Page 1

Þrettándagleði á Akranesi 2014

Hin árlega þrettándabrenna á Akranesi með tilheyrandi álfaog trölladansi og glæsilegri flugeldasýningu, verður við „Þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum mánudaginn 6. janúar n.k. Blysför hefst við Þorpið, Þjóðbraut 13, kl. 18.00 stundvíslega. Gengið verður að „Þyrlupallinum“ þar sem kveikt verður í brennu og jólin kvödd. Fyrir göngunni fara álfadrottning, álfakóngur, álfar, Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll og púkar. Krakkar! Klæðið ykkur eins og ykkur langar til, mætið síðan í gönguna og takið mömmu og pabba með!

Flugeldasýning og brenna Glæsileg flugeldasýning verður um kl. 18.35 en Björgunarfélag Akraness annast umsjón með brennunni.

Íþróttamaður Akraness 2013 Strax að lokinni brennu og flugeldasýningu verða kynnt úrslit í kjöri íþróttamanns Akraness árið 2013. Af því tilefni býður Íþróttabandalag Akraness bæjarbúum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum. Á meðan á athöfn stendur verður boðið upp á veitingar.

SKESSUHORN 2014

Þrettándabrenna, álfadans og flugeldasýning mánudaginn 6. janúar 2014

Þrettándagleði á Akranesi 2014  

Jólin verða kvödd á Akranesi 6. janúar - álfadans, flugeldasýning og brenna.

Þrettándagleði á Akranesi 2014  

Jólin verða kvödd á Akranesi 6. janúar - álfadans, flugeldasýning og brenna.

Advertisement