Page 1

PIPAR/TBWA

SÍA

112862

VIÐ MÆLUM HEILSUNA Lyf & heilsa Hrísalundi bjóða upp á blóðþrýstings-, blóðfitu-, og blóðsykursmælingar sem geta gefið vísbendingar um líkamsástand þitt til framtíðar. Kíktu inn mánudaga eða föstudaga kl. 10–12 eða þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13–15 og við mælum þig.

Sími 462 2444

Opið kl. 10–18 virka daga

V

17. NÓVEMBER 2011 15. tölublað 1. árgangur

I

K

Í LJÓSASKIPTUNUM

Þótt Guðrún Gunnarsdóttir, eigandi Átaks, brosi í ljósaskiptunum við Pollinn hefur hún miklar áhyggjur af vaxandi offitu landsmanna. Sjá bls. 12-13. Mynd: Völundur Jónsson.

VERSLUNARSTJÓRI OG TVEIR STARFSMENN BÓNUSS REKNIR VEGNA ÞJÓFNAÐAR Rannsókn á brotum yfirmanns kom upp um tvo undirmenn. Gögn úr eftirlitsmyndavél skiptu sköpum

Þ

remur starfsmönnum verslunarinnar Bónus við Undirhlíð á Akureyri hefur verið vikið úr starfi vegna þjófnaðar. Rannsókn lögreglu stendur yfir en samkvæmt heimildum blaðsins hefur verslunarstjóri játað nokkurn stuld á matvöru. Tilviljun varð til þess að upp

komst um undirmenn hans tvo. Í tengslum við rannsókn á máli verslunarstjórans voru myndir úr eftirlitsmyndavél þaulskoðaðar og kom þá í ljós að tveir aðrir starfsmenn höfðu stolið vörum. Þeirra brot teljast þó minniháttar. Ekki er talið að um vitorð hafi verið að ræða.

Hrísalundi

www.lyfogheilsa.is

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að málið sé mikið áfall. „Þetta er sorglegur atburður sem vonandi verður þó hægt að læra af “. Orðrómur um að steikum hafi verið stolið úr Bónusversluninni og þær hafi verið seldar á veitingahúsi í bænum á ekki við rök að styðjast samkvæmt heimildum blaðsins innan lögreglu.

U

B

L

A

Ð


2

17. NÓVEMBER 2011

Leiðari

SÖNGGLEÐI

Hingað og ekki lengra

É

g ætla ekki að halda því fram að spilling sé ástæða þess að dóttir Odds Helga Halldórssonar, föður L-listans, hafi verið ráðin verkefnisstjóri Leikfélags Akureyrar. Kannski var hún, efnilegur fatahönnuður, fremst á meðal jafningja í umsóknarferlinu. En augljóslega mætti færa fyrir því rök að það væri hernaðarfræðilegur brilljans að flækja föður L-listans með þessum hætti hagsmunalega inn í framtíð umdeilds félags þar sem umdeildur formaður situr. Þegar annað eins fjárhagslegt klúður er fyrir hendi þarf að mæta því verkefni með faglegri fjarlægð. Ég ætla ekki heldur að halda því fram að spilling sé ástæða þess að þingmaður í Norðausturkjördæmi vildi ekki svara spurningum þessa blaðs á dögunum. Hann sagðist til í að svara sumum spurningum en ekki öllum. Rökin fyrir því að svara ekki, sagði þingmaðurinn, voru að spurningarnar væru leiðandi og í þeim fælust neikvæðar fullyrðingar. En sú gagnrýni hefði getað komið fram í svörum þingmannsins opinberlega. Auðvitað er best að svara bara léttu spurningunum. Það kemur stjórnmálamönnum best. Eru ekki allir bara í stuði? Eigum við ekki öll að vera hress? Ekki síst blaðamenn? Er ekki gott að eiga bara vini meðal pólitíkusa og spunarokka, fá send jólakort og halda svo áfram að yrkja í fréttatímunum um fagra veröld. Fram að næstu kollsteypu? Ég ætla ekki að halda því fram að írski prófessorinn Peadar Kirby sem kom fram í Silfri Egils sl. sunnudag sé alvitur. En glöggt er gests augað. Prófessorinn sagðist furða sig á að hér á landi væri allt vaðandi í hrunfólki og þá ekki síst þingmönnum sem væru enn að gera sig breiða. Í hans heimalandi væri búið að vísa slíku fólki út í ystu myrkur. Ég ætla ekki að halda öðru fram en því að tímabært sé að veita stjórnmálamönnum miklu meira aðhald en þekkst hefur hér á landi. Það segir líka svo í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fjölmiðlar gegna í þeim efnum lykilhlutverki. Það mun kosta, að á minni miðlum hætta stjórnmálamenn og spunarokkar að tala við þá blaðamenn sem vilja ráða spurningum sínum. En það er komið nóg af þöggun og meðvirkni. Það er komið nóg af aumingjaskap blaðamanna hér á landi. Hingað og ekki lengra. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

LOF OG LAST VIKUNNAR Last vikunnar fá þeir fjölmörgu ökumenn sem ekki virða umferðarreglur við neðri hluta Skólastígs. Ökumenn sem koma akandi frá Rósenborg (áður Barnaskóla Akureyrar) eða bílastæðinu þar sem gengið er inn í skólavistun

Fagurlega sungu þau leikskólabörnin á Tröllaborgum gegn einelti á Borgum. Og rektor Háskólans á Akureyri hringdi við sama tilefni Íslandsklukkunni til að vekja okkur öll.

BLÁMANN SKRIFAR

AF LANDSFUNDARVANDA

G

óðir hálsar. – Það mega sjálfstæðismenn eiga að þeir hafa tilhneigingu til að lifa spennandi lífi. Það var nú aldeilis annað en hjá Samfó og VG – þar gerðist ekkert spennandi á landsfundi eða við formannskjör – allt féll í ljúfa löð og Steingrímur og Jóhanna möluðu eins og kettir. (Líklega fordæmislaust hjá Jóhönnu sem er vanari að smala köttum). Satt að segja hélt maður nú að Bjarni Ben væri búinn að éta nægilega mikið ofan í sig með yfirlýsingum varðandi ESB umsóknina til þess að geta verið í friði með formannskjör sitt. Nei, öðru nær. Kvenpeningur flokksins ákvað að ryðjast um fast – enda búinn að snæða lengi á La Primavera – flutti sig yfir á Kolabrautina í Hörpunni og lét til skarar skríða. Sprengjan féll – að maður hélt – Hanna Birna birtist í fjölmiðlum þess albúin að slást við Bjarna um for-

Brekkuskóla virða hvorki skiltið „innakstur bannaður“ á gatnamótum Skólastígs og Möðruvallastrætis, né tvö einstefnuskilti sem eru við götuna. Þetta er því miður alsiða, segir íbúi í bænum, og ekki er nóg með að ökumenn aki á móti akstursstefnu heldur gera sumir þeirra það á svo miklum hraða að íbúum þykir nóg um.

mannssætið – en er maður uppgötvaði skort hennar á sérstöðu í málflutningi virtist manni fremur að púðurkerling hefði fallið en sprengja. Klerkastjórn flokksins lét sér vel líka – en Björn þagði, Kjartan þagði, Hádegismóri þagði, Þorgerður Katrín þagði – Bjarni bauð samkeppnina velkomna – sjálfstæðismenn eru svo

„jafnvel mætti kasta smávegis aukalasti í Akureyrarbæ fyrir að hafa ekki látið fara fram úrbætur í umferðarmálum við Brekkuskóla og Rósenborg,“ segir íbúinn... Lof vikunnar fær starfsfólk skattsins á Akureyri. Allir helstu kostir þess að búa ekki í stórborg birtast

fólki þegar hringt er í hina vinalegu skattstofu á Akureyri. Þar hefur fólk tíma og þar virðist það tilbúið að svara sérhverju erindi. Án þess að pirrast. Slíkt þjónustuviðhorf verður sífellt sjaldgæfara. En í þessu eru Akureyringar góðir. Þess vegna voru mikil mistök að slökkva á starfsemi Já hér í bæ fyrir skemmstu...

mikið fyrir samkeppni eins og allir vita – ítrekaði andstöðu sína við ESB – og sagði það ægilega gott fyrir flokkinn að Hanna Birna byði sig fram. Hanna Birna sagðist líka hafa boðið sig fram fyrir flokkinn. Og lýsti andstöðu sinni við ESB umsókn, kvótafrumvarpið, stjórnlagafrumvarpið, Jóhönnu og Steingrím og líklega Össur líka en ekki Bjarna og ítrekaði hve gott það væri fyrir flokkinn að hún gæfi kost á sér – kona hundvön sigri í kosningum – sérstaklega þó borgarstjórnarkosningum. Ýmsir sjálfstæðismenn hafa lagt kollhúfur, – skiljanlega. Það er ekki þægilegt að gera upp á milli kandidata sem eru jafn gríðarlega frambærilegir og þau Hanna Birna og Bjarni. Hvernig fólk fer að því að velja á milli get ég ekki fjallað um. Það er ekkert grín – og þó, – ég vil benda á einn meginmun á þessum kandidötum: – Bjarni er með utanáliggjandi vatnsgang. Lof fá einnig handboltastuðningsmenn á Akureyri sem ekki láta deigan síga þrátt fyrir afleitt gengi. Skellurinn gegn FH var þyngri en tárum tók sl. sunnudag en ekki dugar annað en að bíta í skjaldarrendur. Hitt er ljóst að haldi liðið áfram á þessari braut verður að grípa til ráðstafana...

AKUREYRI VIKUBLAÐ 15. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 862 0856.

ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is, sími: 862 0856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.


4

17. NÓVEMBER 2011

NÝTT SORPHIRÐUKERFI MÆLIST MJÖG VEL FYRIR Þrír af hverjum fjórum íbúum eru ánægðir með að flokka sorp

N

iðurstöður könnunar á vegum Félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sýna að mikill meirihluti bæjarbúa er ánægður með nýtt sorphirðukerfi. Rúm 76% bæjarbúa eru frekar eða mjög ánægð með kerfið, 7% eru hlutlaus en tæp 17% eru frekar eða mjög óánægð. Símakönnunin var gerð dagana 9. – 16. október 2011 og svöruðu henni 506 bæjarbúar. Spurt var „Hversu ánægð/ur eða óánægð/ur ertu með nýtt sorphirðukerfi á Akureyri“ Vikmörk eru um 4%.

Mun fleiri konur eru ánægðar með nýtt sorphirðukerfi en karlar eða 81% kvenna á móti 71% karla. Þá eykst stuðningurinn með aldri úr 67% meðal þeirra sem eru 30 ára eða yngri í 76% þeirra sem eru 31-60 ára og 84% þeirra sem eru eldri en það. Þeir bæjarbúar sem telja sig vera Akureyringa eru nokkru ánægðari með sorphirðukerfið en aðrir. Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmála flokka er hlynntur sorphirðukerfinu eða 71% kjósenda

90%

Mun fleiri konur eru ánægðar með nýtt sorphirðukerfi Samfylkingarinnar, 74% kjós enda L-listans, 77% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 83% kjósenda Framsóknarflokksins og 90% kjósenda Vinstri-grænna. Enginn munur er á viðhorfum bæjarbúa eftir hverfum. Með nýju sorphirðukerfi er átt við tvískipta tunnu og flokkun sorps hjá íbúum.

EKKI KLÍKUSKAPUR Segir framkvæmdastjóri LA um ráðningu nýs verkefnisstjóra

E

iríkur Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, hafnar því með öllu að aðrar ástæður en faglegar hafi orðið til þess að Helga Mjöll Oddsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri LA til sex mánaða. Helga Mjöll er dóttir

Odds Helga Halldórssonar, formanns bæjarráðs. Hún var valin úr hópi 11 umsækjenda. Fjórir fóru í viðtal en lagt var til grundvallar að viðkomandi hefði reynslu af leikhúsi, gæti byrjað strax og væri reiðubúin að starfa ötullega og bæði á kvöldin og um helgar.

Eiríkur, sem ber ábyrgð á ráðningunni í samráði við stjórn LA, segir að hann hafi einnig haft í huga að ráða þann sem byggi yfir styrkleikum þar sem hann sjálfur væri veikur fyrir vegna hins nána samstarfs sem verður milli verkefnisstjóra og framkvæmdastjóra. Verkefni nýja verkefnisstjórans munu ekki síst felast í markaðs – og kynningarmálum fyrir félagið.

80%

17% eru óánægð með sorpmálin en 76% eru ánægð.

76%

70% 60%

Frekar ánægð 39%

50% 40% 30% 20%

17%

Mjög ánægð 37%

7%

10% 0%

Ánægð

Hvorki né

Frekar óánægð 9% Mjög óánægð 8%

Óánægð

RUGL OG BULL AÐ JARÐGANGAKOSTNAÐUR HAFI TVÖFALDAST

R

anglega hefur því verið haldið fram að kostnaður við jarðgöng hér á landi hafi farið langt umfram áætlanir. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, fer því fjarri að umframkostnaður við jarðgöng hlaupi á 80-90 prósentum eins og haldið var fram á opnum nefndarfundi umhverfisog samgöngunefndar Alþingis í síðustu viku. Þar töluðu sumir þingmenn gegn Vaðlaheiðargöngum, m.a. vegna óvissu um kostnað. „Kostnaður vegna Héðinsfjarðarganga reyndist 17,2 prósentum meiri en

áætlanir gerðu ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af auknum kostnaði vegna gríðarlegs vatnsaga í Ólafsfjarðarhluta ganganna. Efnahagshrunið sem varð hér árið 2008 hjálpaði heldur ekki til,“ segir G. Pétur. Hann bætir við að kostnaður við Bolungarvíkurgöng hafi staðist nánast upp á krónu. „Líklega hefur þetta komist inn í umræðuna með því að menn hafi tekið upphaflegu áætlunina og látið vera að umreikna hana til verðlags og borið síðan saman við endanlegan kostnað á allt öðru verðlagi,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

BÚIÐ AÐ FÆRA VÖRNINA FRÁ GIRÐINGU YFIR Á LEIKSKÓLAKENNARA 70 LJÓSASTAURAR

F

riðrik Bjarnason sem vinnur við uppsetningu girðinga á Akureyri segir vegna umræðu um gaddagirðingar að varasamt sé að vísa vandanum frá einum stað til annars. Friðrik segist ekki gera lítið úr hörmulegum slysum sem orðið hafa vegna gaddagirðinga en ein lausn geti kallað á nýjan vanda. Í þeim leikskólum þar sem ekki séu nú lengur gaddar á girðingum

umhverfis stofnanirnar sé í raun búið að færa vörnina frá girðingunni yfir á leikskólakennara. Sem dæmi sé það þannig nú á leikskólanum Hólmasól við Þórunnarstræti að leikskólakennarar þurfi að fylgjast með hvort leikskólabörn séu að reyna að klifra yfir girðinguna. Þriggja til fjögurra ára barn er að sögn Friðriks fært um að komast yfir þá girðingu gaddalausa. Stórhætta skapist ef barnið kemst yfir og reyni að hlaupa

yfir nærliggjandi götur, þar sem sums staðar er þung umferð. „Það má ekki gleymast að girðingarmar eru settar upp til að fæla fólk frá,“ segir Friðrik. Hann telur að gaddarnir séu í raun ekki vandinn heldur aðgengið að girðingunum. T.d. séu umferðarskilti sums staðar nálægt girðingum og þau eða annað sé sums staðar hægt að nota til að príla upp á girðingar. Því verði að breyta.

BILUÐU Í HVASSVIÐRI

U

m 70 ljósastaurar biluðu í suðvestan hvassviðri á Akureyri í síðustu viku. Göngufólk í Kjarnaskógi taldi þar á svæðinu 22 staura sem hafði slegið út eða bilað og urðu staurar á mörgum öðrum stöðum fyrir einhverjum bilunum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri

á Akureyri segir viðgerðir hafa hafist strax eftir rokið. Allmargir bæjarbúar hafa hringt í Akureyri vikublað og velt upp hvort ljóslausir staurar síðustu daga séu hluti af sparnaði eða hagræðingu. Svo er sem sagt ekki.


Jólaævintýri RESTAURANT

18. og 19. nóvember, 25. og 26. nóvember, 2. og 3. desember, 9. og 10. desember og 16. og 17. desember. Aðrar dagsetningar í boði fyrir hópa.

Stefán Ingólfsson og Kristján Edelstein leika léttan jóladjass. s. Verð 7.800 kr. á mann og 6.800 kr. á mann í hóp (20 eða fleiri). Gerum verðtilboð í aðrar dagsetningar fyrir hópa.

Gistitilboð

Jólahlaðborð og gisting eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunverði, 12.900 kr. á mann. Aukanótt, 6.500 kr á mann.

Þorláksmessuskatan í hádeginu 23. desember. Upplýsingar og borðapantanir: Sími 460 2000 - kea@keahotels.is

Nánar á www.keahotels.is

Það verður sannkölluð ævintýrastemmning á ar: jólahlaðborði Hótel Kea eftirtaldar helgar:


6

17. NÓVEMBER 2011

„ÞAÐ ER EITTHVAÐ ÓTRÚLEGT SEM LEYSIST ÚR LÆÐINGI ÞÁ“ Viðtal við stórsöngvarana Kristján Jóhannsson og Sigríði Thorlacius í tilefni af Aðventuveislu SN 2011

G

rámygla gærdagsins er horfin undir hvítt töfrateppi sem margir óska að vari sem lengst. Skíðafólk horfir spennt til fjalla ásamt börnunum sem skima um eftir rauðum húfum og jólasveinaferðum og spyrja óþolinmóð „hvenær má fara að setja skóinn út í glugga?“ Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands horfir einnig til fjalla enda jólaunnandi og finnst ekki úr vegi að fræðast um jólin hjá stórsöngvurunum Kristjáni Jóhannssyni og Sigríði Thorlacius; sem taka þátt í Aðventuveislu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands 26. og 27. nóvember næstkomandi. Þá verða flutt mörg af eftirlætis jólalögum þjóðarinnar í Hofi og því hátíð í vændum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Kristján og Sigríði þekkja flestir ef ekki allir. Kristján hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma og er fæddur og uppalinn á Akureyri. Sigríður er landsþekkt fyrir seiðandi söng sinn og fallega sviðsframkomu m.a. með hljómsveitinni Hjaltalín. Kristján og Sigríður segjast bæði vera mikið fyrir jólin. Kristján hefur haldið jólin hátíðleg víða um heim enda ferðast mikið á ferli sínum. Hann hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir því að jól geta verið alls staðar, sérstaklega þegar þeim er eytt með ástvinum. „Þetta er ekki spurning um stað heldur með hverjum maður er“ segir Kristján hlýlega. Sigríður Thorlacius samsinnir þessu kíminn á svip og hefur frá ýmsu að segja sem staðfestir orð Kristjáns. „Ég bjó með vinkonu minni í París eitt árið. Við vorum rétt rúmlega tvítugar, svolítið vitlausar og blankar. Það varð til þess að við höfðum ekki efni á að fara heim til Íslands og ákváðum bara að prófa að vera tvær saman þau jólin. Eftir því sem leið á desember fórum við

að efast um að okkur tækist að halda almennileg jól svo við ákváðum bara að hugsa sem minnst um jólin, taka húmorinn á þetta og gera sem best úr öllu. Keyptum virkilega ljótt jólaskraut og ofhlóðum okkar 26 fermetra íbúð

jólunum er ljóst að jólaminningar Kristjáns Jóhannssonar bera í sér blöndu af mikilli sorg og gleði. Kristján minnist erfiðustu og hamingjuríkustu jólanna í lífi sínu. „Erfiðustu jólin mín voru jólin þegar eiginkona mín lést úr

um ból“. „Vissulega ólík jólalög að innihaldi, stemningu og gerð en þau koma mér í jólaskap” segir Kristján og hlær. “ Ég mun aldrei gleyma þegar ég var 8 ára gamall peyi á Akureyri og stóð á svölunum á KEA og söng „Heims um ból“ með obbann af Akureyringum fyrir neðan mig, ég man ég grét úr geðshræringu vegna hræðslu en fyrst og fremst vegna fögnuðar“.

Kristján og Sigríður eru á leið til Akureyrar.

með forljótu skrauti. Svo útbjuggum við marga litla skrítna pakka hvor fyrir aðra og röðuðum undir ljóta gervijólatréð. Við ákváðum þó að gera vel við okkur í mat og drykk og keyptum okkur sína jólakápuna hvor svo við gætum farið sæmilega til fara í messu. Svo þegar klukkan sló 6, gerðist hið merkilega. Jólin einhvern veginn komu líka til okkar. Þó þetta hafi verið svolítið skrýtin jól þá erum við vinkonurnar sammála um að þetta séu ein hátíðlegustu jól sem við höfum nokkurn tímann lifað“. Þegar talið berst að skrýtnustu

krabbameini en það var aðeins ári eftir að ég missti föður minn, nánast upp á dag. Ég var niðurbrotinn maður, rétt rúmlega þrítugur að aldri aleinn í útlandinu. Ég er hinsvegar svo lánsamur að hafa átt jól þar sem ég virkilega var hamingjusamasti maður á jarðríki. Það var þegar ég gekk að eiga núverandi eiginkonu mína, hana Sigurjónu Sverrisdóttur 27. desember 1986“. Inntur eftir uppáhaldsjólalögunum sínum kveðst Kristján njóta klassískra og vel fluttra jólalaga en að uppáhaldslögin séu hinsvegar „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ og „Heims

Talið berst að hinum sanna jólaanda og hvað einkenni hann eiginlega. Sigríður brosir, hallar undir flatt og segir: „Sannur jólaandi er fyrir mér friðurinn og kyrrðin sem kemur yfir allt þegar sjálf jólin ganga í garð eftir allan skarkala jólaundirbúningsins. Þögnin eftir storminn. Ég hef samt, eins og flestir, mjög gaman af ysnum og þysnum sem ríkir allstaðar vikurnar fyrir jól en reyni þó mest af öllu að njóta þess að vera í kringum þá sem mér þykir vænt um og reyni eftir fremsta megni að halda ró minni og sönsum. En þegar hátíðin sjálf gengur

í garð þá er einhvern veginn ekkert hægt að gera nema bara vera og njóta þess að vera. Það er eitthvað ótrúlegt sem leysist úr læðingi þá“. „Ég er innilega sammála“ segir Kristján og bætir við: „Sannur jólaandi einkennist af mannvirðingu, elsku og hlýlegu viðmóti manna á milli“. Hann bætir svo við hugsi: „Mér finnst líka betra að halda stutt og öflug jól, sterkt tengd kirkjunni og trúnni, í stað þess að dragast inn í alla þá markaðsvæðingu sem fylgir jólunum og hefur aukist mikið víða, ekki síst hérna heima á Íslandi“. Bæði Kristján og Sigríður hafa stigið á stokk með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi og hlakka til að endurtaka leikinn. „Það er alltaf yndislegt að koma heim til Akureyrar og Menningarhúsið í Hofi er einstakt og ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að syngja þar“ segir Kristján. Sigríður kinkar samþykk kolli. „Það verður spennandi að syngja saman og það í húsnæði þar sem hljómurinn er einstakur. Svona sambland af klassískum söng, dægurlagasöng, stúlknakór og undirspili sinfóníuhljómsveitar býður upp á spennandi lagaval og ég er viss um að það skapast einstök stemning á tónleikunum“. Að lokum eru Sigríður og Kristján spurð hvort þau eigi góð ráð til Akureyringa og landsmanna allra til að halda gleðileg jól. Það stendur ekki á svari. Kristján segir að mikilvægast sé að vera jákvæður og forðast að hlusta á fréttir yfir jólin. „Samvera með ástvinum er ómetanleg og bestu gjafirnar eru að sýna hvort öðru væntumþykju, ást og umhyggju“. Sigríður tekur undir orð Kristjáns. „Svo sannarlega, þetta snýst allt um kærleika og frið, við ættum að einbeita okkur að því á jólum sem aðra daga“. Þetta voru lokaorð tvíeykisins Sigríðar og Kristjáns sem ætlar að skemmta Akureyringum og nærsveitungum í Aðventuveislu í Hofi 26. og 27. nóvember nk. Framkvæmdastjóri SN kvaddi þau fullur þakklætis og tilhlökkunar til Aðventuveislunnar sem styttist óðum í. Honum fannst hann jafnvel hafa séð glitta í rauða skotthúfu í fjallasýninni sem blasti við honum frá gluggum Menningarhússins Hofs. Texti: Dagbjört Brynja Harðardóttir. Mynd: Frosti Jónsson


8

17. NĂ“VEMBER 2011

HOLLRĂ Ă? HEIMILANNA

OFURFORELDRAR É

9UNI ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

FRà BÆRT ÚRVAL TUNGUSÓFA OG HV�LDARSTÓLA � ÖLLUM STÆR�UM OG LITUM

7ALTONĂ€ ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

,YË´ISTÄŤLL KXÍťHQĂŒTOOĂŒAQDHCCĂŒĂŒBL

'ARYĂ€HVÄĽLDARSTÄŤLL LDÄĽĂŒDÄĽ@ĂŒÄ–MĂŒQ@ERSÄąQHMF@Q AQDHCCĂŒBL

Ofurforeldrar Þjóna fólki sem Þarf ekki Þjónustu og Þurrkar oft ímyndað ryk af húsgÜgnum. Þeir enda gjarnan daginn dauðuppgefnir uppi í sófa. Þar hugga Þeir sig við Þå tilhugsun að Þeir sÊu allavega mikilvÌgir.

2INOA ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

Hinir, bÌði Þeir sem verða fyrir ofurforeldrum og Þeir sem eru hÌttir að hafa ÞÜrf fyrir að snýta Üllum í kringum sig -Êg er ein af Þeim- vita að Þeir eru reyndar síður en svo mikilvÌgir heldur hreinasta plåga.

)TALIANOĂŒLDÄĽĂŒNFĂŒÄ–MĂŒQ@ERSÄąQHMF@Q ĂŒKDMFCĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

Ég er ekki aĂ° leggja til aĂ° Þú hĂŚttir aĂ° sinna skyldum Þínum; snĂ˝ta og hugsa vel um bĂśrnin, heimsĂŚkja Ăśmmu, klappa makanum, heldur aĂ° Þú komist aĂ° ĂžvĂ­ hvaĂ° er Ă­ Þínum verkahring og bĂŚtir Þínum ÞÜrfum ĂĄ “to doâ€? listann.

7ALTON ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCHQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH GaryĂŒLDÄĽĂŒQ@ERSÄąQHMFTĂŒNFĂŒÄ–M ĂŒKDMFCĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

g er ekki menntuð í uppeldisfrÌði, sålfrÌði eða neinu slíku. Mín óvísindalega reynsla er að hÌgt sÊ að skipta foreldrum í tvo flokka: 1. Ofur foreldra og 2. Þå sem eru hÌttir að reyna að troða sÊr í ofurmennisbúninginn.

-IKE ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

ÞÌgindin í fyrirrúmi BJÓ�UM EINNIG UPP à DÖNSK GÆ�ARÚM FRà PASSION OG AMER�SKU D�NUNUM FRà SERTA

KĂ­ktu Ă­ heimsĂłkn og uppfylltu drauma Þína um betri hvĂ­ld. ,Ä”2À˚À"%42)Ă€(6Ĉ,$ÀÀcÀÀ(,Ĉċ!3-Ă˝2!Ă€ÀÀcÀÀĂ€+ÄŽ0!6/')ÀÀcÀÀ3Ĉ-)ÀÀÀÀcÀÀ&!8ÀÀÀÀcÀÀ777,52)3ÀÀcÀÀ,52 ,52)3

Ég var mjÜg óviljug að leggja inn å minn eigin ,,reikning� fyrr en Êg åttaði mig å að við daglegar ,,úthlutanir� hafði reikningurinn minn ekki aðeins klårast, Êg hafði notað allan yfirdråttinn. Með Üðrum orðum fór Êg ekki að hugsa um sjålfa mig fyrr en sjålf vanrÌkslan fór að bitna å Üðrum. Ég las mÊr til um foreldra sem voru líka Þreyttir og fann Þå að Êg var ekki ein. Ég kynnti mÊr stÜðu foreldra í sÜgulegu samhengi og komst að Því að fyrir iðnbyltinguna og í a.m.k. 60.000 år Þar å undan såu ekki aðeins båðir foreldrar heldur Üll stjórfjÜlskyldan um gleðina og vinnuna sem fylgir bÜrnunum og heimilinu. Einn laugardagsmorgun åkvað Êg Því að låta rykið halda åfram að Þyrlast um gólfin meðan Êg skellti mÊr í freyðibað.

YÂŤWDPÂŤQ 9,7$%,27,&6

I\ULUNRQXURJNDUOD

VITABIOTICS VĂ?TAMĂ?NLĂ?NAN

VĂ­tamĂ­n og bĂŚtiefni fyrir mismunandi Ăžarfir einstaklinga Mest seldu vĂ­tamĂ­n Ă­ Bretlandi sem hafa hlotiĂ° hin virtu verĂ°laun „The Queen´s award for enterprise“ Kynntu ÞÊr vĂ­tamĂ­nin nĂĄnar ĂĄ Facebook sĂ­Ă°unni okkar.

FÆST � APÓTEKUM

MELKORKA KRISTINSDĂ“TTIR SKRIFAR

Ég Þåði hjålp við heimilisstÜrfin og pÜssun svo Êg kÌmist í bíó og að hitta vinkonur mínar. Ég kenndi eldra barninu å brauðristina. Ég sótti staðina mína, t.d. veitingastaðinn Þar sem mÊr leið alltaf svo vel åður en Êg drukknaði í ÞÜrfum annarra, gekk um hverfið sem Êg ólst upp í, fór í heimsókn til skyldmenna og skoðaði hlutina Þeirra, sem hÜfðu fylgt mÊr frå barnÌsku. Ég fór í nudd. Keypti mÊr fullt af súkkulaði og lakkrís. Ég bókaði tíma fyrir åhyggjur frå klukkan 19:30-20:00 å fimmtudeginum í nÌstu viku. Ég fór aftur að vinna verkefni sem åttu hug minn allan. à kvÜldin fór Êg í sund og horfði å stjÜrnurnar. Þegar heim var komið kveikti Êg å kerti og settist í besta sófann með mýksta teppið, tebolla og LU kex, fann ryk hlaðinn, uppåhalds geisladiskinn minn og skellti í tÌkið. Þannig fann Êg sjålfa mig småm saman aftur. Og líf fjÜlskyldunnar fór ekki å hvolf Þó Êg hefði Þarfir og Þyrfti minn tíma. � raun varð Êg mun skemmtilegra foreldri fyrir vikið. Eldri stråkurinn okkar er ånÌgður að geta bjargað sÊr, vilji hann ristað brauð. Hann, eins og líklega flest bÜrn, vill gera sem flest sjålfur. Þegar fjÜlskyldan sest saman í sófann í lok dags eru allir stoltir af sínu og Þakklåtir hver fyrir annan.

GRENNDARGRALI HAMPAĂ?

T

Ă­u vikna verkefni lauk hjĂĄ Grunn skĂłlum Akureyrar Ăžeg ar sĂ­Ă°asta vĂ­sbending leiddi nemendur inn Ă­ tiltekiĂ° hĂşs ĂĄ Brekkunni. Ăžar hafĂ°i veriĂ° komiĂ° fyrir grenndargrali svokĂślluĂ°u, forlĂĄta farandbikar sem geyma mun nĂśfn sigurvegaranna. Leikurinn er kenndur viĂ° graliĂ° en um rĂŚĂ°ir ĂĄtak sem ĂŚtlaĂ° er aĂ° efla staĂ°arvitund nemenda og auka skilning Ăžeirra ĂĄ sĂśgu og menningu Akureyrar og nĂĄgrennis. UmsjĂłnarmaĂ°ur ĂĄtaksins er Brynjar Karl Ă“ttarsson. Ă myndinni fagna Ăžeir fĂŠlagarnir Arnar Logi KristjĂĄnsson og Hermann Biering OttĂłsson, nemendur

Ă­ 8. bekk Ă­ GlerĂĄrskĂłla, Ăžeim ĂĄfanga aĂ° hafa fyrstir nemenda Ă­ 8.-10. bekk

ĂĄ Akureyri fundiĂ° graliĂ°. MeĂ° Ăžeim ĂĄ myndinni er Ăłnefndur fĂŠlagi.

AKUREYRARSTOFA FURĂ?AR SIG Ă ĂžINGNEFND

S

tjĂłrn Akureyrarstofu „lĂ˝sir furĂ°u sinni ĂĄ ĂĄkvĂśrĂ°un umhverfis- og samgĂśngunefndar AlĂžingis um aĂ° senda mĂĄliĂ° til Ăşttektar hjĂĄ RĂ­kisendurskoĂ°un nĂş Ăžegar mĂĄliĂ° er komiĂ° ĂĄ lokastig“ eins og ĂžaĂ° er orĂ°aĂ°. Ă? bĂłkun segir aĂ° afgreiĂ°slan muni ĂłhjĂĄkvĂŚmilega fresta mĂĄlinu um Ăłtiltekinn tĂ­ma. Forsendur framkvĂŚmdarinnar sĂŠu byggĂ°ar ĂĄ vinnu sem fram fĂłr Ăžegar viĂ°rĂŚĂ°ur viĂ° lĂ­feyrissjóðina um samgĂśnguframkvĂŚmdir ĂĄttu sĂŠr staĂ° og hafi ekkert breyst sĂ­Ă°an Þå. „Þå sĂĄ nefndin ekki ĂĄstĂŚĂ°u til aĂ° kalla eftir Ăşttekt RĂ­kisendurskoĂ°unar. ĂžvĂ­ er Ăłskiljan-

legt af hverju ĂžaĂ° er gert nĂş Ăžegar tilboĂ° liggja fyrir og sĂŠĂ° er fram ĂĄ aĂ° framkvĂŚmdir geti hafist“ segir stjĂłrn Akureyrarstofu. Einnig segir: „StjĂłrn Akureyrarstofu harmar ĂĄhugaleysi nĂşverandi rĂĄĂ°herra samgĂśngumĂĄla um framkvĂŚmdir viĂ° VaĂ°la heiĂ°argĂśng, sem munu bĂŚta samgĂśngur og umferĂ°arĂśryggi, efla innviĂ°i dreifĂ°ra byggĂ°a, stytta leiĂ°ir og sameina svĂŚĂ°i. StjĂłrnin vonar aĂ° ekki verĂ°i brugĂ°iĂ° fĂŚti fyrir Ăžessa nauĂ°synlegu framkvĂŚmd sem mun hafa Ă­ fĂśr meĂ° sĂŠr jĂĄkvĂŚĂ°a innspĂ˝tingu Ă­ atvinnulĂ­fiĂ° og minna atvinnuleysi.“

Stjórn Akureyrarstofu harmar åhugaleysi núverandi råðherra samgÜngumåla um framkvÌmdir við VaðlaheiðargÜng, sem munu bÌta samgÜngur og umferðarÜryggi, efla innviði dreifðra byggða, stytta leiðir og sameina svÌði.


Austursíða 2 Ő603 Akureyri ŐSími 533 2211 Őwww.nesfrakt.is


10

17. NÓVEMBER 2011

SÖGULEGUR AÐALFUNDUR LEIKFÉLAGS AKUREYRAR

É

g hef aldrei fyrr setið aðalfund sem hefur verið sleginn af áður en auglýst dagskrá var tæmd Það var trúlega gert vegna arfavitlausrar tímasetningar á fundinum, sem byrjaði kl. 17:00 á virkum degi og leiksýning á dagskrá kl. 20:00. Þessi tímasetning leiddi af sér að þó nokkrir félagar gátu ekki mætt vegna vinnu o.fl. Það telst ennfremur til tíðinda að ekki eru fleiri en 17 fullgildir félagar í Leikfélagi Akureyrar (LA) nú, sem fyrrum taldi nokkra tugi félaga. Klíka sú sem ráðið hefur ríkjum í félaginu mörg undanfarin ár og ráðið öllu um skipan stjórnar hverju sinni hefur ekki kært sig um öflugt bakland með fjölgun félaga sem annars er mjög mikilvægt fyrir lýðræðislegt starf í félaginu. Í lögum félagsins, 9. Grein, stendur m.a.: „í félaginu skal starfandi uppstillinganefnd. Uppstillinganefnd skipa þrír menn. Einn tilnefndur af stjórn félagsins og er sá formaður nefndarinnar, einn kjörinn á aðalfundi og einn af Akureyrarbæ“. Ég undirritaður bar á fundinum fram vantrauststillögu á stjórn LA; sem var felld, og einnig bar ég fram lista með nýrri stjórn með mjög frambærilegu fólki, t.d. tveimur fyrrum félögum og leikurum hjá LA og með þeim mikið áhugafólk og velunnara leikfélagsins

UPPSTILLINGANEFNDIN Þar sem ég var alls ekki viss um hvernig nefnd þessi væri skipuð spurði ég fyrir nokkru formann stjórnar Akureyrarstofu, sem er frá L-listanum hver væri fulltrúi bæjarins í nefndinni og hafði hún ekki hugmynd um það og hafði ekki kynnt sér málið. Ég bað þá um að ég, sem nefndarmaður hjá Akureyrarbæ yrði skipaður. Næsta sem ég frétti var að formaðurinn hefði skipað Þórgný Dýrfjörð, af öllum, í nefndina. Þetta var slæm skipan. En auðvitað við hæfi þar sem einn úr gömlu klíkunni sat fyrir í nefndinni þó ég hafi ekki hugmynd um hvernig hann var tilkominn. Fyrir utan svo það að nefndarfulltrúar eiga að vera þrír en voru bara tveir og efast ég um lögmæti þessa gjörnings og hefði verið upplagt fyrir samninganefndina um 30 milljón króna lánið að fylgjast betur með hvað í raun er að gerast innan raða LA. Vinnubrögðin á fundinum voru kannski eftir öðru hjá LA en allt var auðvitað látið gott heita og þessir kumpánar tveir báru fram á móti mér lista, sem einkenndist ekki af fagfólki eins og var á mínum lista; kemst ég ekki hjá að geta þess að einn er lektor við Háskólann á Akureyri og áhugasamur um kvikmyndir að eigin sögn og auðvelt að geta sér til um hver hefur

HEILSA

STYRKUR

dregið hann til ábyrgðar í félaginu og annar eigandi í hótelrekstri hér i bæ og kemur sér vel því Sigrún Björk hefur sagt að atvinnuleikhús sé mikilvægt til að sópa fólki í bæinn því það komi sér svo vel fyrir allan hótelrekstur hér í bæ en eins og flestir vita er hún hótelstjóri eins stærsta hótelsins og gott fyrir félagið að fá annan hótelrekanda í stjórnina til reksturs atvinnuleikhúss því almenningur borgar tapið

ur sagt í blaðaviðtali að hann sé á móti skerðingu fjárframframlaga til LA en segist ekki á móti breyttu rekstrarformi. Mér lýst mjög vel á það ÁBYRGÐIN ÖLL HJÁ STJÓRNINNI Í 16. grein laga LA segir m.a.: „Stjórn félagsins ræður leikhússtjóra til þriggja ára að undangenginni Auglýsingu“. Síðan í 18. grein m.a.: „Stjórn félagsins

Hjörleifur Hallgríms framkvæmdastjóri og mikill áhugamaður um leikhús Það virðist ekki skipta máli í þessu sambandi þó nær 100 milljónir hafi tapast hjá LA allra síðustu ár Ég er ekki tilbúinn til að taka þátt í þessu en hvað með þig Akureyringur góður? Ljósið í myrkrinu er þó það að Oddur Helgi, forseti bæjarstjórnar, hef-

VELLÍÐAN

Slökunarnudd – 5.900,Fótasnyrting – 5.900,Handsnyrting – 5.900,Húðhreinsun – 5.900,Heilsudrykkir (10 stk.) – 5.900,Skrúbbmeðferð – 5.900,Mánaðarkort í líkamsrækt – 5.900,Þriggja mánaða kort í líkamsrækt – 12.900,Gjafabréfin koma í fallegum gjafaöskjum með jólaslaufu – tilbúið undir tréð

Jólin koma...

ræður framkvæmdastjóra að undangenginni Auglýsingu“. En aðal greinin er sú 10. en þar segir svo m.a. (leturbreytingar mínar): „Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins (sbr. 2.grein) með þeim takmörkunum, sem lög þessi setja. Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félagsins og BER ÁBYRGÐ Á FJÁRREIÐUM ÞESS. Hún skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðilum og er undirskrift formanns nægileg til þess. Stjórnin setur sér stafsreglur». Svo mörg eru þau orð Þarf nú lengur vitnanna við hvar ábyrgðin liggur. Núverandi formaður stjórnar LA vill kenna forvera sínum um að hann hafi fullvissað sig um að hún væri að taka við góðu búi en var ekki aðal tapið vegna Rocky Horror, sem var ekki byrjað að sýna fyrr en um haustið 2010 og reikningsár félagsins er frá 1.ágúst til 31. júlí en ég er alls ekki að draga úr þætti fyrrv. formanns sjórnar LA, Sigmundar Ernis. Það átti auðvitað aldrei að fara inn í Hof með R.H. og láta Samkomuhúsið nægja til þessara hluta og enn vitlausara var að hefja sýningar að nýju í febrúar á þessu ári. Núverandi formaður stjórnar tók við 2. des. 2010 og hefði einhver nýkjörinn formaður byrjað á því að fara ofan í alla reikninga og rekstur félagsins en það virðist ekki hafa verið gert og síðan kom stjórn félagsins eins og hún lagði sig af fjöllum í byrjun sumars s.l. og uppskar 70 milljóna kr. tap. Þá var hafist handa af röggsamri stjórninni og framkvæmdastjórinn rekinn og þar sem ekki nóg var að gert var leikhússtjórinn líka rekinn, en eftir sátu skúrkarnir. Það er a.m.k. óskiljanlegt hvers leikhússtjórinn átti að gjalda, skaðinn var skeður og átti hún að sjálfsögðu að klára leikárið undir „styrkri“ stórn, stjórnar leikfélagsins. Ekki er vitað hvað þarf að borga leikhússtjóranum í biðlaun og svo á að ráða verkefnisstjóra út leikárið og eitthvað kostar það. En það kannski munar ekkert um það í allri óráðssíunni MENNINGARSNOBBIÐ

www.atakak.is I s: 461 4440 / s: 461 4444

Það er með ólíkindum að ekkert hafi verið sett út á stjórnarhætti klíkunnar hjá LA, nema lítið kvak

frá mér undirrituðum en ég vona svo sannarlega að komið sé að leiðarlokum. Það liggja hjá stjórninni þrjár tillögur gagngert til að opna og hagræða hjá félaginu og gefa fleirum færi á að vera með Eins og lög félagsins segja til um nú þarf nýr félagi að hafa verið 12 mánuði í félaginu samfleytt hið minnsta til að öðlast kosningarétt og breytingatillögur þurfa að hafa borist fyrir 15. september þó svo aðalfundur sé ekki haldinn lögbundið  fyrr en í nóvember og er þá ekki sett fram dagsetning. Það eru sem sagt allstaðar settar girðingar til að sporna við lýðræðislegum vinnubrögðum en lögum félagsins var breytt í þessa veru árið 2008. Á títtnefndum aðalfundi gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og einn sagði af sér en stjórnarformaður Sigrún Björk og Saga Jónsdóttir sátu sem fastast og báðu um gott veður áfram. Þvílik bíræfni. Sigrún Björk sagðist vilja gera sitt besta til að tryggja rekstur LA til framtíðar en það er nokkuð seint í rassinn gripið þegar allt er komið á hliðina og stærir sig af því að hafa látið Akureyrarbæ vita (sem svo ömurlega tók á málinu trúlega vegna vankunnáttu) um slæma stöðu LA þ.e. um 70 milljóna tap á einu ári. Auðvitað bar henni að gera það miklu fyrr. Þegar Saga falaðist eftir áframhaldandi kosningu var tekið eftir því að hún taldi það einhverjar fréttir að Magnús Geir fyrrv. leikhússtjóri LA og núverandi Borgarleikhússtjóri hefði sagt að LA yrði að vera atvinnuleikhús. Maðurinn sem öllu umbylti hjá LA og rak Sögu frá leikhúsinu ásamt öðrum akureyrskum leikurum og öðru starfsfólki nema Þráni Karlssyni, sem sýndist vera í þeim tilgangi að koma að atvinnulausum vinum úr Reykjavík. Það er þó hægt að hæla honum fyrir mjög góða markaðssetningu enda hefur hann marga fjöruna sopið. Mín þriðja tillaga er að LA verði gert að, sem kallað er hálf-atvinnuleikhús og tíðkast nokkuð á hinum Norðurlöndunum og gengur vel. Þetta þýðir nánast leikhús með atvinnuleikurum en hægt er að taka með áhugaleikara án þess að sækja um leyfi fyrir það fólk fyrir hverja uppfærslu. Þetta rekstrarform ásamt að setja upp flestar sýningar hér á Akureyri kæmi jafnvel til með að spara allt að tugi milljóna fyrir svo utan það að glæða áhuga ungs fólk til að leita sér leikaramenntunar því nóg er til af því hér fyrir norðan. Mikill kostnaður er af aðkomuleikurum svo sem flugferðir, bílaleigubílar, húsnæði og annað uppihald þó við slyppum aldrei við að ráða til okkar eithvað af atvinnuleikurum Þetta eru m.a. mín rök fyrir breyttu rekstrarfyrirkomulagi hjá Leikfélagi Akureyrar en rök hef ég engin fengið fyrir áframhaldandi atvinnuleikhúsi nema bara upphrópin ein og það eru ekki rök. Ég freistast því til að halda að um menningarsnobb sé að ræða. Að endingu vil ég geta þess að kjósa átti mig og Sigfús Karlsson félagskjörna skoðunarmenn en við höfðum hvorugur áhuga. Þar með fengust engir skoðunarmenn og er það svo í dag því slíta varð fundi eins og áður segir. Það er ekki öll vitleysan eins


12

17. NÓVEMBER 2011

SKIL EKKI FÓLK SEM FINNUR HJÁ SÉR HVÖT TIL AÐ AFBAKA VERULEIKANN

Guðrún Gísladóttir. Grunnskólakennari, þolfimimeistari, framkvæmdastjóri, eiginkona og móðir þriggja barna.

Kannski mætti kalla Guðrúnu Gísladóttur framkvæmdastjóra kjarnorkukonu. Samt er það ekki að öllu leyti rétt líking. Guðrún er fremur hæglát í allri framkomu, en blik augna hennar er djarflegt.

S

kammdegismorgun einn legg ég reiðhjólinu mínu fyrir utan Átak, stöðina hennar Guðrúnar. Hún vísar mér til sætis og býður upp á súkkulaði. Hlýtur að vera test. Eða húmor. Ég hristi ringlaður hausinn og velti fyrir mér hvort ég eigi að nenna að halda maganum inni. En til hvers væri það? Alltaf búið á Akureyri Hver ertu, Guðrún? „Ég er Akureyringur og hef búið alla tíð á Akureyri. Allar mínar ættir eru héðan. Ég á tvö systkini, er sjálf í miðið og naut góðs af því að líta upp til eldri systur minnar og kenna bróður mínum um það sem aflaga fór! Ég ólst upp á Brekkunni og hef lengst af búið þar. Byrjaði í Akurgerðinu, fór svo í Hamarstíg, 19 ára gömul kynnist ég eiginmanni mínum, Ágústi Herbert Guðmundssyni, og við fórum að búa ung. Fluttum yfir Glerána og aftur til baka og nú búum við með þremur börnum okkar í Ásveginum. Þau eru 2ja ára, tíu ára og fimmtán ára.“ Þið hafið dreift barneignunum dálítið.

„Já, það hentaði okkur vel að dreifa þeim. Ég átti Ásgerði meðan ég stundaði háskólanám hér á Akureyri, Júlíus kom 5 árum síðar og Berglind litla fyrir 2 árum, yndislega góð börn öll sömul.“ Hefurðu aldrei búið utan Akureyrar? „Nei, ég hef aldrei búið annars staðar.“ Hvernig líður þér með það? „Rosalega vel. En nú þegar ég er að nálgast fertugt er ég farin að halda að varla nokkur einasti íbúi hér standi í sömu sporum, nema kannski amma mín! En mér líður rosalega vel og má ekkert illt heyra um Akureyri, ekki nokkrun skapaðan hlut. Ég er mjög viðkvæm fyrir slíku.“ Verðurðu þá stundum reið þegar þú lest gagnrýni á það sem betur mætti fara í bænum í þessu blaði? „Ekki reið kannski, en ég er ekkert alltaf sammála því sem stendur í blaðinu.“ Hvað lærðirðu í Háskólanum á Akureyri? „Ég lærði til grunnskólakennara en sá draumur hafði lifað lengi, allt frá því að ég var pínulítil skólastúlka. Ég var svona lítill aðstoðarkennari, var alltaf

að hjálpa kennurunum. Námið við kennaradeildina hóf ég árið 1994, svo átti ég barn í miðju kafi en útskrifaðist árið 1999, viku áður en ég gifti mig.“ Hvenær fannstu fyrst fyrir þeirri sterku hvöt að þú yrðir að halda þér í formi? „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en hlaupandi, hjólandi eða á fullu úti í leikjum sem barn. Því var samt ekki haldið sérstaklega að mér að stunda íþróttir. Mamma hafði reyndar verið á skíðum og keppt í sundi en ég kem ekki af dæmigerðu íþróttaheimili þótt við værum virk á KAsvæðinu. Hins vegar urðu skil þegar ég fór að kenna þolfimi árið 1992 í Púlsinum í KA-heimilinu. Þá hafði ég lagt stund á fimleika í nokkur ár og hafði prófað frjálsar líka. Þolfimin lá vel fyrir mér og ég var ekki búin að mæta nema í nokkra tíma í Púlsinum þegar Jónína Ben, sem átti Púlsinn ásamt Alfreð Gíslasyni, bað mig að prófa að kenna. Enn þann dag í dag man ég fyrsta tímann, fötin sem ég var í og kúnnahópinn fyrir framan mig. Svo leið tíminn. 1999 fór ég í einkaþjálfaranám og síðan hefur legið fyrir hvar ég fyndi fjölina mína.“

Í heimsklassa í þolfimi Vex svo metnaðurinn smám saman þangað til upp rennur sú stund að þig langar að ráða öllu?! „Jájá. Reyndar hafði mér liðið þannig oft áður. Bara alltaf, held ég.“ En uppbygging þíns fyrirtækis hangir saman við góðærið og bjartsýnina sem ríkti í samfélaginu ekki alls fyrir löngu, ekki satt? „Ég tók þolfimina alvarlega í nokkur ár, fór mikið út að keppa og svona...“ Bíddu, ertu að segja mér að þú hafir verið í heimsklassa í þolfiminni? „Ég keppti með Magga Scheving og fleirum á árunum 1994-2001, varð bikarmeistari og tvisvar Miss Fitness á Íslandi. Fór þrisvar erlendis á heimsmeistaramót og svona. En árið 2001 eignuðumst við barn númer tvö og þá stóð ég á krossgötum um tíma. Upp kom hugmyndin að kaupa World Class, litlu stöðina sem þá var hér og sama dag og við tókum við henni fann ég að þetta langaði mig að vinna við í framtíðinni. Svo kynntumst við hjónin Fanneyju Benediktsdóttur og hún kom inn í fyrirtækið með okkur og saman ákváðum við að fara út í verulegar breytingar og stækkun.

Þannig er nú viðskiptasagan í örfáum orðum.“ Ýmsir töldu stöðina allt of stóra og íburðarmikla í ekki stærri bæ. Hvernig hefur reksturinn gengið? „Hann hefur gengið.“ Var það kjaftasaga eða tók bankinn fyrirtækið á einhverjum tíma í gjörgæslu? „Við fórum aldrei í neina gjörgæslu. Við þurftum náttúrlega að bregðast við kreppunni, breyta innkaupum og svona. Við erum með 60 manns í vinnu hérna þannig að þetta er risastórt dæmi. Lánin hækkuðu og það allt en í dag er Átak að ganga og það eitt skiptir máli. Endar ná saman og við erum sátt. Það sem mér hefur hins vegar alltaf fundist mjög sérstakt í þessum bæ eru sögurnar. Ég hef heyrt fleiri sögur en ég kæri mig um að muna. Til dæmis að hinir og þessir séu að fara að flytja sig í húsnæðið okkar. Það er til dæmis ekki langt síðan ég heyrði að hér ætti að opna Kentucky Fried kjúklingastaður. Það hefði þá líklegast orðið flottasti kjúklingastaðurinn í heiminum í dag ef einhver fótur hefði verið fyrir þeirri sögu.“ Svíða þér sögurnar sárt? „Kannski ekki sárt en mér finnst stundum skrýtið eftir að hafa lagt í þetta af hverju fólk finnur hjá sér hvöt til að afbaka veruleikann.“ Því er stundum haldið fram að karlar séu áhættusæknari en konur í rekstri.


13

17. NÓVEMBER 2011

Telurðu að þú hafir rekið þitt fyrirtæki öðruvísi vegna kynferðis þíns? „Ég veit það ekki. Ég veit bara að ég vil hafa hlutina á hreinu og mér líkar ekki við læti. Ég held að starfsfólkið geti tekið undir að ég er lítið fyrir að æsa mig. Ég vil vera vinur starfsfólksins og þess vegna held ég að stöðin gangi vel. Í raun vilja fleiri starfsmenn komast að hjá okkur en pláss er fyrir.“ Það hlýtur að fara mikill tími í starfsmannastjórn hjá fyrirtæki sem greiðir 60 manns laun. „Já og þeir eru ekki margir sem reka svo stórt fyrirtæki og sinna sjálfir svo mörgum deildum. Með því á ég við heimasíðuna, heilsulindina, markaðsmál, kennslu og allt. Starf mitt er mjög fjölbreytt og krefjandi og það er í mörg horn að líta, en ég hlakka sem betur fer alltaf til að fara í vinnuna.“

Ég veit bara að ég vil hafa hlutina á hreinu og mér líkar ekki við læti Af hverju þarf fólk alltaf að styrkja sig? Erum við ekki ágæt án þess – svo framarlega sem offitan er ekki að drepa okkur? „Þú þarft að styrkja þig. Það er forgangsverkefni áður en þú verður gamall.“ Ertu að segja að sérhæfð líkamsrækt sé fjárfesting til framtíðar? „Algjörlega. Spurningin er hvernig þú ætlar að láta þér líða þegar þú verður sextugur? Eða áttræður? Ætlarðu að leyfa vöðvunum að rýrna hratt? Beinin verða smám saman lélegri. Ætlarðu að gera eitthvað í því? Þetta eru mál sem ungt fólk þarf að hugsa um og það leiðir kannski hugann að því að of margir hugsa of stutt fram í tímann við æfingar í dag.“

Agaleysið rót offitunnar Vendum okkar kvæði í kross og ræðum eitt helsta heilsufarsvandamál Íslendinga. Offituna. Í gamla daga voru sárafáir feitir en þó var ekki til ein einasta líkamsræktarstöð á landinu þá. Nú hafa stöðvar eins og þín nánast sprottið upp eins og gorkúlur en samt eru Íslendingar orðnir næstfeitasta þjóð í heimi. Hvað er að gerast? „Þetta er ömurleg þróun. Ég held að vandinn snúist í hnotskurn um skort á aga. Við fullorðna fólkið erum helstu fyrirmyndir barnanna okkar. Við þurfum hvert og eitt að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig við erum að kaupa inn og hvort við erum að hreyfa okkur eitthvað. Er kúnnahópurinn í líkamsræktinni að breytast vegna þessa? „Mér finnst ég sjá meira af of þungu fólki. Já, ég sé meira af þungu yngra fólki.“ Það er kannski orðið samfélagslega viðurkenndara en áður að vera feitur? „Ja, þegar maður sér miklu fleiri feita en áður þá þykir kannski minna mál að tilheyra slíkum hópi. Það er sorglegt að hitta stóran hóp af fólki þar sem fleiri eru feitir í hópnum en grannir. Sorglegast er að sjá þannig barnahópa.“ Hafa líkamsræktarstöðvar brugðist við þessari öfugþróun með einhverjum hætti? „Þær eru að reyna, það er boðið upp á námskeið og fullt af tímum en hvort þeir allra þyngstu fái nógu góða þjónustu er spurning.“ Offita er feimnismál – ekki satt? „Jú. Ég veit um fólk sem þorir ekki hingað inn, en ég hef sem einkaþjálfari

Leðurbomsur eða líkamsstyrkur

Hreyfingarleysi skýrir að hluta vaxandi offituvandamál þjóðarinnar. Þörf er á breyttri umræðu, að mati Guðrúnar.

unnið með mörgum langt yfir kjörþyngd og þeirra stærsti sigur felst oft í því að komast inn fyrir dyrnar hérna. Eftir það gengur þeim allt í haginn.“ Feita fólkið ofverndað Er feitt fólk kannski í allt of mikilli bómull? Er það ofverndað? Þá er ég að hugsa að ef þú sérð nágranna þinn reykja í bílnum sínum með barn innandyra liggur við að fólk hringi í bæði lögreglu og barnaverndarnefnd. En því er mætt með þögninni þótt við sjáum foreldra ofala börnin sín, oft með þeim afleiðingum að heilsu barnanna stafar meiri hætta af fæðinu og ofneyslunni en óbeinum reykingum, svo við höldum okkur við það dæmi? „Já. Kannski þorum við ekki að pikka í feitt fólk. En á sama tíma er endalaust pikkað í of grannt fólk.“

Já og endalaust pikkað í reykingafólk sem þó reykir kannski af sömu ástæðu og of feitt fólk. Vegna þess að fólki líður ekki vel. „Einmitt. Sá sem pikkaði í feitt fólk væri náttúrlega að reyna að hjálpa viðkomandi fremur en að móðga hann. Ég segi oft við fólk sem er of grannt að það þurfi að fylgjast með þyngdinni og reyna að borða meira. En ég geng ekki að ókunnugum einstaklingi sem er 130 kíló og segi við hann: Nú verðurðu að minnka matarskamtinn og vigta þig vikulega. Þá fyndist mér að ég væri að ráðast á fólk. En það er sennilega bara vitleysa.“ Með því væri ég auðvitað að reyna að hjálpa. Hvernig er annars hinn dæmigerði kúnni? „Ósköp venjulegt fólk bara. Ívið fleiri konur en karlar sennilega. Meðalaldurinn um fertugt.“

Hvað með þá sem kaupa árskort í þunglyndiskasti fyrsta virka dag eftir áramót og mæta svo aldrei eftir það? „Þeim fer sem betur fer fækkandi. Það er svolítið mótsagnarkennt en mér finnst að kúnnarnir nýti kortin sín betur núna á sama tíma og þjóðin þyngist.“ Sem gæti bent til þess að útlitsleg stéttaskipting sé að aukast meðal fólks. „Ég veit það ekki.“ Sumir segja það algjört rugl að aka á mengandi blikkbeljum í ræktina. Ganga á færibandi í hálftíma og aka svo aftur heim í stað þess að fara bara í góðan göngutúr úti undir berum himni? „Já, en þótt gönguferðir séu góðar þá er ekki nóg fyrir fólk að bara ganga eða hjóla. Þeir sem ætla að ná árangri, létta sig eða styrkja, þurfa meira.“

Áttu heilræði að lokum til þeirra sem eru í niðurníðslu með líkama sinn og megna ekki að gera neitt í því? „Það er mikill misskilningur að allir sem mæti í ræktina séu rosalega flottir. Hér er ungt fólk, gamalt fólk, hér er fólk í formi og hér er fólk sem er ekki í formi. Ég ráðlegg öllum að leita sér upplýsinga um líkamsræktarstöðvar og gefa þeim séns. Þær eru ekki allar eins.“ En kannski hafa ekki allir efni á að fara í ræktina? „Nei, það er rétt, en þeir sem æfa þrisvar í viku og kaupa árskort borga kannski 250 krónur fyrir æfinguna. Þú finnur ekki ódýrari heilsurækt. Konur geta farið og keypt sér leðurstígvél á 40.000 án þess að blikna. Stígvél sem þær nota kannski fimm sinnum á ári. En innihaldið, lífið og heilsan, skiptir meira máli en einhver leðurstígvél. Ég óska þess oft að fólk myndi forgangsraða heilsunni öðruvísi – setja heilsuna ofar á listann, a.m.k ofar en leðurstígvélin, því góð heilsa er gulls ígildi.“ Texti: Björn Þorláksson Myndir: Völundur Jónsson

AÐSEND GREIN

EINFÖLD LAUSN Á TEKJUHLIÐ VAÐLAHEIÐARGANGA

L

eysa má efasemdir um Vaðlaheiðargöng og fjármögnun þeirra með því einfaldlega að loka veginum um Víkurskarð eftir að göngin verða tekin í notkun. Þá þarf engar áhyggjur að hafa af því hversu margir vilja borga gangagjaldið og þar með eru tekjurnar tryggar. Almennur stuðningur er við gerð Vaðlaheiðarganga. Þau eru hins vegar ekki á samgönguáætlun og þurfa því að fjármagna sig sjálf með gangagjöldum. Gagnrýnin hefur aðallega beinst að óvissuþáttum tekjuöflunar. Spurt er um greiðsluvilja vegfarenda, sérstaklega að sumarlagi þegar umferðin er mest. Margir hafa áhyggjur af því að á endanum lendi stór hluti kostnaðarins á

ríkissjóði – andstætt því sem lagt var upp með. Þessi óvissa er á góðri leið með að stöðva gerð Vaðlaheiðarganga í fæðingu. Margt mælir með því að öll umferð verði skylduð til að fara um göngin til að tryggja tekjur af henni. Göngin stytta leiðina og spara þannig eldsneyti og tíma. Fyrst og fremst verða þau auðvitað bjargvættur í slæmri færð. Enginn mun tapa á því að vera bannað að fara um Víkurskarð, jafnvel að sumarlagi, sérstaklega ef gangagjald verður lækkað til að mæta 100% nýtingu. Ef gangagjaldið verður t.d. lækkað úr 1.000 kr. í 750 kr., þá er það í mesta lagi 350 kr. dýrara en eldsneytið sem færi ella í lengri leiðina

Ólafur Hauksson Höfundur starfar við almannatengsl um Víkurskarð. Bíleigendur hljóta að ráða við það. Stofnanir sem borga starfsmönnum kílómetragjald munu meira að segja spara heilmikið á slíkri skyldu. Til þessa hefur umræðan ávallt gengið út á að

vegfarendur eigi að hafa val um hvort þeir fari Víkurskarð eða Vaðlaheiðargöng. Vissulega er gott að hafa val – njóta ganganna þegar illfært er í Víkurskarði og njóta skarðsins þegar vel viðrar. En er eitthvað sem segir að þetta val sé lífsnauðsynlegt eða óhjákvæmilegt? Auðvitað ekki. Vegurinn um Víkurskarð er barn síns tíma. Vaðlaheiðargöng leysa hann af hólmi. Ekkert mælir gegn því að fara alla leið og eyða þannig óvissunni um tekjuöflun vegna Vaðlaheiðarganga. Fyrir vikið mun öll umferðin líka taka þátt í að borga göngin niður, byrðarnar þar með jafnast og greiðsla framkvæmdalána taka skemmri tíma.


14

17. NÓVEMBER 2011

DJASS Í GALTALÆK I ngvi Rafn Ingvason, trommari, spilar jazz í Galtalæk, gegnt flugvellinum við Drottningarbraut, á Akureyri á morgun, föstudaginn 18. nóvember kl. 20. Meðspilarar eru m.a. Keith Jarrett á píanó, Charlie Haden á kontrabassa, Chet Baker söngvari og trompetleikari, Niels Henning Örsted Pedersen á

Út að borða með Arndísi

kontrabassa og Doug Raney á gítar. Leikin verða lög af plötunum „Jasmine“ með Jarrett og Haden og lög af „The Touch of your Lips“ með Chet Baker, Raney og N.H.Ö. Pedersen. Á plötunum eru engar trommur og þykir trommaranum tilvalið að bæta úr því. Aðgangseyrir er kr. 500.

ALDREI HEFUR INNBÆINGUR BRAGÐAST JAFN VEL

S

Fallega Jólaskeiðin frá Ernu Verð 16.500,-

ERNA / SKIPHOLTI 3 / S.552 0775 / ERNA.IS

undlaugarnar! Hvar annarsstaðar er hægt að afgreiða útiveru, hreyfingu og bað á einu bretti? Og það í hríðarbyl ef svo ber undir. Í kaupbæti koma svangir ungar upp úr lauginni, alveg ótrúlega þreyttir. Það er freistandi að ljúka deginum á þennan hátt og á Akureyri njótum við þeirrar blessunar að hafa úrvals sundlaugar í ásættanlegu ökufæri. Stubbur er þreyttur eftir leikskólann og því hef ég val um tvennt; annars vegar að þreyja þorrann fram að kvöldmat. Eirðarleysi og væl yfir minnstu atburðum verður væntanlega dagskipunin, nema ég láti sjónvarpið hægelda á honum heilann. Hinsvegar má nota þennan, annars mjög svo eldfima tíma, í sundi. Og þangað smellum við okkur, næstum öll fjölskyldan. Sundlaug Akureyrar er um margt merkileg. Til hennar má rekja (á ská – og þó) fyrstu skráðu not á jarðvarma við Eyjafjörð, en áhugamannahópur úr Ungmennafélagi Akureyrar leiddi heitt vatn úr lind í Glerárgljúfri að sundlaug sem stóð á nærri því sama stað og Sundlaug Akureyrar stendur í dag. Elsta bygging sundlaugarinnar er svo reist árið 1949. Sem betur fer hefur verið staðið að stækkun á svæðinu því fyrstu átta mánuði þessa árs heimsóttu tvöhundruð og sjötíu þúsund manns sundlaugarsvæðið.

Arndís Bergsdóttir skrifar um veitingahús

Við erum greinilega ekki eina fólkið sem fær slíka snilldarhugmynd. Í lauginni eru krakkar á sundæfingu og svo fleiri foreldrar með börn á leikskólaaldri. Það er óviðjafnanlegt að mara í heitum potti í húminu og fylgjast með ungviðinu svamla um, hoppa og busla; klára batteríin. Duracell kanínurnar eru greinilega farnar að hægja á sér og því er stormað í sturtuna og svo í spjarnirnar. Það eru ekki aðeins ungarnir sem hafa brennt síðustu orku dagsins. Eldabuskan lýsir yfir allsherjarverkfalli. Það er langt síðan ég hef fengið mér Bryggjupítsu. Mig rekur ekki einu sinni minni til að hafa komið á nýja staðinn sem auðvitað er ekki lengur nýr heldur nærri rótgróinn í Skipagötunni. Menntaskólastúlkan hefur slegist í hópinn og það er gott að koma sér fyrir í einum básnum á staðnum sem er eigin-

lega pítsubúlla; einfaldur en, vegna litavalsins á veggjunum, notalegur. Á Bryggjunni eru barnastólar en að öðru leiti er ekki sérstaklega gert ráð fyrir börnum. Það kemur þó ekki að sök þar sem allir hafa fengið hreyfiþörfinni fullnægt þennan daginn. Þótt best hefði verið við hæfi að panta Brekkusnigla á línuna þá eru Bæjarstjóri, Innbæingur og hvítlauksbrauð í kvöldmatinn. Skemmtilega „lókal“ nöfn eru á flestum flatbökunum sem eru eldbakaðar, en þannig eru þær auðvitað bestar. Eiginmaðurinn hefur á orði að líklegast hafi Innbæingur aldrei bragðast svona vel enda er botninn þunnur og kantarnir stökkir en ekki of þykkir og „brauðmiklir“. Ég hef fengið gráðaost á helming Bæjarstjórans og eitthvað verða Bryggjubúar að kanna útrunnu dagsetninguna hjá sér því, eins vel og ég kann að meta gamla osta, þá var þessi augljóslega kominn vel yfir strikið. Hinn helmingur pítsunnar, hinn eiginlegi Bæjarstjóri, var hinsvegar ákaflega bragðgóður. Afgangurinn er hádegismatur næsta dags en stór hluti af gæðum pítsu er, að mínu viti, hvernig hún bragðast köld og þar fær Bryggjupítsan prik. Hún er næstum jafn góð köld og hún var heit. Sneiðar af Bæjarstjóra og Innbæingi fá far með okkur upp Gilið og heim þar sem að södd og þreytt fjölskylda opnar rauða hurð og ...zzzzzzzzzzzzz...

MÁLÞING UM FRAMTÍÐARHORFUR Í LISTAGILINU Á AKUREYRI U m áramótin verða þáttaskil í sögu Listagilsins á Akureyri þegar ný menningarmiðstöð á sviði sjónlista tekur til starfa. Ákveðið hefur verið að sameina Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili, sem m.a. hefur haft umsjón með Ketilhúsi og Deiglunni, í eina stofnun sem fengið hefur nafnið Sjónlistamiðstöðin. Fram-

vegis verður vísað til Listasafnsins eða Ketilhúss í Sjónlistamiðstöðinni eftir því hvar viðburðirnir eiga sér stað og mun miðstöðin heyra undir Akureyrarbæ. Af þessu tilefni verður efnt til málþings um stöðu og framtíðarhorfur í Listagilinu sem fram fer í Ketilhúsi nk. laugardag, 19. nóvember, og hefst það kl. 12. Reykvíski myndistarmaður-

inn og heimspekingurinn dr. Hlynur Helgason mun í byrjun fjalla um hvernig sýningahald Listasafnsins kemur honum fyrir sjónir, sérstöðu þess og áhrif í víðara samhengi safnaflórunnar og velta fyrir sér hvernig málin gætu þróast með tilkomu Sjónlistamiðstöðvarinnar. Að því loknu hefjast almennar umræður.

Baby Sam Móðurást Fífa

0-13kg.

15-36kg

15-36kg

9-36kg

BÍLASMIÐURINN HF, BÍLDSHÖFÐA 16, 110 R. S-5672330 WWW.BILASMIDURINN.IS


Gefðu góða gjöf Fjölnota Nuddpúði Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Hentar vel fyrir bak, herðar og fótleggi. Fjarstýring með margskonar stillimöguleikum.

17.950 kr.

9.750 kr. Einstakur heilsukoddi með vatnsfyllingu – nýjung á Íslandi Klínískar rannsóknir sýna að Mediflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði.* Hann er mjúkur en veitir samt fullkominn stuðning fyrir hálsinn. *Arch Phys Med Rehabil 1997;78: 193-8. Lavin RA, Pappagallo M, Kuhiemejer Ky. Cervical pain: a comparison of three pillows.

Lumie Dagljósið

Háls- og herðanudd – fjölnota

Sólarljósið í skammdeginu Bætir líðan og eykur afköst. Vaknið endurnærð!

Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Hentar einnig á bak, mjaðmir og læri. Margskonar stillimöguleikar.

17.750 kr.

16.980 kr.

Ný kynslóð nuddsæta Shiatsu SPOT Þú stillir nákvæmlega með stýripinna hvar þú vilt fá nuddið Shiatsu og rúllandi nudd á bak og herðar. Infrarauður hiti. Fjarstýring með 6 stillimöguleikum.

52.790 kr.

Heilsa Slökun Vellíðan ‹

‹

Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 - Eirberg - Stórhöfða 25 - Sími 569 3100 - eirberg.is


TILBOรSDAGAR

Geriรฐ gรฆรฐa- og verรฐsamanburรฐ 12 mรกn vaxtala aรฐa us greiรฐsl ar ur

&2%9*! 3!'! /' ย›ยผ2 Hรกgรฆรฐa svรฆรฐisskiptar heilsudรฝnur

6ERยกDยMI FREYJA / SAGA Queen rรบm 129.900 รžร“R Queen rรบm 149.900

ร‚26!, 34),,!.,%'2! (%),352ร‚-!

2x90x200 Nรบ aรฐeins 399.900 meรฐ okkar bestu IQ-CARE heilsudรฝnum

Queen rรบm nรบ aรฐeins kr. 179.900

 KR VรšRUKAUP FYLGJA รšLLUM HEILSURรžMUM (Gildir ekki meรฐ รถรฐrum tilboรฐum)!&3,ยญ4452 Lรถk, hlรญfรฐardรฝnur, sรฆngurver og valdar vรถrur.

"/!3 Leรฐur hรฆgindasรณfi 3 sรฆta 169.900 Hรฆgindastรณll 79.900

VALHร–LL, dรฝnur, รก tilboรฐi, 80 og 90 cm meรฐ botni og fรณtum, รกรฐur รก 69.900, nรบ aรฐeins 59.900.

Hรฆgindasรณfi

รญ ljรณsu leรฐri 2 sรฆta verรฐ รกรฐur 179.900

tilboรฐsverรฐ 99.900

"ALDURSNESI 

Listhรบsinu Laugardal

ListhรžSINU ,AUGARDAL   s "ALDURSNESI  !KUREYRI   /PIยก VIRKA DAGA KL   n LAUGARDAGA  

15tbl_1argangur_Akureyri-vikublad  

Kíktu inn mánudaga eða föstudaga kl. 10–12 eða þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13–15 og við mælum þig. Rannsókn á brotum yfirmanns...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you