The selection

Page 4

Landamæri ljóss og skugga The Boundaries of Light and Shadow Tilkoma ljósmyndarinnar breytti gangi listasögunnar til frambúðar. Myndir höfðu um aldaraðir verið málaðar af höfðingjum, sögulegum atburðum og landslagi. Ljósmyndin hrifsaði til sín þetta skrásetningarhlutverk, rétt eins og vélaog tækniuppfinningar gerðu handverkið að miklu leyti óþarft. Í kjölfarið breyttist tilgangur málverksins og listamenn urðu að finna sér önnur og huglægari mótív. Þeir urðu frjálsari í þeim skilningi að nú gátu þeir farið að sinna ímyndunaraflinu í ríkari mæli, útmálað eigin hugarfóstur og það sem þeir skynjuðu í umhverfi sínu á gjörbreyttum forsendum. Impressjónisminn leit dagsins ljós, síðar súrrealismi og expressjónismi og fjölmargar aðrar stefnur sem héldu sig alfarið „handan“ eða á jaðri hins áþreifanlega veruleika. Ljósmyndin varð á sama tíma geysilega vinsæl sem miðill til að varðveita útlit fólks og ýmsa atburði og leysti þar með sögulega frásagnarmálverkið af hólmi. Margir töldu ljósmyndina hafa gengið af málverkinu dauðu en um leið að hún væri fremur lágkúrulegt skrásetningartæki, ekki síst eftir að fjöldinn eignaðist ódýrar myndavélar sem hægt var að taka með í ferðalög og nota til að varðveita minningar um ættingja og vini með ljóslifandi hætti. Ljósmyndarar væru annars vegar að taka myndir fyrir fréttablöð og hins vegar portrettmyndir af fjölskyldum og 6

The advent of photography changed the course of art history permanently. Throughout the ages images of noblemen, historic events and landscapes had been preserved on canvas. Photography usurped this role of recording history, just like the industrial revolution rendered manual labor in great part obsolete. Subsequently the purpose of paintings was altered and artists forced to find new and more subjective motifs. They became less restricted in the sense that now they were able to give their imagination free rein, paint their own musings and what they sensed in their surroundings on totally different premises. Impressionism came to the fore, then surrealism, and a host of other movements that kept themselves utterly beyond tangible reality or on its periphery. Photography meanwhile enjoyed great popularity as a medium for preserving the image of people and various occasions and thereby replaced the historical painting. Many considered the advent of photography to be the death of painting but at the same time the new form was perceived as a rather vulgar mode of recording, not least after the masses acquired cheap cameras to take on holiday and use to preserve memories of friends and relatives in a life-like form. Photographers were taking snapshots for newspapers on the one hand and portraits of family and the gentry on the

fyrirfólki. En rétt eins og málverkið hefur ljósmyndin þó haldið menningarlegu vægi sínu og á síðustu áratugum hefur hún orðið að viðurkenndum listrænum miðli. Flúxus-hreyfingin, sem spratt upp sem visst andsvar við abstraktlist sjöunda áratugarins, tók ljósmyndina í þjónustu sína. Hér á landi var Dieter Roth boðberi þeirrar hreyfingar og SÚM-arar með Sigurð Guðmundsson í fararbroddi tóku feginshendi nýjum aðferðum við að tjá hugmyndir sínar.

Hin sterku tengsl ljósmyndarinnar við myndlistina hafa ekki síst styrkst vegna þeirrar stöðu sem hún hefur í samtímalistinni, ekki einungis sem heimild um einstök verk heldur sem órjúfanlegur hluti þeirra. Ljósmyndir eru uppistaðan í verkum margra hinna þekktustu myndlistarmanna í dag, ásamt kvikmyndum og sívaxandi myndvinnslu í tölvum. Sumir vinna nánast eingöngu með ljósmyndir, svo sem Cindy Sherman, eða nota þær reglulega í bland við aðra miðla og efni, til að mynda Ólafur Elíasson og Íslandsvinurinn Roni Horn. Þeir eiga það sameiginlegt að líta á ljósmyndina sem einn af mörgum miðlum til að koma sýn sinni á framfæri. Þessir listamenn kalla sig þó ekki ljósmyndara. Þeir sem hafa sérstakt ljósmyndanám að baki kalla sig líka sjaldan listamenn, en þó eru skilin þarna á milli oft býsna óljós. Sumir ljósmyndarar sýna

other. But just like painting, photography has nonetheless retained its cultural significance and has in the last decades become an accepted art form.

The Fluxus Movement, which came into being as a certain reaction to abstract art in the sixties, took full advantage of photography. In this country, Dieter Roth was the herald of this movement and the SÚM people, with Sigurður Guðmundsson in the vanguard, embraced the new techniques to express their ideas. The strong connection between photography and “high art” has not least been cemented because of its position in contemporary art, not only as a record of individual works but as an integral part of it. Photographs form the core of the works of many of today’s best-known visual artists, along with motion pictures and the growing field of computer graphics. Some of them work almost exclusively with photographs, e.g. Cindy Sherman, or use them regularly with other media and materials, Ólafur Elíasson and Roni Horn, a good friend to all things Icelandic, being a case in point. What they have in common is seeing photography as one of the many media to express their vision. Rather revealingly, these artists don’t title themselves photographers. Those who have completed specialized studies in photography rarely call themselves artists, but the boundaries 7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.