__MAIN_TEXT__

Page 1

XS

HAFNARFJÖRÐUR

Við höfum skýra

framtíðarsýn

- Hafnarfjörður fyrir fjölskyldufólk - Heilbrigðan húsnæðismarkað


2

baerinnokkar.is

Hafnarfjarðarbær vill vita um örlög St. Jósefsspítala:

Vilja svör frá fjármálaráðherra

Frábær sýning Myndlistasýning var opnuð í Gallerí S43 síðastliðinn föstudag, en þá opnaði sýningin hennar Önnu Leós. Góður rómur var gerður að sýningunni enda óhætt að fullyrða að myndirnar séu einstaklega fallegar. Sjálf er Anna Leós fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru séra Leó Júlíusson og Guðbjörg Rúa Guðmundsdóttir. Anna hefur fengist við myndlist í 30 ár og er sjálfmenntuð á því sviði. Þetta er hennar áttunda einkasýning og er hún opin alla daga fram að kosningum.

Hafnarfjarðarbær hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, bréf varðandi húsnæði gamla St. Jósefsspítala. Í bréfinu, sem er undirritað af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra, er óskað eftir skýrum svörum frá fjármálaráðuneytinu sem fer með stærstan eignarhluta í húsinu, um það hvernig því verður ráðstafað í framtíðinni en Hafnarfjarðarbær fer með 15 prósentu eignarhlut í húsinu á meðan ríkið á rest. Jafnframt kemur fram í bréfinu að það sé mikilvægt að fjár­ mála­ráðu­neytið horfi í átt til Hafnarfjarðarbæjar um samstarf um framtíðar­möguleika hússins sem hefur staðið mannlaust síðustu misseri. Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur beitt sér fyrir málinu á Alþingi þar sem hún hefur setið sem varaþingmaður. „Ég náði að ýta á umræðu um þetta mál þegar ég tók það upp á Alþingi síðastliðinn vetur. Það hafa hins vegar ekki komið skýr svör,“ svarar hún aðspurð um hvað hafi gerst í þessu máli á síðustu vikum og mánuðum. Margrét Gauja segir að óvissunni í kringum húsið verði að eyða: „Nú er fjármálaráðuneytið með þetta verkefni

Davíð Arnar Stefánsson, eiginmaður Margrétar Gauju Magnúsdóttur, hjólaði með hóp af fólki upp í Kaldársel síðastliðinn laugardag í rigningu og roki. Tilefnið var auðvitað að njóta hjólabæjarins Hafnarfjarðar. Hjólreiðarfólkið var einstaklega ánægt með framtakið, ekki síst góða farastjórn Davíðs Arnars, og voru Samfylkingarmenn hvattir til þess að endurtaka leikinn fljótlega aftur. Flokkurinn mun ekki skorast undan því, þó það sé viðbúið að annar farastjóri muni leiða hópinn, enda orðið umtalað að Davíð Arnar er að fara að vinna í öðru bæjarfélagi.

í fanginu eftir að heilbrigðisyfirvöld hafa vísað málinu þangað. Fjármálaráðherra hlýtur að vera hugsa um þetta og ég vona að það komi svör fyrr en seinna,“ segir hún að lokum.

Samfylkingin bætir við sig í könnunum S

Hjólað í rigningu og roki

Krafði ráðherra svara Margrét Gauja fór á þing og krafðist svara.

amfylkingin í Hafnarfirði bætir við sig rúmu prósenti frá síðustu skoðana­ könnun og er núna með 25,3 prósent samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu fimmtu­daginn 22 maí síðastliðinn. Sam­fylkingin hefur því bætt tæplega fimm prósentu­stigum við sig síðan flokkur­inn mældist með rúmlega 20 prósent í könnun Félags­vísinda­deildar Háskóla Íslands í mars síðast­liðnum. Framboðið er nú með þrjá menn inni samkvæmt könnun­ inni.

Frjálst fall Athygli vekur hinsvegar að Sjálf­stæðis­ flokkur­inn virðist vera í frjálsu falli, en flokkur­inn mældist með tæplega 38 prósent í vetur. Í könnun Fréttablaðsins mælist Sjálf­ stæðis­flokkur­inn með 28 prósent. Verði það niður­staðan verða það söguleg tíðindi í stjórn­málalegu tilliti, en flokkurinn hefur nær aldrei fengið svo lélega kosningu hér í bæ. Erfitt virðist vera að finna skýringar á þessu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minni­hluta í 12 ár í Hafnarfirði.

Píratar hækka Björt Framtíð missir einnig fylgi, sé tekið mið af síðustu könnun Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þá voru þau með 20,5 prósent. Í Fréttablaðinu mælast þau með 16,6 prósent.

Fylgi flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar n Sjálfstæðisflokkurinn 28,0% n Samfylkingin

25,3%

n Björt framtíð

16,6%

n Píratar

12,8%

n Vinstri - græn

25,3%

6,6%

9,9%%

n Framsóknarflokkurinn

28%

9,9%

6,6%

16,6% 12,8%

Könnun Fréttablaðsins 22. maí Píratar eru hástökkvarar könnunarinnar, en þeir fara úr 8,1 prósent upp í 12,8 prósent. VG halda sínum manni og mælast með 9,9 prósent. Og svo virðist sem Eyðimerkurgöngu Fram­sóknar­flokksins í Hafnarfirði sé ekki lokið, en framboðið mælist með 6,6 prósent, og engan mann inni. Flokkurinn hefur ekki haft fulltrúa hér í bæ síðan árið 2002.

Samfylking stærst í vefkönnun

Vallarhátíð Samfylkingarinnar

á heimasíðu h220.is fyrr í mánuðinum. Könnun­in var með öllu óvísindalega, þó hún geti gefið ákveðna mynd af stemmning­ unni sem ríkir í kringum flokkinn þessa dagana, enda mikil gleði sem hefur einkennt framboðið. Alls kusu átta hundruð manns í könnun­ inni en ekki var hægt að kjósa tvisvar úr sömu tölvu. Samfylkingin fékk 27,8%. Þá fengu Sjálf­stæðis­menn 15% í könnuninni. Næst stærsti flokkurinn var Björt Framtíð.

Taka tvö

Samfylkingin mun standa fyrir hátíð á Völlunum í dag 29. maí. Hátíðinni var frestað síðustu helgi vegna veðurs. Boðið verður upp á hoppukastala. Hestar verða á svæðinu fyrir börnin. Grill og fjör fyrir alla. Hátíðin verður haldin við Ásvallalaug og hefst fjörið klukkan 14:00. Fögnum blómstrandi hverfi.

Sam­fylking­in mældist svo stærst allra flokka í Hafnar­firði í könnun sem var framkvæmd

Samfylkingin vill hlúa að menningu og listsköpun:

Öflug menning er blómstrandi bær Hjólabrettaaðstaða opnar í dag Hjólabrettaaðstaða Brettafélags Hafnarfjarðar opnar í dag í gömlu slökkviliðsstöðinni. Hjólabrettafólk í Hafnarfirði hefur unnið hörðum höndum ásamt bæjaryfirvöldum að opna aðstöðuna síðustu vikur og mánuði. Það er Jóhann Óskar Borgþórsson sem er formaður brettafélagsins en hann og Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hafa unnið að því síðustu ár að opna aðstöðuna. Nánar má lesa um baráttu þeirra á síðu 13.

Bæjarfélag sem hlúir að menningu, mannlífi og listsköpun er blómstrandi bær. Því vilju við gera menningu og listum hátt undir höfði. Samfylkingin vill standa vörð um menningarstofnanir bæjar­ ins og að bærinn okkar styðji markvisst við frumkvæði og nýsköpun á menningarsviðinu. Við viljum taka til endurskoðunar stjórnskipulag menningarmála og auka vægi málaflokksins með því að hafa fagskipað menningarog listráð sem hluta af stjórnkerfi bæjarins. Svo viljum við efla samvinnu bæjaryfirvalda, íþróttafélaga og ferðaþjónustuaðila um menningar-, heilsu- og umhverfistengda ferðamannastarfsemi. Listagallerí og hannyrðabúðir hafa sprottið upp hér og þar um bæinn á síðustu árum. Við viljum styðja við slíka frumkvæða starf­ semi og stuðla að auknu samstarfi á milli þeirra sem eiga í hlut. Aukið samstarf á milli skapandi greina og skólanna er eitthvað sem við viljum sjá meira af. Samstarf grunnskólanna við Gaflaraleikhúsið hefur skilað miklum árangri. Við sjáum fyrir okkur slíkt samstarf á fleiri sviðum. Við Hafnfirðingar eigum fjársjóð í upplandinu okkar. Við leggjum áherslu á að stuðla að útivist og efla lýðheilsu með ýmsum móti. S.s fleiri hjólastígum, betri aðstöðu við vinsælar gönguleiðir og markvist

XS Mannlíf Hafnarfjörður blómstrar.

kynningar­starf á Hafnarfirði sem ferðamannabæ, bæði fyrir íslenska og erlenda ferðamenn.

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43. 555 0499 | Ábyrgðarmaður: Ómar Ásbjörn Óskarsson | Ritstjóri: Valur Grettisson | Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir |Myndir: Sigtryggur Ari Jóhannsson | Auglýsingar: Ruth Bergsdóttir | Sími: 694 4103 | Prentun Ísafold | Dreifing: Pósthúsið.

HAFNARFJÖRÐUR


5

4

Við stöndum með barnafjölskyldum

M

argrét Gauja Magnúsdóttir á þrjú börn, hund og kött og segir samfélag, sem getur ekki boðið börnum að njóta þess besta sem í boði er, vera vont samfélag. Hún segir veruleika barnafjölskyldna þann, að þau geti ekki boðið börnum sínum upp á íþróttir, og tómstundir vegna bágrar fjár­ hags­stöðu. Því þurfi að breyta. „Ég veit að allar kynslóðir sem eru í barna­pakkan­um hafa verið blankar, ég man eftir foreldr­um mínum alltaf staur­blönk­um að reyna að koma okkur á legg, og ekkert mátti út af bregða,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er í öðru sæti lista Sam­ fylkingarinnar, þegar hún talar um barna­ fjölskyld­ur og hvernig staðan hefur breyst eftir hrun.

“Og þannig tengjum við miðbæinn beint við áhugavert atvinnulíf.

“Venju­leg fjöl­ skylda kemst ekki af nema með tekjur beggja foreldra.

Samvera ber árangur „Aðstæður í dag eru einfaldlega þær að venju­leg fjölskylda kemst ekki af nema með tekjur beggja foreldra,“ segir Margrét og bætir við að kröfur um gæði í íþrótta- og tóm­stundarstarfi og þátttöku barna hafa aukist og vitund foreldra um hlutverk sitt og árangur gæðasamveru með börnum sýnir ótvíræðan árangur, ekki bara í mælingum á vellíðan barna, heldur einnig sem lang besta forvörnin.

Þurfum að gæta að sérkennum bæjarins

Það kostar að vera saman „En þetta er snúið, því þetta kostar. Aukin sam­vera kostar peninga, og það eru ekki mögu­leiki á að vinna alla daga, öll kvöld og allar helgar. Svo er aukin krafa um gæði í leikskóla, skóla og frístundum. Það kostar einnig peninga, fyrir utan að ég tel nú­verandi kynslóð í barneignum vera að þjást vegna gífurlegs húsnæðiskostnaðs,“ segir Margrét Gauja, „svo hefur matarverð rokið upp úr öllu valdi, bensínverð í hæðstu hæðum og svo erum við auðvitað með ónýtan gjaldmiðil,“ segir Margrét Gauja.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam­fylkingar­innar í Hafnarfirði, vill gæta þess að hlúð verði að sérkennum Hafnar­fjarðar. Hann er afar hrifinn af hug­myndum Sveins Bjarka Þórarinssonar, arkitekt, sem vill vernda Drafnarslippinn.

Sárt að segja nei „Það er ekki auðvelt að þurfa að horfa á barnið sitt og neita því um að fá að prófa hina og þessar íþróttir, hitt og þetta hljóðfærið eða að kíkja á skátafund vegna bágrar fjárhagsstöðu heimilisins. það á ekki að vera fyrirstaða, ekki bara af því það er sárt fyrir foreldrið heldur sýna allar rannsóknir að börn og unglingar sem prófa sig áfram og detta svo á það sem hentar þeim best, vegnar best. Eitthvað fyrir alla og framboð af allskonar er einnig dýrt,“ segir Margrét Gauja,

Þ

essi hugmynd er auðvitað frábær. Og það skiptir miklu máli að halda sérkennum Hafnar­fjarðar, það er það sem mér líkar við hug­myndina. Hún er trú uppruna Hafnar­fjarðar,“ segir Gunnar Axel Axelsson, odd­viti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, um nýstárlegar hugmyndir Sveins Bjarka Þórarinssonar, arkitekts, sem vill hlúa að Drafnar­slippnum.

120 þúsund á dag

Má ekki þrengja að útgerðinni

Hún segir að sér reiknist til að bein útgjöld heimilis vegna leikskóla, mats í skólanum, frí­stundar­heimili, nám í tónlistarskólanum, íþróttir og til dæmis dans, kosti meðal um 80 til100 þúsund krónur á mánuði fyrir fjöl­ skyldu með 2-3 börn á leik- og grunn­skóla­ aldri. „Það er töluvert og hef ég heyrt því fleygt fram, að 5 manna fjölskylda af þessu tagi þurfi að vera með yfir 120.000 þúsund krónur í laun í dag ef endar eiga að nást saman,“ segir Margrét. „Ég þekki fá hjón með þessar samanlagðar tekjur, hvað þá einstæð foreldri.“

Vont samfélag

Í Bjarnabæ Margrét Gauja Magnúsdóttir stendur í sömu sporum og aðrar barnafjölskyldur.

Margrét segir ábyrgð sveitarfélaga mikla, „og ég verð ótrúlega pirruð þegar ég heyri hátekjufólk segja „afhverju að eiga börn ef þú hefur ekki efni á því?“ Margrét Gauja segist trúa því að samfélag, þar sem fólk geti ekki átt börn, alið þau upp í öryggi og gleði og leyft þeim að njóta þess besta sem

er í boði - sé vont samfélag. „Ég vil alla­ vegana ekki búa í svoleiðis þjóðfélagi,“ segir Margrét Gauja. „Því er það forgangsverkefni Sam­fylk­ ingar­innar að leggja höfuðáherslu á það næstu 4 árin, fái hún til þess umboð, að

lækka leikskólagjöld, setja þak á útgjöld vegna kostnaðar grunn­þjónustu við börn og unglinga og hækka niðurgreiðslurnar til íþrótta – og tómstundariðkunnar auk þess að fjölga leik­skólarýmum þannig að öll 12 mánaða börn fái boð um leikskólapláss í

Hafnar­firði árið 2018,“ segir Margrét Gauja og bætir við að lokum: „Þetta er hægt, ég veit það, það þarf bara viljan og reynsluna til að gera það, og hana höfum við.“

Greint var frá hugmyndinni í fyrsta blaði Sam­ fylkingar­innar í byrjun maí. Þar voru meðal annars birtar myndir sem Sveinn Bjarki hafði hannað af svæðinu og voru hluti af út­skriftar­ verkefni hans í arkitektúr. Í viðtali við blaðið sagði Sveinn Bjarki að verkefnið væri hugsað sem innlegg inn í nýtt skipulag svæðisins í kringum Flens­borgar­ höfnina og slippinn og tæki ekki sérstaklega fyrir aðra þætti svæðisins. „En að sjálfsögðu er þarna svæði sem þarf að skipu­leggja og er það rökrétt fram­hald af þessari hugmynd. Til dæmis er þarna varnargarður, sem með litlum til­kostn­aði, væri hægt að breyta í bryggju fyrir hvala­skoðunarbáta. Eins finnst mér verkefnið bjóða upp á að það verði byggt upp fyrir mann­líf á Flensborgarhöfninni. Með þeim formerkjum þó, að ekki verði þrengt að báta­útgerðinni, enda er hún forsendan fyrir öllum þeim gæðum sem eru á svæðinu,“ sagði Sveinn Bjarki um þessar gríðarlega áhuga­ verðu hug­myndir.

Hlúum að sérkennum „Það er fyrir löngu kominn tími til þess að hlúa að sérkennum Hafnarfjarðar, og efla umhverfið í kringum Flensborgarbryggjuna. Þar eru ótrúleg tækifæri á þróun og upp­ byggingu,“ segir Gunnar Axel sem vill fyrst og fremst líta heildrænt á svæðið og skipu­ lagningu þess. Enda hugmynd Sveins Bjarka kastað fram til þess að sýna fram á mögu­ leika svæðisins. Gunnar Axel segir einnig mikilvægt að tengja strandstíginn betur við hafnar­svæð­ ið. „Og þannig framlengjum við í raun mið­ bæinn og tengjum hann beinum hætti við áhugavert atvinnulíf við höfnina, þar sem sjómenn athafna sig og sinna sínum dag­ legu störfum. Það er einstakt fyrir Hafn­ firðinga að geta notið svæðsins og drukkið í sig hið fjölbreytta mannlíf sem nú þegar er í og við höfnina. Þar liggur menningin okkar og rætur,“ segir Gunnar Axel.

Í takt við umhverfið Hann áréttar þó að öll uppbygging sem verði á svæð­inu verði að vera í takt við umhverfi sitt, og ekki síst við íbúa fyrir ofan. Þannig verður byggðin að vera lágreist og helst beint fram­hald af þeirri aðlaðandi byggð sem þar er þegar að finna. Hugmynd Sveins Bjarka er sú að vernda að­gengi að sjónum og gera útvegssögu Hafnar­fjarðar hátt undir höfði. Það vill

Teikningar Sveins Bjarka Þetta eru meðal annars hugmyndir Sveins Bjarka um slippinn.

hann gera með því verja slippinn eins og hann er í dag. Hann leggur því til að dráttar­ braut­irnar verði lagfærðar og gerðar hættu­ lausar. Mölin verði hreinsuð upp, og svo þarf að gera skemmuna upp, byggja fiskbúð og veitinga­stað í hluta hennar. Restin yrði svo útisvæði undir þaki. Sveinn Bjarki og bætti svo nýstárlegri hug­mynd við, sem er að leggja hita í steyp­ una. „Og þá erum við að tala um alvöru hita, þannig stéttin verði volg við­komu á köld­um dögum. Það þarf að gera úti­svæði á Íslandi sem er aðlaðandi allan ársins hring, og ég held að það sé gerlegt þarna,“ útskýrði Sveinn Bjarki.

Einstakt svæði Gunnar Axel er afar hrifinn af þessari hug­ mynd. „Við þurfum einmitt að tryggja að það verði hægt að nýta þetta svæði betur um allt árið um kring. Hugmynd Sveins Bjarka um að nota heitt vatn til að hita svæðið upp er mjög spennandi, og til þess fallin að búa til einstakt svæði á Íslandi, þar sem allt helst í hendur, falleg hönnun, öflugt atvinnulíf og lífleg menning.


6

Verum stolt af skólunum okkar

“Verkefni sem þessu lýkur í raun aldrei form­lega.

7

K

ennarar og annað starfsfólk hafn­fiskra skóla hafa á síðustu árum unnið frábært starf undir afar erfið­um kringum­stæð­ um,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, sem er í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu sveitar­stjórnar­kosningar. Sjálfur starfar hann sem skólastjóri í Kópavogi. Kennarar eru ný­búnir að semja um launahækkun en Friðþjófi finnst að það megi hlúa betur að þeim verðmæta mannauði sem eru innan veggja skólakerfisins.

Útsjónarsamir kennarar „Á árunum eftir hrun var óumflýjanlegt að fara í umfangsmiklar og sársaukafullar að­ gerðir til ná tökum á fjármálum bæjarins. Það bitnaði ekki síst á skólunum í bænum. En af mikilli samviskusemi, útsjónarsemi og dugnaði hafa kennarar og annað starfsfólk skóla mætt þessum vanda og dregið svo um munar úr neikvæðum áhrifum þeirra sparnaðar­aðgerða sem nauðsynlegt var að ráðast í,“ útskýrir Friðþjófur Helgi. „Nú þegar tímamótaárangur hefur náðst í rekstri bæjar­ins og endurfjármögnun á skuldum hans er tryggð hefur myndast svigrúm til að ráðast í markvissa uppbygginu á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er mikilvægt að við þær aðstæður sem nú eru skapast sé for­ gangs­raðað með markvissum hætti í þágu framtíðar­kynslóða bæjarins,“ segir hann.

75 milljónir í umbyltingu

Hjólreiðar eru lífstíll Hjólreiðarfólki hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár, og nú er svo komið að það þarf að stórefla samgöngur fyrir þennan hóp. Adda María Jóhannsdóttir, sem er í 3. sæti fyrir Samfylkinguna, segir að til standi að stórbæta hjólastíga við stofnbrautir og klára tengingar við hjólastígakerfi í Garðabæ. Sú vinna er þegar langt á veg komin.

Á

undanförnum árum hefur hjóla­menn­ ing stóraukist, og ekki bara aukist, heldur eru hjólreiðar hreinlega orðinn líf­stíll hjá fjöl­mörgum. Þess vegna verðum við að efla aðgengi fyrir þennan hóp,“ segir Adda María. Í upphafi þessa kjörtímabils var skipaður starfs­hópur sem ætlað var að greina ástand hjól­reiða­stíga og hvað Hafnarfjarðar­bær gæti gert til að þjónusta betur hjólreiðafólk. Opnað var fyrir ábendingagátt á heimasíðu bæjar­ins og haldinn opinn fundur þar sem bæjarbúum gafst kostur á að leggja fram tillögur og koma skoðunum sínum á framfæri. Upp úr þessari vinnu var lögð fram framkvæmdaáætlun til þriggja ára um betrum­bætur á hjólasamgöngum.

Uppbygging vel á veg komin „Í kjölfarið gerði Hafnar­fjarðabær sam­komu­ lag við Vega­gerðina um samstarf vegna upp­ byggingar á hjólaleiðum á höfuð­borgarsvæð­ inu þar sem hvor aðili um sig greiðir helming kostnaðar við fram­kvæmdina,“ útskýrir Adda María en til stendur að bæta hjólastíga við stofn­braut­ir bæjarins og klára tengingar við hjóla­stíga­kerfi Garða­bæjar. „Verkefninu lýkur formlega árið 2015 en það ár verður farið í

Faglegt sjálfstæði

átak við að breikka og lagfæra fjölfarna stíga,“ segir Adda María um þessi mikilvægu verkefni sem ekki aðeins eru vistvæn, heldur léttir þetta verulega á miklum umferðarþunga til og frá Hafnarfirði á ákveðnum álagstímum.

Verkefninu lýkur aldrei „Verkefni sem þessu lýkur í raun aldrei form­ lega þar sem alltaf má gera betur,“ áréttar Adda María. „Við þurfum meðal annars að klára göngu- og hjólreiðastíga upp að Hvaleyrar­vatni og í Kaldárssel ásamt því að bæta kortagerð og aðgengi að hjólaleiðum á heima­síðum bæjarins.“ Adda María segir Samfylkinguna hafa verið iðna á þessu kjörtímabili. „Við höf­ um lagt mikla áherslu á uppbyggingu hjól­ reiða­stíga á þessu kjörtímabili og viljum halda því áfram,“ segir hún og bætir við að lokum: „Það er okkar framtíðarsýn að Hafnar­fjörður eflist enn frekar sem hjólabær og að bæjar­búar geti auðveldlega notað hjólin sín hvort heldur til heilsueflingar eða sem sam­göngutæki.“

Friðþjófur Helgi segir að í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2014 er gert ráð fyrir auknu fjár­magni til skóla bæjarins (leik-, grunn- og tónlistarskóla). Um er að ræða 150 milljónir króna og þar af fara 75 milljónir beint í um­ byltingu á notkun upplýsingatækni í skóla­ starfinu í ár. „Endurnýjun tölvubúnaðar hófst í fyrra og áfram hefur verið haldið í ár við kaup á tölv­um og skjávörpum sem og uppsetningu þráð­lausra neta, hugbúnaðarkaupa og annars sem til þarf til að efla þennan þátt skóla­ starfsins,“ segir hann. Friðþjófur bendir á að til viðbótar við þær 75 milljónir sem áður eru nefndar er gert ráð fyrir 35 milljónum til þróunar- og nýsköpunar í skólum bæjarins sem munu meðal annars fara í námskeið fyrir starfsmenn, verkefna­ stjórnun og kennsluráðgjöf á sviði upp­ lýsinga­tækni í skólastarfi.

Vissir þú að... � � � � � �

Eftir sumarið 2014 verður búið að klára allar hjólastígatengingar við Garðabæ? Þá getur þú hjólað á sértækum göngu- og hjólastígum til Reykjavíkur? Það er ekki bara vistvænt að hjóla, heldur gott fyrir heilsuna? Það er mun ódýrara að hjóla en að keyra? Að það er hátt í 80 manns í hjólreiðafélaginu Bjartur? Í það minnsta samkvæmt Facebook-síðu hópsins. Að það er skemmtilegt að hjóla?

„En það er ekki einungis verið að setja inn fjármagn til að efla tölvu- og upp­lýsinga­ tækni í skólastarfi bæjarins. Sam­fylkingin í Hafnarfirði leggur einnig mikla áherslu á að efla faglegt og fjárhagslegt sjálf­stæði grunnskóla bæjarins. Liður í því er áður­ nefndur þróunar- og ný­sköpunar­sjóður,“ segir Friðþjófur Helgi. Alls hefur nú þegar verið úthlutað tæpum 12 milljónum til grunnskólanna og tæpar 11 milljónir til leikskóla til verkefna sem hefjast nú í haust. Á meðal þeirra eru verkefni sem lúta að eflingu læsis, þróun nýbúakennslu, tæknimennt (Legó-hönn­ unar­keppnin), mentorverkefni í ensku og þróun teymiskennslu svo eitthvað sér nefnt. „Þau verkefni sem styrkt eru bera öll vott um það frjóa og góða starf sem er í gangi í grunnskólunum okkar,“ segir Friðþjófur.

Eflum móðurmálskennslu Að mati Friðþjófs er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að kennslu í list-, verk- og tækni­grein­um. „Í því ljósi er brýnt að gera skólunum kleift að efla hana. Verja þarf auknu fjármagni til þeirrar kennslu á næstu misserum. Nú þegar hefur auknu

Friðþjófur Helgi Karlsson Skólastjórinn Friðþjófur segir að við eigum að vera stolt af kennurunum okkar og starfsfólki grunnskólanna.

fjármagni verið varið í fjölgun skiptistunda sem meðal annars er ætlað að efla kennslu í þessum greinum,“ útskýrir hann. „Eins er mjög mikilvægt að auka þjónustu við nýbúa í skólum bæjarins og þá verður sérstaklega horft til þess að efla kennslu í móðurmáli þeirra,“ bætir Friðþjófur við. Hann segir að það megi þó ekki gleyma þeim sem þurfa sérstakan stuðning í námi. Friðþjófur Helgi telur afar brýnt að dregin sé til­baka sú hagræðing sem gerð var á því

sviði í skólum Hafnarfjarðar. „Þetta á einnig við þá nemendur sem eru bráðgerir og vilja eiga kost á því að taka fram­haldsskóla­áfanga á meðan þeir enn stunda nám í grunn­skóla.“

Verum stolt „Mikilvægt er að endurskoða stöðugildi náms­ráð­gjafa í skólum bæjarins sem og að fjölga stöðu­gildum annarra fagstétta s.s. eins og þroska­þjálfa sem afar brýnt er að komi í

auknum mæli inn í skólanna til stuðnings þeim nemendum sem á þurfa að halda,“ segir Friðþjófur. „Allir þessir þættir munu stuðla að eflingu skólastarfsins og gera okkar flotta fagfólki sem skólana skipa betur kleift að sinna sínu starfi,“ bætir hann við. Hann segir að sé afar brýnt að það sé hlúð vel að þeim verðmæta mannauði sem við eigum í skólunum. „Verum stolt af skólunum okkar og því frábæra starfsfólki sem þar starfar. Það á það skilið,“ segir Friðþjófur að lokum.


8 Safnar undirskriftum Ófeigur Friðriksson hefur safnað hátt í 1000 undirskriftum.

Ekki gleyma að kjósa Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 fer fram á skrifstofu sýslumannsins í Hafnarfirði að Bæjarhrauni 18, 3. hæð sem hér segir: Alla virka daga frá mánudeginum 19. maí til föstudagsins 30. maí frá kl. 9.00 til 19.00. Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 13.00 til 16.00. Á kjördag verður opið frá kl. 10.00 til 12.00. Atkvæðagreiðsla ­utan kjörfund­ar fer einnig fram í Laugardalshöll í Reykjavík og er opið þar alla daga frá klukk­an 10:00 – 22:00. Kosið verður í Víðistaðarskóla og Lækjarskóla á kjördag frá klukkan 09:00 til 22:00. Samfylkingin mun bjóða upp á akstur á kjördag. Sími Samfylkingarinnar er: 565-3113

Mikilvægt að íbúar Vallanna hafi rödd Ófeigur Friðriksson hefur gengið á milli húsa síðustu vikur og safnað undirskriftum. Hann vill að Landsnet færi Hamraneslínuna hið fyrsta. Ófeigur segist líka vera kominn með nóg af neikvæðri og skaðlegri umræðu um þetta frábæra svæði. Hann segir Vellina Norðurbæ síns tíma.

F

ólk er búið að taka okkur ótrúlega vel,“ segir Ófeigur Friðriksson, sem er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar, en hann hefur gengið á milli húsa á Völlunum og safn­að undir­skriftum. Ófeigur vill, eins og fjöl­margir íbúar á Völlunum, að Landsnet fjarlægi Hamraneslínu hið fyrsta.

Hagur allra „Það er ómetanlegt að fá stuðning bæjarbúa við þetta verkefni, enda ljóst að það er ekki bara Hafnarfjarðarbær einn sem hefur eitt­ hvað um málið að segja,“ útskýrir Ófeigur, sem sjálfur hefur búið á Völlunum í um ára­ tug. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór upp­runalega að skipta mér af stjórnmálum var sú að ég vildi hafa áhrif á nærumhverfið mitt. Og það er alveg ljóst að það er hagur Hafnar­fjarðar að Vellirnir blómstri,“ segir Ófeigur sem hlær og bætir við: „Og ég vil reyndar að Vellirnir blómstri bókstaflega, enda nauðsynlegt að grænka Vellina líka.“

Norðurbær síns tíma Ófeigur segir að hann hafi tekið eftir um­ ræðum víða, síðustu daga, þar sem neikvæð sjónar­mið gagnvart hverfinu birtast. „Maður er náttúrulega enn að kljást við þessa furðu­ lega orð­ræðu,“ segir Ófeigur sem bætir við að hann sé orðinn ansi þreyttur á því hvernig umræðan hefur þróast um hverfið síðustu ár. „Það er varla að jákvæð frétt birtist um þetta hverfi. Nema náttúrulega hjá okkur. Við líka skiljum mikilvægi hverfisins. Ef fólk hugsar til baka, til hverfisins þar sem ég ólst upp, í Norðurbænum, þá voru það líka Vellir síns tíma,“ segir Ófeigur. „Í dag dettur engum í hug að gera lítið úr Norðurbænum.“

Við erum ekki geislavirk Ófeigur segir að það sé kominn tími til þess að sjónar­miðum íbúa Vallana sé komið á kortið. „Þetta snýst líka um hagsmuni þeirra sem þarna búa,“ segir Ófeigur. „Í

“Í dag dettur Mikilvægt að hafa rödd engum í hug að gera lítið úr RAMÚRSKARANDI Norðurbænum.F FYRIRTÆKI 2013 hvert skiptið sem menn tala hverfið niður, helst fasteignavirði niðri. Það er ekki nógu gott. Enda gríðarlega verðmætt hverfi sem á að fá að njóta sanngirnis í umræðunni,“ segir Ófeigur og bætir við: „Það er stundum eins og fólk haldi að fólk gangi beinlínis geisla­virkt um göturnar, sem er auðvitað fáránlegur málflutningur.“ Ekki er langt síðan fram kom í fréttatíma Ríkis­sjónvarpsins að mengun nærri iðn­ aðar­hverfinu væri mikil. Ófeigur segir ákveðinn létti að sú mengun nái ekki inn í íbúða­hverfið eins og kom fram í fréttinni. „Þetta er engu að síður hið versta mál og það þarf að taka það föstum tökum. Þó svo mengunin nái ekki inn í hverfið, þá líður manni ekkert vel vitandi af þessu úti í hrauninu, þar sem börnin eru jafnvel að leika sér.“

Spurður hvernig hann hafi hugsað sér að gera það, svarar hann því til að það þurfi að fjar­lægja rafmagnslínurnar. „Ég er kannski farinn að hljóma eins og rispuð plata, en ég segi það bara aftur; þessar línur eiga ekki heima í íbúabyggð.“ Ófeigur hefur gengið á milli húsa alla vikuna og safnað undirskriftum. Hann segir að stuðningur og velvilji íbúa sé einstakur. „Það er ljóst að íbúum á Völlunum hefur vantað rödd. Ég er að reyna, og ég ætla að halda áfram, því þetta er gríðarlega mikil­ vægt mál.“

Hátt í 1000 undirskriftir Ófeigur segir að hann hafi safnað hátt í þúsund undirskriftum. „En við verðum að gera betur. Þannig getum við sett raun­ verulega pressu á Landsnet um að færa þessar línur hið fyrsta. Og það kviknaði ákveðin von hjá okkur þegar Landsnet kynnti fyrir skömmu aðgerðaráætlun sína með Suðurnesjalínu 2. Það þýðir samt ekki að slá slöku við, Landsnet ætlaði að vera búin að færa þessar línur. Svo kom auðvitað hrunið. Nú þarf að þrýsta almennilega á fyrir­tækið að færa línurnar. Og það gerist þegar íbúar og bæjaryfirvöld standa þétt saman,“ segir Ófeigur að lokum.

KÆNAN VEITINGASTAÐUR


11

10 Vill finna skapandi leiðir Eyrún Ósk Jónsdóttir vill finna fleiri leiðir til þess að nýta mannauð bæjarins.

Gúgglið leiddi þau saman Brettafélag Hafnarfjarðar var stofnað eftir ákall Margrétar Gauju Magnúsdóttir, bæjarfulltrúa. Jóhann Óskar Borgþórsson svaraði kallinu og tók slaginn með henni. Nú uppskera þau loksins, en glæsileg aðstaða fyrir hjólabrettaiðkendur verður vígð á uppstigningardag í gömlu slökkviliðsstöðinni.

É

Nýtum mannauðinn með skapandi leiðum Eyrún Ósk Jónsdóttir segir menningu og listir ekki bara eitthvað fyrir tyllidagana; heldur einn af hornsteinum lýðræðisins. Hún vill stórefla menningu í Hafnarfirði. Það telur hún sig geta gert, meðal annars með því að stuðla að róttækum breytingum, meðal annars með því að stofna menningar- og listaráð.

B

æjarfélag, sem hlúir að menningu, mannlífi og listsköpun, er blómstrandi bær,“ Segir Eyrún Ósk Jónsdóttir sem er í 5. sæti lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hún vill beita sér fyrir menningu í bænum, enda sjálf á bólakafi í listrænni sköpun. „Ég vil gera menningu og listum hærra undir höfði. Menning er ekki bara afþreying, menning er undirstaða þess að við getum kannað og skoðað hver við erum sem manneskjur,“ segir Eyrún sem sjálf ákvað strax þegar hún var fimm ára gömul að hún vildi verða leikari, leikstjóri og rithöfundur þegar hún yrði stór. Hún segir að bækur og leikrit hafi gefið sér innsýn inn í nýja heima þar sem allt var mögulegt. „Og kannski er það einmitt það sama sem ég heillast að við pólitíkina? Ég er alltaf að reyna að skapa nýjan heim, stundum í skáldsögum, stundum í leikverkum og nú er ég að reyna að skapa betri bæ í gegnum pólitíkina.“

Eyrún segir stjórnmálin og listina þannig nátengd fyrirbæri. En það sé öflugt vopn að nálgast umræðuna og stjórnmálin út frá listrænum sjónarmiðum. Þannig nefnir hún Jón Gnarr sem dæmi. „Manni finnst eins og það sé kominn tími til þess að nálgast þennan heim út frá nýjum forsendum.“

Róttækar hugmyndir Eyrún vill styðja betur við listamenn í Haf­ narfirði og hefur að auki nokkuð róttækar hugmyndir um að breyta menningar- og ferðamálanefnd, sem hún telur meingallaða á nokkra vegu. Þannig vill hún að ráðið verði meira í ætt við fagráð og að það hafi raun­ veruleg völd til þess að styðja við listsköpun í Hafnarfirði, í hvaða formi sem hún er. „Það er mikilvægt að við styðjum við list­ sköpun, því menning og listir eru ekki aðeins eitthvað fyrir fólk að njóta á tyllidögum; listir eru ein af grunnstoðum lýðræðisins.“

“Listir eru ein af grunn­ stoðum lýð­ ræðisins.“ Bjó til fleiri hlutverk Eyrún kenndi leiklist í Flensborg í átta ár. „Þegar ég var sjálf nemandi í Flensborg þá var ég alltaf ósátt við að það voru kannski 30 okkar sem skráðum okkur í leiklistina og svo þegar átti að fara að setja upp eitth­ vað verk að þá voru kannski bara 5 valdir í aðalhlutverk og hinir 25 voru látnir sjá um sviðsmynd og annað slíkt,“ útskýrir Eyrún. „Strax sem unglingur trúði ég nefnilega ekki þeirri mýtu að sumt fólk hefði meiri hæfilei­ ka en annað fólk. Það var og er nefnilega einlæg trú mín að allir hafi eitthvað fram að færa sem er einstakt. Þegar ég fór því sjálf að kenna leiklist tók ég þá ákvörðun að allir nemendur mínur fengju að leika í uppsetningum hjá mér,“ segir Eyrún. Hún

bætir við að hið augljósa hafi þó blasað við henni: „það eru ansi fá leikrit sem eru með 25-30 aðalhlutverkum.“ Eyrún brá því á það ráð að skrifa leikritin með krökkunum, og í þeim var nóg af aðalhlutverkum að finna. „Og þegar einhver sagðist ekki treysta sér til þess að muna margar línur, eða fara með þær klakklaust, spurði ég hvort hann vildi frekar syngja, eða dansa, eða sýna akróbat, eða látbragðsleik. Og þannig fundum við saman út eitthvað einstakt sem hver gat gert og um leið urðu verkin mun persónulegri og metnaðarfyllri.“

Bæjarbúar finni sitt hlutverk Eyrún segir þessa aðferð sína raunar en­ durspegla sýn sína á bæjarpólitíkina. “Ég vil að við leggjum metnað í að finna skapan­ di leiðir til þess að nýta mannauð bæja­ rins,“ segir Eyrún. “Þess vegna vil ég efla íbúalýðræði og fara í átak við það að safna góðum hugmyndum frá bæjarbúum í geg­ num vefsíðuna Betri bær,“ segir hún. Eyrún segir að þannig getur bæjarfélagið fundið eigin rödd og tjáð sig um þau málefni sem að þeim snúa. „Og þá erum við aftur komin að því hvernig ég tel menningu og listir eina af grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Eyrúna að lokum.

g sé fyrir mér og veit að starfinu í heild á eftir að ganga vel og stækka hratt. Við og Hafnarfjarðarbær erum að fylla í gat sem er í íþrótta- og æskulýðsmálum og við erum að byggja til framtíðar,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður hjóla­bretta­ félags Hafnarfjarðar, en lang­ þráð að­ staða fyrir hjóla­brettafólk opnar í gömlu slökkviliðsstöðinni í dag (fimmtudaginn 29. maí). Það er því óhætt að segja að draumur allra hjólbrettaiðkenda í Hafnarfirði sé að verða að veruleika; loksins geta þeir sinnt sínu áhugamáli við kjöraðstæður.

háttað,“ útskýrir Jóhann Óskar spurður út í það hvernig þeir sjái starfið fyrir sér. „Við ætlum að starf­rækja félagið eins og hvert annað íþrótta­félag. Þannig verða skipulagðar æfing­ar fyrir börn, unglinga og fólk á öllum aldri,“ segir hann. „Okkur lang­ar líka til þess að ná íþróttinni upp úr hjólförum sleggjudóma og sýna fram á að þetta er íþrótt, ekki bara eitthvað krakka-hobbí.“

Saga þyrnum stráð

Spurður um aðstöðuna í gömlu slökkvi­liðs­stöðinni svarar Jóhann: „Það er ótrúlega góð tilfinning að komast hingað inn. Og án þessarar að­stöðu væri ekki hægt að byggja upp það metnaðarfulla starf sem okkur langar til þess að standa að.“ Jóhann Óskar segist ekki hefða getað gert þetta án aðstoðar einnar konu. „Mig langar fyrir hönd Brettafélags Hafnar­ fjarðar og stjórn, að þakka Hafnarfjarðarbæ, bæjar­full­trúum, og þá sérstaklega henni Margréti Gauju, fyrir að láta þetta verða að veru­leika,“ segir hann. „Þetta verkefni okkar er einstakt á Íslandi. Vonandi verður það fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í íþrótta- og æskulýðsmálum,“ segir hann svo að lokum.“

Sagan er þó áhugaverð og jafnvel þyrn­ um stráð. Þannig barðist Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar og 2. mað­ur á lista Samfylkingarinnar, strax fyrir betri að­stöðu fyrir þennan hóp þegar hún var kjörin í bæjarstjórn árið 2006. Hún stofnaði þá starfs­hóp á vegum Framkvæmdaráðs og Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar (ÍTH) um uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur. Í kjölfar þess var farið af stað með hönnun og tillögu að aðstöðu á Víði­staðatúni fyrir brettafólkið. Hætt var við þá tillögu þar sem íbúar í kring mótmæltu harðlega.

Svaraði ákalli Margrét Gauja dó þó ekki ráðalaus. Hún skrifaði grein undir fyrirsögninni „Ákall á Bretta­félag Hafnarfjarðar“. Þar óskaði hún eftir því að stofnað yrði brettafélag í bænum sem gæti aðstoðað bæinn við þessa vinnu. „Ég var þá eitthvað að gúggla Brettafélag Hafnar­fjarðar og rakst á þessa grein,“ út­ skýrir Jóhann Óskar, sem þá var að reyna að finna upplýsingar um þetta félag. Hann svaraði því kalli Margrétar, þau hittust á kaffi­húsi og ræddu um möguleikana í þess­ um efn­um. Hann stofnaði því félagið árið 2012 og fékk með sér í lið bæði foreldra og iðkendur.

Einstakt á Íslandi

Barðist fyrir brettagaurum Magga Gauja hefur unnið ötullega að bygg­ ingu bretta­aðstöðu í Hafnar­firði.

Fengu slökkviliðstöðina Og svo voru þau örlítið heppin að auki. Björgunarsveit Hafnar­ fjarðar kláraði sitt nýja og glæsi­ lega hús á dögunum og þá þegar voru þau Margrét Gauja og Jóhann Óskar búin að sjá að gamla slökkviliðsstöðin, þar sem björgunarsveitin var með sína aðstöðu, var kjörin undir brettaiðkun. Bretta­ félagið hefur því gert rekstrarsamning við Hafnar­fjarðarbæ.

Skýr sýn „Við sem erum í stjórn og höfum kom­ið að félaginu höfum allt frá stofn­un þess haft skýra sýn á hvernig starfinu verður

víð Þór Arnarson og Smiður að störfum Da

Breki hjálpuðu til.

Sveittur að vinna Jóhann Óskar

Borgþórsson í stuði.


13

12

Erill fyrir kosningarnar

Það er óhætt að segja að það hefur verið líf og fjör í kringum Samfylkinguna síðustu daga og vikur. Frambjóðendur hafa verið á ferð um allan bæ auk þess sem fjöldinn allur af bæjarbúum hafa heimsótt kosningamiðstöðina og galleríið á Strandgötu 43.

Magga Gauja og Erla

Hjördís Torfadóttir á góðri stundu.

Hljómsveitin Fjörugir tónleikar

nn Gunnar Sveittur þjó

jóns

ér í gervi þ Axel brá s

ðinum. fyrr í mánu

Listaopnun Það va

r fjölmenni á op

nun Önnu Leós

ði fyrir dansi. Milkhouse spila

Myndarlegur á góðri stundu Gunnar

Þór klæddi sig upp og sló í geg

n..

í Gallerí S43.

Fjölbreytt verkefni Gunnar Axel sinnti ótrúlega fjölbreyttum verkefnum. Meðal annars kynnti hann áherslur flokksins fyrir áhorfendum mbl.is.

Fjörugur þjónn Eva Lín þjónaði gestum á kvöldverðargleði.

Töff stelpur Fjölmörg börn prófuðu andlitsmálningu.

Erill á skrifstofunni Það var mikill erill á skrifstofunni og lögðu allir sitt á vogarskálarnar.

Frambjóðendur Blöðunum var líka dreift á Völlunum.


15

14

Ábyrg fjármálastjórn Á næstu fjórum árum mun Samfylkingin leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn, markvissa niðurgreiðslu skulda og nýtingu þess svigrúms sem skapast í rekstri sveitarfélagsins í þágu velferðar og jákvæðrar uppbyggingar. Við viljum samfélag þar sem framtíðin er höfð að leiðarljósi, bæ þar sem allir fá að vera með. Það gerum við með því að tryggja áframhaldandi ábyrgð í rekstri bæjarins. Árangurinn er þegar skýr, svigrúm hefur skapast til frekari uppbyggingar.

Við þurfum að stórauka systkinaafsláttinn

O

kkar framtíðarsýn er að standa vörð um fjölskyldubæinn Hafnarfjörð. Í ölduróti hrunsins höfum við ávallt gætt þess að Hafnarfjörður sé fyrir alla en ekki útvalda. Við höfum staðið vaktina og gætt að grunnþjónustu bæjarins. Þannig höfum við lagt okkur fram um að vernda velferðina og staðið á bremsunni þegar hart hefur verið sótt að lífskjörum bæjarbúa, og það hefur verið raunin.

Brúum bilið Það er alveg skýrt í huga Samfylkingarinnar að það þarf að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og upphaf leikskólagöngu í áföngum. og við viljum vinna markvisst að því á næsta kjörtímabili. Það viljum við meðal annars gera með því að auka framboð leikskólarýma fyrir fjölskyldur með ung börn. Okkar framtíðarsýn er sú að þjónustugjöld leik- og grunnskóla lækki til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þess vegna viljum við endurskoða og hækka tekjuviðmið, auka systkina­afslátt og setja þak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu.

Skemmtilegur miðbær

Öll börn með

Okkar framtíðarsýn byggir á því að Hafnarfjörður eigi að halda áfram að vera skemmtilegur bær þar sem gott er að búa, þar sem lögð er áhersla á að viðhalda sérkennum bæjarins og því sem sem gleður bæjarbúa í lífi og starfi. Sérstök áhersla verði á að styðja við þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað í verslun og þjónustu á Strandgötu með markvissum stuðningi við samtök verslunareigenda á svæðinu og samstarfi allra þeirra sem vilja stuðla að lifandi mannlífi og skemmtilegum miðbæ. Sérstaklega þarf að huga að því að uppbygging á svæðinu taki mið af sérkennum miðbæjarins og gömlu byggðinni sem umlykur hann. Við erum stolt af miðbænum okkar og við viljum gjarnan að aðrir fái að njóta hans með okkur.

Okkar framtíðarsýn er sú að öll börn eigi að geta notið þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Við munum því áfram leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra vegna frístundastarfs barna, meðal annars með hækkun niðurgreiðslna. Við viljum að allir fái að vera með. Eins þarf að stórauka samþættingu skóla- og frístundastarfs barna og koma þannig á betri samfellu á vinnudegi þeirra. Við viljum taka fyrstu skrefin skrefin strax á næsta ári með því að frístundaiðkun verði fléttað inn í stundaskrár yngstu nemendanna á aldrinum 6 – 9 ára.

Listir í grunnskóla Okkar framtíðarsýn sú að auka fjölbreytni í skólastarfi. Það viljum við meðal annars gera með því að auka vægi list- og verkgreina. Við viljum byggja á þeirri reynslu sem hefur skapast í samstarfi grunn­ skólanna og Gaflaraleikhússins og efna til sambærilegs samstarfs við fleiri aðila og á fleiri sviðum, svo sem á sviði myndlistar og söng­listar. Hafnarfjörður er nefnilega listabær. Og við viljum hlúa að næstu kynslóð hæfileikafólks Hafnarfjarðar.

Viljum grænni velli og aukið umferðaröryggi:

Fallegt hafnarsvæði Okkar framtíðarsýn er sú að samhliða jákvæðri uppbyggingu og fegrun Strandgötunnar og nánasta umhverfis, eigi að horfa til uppbyggingar og þróunar svæðisins í og kringum Drafnarslippinn. Þar viljum við taka vel heppnað hafnarsvæði í miðborg Reykjavíkur til fyrirmyndar. Hafnarfjörður á að standa undir nafni og státa sig af glæsilegu hafnarsvæði þar sem menning, þjónusta og veitingahúsarekstur blómstrar. Því við erum jú, hafnarbær.

Býr í vaxandi hverfi Ófeigur vill

standa vörð um Vellina.

Á næstu fjórum árum mun Samfylkingin leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn, markvissa niðurgreiðslu skulda og nýtingu þess svigrúms sem skapast í rekstri sveitarfélagsins í þágu velferðar og jákvæðrar uppbyggingar. Hafnarfjarðarbær hefur lyft grettistaki í skuldamálum bæjarins, sem snarversnuðu eftir hrun. Við viljum samfélag þar sem framtíðin er höfð að leiðarljósi, bæ þar sem allir fá að vera með.

Á næstu fjórum árum ætlum við að … � Tryggja skólunum okkar aukið sjálfstæði og svigrúm til að móta eigin stefnu, m.a. með þróunarsjóði sem skólarnir geta sótt fjármagn í til verkefna sem móta sérkenni þeirra. � Efla færni barna í læsi og stærðfræði í samvinnu við fagfólk leik- og grunnskóla styðja við innra starf skólanna og efla stoðþjónustu. � Fjölga tækifærum barna og unglinga á sviði list og verkgreina ásamt því að tórefla nám í vísinda- og tæknigreinum. � Efla móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna samhliða markvissri íslenskukennslu. � Auka samfelli í vinnudegi barna með því að auka tengingu á milli skóla og tómstundastarfs. � Tryggja öllum börnum hollar og góðar skólamáltíðir óháð efnahag. � Auka samvinnu á milli skólastiga. � Vinna markvisst að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla � Lækka leikskólagjöld þar sem fyrsta skrefið verði að hækka systkinaafslátt og endurskoða tekjuviðmið. � Stuðla að því að allir skólar í Hafnarfirði geti orðið grænfánaskólar með áherslu á umhverfismál. � Auka vægi foreldrastarfs í skólum með t.d. eflingu skólaráða og aukinnar þátttöku þeirra í stefnumótun skólanna.

Með því að nýta aðferðir sem mæta ólíkum þörfum barna viljum við stuðla að því að öll börn geti lesið sér til gagns og þau öðlist þekkingu og færni í undirstöðugreinum eins og lestri og stærðfræði.

Verum best Okkar framtíðarsýn er sú að skólarnir okkar verði í fremstu röð þegar kemur að hag­nýtingu nútíma upplýsingatækni og fjölbreytni í kennsluaðferðum. Við viljum nefnilega ekki bara vera góð í því sem við gerum. Við viljum skara framúr.

Ný hverfi og framtíðaruppbygging Vellirnir eru okkar nýjasta íbúasvæði og þeir hafa upp á margt að bjóða. Meðal annars öflugt skólasamfélag, góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivist í nálægð við ósnortna náttúru, Ásfjall, Ástjörn og Hvaleyrarvatn. Við viljum standa vörð um samfélagið á Völlunum og halda áfram að byggja þar upp gott og eftirsóknarvert íbúahverfi. Þar vegur þyngst endurhönnun á Ásbraut, sem við viljum að verði líflegri, grænni og auðfarnari, án þess að dregið verði úr umferðaröryggi. Við viljum grænni Velli og að raflínur verði lagðar í jörðu. Við viljum líka að framkvæmdir við seinni áfanga Ásvallabrautar, sem tengir svæðið Áslandi og eldri hluta bæjarins, verði sett í forgang. „Þetta er algjörlega frábært fjölskylduhverfi, og nú er kominn tími til þess að gera það enn betur,“ segir Ófeigur Friðriksson, sem er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar og íbúi á Völlunum. Hann hefur meðal annars staðið að undirskriftasöfnun þar sem Landsnet er hvatt til þess að færa rafmagnslínurnar frá Völlunum. „Það er verkefni sem við íbúarnir verðum að standa vel að, enda mikilvægt að Landsnet átti sig á vilja íbúa, og að bæjaryfirvöld styðji vel við bakið á okkur í þessari vegferð,“ segir Ófeigur, sem ætlar að berjast fyrir hverfið sitt. Enda vel þess virði.

Ábyrg fjármálastjórnun

Tryggjum öruggan og heilbrigðan leigumarkað O

kkar framtíðarsýn er sú að í Hafnarfirði verði framboð af húsnæði í samræmi við fjölbreyttar þarfir fólks á öllum aldri og hér geti byggst upp öruggur leigumarkaður samhliða uppbyggingu annarra kosta á húsnæðismarkaði. Sérstakt átak þarf að gera til að fjölga hagkvæmum minni og meðalstórum íbúðum og viljum vil greiða fyrir slíkri uppbyggingu. Á næstu fjórum árum viljum við stuðla að því að byggðar verði að minnsta kosti 500 hagkvæmar íbúðir víða um bæinn með sérstakri áherslu á þéttingu byggðar. Sættum okkur ekki við gallað kerfi Gunnar Axel Axelson sagði í viðtali við blaðið í síðustu viku að stærsti málaflokkurinn, sem sveitarfélögin gætu tekið höndum saman um væru augljóslega húsnæðismálin. „Menn hafa verið að reka húsnæðiskerfi í sitthvoru lagi, og einnig rekið mismunandi reglukerfi á sama tíma. Við þurfum að hugsa þetta mál í miklu stærra samhengi og leita leiða til að koma í veg fyrir að fólk tapi félagslegum grunnréttindum við það eitt að flytjast úr einni götu í þá næstu. Við eigum ekki að sætta okkur við kerfi sem setur fólk í þannig átthagafjötra,“ sagði Gunnar Axel.

Erfitt að fóta sig Gunnar Axel segir að það hafi ekki farið framhjá einum síðustu ár hversu erfitt það er að fóta sig á leigumarkaði á Íslandi. „Áhorfendur fréttatíma hér á landi hafa fylgst skelfingu lostnir með aðstæðum fólks sem er að reyna að fóta sig á þessum markaði. Leiguverð er ótrúlega hátt og íbúðir oft í engu samræmi við leiguverðið,“ segir Gunnar Axel. „Það þarf að tryggja fólki öruggt húsnæði. Leigufélögin þurfa að vera nógu stór og fjölbreytt til þess að mæta fólki ef það eignast óvænt eitt barn eða tvö,“ segir Gunnar Axel.

Það vantar allt öryggi „Það vantar allt öryggi á leigumarkaðinn,“ segir Gunnar Axel og bætir við: „það vantar félög sem ætla ekki að vera neitt annað en leigufélag en hafa ekki gróðasjónarmiðin ein að leiðarljósi.“ Samfylkingin vill þó ekki láta eins hún prediki einhverjar töfralausnir í þessum efnum að sögn Gunnars. Verkefnið er ótrúlega flókið og kallar á samstarf fjölmargra aðila. Gunnar Axel segir mikilvægast í þessum málum að bæjarfélagið hafi skýra stefnu. „Og það höfum við. Það þarf að hlúa að þessum markaði, við þurfum að búa til aðstæður þar sem

Á næstu fjórum árum ætlum við að … � Gera Hafnarfjörð að fyrirmyndarbæ í aðgengismálum � Stuðla að stofnun sérstaks innflytjendaráðs sem verði bæjar­yfir­völdum til ráðgjafar � Stuðla að öflugri heilsugæslu og uppbyggingu nýrrar heilsu­ gæslu­stöðvar á Völlum � Halda áfram uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð � Tryggja að Sólvangur verði okkar helsta öldrunarmiðstöð og frek­ari uppbygging verði styrkt á því svæði � Efna til átaks um að fjölga hagskvæmum minni og meðal­ stór­um íbúðum víða um bæinn með sérstakri áherslu á þéttingu byggðar. � Vinna að undirbúningi opnunar nýrrar félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara � Lækka leikskólagjöld, auka systkinaafslátt og endurskoða og hækka tekju­viðmið viðbótarafsláttar � Auka niðgreiðslur þátttökugjalda í íþrótta- og tóm­stundar­ starfi og auka sveigjanleika í nýtingu þeirra � Halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið um að það finni húsnæði St. Jósefsspítala verðugt hlutverk í þágu nærsamfélagsins í Hafnar­firði � Efla atvinnu með stuðningi fyrir fólk með skerta starfsgetu sem þarf aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði

fjölskyldufólk getur leigt sér öruggt húsnæði kjósi það svo. Það þarf að tryggja að fólk sé ekki að borga nær öll sín laun í húsnæðiskostnað.“

Stærsta velferðarmál samtímans Gunnar Axel segir eitt ljóst í þessu öllu saman. Fólk þarf þak yfir höfuðið. „Þannig er þetta stærsta velferðarmál samtímans. Fólk þarf að búa einhverstaðar. Og ef ástandið á leigumarkaði þróast með sama hætti og það hefur gert síðustu ár, þá er fyrirséð að fjöldi fólks muni hreinlega festast í fátækrargildrum sem erfitt getur verið að vinna sig út úr,“ segir Gunnar Axel.

XS fyrir velferð Við leggjum áherslu á að fólk geti búið sjálfstætt og fái þjónustu sem er sniðin að persónulegum þörfum hvers og eins. Við viljum stefna að því að flestir geti notið notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Við viljum leggja áherslu á virka velferðarstefnu sem miðar að því að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu og skapa því tækifæri til endurkomu á vinnumarkað. Við viljum tryggja góð starfsskilyrði og umhverfi til að laða að okkur hæft og gott starfsfólk sem vinnur í vel­ferðar­ málum.

Verum heilbrigð Samfylkingin í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á lýðheilsu og að efla aðstöðu og auka þekkingu svo hreyfing og heilbrigður lífstíll verði hluti af daglegu lífi. Forvarnarstarf er mikilvægur þáttur því með aukinni fræðslu og þekkingu er verið að gefa íbúum þau tól og tæki sem þarf til að efla þætti heilbrigðis. Við leggjum áherslu á að Hafnar­ fjarðar­bær verði áfram leiðandi í for­ varnar­starfi með þverfaglegri þátt­töku allra sem koma að velferð íbúanna á einhvern hátt, svo sem heilsu­gæslu, íþrótta- og æskulýðsfélaga, félags­mið­ stöðva, forvarnarfulltrúa og lögreglu.


Profile for Alexandra Blanco Malet

Samfylkingin  

Tölublað 3

Samfylkingin  

Tölublað 3

Advertisement