Page 1

LÆGRA LYFJAVERÐ GERÐU VERÐSAMANBURÐ

– einfalt og ódýrt

Apótekið Akureyri - Furuvöllum 17, Hagkaupshúsinu. Opið: Mánudaga - föstudaga 10-19, laugardaga 10-16 og sunnudaga 12-16.

1. mars 2012 9. tölublað 2. árgangur

i

k

u

b

l

a

Völundur

v

www.apotekid.is

Samdráttur og uppsagnir hafa litað starfsemi Becromal það sem af er ársins.Völundur

Áhyggjur vegna Becromal „Ég hef áhyggjur af þessum vinnustað, bæði vegna minnkandi umsvifa og einnig vegna móralsins sem er greinilega mjög slæmur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, um stöðuna sem upp er komin hjá ítalska fyrirtækinu Becromal á Akureyri, sem framleiðir álþynnur. Fjórum starfsmönnum Becromal af um 100 var nýverið sagt upp, en alls hafa tíu manns misst vinnuna frá síðustu áramótum. Í frétt á bls. 2 í blaðinu í dag segir

brottrekinn starfsmaður að kjarabarátta innar og fyrirhuguð stækkun virðist úr hafi kostað starfsmenn vinnuna. Spurður sögunni, a.m.k. í bili, þar sem breytingar um það segist Björn Snæbjörnsson ekki hafa orðið í eftirspurn á heimsmarkaði. hafa fyrir því sannanir. Hins vegar stað- „Þetta er áhyggjuefni,“ segir Björn. festir Björn að óánægja hafi lengi verið með Kjaradeila starfsmanna og Becromal kjaramál meðal starfsmanna og að sam- er í algjörum hnút en samkvæmt uppskipti Einingar-Iðju við yfirmenn Becromal lýsingum blaðsins eru mánaðarlaun hefðu mátt vera betri. Björn lýsir einnig starfsmanns sem unnið hefur í eitt ár hjá sérstökum áhyggjum af því að slökkt hef- Becromal um 380.000 krónur. Eitt af því ur verið á um 20 vélum í verksmiðjunni. sem tekist er á um er breyting á vaktakerfi. Nemur skerðingin um þriðjungi starfsem-  Sjá bls. 2.

Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH Veldu réttu innréttinguna fyrir heimilið þitt.

1.

SÉRPANTAÐ OG SAMSETT

12 mánaða vaxtalaus staðgreiðslulán

HTH er hágæða dönsk framleiðsla og þú hefur 2 valkosti! HTH FRAMLEIÐIR INNRÉTTINGAR Í: · ELDHÚS · BAÐHERBERGI · ÞVOTTAHÚS

5 ára ábyrgð á vöru og virkni

Viltu að við hönnum sérstaklega fyrir þig nýju eldhús- eða baðinnréttinguna – án greiðslu? Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og svo pottþétt verðtilboð?

Endilega komdu þá í heimsókn!

2.

LAGERVARA OG ÓSAMSETT

OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI

ORMSSON · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dk Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-14:00

Persónuleg og góð þjónusta

ð


2

1. mars 2012

„Ósannar ásakanir“ Lára Jónsdóttir einn starfsmannanna hjá Becromal sem sagt var upp nýverið átti símafund með yfirstjórn fyrirtækisins sl. mánudag. Fundinn fór Lára fram á til að heyra rökstuðning með uppsögninni. Að sögn hennar svaraði Rúnar Sigurpálsson framkvæmdastjólri á fundinum að ástæða uppsagnar Láru væri samdráttur en einnig hefði Lára orðið uppvís að „neikvæðu viðhorfi gagnvart fyrirtækinu“. Það segir Lára einkennilega þversögn, því fyrir skemmstu hafi hún fengið 25.000 króna launabónus þar sem henni var þakkað fyrir vel unnin störf í þágu fyrirtækisins. „Það er helvíti hart að þurfa að sitja undir ósönnum ásökunum,“ segir Lára og bætir við að stolt hennar sé sært. Lára sem hefur starfað óslitið hjá Becromal síðan í september 2009 segir að hún hafi alltaf fengið hól fyrir störf sín. Eina „neikvæðni“ hennar gagnvart fyrirtækinu hafi beinst að breytingum á vaktakerfi sem forsvarsmenn verksmiðjunnar hafi reynt að koma á en þar sé hún á sömu skoðun og allir hinir starfsmennirnir. Það eina sem hún hafi sér til sakar unnið sé að hafa þegið trúnaðstarf og tekið þátt í kjarasamninganefnd starfsmanna í fyrra. Þar hafi hún svarað kalli þeirra sem kusu hana. „Nú er búið að reka alla fjóra sem störfuðu í samninganefndinni í fyrra og það eina sem við eigum sameignlegt er að hafa tekið þátt í kjarabaráttunni,“ segir Lára.

Heiðar Ólason er í hópi fjögurra starfsmanna sem Becromal sagði upp nýverið. Þar með er búið að stroka út alla kjarasamninganefnd síðasta árs, að hans sögn.Völundur

Becromal hafnar ásökunum Vegna ummæla starfsmanna sem sagt hefur verið upp hjá Becromal sendi Akureyri vikublað fyrirtækinu spurningar í tölvupósti. Rúnar Sigurpálsson framkvæmdastjóri varð fyrir svörum: 1. Er rétt að starfsmönnum Becromal sem beitt hafa sér í kjarabaráttu hafi verið refsað með því m.a. að Becromal hafi svipt þá vinnunni? Nei, það er ekki rétt. Becromal þurfti að bregðast við samdrætti á alþjóðamarkaði með því að draga úr framleiðslu sinni um 35%. Vegna samdráttarins minnkar þörfin fyrir starfsfólk og því hefur fyrirtækið þurft að segja tíu starfsmönnum upp störfum til að spara í reksti. Misjafnt var hversu mörgum var sagt upp eftir deildum, en í öllum tilvikum var um faglegar ákvarðanir að ræða. Enginn þessara tíu manna hefur beina aðkomu að kjarasamningum við fyrirtækið. Þrír þeirra voru í bakhópi nefndarinnar en það hafði engin áhrif á ákvörðun uppsagnana.

samningsdrög hafa verið lögð fram. Málið er á viðkvæmu stigi og við teljum ekki rétt að tjá okkur nánar um það á þessu stigi. 3. Hvernig gengur starfsemi fyrirtækisins? Eins og mörg önnur alþjóðleg iðnfyrirtæki gengur Becromal nú í gegnum erfiðleika vegna samdráttar í alþjóðlegu efnahagslífi. 4. Hefur minnkandi eftirspurn eftir iðnaðarframleiðslu haft samdráttaráhrif fyrir Becromal á Íslandi? Já, vegna minnkandi eftirspurnar á erlendum mörkuðum vegna efnahagsástandsins hefur verksmiðjan þurft að draga úr framleiðslu sinni niður í 65% af framleiðslugetu sinni.

Stéttaskipting stór þáttur í óánægju starfsmanna Brottrekinn starfsmaður Becromal gagnrýnir Einingu-Iðju fyrir að standa ekki nægilega með verkamönnum - segir stéttamun vandamál innan verksmiðjunnar „Það væri einstök tilviljun ef ekki væri neitt samband milli þess að fjórum var sagt upp nú síðast og að þeir hafa allir haft afskipti af kjaramálum. Þrír af okkur voru í samninganefndinni í fyrra og enn í ár. Nú er búið að þurrka algjörlega út alla samninganefndina í fyrra,“ segir Heiðar Ólason, fyrrum starfsmaður hjá Becromal, en hann er í hópi fjögurra starfsmanna Becromal á Akureyri sem fékk uppsagnarbréf nýverið. „Já, ég tel þessar uppsagnir tortryggilegar en svona er þetta bara.“ Becromal hefur sagt upp 10 starfsmönnum frá áramótum samkvæmt upplýsingum blaðsins og ber við samdrætti. Heiðar starfaði alls í rúm tvö ár hjá fyrirtækinu og lýsir hann tímabilinu sem mjög sérstöku. Mórallinn milli vakta hafi kannski ekki verið svo slæmur en gamaldags stéttaskipting hins ítalska fyrirtækis hafi átt illa við Íslendingana sem þarna vinna. „Þarna hefur verið miklu meiri stéttamunur en í öllum öðrum fyrirtækjum sem ég hef starfað hjá. Becromal er keyrt áfram á gömlu stéttaskiptingakerfi, þar sem starfsmenn eiga ekki að hafa skoðanir og alls ekki upp á við að minnsta kosti. Hér á landi hefur frekar þótt af hinu góða að fólk segði meiningu sína, en þeir vilja ekkert svoleiðis. Þegar ég var vaktstjóri fékk ég líka að heyra að ég væri ekki nógu duglegur að skamma starfsmennina“, segir Heiðar. Hann segir að starfsandinn hafi „súrnað mjög“

2. Er rétt að samningsdrögin sem hafnað var fyrir skemmstu hafi í raun þýtt launalækkun fyrir hverja unna vinnustund fyrir starfsmenn? Þetta mál er í vinnslu en engin

5. Hefur fréttaumfjöllun um Becromal verið makleg/ómakleg til þessa? Fréttir af aðgerðum verksmiðjunnar vegna markaðsaðstæðna hafa í flestum tilvikum verið unnar faglega. Umfjöllun um mál einstakra starfsmanna er alltaf viðkvæm, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið getur ekki tjáð sig um málefni þeirra.

Árétting

Almenningur borgar

Ritstjórn Akureyrar vikublaðs vill árétta, vegna viðtals sem tekið var við formann Myndlistarfélagsins á Akureyri í nóvember sl., að blaðið hefur aldrei tekið afstöðu til þeirra ávirðinga sem þar komu fram. Hafi vinnubrögðum um vandaða blaðamennsku verið ábótavant, eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Blaðið bjó hvorki þá né nú yfir upplýsingum sem styðja að Brynhildur Kristinsdóttir, fyrrum formaður Myndlistarfélagsins, hafi eitthvað til saka unnið í starfi.  Ritstjóri 12

RÁÐNING HANNES AR SKAPAR HEIFTÚÐLEGAR DEILUR MEÐAL MYND

24. NÓVEMBER 2011

LISTARMANNA Á AKUR

EYRI

Guðrún Harpa Örvarsdóttir: Ekki persónulegt „Við erum bara að biðja um mál við Hannes. að í Akureyri verði gerðar breytingar.nafni myndlistarinnar á Eru þær bannaðar?“

Akureyrsk myndlist er stöðnuð. Ein Akureyri allt orsökin er of lengi og að sami maðurinn mun áfram einu sinni á starfa hér hefur verið Akureyri. Þetta næstu fimm safnstjóri á segir Guðrún forstöðumaður árin. Samanla Listasafninu Harpa Örvarsdó á gt þá í 17 ár. listasafns ætti Samt býr hann ttir, formaðu Hannes áfram ekki að sitja r Myndlistarfélagsi ekki lengur en 5–7 og hafa sagt sig úr Myndlist ár en sumir formaðurinn. ns. Hún telur myndlistarmenn arfélaginu. að Brýnasta verkefnið vilja endilega ver ertu, Guðrún hafa nú er að ná Harpa komin til Akureyrar aftur samstöðu Örvarsdóttir? og ekki fyrr búin , segir að taka við breytt,

H

þá að sjálfsögðu „Ég er fædd og formennsku vona ég að fólk uppalin félaginu en stormar í Myndlistarnái að stilla saman á Akureyri. Hef strengi fóru að geysa. numið víða, er myndlistar Það hófst með getum átt góð samskipti sína svo við maður og hef búið samþykkt ályktunar í framhaldinu. auk Akureyrar í félagsins þar Svona er staðan Mosfellsbæ, Reykjavík, sem Akureyrarstofa og það þarf að vinna Kaupmannahöfn var harðlega gagnrýnd út frá henni, allir og Vancouver sem einn.“ í Kanada. Myndlist Hannes Sigurðsson, fyrir að ráða og hönnun hefur fráfarandi forFv. formaður skipað stóran sess stöðumann Listasafnsins uppvís í mínum störfum. til Sjónlistaað ýmsu Er sjálfstæð með miðstöðvarinnar. tvö börn.“ Síðan hefur gengið Hvað dregur þig á ýmsu. Skömmu eftir hingað norður að Myndlistarfélag nú? „Börnin mín drógu ið mótmælti ráðningu mig norður. Þau Hannesar sendi Búsetan fer voru ekki sátt fyrir Brynhildur Kristinsdóttir, fyrir brjóstið sunnan þannig fyrrverandi að hingað er ég komin Var það vanstillt formaður Myndlistarfélag og ákvað að breyta viðbragð að semja sins, frá til og setjast á skólabekk þessa ályktun sem sér ályktun þar hefur kostað að sem hún fordæmdi aftur og stunda tugur nú nám í viðskiptafræði manns hefur sagt mótmælin gegn sig úr félaginu? Hannesi. við Háskólann á Akureyri. Eins „Nei, ályktunin sagði m.a. í tilkynningu: Brynhildur hef ég ákveðið að var samþykkt „Ályktunin var láta af gamla drauma miklum gerð af fámennum hópi meirihluta fundarmanna rætast og er farin félagsmanna að syngja í kirkjukór og ég er því fullkomlega og send án vitundar og æfa jazzballet meirihlutans. En sammála að auk þess að vera orðin sami forstöðumaðuri í fundarboðunum formaður Myndvar þess ekki getið nn er búinn að listarfélagsins. vera allt of lengi að áðurnefnd ályktun Það er því nóg hér að störfum yrði á dagskrá að gera við og ég er eiginlega Listasafnið. Þegar aðalfundar.“ komin auglýst fyrir minn þægindahring!“verulega út á nýrri Sjónlistarmiðstö er nýtt starf Um þetta segir Guðrún Harpa ð þá eru það „Ástæðan fyrir líka kjörin tímamót að þetta sé einfaldlega viðskiptafræðinámað fá nýjan aðila allt til inu er sú að ég er að koma með nýja Brynhildi. Til aðalfundarins rangt hjá komin á kaf í hönnun strauma og stefnur. hafi verið á sængurfatnaði Hannes hefur löglega boðað og baðherbergislínu gert margt gott og ályktunin og átt m verið fyrir lúxushótel. fínan feril til þessa samþykkt af meirihluta Erlendar verksmiðjur en nú viljum við fundarmanna, hafa sýnt þessu eitthvað annað. hún ætti að vita áhuga og ég ætla Ég hefði haldið það sjálf þar sem mér að að markaðssetja hún það væri líka skylda var á staðnum. mig að mestum Dagskrá fundar bæjarins að afla hluta erlendis. var flottu og hæfileikaríku auglýst og ályktunin Mynstur sem var undir liðnum fólki í bænum ég hef hannað út frá vinnu en í ályktuninni sem kallast önnur gömlum málverkum gagnrýnum við málefni, eins koma til með að og einmitt búsetu aðrar ályktanir prýða vörulínurnar Hannesar í Reykjavík. sem teknar hafa verið og spennandi þróunarvinna Hann hefur búið fyrir hjá félaginu þar síðastliðin í gegnum árin.“ er framfimm Hún undan í þeim efnum.“ ár eða svo og kemur segir að Brynhildur til með að gera hafi orðið uppvís En ekki var Guðrún það áfram. En að ýmsu. Til þar sem hann dæmis hafi hún Harpa fyrr hefur ekki verið endurráðinn skilað af sér gögnum og því verður ekki sem henni beri þó skylda til að „Hér eru einfaldlega gera sem fráfarandi mjög leiðinlegir öllum hinum erfitt

að lifa og starfa

straumar hjá örfáum aðilum sem listamenn sem í þessu samfélagi.“ gera

Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) var haldinn mánudaginn 20. febrúar. Um síðustu áramót voru félagsmenn 2.049; 814 karlar og 1.225 konur. Þar af eru 310 lífeyrisþegar . Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður félagsins, kynnti skýrslu stjórnar og fór víða í umfjöllun sinni, fjallaði m.a. um atvinnumálin og sagði að þetta þriðja ár frá efnahagshruninu væri eins og hin tvö fyrri merkt atvinnuleysi, kaupmáttarrýrnun og óöryggi á flestum sviðum. Þó hefðu örlítið færri félagsmenn verið á atvinnuleysisbótum flesta mánuði árisins miðað við 2010. Úlfhildur fjallaði einnig um nýlega útkomna skýrslu um starfsemi lífeyrissjóðanna sem sýnir að þeir hafa orðið fyrir mjög miklu tapi til viðbótar því að hafa þurft að skerða réttindi verulega á undanförnum árum, þ.e.a.s almennu sjóðirnir. „Í skýrslunni kemur berlega í ljós sá hróplegi mismunur sem er á kjörum þeirra sem greiða annars vegar til okkar almennu lífeyrissjóða og hins vegar til opinberu sjóðanna. Þó allir sjóðir hafi tapað kemur það aldrei niður á opinberu sjóðunum, þeir eru gulltryggðir af ríkissjóði, almenningur borgar brúsann,“ sagði hún. Í lok fundar urðu umræður um verðtrygginguna og fól fundurinn stjórn félagsins að koma óánægju félagsmanna á framfæri. a

Becromal á Krossanesi

þegar menn þurftu að eiga samskipti við toppinn. „Þar er ekkert traust. Gildir eitt í dag og annað á morgun. Hátoppurinn erverstur, en margir eru í yfirmannastöðum hjá fyrirtækinu bara vegna þess eins að þeir eru jámenn.“ Heiðar segir um tekjuumhverfið, að þetta fyrirtæki hefði aldrei getað þrifist á Íslandi fyrir hrun. Ein meginástæða þess að fólk fáist til vinnu sé atvinnuleysi. Allt frá fyrstu vakt hafi launin verið móðgandi, menn hafi unnið á vöktum en ekki borið meira úr býtum á mánuði en sem nemur 30.000 krónum umfram atvinnuleysisbætur. Spurður um samskiptin við Einingu-Iðju segir Heiðar að verkalýðsfélagið hafi ekki staðið sig sem skyldi. Félagið hefði átt að stappa stáli í verkafólk fremur en að standa gegn kröfum starfsmanna um nauðsynlegar úrbætur. a

775 án atvinnu á Norðurlandi Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Félagið samþykkti fjölda ályktana og. lýsa málmiðnaðarmenn m.a. áhyggjum af „miklu og viðvarandi“ atvinnuleysi. „Í janúar á þessu ári voru að jafnaði 775 einstaklingar án atvinnu á Norðurlandi eystra, 434 karlar og 341 kona. Þrátt fyrir að hlutfallslegt atvinnuleysi sé minna í fjórðungnum en á landinu öllu eru tölurnar allt of háar og mikið áhyggjuefni. Aðalfundurinn bendir á að á Norðurlandi eru margir álitlegir fjárfestingarkost-

ir, sem nánast bíða þess að verða hrint í framkvæmd. Félagið minnir stjórnvöld á að við gerð síðustu kjarasamninga var mjög rætt um að stuðla að auknum fjárfestingum. Í Þingeyjarsýslum eru virkjunarkostir fyrir orkufrekan iðnað og Bakki við Húsavík er raunhæfur kostur fyrir slíkan iðnað. Aðalfundurinn skorar á ríkisstjórn Íslands, sveitarfélög, samtök atvinnulífsins og samtök launþega að snúa bökum saman og sigrast á atvinnuleysinu hér á landi. Fundurinn beinir því einnig til stjórnvalda og borgaryfirvalda, að

núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði tryggð til frambúðar. „Verði hugmyndir um að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli að veruleika, er einsýnt að mikil afturför verður í bráðaþjónustu. Mikilvægi nálægðar flugvallarins og sjúkrahússins er ótvírætt og getur skipt sköpum, auk þess sem flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki í öryggisneti landsins.“ Þá styður fundurinn eindregið gerð Vaðalheiðarganga og skorar á stjórnvöld að standa vörð um Sjúkrahúsið á Akureyri. a


4

1. mars 2012

Sá fyrsti í fjölskyld­unni sem tók stúdentspróf Páll Björnsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hefur baðað sig í sviðsljósinu undanfarið eftir að hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Páll er hins vegar hæglátur maður og er ekki mikið gefinn fyrir að trana sjálfum sér fram, þótt margir áfangar séu í húsi eftir að hann tók fyrstur í fjölskyldunni sinni stúdentspróf – hann féllst þó á að svara nokkrum spurningum fyrir Akureyri vikublað Hvaða þýðingu hafa verðlaunin fyrir þig, Páll? „Þau hafa greinilega orðið til þess að vekja athygli á bókinni. Hún fékk raunar nokkra kynningu í byrjun desember, þegar hún var tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna. Það verður hins vegar að segjast eins og er að samkeppnin í jólabókaflóðinu var mikil. En þegar tilkynnt var að bókin fengi verðlaunin í lok janúar þá höfðu fjölmargir samband við mig, óskuðu mér til hamingju og sögðust vera byrjaðir að lesa bókina. Svona verðlaun virðast því hafa talsvert að segja. Og svo er þetta alltaf ákveðin viðurkenning í sjálfu sér. Hins vegar verð ég að segja að bæði tilnefningin og verðlaunin komu mér á óvart. Það voru nefnilega margar góðar bækur gefnar út á síðasta ári, þó að engin þeirra hafi reyndar fyrirfram átt sigurinn vísan.“ Hvað varð til þess að þú sökktir þér í Jón Sigurðsson? „Ég hafði velt Jóni eitthvað fyrir mér þegar ég var í sagnfræðinámi við HÍ. Síðan fór ég í frekara nám til Vestur-Þýskalands og loks í doktorsnám í Bandaríkjunum, þar sem ég skrifaði um frjálslynda þjóðernissinna í þýsku borginni Leipzig um og eftir miðja 19. öld. Þetta voru menn sem hugsuðu með svipuðum hætti og Jón Sigurðsson. Þegar ég flutti aftur til Íslands skömmu fyrir aldamótin þá lá beint við að skoða Jón betur, einkum hugmyndafræði hans. Upp úr því fór ég að velta fyrir mér hvernig hann hefði verið notaður sem sameiningartákn eftir að hann dó. Mér varð ljóst að þetta væri að mörgu leyti óplægður akur og raunar meira aðkallandi verkefni heldur en að skrifa um Jón í lifandi lífi. Það höfðu t.d. verið ritaðar tvær ítarlegar ævisögur um hann, auk fjölmargra styttri bóka.“ Hvenær fórstu að vinna að bókinni og hvað kom þér mest á óvart? Ætli það hafi ekki verið árið 2004 sem hugmyndin að þessari bók kviknaði. Þá hóf ég að leggja drög að henni en það var ekki fyrr en nær dró tveggja alda afmæli Jóns sem ég fór að láta hana ganga fyrir. Stundum hef ég lýst bókinni sem ævisögu þar sem framhaldslíf Jóns var tekið fyrir. Það er merkilegt að sjá með hve fjölbreyttum hætti Jón hefur verið notaður og einnig hve margir, einkum þó á fyrri hluta 20. aldar, notuðu ýmiskonar trúarleg hugtök til að lýsa honum. Á vissan hátt var hann gerður að frelsara og bústaðir hans að pílagrímastöðum. Þá var fæðingardagur hans

gerður að þjóðhátíðardegi þremur áratugum fyrir stofnun lýðveldisins og skákaði hann þannig hinum gamla hátíðisdegi Íslendinga, 2. ágúst, út af borðinu.“ Hvað kveikti áhuga þinn á sagnfræði? „Það er ekki gott að segja. Þegar ég var í framhaldsskóla hafði ég hugsað mér að leggja einhver náttúruvísindi fyrir mig, t.d. jarðeðlisfræði. Þó hafði ég alltaf haft mikinn áhuga á samfélagsgerðinni, bæði viðhorfum til hennar og sögu. Þess vegna var það að ég ákvað að prófa að taka eitt misseri í sagnfræði. En svo gleymdi ég að endurskoða þá ákvörðun. Reyndar lagði ég einnig stund á heimspeki í eitt ár, sem var gagnlegt, en það styrkti mig þó frekar í því að gera sagnfræðina að aðalvettvangi mínum. Einn af kostunum við námið í HÍ á sínum tíma var að nemendur voru ekki aðeins þjálfaðir í fræðunum heldur einnig í að skrifa texta sem almenningur gæti notið án þess að búa yfir einhverri sérfræðiþekkingu.“ Úr hvers konar umhverfi spretturðu sjálfur? „Ég er uppalinn á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Hafnarfirði, Reykjavík og Garðabæ, en ég er ættaður undan Eyjafjöllum, af Álftanesi og Vestfjörðum, einkum af svæðinu milli Arnarfjarðar og Djúpsins. Ég er sprottinn úr fremur hefðbundnu umhverfi vinnandi fólks, sem fékk ekki tækifæri til þess að fara í framhaldsnám. Þess vegna var líklega ýtt á mann að halda áfram í skóla, en ég varð fyrstur í fjölskyldunni til að taka stúdentspróf. Síðan leiddi eitt af öðru.“ Smæðin í HA kallar á þverfagleg vinnubrögð

Hverjir eru helstu kostir/ókostir þess að starfa við lítinn háskóla eins og Háskólann á Akureyri? „Kostirnir eru þeir að bæði kennarar og nemendur verða að nálgast störf sín á þverfaglegri hátt en gengur og gerist í stærri skólum. Ef ég horfi bara á sjálfan mig þá leiðir smæðin til þess að maður starfar sjálfkrafa með fólki úr öðrum fögum, fólki sem maður myndi annars ekki vita mikið af. Þetta gildir jafnt um kennsluna, rannsóknirnar og ýmis konar stjórnunarstörf. Þá er fámennari skóli alltaf persónulegri en sá fjölmennari og boðleiðir t.d. stuttar.“ Hvað hyggstu taka þér fyrir hendur næst? „Ég á nú eftir að vinna betur úr þeim gögnum sem ég safnaði vegna bókarinnar um Jón Sigurðsson þannig að ég mun ekki segja skil-

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Páll Björnsson hefur ekki alveg lokið sér af gagn vart Jóni Sigurðssyni. En hann er langt kominn og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ritið Jón Sigurðsson allur. Daníel Starrason

ið við hann alveg strax. En síðan hef ég m.a. áhuga á því að kanna notkun annarra sameiningartákna hér á landi, en hver þau verða mun bara koma í ljós.“ Þú hefur m.a. kennt kynjafræði – hallar á konur í íslensku samfélagi enn þann dag í dag? Hvernig helst? „Já, ég hef haft umsjón með námskeiði í kynjafræði við HA um nokkurra ára skeið og kennt hluta þess sjálfur. Síðan hef ég fengið ýmsa sérfræðinga til að fara í efni á þeirra sérsviðum. Vissulega hallar enn á konur á mörgum sviðum, t.d. hvað launamál varðar og hlut þeirra í stjórnum fyrirtækja. Miklar breytingar hafa þó orðið á stöðu kynjanna almennt séð á liðnum áratugum. Sé horft enn lengra aftur í tímann verður enn skýrara hvað margt hefur breyst. Það er einmitt mjög gagnlegt að beita sögulegu sjónarhorni á þessi mál. Þá sér maður ekki aðeins umbreytingar á samfélagsgerðinni heldur einnig, sem er ekki síður mikilvægt, að viðhorfin til kynjanna hafa breyst. Það er

Bodyflex Strong Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

hollt fyrir alla að sjá að karlmennska og kvenleiki hafa ekki niðurnjörvaða eða eðlisbundna merkingu.“ Er bókin Jón forseti allur? að einhverju leyti kynjasögulegt verk? „Já, ég geri dálítið af því að draga viðhorfin til kynjanna fram, ekki aðeins með hefðbundinni textagreiningu, heldur einnig t.d. með því að fjalla um skipulag skrúðgangna á hátíðum sem haldnar voru Jóni til heiðurs. Samanburður á jarðarför hans árið 1880 og aldarafmælishátíðinni 1911 sýnir t.a.m. að miklar breytingar urðu á þessum tíma á viðhorfunum til kvenna og hlutverks þeirra. Árið 1880 voru þær fyrst og fremst í hlutverki áhorfenda, en þremur áratugum síðar fengu þær að taka virkari þátt í hátíðarhöldunum. Loks er athyglisvert að könnun á viðhorfum almennings til Jóns, sem Rannsóknar- og þróunarmiðstöð HA gerði vegna bókarinnar, sýnir að konur jafnt sem karlar telja mjög mikilvægt að halda minningu Jóns á lofti.“ a

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is


+

Eykur styrk og þol vöðva

CC Flax

Betri Betri árangur! árangur!

29 29 vítamín vítamín og og steinefni steinefni ·· 18 18 aminósýrur aminósýrur ·· Blaðgræna Blaðgræna ·· Omega Omega

Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum

GLA GLA fitusýrur fitusýrur ·· SOD SOD eitt eitt öflugasta öflugasta andoxunarensím andoxunarensím líkamans líkamans

aldri og einkennum breytingaskeiðs

Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.

Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3

Aukið Aukið úthald, úthald, þrek og betri þrek og betri líðan líðan

Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** Byltingarkennt andoxunarefni !! Byltingarkennt andoxunarefni !!

Árangur Árangur strax! strax!

Vöðvabólga Vöðvabólga og og stirðleiki stirðleiki Styrking • Jafnvægi • Fegurð

10

100 % Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu 0% Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401.

Engin málamiðlun í gæðum Engin málamiðlun í gæðum

1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur

Bowel Biotics+

www.celsus.is

•• •• ••

HUSK HUSK trefjar trefjar 5 5 sérvaldir sérvaldir acidofilus acidofilus gerlar gerlar Inulin FOS næring fyrir Inulin FOS næring fyrir acidofilus acidofilus gerlanna gerlanna li: eðmæ M æli: ka Meðmin ta ntaka ægileg n Þ Þægilkeegrt in ð, g ra b gð, k e ra b rt e k k e jótvirkt fl fljótvirkt

Ensímin Ensímin hjálpa hjálpa við við að að brjóta brjóta niður og melta fæðuna, niður og melta fæðuna, eykur eykur næringarupptöku. næringarupptöku. Lagar Lagar uppþembu uppþembu og og vanlíðan vanlíðan eftir eftir máltíðir. máltíðir. Virkar Virkar vel vel við við candida candida sveppasýkingu. sveppasýkingu. Kemur Kemur á á jafnvægi jafnvægi íí maga maga og og ristli. ristli.

ð ð t at a V oVto t

Blágrænir Blágrænir þörungar þörungar frábærir frábærir fyrir fyrir ræktina, skólann og ræktina, skólann og vinnuna. vinnuna.

* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082

** British fJournal Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. Lagar ljótt ofvöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur Lagar f ljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. gur við  Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  gur við  Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með eð AstaZan Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með eð AstaZan AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  dag. fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk. yllkkii áástdraaxg!. h 1 fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk. 1Vhirykaarr strax! Virk

Meltingarensím Meltingarensím úr úr grænmeti grænmeti og og ávöxtum ávöxtum

Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka?

Eykur styrk og þol vöðva

CC Flax

Betri árangur!

GLA

Eingön

Mulin Mulin hörfræ hörfræ – – Lignans Lignans Trönuberjafræ Trönuberjafræ Kalk Kalk úr úr hafþörungum hafþörungum

Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Heilbrigðari og grennri konur Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** eða hafa lítið af Lignans.** Byltingarkennt andoxunarefni !! * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082

þr

Vöðvabólga og stirðleiki

Blágræ ræktina

***Howel Journal the American 102: Medical Associaton june University. 2002 287:3082 BritishAB Journal of of Nutrition(2009), 195-200 Cambridge

** British fJournal Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. Lagar ljótt ofvöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan. gur við  Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög.

Styrking Styrking •• Jafnvægi Jafnvægi •• Fegurð Fegurð

Spirulina og glycc staðar í lí Blaðgræ Ef Spirul eða anna og einbe og sætin Gæðasta

Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með eð AstaZan ag. ki á d 1 hyl ar strax! Virk

nature’s richest superfoods nature’s richest superfoods

Ára Hva

29 ví

Frábært Frábært gegn gegn fyrirtíðarspennu fyrirtíðarspennu fyrir fyrir konur konur áá öllum öllum breytingaskeiðs aldri og einkennum aldri og einkennum breytingaskeiðs

AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.

™ lifestream lifestream

nt í f rlæ n t í f rlæ

Engin málamiðlun í gæðum

1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur

Bowel Biotics+

Fæst í apótekum, heilsubúðum, Nettó og Hagkaup

Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum

• HUSK trefjar

www.celsus.is www.celsus.is


6

1. mars 2012

NorðanGarrinn

– Leiðari –

Akureyrsk umferðarmenning

Þ

að er stundum þannig með upphefðina að hún þykir meiri ef hún kemur að utan. Um síðustu helgi skrapp ég til Reykjavíkur sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Þar hitti ég konu á miðjum aldri sem var fljót að segja þegar hún heyrði að ég væri Akureyringur: „Akureyringar elska bílana sína aðeins of mikið – en þeir mega eiga það, að þeir kunna sig í umferðinni.“ Mér varð hugsað til hugmynda sem ganga út á að minnka umferð bíla í miðbænum og þeirrar andstöðu sem það hefur mætt og játaði í huga mér fyrri hluta athugasemdar konunnar. En eftir því sem ég hugsaði meira um seinni hlutann varð ég forvitnari og forvitnari að vita hvað reykvíska frúin ætti við. Upphefðin kemur að utan, muniði. Þannig að ég spurði nánar og þá sagði hún mér sögu frá Akureyri sl. sumar til útskýringar. Hafði átt leið um Norðurland. Gisti í höfuðstað hins bjarta norðurs og nálgaðist gangbraut að morgunlagi, á leið út í búð að kaupa sér ávexti í ágústsólskininu. Bar þá að strætisvagn, fullan af farþegum. Konan stoppaði og beið þess að hverfa í hávaða og pústreyk an bar þá svo við að strætisvagnabílstjórinn brosti og stöðvaði vagninn svo hún kæmist yfir. Svo kvöddumst við en eftir varð ég, einn með hugsunum mínum. Ég fór að rifja upp þegar ég fluttist frá Reykjavík til Akureyrar árið 1996. Hvernig maður slakaði á bensínfætinum, hvernig ég lærði að hætta að aka á 80 eins og innanbæjar í Reykjavík, fór niður í 50. Ég rifjaði upp hvað mér þótti merkilegt hve margir voru tilbúnir að „gefa séns“ eða stoppa fyrir gangandi umferð. Það var bara svo langt síðan ég hafði upplifað þennan jákvæða samanburð við höfuðborgarsvæðið að ég var búinn að steingleyma honum. Svo ók ég norður og var ekki fyrr stiginn út úr bílnum til að ferja dótið úr skottinu og inn í hús, en tillitssamur nágranni stoppaði fyrir mér þar sem ég arkaði yfir götu með fangið fullt af dóti og spurði svo hvort mig vantaði aðstoð. Það eru verðmæti í svona litlum atriðum og nú þegar upphefðin hefur borist mér að utan - eða ætti ég fremur að segja að sunnan – er ég dálítið ánægður með okkur, þessa fjandans Akureyringa. Flestir sýna tillit í umferðinni á Akureyri. Fyrir það ber að þakka og mikilvægt er að varðveita þessi gæði áfram, helst um ókomna tíð. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

Lof og last vikunnar Last fær Becromal fyrir ógegnsæi í samskiptum við fjölmiðla. Flestir blaðamenn hafa svipaða sögu að segja, allt frá fyrstu dögum fyrirtækisins á Akureyri hefur gengið illa fyrir handhafa fjórða valdsins að ná viðtölum við forsvarsmenn. Ágúst Ólafsson fréttamaður Ríkisútvarpsins á Akureyri var augljóslega orðinn hundleiður á samskiptaleysinu, þegar hann í óvenju snarpri frétt í síðustu viku, hnykkti á því að yfirmaður Becromal hefði ekki gefið sér tíma til að svara spurningum fréttamanns. Kannski vill hið ítalska fyrirtæki bara tala við fjölmiðla Berlusconis???

Akureyrskur listamaður sem ekki vill láta nafns síns getið mun framvegis með reglulegu millibili birta skopmyndir í blaðinu frá og

með þessu tölublaði, myndir sem varpa oft ljósi á bæjarmálin. Fyrsta yrkisefni teiknarans er heitt fréttamál.

Ófremdarástand í augnlækningum Barnaaugnlækningar kostnaðarsamar, segir íbúi. Sjúkratryggingar Íslands kannast við kvartanir frá Akureyringum Ófremdarástand ríkir í augnlækningum á Akureyri. Skortur virðist á þjónustu og þykir dýrt að borga fyrir tíma hjá augnlæknum sem komi frá Reykjavík. Í aðsendri grein í blaðinu í dag segir Reynir Antonsson, íbúi á Akureyri, að einkennileg staða sé komin upp. Tveir ágætir augnlæknar hafi verið að störfum á Akureyri, en annar sé að hætta og hjá hinum hafi ekki orðið nauðsynleg endurnýjun í tækjakosti. „Að undanförnu hefur vanið komur sínar hingað augnlæknir nokkur frá Reykjavík, sem mun vera vel búinn nútíma tækjum og vel búinn tækjum til barna augnlækninga, sem ekki eru fyrir hendi annars staðar á Akureyri. En böggull fylgir skammrifi. Ef sjúklingur vill fá skoðun hjá lækni þessum þarf hann að greiða 10.500 kr. ofan á fastagjöld“, segir Reynir. „Auðvitað

er það hið mesta óréttlæti að þessu skuli vera svona varið, eiginlega ættu heilbrigðisyfirvöld að greiða þennan kostnað en best væri þó að bæjaryfirvöld myndu kaupa nútímatæki á augnlæknastofu bæjarins, eða auglýsa eftir augnlæknanema sem myndi vilja setjast hér að að námi loknu, ef bæjaryfirvöld myndu greiða námskostnað hans og standa straum af kostnaði við það að koma upp nútíma augnlæknaveri hér á Akureyri“, segir Reynir, sem er ekki eini íbúinn sem bent hefur ritstjórn Akureyrar vikublaðs á augnlæknavanda í bænum. Blaðið sendi Sjúkratryggingum Íslands erindi vegna málsins og spurði m.a. hvort stofnuninni væri kunnugt um óánægju Akureyringa. Heiðar Örn Arnarsson, upplýsingafulltrúi, staðfesti það: „Kvartanir hafa borist Sjúkratryggingum Íslands vegna óánægju með

Last fá stóru flugfélögin fyrir að gera ekki meira en raun ber vitni til að halda uppi áætlunarflugi frá Akureyrarflugvelli. Reyndar hefur heyrst orðrómur um að Iceland Express muni á næstu dögum greina frá beinu áætlunarflugi frá Akureyri, en þetta er óstaðfest. Voru gestir Sundlaugar Akureyrar að pískra um þetta í vikunni og þótti sumum mikið til koma ef rétt reynist. Einn rifjaði þó upp að Iceland Express hefði skorað lægst allra fyrirtækja á Íslandi á svokallaðri ánægjuvog sl. ár...

Lof fær Fjölmiðlanefnd sem hefur tekið til starfa. Eitt fyrsta verk embættisins var að krefjast þess að allir fjölmiðlar á Íslandi gæfu opinberlega upp eignarhald sitt. Hafa margir farið inn á fjölmidlanefnd.

aðgengi að augnlæknum á Akureyri, en Sjúkratryggingar Íslands geta því miður lítið gert þar sem sérgreinalæknar ákveða sjálfir hvort þeir opni læknastofu utan sjúkrastofnana svo lengi sem þeir hafa öll tilskilin leyfi.“ Spurður hvort rétt sé að aðeins séu leyfi fyrir tvo augnlækna á Akureyri svarar Heiðar Örn: „Frá 1. apríl 2011 hafa ekki verið í gildi samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna og stofnunin sér ekki um að úthluta starfsleyfum til augnlækna. Varðandi fjölda sjálfstætt starfandi augnlækna á Akureyri þá er stofnuninni kunnugt um tvo augnlækna sem reka þar stofu.“ Ennfremur kemur fram í svari við fyrirspurn blaðsins, að Sjúkratryggingar hafi ekki lagt mat á þörf fyrir fjölda augnlækna sem þyrftu að starfa á Akureyri. a

is til að leita upplýsinga og sumir sopið hveljur yfir risahlut Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja í Morgunblaðinu. Þorsteinn á orðið meira en fimmtungs hlut í Mogganum, en meðal fleiri umsvifamikilla Morgunblaðsunnenda norðlenskra má nefna Kaupfélag Skagfirðinga sem á nú 3,35% í Mogganum... Talandi um Moggann fær Skafti Hallgrímsson síðasta lof vikunnar en Skafti hefur sinnt Akureyri og nágrenni fyrir Morgunblaðið um langa hríð. Skafti er nú tilnefndur til verðlauna í blaðamennsku fyrir bestu umfjöllun árið 2011, en þá sagði Skafti frá og fylgdi eftir með prýði, veikindasögu ungrar bráðveikrar akureyrskrar stúlku...

akureyri vikublað 9. tölublað, 2. árgangur 2012 Viltu segja skoðun þína?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856. Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: akureyri vikublaði er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á akureyri.


Vantar þig frystirými ? Frystigámar • Sala & leiga • 20 & 40 ft.

Seljum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Útvegum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina okkar. Hafðu samband!

568-0100 • stolpi@stolpiehf.is • www.stolpiehf.is stolpi-frystig-A4-augl-1.indd 1

20.2.2012 23:03:41


8

1. mars 2012

Íslenski dansflokkurinn kemur norður með sýningar og námskeið Íslenski dansflokkurinn verður með Fjölskyldusýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 8. mars næstkomandi. Á dagskránni verða tvö ólík verk sem að sögn Þyríar Árnadóttur dansara höfða bæði til

breiðs áhorfendahóps. „Þetta eru mjög ólík verk. Annað reynir mjög á hæfni dansaranna ,en hitt kemur áhorfendum sífellt á óvart.“ segir Þyrí. Spurð hvort það sé mikið mál að ferðast norður til Akureyrar með

Sýningar á tveimur ólíkum verkum og námskeið er það sem dansflokkurinn býður

Akureyringum upp á í Hofi.

íslenska dansflokkinn, segir hún svo ekki vera. Sviðsmyndin sé óveruleg og dansaranir hlakki til að dansa á Akureyri. „Við erum mjög spennt.“ Fyrra verkið sem sýnt verður ber nafnið Groβstadtsafari og er eftir Norðmanninn Jo Strömgren. Verkið var frumsýnt þann 4. mars 2011 og fjallar um þá streitu og öngþveiti sem byggist upp í fjölmenni borgarlífsins. Seinna verkið heitir Minus 16 og var frumsýnt þann 4. febrúar síðastliðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. Minus 16 er eftir rokkstjörnu dansheimsins, Ohad Naharin. Verkið er glettið og beinskeitt og „brýtur niður múra milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha, frá techno poppi til hefðbundinnar þjóðlagatónlistar Ísraela“, segir í fréttatilkynningu. DV gaf verkinu fimm stjörnur. 16 ára og yngri borga hálft gjald. Samhliða sýningunni mun Íslenski dansflokkurinn bjóða upp á stutt námskeið í nútímadansi þann 5. mars í Hofi. Gunnar Páll Ólafsson hjá Íslenska dansflokknum segir markmiðið með námskeiðinu að kynna listdans og gefa þátttakendum kost á að upplifa listgreinina af eigin raun. a

Aðsend grein

Hið mesta óréttlæti Nokkuð einkennileg staða er komin upp í augnlæknamálum hér á Akureyri. Sem kunnugt er hafa verið hér við störf tveir ágætir augnlæknar, en því miður verður nú að segjast að annar þeirra mun senn láta af störfum fyrir aldurs sakir og hinn hefur yfir að ráða augnlæknastofu sem sagt er að helst minni á lækningaminjasafn. Að undanförnu hefur vanið komur sínar hingað augnlæknir nokkur frá Reykjavík sem mun vera vel búinn nútíma tækjum og vel búinn tækjum til barnaaugnlækninga, sem ekki eru fyrir hendi annars staðar á Akureyri. En böggull fylgir skammrifi. Ef sjúklingur vill fá skoðun hjá lækni þessum þarf hann að greiða 10.500 kr ofan á fastagjöld. Hjá fyrirtæki því sem hann starfar fyrir og heitir Sjónvernd var mér tjáð að þetta aukagjald væri til þess að dekka kostnað við að fá lækninn norður, greiða húsnæði, ferð-

ir og uppihald hans. Og þetta virðast Akureyringar sætta sig við því tímar eru upppantaðir hjá honum bæði nú og næst þegar að hann kemur í apríl. Nú veit ég ekki hver kostnaður hans er við hverja ferð norður, en dvelji hann hér til dæmis í tvö daga og taki 15 sjúklinga hvorn dag gerir það 315.000 kr og getur hver reiknað hvernig helgin kemur út. Auðvitað er það hið mesta óréttlæti að þessu skuli vera svona varið, eiginlega ættu heilbrigðisyfirvöld að greiða þennan kostnað, en best væri þó að bæjaryfirvöld myndu kaupa nútímatæki á augnlæknastofu bæjarins, eða auglýsa eftir augnlæknanema sem myndi vilja setjast hér að að námi loknu ef bæjaryfirvöld myndu greiða námskostnað hans og standa straum af kostnaði við það að koma upp nútíma augnlæknaveri hér á Akureyri. Reynir Antonsson


Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


10

1. mars 2012

Matargatiðallskonar.is

Kúrbíts lasagne Tómatsósa »» 1 msk ólífuolía »» 1 hvítlauksrif marið »» 1 tsk capers, saxaðir

»» 2 tsk pestó »» 1/2 tsk hunang »» 1 dós niðursoðnir tómatar »» salt og pipar

Kúrbítsfylling »» 1 msk ólífuolía »» 1 laukur, fínt saxaður »» 3 kúrbítar, rifnir gróft »» 3 hvítlauksrif

»» 250 gr rjómaostur »» 75 gr ostur, rifinn »» 10 lasagneblöð (þurrkuð eða fersk)

Byrjaðu á að útbúa tómatsósuna. Hitaðu olíu í potti, settu í hana hvítlaukinn og capers og steiktu í smá stund, skelltu þá skeið af pestói út í. Þar næst seturðu tómatdósina og hunangið og lækkar hitann og lætur malla. Ef þú ætlar að útbúa pastað sjálf/ur þá er fínt að gera deigið á þessu stigi, skella því svo inn í ísskáp á meðan þú útbýrð fyllinguna. Til að gera kúrbítsfyllinguna þá hitarðu olíu í stórri pönnu og steikir laukinn þar til hann er orðinn glær, næst setur þú hvítlaukinn og rifna kúrbítinn út í og steikir þar til kúrbíturinn er orðinn fagurgrænn.

Þá setur þú 200 gr af rjómaostinum út í og helminginn af rifna ostinum, hrærðu vel og láttu malla örlítið. Smakkaðu til með smá salti og nýmöluðum svörtum pipar. Hitaðu ofninn í 200°C og hitaðu vatn í potti fyrir lasagneblöðin, mundu eftir að salta vatnið vel. Ef þú gerðir ferskt pasta; taktu deigið úr ísskápnum og flettu út í 1-2 mm þykkt og skerðu í hæfilegar stærðir fyrir lasagne blöð. Nú er komið að því að léttsjóða lasagneblöðin. Þú stingur blöðunum út í pottinn, 3-4 í einu og lætur sjóða í 2 mín(fersk)/5 mín(þurrkuð). Kippir þeim svo upp úr og setur í skál með ísköldu vatni og þværð aðeins og leggur svo til þerris á hreint stykki. Gerðu þetta við öll blöðin. Þetta þarftu að gera án þess að svindla því að lasagne-ið er bara í ofninum í um 10 mínútur og sá tími dugar ekki nægilega til að fullelda lasagneblöðin ef þau eru hrá. Þá er hægt að fara að raða lasagne-inu saman: fyrst seturðu 1/3 af kúrbítsfyllingunni í botninn á mótinu, þar næst lasagneblöð, svo tómatsósu, svo lasagneblöð, svo kúrbít og svo framvegis. Endaðu á

Aðsend grein

að setja kúrbítsfyllingu yfir allt og settu svo afganginn af rjómaostinum í litlum kúlum eða teskeiðastykkjum með jöfnu millibili yfir allt. Að lokum stráirðu rifna ostinum yfir og setur þetta inn í ofn. Þetta bakast á 10-12 mínútum í ofninum, fylgstu vel með, þegar osturinn er orðinn gullinbrúnn þá er þetta tilbúið. Dásamlegt með grænu salati eða hreinlega bara eitt sér. a

Helga Kvam matargat

NÝTT

2012

Ekkert bólar á fram­ haldsaðalfundi hjá LA Þó liðið sé á fjórða mánuð síðan sögulegur aðalfundur Leikfélags Akureyrar (LA)var haldinn, m.a. í lögleysu, var áætlað að halda framhalds- aðalfund í janúar s.l., en hefur ekki staðist frekar en ýmislegt annað hjá stjórn LA. Þessi framkoma er auðvitað algjörlega siðlaus.Formaður stjórnar, Sigrún Björk, var svo "fyrirhyggjusöm" í nóvember s.l. að tímasetja aðalfundinn kl.17.00 á degi sem leiksýning hafði verið sett á kl.20.00 og þar af leiddi að ekki var, vegna tímaskorts, hægt að tæma dagskrá fundarins og lofað framhaldsaðalfundi í janúar 2012 eins og fyrr segir. Og þá voru heldur ekki teknar fyrir breytingatillögur frá undirrituðum m.a. tillaga um að fólk þurfi ekki að hafa verið 12 mánuði í félaginu til að öðlast atkvæðisrétt, sem er nær einsdæmi, en auðvitað með ráðum gert. Þetta eru vinnubrögð stjórnar LA, sem valin var að stórum hluta af Þórgný Dýrfjörð með fulltingi fulltrúa frá L-listanum, stórnarformanni Akureyrarstofu. Fólk innan úr listageiranum hér í bæ segir mér að fyrrgreindur Þórgnýr ráði hér öllu á því sviði sem hann vill ráða og það sé nánast óþolandi. Einnig hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs og Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins vinni að því leynt og ljóst að koma Leikfélagi Akureyrar eins og það leggur sig út í Hof og Þórgnýr yrði þar trúlega

dyggur fylgis- maður. AKUEYRINGAR! Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma og látum þetta aldrei yfir okkur ganga. Ég hvet alla sem vilja LA vel, að spyrna við fótum og hafa áhrif svo slíkt megi ekki verða og ganga til liðs við sitt gamla góða Leikfélag Akureyrar með því

Hjörleifur Hallgríms Framkvæmdastjóri

að ganga í félagið. Auðvitað yrði þetta kærkomið fyrir atvinnuleikarana að sunnan og tryggði atvinnuöryggi þeirra ef allar sýningar LA yrðu fluttar út í Hof, þar sem unnið hefur verið að því leynt og ljóst að drepa niður alla leiklistarstarfsemi með akureyrskum leikurum að hluta hér í bæ. Það er ekki einleikið að á sama tíma og verið er að sýna t.d. Gulleyjuna í Samkomuhúsinu, þá séu hér nánast um hverja helgi leiksýningar í Hofi fengnar að sunnan, frá Borgarleikhúsinu. Þetta hlýtur að rýra aðsókn að leikfélaginu og trúlega allt með ráðum gert. Að lokum vil ég minnast á léleg vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar að setja ekki stjórn LA fyrir skilyrðislausa afsögn eftir 70 milljóna tap ævintýrið fyrst farið var út í að skera stjórnina niður úr snörunni, en þar munu hafa ráðið óheilindaöfl að sagt er. a

Aðsend grein

Athugasemdir við frétta­ flutning Akureyrar vikublaðs

Glerártorgi

Sími 4 461 1445

Þar sem í síðustu 6 –7 tölublöðum ofangreinds blaðs, hafa birst, mjög svo neikvæðar greinar og umfjallanir vegna ráðningar Þorvaldar L. Sigurjónssonar, sem framkvæmdarstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE), vil ég vekja athygli á eftirfarandi. Í síðasta blaði, er dregið fram og vitnað í viðtal við Sigríði Margréti Oddsdóttur í Fréttablaðinu föstudaginn 17. febrúar. Þar segir hún að forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafi gagnrýnt sitt fyrirtæki (“JÁ”), þegar það sagði upp tæplega 20 konum á Akureyri, en á sama tíma hefði Saga Capital, þar sem ofangreindur Þorvaldur Lúðvík hafi verið forstjóri, ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Akureyri til Reykjavíkur og þar með að leggja niður allmörg vel launuð störf á Akureyri. Þrátt fyrir það hefðu þeir, þ.e., forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri, réttlætt og staðið fyrir ráðningu hans í starf framkvæmdastjóra AFE. Í fyrsta lagi, ber að geta þess, að Þorvaldur Lúðvík, hætti sem

forstjóri SAGA í janúar, 2011, en ákvörðun um flutning var tekin u.þ.b., 4-5 mánuðum síðar. Einnig, sem er kannski aðalmálið, að á aðalfundi þar sem þessi ákvörðun var tekin, var margnefndur Þorvaldur Lúðvík alfarið á móti því að höfuðstöðvarnar yrðu fluttar, en hann var þá eingöngu hluthafi en ekki forstjóri. Ber þess að geta að nokkrir aðrir voru einnig á móti flutningnum. Vil ég taka fram, að eftir að hafa lesið viðtalið við Sigríði forstjóra JÁ., hringdi ég í hana og tjáði henni ofangreindar staðreyndir, en hún hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta þessar rangfærslur. Núna, eftir að búið er að endurtaka þetta í þessu blaði, vil ég koma að þessum athugasemdum. Að síðustu vil ég taka það fram að ég tel að ráðning Þorvaldar til AFE hafi verið mjög góð og er bjartsýnn á að hann eigi eftir að reynast mjög hæfur í starfið. Stefán Gunnlaugsson, í varastjórn SAGA, banki.


Boddýhlutir

S t i l l i n g h f. | S í m i 5 2 0 8 0 0 0 | w w w. s t i l l i n g. i s | s t i l l i n g @ s t i l l i n g. i s


12

1. mars 2012

Hef þeirri skyldu að gegna að vera heiðarlegt fífl Kristján Ingimarsson er engum líkur. Hann býr í Danmörku en leit við í nokkra daga „heima á Akureyri“ um daginn og átti blaðið með honum skemmtispjallstund. En að baki sérhverrar hláturroku býr önnur vídd, alvaran, og grín verður ekki gott grín nema alvaran sé afhjúpuð með einhverjum hætti. Þar kemur fíflið sterkt inn, en fíflið er Kristjáni mjög hjartfólgið Úr hvers konar umhverfi spretturðu, Kristján? „Ég er Brekkusnigill, sonur smiðs og hárgreiðslukonu, fæddur 24. desember, árið 1968. Miðbarn sem gekk í Lundarskóla, Gaggann og MA. Það benti fátt til þess þegar ég var ungur maður, að ég ætti eftir að verða leikari.“ Kristján tók sér eins árs pásu að loknu stúdentsprófi, ferðaðist talsvert, vann í bókabúð og stofnaði útvarpsstöð. Hann leit við í líffræðitímum við HÍ án þess að námið ætti við hann og flutti frá Reykjavík aftur norður í foreldrahús, vann tvö ár á trésmíðaverkstæði föður síns og kynntist alls konar listrænum bræðingi, hljómsveitarmennsku og seldi ávexti úr vagni á Ráðhústorgi. Kannski var áhugaleikhópurinn Saga stærri örlagavaldur í lífi Kristjáns en annað. Ekki kannski leiklistin per se heldur ævintýralöngunin sem fylgdi leikhúslífinu. „Ástæða þess að ég sótti um inngöngu í Sögu á sínum tíma var einfaldlega sú að mig langaði til útlanda með félagsskapnum.“ En ekki sló Kristján í gegn á einni nóttu. Fyrst fór fram kennsla í auðmýkt. „Til dæmis þegar mig langaði að verða Jesús Kristur í Freyvangssleikhúsinu í Jesus Christ Superstar. Ég fékk tvisvar að koma í prufu, sætti mig ekki við eftir fyrra skiptið að fá bara rullu óbreytts lærisveins, þannig að ég hamaðist á aðallaginu hans Jesú fyrir seinni prufuna en fékk samt ekki aðalhlutverkið, alveg sama hvað ég reyndi. En þrjóskan skilaði mér samt stöðuhækkun, eftir seinni prufuna fékk ég hlutverk sem sólólærisveinn, náði að fara með eitt sóló á sviði,“ segir Kristján og hlær. Annars hefði farið vel á að hann léki Messías, því Kristján er fæddur 24. desember og sonur smiðs! Fannstu á þessum tíma að þú yrðir að leggja leiklistina fyrir þig? „Ég fann að það var eitthvað á milli mín og sviðslistanna þannig að ég ákvað að helga mig alfarið leiklistinni.“ Hvers vegna? „Til að vera sjálfum mér samkvæmur.“ Hafði aldrei séð það sem hann gerir í dag

Þegar Kristján ákvað að verða leikari segist hann aldrei hafa séð eða upplifað þá tegund af leiklist sem hann fæst við í dag. Leið hans lá til Danmerkur, sem skýrðist m.a. af því að hann hafði kynnst hér á Íslandi danskri konu, Gitte Nielsen, sem hann hefur búið með síðan. Hann lagði stund á leiklist við þrjá ólíka skóla í Danmörku og þótt hann kynni ekki dönskuna til jafns á við innfædda reyndist það ekki hindrun fyrir framgang hans í starfi heldur vegvísir. „Ég uppgötvaði fljótt að ég bý yfir einhverju frumkvæði, einhverjum krafti sem

Dönum fannst athyglisverður og í staðþess að líta á það sem einhvers konar fötlun að ég gæti ekki talað mál innfæddra fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið styrkleikum mínum að á öðrum sviðum.“ Ertu þá að tala um hvernig þú gast einbeitt þér að sérstöðu þinni í hreyfingum á sviði? „Já. Með því að fókusera á allt annað en tungumálið varð það sem sagt minn styrkur að vera útlendingur. Og ef það er eitthvað sem Íslendingar kunna er það að dýrka eigin sérstöðu. Danir eru hins vegar ekki mjög góðir í því. Þú skalt ekki ota um of þínum tota, hugsa þeir. En ég fékk að ota mínum tota af því að ég er Íslendingur.“ Hefur hið líkamlega síðan verið þinn meginstyrkur á sviði? „Síðan ég var lítill drengur hef ég alltaf stúderað hvernig líkaminn hreyfir sig, t.d. í náttúrunni, hvað þarf að halla honum mikið ef maður gengur upp brekku og svo framvegis. Ég var góður í fimleikum og þetta lá vel fyrir mér. Svo kom dansinn og tilraunaleiklistin, trúðurinn, grímuleikurinn, látbragðsleikurinn, ég fann mig mjög vel í líkamlegri kómedíu og þannig er það enn.“ Telurðu þig enn græða á Íslendingnum í þér þegar kemur að listsköpun á sviði? „Já, með þeim hætti að ég með mínar rætur er með alla náttúruna inni í mér, kraftinn, af honum getum við öll orðið stórhættuleg á augabragði og jafnvel farið yfir strikið, sem er stundum nauðsynlegt. Þetta er mjög íslenskt.“ Að loknu námi í leiklistarskóla númer eitt hóf Kristján fljótlega nám í skóla númer tvö. „Mér fannst fólkið í þeim skóla ekki taka hutverkið sitt nógu alvarlega. Ég var sjálfur orðinn 23ja ára og loks búinn að ákveða hvað ég ætlaði „að gera“. Að vera Íslendingur og vita það ekki er allt öðruvísi en að vera Dani á sama aldri, sem ekki hefur gert neitt upp við sig. Áður en ég fann leiklistarástríðuna var ég orðinn desperat en í Danmörku uppgötvaði ég að þar getur maður verið ungur og ábyrgðarlaus fram að fertugu. Maður getur bara leikið sér! Hugsaðu þér líka, Bjössi, hvernig allt var hér fyrir 20 árum. Þá mátti ekki drekka opinberlega rauðvín á virkum degi án þess að brjóta normin. Ísland hefur þróast mikið síðan.“ Líkaminn sem orkustöð

Kristján segir engan vafa leika á að jarðbundið vinnusiðferði hins eyfirska uppvaxtar hafi gert honum gott þegar allt fór að snúast um listina. Síðustu leiklistarnámshrinuna tók hann í School of Stage Arts, tilraunaleiklistarskóla þar sem allt gerðist. „Það var hardcore,“ segir Kristján og munnvikin teygjast yfir dýnamískum minningum. „Við bjuggum uppi í sveit og vorum þarna í tvö ár á fullu. Þarna voru

Ég veit ekki hvort það á erindi í blaðið, en þarna var t.d. fólk að stinga kertum upp í rassgatið á sér og

kveikja í þeim, (skellihlær). Það var nú bara svolítið átak fyrir Akureyring að dilla rassinum og dansa salsa.“

kúrsar og fyrirlesarar sem komu víða að, alls konar listamenn. Lagt var upp úr innsetningum, performönsum, japönsku Butho-hefðinni þar sem dansarar hreyfa sig rosa hægt, það var mjög góð þjálfun. Í þessu dæmi öllu lærði ég að fylla sviðið, nota orkuna, gera hluti sem eru kannski á mörkum hins gerlega.“ Geturðu stillt eigin líkama þannig að hann sendi stundum út mikla orku en stundum litla? „Já. Það er að vísu svolítið skrýtið að tala um orku og reyna að lýsa einhverju sem maður ekki sér en bara finnur, orka er að hlusta, á sviðinu er maður alltaf í sambandi við allt í kring og þá er líka hægt að fylla allt í kring um sig. Maður verður bara eitthvað eitt með öllu, ekki bara leikari, eitthvað meira en það. Ég er mjög háður áhorfendum. Það er enginn list ef þeir ekki skynja og skapa með mér. Mín aðferð er að treysta á innsæið og skapa myndir. Á sviðinu skipti ég fókusinum til skiptis inn út, inn út. Annars vegar einbeiti ég mér að því sem ég er að gera, en hins vegar set ég mig í spor áhorfandans og horfi á mig utan frá, með þeirra augum. Ég hugsa þetta sem skúlptúr og mitt verkefni er að fólk sjái þennan skúlptúr frá „réttu“ sjónarhorni, sem þýðir að maður þarf að vera meðvitaður um stöðu sína í tíma og rúmi. Skilurðu?“ Að losa sig við skilyrtar hömlur

Breytti þessi skóli þá beinlínis lífi þínu? „Þessi skóli var algjör opinberun fyrir mig. Í gegnum afar erfiða þjálfun kynntist maður líkama sínum upp á nýtt og uppgötvaði hvers hann er megnugur, maður lærði að tjá sig á nýjan hátt, stóla á sínar hugmyndir og framkvæma. Einnig var allur tilfinningaskalinn spilaður. Það er stór hluti

af leiklistinni að kasta af sér hömlunum, öllu draslinu sem er bara fyrir.“ Ertu þá að tala um hefðbundnar íslenskar uppeldislegar hömlur? „Já. Ég veit ekki hvort það á erindi í blaðið, en þarna var t.d. fólk að stinga kertum upp í rassgatið á sér og kveikja í þeim, (skellihlær). Það var nú bara svolítið átak fyrir Akureyring að dilla rassinum og dansa salsa, en ég uppgötvaði fyrir vikið að ég gat verið alveg ofboðslega sexí.“ Sló strax í gegn

Fyrsta sýningin sem Kristján gerði sjálfur að loknu námi nefndist Mike Attack. Til að gera langa sögu stutta sló hún í gegn. Var fyrst sett upp í Danmörku en síðar á Íslandi. Um svipað leyti fékk listamaðurinn tvíbura í fangið með henni Gitte sinni. „Síðan hef ég bara alltaf verið að vinna,“ segir Kristján og brosir. Síðasta sýning Kristjáns, BLAM! hefur ekki síst hlotið lof gagnrýnenda. „BLAM! fjallar um fjóra karla á skrifstofunni sem leiðist. Þú þekkir að þegar við vinnum einhvers staðar kemur oft upp spes mórall, sem stundum er tengdur virðingu eða hræðslu við yfirmanninn. Þessir fjórir menn á vinnustaðnum eru í þannig krýsu og fara svo að trúa að þeir séu actionhetjur i kvikmyndum. Það hefur verið sagt í Danmörku um BLAM! „Office vs. Apocalypse now“. Þetta eru a.m.k. fyndnar andstæður og frábærir gæjar með mér, þar á meðal parkour gaur sem gerir ótrúlega hluti á sviðinu. Mig langar að koma með þessa sýningu til Íslands en hún er býsna stór og dýr, fyrirferðarmikil leikmynd og svona. Vonandi gengur það þó upp.“


13

1. mars 2012

Kristján segist geta

orðið stórhættulegur á augabragði og farið yfir strikið, sem sé stundum nauðsynlegt. Það sé mjög íslenskt.

Hið sjúka Ísland

Við eyðum nokkrum orðum í samanburð á Danmörku og Íslandi. Kristján bjó með konu og börnum í tvö ár á Akureyri, 2006-2008. Gekk sú tilraun ekki upp? „Jújú, tilraunin gekk alveg upp sem slík, við höfðum hins vegar ákveðið fyrirfram að árin hér fyrir norðan yrðu bara tvö.“ Margir muna frá þeim tíma ýmsa gjörninga Kristjáns, þar á meðal eftirminnilega skóflustungu, orgelatriði á Ráðhústorgi og sjálfa Byltingu fíflanna, einkennistákn meistarans, sem hann ýtti úr vör á bæjarhátíðinni árið 2007, þegar fífl lögðu undir sig bæinn og drógu fána að húni. Hver var hugsunin á bak við fíflin? „Þegar ég kom heim fann ég sterklega hvað þetta blessaða íslenska samfélag var orðið lasið og hreinlega sjúkt. Það var einhver heildarútópía í gangi hérna en samt utan um ekki neitt. Það var mjög sorglegt að koma inn í bóluna sem var svo sterk í fólki, peningahyggjuna, eignahyggjuna. Það varð engu tauti komið við fólk þótt einstaka maður sæi í gegnum þetta rugl. Gildin voru öll á hreyfingu og mér fannst sorglegt að sjá að aðalhetjurnar á Íslandi voru einhverjir peningamenn sem kannski höfðu ekki neitt sérstakt að segja annað en að þeim fannst gaman að græða peninga. Þetta varð til þess að ég fattaði, mitt í allri firringunni, að hér væri ekki hægt að vera fífl. Að það væri ekki pláss fyrir fífl hérna af því að allir væru svo alvarlegir í efnishyggjunni og því að græða peninga. Hér var engin sjálfsgagnrýni, ekki neitt, allir með grímur. En ef fíflið getur eitthvað þá er það helsti styrkleiki þess að taka niður grímurnar, fórna sjálfu sér. Það stendur upp og segir: Ég er fífl. Og um þetta snerist Bylting fíflanna.“ Geta má þess að appelsínuguli fáninn hans Kristjáns með gulu fíflunum er orðið alþjóðlegt tákn í þeim skilningi að fáninn hefur verið fjöldaframleiddur og er víða notaður sem tákn vonar, auk þess sem hann hefur prýtt alþjóðlegar gjörninga- og leiklistarhátíðir. Þeir sem vilja kynna sér það nánar geta farið inn á vefslóðina www. foolsoftheworldunite.com. En aftur að skóflustungunni. Þegar tekin var fyrsta skóflustungan að menningarhúsinu Hofi, sem kostaði fjóra milljarða króna, hafði Akureyrarbær samband við Kristján sem skemmtikraft og bað hann að sprella í athöfninni. Hann samþykkti það, lét öllum látum en stal að lokum skóflustungunni af nafna sínum Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra. Prúðbúin elítan hló

kurteislega og klappaði saman höndum, en sumir næmir í áhorfendafjöldanum töldu sig finna að einhver alvara lægi í loftinu, jafnvel óhugnaður, að athafnir fíflsins fælu í sér ákveðin skilaboð. Er það rétt, Kristján? „Það er rétt í þeim skilningi að ég spurði sjálfan mig: Hvað getur fífl gert í þessari athöfn? Hins vegar verður fíflið að framkvæma hlutina áður en þeir eru hugsaðir í botn. Ef fíflið hugsar allt fyrirfram og of mikið, ef fíflið getur fært rök fyrir því sem það er að gera er það ekki lengur fífl. Þannig að þegar ég stal skóflustungunni var það ekki útpælt heldur spontant að nokkru leyti. Ég var með litla rauða leikfangaskóflu í vasanum en var ekki búnn að átta mig á hvað ég ætlaði að gera fyrr en augnablikið rann upp. Þá fattaði ég að ég hefði þeirri skyldu að gegna að vera heiðarlegt fífl.“ Á sama tíma ertu hins vegar í því hlutverki, þegar fyrsta skóflustungan að Hofi er tekin, að þú ert aðkeyptur skemmtikraftur og varst varla fenginn til að kasta rýrð á mærðina sem órofa tengdist þessu augnabliki í huga sumra. Hlaut það að kalla á togstreitu? „Jú, að sumu leyti var ég bundinn einhverjum kvöðum, en kannski er kjarni málsins þessi: List hlýtur að eiga að hreyfa við okkur og koma okkur á óvart, hún á að ögra norminu og hvað er þá grátbroslegra en skóflustunga? Ég afhelgaði þessa athöfn með lítilli leikfangaskóflu og þannig fannst mér ég leggja góðan grunn að þessu húsi. Hof er mikilfenglegt og flott hús, en menningarhúsið er eins og önnur listahús byggt til þess að gera listina aðgengilega. Húsin setja listina í ramma um leið og þau setja henni skorður. Það vill stundum brenna við að umbúðirnar skipti meira máli en innihaldið og er ég viss um það að margur listamaðurinn hefði viljað skapa það listaverk sem fengi sömu umfjöllun og Hof. En ég er mjög ánægður með Hof og það sem menningarhúsið hefur gefiðAkureyringum og ég held að það eigi bjarta framtíð fyrir sér.“ Fólk er að flýta sér

Hvernig er að loknu hruni, að fylgjast með Íslandi úr fjarlægð reyna að fóta sig á ný eftir hrunið? „Við eigum kost á að búa til fallegasta þjóðfélag í heimi hérna. Mér finnst sorglegt ef okkur tekst það ekki.“ Sérðu einhver batamerki á því sjúka Íslandi sem mætti þér árið 2006? „Jájá, en allt tekur tíma. Þú breytir ekki hugarfari fólks á einni nóttu þótt

Íslendingar vilji náttúrlega að allt gerist strax, að lánin séu felld niður og allt verði gott. Þeir sem krítísera stjórnvöld hvað harðast núna ættu kannski að hugleiða að það tekur tíma að skapa nýja veröld. Og til þess þarf bæði þrautseigju og þor.“ Jón Gnarr kollegi þinn, leikarinn, hefur kannski umfram annað með sínu framlagi og Besta flokknum náð að „afhelga“ stétt stjórnmálamanna á Íslandi. Nú vitum við öll, allt niður í grunnskólanema, að ég og þú gætum orðið pólitískir valdamenn á Íslandi, án þess að fæðast inn í sérstakar ættir með silfurskeiðar í munni. Án þess að ganga í MR, Heimdall og lagadeild HÍ. „Einmitt og það er æðislegt. Þetta var eitt af stóru skrefunum sem við urðum að taka og þetta skref hefur líka verið stigið í öðrum löndum og utan Reykjavíkur, líka hér á Akureyri þar sem tiltölulega íhaldssamt fólk ákvað að bylta meirihlutanum, gera

sína eigin byltingu og senda alla stóru flokkana í skammarkrókinn. Það var æðislegt, því þá fattaði fólkið að við getum öll breytt gangi sögunnar.“ Trúirðu að listin sé tæki til að breyta heiminum? „Algjörlega og mig langar að blása fólki þeim anda í brjóst að maður skapi sjálfur sinn eigin heim, sína umgjörð, sitt líf, að enginn annar eigi að gera það fyrir mann. Sköpunarverkið er í mínum huga kraftaverk, að skapa er kraftur. Pældu í einhverju veraldlega fyrirbrigði eins og til dæmis brúarsmíði. Hvað koma margir aðþeirri sköpun frá því að einn fær hugmynd og þangað til að fyrsti bíllinn ekur yfir brúna? Að byggja brú er mikil sköpun og við verðum öll að virkja þá krafta sem innra með okkur búa.“ Texti Björn Þorláksson Myndir Völundur Jónsson

Aðsend grein

Atvinnu- og nýsköpun á Akureyri Um síðustu helgi fór fram á Akureyri í annað skipti atvinnu- og nýsköpunarhelgin (ANH) í húsnæði Háskólans á Akureyri. Fyrsta helgin fór fram í apríl í fyrra og skráðu 70 einstaklingar til leiks og voru 27 hugmyndir kynntar á föstudeginum og 13 hugmyndir kynntar fyrir dómnefnd á sunnudeginum. Vel tókst til og ákveðið að endurtaka leikinn. Tæplega 100 manns skráði sig um síðustu helgi og voru 35 hugmyndir kynntar á föstudeginum. Átján hugmyndir voru kynntar fyrir dómnefnd á sunnudeginum. Hugmyndaauðgi þátttakenda fékk svo sannarlega að njóta sín og fjölbreyti-

Í ár er lagt meira upp úr eftirfylgni með þeim hugmyndum sem komu fram heldur en í fyrra. Á næstu vikum vinna frumkvöðlarnir að því að búa til viðskiptaáætlanir fyrir sín verkefni þar sem keppt verður um sérstök verðlaun. Með þessu er hugsunin að móta hugmyndirnar enn frekar þannig að þær komist lengra í því ferli að verða að verkefnum sem skapa atvinnu og verðmæti þjóðfélaginu til handa. Í ár kom Akureyrarstofa með öflugum hætti að verkefninu. Tækifæri - fjárfestingarsjóður hefur einnig verið mikilvægur bakhjarl bæði árin. Starfsfólk og nemendur Háskólans á Akureyri komu einnig að málum og vonandi verður framhald á þeirri samvinnu.Við vonum að helgar sem þessi kveiki enn frekar áhuga nemenda á nýsköpun. Nýsköpunarmiðstöð Njáll Trausti Friðbertsson Íslands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Landsbanki Íslands áttu líka sína fulltrúa Bæjarfulltrúi um helgina og nutu þátttakendur leiðsagnar leg verkefni litu dagsins ljós. starfsmanna þessara aðila. Einn tilgangurinn með ANH eða ANA, eins Það má heldur ekki gleyma stuðningi fjölda og hún hét í fyrra, er að beina athyglinni að fyrirtækja á Akureyri sem hafa gert ANH mikilvægi nýsköpunar og þá ekki síður at- -helgina mögulega. Við viljum þakka öllum vinnusköpun og nýsköpun í starfandi fyrir- þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn. Það tækjum. Þar geta nýjar hugmyndir að öllu er einlæg von okkar sem stóðum að helginni jöfnu leitt til hraðari uppbyggingar nýrra að framhald verði á og ANH-helgar verði starfa. Það er von aðstandenda helgarinnar haldnar árlega hér eftir þar sem frumkvöðlað með henni sé sáð fræjum í frjósama jörð um gefst færi að koma hugmyndum sínum á framfæri. a sem vonandi getur síðar leitt til góðra hluta.


14

1. mars 2012

Á döfinni

Dagur tónlistarskólanna í Hofi

Nei ráðherra í hofi Gamanleikritið Nei ráðherra flyst til Akureyrar nú í marsmánuði, eftir að hafa verið sýnt sjötíu sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Sýningin var valin áhorfendasýning ársins þegar Grímuverðlaunin voru afhent í fyrra. Hér er á ferðinni drepfyndið verk úr smiðju Ray Cooney, í íslenskri heimfærslu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjórn er í höndum Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra Borgarleikhússins, en hljómsveitin Baggalútur samdi tónlist verksins. Einvala lið leikara tekur þátt í sýningunni, en Guðjón Davíð Karlsson (Gói), Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Sigurður Sigurjónsson eru í burðarhlutverkum.

Kvennaskíðaganga – Í spor Þórunnar Hyrnu Laugardaginn 3. mars býðst konum kjörið tækifæri til að hreyfa sig og njóta útivistar með því að skella sér á gönguskíði í Hlíðarfjalli. Þá verður Kvennaskíðagangan – Í spor Þórunnar Hyrnu – haldin í fimmta sinn. Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir 3,5 og 7 km. Upphitun hefst klukkan 12.50 en gangan hefst klukkan 13.00 og verður gengið án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Skíðaleiga er á staðnum og einnig er hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Allir eru hvattir til að mæta í búningum. Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 11.30 Þegar í mark er komið verða ýmsar veitingar í boði, glæsileg útdráttarverðlan, verðlaun fyrir besta búninginn og fleira.

Spila fjórfætt á orgelið Listvinafélag Akureyrarkirkju mun í júlí nk. bjóða upp á fimm tónleika í kirkjunni. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis og hefur þessi tónleikaröð heppnast afar vel í á þriðja áratug. Að sögn Eyþórs Inga Jónssonar verður áfram haldið að blanda saman öflugum listamönnum úr heimabyggð og frábærum tónlistarmönnum annars staðar frá. “Við viljum helst sleppa við “mainstream” listamenn, en frekar gefa listafólki tækifæri, sem hefur náð frábærum árangri en fær litla umfjöllun” , segir Eyþór Ingi. Eftirtaldir koma fram í sumar: 1. júlí Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari. 8. júlí Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona ásamt klarínettukvintett. 15. júlí Sigrún Magna og Eyþór Ingi spila fjórhent og fjórfætt á orgelið. 22.júlí Guðrún Óskarsdóttir sembal og Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari. 29. júlí Trio Bruuhn frá Danmörku.

Neysluvatns-, sjóog þrýstiloftslagnir Plast, hár brunastaðall, hentar sjávarútveginum

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030 Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is

11:45- 14:00

11:45 12:30

13:30

14:30

16:00

Skólastofur opnar og verður hægt að prófa hljóðfæri. Ratleikur um Hof – vegleg verðlaun. Hamraborg – Klassískir tónleikar eldri nemenda. Hamrar – Klassískir tónleikar, fram koma yngri hópar Suzukinemenda og einleiksatriði Hamraborg – Hljómsveitir skólans, strengjasveitir 1og 2, Grunnsveit, Blásarasveit, Big Band, Tangoband og slagverkshópar. Hamrar – Rytmískir tónleikar. Fram koma Jazz- og dægurhljómsveitir skólans ásamt söngnemendum.

Föstudagsfreisting á morgun Föstudaginn 2. mars 2012 kl. 12:00 verða Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu. Þetta eru hádegistónleikar og er boðið upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas á meðan hlýtt er á tónlist úr ýmsum áttum. Það eru þær Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari sem flytja efnisskrána sína „Klassík – Dægurlög – Tangó“. Aðgangseyrir kr. 2000. Eldir borgarar greiði kr. 1500. Greiðslukort ekki tekin.

Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. hún hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kristín er meðlimur og stofnandi Fimm í Tangó og Barokkhópsins CUSTOS. Alda Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Hún lauk Artist Diploma við Indiana University - Jacobs School of Music í Bloomington, þar sem hún stundaði nám hjá Reiko Neriki, fyrrverandi nemanda Georgy Sebök. Ástríður hefur víða komið fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum. Ástríður er meðlimur í kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveitinni Fimm í tangó. Á síðasta ári gaf Ástríður út sólóplötuna CHOPIN, sem inniheldur fjórar ballöður tónskáldsins auk sónötunnar í b-moll.

Nothing Sticks - A drifter’s story Laugardaginn 3. mars kl. 14:00 opnar Habby Osk sýninguna Nothing Sticks - A drifter’s story í GalleríBoxi. Sýningin samanstendur af ljósmyndum úr hluta af ljósmyndaseríunni Nothing Sticks - A drifter’s story og mun bók koma út seinna á árinu með allri seríunni. Nokkrum mánuðum eftir að Habby Osk útskrifaðist úr meistaranámi sínu í myndlist frá The School of Visual Arts í New York árið 2009, þá pakkaði hún ofan í ferðatösku og hefur síðan lifað sem eins konar “drifter”. Á þessum tíma hefur hún tekið fjöldann allan af ljósmyndum á ferðalögum sínum, sem spanna allt frá stórborgum yfir á fáfarnar slóðir. Verk Habby Osk hafa verið sýnd víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Nú síðast á The 8th Berlin International Directors Lounge Film and Video Festival og Re:Rotterdam Art Fair. Sýningin stendur til 11. mars. Opnunartími um helgar 14:00-17:00 og á skrifstofutíma á virkum dögum.

Andartak með Arndísi

BESTA ÚTGÁFAN

Það er langur vegur milli þess að laga útlitið og líkamann að fyrirfram gefnum hugmyndum annarra, um það hvernig konur sem hópur eiga að líta út og vera og þess hvernig þú sem einstaklingur og kona vilt líta út og vera. Og öllum ber okkur að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Í allri okkar dýrð. Hugsa vel um líkamann – ekki til að geta troðið lærunum í ofursmáar gallabuxur hannaðar á konur sem eru ekki til. Heldur til þess að endast vel og lengi – sem besta útgáfan af okkur sjálfum. Og þótt allar konur eigi að dýrka sjálfar sig þá á það sérstaklega við um okkur miðaldra konurnar. Tannlæknirinn minn segir að ég þurfi aðeins að nota tannþráð í kring um þær tennur sem ég vil borða með þegar ég verð sjötug. Besta fegrunarráð allra tíma, ódýrt og vel til þess fallið að viðhalda bestu útgáfunni af sjálfri mér. Og sama á við um líkamann. Í stað þess að afhenda öðrum háar upphæðir fyrir sellúlítkrem og skyndimegrunarkúra er vænlegra að hugsa um það sem við setjum ofan í okkur, nota tannþráð og viðhalda líkama og huga. Það er nefnilega eitthvað við það að verða miðaldra og meira, sem felur í sér hugmyndir um að útilokað sé að reyna á ystu mörk. Það sé of seint! Sem auðvitað viðheldur hinni öfgafullu æskudýrkun, (því hver veit hvert heimurinn stefndi ef vitrar, veraldavanar, miðaldra konur nytu sannmælis). En það er svo sannarlega aldrei of seint að dýrka sjálfar sig og stunda almennt viðhald. Jafnvel reyna á ystu mörk. Ég á bestu fyrirmyndir miðaldra kvenna í heimi. Ég á tvær systur. Fyrir utan

að mér, langyngstu systurinni, finnst þær stórkostlegar, þá eru þetta ofur venjulegar konur. Og ég tek það fram aftur; OFURvenjulegar konur. Eins og ég og þú. Með viðhald og endingu að leiðarljósi hóf sú eldri að hlaupa. Fyrst á milli ljósastaura, því hún komst ekki lengra. En síðan jókst þolið og hlaupin urðu lengri. Yngri systirin slóst í hópinn. Líka á milli ljósastaura til að byrja með, en nú hlaupa þær maraþon. Síðastliðið haust hljóp eldri systirin níutíu kílómetra í kring um Mont Blanc og svo hundrað kílómetra í Bretlandi. Einhver löng hlaup eru á dagskránni í ár og svo Iron Man í Suður Ameríku. Svona til að halda upp á sextíu ára afmælið! Systur mínar voru komnar vel yfir fimmtugt þegar þær byrjuðu að hreyfa sig, voru orðnar miðaldra og vel það. Þær völdu hlaup því þeim fannst gaman að hlaupa sem krakkar; þeysast áfram eins og vindurinn. Hreyfing getur, að mér skilst, verið hvað sem kemur hjartanu og blóðrásinni í gang. Kannski eitthvað sem okkur fannst gaman að gera sem krakkar, en ég veit að hópur kvenna hittist á Hamarskotstúninu á sumrin og fer í Brennó. Sú sem hleypur “bara” maraþon er fimmtíu og sjö ára núna. Hin var fimmtíu og níu þegar hún hljóp hundrað kílómetra. Og án þess að ég hvetji okkur til að sýna slíka ofurkvenlega tilburði þegar kemur að hreyfingu, þá er þessari frásögn ætlað að fylla okkur hugmóði. Ef fimmtíu og níu ára kona getur hlaupið hundrað kílómetra þá getum við hinar, við allar, stundað þá hreyfingu sem okkur hugnast, til að bæta blóðrásina, svefninn, andlega líðan og hvað eina. Og það spillir ekki, að eftir að systur mínar fóru að hlaupa, þá er eins og einhver hafi spólað þær til baka!

u s ta t o g ö ru g g þ jó n ó lj F N G A M F A B ÍL A R

tor g

ÁSCO

Laugardaginn 3. mars verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi ,með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika. Skólinn hvetur bæjarbúa til að koma og kynna sér hljóðfærin sem kennt er á. Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis er inn á alla tónleika.

ta

Við erum hér

ALPINE Hljómflutningstæki, geislaspilarar, útvörp og fylgihlutir.

llir

ga Gle

rár

RAFGEYMAÞJÓNUSTA Flestar gerðir þurr- og sýrugeyma

Gle rár

ALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining

Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Ísland · Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is

Hv

an

ve na


Sjóntækjafræðingur verður í Augastað mánudagana 5. og 19. mars. Pantaðu tíma núna í síma 460 3466.

50% Afsláttur af öllum umgjörðum

Afsláttur af öllum sólgleraugum

Rýmingarsala á daglinsum

Akureyri • Hafnarstræti 95 • s: 460 3466

Opið virka daga 9–17.30

PI PAR\TBWA • SÍA • 120660

30%

09tbl_2argangur_Akureyri-vikublad  

HTH FRAMLEIÐIR INNRÉTTINGAR Í: · ELDHÚS · BAÐHERBERGI · ÞVOTTAHÚS OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI – einfalt og ódýrt Endilega komdu þá í heimsókn! E...