæði matskerfi og eftirfylgni vera góð. Eina sem vantar er aukið fjármagn. Ég held að arðsemi af því fjármagni sem hið opinbera hefur sett inn í tækniþróunarsjóð hafi verið afskaplega góð. Þá var nýlega samþykkt frumvarp til aðstoðar sprotafyrirtækjum. Það er að mörgu leyti gott en helsti galli þess er að stuðningur nær til hvers verkefnis en ekki fyrirtækis. Einnig hafa Hugmyndasmiðjan og Innovit skipt verulega miklu máli.

Þórður hefur ákveðnar hugmyndir um uppbyggingu ungra fyrirtækja og hefur haldið fyrirlestra þess efnis. „Það er auðvitað erfitt að fjármagna frumrannsóknir og þróunarstarf. Þess vegna tel ég að fyrirtæki þurfi að byrja snemma í ferlinu að selja lausnir sínar. Þannig þróast varan með viðskiptavinunum á sama tíma og fyrirtækið aflar sér tekna. Lausnirnar eru ef til vill ekki fullþróaðar en þá er hægt að laga þær að þörfum viðskiptavinanna.

Til þess að ná árangri þurfa menn að vera fremstir á því sviði sem þeir eru, sama hvort fyrirtækin eru með bestu tæknilegu lausnina á syllumarkaði eða alheimsleiðtogar á stærra markaðssvæði. Til þessa lítum við í þeim fyrirtækjum sem við skoðum í dag, við byggjum á að viðkomandi fyrirtæki geti orðið tæknilegur leiðtogi á því sviði sem það starfar. Það svið þarf ekki að vera stórt en maður verður að skara fram úr á einhvern hátt.“


VERT 路 13285

F枚stuDAGUR xx. xxxxx 2008


22 |

viðhorf

fimmtudagur 12. ágúst 2010

Að kunna að gefa

Þ

að hefur komið fyrir (ok, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar) að ég hef verið siðaður til. Þetta gerist auðvitað þegar maður er staðinn að einhverju sem ekki á að vera. Það virðist nefnilega vera kjöraðstæður fyrir þroska og lærdóm að lenda í krísum. Til að taka „saklaust“ dæmi er hægt að nefna það að ef maður gerir einhverjum greiða er þá sjálfsagt mál að viðkomandi skuldi manni greiða í staðinn? Að ég eigi inneign fyrst ég gerðist svo rausnarlegur að rétta einhverjum hjálparhönd. Mörgum finnst það alveg sjálfsagt mál að svo sé. Að það séu hrein svik ef ekki sé greitt í sömu mynt. Ég skal klóra bakið á þér og þá skalt þú klóra bakið á mér. Eða enn skepnulegra; ég skal vera góður við þig en bara ef að þú verður góður við mig. Mér var einhvern tímann bent á að gjöf væri ekki gjöf nema að gefandinn gleymdi því algerlega að það væri gjöf. Annað væri vöruskipti eða bísníss sem auðvitað er í lagi ef báðir aðilar eru því fyllilega samþykkir, eða er það? Ég þykist vita að svo sé ekki alltaf - sérstaklega ef annar aðilinn er af einhverri ástæðu í nauð. „There is no such thing as free lunch“ er sagt út í hinum harða heimi. Í raunveruleika margra er allt keypt og allt til sölu þangað til kemur að raunverulegum kærleika, eða raunverulegri vináttu og virðingu. Það er víst ekki hægt að kaupa. Þegar verið var að siða mig til þarna var farið aðeins dýpra. Það var útskýrður fyrir mér munurinn á þeim sem kallaðir eru „utilitarian“ eða þeir sem taka þó þeir gefi annars vegar og þeirra sem kallaðir eru „altruískir“ eða þeir sem gefa og virðast fá eitthvað allt annað, nánast óútskýranlegt út úr því hins vegar. Til að taka dæmi um þetta þá var mér bent á ýmislegt sem tengist mínu daglega starfi sem grafískur hönnuður eða auglýsingateiknari. Ég teikna talsvert af auglýsingum og veggspjöldum fyrir lista- og menningarstarfsemi. Þetta er venjulega fyrir stofnanir eða einstaklinga í fjársvelti en oftast að gera göfuga og mannbætandi hluti. Oft er leitað til fyrirtækja eða efnaðra einstaklinga og beðið um styrk fyrir þetta eða hitt verkefnið með því að höfða til samvisku þeirra eða samfélagskenndar. Þetta var auðvelt eða eiginlega allt of auðvelt á flippárunum fyrir haustið 2008. En svo kemst upp hvernig stuðningsaðilar eru innrættir. Þeir sem eru „utiltarian“ vilja fá í staðinn lógóið sitt stórt og áberandi á veggspjald og annað kynning-

vb mynd/Goddur

Guðmundur Oddur

„Í raunveruleika margra er allt keypt og allt til sölu þangað til kemur að raunverulegum kærleika, eða raunverulegri vináttu og virðingu. Það er víst ekki hægt að kaupa. Þegar verið var að siða mig til þarna var farið aðeins dýpra. “

arefni en þeir sem eru altrúískir vilja helst ekki að lógóið sjáist - í besta falli að þeirra sé getið en með litlu letri á lítt áberandi stað. Nú margir kannast við þetta. Á sínum tíma sá ég til dæmis um að búa til veggspjöld og ýmislegt annað fyrir Klink og banK sem sumir muna eftir sem samstarfsverkefni Landsbankans eða Björgólfs og gallerísins Kling og Bang sem enn starfar við Hverfisgötu. Þeir létu listamönnum í té húsnæði og rafmagn. Þeir notfærðu sér það sem gert var þar sem hluta af sinni eigin ímyndarsmíði nýr Ragnar í Smára eða þannig. Þeir kostuðu líka útgáfur hjá hinum róttæka félagsskap Nýhíl. Þetta var örugglega lang ódýrasta og líklega ein áhrifamesta ímyndarsmíð þeirra á sínum tíma. Aldrei skiptu þeir sér af því beinlíns hvað listamenn gerðu. Þeir bara notuðu ímynd þeirra og tengdu sjálfa sig við hana. En versta fólkið sem maður glímdi svo við voru starfsmenn markaðsdeildar bankans. Svona ungt og duglegt markaðsfólk - ekki mjög hugsandi. Þau voru frek, ósvífinn og þurfti stundum að taka

hart á þeim til að halda þeim niðri. Sum þeirrra lærðu þó að við værum ekki fótboltafélag en þar er auglýsingaósóminn mestur og siðgæðið lægst. Ósóminn leynist samt víða. Nýjasta yfirgengilega dæmið eru Fiskidagurinn á Dalvík Allt „ókeypis“ á hátíðarsvæðinu sem útbíað er auglýsingum. Þér er borgað með fiskisúpu og fiskborgurum fyrir að horfa á auglýsingar. Hafiði pælt í því hvað merkjanotkun er skyld hjarðmennsku og söfnuðum. Hafiði tekið eftir því hvernig þetta er notað til þess að mynda skoðanir og skipa mönnum í flokka. Þetta á sérstaklega við um íþrótta- og trúfélög. Mér var einu sinni bent á að þegar maður er leitandi og er jafnvel að þreifa á og leita eftir hjálp að þá sé gott að hafa þetta í huga. Ef þeir sem bjóða þér verndarvæng vilja fá borgun eða greiða í staðinn á einhvern hátt. Ef þeir beita þig einhvers konar félagslegum eða pólitískum þrýstingi að þá eru litlar líkur á því að verndarvængurinn eða stuðningurinn sé af göfugum hvötum runninn. Ef hins vegar stuðningurinn er veittur án

skilyrða og þér til sjálfshjálpar þá eru mun meiri líkur á því að viðkomandi gangi gott eitt til. Til að skoða betur muninn á þessu þá hugsar annar hópurinn „æ sér gjöf til gjalda“ en hinn „gjöf er ekki gjöf nema að þú gleymir því alveg að það sé gjöf“, annar hópurinn vill að lógóið sitt sé stórt og áberandi ef hann lætur fé af hendi rakna meðan hinn vill helst vinna nafnlaust og lætur engar kvaðir fylgja styrk. Hvers vegna gera þeir það? Hafið þið prufað að gera einhverjum greiða án þess að segja viðkomandi frá því? Hafið þið prufað að gera einhverjum greiða og segja viðkomandi ekki frá því og heldur ekki neinum öðrum? Hæla sér hvergi af því við þriðja aðila einu sinni að það voruð þið sem gerðuð þetta. Hafið þið prufað þessa óeigingjörnu fórn. Hafið þið fundið vellíðanina sem fylgir þessari dáð? Hafið þið pælt í ljóðlínu Megasar: Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best. En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Höfundur er prófessor við Listaháskóla Íslands.


fjölmiðlar | 23

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Vika í fjölmiðlum

Pólitíkin kemst á flug fólk áhyggjur af fækkun ráðuneyta þegar Eyjafjallajökull jós ösku yfir Suðurland?

Björgvin Guðmundsson bjorgvin@vb.is

U

mræðan tók loksins hressilegan kipp eftir verslunarmannahelgina í vikunni. Það sem kom pólitíska blóðinu af stað var margrætt lögfræðiálit sem fór leynt á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar svo varla ráðherrar fengu að líta það augum. DV var fyrst til að koma auga á hversu eldfimt málið var á vef sínum og svo mátti heyra morguninn eftir kröfu um að ráðherrann Gylfi Magnússon bæðist afsökunar og jafnvel segði af sér.

J

ón Bjarnason kom svo einnig óbeint við sögu í frétt Þorbjörns Þórðarsonar sem sagði frá því að Byggðastofnun ætti veð í verðlausum kvóta á úthafsrækju. Fréttin sýndi auðvitað fram á hversu vafasamt það er að hafa sérstaka lánastofnun, sem lánar í verkefni sem enginn annar hættir á. Enda hefur þurft að dæla inn eigin fé í stofnunina og ekki bætir ákvörðun Jóns núna, um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar, úr skák.

B

Þ

að var svo landbúnaðarráðherra sem fékk annað mál til að lifa lengur þegar hann tilkynnti þjóðinni í gegnum fjölmiðla að Samkeppniseftirlitið væri á móti landbúnaði. Tilefnið var hápólitísk umræða um frumvarp ráðherra þar sem sekta á alla þá sem framleiða mjólk utan kvóta. Minnti þessi uppákoma á annað viðtal við Jón Bjarnason fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem hann sagði „það rigndi sandi“ aðspurður um afstöðu hans til fækkunar ráðuneyta.

Þ

að má auðvitað segja Jóni til varnar að hann reynir að fanga hjartslátt þjóðarinnar eins og góðum stjórnmálamanni sæmir. Hafði

Áhugavert í vikunni »» Á móti landbúnaði Kristín Sigurðardóttir / Rúv »» Rækjukvóti Byggðastofnunar Þorbjörn Þórðarson / Stöð 2 »» Björgun í Krossá Magnús Þ. Lúðvíksson / Fréttablaðið »» Lögfræðiálit ­Seðlabankans dv.is

löðin hafa átt ágæta takta. Fréttablaðið vann vel úr frétt Viðskiptablaðsins frá 22. júlí um hagnað ÁTVR með áhugaverðri grafík. Morgunblaðið tók líka upp á því, eins og Viðskiptablaðið í síðustu viku, að reikna út eignir fólks út frá auðlegðarskatti og fann út að Karl Wernersson á samkvæmt því milljarð króna.

A

nnars var áhugaverðasta fréttin í Fréttablaðinu á mánudaginn þegar Magnús Þ. Lúðvíksson sagði frá frækilegri björgun Ásmundar Þórs Kristmundssonar í Krossá. Best var auðvitað myndin sem Fréttablaðið fékk senda. Mogginn hefur oftar náð slíkum fréttum en nú hafði Fréttablaðið betur.

fjölmiðlar

Er hlutverk RÚV að sýna langdregna íþróttaviðburði? að það væri ekki sjálfgefið að „langdregnir íþróttaviðburðir ýttu til annarri dagskrá langtímum saman,“ eins og hann orðaði það í samtali við spyrla Rásar 2. En þegar íslenska landsliðið í handbolta væri í úrslitum í alþjóðlegri keppni, bætti hann við, væri áhorfið mikið og hlyti RÚV því að þjóna hlutverki sínu sem almannaþjónustumiðill með því að svara þeirri eftirspurn. Gott og vel. En hvaða rök voru þá fyrir því að láta heimsmeistarakeppnina í fótbolta og ítarlegar umræð-

fyrir sjónir að Ríkisútvarpið skuli vera á höttunum á eftir rándýru sjónvarpsefni á sama tíma og því er gert að skera niður í rekstri. Páll hafði reyndar svör við því og taldi að auglýsingatekjur vegna heimsmeistarakeppninnar myndu vega upp kostnaðinn og ríflega það. vikunni var tilkynnt að Stöð 2 Það væri hins vegar fróðlegt fyrir Sport hefði tryggt sér sýningarrétt nefskattsgreiðendur að fá að sjá þá næstu tveggja heimsmeistaramóta í útreikninga og sömuleiðis þá upphandbolta. Það þýðir að heimsmeisthæð sem RÚV var tilbúið að setja arakeppnin sem fram fer í Svíþjóð í í umræddan sýningarrétt. Af óútjanúar­ - þar sem íslensku silfurdrengskýrðum ástæðum vildi Páll þó irnir spila - mun ekki tröllríða ekki upplýsa það þegar hann allri dagskrá Ríkisútvarpsins var inntur eftir því í viðtalinu líkt og heimsmeistarakeppnin á Rás 2. í fótbolta gerði í sumar. Sú sem Það er sennilega hægt að tína hér heldur á penna er í hópi til allar heimsins ástæður fyrþeirra sem fagna því. ir því að Ríkissjónvarpið eigi Það er nefnilega ekki sjálfað sýna „langdregna“ íþróttagefið að þeir sem eru neyddir viðburði. Þegar upp er staðið til að borga áskriftargjöld, eða snýst þetta hins vegar um hlutsvokallaðan nefskatt, að sjónverk RÚV. Það á fyrst og síðast varpstöð, hafi takmarkalausan áhuga á íþróttum. Væri ekki nær Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í hand- að sinna fréttaþjónustu, flytja að opna sérstaka íþróttarás og bolta. VB MYND/ÚR SAFNI fréttaskýringar, hlúa að menningu og fjölbreyttri innlendri þeir sem hafi gríðarlegan áhuga borgi sérstaklega fyrir það? Eða: Er ur um hana ýta til hliðar allri ann- dagskrárgerð. Útvarpsstjórinn horfir hins vegar ekki enn betra að áskriftarsjónvarp, í arri dagskrá Ríkissjónvarpsins fyrr í þessu tilviki Stöð 2, nái réttinum til að sumar? Ég man að minnsta kosti ekki alltof mikið á langdregna íþróttaviðsýna slíka viðburði? eftir neinum íslenskum liðum í úr- burði. Því miður. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði slitakeppninni þar! í viðtölum við fjölmiðla í vikunni Það kemur mér auk þess spánskt Höfundur er blaðamaður. ARNA SCHRAM

Í

fjölmiðlarýni andrés magnússon andres@vb.is

Utan og út Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, minntist á það á öðrum vettvangi að sér þættu erlendar fréttir vanræktar í íslenskum fjölmiðlum nú orðið. Það er ekki ofmælt, eins og áður hefur verið minnst á hér. Samkvæmt tölfræði Fjölmiðlavaktar CreditInfo hafa erlendar fréttir dregist saman um meira en helming á undanförnum fimm árum. Hluti skýringarinnar er sú að fjölmiðlum hefur fækkað, útgáfutíðni þeirra sumra hefur minnkað og fréttafjöldi þeirra, sem eftir lifa, hefur minnkað verulega, enda stendur hann í nánu samhengi við auglýsingasölu. Morgunblaðið er nú að jafnaði með samtals rétt rúma síðu undir erlendar fregnir daglega en um aldamótin voru þær um fimm. Fréttablaðið er á svipuðu reki. Viðskiptablaðið birtir aðallega erlendar fréttaskýringar, en eiginlegar fréttir að utan hafa nánast lagst af eftir að það varð vikublað. DV leggur hins vegar opnu undir erlendar fregnir, en það kemur aðeins út tvisar í viku og vinklarnir oft öðru vísi en gerist hjá öðrum fjölmiðlum. Erlendar fréttir Stöðvar 2 eru ekki svipur hjá sjón, það er sagt frá þessum alstærstu en að öðru leyti er í mesta lagi látið nægja að vera með erlenda myndasyrpu af krúttlegum dýrum og dómínómetslætti. RÚV hefur einnig minnkað erlendar áherslur verulega, en hefur þó best haldið í horfinu af íslensku miðlunum. Netfréttamiðlar sinna erlendum fréttum nánast ekki nema um frægðarmenni sé að ræða. HHH Taka má undir það með Guðmundi að þetta sé slæm þróun. Hún var hafin fyrir hrun en hefur magnast um helming síðan. Ótti manna við að umheimurinn myndi einangra Ísland við hrun hefur reynst ástæðulaus, en hins vegar má vel færa fyrir því rök að Íslendingar hafa einangrað sig. Mætti þó ætla að nú væri meiri þörf en nokkru sinni til þess að menn gæfu alþjóðaþróun gaum. Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu hefði maður einnig talið að ýtti undir þetta, en það er öðru nær. Af öllum þeim fréttum, sem birtast um Evrópumálin á Íslandi, eru 93% þeirra af Evrópuþjarkinu á Íslandi. Aðeins 7% þeirra fjalla um atburði, orð og athafnir á vettvangi Evrópusambandsins. Það stóð raunar til að gera Ragnhildi Thorlacius út sem fréttaritara RÚV í Brussel, en frá því var fallið í lok síðasta árs vegna blankheita. En við sáum það líka, fyrst í júní 2008 og svo í október 2009, að íslenskir fjölmiðlar sýndu hinum sögulegu (og mögulega afdrifaríku) kosningum frænda okkar á Írlandi um Lissabon-sáttmálann enga athygli. Enginn fjölmiðill sendi þangað tíðindamann og umfjöllunin var sáralítil. Þar hefði verið rakið tækifæri til þess að fjalla um Evrópumálin eins og þau blöstu við grönnum okkar, sem áttu að mörgu leyti við áþekkan vanda að

etja, en efasemdir og ávinningur Evrópusamstarfsins ekki órafjarri því sem gerist á Íslandi. En nei, enginn áhugi á því. HHH Ekki er þó Evrópuáhuginn á RÚV alveg úti, eins og sást af furðulegum fréttum um afstöðu LÍÚ til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu (ESB). Þær fregnir voru rækilega endurómaðar í Fréttablaðinu, enda þótti nokkrum tíðindum sæta að LÍÚ hefði snúið við blaðinu og vildi ekki lengur draga umsóknina til baka, heldur leiða málið til lykta og reyna að ná sem bestum samningi við sambandið. Allt þetta var byggt á viðtali við formanninn, þar sem orð hans voru slitin úr samhengi, ályktað út frá þeim og afurðin kynnt sem frétt. Þrátt fyrir að fréttin væri ósennileg í ljósi þess að þessi meinta stefnubreyting byggði ekki á neinni samþykkt LÍÚ og ýmsir stjórnarmenn sambandsins lýstu sig ósammála henni, hélt RÚV bara áfram og flutti fleiri fréttir, sem byggðu á að sú fyrsta væri heilagur sannleikur. Þannig var greint frá því að „útgerðarmenn sem Fréttastofa hefur rætt við í dag [væru] margir hverjir sammála formanni“ LÍÚ, en enginn hafður fyrir þessu og raunar óljóst nákvæmlega hverju þeir væru sammála, stefnu LÍÚ, kynntum orðum formannsins eða einhverju allt öðru. Hins vegar var ekkert gert með það þegar formaðurinn sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar telja margir að með þessu hafi RÚV orðið bert að því að hafa tekið afstöðu í Evrópumálinu. Fjölmiðlarýnir fær ekki séð að það sé óhjákvæmileg ályktun, en það breytir ekki hinu að þessi vinnubrögð eru ekki boðleg og öll viðbrögð vegna þessarar fréttar benda til slæmrar samvisku fréttastofunnar. Eins og oftast hjá RÚV vottar þó ekki fyrir opinberri eftirsjá, hvað þá afsökunarbeiðni. HHH Hér á landi var nokkuð fjallað um málfrelsi og meiðyrði þegar athafnaskáldið Jón Ólafsson stefndi dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir meiðyrði í Lundúnum, en þar í landi þykir meiðyrðalöggjöfin svo hliðholl viðkvæmum eða hefnigjörnum umfjöllunarefnum að rætt er um meiðyrðaferðamenn, sem þangað þyrpast. Í Bretlandi starfa samtök til þess að hrinda löggjöfinni, sem að baki liggur, og báðir stjórnarflokkarnir hétu því í kosingabaráttunni að endurskoða hana. Þrýstingurinn á það jókst verulega á þriðjudag þegar Obama Bandaríkjaforseti staðfesti lög sem afnema aðfararhæfi breskra meiðyrðadóma gegn bandarískum borgurum komist bandarískur dómstóll að því að þeir brjóti í bága við tjáningarfrelsisákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar.


24 |

sport & peningar Í skeytin

Magnús Halldórsson magnush@vb.is

Bentleykynslóðin

É

g var staddur í London þegar England féll úr leik á HM í SuðurAfríku. Strax eftir 4-1 tapið fyrir Þjóðverjum kepptust menn við að leita skýringa. Hvernig gat gullkynslóðin gert okkur þetta? Spurðu menn forviða. Englendingar voru búnir að gera sér vonir um að hinar launaháu stjörnur landsliðsins, Steven Gerrard, Wayne Rooney, John Terry ofl, myndu tryggja Englandi titilinn. En annað kom á daginn. Tapið fyrir Þjóðverjum beindi kastljósinu að meini enskrar knattspyrnu. Sem er peningar og fjarlægð leikmanna frá aðdáendum félaganna. Það ekki að ástæðulausu sem þessar stórstjörnur eru nú sagðar vera hluti Bentley-kynslóðinni, í höfuðið á rándýrum lúxus-bíl. Þeir eru eins og ofdekruð börn. Tenging þessara stórstjarna enska liðsins við veruleikann virðist lítil sem engin. Aðallega vegna alltof hárra launa. Mælikvarðinn á það hvort launin eru of há er kannski erfiður. En sé miðað við laun sem hlutfall af tekjum, þ.m.t. tekjum af seldum miðum á völlinn og sjónvarpstekjum, þá sést hversu glórulausum fjárhæðum Ronaldo stígur inn í félögin Bentley-bifreið sína. eyða í þessa menn. Hjá Liverpool fer t.d. upphæð sem nemur 70% af öllum tekjum í laun til leikmanna. Restin þarf að standa undir öðrum rekstrarþáttum. Sem hún gerir ekki. Svipað er uppi á teningnum hjá öðrum félögum, einkum þeim stærri. Enda hefur þróunin verið sú að fólk sem virðist eiga botnlausa sjóði fjár – eins og Roman Abramovich, eigandi Chelsea, og olíufurst­ arnir frá Mið-Austurlöndum, sem eiga Man. City – hefur verið að kaupa félögin og halda þeim í gjörsamlega ósjálfbærum rekstri. Allsstaðar hefur síðan reyndin verið sú sama, miðaverð hefur hækkað og áhorfendastúkurnar fyllst af yfirstéttafólki á kostnað hinna. Þó er eitt megineinkenni enska boltans í sögulegu ljósi að lægri stéttir hafa stutt vel við bakið á félögunum. Vonandi verður kreppan í enska boltanum til þess að félögin hætti að borga eins há laun og tíðkast hefur. Það yrði öllum til góðs. Þá hafa félögin meiri hvata til þess nota uppalda leikmenn sem hafa ekki gengið kaupum og sölum fyrir gríðarlegar upphæðir. Því miður held ég að launaumhverfið breytist ekki fyrr en Bentley-kynslóðin hefur verið þurrkuð út, ef svo má segja.

FimmtuDAGUR 12. ágúst 2010

Tiger í vanda

Gay vann Bolt

Tiger Woods stendur sig ekki vel þessa dagana. Hann hefur verið langt frá sínu besta á síðustu mótum og endaði meðal neðstu mann á Bridgestone-mótinu um síðastliðna helgi. Þar spilaði hann á sjö yfir pari. Þá hefur hann misst fjölda af auglýsingasamningum og virðist ekkert lát vera á því. Talið er að tekjur hans hafi rýrnað um 10 milljónir dollara á ársgrundvelli, eða sem nemur 1,5 milljarði króna, frá því að upp komst um tvöfalt líf hans.

Bandaríski spretthlauparinn, Tyson Gay, gerði sér lítið fyrir og vann heimsmethafann í 100 og 200 metra hlaupi, Usain Bolt, á móti í Stokkhólmi um liðna helgi. Bolt var langt frá sínu besta. Hann sagðist lítið hafa æft 100 metra hlaup að undanförnu og væri ekki í góðu formi. Gay hljóp á 9,84 sem þó er langt frá heimsmeti Bolts, sem er 9,59.

Fótbolti Fjárhagsstaða félaga í ensku úrvalsdeildinni er erfið

Kreppa í enska boltanum Félögin í ensku úrvalsdeildinni standa mörg hver höllum fæti fjárhagslega. Man. Utd. og Liverpool eru stórskuldug eftir skuldsettar yfirtökur. Minni upphæðir í spilunum á leikmannamarkaðnum en vanalega. Magnús Halldórsson magnush@vb.is

F

élögin í ensku ú r va lsdeild i n n i standa mörg hver höllum fæti fjárhagslega. Man. Utd. og Liverpool eru stórskuldug eftir skuldsettar yfirtökur. Minni upphæðir eru í spilunum á leikmannamarkaðnum en vanalega. Það er kreppa í enska boltanum eins og víðast hvar annars staðar. Félögin í úrvalsdeildinni hafa eytt mun minni peningum í leikmenn í ár en á sama tíma á síðustu fimm árum. Stóru félögin, Stórstjörnur takast á. Jon Obi Mikel og Dimitar Berbatov, leikmenn Chelsea og Man. Utd. Liverpool, Chelsea, Manchester United og Arsenal, hafa ekki eytt miklum peningum í reyndur knattspyrnustjóri í kaupum á félaginu, nýjan hefur gengið hingað til. En nú leikmenn. Samtals tæplega 20 enska boltanum, David Pleat, stjórnarformann hjá félaginu stendur yfir leit að nýjum eigmilljónum punda samkvæmt sagðist fyrr í vikunni í viðtali fyrir hönd helstu lánadrottna, endum. Þar hafa fjárfestar frá upplýsingaveitu Sky Sports við Telegraph vonast til þess Martin Broughton. Hann hef- Sýrlandi, Rússlandi og fleiri um leikmannamarkaðinn. Á að kreppan í enska boltanum ur öðru fremur það verkefni ríkjum verið nefndir til sögárunum 2005 til 2009 höfðu myndi verða til þess að fleiri að selja félagið hæsbjóðanda unnar undanfarna daga. Að þessi fjögur félög eytt meiru ungir uppaldir leikmenn hjá og tryggja að reksturinn gangi ógleymdu Kínverska lýðvelden 100 milljónum punda í félögunum fengju tækifæri. skikkanlega. Í því felst að inu sjálfu. Markmiðið virðleikmenn að meðaltali. „Ensk knattspyrna þarf á því halda helstu stjörnunum hjá ist öðru fremur vera það að að halda að ungum leikmönn- félaginu þar sem árangur og finna eigendur með botnlausa Ungir leikmenn fái tækifæri um séu gefin tækifæri,“ sagði rekstur er beintengdur þeg- sjóði sem geta greitt upp allÖnnur félög í deildinni hafa Pleat og vitnaði til daprar ar kemur að efnahag félaga í ar skuldir Gillet og Hicks við einnig verið sparsöm. Félög frammistöðu enska landsliðs- ensku úrvalsdeildinni. Þetta lánadrottna. sem oft hafa eytt miklum pen- ins á HM í Suður-Afríku. ingum í leikmenn, Tottenham, Blackburn og Sunder- Botnlausir sjóðir? land, hafa frekar haldið að Skuldir Manchester United sér höndum. Manchester City, nema yfir 700 milljónum með vellauðuga olíufursta frá punda, yfir 130 milljörðum. margar sjónvarpsstöðvar hafa m síðustu helgi mættust Mið-Austurlöndum sem eig- Munar mestu um skuldsetta þegar endursamið um kjör vegna Chelsea og Man. Utd. Glazer-feðganna endur, eru þó sér á báti. Fé- yfirtöku kaupa á efninu. Ljóst er þó að í leik um góðgerðar­ lagið er til alls líklegt þegar bandarísku á félaginu fyrir rétturinn er seldur á ekki minna skjöldinn og vann Man. Utd. 3-1. kemur að leikmannakaupum fjórum árum. Fjárhagur félagsen tvo milljarða punda, tæplega Með leiknum er litið svo á að og hefur að undanförnu ver- ins er þó sagður traustur. Ekki 380 milljarða, á ársgrundvelli enski boltinn hefjist formlega þó ið orðað sterklega við Ítalann síst vegna 80 milljóna punda, samkvæmt fréttum The Guardian. leikir í neðri deildum hafi í raun unga Bolatelli, leikmann Int- ríflega 15 milljarða, sölunnar Hlutdeild í þessum tekjum fá fél­ þegar farið fram. Enska úrvalser Milano. Himinhár verð- á Portúgalanum Cristiano Roög­­úrvalsdeildarinnar. Þær hafa deildin er verðmætt vörumerki miði verður á honum ef að naldo til Real Madrid í fyrra. til þessa ekki dugað til að tryggja og er sjónvarpsréttur af henni Liverpool er í verri málum. kaupunum verður. góðan rekstur félaganna. Einkum seldur um heim allan fyrir gríðEkki er enn heldur loku fyr- Eins og lesa mátti um í Viðvegna gríðarlegs launakostnaðar arlegar fjárhæðir. Nákvæm tala ir það skotið að félögin eyði skiptablaðinu í  maí sl. skipog mikilla fjármuna sem hafa vegna tímabilsins sem framundpeningum í nýja leikmenn fyr- aði Royal Bank of Scotland, farið í leikmannakaup. an er liggur þó ekki fyrir, þar sem ir mánaðarmót þegar félags- sem lánaði Bandaríkjamönnskiptaglugginn lokar. Marg- unum Gillet og Hicks fyrir­

Leikar að hefjast

U


skák

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

óðinn

| 25

Sparnaðarráð fyrir Rúv og lánardrottnar OR

Óðinn vill benda útvarpsstjóra á góð sparnaðarráð frá gull­ aldarárum stofnunarinnar; hætta sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum og í júlí.

andi skuldir OR 237 milljarðar króna. Hagnaður félagsins fyr­ ir afskriftir (EBITDA) var tæpir 13 milljarðar, eða 5,4% af vaxta­ berandi skuldum, og handbært fé frá rekstri 8,4 milljarðar, eða 3,5% af vaxtaberandi skuldum. Af skuldum fyrirtækisins, sem sér fyrst og fremst um veituþjón­ ustu til almennings á Íslandi, voru 22,3 milljarðar eða 9,4% af skuldum fyrirtækisins í íslensk­ um krónum. Vaxtagjöld félagsins voru 5,2 milljarðar, eða 2,3% af með­ alstöðu vaxtaberandi skulda á árinu. Ástæðan fyrir lágum vöxtum nú er að núverandi fjár­ mögnun fyrirtækisins er arfleifð alþjóðlegu lánsfjárbólunnar, en eins og Óðinn benti á í síðustu viku má gera ráð fyrir að endur­ fjármögnun allra íslenskra fyr­ irtækja á næstu árum verði á mun lakari kjörum en áður hefur tíðkast. Lán OR í evrum voru t.d. á 1,3% vöxtum í lok ársins 2009 sem er um 7 prósentustigum hagstæðari kjör en á skuldabréf­ um íslenska ríkisins um þessar mundir. Önnur ástæða er hversu stór hluti fjármögnuninnar er í lágvaxtamyntum, án þess þó að félagið hafi neinar tekjur í þeim.“

HHH

HHH

Önnur stofnun sem ber sig aum­ lega þessa dagana og hefur hótað því að hækka álögur á almenning er Orkuveita Reykjavíkur. Þeg­ ar forráðamenn fyrirtækisins tala fyrir gjaldskrárhækkunum benda þeir stundum á að verð á hita og rafmagni hér á landi sé miklu lægra en í öðrum löndum og láta í veðri vaka að einungis sé verið að færa verðskrána í átt til samræmis við það sem tíðkast í öðrum löndum. Þetta eru hrein falsrök. Ísland hefur hlutfalls­ lega yfirburði miðað við önnur lönd í framleiðslu rafmagns, að vísu eru þessir yfirburðir ekki jafn miklir og menn ef til vill héldu vegna þess að yfirburð­ ir Íslands voru að stórum hluta gott lánshæfismat íslenska rík­ isins sem tryggði lánsfé á góð­ um kjörum til virkjunar á Ís­ landi en eins og kunnugt er eru virkjanir mjög fjármagnsfrekar og fjármagnskostnaður því einn aðalkostnaðarliður raforkuvera. Vegna þessara hlutfallslegu yf­ irburða tekur Reykjavíkurborg að sér fyrir hönd íbúanna fram­ leiðslu og dreifingu rafmagni og heitu og köldu vatni. Þetta var ekki fyrirtækjarekstur heldur veituþjónusta í almannaþágu. Og það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki þessi þjónusta sem er að sliga Orkuveituna heldur hrein og klár ævintýramennska stjórnenda hennar á liðnum árum og pólitískum yfirboð­ urum þeirra.

Það er alveg ljóst að skuldastaða Orkuveitunnar er orðin óbærileg, en það er jafnljóst að hún verður ekki bætt með gjaldskrárhækk­ unum og hagræðing í rekstri hrekkur heldur ekki til að laga stöðuna. Af 26 milljarða króna sölu fyrirtækisins er raforkusal­ an 12,5 milljarðar króna. Stærsti hluti hennar, ef ekki allur, er bundinn í langtímasamning­ um og því ekki hægt að hækka. Eftir standa 13,5 milljarðar sem almenningur er rukkaður um. Hver 10% hækkun til almenn­ ings nemur ekki nema hálfu pró­ sentustigi af vöxtum fyrirtæk­ isins. Það er mjög ólíklegt og raunar alveg útilokað að Orku­ veitan geti haldið núverandi kjörum sínum á fjármögnun til lengdar og það þarf að mæta því vandamáli á annan hátt en með gjaldskrárhækkunum.

Útvarpsstjóri ber sig heldur aum­ lega þessa dagana, enda finnst honum hrein ósvinna að Rík­ isútvarpið þurfi að haga rekstri sínum eftir efnahagsástand­ inu í landinu eins og fyrirtæki og heimili. Útvarpsstjóri hefur ákveðið að hætta með vinsælasta þáttinn í íslensku sjónvarpi um langt skeið, Spaugstofuna. Það er í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, Óðinn telur íslenskt samfélag auðveldlega komast af án henn­ ar. Hins vegar vekur þetta upp áleitnar spurningar um rekstur Rúv. Það er líkast til einsdæmi að fyrirtæki taki til í rekstri sínum með því að hætta með vinsæl­ ustu vöruna. Getur það verið að eftir að Spaugstofan hefur verið í loftinu í hart nær aldarfjórð­ ung að hún sé ekki enn farin að standa undir sér? Og ef svo er ekki, á Spaugstofan að vera hluti af menningarhlutverki Rúv? Og hefði þá ekki verið eðlilegt að hleypa fleiri leikurum að gerð Spaugstofunnar fyrir löngu?

HHH Óðinn fjallaði um Orkuveituna 8. apríl síðastliðinn og benti þá á: „Í lok ársins 2009 eru vaxtaber­

fjármagnskostnað og því verði fjárfestingar félagsins baggi á borgarbúum á næstu árum. Ef litið er aftur til loka ársins 2007 voru vaxtaberandi skuld­ ir fyrirtækisins 93 milljarð­ ar eða 7 sinnum 13 milljarða EBITDA félagsins 2009. Ef lit­ ið er á áþekk fyrirtæki á Norð­ urlöndum, Vattenfall í Svíþjóð og Dong Energy í Danmörku, er sama hlutfall 3 sinnum og 4,2 sinnum, en Dong er með 3 sinn­ um sem markmið.

Skuldsetning OR var því úr öllu samræmi við það sem annars staðar tíðkast löngu fyrir hrun og því er hrunið ekki orsök vanda félagsins þótt það hafi aukið á hann. Nú skal því hald­ ið til haga að tekjur OR af fjár­ festingu vegna stóriðjufram­ kvæmda eru ekki farnar að skila sér, en hvernig réttlætir það að í lok árs 2007 var rúmlega 30% af skuldum félagsins í japönskum jenum og svissneskum frönk­ um? Væri ekki verðugt rann­ sóknarverkefni hvaða áhrif spákaupmennska fyrirtækja í almannaþjónustu hafði á að viðhalda of sterku gengi krón­ unnar og þar með fölskum kaup­ mætti og of lítilli fjárfestingu í útflutningsatvinnugreinum á undanförnum árum? HHH Það er fróðlegt að bera saman fjármagnskostnað hjá skand­ inavísku félögunum og OR. Vaxtakostnaður Dong Energy er 4,35% og um 4,1% hjá Vattenfall. Slíkur vaxtakostnaður samsvar­ ar nokkurn veginn handbæru fé í rekstri hjá OR eins og staðan er í dag. Þegar horft er til lánshæf­ ismats Íslands og fjárhagsstöðu OR þá mun það ekki standast til lengdar að vaxtakostnaður OR sé miklu hagstæðari en ofan­ greindra félaga, raunverulegur kostnaður fjármagnsins hefur reyndar komið að nokkru leyti fram í þeirri gengisfellingu sem þegar er orðin. Gengislækkunin er í raun kostnaður við skuld­ setningu í lágvaxtamyntum. HHH

HHH Óðinn skoðaði þetta í samhengi við önnur fyrirtæki í pistli sín­ um í apríl: „Rót vanda OR ligg­ ur í að fyrirtækið stundaði stór­ fellda spákaupmennsku með íslensku krónunni og hættan er sú að áætlanagerð félagsins hafi ekki miðast við raunhæfan

skák

HHH

HHH Ef litið er á rekstrarkostnað þá voru laun og launatengd gjöld 3,9 milljarðar og annar rekstr­ arkostnaður 4,5 milljarðar. Þarna má vafalítið hagræða, en jafnvel 30% niðurskurður í kostnaði skilar ekki nema því sem nemur eins prósents breytingu á vaxta­ kjörum fyrirtækisins.

Upp og niður heimslistann

Það er því alveg ljóst að Orku­ veitan er allt of skuldsett, fyr­ irtækið verður að hagræða í rekstri sínum og fara í stórfellda eignasölu. Það mun þó ekki duga til og því verður fyrirtækið að semja við lánardrottna sína um að breyta hluta af skuldunum í hlutafé. Einkavæðing Orku­ veitunnar er löngu orðin stað­ reynd þar sem það eru í raun lánardrottnar hennar sem eiga hana í dag. Hinn kosturinn er alltof áhættusamur að láta fyr­ irtækið lenda í greiðsluþrot i eða vera svo skuldsett næsta aldarfjórðunginn að það sé ekk­ ert svigrúm til fjárfestinga eða fylgja eftir tækninýjungum.

Hrafn Jökulsson

H

enrik Danielsen tefldi af einurð og festu á Politik­ en Cup, vann fimm sinn­ um og gerði fimm jafntefli, en tapaði ekki skák. Sá árangur fleytti honum upp í 5.-16. sæti en alls voru keppendur um 300. Sig­ urvegari varð vinur okkar Pavel Eljanov frá Úkraínu, en hann hlaut 8,5 vinning af 10 mögu­ legum. Í 2.-4. sæti urðu Maxim Rodshstein (Ísrael), Konstantin Landa (Rússlandi) og Bartlomiej Macieja (Póllandi). Einsog dyggir lesendur muna gerðu Henrik og Pavel Eljanov jafntefli í hörkuskák, þar sem okkar maður átti góða vinnings­ möguleika gegn sjöunda stiga­ hæsta skákmanni heims. Henrik gerði reyndar jafntefli við þrjá af fjórum stigahæstu mönnum mótsins, og hækkar um 6 Elostig. Góður árangur, og kemur í kjölfar sigurs Henriks á minn­ ingarmótinu um Heini Olsen í Færeyjum. Hann er skæðasti skákmeistari Íslendinga um þessar mundir, svo mikið er víst, enda heyrist ekki mikið af hinum atvinnumönnunum.

Valt er veraldargengi Við sögðum á dögunum lítillega frá Pavel Eljanov, sem er fremst­ ur meistara í Úkraínu og hefur skákað Ponomariov og Ivanchuk. Úkraína er stórveldi í skákheim­ inum, með um 80 stórmeistara og númer tvö á heimslistanum. Tíu stigahæstu skákmenn Úkraínu hafa að meðaltali 2692 – svim­ andi tala sem enginn íslenskur skákmaður hefur náð. Hér má geta þess að Ísland er

nú í 40. sæti heimslistans. Tíu stigahæstu skákmenn okkar hafa að meðaltali 2502 stig. Við erum í grennd við þjóðir einsog Kasakstan, Perú, Íran og Belgíu. Verra gæti það vissulega verið, en hærugráir Íslendingar minnast þeirra tíma þegar íslenska lands­ liðið í skák hélt sínum hlut gegn bestu skákþjóðum heimsins. Ísraelar á fleygiferð Maxim Rodshtein, sem hreppti silfrið á Politiken Cup kemur frá landi sem hefur þotið upp heims­ listann á síðustu árum: Ísrael er nú í sjöunda sæti heimslistans og skartar hátt í 40 stórmeisturum. Gömlu jálkarnir Gelfand og Su­ tovsky eru stigahæstir Ísraela, en Rodshtein er tvímælalaust bjart­ asta vonin. Hann er liðlega tvítugur, fæddur í Leníngrad 1989, og er því innflytjandi einsog næstum hver einasti stórmeistari Ísraela. Rodshtein varð heimsmeist­ ari 16 ára og yngri 2004 og sigr­ aði á ísraelska meistaramótinu 2006. Hann fór á kostum með landsliði Ísraels sem náði silfr­ inu fyrir tveimur árum. Þar tefldi Rodshtein 9 skákir og halaði inn 7 vinninga. Lev Aronian, hinn mikli meist­ ari Armena, fékk Rodshtein í þjónustu sína sem sérlegan að­ stoðarmann. Hann þykir vel les­ inn í fræðunum, en jafnframt skapandi skákmaður sem gaman verður að fylgjast með.

»» Rússar eru (auðvitað) á toppi heimslistans, sem er reiknaður út frá meðalstigum 10 bestu skákmanna hvers lands. Meðalstig tíu bestu Rússanna eru 2734, en alls eiga þeir nú á þriðja hundrað stórmeistara. Kramnik er stighæstur Rússa (2790), næstir koma Grischuk (2760), Karjakin (2747), Svidler (2734) og vinur vor Vladimir Malakhov (2732)...

Rodshtein. Enn einn snillingurinn frá Leníngrad.


dagbók

26 |

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Gjaldþrot

Tilboðsfrestur

AB-200 ehf.,

12. ágúst 2010.

Reykjavíkurborg -Viðhald á Austurbæjarskóla

Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 20. janúar 2010 var AB-200 ehf., kt. 701105-1410, Dalvegi 6-8, Kópavogi tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið námu samtals kr. 899.156.555. Skiptum á búinu var lokið 5. maí 2010. Óverulegar eignir fundust í búinu og gengu þær upp í greiðslu skiptakostnaðar. Lauk skiptum samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991, án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta

12. ágúst 2010.

Ríkiskaup - Forval vegna Varnamálastofnunar.

16. ágúst 2010.

Ríkiskaup - Endurbætur á Laugavegi 166

19. ágúst 2010.

Ríkiskaup - Hraðamyndavélar.

24. ágúst 2010.

Hafnarfjarðarbær - Forval vegna hjúkrunarheimilis.

24. ágúst 2010.

Vegagerðin - Ásvegur og Kálfholtsvegur.

24. ágúst 2010.

Vegagerðin - Styrking Laugarvatnsvegar.

24. ágúst 2010.

Vegagerðin - Snjómokstur Fljótsdalhéraði.

26. ágúst 2010.

Landsvirkjun - Búðarhálsvirkjun.

26. ágúst 2010.

Orkuveita Reykjavíkur - Þurrvara.

26. ágúst 2010.

Ríkiskaup - Prentun.

31. ágúst 2010.

Ríkiskaup - Einkennisfatnaður lögreglu.

15. september

2010. Ríkiskaup - Lyf í ATC flokkum.

Faenus ehf. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 25. júní 2009 var Faenus ehf., kt. 541005-0480, Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið námu samtals kr. 677.176.541. Skiptum á búinu var lokið 26. mars 2010. Skiptum lauk með úthlutunargerð þar sem kr. 598.500.020 greiddust upp í veðandlag, en ekkert upp í forgangskröfur skv. 112. gr. eða almennar kröfur skv. 113. gr.

Björgunarmiðstöð Árborgar ehf. Með úrskurði héraðsdóms Suðurlands uppkveðnum 7. október 2009 var Björgunarmiðstöð Árborgar ehf., kt. 650106-2290, Austurvegur 54, Selfossi tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið námu samtals kr. 358.664.562 Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 28. júlí 2010 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

NÝ18 ehf. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 5. nóvember 2009 var NÝ18 ehf., kt. 600105-0350, Thorvaldsenstræti 4, Reykjavík tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið námu samtals kr. 112.666.181, eða skv. 111. gr. gþl. kr 56.172.893, 112. gr. gþl 1.214.237 kr., 113. gr. gþl. kr. 55.208.458 og 114. gr. gþl. kr. 70.593. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 28. janúar 2010 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Gjaldþrot eru birt í röð eftir umfangi lýstra krafna. Gjaldþrot undir 50 milljónum króna eru ekki birt.

útboð Vegagerðin - Snjómokstur Fljótsdalhéraði Vegagerðin óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir með vörubifreiðum, ásamt upplýsingagjöf á Fljótsdalhéraði. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og í Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka). Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. ágúst 2010 14:15.

Vegagerðin - Styrking Laugarvatnsvegar Vegagerðin óskar eftir tilboðum í breikkun og styrkingu á 4,4 km löngum kafla Laugarvatnsvegar (37), frá Skillandsá að Hólabrekku. Verki skal að fullu lokið fyrir 15. júní 2011. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka). Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. ágúst 2010 kl. 14:15.

Vegagerðin - Ásvegur og Kálfholtsvegur

Áfram Ísland - Veljum íslenskt!

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu og lögn klæðingar á Ásveg (275) og Kálfholtsveg (288) í Ásahreppi. Samtals er um að ræða 4,5 km. Verki skal að fullu lokið fyrir 15. júní 2011. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka). Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. ágúst 2010 kl. 14:15.

Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Hafðu samband við sölumann í 567 88 88

Plast, miðar og tæki - www.pmt.is

INNKALLANIR 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 14. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 16. ág. 18. ág. 18. ág. 18. ág. 18. ág. 18. ág. 18. ág. 18. ág. 21. ág. 21. ág. 21. ág. 21. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 22. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 23. ág. 24. ág. 24. ág. 24. ág. 24. jág. 24. ág. 24. ág. 24. ág. 24. ág. 25. ág. 25. ág. 29. ág. 29. ág. 29. ág. 29. ág. 29. ág. 29. ág. 29. ág. 30. ág. 30. ág. 30. ág. 30. ág. 30. ág. 30. ág.

TH verkstæðið ehf., Prýðisverk ehf., Plús hús ehf., IH-10 ehf., Höldar ehf., Özkan ehf., Kaniko ehf., Bjarmaland ehf., Alli ehf., Turninn Ísafirði ehf., Patti ehf., Palladíum ehf., HBH Framkvæmdir ehf., G. Halldórsson ehf., Fabulus ehf., Hensley ehf., North Bygg ehf., H.Sig ehf., Nordica Spa ehf., OTSE ehf, Meinvarnir ehf., Litla Rós ehf., Nordic Workers á Íslandi ehf., IV Verk ehf., Byggingafélagið Þyrnir ehf., A & B Invest ehf., Rapol á Íslandi ehf. Kristrún Sif ehf., Rósárs ehf., IceCell ehf., Harðarhólma ehf., Matur og kaffi kauptúni ehf., Eignarhaldsfélagið Nonni ehf., Á. Hallbertsson ehf., Polystone ehf., Orkuþrif ehf., H.E.A.D.S. ehf., Gengi ehf., Ingólfur Hjálmarsson ehf., Esekiel ehf., HVST ehf., AB2009 ehf., Sólark-Arkitekt-Hugverkshús ehf., SHG ehf., PBS fasteignir ehf., Íslandsgisting ehf., Hlut ehf., Bohill ehf., Vatnsrúm og 4you ehf., Iceland Data Services ehf., Hellingur ehf., Gáma ehf., Gassi ehf., Heildin okkar ehf., Cego ehf., Bílamálning ehf., Harðarson ehf., Eldisstöðin Fellsmúla ehf., Rthor ehf., OTJ flutn./Bílab./Helluprýði ehf., Multikerfi ehf., Brot ehf., Rör og tæki ehf., Skinnar ehf., Prex ehf., Ljósaberg ehf., Ál-Kerfi ehf., Halli parket ehf., Norðurfell ehf., Norðurbrún ehf., M15 fjárfestingar ehf., Fasteignafélagið Ártún ehf., Kristrún Sif ehf., Heiði rekstrarfélag ehf., Orlofsdvöl hf., Glugga og hurðasmiðja Self. ehf., Sólarhús ehf., Skógarnes ehf., Guffi ehf., G2666 ehf., Bílverk G.J. ehf., Straumur-Hraðberg ehf., Steinöld ehf., Guðborg ehf., Fjarðarmúr ehf., Gamla salan ehf.,

kt. 630894-2399, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 460607-0430, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 660207-1390, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 430707-0780, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 611204-3020, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 610103-2190, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 521202-2110, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 650803-2210, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 430907-1310, Eggert B. Ólafsson hdl. kt. 671102-4440, Tryggvi Guðmundsson hdl. kt. 630503-3610, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 431007-1850, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 601299-2839, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 420905-1490, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 490707-0930, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 550705-0280, Magnús Guðlaugsson hrl. kt. 480708-0670, Ásdís J. Rafnar hrl. kt. 570599-3139, Ásdís J. Rafnar hrl. kt. 540403-2520, Guðrún Helga Brynleifsdóttir hrl. kt. 660901-2480, Andrés Valdimarsson hrl. kt. 640898-2089, Andrés Valdimarsson hrl. kt. 480207-0920, Andrés Valdimarsson hrl. kt. 500303-3360, Birgir Tjörvi Pétursson hdl. kt. 660707-0340, Birgir Tjörvi Pétursson hdl. kt. 600407-1470, Birgir Tjörvi Pétursson hdl. kt. 460607-1400, Birgir Tjörvi Pétursson hdl. kt. 700499-4489 (félagsslit), skilanefnd. kt. 701205-3320, Guðmundur St. Ragnarsson hdl. kt. 411099-3429, Jóhann H. Hafstein hdl. kt. 420407-0330, Jóhann H. Hafstein hdl. kt. 551096-2549, Jóhann H. Hafstein hdl. kt. 680907-1450, Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. kt. 680907-1100, Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. kt. 591297-3339, Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. kt. 530508-0720, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 590207-0470, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 440209-0760, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 660704-2560, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 670707-0320, Guðmundur H. Pétursson hdl. kt. 621106-0310, Guðmundur H. Pétursson hdl. kt. 410908-1580, Sigurður I. Halldórsson hdl. kt. 650682-0179, Sigurður I. Halldórsson hdl. kt. 590704-2020, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 430108-0850, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 581007-2990, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 590402-3110, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 520907-0680, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 480107-1520, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 550506-1220, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 520905-2430, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 520500-2940, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 670295-2819, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 410307-0570, Birgir Már Björnsson hdl. kt. 510507-3710, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 690507-1020, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 420191-1119, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 521103-2130, Grímur Hergeirsson hdl. kt. 511104-2380, Jasonar Guðmundssonar hdl. kt. 451007-0410, Unnar Steinn Bjarndal hdl. kt. 631003-2730, Unnar Steinn Bjarndal hdl. kt. 530104-2490, Unnar Steinn Bjarndal hdl. kt. 550302-3060, Unnar Steinn Bjarndal hdl. kt. 461100-2360, Jón Eysteinsson hrl. kt. 480208-0130, Margrét Gunnlaugsdóttir hdl. kt. 450504-2030, Margrét Gunnlaugsdóttir hdl. kt. 640992-2479, Margrét Gunnlaugsdóttir hdl. kt. 610202-3570, Berglind Svavarsdóttir hrl. kt. 550508-1330, Christiane L. Bahner hdl. kt. 660508-1040, Sigmundur Guðmundsson hdl. kt. 610808-1310, Sigmundur Guðmundsson hdl. kt. 440907-1720, Sigmundur Guðmundsson hdl. kt. 651005-1160, Lúðvík Örn Steinarsson hrl. kt. 701205-3320, Guðmundur St. Ragnarsson hdl. kt. 551001-3420, Arnar Kormákur Friðriksson hdl. kt. 710767-0179, Þórdís Bjarnadóttir hrl. kt. 481106-1330, Daði Ólafur Elíasson hdl. kt. 690107-0820, Þórdís Bjarnadóttir hrl. kt. 521104-2280, Þórdís Bjarnadóttir hrl. kt. 690102-2930, Jón Haukur Hauksson hdl. kt. 691200-5660, Jón Haukur Hauksson hdl. kt. 491202-2970, Ingi Tryggvason hdl. kt. 450106-0890, Arnór Halldórsson hdl. kt. 670208-1250, Arnór Halldórsson hdl. kt. 410605-0310, Arnór Halldórsson hdl. kt. 680102-4220, Arnór Halldórsson hdl. kt. 620797-2199, Arnór Halldórsson hdl.

30. ág. Atlastaðafiskur ehf, 30. ág. Drúði ehf., 1. sept. Presley ehf., 1. sept. Haukdal ehf., 1. sept. Lambeyri ehf., 5. sept. NP Aviation ehf., 6. sept. Særeki ehf., 6. sept. Plutus ehf., 6. sept. Kraftafl ehf., 6. sept. Motel 101 ehf, 6. sept. Múrvaktin ehf., 6. sept. Konný ehf., 6. sept. THSV ehf., 6. sept. Örver ehf., 6. sept. Kaupness ehf., 6. sept. Sætoppur ehf., 6. sept. Yllis ehf., 6. sept. Bílaþjónustan Afl ehf., 6. sept. H-gæðalína ehf., 6. sept. Hornhúsið ehf., 6. sept. Kraninn ehf., 6. sept. Liprar lagnir ehf., 9. sept. Straumsýslan ehf., 9. sept. S.V.G. raflagnir ehf., 9. sept. Rannveig Rafnsdóttir, 9. sept. Krydd í tilveruna, v og v ehf., 9. sept. Fiskislóð 45 ehf., 13. sept. Rafgengi ehf., 13. sept. Tower Reykjavík ehf., 13. sept. Karelson ehf., 13. sept. Ibiza ehf., 13. sept. Hringborgir ehf., 13. sept. GÞ ráðgjöf ehf., 13. sept. Staðurinn ehf., 13. sept. Stock á Íslandi ehf., 13. sept. Lyst ehf., 13. sept. Avak ehf, kt. 491007-0360, 13. sept. Yllis ehf., 14. sept. Stund ehf., 14. sept. Fasteignastofan ehf., 14. sept. N9 ehf, kt. 471265-0129, 14. sept. G-70 ehf., 14. sept. Reebok Ísland ehf., 14. sept. Mótorval ehf., 14. sept. Kranamenn ehf., 15. sept. Impregilo SpA Ísland, útibú, 15. sept. Dúkþak ehf., 15. sept. 1899 ehf., 15. sept. Roman ehf., 15. sept. Farmálun ehf., 15. sept. Popp ehf., 15. sept. Kjarnakorn ehf., 15. sept. JS fasteignir ehf., 16. sept. Hlíðarberg ehf., 16. sept. Merkjalist ehf., 16. sept. Klettur verktakar ehf., 16. sept. FS ehf., 19. sept. AG ehf., 19. sept. Austurstræti 7 ehf., 19. sept. Fágun ehf., 19. sept. H.B. Heilsa og lífstíll ehf., 19. sept. C22 ehf., 19. sept. G14 ehf., 20. sept. AEG Fjárfesting ehf., 21. sept. KM kvóta ehf., 21. sept. Tré og skilti ehf., 23. sept. Hryðjuverk ehf., 23. sept.Geimur ehf., 23. sept. Haraldur Helgason ehf., 26. sept. BK-fasteignir ehf., 27. sept. Drauma sport ehf., 29. sept. GP & Synir ehf., 29. sept. Lífrænar vörur ehf., 29. sept. Opinberun ehf., 29. sept. Urðarverk ehf., 29. sept. Kjötbankinn ehf., 30. sept. Atlastaðafiskur ehf, 9. okt. Sól 71 ehf., 9. okt. Sanderson ehf., 9. okt. Octane ehf., 9. okt. Græna búðin ehf., 14. okt. VBS fjárfestingarbanki hf., 19. nóv. Askar Capital hf, 5. jan. Sparisjóðurinn í Keflavík, 5. jan. Byr sparisjóður, 5. jan. VBS fjárfestingarbanki hf.

kt. 610104-3550, Jóhann Baldursson hdl. kt. 450302-2440, Þorsteinn Einarsson hrl. kt. 440703-2160, Andrés Valdimarsson hrl. kt. 511203-2440, Andrés Valdimarsson hrl. kt. 440195-2459, Einar Sigurjónsson hdl. kt. 570506-1020, Guðni Á. Haraldsson hrl. kt. 600201-2710, Grímur Hergeirsson hdl. kt. 690402-3860, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir hdl. kt. 670306-1430, Ágúst Þórhallsson hdl. kt. 440599-2309, Ágúst Þórhallsson hdl. kt. 580607-1600, Ágúst Þórhallsson hdl. kt. 570203-3710, Þorsteinn Hjaltason hdl. kt. 580706-1420, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 450706-1240, Trausti Ágúst Hermannsson hdl. kt. 591206-0280, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 651095-2559, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 641104-3290, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 510106-1130, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir hdl. kt. 480108-1080, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 610406-0170, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 681196-2349, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 480805-0460, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 430805-0610, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 550107-2790, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 221262-2479, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 590405-1750, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 640203-3740, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 690605-1040, Bjarni S. Ásgeirsson hrl. kt. 430504-3390, Bragi Björnsson hdl. kt. 450207-0470, Bragi Björnsson hdl. kt. 530505-0140, Bragi Björnsson hdl. kt. 460502-7050, Bragi Björnsson hdl. kt. 480205-0570, Bragi Björnsson hdl. kt. 501006-1060, Arnbjörg Sigurðardóttir hdl. kt. 601103-3890, Bjarni S. Ásgeirsson hrl. kt. 520293-2569, Jóhann H. Hafstein hdl. Ingi H. Sigurðsson hdl. kt. 641104-3290, Benedikt Sigurðsson hdl. kt. 680793-2639, Karl Jónsson hdl. kt. 451196-2869, Karl Jónsson hdl. Auður Hörn Freysdóttir hdl. kt. 691008-0100, Jóhannes S. Ólafsson hdl. kt. 410605-0740, Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. kt. 640407-0420, Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. kt. 590207-0980, Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. kt. 530203-2980, Bragi Björnsson hdl. kt. 530206-0760, Bragi Björnsson hdl. kt. 580491-1549, Bragi Björnsson hdl. kt. 570903-2170, Þuríður Halldórsdóttir hdl. kt. 471106-1510, Þuríður Halldórsdóttir hdl. kt. 420204-3370, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 640172-0379, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 681205-2090, Börkur Hrafnsson hdl. kt. 440401-2790, Bjarni G. Björgvisson. kt. 520503-2340, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 410802-2280, Jónas Þór Guðmundsson hrl. kt. 430506-3230, Ólafur Rúnar Ólafsson hdl. kt. 480698-2589, Karl Jónsson hdl. kt. 520509-0380, Karl Jónsson hdl. kt. 660601-2950, Karl Jónsson hdl. kt. 460906-1050, Karl Jónsson hdl. kt. 460404-2660, Lára Sverrisdóttir hdl. kt. 520202-2340, Lára Sverrisdóttir hdl. kt. 650507-1340, Lára Sverrisdóttir hdl. kt. 590897-2219, Ágúst Þórhallsson hdl. kt. 590201-2270, Ágúst Þórhallsson hdl. kt. 480605-1360, Jón Jónsson hrl. kt. 490107-1420, Berglind Svavarsdóttir hrl. kt. 500101-2020, Sigmundur Guðmundsson hdl. kt. 641104-2990, Ingi Tryggvason hdl. kt. 550905-1830, Ásgeir Örn Jóhannsson hdl. kt. 500205-0910, Gunnar Egill Egilsson hdl. kt. 430308-1650, Gunnar Egill Egilsson hdl. kt. 680502-3070, Gunnar Egill Egilsson hdl. kt. 560108-0440, Gunnar Egill Egilsson hdl. kt. 610188-1099, Guðrún Björg Birgisdóttir hdl. kt. 610104-3550, Jóhann Baldursson hdl. kt. 570102-2810, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 530605-0860, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 410807-1810, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 410304-3170, Þórður H. Sveinsson hdl. kt. 621096-3039, Slitastjórn VBS fjárfestingarb. hf. kt. 441206-0110 , Slitastjórn Askar Capital hf. v/innistæðueigenda, Tryggingasjóður. v/innistæðueigenda, Tryggingasjóður. v/innistæðueigenda, Tryggingasjóður.


fólk

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

FÓLK Á FERÐINNI

Iða Brá tekin við Iða Brá Benediktsdóttir, sem starfað hefur hjá Arion banka og Kaupþingi frá árinu 2000, hefur tekið við sviði sem hefur yfirumsjón með ytri og innri samskiptum fyrirtækisins. Iða Brá hefur starfað hjá greiningardeild Kaupþings og einnig við fjárfestatengsl lengst af. Hún var nú síðast forstöðumaður fjárstýringar hjá bankanum. Auk Iðu hefur Arion banki ráðið Jónínu Lárusdóttur lögfræðing sem yfirmann lögfræðisviðs bankans. Hún var áður ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu.

Tveir stjórnarmenn Kaupþings Haukur C. Benediktsson var kjörinn í stjórn danska FIH-bankans í stað Ragnars Árnasonar prófessors. Eru fulltrúar skilanefndar Kaupþings í stjórn bankans nú fyrrnefndur Haukur og Steinar Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi skömmu fyrir hrun bankans 500 milljónir evra og tók að veði FIH-bankann danska. Hann er þó enn í umsjá skilanefndar Kaupþings þrátt fyrir fall bankans.

Frá Humac til ­Íslandsbanka Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri, bakvinnslu og gæðamálum, að því er segir í fréttatilkynningu. Sigríður hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur MBA-gráðu í alþjóðastjórnun. Hún var meðal annars forstjóri Humac, sem rak Apple-verslanirnar á Íslandi, eftir að Baugur og tengdir aðilar keyptu félagið snemma árs 2007. Á þriðjudaginn var tilkynnt um skiptalok í því félagi. Kom í ljós að upp í veðtryggðar kröfur Glitnis uppá rúmar 970 milljónir króna fengust 160 milljónir. Tapaði bankinn, sem er forveri Íslandsbanka, því um 800 milljónum á fyrirtækinu sem Sigríður veitti forstöðu.

Stefán til Arion banka

Berghildur Erla hætt

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, hefur ákveðið að söðla um og taka við sem yfirmaður fjármála hjá Arion banka. Stefán hefur starfað hjá Landsvirkjun undanfarin 18 ár og verið lengi meðal mikilvægustu starfsmanna fyrirtæksins. Stefán verður við störf hjá Landsvirkjun út næstu viku en hefur síðan störf á nýjum vettvangi 20. ágúst. Starf Stefáns hjá Landsvirkjun verður auglýst og ráðið í það eins fljótt og mögulegt verður.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Arion banka. Hún hefur starfað hjá bönkunum á miklum umbrotstímum, eftir að bankinn var endurreistur á rústum Kaupþings. Finnur Sveinbjörnsson réð Berghildi til starfa en hann er nú hættur störfum. Höskuldur H. Ólafsson er tekinn við sem forstjóri.

| 27

Alþingi Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Krefst afsökunarbeiðni frá Gylfa E

ygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi og fulltrúi í viðskiptanefnd Alþingis, hefur verið ötul við að gagnrýna aðfinnsluverða stjórnsýsluhætti. Nú vill hún að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðsk ipta ráðher ra, biðji Alþingi afsökunar á að hafa veitt þinginu rangar upplýsingar varðandi gengistryggð lán. Eygló benti á það í samtali við Rúv að í lögum um ráðherraábyrgð sé skýrt að ráðherra geti ekki vikið sér undan ábyrgð á sínu ráðuneyti, undirstofnunum og starfsmönnum þess. Það sé alvarlegt, ef satt reynist, að yfirlögfræðingur hafi leynt Gylfa upplýsingunum sem svo hafi leitt til þess að þinginu bárust rangar upplýsingar. Eygló sagði það ekki síður alvarlegt að Gylfi feli sig á bak við starfsmenn sína. Lánin lögmæt Þann 1. júlí 2009 beindi Ragnheiður Ríkarðsdóttir þingmaður eftir–farandi spurningu til ráðherra: „Telur [ráðherra] lögmæti

myntkörfu­lána hafið yfir allan vafa?“ Því svaraði hann úr ræðustól á Alþingi: „Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld

skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt.“ Tveimur mánuðum áður hafði Seðlabankinn fengið lögfræðiálit sem sagði að gengistryggingin stæðist ekki lög og var það kynnt

Á móti íslenskum landbúnaði „... mér hefur nú sýnst Samkeppniseftirlitið vera á í mörgum atriðum bara á móti íslenskum landbúnaði.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í viðtali við Rúv þriðjudaginn 10. ágúst.

lögfræðingum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Á blaðamannafundi á þriðjudag sagðist Gylfi þarna aðeins hafa átt við lán í erlendri mynt, en ekki gengistryggð lán í erlendri mynt. Í sjónvarpsfréttum á mánudagskvöld sagðist Gylfi ekki hafa vitað af áliti Seðlabankans þótt starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins væri kunnugt um það og sagði m.a.: „Ég hafði aldrei séð þessi álit Seðlabankans, ég hafði hins vegar fengið yfirlit starfsmanna ráðuneytisins, þar sem farið var yfir stöðuna, og hún var nokkurn veginn eins og ég lýsti í ræðustóli Alþingis.“ Á blaðamannafundi á þriðjudag sagðist Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra heldur ekki hafa vitað af lögfræði­ álitinu. Upplýst um lögfræðiálitið Málið snýst um að Seðlabankinn lét lögfræðistofuna LEX gera óháð lögfræðiálit á lögmæti gengistryggðra lána í maí 2009 og þar kom fram að gengis­tryggingin kynni að vera óheimil. Er álitið dagsett 12. maí. Þann 18. maí 2009 sendi aðallögfræðingur Seðlabankans frá sér minnisblað þar sem tekið er undir lögfræði­álitið þrettán mánuðum

fyrir dóm Hæstaréttar sem kvað upp úr um ólögmæti lánanna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá því í Kastljósi Sjónvarpsins á mánudag að það hefði getað verið tvíbent að birta þessi álit í fyrra vegna skiptra skoðana lögfræðinga um málið. Sagði hann að aðallögfræðingur Seðlabankans hafi látið þáverandi seðlabankastjóra fá lögfræðiálitið og kynnt niðurstöðuna fyrir lögfræðingum viðskiptaráðuneytisins, m.a. með tölvupósti.

ferill eyglóar »» 2001-2009. Framkvæmdastjóri Þorsks á þurru landi ehf. »» 2003-. Í stjórn IceCods á Íslandi ehf. »» 2004. Skrifstofustjóri Hlíðar­ dals ehf. »» 2003-2006. Í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja. »» 2003-2006. Í stjórn Náttúru­ stofu Suðurlands. »» 2004-2006. Viðskiptastjóri Tok hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. »» 2006. Á þing sem vara­ þingmaður. »» 2006-2008. Framkvæmdastjóri Nínukots ehf. »» 2008 Kjörin á þing fyrir Suðurlandskjördæmi. »» 2009-. Ritari Framsóknarflokksins.


FISKISLÓÐ 22, 101 REYKJAVÍK, SÍMI: 511 6622, FAX: 569 6692, www.vb.is

VERÐ Í LAUSASÖLU 790.-

Endahnúturinn

Viðtöl við Drottningar Hallgrímur Oddsson hallgrimur@vb.is

N

ýlega var Björgólfur Thor Björgólfsson í viðtali við Viðskiptablaðið. Eins og við var að búast vakti viðtalið athygli. Fyrir utan hefðbundinn fréttaflutning af orðum Björgólfs voru algeng og sýnileg viðbrögð þau að orð hans væru ómerkileg, þau stæðust ekki og að viðtalið væri drottningarviðtal. Jafnvel var gengið svo langt að segja að Björgólfur, og aðrir, ættu ekki að tjá sig. Samkvæmt slangurorðabókinni er um drottningarviðtal að ræða þegar viðmælandi er tekinn silkihönskum og fær að láta dæluna ganga gagnrýnislaust. Enga drottningu þarf til að viðtalið sé af þeirri tegund og eins er viðtalið ekki sjálfkrafa drottningarviðtal þótt sjálf drottningin sitji fyrir svörum. Líklegast vonuðu margir að viðtal við Björgólf yrði meira í ætt við yfirheyrslutækni Dirty Harry eða Bandaríkjahers. En um viðtal var að ræða, þar sem blaðamaður spurði og viðmælandi svaraði með eigin orðum og ábyrgð. Björgólfur Thor er umdeildur maður (líkt og segir í fyrstu línu viðtalsins í blaðinu) og því eru þessi skrif mín ekki drifin áfram af undrun vegna þeirra viðbragða sem viðtalið fékk. Í hvert sinn sem einhver slíkur stígur fram munu viðbrögðin ekki láta á sér standa. Orð hans verða af stórum hópi dæmd dauð og ómerk í sömu andrá og þau heyrast. Frá viðtali til viðtals og orði til orðs getur verið að upplýsingar sem gefnar eru séu rangar eða villandi. Sama gildir um allar upplýsingar. En einstaklingar verða að fá að tjá sig og upplýsingar verða að fá að koma fram. Þannig getum við klárað púsluspilið. Rannsóknarskýrslan var stór biti en heildarmynd atburðarásar er enn ekki ljós. Með því að leyfa mönnum að segja það sem þeir hafa að segja fáum við að lokum heildarmyndina – ekki endilega í réttri tímaröð en púslin koma í leitirnar smátt og smátt. Af gerendum og leikendum bankadansleiksins steig Björgólfur síðast fram – næsti takk!

Ármúla 10 • Sími: 5689950 AUSTRALIA • BELGIUM • CANADA • CHINA • CYPRUS • DENMARK • FINLAND • GERMANY • GREECE • ICELAND • IRELAND • NORWAY SAUDI ARABIA • SOUTH KOREA • SPAIN • SWEDEN • SWITZERLAND • UNITED ARAB EMIRATES • UNITED KINGDOM • UNITED STATES www.duxiana.com www.duxbed.com

Flytjum allt fyrir þig til og frá Snæfellsnesi Sólvellir 7 • 350 Grundarfirði • 430 8100


>>> EITT STÆRSTA SANDHVERFUELDI Í KÍNA ÍSLENDINGAR KOMA AÐ REKSTRINUM >> 6-8

fimmtudagur 12. ágúst 2010 32. tbl. 28. árg.

Ufsaveiðin treg Skipstjórinn á Hafursey VE segir að veiðar skipsins á ufsa í net hafi gengið fremur illa í sumar. » 2

Sumarfæðusókn sjávardýra Guðjón Arnar Kristjánsson segir að margt megi lesa um árferði í hafinu út úr hegðun dýra sem sækja í átuna. »5

Efni úr rækju eyðir bólgum Genís kannar nýtingu á kítini úr rækjuskel til beinskurðlækninga og til varnar bólgu- og hrörnunarsjúkdómum.  »9

ÁLIÐ SKÁKAR FISKINUM

»8

Skuttogarar eru nú einn af öðrum að veiða skammtinn sinn af makríl. Sólbakur EA fékk nokkur kör af makríl í Jökuldýpi nýlega. Valgeir Baldursson, skipverji á Sólbak, fylgist hér með markílnum á leið niður í lest.  MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Beitan kemur frá Tobis Tobis ehf ·Tjarnargata 2 · 230 Reykjanesbær · Sími 527 5599 · www.tobis.is · tobis@tobis.is


fiskifréttir

2|

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Ufsaafli eftir veiðarfærum 2008 Handfæri

Dragnót

„Þegar við lögðum af stað var leiguverðið búið að vera 10 til 15% af aflaverðmætinu í nokkur ár en núna er það komið í 70% af verðmætinu og ekki nokkur leið að gera út með slíkan kostnað á bakinu.“

Annað

Net

Botnvarpa 84,71% Heimild: Hagstofan

FISKMARKAÐIR

Hafursey VE hét áður Steinunn SF.

Allir markaðir*

Hafursey VE gerir út á ufsa í net

Slægður fiskur = S/Óslægður = Ó

Tegund

Ó/S

BLÁGÓMA

Ó

7

17

119

BLÁLANGA

Ó

2.178

207

450.822

BLÁLANGA

S

7.710

163

1.253.493

GRÁLÚÐA

S

971

256

248.476

Kg Kr/kg

Alls

GRÁSLEPPA

Ó

30

20

600

GULLKARFI

Ó

31.357

227

7.104.282

HLÝRI

Ó

342

257

88.056

HLÝRI

S

3.010

317

954.525

KEILA

Ó

3.049

106

322.333

KEILA

S

691

119

82.116

LANGA

Ó

10.202

206

2.097.168

LANGA

S

11.628

183

2.125.469

LANGLÚRA

Ó

3.628

76

275.964

LÚÐA

S

840

1.399

1.175.288

LÝSA

Ó

1.051

98

103.258

LÝSA

S

732

108

78.832

MAKRÍLL

Ó

121

57

6.840

SKARKOLI

Ó

50

287

14.350

SKARKOLI

S

5.602

359

2.011.275

SKATA

Ó

8

7

56

SKATA

S

1.051

284

298.853

SKÖTUSELUR

S

5.589

463

2.588.983

STEINBÍTUR

Ó

5.651

242

1.369.388

STEINBÍTUR

S

42.607

320

13.636.500

STÓRKJAFTA

S

829

39

32.322

SÍLD

Ó

7.254

24

170.604

TINDASKATA

Ó

271

26

7.170

UFSI

Ó

33.413

137

4.585.727

UFSI

S

13.437

167

2.245.946

UNDÝSA

Ó

9.433

133

1.256.079

UNDÝSA

S

3.481

159

554.533

UNDÞORSKUR

Ó

10.168

166

1.684.097

UNDÞORSKUR

S

2.070

186

385.543

ÝSA

Ó

101.150

258

26.085.691

ÝSA

S

11.549

216

2.498.376

ÞORSKUR

Ó

152.197

296

45.101.324

ÞORSKUR

S

71.659

314

22.502.922

ÞYKKVALÚRA

Ó

27

206

5.562

ÞYKKVALÚRA

S

164

414.705

Samtals:

2.533 557.576

MYND/JÓN PÁLL ÁSGEIRSSON

258 143.817.647

* Reiknistofa fiskmarkaða 06.08.2010 - 10.08.2010

Ufsaveiðar tregar í sumar Enn er eftir að veiða um 15% af aflamarki í ufsa á fiskveiðiárinu. Aflamarkið er rétt um 49 þúsund tonn en veiðst hafa um 41.500 tonn. Hafursey VE er einn þeirra báta sem veiðir ufsa í net , eða er að reyna að veiða hann eins og Sigmar Sveinsson skipstjóri á Hafursey VE tók til orða í samtali við Fiskifréttir. ,,Við höfuð haldið okkur vítt og breitt fyrir sunnan landið og verið að leita af ufsa en lítið fundið af honum. Veiðarnar hafa gengið fremur illa í sumar,” segir Sigmar. VILMUNDUR HANSEN vilmundur@fiskifrettir.is

H

afursey er 475 brúttótonna bátur með tíu manns í áhöfn. Þeir eru með 120 til 150 net í sjó með sex tommu möskvum og hvert net er 55 metra langt. „Netin eru 6,6 til 8,2 kílómetra löng og við ættum því að fá eitthvað í þau ef ufsinn er þarna á miðunum á annað borð. Netin eru dregin á hverjum degi og aflin er ærið misjafn. Allt frá 10 tonnum yfir daginn og niður í ekki neitt. Við erum úti frá einum degi og upp í þrjá til fjóra sólarhringa Karlinn í brúnni allt eftir því hvernig veiðist. Aflinn er slægður og ísaður um borð en frystur eftSigmar Sveinsson, ir að hann kemur í skipstjóri á Hafursey VE land. Ég hef ekki neina fullnægjandi skýringu á þessari aflatregðu en menn hafa verið að gera því skóna að makríllinn valdi því að ufsinn haldi sig ofar í sjónum enda veiðist hann

RITSTJÓRI: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Sími 569 6625

Við höfum fiskað fyrir Gothop í Vestmannaeyjum frá því um áramótin og þeir skaffa okkur kvótann þannig að það er afstætt að tala um eitthvert verð. Það er einfaldlega í lagi,” segir Sigmar.

vel á handfæri. Það er því erfitt að ná honum í netin nema gera út á reknet. Ufsinn getur reyndar verið mjög kenjóttur fiskur og komið og farið. Hann hefur veiðst ágætlega á handfæri í sumar og það er sami fiskur og við erum að fá þegar hann veiðist í net“ segir Sigmar. Ástandið á stofninum gott Sigmar segist sannfærður um að ástandið á ufsastofninum sé gott og að nóg sé af honum í sjónum þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi lagt til minni sókn í hann á næsta fiskveiðiári en því sem senn er á enda. „Blessaður vertu það kemur aldrei neitt annað frá Hafró en niðurskurður. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt annað í þau tæpu þrjátíu ár sem ég hef verið í þessu. Þeir boða alltaf niðurskurður í öllum tegundum og það er einfaldlega þeirra stefna. Ástandið á fiskinum sem við höfum verið að veiða er mjög gott og ekki annað að sjá en hann hafi nóg að éta, bæði átu og síld.“ Léleg veiði allsstaðar „Hafursey hefur haldið sig á svæðinu frá Selvogsbanka og austur á Öræfagrunn og veiðin jafnléleg allsstaðar. Ég hef ekki tekið saman heildarveiðina í sumar en ég get sagt þér fyrir víst að hún er alltof lítil.

RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími 569 6624

Óvenju mikið af löngu „Kvótaárið byrjaði fremur illa hjá okkur vegna þess að við fengum engan kvóta leigðan til að byrja með. Vetrarvertíðin var aftur á móti ágæt og við lönduðum milli 200 og 300 tonnum af ufsa hjá Gothop. Við tókum svo stopp í byrjun mars og byrjuðum ekki aftur fyrr en í lok maí. Hvað meðafla varðar þá hefur hann ekki verið til vandræða nema hvað við höfum fengið óvenjumikið af löngu og mikið meira en ég hef átt að venjast,“ segir Sigmar. Allar forsendur breyttar „Ég keypti Hafurey án kvóta í fyrra ásamt nokkrum öðrum og við hófum útgerð á henni í ágúst á síðasta ári. Satt best að segja hefur reksturinn á bátnum verið mjög þungur á árinu. Til að byrja með stóð til að gera bátinn út á leigukvóta á ufsa en forsendur fyrir rekstrinum breyttust skyndilega. Þegar við lögðum af stað var leiguverðið búið að vera 10 til 15% af aflaverðmætinu í nokkur ár en núna er það komið í 70% af verðmætinu og ekki nokkur leið að gera út með slíkan kostnað á bakinu. Það er því óráðið hvað við gerum með bátinn ef við getum ekki leigt kvóta til að veiða. Ef við höfum hvorki atvinnu né tekjur af bátnum þá hefur maður lítið við hann að gera. Þá er lítið annað í stöðunni en að selja hann,“ segir Sigmar Sveinsson.

Auglýsingasími 569 6623


fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

|3

Makrílleiðangri á Árna Friðrikssyni að ljúka

Meiri makríll en í fyrra Makrílleiðangri á Árna Friðrikssyni er að ljúka. Meira hefur orðið vart við makríl en í fyrra á heildina litið. Minna fannst af makríl norðaustur af landinu en þeim mun meira sást í hlýja sjónum suður og suðvestur af landinu.

Rósagarðurinn

Ekkert ESB-skip á karfaveiðum Samkvæmt samningi milli Íslands og Evrópusambandsins mega skip frá ESB veiða 3000 tonn af karfa innan íslensku lögsögunnar eftir 1. júlí. Undanfarin nokkur ár hefur ekkert skip sótt um leyfi til veiðanna. Áður höfðu ESB-skipin aðallega veitt karfann í Rósagarðinum. Kristján Freyr Helgason sérfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Fiskifréttir að lítið hafi breyst frá því í fyrra hvað varðar veiðar EBSskipa á karfa innan lögsögunnar.

KJARTAN STEFÁNSSON kjartan@fiskifrettir.is

R

annsóknaskipið Árni Friðriksson var um miðja vikuna statt vestur af Látrabjargi á lokadögum leiðangurs síns við mælingar á útbreiðslu makríls á íslensku hafsvæði. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir að vart hefði orðið við makríl allt frá Snæfellsnesi suður og austur með landinu, úti fyrir Austfjörðum, norður um og vestur að 19. gráðu. Þá kom eyða og þeir fundu ekki makríl aftur fyrr en vestur af Bjargtöngum þegar komið var í hlýrri sjó. „Það var mjög lítið að sjá frá miðju Norðurlandi þar til við komum syðst úti af Vestfjörðum,“ sagði Sveinn. Makríllin hefur veiðst við bryggjur í sjáva rbyg gðu m við Húnaflóa og sagði Sveinn að makríllinn hefði Sveinn skriðið eitt- Sveinbjörnsson. hvað lengra norður með landinu þótt ekki yrði vart við hann í neinu magni á þeim hafsvæðum norðvestur af landinu sem farið var um. Meira í hlýja sjónum Sveinn gat þess að útbreiðsla makríls væri meiri suðvestur af landinu úti af Suðurlandi og allt að miðjum Austfjörðum heldur en í fyrra.

Á makrílveiðum. 

MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Hins vegar hefði orði vart við minni makríl norðaustur af landinu. „Ég bar saman hitadreifingu sjávar nú og í fyrra og sjórinn er kaldari að þessu sinni fyrir norðaustan þar sem minna er um makríl en aftur á móti er sjór hlýrri suður og suðvestur af landinu. Makríllinn leitar á þær slóðir þar sem sjórinn er hlýrri,“ sagði Sveinn. Hlutfallsleg aukning Sveinn tók fram að í leiðangrinum væri verið að kanna útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu en ekki magn. „Við eigum eftir að vinna úr þeim gögnum sem safnað hefur verið. Ég get þó fullyrt út frá því sem við höfum séð að meiri makríll er hér á ferðinni í ár en í fyrra á heildina litið. Þegar úrvinnslu lýkur verður hægt að segja hve mikil aukningin er hlutfallslega en við vitum ekki um magn makríls í lögsögunni,“ sagði Sveinn. Étur sviflæg krabbadýr Fram kom hjá Sveini að í makrílleiðangrinum í fyrra

Mjög lítið er um makríl á helstu seiðasvæðum norðaustur af landinu, úti af Norðurlandi og Vestfjörðum. Ég hef því ekki áhyggjur af því að makríllinn éti mikið af fiskseiðum þar. hefðu verið tekin magasýni á öllum togstöðum þar sem makríll veiddist. Í ljós kom við úrvinnslu að um 80-100% af magainnihaldi voru sviflæg krabbadýr. Uppistaðan

í fæðu makrílsins væri því rauðáta, ljósáta og marflær. Úti af Vesturlandi fannst reyndar svolítið af sandsíli í makrílnum og fór það upp í 18% af þunga. Einnig varð aðeins vart við loðnuseiði í hluta af mögum makríls norðaustur af landinu. Í leiðangrinum nú eru einnig tekin magasýni til rannsóknar en þau bíða úrvinnslu síðar. Ekki liggja því fyrir niðurstöður um fæðunám makríls í ár. Sveinn sagði að í þeim magasýnum sem hann hefði séð í leiðangrinum nú hefði verið mest um sviflæg krabbadýr. Litið væri um loðnuseiði eða seiði annarra fiska. Margir sjómenn óttast að makríll éti þorskseiði eða önnur fiskseiði þar sem hann nær í þau Sveinn taldi að það gæti ekki verið í miklum mæli. „Mjög lítið er um makríl á helstu seiðasvæðum norðaustur af landinu, úti af Norðurlandi og Vestfjörðum. Ég hef því ekki áhyggjur af því að makríllinn éti mikið af fiskseiðum þar,“ sagði Sveinn.

Það besta er aldrei of gott! Góðar úrlausnir byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum búnaði Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktar gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu. Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi • Veitubúnaður • Hraðabreytar Iðnaðarstýringar • Rafsuðubúnaður • Dælur • Varmaskiptar • Hitablásarar Vökvabúnaður • Lokar • Hita- og þrýstimælar og fl.

Danfoss hf •

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

Beðið eftir tillögum frá ESB „Síðastliðið vor var fundur milli ESB og Íslands um veiðarnar en sá fundur var í raun lítið annað en endurtekning á fundinum frá árinu þar á undan. Fulltrúar ESB halda því fram að skipin geti ekki veitt heimildirnar á þeim skilmálum sem standa til boða og að veiðin sé því sýnd en ekki gefin. Okkar málflutningur gengur aftur á móti út á að skipin hafi ekki látið reyna á þær tilslakanir sem þeim hafi verið boðnar. Á fundinum fóru fulltrúar sambandsins fram á breytingar á samningnum en þar sem við höfðum ekki umboð til nýrra samninga varð ekkert úr því. Niðurstaða fundarins var sú samninganefnd Evrópusambandsins ætlar að senda okkur tillögur um breytingar á samningnum og við erum enn að bíða eftir þeim,“ segir Kristján. »» vilmundur@fiskifrettir.is


4|

fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Sæhamar SH veiðir makríl á handfæri til vinnslu hjá Sjávariðjunni

Makríllinn góð viðbót Kóngakrabbi

Barentshaf

Hafrannsóknaskip tekið með ólöglegan afla! Rússneskir landamæraverðir, sem voru á æfingu í Barentshafi fyrir nokkrum vikum síðan, komust á snoður um afar sérstæðan veiðiþjófnað. Á æfingunni fóru þeir framhjá rússneska hafrannsóknaskipinu Heidi. Vakti það grunsemdir þeirra að menn úr áhöfninni voru að fleygja sekkjum fyrir borð. Við nánari eftirgrennslan og nákvæma leit í skipinu fundu landamæraverðirnir 170 kíló af kóngakrabba, stærstur hlutinn kvendýrið og ungir krabbar, þ.e. krabbar sem menn helst vilja friða. Þessi fengur var gerður upptækur sem ólöglegur afli. Heidi er í eigu rússnesku hafrannsóknastofnunarinnar PINRO. Vísindamenn frá þessari sömu stofnun lögðu einmitt nýlega til að veiðar á kóngakrabba í Barentshafi yrðu bannaðar það sem eftir lifði ársins. Sérstaklega er tekið fram í tillögunni að mikilvægast sé að hlífa kvendýrinu og ungviðinu til að varðveita krabbastofninn. Norska sjónvarpið segir frá þessu í frétt og vitnar í rússneska blaðið Komsomolskaja Pravda.

Danmörk

Sandsílið gaf tæpa 10 milljarða Sandsílavertíðinni er nú að ljúka við Danmörk og danskir fjölmiðlar hafa metið þau verðmæti sem sandsílið hefur skilað. Alls hafa dönsk skip veitt um 290 þúsund tonn af sandsíli á árinu 2010. Meðalverðið er talið hafa verið um 1,60 DKK á kíló til skipanna, eða 33,37 ISK. Verðmæti aflans er því ekki undir 462 milljónum DKK eða 9,6 milljörðum ISK. Hér er um verulega aukningu að ræða miðað við fyrri ár. Frá árinu 2008 hefur aflaverðmætið við sandsílaveiðar tvöfaldast, farið úr 231 milljón DKK í 462 milljónir. Heimild: fiskerforum.com

Útgerðarfélagið Kristinn J. Friðþjófsson ehf. gerir út Sæhamar SH á makríl. Aflanum er landað hjá Sjávariðjunni á Rifi, fiskvinnslu í eigu sömu aðila, sem flakar og lausfrystir makrílinn. VILMUNDUR HANSEN vilmundur@fiskifrettir.is

K

ristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður gerir út fjóra báta, Hamar SH, Sæhamar SH, Stakkhamar SH og Litla Hamar SH. Sæhamar er á makríl og veiðarnar ganga vel en báturinn er með þrjár rúllur um borð. Í lok síðustu viku hafði hann veitt alls 12-15 tonn af makríl. Hann heldur sig mest í kringum Snæfellsnesið, inni á Breiðafirði og fyrir sunnan Malarif. „Við erum enn að prófa okkur áfram með veiðarnar og helsta vandamálið til þessa hefur verið að finna torfurnar. Það þarf að hafa góðan sónar eins og við erum með um borð svo að það gangi hratt fyrir sig. Makríllinn virðist vera í miklu magni út um allan sjó og heldur sig bæði grunnt og djúpt. Ég hef heyrt af honum langt norður fyrir land, allt inn í Eyjafjörð. Makríll er fiskur sem fer mikið um og er á fljúgandi ferð. Hann étur flest sem að kjafti kemur og er mikið í síldinni. Hann heldur sig talsvert á hrygningarsvæði sumargotssíldarinnar fyrir sunnan Malarrif og ég er smeykur um að hann liggi í hrognunum þar,“ segir Kristinn. Nýtingarhlutfallið um 60% Sæhamar hefur verið að landa um 2.5 tonnum eftir daginn hjá Sjávariðjunni á Rifi. „Makríllinn er svo feitur að við verðum að vinna hann eins fljótt og hægt er. Aflinn er ísaður um borð og flakaður í landi og lausfrystur. Nýtingarhlutfallið í makrílnum er um 60%. Allra minnsti fiskurinn er reyndar heilfrystur í beitu.“ Kristinn segir að ekki sé enn búið að selja afurðirnar. Hann

Kristinn J. Friðþjófsson útgerðarmaður og sonur hans, Halldór Kristinsson skipstjóri á Sæhamri SH. segist gera sér vonir um að selja flökin til Svíþjóðar þaðan sem hann hefur fengið fyrirspyrnir

um þau, enda makríll vinsæll matfiskur þar í landi. Gríðarlegt magn „Mér lýst rosalega vel á að fá makríl inn sem viðbót við það sem við erum þegar að veiða og vinna. Það er engin spurning um það í mínum huga

Makríllinn heldur sig talsvert á hrygningarsvæði sumargotssíldarinnar fyrir sunnan Malarrif og ég er smeykur um að hann liggi í hrognunum þar.

að við eigum einfaldlega að veiða sem allra mest af makrílnum enda gríðarlegt magn af honum allt í kringum landið. Makríllinn liggur í sílinu enda er það á flótta undan honum inn í allar hafnir eins og dæmin sanna,“ segir Kristinn J. Friðþjófsson að lokum.

Sæhamar SH. Myndin er tekin áður en hann fékk búnaðinn til makrílveiða.  MYND/GUÐMUNDUR ST VALDIMARSSON

Þrengingar í norsku þorskeldi

Þarf hugrakka fjárfesta í þorskeldið Þorskeldi í Noregi gengur nú í gengum miklar þrengingar. Talið er að æ fleiri þorskeldisstöðvar þurfi að leggja upp laupana í Noregi. Líffræðilegar breytingar í sjónum, samkeppni við villtan fisk og fisk frá Asíu leiðir til milljónataps

í greininni, að því er fram kemur í frétt í norska sjónvarpinu. Fjögur þorskeldisfyrirtæki í Noregi hafa orðið gjaldþrota undanfarin þrjú ár. Í Selje hefur þorskeldisfyrirtækið Atlantic Cod Farms tapað í kringum

90 milljónum NOK á síðustu árum, eða 1,8 milljarði ISK. Reksturinn þar hefur verið í járnum síðustu mánuðina en þó er reiknað með því að árið 2010 skili taprekstri. Þorskeldismenn í Noregi eru samt bjartsýnir. Þeir benda á að

mikla þrautseigju hefði þurfti til að byggja upp laxeldið sem nú malar gull. Þorskeldi muni einnig blómstra í framtíðinni en þeir viðurkenna að til að láta þann draum rætast þurfi þeir að fá hugrakka fjárfesta í lið með sér.


fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

|5

Norskar sjávarafurðir renna út

Enn eitt metið í útflutningi Vöxtur í útflutningi sjávarafurða frá Noregi virðist óstöðvandi. Útflutningurinn í júlí nam 3,8 milljörðum NOK sem er met, eða um 75 milljörðum ISK. Hér er um 15% aukningu að ræða í verðmætum talið miðað við sama mánuð í fyrra. Útflutningur á norskum laxi nam 2,7 milljörðum NOK (53 milljarðar ISK) í júlí og jókst um 26%. Athygli vekur að norskur lax er hvorki meira né minna en 71% af verðmæti útfluttra sjávarafurða í Noregi. Ástæðan fyrir því er að framboð af laxi er stöðugt

allt árið en framboð af villtum fiski er yfirleitt árstíðarbundið. Bandaríkin er sá markaður fyrir norskan lax sem vaxið hefur hraðast. Aukningin í júlí er 67% miðað við sama tíma í fyrra og er þar aðallega um laxaflök að ræða. Frakkland er mikilvægasti markaðurinn fyrir norskan lax og þar jókst salan um 10% í júlí. Einnig jókst útflutningur á þorski frá Noregi í júlí. Heimild: seafoodsource.com

Tímamót hjá Promens Dalvík Hnúfubakur er eitt þeirra sjávardýra sem koma í fæðuleit í Ísafjarðardjúp. 

MYND/TRYGGVI SVEINSSON

Margt má lesa úr náttúrunni

Sumarfæðusókn sjávardýra S umarið hefur verið gott sem af er og að mestu hægviðrasamt og sól mikil. Frá því snemma í vor hef ég átt margar ferðir um Ísafjarðardjúp. Firðirnir níu vestanvert í Djúpinu, frá Ísafirði sem er innstur fjarðanna út til Skutulsfjarðar, eru áhugaverðir sem uppeldissvæði margra fiskstofna. Þeir eru einnig fæðuforðabúr fiska, fugla, sela og hvala sem sækja í átuna og seiðin. Það má margt lesa úr hegðun og atferli dýranna sem sækja í átuna og fiskaseiðin um árferðið í hafinu.

Rækjuveiðin í Djúpinu Rækjuveiðar voru stundaðar í Ísafjarðardjúpi í áratugi og oft kom það fyrir að þegar þær hófust á haustin að loka varð fjörðunum vegna mjög mikils seiðafjölda fyrir rækjuveiðum og á einstaka árum nánast öllu Ísafjarðardjúpi. Nú er þetta mælitæki um seiðabúskap Djúpsins og fjarðanna ekki lengur til staðar eftir að rækjustofnar innfjarða hrundu vegna mikillar fiskigöngu þorsks og einnig ýsu inn allt Djúp fyrir nokkrum árum. Makríllinn er mættur Upp úr miðsumri mætti makríll á svæðið og var síðast kominn inn að Ögurnesi í sýnilegum smátorfum sem voru á ferð í æti. Hvað hann étur er ekki þekkt á þessu svæði en af yfirferðinni og hreyfanleika að dæma er ekki ólíklegt að hann sé á eftir

Skoðun

Guðjón Arnar Kristjánsson

„Má ef til vill líta á makríl sem engisprettur sjávar, sem étur það sem að kjafti kemur og hann ræður við?“ seiðum annarra nytjastofna sem ennþá eru í sinni fæðusókn í yfirborðslögum sjávar og leita ekki til botns fyrr en í haust eins og bæði rækjuveiðar áður fyrr og veiðar á þorskseiðum til áframeldis hafa leitt í ljós í fjörðum Ísafjarðardjúps. Makríllinn er greinilega mjög harður í fæðusókn sinni enda kemur hann hingað eingöngu til þess að fitna eftir hrygningu og göngu hingað norður. Má

ef til vill líta á makríl sem engisprettur sjávar, sem étur það sem að kjafti kemur og hann ræður við?

Hvalur og kría Snemma í vor kom hnúfubakurinn í sína árlegu heimsókn í Ísafjarðardjúp og fór að venju um flesta firðina. Hann byrjar venjulega í Álftafirði og fer svo í hvern fjörðinn af öðrum og tekur til sín fæðu sem þar er að finna. Mér finnst það hinsvegar alltaf jafn furðulegt hvernig hann fer að því að finna smásíld innst í botni Ísafjarðar sem er eins og áður sagði þröngur fjörður í botni Ísafjarðardjúps. Fæðusókn hvalanna er nánast fullkomin, að geta fundið æti hvar sem það er að finna, smásíldartorfu eftir vetrardvala inn við ferskvatnsá þar sem ís leggur alla vetur, jafnvel á hlýsjávartíma eins og nú hefur verið í nokkur ár. En þrátt fyrir þessa fæðusókn sjávarfiska og hvala, þá vantaði kríuna síli fyrir unga sína og fáir komust á flug. Sumsstaðar var varla um varp að ræða. Það má margt lesa úr náttúrunni hafi menn vilja og áhuga til þess. Og þegar svo mikill þorskur er sem nú að allir ná sínum skammti í strandveiðum hvern dag, segir það líka sína sögu þó hún sé ekki lögð til grundvallar í tillögum Hafró að ársafla í þorski. Skrifað í Þernuvík 8. ágúst 2010

Hálf milljón kera Promens Dalvík hefur náð þeim merka áfanga að framleiða hálfa milljón Sæplastkera. Ker númer 500.000 og 500.001 og voru afhent tveimur af viðskiptavinum verksmiðjunnar með viðhöfn nýlega. Ker númer 500.000 var afhent Geert Gregersen en hann er framkvæmdastjóri keraleigufyrirtækisins Dansk karudlejning í Esbjerg. Ker númer 500.001 var afhent Magnúsi Kristinssyni, útgerðarmanni hjá Berg Hugin í Vest-

mannaeyjum en fyrirtæki hans hefur um áraraðir notað Sæplastker í skipum sínum. Gerðir keranna í framleiðslu á Dalvík eru nú á milli 20 og 30 en vinsælustu gerðirnar hafa frá upphafi verið 460 lítra ker, 660 lítra og 1000 lítra. Í dag fara um 65% keraframleiðslu Promens Dalvík til fiskiðnaðar en 35% til annarra greina, fyrst og fremst í matvælaframleiðslu. Stöðugildi hjá Promens Dalvík eru nú tæplega 50.

Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs Hugins í Vestmannaeyjum tekur við keri númer 500.001 af Daða Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Promens Dalvík. Með þeim á myndinni eru Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Promens Dalvík og Sævaldur Gunnarsson sölufulltrúi.

Þekking og reynsla í þjónustu og ráðgjöf fyrir matvælaiðnaðinn Fomaco sprautuvélar

Bæjarflöt 4, 112 Reykjavík

www.frjo.is frjo@frjo.is

Sími 567 7860 Fax 567 7863


6|

fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

Aðaleigandi Storms Seafood er framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Nautilus Holdings í Hong Kong

Rekur eitt stærsta sandhverfueldi

Sandhverfan fóðruð í nýrri eldisstöð Nautilus Holdings í Kína. Í stað hefðbundinna hringlaga kera er fiskurinn alinn í nýrri gerð kera sem ná eftir endilöngu húsinu.

Aðaleigandi útgerðarfélagsins Storms Seafood er Íslendingur sem hefur búið í Hong Kong undanfarin ár. Hann hefur staðið að atvinnurekstri í Kína og víðar í Asíu. Félag sem hann stjórnar á og rekur eitt stærsta sandhverfueldi í Kína. Hann segir að 43% eignarhlutur erlendra aðila í Stormi Seafood sé fullkomlega löglegur og ætti ekki að koma ráðamönnum á óvart. KJARTAN STEFÁNSSON kjartan@fiskifrettir.is

Þ

egar ég hóf atvinnurekstur í Kína hélt ég að kerfið þar væri stirt og pólitíkin erfið. Ég er ekki lengur þeirrar skoðunar. Viðskipti í Kína eru hreinn barnaleikur miðað við það sem ég hef kynnst hér heima. Í Kína eru hlutirnir í föstum skorðum og reglur skýrar. Þar gefa málsmetandi menn heldur ekki út harðorðar yfirlýsingar um mál sem þeir hafa ekki kynnt sér. Mjög gott er að fjárfesta og vinna í Kína og ég vona að það sama verði einnig hægt að segja um Ísland,“ segir Steindór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Nautilus Holdings

í Hong Kong og aðaleigandi útgerðarfélagsins Storms Seafood ehf., í samtali við Fiskifréttir. Rætt var við Steindór í framhaldi af þeim styrr sem staðið hefur um Storm Seafood hér á landi eftir að greint var frá því í fréttum að erlendir samstarfsaðilar eiga 43% hlut í útgerðinni í gegnum félögin Austmenn og Skiphól. Kom það mörgum í opna skjöldu. Tækifærin erlendis Steindór hefur búið í Hong Kong síðustu 10 árin og starfað í ýmsum greinum tengdum sjávarútvegi. Sjónum kynntist hann á Patreksfirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann stundaði sjómennsku á unga aldri en segist hafa verið léleg-

ur sjómaður og því snúið sér að bóknámi. Hann innritaðist í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og kláraði það nám 1997. Með skólanum og eftir að námi lauk vann hann hjá Fiskiðjusamlaginu á Húsavík og

Sandhverfan er seld lifandi frá stöðinni og öll framleiðslan er seld í Kína. Hátt verð fæst fyrir sandhverfu á mörkuðum í Asíu en í ljós kom að hvergi fékkst betra verð en í Kína.

Jóhannes Hermannsson, framkvæmdastjóri eldisstöðvarinnar, hugar hér ásamt einum starfsmanni að mælitækjum. Nákvæm tölvuskráning er á öllum þáttum rekstrarins. Iðnstýritölvur sjá til þess að vatnsgæði og hiti séu alltaf innan réttra marka.


fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

di í Kína

fljótt aftur til að ná inn fljótteknum gróða. Mér líkaði það ekki. Ég hef meiri áhuga á rekstri; að kaupa félög í þeim tilgangi að byggja þau upp og reka til langs tíma. Ég fékk með mér lítinn hóp fjárfesta sem er sama sinnis og ég. Þannig varð eignarhaldsfyrirtækið Nautilus Holdings til,“ segir Steindór. Tæknivætt sandhverfueldi í Kína Nautilus Holdings hefur sinnt ýmsum verkefnum í Asíu, aðallega í sjávarútvegi. Eitt af stærri verkefnum þessa stundina er sandhverfueldi í Kína. „Með fyrstu verkefnum okkar var að kaupa litla eldisstöð og við höfum byggt hana upp í það að vera eina af stærstu stöðvum sinnar tegundar í Kína. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi stöð er einnig ein tæknivæddasta stöð í sandhverfueldi í heiminum,“ segir Steindór. Í nýju stöðinni sem byggð var upp er hægt að framleiða um 400 tonn af sandhverfu á ári. Auk þess reka þeir seiðaeldisstöð sem getur framleitt um 3 milljónir seiða á ári. Um 100 manns vinna við sandhverfueldi og groupereldi sem starfrækt er í sömu stöð. Sandhverfan er seld lifandi frá stöðinni og öll framleiðslan er seld í Kína. Steindór segir að hátt verð fáist fyrir sandhverfu á mörkuðum í Asíu en í ljós hafi komið að þeir fengju hvergi betra verð en í Kína. Íslensk þekking nýtt Fram kemur hjá Steindóri að við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar hafi verið flutt inn

gegndi ýmsum öðrum störfum þar til hann réð sig sem sölu- og markaðsstjóra hjá Sæplasti. „Mér fannst tækifærin fyrir framleiðslu Sæplast vera erlendis. Eftir nokkurra mánaða starf og ferðalög erlendis var ég sannfærður um að sölumöguleikar væru bestir í Asíu. Það kostaði baráttu en á endanum var ég sendur til Hong Kong til að koma á fót sölustarfsemi fyrir Sæplast. Á næstu árum byggði ég upp sölukerfi frá Ástralíu til Austur-Rússlands. Þetta voru bráðskemmtileg ár og mikið annríki,“ segir Steindór. Fór að starfa sjálfstætt Í gegnum starf sitt hjá Sæplasti kynntist Steindór vel sjávarútvegi í Asíu. „Ég hafði alltaf löngun til að taka þátt í eigin atvinnurekstri og árið 2004 hætti ég hjá Sæplasti og fór að starfa sjálfstætt. Í fyrstu var hugmyndin að stofna sjóð um fjárfestingar í sjávarútvegi en ég hvarf frá því. Sjóðir hafa alla jafna skammtímasjónarmið að leiðarljósi. Kaupa fyrirtæki og selja

þekking frá Noregi, Danmörk og Íslandi. Framkvæmdastjóri stöðvarinnar er íslenskur, Jóhannes Hermannsson. Þá hafi þeir keypt hrogn fyrir seiðaeldisstöðina meðal annars frá Hafrannsóknastofnuninni til viðbótar við það sem þeir framleiða sjálfir. „Það sem er meðal annars merkilegt við þessa stöð er að hún endurnýtir allt vatn. Hún er því bæði umhverfisvæn og hag-

góðum vexti með jöfnum hita,“ segir Steindór. Samstarfsaðilar í Stormi Seafood Steindór er meðeigandi í sandhverfueldinu en hann tekur fram að eignarhlutur hans sé ekki stór í dag enda seldi hann umtalsvert af sínum hlut í fyrirtækinu þegar hann ákvað að fara til Íslands. Í þessu verkefni hófst samstarf hans við Kadooriefjölskylduna,

Steindór Sigurgeirsson, aðaleigandi útgerðarfélagsins Storms Seafood, fullyrðir að 43% eignarhald erlendra aðila í útgerðinni sé fullkomlega lögleg.  MYND/HARI

kvæm. Kjörhiti í eldinu er 16-17 gráður. Þar sem vatnið er endurnýtt er auðvelt að kæla það með tiltölulega litlum kostnaði. Aðrar eldisstöðvar í Kína, sem háðar eru hitasveiflum í náttúrunni, glíma annaðhvort við sjúkdóma í miklum hitum eða of lítinn vaxtarhraða þegar hitinn lækkar. Við erum lausir við dauðsföll af völdum sjúkdóma og náum

|7

sem er í hópi hluthafa í sandhverfueldinu, en fjölskyldan á með óbeinu eignarhaldi 43% í Stormi Seafood ehf. í gegnum félag í Hong Kong. Reyndar eru þessir samstarfsaðilar Steindórs með breskt ríkisfang en búa í Hong Kong. Steindór nefnir það að fjölskyldan hafi átt Peninsula hótelkeðjuna að stærstum hluta allt frá árinu 1928.

Mér fannst heilbrigðara að taka inn fólk sem hefur sömu framtíðarsýn og ég heldur en að skuldsetja mig og standa uppi með fyrirtæki með lítið eigið fé sem hefði ekki bolmagn til að mæta áföllum. Steindór á 57% í Stormi Seafood. Hann var spurður hvernig það hefði komið til að hann vildi hasla sér völl í útgerð á Íslandi. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á því að taka þátt í útgerð hér á landi. Á síðasta ári fannst mér loks vera lag fyrir nýliðun í sjávarútvegi. Þegar félagar mínir í Nautilus Holdings fundu hvað mér var mikil alvara voru þeir boðnir og búnir að taka þátt í þessu með mér. Mér fannst heilbrigðara að taka inn fólk sem hefur sömu framtíðarsýn og ég heldur en að skuldsetja mig og standa uppi með fyrirtæki með lítið eigið fé sem hefði


8|

fiskifréttir

ekki bolmagn til að mæta áföllum,“ segir Steindór. Stefnt að meðalstórri útgerð Steindór segir að markmið hans sé að stofna lítið eða meðalstórt útgerðarfélag með um það bil 2-3 þúsund tonna kvóta. Stormur Seafood keypti sitt fyrsta skip og kvóta í júní í fyrra og gerir nú út tvö skip: dragnótabátinn Storm KE og Blíðu KE sem veiðir makríl á handfæri. Kvóti á þess-

Löggjafinn á frekar að einbeita sér að því að vernda okkur fyrir fólki með skammtímasjónarmið, sem er í leit að skyndigróða, fólki sem skilur eftir sig sviðna jörð, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar.

um skipum er 1.200 tonn. Steindór segir að þeir séu tilbúnir að kaupa meiri kvóta ef hann býðst eða sameinast öðru útgerðarfyrirtæki til að ná heppilegri stærð. Auk úthlutaðra aflaheimilda hefur Stormur KE leigt nokkur hundruð tonn til sín. Rekstur útgerðarinnar gengur mjög vel að sögn Steindórs. „Mega eiga beint og óbeint 49%“ Eignarhald erlendu aðilanna í Stormi Seafood hefur að vonum vakið athygli og gagnrýni því samkvæmt lögum mega erlendir aðilar ekki eiga meira en 25% beina aðild í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Flestir hafa talið að lögin heimiluðu ekki annað. Steindór segir að hann hafi sjálfur staðið í þeirri trú í fyrstu enda hafi hann þá ekki kynnt

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

sér lög um þetta efni sérstaklega. En eftir að hann hafi lesið lögin gaumgæfilega og gluggað í ræður, sem fluttar voru á Alþingi þegar lögin voru samþykkt árið 1996, hafi hann komist að því að ekkert sé því til fyrirstöðu að erlendir aðilar megi eiga samanlagt allt að 49%, þ.e. bæði með beinni og óbeinni eignaraðild. Var alltaf vitað Steindór var spurður hvort hann væri ekki í raun og veru að nýta sér smugur og fara þannig á svig við lögin. „Ég lít ekki svo á. Í ræðum sem þingmenn fluttu um málið þegar það var til umfjöllunar var einmitt bent á að sú leið sem ég fór væri fær. Þetta var því vitað þegar lögin voru samþykkt. Margir þingmenn sem þá sátu á Alþingi eru á þingi enn í dag. Í þeirra hópi eru menn sem láta í ljós undrun sína nú. Mér finnst viðbrögð þeirra skrítin. Voru þessir menn sofandi í vinnu sinni eða vilja þeir ekki taka ábyrgð á gerðum sínum?“ segir Steindór. Hann bætir því við að í aðdraganda að stofnun Storms Seafood ehf. hafi hann einnig átt samskipti við fjölmarga innlenda aðila, meðal annars í stjórnkerfinu, og að hann hafi ekki fengið önnur viðbrögð en þau að 43% erlent eignarhald í Stormi Seafood væri fullkomlega löglegt. Mestu máli skiptir að fá fjárfesta með langtímasjónarmið Steindór segir að þrátt fyrir neikvæða umræðu hyggist hann halda sínu striki. Hann tekur fram að hann telji mestu máli skipta fyrir íslenskan sjávarútveg eða hvaða atvinnustarfsemi sem er að fá góða fjárfesta sem hafi það að markmiði að byggja upp fyrirtæki. „Löggjafinn á frekar að einbeita sér að því að vernda okkur fyrir fólki með skammtímasjónarmið, sem er í leit að skyndigróða, fólki sem skilur eftir sig sviðna jörð, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Mér finnst mikill misskilningur að Íslendingar þurfi að óttast erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi upp að ákveðnu marki. Hún getur auðvitað verið af hinu góða. Við eigum að taka vel á móti erlendum fjárfestum sem koma inn með fjármagn með það í huga að byggja hér upp til langs tíma,“ segir Steindór Sigurgeirsson.

Á árinu 1999 var útflutningsverðmæti þorskafurða nærri tvöfalt meira en verðmæti útflutts áls. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er verðmæti áls hins vegar meira en útflutningsverðmæti allra sjávarafurða.  MYND/TRYGGVI SVEINSSON

Ál og sjávarafurðir með 80% af útflutningsverðmætinu

Álið skákar fiskinum Vægi sjávarafurða sem hlutfall af vöruútflutningi landsmanna hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Lengi vel skilaði sjávarútvegurinn 80-90% af verðmæti vöruútflutnings frá Íslandi en það hlutfall hefur lækkað seinni árin. Árið 1999 var það komið niður í 67% en á fyrri hluta ársins 2010 nam útflutningur sjávarafurða 38% af verðmæti vöruútflutnings samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Samanlagt skila fiskurinn og álið nú um 80% af útflutningsverðmæti Íslendinga. Hlutfall sjávarafurða hefur aðallega minnkað vegna þess að vöxtur hefur verið mikill í öðrum útflutningsgreinum, einkum og sér í lagi útflutningi á áli sem hefur margfaldast. Söguleg þáttaskil 2008 Á árinu 1999 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 98 milljarða króna, þar af nam útflutningur á þorski 42 milljörðum. Útflutningsverðmæti áls var hins vegar 23 milljarðar það ár. Þorskurinn einn og sér skilaði því nánast tvöfalt meiri útflutningstekjum en álið. Árið 2006 skákaði álið þorskinum og árið 2008 urðu söguleg tíðindi þegar álið gaf í fyrsta sinn meiri útflutningstekjur en allur íslenskur sjávarútvegur. Þessi þróun sner-

ist við árið 2009 og fiskafurðir voru á ný í fyrsta sæti. Ástæðan var aðallega lækkandi verð á áli á heimsmarkaði. Í ár siglir álið hraðbyri fram úr fiskinum. Á fyrstu sex mánuðum

urða og áls á tímabilinu 1999 fram á mitt ár 2010. Tölur eru á verðlagi hvers ár. Skýringarmyndin sem sýnir hlutdeild sjávarafurða og áls í vöruútflutningi gefur ef til vill betri

Vöruútflutningur 1999-2010 Fob verð milljarðar króna Útflutningur alls Sjávarafurðir Þorskur Ál 1999 145 98 42 23 2000  149 94 41 28 2001  197 122 51 39 2002  204 129 49 39 2003  183 114 44 34 2004  202 122 48 36 2005  194 110 42 36 2006  243 124 48 57 2007  305 128 50 80 2008  467 171 60 182 2009 501 209 76 171 2010* 277 107 114 *Jan-júní 2010. Heimild: Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands ársins var útflutningur sjávarafurða 107 milljarðar króna (38,5%) en álið skilaði 114 milljörðum á sama tíma (41%). Brúttótölur Meðfylgjandi er tafla sem sýnir útflutningsverðmæti sjávaraf-

mynd af þróuninni. Hér er að sjálfsögðu verið að bera saman brúttótölur. Þær segja ekki til um hreinar gjaldeyristekjur sem þessar útflutningsgreinar skapa. »» kjartan@fiskifrettir.is

Hlutdeild sjávarafurða og áls í vöruútflutningi 1999-2010 100 %

17,0%

20,4%

Annað 80

60

15,6%

41,1%

Ál

67,4%

40

38,5%

Sjávarafurðir 20

Hluti af athafnasvæði eldisstöðvarinnar. Stöðin er í Suður-Kína, ekki langt frá Hong Kong. Um 130 milljóna manna markaður er innan þriggja klukkustunda aksturs frá stöðinni.

0

’99

Heimild: Hagstofa Íslands

2000

’01

’02

’03

’04

’05

’06

’07

’08

’09

’10* *Janúar-júní 2010


fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

|9

Genís rannsakar græðandi virkni kítinefna sem unnin eru úr rækju

Efni úr rækju eyðir bólgum Rannsókna- og þróunarverkefni Genís ehf. á kítinefnum sem unnin eru úr rækjuskel lofa góðu. Verkefnin felast í nýtingu kítinefna í beinskurðlækningum og gegn bólgu- og hrörnunarsjúkdómum. VILMUNDUR HANSEN vilmundur@fiskifrettir.is

G

enís ehf. er upphaflega sprottið úr sjávarútvegi því fyrirtækið var áður þróunardeild Prímex en það fyrirtæki vinnur kítin og kítinsameindir úr rækjuskel. Prímex er rekið í nánu samstarfi við Ramma hf. á Siglufirði. Árið 2005 var þróunardeildin keypt út úr Prímex með ákveðnum verkefnum. Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri Genís, segir að verkefnin sem fylgdu með í kaupunum hafi snúið að heilbrigðisiðnaðinum.

Náið samstarf við HÍ og LSH „Verkefnin sem keypt voru út úr Prímex áttu það sameiginlegt að hafa að markmiði að þróa og rannsaka ákveðnar gerðir af sameindum sem hægt er að vinna úr kítini. Sameindirnar sem um ræðir hafa lífvirkni sem hægt er að nýta í meðferð bólgusjúkdóma og við beinaskurðlækningar. Starfsmenn félagsins eru þrír en við vinnum í afmörkuðum verkefnum í nánu samstarfi við fjölda innlendra vísindamanna. Efnin sem við þróum og rannsökum eru annars vegar bólgueyðandi efni, sem gefin eru í töfluformi, frásogast í þörmunum og dreifast út um líkamann. Þar virðast þau hjálpa við að lægja bólgur og endurhæfa skaddaða vefi. Hins vegar erum við í samstarfi við hóp lækna í vöruþróunarverkefni er lýtur að beinskurðlækningum. Tilraunir sýna að það er hægt að nota efni sem unnin eru úr kítini til að örva græðingarmátt í beinum,” segir Jóhannes. Kítinið unnið úr rækju Kítin er efni sem kom snemma í þróunarferli lífvera. Það er þekkt sem byggingarefni í frumuveggjum sveppa auk þess sem efnið er þekkt sem byggingarefni í ytri stoðgrind skordýra og krabbadýra. Jóhannes segir sterkar vísbendingar um að kítinafleiður eins og þær sem þeir vinna með hjá Genís taki þátt í nýmyndun vefja á fósturstigi dýra. „Í líkama okkar eru prótein sem

Jóhannes Gíslason framkvæmdastjóri Genís.  gegna mikilvægu hlutverki í nýmyndun vefja á fósturstigi og hafa sérhæfða kítínbindieiginleika. Niðurstöður rann-

„Við erum þegar búin að þróa fyrstu frumgerð að beinfylliefni og erum að bera þá vöru saman við sambærilega vöru sem þegar er á markaði.“ sókna sem birtar hafa verið á síðustu 10-15 árum sýna að þessi prótein eru virkir þátttakendur í sjúkdómsferli algengustu bólgu- og hrörnunarsjúkdóma sem hrjá mannkynið. Við teljum að þessi efni séu líklegir viðtakar fyrir lífvirkar kítínafleiður og þar með lykillinn að jákvæðum áhrifum þeirra í sjúkdómum sem stafa

m.a. af undirliggjandi bólgu og örvefsmyndun. Þrátt fyrir að hægt sé að vinna kítin úr sveppum, skordýrum og krabbadýrum þá er skel krabbadýra mest notuð og líklega er rækjuskel algengasta hráefnið til kítínvinnslu í heiminum í dag.“ Rekið með hlutafé og styrkjum Genís er rannsóknafyrirtæki og sem stendur aflar það ekki tekna með sölu afurða. Jóhannes segir breytilegt milli ára og verkefnum hversu hár rekstrarkostnaður félagsins hefur verið. „Ég gæti trúað að reksturinn hafi að jafnaði kostað ríflega 50 milljónir króna á ári. Bróðurparturinn af því er hlutafé en við fáum einnig umtalsvert rekstrarfé í formi styrkja, aðallega úr Tækniþróunarsjóði en einnig öðrum smærri sjóðum.“ Hluthafar Genís ehf. eru Hólshyrna ehf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

MYND/VILMUNDUR HANSEN

þróa fyrstu frumgerð að beinfylliefni og erum að bera þá vöru saman við sambærilega vöru sem þegar er á markaði. Þessar rannsóknir fara fram í kindum og eru framkvæmdar á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, í samstarfi við skurðlækna og svæfingalækna við LSH. Niðurstöður úr þessum samanburðarrannsóknum eru væntanlegar í lok þessa mánaðar. Einnig erum við að skoða langtíma áhrif efnisins og er þeirra niðurstaðna að vænta

á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi næsta árs. Klínískar tilraunir með kítínafleiður til inntöku í mönnum eru í undirbúningi og munu væntanlega fara af stað í lok sumars. Á grundvelli niðurstaðna úr þessum verkefnum verður tekin ákvörðun um næstu skref, sem væntanlega munu snúa að kynningum og viðræðum við markaðsfyrirtæki sem við teljum líkleg og vænleg til samstarfs í framtíðinni,“ segir Jóhannes.

Mikilvægar niðurstöður væntanlegar „Verkefni okkar skiptast í tvo flokka, annarsvegar vinnum við með efni sem eru ætluð til beinaskurðlækninga og hafa græðandi áhrif í sködduðum beinvef og hinsvegar vinnum við að þróun efna sem hægt er að nota til inntöku gegn hrörnunar- og slitsjúkdómum sem að einhverju “Tilraunir sýna að það er hægt að nota efni sem unnin eru úr kítini til að örva leyti stafa af bólgum. græðingarmátt í beinum.” Við erum þegar búin að


10 |

fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

AFLABRÖGÐIN [Vikan 31.07.10 - 07.08.10] Vestmannaeyjar Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Huginn VE 531 Tro Makrí 1 Sighvatur Bj VE 1428 Tro Síld 1 Kap VE 1067 Tro Síld 1 Brynjólfur VE 13 Tro Humar 1 Vestmannaey VE 19 Tro Ufsi 1 Bergey VE 27 Tro Ufsi 1 Kristbjörg VE 5 Tro Humar 1 Smáey VE 25 Tro Ufsi 1 Drangavík VE 8 Tro Humar 1 Frú Magnhild VE 1 Net Skata 1 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Dolli í Sjón VE 0.3 Han Ufsi 1 Smábátaafli alls: 0.5 Samtals afli: 3124.5

Þorlákshöfn Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Skinney SF 21 Tro Karfi 1 Arnar ÁR 7 Tro Humar 1 Ársæll ÁR 1 Tro Humar 2 Jóhanna ÁR 7 Tro Humar 1 Skálafell ÁR 12 Tro Humar 2 Sæfari ÁR 9 Tro Humar 1 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sæunn Sæmund ÁR 1 2.1 Lín Langa 4 Máni II ÁR 2.1 Net Skötu 1

Smábátaafli alls: 14.2 Samtals afli: 71.2

Grindavík Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hrafn Sveinb GK 144 Tro Ufsi 1 Aníta KE 3 Han Ufsi 1 Þórir SF 42 Tro Karfi 2 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Guðrún KE 3.0 Han Ufsi 1

Smábátaafli alls: 5.7 Samtals afli: 194.7

Sandgerði Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Baddý GK 2.1 Lín Keila Ragnar Alfre Gk 1.2 Han Ufsi Samtals afli: 6.1

NÝ HÖFN Í HÓPINU »» Árið 1939 var grafinn skurður inn í Hópið þar sem í dag er Grindavíkurhöfn. Þessi mynd er tekin árið 1955 og sýnir að tvær bryggjur hafa verið byggðar og eru þær báðar í bátar liggja í höfn í ágústmánuði en norðanbræla er úti á sjó þótt sól og blíða sé í landi. Myndin var upphaflega svart/hvít en hefur verið lituð. Svona myndir voru víða til í Hannes Pálsson tók, og upplýsingar um hana er að finna á sýningu Þorbjarnar hf. í Grindavík á gömlum myndum í eigu fyrirtækisins.

Ísak AK

1.8

Skö

Skötu 2

Tálknafjörður

Ebbi AK

1.1

Net

Þorsk

1

Flugaldan ST

0.8

Lín

Lúða

1

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Smábátaafli alls: 4.3

Þórshani BA 0.7 Samtals afli: 1.1

Samtals afli: 439.3

Arnarstapi

Þingeyri

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

1 1

Reynir Þór SH

2.0

Skö

Skötu

1

Hítará SH

0.8

Han

Ufsi

1

Samtals afli: 5.4

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Stafnes KE 7 Net Ufsi 1 Maron GK 1 Net Þorsk 3 Blíða KE 9 Han Makrí 1 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Happasæll KE 4.0 Net Þorsk 4 Víkingur KE 0.2 Han Ufsi 1

Smábátaafli alls: 4.1 Samtals afli: 21.1

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Sægrímur GK

9

Skö

Skötu

1

2

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Rakel ÍS 1.5 Samtals afli: 2.2

Han

Þorsk

3

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Bobby 16 ÍS 0.3 Sjó Samtals afli: 1.1

Þorsk

1

Smábátaafli alls: 0.0

Samtals afli: 9.0

Suðureyri

Ólafsvík

Kristinn ll SH

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Valgerður BA Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

5

Lín

Þorsk

3

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Þór HF 416 Tro Djúpk 1 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Ársæll Sigur HF 1.7 Net Ýsa 3

Þorsk

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Ásta GK

Hafnarfjörður

Sjó

Flateyri

Rif

Keflavík

Drangsnes Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Lín

Ýsa

3

9.0

Skö

Skötu 3

Dra

Ýsa

3

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Gestur Krist ÍS

17.4

Lín

Ýsa

7

0.7

Sjó

Þorsk

2

Bobby 2 ÍS

11.1

Bárður SH

10

Smábátaafli alls: 46.9

Samtals afli: 56.9

Smábátaafli alls: 29.5

Bolungarvík

Samtals afli: 34.5

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Smábátaafli alls: 1.7 Samtals afli: 417.7

Grundarfjörður

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Sirrý ÍS

38.9

Lín

Ýsa

6

Glær KÓ

3.8

Han

Þorsk

2

Kópavogur

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Hávella ÍS

1.4

Sjó

Þorsk 4

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Gísli KÓ 0.8 Lín Ýsa 1 Samtals afli: 0.8

Þorleifur SH

Mars HF

1.1

Skö

Skötu 2

Þorvarður Lá SH

Reykjavík Guðmundur í RE Þerney RE Venus HF Ásbjörn RE Sturlaugur H AK Steinunn SF Helga RE

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

3 249 142 127 106 33 51 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 711.0

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Tro Tro Tro Tro Tro Tro Tro

Makrí Þorsk Ufsi Þorsk Karfi Ufsi Þorsk

1 1 1 1 1 1 1

4 2.1

Tro Han

Ýsa Þorsk

1 2

Samtals afli: 175.7

Smábátaafli alls: 3.1

Ísafjörður

Aldan ÍS

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

5.4

Grá

Grásl

4

Samtals afli: 15.4

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Ísöld BA

2.8

Grá

Grásl

4

Tjaldur BA

1.0

Han

Þorsk

2

Samtals afli: 9.1

Akranes Ottó N. Þorl RE

235

Tro

Makrí 1

Ásbjörn RE

182

Tro

Makrí 1

Hannes André SH 18

Pló

Sæbjú 2

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Birta BA Samtals afli: 10.2

Ýsa

1

Lúkas ÍS

17.7

Lín

Ýsa

5

Smábátaafli alls: 17.7

4.7

2

Hólmavík

Frosti ÞH 14 Tro Grálú Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Hlökk ST 6.8 Lín Ýsa Kópnes ST 0.4 Han Þorsk Smábátaafli alls: 11.0 Samtals afli: 25.0

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Kjói ÍS

2.0

Sjó

Þorsk

6

Samtals afli: 4.6

Han

Ufsi

1

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Sædís ST Samtals afli: 4.5

1.8

Han

2

Rækja 1

Raggi Gísla SI 1.0 Viggó SI 0.7 Smábátaafli alls: 108.7 Samtals afli: 192.7

Han Net

Þorsk Þorsk

1 2 1

5 1 3

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Mánaberg ÓF 307 Tro Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Helgi Hrafn ÓF 1.3 Han Ufsi Smábátaafli alls: 3.6 Samtals afli: 310.6

1 1

Grímsey

Hafborg EA 1 Dra Koli Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Kolbeinsey EA 9.8 Han Ufsi Smábátaafli alls: 11.1 Samtals afli: 12.1

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Harpa HU 6 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 6.0

Dra

Ýsa

2

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

1 3

Skagaströnd

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Stefán HU 7 Dra Hafrún HU 8 Dra Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Guðmundur á GK 19.5 Lín Alda HU 7.4 Han Dagrún ST 6.6 Net Smábátaafli alls: 59.5 Samtals afli: 74.5

Ýsa Ýsa

3 2

Ýsa Þorsk Þorsk

3 2 1

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hera ÞH 9* Dra Þorleifur EA 24 Dra Sæbjörg EA 18 Dra Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Gammur SK 0.7 Net Smábátaafli alls: 0.7 Samtals afli: 51.7

Ýsa Ýsa Ýsa

2 4 4

Koli

2

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

4 3

Siglufjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

31 42

Tro Tro

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Kópur EA 0.3 Han Þorsk 1 Samtals afli: 0.3

Húsavík Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sigrún Hrönn ÞH 9.3 Lín Ýsa 3 Samtals afli: 14.0

Raufarhöfn

Eiður ÓF 54* Dra Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Geisli SK 7.7 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 10.2 Samtals afli: 64.2

Múlaberg SI Bylgja VE

Dalvík Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sæþór EA 7.9 Net Þorsk 3 Bliki EA 5.8 Lín Ýsa 3 Bjarmi EA 1.0 Han Þorsk 1 Samtals afli: 15.6

Árskógssandur

Sauðárkrókur

Þorsk

Tro

Hvammstangi

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

11

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Þórkatla GK 31.6 Lín Þorsk

Ólafsfjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hofsós

Súðavík

3

Norðurfjörður

Patreksfjörður

Dra

Samtals afli: 20.7

Brjánslækur

3*

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri

Fjóla SH

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Siglunes SI Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

13 Dra Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Siggi Afi HU 5.2 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 12.1 Samtals afli: 25.1

Samtals afli: 7.1

Stykkishólmur

Grímsey ST

Rækja 1 Rækja 1

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Víkingur ÞH 1.2 Han Þorsk 2 Kristinn ÞH 0.8 Lín Ýsa 1 Samtals afli: 2.0

Þórshöfn Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Þorsteinn ÞH 1051 Tro Síld 1 Júpíter ÞH 764 Tro Síld 1 Álsey VE 1144 Tro Síld 1 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 2959.0


fiskifréttir

Fimmtudagur 12. Ágúst 2010

| 11

Aflahæstu skip í júlímánuði

Makrílæði rann á landann GÍSLI REYNISSON

M

notkun enn þann dag í dag. ReknetaGrindavík á árum áður. Myndina, sem

Bakkafjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Freydís NS 1.4 Lín Ýsa 1 Samtals afli: 1.4

Borgarfjörður Eystri Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Högni NS 6.8 Lín Þorsk 3 Teista NS 3.7 Han Þorsk 3 Samtals afli: 21.7

Neskaupstaður

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Vilhelm Þors EA 1021 Tro Hákon EA 1185 Tro Beitir NK 1728 Tro Bjarni Ólafs AK 905 Tro Börkur NK 2261 Tro Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Auður Véstei GK 7.3 Lín Smábátaafli alls: 7.3 Samtals afli: 7107.3

Makrí Makrí Síld Makrí Síld

1 1 1 2 2

Þorsk

1

Fáskrúðsfjörður

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Litli Tindur SU 6.5 Lín Elva Björg SU 1.4 Han Samtals afli: 8.4

Stein 4 Þorsk 1

Stöðvarfjörður

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Daðey GK 26.2 Lín Vaka SU 1.7 Han Samtals afli: 65.0

Stein Þorsk

3 1

Djúpivogur

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Benni SF 20.8 Lín Magga SU 4.4 Han Samtals afli: 40.7

Stein 4 Þorsk 4

Hornafjörður

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sævar SF 4.9 Han Smábátaafli alls: 11.9 Samtals afli: 11.9

Ufsi

2

Skarðsstöð

Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir

Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Stjarnan DA 1.4 Grá Samtals afli: 2.3

Grásl

5

akrílæði rann á landann í júlí. Makrílinn veiddist svo til í öllum höfnum landsins og mörg ný skip reyndu fyrir sér á honum. Hringur SH og Helgi SH veiddu saman. Vestmannaey VE og Bergey VE saman, Dala Rafn VE var einn, og Stefnir ÍS og Páll Pálsson ÍS fóru saman. Sturlaugur H Böðvarsson AK var hæstur togaranna en um 250 tonn af aflanum hjá honum var makríll og síld. Reyndar voru tveir efstu togararnir, hann og Ásbjörn RE, með um 300 tonna meiri afla heldur en næsti togari. Ljósafell SU var með 217 tonn af makríl í einni löndun. Makríllinn kom sem meðafli hjá mörgum færabátanna og voru 3 bátar beinlínis á handfæraveiðum á makríl. Sæhamar SH var með 11 tonn í 9 róðrum. Siggi Bessa SF 24 tonn í 9 róðrum og Blíða KE 81 tonn í 12 róðrum og komst mest í 14 tonn í einni löndun. Veiðar smábáta daprar Veiðar smábáta yfir 10 BT voru ansi daprar og þarf að fara nokkur ár aftur í tímann til þess að finna jafnlélegan mánuð. Reyndar voru ekki margir bátar sem reru á línu, því nokkrir bátar í þessum flokki voru á handfæraveiðum sem og á grásleppu. Einungis 3 bátar náðu yfir 100 tonnin, allt bátar frá Bolungarvík. Athygli vekur að einungis 2 bátar komust yfir 9 tonn í einni löndun og var handfærabáturinn Ragnar Alfreðs GK annar þeirra. Ragnar Alfreðs GK var með 34,5 tonn í 7 róðrum. Afli dragnótabáta var nokkuð góður sérstaklega frá Norðurlandinu en þar réru þeir hvað mest. Til dæmis fór Hafrún HU í 18 róðra. Eiður ÓF komst þrisvar yfir 10 tonn í róðri. Sæbjörg EA komst í 14 tonn eftir einn róður. Svo til allir bátarnir frá Snæfellsnesinu og Suðurnesjunum hafa stoppað vegna sumarleyfa og kvótaleysis. Erling KE og Stafnes KE voru að eltast við ufsann og gekk þokkalega. Fjóla SH 7 var á grásleppuveiðum, sem og Bjössi RE og Anna SH. Skúli ST var hæstur smábáta undir 10 BT en var þó ekki nema um 463 kílóum ofar en Kolbeinsey EA. Enginn strandveiðibátur komst á listann enda fóru þeir mest í 7 róðra. Manni ÞH var með 14 tonn í 7 róðrum og var einn af örfáum bátum norðaustanlands sem ekki réri

Fiskar í kari. á strandveiðum. Hítará SH fékk 11 tonn í 9 róðrum og var hæstur SH-bátanna enda ekki á strandveiðunum. Sighvatur GK var hæstur línubátanna og ef til vill kærkomið. Kristín ÞH komst yfir 100 tonn í einni löndun. Þorlákur ÍS komst yfir 60 tonn í einni löndun og er það ein af stærri löndunum bátsins. Ásta GK var með 14 tonn

Veiðar smábáta yfir 10 BT voru ansi daprar og þarf að fara nokkur ár aftur í tímann til þess að finna jafnlélegan mánuð. í 8 róðrum. Maron GK var á lúðuveiðum og var með 12 tonn í 4 róðrum. Surprice HF var með 3 tonn af lúðu í einni löndun. Rækjuveiðar gengu vel Rækjuveiðar gengu vel. Frystitogarinn Brimnes RE var reyndar hæstur. Sigurborg SH var hæst ísrækjubátanna og er Sigurborg SH komin yfir 800 tonn af rækju frá áramótum. Ísborg ÍS, Siglu-

MYND/ALFONS FINNSSON

nes SI og Grímsnes GK komust allir um og yfir 20 tonn í einni löndun. Frystitogararnir eru merktir (FR) í töflunni til aðgreiningar. Frekar jafnt er með humarbátunum og samkvæmt

www.aflafrettir.com þá er Jón á Hofi ÁR hæstur með 172 tonn af humri. Þórir SF er með 162 tonn. Brynjólfur VE, Skinney SF og Fróði II ÁR eru allir með um 152 til 153 tonn af humri miðað við óslitið.

Aflahæstu skip og bátar í júlí 2010 (í tonnum miðað við afla upp úr sjó) Troll 1 Steinunn SF 2 Vestmannaey VE 3 Smáey VE 4 Bergey VE 5 Frár VE 6 Helga RE 7 Stígandi VE 8 Hringur SH 9 Dala Rafn VE 10 Helgi SH

Afli Róðrar Mest 370.8 6 79.6 355.8 8 98.6 276.7 5 70.6 253.1 6 71.8 227.5 4 70.7 207.6 4 72.1 196.2 5 45.7 171.1 4 52.8 124.7 4 25.6 123.9 4 54.5

Línubátar 1 Sighvatur GK 2 Fjölnir SU 3 Kristín ÞH 4 Jóhanna Gíslad. ÍS 5 Páll Jónsson GK 6 Kristrún RE 7 Þorlákur ÍS 8 Sturla GK 9 Valdimar GK 10 Tómas Þorvalds. GK

Afli Róðrar Mest 376.1 5 99.1 324.1 5 81.2 315.9 4 100.2 279.3 4 73.2 259.3 4 79.8 162.2 4 55.5 141.1 3 60.1 121.8 2 68.5 108.2 2 69.8 76.3 2 42.5

Dragnótabátar 1 Geir ÞH 2 Eiður ÓF 3 Egill ÍS 4 Hvanney SF 5 Hafrún HU 6 Valgerður BA 7 Aldan ÍS 8 Þorleifur EA 9 Sólborg RE 10 Sæbjörg EA 11 Hera ÞH 12 Egill SH 13 Stormur KE 14 Askur GK 15 Sigurfari GK

Afli Róðrar Mest 150.6 12 25.7 81.3 12 10.7 78.7 16 10.6 74.1 5 30.1 72.2 18 7.6 72.1 9 14.2 63.6 12 9.6 58.3 12 8.9 56.6 3 22.1 52.7 12 12.7 46.1 8 8.4 42.1 6 10.5 35.3 4 20.9 30.3 8 8.1 30.1 2 18.1

Smábátar yfir 10BT (10+) Afli Róðrar Mest 1 Sirrý ÍS 115.6 27 7.7 2 Hrólfur Einarsson ÍS 109.2 27 8.3 3 Einar Hálfdáns ÍS 101.7 23 6.2 4 Guðmundur Einars. ÍS 94.5 23 9.7 5 Óli á Stað GK 86.5 20 7.0 6 Þórkatla GK 77.1 16 7.6 7 Háey II ÞH 74.3 15 7.1 8 Kristján ÍS 72.6 20 6.4 9 Gestur Kristinsson ÍS 71.4 21 6.5 10 Vilborg GK 69.3 18 5.4 11 Auður Vésteins GK 68.4 17 5.9 62.1 18 5.9 12 Lúkas ÍS 13 Jonni SI 56.3 20 3.3

14 Hópsnes GK 15 Siggi Bjartar ÍS

55.5 52.7

12 19

7.1 4.2

Smábátar undir 10BT 1 Skúli ST lína 2 Kolbeinsey EA færi 3 Berti G ÍS lína 4 Magga SU færi 5 Sævar SF færi 6 Geisli SK færi 7 Eydís EA færi 8 Hlöddi VE færi 9 Finni EA lína 10 Norðurljós ÍS færi 11 Emilý SU færi 12 Már SU færi 13 Kristján ÍS færi 14 Manni ÞH færi 15 Helgi Hrafn ÓF færi

Afli Róðrar Mest 41.8 13 4.3 41.4 15 3.6 34.5 17 2.5 25.9 14 2.6 25.6 10 5.2 25.4 15 3.2 24.9 8 6.6 23.5 8 5.3 21.6 10 2.9 20.6 6 5.8 18.1 7 3.6 15.8 11 2.5 14.3 7 5.5 14.3 7 2.6 13.6 10 2.4

Ísfiskstogarar 1 Sturl. H Böðv. AK 2 Ásbjörn RE 3 Suðurey VE 4 Ljósafell SU 5 Gullberg VE 6 Ottó N Þorláksson RE 7 Bjartur NK 8 Bergur VE 9 Björgúlfur EA 10 Jón Vídalín VE

Afli Róðrar 768.9 6 686.3 4 362.1 7 337.7 3 326.1 5 316.4 2 291.8 3 272.8 5 246.8 2 220.2 3

Mest 145.6 160.1 90.6 217.6 88.6 180.5 104.6 92.9 124.1 88.8

Netabátar 1 Erling KE 2 Stafnes KE 3 Bárður SH 4 Hafursey VE 5 Fjóla SH 7 6 Reynir Þór SH 7 Sægrímur GK 8 Sæþór EA 9 Anna SH 10 Bjössi RE

Afli Róðrar Mest 154.3 8 27.6 49.2 9 10.6 31.3 10 5.7 24.8 3 14.3 20.1 19 3.6 17.2 6 3.4 14.8 3 5.3 14.2 5 3.6 13.4 14 1.9 13.3 8 2.5

Rækjuskip 1 Brimnes RE (FR) 2 Sigurborg SH 3 Gunnbjörn ÍS 4 Múlaberg SI 5 Siglunes SI 6 Ísborg ÍS 7 Frosti ÞH (FR) 8 Grímsnes GK 9 Eyborg EA (FR) 10 Valbjörn ÍS

Afli Róðrar Mest 251.2 1 251.1 130.3 4 36.6 103.7 4 35.3 95.8 4 27.1 93.9 6 19.5 92.5 5 24.2 80.7 1 80.7 69.6 4 20.8 49.2 1 49.1 33.1 4 14.6

(Samantekt: Gísli Reynisson: byggt á tölum Fiskistofu).


FJÖLBREYTT ÚRVAL ÞENSLUTENGJA LÆKKAÐ VERÐ Vagnhöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 567 2800 • 567 2806 Netfang: mdvelar@mdvelar.is • www.mdvelar.is

www.vb.is/www.skip.is

Axial compression

(-

Angular offset (+)

(-)

Latera l o ffset ( +)

(-)

A x ial elo ng ation ( +)

(-)

Átján hæstu strandveiðibátarnir fyrir norðan og austan

Lundey ÞH veiddi mest Lundey ÞH frá Húsavík er aflahæst strandveiðibáta í ár með heildarafla upp á rúm 35 tonn. Jaki EA frá Dalvík er í öðru sæti með tæpt 31 tonn og Sjöfn EA frá Grenivík í því þriðja með 30 tonn. Alls voru 738 bátar skráðir á strandveiðar í sumar og nam heildarveiði þeirra 6336 tonnum Aflahæsti strandveiðibáturinn í þorski var hins vegar Nonni HU frá Blönduósi með tæp 26 tonn. Í öðru sæti er annar bátur frá Blönduósi, Húni HU, með um 22 tonn af þorski. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru átján aflahæstu standveiðibátarnir á þessu ári á svæðum B og C, þ.e. fyrir norðan og austan land. Didda SH frá Ólafsvík er efst báta á svæði A með 21,5 tonn alls en Uggi SF frá Hornafirði er hæstur á svæði D með tæp 19 tonn. Átta milljónir í aflaverðmæti Árni Björn Kristbjörnsson, skipstjóri á Lundey ÞH, segir í samtali við Fiskifréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel í sumar. ,,Við höfum verið tveir á bátnum og rérum í tæpa þrjátíu dag. Í upphafi sumars voru fáir bátar á strandveiðunum á C svæðinu og mér skilst að það hafi verið lélegt fiskirí fyrir austan og

336 tonn umfram

»

Alls var landað 6336 tonnum á tímabilinu sem eru 336 tonn fram yfir leyfilegan afla við strandveiðar. Samtals veiddust ríflega 5028 tonn af þorski og tæplega 1183 tonn af ufsa á veiðitímabilinu. Fjöldi báta sem landaði á einstökum svæðum var: 237 á svæði A, 164 á svæði B, 156 á svæði C og 181 á svæði D. Meðalveiði í róðri var 551 kíló. Meðalveiði í róðri á hverju svæði var 649 kíló á svæði A, 530 kíló á svæði B, 521 kíló á svæði C og 478 kíló á svæði D. »» vilmundur@fiskifrettir.is

Strandveiðimennirnir á Lundey ÞH. Kristbjörn Þór Jónsson er til vinstri og skipstjórinn, Árni Björn Kristbjörnsson, til hægri. ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að við erum hæstir. Lundey náði tiltölulega mörgum dögum í maí og júní en þeir voru færri í júlí og ágúst enda fleiri komnir á veiðarnar. Tíðarfarið í sum-

ar var líka gott og við gátum því farið oft út. Við héldum okkur aðallega á Skjálfanda og við Mánáreyjarhrygg sem liggur norður af Tjörnesi og fiskurinn sem við

Efstu strandveiðibátar Bátur Lundey Jaki Sjöfn Nonni Sæborg Einir Laugi Elín Konráð Hólmi Galti Húni Aron Orri Jón Jak Straumur Guðborg Guðný Didda Sæborg

Kíló 35,124 30,751 29,705 27,805 27,287 26,280 25,788 25,696 25,679 25,446 25,401 25,283 24,117 22,426 22,293 22,267 22,254 21,701 21,534 20,892

Heimahöfn Húsavík Dalvík Grenivík Blönduós Húsavík Stöðvarfjörður Húsavík Grenivík Grímsey Þórshöfn Húsavík Blönduós Húsavík Djúpivogur Húsavík Dalvík Vopnafjörður Djúpivogur Ólafsvík Breiðdalsvík

að hluta til í föstum viðskiptum og aflaverðmætið eftir sumarið var um átta milljónir króna,” segir Árni. »» vilmundur@fiskifrettir.is

Efstu strandveiðibátar í þorski

- Heildarveiði

Röð 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.

fengum var ágætur. Fljótt á litið sýnist mér að aflinn skiptist jafnt milli þorsks og ufsa en við fengum lítið af öðrum fiski. Við lönduðum á Húsavík. Þorskurinn fór á markað en ufsinn var

Svæði C B B B C C C B B C C B C C C B C C A C Heimild: Fiskistofa

Röð 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.

Bátur Nonni Húni Didda Arney Greifinn Jói Hafgeir Laxdal Elín Flugaldan Konráð Hróðgeir hvíti Lundey Sæborg Bogga í Vík Dósi Sjöfn Jonni Hólmi Gletta

Kíló 25,886 22,211 20,949 19,542 18,644 18,203 17,950 17,749 17,733 17,477 17,358 17,188 16,871 16,573 16,566 16,086 15,988 15,957 15,911 15,813

Heimahöfn Blönduós Blönduós Ólafsvík Blönduós Sauðárkrókur Grenivík Ísafjörður Blönduós Grenivík Siglufjörður Grímsey Bakkafjörður Húsavík Vopnafjörður Skagaströnd Borgarfj eystri Grenivík Ólafsvík Þórshöfn Borgarfj eystri

Svæði B B A B B B A B B B B C C C B C B A C C Heimild: Fiskistofa

Viðskiptablaðið  
Viðskiptablaðið  

Icelandic Financial News

Advertisement