Page 1

PIPAR\TBWA • SÍA • 113120

Nýjar og glæsilegar umgjarðir í Augastað Hafnarstræti 95

/

Sími 460 3452

/

Opið virka daga 9.00 –17.30

V

10. NÓVEMBER 2011 14. tölublað 1. árgangur

I

Gleraugnaverslunin þín

K

Eyþór Ingi Jónsson kórstjórnandi og organisti er Akureyringum að góðu kunnur. Ítarlega er rætt við hann í blaðinu í dag.

VAÐLAHEIÐARGÖNG MUNU STÓRAUKA FERÐALÖG AKUREYRINGA

N

ý bæjarkönnun sýnir að mikill meirihluti Akureyringa er hlynntur gerð Vaðlaheiðarganga. Rúm 86% bæjarbúa eru frekar eða mjög hlynnt slíkum samgöngubótum en tæp 5% frekar eða mjög andvíg. Þá telja 73% Akureyringa að ferðum þeirra austur fyrir Vaðlaheiði muni fjölga með tilkomu ganganna. Niðurstaðan er vatn á myllu stuðningsmanna ganganna. Á síðasta ári fóru að

meðaltali daglega 1.256 bílar um Víkurskarð en til samanburðar óku 988 bílar um Öxnadalsheiði á hverjum degi. Allar rannsóknir benda til að göngin muni styrkja landshlutann sem eitt atvinnuog þjónustusvæði. Endurútreikningi á arðsemi ganganna er lokið og telja forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. að veggjöld þeirra sem nýta sér göngin muni standa undir öllum kostnaði við þau. Beðið er ákvörðunar Alþingis um

framhaldið en hart er tekist á um hverja krónu til vegamála. Könnunin fór fram á vegum félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri 9. til 16. október sl. Spurt var í gegnum síma: „Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu gerð jarðganga undir Vaðlaheiði?“ 506 bæjarbúar svöruðu.

U

B

L

A

Ð


2

10. NÓVEMBER 2011

Leiðari

Akureyringa hungrar í aukna fjölmiðlun

Þ

að hefur verið krefjandi verkefni að ritstýra Akureyri

vikublaði síðan fyrsta tölublaðið kom út 11. ágúst sl. Fyrsta

eintakið var leitandi en vakti strax landsathygli og hefur allar

götur síðan verið mikið vitnað í fréttir blaðsins. Þegar annað tölublað

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI HELDUR HVORKI VATNI NÉ VINDI. EN ÓTRAUÐIR SPRÖNGUÐU ÞEIR Á ÞAKINU VIÐGERÐARMENNIRNIR OG UNNU STÖRF SÍN LYSTILEGA VEL.

kom út birtist fyrsta aðsenda greinin frá lesanda. Smám saman

RAUÐKA SKRIFAR

hefur byggst upp aukið samband milli lesenda og ritstjórnar og þótt Róm sé ekki byggð á einum degi er það nú daglegur viðburður að

ÞVÍ MEIRA SEM VERÖLDIN BREYTIST …

fréttaskot og aðsent efni berist frá bæjarbúum. Akureyri vikublað er blað allra bæjarbúa.

Þ

að er því einkar gleðilegt að í nýrri könnun Félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri kemur fram að mikill meirihluti

Akureyringa les Akureyri vikublað reglulega. Könnunin sýnir einnig að þótt Akureyri vikublað sé augljóslega góður auglýsingamiðill, þá

verður ekki séð að tilkoma nýja fréttablaðsins höggvi aðra fjölmiðla í herðar niður. Þannig ályktar sérfræðingur við Háskólann á Akureyri í frétt í blaði dagsins að lesturinn á Akureyri komi sem viðbót við

aðra fjölmiðlaneyslu hér í bæ. Bæjarbúar vilja sem flesta fjölmiðla í bænum og einnig sem fjölbreyttasta.

R

auðka er mikill aðdáandi íslenskrar ritlistar en nú er fram undan tíminn þar sem allt gerist á nokkrum vikum. Jólabókaflóðið. Eftir því sem árin hafa færst yfir hefur bókasmekkur Rauðku breyst. Í stað þess að setja langar og safaríkar skáldsögur efstar á óskalistann hafa ljóðabækur komið sterkar inn síðustu ár og jólin í jól verða góð ljóðajól.

E

S

amkvæmt niðurstöðum könnunarinnar njóta Akureyringar þess að lesa bæði bæjarblöðin. Þeir fletta báðum

sjónvarpsdagskránum í leit að upplýsingum. Þeir kveikja á

bæjarsjónvarpinu þegar degi hallar og sumir hlusta á bæjarútvarpið.

Kannski kemur á óvart að vefmiðlar hafi ekki sterkari stöðu hér í bæ.

A

llir elska samkeppni en allir hata keppinauta, segir einhvers

staðar. Það verður þó að vera persónulegt mál hvers og eins hve

mikil orka fer í neikvæðni. Sennilega skilar villandi samanburður í

dreifiritum, annar bægslagangur og fortíðarhyggja engu öðru en enn meiri gremju hjá þeim sem eru gramir fyrir. Starfsfólk Akureyrar

vikublaðs er ekki í þeim hópi og ekki heldur lesendur því með nýju

fjölmiðlakönnuninni hafa þeir talað. Lesendur eru ánægðir með þá viðbót sem varð í ágúst sl. á norðlenskum fjölmiðlamarkaði þegar Akureyri vikublað kom út í fyrsta skipti.

Með ritstjórakveðju

Björn Þorláksson

inn kaldan nóvemberdag hörfar Rauðka inn úr slyddunni í Hafnarstrætinu og inn í bókabúð Pennans við horn allra horna. Eitt borð er autt við gluggann og nokkrum mínútum síðar situr Rauðka með rjúkandi cappucino og þrjár nýjar ljóðabækur fyrir framan sig.

LOF OG LAST VIKUNNAR Lof vikunnar fá starfsmenn bensínstöðva víða um land sem margir sýna það daglega með þjónustulund sinni að sum verk eru unnin langt umfram skyldur. Hver kannast ekki við að hafa lent í smábilun sem kannski gerir fólki illkleift að komast áfram á druslunni með góðu móti. Stundum utan opnunartíma verkstæða. Sjaldan bregst þá að starfsmenn bensínstöðva gera það sem hægt er að gera til að hjálpa ökumönnum í neyð og stundum fara þeir út fyrir þjónustuverksvið sitt án þess að rukka fyrir. Þetta blað heyrði af

Andlegt nammi. Allir tengjast höfundar bókanna Norðurlandi með einum eða öðrum hætti. Rauðka hleypur yfir glænýja ljóðabók þingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Höfundur hinnar glænýju bókarinnar er Sindri Heimisson. Þriðja bókin er endurútgáfa Svartra fjaðra eftir Davíð Stefánsson.

Þ

að sem kemur Rauðku á óvart þegar hún er búin að fylla höfuðið af ljóðum, er að yrkisefni Davíðs eru mörg hver þau nákvæmlega sömu og nýju skáldanna. Formbreyting vissulega, en hin einlæga, allt að því barnslega, snertandi nálgun sem Davíð okkar, Norðlendingur, Stefánsson kom fram með, fyrstur íslenskra höfunda, og gerði um afbragðsþjónustu í Leirunesti í síðustu viku þegar starfsmaður bjargaði ökumanni í vandræðum án þess að rukka fyrir. Er ágætt að minnast alls þessa góða fólks sem vinnur störf sín af áhuga og natni stað þess að festast í gremju bensínverðsins. Lof fær líka allt fólk sem finnur hluti sem aðrir týna og láta vita af þeim. Þannig er stutt síðan rándýr myndavél gleymdist í bókabúð Pennans í göngugötunni á Akureyri. Hélt eigandinn að hann myndi aldrei sjá hana aftur en þá hringdi starfsmaður búðarinnar og sagði að myndavélin biði eigandans á öruggum stað. Kaffihúsagestur hafi tekið eftir vélinni

leið allar íslenskar konur skotnar í sér, segir ein karlagrobbsagan, er ennþá sú meginaðferð sem nútímahöfundar nota. Vissulega er munur á bókum Sindra og Sigmundar, en eftirsjáin er báðum hugleikin, tilfinningarnar, náttúran, gömlu stefin lifa öll að hætti Davíðs Stefánssonar.

Þ

etta segir Rauðku að þótt við séum alltaf að tala um hvað veröldin hafi breyst þá sé gamla góða mannskepnan að mestu enn sú sama og hún hefur alltaf verið. “Plus ca change, Plus c’est la même chose”. Því meira sem veröldin breytist – því líkari verður hún sjálfri sér. Og er það ekki bara alveg ágætt? En Rauðka vill fleiri ljóðabækur eftir konur. Miklu fleiri.

og komið henni til starfsmanna. Svo hófst púsl sem endaði með því að haft var upp á eigandanum. Þetta er það sem kallast „social capital“ eða félagsauður í litlum samfélögum. Það kann að fara mikið fyrir hverri frétt sem sögð er um ofbeldi, rán og fíkniefni í þessum bæ, en hið rétta er að Akureyringum er treystandi til góðra verka. Með tiltölulega fáum undantekningum. Last vikunnar er ekki til í þessari viku. Ekki að ræða það!

AKUREYRI VIKUBLAÐ 11. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 862 0856.

ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is, sími: 862 0856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.


NÝ SENDING! SÓFASETT, SÓFAR, SVEFNSÓFAR,TUNGU- OG HORNSÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM

OPIÐ VIRKA DAGA: 10:00 - 18:00 LAUGARDAGA: 11:00 - 14:00


4

10. NÓVEMBER 2011

HNEYKSLI AÐ FORMAÐUR LA SEGI EKKI AF SÉR Segir Hjörleifur Hallgríms félagi í LA. Mikilvægt að gefast ekki upp þótt á móti blási, segir Sigrún Björk formaður sem situr áfram

„Þ

arna er klíka sem ætlar sér að halda félaginu sama á hverju dynur. Sjötíu milljónir króna töpuðust á síðasta leikári á ábyrgð þessarar stjórnar og auðvitað er það ekkert annað en hneyksli að formaður stjórnar LA skuli sitja áfram eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Hjörleifur Hallgríms, félagi í Leikfélagi Akureyrar. Síðastliðinn fimmtudag fór fram aðalfundur LA. Kosin var ný stjórn og héldu Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður stjórnar LAs og Saga Jónsdóttir áfram störfum sínum sem stjórnarmenn að þeirri kosningu lokinni. Hjörleifur lagði á fundinum fram vantrauststillögu um hæfi og vildi að Sigrún Björk og Saga hættu stjórnarstörfum, því hann telur skýrt í lögum félagsins að

stjórn skuli sjá um fjárreiður og bera ábyrgð á þeim. Krafa Hjörleifs fékk engan hljómgrunn. Hjörleifur segir forkastanlegt að Sigrún Björk reki framkvæmdastjóra og leikhússtjóra á miðju leikári en sitji sjálf sem fastast. Í svari við fyrirspurn Akureyrar vikublaðs segir Sigrún Björk að hún hafi ekki tekið við formennsku hjá LA fyrr en Rocky Horror hafði verið á fjölunum í nokkra mánuði. „Helsta ástæða mikils taprekstrar LA á síðasta leikári var sýningin Rocky Horror,“ segir Sigrún Björk. Hún segir að á aðalfundi fyrir ári hafi verið kynnt góð staða félagsins, „en rétt er að taka fram að ársreikningur var ekki lagður fram á þeim fundi né hafði hann verið undirritaður af stjórn eða endurskoðendum félagsins sem er fáheyrt,“ segir hún. Sigrún Björk segir að fyrstu

DÓMUR

EINN ÞYNGSTI FÍKNIEFNADÓMUR SEM HEFUR FALLIÐ Á AKUREYRI Fimmtugur framkvæmdastjóri fær 18 mánaða fangelsi vegna stórfelldra brota

„É

g get staðfest að þessi dómur er með þeim þyngri sem fallið hafa í fíkniefnamálum,“ segir Ólafur Ólafsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra, en dómurinn hefur dæmt fimmtugan Akureyring í 18 mánaða fangelsi vegna stórvægilegs fíkniefnabrots. Maðurinn, sem hefur aldrei sætt refsingu fyrr var m.a. ákærður fyrir að hafa frá árinu 2006 til 2010 tekið við einu kílói af amfetamíni og 400 grömmum af hassi og haft í vörslum sínum og selt hluta efnanna. Brotin voru mest megnis framin á heimili ákærða og þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa ræktað kannabisplöntur og framleitt og selt landa. Einnig var ákært fyrir ýmis fíkniefnabrot önnur, auk þess sem lagt var hald á mikið af bæði fíkniefnum og tækjum og tólum. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu 20. apríl 2010. Í framhaldi af því fór fram víðtæk

rannsókn á ætluðum brotum ákærða. Við skýrslutökur kom fram að framkvæmdastjórinn glímdi við fjárhagserfiðleika á árinu 2006 og af þeim sökum fékk hann töluverða fjármuni að láni hjá ónafngreindum aðilum. Staðhæfði ákærði að þegar hann hefði ekki getað endurgreitt lánið, hefði hann vegna þvingana tekið að sér að dreifa fíkniefnum. Maðurinn bar einnig að undir lokin hefði fíkniefnaneysla hans sjálfs verið orðin slík að hann hefði mestmegnis neytt þess efnis sjálfur sem hann fékk til dreifingar. Héraðsdómur virðir samvinnu og skýlausa játningu mannsins á brotunum til refsilækkunar. Eigi að síður eru brotin svo alvarleg að sem fyrr segir fer dómurinn í flokk þeirra þyngri sem fallið hafa á Akureyri vegna fíkniefnabrota. Skipaður verjandi mannsins krafðist engrar málflutningsþóknunar vegna vinnu sinnar.

upplýsingar um slæman rekstur hafi ekki borist stjórn fyrr en í vor og þá hafi strax verið brugðist við. Spurð af hverju Sigrún gaf áfram kost á sér í stjórn eftir það sem á undan er gengið, segir hún sitt mat að stjórnin sem hún veitir forstöðu hafi brugðist rétt við með því að upplýsa Akureyrarbæ um stöðuna þegar hún varð ljós og grípa til hagræðingaraðgerða. „Okkur sem vorum kosin í stjórn nú er annt um félagið og teljum mikilvægt að gefast ekki upp þó á móti blási,“ segir Sigrún en hún telur mikilvægt að áfram verði atvinnuleikhús á Akureyri. Hjörleifur Hallgríms segir að aðeins um 15 manns hafi á fundinum haft rétt til að greiða atkvæði. Hávær hópur fólks hafi mætt á fundinn til þess eins að klappa áfram

B

umboðsmanns skuldara til Akureyrar. Sú rimma hefur staðið lengi yfir og fagna bæjarfulltrúar niðurstöðunni. Í starfinu felst ráðgjöf til viðskiptavina embættisins og ýmis aðstoð við greiðsluaðlögun,

Sigrún Björk Jakobsdóttir

gamla gengið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þurfa þeir sem höfðu atkvæðisrétt að hafa verið félagar í eitt ár og þeir þurftu að hafa greitt félagsgjald. Hins vegar höfðu greiðsluseðlar ekki verið sendir út og þess vegna höfðu færri atkvæðisrétt en vildu. Þá fór lítið fyrir kynningu á fundinum sem fram fór í Samkomuhúsinu og það þurfti að flauta fundinn af áður en dagskrá var tæmd þar sem komið var að leiksýningu. Allt sætir þetta gagnrýni meðal heimildarmanna blaðsins. Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi L-listans og stjórnarformaður Akureyrarstofu hafði í Akureyri vikublaði kallað eftir því að stjórn

LA axlaði ábyrgð. En nú þegar niðurstaða liggur fyrir segir hún í samtali við blaðið að bærinn geti ekki beitt sér gegn því að tveir af fimm stjórnarmönnum hafi fengið endurnýjað umboð til stjórnarstarfa. „Það var í höndum stjórnar sjálfrar að meta eigin ábyrgð,“ segir Halla Björk. Hún segist telja það til bóta að hafa fengið inn þrjá nýja fulltrúa og á von á að auglýst verði eftir nýjum leikhússtjóra sem fyrst. Nýir í stjórn Leikfélags Akureyrar eru Páll Jónsson einn eigenda KEAhótela, Helgi Gestsson lektor við Háskólann á Akureyri og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona.

GADDAGIRÐINGAR HAFA LIMLEST BÖRN

segir maður sem missti baugfingur í girðingarslysi

L

eikskólinn að Naustatjörn er búinn að hylma yfir teinana sem stóðu uppúr girðingunni umhverfis leikskólann. Þar með fækkar enn einni slysagildrunni sem fjallað hefur verið um undanfarið. Aðalsteinn Svan Hjelm er í hópi þeirra sem lent hafa í slysi vegna gaddagirðinga. Hann missti baugfingur hægri handar þegar hringur sem hann bar festist í teini sem stóð upp úr girðingu og segist Aðalsteinn þakklátur Akureyri vikublaði vegna umfjöllunar blaðsins um hættulegargirðingar í kringum leik- og grunnskóla á Akureyri. „Frá því að slysið varð, í lok maí 2010, hef ég barist fyrir því innan kerfisins fyrir sunnan að þessum girðingum verði snúið, enda hefur komið á daginn að teinarnir eiga að snúa niður þar sem börn eru að leik. Því miður fór það svo að öllu

STARFSTÖÐ Á VEGUM UMBOÐSMANNS SKULDARA úið er að auglýsa eftir sérfræðingi til ráðgjafarstarfa á vegum umboðsmanns skuldara. Hann skal starfa á Akureyri. Með þessu vinnst áfangasigur hjá þeim sem hafa barist fyrir þjónustu á vegum

Hjörleifur Hallgríms

úrvinnslu erinda, samningagerð og eftirfylgni verkefna. Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 28. nóvember nk. Hvorki er þó ljóst hvenær starfstöðin verður opnuð né hvar.

MJÖG SLÆM SLYS HAFA ORÐIÐ VIÐ GIRÐINGAR EINS OG SJÁ MÁ AF ÞESSARI MYND. fögru var lofað en ekkert gert til að laga þetta, sem hefur leitt til þess að síðan hafa nokkur slys orðið þar sem þessar girðingar koma við sögu.“ segir Aðalsteinn. Fyrir skömmu flutti hann norður til Akureyrar með fjölskyldunni og „því miður sjáum við þessar girðingar þar sem teinarnir snúa upp við svæði þar sem börn eru að leik. Ég vil því nota tækifærið og biðja ykkur um að fylgja þessari umfjöllun vel eftir hér fyrir norðan og þrýsta á fleiri skóla og sjálft sveitarfélagið til að þessar girðingar snúi hvergi öfugt, enda slysahættan

augljós eins og þið hafið bent á í Akureyri vikublaði,“ segir Aðalsteinn. Hann bætir við: „Fjallið endilega meira um málið og í raun þangað til að öllum girðingum hér á Akureyri hefur verið snúið þar sem börn eru að leik. Þetta eru slysagildrur sem eiga eftir að limlesta ef ekki hreinlega drepa börn hér á Akureyri ef ekkert verður að gert.“


6

10. NÓVEMBER 2011

NÝJA BÆJARBLAÐIÐ FÆR GÓÐAR VIÐTÖKUR Skv. nýrri fjölmiðlakönnun – N4 vex fylgi – lítil notkun veffréttamiðils

„N

iðurstöður könnunarinnar benda til þess að staðarfjölmiðlar hafi notið mjög góðs af því skarði sem skapaðist við brotthvarf svæðisútvarps RÚV. Nægt rúm virðist vera fyrir tvö blöð sem einvörðungu flytja auglýsingar, tvö bæjarblöð og einkarekna sjónvarpsstöð sem virðast að hafa tekið að mestu við hlutverki Ríkisútvarpsins við daglega miðlun frétta úr bæjarlífinu,“ segir Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Staðbundnir fjölmiðlar á Akureyri standa styrkum fótum en

Akureyringa hungrar í fleiri fréttir og meiri upplýsingar skv. könnun sem félagsvísindastofnun Háskólans á Akureyri vann um miðjan síðasta mánuð. Þar kemur fram að bæjarsjónvarpið N4 og bæjarblöðin tvö, Vikudagur og Akureyri vikublað, hafa mjög sterka stöðu. Spurt var hversu oft svarendur notuðu auglýsingablöðin Dagskrána og N4 dagskrá, bæjarblöðin Akureyri vikublað og Vikudag, sjónvarpsstöðina N4 sjónvarp, útvarpsstöðina Plús 987 og vefmiðilinn vikudagur.is og er óhætt að segja að niðurstaðan veki athygli. „Nýstofnað fríblað, Akureyri vikublað, sem borið er í

öll hús í bænum virðist hafa unnið sér traustan sess í fjölmiðlaflóru bæjarins,“ segir Þóroddur, en ríflega helmingur bæjarbúa les Akureyri vikublað vikulega og í hverjum mánuði nær það til 66% bæjarbúa. „Þetta bendir til að akureyrskur fjölmiðlamarkaður beri mjög auðveldlega tvö bæjarblöð þótt þau séu gefin út sama dag í hverri viku“ að sögn Þórodds. Útbreiðsla Akureyrar vikublaðs er hlutfallslega meiri meðal kvenna en karla. 60% kvenna og 53% karla lesa blaðið vikulega. Hins vegar lesa 36% akureyrskra karla og 32% akureyrskra kvenna Vikudag í

hverri viku. Lesendur Akureyrar vikublaðs eru ívið yngri að meðaltali en lesendur Vikudags. Athygli vekur að aðeins 6% bæjarbúa fara daglega á vefmiðilinn vikudagur.is sem uppfærður er daglega. Greina má þá tilhneigingu, að sögn Þórodds, samkvæmt könnuninni, að Akureyri vikublað sé meira lesið meðal kjósenda vinstri flokkanna. Akureyri vikublað lesa 56% þeirra sem kjósa til hægri en 66% þeirra sem kjósa til vinstri. Vikudag lesa hins vegar 37% þeirra sem kjósa til hægri (A-lista eða D-lista) en aðeins 26% þeirra sem kjósa til vinstri (S-lista eða V-lista).

Þóroddur Bjarnason prófessor.

Heldur meiri ánægja er með störf L-listans meðal lesenda Vikudags en Akureyrar vikublaðs. Hvað aðra miðla en prentmiðla varðar vekur mjög sterk útkoma N4 sjónvarps sérstaka athygli en um 70% bæjarbúa horfa á útsendingar stöðvarinnar í hverri viku, þar af horfa um 20% á stöðina á hverjum degi.

HÁSKÓLANEMAR Í VANDRÆÐUM MEÐ BLIKKBELJURNAR

M

jög erfitt hefur verið að fá bílastæði á stæðunum fyrir framan Háskólann á Akureyri síðustu daga. Að sögn Ólafs Búa Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Háskólans, skýrist þetta af því að fjölmennustu hópar í lotunámi í sögu skólans hafa undanfarið bæst við hóp staðnemenda. Hins vegar segir Ólafur Búi að jafnan hafi verið hægt að fá stæði sunnan við rannsóknahúsið um 100 metra frá aðalbyggingu HA. „Skólinn uppfyllir reglugerð um bílastæði og það er býsna kostnaðar-

samt að búa til ný stæði,“ segir Óli Búi og skorar á þá sem geta að nýta almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í skólann. Fjöldi manns hefur lagt bílum ólöglega síðust vikur og hefur bílastæðasjóður Akureyrarbæjar væntanlega fitnað þar sem stöðuverðir hafa beitt sektum ötullega. Að sögn Ólafs Búa er bærinn með sektarátakinu að gæta hagsmuna sinna því bærinn sér um viðhald stíganna og getur kostnaður rokið upp ef bílum er lagt yfir göngustígana.

Ekki hefur verið þverfótað fyrir bílum framan við Háskólann á Akureyri undanfarið. Myndin er tekin á mesta álagstímanum klukkan 10 sl. föstudag.


RISA

HAUST-TILBOร

.LZ[HOย‚ZTรต:รปUPUNHYOย‚Z Fullt verรฐ 2.900.000 kr. /H\Z[[PSIVรณZ]LYรณRY  (Aรฐeins eitt eintak) Fullbรบiรฐ aรฐ utan, fokhelt aรฐ innann. Byggingarnefndarteiknisett.

VH/11- 08

Fyrstur kemur fyrstur fรฆr - Aรฐeins tvรถ gestahรบs รญ boรฐi

รSLENSK FRAMLEIรSLA

Garรฐhรบs รญ รบrvali 10% afslรกttur af รถllum garรฐhรบsum meรฐan byrgรฐir endast. Sjรก nรกnar รก heimasรญรฐu

www.volundarhus.is 70 mm bjรกlki / Tvรถfรถld nรณtun

;PSIVรณ.LZ[HOย‚ZTรต Verรฐ รกรฐur kr. 1.689.000,- รกn fylgihluta. /H\Z[[PSIVรณZ]LYรณRYmUM`SNPOS\[H Verรฐ รกรฐur kr. 1.989.000,- meรฐ fylgihlutum. /H\Z[[PSIVรณZ]LYรณRYTLรณM`SNPOS\[\T VNI`NNPUNHYULMUKHY[LPRUPZL[[P

Vel valiรฐ fyrir hรบsiรฐ รพitt VH ehf ยท Njarรฐarbraut 11 ยท 260 Reykjanesbรฆ ยท :xTPร‡:xTPx]LYZS\U

Af gรฆรฐunum รพekkiรฐ รพiรฐ pallaefniรฐ frรก Vรถlundarhรบsum


8

10. NĂ“VEMBER 2011

alhliða  loftverkfÌraÞjónusta

TIL HAMINGJU Ă?SLAND

20%     Afslåttur Af  Üllum  loftverkfÌrum LoftverkfÌri  -­  Helluhrauni  14  -­  220  Hafnarf. Opið  frå  10:00  til  17:00  -­  Sími:  571-­4100

www.loftverkfaeri.is

V

ið erum nÌst feitust í heimi å eftir BandaríkjamÜnnum. Ef við hÜldum svona åfram verðum við feitust allra Þjóða og jå líklega bara eftir åramót. Ég vildi að Êg gÌti óskað ykkur til hamingju með að vera nÌst hollust í heimi, en Þetta eru vonbrigði. Hverju eða hverjum er um að kenna? Er Það heilbrigðiskerfið? Eða kannski matvÌlaframleiðendur? Nei Það gÌti kannski líka verið menntakerfið eða matvÜruverslunum fyrir að raða óhollu vÜrunum svona fallega upp. Kannski er Það saumaklúbbnum, karlaklúbbnum eða hópÞrýstingnum frå hinum vinunum. HÆTTUM A� KENNA Ö�RUM UM OG TÖKUM Mà LIN � EIGIN HENDUR!!! Það er engum Üðrum en ÞÊr að kenna ef Þú ert að burðast með aukakíló. Því miður, svona er Þetta, engum Üðrum að kenna. Við berum nefnilega åbyrgð å eigin heilsu.

9UNI ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

FRà BÆRT ÚRVAL TUNGUSÓFA OG HV�LDARSTÓLA � ÖLLUM STÆR�UM OG LITUM

7ALTONĂ€ ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

2INOA ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

GaryĂŒLDÄĽĂŒQ@ERSÄąQHMFTĂŒNFĂŒÄ–M ĂŒKDMFCĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

'ARYĂ€HVÄĽLDARSTÄŤLL LDÄĽĂŒDÄĽ@ĂŒÄ–MĂŒQ@ERSÄąQHMF@Q AQDHCCĂŒBL

En hvað er Üðruvísi núna en fyrir 30 årum? 1. Minni svefn. Við eyðum meiri tíma í Fatbook, tÜlvuvinnu og sjónvarpsglåp å kvÜldin. 2. Meiri streita. LífsgÌðakapphlaupið er svo mikið að Það Þarf að kaupa dýru 15.000 kr. kuldaskóna frekar en Þessa å 5.000 kr. sem voru líka mjÜg fínir. 3. Seta, seta og aftur seta. Við sitjum við morgunverðarborðið, setjumst svo út í bíl, og mjÜg margir sitja í vinnunni jafnvel allan daginn, margir fara svo í rÌktina og setjast í fínu tÌkin Þar, koma svo heim og setjast við kvÜldverð og setjumst svo fyrir framan sjónvarpið eða Fatbook. Hreyfa sig gott fólk, lågmark hålftíma å dag sama hvaða hreyfing Það er, Þó að brennslan sÊ auðvitað mismunandi eftir hreyfingunni. 4. MatarÌðið. Jå Þarna kom mikilvÌgasti hlekkurinn. Það er allt svo ÞÌgilegt í dag, hÌgt að kaupa mat sem Þarf bara að hita upp, jå eða renna við í nÌstu sjoppu. Það er EKKI dýrt að borða hollt, Það er dýrt að borða óhollt. Við hjónin eldum å hverju kvÜldi og Það er mjÜg sjaldgÌft meðal fólks å okkar aldri. Hvað er Það? Eldaðu maður!

7ALTON ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCHQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

,YË´ISTÄŤLL KXÍťHQĂŒTOOĂŒAQDHCCĂŒĂŒBL

DavĂ­Ă° Kristinsson skrifar um heilsu

ViĂ° bjuggum til 18 lĂ­tra af Ă­slenskri matarmikilli kjĂśtsĂşpu um daginn; hrĂĄefniskostnaĂ°urinn var 5.645 kr. sem Þýðir aĂ° mĂĄltĂ­Ă°in kostar 313 kr fyrir okkur ĂžrjĂş. Skipulagning Ă­ innkaupum, eldamennsku og hvenĂŚr ĂĄ aĂ° borĂ°a, borgar sig. Ăžetta Ăžarf aĂ° laga gott fĂłlk. Ăžetta er auĂ°veldara en ĂžaĂ° lĂ­tur Ăşt: NĂĄum 7–9 tĂ­ma svefni, minnkum streituna meĂ° breyttu hugarfari og hreyfingu, hreyfum okkur daglega Ă­ minnst hĂĄlftĂ­ma og verum skipulĂśgĂ° Ă­ matarĂŚĂ°inu og neytum einnig eftir fremsta megni eins hreinnar fĂŚĂ°u og hĂŚgt er. Minnkum sykur, transfitusĂ˝rur, mikiĂ° unna fĂŚĂ°u, ofneyslu ĂĄ ĂĄvaxtasĂśfum og margt fleira sem rĂŚtt verĂ°ur ĂĄfram um Ă­ nĂŚstu pistlum. En munum! Ă byrgĂ°in er okkar. Gerum Ă?sland aĂ° heilsusamlegasta landi Ă­ heimi. HĂŚttum aĂ° tala og framkvĂŚmum. HĂĄmarkaĂ°u fitubrennsluna Þína nĂŚstu nĂĄmskeiĂ° byrja Ă­ HeilsurĂŚktinni 24. nĂłv. SkoĂ°aĂ°u heimasĂ­Ă°una okkar, ĂĄvalt eitthvaĂ° spennandi Ă­ boĂ°i varĂ°andi, ĂžjĂĄlfun, nĂŚringu og lĂ­fsstĂ­l. www.heilsuthjalfun.is DavĂ­Ă° Kristinsson starfar sem t )FJMESÂ?OO)FJMTV¢KĂˆMGBSJ t /Â?SJOHBSPHMĂ“GTTUĂ“MT¢KĂˆMGBSJ t Âś",ϢSĂ˜UUB¢KĂˆMGBSJ t (PMG¢KĂˆMGBSJ www.heilsuthjalfun.is – www.30.is – GSM: 864-9155

)TALIANOĂŒLDÄĽĂŒNFĂŒÄ–MĂŒQ@ERSÄąQHMF@Q ĂŒKDMFCĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

-IKE ĂŒRSÄ›QÄĽĂŒĂŒWĂŒĂŒBL @KJKÄ›CCTQĂŒKDÄĽQHĂŒNFĂŒDHMMHFĂŒÄ˘ĂŒS@TH

ÞÌgindin í fyrirrúmi BJÓ�UM EINNIG UPP à DÖNSK GÆ�ARÚM FRà PASSION OG AMER�SKU D�NUNUM FRà SERTA

KĂ­ktu Ă­ heimsĂłkn og uppfylltu drauma Þína um betri hvĂ­ld. ,Ä”2À˚À"%42)Ă€(6Ĉ,$ÀÀcÀÀ(,Ĉċ!3-Ă˝2!Ă€ÀÀcÀÀĂ€+ÄŽ0!6/')ÀÀcÀÀ3Ĉ-)ÀÀÀÀcÀÀ&!8ÀÀÀÀcÀÀ777,52)3ÀÀcÀÀ,52 ,52)3

VERKFÆRI B�LAPERUR EFNAVÖRUR VINNUFÖT OG MARGT FLEIRA

GĂ FU FJĂ–LSMIĂ?JUNNI PENING

N

orðandeild klúbbs Matreiðslumeistara hefur afhent FjÜlsmiðjunni å Akureyri 230 Þúsund krónur sem safnað var å sýningunni MATUR-INN 2011 með sÜlu å 580 skÜmmtum af hvítsúkkulaðiskyrfrauði. Öll vinna var unnin í sjålfboðavinnu af meðlimum klúbbsins. Erlingur Kristjånsson, forstÜðumaður FjÜlsmiðjunnar, tók å móti gjÜfinn og sagði hann að peningurinn kÌmi að góðum notum. Ekki er Þó búið að åkveða råðstÜfun fjårins. FjÜlsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk, 16–24 åra, sem stendur å krossgÜtum. Þar gefst fólki tÌkifÌri til að Þjålfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða åframhaldandi nåm. Aðalverkefni FjÜlsmiðjunnar eru verslun með notuð húsgÜgn og húsbúnað, eldhús og mÜtuneyti og bílaÞvottur fyrir einstaklinga og fyrirtÌki.

SnĂŚbjĂśrn KristjĂĄnsson, JĂşlĂ­a SkarphĂŠĂ°insdĂłttir, GuĂ°mundur Helgason, MarĂ­a BergvinsdĂłttir, Erlingur KristĂĄnsson og Hannes PĂŠtursson. Myndir: Kristinn FrĂ­mann Jakobsson.

NAFNA à BÚ�UM BÆJARINS LEITA�

N WĂœRTH VERSLUN, FREYJUNESI 4 603 AKUREYRI, SĂ?MI 461 4800

orrĂŚni skjaladagurinn Ă­ ĂĄr er nĂŚsta laugardag, 12. nĂłvember. Ăžema dagsins er „Verslun og viĂ°skipti“ og stendur HĂŠraĂ°sskjalasafniĂ° ĂĄ Akureyri fyrir sĂ˝ningu af ĂžvĂ­ til-

efni. Sýningin hófst sl. månudag og stendur til 25. nóvember nk. og verða å sýningartímanum tínd til nÜfn å sem flestum verslunum sem starfrÌktar hafa verið å Akureyri allt frå lokum einokunartímans til årsins

1980 og ÞÌr staðsettar. Um er að rÌða gríðarlegan fjÜlda verslana og verður leitað til alls almennings um viðbótarupplýsingar. Sýningin er opin mån.- fÜs. frå kl. 10:00–19:00 og lau. kl. 11:00–16:00.


Austursíða 2, 603 Akureyri. Sími 533 2211 www.nesfrakt.is


10

10. NÓVEMBER 2011

AÐSEND GREIN

KISUR Á AKUREYRI

RAGNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR KATTARVINUR SKRIFAR

N UM 60 KONUR SYNGJA NÚ Í KÓRNUM.

KVENNAKÓR AKUREYRAR FAGNAR 10 ÁRA AFMÆLI

K

vennakór Akureyrar fagnar 10 ára afmæli kórsins um þessar mundir. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Hofi 19. nóvember nk. þar sem rifjuð verða upp lög úr sögu kórsins og frá hverjum stjórnanda. Í kórnum starfa um 60 konur frá Akureyri og nágrenni.

Árlegir jólatónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar verða haldnir í 9. skiptið 8. des nk. Þeir tónleikar fara einnig fram í Hofi og mun kórinn þá syngja við undirleik hljómsveitar og með tilstyrk Guðrúnar Gunnarsdóttur og Ívars Helgasonar. Allur ágóðinn rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.

ú þegar nýjar reglur um kattahald hafa tekið gildi á Akureyri hef ég orðið meira vör við útigangsketti en áður fyrr. Ég veit um rúmlega 20 ketti sem eiga ekkert heimili eða athvarf fyrir veturinn. Það er alveg bókað að þeir eru fleiri. Alltaf frétti ég af fleiri og fleiri kisum. Þessir kettir lifa í von og óvon um að lifa veturinn af. Matur er af skornum skammti og kuldinn nístir merg og bein. Sumir þessir kettir eru illa farnir, feldurinn flæktur og þeir orðnir horaðir af langvarandi matarskorti. Að horfa upp á þá er þyngra en tárum tekur. Sem betur fer er þó fólk hér í bæ sem laumar matarbita af þessum óheppnu kisum. Ég reyni alltaf að hjálpa þessum kisum, ná þeim ef möguleiki er á því. Dýraeftirliti Akureyrar er sinnt af einum manni eftir því sem ég best veit. Þrátt fyrir að hann vinni sína vinnu vel er vinnan við öll dýrin í bænum meiri en sem nemur vinnu eins manns. Samt eiga katta- og hundaeigendur að borga háar upphæðir fyrir að fá að halda sín dýr og fá ekkert í staðinn. Það væri nær að reyna að ná þessum útigangsköttum heldur en að ráðast gegn þeim sem eiga heimilisdýr og halda þeim hamingjusömum. Útigangsköttum er enginn greiði gerður með að lifa svona lífi. Sumir þessir kettir eru fyrrum heimiliskettir sem hafa verið yfirgefnir, aðrir eru villikettir sem aldrei hafa kynnst mannlegri snertingu. Draumurinn væri að opna athvarf fyrir þessar kisur hérna á Akureyri, en það virðist ekki vera neinn áhugi fyrir því hjá bæjaryfirvöldum. Ég veit að fyrirspurn um styrk til að opna dýraathvarf hér í bæ var neitað. Því miður virðist bæjarstjórn Akureyrar vera meira umhugað um peninga heldur en dýrin sjálf. Gjaldskráin fyrir kattahald

hefur nú verið birt í Stjórnartíðindum og stendur þar að árlegt eftirlitsgjald sé 6 þúsund krónur. Skráningargjald er ennfremur 10 þúsund krónur. Samkvæmt því sem bæjarstarfsmenn segja sjálfir eru um 2 þúsund kettir í bænum (142 kettir hafa verið skráðir). Verði þeir allir skráðir fá þeir 12 milljónir í vasann árlega. Eftir 1. desember 2011 fá þeir ennfremur 10 þúsund króna skráningargjald fyrir hvern kött, ásamt því að fá árgjaldið greitt hlutfallslega miðað við hvenær á ári er skráð. Eina sveitarfélagið á landinu sem inniheimir árgjaldið sama ár og skráningargjaldið! Ég fékk útreikning þessara gjalda frá bænum og var heildarupphæðin sem þeir þurfa árlega tæplega 3,8 milljónir. Bærinn fær því um 8,2 milljónir í gróða sem er samkvæmt lögum ólöglegt. Hollustuvernd og mengunarhættir, lög númer 7/1998; 25. gr hljómar svona: „Upphæð gjaldsins skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds við viðkomandi eftirlit byggist á og má gjaldið ekki vera hærra en sá kostnaður.“ Þetta sýnir og sannar að bæjarstjórn Akureyrar er að brjóta lög. Þegar ég spurði bæjarstarfsmann um það hvort að þeir ætluðu virkilega að brjóta lög sagði hann að þeir myndu þá kannski lækka upphæðina þegar fólk væri búið að skrá. Væri ekki gáfulegra að byrja á að hafa gjaldið nógu lágt til að sem flestir skrái? Það virðist bæjarstjórn Akureyrar ekki fatta og ætlast til að við látum vaða yfir okkur. Ég vona að sem flestir láti ekki svona lögbrot yfir sig ganga og hunsi þetta þangað til að bæjarstjórnin sýnir allavega þá virðingu að fara eftir lögum.

FÖSTUDAGSFREISTING Á MORGUN Í KETILHÚSINU

T

ónlistarfélag Akureyrar, í samstarfi við Menningarmiðstöðina í Listagili og Goya Tapas, stendur á morgun fyrir tónleikum, Föstudagsfreistingum, í Ketilhúsinu kl. 12 á hádegi. Verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi á meðan hlýtt er á ljúfa tóna þeirra Vilhjálms Inga Sigurðarsonar trompetleikara og Matta Saarinen gítarleikara, en þeir flytja verk eftir Giovanni Buonaventura Viviani, J.S.Bach, J.Sibelius, Theo Charlier, Matti Saarinen og Unto Mononen. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson er fæddur á Akureyri árið 1980 og alinn upp í Eyjafjarðarsveit. Hann lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskólann á Akureyri til ársins 2000. Vilhjálmur lauk blásara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003. Aðalkennari hans var Ásgeir Hermann Steingrímsson.Vilhjálmur fór sama ár í framhaldsnám í Tónlistarháskólann í Osló hjá Prófessor

Jan Frederik Christiansen sem var 1. trompetleikari Fílharmoníusveitar Oslóar. Hann útskrifaðist með Cand magister gráðu vorið 2005. Vilhjálmur stundaði síðan Mastersnám við Sibelíusarakademíuna í Helsinki hjá prófessor Jouko Harjanne og Touko Lundell og útskrifaðist vorið 2008. Vilhjálmur starfar í dag við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur gegnt þar starfi síðan haustið 2008 Matti Saarinen (1978) nam klassískan gítarleik, við Síbeliusar akademíuna, við Musikhögskolan í Malmö og Universitet für Musik und darstellende Kunst Wien. Hann hefur komið fram bæði sem einleikari og leikið með ýmsum kammerhópum, á norðurlöndunum, í Rússlandi, Austurríki og í Þýskalandi. Matti Saarinen hefur tvisvar unnið til verðlauna í alþjóðlegum gítarkeppnum, árið 2002 í Jyväskylä í Finnlandi og árið 2004 í London. Frá hausti 2006 hefur hann búið og starfað á Íslandi.


Protector SX1   6WDIU QQOiVO\NLOO WLOYDUD±IUiE U VW UèI\ULUKHLPLOLèL NU  NU

DIVOªWWXU

03gU\JJLVVNièXU 8SSJM|ULQHUX|UXJJt ìHVVXPI\ULUYHUVODQLU RJìMyQXVWXI\ULUW NL

 DIVOªWWXU

NU

NU

 DIVOªWWXU

(|U\JJLVVNiSXU 6W UVWLVNiSXULQQtìHVVDUL YLQV OXOtQXKHQWDUE èL I\ULUKHLPLOLRJI\ULUW NL

 DIVOªWWXU

NU

NU

9RSQDVNiSXU PO VWXLQQUDKyO¿ /\NLOO VWXURJ |UXJJXU NU  

NU (0|U\JJLVVNiSXU .OXNNXVWXQGDUHOGY|UQ VWDIU QQOiVYLQV ODVWL HOGYDUèLVNiSXULQQ

 DIVOªWWXU

NU

NU

(LQQO\NLOOHQGDODXVLUP|JXOHLNDU UNHU¿

/\NODNHU¿ 0DVWH

XVWXPDOODU 6PtèXPRJìMyQ IXPëDè VW UèLUDIO\NODNHU JWDèKDID JHWXUYHULèì JLOH DUJUDRJ HLQQO\NLOtVWDèP WULèLDè HLQQLJHUPLNLèD HQJLQQVp YHUDYLVVXPDè LHLJQQHPD PHèO\NLODIìLQQ ì~YLWLUDIìYtDIVOªWWXU 1êO\NODNHU¿ 0DVWHUNHU¿  IUi*(*(iDIVO WWL DOOLUV\OHQGUDURJO\NODU

9HUVOXQ/DXJDYHJLŀZZZODVLVŀODV#ODVLV Vŀ2SLèDOODYLUNDGDJD

Tilboðið gildir  í  október  og  nóvember

7LOERèLèJLOGLUtRNWyEHURJQyYHPEHUPHèI\ULUYDUDXPSUHQWYLOOXURJXSSVHOGDUY|UXUgOOYHUèPHè96.

gU\JJLVGDJDU


12

10. NÓVEMBER 2011

ÉG HEF LENT Í ÝMSU SEM HEFUR FENGIÐ MIG TIL AÐ HUGSA

D

alamaðurinn Eyþór Ingi Jónsson hefur búið óslitið á Akureyri frá árinu 2003. Hann er organisti Akureyrarkirkju, stjórnar fjórum kórum, er bæjarlistamaður Akureyrar árið 2011 og hefur í tvígang verið nálægt því að stórskaða sig með of mikilli vinnu. Einn fannbarinn nóvembermorgun sest ég niður með Eyþóri þar sem við ræðum m.a. tónlistina, einkalífið og trúna. Ertu sprenglærður organisti, Eyþór? „Já, ætli maður verði ekki að kannast við það. Eftir venjulegt tónlistarskólanám í Dalasýslu og á Akranesi lauk ég þriggja ára námi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og síðan sjö ára háskólanámi.“ Hvað með kórstjórnina? „Hún er hluti námsins. Ég lagði sérstaka áherslu á hana.“ Þarf maður að vera með það sem kallast „perfect pitch“ til að sinna hlutverki kórstjórnanda? „Alls ekki. „Perfect pitch“ er í raun það að þekkja tón þegar maður heyrir hann án þess að sannreyna það við hljóðfæri. Það getur verið þægilegt en líka óþægilegt. Til dæmis þá getur tóntegund sem notuð er reynst of há fyrir sönginn og þá þarf að lækka tóninn fyrir kór eða söngvara. Þá getur verið óþægilegt að vera með „perfect pitch“ þar sem maður heyrir þá annað en það sem maður sér á nótunum. Kórstjóri þarf að heyra vel og greina ef eitthvað er óhreint, eða ef lög falla eða stíga í tónhæð, en það er annar hlutur.“ Athyglissýkin ágæt stundum Hvort gefur þér meira, að spila níðþunga prelúdíu eftir Bach á pípuorgelið eða laða fram hinn viðkvæmasta sönghljóm? „Erfið spurning. Mér finnst ofboðslega gaman að stjórna kór. Kannski er það blanda af athyglissýki og einhverju öðru. Það er líka afskaplega gefandi að spila orgelkonserta og alveg gífurleg vinna bak við hverja slíka tónleika. Maður uppsker svo mikið. Orgeltónleikar geta verið afrakstur mörg hundruð klukkustunda vinnu. En ef ég þyrfti

um mikla kvöldvinnu að ræða sem stendur fram á nótt og svo byrjar maður oft að vinna eldsnemma á morgnana. Það koma nánast aldrei frídagar og tvisvar sinnum hefur komið fyrir að ég var gjörsamlega búinn á því og þurfti að taka mér frí frá störfum í kjölfar álags.“

að fórna öðru myndi ég sennilega fórna organistanum.“ Teldu nú aðeins upp þau ólíku verkefni sem þú tekst á við á hverju ári. Má ekki segja að allt tónlistarlitrófið sé undir? „Jú, sviðið er býsna breitt, því ég hef áhuga á allri tónlist og hlusta sem dæmi mikið á dægurtónlist og þungarokk. En mér reiknast til að ég komi fram 250–300 sinnum opinberlega á ári. Ég spila oft með Óskari Péturssyni söngvara í veislum og afmælum. Ég spila líka töluvert með Hjalta Jónssyni, vini mínum og söngvara, og Láru Sóleyju fiðluleikara. Þar er allur skalinn undir, allt frá háklassík í grínið. Ég hef spilað orgelkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Ég hef tekið þátt í spunatónleikum með Hymnodiu þar sem við komum fram í búningum, öskrum, æpum, hoppum og hlæjum og köstum hlutum í gólfið. Ég flyt rokkmúsík með kammerkórnum Ísold. Ég er í alls konar hljómsveitarvinnu og svo er það kirkjukórinn og þessi stóru verk, messurnar og allt sem fer fram í kirkjunni. Þar má nefna útfarir sem kalla á gríðarlega fjölbreyttan flutning tónlistar. Við erum líka að tala um einleikstónleika á orgel, ég spila í barrokkhljómsveit, ég flyt fyrirlestra; til dæmis um táknfræði í tónlist, svo er önnur kennsla; fjarkennsla við Listaháskólann, ég gleymi óskalagatónleikum þar sem ég spila dægurlög að vali almennings á pípuorgel, ég er örugglega að gleyma helling en ég heyri þegar þú biður mig að telja þetta allt upp að pakkinn er fjölbreyttur, ég hafði ekki áttað mig á því hve fjölbreytt þetta er.“ Klæðirðu þig í mismunandi föt eftir dögum og því sem þú tekst á hendur við? „Já, en í mínum huga er það samt þannig að maður þarf að vanda sig 100% við alla tónlist. Það má aldrei líta á einn flutning sem öðrum óæðri.“ Útfararþjónustan gefandi Hvernig gengur þér að takast á við dauðann tónlistarlega? Við jarðarfarir, meina ég? „Að spila við jarðarfarir er rosalega gefandi og kallar oft á sterk viðbrögð. Það væri ekki rétta

Finnst þér erfitt að segja nei? „Já, ég þarf að hafa ástæðu til að geta sagt nei. Annars fæ ég samviskubit.“ Hvernig nærðu að slaka á? „Ætli þar hjálpi mér ekki náttúruskoðunin mest nú orðið, að fara á fjöll og taka myndir af fuglum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fuglum. Fékk gefins fuglabækur sem barn og pældi mikið í þeim. Svo fyrir ca. þremur árum fékk ég góða myndavél og þá gerði ég alvöru úr að koma mér upp því áhugamáli að taka myndir af fuglum. Einn daginn ekki alls fyrir löngu hljóp ég út úr kirkjunni til að eltast við fugl á Pollinum og þegar ég snéri til baka endurnærður sagði hún Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, samstarfsmaður minn, að nýja áhugamálið gæfi mér aukinn kraft og veitti mér innblástur. Ég held að það sé rétt. Fyrir tíma ljósmyndunarinar átti ég engin önnur áhugamál en þau sem snéru að tónlistinni, það er að segja vinnunni minni.“ Mótlætið styrkir manninn

EYÞÓR INGI JÓNSSON: ENGIN TÓNLIST ANNARRI ÓÆÐRI. lýsingin að kalla það skemmtilega vinnu en ég hef ekki tekið aðstæður inn á mig nema þegar ungt fólk og börn deyja. Þá er gott að eiga góða að þannig að maður geti farið heim úr vinnunni eftir að hafa talað við einhvern.“ Þarf húmor til að takast á við dauðann? Er húmor mikið notaður uppi í kirkju? „Það ríkir sérstaklega létt andrúmsloft innan kirkjunnar og þar er mikill húmor í gangi. Stundum hefur fylgt dálítil kaldhæðni þeim sem vinna við dauðann en ég hef ekki fundið mikið fyrir henni hér fyrir norðan.“

Kaldhæðnin er vörn fólksins – ekki satt? „Jú.“ Þú tekur sjaldnast dauðann inn á þig, segirðu, en einn maður ónafngreindur sagði mér að þú ynnir oft of mikið og lýstir þá umhverfið upp í kringum þig, eins og logi kertis sem lýsir skærast þegar kertið brennur hraðast. „Já.“ Hefurðu verið nærri því að vinna yfir þig? „Jájá. Það gerist nánast á hverju einasta ári. Nú orðið er ég þó farinn að bremsa fyrr en áður, en það er oft

Hefur þessi mikla vinna bitnað á einkalífinu? Hvernig eru þínir persónuhagir? „Ég er tvífráskilinn og á tvær dætur með tveimur konum. Ég á yndislega kærustu sem er með mér í tónlistinni. Það er frábært að vera með manneskju sem skilur hvað tónlistarfólk getur verið klikkað!“ Má ég spyrja svo persónulega að inna þig eftir hvað fór úrskeiðis í þínum fyrri hjónaböndum? „Í fyrra hjónabandinu vorum við bara svo ung, við fórum saman í nám í sitthvorum háskólanum sem reyndist afskaplega krefjandi. Það er líka erfitt að vera með sveimhuga og tónlistarmanni eins og mér og það hefur haft áhrif á bæði hjónaböndin. En það að skilja og sérstaklega í seinna skiptið hefur breytt mér mjög mikið, fengið mig til að hugsa mikið. Núna á ég í afskaplega góðum og nánum samskiptum við börnin mín.“


13

10. NÓVEMBER 2011

ORGANISTINN VIÐ KIRKJUORGELIÐ Í AKUREYRARKIRKJU. Þú telur sem sagt að skilnaðarreynslan hafi bætt þig sem manneskju? „Algjörlega. Þótt hjónabandið hafi ekki gengið upp erum við foreldrarnir góðir vinir og virðum hvort annað.“ Hymnodia skapandi afl Mig langar að ræða við þig um kórinn Hymnodiu, sem þú hefur smíðað frá grunni, að segja má. Er Hymnodia mesta sköpunarafrek þinnar tónlistarsögu? „Ja, mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli en þegar kom að stofnun Hymnodiu langaði mig fyrst og fremst að hafa í kringum mig vini mína, fólk sem ég þekkti vel, fólk sem ég vissi að gæti unnið hratt saman með fagmennsku að leiðarljósi. Það starf hefur gengið vel og smám saman hefur þetta undið upp á sig. Kórnum hafa í síðustu tíð verið boðin ótal verkefni sem við erum þakklát fyrir en við afþökkum mörg þeirra vegna þess að við viljum helst ekki gera það sem hefur áður verið gert. Við viljum ekki flytja verk sem hafa oft verið flutt. Við viljum verk sem eru samin sérstaklega fyrir kórinn og svo erum við sérstaklega heilluð af spuna, nútímatónlist og gömlu barroktónlistinni. Í kórnum lesa allir nótur og allir söngvararnir eru frábærir tónlistarmenn. Næsta ár ætlum við að setja upp óperu eftir Henry Purcell og tökum það verkefni alla leið. Allir í kórnum leika hlutverkin sín, það verður fenginn leikstjóri, það verður alvöru sviðsmynd. Með slíkri uppfærslu verðum við trú þeirri hugmyndafræði að bæði reyna á okkur og gera líka það sem við höfum ekki gert áður.“

Hvar og hvenær verður þessi ópera sett upp? „Hún verður sett upp í Hofi, 1. apríl næstkomandi. Þetta verður mjög spennandi.“

Þakklátur bæjarlistamaður

Geturðu gefið okkur einhverja vísbendingu um galdurinn á bak við færni kórsins? „Ég held það sé samsetningin. Það er svo ótrúlega ólíkt fólkið sem skipar kórinn. Engir tveir í þessum kór eiga í raun neitt sameiginlegt.“

Hefur þessi útnefning og það sem henni fylgir haft einhver áhrif á líf þitt? „Í þeim skilningi kannski að ég hef upp á síðkastið leyft mér að gefa hlutunum aðeins lengri tíma og ég er gríðarlega þakklátur fyrir útnefninguna.“

Og þá skapast ólík orka meðal þeirra sem þurfa þó allir að syngja saman – og þá verður galdurinn? „Held það. Bakgrunnur fólksins er mjög ólíkur. En svo er annað sem skiptir mjög miklu og það er hin sterka sönghefð á Akureyri. Margir fá frábæra leiðsögn í gegnum tónlistarskólann hérna. Héðan hafa komið margir hörkusöngvarar og drjúgur hluti farið erlendis í nám. Það er hreinlega einstætt sönglífið hérna á Akureyri.“ Viðbrögð við tónleikum Hymnodiu hafa jafnan verið einhliða jákvæð en þó kannski ekki þegar þið fluttuð stjórnarskrána í sjónvarpi allra landsmanna. Þá voru skiptar skoðanir. „Já, maður fékk allan skalann af viðbrögðum en okkur finnst þetta eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert, það er rosa mikill húmor í verkinu en kannski komst það ekki alveg til skila í gegnum sjónvarpið, af því að það er í raun myndlistarverk fremur en tónlistarverk. Í sjónvarpinu var tónlistin ekki í fyrsta sæti heldur myndverkið, enda er um að ræða vídeóverk myndlistarmanna. Það kannski komst ekki alveg til skila.“

Nú ertu bæjarlistamaður Akureyrar, Eyþór. „Já, ég tók við af góðum manni.“

vandist mér er eiginlega sama hvaða vitleysu mér dettur í hug, alltaf eru allir tilbúnir að framkvæma hana með mér. Svo eru tónlistarviðburðir mjög vel sóttir hérna og það er eitt af því sem maður sækist eftir. Og eftir að hinn frábæri tónlistarmaður og samstarfsmaður minn, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti, kom til starfa í kirkjunni með mér hef ég fengið rými til að vinna betur að ýmsum hliðarverkefnum.“

„Eitt er mér sérstaklega eftirminnilegt. 11. september árið 2001, hryðjuverkadaginn örlagaríka, sat ég einn í lítilli íbúð í Norður-Svíþjóð og horfði agndofa á sjónvarpið. Allt í einu varð rosalega kalt inni. Ég fékk gæsahúð og hugsa strax: amma deyr.“ Hæfir Akureyri þér vel í dag? „Já ég vil hvergi annars staðar búa.“ Og þú hefur farið víða og margan staðinn séð? „Já, ég hef búið erlendis, þvælst út um allt og fengið víða atvinnutilboð.“ Eins og hvar? „Ég er víst bundinn trúnaði af því en við erum að tala um stærstu kirkjur. En ég hef ákveðið að vera hér. Aðstæður eru frábærar á Akureyri og ég fæ frelsi til að gera allt sem ég vil. Fyrst þegar ég kom hingað og fór að innleiða nýjungar var kannski spurt: Hvað er Eyþór að gera núna? En eftir að fólkið

Skiptir fegurðin þig miklu máli, Eyþór? „Já.“ Ertu trúaður? „Já og nei. Ég efast um margt sem stendur í biblíunni en ég held að heimurinn sé betur settur með trúnni en án hennar þótt margir haldi öðru fram.“ Í fylgd með ömmu sinni Myndirðu telja þig andlega þenkjandi? „Ég hef lent í ýmsu sem hefur fengið mig til að hugsa. Sérstaklega eru það atvik sem varða ömmu mína. Þegar ég flutti að heiman, sautján ára gamall, þá vildi ég vera sjálfstæður

og það leið stundum langur tími án þess að ég hefði samband við foreldra mína þótt sambandið á milli okkar væri frábært. Eftir að ég flutti út leið mér stundum illa og þá var eins og að amma fyndi það og þá sagði hún foreldrum mínum að hringja í mig. Eitt er mér sérstaklega eftirminnilegt. 11. september árið 2001, hryðjuverkadaginn örlagaríka, sat ég einn í lítilli íbúð í Norður-Svíþjóð og horfði agndofa á sjónvarpið. Allt í einu varð rosalega kalt inni. Ég fékk gæsahúð og hugsa strax: amma deyr. Hún hafði verið lengi veik en ekkert hafði bent til að hún væri á förum. Svo um nóttina finnst mér eins og að amma standi við hliðina á mér og þetta er svo skýrt að ég sest upp í rúminu. Kannski má geta þess að mig dreymir aldrei skýra drauma, ég man aldrei að morgni drauma næturinnar. En þarna stendur hún og hverfur svo. Nokkrum mínútum seinna ákveð ég að hringja heim og þá kemur á daginn að hún hafði akkúrat dáið á þessu augnabliki. Mig dreymdi nákvæmlega eins draum þegar tengdamóðir mín lést fyrir nokkrum árum síðan. Ég trúi á margt svona þótt ég sé ekki mikið að velta fyrir mér kristinni trú dags daglega. En ég gæti ekki með góðu móti starfað í kirkju ef ég tryði ekki á neitt. Telurðu að amma þín fylgi þér enn þann dag í dag? „Já ég er viss um það; og þau bæði, afi og amma.“ Texti: Björn Þorláksson Myndir: Völundur Jónsson.


14

10. NĂ“VEMBER 2011

Ăšt aĂ° borĂ°a meĂ° ArndĂ­si

STUND OG STEMMING mÊr blasir úfinn haus, Þå gleðst Êg ekki yfir útliti mínu – en, hinsvegar, yfir gÌfu minni.

Ă? ArndĂ­s BergsdĂłttir skrifar um veitingahĂşs

H

ús fullt af fólki er dåsamlegt hús. Það er líka krefjandi hús. Hversu oft hefur kona ekki hlaupið út úr húsi að morgni ógreidd, með maskara Üðru megin? Það Þarf að stÜðva litlar hendur sem åkveðið tína óhreina Þvottinn upp úr ÞvottakÜrfunni, nå tali af unglingnum sem mÜgulega sÊst tvÌr mínútur å sólarhring eða sinna leikskóladrengnum sem krefst Þess að få gloss å varirnar åður en hann fer å leikskólann. Þangað fer hann vel til hafður en Êg tel mig heppna ef Êg nÌ að tína å mig nÌgilega mikið af spjÜrum til að teljast siðleg.

hinum erilsama og oft ofurskipulagða degi er Þó mikilvÌgt að fanga tíma til að njóta. Til Þess er mikilvÌgt að geta gengið inn í umhverfi sem gefur fjÜlskyldumeðlimum svigrúm til eiga góða stund. Sem er Þannig úr garði gert að sem minnst vesen hlýst af Því að athafna sig með ungviðið. Þar að auki er mikilvÌgt að geta fengið gott að borða ån Þess að ganga út með rýrari sjóði en Grikkland.

E

itt best geymda leyndarmĂĄl bĂŚjarins hlĂ˝tur aĂ° vera kaffihĂşsiĂ° Kaffi KĂślt. Einn af Ăžessum stÜðum sem ekki er nĂłg aĂ° sjĂĄ, heldur verĂ°ur aĂ° upplifa. Ă? Üðrum endanum er hannyrĂ°averslun. Ă? hinum kaffihĂşs. HiĂ° fullkomna hangs. Nettenging, sĂłfi auk kassagĂ­tara og harmonikku sem gestum er frjĂĄlst aĂ° taka Ă­. TĂłnlistin er spiluĂ° af vĂ­nil sem undirstrikar hinn „retro“ afslappaĂ°a blĂŚ sem staĂ°urinn hefur aĂ° geyma.

S

taĂ°rĂĄĂ°in Ă­ aĂ° fanga stund, stekk ĂŠg inn meĂ° eiginmann og barn. Til allrar

BĂ–RN

– OKKAR D�RUSTU DJà SN

Ă?

msar norðlenskar bÌkur hafa komið út síðustu vikur og vakið athygli. Ein Þeirra er Ungbarnanudd sem Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundkennari, skrifar. Texti bókarinnar er eins og vÌnta må settur fram með fumlausum hÌtti og myndirnar í bókinni eru sÊrlega skemmtilegar. Heiða Guðmundsdóttir sem hefur lengi tekið myndir af ungbÜrnum tók ÞÌr. Heiða veitti Akureyri vikublaði góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndir úr bókinni, af bÜrnunum, okkar dýrstu djåsnum.

E

rill. Og Ăžegar ĂŠg, Ă­ dagsins Ăśnn, fanga spegilmynd mĂ­na eitt augnablik og viĂ°

Fallega JĂłlaskeiĂ°in frĂĄ Ernu VerĂ° 16.500,-

hamingju er ekkert barnahorn! Hinsvegar er lítið borð með ýmsum leikfÜngum innan um Ünnur borð kaffihússins. Auðvitað eru fleiri borð annarsstaðar å kaffihúsinu fyrir Þå sem ekki Þurfa að hafa auga með borðfÊlÜgum sínum hverja mínútu. Þótt Êg hefði, barnlaus, frekar dansað berfÌtt å barrnålum en að sitja nålÌgt salerninu å veitingastað, Þå fagna Êg Því núna að borð, leiksvÌði og klósett er hvert í nåmunda við annað.

B

Ìði pÜntum við okkur hådegistilboðið; súpa, tvÌr tegundir af pastarÊttum, salat, brauð og kaffi. Allt er gott og Þegar verðið, sem er ótrúlega viðråðanlegt, og umhverfið er tekið með í reikninginn Þå er Þetta fråbÌr hådegisupplifun.

H ERNA / SKIPHOLTI 3 / S.552 0775 / ERNA.IS

vort sem um er að rÌða úfna móður með maskara å Üðru, menntaskólanema sem Þarf að kíkja å Facebook, svefnvana fÜður í fÌðingarorlofi, trúbador, prjónakonu eða manneskju með ekkert å prjónunum. Þå myndi Êg mÌla með staldri å KÜltinu. Fyrir stemminguna.

Bpeekl „ic}ef^XiX aÂ?eljklĂ&#x;YÂ’Xc}eXjaÂ?j 3mU[PSxI‚óHRH\WH 3mU[PSLUK\YI}[HVN]PĂłI`NNPUNH (\RHSmU]LNUHZtYĂ´HYMHZRLY[Z[HYMZVYRH Ă˜YY¤óPxNYLPĂłZS\]HUKH

nnn%`cj%`j

9fi^Xik’e`)(s(',I\pbaXmˆbsJˆd`1,-0-0''#/''-0-0


VINNUFATNAÐUR, VETTLINGAR OG SKÓR! ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR! Vandaður kuldagalli fyrir veturinn. Verð 19.900 kr.

Ð TILBO

VINNUBUXUR Í MIKLU ÚRVALI.

Verð frá 10.814 kr.

FLOTTIR POWERSTRECH FLÍSJAKKAR.

Verð: 11.751 kr.

L.BRADOR SMÍÐAVESTIÐ sem iðnaðarmaðurinn elskar!

Verð: 13.200 kr.

NORTH ROCK VETRARÚLPURNAR VINSÆLU í FÁKASPORTI Fullorðinsstærð: 16.680 kr. Barnastærð: 13.920 kr.

PELTOR HEYRNARHLÍFAR með útvarpi/mp3

Ótrúlegt verð! Aðeins 13.900 kr. Allar stærðir og gerðir af vettlingum. FÓÐRAÐIR

Gæði og gott verð!

NÝTT Á LAGER: Ítalskir gæðaskór með stáltá. Frá Grisport

Verð aðeins 19.900 kr.

Opnunartímar: Ferrozink 8-17 virka daga, lokað laugardaga Fákasport 9:30-18, lokað laugardaga

Ferro Zink hf. l www.ferrozink.is l ferrozink@ferrozink.is Árstíg 6 l 600 Akureyri l sími 460 1500 Álfhellu 12-14 l 220 Hafnarfjörður l sími 533 5700


/mSZVNOLYóHU\KK

kÅ\N[OHTYHUKPU\KKZLT KYLN\Y‚Y]€ó]HI}SN\ -Q€SIYL`[[PYZ[PSSPT€N\SLPRHY

:OPH[Z\U\KK[P[YPUN\YVNPUMYHYH\ó\YOP[P /LU[HY]LSM`YPYIHROmSZVNM}[SLNNP -QHYZ[ûYPUNTLóTHYNZRVUHYZ[PSSPT€N\SLPR\T

5\KKZ¤[Pó

5\KKW‚óP

NÝTT )Q}ó\T‚Y]HSU\KKZ¤[HZLTO¤N[ LYHóZL[QHxÅLZ[HZ[}SHVNZ}MH :OPH[Z\U\KKVNPUMYHYH\ó\YOP[P -QHYZ[ûYPUNTLóTHYNZRVUHY Z[PSSPT€N\SLPR\T

Sólarljósið í skammdeginu

/XPLH'DJOMyVLê  Bætir líðan og eykur afköst  Vaknið endurnærð

5mSHZ[\UN\KûUHU

-Q€SôYLWHIHRIYL[[Pó

‹;L`NPYmOY`NNVNIHR]€ó]\T ‹4PUURHY]€ó]HZWLUU\ ‹3PUHYIHR]LYRP ‹)¤[PYSxRHTZZ[€ó\ ‹(\ó]LS[xUV[R\U  -¤Z[TLóôYûZ[PW\UR[HU\KKP

‹+YLN\Y‚Y]€ó]HZWLUU\ ‹/€M\óOmSZVNIHR]LYRQ\T ‹,YZSHRHUKPVNI¤[PYZ]LMU ‹5V[R\UTxU‚[\YxZLUU ‹.LM\YôtYH\RUHVYR\VN]LSSxóHU

6WPó]PYRHKHNHRS VNODXJDUGDJDRS‹:[}YO€MóH‹:xTP ‹LPYILYNPZ

14tbl_1argangur_Akureyri-vikublad  

Eyþór Ingi Jónsson kórstjórnandi og organisti er Akureyringum að góðu kunnur. Ítarlega er rætt við hann í blaðinu í dag. 10. NÓVEMBER 2011 1...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you