Page 1

LÆGRA LYFJAVERÐ GERÐU VERÐSAMANBURÐ

– einfalt og ódýrt

Apótekið Akureyri - Furuvöllum 17, Hagkaupshúsinu. Opið: Mánudaga - föstudaga 10-19, laugardaga 10-16 og sunnudaga 12-16.

V

25. ÁGÚST 2011 3. tölublað 1. árgangur

I

K

www.apotekid.is

U

B

L

A

Ð

MENNINGARBRAUT Þær Dagrún Matthíasdóttir og Kristín Þóra Kjartansdóttir áttu upptakt að Akureyrarvöku þegar þær lögðu sérstaka menningarbraut í Listagilinu. Erfitt getur reynst að skjótast yfir Gilið fyrir fótgangandi þegar umferð er stríð. Menningarbrautin leysir þann vanda.

METFJÖLDI NEMENDA OG HÁMARKSÁLAG Á KENNARA NÝTT FYRIRKOMULAG Í VMA TIL AÐ REYNA AÐ MINNKA BROTTFALL.

O

kkur er gert að taka inn fleiri nemendur en nokkru sinni vegna kreppunnar og óneitanlega skapar sú staða aukið álag á kennara. Það verður meiri vinna hjá kenn­ urum en nokkru sinni áður,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, sett­ ur skólameistari í VMA í vetur. Námsárið fram undan verður nýstárlegt að því leytinu að Verk­ menntaskólinn á Akureyri mun standa fyrir sérstökum úr­ræðum í samstarfi við atvinnulífið til að reyna að minnka brottfall úr skólanum. Sá skilningur sé orðinn almennur að hefð­bundin nám sem boðið er

upp á í framhaldsskólum henti ekki öllum og ganga ný úrræði VMA út á að finna leiðir fyrir þá nema sem ekki uppfylla námskröfur inn á brautir skólans. Haustönn­in verður notuð til að undirbúa nemendur annað hvort til að ná að fóta sig betur innan skólans eða fara í starfsþjálf­ un und­ir leiðsögn skólans og í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sigríður Huld segir að vissulega kosti þessi úrræði peninga en það sé léttur kross að bera miðað við kostnað samfélagsins af brott­falli nemenda. VMA hefur eins og aðrar stofnanir þurft að búa við skertar fjárheimildir og sparnað en horft hefur verið til þess að skerða sem minnst þjónustu og kennslu til nemenda. Til að mynda hafi verið skorið niður í verkefnastjórnun og vegi það upp á móti auknum kostnaði annars staðar. –BÞ

BÍLMAGNARA

R

SJÓNVÖRP M YNDAVÉLA UPPÞVOTTAV

R

ÉLAR ELDAVÉ LAR

ÞRÁÐLAUSIR

BÍLTÆKI MP3 SPILARA R Ú TVÖRP SÍMAR FER ÐATÆKI MA GNARAR

DVD SPILARA R H

ÁTALARAR B ÍSSKÁPAR HE ÍLHÁTALARA LLUBORÐ SA R HEYRNAR MLOKUGRILL TÓL HLJÓMB FRYSTIKISTUR ORÐ REIKNIV OFNAR HRÆ RIVÉLAR ÖRBY ÉLAR LGJUOFNAR ÞVOTTAVÉLA R

MEIRA EN 100 0 VÖRUTEGUN DIR

MEÐ ÓTRÚLEG UM AFSLÆTTI

ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR LOKAD

Sjá allt úrvalið á ht.is

KAFFIVÉLAR

VÖFFLUJÁRN

BLANDARAR Þ A GA RKARAR STRAUJ - FAT RYKSUGR SÖULRU UR HÁÚ NNI LÝKÁR R UNR Á LAUGAR DAG

TAKMARKAÐ MAGN

Fyrstur kemur – fyrstur fær!

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30, SÍMI 460 3380

HÚSAVÍK GARÐARSBRAUT 18A, SÍMI 464 1600


2

25. ÁGÚST 2011

Leiðari

Þessir kunnuglegu stöðuverðir áttu stund á milli stríða yfir kaffibolla í miðbænum. Annars hafði dagurinn farið í að halda opnu sívökulu auga og sekta ökumenn fyrir að leggja ólög­ lega. „Það er upp og ofan,“ svaraði annar þeirra þegar spurt var hvernig ökumenn tækju almennt stöðumælasektum. Svo brostu þeir...

Við, Guð og menningin

M

argvísleg menningardagskrá fer fram á

Akureyri um næstu helgi þegar fagnað verður 149 ára afmæli bæjarins. Saga

slíkra hátíða er slitrótt, en bæjarhátíð hefur verið haldin

á Akureyri síðustu helgina í ágúst sl. 15 ár. Um tíma hét

samkundan menningarnótt og var Jón Haukur Brynjólfs­ son þá aðalhvatamaður hennar. Snemma á nýrri öld var nafninu breytt í Akureyrarvöku. Heiðurinn að þeirri nafngift á Sigrún Arna Arngrímsdóttir söngkona.

Ýmsir kraftar hafa á umliðnum árum verið kallaðir til

að halda utan um bæjarhátíðina með misjöfnum árangri. Fyrstu norðlensku menningarnæturnar voru börn síns tíma en stundum hefur hátíðin náð flugi. E.t.v. reis

Akureyrarvaka hæst þegar Bylting fíflanna fór fram með

karnivalsbrag undir stjórn Kristjáns Ingimarssonar leikara. Það var síðsumars 2008, á afmæli Akureyrar. Innan við tveimur mánuðum síðar hrundi allt Ísland.

Kristján gaf okkur öllum eitthvað að hugsa um þegar

hann lét lýðinn hylla sig í miðbæ Akureyrar árið 2008. Við hlógum að honum þá, en eftir að landið komst á

heljarþröm sló ögn á glaðværðina. Hjá sumum hvarflaði

hugurinn aftur til Akureyrarvöku. Hafði gjörningur verið Kristjáns listræn forspá?

Í blaðaviðtali sem Matthías Johannesen tók við Jón Leifs

var sá síðarnefndi beðinn að skilgreina ólíkar listgreinar.

Jón lýsti bókmenntunum þannig að þær leituðust við að

skrásetja raunveruleikann, myndlistin leitaðist við að lyfta

raunveruleikanum upp í æðra veldi en tónlistin væri sjálfur Guð almáttugur.

Á Akureyrarvöku mun fjöldi listamanna leggja sig fram

BLÁMANN SKRIFAR

AF MÖNNUM OG MÝRARBOLTA

G

óðir hálsar. - Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér frá síðasta pistli en hef oftast staðnæmst við boltann - ekki handboltann (þó maður eigi auðvitað að hugsa um hann kvölds og morgna), ekki körfubolt­ ann eða fótboltann – heldur mýrarboltann sem mér sýnist satt að segja vera sú grein boltaíþrótta sem við ættum að geta náð allra lengst í – og er ég ekki að varpa rýrð á afrek okkar manna í fótboltanum og körfuboltanum – hvað þá handboltanum. EN í dag á mýrarboltinn hug minn allan - ekki síst eftir að hafa um daginn horft á tilþrif mýrarboltafólksins í sjónvarpinu. Tvennt skyggði þó á gleði mína við þetta sjónvarps­áhorf. Í fyrsta lagi sýndist mér þetta eiginlega ekki vera mýrarbolti sem verið var að spila - heldur

drullubolti. Þarna valt keppnisfólkið hvert inn­ an um annað í drull­unni, haugdrullugt í framan, fötin gegnsósa af drullu, boltinn drullugur, markið drullugt, dómarinn drullugur - sum sé drulla hér, drulla þar og drulla allsstaðar. Þetta var undir fölsku flaggi. Þetta var drullubolti en ekki mýrarbolti. Til þess að spila mýrarbolta þarf fólkið að velja sér almennilega mýri, ákaflega blauta með pyttum og dýjum svo djúpum að efna mætti

t.d. til veðmála um hvort keppendur kæmst yfirhöf­ uð upp úr dýjunum ef þeir færu þar niður. Ennfremur mætti hugsa sér að dómarinn spjald­aði ekki leikmenn heldur dæmdi þá í pytti (fyrir minniháttar brot) og í dý (fyrir meiriháttar brot). - Og það gladdi mitt boltahjarta þegar ég las í blaðinu mínu að Eyjólfur hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari í mýrarbolta og fagnaði miklu kaupi, lítilli vinnu, ótal utanlandsferð­ um, hylli fagurra kvenna o.

s. frv. Fyrir utan ógrynni hamingjuóska honum til handa vænti ég þess ásamt öllum öðrum unnendum mýrarboltans að hann megi vaxa og dafna í sínu nýja hlutverki. - Hitt sem skyggði á gleði mína var fjarvera mín frá þessari mögnuðu íþrótt. - Ég er nokkuð viss um að mýrarbolti er sjaldan spilaður í húsakynnum bæjarstjórnar Akureyrar - en stundum hefur mér virst að alþingismenn leiki full mikinn mýrarbolta í sölum Alþingis. EN orðið “drulla” finnst mér ljótt.

„Og það gladdi mitt boltahjarta þegar ég las í blaðinu mínu að Eyjólfur hefði verið ráðinn lands­liðsþjálfari.“

til að miðla einhvers konar sköpun. Það þarf hugrekki

til að stíga fram fyrir ókunnugt fólk og segja: Hér er ég.

Fyrirgefðu, en mig langaði kannski að fá að að segja þér svolítið eitt andartak.

Þetta blað óskar þess að á Akureyrarvöku muni einstakl­

ingar og fjölskyldur ná að lyfta eigin lífi upp úr hinu

hversdagslega, þökk skapandi fólki. Jón Leifs vissi hvað hann söng. Þeir sem verða fyrir listrænni snertingu eru líklegri en aðrir til að finna fyrir einhverju stóru sem kalla mætti guðlegt.

Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

LOF OG LAST VIKUNNAR

L

of vikunnar fær fyrirtækið Akureyri Backpapers sem hefur samið um leigu og endurbyggingu á Hafnarstræti 98. Ákveðið hefur verið að þar rísi gistiheimili og samkvæmt teikningu verður prýði að húsinu, götumyndin styrkist. Húsið sem kallast í daglegu tali Hótel Akureyri hefur staðið autt í mörg ár og verið bæjarbúum þyrnir í augum. Það voru KEA og Saga Capital sem keyptu húsið eftir friðun árið 2007 en síðan hefur það verið án hlutverks. Stefnt er að opnun næsta vor en auk gistingar verður þarna upplýsinga­ miðstöð og kaffihús. Last vikunnar fá hælbítarnir sem sjá ekkert vit í að göng verði grafin undir Vaðla­heiði. Á vinsælli bloggsíðu var í vikunni rætt

um kristján Möller sem „einn dýrasta mann Íslandssögunnar“ og var þar vísað í að hann hefði öðrum fremur barist fyrir Héðinsfjarðargöngum. Hvejir eru dýrustu mrnn sögunnar? Eru það ekki skrímslin sem settu landið á hausinn? Þarf a leita til Siglufjarðar til að finna blóraböggla – og það út af samgöngubótum. Vissulega kostuðu Héðinsfjarðargöng sitt en lands­ byggðarfólk á ekki lengur að sitja undir þeirri ranghugmynd sem á upptök sín á höfuðborgarsvæðinu að litið sé sé á samgöngumannvirki úti á landi sem ein­ hvern lúxus fyrir dreifbýlisskrílinn. Héðins­ fjarðargöng hafa nú þegar sannað sig og hlýtur að vera keppikefli framtíðarinnar að göng verði alls staðar grafin hér á landi

þar sem stytting vega, umferðaröryggi eða önnur veigamikilrök eru fyrir hendi. Vegabætur á Íslandi eru rétt að byrja. Nú hefur fyrirtækið Akureyri Backpack­ ers samið um leigu á húsinu og endur­ byggingu. Næsta vor er áformað að opna Lþar upplýsingamiðstöð, kaffihús og gistiheimili með svefnpokagistingu í 23 herbergjum. Gott að KEA sé að taka skref til að mynda regnhlíf yfir sparisjóðina. Vaðlaheiðargöng Ruslamálin. Gott að sorp minnkar en eru bæjarbúar sjálfir að fara upp á hauga? hvað með fjölskyldustærð?

AKUREYRI VIKUBLAÐ 3. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bthorlaksson@simnet.is eða hringið í síma 8620856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Sími: 824 2466. Netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason. Netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason. Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578-1190 auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson og fleiri. Netfang: bthorlaksson@simnet.is. Sími: 8620856. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: Pósthúsið. AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.

AKUREYRAR VAKA

2011

STUND Á MILLI STRÍÐA

26.-28. ágúst


4

25. ÁGÚST 2011

BYGGÐASTEFNAN TEKIST VEL SEGIR NÝR STJÓRNARFORMAÐUR BYGGÐASTOFNUNAR Mikilvæg viðurkenning fyrir rannsóknir Háskólans á Akureyri

Þ

etta er vitaskuld mikill heiður fyrir mig persónulega að vera skipaður formaður stjórnar Byggðastofnun­ ar og um leið er það mikilvæg viðurkenning fyrir okkur öll sem unnið höfum að byggðarannsókn­ um við Háskólann á Akureyri á síðustu árum og áratug­um,“ segir doktor Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindastofnun HA, en hann hefur verið skipaður nýr formaður stjórnar Byggðastofnunar. Ákveðin tímamót felast í skipun þessarar stjórnar en fram til þessa hafa þingflokkar á Alþingi tilnefnt fulltrúa í stjórn Byggða­ stofnunar. Nú skipar iðnaðarráðherra hins vegar stjórn fólks með margvíslega reynslu úr atvinnulífi og háskólastarfi og m.a. formann sem stendur utan stjórnmálaflokka. Þóroddur segir að með því að skilja stjórn stofnunarinnar þannig frá flokkspólitískum áherslum skapist margvísleg tækifæri en um leið felist í þessari breytingu ákveðin áskorun um að skapa víðtæka sátt um störf stjórnarinnar og byggðapólitísk viðfangsefni hennar, þrátt fyrir að þingflokkarnir hafi ekki aðkomu að skipun hennar.

Vel tekist með byggðastefnu „Byggðastofnun hefur unnið mikið og gott starf við eflingu atvinnu­lífs og byggðar um allt land, oft við erfiðar aðstæður. Stofnunin, starfsfólk hennar og fyrri stjórnir eiga stóran hlut í því hversu vel hefur að mörgu leyti tekist til með íslenska byggða­ stefnu. Þótt annað mætti oft ráða af almennri umfjöllun hafa byggðir landsins víðast hvar blómstrað og íbúar utan höfuðborg­ arsvæðisins eru nú fleiri en nánast nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Engu að síður eiga allmörg byggðarlög utan höfuðborgar­ svæðisins við ákveðinn vanda að glíma og sum þeirra standa frammi fyrir miklum og erfiðum vandamálum. Byggðastofnun bíða því víða brýn viðfangsefni og mikilvægt að ný stjórn leggist á árar með stofnuninni við úrlausn þeirra,“ segir nýr formaður Byggðastofnunar. Þóroddur hefur unnið að byggðarannsóknum með ýmsum hætti sl. ár og er vel kunnugur málaflokknum. M.a. hefur hann leitt mikla kortlagningu sem ýmsir félagsvísindamenn hafa innt af hendi í Fjallabyggð vegna Héðinsfjarðarganga.

Auk Þórodds sitja í nýrri stjórn Byggðastofnunar Ásta Dís Óla­ dóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands, Gunnar Svavars­ son sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Sigurborg Kr. Hannesdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Ildi, Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjöríss og Ólöf Hallgrímsdóttir, ferðaþjón­ ustubóndi á Vogum í Mývatnssveit.

„Byggðastofnun hefur unnið mikið og gott starf við eflingu atvinnu­ lífs og byggðar um allt land, oft við erfiðar aðstæður. Þóroddur B jarnason stjórnar­formaður Byggða­ stofnunar á Akureyri.

REYNSLULEYSI GLUNDROÐI OG HRÖRNUN Í PÓLITÍKUSA EYKUR VÖLD EMBÆTTISMANNA LISTASAFNINU MENNING

Þ

að vakti athygli í síðasta tölublaði Akureyrar viku­ rits að Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs og guðfaðir L-listans, sagði í viðtali að hann hefði átt því láni að fagna að reiða sig á reynslu­ mikla starfsmenn Akureyrarbæjar þegar ljóst varð að L-listinn sat uppi með hrein­ an meirihluta eftir kosn­ing­arnar í fyrra. Spurt var: Kviknaði eintómur fögnuður í hjarta þínu þegar þú áttaðir þig á að þú stæðir uppi með hreinan meirihluta – eða hugsaðirðu: hvað hef ég komið mér í núna? Svar Odds Helga: „Ég kiknaði svolítið í hnjánum, en það hjálpaði mér strax að vita að ég var með gott fólk með mér. Starfsmenn bæjarins eru afar traustir og ég vissi að við gætum leitað til þeirra með ýmsa ráðgjöf.“ Svarið veltir upp spurningum um skil milli stjórnmálamanna og embættismanna. Grétar Þór Eyþórsson, prófess­ or í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir: „Fljótt á litið sýnast mér þetta vera mjög eðlileg viðbrögð. Odd­ur hefur eflaust áttað sig á að til væri orðinn meirihluti með reynslulausum stjórnmálamönnum. Við slíkar aðstæður kemur meira til kasta embættismanna. Þessar aðstæður hafa því án efa fært em­ bættismönn­um Akureyrarbæjar meiri völd í krafti sérfræði sinnar og reynslu og takmark­aðrar þekkingar og reynslu­ leysis lykilpólitíkusanna. Að minnsta kosti fyrst um sinn.“ Grétar Þór telur viðhorf Odds Helga að sumu leyti til fyrirmyndar. „Á hinn bóginn geta þessi orð Odds Helga einnig lýst heilbrigðu viðhorfi til þess hvernig embættismenn og stjórnmála­menn geta unnið saman án þess að eiga sífellt í einhverju valdatafli eða togstreitu. Að þarna geti ríkt heilbrigt jafnvægi á milli.“

Embættismenn á fundi í stað bæjarfulltrúa Bæjarbúar hafa bent Akureyri viku­blaði á að eitt dæmi um of mikil völd embættis­ manna vegna reynsluleysis L-listafólks og jafnvel meintrar tregðu fulltrúa til að axla ábyrgð, sé að á fundum sem átt hafa sér stað um að leggja niður leikskóla á Akureyri, hafi embættismaður á vegum bæjarins komið og rætt við foreldrana fyrir hönd bæjarins, en ekki pólitískt kjörnir fulltrúar. Þessu sé gjörólíkt háttað í Reykjavík þar sem bæjarfull­trúar Besta flokksins og Samfylking­arinnar hafi milli­ liðalaust þurft að takast á við óánægju foreldra.

Grétar Þór Eyþórsson prófessor.

„Þessar aðstæður hafa því án efa fært em­bætt­­ ismönnum Akur­eyrar­ bæjar meiri völd í krafti sérfræði sinn­ar og reynslu - og tak­markaðrar þekk­ ingar og reynsluleysis lykil­­ pólitíkusanna. Að minnsta kosti fyrst um sinn.“

Heimurinn reistur úr öskustó með nákvæmlega sömu hlutum og lögðu hann í eyði. Samskipti manns og dýra leita aftur til fyrri hátta.

Þ

au tíðindi verða í norðlenskum myndlistarheimi um næstu helgi á Akureyrar­ vöku, að opnuð verður stærsta yfirlits­sýning til þessa á verkum Gústavs Geirs Bollasonar í Listasa­ fninu á Akureyri. Glundroði og hrörnun eru hugðarefni Gústavs Geirs. Verk hans hverfast um tækifærin sem felast í framrás tímans. Hann vinnur með hluti sem fundnir eru á víðavangi, leikur sér með rekavið náttúrunnar og reköld mannanna. Landslagið læðist inn í ljósmynda­ samsetningar, abstrakt grafísk verk og jafnvel verk búin til úr jörðinni sjálfri. Bútar úr jörðinni hafa verið sviptir sam­ hengi sínu og hrifnir inn í galleríið og bíða þess þar að áhorfandinn púsli þeim saman í verkunum og á milli verka. Miðpunktur sýningar Gústavs verður verk hans Fiskar bera ekki byssur (2004-2008). Þar skeytir listamaðurinn teikning­ ar og málverk saman við myndbanda- og tónskúlpt­úra. Listilega unnar teikningarnar eru gerðar eftir kvikmynd af hendi sem gangsetur bátsvél. Með þessum teikningum fylgja útlínu­ myndir sem sýna þver­ skurð skipsskrokksins og á teiknaðar útlínurnar hefur listamaðurinn málað skipsskrúfuna. Kvikmyndavél á bátnum festi á filmu hafflötinn

Gústav Geir Bollason: Skipta bíl­ arnir máli eftir að olíulindirnar þorna upp?

og lífið á sjónum. Þessari kvikmynd er varpað á vegg og á borð með vatni. Vatnsborðið endur­speglast einnig í mynd­inni sem varpað er á vegginn. Og freistist einhver áhorfandi til þess að dýfa fingrunum eða hendinni í vatnið, þá umhverfist kvikmyndin í bylgjur, gárur sem sjást bæði á vatnsborðinu og á veggnum. Einn af hápunktum þessarar sýningar er ný röð teikninga sem er í raun ætlað að þjóna sem eins konar myndstiklur og sýna okkur heiminn eftir að vistfræðilegt hrun hefur átt sér stað.

Þegar olíulindirnar þorna upp skipta bílarnir ekki lengur máli; maður sést byggja hús úr gömlum gúmmídekkjum sem vart eru til annars nýt. Svoka­ llaðir flóðhestabílar – sundursagaðir afturhlutar bifreiða sem dregnar eru áfram af hestum – aka hægt framhjá óplægðum túnum. Í drungaleg­ustu teikningunni er beina­ muln­ingsvél að verki inn­ arlega í hlöðu og í þeirri órakenndustu sturta tvær hendur hrútsvofu úr bíldekki ofan í læk. Myndaflokk­urinn lýsir því hvernig heimurinn er reistur úr öskustó með nákvæmlega sömu

hlut­um og lögðu hann í eyði og hvernig samskipti manns og dýra leita aftur til fyrri hátta. Gústav Geir er fædd­­ur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand­íðaskóla Íslands 1987-’89, nam við Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-’90 og lauk DNSEP gráðu við Ecole Nationale d’Art í Frakk­ landi árið 1995. Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalt­ eyri og situr í stjórn henn­ ar. Sýningin stendur til sunnudagsins 16. októ­ber.


6

25. ÁGÚST 2011

HEILSA

ÍMYND JARÐGANGAGERÐAR AÐ BREYTAST EFTIR HÉÐINS­ FJARÐARGÖNG? Þeir tókust stundum á í gamla daga á þinginu en nú sitja þeir hlið við hlið, Kristján Möller og Steingrímur J. Sigfús­ son, og stefna í sömu átt samgöngulega, að göng verði grafin undir Vaðlaheiði hið fyrsta.

S

iglufjörður og Ólafsfjörður eru ekki lengur endastöðv­ ar, og samskipti íbúa hafa aukist mikið. Það má eiginlega segja að hin eiginlega sameining hafi byrjað fyrir alvöru annan október í fyrra þegar göngin opnuðu. Áhrifin eru í öllum þáttum bæjarlífsins. En auðvitað spila líka inn í þetta aðrir þættir svo sem upp­ bygging Menntaskólans í Ólafsfirði, uppbygging Rauðku á Siglufirði o.s.frv. “ Þetta segir Kristján Möller þingmaður Samfylkingar í Norðaustur­ kjördæmi og einn helsti talsmaður jarðganga á Íslandi. Hann telur að viðhorfsbreyting sé að verða meðal landsmanna gagnvart jarðgöngum

STYRKUR

VELLÍÐAN

Allt fyrir heilsuna í Átaki heilsurækt

ÞAÐ HAFA ORÐIÐ MIKLU MEIRI ÁHRIF AF HÉÐINSFJARÐARGÖNGUM EN ÉG ÞORÐI AÐ VONA. UMFERÐIN Á FYRSTA ÁRINU SÝNIR ÞAÐ, SVO OG BJARTSÝNI OG KRAFTUR Í UPPBYGGINGU Í FJALLABYGGÐ Í FRAMHALDI AF ÞEIM.

í ljósi jákvæðrar reynslu af bæði Héðinsfjarðargöngum og Bolungar­ víkurgöngum svo tvær framkvæmdir séu nefndar. Héðinsfjarðargöng hafa orðið til þess að fjöldi ferðafólks legg­ur nú leið sína á slóðir sem áður voru í kuldanum og er umferð bíla í göngunum töluvert umfram áætlanir. Þetta veltir upp spurningum um hvort viðhorf til jarðgangagerðar sé að breytast hér á landi, að stuðningur fari vaxandi við gerð jarðganga, þar sem áhrif þeirra geti verið meiri en séð hefur verið fyrir. “Norðfjarðargöng, Seyðisfjarðar­ göng og Dýrafjarðargöng munu hafa sömu góðu áhrifin á sveitarfélög þeirra sem og nærliggjandi byggð­ir. Múlagöng eru eins og önnur gömul göng, barn

síns tíma, en alveg ótrúlegt að þau hafi ekki verið gerð tvöföld, þau eru nú ekki eldri en 20 ára. Gera verður ráðstafanir til að stýra umferð um Múlagöng þegar umferð er mikil, fyrst um sinn,” segir Kristján, en Múlagöng hafa reynst flöskuháls eftir að umferð jókst um Héðinsfjörð. “Það er hins vegar gaman að rifja upp umræðu nokkurra þingmanna um að Héðinsfjarðargöngin ætti bara að gera einbreið,” segir þingmaður Samfylkingarinnar. Vaðlaheiði 2015 Kristján var í hópi þeirra sem undir­ rituðu í síðustu viku samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Ef allt gengur eftir verður opnuð fyrir

umferð undir Vaðlaheiði um mitt ár 2015. „Þetta er búið að dragast allt of lengi, en við horfum fram núna. Það er gríðarmikilvægt á tímum hækk­ andi eldsneytisverðs að grafa þessi göng,“ segir Kristján. Pétur Þór Jónasson, stjórnarmaður Vaðlaheiðarganga, segir að þótt ósam­ið sé enn við bændur sem eiga land að Vaðlaheiðargöngunum þurfi það ekki að seinka framkvæmdinni. Málið sé í eignarnámsferli. Steingrímur J. Sigfússon fjár­mála­ ráðherra sem undirritaði samkomu­ lagið í síðustu viku fyrir hönd ríkis­ins er sammála Kristjáni Möller um að undirbúningur ganganna hafi tafist fram úr hófi. Steingrímur segir mikilvægt að búið sé nú að ná sam-

KYRRÐIN ENGU ÖÐRU LÍK ALLTAF TÖFRAR Í HRÍSEY – ERFIÐU TÍMABILI LOKIÐ OG BJARTSÝNI FRAM UNDAN.

komulagi um fjármögnun ganganna. Hann telur öll rök hníga að framkvæmdinni sem unnin verði í samstarfi einkaaðila og ríkisins. Tilboð verða opnuð í byrjun október nk.

Opið hús

“Norðfjarðargöng, Seyðisfjarðar­göng og Dýrafjarðar­ göng munu hafa sömu góðu áhrifin á sveitarfélög þeirra sem og nær­ liggjandi byggð­ir.“

25.-28. ágúst 2011

FRÍTT Í ALLA TÍMA OG TÆKJASALI • Tvær stærstu líkamsræktarstöðvarnar á Akureyri • 1 verð og þú ær á báðum stöðvum • Mikið úrval af opnum tímum, nýjungar: BOSU, Eyrarskokk á morgnana, Qui gong, Cross Fit, Bænaslökun og yoga o.. • Eyrarskokk, frítt á ængar 7x í viku • Fyrsta okks þjónusta í notalegu umhver • 60 metnaðarfullir starfsmenn taka vel á móti þér og aðstoða eſtir þörfum • *fríar ængaáætlanir og ástandsmælingar *BOSU kynningartímar: mmtudag kl. 12:10, föstudag kl.8:15 og laugardag kl. 12:30 *kynningar á námskeiðum og opnum tímum *Einkaþjálfarar með viðtöl (sjá tímasetningar á heimasíðu) *Kynningar frá Under Armour, 2XU og Brooks hlaupaskóm TILBOÐS*Kynning frá Ölgerðinni

Að sumu leyti hefur verið farið illa með Hríseyinga, sérstaklega í sjávarútvegi, þannig að maður getur þakkað fyrir að þarna búi ennþá fólk. Heilt yfir myndi ég segja að íbúarnir væru elsku­ legir og rólegir en reyndar finn ég smábreytingu í seinni tíð. Það er að verða aukin stemmning fyrir því að hittast á veitingahúsinu á kvöldin, skapa kráarstemmningu,“ segir Michael Jón. Hann hnýtti sín ástarbönd við eyjuna árið 1994 en nágranni hans er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Áður skrifaði Ingólfur Margeirsson gjarnan sínar bækur í Hrísey og Aðalsteinn Bergdal leikari býr allan ársins hring í eynni svo nokkrir skapandi séu nefndir. Hvað er þetta þá með listafólk og Hrísey? „Ja, menn náttúrlega losna hér við allt áreiti og það gefur góðan vinnufrið, “ svarar tónlistarmaðurinn. Jarðbundinn eins og góðum listamanni sæmir.

KORT

Á OPNUM DÖGUM Það er spennandi vetur framundan og við hlökkum til að sjá þig!

www.atakak.is I s: 461 4440 / s: 461 4444

www.atakak.is I s: 461 4440 / s: 461 4444 HEILSA

www.atakak.is I s: 461 4440 / s: 461 4444

VELLÍÐAN

H

vað einkennir Hrísey? Mér dettur kyrrðin fyrst í hug. Jafnvel í mjög rólegu íbúðahverfi á Akureyri eru alltaf einhver umhverfishljóð af mannavöldum, umferðarniður í fjarska eða eitthvað, en í Hrísey eru bara fuglarnir, öldurn­ ar og vindurinn. Fyrstu áhrifin þegar ég kom þangað út voru ótrúleg slökun,“ segir Michael Jón Clarke tónlistarmaður, en hann hefur átt hús í Hrísey um langt skeið og notar hverja stund sem gefst til að dvelja í eynni ásamt fjölskyldu.

Mikki á dráttarvélinni.

Hann segir það hjálpa til að feraðlagið út í eyna taki aðeins klukkustund frá Akureyri og að sigla með ferjunni sé alltaf skemmtilegt. Alltaf töfrum líkast. Þegar út er komið blasir við nýtt íþróttahús og vinsæl sundlaug. Af frekari höfuðprýði má nefna veitingahúsið Brekkuna, verslun og félagsheimili. Michael Jón Clarke segir að heimamenn séu íhaldssamir, ekki mikið gefnir fyrir nýbreytni og geti sú afstaða komið niður á nýjung­ um. Á hinn bóginn hafi þurft festu til að halda eynni í byggð.

Michael Jón Clarke tónlistarmaður hefur dvalið með köflum í Hrísey síðan 1994. Ekki er óalgengt að listamenn dvelji þar í töfrunum og næðinu.

STYRKUR


8

ÖMMUDAGAR

25. ÁGÚST 2011

Með augum aðkomumannsins

Á IÐNAÐARSAFNINU 25. TIL 28. ÁGÚST

TRAUSTUR ER KLETTURINN

Komdu með ömmu á safnið og biddu hana að segja þér frá Ömmur eru hafsjór af fróðleik og skemmtilegum sögum og flestar ömmur þekkja betur en aðrir þá gripi sem er að finna á Iðnaðarsafninu. Allir krakkar eru því hvattir til að koma með ömmu sinni í fræðslu- og skemmtiferð á safnið 25. til 28. ágúst. Amma borgar engan aðgangseyri. Afar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka enda ekki minni fróðleik að finna þar.

- fyrir alla fjölskylduna enginn a›gangseyrir fyrir börn yngri en 16 ára

Iðnaðarsafnið á Akureyri – Krókeyri 4 – sími 462 3600 – www.idnadarsafnid.is

CC Flax

Fjörðurinn var spegilsléttur og Vaðalheiði og Kaldbakur blöstu við, horft af Molhaugnahálsi. Þetta var í september 1995. Og þegar í kaupstaðinn kom greip hann mig strax býsna sterkum tökum. Vissi sem var að spennandi tíma væru í vændum.

A

ðstæður höfðu breyst og mig langaði að breyta til. Þegar mér bauðst starf sem blaðamaður norður á Akureyri greip ég tækifærið. Í hönd fóru frábærlega skemmtilegir tímar; fyrir Sunnlendinginn var áhugavert að kynnast nýju fólki og aðstæðum á þeim hluta landsins þar sem ég þekkti lítt til. Og þarna var ég í sjö ár. Ég náði samt aldrei svo vel væri að skjóta rótum á Akureyri. Ætli nokkrum takist slíkt nema því aðeins að hann eigi á viðkomandi stað sterkt félagslegt bakland, fjölskyldur, frændgarð og vini? Sökkti mér í vinnu og gaf mér ekki tíma til að sinna mörgu fleiru. En auðvitað kynntist ég fjöldanum öllum af fínu fólki á Akureyri – bæði í gegnum vinnuna og svo í heita pottinum í sundlauginni. Traustu fólki, velviljuðu , margfróðu, oftast frekar seinteknu en þá um leið traustu eins og kletturinn. Og mér þykir ekki verra að Akureyringar eru yfirleitt frekar gamaldags – þeir að minnsta kosti

taka öllum nýjungum með fyrirvara sem aftur helgast af því hve traustir þeir jafnan eru. Og vel á minnst; orðin traust og trú eru af sama meiði sprottin: áhrif kirkjunnar eru afar sterk á Akureyri. Það fer hvergi á milli mála. Undir lokin var mér að farið að leiðast á Akureyri og ég fluttist feginn suður, sem var síðustu dagana í júní 2002. Þá var líka svo komið að mig langaði að takast á við ný verkefni, sem buðust í Reykjavík, meðal annars í krafti þeirrar reynslu sem ég hafði aflað mér nyrðra. Að því leyti fékk ég frábært veganesti á Akureyri; í bæ hins bjarta norðurs þangað sem ég kem alltaf nokkrum sinnum á ári til að hitta góða vini, ganga um götur, skoða mannlífið og húsin, kíkja á kaffihús, fara í sund og svo mætti áfram telja. Það er alltaf gaman að vera gestur á Akureyri svona í fáeina daga. Sigurður Bogi Sævarsson

NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI SN – NÝTT STARFSÁR –Hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Frábært við fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum

Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr sjávarþörungum

NÝ SENDING! Frábærar móttökur og meðmæli

Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýndi að konur sem hafa mikið Lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.

Styrking • Jafnvægi • Fegurð

B

Brynja Harðardóttir.

Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni.

www.celsus.is

rynja Harðardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn og er lýðheilsufræðingur, kennari og myndlistarkona. Hún segist mikill hugsjóna- og félagsvísindamann­

brigðis“ segir Brynja og bendir auk þess á að tónleikasókn gefi okkur kost á að deila upplifun okkar með öðrum og efla samkennd með fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum.

Óperutöfrar um helgina Vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefst um helgina. Dagskráin spannar klassískar óperuperlur, ævintýri músar, kammertónleika og sinfóníutónleika þar sem úrval einleikara og einsöngvara kemur fram. Ljúfir aðventutónar, kröftugir stórtónleikar, spennandi frumflutn­ ingur og djörf Evróvisjónstemming eru m.a. í boði þar sem  höfðað er til allra aldurshópa og fjölbreytilegs tónlistarsmekks. Starfsárið hefst í Hofi með Óperu­­töfrum á Akureyrarvöku 26. ágúst í Hofi. Þar sameina krafta sína undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, hluti af landsliði íslenskra einsöngvara þau Helga Rós Indriðadóttir, Sigríður Aðalsteins­ dóttir, Gissur Páll Gissurarson og Ágúst Ólafsson og skagfirski Karla­ kórinn Heimir. Á efnisskránni eru klassískar perlur sem flestir þekkja, úr óperunum: Carmen, La Bohéme, Rakarinn frá Sevilla, Tannhäuser og Tosca.

aldri og einkennum breytingaskeiðs

1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur

Íslenskur náttúrusteinn að utan sem innan

eskja og lítur á tónlist og önnur listform sem kjörið tækifæri til að efla vellíðan og ánægju fólks. „Tónlistin eflir alhliða þroska barna, gerir gráan dag rauðan, veitir sorgmæddum huggun og vekur ánægjutilfinningar sem öllum er hollt að rækta og leggur þannig lóð sitt á vogarskálar hamingju og heil-

„Tónlistin eflir al­ hliða þroska barna, gerir gráan dag rauðan, veitir sorg­ mæddum huggun og vekur ánægjutil­ finningar.“

www.grasteinn.is grasteinn@grasteinn.is

83


10

25. ÁGÚST 2011

grímur er þakklátur fyrir en honum þótti óþægilegt þegar saumað var fyrir sárið. „Það þurfti að snyrta beinin til og ég verð að viðurkenna að það er mjög sérstakt að sitja á skurðborði og horfa á fólk snyrta beinin sín, svona eins og að maður sé að klippa á sér neglurnar,“. Síðan er liðið rúmt ár. Hallgrímur er met­ inn með 5% örorku eftir óhappið en þegar blaðamaður spyr hvernig slysið hafi helst breytt lífi hans svarar hann glottandi: „Ja, ég hætti að slá garðinn.“ Það hefur reynt dálítið á kímnigáfuna síðan slysið varð. Hallgrímur einsetti sér snemma að leggjast ekki í þunglyndi heldur þakka fyrir að ekki fór verr og gera frekar grín að örlögum sínum, þótt tónn alvörunnar liggi skammt undan. Fjöldi annarra húmorista hefur haldið honum við efnið. Þannig fær Hallgrímur iðulega að heyra að hann muni aldrei komast með tærnar þar sem aðrir hafi hælana og Krist­ ján Þór Júlíusson þingmaður spurði hvort hann synti ekki í eintóma hringi núorðið. Hvort hann þyrfti ekki kringlótta sundlaug. „Auðvitað er ekkert annað í boði en taka þessu létt,“ segir Hallgrímur. Hann hvetur þó garðsláttu­ fólk til að huga vel að öryggisatriðum og telur að enginn ætti að slá blettinn sinn án þess að vera í skóm með öryggistá. Sláttuvélar séu tæki sem meðhöndla þurfi með gætni.

ÖRLAGARÍKUR DAGUR Í AÐALSTRÆTINU

„Svo ligg ég þarna á bak­ inu í grasinu, þremur tám fátækari, og spyr hvers konar hálfviti ég sé.“

Hallgrímur Ingólfsson innanhúsarkitekt og kennari missti þrjár tær í sláttuvélarslysi í fyrra. Hann hvetur fólk til að nota skó með stáltá þegar það slær blettinn sinn.

8

. júlí í fyrrasumar ákvað Hallgrímur Ingólfsson innanhússarkitekt og framhaldsskólakennari að slá blett­ inn heima hjá sér í Aðalstrætinu á Akureyri. Hann fór í Timberland gönguskó sína með þykkum sólum og setti sláttuvélina í gang. Nokkrum mínútum síðar, þegar hann var að toga vélina afturábak á fullu gasi, hnaut hann um grjót. Hann sleppti ekki strax inngjöfinni og varð byltan því örlagarík. „Fyrir vikið kemur vélin yfir hægri fótinn á mér með sláttuhnífinn og kubbar af þrjár tær milli stórutáar og litlutáar. Þarna ligg ég í

grasinu og hugsa hvers konar hálfviti ég sé. Ég gerði mér strax grein fyrir að ég væri búinn að örkumla mig,“ segir Hallgrímur. Á því augnabliki hafði hann ekki áttað sig á því hve heppinn hann var að halda þó stórutánni en slíkar tær gegna geysimiklu hlutverki í jafnvægisskyni. Hann hrópaði út í loftið án þess að nokkur heyrði en hoppaði svo á öðrum fæti inn til sín. Í sama mund og hann fór framhjá símanum hringdi eiginkona hans af rælni, en fátt var um kveðjur. Hallgrímur sagði henni að hringja strax á sjúkrabíl en batt sjálfur klút um lærið til að minnka líkurnar á stórfelldum

blóðmissi meðan hann beið eftir sjúkrabílnum. Sjúkraflutningamennirnir birtust eftir andartak og ekið var í hendingskasti upp á spítala þar sem Hallgrímur lagðist undir hnífinn. Ekki þótti reynandi að græða tærnar aftur á fótinn þótt þær fyndust allar inni í skónum. „Þær voru of illa farnar. Það var eins og þær hefðu verið höggnar af með bitlausri öxi,“ segir Hallgrímur. Ógleymanleg reynsla á skurðborðinu Fumlaus aðgerð var framkvæmd sem Hall-

„Ég gerði mér strax grein fyrir að ég væri búinn að örkumla mig,“ segir Hallgrímur Ingólfsson.


12

25. ÁGÚST 2011

ALÞJÓÐLEGT ÞING ZONTAKVENNA Á AKUREYRI

13

25. ÁGÚST 2011

Út að borða með Arndísi

RÚNT­ URINN

ekkert frem­ur bundinn við dúkað borð en mælaborð og hin soðna siglfirska er óvænt og ánægjuleg matarupplifun. Héðinsfjarðargöngin heim þar sem ímyndað gangatröll skemmtir ferðafólki. Þetta er hinn nýi rúntur. Hvað sem segja má um göngin þá hafa þau stækkað menning­ arlegt nærumhverfi mitt. Fjöldi áhugaverðra veitingastaða, safna og menningarviðburða er nú í seilingarfjarlægð - og á Íslandi er nær alltaf gluggaveður.

Einn góðan veðurdag...nei, það var ekki góður veðurdagur. Sólin skein og Norðurlandið reis upp og kyssti hana, en það var kalt.

Ert þú að flytja? Er búið að lesa af mælunum? Norðurorka minnir alla þá sem eru að flytja á nauðsyn þess að skilað sé inn álestrum af hitaveitu- og raforkumælum. Gott er að hafa þetta í huga á þessum árstíma þegar mikið er um að skólafólk sé að koma til náms í bænum. Álestur er forsenda þess að rétt uppgjör geti farið fram.

Atli Örvarsson.

AKUREYRSKUR TÓN­SMIÐUR Í FREMSTU RÖÐ Í HOLLYWOOD Ekki nóg að vera músíkalskur til að slá svona í gegn, segir Karl Örvarsson um bróður sinn, meistara Atla.

É

g er ákaflega stoltur af bróður mínum og sá árangur sem hann hefur náð er afrek,“ segir Karl Örvarsson tónlistarmaður og hönnuður um nýjustu rósina í hnappagat Atla Örvarssonar. Atli sem starfar sem tónsmiður með kvikmyndatónlist sem sérgrein hefur skrifað undir samning við Paramount-kvikmyndaverið um að Atli semji tónlistina við stórmynd Paramount um Hans og Grétu. Frumsýnt verður í mars næstkomandi. Akureyringarnir Atli og Karl eru eins og fleiri börn Örvars Kristjánssonar stútfullir af músík og gerðu fyrst garðinn frægan í gleðisveitinni Stuðkompaníinu. Atli fór svo vestur til Bandaríkjanna í Berkely þar sem hann lagði stund á tónsmíðar og hefur hann hin síðari ár slegið í gegn svo um munar. Akureyri vikublað spurði Karl hvaða eiginleika Atli hefði til að ná í fremstu röð. „Hann er bara með allan pakkann,“ svarar Karl. „Atli er í fyrsta lagi mjög músíkalskur en það þarf miklu meira til ef þú ætlar að meika það í Hollywood. Hann er líka yndislegur persónuleiki sem gott er að vinna með, skipulagður og agaður og síðast en ekki síst með mikla reynslu. Svo hefur Atli bróðir óbilandi trú á því sem hann gerir. Og þar er hann réttur maður á réttum stað.“

Brynhildur Pétursdóttir.

U

mdæmisþing Zonta International verður haldið á Akur­eyri dagana 8. – 11. september næstkomandi. Alls hafa um 160 þátttakendur skráð komu sína en þema þingsins er “Kynferði og loftlagsbreytingar”. Þótt loftslagsbreytingar séu alheimsvá hafa þær ólík áhrif á konur og karla. Þær hafa mest áhrif á fátæku þróunarlönd­ in en þar eru konur 70% þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum. Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna er í hópi þeirra sem flytja erindi á þinginu. „Loftslagsbreytinga af manna völdum má meðal annars rekja til neysluhegðunar okkar og því er ekki úr vegi að skoða nánar hvernig við getum gert neysluna sjálfbærari. Um það ætla ég að fjalla í fyrirlestrinum. Því miður eru fáar vörur framleiddar þannig að ekki hljótist af einhver neikvæð umhverfisáhrif. Það skiptir því máli hvaða vörur við veljum, hversu mikið við kaupum að ekki sé talað um hversu vel við síðan nýtum matinn, fötin, bílana, raftækin, útilegubúnaðinn og allt hitt sem við eigum,“ segir Brynhildur. Auk hennar munu Auður Ingólfsdóttir, við Háskólann á Bifröst og Embla Eir Oddsdóttir við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar flytja erindi.

AFMÆLISRÁÐSTEFNA MNÍ

A Atli og Kalli slógu fyrst í gegn með Stuðkompaníinu.

fmælisráðstefna fagfélags Matvæla- og næringarfræða­ félags Íslands hefst á Akureyri á morgun, föstudag, í Háskólanum á Akureyri. Félagið er 30 ára gamalt um þessar mundir og eru markmið þess m.a. að hafa samstarf við og stuðla að þróun í matvælafyrirtækjum, stuðla að aukinni menntun og eflingu vísindalegra rannsókna á sviði matvæla- og næringar­ fræða, vinna að umbótum í manneldismálum þjóðarinnar og leit­ ast við að hafa áhrif á löggjöf varðandi starfssvið félagsmanna. Áhugasömum er velkomið að taka þátt í ráðstefnunni en hún hefst kl. 10 á Sólborg.

ÚR ÞJÓÐFÉLAGSAKUREYRARAKADEMÍA FRÆÐINGI Í HÚSFÖÐUR A

kureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, fagnar fimm ára afmæli félagsins með söng, fræðum og böku á Akureyrarvöku.

Vakning meðal íslenskra karlmanna eftir lestur forsíðu fréttar sl. viku.

S Sveinn Arnarsson er stoltur pabbi og faðir og húsfaðir en leggur ekki lengur höfuðáherslu á að vera þjóðfélags­ fræðingur í símaskránni.

veinn Arnarsson þjóðfélagsfræðingur og meistaranemi ákvað eftir lestur forsíðufréttar Akureyrar vikublaðs í síðustu viku um „titlatog»í samfélaginu og yfirlýsinguna sem felst í því að titla sig pabba í símaskránni, að breyta eigin titli. Hann var áður „þjóðfélagsfræð­ ingur“ í skránni en hefur nú breytt titlinum í „húsfaðir“. „Greinin fékk mig til að hugsa dálítið um þessi mál og forgangsraða upp á nýtt,“ segir Sveinn. Fjöldi fólks hafði samband við blaðið vegna fréttarinnar. Var m.a. bent á að auk þess sem fólk titlar sig í ríkari mæli pabbar og mömmur færist einnig í vöxt að titlar eins og „feður“ og „mæður“ séu notaðir í skránni. Telja sumir að þetta sýni áherslubreytingar og hænuskref í jafnréttisbaráttunni, þar sem fjölskyldumál hafa lengst af þótt liggja meir á konum en körlum. Steinn Jónsson húsasmíðameistari er í hópi þeirra sem pabbafréttin hreyfði við. Hann fór að hugsa öðruvísi eftir lestur „pabbafréttarinnar“ og ákvað að titla sig ekki lengur „bara“ húsasmíðameistara á ja.is heldur verður hann eftirleiðis bæði húsasmíðameistari og pabbi.

Dagskráin hefst kl. 12:00

Ávarp formanns, fyrsti heiðursfélagi Akureyrar Akademíunnar heiðraður. Söngur: Arna Guðný Valsdóttir Fyrirlestur: Gullöld húsmæðra - Margrét Helgadóttir, sagnfræðingur Uppskeruhátíð í bökuformi að hætti hagsýnna húsmæðra

Afmælishátíðin er öllum opin og að kostnaðarlausu.

Arndís Bergsdóttir skrifar um veitingahús

S

vona gluggaveðursdaga er aðeins tvennt að gera; vera inni og taka til í skápunum eða hrúga fólki, stóru sem smáu, inn í fjölskyldubílinn og halda á vit ævintýranna. Í strigaskóm með bleiur í poka. Yfir Öxnadalsheiði og á Hofsós er mátulegur leggur fyrir litla fólkið. Við litla vík rétt hjá Vestur­farasetrinu er veitingahúsið Sólvík. Þorpið Hofsós er líkt og það hafi verið skrifað í skemmtilegri barnasögu. Og þarna sem ég sit á stórri veröndinni fyrir framan Sólvík finnst mér ég geta, á hverri stundu, átt von á því að börnin í Ólátagarði hlaupi framhjá. Í Sólvík er hægt að fá morgunverð, hádeg­is­ verð, hamborgara og sjávarrétti og er stað­urinn opinn til tíu á kvöldin. Við erum stödd þar á kaffítíma og inni í fallegu gömlu húsinu er boðið upp á kaffihlaðborð á viðráðanlegu verði. Einfalt og heimilislegt, ekki ofgnótt í anda Kristnihalds undir jökli (þeir bera jú líka fram fisk í Sólvík), en á litlum veitingastað sem þessum ber einfaldleikinn vott um að kaffibrauðið sé nýtt en ekki beint úr frystinum. Ég vil sérstaklega minnast á nostalgískan heimabakstur; hvítt brauð með silungi. Og allt smakkast svo miklu betur undir berum himni. Nóg er af borðum á veröndinni, skjól fyrir norðanáttinni og útsýni yfir hafið. Þótt færa megi bílastæðið svo litlir fætur geti af öryggi tölt niður að víkinni, þá er þarna allt sem þarf á letilegum sunnudegi.

Hægt er að skila inn mælaálestrum á heimasíðu Norðurorku undir slóðinni: http://www.no.is/is/einstaklingar/maelaalestur Þá eru viðskiptavinir einnig minntir á kosti þess að vera í bein- og boðgreiðslur en einnig er hægt að sækja um þær á heimasíðu Norðurorku undir slóðinni: http://www.no.is/is/einstaklingar/bodgreidslur

„Ég vil sérstaklega minnast á nostal­ gískan heimabakst­ ur; hvítt brauð með silungi.“ Setur, sundlaug og svo haldið af stað á ný. Í gegnum Fljótin, nyrsta byggðarlag Skagafjarð­ ar, og til Siglufjarðar. Rúntum um bæinn, en óþreyja í aftursætinu stýrir okkur beint í næstu sjoppu. Pylsa skal í magann á liðinu. Sjoppu­ ferð átti ekkert endilega að rata inn í þennan pistil. Er soðin pylsa snædd í framsætinu á Paj­ero matarupplifun? Jú, leyndarmálin leynast á hinum undarlegustu stöðum og ég komst að því að í Olíssjoppunni á Siglufirði er pylsa ekki bara pulsa. Út í soðvatnið er settur leynilegur bragðauki og úr verður ein besta pylsa sem ég hef bragðað, og er þar með talin pylsan á pylsuvagninum í miðbæ Reykjavíkur! Upplifun er ævintýri eða viðburður sem er

RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | FAX 460 1301 | no@no.is | www.no.is


14

25. ÁGÚST 2011

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

AÐSEND GREIN

MUFFINS ÆVINTÝRIÐ Hjörleifur Hallgríms framkvæmdastjóri

E

kki er vitað til að neinn hafi dáið af að borða heimabakað brauð. Kökurnar hennar mömmu hafa alltaf þótt bestar og staðið fyrir sínu. Húsmæður og mömmur hafa í gegnum tíðina reitt fram í hverri stórveislunni

af annarri dýr­indis bakkelsi af ýmsu tagi og allir lifað af. Fyrir verslunarmannahelgina í fyrra tóku sig til hópur myndarlegra akureyrskra kvenna og bakaði Muffins til sölu í Lystigarðinum og afraksturinn um 400 þúsud krónur fór til styrktar fæðingardeildar FSA. Sýndist mörgum ekki vanþörf á þar, sem heibrigðisyfirvöld hafa skorið öll framlög til FSA svo heiftarlega niður að vandræði hafa hlotist af. Þessi myndarlegi hópur kvenna ætlaði að gera slíkt hið sama um s.l. verslunarmannahelgi, en nú kom babb í bát­ inn því fyrrgreind heilbrigðisyfirvöld stöðv­uðu

söluna á Muffins kökunum. Ekki væri um vottuð eldhús að ræða þar sem baksturinn færi fram og þar með óheimilt að selja baksturinn. Því má skjóta hér inn að þetta er ekki komið frá Evróp­u­ sambandinu, sem sagt heimatilbúin vitleysa. Ég hvatti til að að þetta yrði hundsað og látið reyna á hvort þetta yrði kærumál og bauðst til að standa að baki sölunni og auðvit­að endur­ gjaldslaust því þetta bann er með endemum. Auður Skúladóttir ein þessara myndarlegu, framtakssömu, akureyrsku kvenna sagði mér að búið væri að sækja um undan­þágu frá vitleysunni en þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað kemur út úr því. Vonandi geta konurnar selt sýnar Muffins kökur óáreittar á n.k. Akureyrarvöku til styrktar góðu málefni. Að lokum vil ég taka undir með konunni, sem sagði: «Gefiði kökurnar en seljið formin». Ég myndi vafalítið kaupa nokkur form.

                                                                

„Ekki er vitað til að neinn hafi dáið af að borða heimabakað brauð. Kökurnar henn­ar mömmu hafa alltaf þótt bestar og staðið fyrir sínu.­“

MARGT Í BOÐI Á AKUREYRARVÖKU

Akureyrarstofa/R.Hólm.

Það verður margt í boði á Akureyrarvöku um helgina og verður hér tæpt á örfáu.

365 daga skilaréttur í vefverslun!

Fjölnota nuddpúði • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur

Verð aðeins 17.950 krónur Fæst í vefverslun okkar

Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Á

rleg sýning Myndlistarfélagsins verður opnuð í Hofi kl. 17 á föstudag, Hangandi skúlptúrar í skóstærð. Sama kvöld hefur Sinfóníuhljóm­ sveit Norðurlands starfsár sitt með “Óperutöfr­ um” en auk hljómsveitarinnar koma fram karlakórinn Heimir og söngvararnir Helga Rós Indriðadóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Ágúst Ólafsson. Formleg setning Akureyrarvöku fer hins vegar fram kl. 21 á föstudagskvöld í Lystigarðinum. Þar verða jafnframt veitt­ ar viðurkenningar fyrir fallegustu garða bæjarins og bestu matjurtagarðana. Bryggjuball verður klukkan 22 á Torfunefsbryggju þar sem hljómsveitin “Einn og sjötíu” með Snorra Guðvarðar­ syni og Ragnheiði Júlíusdóttur kemur fram. Á miðnætti verður rómantísk sigling um Pollinn með Húna. þá er ógetið Draugaslóðarinnar í Innbænum frá kl. 22.30-23.30. Á laugardag má af fjölmörgu nefna tvenna afmælistónleika Björgvins Halldórssonar í Hofi og opnun samsýningar Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur í Boxinu,

„Var byltingin gagnslaus?“. Eini starfandi sirkusinn á Íslandi mætir á Ráðhústorg með trix á laugardagskvöld sem enginn ætti að reyna heimavið. Af viðburðum sunnudagsins má nefna að kl. 14 fer Hólm­steinn Snædal í máli og myndum yfir landnám Eyja­ fjarðar í fyrirlestrasal HA. Lesið verður upp og sagt frá fólkinu sem nam land í firðinum og skýrt með kortum stærð og legu hvers landnáms. Að lokum skal getið tónleika í Ketilhúsinu kl. 16 á sunnudag þar sem fram koma fjórir nemendur Kristjáns Jóhannssonar.

Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss • • • • • •

Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu og notkun

Við erum eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa

Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður.

Við erum með tengigrindur fyrir: • • • • •

Ofna- og gólfhitakerfi Neysluvatn Snjóbræðslur Stýringar fyrir setlaugar Við getum sérsmíðað tengigrindur fyrir allt að 25 MW afl

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


Frítt til Akureyrar

Pantaðu núna

Allar neðantaldar vörur sendast frítt til Akureyrar út ágúst

Ahh ! Þægilegur Milano hægindastóll. Nú á frábæru verði ! Til í 4 litum:

Hvítur

Svartur

Latte

Aðeins 39.900

Brúnn

Vönduð heilsurúm meðerfi. k a m r o g a k o p tu ip k s a ð æ sv

Nature’s Rest

Dýna, botn og lappir: 90x200 cm kr. 65.900,100x200 cm kr. 69.900,120x200 cm kr. 75.900,140x200 cm kr. 79.900,-

Molly sófi. Til í 2 litum:

Aðeins 59.900

Alex sófasett 3 plús 2

Einnig til í svörtu og brúnu taui. Fullt verð 261.000,-

Nú aðeins 169.65l!0 35% afs

Passar í bústaðinn: 3ja sæta: 190x90x85(h) cm 2ja sæta: 136x90x85(h) cm

Svart ur

Hvít

ur

OPIÐ

Yfir 40 ilmtegundir

Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17

Pöntunarsími ☎ 512 6800

Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is

03tbl_1argangur_Akureyri-vikublad  

BÍLTÆKI MP3 SPILARAR ÚTVÖRP KAFFIVÉLAR BLANDARAR HRÆRIVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ÞVOTTAVÉLAR OFNAR MYNDAVÉLARSJÓNVÖRP NÝTT FYRIRKOMULAG Í VMA TIL A...