Page 1

Spænskur sunnudagsmatur Dagmar Haraldsdóttir matgæðingur mánaðarins

Hollt matarboð án öfga

Allt um sushi


14

Efnisyfirlit Hollt matarboð án öfga Allt um sushi Kjúklingagleði Matgæðingur Mikilvægasta máltíð dagsins Uppskriftarhornið Stjörnugjöf

4 8 11 12 14 17 18

Jólagjöfin mín í ár...

11

4

Þegar líða fer að jólum

12

Ein mest selda matreiðslubók ársins 2012.

Verði ykkur að góðu og njótið heil!

2

Verð: 4.240 kr.-

8

Fæst í Eymundsson, Forlaginu, Hagkaup, Bónus og krónunni

alExandra sHaron róBErtsdóttir

Er það bara ég eða var ég ekki að pakka nið­ur jóla­ skreyting­un­um? Hvað sem veldur því að tíminn virðist fljúga hrað­ar og hraðar frá mér þá verð ég að viðurkenna að jólunum tek ég alltaf jafn fagnandi. Ég er eitt af þessum svokölluðum jólabörnum. Umræðan um það hvenær megi byrja að skreyta tekur sig upp á hverju ári og hefur fólk svo sannarlega skiptar skoðanir hvað það varðar. Ég er á því að ljós og luktir létti okkur lund á dimmum vetrardögum, eins og nú, en ég er líka á því að sumt megi bíða þar til að aðventan gengur í garð. Svo eru sumir einfaldlega bara jólaskröggar og sjá sig tilneydda til að tuða svolítið yfir öllu jólastússinu. Ætla ég nú að leyfa mér og fjölskyldunni að jólapúkast og byrja að baka og skreyta smá.Verð ég nú að deila aðeins með mér og gefa ykkur nokkrar góðar uppskriftir, hvort sem þær tengjast jólunum eður ei þá slá þessar uppskriftir alltaf í gegn.


Hollt matarboð -án öfga Undanfarið hefur verið á milli tanna fólks heilsa, hollur matur, breyttur líf­stíll og hreyf­ing. Líkams­ræktarstöðvar fyllt­ust, fólk fór að huga að matar­æðinu og líf­stíls­högum, en þetta er ekki auðvelt og margir þurfa að leggja á sig tvöfalt meira á meðan aðrir gera þetta eins og að drekka vatn. Sumir þjást af ýmsum kvill­um og sjúkdómum, sem gerir fyrir mikið erfið­ara. Sjálf þjáist ég af gigt og veit ég að ýmsar matar­tegund­ir fara illa í lík­ama minn og verð ég að passa mig vel á þeim ef ég vil ekki lifa í kvöldum lík­ama. Ég hef prufað mig áfram í matar­æði, prufað allskonar upp­skrift­ir og hvað mér finnst gott og hvað ekki. En það koma tímar sem maður vill verja góð­um tímum með vinum sín­um og fjöl­skyldu, gera eitthvað saman eins og t.d. að elda eða baka og þá getur verið smá snúið því oft fellur ekki vel í geðið þegar maður heyrir orðið „Hollt“ og dreg­ur maður strax þá mynd að það sé bragð­laus og leiðin­legur matur. Það sem gerir gott hráefni að veislu­mat eru vel valdar og út­færðar upp­skriftir. Það krefst mikils hæfi­leika og er í raun­inni ákveð­ið list­form að útbúa mat sem upp­fyllir þau grund­vall­ar skil­yrði að vera góm­sætur, hollur og næring­ar­ríkur og ekki síst falleg­ur á diski. Hef ég boðið fjölskyldu og vinum mín­um í hollt og gott matar­boð, með for­rétt, aðal­rétt og eftir­rétt sem slegið hefur í gegn. Ætla ég að deila með ykk­ur uppáhalds uppskriftum mínum sem koma ykkur vonandi að gagni.

Forréttur Nú er heldur betur að kólna og dimma, enda vet­ur­inn að ganga í garð. Er það ekki hugg­u­legt? Þessi yndis­lega græn­ metis­súpa ætti að ylja öllum ásamt heima­bökuðu brauði með heima­gerð­ um hummusi. Helmingið upp­skriftina af súp­unni ef vænst er færra fólki en ráð­gert er í upp­skriftinni, annars geym­ ist þessi súpa vel í kæli eða frysti. Hægt er að nota hana sem forrétt eða aðalrétt.

Grænmetissúpa fyrir

8–10 manns

2 msk. kaldpressuð kókosolía 1 púrra, smátt skorin 2 hvítlauksrif, smátt skorin 2 msk. curry paste

4

2 msk. gott mangó-chutney 1 msk. tómat-purée 500–700 g niðurskorið allskonar grænmeti (1 sæt kartafla + 1 gulrót + smávegis blómkál + smávegis sellerírót + nokkrar kartöflur) 2 dósir kókosmjólk 600 ml vatn Smábiti fersk engiferrót (2-3 cm), afhýdd Smábiti ferskur chili – stærð fer eftir því hvort þú vilt hafa súpuna sterka eða milda 2 tsk. grænmetiskraftur Smávegis salt ½ búnt ferskur kóríander Setjið kókos­olíu í pott og bætið púrru, hvít­lauk og curry paste út í og látið mýkj­ast í 2-3 mín. Bætið

græn­met­inu, tómat-purée og mangóchutney út í. Hellið kókos­mjólk og vatni, ásamt græn­metis­krafti, engifer og fersk­um chili, út í, látið sjóða í 15–20 mín. Bragð­ bætið með salti og pipar og klipp­ið ferskan kóríander yfir.

Hummus 300 g soðnar kjúklingabaunir 1 grilluð paprika 1 hvítlauksrif ½ búnt steinselja 2 msk. hvítt tahini ½ dl sítrónusafi 1 msk. tamari-sósa Smávegis cumin-duft Bragðbætt með örlitlu sjávarsalti 1 msk. kaldpressuð ólífuolía Leggið 150 g ósoðnar baunir í bleyti yfir nótt í ½ l af vatni – skiptið um vatn og sjóð­ið í u.þ.b. 1-1 ½ klst. Einnig er hægt að fá soðn­ar kjúklinga­baunir, t.d. frá Himn­eskt. Setjið kjúklinga­ baun­ir, grill­aða papr­ik­u (skerið paprik­una í tvennt, setjið hana undir grill­ið í nokkr­ar mínútur, eða þar til hún byrj­ar að brenna) hvít­ lauk og stein­selju í mat­vinnslu­vél og maukið. Bætið tah­ini, sítrón­usafa, tamari-sósu og olíu út í og mauk­ið þar til blandan er

5


yfir ferskum kóríander og berið fram t.d. í taco-skel/báti með sýrðum kasjú”rjóma” (vegan) og guacamole.

Meðlæti Guacamole og vegan „sýrður rjómi“

Guacamole 2 avókadó, afhýdd og steinninn fjarlægður 2 tómatar, skornir í litla teninga 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður 1 msk. fínt saxað ferskt chili-aldin 1 msk. límónusafi 1 hvítlauksrif, pressað 1/4 tsk. salt 25 g ferskur kóríander, smátt saxaður Stappið avókadóið með gaffli svo það verði að mauki, má hafa svolítið af grófari bitum í. Setjið í skál með öðru sem á að fara í maukið, blandið saman og setjið í ísskáp í 10-15 mín. Tilbúið.Geymist í 3-4 daga í loftþéttu íláti í kæli. orðin silki­mjúk. Bragð­bætið með cumin-dufti og sjávar­salti.

Gróft og gott brauð 2 ½ dl gróft spelt 2 ½ dl fínt spelt 1 dl sesamfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl kókosmjöl 1 dl saxaðar hnetur 1 msk vínsteinslyftiduft ½ tsk salt 2 -3 msk hunang 2-2 ½ dl sjóðandi vatn 1 msk sítrónusafi Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni og sítrónusafa

6

útí og hrærið þessu saman, skiptið í tvennt, setjið í 2 meðalstór smurð form eða 1 í stærra lagi. Bakið við 180°C í um 30 mín , takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mín.

Aðalréttur Baunir eru afar hollar, en stund­um erum við ekki viss hvernig við eigum að koma þeim fyrir á mat­seðlin­um okkar. Hér gef ég ykkur upp­skrift af einföld­um og rosa­ lega bragð­góðum bauna- og græn­metis­ pott­rétti. Pott­rétt­inn er hægt að nota sem fyll­ingu í tortill­ur, taco­skeljar eða bök­ur, eða borða hann einan og sér. Einnig er hægt að bera hann fram með nachos flög­um eða niður­skornu græn­meti sem er frábært á milli mála eða bera hann á

Avókadó er ríkt af B- og E-vítamínum. Trefjaríkt og fullt af góðum fitum.

veislu­borðið sem smá­rétt, en hér ætlum við að hafa hann sem að­al­rétt.

Chili sin carne 250 g nýrnabaunir, lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar 2 msk. kókosolía eða önnur olía til steikingar 1 rauðlaukur, smátt saxaður 4 hvítlauskrif, pressuð 2 rauð chili-aldin, smátt söxuð 500 g blandað grænmeti; sætar kartöflur, gulrætur, rauð paprika 4 msk. tómat-pureé 400 ml maukaðir tómatar eða tómat passata 2 smátt saxaðar döðlur 2 tsk. cumin-duft 1/2 tsk. reykt paprikuduft eða chipotle pipar 1 lárviðarlauf 1 kanilstöng Smávegis sjávarsalt 25 g lífrænt 70% súkkulaði, skorið í lita bita 2 msk. ferskur kóríander til að strá yfir Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. Hitið olíu í potti og mýkið rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili-aldinið í um 5 mín. Hrærið tómatmauk út í ásamt maukuðum tómötum, smátt söxuðum döðlum, cumin-dufti, reyktri papriku/chipotle, lárviðarlaufi og kanilstöng og látið sjóða við vægan hita í 25 mín. Á meðan þetta er að sjóða, skerið þá grænmetið í passlega munnbita og bakið í ofni við 180–200°C í 20 mín. Bætið grænmetinu í pottinn þegar það er bakað og leyfið þessu að malla í 10 mín. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið þar til það hefur bráðnað. Bragðbætið með sjávarsalti. Stráið

Sýrður Kasjúrjómi 1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. 2 msk. kókosmjöl 3 msk. límónusafi 2 msk. ólífuolía eða önnur góð olía 1-2 msk. agave-sýróp 1/2 -1 tsk. himalaya- eða sjávarsalt

Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til þetta er silkimjúkt. Ef þetta er of þykkt má þynna með smávegis af vatni. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan þunn.

Eftirréttur Ef maður ætlar að hafa það gott og gæða sér á sætu þá er þessi einn sá holl­asti sæti biti sem þú getur fengið, full af góðri orku úr hnet­um og ávöxt­um, og svo setur þú hana ást, bara svona eftir smekk.

Uppáhalds súkkulaðikakan mín Botninn: 100g kókosmjöl 100g möndlur 30g lífrænt kakóduft 250g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín Nokkur himalaya salt korn

Millilag. 2 bananar í þunnum sneiðum

Fylling: 3 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst 1 ½ dl agavesýróp 3/4 dl kaldpressuð lífræn kókosolía 3-4 msk lífrænt kakóduft

1 tsk vanilluduft/dropar smá himalayasalt

Botninn: Allt sett í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í kókosmjölið og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stór hringlaga form eða mörg muffinform, t.d. silkikonform.

Millilag: Raðið bönununum oná botninn. Sett inn í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling: Blandið saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu (látið heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna svo hún verði fljótandi eða látið hana standa í skál með um 45°C heitu vatni í smá stund) þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn og látið inn í frysti.

Voila! Núna ættu þið að vera komin með frá­bært matar­boð, eina sem þið þurf­ið að bæta í er hlát­ur og gleði og þá er boð­ið full­komn­að! Njótið heil. Alexandra Sharon

Nýtt Kynnir með stolti nýjan meðlim í puKKa-fjölsKylduna

Aloe VerA Juice aloe Vera drykkur sem hreinsar og frískar líkamann. drykkurinn inniheldur einungis innra gel laufblaða aloe plöntunnar þannig bragðið er sætt og gott.

7


raðað í botn á formi og sushi-grjónin press­uð þar ofan á. Hinu „pressaða“ sushi er síðan snúið á hvolf, losað úr form­inu og skorið fyrir hvern og einn.

11. 12.

Maze-sushi (blandað sushi) Sumt sushi hentar sér­staklega vel í laut­ ar­ferð, í veislu, fyrir hád­egis­verð eða til milli­bita. Þær teg­undir falla í þenn­an flokk. Tvö dæmi eru inari-sushi og fukusa-sushi. Inari-sushi eru djúp­steikt­ir böggl­ar úr soja­ bauna­deigi, fyllt­ir af sushi-meshi (shari), eða tilbúnum sushi-grjón­um. Í fukusa-sushi er ör­þunnri eggja­köku vafið utan um hrís­ grjónin.

Allt um sushi

Irrashai, irrashaimase… Velkomin! Þeg­ar komið er inn í sushi-verslun og veit­inga­stað erum við boðin velkom­ in með þess­um hlýlegu orðum sushikokks­in, sem á japönsku er kall­aður it­amae-san. Itamae þýðir „fyrir framan skurð­ brett­ið“ og merkir að kokkurinn sé sá aðili sem ávallt er til þjónustu reiðu­ bú­inn! Flestir veitinga­staðir í Japan eru sér­ hæfð­ir sushi-veitinga­staðir. Fjölgun jap­ anskra sushi-veitingastaða út um heim allan á unda­förn­um árum hefur átt stór­an þátt í því hve sushi nýtur mik­illa vins­ælda í dag enda mjög góm­sæt og holl fæða. Undir­stöðuatriði japanskrar matar­ gerð­ar eru skýr: Japönsk máltíð er venju­ lega hóf­leg að magni, frábær að gæð­um og fall­eg í framsetningu. Japanir leggja mikið upp úr því að nota eins ferskt hrá­efni og kost­ur er og það sem árs­tíðin býður upp á hverju sinni. Einn­ig að náttúru­legt bragð hrá­efnisins fái að njóta sín og að fitu­inni­hald­ið sé lítið. Áherslan á fersk­meti á ræt­ur sínar að rekja til þeirrar hefð­ar í japanskri menn­ingu að bera djúpa virð­ingu fyrir nátt­úr­unni. Jap­ anir telja að af­urð­ið jarð­ar­inn­ar og hafs­ins skuli með­höndla á nátt­úru­legan máta og breyta út­liti og bragði fæð­unnar eins lítið og hægt er svo hún fái notið sérsöðu sinnar.

8

Mat­ur­inn á ekki síður, með út­liti sínu og fram­setningu, að vera augna­yndi en að kitla bragð­laukana. Sushi er fullkomið dæmi um mál­tíð, þar sem fram­setning á nátt­úru­legu fæði er í senn nær­ingar­ríkt og fag­ur­fræð­ilegt lista­verk. Japanir hafa mikla til­finn­ingu fyrir list­rænni fram­setn­ingu mat­ar­ins án þess að hafa mikið fyrir henni. Frægur japanskur mat­reiðslu­mað­ur, Tsuji, sagði eitt sinn: „...matreiða skal fæð­una þannig að virðing sé brotin fyrir eðli hrá­efnisins.“ Í grófum dráttum, sushi eru bragð­ bætt hrís­g rjón með ýmiss konar sjáv­ar­ fangi, kjöti og græn­meti. Það tekur mat­reiðslu­mann mörg ár að ná full­komn­um tökum á sushi-gerð – en lát­ið það ekki slá ykkur út af laginu. Sushigerð er nógu ein­föld til að hægt sé að ná fín­um árangri í eld­húsinu heima og algjör byrjandi getur náð góð­um tök­um á sushigerðinni með rétt­um leið­beiningum. Það skipt­ir ekki máli þótt fyrstu til­raunirnar líti ekki alveg eins út og maður óskaði sér. Sushi-gerð er skemmt­i­leg það getur bragð­ ast mjög vel þótt útlitið sé ekki full­kom­ið. Við vit­um að sushi er ljúffengt, lit­ríkt og í raun sérstakt list­form.Við vit­um líka að það er mjög næringar­ríkt og til marg­vís­ leg­um út­færsl­um.

Helstu tegundir sushi Nigiri-Sushi (handmótað)

Líklega er alveg sanngjarnt að segja að sú teg­und sushi sem er þekktust í heim­in­um sé nigiri-sushi, hand­mótað sushi. Venjulega er um að ræða litla hrísgrjóna­kodda sem hrár eða eldaður fiskur er lagð­ur ofan á. Þessir bitar eru líka þekktir undir heitinu Edomae-sushi, því þeir voru fyrst búnir til í borginni Edo, eins og Tokyo var kölluð fyrir árið 1868.

Maki-sushi (upprúllað sushi) Í maki-sushi þarf nori-þangörk, rétt með­höndl­uð hrísgrjón sem dreift er yfir örk­ina, sjávar­fang, kjöt og eða strimla af græn­meti þar ofan á. Öllu er síð­an rúll­að upp og sneitt í hæfilega munn­bita.

Chirashi-sushi (dreift sushi) Chirashi-sushi samanstendur af sjávar­ fangi og græn­meti sem borið er fram með með­höndluð­um sushi-grjónum, gjarnan í sér­stökum skálum. Þetta er ein­fald­asti sushi-rétturinn og mikið fram­reidd­ur á jap­önsk­um heimilum.

Oshi-sushi (pressað sushi) Í bók­staflegri þýðingu útleggst oshisushi sem pressað, mótað sushi.Yfirleitt er eld­uð­um eða krydd­legn­um fiski

Hoso-Maki (litlar sushi-rúllur) Uppskrift að 4 rúllum (24-32 bitar) 2 Nori-þangarkir 100 g hrár túnfiskur 300 g sushi-hrísgrjón 1 tsk. Wasabi mauk 1.

Skerið nori-örkina í tvennt á lengdina. Hvor helmingur verður að einni rúllu. 2. Skerið túnfiskinn í strimla, um 1,5 x 1,5 x 18 cm. 3. Setjið nori-örkina á bambusmottuna og látið glansandi hliðina vísa niður, beint á bambusinn. 4. Vætið hendurnar í tezu og klappið burt aukavökvann. 5. Takið um 75 g af sushihrísgrjónum, sem hafa verið meðhöndluð á réttan hátt, og dreifið þeim yfir nori –þangörkina. Athugaðu að skilja eftir auð svæði, eða um 1 cm brún efst á nori-örkinni og um ½ cm brún neðst. Þykkt grjónanna á nori-örkinni á að vera um ¾ - 1 cm. 6. Passið að dreifa grjónunum jafnt yfir og að þrýsta þeim ekki um of á noriörkina. 7. Vætið hendurnar aftur í tezu til að koma í veg fyrir að þær verði klístraðar. 8. Búið til rauf í miðjuna eftir lengjunni endilangri og smyrjið dálitlu wasabi þar ofan í. 9. Takið einn fjórða hluta af túnfisksstrimlunum, eða 25 g, og setjið ofan á wasabi-raufina. Rúllið síðan noriblaðinu og hrísgrjónunum upp með bambusmottunni. 10. Ýtið bæði túnfisknum og hrísgrjónunum inn, þar sem þau vilja stingast út á endunum. Lyftið nærliggjandi enda bambusmottunnar með þumalfingrunum. Leggið síðan saman, svo hrísgrjón mæti

13. 14.

hrísgrjónum og þang mæti þangi á ytri hliðinni. Lyftið bambusmottunni upp og rúllið áfram. Þéttið varlega til að rúllan haldi lögun sinni og ýtið grjónum og túnfiski inn á endunum. Leggið rúlluna á skurðbretti og búið til hinar þrjár rúllurnar Skerið hverja rúllu i´tvennt og síðan hvern helming í þrjá til fjóra bita. Áætlið sex til átta bita á mann.

Ultra-maki-sushi – öfug rúlla (úthverf) Kaliforníurúlla Eins og nafnið gefur til kynna var þessi teg­ und hönn­uð af mat­reiðslu­manni í Kali­forn­íu á vestur­strönd Banda­ríkjanna. Í fyll­ing­unni er yfir­leitt krabba­kjöt, vel þroskuð lár­pera, agúrku­striml­ar og japanskt majónes. Rúll­ urn­ar eru ák­aflega ljúf­feng­ar.

Uppskrift að 2 rúllum (16 bitar) 2 nori þangarkir 400 g sushi-hrísgrjón, soðin og meðhöndluð ½ - 1 lárpera ½ agúrka 120 g krabbakjöt, t.d. surimi (krabbakjötslíki) 1 msk. Japanskt majónes 2 msk. Tobiko, flugfiskshrogn (má nota Loðnuhrogn í staðinn) Plastfilma 1. 2. 3.

4. 5.

6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.

Hreinsið krabbakjötið vel Skerið lárperuna í strimla Skerið agúrkuna í örmjóa strimla, „julienne“ – skurður líkt og fyrir kappamaki Þekið bambusmottuna með plastfilmu Leggið nori-þangörk ofan á filmuna og dreifið helmingnum af hrísgrjónunum yfir allt þangblaðið Snúið nori-örkinni, sem þakin er grjónum, við, í átt að bambusmottunni. Hrísgrjónin snúa nú niður og nori-örkin upp. Smyrjið helmingnum af majonesinu yfir miðju arkarinnar. Setjið helminginn af lárperunni, agúrkunni og krabbakjötinu ofan á. Rúllið mottunni yfir fyllinguna, þrýstið og formið rúlluna. Gætið þess að plastið vefjist ekki með í rúlluna. Takið plastið burt og dreifið hrognum yfir hrísgrjónin. Skerið varlega eins og í futo-maki Búið til aðra kaliforníurúllu

Þar sem jólin eru að koma þá læt ég þessa upp­skrift af Jóla-Sushi fylgja með.

Jólasushi Laxa „maki“ með dijon sinnepi, agúrkum og sesam

Ediklögur fyrir grjón 200 ml hrígrjónaedik 150 ml mirrin 5 gr sykur 2 tsk salt Soðið saman og kæt Grjón Skolið grjónin vel og sjóðið í grjóna potti. Þá eru þau sett á bakka og látin kólna og hellið svo edikleginum yfir og hrærið aðeins í. Létt grafin lax 1 biti laxaflak 100 gr sykur 100 gr salt 1 stk Anis stjarna 6 stk kardimommur Börkur af 1 sítrónu 1 stk kanill Blandið sykri, salti og kryddum saman setjið yfir beinhreinsaðan laxinn og látið liggja á í 2 klst. Skolið vel og skerið í fallega bita.

Maki/graflax Notið sushi mottu og setjið eitt nori blað á og setjið grjónin yfir. Örlitlu af wasabidufti er blandað við vatn og spurt á grjónin. Næst eru fallegir laxabitar settir á grjónin ásamt laxahrognum, fersku dilli og sterku disjón sinnepi. Allt er sett á laxinn ásamt agúrku í þunnum sneiðum. Rúllið upp og passið að kremja ekki rúlluna án þess að tapa þéttleikanum. Skerið í fallega bita. Berið fram með engifer, wasabi og sesam yozu vinagrette.

Sesam - yosu edikolía 1 sharlotte laukur fínt saxaður Chilli fínt saxað 2 msk sesamolía ½ dl soja ½ dl mirrin Smá yozu safi ( eða sítrónusafi) Allt hrært saman og smakkað til. Gaman er að gera nigiri kodda og setja lax á með hrognum og dilltopp. Ef þið gerið 3 rúllur þá er það nóg í forrétt fyrir 4 með nokkrum nigiri koddum.

Hægt er að nota rækjur í stað krabbakjöts og ristuð, ljós sesamfræ í staðinn fyrir hrognin.

9


Kjúklingagleði Kjúklingur er hollur

og góður mat­ur sem hægt er að elda á óteljandi vegu og úr hon­um er einfalt að gera janf flotta veislu­rétti, spari­ legan en um leið ein­fald­an sunnu­ dags­mat og fljót­legan og ódýr­an en um leið góm­sæt­an hvers­dags­mat sem öll fjöl­skyld­an kann að meta. Það má gera góðgæti úr öll­um hlut­um kjúklingsins – ekki bara bring­un­um. Auð­velt er að matreiða kjúklinga­kjöt en mikil­vægast af öllu er að gæta þess að það sé alltaf eldað í gegn og að vökvi úr hráu eða hálf­elduðu kjötinu komist ekki í snert­ingu við græn­meti og annað hrá­efni sem ekki á að elda. Best er að nota sérstakt bretti til að skera kjúkl­ing eða þvo a.m.k. brettið og hníf­inn allt­af vand­lega áður en það er notað til annars. Þótt elda þurfi kjúkling í gegn verð­ ur líka að gæta þess að elda hann ekki of lengi svo að hann verði ekki þurr og bragð­laus. Það kemur að vísu sjaldan að sök þegar um er að ræða t.d. læri eða heila kjúkl­inga sem eld­aðir eru í soði eða öðr­um vökva, þá heldur kjötið saf­ an­um og bragð­inu vel í sér. Bring­ur og aðr­ir fitu­lausir, ham­flettir bitar þorna aft­ur á móti fljótt og best að gæta vel að eld­ unar­tímanum. Gott er að skera í bit­ann þar sem hann er þykk­astur til að sjá hvort hann er eld­aður í gegn. Erfitt er að gefa upp ná­kvæman steik­ ingar­tíma því að bit­arnir eru mis­jafnir að lögun og gerð og hið sama gildi um heila kjúkl­inga. Hita­stig kjúkl­ingsins þeg­ar hann fer á pönn­una eða í ofn­inn skipt­ir líka máli en almennt má reikna með að heill kjúklingur þurfi 45–55 mín­útur á hvert kíló. Ef kjúkl­ingurinn virðist ætla að dökkna um of áður en hann er tilb­úinn er gott að breið ál­pappír laus­lega yfir og þegar heill kjúkl­ingur er steikt­ur er líka gott að breiða ál­pappír yfir bring­una til að hún þorni síður. Besta við kjúklinginn er að hann er alltaf góðu og fer vel með flest öll­um með­lætum. Njótið í botn!

10

Engifer kjúklingur

Græn kjúklingaspjót

með mango chutney

fyrir

3-4 kjúklingabringur 5 cm blaðlaukur fínsaxaður 1 dl mangó chutney 1 dl kjúklingasoð 2 hvítlauksgeirar smátt skornir 2 msk ólífuolía 1 tsk engifer rifið Avókadó til skrauts

3-4 kjúklingabringur eða 24 lundir 8 bambusgrillspjót sem legið hafa í bleyti í 30 mín 1 lime skorið í tvennt Mangó chutney

Marínering: 2 tsk kóríanderduft 2 cm engifer rifið 2 tsk ólífuolía 2 tsk hvítvínsedik ½ tsk sjávarsalt ½ tsk nýmalaður svartur pipar Mangóhrísgrjón: 2 ½ dl hrígrjón 5 dl vatn Salt eftir smekk Mangó í litlum bitum Skerið kjúklinginn á ská í u.þ.b. 2 cm þykka strimla. Blandið saman hráefnunum í maríneringuna í miðlungsstóra skál. Látið kjúklinginn liggja í maríneringunni við stofuhita í 15 mín. Sjóðið hrígrjónin í 20 mínútur þar til vatnið er gufað upp. Setjið í skál og hrærið mangóbitana út í. Hrærið mangó chutney, kjúklingasoði í hvítlauk saman í lítilli skál. Hitið ólífuolíuna í wok- eða teflonpönnu við meðalhita. Bætið út í olíuna blaðlauknum og rifnu engiferi. Hrærið í 30 sek. Bætið í kjúklingnum út í og snöggsteikið í 4-6 mín. Eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið að lokum mangó chutney saman við og eldið áfram í 2 mín., hrærið í á meðan. Færið í grunna skál og skreytið með avókadó.

Mér finnst skemmt­ilegt að fá smá lit í mat­inn minn með ávöxtum eins og mangó en passa að elda það ekki of mik­ið til að halda ferska bragð­inu. Mangó er fullt af c-vítamíni og einn besti A-vítamíngjafinn. Hálft mangó inni­heldur ráðlagðan dag­ skammt af A-vítamíni á einu bretti.

4

Marínering: 1 dós hrein jógúrt 2 hvítlauksgeirar smátt skornir 2-3 cm engifer rifið 2 tsk cuminduft 1 jalapeño- pipar fræhreinsaður og fínsaxaður Handfylli af saxaðri myntu Safi úr 2 lime Sjávarsalt Blandið saman í matvinnsluvél jógúrt, hvítlauk, engiferi, cumin, kóríander, jalapeño-pipar, söxuðum kryddjurtum, limesafa og salti og maukið vel. Skerið kjúklinginn í hæfilega stóra bita og setjið í stóra skál, hellið maríneringunni yfir og hrærið vel saman. Hyljið með plastfilmu og geymið í ísskáp í 4-6 klst. Eða yfir nótt. Hitið ofninn eða grill í meðalhita, þurrkið aðeins maríneringuna af kjúklingnum með eldhúsbréfi og þræðið bitana á grillspjótin. Grillið í 8-10 mín. Eða þangað til bitarnir eru eldaðir í gegn og brúnaðir á öllum hliðum. Má líka steikja á teflonpönnu. Berið strax fram með salati, hrísgrjónum og mangó chutney ásamt lime til að kreista yfir kjúklinginn. Cumin ilmar einkar vel og gefur sérstakt bragð sem er þó alls ekki sterkt. Ekki má rugla því saman við kúmen sem notað er í brennivín og kringlur því þó að nafnið sé svipað er bragðið gjörólíkt.

Takið upp símann og hringið í góða vini, nú verður eldaður kjúklingur í kvöldmatinn og ekki er verra að vera í góðum vinahóp og kanski með smá víndreytil í hægri hönd! Verði ykkur að góðu!

11


segðu bless við stress

Matgæðingur

Spænskur sunnudagsmatur

Dagmar Haraldsdóttir, viðburðarstjóri hjá Consept Events, situr ekki auðum höndum en fyrirtækið stofnaði hún sjálf fyrir ekki svo löngu síðan. Fram undan er 1500 manna árshátíð og jólaskemmtanir. Hér deilir Dagmar með okkur spennandi rétti frá Spáni sem ætti að vera ferskur vindur í matargerðina hjá þeim sem finnst gaman að breyta til og tileinka sér eitthvað nýtt.

Hraðaspurningar Fullt nafn:

Dagmar Haraldsdóttir

Starf:

Viðburðastjóri Consept Events.

Maki:

Pétur Pétursson knattspyrnuþjálfi.

Börn:

Tara, Pétur Mar og Guðríður Elísa og svo stóra systir, íris Dögg.

Áttu þér uppáhaldseldhúsáhald?

Finnst þér skemmtilegt að elda? Já, sérstaklega ef ég hef rúman tíma til þess.

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Osta.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur ítalskur matur.

12

Kaffi eða te? Kaffi.

Á döfinni?

Að halda áfram með næstu verkefni Consept Events sem eru m.a. undirbúningur vegna 1500 manna árshátíðar og ýmis jólaboð.

Fiskibollur.

Hvaða guðdómlegu uppskrift ætlar þú að deila með lesendum Asks?

Hvern skorar þú á sem næsta matg ­ æði­ng Asks?

Hvaða hráefni er ómissandi í matargerð að þínu mati?

Ég stofnaði nýlega við­burðar­fyrirtækið Consept Events, fyrirtæki sem tekur að sér að undirbúa og framkvæma sérhæfða við­burði fyrir fyrirtæki og stonanir, s.s. árs­hátíði, móttöku erlendra gesta, vinnu­staðpartí o.s.frv.

Matreiðsluþættir og raunveru­leikaþættir eins og American Idol og So You Think You Can Dance.

elduð. Þetta var ekkert smásjokk fyrir okkur. Snigla var hún með upphengda í neti í þvottahúsinu í nokkra daga. Gaf þeim kál til að hreinsa þá og eftir það voru þeir eldaðir. Hún er frá Sevilla á Spáni og sagði mér að þessi réttur væri mikið eldaður þar, svona hálfgert „sunnudags-lambalæri“ okkar Íslendinga.

Lítill, gamall en mjög beittur hnífur.

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir?

Uppáhaldssjónvarpsþáttur:

Svartur, nýmalaður pipar.

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda?

Þetta er uppskrift sem vinkona mín á Spáni kenndi mér þegar ég bjó í Alicante á sínum tíma. Hún er svona ekta spænsk kona sem byrjaði að undirbúa máltíð kvöldsins snemma á morgnana. Það var aldrei að vita hvaða kvikindi fyrirfundust í eldhúsinu hennar. Einn daginn var voða sæt kanína tjóðruð við eldhúsborðið og ég og litla dóttir mín lékum við hana. Þremur dögum seinna var hún

Vinkonu mína hana Ástu Ólafsdóttir, sölu- og þjónustustjóra hjá VITA ferðum. Hún er líka svo mikill snillingur í að elda hollt en mjög gott.

balansert mega-b-stress • Meðal heilsufarsvandi nútímans er mikið álag. Úrbeinaður kjúklingur Byrjið á því að úrbeina kjúkling frá bringu og þaðan út á læri. Aðalatriðið er að halda skinninu eins heilu og hægt er og passa að hreinsa úr öll bein. Ég mæli með að nota lítinn, vel beittan hníf. Það er í raun ekki svo mikið mál að úrbeina kjúkling, aðalatriðið er smá þolinmæði. Kjúklingurinn er flattur út á bretti, kryddaður með salti og pipar og dreift úr fyllingunni jafnt yfir hann allan. Síðan er öllu rúllað upp og kjúklingurinn saumaður saman eins og rúllupylsa.

Fylling: Fyllingin sem vinkona mín notaði var oftast salami (eða aðrar kryddpylsur) og ostur (ostar), en þetta er sú fylling sem ég nota oftast

4-6 beikonsneiðar 2-4 salami sneiðar Niðurskornir ferskir sveppir Niðurskornir fersk paprika

Meðlæti: Skrældar kartöflur, skornar til helminga Sætar kartöflur, skornar niður í minni bita Kjúklingarúllan er sett í eldfast fat og kartöflunum raðað í kring. Gott er að pensla kartöflurnar með olíu og salta aðeins. Sett inn í 180°C heitan ofn og eldað í 1 klst. Mjög gott er að taka soðið af og búa til sósu eða bara nota soðið eitt og sér.

• B-vítamín og C-vítamín eru nauðsynleg. • Viðheldur sterkum taugum og heldur vel jafnvægi undir miklu álagi. • Undirstaða ótal annarra þátta líkamsstarfseminnar. • Innihaldsefni B-stress eru nauðsynleg fyrir efnaskipti mikilvægra næringarefna, svo sem prótína, kolvetna og fitu.

13


Basilíku- og pistasíupestó 5 dl fersk bailíka 1 ½ dl pistasíur 1 dl ólífuolía 1 tsk. Sjávaralt Örlítið af svörtum pipar 1.

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Smakkið til með pipar og salti ef þurfa þykir.

Epla-, engifer- og hnetugrautur –með valhneturjóma Fyrir 4

Mikilvægasta máltíð dagsins Nauðsynlegt er að borða alltaf næringaríkann og staðgóðan morgunverð ekki síst fyrir þá sem eru að reyn að létta sig. Fyrir nokkru gaf Bókafélagið út matreiðslubókina Happ happ húrra eftir þær Unni Guðrúnu Pálsdóttur og Ernu Sverrisdóttur og þær deila hér ljúffengum uppskriftum af morgunmat úr bókinni. Bleikur hafragrautur

1.

Fyrir 4 Hafragrautur 3 ½ dl hafrar 2 ½ dl eplasafi 1 dl pistasíur, saxaðar 2 msk. Hörfræ ½ tsk kanill Örlítið sjávarsalt 2 ½ dl grísk jógúrt eða ab-mjólk 5 dl frosin hindber

2. 3.

Happbrauð 7 ½ dl heilhveiti 3 ½ dl múslí að eigin vali 2 ½ dl sólkjarnafræ 2 ½ dl blönduð fræ að eigin vali, t.d. graskersfræ, sesamfræ, hörfræ 2 ½ dl rúsínur, þurrkuð bláber eða þurrkuð trönuber, saxað 1 msk. Lyftiduft 1 tsk. Sjávarsalt 2 dl vatn 7 dl ab-mjólk 1. 2.

14

Takið fram skál og hellið eplasafanum yfir hafrana. Látið standa í smástund eða þar til hafrarnir eru orðnir mjúkir. Blandið hnetum, kanil, salti, jógúrti og helmingnum af berjunum saman við. Berið fram með afganginum af berjunum og örlitlu hlynsírópi.

Stillið ofninn á 200° Blandið öllum þurrefnunum í skál.

3. 4.

Setjið vatn og ab-mjólk saman við. Hrærið varlega. Látið deigið í smurt formkökuform eða klæðið formið með smjörpappír og bakið í u.þ.b. klukkutíma.

Tómatpestó 5 dl sólþurrkaðir tómatar 1 tómatur, skorinn gróft ¼ bútur af litlum rauðlauk, skorinn gróft 2 msk. Sítrónusafi 1 msk. Agave-síróp 2 tsk. Sjávarsalt Nokkrar rauðar chilipiparflögur eða chilimauk á hnífsoddi ½ grænt epli 1. 2.

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Smakkið til með salti, sítrónu og chili eins og þurfa þykir. Hér er líka gott að setja smábita af grænu epli saman við maukið.

Uppskrift sem varð til á Stýrimannastígnum. Okkur langaði að útbúa ljúffengan morgunmat fyrir viðskiptavini okkar sem vildu einungis hráfæði og þá varð þessi öðlingur til. Grauturinn er svo góður að hann gæti hæglega flokkast sem eftirréttur. Það er ekkert að því að skipta út kanilnum í uppskriftinni og nota í staðinn vanillu eða kardimommur.

Hnetugrautur 2 cm bútur af engifer, fínrifið 4 græn epli, fínsöxuð 1 sellerístöngull, fínt saxaður 1-2 handfyllir möndlur, brasilíuhnetur eða macademia-hnetur, hakkaðar Sjávarsalt á hnífsoddi Kanill, eftir smekk Hlynsíróp eða hunang, eftir smekk 1. 2.

Blandið fyrstu fjórum hráefnunum saman. Smakkið til með salti, kanil og sætuefni, ef þurfa þykir.

Valhneturjómi 3 dl valhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 2 tíma (má sleppa að leggja í bleyti) 1 ¼ dl appelsínusafi 5 döðlur, saxaðar Sjávarsalt á hnífsoddi Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið flauelsmjúkt. Bætið appelsínusafa út í ef þurfa þykir.

Glútenlaus muffins 1 bolli soja-, hrísgrjóna- eða möndlu- mjólk (má líka nota annars konar mjólk). 1/3 bolli kaldpressuð kókosolía 1/2 bolli agave-síróp 1 tsk. vanilluduft. 1/4 tsk. möndludropar (má sleppa) 50 g kartöflumjöl 2 msk. möluð hörfræ

50 g möndlumjöl (fínt malaðar möndlur í matvinnsluvélinni) 75 g hrísgrjónamjöl 60 g bókhveitimjöl 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. himalaya- eða sjávarsalt Hitið ofninn í 180°C og hafið muffins- form tilbúin. Setjið mjólkina, kókosolí- una og agave-sírópið í matvinnsluvél/ hrærivél og blandið saman í smástund. Bætið síðan vanilludufti, möndludrop- um, kartöflumjöli og möluðum hörfræj- um út í og blandið í svona 1 mín. Bætið síðan restinni af hráefninu út í og bland- ið í u.þ.b. 2 mín. í viðbót. Setjið nú deigið í muffinsform og bakið í 20-23 mín. eða þar til kökurnar eru alveg bakaðar. Best er að leyfa þeim að kólna á bökunargrind í smástund. Til tilbreytingar er gott að bæta kanski smá 70% suðusúkkulaðibitum í uppskriftina, svona fyrir nammidagana.

CoCo Cream Frábært í kokteilinn og eftirréttinn!

Nýtt

15


Takk fyrir matinn, hann var góður, algjört æði, súperfæði!

Uppskriftarhornið Súkkulaði og kókostoppar

Döðlu- og kókossmákökur

Höfundur óþekktur

¾ bolli kaldpressuð kókosolía ¼ bolli agavesýróp 2 msk akasíuhunang 1 tsk vanilla – duft eða dropar ¼ tsk himalaya salt 7 dropar lífræn piparmintuolía

100 g kókosolía 1 dl agave-síróp 125 g kókosmjöl 100 g döðlur, skornar eða klipptar í litla bita 100 g lífrænt spelt (t.d. fínt og gróft til helminga) 50 g kakóduft 1 tsk. vínsteinslyftiduft ½ - 1 tsk. vanilludropar eða duft Nokkur korn af himalaya-salti (má sleppa)

Jólin, jólin, jólin, þau nálgast óðfluga! Hér í uppskriftarhorni Asks höfum við ákveðið að koma með „fínu“ hollu uppskriftirnar okkar sem hægt væri að nota um jólin í bland við allt óholla sem maður lætur ofaní sig á þessu hátíðartímabili. Ef þú villt fá eitthvað gott og sætt en ekki innbyrða þúsund kaloríur, þá er um að gera að skoða þessar æðislegu uppskriftir sem við fengum innsendar frá lesendum Asks. Endilega verið dugleg að senda okkur gómsætar uppskriftir fyrir næsta tölublað á netfangið uppskriftarhorn@askur.is, þemað í næsta blaði verður afmælisveislan. Njótið nú hvern einasta munnbita og já þið verðið að deila með ykkur!

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt og kekklaust, færið yfir í skál og hrærið eftirfarandi með höndunum: 1 ½ bolli kakóduft 1 ½ bolli kókosmjöl Setjið bökunarpappír í form eða á disk, notið matskeið við að setja þetta á pappírinn, setjið síðan inn í kæli í 10 – 15 mín. Geymist í loftþéttu íláti í allt að 3 mánuði í ísskápnum.

Lífrænar appelsínusmákökur 1 dl kókosolía 1 dl agave-sýróp 1 dl hnetusmjör (fínt eða gróft, eftir smekk) 100 g dökkt súkkulaði (70% er best) 4 msk rifið lífrænt appelsínuhýði 250 g spelt (t.d. fínt og gróft til helminga) 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft Hitið kókosolíu-krúsina undir heitri vatnsbunu í vaskinum svo hún mýkist upp. Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman kókosolíu, agave-sýróp og hnetusmjör þar til það blandast vel saman, bætið restinni af hráefninu út í (ég nota annaðhvort hrærieða matvinnsluvél með hnoðara). Setjið bökunarpappír á ofnplötu, mótið kökurnar með teskeið (eða bara fingrunum) og bakið í um 10 mín. við 180°C. Kælið á grind.

blandast vel saman, bætið restinni af hráefninu út í (ég nota annaðhvort hrærivél eða matvinnsluvél með hnoðara). Setjið bökunarpappír á ofnplötu, mótið deigið í litlar kökur með teskeið (eða bara fingrunum), bakið í 5 mín. við 180°C. Kælið á grind. Það þarf að passa að baka þær ekki of lengi.

Látið kókosolíuna standa á borði yfir nótt svo hún verði mjúk. Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman kókosolíu og agave-sírópi þar til það

SykurmaSSanámSkeið mömmur.iS

í Hagkaup in ld a h r u ð Ver dagana Smáralind 0 r kl. 18.0 1.desembe 0 .0 r kl. 18 2.desembe 0 r kl. 18.0 7.desembe

Skráning hafin á skoli@hagkaup.is

17


Stjörnugjöf Góður matur, góð þjónusta, þægilegt umhverfi er það sem við leitum af þegar við ætlum að ákveða veitingastað til að snæða á. Askur sendi þrjá galvaska matsveina Þráinn Dagsson, Guðrún Kormáksdóttir og Kristófer Magnússon, til þess að vega og meta 9 veitingastaði sem við höfðum valið af handahófi. Sá sem stóð uppúr var veitingastaðurinn Grillmarkaðurinn á Lækjargötu 2A. Komust þau öll að þeirri niðurstöðu að þeim fannst maturinn æðislegur, þjónustan frábær og umhverfið þægilegt og flott. Hinsvegar fékk TGI Fridays í Smáralind verstu einkun. Maturinn var ekki góður, þjónustan frekar léleg og allt of mikil læti og kliður í kringum veitingastaðinn og inná staðnum. Þennan mánuðinn fær Grillmarkaðurinn fimm stjörnur frá Aski.

Umhverfið er fallegt á Grillmarkaðinum og mjög vinalegt.

Veitingastaður Grillmarkaðurinn Sushisamba Gló Hereford Argentína steikhús American Style Ruby Tuesdays TGI Fridays

Þjónusta

Heildareinkun

***** ***** ***** ***** ****

***** **** **** **** ****

***** ****1/2 ****1/2 ****1/2 ****

****

****

*** *** **

***1/2 *** **

18

**** *** **

Nú loksins fáanlegar í verslunum Hagkaupa - Gott í baksturinn - Gott á brauðið - Gott á pizzuna - Gott með öllu!

Maturinn er sk emmtilega fra mreiddur og m bragðgóður. jög

Matur

Hamborgarafabrikkan ****

Stonewall Kitchen

Skrifstofa Hagkaups: Holtagörðum, 104 Reykjavík Sími: 563 5000 - Fax: 563 5091


Í 1 lítra af Floridana Engifer er safi úr 150 g af fersku engifer eða um 20 cm af engiferrót. Engifer er talið:

AlexAndrA ShAron róbertSdóttir

• Áhrifaríkt gegn kvefi • Bæta meltingu • Hafa forvarnarmátt gegn ýmsum tegundum krabbameina

Askur  

Lokaverkefnið mitt í grafískri miðlun 2012

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you