Page 1

Starfslýsing

Framkvæmda- og kynningarstjóri

Starf framkvæmda- og kynningarstjóra felst í því að efla skilning að góðri byggingarlist, styrkja starfsgrundvöll arkitekta og standa vörð um hagsmuni þeirra. Tilgangur: - Þróa og efla samkeppnisþjónustu AÍ - Kynna kynna starfsvettvang og viðfangsefni arkitekta - Umsjón með viðurkenningum og verðlaunum fyrir góða byggingarlist - Starfsmaður stjórnar og samkeppnisnefndar Verksvið: - Yfirumsjón með daglegum rekstri AÍ - Ráðgjöf um samkeppnir og aðrar leiðir til að velja arkitekt til verkefna - Hafa frumkvæði í samvinnu við samkeppnisnefnd að verkefnum sem færu í samkeppnisferli á vegum AÍ - Umsjón með samkeppnum fyrir hönd AÍ o Gerð samninga um samkeppnir o Umsjón með vali dómnefndarmanna o Rýna og gera athugasemdir við samkeppnislýsingu - Umsjón með heimasíðu AÍ - Umsjón með íslensku byggingarlistaverðlaununm - Umsjón með tilnefningu til annarra verðlauna og viðurkenninga fyrir góða byggingarlist - Undirbúa og sitja fundi stjórnar og samkeppnisnefndar AÍ - Yfirumsjón með störfum nefnda og vinnuhópa á vegum AÍ - Undirbúa og boða fundi á vegum félagsins - Erlend samskipti - Tekjuöflun Viðbótarverkefni, verði samið við AÍ um þá þjónustu: - Störf trúnaðarmanns samkeppna - Störf ritara dómnefndar - Umsjón með útgáfu dómnefndarálits Önnur verkefni: - Tilfallandi verkefni á vegum AÍ sem stuðla að góðri byggingarlist Hæfniskröfur: - Háskólamenntun sem tengist starfinu. - Þekking og áhugi á samkeppnis og kynningarmálum. - Góð kunnátta í íslensku, ensku og norðurlandamáli - Sjálfstæð og öguð vinnubrögð - Reynsla af markaðssetningu og kynningarmálum æskileg Tekjugrundvöllur: - Tekjur af samkeppnisþjónustu AÍ - Tekjur af viðbótarverkefnum Ábyrgð og stjórnun: - Stjórn AÍ ræður framkvæmda- og kynningarstjóra til starfa sem er ábyrgur gagnvart stjórn og samkeppnisnefnd. Samstarfsaðilar: - Ritari / gjaldkeri AÍ - Helga Sjöfn - Stjórn og samkeppnisnefnd Starfsstöð: - Skrifstofa Arkitektafélags Íslands Starfshlutfall: - 40 – 100% - Um er að ræða hlutastarf til að byrja með, en starfshlutfall er háð verkefnastöðu og tekjugrundvelli til framtíðar.

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Framkv%C3%A6mda-og-kynningarstj%C3%B3ri  
http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Framkv%C3%A6mda-og-kynningarstj%C3%B3ri  

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Framkv%C3%A6mda-og-kynningarstj%C3%B3ri.pdf

Advertisement