__MAIN_TEXT__

Page 1

Bls 8

Bls 14-15

Stálúlfur

Hafnarfjarðar - Algirdas er gaflari af erlendum uppruna

Krossaraspeki Eyrúnar Óskar

Berst gegn línunum

- Snýst um skýra stefnu

Bls 6

- Ófeigi líður vel á Völlunum

Samfylkingin

Bærinn okkar

Bls 11

Selur kjötsúpu og hugsjónir - Formaður Bersans vill efla almenningssamgöngur

Bls 7

„Þetta er engin algebra“

- Þurfum að skapa öryggi á leigumarkaði - Almenningssamgöngur upp á næsta stig Bls 4-5

Rekið blómabúð í 52 ár - Brynhildur í Burkna segir frá baráttu ömmu sinnar

Bls 10

Úr handbolta í stjórnmálin

- Hafdís segist hafa sterka réttlætiskennd.


2 baerinnokkar.is

Samfylkingin bætir við sig fylgi

Viljum ná fjórða manninum

Partý á Palestínukvöldi Hátt í hundrað manns mættu í kvöldverðargleði Samfylkingarinnar laugardaginn 17. maí síðastliðinn. Mætingin var eðlilega frábær enda bauð Falasteen Abu Libdhe upp á seiðandi kræsingar frá Palestínu. Það var oddvitinn sjálfur, Gunnar Axel Axelsson, sem bauð sá um veislustjórnun. Auk þess var haldið happdrætti þar sem gestir gátu unnið vinninga á borð við gistingu í Malaví, eða að skjóta af boga.

„Við finnum að við erum að styrkja okkar stöðu og að jafnaðarfólk í Hafnarfirði mun standa saman sem sterkur hópur í kosningum nú í lok maí,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði en Samfylkingin mælist með 24% fylgi og er að styrkja stöðu sína á ný í bænum samkvæmt nýrri könnun Gallup sem birt var í Morgunblaðinu nú fyrir helgi. „Þegar 2 ný framboð bætast við þá verður eðlilega meiri dreifing atkvæða en áður, en við ætlum að sækja fram af krafti og tryggja fjórða manninn inn þann 31. maí,“ segir Gunnar Axel en flokkurinn bætir við sig liðlega þremur prósentustigum frá Gallup könnun í febrúar. Á sama tíma missir Sjálfstæðisflokkurinn liðlega sjö prósentustig. „Baráttan mun standa um okkar fjórða mann og við ætlum að ná honum inn. Styrkur Samfylkingarinnar mun hafa agerandi áhrif á að hér verði haldið áfram að byggja upp samfélag í anda jafnaðar með traustri og góðri

Fylgi flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar n Sjálfstæðisflokkurinn

31,6%

n Samfylkingin

24,0%

n Björt framtíð

20,4%

n Vinstri - græn

8,2%

n Píratar

8,1%

n Framsóknarflokkurinn

7,1%

n Annar flokkur eða listi

31,6% 24,0% 0,6% 7,1%

0,6%

8,1%

20,4% 8,2%

Byggt á könnun morgunblaðsins

þjónustu fyrir alla bæjarbúa,“ segir Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar.

Sættum okkur ekki við málamiðlanir

N

Vel heppnað trúðabíó Samfylkingin stóð fyrir einstaklega vel heppnuðu trúðabíói þriðju helgina í maí. Þar stigu á stokk trúðarnir Bettý og Bubbi og gáfu börnum popp og vöfflur auk þess sem þau sýndu börnunum gamlar og fallegar trúðamyndir. Það er óhætt að fullyrða að börnin hafi tekið þessum gleðigjöfum fagnandi enda skein gleðin úr andlitum þeirra á meðan atriðinu stóð. Þá stendur til að halda trúðabíó aftur næsta vetur, þá verður leikurinn endurtekinn í Gaflaraleikhúsinu. Sá viðburður verður auglýstur síðar.

iðurrif þessara mannvirkja var og er ein af lykilforsendunum fyrir uppbyggingu á þessu svæði og við munum því ekki sætta okkur við neitt annað en það sem um var samið,“ segir Gunnar Axel Axels­son, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um þá áætlun Landsnets að ráðast í byggingu á Suður­nesja­línu 2. Niðurrif Hamraneslínu og bygging nýs spennuvirkis fjarri íbúabyggðinni á Völlum hefur alltaf verið háð fram­ kvæmd­um við svokallaða Suður­nesja­ línu 2, sem ætlað er að styrkja raf­orku­ flutningskerfið til og frá Suðurnesjum.

Vinna hefst á þessu ári „Það verkefni var í forgangi hjá Lands­ neti á sínum tíma en fór í uppnám í hruninu og töluverð óvissa hefur ríkt um hvenær það myndi aftur komast á dagskrá,“ útskýrir Gunnar Axel en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa þrýst mjög á Landsnet um að fá skýr svör í þessum efnum. Nú liggur fyrir stað­ fest fram­kvæmda­áætlun Landsnets til næstu þriggja ára sem gerir ráð fyrir að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjist strax á þessu ári en það kom fram í nýrri skýrslu Landsnets sem kom út í vikunni.

Gætum hagsmuna íbúanna „Þetta er gríðarlega mikilvægt mál fyrir íbúa á þessu svæði og svæðið í heild til framtíðar litið. Við höfum talað mjög skýrt í þessu máli og sagt að bærinn

Vallarhátíð Samfylkingarinnar Gunnar Axel Axelsson Verðum að gæta hagsmuna íbúanna.

muni aldrei sætta sig við neinar mála­miðlanir,“ segir Gunnar Axel sem bætir við að þessar fréttir dragi vissulega mjög úr þeirri óvissu sem hefur verið um hvenær Landsnet færi í þetta verkefni. „En við munum eftir sem áður fylgja því fast eftir að farið verði eftir því samkomulagi sem var gert upphaflega og hagsmunir bæjar­

ins og íbúa svæðisins verði tryggð­ir. Við munum ekki gefa neitt eftir í þeim efnum,“ áréttar Gunnar Axel. Í frétt mbl.is um málið sagði að í skýrsl­unni komi fram að marga jarð­ hita­kosti á Suður­nesj­um verði ekki unnt að nýta án þeirr­ar flutn­ings­getu sem 220 kV lína fær­ir ásamt því að N-1 af­hend­ingarör­yggi er ekki full­nægt.

Samfylkingin mun standa fyrir hátíð á Völlunum 24. maí næstkomandi. Boðið verður upp á hoppukastala. Hestar verða á svæðinu fyrir börnin. Grill og fjör fyrir alla. Hátíðin verður haldin við Ásvallalaug og hefst fjörið klukkan 14:00.

Viljum betra aðgengi að fjárhagsupplýsingum bæjarins:

Við erum leiðandi í lýðræðismálum Líflegir borgarafundir Vel heppnuðum borgarafundum lauk fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn. Alls voru þrjú kvöld haldin með frambjóðendum allra flokka en það voru þeir Halldór Árni Sveinsson og Pétur Sigurgunnarsson sem stóðu fyrir fundunum. Lárus Vilhjálmsson í Gaflaraleikhúsinu lánaði svo leikhúsið undir fundina. Allir fulltrúar Samfylkingarinnar stóðu sig glæsilega. Það voru þau Adda María Jóhannsdóttir, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Gunnar Axel Axelsson sem sátu fundina.

Hafnarfjörður hefur á undanförnum árum verið leiðandi á meðal sveitarfélaga í lýðræðismálum og stigið stór skref í átt til aukinnar þátttöku íbúanna í mikilvægum ákvörðunum. Við viljum að Hafnarfjörður haldi áfram að vera í fararbroddi í því. Þetta kemur fram í áherslum Samfylkingarinnar fyrir kosningar. Reynslan af Öldungaráði, Ungmennaráði og notendaráði fatlaðs fólks verði nýtt á fleiri sviðum, meðal annars með stofnun sérstaks innflytjendaráðs skipuðu íbúum að erlendum uppruna sem verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar. Við viljum nýta upplýsingatæknina og nýjar aðferðir við framkvæmd íbúakosninga til að gefa bæjarbúum kost á að hafa áhrif á fleiri sviðum. Við viljum halda að þróa og efla lýðræðisvefinn Betri Hafnarfjörður og nýta hann til að þróa rafrænar kosningar og kannir um einstök málefni. Við viljum að Hafnarfjörður verði áfram í farabroddi sveitarfélaga í þróun nýrra leiða til að auka aðgengi

Lýðæðisbærinn Samfylkingin vill auka beint lýðræði.

almennings að mikilvægum upplýsingum og taka fleiri skref í opnun stjórnsýslunnar á næsta kjörtímabili. Sérsök áhersla verði lögð á að greiða fyrir aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingu og framsetningu þeirra.

Útgefandi: Samfylkingin í Hafnarfirði | Skrifstofa: Strandgötu 43. 555 0499 | Ábyrgðarmaður: Ómar Ásbjörn Óskarsson | Ritstjóri: Valur Grettisson | Umbrot: Alexandra Sharon Róbertsdóttir |Myndir: Sigtryggur Ari Jóhannsson | Auglýsingar: Ruth Bergsdóttir | Sími: 694 4103 | Prentun Ísafold | Dreifing: Pósthúsið.

XS

HAFNARFJÖRÐUR


4

5

“Hús­næðis­ málin eru stærsta velferðar­mál sam­tímans. „Kannski ekki handbolta í Haukum, en þú getur æft fimleika í Gróttu,“ segir hann og uppsker hlátur allra við borðið.

Öflugar samgöngur mikilvægar

Þurfum að skapa meira öryggi á leigumarkaði Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hittust á dögunum í kaffibolla á kaffihúsinu Pallett í Hafnarfirði og fóru yfir möguleika þessara tveggja sveitarfélaga á frekari samvinnu. Blaðamaður reið á vaðið og spurði einfaldlega: Hverjir eru möguleikarnir í samstarfi þessara tveggja sveitarfélaga þar sem hátt í 130 þúsund manns búa?

A

ð mínu mati eru möguleikarnir miklir. Við höfum verið í góðu sam­s tarfi innan Sam­b ands sveitar­félaga á höfuð­borgar­svæð­ inu og þá höfum við verið að horfa til metnaðar­fyllri almennings­sam­ gangna,“ segir Dagur B. Eggertsson, odd­viti Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Farþegum hefur fjölgað um 33 prósent á kjörtímabilinu einu, það hefur bara ekki fjölgað svona mikið í sam­göngu­kerfinu síðan árið 1971,“ segir Dagur sem leggur mikla áherslu á öflugar sam­göngur. „Hugsið ykkur ef allt þetta fólk myndi keyra bíl. Um­ ferðar­kerfið myndi hreinlega springa. Við eigum því ofboðslega mikið þarna inni,“ segir Dagur við Gunnar Axel og bætir við að ávinningur­inn sé ekki aðeins grænn, heldur marg­ borgar það sig að nýta annars­konar sam­göngur. „Ef við horfum á þetta út frá buddunni, þá skiptir miklu máli að auka fjöl­breytni í sam­göngum því hver bíll kostar 60 þúsund krónur á mánuði.“ Gunnar tekur orðið af Degi. „Ég held að þetta sé rétt, samgöngu­málin eru það áþreifan­legasta sem sveitar­félögin hafa náð einhverri samstöðu um síðustu ár. Núna er þetta orðin spurning um að færa almennings­sam­göngur upp á næst stig. Og þá á ég ekki bara við strætóinn. Næsta bylting er handan við hornið, hvort sem það er hrað­vagn eða léttlest.

Svo er mikil­vægt að ræða um hjól­reiðar og aðstöðu fyrir þær í þessu samhengi.“ Gunnar segir að stærsti mála­flokk­ ur­inn, sem sveitarfélögin gætu tekið hönd­um saman í, séu augljóslega hús­næðis­málin. „Menn hafa verið að reka húsnæðiskerfi í sitthvoru lagi, og einnig rekið mis­munandi reglu­kerfi á sama tíma. Við þurfum að hugsa þetta mál í miklu stærra samhengi og leita leiða til að koma í veg fyrir að fólk tapi félags­legum grunn­réttindum við það eitt að flytjast úr einni götu í þá næstu. Við eig­um ekki að sætta okkur við kerfi sem setur fólk í þannig átthagafjötra.

Þarf að skapa öryggi á leigumarkaði Eru þið þá að tala um að umbylta kerfinu? „Það er kannski ekki endi­lega rétta leið­in til þess að orða það,“ svarar Dagur. „Okkar hug­myndir eru í raun­ inni nákvæm­lega þær sömu og hefur verið gert í áratugi í nágranna­löndum okkar, þar sem markmiðið er að stuðla að heil­bigð­um hús­næðis­markaði. Þetta er dálítið líkt einka­bílnum hér á landi. Hingað til hefur ekki verið neitt annað val fyrir fjölskyldur en að reka tvo bíla. Svo loksins þegar boðið er upp á önnur úrræði nýta fjölmargir sér það að ferð­ast með almennings­ samgöng­um. Þannig er mikilvægt að

eina val íbúa á höfuðborgarsvæð­inu sé ekki ein­göngu að kaupa íbúð eða hús, heldur líka að þau eigi kost á lang­tíma­ leigu. Eins er mikilvægt að úrræð­ið sé öruggt, þannig að fólk þurfi ekki að flytja með börnin sín í önnur hverfi vegna þess að eitthvað kemur upp á hjá leigu­salanum.“ „Einmitt,“ segir Gunnar Axel.“ Það þarf að tryggja fólki öruggt húsnæði. Leigu­félögin þurfa að vera nógu stór og fjöl­breytt til þess að mæta fólki ef það eignast óvænt eitt barn eða tvö - og slíkt getur komið upp á óvænt treystið mér, ég hef lent í því sjálfur,“ segir Gunnar Axel og uppsker hlátur við borðið. „Það vantar nefnilega allt öryggi á leigu­markaðinn,“ segir Gunnar Axel og bætir við: „það vantar félög sem ætla ekki að vera neitt annað en leigufélag en hafa ekki gróða­ sjónarmiðin ein að leiðarljósi.“ „Við erum frekar að auka val og öryggi með þeim hug­myndum sem við erum að setja fram,“ segir Dagur. „Við erum alls ekki að finna upp hjólið. Þessar hugmyndir hafa verið til staðar í hundruð ára annarstaðar, en aldrei náð að festa rætur hér af einhverjum ástæðum,“ bætir Dagur við. „En eruð þið komin eitthvað af stað með ykkar hugmyndir?“ spyr Gunnar Axel. „Já, og nei,“ svarar Dagur, „við getum tekið stúdenta­íbúð­irnar sem dæmi, þessar sem er ný­búið að reisa skammt frá Háskóla Íslands. Þar er algjörlega ný hugsun í gangi. Þar er lág leiga og spennandi hönnunar­ hug­myndir í gangi sem aftur lækkar kostn­aðinn,“ útskýrir Dagur. Hann segir að þar sé um rótgróna samstarfs­ aðila að ræða, „aðila sem kunna þetta, og það sem þeir gera, virkar,“ segir Dagur og bætir við að það sé vilji hjá borgar­yfirvöld­um að tvöfalda fjölda stúdentaíbúða í borginni og stórauka búseturéttaríbúðir.

En ef þið ráðist í svona um­fangs­mikið verk­efni eins og að breyta hús­næðis­ markaðinum, þarf þá ekki mun breiðara samstarf á milli sveitar­félag­anna? „Við ætlum ekki að bíða eftir öðrum,“ svara Dagur. „En við viljum gjarnan að fleiri komi með. Og Hafnarfjörður er með mjög svipaðar áherslur og við og hefur þegar axlað mikla ábyrgð í þess­ um mála­flokki,“ segir Dagur og bætir við að ábyrgðin sé misdreifð, „sum sveitar­félög koma til að mynda ekkert á móti þessum hópi.“ „Það er einmitt málið, það er algjört grund­vallar­atriði að ef menn ætla að tryggja lágmarks félagslega fjöl­ breytni, þá má ekki ýta undir félags­ legan að­skilnað, sem hefur verið gert víða, meðal annars í ákvörðunum í skipulags­málum,“ segir Gunnar Axel.

Hvar sjáið þið möguleika á auknu sam­ starfi Reykjavíkur og Hafnar­fjarðar? „Fyrsti augljósi snerti­flötur­inn eru hús­næðis­málin,“ segir Gunnar Axel. „Þar þurfum við að hlýða kalli tím­ans. Þetta sam­starf þarf samt ekkert endilega að vera á bara milli sveitar­félaganna, það er mikil­vægt að fleiri komi að því borði, meðal annars hags­munasamtök launa­fólks og lífeyris­sjóðir. En það er hins­vegar afar mikil­vægt að það sé pólitískur stuðn­ingur við málið í sveitarfélögunum sjálf­um. Sá stuðn­ ingur er til staðar hjá Sam­fylking­unni í Hafnarfirði, sem og í Reykjavík. Það má ekki gleyma því að hús­næðis­málin eru stærsta velferðar­mál sam­tímans hér á landi.“ „Ég er sammála þessu,“ segir Dagur. „En ég vil bæta einu verkefni við þenn­ an lista. Það er kominn tími til þess að taka næstu ákvörðun varðandi almennings­samgöng­ur. Við þurfum að taka ákvörðun á næstu árum hvað tekur við. Eru það hrað­vagnar á hjól­ um eða létt­lestir? Og með því fáum við tækifæri til þess að binda höfuð­borgar­ svæð­ið betur saman. Eins viljum við sjá

Góðir saman Gunnar Axel og Dagur voru hressir eftir kaffibollann.

þróunar­kjarna með hröð­um sam­göng­ um, þá sjáum við fyrir okkur hjóla­leig­ur þar sem fólk getur átt hjól með þús­und öðrum, og hjólað í næsta strætó og til baka.“ „Þetta er rosalega sterkur punktur,“ segir Gunnar Axel. „Ungt fólk, sem við höf­um verið að tala við hér í Hafnar­firði, gerir einmitt þá kröfu að ef þau eiga að búa hér, en taka þátt í samfélaginu í Reykjavík, sem er mjög miðlægt, þá vilja þau búa við raunveruleg úrræði í sam­göngu­málum, svipað og gengur og

gerist annarstaðar í Evrópu. Við verð­um að vera nútímaleg hvað þetta varðar.“

Þetta er engin algebra En hvað með pólitíkina? Landslagið er afar ólíkt í Hafnarfirði og Reykjavík. Hvernig lesið þið í stöðuna? „Pólitíkin leggst vel í mig,“ segir Dagur. „Okkur gengur vel í Reykjavík og skýring­arnar geta verið margar. Ég er svo sem enginn sér­fræðing­ur að lesa í það. En borgar­búar kunna vel að meta

Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang: as@as.is - Heimasíða: www.as.is

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17

RAFGEYMASALAN Dalshrauni 17 5654060

Auka sveigjanleika En hvað með fjölskyldufólkið? Hagnast það ekki á samstarfi sveitarfélaganna? „Við innleiddum náttúrlega á sín­um tíma niðurgreiðslukerfi fyrst sveitar­ félaga, og ég held að það hafi umbylt öllum fors­endum, þátttöku barna í íþrótta- og tómstundarstarfi, sem og tæki­færum íþrótta­félaga til þess að vaxa og dafna,“ segir Gunnar Axel. „Við höfum sett fram þau markmið núna að endur­ s koða þetta kerfi með það að leiðar­ljósi að auka val­ möguleika og sveigjan­leika í kerfinu. Og það þarf ekki að einangra slíkt við Hafnarfjörð.“ Dagur tekur undir þetta og bætir við að bæjarfélög séu misvel búin varð­ andi íþrótta­iðkun. „Til að mynda er skauta­höllin í Reykjavík, svo er góð aðstaða til Tennis­iðkunar í Kópa­vogi og svo fram­vegis,“ segir hann. „En hvernig er þetta í Reykjavík,“ spyr Gunnar Axel, „getur maður til að mynda notað frístundarkortið til þess að æfa handbolta hjá Haukum?“

að það hefur skapast ró og friður í stjórn Reyjavíkur­borgar og þar með ákveðin festa.“ Gunnar Axel er sammála þessu og segir að ákveðin stöðug­leiki hafi komið með meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. „Og svo kann fólk vel að meta að við tók­um erfið mál föstum tökum. Þar vegur Orku­veitan þyngst,“ segir Dagur. „Ef maður skoðar landslagið í Hafnarfirði þá sýnist manni margt vera líkt. Það er alveg ljóst að flokkurinn á gríðar­lega mikið inni.“ Gunnar Axel bætir við að það sé margt líkt með Hafnar­firði og Reykja­vík hvað þetta varðar, „Bæjar­búar hafa séð að meiri­hluti Sam­fylkingarinnar og VG tóku verkefn­in af alvöru og unnu þau vel. Það var einnig gert í friði og ró og árangur­inn er skýr,“ segir Gunnar Axel og bendir til að mynda á stórbætta fjár­ hags­stöðu bæjarins. „Menn náðu þeim mark­miðum sem að var stefnt. En við áttuð­um okkur auðvitað á því dag­inn eftir kosningarnar 2010 að pólitíska landslagið var breytt. Það var alveg fyrir­séð að framboðum myndi fjölga, og það kom mér ekki á óvart, og er í raun ánægju­legt í sjálfu sér og til merkis um að við búum í lifandi lýð­ræðis­samfélagi,“ segir Gunnar Axel sem bætir við að hann standi alltaf með lýð­ræð­inu þegar kemur að því að fjölga röddum í kosningum. Dagur bendir á að Sam­fylkingin í Reykjavík hafi verið að mælast með átján prósent fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Nú erum við yfir 30 prósentum. Það getur því ansi margt gerst á ansi stuttum tíma,“ segir hann. „Ég held að Samfylkingin eigi mikið inni,“ segir Gunnar Axel. „Verkefn­in sem bíða okkar kalla á aðferðir og lausnir jafnaðar­ manna. Málefna­ staða okkar er sterk. Fókusinn er skýr; við ætlum að efla og bæta stöðu fjölskyldu­fólks. Þetta er engin algebra, eins og einhver söng,“ segir Gunnar Axel að lokum.

Trefjar ehf Rafrún ehf

Víkingastræti 1-3 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1213 • mottaka@fjorukrain.is

Hvalur hf

Víkingastræti 1-3 220 Hafnarfjörður Tel.: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjörukrain.is www.fjörukrain.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990


6

7

þurfum “aðVið hafa skýra stefnu.

Rekið blómabúð í miðbænum í 52 ár Brynhildur Helgadóttir rekur blómabúðina Burkna ásamt móður sinni, Gyðu Gísladóttur. Amma Brynhildar stofnaði búðina fyrir rúmum fimmtíu árum síðan. Þá þurfti hún að berjast við lögregluna til þess að fá að framlengja opnunartímann.

K

Krossaraspeki Eyrúnar Þarf að hafa skýra stefnu Eyrún Ósk Jónsdóttir byggir sýn sína í stjórnmálum á krossaraspeki þar sem það eitt skiptir máli að hafa skýra stefnu. Þá dettur maður ekki og slasar sig. Eyrún segir það gríðarlega mikilvægt að fjölbreytt úrræði séu til staðar fyrir ungmenni, þar er mótorsportið mikilvægt.

Í

fyrsta skipti sem ég fór á krossara, þá vorum við að hjóla á braut þar sem voru miklar ójöfnur, holur og stórir moldar­kögglar. Ég datt ofan í hverja holu og um hverja ójöfnu í brautinni, en bróð­ir minn flaug einhvern veginn yfir þær,“ lýsir Eyrún þegar hún segir frá því þegar hún fór fyrst á mótorkross­ hjól. „Svo sagði hann mér að vandamál mitt væri að ég var alltaf að horfa á hvar ég var að keyra en ekki hvert ég væri að stefna. Í mótor­krossinu, eins og í lífinu, skiptir nefnilega svo miklu máli að vera með skýra stefnu, vita hvert maður er að fara, en að vera ekki að einblína stöðugt á allar hindr­anirnar sem eru á veginum því þannig dettur maður,“ segir Eyrún sem vill bjóða upp á fjölbreyttara æskulýðs- íþrótta og tómstundastarf í Hafnarfirði.

Við erum ólík „Við mannfólkið erum jafn ólík og við erum mörg. Það er svo mikilvægt að börn og ungmenni finni sig í einhverju, fái tæki­færi til að þroska með sér áhuga­svið og færni á einhverju sviði,“ segir Eyrún og bætir við að það sé stór hóp­ur ungs fólks sem iðkar ýmsar jaðar­íþrótt­ir hér í Hafnarfirði. „Sumir gætu hugsað þannig að það ætti frekar að setja pening­ana í þær greinar sem flestir iðka og það tómstundar­starf sem flestir sækja. En þá gleymir fólk einu. Að þeir sem sækja æskulýðs- og íþrótta­starf, sem flestir sækja, eru oft í svo mörgu öðru,“ segir Eyrún. „Þeir eru bæði í fótbolta, körfu­bolta og kór, og mæta að auki í félags­miðstöðina. En

þeir sem sækja sértækara æskulýðs- og íþrótta­starf eru oft ekki í neinu öðru. Og við verðum að koma til móts við þann hóp líka,“ segir Eyrún. Hún segir fjöl­breytt val ná til fjölbreytts hóps, og stuðli að aukinni þátttöku í sam­félag­ inu öllu, „og það skilar sér margfalt út í þjóðfélagið allt,“ bætir hún við.

Jákvæð uppsveifla í menningu En hvað með menninguna? „Mér finnst vera ákveðin uppsveifla í menningar- og mannlífi í Hafnar­firði þessa stundina. Hafnarborg er á mjög góðum stað en sú listræna stjórn, sem er þar núna, hefur tekist að gera það að einu af áhugaverðustu listagalleríum á landinu,“ segir Eyrún. „Við eigum líka gríðarlega flott tónlistar­fólk og bær­ inn býður ungu fólki upp á frábæra

Lögreglan lokaði blómabúðinni Brynhildur segir ömmu sína hafa verið frum­kvöðul að mörgu leyti. „til dæmis má nefna að hún var fyrst til þess að lýsa upp búðar­gluggann á kvöldin og á nóttunni. Hún barðist líka fyrir lengri opnunar­tíma á kvöldin og um helgar, en á þeim tíma var engin hefð fyrir svona löngum opnunar­tíma,“ segir Brynhildur sem bætir við að amma sín hafi raunar lent í nokkrum vand­ræðum vegna þessa. „Lögreglan kom iðulega til þess að loka búðinni klukkan sex á kvöldin,“ segir Brynhildur og hlær. En Dúna lét ekki deigan síga. Hún stóð fast á sínu. „Hún hafði betur á endan­um og samdi við bæjar­yfirvöld um lengri opnunar­tíma fyrir eitt ár í senn,“ segir Brynhildur þegar hún fer yfir þessa merkilegu sögu blóma­ búðar­innar.

Bæjarbúar stoltir af miðbænum

Varð ólétt og seldi krossarann Eyrún hefur verið í hestamennsku frá því hún var lítil, „en bræður mínir voru alltaf í mótor­krossinu, svo smátt og smátt fékk ég áhuga á því líka og keypti mér hjól að lokum,“ segir Eyrún. Hún segir þetta passa ágætlega saman, „því ég ríð yfirleitt ekki út á sumrin og á haustin, en þá er einmitt besti tíminn til að krossa,“ segir Eyrún og brosir út í annað. „Ég seldi hjólið þegar ég varð ólétt, en ég á eftir að kaupa mér hjól aftur, það er alveg á hreinu. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að leika mér. Ég er enn í hestamennskunni og svo er ég að snorkla svolítið í fjörunni hér, auk þess sem ég klíf fjöll og fleira.“

veikjan að stofnun búðarinnar voru pappírs­blóm sem amma hóf að gera til að drýgja tekjur heimil­ isins,“ segir Brynhildur Helgadóttir, sem rekur ásamt móður sinni, blóma­búðina Burkna á Linnets­stíg. Búðin hefur verið þar í 52 ár, hvorki meira né minna, og var upp­runa­lega stofnuð í kringum einstaka hand­lagni ömmu Brynhildar, hennar Sigrúnar Þorleifsdóttur, sem er alltaf köll­uð Dúna. Hún stofnaði búðina 10. nóv­em­ber árið 1962 ásamt eigin­ manni sín­um, Gísla Jóni Egilssyni. „Í upphafi seldu börnin úr hverfinu pappírs­blóm­in hennar ömmu með því að ganga úr húsi í hús,“ segir Brynhildur. „Þetta gekk svo vel að það varð svo til þess að Blómabúðin Burkni var stofnuð nokkru síðar.“

Blóma­búðin var fyrstu árin á Strand­ götunni. Árið 1968 flutti hún yfir á Linnet­ stíginn. „Það þótti alveg svakalega djarft því Linnets­ stígur­

“Lögreglan kom iðulega til þess að loka búðinni klukkan sex á kvöldin. inn þótti svo mikið út úr þá“ segir Brynhildur. Aðspurð hvernig henni lítist á þá þróun sem hefur átt sér stað í miðbænum síðustu ár svarar brynhildur: „Við höfum fylgst með þróuninni ansi lengi hér í kringum okkur. Stundum hefur okkur þótt hún einkennast af of mikið af of stórum og miklum bygging­um sem eru byggðar allt of þétt að okkar mati.“ Brynhildur bætir við að þau hefðu viljað sjá lág­reistar bygg­ingar sem myndu falla betur inn í götu­myndina og gætu hýst fjöl­breytta atvinnu­starfssemi af öllum stærð­um og gerðum. Brynhildur segi það samt mjög gott að reka verslun í miðbæ Hafnar­fjarðar. „Bæjarbúar eru stoltir af mið­bænum sínum enda erum við svo heppin að hafa þennan einstaka bæjar­brag sem margir öfunda okkur af að eiga,“ segir Brynhildur og bætir við að okkur Hafn­ firðingum beri að varðveita og hlúa að þessum ein­stöku verð­mætum. „Til okkar koma líka margir viðskipta­vinir úr Reykja­vík og nágranna­sveitar­félög­um til að versla og upplifa þessa einstöku miðbæjarstemningu. Hér eru fjöl­ breytt­ar verslanir, þjónusta, veitinga­ staðir og kaffihús sem fólk sækir í,“ segir Brynhildur.

Þurfum að fegra bæinn Getum við gert meira? „Það má alltaf gera betur og margt hægt að gera til að styrkja miðbæinn,“

Brynhildur Helgadóttir Heldur merkjum ömmu sinnar á lofti í miðbænum.

segir Brynhildur ákveðin. „Það mætti til dæmis byrja á að fegra hann aðeins og gera hann meira aðlaðandi með litum, leik­ tækjum, bekkjum lista­ verkum - og svo auðvitað blómum,“ segir Brynhildur og brosir. „Svo mætti

fjölga við­burðum í miðbænum þar sem allir leggjast á eitt, bærinn, fyrirtæki og áhuga­manna­félög og gera eitthvað snið­ugt og skemmtilegt saman,“ segir þessi öfluga verslunarkona að lokum.

Adda María segist vilja sjá fleiri gönguleiði í ætt við Brúkum bekki:

Vill bæta við útiæfingatækjum Þ Eyrún Ósk Jónsdóttir Eyrún segir jákvæða uppsveiflu í menningarlífinu.

að­stöðu í Músík og Mótor, þar sem það hefur aðgang að æfingahúsnæði, full­búnu stúdíói og fleiru,“ segir hún. Hún segir Gaflaraleikhúsið einnig hafa verið að gera flotta hluti. „Það sem mér finnst hins vegar vanta er að auka um­svif, hlutverk og ákvörðunarvald menningar­nefndar,“ segir Eyrún og bætir við: „Og það þarf að auka fjár­ fram­lög til menningar­mála. Það er fullt af flott­um hlutum í gangi, það þarf bara að styðja markvissara við þá

og kynna betur það sem er í gangi til að efla mannlífið.“ Hún segir „mótorkross-heimspekina sína, um að hafa skýra stefnu, hafa auð­veldað henni lífð töluvert. „Og það er einmitt það sem ég er hrifin af varð­andi Samfylkinguna, stefnan er svo skýr. Málefnin eru skýr og við þurfum ekki að óttast ójöfnur sem eru á leiðinni, heldur ganga hreint til verks og yfirstíga þær hverja á eftir annarri.“

að hefur orðið mikil vitundarvakning á heil­brigð­ um lífs­stíl á undanförnum árum, sem betur fer. Við erum farin að tala meira um lýðheilsu, erum með­vitaðri um ýmsa lífsstílssjúkdóma og leiðir til að vinna gegn þeim,“ segir framhaldsskólakennarinn Adda María Jóhannsdóttir, en hún vill efla Hafnarfjörð sem íþrótta­bæ. Sjálf hefur Adda María alltaf stundað hreyf­ingu. „Hafnar­fjörður er afskaplega fallegur bær og það er bæði gaman að ganga um hann og hlaupa. Ég stundaði langhlaup hér áður fyrr og fann mér þá alltaf nýjar leiðir,“ segir Adda María. „þá fannst mér reyndar alltaf eins og veðrið væri frábært, en það er kannski nostalgía,“ segir hún og hlær. Adda María meiddist á baki fyrir nokkrum árum síðan og hefur ekki stundað langhlaup síðan. Hún segist dauðöfunda fólk sem hún sér á hlaupum víða um bæinn.

Hún segisgt vilja sjá meiri í hafnarfirði í áttina að íþróttabænum Hafnarfirði. „Ég vil sjá enn frekari uppbyggingu á göngu- og hjólastígum um bæinn,“ segir Adda María og bætir við að það hafi verið hugað vel að þessu atriði, „og er strandstígurinn mitt uppáhald – enda sérlega vel heppnaður.“ Adda María segist einnig vilja sjá vatnspósta við stígana, og eins mætti bæta við útiæfingatækjum á nokkrum stöðum. „Við erum með nokkur slík tæki við Suðurbæjarlaug og á Víðistaðatúni sem ég held að allt of fáir viti af,“ segir hún, en þar getur fólk komið við, og gert fjölbreyttar styrktaræfingar eftir hlaup. Öddu Maríu finnst verkefnið, Brúkum bekki, líka frábært, en það er verkefni sem bærinn hefur unnið að í samstarfi við Öldungaráð og Félag eldri borg­ara að frumkvæði Sjúkraþjálfarafélags Íslands. „Ég myndi vilja sjá slíkum gönguleiðum fjölgað,“

segir Adda María að lokum.

Vill efla íþróttabæinn Adda María við útiæfingatæki.


8

Styrkjum Vellina okkar Ætlar að berjast gegn raflínunum

9

Við Skarðshlíðina Gylfi segir hjúkrunarheimilið nútímalegt og mikilvægt fyrir Hafnfirðinga.

É

g flutti á Vellina árið 2005 eftir að hafa próf­að að búa í miðborg Reykjavík­ur vegna vinnu minn­ ar. Mér líkaði reynd­ar afar illa að vera í mið­bænum,“ segir Ófeigur Friðriksson sem er í fjórða sæt­inu á lista Samfylkingarinnar og íbúi á Völl­ un­um. „Mér líður best að hafa friðsælt og rólegt í kringum heimili mitt þannig að þegar ég ákvað að koma aftur til Hafnar­fjarðar fyrir tæpum 10 árum síðan, þá fannst mér Vellirnir mjög spenn­andi,“ segir Ófeigur sem hefur búið á Völl­un­um síðan þá. Hann segir hverf­ið hafa reynst sér vel. „Hér er gott að ala upp börn og svo eru skólarnir frá­bærir.“

Viljum færa okkur frá stofnun til heimilis

Ósanngjörn umræða Finnst þér umræðan um vellina hafa verið ósanngjörn? „Stundum hefur mér fundist um­ ræðan um Vellina heldur ósanngjörn. Bæði hafa Hafnfirðingar sem búa í öðr­um hverfum bæjarins oft talað um að Vellirnir séu hreinlega ekki partur af Hafnar­firði,“ segir Ófeigur sem áréttar að það sé auðvitað af og frá. „Enn frekar má heyra slíka umræðu frá þeim sem búa í Reykjavík og ætla að koma í heim­sókn, þeim finnst ég hreinlega búa uppi í sveit,“ segir Ófeigur og hlær. „Ég lít nú bara á það sem hrós,“ bætir hann við. Ófeigur segir Hafnarfjörð einfaldlega orðinn svo stóran bæ að hann státi af glæsilegu úthverfi eins og Völl­unum. Ófeigur bætir við að hann þekki engan sem hefur búið á Völl­unum og líkað það illa, „enda tölum við, sem búum á Völlunum, afar vel um okkar hverfi.“ Ófeigur segir að ósann­ gjarna um­ræðan komi helst frá þeim sem hafa aldrei búið í þessu frábæra hverfi. „Þetta eru eiginlega hálfgerðir fordómar,“ segir Ófeigur og hlær aftur.

Barist gegn línunum

Gylfi Ingvarsson segir að hjúkrunarheimilið sem fyrirhugað er að byggja í Skarðshlíðinni, verði hið glæsilegasta, auk þess sem íbúar muni geta haldið sjálfstæði sínu og sjálfsákvörunarrétti. Hann segir algjört glapræði að hætta við byggingu heimilisins, slíkt geti frestað byggingu á hjúkrunarheimili í um áratug.

H

júkrunar­heimilið færir okkur frá stofnun til heimilis og er í sam­ræmi við þær áherslur sem við gerum til nútímalegra hjúkrunar­ heimila,“ segir Gylfi Ingvarsson um hjúkrunar­heimil­ið í Skarðs­hlíð sem til stendur að verði reist á næsta ári. Sjálfur er Gylfi að nálgast eftir­launa­ aldur­inn en hann er í áttunda sæti á lista Sam­fylkingarinnar.

Ófeigur Friðriksson Ófeigur vill færa Hamraneslínuna frá Völlunum.

“Hér er gott að ala upp börn og svo eru skólarnir frá­bærir.

Ófeigur hefur farið mikinn síðustu vik­ur og mánuði í baráttu sinni fyrir hverf­inu. Síðast hratt hann af stað undir­skrifta­söfnun þar sem Lands­net er hvatt til þess að færa Hamra­nes­lín­ una sem er alveg ofan í hverfinu. Stór­ tíðindi urðu í þeirri baráttu í mán­uð­ inum þegar Landsnet gaf út að ráðist yrði í framkvæmdir á Suður­nesjalínu 2. „Við sem íbúar og sveitar­ félag sætt­um okkur ekki við frekari tafir og telj­um að nú sé lag og að Lands­ íbúabyggð auk þess sem niður­rif þeirra net verði að koma til móts við okkur er forsenda þess að hægt verði að hefja og setja línurnar í jörðu strax,“ segir framkvæmdir í Skarðshlíðinni.“ Ófeigur. „Línurnar eiga ekkert erindi í Ófeigur segir að Landsnet hafi ítrek­

að frestað framkvæmdum á niðurrifi á þeim rafmagns­línum sem liggja að Völl­unum vegna skorts á verkefnum. „Við höfum gefið eftir vegna þessa, og nú er komið að þeim að sýna lit og hefjast handa,“ segir Ófeigur sem vill engan afslátt gefa í þessu máli. En hvað getur Samfylkingin gert fyrir Vellina? „Ég tel að það sé gífurlega mikilvægt að Sam­fylkingin hlusti á þarfir íbúa Valla­hverfis­ins nú þegar hægt er að hefjast handa við frekari uppbyggingu á hverf­inu,“ segir Ófeigur og bætir við að fram­bjóð­endur og bæjarfulltrúar

Heimili - ekki stofnanir hafi undan­farið fylgst vel með þeirri um­ræðu sem hefur farið fram á meðal íbúa, „auk þess sem okkur hefur tekist að koma Valla­búum í efstu sæti á lista flokksins fyrir sveita­stjórna­kosning­ arn­ar 31. maí, sem munu auðvitað tala máli hverfisins,“ segir hann. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég bauð mig fram til þessara verkefna er einmitt að standa vörð um og þrýsta á frekari uppbyggingu þessa hverfis enda hagur Hafnarfjarðar að Vellirnir blómstri. Það mun ég svo sannarlega gera fái ég umboð til þess,“ bætir Ófeigur við að lokum.

Hjúkrunarheimilið verður hið glæsi­ leg­asta auk þess sem byggt verður á svo­kallaðri Eden-hugmyndafræði í rekstri heimils­ins. Kjarni stefnunnar er í raun einfaldur; hjúkrunar­heimili eru heimili fólks en ekki stofnanir. Hún skorar því á hólm fjölmörg hefðbundin viðmið og gildi sem hafa verið ríkjandi á þessu sviði en eftir sem áður verður lögð áhersla á faglega hjúkrun og líkamsrækt. Af-stofnana­væðing hefur því verið nefnt sem eitt af höfuð­ einkenn­um stefnunnar, sem leggur áherslu á mikil­vægi þess að íbúar haldi sjálfstæði sínu og sjálfs­ákvörðunar­rétti, enda sé það ein af grunn­forsendum þess að fólk geti lifað hamingju­ríku lífi.

Bætir lífsgæði Gylfi bendir á að rannsóknir sýni að Eden-hugmyndafræðin sé öflugt tæki til að bæta lífs­gæði og gæði þjónustu við þá sem búa á hjúkrunarheimil­ um. „Sömu­leiðis sýna þær fram á aukna starfs­ánægju þeirra sem starfa á heimil­um sem innleitt hafa slík við­ mið og áherslur, minnk­aða þörf fyrir lyfja­gjöf og beitingu úrræða á borð við líkams­fjötra. Það sem mestu skiptir er að þeir sem heilsu sinnar vegna þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili, hafi áfram stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Gylfi. En hvað með Sólvang? „Sólvangur hefur gegnt sínu hlut­ verki, en stenst ekki kröfur um nú­tíma hjúkrunar­heimili,“ segir Gylfi. Hann bendir á að Sól­vangur muni öðlast nýtt hlutverk, því samkvæmt sam­þykktri stefnu bæjarins um mál­efni öldrunar­ mála, þá á miðstöð öldrunar­þjónustu að vera á Sólvangi. „Og er hluti af þeirri þjónustu þegar kominn í framkvæmd, því er hér um aukin úrræði í þjónustu við aldraða að ræða,“ segir Gylfi. Upp hefur komið umræða um Sól­ vang og sumir stjórnmálaflokkar sett þá stofnun á oddinn. Gylfi segir upp­

Hjúkrunarheimilið í Skarðshlíð Hér má sjá myndir af hjúkrunarheimilinu.

byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðs­ hlíð byggja á þverpólitískri stefnu­ mótun sem hófst árið 2006. „Það er mikill ábyrgðar­hluti að breyta stefnu sem er svo langt komin, og búið að kosta miklu til,“ segir Gylfi alvarlegur í bragði. „Það á að vera hverjum manni ljóst að þá fer verkefnið út af borð­inu og þar af leiðandi miklum fjár­munum og dýr­mætum tíma sóað,“ segir Gylfi og bætir við: „En það sem væri verst, er að ekki yrði byggt nýtt hjúkrunar­ heimili næstu 10 ár, og þar með væri sú hugmynd fallin út úr öllu skipu­lagi og framkvæmda­áætlun ríkis og sveitar­ félaga.“

Gylfi segir tilraunir stjórn­mála­ manna til þess að fara gegn þessum hug­mynd­um í besta falli lýðskrum, í versta falli til þess gerðar að við­halda óvissu í framtíðarhorfum hjúkrunar­ mála aldraðra í bænum. „Persónulega tel ég Samfylkinguna eina valkostinn til að koma þessu brýna verkefni í fram­ kvæmd,“ segir Gylfi. Og þá eitt að lokum: Gætir þú hugs­ að þér að nýta þér þjónustuna í Skarðs­ hlíð? „Svarið er einfalt við þessari spurn­ ingu: Já, tvímælalaust,“ svarar Gylfi.


10

11

Hélt að stjórnmálin myndu ekki höfða til sín

H

afdís I. Hinriksdóttir er flestum Hafnfirðingum vel kunn. Í það minnsta FH-ingunum. Hún var frábær afrekskona í handbolta. Síðar fór hún að rannsaka kynferðisofbeldi innan íþrótta­hreyfinga og nú starfar hún meðal annars við uppfræðslu innan hreyfinganna. Sjálf segist hún aldrei hafa búist við því að fá áhuga á stjórn­málum. Það hefur breyst. Íþróttir er hornsteinn þjóðfélagsins að mörgu leyti, þær eiga að vera jákvæð upp­lifun barna og fullorðinna fyrir utan það að vera heilnæmar,“ segir Hafdís sem starfar sem förðunarfræðingur og er masters­nemi í félags­ráðgjöf, en hún hefur rann­sakað kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta­hreyfinga. Sjálf er hún lands­þekkt handboltakona, enda spil­ aði Hafdís með FH í fjölmörg ár auk þess að vera í landsliðinu. Nú sinnir hún meðal annars fræðslu fyrir íþrótta­ félög og þjálfara í gegnum íþrótta- og ólympíusambandið. Ritgerð Hafdísar vakti raunar lands­ athygli. „Niður­stöð­urnar voru náttúrulega sláandi. En það frábæra við rann­ sóknina er að hún hefur undið upp á sig þar sem ég starfa að hluta til í dag við að fræða félög og þjálfara um for­varnir í þessum efnum,“ útskýrir Hafdís. „Íþróttir eru einnig þverskurður af þjóð­ félaginu enda stundar um helmingur landsmanna einhverskonar íþróttir,“ segir Hafdís og heldur áfram: „Því má ætla að allt sem fyrirfinnst í samfélaginu finnist líka innan íþrótta. Það eru því margir punktar sem ég gæti tekið hér, en þetta er í raun efni í langan fyrir­lestur. Það þarf að taka eineltismál föstum tökum, berjast á móti misrétti kynjanna, sem mér finnst vera töluvert, og auka endurmenntun þjálfara og starfsmanna félaganna. Siðareglur og verkferlar þurfa að vera á kristaltæru, samfélagið er að breytast og félögin þurfa náttúrulega að bregðast við því,“ segir Hafdís. Hún bætir við að ofbeldi, í hvaða formi sem það er, á aldrei að líðast í samfélaginu, „og þar eru íþróttir auðvitað ekki undanskildar. Mitt álit er það að það þurfi að taka góðan skurk í því að vinna bug á því ofbeldi sem fer fram á þessum vettvangi að ógleymdu því mis­rétti sem konur verða fyrir innan íþrótta.“ Hafdís segist raunar alltaf haldið að hún væri alls ekki pólitísk. „Ég hélt að stjórnmál myndu aldrei höfða til mín,“ segir hún. „En ég hef eiginlega þurft að éta það ofan í mig aftur.“ Hafdís segir það heilla að geta haft jákvæð áhrif á samfélagið sitt. „Eins finnst mér nýsköpun afar áhugaverð, og tel ég að það sé eitthvað sem stjórnmálin eigi að bjóða uppá, og eigi að finna nýjar leiðir til að gera betur.“ Hafdís segir svo að hún búi yfir öðrum gagnlegum kosti sem gæti gagn­ast í stjórnmálaheiminum: „Ég er mikil keppnis­manneskja og hef mikinn metnað, sem ég held að nýtist vel á þess­um vettvangi.“

En hverju viltu áorka í stjórnmálum? „Ég er með gríðarlega sterka rétt­lætis­ kennd og er mikil jafnaðarmanneskja og því verð ég að segja að það er ansi margt í sam­félag­inu sem ég er ekki sátt við,“ segir Hafdís ákveðin. „Samfélags­ mál eru mér einmitt afar hugleikin og

Selur kjötsúpur og berst fyrir umhverfinu Óskar Steinn Ómarsson var aðeins tólf ára gamall þegar hann fór að fylgjast með stjórnmálunum. Í fyrstu voru það síendurtekin átök í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2008 sem einkenndust af sprungnum meirihlutum og pólitískum bellibrögðum. Síðar tók hann þátt í búsáhaldabyltingunni. Í dag berst hann fyrir réttindum hinsegin fólks, umhverfinu og selur kjötsúpu á meðan. Óskar Steinn er formaður Bersans, félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Þ Hafdís Inga Hinriksdóttir Handboltakonan Hafdís hélt að hún væri ekki pólitísk. Nú þarf hún að éta það ofan í sig.

“Ég er með gríðarlega sterka rétt­­ lætis­kennd. horfi ég á pólitík sem ákveðið tækifæri til að bæta samfélagið. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka slaginn var sá möguleiki að ég gæti haft eitthvað um málin að segja, að ég gæti tekið þátt í því að bæta það sem mér finnst ekki nægjanlega gott. Ég tel mig hafa margt gott til málanna að leggja en ég er auðvitað reynslulaus og þarf því einnig að læra inn á það hvernig ég kem mínum sjónarhornum á framfæri.“

Hafdís segist hafa trú á því góða í manneskjunni og þykist vita að almennt vilji fólk ekki bara hafa það gott sjálft, heldur að náunginn hafi það líka gott. „Ég hef einnig trú á mér sjálfri og því sem ég stend fyrir og því ákvað ég að slá til,“ segir þessi bardagakona, sem hefur háð mörg stríðin innan handboltavallarins. Hún segir félagsmál, menntamál, málefni aldraðra og fatlaðra vera sér afar hugleikin, „að ógleymdu fjölskyldufólkinu,“ segir Hafdís sem sjálf er í sambúð með unnustu sinni, Söndru Sigurðardóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og sjúkraþjálfunarnema. Saman eiga þær tvö börn, Birtu og Ágúst. „Ég myndi vilja gera enn betur með þá málaflokka, ásamt því auðvitað að gera öllum börnum í Hafnarfirði fært að stunda tómstundir sem ég myndi vilja niðurgreiða að fullu. Eins tel ég að tómstundastarf barna ætti að fara fram á skólatíma,“ segir Hafdís. „Svo myndi ég einnig vilja sjá forvarnarstarf

lögfest í landinu, hvort sem það snýr að ofbeldi gegn börnum, áfengisneyslu eða eitthvað annað. Það þarf að opna enn frekar á umræðuna.“ Hafdís segist fyrst of fremst vilja bæta nærsamfélagið sitt og efla þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. Þá skilur hún vel hvernig það er að vera fjölskyldukona, enda sjálf með tvö börn. Hún segir gríðarlega mikilvægt að létta undir með fjölskyldufólki og það verði helst gert með því að styðja og styrkja börn í frístundum og íþróttaiðkun. „Slíkt skilar sér bara svo margfalt til baka. Samfélagið allt græðir á því og fjölskyldurnar að auki,“ segir Hafdís enda lifandi dæmi um það hversu góðar íþróttir geta verið fyrir ungt fólk. Hafdís hefur ekki lagt hand­bolta­ skóna endanlega á hilluna. Nú er hún í hópi FH-kvenna í utandeildinni. Aðspurð hvort hún sé ennþá jafn góð, svarar Hafdís umhugsunarlaust, „já, og nokkuð betri að auki.“

að var sirkusinn í Reyjavík sem náði athygli minni fyrst,“ útskýrir Óskar Steinn þegar hann talar um áhuga sinn á stjórnmálum, sem kvikn­ aði þegar hann var ungur. „Spillingin kom mér á óvart, mér fannst illa komið fram við borgarbúa,“ segir þessi nítján ára gamli hugsjónarmaður. Aðeins þrettán ára gamall tók hann virk­an þátt í búsáhaldabyltingunni. „En í seinni tíð hef ég verið virkur í umhverfissamtökum og réttindar­ baráttu hinsegin fólks,“ segir hann. „Ef maður vill sjá breytingar í sam­ félaginu, eða koma í veg fyrir þær, þá á maður að taka virkan þátt og láta í sér heyra,“ segir Óskar Steinn.

Færum stjórnmál nær ungu fólki Áhugi Óskars á stjórnmál­um er athyglis­verður, ekki síst vegna þess að það er ekki sjálf­gefið að ungt fólk hafi áhuga á stjórnmálum, sem þó varðar framtíð þeirra á svo margan hátt. „Ungt fólk heldur að stjórnmál komi þeim ekki við vegna þess að það er aldrei rætt við það um stjórnmál. Stjórn­mál er bara eitthvað sem gerist niðri á Alþingi, og hefur ekkert með þeirra daglega líf að gera. Það þarf að færa stjórn­málin nær ungu fólki svo

það geri sér grein fyrir því hvað stjórn­ málin hafa mikið að segja fyrir líf þeirra og hversu auðvelt það er að hafa áhrif á þau. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að efla borgara­vitund. Það gerum við í gegn­um skólakerfið,“ segir Óskar Steinn.

Þjóðlegur kjötsúpusölumaður Óskar Steinn með svuntu.

Selur súpur með mömmu Óskar Steinn keypti ásamt móður sinni matarbíl á dögunum og staðsetja þau sig við Skólavörðuholt í sumar. Blaðamað­ur fékk einmitt kjötsúpu þegar hann spjall­aði við Óskar Stein um tilurð þess að hann hóf rekstur með móður sinni. „Fyrirtækið heitir Farmer’s soup og býð­ur upp á bragðgóða og næringar­ríka kjötsúpu sem mamma eldar. Mamma er búin að standa í þessu alein, og er búin að vera ótrúlega dugleg,“ segir hann. „Hug­myndin kviknaði í byrjun árs og allt í einu var mamma farin til Þýskalands til að kaupa bílinn,“ segir Óskar Steinn og brosir út í annað. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Við opnuð­um laugardaginn 10. maí og höfum fengið góðar viðtökur og einróma lof. Kjötsúpa er frábær viðbót við matar­flóruna í Reykjavík, og sú sem mamma eldar er einstaklega bragð­ góð og eftir gamalli uppskrift frá lang­

“Kjötsúpa er frábær viðbót við matar­flóruna í Reykjavík. ömmu hennar í Vestmannaeyjum,“ segir Óskar Steinn. Það er því enginn svikinn af kjöt­súpunni hjá Farmer´s soup.

Kennum kynjafræði En ef þú mættir ráða, hvernig myndir þú forgangsraða verkefnunum í þágu ungs fólks? „Ég myndi vilja bæta almenn­ings­ sam­göngur. Lengja þjónustu­tíma strætó, fjölga ferðum og gera hann þannig að raunverulegum valkosti. Einnig vil ég að það verði frítt í strætó fyrir nema. Svo finnst mér mjög mikil­ vægt að allt ungt fólk hafi möguleika á sumar­vinnu, og því á bærinn að bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf. Það þarf líka að koma grunnskólun­um okkar inn í 21. öldina og stórefla notkun snjall­ tækja og internets í kennslu­stofunni, og ég vil sjá fleiri fög kennd sem og meira valfrelsi nemenda. Mér finnst líka nauð­synlegt að kenna kynja­fræði í grunn­skólum, til þess að koma í veg fyrir forneskju­leg viðhorf ungmenna til hlut­verka kynjanna.“


12

13

Palestínsk gleði og trúðabíó Samfylkingin stóð fyrir fjölmörgum viðburðum í síðustu viku. Þar ber þó hæst kvöldverðargleði Samfylkingarinnar þar sem Falasteen Abu Libdeh töfraði fram ótrúlega rétti. Eins mættu trúðar og skemmtu börnum fyrr um daginnn. Gestir voru ánægðir með góðan mat.

mu.

ðarnir ko ar glöð þegar trú

tu Börnin voru af Trúðar með tréspý

ndur þetta

uðbjóðe jört voru st b g a D g o ga ðendur Mag

Opnun frjálsíþróttahúss Árni Páll,

með Breka.

Magga Gauja og Gunnar Axel

kvöld.

Stuðbjó

Stuð í eldhúsinu M

agga Gauja ásam

t Falasteen.

Tónlistarfjör Adda María slær á bongótrommurnar fyrir gesti á kvöldverðargleði Samfylkingarinnar.

Skólastjórinn Það leið ekki á löngu þar til Friðþjófur reif af sér bindið.

Flottur með slaufu Óskar Steinn setti upp betri slaufuna.

Slagverksleikarinn Adda María trommaði upp stemmninguna.

Formaðurinn Árni Páll hélt skálaræðu.


14

15

The Steel Wolf of

Hafnarfjörður

“The language helped me taking my next steps in this new comm­un­ity.

Algirdas Slapikas moved to Iceland in 1998 with his wife, handball player Jolanta Slapikiene. Algirdas founded the football club Stálúlfur (Steel Wolf) and based the name on a medieval Lithuanian legend of an iron wolf seen by Grand Duke Gediminas in a dream.

H

Stálúlfurinn sem gerðist gaflari Algirdas Slapikas flutti til Íslands árið 1998 ásamt eiginkonu sinni og handboltakempunni Jolanta Slapikiene. Algirdas stofnaði fótboltafélagið Stálúlfinn og byggði nafnið á litháenskri sögu um járnúlf sem höfðinginn Gediminas sá í draumi sínum.

E

n hvernig enduðu Algirdas og Jolanta í Hafnarfirði? „Í rauninni var þetta tilviljun,“ segir Algirdas en kona hans, Jolanta, fékk tilboð um að koma til Íslands að spila handbolta með meistara­flokki kvenna í Handbolta hjá FH. „Þá flutt­ um við á Álfa­skeiðið og eigum reyndar frábær­ar minningar þaðan,“ segir Algirdas. Hann segir að þeim hafi líkað vel við á Íslandi. „Jolanta framlengdi því samning­inn og endaði á því að spila með FH í átta ár,“ útskýrir Algirdas. Hann segir að það hafi svo verið árið 2003 sem þau keyptu sér íbúð á Völl­ unum, þar sem þeim líkar vel. „Þetta er frábært svæði. Þarna er stutt í náttúr­ una og alla þjónustu,“ segir hann. „Og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir kom aldrei neitt annað til greina en að búa í Hafnarfirði,“ segir Algirdas. „Það má því eiginlega segja að við séum gafl­arar af erlendum uppruna, enda aldrei búið annarstaðar á Íslandi,“ segir Algirdas og brosir.

Lærði íslensku með góðri hjálp Hvernig er að aðlagast hafnfirsku samfélagi? „Fyrsta árið mitt var erfitt. Ég kunni enga íslensku og gat rétt svo bjargað mér á ensku. En við vorum með heppin með að vera umkringd fólki úr hand­ boltan­um í FH. Liðið hjálpaði okkur

mikið í fyrstu,“ segir Algirdas sem er þakk­látur fyrir stuðninginn. Hægt og rólega fór Algirdas að ná tökum á tungu­málinu. „Svo fór ég í Flensborg og lærði íslensku. Smátt og smátt byrjaði ég að tala tungu­málið,“ segir Algirdas og bætir við að aftur hafi hann fengið góða hjálp, nú frá vinnufélögum. Það er ljóst að Algirdas hefur lagt mikinn metn­að í að læra tungumálið, enda talar hann frábæra íslensku. „Tungu­málakunnáttan hjálpaði mér að stíga næstu skref í þessu nýja sam­félagi. Ég var með litháeskan þátt í útvarpi nýbúa hér í Hafnarfirði, auk þess sem ég skipulagði litháískan bás á fjöl­menningar­dögum árið 2007 og 2008 til þess að sporna við neikvæðri ímynd Litháa á Íslandi,“ segir Algirdas.

Stofnuðu íþróttafélag Það var svo árið 2010 sem hann stofn­ aði íþróttafélag sem ber hið gríðar­lega sterka nafn; Stálúlfurinn. „Árið 2009 var haldið götuboltamót Litháa í Körfubolta á Ásvöllum,“ segir Algirdas og bætir við að ásóknin hafi farið fram úr björtustu vonum. „Þrettán lið tóku þátt og þá þegar sáum við að það var kominn tími til þess að stofna körfu­bolta­lið til þess að taka þátt í Íslands­móti 2. deildar karla haustið á eftir,“ útskýrir hann. „En til þess að verða lög­legir á Íslandsmótinu þurftum

ow did Algirdas and Jolanta end up in Hafnarfjörður? “In fact it was a coincidence,” says Algirdas. His wife Jolanta receiv­ ed was invited to play handball with FH's female champions league in hand­ball. “We moved into an apart­ ment at Álfaskeið and have good mem­ories from that time,” says Algirdas. He says they liked being in Iceland. “So Jolanta extended her contr­act and ended up playing for FH for eight years,” he explains. In 2003 they bought an apartment at Vellir, where they are very happy. “This is a great neighbourhood. It is close to both nature and serv­ ices,” he says. “And when we had settl­ed in the only option for us was to live in Hafnarfjörður,” says Algirdas. “So you could say that we are gaflarar (gaflarar is a term used for people who are born and raised in Hafnarfjörður) of foreign origin because we have never lived any­ where else in Iceland,” says Algirdas smiling.

barely cope in English. But we were lucky because we were surrounded by people from the handball club in FH. The team helped us a lot in the beginning,” says Algirdas who is very thankful for the support they got. Little by little he learned more of the language. “Then I went to Flensborg and studied Icelandic.” And then with time I learned to speak the langu­age better,” says Algirdas and adds that he also got help from his work mates. It is clear that Algirdas put a lot of effort into learning the langu­age, and his Icelandic is very good. “The language helped me taking my next steps in this new comm­ un­ity. I had a Lithuanian radio pro­ gramme on Radio Hafnar­fjörð­ur which was intended for immi­grants in the comm­unity. I also organ­ised a present­ation of Lithuania dur­ing the multicultural days in 2007 and 2008 in order to help prevent a nega­tive image of Lithuanians in Iceland,” says Algirdas.

Learned Icelandic through the help of friends

Founded a sports club

Is it difficult to adjust to the society in Hafnarfjörður? “The first year was difficult. I didn't know any Icelandic and could

In the year 2010 he founded a sports club with the power­ful name Stálúlfur (Steel Wolf) “In 2009 there was a Lithuanian street­ball tournament in basket­ball

Gediminas and the Steel Wolf

Algirdas In 2003 they bought an apartment at Vellir, where they are very happy.

at Ásvellir,” says Algirdas and adds that participation had been more than expected. “Thir­teen teams partici­ pated and we saw it was time to establ­ ish a basket­ball team to take part in the Ice­landic 2. division tournament the next fall.,” he explains. “But in order to be able to partici­pate we had to form a whole sports club,” says Algirdas. There­fore, he and his team mates found­ed the club in 2010.

Where does this epic name come from? “Many people wonder about the name,” says Algirdas and laughs at the reporter's surprise. “The name is based on a medieval legend about the founding of Vilnius, the capital of Lithuania. The legend tells the story of Grand Duke Gediminas who saw an iron wolf in his dream,” says Algirdas. It didn't take us long to decide but we wanted some­thing even better, and steel is stronger than iron. That is where the name Stál­úlfur (Steel Wolf) comes from,” says Algirdas, who is himself bears the name of one of Gediminas' sons. The idea and purpose of the club is to create a venue for sports lovers of foreign origin, encourage a healthy life­style, strengthen identity and help immi­grants adjust to Icelandic society. “We do this by encouraging active and positive communication between Icelanders and immigrants through sports,” says Algirdas. He says participating in sports can help reduce the isolation of people of foreign origin, strengthen the sense of belonging and above all, friendship.

Börn innflytjenda læri eigið tungumál:

Fjölskyldan Algirdas ásamt eiginkonu sinni, Jolöntu, og börnum.

“Í þessari sögu er sagt frá hertog­ anum Gediminas sem dreymdi úlf í járnklæðum. við að stofna heilt íþrótta­félag,“ segir Algirdas. Hann, ásamt félögum sínum, stofn­uðu því félagið árið 2010

Gediminas og Stálúlfurinn En þetta nafn er svakalegt, hvaðan kemur það eiginlega? „Það eru margir sem spyrja um nafn félagsins,“ svarar Algirdas og hlær að undrun blaða­mannsins. „Nafnið má

að mestu rekja til sögu í Vilníu, höfuð­ borg Litháens. Í þessari sögu er sagt frá hertog­anum Gediminas sem dreymdi úlf í járnklæðum,“ segir Algirdas, en sá mikli höfðingi var uppi á þrettándu öld. „Við vorum ekki lengi að ákveða okkur, en við vildum samt hafa eitthvað enn betra, enda er stál sterkara en járn. Þannig varð nafnið Stálúlfur til,“ segir Algirdas, sem sjálfur ber sama nafn og einn af sonum Gediminas. Hug­mynd og tilgangur félags­ins er meðal annars að búa til vettvang fyrir íþrótta­áhuga­ menn af erlendum uppruna, hvetja til heil­brigðra lífshátta, efla sjálfsmynd og aðstoða innflytjendur að að­lagast íslensku sam­ félagi. „Þetta gerum við með því að stuðla að virk­um og skemmtilegum samskiptum milli Íslend­inga og innflytjenda í gegnum íþróttir,“ segir Algirdas. Hann segir þátt­töku í íþróttastarfi rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna, efla sam­ kennd og ekki síst vináttu.

Eflum móðurmálskennslu

S

amfylkingin ætlar að gera átak í því að auka virkni og þátttöku hafnfirskra barna af erlend­ um uppr­una í skipulögðu frístundastarfi á næstu árum verði flokkur­inn kosinn til áhrifa. Þá vill flokkur­inn halda áfram að efla jafningja­fræðslu í forvarnar­skyni gegn einelti og kynþáttafordómum enda skilja fram­bjóðendur mikil­vægi slíkrar fræðslu, og hún virkar. Sam­fylkingin ætlar einnig að efla móður­máls­ kennslu barna af erlendum uppruna samhliða mark­ vissri íslensku­kennslu. Það eru ekki bara sjálfsögð mann­réttindi að á að læra eigið tungumál, heldur er það einnig gríðarlega mikil­vægur grunnur fyrir börnin til þess að takast á við annað náms­efni, hvort sem það eru tungumál eða raungreinar. Þá vilja frambjóðendur Samfylkingarinnar að stofnað verði sérstakt innflytjendaráð sem verði bæjar­yfirvöldum til ráðgjafar um málefni inn­ flytjenda í Hafnarfirði. „Það þarf að sjá til þess að upplýsingaflæði til inn­ flytjenda á vegum bæjarins sé tryggt,“ segir Algirdas Slapikas, frambjóð­andi Sam­fylkingarinnar, sem telur þessi málefni sem Samfylkingin stendur fyrir, þau brýnustu sem ráðast verður í til þess að betrumbæta samfélag innflytjenda.

Börn að leik Samfylkingin ætlar að efla móðurmálskennslu barna innflytjanda.


Drodzy mieszka cy i wyborcy W sobotę 31 maja odbędzie się głosowanie do władz samorządowych Haf­ narfjörður na kolejne 4 lata. Wystawieni kandydaci partii Samfylkingin w Hafnarfjörður to silne osobowości, które mają wiedzę i doświadczenie, świeże pomysły i z całych sił będą starać się uczynić z Hafnarfjörður miasto gdzie wszyscy będą mieli możli­ wości rozwoju, bez względu na sytuację ekonomiczną, płeć, pochodzenie czy status. Samfylkingin w Hafnarfjörður zamierza wykorzystać moment i skoncen­ trować się na poprawie wszystkich usług oraz świadczeń dla dzieci i młodzieży i poprawę warunków życia rodzin w mieście poprzez zmniejszenie opłat przedszkolnych, dodanie zniżki dla rodzeństw, zwiększenie dofinansowań do zajęć pozalekcyjnych i sportowych i ogólne zadbanie o finanse domowe rodzin. Samfylkingin w Hafnarfjörður kładzie duży nacisk na problem miesz­ kaniowy i na to aby dostepność mieszkań na rynku nieruchomości w Haf­ narfjörur była łatwiejsza i korzystniejsza. Samfylkingin w Hafnarfjörður kładzie nacisk na zwiększenie liczby miesz­ kań na rynku nieruchomości o około 500 w ciągu następnych 4 lat.

XS

Samfylkingin w Hafnarfjörður ma jasną strategię, jelś i chodzi o kwestie osób obcego pochodzenia, którzy dzisiaj stanowią 9 % wszystkich mieszkańców miasta. Samfylkingin w Hafnarfjörður zamierza promować naukę języków ojcz­ ystych w szkołach podstawowych miasta, zamierza zwiększyć dla wszystkich mieszkacń ów informacje oraz ich dostępność poprzez stronę internetową miasta, zamierza promować w klubach sportowych przyjmowanie dzieci obcego pochodzenia i ustanowic Rade Imigrantow gdzie mieszkańcy miasta obcego pochodzenia będą mieli molż iwość łatwego dostępu do administracji miasta oraz uzyskania wyraźnego mandatu do przedstawiania uwag i poprawy usług dla wszystkich jego mieszkańców. Lokal wyborczy Samfylkingin w Hafnarfjörður mieści się na ul.Strandgata 43 i będzie otwarty aż do zakończenia głosowania, serdecznie wszystkich zapraszamy. Dodatkowo również można zasięgnąć więcej informacji na stronie www.xshafnarfjordur.is oraz na Facebook. Serdecznie dziękujemy za poświęcony czas. Pozdrawiamy Samfylkingin w Hafnarfjörður.

HAFNARFJÖRÐUR

Profile for Alexandra Blanco Malet

Samfylkingin  

Annað tölublað

Samfylkingin  

Annað tölublað

Advertisement