Page 1

Til baka til gamaldags gæða

Ríkharður Kristjánsson Hönnunarstjóri Hörpunnar og sviðsstjóri þróunar og tæknisviðs ÍAV. Frá ársbyrjun 2010 verkefnisstjóri glervirkis Hörpunnar


Bæði ég sjálfur og þjóðin lentum í áföllum 2008 Hvað kom fyrir mig

Hvað kom fyrir þjóðina

• Blóðflæðið fór í rugling

>

• Peningaflæðið fór í rugling

• Ég lamaðist hægra megin

>

• Þjóðin líka

• Ég missti málið

>

• Þjóðin varð orðlaus

• Ég missti hluta af vinstri heila

• Þjóðin líka

• Enn er hægri höndin léleg

• Hægri, bláa höndin er mjög léleg

>

• En eftir það skildust leiðir

• Ég fór í stranga uppbyggingu

• Þjóðin lagðist í afneitun

• Ég lærði aftur að tala

• Þjóðin er enn orðlaus

>

• Vinstri höndin hjálpar hægri >

• Hægri og vinstri eru óvinir

• Hægri heilinn yfirtók málstöð>

• Hægri heilinn hafnar samstarfi


Reynsla mín af göllum, gæðum og gæðakerfum • Vann milli 1977 og 1980 við rannsóknir á göllum í íslenskum húsum og var í vinnuhóp sem drap alkaliskemmdir á Íslandi 1979 og var ráðgjafi,matsmaður og dómari í gallamálum í tugi ára • Aðstoðaði við að byggja upp gæðakerfi í framleiðslu á steyptum vörum í einni verksmiðju í Reykjavík • Vottaði gæðakerfi BM Vallár skv. ISO 9001 staðli • Var framkvæmdastjóri fyrsta ráðgjafastofunnar innan FRV til að fá ISO 9001 vottun á gæðakerfi sitt • Vinn hjá verktakafyrirtæki sem er með ISO 9001 vottun. • Er einn af stjórnendum við gerð glerhjúps Hörpunnar frá 2010 þar sem kínverski verktakinn er ISO 9001 vottaður, undirverktaki hans sömuleiðis og kínverski eftirlitaðilinn okkar er ISO 9001 vottaður.. • Og hvað finnst mér svo um vottuð gæðakerfi, nóga hef ég reynsluna.


Hvernig eru gæðakerfi að þróast í heiminum Þú býður út gerð gæðakerfis á alþjóðlegum markaði

Ráðgjafinn kemur með tilbúna möppu sem hann kóperaði úr fyrra verki. Þú býður út vottunina og tekur lægsta boð. Það eru haldnar nokkrar æfingar. Svo kemur vottarinn og spyr þig hvar þú geymir gögnin þín. Hann þarf að vera kurteis því hann lifur á þessu og á á hættu að þú verðir spurður álits á vottaranum. Og svo er skálað veglega og allir eru happy og þú hengir skjalið þitt upp og reynir að komast í blöðin.


Gæðakerfi og önnur vottuð eftirlitskerfi.

• En hafa ekki gæðakerfin gjörbreytt gæðunum í byggingariðnaðinum • Fjölmargar stofnanir, samtök og fyrirtæki hafa tilkynnt að svo sé • En hvernig var með fjármálaeftirlitið og gæðakerfi þess??


Hvað er hægt að spara með gæðakerfum Ekki fyrir löngu kom fram stúlka á vegum einna þeirra samtaka sem eiga þessa ráðstefnu og sagði: Með innleiðingu gæðakerfa er hægt að ná fram aukningu á verðmætum í byggingariðnaði um 10%. Ekki svo lítið. Þetta byggði á þeirri barnslegu trú að gæðakerfi eyði göllum > Gæðakerfi=gæði En hvernig hefur þetta gengið?


Upplýsingar frá Danmörku

Byggesjusk eksploderer Dansk nybyggeri er plaget af dårligt håndværk. Fra 2005 til 2006 er antallet af fejl steget med 20 procent

Kilde: http://ekstrabladet.dk/kup/dinepenge/article968457.ece#ixzz14UVPiBiJ


Upplýsingar frá Danmörku

Af Ulrik Andersen, fredag 06. feb 2009 kl. 08:09 »Vi vil halvere antallet af byggefejl på tre år«. Det lovede daværende økonomi- og erhvervsminister Bendt Bendtsen (K) og byggebranchens topfolk i 2005. Men i dag bliver der fundet lige så mange utætte tage og skæve gulve som for tre år siden Ministerens og branchens krig mod fejl blev udløst af en rapport fra Statens Byggeforskningsinstitut, der i 2004 satte prisen for fejl, svigt og mangler til cirka ti procent af branchens produktionsværdi.

Henrik Garver sætter især sin lid til, at øget digitalisering vil betyde, at fejl bliver fanget allerede på tegningerne i stedet for på byggepladsen, hvor de er dyre at lave om.


Upplýsingar frá Danmörku – Ályktanir mínar

Innleiðing gæðakerfa, innleiðing úttektarskyldu og innleiðing tryggingarskyldu gegn galla hefur engu breytt. Gallarnir bara aukast.

Af hverju. Jú það vantar grunninn, það vantaði stolt fagmannsins. Allt er bundið í kerfi og þegar ekkert batnar þá er aukið við kerfið aða skapað nýtt.

Og svona er þróunin á Íslandi líka þó hún sé seinni og kannski má snúa henni við.

Það er verið að drepa iðngreinarnar og það eru 40 ár síðan stjórnvöld byrjuðu á því líklega án þess að gera sér grein fyrir því.


Hvað hefur gerst á Íslandi.. Stórum kerfisbundnum göllum í byggingum hefur fækkað.

• • • • • • • •

Rannsóknir Rannsóknastofnunar byggingariðnarins Eyddu alkaliskemmdum. Ending og gæði glugga jókst mjög um tíma. Lekum þökum fækkaði Tíðni klæðninga og rétt gerð útveggja jókst Notknun vatnsvara hófst og ending steypu batnaði Grunnur lagður að lekafrírri járnbentri steypu Gæðum viðgerðarvinnu var lyft upp.

Allt byggðist þetta á grundvallarrannsóknum og fræðslustarfi Rb úti á markaðinum og meðal fagstétta . Þetta byggðist á því að beina sjónum að grundvallaratriðum þ.e. raunverulegum gæðum, gæðum og aftur gæðum. Því miður er Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins horfin. Því miður hefur frágangs- og ýmsum efnisgöllum fjölgað


Og svo eru það blessaðir evrópustaðlarnir

Verkfræðiráðgjafarnir plagast svo af enn annari plágu sem eru evrópustaðlar sem stjórnvöld hafa lyft upp í algildandi trúarsetningar. Margir verkfræðingar eru orðnir bókhaldarar í evrópustöðlum, þ.e. vinna þeirra er fólgin í því að fletta upp í staðli og merkja við ”sannleikann”. Öll skapandi hugsun og sókn fram á við er horfin. Sem betur fer eru þó enn til skapandi byggingarverkfræðingar sem ”nenna ekki” að fletta stöðugt upp í evrópustöðlum heldur hanna og skapa eins og Baldvin Einarsson og fleiri hjá Eflu, Sigurður Gunnarsson hjá Almennu verkfræðistofunni, Friðberg Stefánsson hjá Mannviti, Kristján Sveinsson hjá Verkís, Einar Hafliðason hjá Vegagerðinni, Vífill Oddsson and the grand old man; Jónas Frímannsson.


Mannvirki utan staรฐla.


Þegar fyrir 30 árum var tekin ákvörðun: Allir eiga að fara í háskóla. Sem táknaði að þeir sem ekki fóru í háskóla eru “heimskir”. Sem táknaði að iðnarmenn fengu stimpil að vera “second class”. Sem táknaði að við höfum alltof marga “second class” arkitekta og tæknimenn. Sem táknar að okkur vantar flinka iðnaðarmenn þegar kreppunni lýkur .


En er þá engin leið til baka úr vandræðunum og leiðindunum og gæðakerfisruglinu? Jú, gerum iðnnámið og vinnuna skapandi og skemmtilega

Það skiptir engu máli þó þú missir vinstri hluta heilans ef sá hægri er starfshæfur Vertu skapandi.


Saumakonur voru kallaðar lágklassastétt En svo kom hönnun og umfjöllun inn í fagið Það dró að hugmyndaríkt skapandi fólk. Fatahönnun og fatagerð er orðin mikilvæg iðngrein á Íslandi


Við getur líka lært af Stieg Larsson. Af hverju varð hann svona frægur. Hélt hann sig við skandinaviska staðalinn?? Nei, hann skapaði nýja og spennandi hetju; Gotiska pönkarann Lisbeth Salander.

Hann vék frá stöðlunum og hefðinni.


Hvað skal gera • Hætta að tala um háskólamenntun sem einu leiðina í námi og starfi • Stórauka áherslu á iðnmenntun og hækka grunnlaun iðnaðarmanna • Þegar veitt verða verðlaun fyrir byggingar verði þau bæði veitt hönnuðum og iðnaðarmönnum. • Taka upp hætti byggingarmeistara miðalda þar sem arkitektar hann rýmið en iðnmeistarar deililausnir. • Gera umfjöllun um iðngreinar spennandi eins og fatahönnun og listsköpun. • Gera sköpun aftur hluta af verkfræðinni


Hvað skal gera • Taka byggingarmál frá umhverfisráðuneytinu • Hætta við fyrirhugaða breytingu á byggingarlögum • Hætta við stofnun “byggingarstofnunar ríkisins” sem á að leysa allt en verður andvana fætt bákn. • Hætta við þá ofuráherslu á vottuð gæðakerfi sem kemur fram í lögunum. • Færa byggingarreglugerð til baka um mörg ár og auka völd og ábyrgð byggingarfulltrúa. • Setja upp úrskurðarhóp til að skera úr í ágreiningi í byggingarmálum, t.d. við byggingarfulltrúa. • Sá hópur verði eingöngu skipaður af fagfélögum ekki stjórnmálamönnum.


Grundvallarskoðun mín á gæðum og eftirliti • Ekkert eftirlit eða úttektir geta tryggt raunveruleg gæði til langs tíma.

• Ekkert kerfi getur tryggt gæði ef gæðavitund er ekki innprentuð í allt sem maður gerir. • Það getur einungis einlægur vilji til góðra verka og raunveruleg gæðavitund. • En ekki henda gæðakerfum. Þau eru algjör nauðsyn, t.d. í iðnaðarframleiðslu. Bara trúa því ekki að kerfið sem slíkt sé eina lausnin.


Það hlustar náttúrulega enginn á það sem ég er að segja. Og ekki ætla ég að fara á límingunni út af því.

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/11/Gamaldags-gæði  
http://ai.is/wp-content/uploads/2010/11/Gamaldags-gæði  

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/11/Gamaldags-gæði.pdf

Advertisement