Page 1

Eftirréttabók Anitu, Álfheiðar, Dagbjartar og Halldóru.


Efnisyfirlit Efnisyfirlit......................................................................I Um okkur......................................................................II Ávaxtaþeytingar.....................................................III-IV Frönsk súkkulaðikaka.............................................V-VI Súkkulaðifrauð...................................................VII-VIII Mjólkurhristingur....................................................IX-X Kaffijógúrt muffins...............................................XI-XII Súkkulaðibitakökur..........................................XIII-XIV Holl súkkulaðimús............................................XV-XVI Hollustubitar.................................................XVII-XVIII Súkkulaðihjúpaðir bananabitar..........................XIX-XX Hindberjaís.....................................................XXI-XXII Kökupinnar.................................................XXIII-XXIV Epla-, kanil– og karamellu bollakökur........XXV-XXVI Tenglar..................................................................XXVII Heimildaskrá.......................................................XXVIII


Um okkur Við heitum Anita Crystal Finnsdóttir, Álfheiður Edda Axelsdóttir, Dagbjört Lilja Svavarsdóttir og Halldóra Líf Edwins-dóttir. Við erum nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Við munum allar útskrifast 5. júní næstkomandi og þessi bók er lokaverkefnið okkar. Við ákváðum að gera eftirréttabók vegna þess að okkur langaði að vinna fjölbreytt og skemmtilegt verkefni sem krefst samt mikillar vinnu og skipuleggingar. Við unnum verkefnið þannig að hver okkar valdi þrjár uppskriftir af sínum uppáhalds eftirréttum sem við síðan bjuggum til í sameiningu. Við tókum myndbönd af hverju skrefi fyrir sig í hverri einustu uppskrift, tenglar í myndböndin finnast aftast í þessari bók sem auðvelda öðrum að gera eftirréttina. Það eru einnig myndir af aðferðinni og heildarútkomunni ásamt uppskriftinni sjálfri og skriflegri aðferð. Njótið vel! Kveðja, Anita, Álfheiður, Dagbjört og Halldóra.


Ávaxtaþeytingar Ávaxtaþeytingar eru einfaldir og jafnframt hollir. Hægt er að breyta uppskriftinni og bæta við ávöxtum eftir þörfum. Uppskrift: Berja boozt

Suðrænt ávaxta boozt

Heilt grænt epli

Heilt grænt epli

Hálft rautt epli

Hálft rautt epli

Hálfur banani

2 dl gojiberjasafi

1 ½ dl heilsusafi

1 dl eplasafi

2 tsk sítrónusafi

1 ½ dl frosið mangó

4 fersk jarðaber

2 tsk sítrónusafi

3 dl eplasafi

1 ½ dl frosinn ananas

3dl frosið berjamix Aðferð við “berja boozt”: Skerið eplin í báta og bananann til helminga. Hreinsið og skolið jarðaberin. Mælið berjamixið og vökvann. Setjið að lokum allt í blandarann og blandið því saman þangað til engir kögglar eru eftir.

Aðferð við “suðrænt ávaxta boozt”: Skerið eplin niður í báta. Mælið mangó, ananas og vökvann. Setjið allt í blandarann og blandið því saman þangað til engir kögglar eru eftir.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Frönsk súkkulaðikaka Frönsk súkkulaðikaka er einföld og þægileg að baka og einstaklega góð. Gott er að bera hana fram með rjóma og jarðaberjum.

Uppskrift: Botn: 2 dl sykur

Súkkulaðikrem: 150 g súkkulaði

200 g smjör

70 g smjör

200 g suðusúkkulaði

2-3 msk síróp

1 dl hveiti 4 stk egg Aðferð - kaka: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur. Aðferð – krem: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.


1.

4.

2.

5.

3.

6.


Súkkulaðifrauð Súkkulaðifrauðið er frábært sem eftirréttur við nánast öll tilefni. Uppskriftin er frá engri annarri en Nigellu Lawson og afar einfalt að gera.

Uppskrift: 150 g litlir sykurpúðar 50 g mjúkt smjör 250 g gott, dökkt súkkulaði ( minnst 70%), saxað smátt 60 ml heitt, nýsoðið vatn 1x 284 ml rjómi 1 tsk vanilludropar Aðferð: Setjið sykurpúðana, smjörið, súkkulaðið og vatnið í þykkbotna pott. Setjið pottinn á frekar lágan hita til að bræða innihaldið og hrærið annað slagið, takið af hitanum. Þeytið rjómann með vanillunni þar til hann verður þéttur í sér. Blandið svo varlega út í súkkulaðiblönduna svo að úr verði slétt og þétt blanda. Hellið í fjögur glös eða mót, u.þ.b. 175 ml hvert, eða í minni glös (125 ml) og kælið fram að máltíðinni. Fyrir 4-6


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Mjólkurhristingur Þessi mjólkurhristingur er mjög léttur, einfaldur og frábær þegar heitt er í veðri.

Uppskrift: 1 ltr vanilluís 8 dl mjólk 6 msk nesquik 2 tsk vanilludropar Aðferð: Fyrst er blandað saman mjólkinni og kakóduftinu. Því næst er bætt útí ísnum og vanilludropunum. Næst er öllu blandað saman varlega með töfrasprota. Mælt er með að hafa skál sem hefur lok sem hindrar að blandan skvettist út um allt. Gott er að bæta við rjóma og súkkulaðibitum þegar búið er að koma blöndunni fyrir í glas.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Kaffijógúrt muffins Kaffijógúrt muffins eru einstaklega góðar með kaffi og er þessi uppskrift heimagerð. Hún er auðveld og góð.

Uppskrift: 2 ½ bolli hveiti 2 bollar sykur 200g brætt smjörlíki 3 egg ½ tsk matarsódi 1 kaffijógúrt ½ tsk salt 1 tsk vanilludropar 100g suðusúkkulaði

Aðferð: Byrjið á því að blanda saman eggjum og sykrinum og því þeytt vel saman. Smjörlíkinu, jógúrtinu og vanilludropunum er síðan bætt út í og þurrefnum hrært varlega saman við. Bakið á 170° blæstri í 30 mín.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Súkkulaðibitakökur Þessar súkkulaðibitakökur eru einstaklega góðar og frábærar í barnaafmæli og með kaffinu. Þær eru einfaldur eftirréttur og það er gaman að búa þær til.

Uppskrift: 1 bolli ósaltað mjúkt smjör 1 bolli púðursykur 1 bolli hvítur sykur 1 tsk vanilludropar 1 tsk matarsódi ¾ tsk salt 2 ½ bolli hveiti 2 ½ bolli af súkkulaðibitum 2 egg

Aðferð: Setjið fyrst smjörið, sykurinn og púðursykurinn í skál og hrærið vel saman. Blandið við vanilludropum og einu eggi og hrærið. Setjið síðan hveiti, matarsóda, salt og bætið hinu egginu útí. Blandið súkkulaðibitunum útí og hnoðið vel með höndunum. Setjið á plötu, ca. 9-12 stk á hverja plötu, þær dreifa vel úr sér. Bakist í 12- 15 mínútur. Stillið ofninn á 185°C


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Holl súkkulaðimús Súkkulaðimúsin er einstaklega holl og þægileg að gera. Hún er einnig laus við hvítan sykur

Uppskrift: 2 stk litlar þroskaðar lárperur (avocado) 1 ½ mandarína ½ banani 3 tsk lífrænt kakó 3 tsk agavesýróp ¼ tsk gróft sjávarsalt 40 ml vatn Aðferð: Það fyrsta sem þarf að huga að er að lárperurnar séu vel þroskaðar. Öll hráefnin eru sett í blandara og blandað vel saman, svo sett í ílát. Gott er að setja þetta inn í ísskáp í klukkutíma svo að músin storkni. Uppskriftin er fyrir 2-3.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Hollustubitar Bitarnir eru hollir og mjög góðir, henta vel sem millimáltíð eða eftirréttur. Þeir eru mjög mettandi og góðir með mjólk.

Uppskrift: 1 bolli hnetusmjör 2/3 bolli hunang ½ bolli kókosolía 2 bollar haframjöl 1 ¼ bollar 70% súkkulaði, skorið smátt ¾ bolli þurrkuð trönuber Aðferð: Byrjið á því að bræða saman hnetusmjör, hunang og kókosolíu við vægan hita. Takið pottinn af hellunni, bætið við höfrum, súkkulaði og trönuberjum. Hrærið svo saman þar til súkkulaðið er bráðið. Blandan er síðan sett í stórt eldfast mót. Mótið er sett í ísskáp og kælt í u.þ.b 1 klst. Skerið síðan í munnbita. Þessir bitar eru rosalega góðir til að slökkva á súkkulaðilöngun!


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Súkkulaðihjúpaðir bananabitar Himneskir bananabitar, mjög fljótlegir og einstaklega góðir. Mæli hiklaust með þeim.

Uppskrift: 3 stk bananar 300 gr dökkt súkkulaði ¼ bolli hnetusmjör Aðferð: Byrjaðu á því að skera bananana niður í litla bita. Einn bananabiti er smurður með hnetusmjöri og annar lagður ofaná. Á þessu stigi er nauðsynlegt að láta bitana í frysti þar til hnetusmjörið hefur harðnað. Súkkulaðið er brætt í potti og bananabitunum dýft ofaní og bitarnir kældir aftur.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Hindberjaís Þessi ís er sérstaklega góður á sumrin. Hann er léttur, svalandi og fljótlegur.

Uppskrift: 250 g hindber, frosin 150 g sykur 250 g grísk jógúrt 1 ¾ dl rjómi Örlítið salt 1-2msk. sítrónu- eða límónusafi Aðferð: Afþýðið hindberin og maukið í matvinnsluvél. Blandið öllu saman og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Frystið. Takið út eftir 2-3 klst. eða þegar ísinn er farinn að frjósa aðeins og hrærið þá í. Frystið aftur og hrærið vel tvisvar í viðbót. Ísinn geymist í frysti í 3-4 mánuði en það er gott að hræra hann upp í hrærivél ef hann hefur verið lengi í frysti.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Kökupinnar Kökupinnar eru mjög vinsælir þessa stundina enda mjög fallegir og einfaldir. Þessi uppskrift er sérstaklega einföld og fljótleg og þess vegna tilvalin til að gera með börnum.

Uppskrift: 3 egg 6 tsk bráðið smjör 250 ml vatn Einn pakki Betty Crocker Devil‘s food cake mix Ein dolla Betty Crocker Chocolate fudge icing 300 g suðusúkkulaði Kökuskraut Sleikjóprik 15cm

Aðferð: Hrærið eggin, smjörið og vatnið samanvið Betty Crocker Devil‘s food cake mixið. Hellið blöndunni í tvö form og bakið í 23-28 mínútur við 280°. Látið kökurnar kólna alveg og rífið þær svo niður í litla bita með gaffli. Blandið því síðan saman við Betty Crocker Chocolate fudge icing. Þegar það hefur blandast vel saman hnoðið kúlur úr því með lófunum og kælið í ca. 10 mín. Dýfið síðan sleikjó prikunum í bráðið suðusúkkulaði, stingið í kúlurnar og kælið aftur í ca. 10 mín. Þegar prikin eru orðin föst dýfið þá kúlunum í bráðið súkkulaði og húðið alveg.


1.

2.

3.

4.

5.

6.


Bollakökur Með eplum, kanil og karamellu. Þessar bollakökur er frekar einfalt að gera og er útkoman frábær. Þær bæði líta vel út og bragðast einstaklega vel.

Eplablanda:

Vanillukökur:

2 græn epli, afhýdd og

270 g sykur

skorin í litla bita

150 g smjör

1 ½ msk kanilsykur

240 g hveiti

150 g tilbúin þykk karamellusósa ½ tsk lyftiduft 50 ml mjólk 1 tsk vanilludropar Aðferð- eplablanda: Veltið eplabitunum upp úr kanilsykrinum og blandið saman við karamellusósuna Aðferð- vanillukökur: Hitið ofninn á 170°C. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður ljós og létt. Bætið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni og vanilludropunum. Fyllið formin til hálfs með deiginu og setjið tvær matskeiðar af eplablöndunni ofaná. Bakið kökurnar í 16-18 mínútur.


1.

2.

4.

5.

3.

6.


Tenglar Hér fyrir neðan eru tenglar á myndböndin þar sem sýndar eru aðferðir fyrir uppskriftirnar okkar. Ef þú lendir í vandræðum getur þú séð hvernig við gerum hverja uppskrift fyrir sig. Ávaxtaþeytingar - Álfheiður: https://www.youtube.com/watch? v=gld_ACO9Lxc&feature=youtu.be Frönsk súkkulaðikaka - Álfheiður: https://www.youtube.com/watch? v=614vkC_z9rg&feature=youtu.be Súkkulaðifrauð - Álfheiður: https://www.youtube.com/watch? v=Ja9KxWTygv0&feature=youtu.be Mjólkurhristingur - Halldóra: https://www.youtube.com/watch? v=_NEGAi91vUI&feature=youtu.be Kaffjógúrtmuffins - Halldóra: https://www.youtube.com/watch? v=aDTqpdKCZkc&feature=youtu.be Súkkulaðibitakökur - Halldóra: https://www.youtube.com/watch? v=RhmQnR6DAMQ&feature=youtu.be Holl súkkulaðimús - Aníta: https://www.youtube.com/watch?v=-GDzROfZD4&feature=youtu.be Hollustubitar - Aníta: https://www.youtube.com/watch? v=SVygw_JwAJ0&feature=youtu.be Súkkulaðihjúpaðir bananabitar: https://www.youtube.com/watch? v=m8vflnwoQws&feature=youtu.be Hindberjaís - Dagbjört: https://www.youtube.com/watch? v=P1zkA8jsYwU&feature=youtu.be Kökupinnar - Dagbjört: https://www.youtube.com/watch?v=cSXGs1Bers&feature=youtu.be Bollakökur - Dagbjört: https://www.youtube.com/watch? v=z6fEbsNoA3o&feature=youtu.be


Heimildaskrá Ávaxtaþeytingar. (2014). Uppskrift heimanfrá. Frönsk súkkulaðikaka. (2012). Sótt þann 19. maí 2014 af eldhussogur.com/2012/07/26/fronsk-sukkuladikaka/ Súkkulaðifrauð. (2007). Nigella Express. Mjólkurhristingur.. (2014). Uppskrift heimanfrá. Kaffijógúrt muffins. (2014). Uppskrift heimanfrá. Súkkulaðibitakökur. (2011). Pressan.is. Sótt þann 20.maí 2014 af http:// www.pressan.is/Saelkerapressan/Lesa_Bakstur/himneskarsukkuladibitakokur-sem-bradna-i-munninum—-uppskrift Holl súkkulaðimús. (2014). Pjatt.is. Sótt þann 21.maí 2014 af http:// pjatt.is/2014/05/01/uppskrift-einstaklega-holl-og-god-sukkuladimus/ Hollustubitar. (2013). Pjatt.is. Sótt þann 21.maí 2014 af http:// pjatt.is/2013/03/29/uppskrift-sjuklega-gott-hollustunammi-einfalt-ogfljotlegt/ Súkkulaðihjúpaðir bananabitar. Instagram. Sótt þann 21.maí 2014 af http:// instagram.com/p/nnGCx4QlNg/ Hindberjaís. (2011). Gestgjafinn 30 ára. Kökupinnar. (2014). Uppskrift heimanfrá. Bollakökur. (2011). Bollakökubók Rikku.

Þakkir til Eiriksínu Ásgrímsdóttur fyrir prófarkalestur.


Eftirréttabók  
Eftirréttabók  

Lokaverkefni Réttarholtsskóla 2014. Hópur nr.22, Aníta, Álfheiður, Dagbjört og Halldóra.

Advertisement