Menningarstefna Akraneskaupstaðar

Page 1

Menningarstefna Akraness 2018-2023


INNGANGUR Unnið var að stefnumótun í menningarmálum fyrir Akraneskaupstað á árunum 2017 og 2018 og var Menningarstefna Akraness samþykkt á 1275. fundi bæjarstjórnar þann 22. maí 2018. Menningar- og safnamál heyra undir menningar- og safnanefnd. Forstöðumaður menningar- og safnamála starfar hjá kaupstaðnum.

HLUTVERK Menningar- og safnastarfi er ætlað það hlutverk að auðga líf íbúa og gesta, með söfnun, uppbyggingu, varðveislu og miðlun menningarverðmæta og skapa upplifun úr þeirri auðlind. Kaupstaðurinn vinnur að þessu með almennum aðgerðum s.s. rekstri menningarstofnana, utanumhaldi menningartengdra viðburða og hátíðarhalda. Jafnframt með stuðningi við skapandi einstaklinga og starfandi menningarfélög ásamt því að virkja fyrirtæki og stofnanir kaupstaðarins. Menningarstefna Akraness skal endurskoðuð á þriggja ára fresti.

2


FRAMTÍÐARSÝN Tilgangur Menningarstefnu Akraness er að setja fram áherslur í málaflokknum og skapa jarðveg svo menningarlíf á Akranesi haldi áfram að blómstra og eflast. Í stefnunni er lögð áhersla á að kaupstaðurinn móti umgjörð og veiti stuðning við menningarlíf. Íbúar hafi tök á að standa fyrir og sækja fjölbreytta viðburði. Hlúð verði sérstaklega að menningaruppeldi. Starfsemi menningarstofnana sé metnaðarfull og hvatt sé til samstarfs í sem víðustum skilningi.

MEGINMARKMIÐ 1.

Akraneskaupstaður móti umgjörð og veiti stuðning, í þeim tilgangi að sköpun og upplifun menningar og lista blómstri.

2.

Akraneskaupstaður standi fyrir og styðji við viðburðahald sem er opið öllum.

3.

Akraneskaupstaður vinni markvisst að menningaruppeldi barna og ungmenna svo að menning og listsköpun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra.

4.

Akraneskaupstaður hlúi að helstu stoðum menningar í samfélaginu, standi vörð um sögu og menningu kaupstaðarins og miðli henni til bæjarbúa.

3


Umgjörð - Stuðningur Akraneskaupstaður móti umgjörð og veiti stuðning, í þeim tilgangi að sköpun og upplifun menningar og lista blómstri. Unnið verður að þessu markmiði með því að: • Útnefna Bæjarlistamann Akraness árlega. • Veita Menningarverðlaun Akraness árlega. • Veita hvatningarverðlaun til skapandi barna og ungmenna árlega. • Styrkja metnaðarfull menningarverkefni og viðburði að undangengnu umsóknarferli. Lögð sé áhersla á að þau verkefni sem styrk hljóta séu öllum opin. • Veita aðstoð og ráðgjöf, m.a. um leiðir við fjármögnun verkefna. • Auka sýnileika starfandi menningarfélaga og skapandi einstaklinga sem búsettir eru í kaupstaðnum. • Nýta sem flestar stofnanir kaupstaðarins til sýninga- og viðburðahalds. • Eiga eða varðveita listaverk eftir listamenn sem starfað hafa á Akranesi. Skrásetja listaverkaeign kaupstaðarins og staðsetja merkt listaverk á völdum stöðum til að bæta ásýnd bæjarins. • Hvetja til og hafa frumkvæði að aukinni umfjöllun um menningarmál í fjölmiðlum.

Lifandi samfélag - Þátttaka Akraneskaupstaður standi fyrir og styðji við viðburðahald sem er opið öllum. Unnið • • • • • •

4

verður að þessu markmiði með því að: Standa fyrir metnaðarfullum árlegum viðburðum og hátíðahöldum: Þrettándabrennu, Írskum vetrardögum, sjómannadagshátíð, þjóðhátíðardagskrá, Írskum dögum, Vökudögum og tendrun jólaljósa auk annarra tilfallandi viðburða. Auka sýnileika á menningartengdu viðburðahaldi. Virkja drifkraft skapandi íbúa, menningarfélaga, grasrótar og fyrirtækja til að taka þátt í viðburðum og hátíðahöldum á vegum kaupstaðarins sem og standa fyrir viðburðum og námskeiðum. Gera listum og menningararfi listamanna af svæðinu jafnan hátt undir höfði þegar kemur að sýninga- og viðburðahaldi. Stuðla að fjölbreyttum list- og menningarviðburðum sem eru öllum opnir. Hvetja íbúa til að upplifa og taka þátt í listum og menningu.


Menningaruppeldi - Samstarf Akraneskaupstaður vinni markvisst að menningaruppeldi barna og ungmenna svo að menning og listsköpun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi þeirra. Unnið verður að þessu markmiði með því að: • Hvetja stofnanir kaupstaðarins til menningartengds viðburðahalds og sýninga með fjölbreytt listform að viðfangsefni, þar sem börn, ungmenni og fjölskyldur eru í fyrirrúmi. • Styðja sérstaklega við barnamenningu m.a. með því að halda barnamenningarhátíð reglulega. • Styðja við aðila sem vilja koma í framkvæmd verkefnum sem tengjast menningu og listmenntun fyrir börn og ungmenni. • Gera menningu og listir að mikilvægum þætti í skólastarfi ásamt því að styðja við menningar- og listuppeldi barna og ungmenna. • Hvetja til samstarfs í menningartengdum verkefnum í sem víðustum skilningi. • Niðurgreiða þátttöku barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára í listtengdu námi sem fellur undir reglur kaupstaðarins um tómstundaframlag. • Auka samtal um menningartengd málefni á vettvangi barna og ungmenna s.s. á fundum bæjarstjórnar unga fólksins og ungmennaráðs.

Metnaðarfull starfsemi Akraneskaupstaður standi vörð um sögu og menningu kaupstaðarins og miðli til bæjarbúa. Unnið • • • •

verður að þessu markmiði með því að: Hvetja menningarstofnanir kaupstaðarins til að gegna fjölþættum hlutverkum sínum af jákvæðni, víðsýni og metnaði fyrir alla. Veita bæjarbúum framúrskarandi bókasafns- og upplýsingaþjónustu og efla þjónustuhlutverk og menningarstarfsemi á bókasafni. Stuðla að varðveislu menningararfleifðar og halda sögu, menningu og minjum bæjarins á lofti á lifandi og framsækinn hátt. Skapa menningarstofnunum góða starfsaðstöðu.

5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.