Page 1

Uppbygging í Glasgow – Arkitektúrstefna Skotlands. Dennis Davíð Jóhanneson arkitekt Mynd 1: Oft er vitnað til Glasgow þegar rætt er um hvernig hægt sé að nota menningarviðburði til að flýta fyrir endurskilgreiningu og endurnýjun borga. Er þá gjarnan bent á viðburði eins og þegar Glasgow var Menningarborg Evrópu árið 1990 og Arkitektúr- og Hönnunarborg Bretlands árið 1999. Borgin er af mörgum talin skólabókardæmi um það sem hefur verið kallað Urban Renaissance í skipulagsfræðum í Bretlandi. (Ég bjó 5 ár í Glasgow á námsárum mínum og hef heimsótt borgina nokkrum sinnum síðan og fylgst með endurreisn hennar). Mynd 2: Hafnarborgin Glasgow er stærsta borg Skotlands og á sér langa og merkilega sögu. Borgin átti sitt blómaskeið sem helsta iðnaðar- og viðskiptaborg breska heimsveldisns á 18 og 19. öld og fram á þá tuttugustu. Hún var um tíma ein af stærstu borgum Evrópu á eftir London, París og Berlín. Hér blómstraði verkfræði, vísindi og frumkvöðlastarfsemi. Um tíma var helmingur allra skipa í heiminum smíðuð í Glasgow með framsækinni hönnun og verkfræðiþekkingu. Mynd 3 og 4: Borgin hefur getið af sér marga ágæta arkitekta. Þekktastur þeirra er eflaust Charles Rennie Mackingtosh fyrir nýjungagjarnan og áhrifaríkan stíl, sem stuðlaði að mótun nýlistar í Evrópu. Hann teiknaði m.a. Listaháskólann í Glasgow um aldamótin 1900, sem margir þekkja. Eftir fyrri heimstyrjöldina fór að halla undan fæti í Glasgow og eftir þá seinni upphófst hnignunarskeið sem lauk með því að skipamiðastövarnar við ánna Clyde hættu rekstri. Queen Elizabet II er síðasta stóra farþegaskipið sem smíðað var í Glasgow 1967. Myndir 5: Endurreisn Glasgow hófst af alvöru á áttunda áratugnum og byggði á sögulegri arfleifð borgarinnar. Gamla miðborg Glasgow var vernduð og hafist var handa um að hreinsa og lýsa upp sögufrægar byggingar en Glasgow á afar heillegan miðborgarkjarna frá Viktoriutímabilinu á Brelandi og er hann skipulagður samkvæmt rúðunetsmynstri eins og Barcelona og Chicago. Reglan er að ekki megi rífa gamlar byggingar en þegar byggt er á auðum lóðum í eða við miðborgina hvetja borgaryfirvöld til þess að það sé gert á nútimalegan hátt. Myndir 6 og 7 Ýmislegt fleira fylgdi í kjölfarið og má þar t.d nefna vel heppnaða herferð til að breyta ímynd borgarinnar sem hafði lengi verið neikvæð en borgin þótti bæði skítug og hættuleg. Borgayfirvöld í Glasgow leggja áherslu á að miðborgin eigi ekki að vera safn gamalla húsa og minnisvarða heldur krafmikil og nútimaleg borg með blandarði starfsemi. Mynd 8 Uppbygging hófst á gömlu iðnaðar og hafnarsvæðunum við ánna Clyde. 1985 var opnuð þar Sýningar- og ráðstefnumiðstöð Skotlands, ein sú stærsta í Evrópu, og enn er verið að stækka hana. Myndir 9 Endurnýjun Glasgow fékk síðan byr undir báða vængi þegar Glasgow var tilnefnd Menningarborg Evrópu árið 1990. Glasgow var fyrsta borgin í Bretlandi til að gera áætlun þar sem listir voru notaðar sem hvati til að blása nýju lífi í borgina – 1


byltingarkennd fyrirmynd sem hefur síðan verið endurtekin víða um heim. Glasgowbúar höfðu nú gert sér grein fyrir því að forsendur fyrir nýsköpun í atvinnulífi borgarinnar eru m.a. góð hönnun, arkitektúr og tæknýjungar ásamt virkri þáttöku borgarbúa. Tekið var til í borginni og byggingar hreinsaðar, torg og stræti endurhönnuð fyrir gangandi vegfarandur og margt fleira. Stóru söfnin fengu rækilega andlistlyftingu. Stefnt var að því að skipa þessari kraftmiklu og litríku borg veglegan sess meðal annarra menningarborga Evrópu. Mynd 10, 11 og 12 Árangurinn lét ekki á sér standa. Menningarstarfsemin blómstraði, fjöldi ferðamanna hefur jókst og borgin fékk mikið aðdráttarafl fyrir fjárfesta. Myndir 13 Enn var blasið í seglin þegar Glasgow var tilnefnd arkitektúr- og hönnunarborg Bretlands árið 1999 í harðri samkeppni við Edinborg og Liverpool. Í því tilefni var haldin kraftmikil heilsárshátíð, þar sem boðið var upp á um 300 viðburði svo sem alls kyns sýningar, fyrirlestrar, skoðunarferðir og átaksverkefni til að bæta umhverfið. Miklum fjármunum var varið til þessa verkefnis og vekur það nokkra athygli að hluti þeirra kom úr þjóðarlottói Breta. Reynt var að höfða til sem flestra og virkja borgarbúa til þátttöku í þessari miklu arkitektúrog hönnunarhátíð. Grunnhugsunin í þessu átaki var sú að umhverfismál, arkitektúr og hönnun komi öllum við og að samvinna við vel upplýsta og áhugasama borgarbúa sé forsenda góðs árangurs. Langtímamarkmiðið var að skapa umhverfi þar sem skilningur á arkitektúr og gildi góðrar hönnunar verði einkennandi fyrir íbúana, viðskiptalífið og menninguna. Við Hjördís gerðum okkur ferð þangað árið 1999. Af þeim fjölda áhugaverðra viðburða sem í boði voru, vöktu tveir sérstaka athygli okkar. Þeir voru Homes for the Future eða framtíðarheimilin sem byggð hafa verið við miðborg Glasgow svo og The Lighthouse, hönnunarmisðtöð Skotlands í miborginni. Myndir 14, 15 OG 16

Homes for the future eða framtíðarheimilin er nýstárlegt íbúðahverfi sem reist hefur verið í jaðri miðborgar Glasgow á nýbyggingarvæði við ánna Clyde. Í fyrsta áföngum eru um 400 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum sem allar hafa verið hannaðar af hæfustu arkitektum, bæði innlendum og erlendum Markmiðið er að blása nýju lífi í miðborgina með framsækinni hönnun. Hér eru farnar nýjar leiðir í hönnun íbúðahverfa með tilliti til breyttra fjölskyldustærða, umhverfis- og orkumála svo og samstarfi einkaframtaks, arkitekta og hins opinbera. Meiri hluti íbúðanna er seldur á hinum almenna markaði en hluti þeirra er leiguíbúðir í eigu borgarinnar. Myndir 17 OG 18 The Lighthouse hefur verið komið fyrir í húsakynnum í miðborg Glasgow. Eitt hundrað ára gömul steinbygging eftir skoska arkitektinn Charles Rennie Mackingtosh var endurgerð og við hana reist létt viðbygging úr stáli og gleri. Glasgowarkitektunum Page og Park tókst sérlega vel að tengja saman gamalt og nýtt þannig að úr varð spennandi húsnæði fyrir hina fjölbreyttu starfsemi hönnunarmiðstöðvarinnar sem er tileinkuð þeirri sannfæringu að byggingarlist og hönnun séu nauðsynlegir þættir nútímamenningar. Reynt er að vekja áhuga sem flestra og hvetja þá til þátttöku. (Fjórir sýningarsalir eru fyrir tímabundnar sýningar og einn salur er sérstaklega tileinkaður arkitektinum Charles Rennie Mackingtosh. Sérstaka athygli vekur að heil hæð í húsinu er 2


ætluð börnum og unglingum. Þar er að finna leikumhverfi þar sem börn geta fræðst, skoðað og rannsakað byggingar og borgarumhverfi. Reynir þar á ímyndunarafl þeirra og sköpunargleði. Þar eru jafnframt vinnustofur með alls kyns tæknibúnaði svo og upplýsingamiðstöð, þar sem er að finna bækur, tímarit, videospólur og geisladiska með efni um arkitektúr, hönnun, listir, umhverfismál og nútímalifnaðarhætti. Sérstakt gallery er fyrir framsækna hönnuði þar sem sýndar eru frumgerðir af áhugaverðum vörum til fjöldaframleiðslu. Hér er áherslan á hugmyndavinnu og vöruþróun. Á efstu hæðinni er hönnunarverslun svo og veitingastaður þar sem gestum er boðið upp á veitingar og er allt hráefnið lífrænt ræktað. Þaðan er stutt upp í útsýnisturn þar sem gestir geta virt fyrir sér borgina.) The Lighthouse er spennandi verkefni er vísar veginn inn í nýja öld þar sem hönnun og hugviti er ætlað að skipa stóran sess og á eflaust eftir að hafa áhrif langt út fyrir landsteinanna. Arkitektúrstefna Skotlands styður rækilega við starfsemi the Lighthouse sem fær rausnarleg fjárframlög frá skosku heimastjórninni. Myndir 19 Og áfram rísa nýbyggingar við ánna Clyde. Glasgow Science Center eftir BDP Architects og Millenium Tower 2001 eftir Richard Horden Mynd 20, 21, 22 Að nokkur orð um Arkitektúrstefnu Skotlands (A Policy on Architecture for Skotland) Það er til marks um þýðingu byggingarlistar fyrir sjálfsmynd þjóðar að fyrsta frumvarpið, sem samþykkt var á skoska þinginu í Edinborg, eftir að heimastjórnin komst þar á árið 1999, fjallar um stefnu Skotlands í byggingarlist. Skotland er fyrsta landið í hinu sameinaða konungsríki, sem samþykkir slíka heildstæða stefnu í byggingarlist. Meginmarkmið stefnunar er í stuttu máli að bæta lífsgæði fólks með góðu umhvefi og byggingarlist. Stefnan virðist er afar vandlega unnin í nánu samstarfi við fjölda hagsmunaðila í öllu Skotlandi og er í stöðugri enduskoðun. Það er of langt mál að tíunda allt sem felst ís stefnunni en eitt vil ég þo nefna að þar er hvatt til þess að haldnar séu vel skipulagðar samkeppir, í samvinnu við þarlent arkitektafélag, um öll helstu byggingar og skipulagsverkefni Skotlands. Skoska heimastjórnin reið á vaðið og hélt alþóðlega samkeppni um þinghúsið í Edinborg. Tillaga spænska arkiteksins Enrik Miralles bar sigur úr býtum og var húsið opnað árið 2004. Skotar eru marvisst að koma sinni byggingarlist og hönnun á framfæri, bæði heima og erlendis. Þar er verið að marka framsækna stefnu í byggingarlist og hönnun sem ég tel að geti verið lærdómsríkt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með. Skoska heimastjórnin í Edinborg virðist gera sér vel grein fyrir því að gæðahönnun borgar sig, ekki aðeins frá efnahagslegu sjónarmiði heldur einnig frá því félagslega, menningarlega og umhverfislega.

3

http://www.ai.is/media/erindi/Uppbygging_Glasgow  

http://www.ai.is/media/erindi/Uppbygging_Glasgow.pdf

Advertisement