Page 54

Galdur þjóðsögunnar   Ólöf nam myndlist bæði hér heima á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún lauk diplómaprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985. Að því loknu nam hún myndlist í Bandaríkjunum, fyrst við Cranbrook Academy of Art í Bloomfield Hills, Michigan og þá við Yale University í New Haven, Conneticut. Frá því að hún lauk námi í Bandaríkjunum árið 1993 hefur Ólöf starfað sem myndlistarmaður hér heima og erlendis. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar á verkum sínum, m.a. Corpus dulcis (1998), Íslenskt dýrasafn (2005) og fjórar sýningar undir heitinu Hanaegg á árunum 2004-06. Árið 2005 hlaut Ólöf myndhöggvaraverðlunin sem kennd eru við Richard Serra og veitt eru af Listasafni Íslands. Ólöf á nokkur verk í almannarými á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna skúlptúrinn Geirfugl (1998) sem stendur á skeri í Skerjafirðinum í Reykjavík, Bollasteinn-Kvika (2005) sem stendur við Kisuklappir á Seltjarnarnesi og verkið Vituð ér enn - eða hvat? (2002), hljóðverk sem er staðsett í forsal Skálans, viðbyggingar Alþingishúss Íslendinga. Íslensk menningararfleifð og íslensk þjóðarvitund er viðfangsefni sem hefur komið mikið við sögu í verkum Ólafar. Hún leitar efniviðar í söguna og dregur fram forvitnilegar og ef til vill skrítnari hliðar íslensks mannlífs. Að baki liggur rannsókn hennar á sjálfsmynd okkar og því hvernig hún speglast í þjóðsögum okkar og þjóðtrú meðal annars.  

Listamenn  

Thatttakendur í Bae bae Island

Listamenn  

Thatttakendur í Bae bae Island