Page 1

Starfslýsing

Verkefnisstjóri

Verkefnisstjóri hefur umsjón með gerð og framkvæmd námsefnis um sjálfbærni og vistvæn sjónarmið í skipulags- og mannvirkjagerð. Verkefnið er styrkt til tveggja ára af Leonardo starfsmenntaáætlun ESB og er samstarfsverkefni AÍ og EHÍ, auk innlendra og erlendra samstarfsaðila. Tilgangur: - Efla þekkingu á sjálfbærni og vistvænum sjónarmiðum í skipulags- og mannvirkjagerð - Starfsmaður menntamálanefndar og vinnuhópa um sjálfbærni Verksvið: - Hafa umsjón með gerð námsefnis um sjálfbærni á manngerðu umhverfi - Tengiliður samstafsaðila í verkefninu “Dawn of sustainability” - Bera ábyrgð á vinnuáætlun og úthlutun verka innan verkefnisins - Bera ábyrgð á faglegri stjórnun verkefnisins - Hafa umsjón með fjármálum verkefnisins innan AÍ ásamt gjaldkera - Umsjón með “sjálfbærnisíðu” AÍ Viðbótarverkefni, um sjálfbærni: - Halda utan um viðburði og vinnuhópa sem fjalla um sjálfbærni á vegum félagsins - Hafa frumkvæði að verkefnum sem tengjast sjálbærni í mannvirkjagerð - Ráðstefnur - Útgáfa - Fjáröflun Önnur verkefni: - Tilfallandi verkefni á vegum AÍ sem stuðla að góðri byggingarlist Hæfniskröfur: - Háskólamenntun á meistarastigi í arkitekúr eða sambærilegu námi sem tengist starfinu. - Þekking og áhugi á umhverfismálum - Góð kunnátta í íslensku, ensku og norðurlandamáli - Sjálfstæð og öguð vinnubrögð - Reynsla í verkefnastjórnun æskileg Tekjugrundvöllur: - Tekjur af Leonardostyrk AÍ og EHÍ - Aðrar tekjur, styrkir Ábyrgð og stjórnun: - Stjórn AÍ ræður “sjálfbærnistjóra” til starfa sem er ábyrgur gagnvart stjórn og menntamálanefnd. - Menntamálanefnd AÍ hefur umsjón með störfum “sjálfbærnisstjóra” Samstarfsaðilar: - Ritari / gjaldkeri AÍ - Helga Sjöfn - Stjórn og menntamálanefnd - Vinnuhópar um sjálfbærni og vistvæn sjónarmið í skipulags- og mannvirkjagerð Starfsstöð: - Skrifstofa Arkitektafélags Íslands Starfshlutfall: - 50 – 100% - Um er að ræða hlutastarf til að byrja með, en starfshlutfall er háð verkefnastöðu og tekjugrundvelli til framtíðar.

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Verkefnisstj%C3%B3ri  
http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Verkefnisstj%C3%B3ri  

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/08/Verkefnisstj%C3%B3ri.pdf

Advertisement