Grýta bjargar jólunum

Page 1

Grýta bjargar jólunum

Eftir hóp nemenda í 10. bekk Álfhólsskóla


Þessa bók á: ___________________________________

Með kærleikskveðjum frá nemendum í 10. bekk

2018

1


Nú ætla ég að segja ykkur sögu. Sagan er um það hvernig ég fékk íslensku jólasveinana til að hætta að vera vondir og hrekkjóttir og vera í staðinn góðir og dreifa gleði og hamingju. Ég heiti Grýta og er elsta systir jólasveinanna. Ég flutti til Bandaríkjanna fyrir 103 árum vegna þess að mér fannst jólasveinarnir ekki vera sér og sínum til sóma. Ég hafði margoft reynt að koma vitinu fyrir þá en án árangurs. Í Bandaríkjunum sá ég hvernig þeirra Jólasveinn dreifði kærleik og gaf börnunum gjafir. Hvað gerðu íslensku jólasveinarnir? Þeir rændu mat, hrekktu saklaust fólk og eyðilögðu annarra eignir. Ef 2


ég hefði átt að lýsa þeim þá hefði það verið óbreyttir subbulegir glæpamenn sem gera ekkert nema að sofa og valda usla. Ég kom aftur heim til Íslands í nóvember 1930. Jólasveinarnir höfðu ekkert breyst. Þeir voru enn að ræna og hræða fólk. Ég var búin að ákveða að ég ætlaði að gera eitthvað í þessari slæmu hegðun og það fljótt vegna þess að jólin voru alveg að koma og ég vildi ekki láta þetta ganga lengur. Svo heppilega vildi til að vinur minn hann Bergur dvergur var með mér. Hann hjálpaði mér með marga hluti. Ég þurfti t.d. að búa einhvers staðar. 3


Þar sem ég sker mig svolítið úr og er já, kannski svolítið stórskorin, vissi ég að það gengi ekki fyrir mig að fá mér íbúð í bænum. En Bergur dvergur sá auglýsingu í blaðinu sem sagði frá bestu hellasölu á landinu og saman leigðum við hest og lögðum af stað til að athuga hvað væri í boði. Þegar ég var ég komin á bestu hellasöluna á landinu sá ég mér til mikillar gleði að hellingur af hellum biðu eftir að vera skoðaðir. Því miður gat ég ekki leyft mér eitthvað rosa fínt þar sem ég hafði ekki heilan helling af peningum en 1.300 krónurnar sem ég safnaði í Bandaríkjunum urðu að duga. Ég fékk lítinn helli í Esjunni hann var mjög fínn en eini gallinn var að hann var við hliðina á hellinum hennar Grýlu. Þarna leið okkur vel. Bergur dvergur var ekki mjög öflugur í Íslenskunni til að byrja 4


með. Hann kallaði mig alltaf Gvítu og mömmu Gvílu en honum fór fljótt fram þótt ameríski hreimurinn færi ekki. Hann kom líka með sitthvað fleira en hreiminn frá Bandaríkjunum eins og t.d. vasavöllinn sinn og 5m breiða leðursófann sinn. Þrátt fyrir nálægðina við mömmu fannst mér hellirinn vera rosa notalegur. Ég rétt kom öllu fyrir. 5 metra breiði leðursófinn hans Bergs dvergs, 8 metra háa kommóðan mín, og síðast en ekki síst, ísskápurinn minn, fylltu nánast hellinn. Við Bergur dvergur hjálpuðumst að með aukahlutina í eldhúsið og gömlu góðu jólaseríuna mína. Hún fékk heiðurssæti við hellismunnann.

5


Talandi um hellismunnann þegar við Bergur dvergur vorum búin að raða öllu sáum við nýja nágrannann út um hellismunnann okkar, hana Grýlu. Þegar ég sá hana leið mér illa. Hún var rosalega ljót. Ég ákvað að elta hana að hellinum hennar og heilsa upp á hana. Þegar ég kom að inngangi hellisins þá sá ég þrettán karla litla og stóra, og einn var með tréstaura í staðinn fyrir fætur. Þá fattaði ég að þetta voru jólasveinarnir, bræður mínir, mikið höfðu þeir stækkað, nema Stúfur, og aldurinn og grettan á smettinu á þeim fór þeim ekki vel. Ég sá að þeir voru að undirbúa eitthvað. Ég vonaði að þeir væru að fara 6


gefa gjafir og gleðja börnin en þeir voru að ekki með neinar gjafir. Þeir höfðu greinilega haldið uppteknum hætti og ekki breytt neinu allan þann tíma sem ég hafði verið í burtu. Ég varð mjög vonsvikin, ég hafði virkilega vonað að þeir hefðu breyst en nú sá ég að sú var ekki raunin. Í Bandaríkjunum gaf jólasveinninn gjafir í staðinn fyrir að hrekkja. Mér ofbauð, nú skyldi ég koma vitinu fyrir þau í eitt skipti fyrir öll! Ég var búin að fá nóg! Ég fór til Grýlu og jólasveinanna og ákvað ég að segja mína skoðun um hrekkina, enn einu sinni. Þótt mér hefði ekki tekist það áður var ég vongóð með Berg dverg mér við hlið. Þegar ég kom í hellinn sá ég alla jólasveinanna vera að leika sér með glott á vör. Í horninu á hellinum sá ég Grýlu vera að sjóða krakka. Mér var misboðið ég skildi ekki hvernig einhver gæti gert svona 7


við saklausa krakka. Mig langaði að hlaupa inn og stoppa þetta en ég varð að vera skynsöm. Móðir mín rétti mér krús af ferskri mysu -Velkomin heim Grýta, sagði Grýla og virtist hafa saknað mín. Ég ákvað að grípa tækifærið og kanna hvort hún væri loks tilbúin að hlusta á það sem ég hafði að segja. Ég saup ánægð af mysunni en gretti mig yfir súru bragðinu. „Sko, þegar ég bjó í Bandaríkjunum varð ég vitni að miklum hörmungum, fyrst eftir að ég kom var stríðið nýbúið og öllum leið ömurlega.” Ég gerði hlé á máli mínu til að fá mér meiri mysu.

8


„En svo kom jólamánuðurinn. Þið vitið hvernig ég hef alltaf hatað jólin? Öll þessi fyrirhöfn sem fer í það að láta börnunum líða illa, að hrekkja þau og blekkja, hún fór alltaf svo fyrir brjóstið á mér.” Grýla tautaði og ég sá að hún var alveg að missa þolinmæðina, ég vissi að ég yrði að vera fljót að gera þeim það ljóst að hefðir okkar væru gamlar og úreltar. „En svo kom bandaríski jólasveinninn á aðfangadagskvöld, og vitið þið hvað hann gerði?” Grýla og allir jólasveinarnir hristu höfuðið samtímis. „Hann gaf þeim gjafir!” Allir inni í hellinum, nema Bergur dvergur, tóku andköf. „Hrekkti hann þau ekki?” Spurði Hurðaskellir vantrúa. Bergur dvergur hristi höfuðið.

9


„Nei, hann gaf þeim gjafir sem glöddu þau,” sagði ég þá. Kannski myndi þetta virka, kannski myndi ég ná að sannfæra þau, hugsaði ég vongóð. Öllum virtist lítast frekar vel á hugmyndina, nema móður minni. Eitthvað við það að hætta að borða börn virtist ekki alveg heilla hana. „Þetta er góð hugmynd!” sagði Stúfur litli kátur. „En, er það ekki of seint? Við erum flestir búnir að fara til byggða og hrekkja þau, getum við enn snúið blaðinu við og gefið þeim gjafir?” sagði Giljagaur. En ég hrópaði „Kæru bræður það er aldrei of seint að bjarga jólunum!” „En hvar eigum við að fá gjafir?” spyr Skyrgámur. „Við búum þær bara til,” sagði Bergur dvergur glaður í bragði og allir hófust 10


handa við að föndra gjafir. Bergur kenndi sveinunum að búa til leikfangabíla og vaxliti en vaxlitagerðin var smá vesen því Kertasníkir hafði meiri áhuga á að að borða litina en að gera þá en það var allt í lagi því í staðinn gaf hann kertasafnið sitt til að gefa börnunum. „En við þurfum að passa að enginn fái sitt eigið kerti aftur,” sagði Þvörusleikir. „Já! Svo að þau haldi ekki að við séum bara að skila þeim,” pískraði Stúfur. Svo lögðum við af stað niður fjallið.

11


Snæviþaktir klettarnir rumdu undan þunga allra jólasveinanna. Við kepptumst við að komast niður að bænum. Sumir duttu en stóðu jafn skjótt upp og héldu áfram að hlaupa. Þegar komið var niður hlíðina voru ALLIR móðir og másandi. Ég sá hvernig fólkið á torginu niðri í bænum varð hrætt við fyrirferðamikla innkomu okkar. Það skapaðist mikið öngþveiti á torginu þegar að allir voru að reyna að bjarga sér frá okkur. Grýla hló, hún naut hræðslunnar. „Stopp, við komum í friði við viljum sættast við ykkur” Kallaði ég yfir torgið. Nokkrir námu staðar en flestir héldu áfram að koma sér í burtu. Mannfólkið sem að stoppaði gekk varlega til okkar en samt sem áður voru þau smeyk. Þau bjuggust ábyggilega og eðlilega við einhverjum stórum hrekk í þetta skiptið 12


fyrst allir jólasveinarnir voru komnir niður fjallið. „Við komum hingað til ykkar til að færa ykkur gjafir.” Kallaði ég yfir fámennan hópinn. Þetta náði athygli þeirra. Fleiri bæjarbúar mjökuðu sér nær okkur. Út undan mér sá ég Grýlu glotta. „Já komið þið!” gargaði hún. Fólkið gekk að okkur „Hvað ætlið þið að gefa okkur?“ Skrækti eitt barnið. „Tja, við erum með kerti og leikföng fyrir ykkur börnin góð.“ sagði ég og skellti uppúr. „Vá kerti og leikföng! En voruð það ekki þið sem að stáluð öllum kertunum?“ Kertasníkir leit skömmustulega niður. „Það er reyndar satt en við viljum breyta rétt með því að gefa til baka og ekki prakkarast meira skiljið þið?“ Það hnussaði í Grýlu. 13


„Sumir líta ekki út fyrir að vera ánægðir með þessa breytingu.“ muldraði besservisserinn í bænum, bæjarstjórinn. Þá var Grýla búin að fá nóg. Hún greip í kallinn og ætlaði að skjóta honum alla leið á Suðurnesin en Kertasníkir rétt náði að stoppa hana. Ég tók eftir að Grýla, móðir mín var farin að sýna smá bros en aðeins til að lokka krakkana til sín. Hún byrjaði að setja krakkana í pokann sinn og ætlaði að læðast burt en Bergur dvergur tók eftir þessu áður en hún náði að stinga af. Hann tók upp pyngju fulla af töfraglimmeri og blés á Grýlu og breytti henni í risastórt grenitré. Allir voru steinhissa en svo fór einhver að hlæja og hláturinn smitaðist yfir hópinn. Einhverjum datt í hug að sveipa treflinum sínum utan um Grýlutréð. Sumir fóru að festa kertin sín á það. Skyndilega byrjaði að 14


snjóa mjög mikið og fólk varð glatt og gekk í átt að Grýlutrénu og tók saman höndum og fór að syngja og dansa í kringum tréð. Það lifnaði yfir mannskapnum og fólk fór að faðmast. Fólk var í sannkölluðu jólaskapi. Jólasveinarnir fóru að gefa börnunum gjafir á meðan þessi gleðistund stóð yfir. Þegar fór að líða á kvöldið var börnunum orðið kalt og þau voru farin að skjálfa úr kulda. Lítill drengur sagði að hann fyndi ekki fyrir fingrum sínum og varir hans voru orðnar bláar. Mörg barnanna voru berfætt því ekki áttu fjölskyldur þeirra peninga til að kaupa skó. Jólasveinarnir klæddu sig þá úr stígvélunum sínum og gáfu 15


börnunum þau og voru börnin mjög þakklát og lofuðu að skila þeim síðar. Næsta kvöld settu börnin stígvélin út í glugga svo jólasveinarnir gætu sótt þau en þeir létu ekki sjá sig. Næstu jól á eftir settu börnin stígvélin aftur út í glugga og vonuðust til að jólasveinarnir myndu taka þau. En þegar þau vöknuðu á morgnana voru stígvélin enn á sínum stað í gluggakistunum en það var alltaf búið að setja einhverjar gjafir í þau. Þarna hafði þessi fallegi íslenski siður sem allir þekkja enn til dagsins í dag orðið til. Á hverju ári fá íslensku börnin glaðning í skóinn, ef þau fara nógu snemma að sofa 16


og eru hlýðin og góð. Eins dönsum við í kringum jólatré og njótum þess að láta jólaskapið hlýja okkur. Þið ættuð að skoða öll jólatré sem þið rekist á og athuga hvort það sé nokkuð Grýlutréð því enginn veit hvað varð af því en við erum öll fegin að vera laus við hana. Nú lýkur þessari sögu en mér finnst mikilvægt að þið vitið öll hvernig jólin voru áður en að jólasveinarnir byrjuð að gefa í skóinn. Það er alltaf betra að sýna kærleik og vera vinir. En það vitið þið auðvitað öll. Ég vona að þið verðið góð við hvert annað og aldrei að vita nema að þið fáið eitthvað fallegt í skóinn. Kveðja, ykkar Grýta.

17


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.