Page 1

DAGSKRÁ Í NÓVEMBER

Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta

Aðalfundur AÍ Iðnó, 2. hæð 15. nóvember kl. 16:00 - 19:00 Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2006 í Iðnó, 2. hæð. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun formaður samkeppnisnefndar kynna tillögur að orðalagsbreytingum á samkeppnisreglum AÍ. Á aðalfundinum verða lagðar til lagabreytingar sem tengjast tillögu stjórnar að breyttu fyrirkomulagi félagsgjalda, tillögu um að leggja niður ÍSARK og tillögu um að stofna skemmtinefnd. Einnig verður lögð fram tillaga að breytingu á 21. gr. félagslaganna, sem fjallar um viðurlög við brotum á siðareglum félagsins. Þessi atriði verða sérstaklega kynnt með aðalfundarboði og borin undir fundarmenn á aðalfundinum. Með aðalfundarboði fylgja einnig ársskýrslur stjórnar og allra fastanefnda félagsins, sem félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel. Léttar veitingar verða í boði á fundinum. Fundurinn hefst kl. 16 og verður stefnt að því að honum ljúki fyrir kl. 19. Boðið verður upp á osta og rauðvín á fundinum. Stjórnin vonast til þess að sjá sem flesta. Einar Sveinsson, arkitekt Aldarminning Fyrirlestur í Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 16. nóvember kl. 20.00 Fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi er öld liðin frá fæðingu Einar Sveinssonar arkitekts og húsameistara Reykjavíkurbæjar. Af því tilefni mun Pétur H. Ármannsson arkitekt flytja erindi um ævi og störf Einars að kvöldi afmælisdagsins. Fáir einstaklingar eiga jafn stóran þátt í að móta ásýnd Reykjavíkur á 20. öld og arkitektinn Einar Sveinsson. Höfundareinkenni bygginga hans eru fyrir löngu orðin hluti af einkennum Reykjavíkur. Að loknu námi árið 1932 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf rekstur teiknistofu. Tveim árum síðar var hann ráðinn húsameistari Reykjavíkur og gegndi því starfi til æviloka árið 1973. Einar Sveinsson hafði yfirumsjón með skipulagsmálum Reykjavíkur á árunum 1934 til 1949. Hann gerði drög að heildarskipulagi Reykjavíkur innan Elliðaáa og skipulagði ásamt samstarfsmönnum mörg þekkt íbúðarhverfi, þ.á.m. Norðurmýri, Melahverfi, Hlíðarnar, Laugarneshverfi og Vogahverfi. Fyrsta byggingin sem Einar teiknaði á vegum bæjarins var elsti hluti Laugar-

7/2006

nesskóla, sem var tekinn í notkun árið 1935. Af opinberum byggingum hans má nefna Melaskóla, Langholtsskóla, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Borgarspítalann, Vogaskóla og Sundlaugarnar í Laugardal. Auk þess að teikna opinberar byggingar var hann merkur brautryðjandi í hönnun íbúðarhúsa og höfðu hugmyndir hans víðtæk áhrif á reykvíska húsagerð um og eftir seinni heimstyrjöld. Hann teiknaði fyrstu fjölbýlishúsin með nútímasniði við Hringbraut árið 1942 og rúmum áratug síðar hannaði hann fyrsta íbúðarháhýsið í Reykjavík á vegum Byggingarsamvinnufélags prentara. Minningarfyrirlesturinn um Einar Sveinsson er samvinnuverkefni Arkitektafélags Íslands og Byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur.

SAMKEPPNIR Samkeppni um skipulag á miðsvæði Álftaness Bæjarstjórn Álftaness hefur efnt til opinnar samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin hófst 30. október 2006. Um er að ræða framkvæmdakeppni, þar sem leitað er eftir tillögu til nánari útfærslu. Gert er ráð fyrir að byggðin á miðsvæði Álftaness verði í framtíðinni andlit sveitarfélagsins og kjarni atvinnulífs og samfélagsþjónustu á Álftanesi. Þar rísi lifandi og fjölbreytt byggð sem þjóni íbúum Álftaness á sem flestum sviðum og laði að jafnt íbúa sem ferðamenn. Heildarupphæð verðlauna er kr. 6.000.000 auk þess er heimild til að veita aukaverðlaun að upphæð kr. 750.000. Skiladagur samkeppninnar er 6. febrúar 2007. Í dómnefnd voru tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ og Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt FAÍ. Útbjóðandi, Bæjarstjórn Álftaness tilnefndi Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt FAÍ, Guðmund G. Gunnarsson bæjarfulltrúa og Sigurð Magnússon bæjarstjóra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ er trúnaðarmaður samkeppninnar. Ritari dómnefndar er Bjarni S. Einarsson, bæjartæknifræðingur Álftaness. Ráðgjafar dómnefndar eru Pétur H. Ármannsson, arktitekt FAÍ og Flosi Sigurðsson verkfræðingur, VST. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í febrúar 2007. Samkeppni um miðbæ á Selfossi Bæjarstjórn Árborgar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi til opinnar samkeppni um miðbæ Selfoss 25. sept-

ember síðastliðinn. Form samkeppninnar er framkvæmdasamkeppni. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir höfundi og tillögu að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi til nánari útfærslu. Heildarupphæð verðlauna er 7.500.000 og heimild er fyrir kr. 600.000 til sérstakra verðlauna. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðabyggð og öflugri verslun og þjónustu á sem flestum sviðum sem geti þjónað öllu Suðurlandi. Keppnislýsingu er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu Árborgar og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands. Einnig má nálgast hana á heimasíðu Árborgar www.arborg.is. Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands á milli 9 og 13 virka daga. Einnig verður hægt að nálgast samkeppnisgögn hjá trúnaðarmanni. Dómnefnd samkeppninnar skipa eftirtaldir: Tilnefnd af Sveitarfélaginu Árborg eru Smári Johnsen, skipulagsfræðingur FSFFÍ, formaður dómnefndar, Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Árborgar og Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar. Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands eru þau Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt FAÍ og Jóhannes Þórðarson, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar er Grétar Zophóníasson og trúnaðarmaður er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ. Skiladagur samkeppninnar er 1. desember 2006 .

Samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis banka Glitnir banki hf. hefur efnt til tveggja þrepa alþjóðlegrar samkeppni um deiliskipulag á lóðunum Borgartúni 41 og Kirkjusandi 2, Reykjavík og um tillögu að nýjum höfuðstöðvum Glitnis á reitnum sem fengið hefur heitið Kirkjusandsreiturinn. Samkeppnin hófst 15. ágúst og var auglýst jafnt hérlendis sem erlendis. Þátttaka er öllum heimil og verða 4-6 tillögur valdar úr fyrra þrepi samkeppinnar til frekari úrvinnslu í síðari hluta hennar. Keppendur sem skila inn tillögum sem valdar verða til áframhaldandi þátttöku fá allir sömu greiðslu, EUR 30.000 auk virðisaukaskatts. Á síðara þrepi samkeppninnar verða veitt þrenn verðlaun, samtals að fjárhæð EUR 90.000, þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en EUR 50.000. Um samkeppnina stóð nokkur styrr vegna greinar 1.7 um höfundarétt. Þessari grein var breytt aftur í samræmi


PISTILL FORMANNS

Tekist á um samkeppnismál Á liðnu ári hefur drjúgur tími af vinnu stjórnar og skrifstofu AÍ farið í samkeppnismál. Tvennt kemur til. Annars vegar er vaxandi áhugi á að halda samkeppnir og þær verða því fleiri. Hins vegar reynist útbjóðendum á stundum erfitt að fara eftir samkeppnisreglum okkar. Þegar þeir þurfa líka að fara að landslögum verður málið enn erfiðara. Sumir reyna nýjar aðferðir og ný viðmið, sem hvorki falla að samkeppnisreglum né lögum. Aðrir eiga erfitt með að skilja eðli og umhverfi arkitektasamkeppna. Nýtt stjórnarár hófst með eftirmálum tveggja lokaðra samkeppna frá síðasta ári, samkeppninni um deiliskipulag Landspítala Háskólasjúkrahúss og lokaðri alútboðssamkeppni Háskólatorgs með bundnum byggingarkostnaði. Þátttakendur í þeim báðum voru óánægðir með framkvæmd þeirra og því óskaði fyrri stjórn eftir greinargerðum frá þátttakendum, dómnefndarmönnum skipuðum af AÍ og trúnaðarmönnum um það hvað hefði farið úrskeiðis. Í greinargerðum um samkeppni LHS kom fram að óánægjan var mest með þrjú atriði. Í fyrsta lagi beindist óánægjan að óraunhæfum kröfum um eigið fé miðað við umfang deiliskipulags LHS, en það hindraði innlenda arkitekta í að sækja um í forvali nema sem undirverktakar. Í öðru lagi var það óánægja með allt of lágar greiðslur sem gerðu varla meira en að greiða prentkostnað og ferðakostnað arkitekta milli landa vegna erlendra samskipta. Síðast en ekki síst var svo óánægja vegna þess að í miðju dómnefndarferlinu ákvað dómnefnd að kalla á þátttakendur til að útskýra tillögurnar fyrir dómnefndinni, þrátt fyrir nafnleynd. Í alútboðssamkeppni um Háskólatorg töldu þátttakendur að bundinn byggingarkostnaður væri ósanngjarn og óraunhæfur miðað við kröfur um efnisval og búnað sem beðið var um í keppnislýsingu. Mánuði fyrir skiladag féllst útbjóðandi á að endurskoða hámarkskostnað en féllst þó ekki á að framlengja skilafrestinn þess vegna nema um þrjá daga. Það varð til þess að einn þátttakandinn sagði sig frá þátttöku í alútboðssamkeppninni. Háskólinn í Reykjavík hélt í vor lokaða samkeppni um skipulag og hönnun nýs skóla í Vatnsmýrinni. Kröfur til þátttakenda voru m.a. þær að þeir hefðu unnið við tilsvarandi verkefni á síðustu tíu árum til þess að koma til greina. Það hafði enginn íslenskur arkitekt gert og því voru það fimm erlendar arkitektastofur sem valdar voru í forvali. Engin tillagan varð hin vegar sigurvegari en þess í stað var ákveðið að hefja viðræður við eina þeirra, HTL í Kaupmannahöfn. Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar var auglýst í apríl eftir langan aðdraganda. Lagði útbjóð-

við landslög að fyrirspurnartíma loknum. Þá var skilafrestur tillagna á fyrra þrepi samkeppninnar einnig framlengdur. Tillögunum skal skila í síðasta lagi þriðjudaginn 7. nóvember 2006. Stefnt er að því að tilkynnt verði um þá 4-6 keppendur sem valdir verða til áframhaldandi þátttöku 14. nóvember og að skilafrestur fyrir síðara þrep samkeppninnar verði um 8 vikum síðar. Dómnefnd samkeppninnar skipa eftirtaldir: Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, formaður dómnefndar, Karl Wernersson, varaformaður stjórnar Glitnis, Finnur Reyr Stefánsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ og Sigurður Gústafsson, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar er Kristín Baldursdóttir,

2

andinn, Reykjavíkurborg, mikla áherslu á að fá þrjá erlenda arkitekta í dómnefnd en þeir eru Hildebrandt Machleidt frá Þýskalandi, Kees Kaan frá Hollandi og Joan Busquets frá Spáni. Fulltrúi AÍ í dómnefnd er Steve Christer. Þegar dómnefnd kom saman eina helgi í mars til að ganga frá keppnislýsingu ákvað hún skyndilega að breyta fyrirkomulaginu. Auk almennrar hugmyndasamkeppni með nafnleynd vildi hún einnig fá að velja tillögur þar sem nöfn og afrekaskrá þátttakenda væri hluti af valinu. Svo var ætlunin velja 2-4 tillögur úr hvorum hópi til frekari vinnu. Þetta fyrirkomulag var á skjön við samkomulag milli AÍ og Reykjavíkurborgar. Eftir mikil fundarhöld féllst stjórn á að samþykkja almennu hugmyndasamkeppnina eins og samkomulagið var um, en ef dómnefnd vildi velja tillögur í forvali eftir nafnalista, þá væri það utan okkar samnings. Sama gilti um kaup á frekari úrvinnslu eftir val tillagna. Hins vegar gekk illa að fá þetta skýrt sagt í keppnislýsingu. Sautján innlendar arkitektastofur í nafni FSSA kærðu þetta fyrirkomulag til kærunefndar útboðsmála, vegna þess að tilhögunin bryti gegn jafnræði þátttakenda, þar sem sumir skiluðu tillögu nafnlausri en aðrir skiluðu hugmynd undir nafni. Þar með hafi verið brotin meginregla útboðsréttar um jafnræði bjóðenda. Dómur féll á þann veg að útboð framtíðarskipulags Vatnsmýrar var stöðvað, þar sem fyrir lá óumdeilt að mat dómnefndar á bjóðendum í forvali kæmi til með að byggjast á huglægu mati. Það ætti bæði við um hæfið og tilboðin sjálf, en lög um opinber útboð gera ráð fyrir því að mat á hæfni bjóðenda fari fram á hlutlægum grunni. Hvergi væri krafist að gögn væru lögð fram til sönnunar á hæfi og ekki lægi fyrir með hvaða hætti hæfið yrði metið. Fyrirkomulagið færi því í bága við lög um opinber innkaup. Síðan hafa bæði borgarstjórnarkosningar og þungur róður við að fá erlenda dómnefndarmenn hingað á fundi orðið til þess að samkeppnin hefur ekki hafist. Væntanlega verður þó breytt hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar auglýst aftur á næstu vikum. Nú stendur yfir opin samkeppni um höfuðstöðvar Glitnis. Um hana hefur í haust staðið styrr vegna greinar 1.7 um höfundarétt, en henni breytti útbjóðandi að ráði lögfræðinga sinna eftir að formaður og dómnefndarfulltrúar AÍ höfðu skrifað undir keppnislýsinguna. Þessari grein hefur nú verið breytt aftur í samræmi við landslög. Það er óskandi að allir aðilar hafi lært af því sem gerðist á þessu ári og samkeppnishald verði auðveldara á næsta starfsári en það hefur verið undanfarin tvö ár. Albína Thordarson, formaður AÍ

forstöðumaður rekstrardeildar Glitnis og trúnaðarmaður er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ. Dómnefnd áætlar að ljúka störfum og tilkynna um niðurstöður upp úr miðjum febrúar 2007.

Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Ný hugmyndasamkeppni um skipulag í Vatnsmýri fer, að öllum líkindum af stað innan fárra vikna. FÉLAGAR Í AÍ NÓVEMBER 2006

Heiðursfélagar Félagar búsettir á Íslandi Félagar búsettir erlendis Aukafélagar/nemar Samtals

1 261 24 8 294

NÝIR FÉLAGAR Í AÍ Stefán Benediktsson Þórður Þorvaldsson Þeir eru boðnir velkomnir í félagið. AFMÆLI Í NÓVEMBER 2006

Arnfríður Sigurðardóttir 50 ára 6. nóv. Jóhann Stefánsson 40 ára 19. nóv. VÍSITALA Í NÓVEMBER 2006

Rúmmetraverð vísitöluhúss 37.317 kr. Vísitala byggingarkostnaðar 354,4 .

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465 Netfang AÍ: ai@ai.is Vefsíða: www.ai.is Ábm.: Guðrún Guðmundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Gutenberg


NS 2006 - Ársfundur stjórna norrænna arkitektafélaga Arkitektar á öllum Norðurlöndum hafa við svipuð mál að stríða, þó að stærðarmunur sé mikill og aðstæður ólíkar. Alls staðar á Norðurlöndum er uppsveifla á atvinnumarkaði, en markaðurinn tekur jafnframt örum breytingum sem leiðir til nýrra félagslegra viðfangsefna. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn sóttu Albína Thordarson, formaður AÍ og undirrituð ársfund stjórna norrænu arkitektafélaganna. Að þessu sinni var haldinn sérstakur fundur um samkeppnismál daginn áður en norrænu stjórnirnar hittust á NS 2006. Þar mættu forsvarsmenn samkeppnismála hvers félags, en formaður og framkvæmdastjóri AÍ sóttu hann f.h. AÍ. Sá fundur var einnig haldinn í Kaupmannahöfn og verður gerð sérstök grein fyrir honum í næsta blaði Arkitíðinda. Norrænu fundirnir ganga undir nafninu NS ( Nordisk styremöde ). Fundirnir eru okkur mjög mikilvægir, þar sem persónulegum og félagslegum tengslum við kollega okkar í nágrannalöndunum er við haldið og styrkt. Á fundunum gera fulltrúar hvers félags grein fyrir því helsta úr félagsstarfi liðins árs. Einnig er mikilvægt fyrir öll félögin að fylgjast með þróun og umræðu sem á sér stað í faginu í hinum löndunum. Aðild að þessu samstarfi eiga félög Norðurlandanna sex, þ.e. frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Danska félagið, AA, var gestgjafi fundarins í Kaupmannahöfn. Fundurinn stóð í tvo daga og fór fram í Arkitekternes hus, aðsetri AA, og í Schæffergården í útjaðri borgarinnar. Arkitektafélög Norðurlandanna eiga sameiginlega aðild að UIA ( Union Internationle des Architectes ), alþjóðlegum samtökum arkitekta. Menntamál eru snar þáttur í störfum þeirra samtaka. Áhrif og afleiðingar „Bologna yfirlýsingarinnar“ á arkitektaskólana á Norðurlöndum voru rædd sérstaklega, en megintilgangur hennar er að fyrir árið 2010 verði til samevrópskt háskólasvæði þar sem hreyfanleiki nemenda og háskólafólks verði auðveldaður. Einnig er þar lögð áhersla á skilvirkt innra eftirlit og mat á öllu námi til að stuðla að sem mestu samræmi milli skóla og landa. Svíar greindu frá því að Bologna ferlið hefði haft þær afleiðingar í Svíþjóð að nám í byggingarlist tæki nú fimm ár í stað 41⁄2 ár áður. Í þessu samhengi var einnig rætt um löggildingu starfsheitis, en fram kom að starfsheitið arkitekt er aðeins lögverndað hér á landi og að takmörkuðu leyti í Finnlandi. Hins vegar eru gerðar kröfur til þeirra sem fá fullgilda aðild að félögunum um að þeir hafi viðurkennt fullnaðarpróf með mastersgráðu og veitir því

Svipmynd frá norræna ársfundinum.

Í húsi arkitektanna. félagsaðildin viðkomandi félagsmönnum lögverndaðan titil. Þriðja hvert ár standa UIA samtökin að alþjóðlegu þingi arkitekta sem haldin eru víðs vegar um heiminn. Í tengslum við þingin eru haldnar ráðstefnur, fyrirlestrar og sýningar um byggingarlist. Næsta þing verður haldið í Torino í júlímánuði 2008 og stefnir í að norrænu þjóðirnar verði með sameiginlegt framlag til þingsins. Fram komu tillögur á fundinum um m.a. að norrænu félögin væru með kynningu á nútíma arkitektúr á Norðurlöndum á myndbandi eða „multimedia“ formi, þar sem hver þjóð væri með framlag. Einnig kom fram tillaga um að félögin stæðu fyrir masters kúrsus í framhaldsnámi skólanna og verkefni nemendanna síðan sýnd í Torino. Fleiri hugmyndir komu fram, en afstaða verður endanlega tekin á næsta ársfundi. Norrænu félögin hafa sum hver nýlega gengið í gegnum skipulagsbreytingar hjá sér. Fyrir u.þ.b. 5 árum sameinuðust félög arkitekta, landslags- og innanhússarkitekta og skipulagsfræðinga í Svíþjóð og heitir félagið nú Sveriges Arkitekter ( SA ), en hét fyrir breytingu Svenska Arkitekers Riksforbund ( SAR ). Þá hafa nýlegar breytingar á fyrirkomulagi hjá danska félaginu orðið til þess að félagið heitir nú Akademisk Arkitekforening ( AA ), en hét áður Danske Arkitekters Landsforbund ( DAL ). Finnar boða nú skipulagsbreyt-

ingar hjá sínu félagi, sem væntanlega verða kynntar á fundi næsta árs. Þá átti sér stað sérstök umræða um húsnæðismál félaganna á fundinum. Fulltrúar SA hugsa sér að flytja aðsetur félagsins á næstunni og veltu upp spurningum um hvar væri heppilegast staðsetja félagið með tilliti til nálægðar við félagsmennina sjálfa, önnur félög, bókasafn, sýningaraðstöðu o.fl. og hvort heppilegra væri að að vera í nútímalegri og arkitektahannaðri byggingu eða í eldra umhverfi sem væri þá frekar í gömlum miðbæjarkjarna. Skiptst var á skoðunum og hver sagði frá sínum aðstæðum og reynslu. Málefni UIA eru alltaf til umræðu á þessum fundum, fjármál sem þeim tengjast og sameiginleg aðild félaganna að þeim. Stærri félögin ( allir nema AÍ og færeyska félagið, AF ) skiptast á um að vera í forsvari fyrir norrænu félögin hjá UIA, og er það AA sem hefur það starf á sínum höndum nú. Á fundi síðastliðins árs var spurt hvort ástæða væri til þess að endurskoða þessa sameiginlegu aðild félaganna að alþjóðasamtökunum með tilliti til þess að hvert félag hefði sjálfstæða aðild. Þá var ákveðið að framkvæmdastjórar allra félaganna hittust til þess að taka sérstaklega á því máli, sem varð úr, sérstakur fundur framkvæmdastjóranna var haldinn í Kaupmannahöfn í maí síðastliðnum. Þar var ákveðið að æskilegast væri að halda samstarfinu og sameiginlegri aðild áfram óbreyttri, m.a. í ljósi þess að bæði AÍ og AF væru það lítil félög að þau hefðu varla bolmagn til þess að sinna allri þeirri vinnu sem aðildinni og samskiptum við UIA fylgir. Þessi ákvörðun framkvæmdastjóranna var kynnt á þessum fundi og samþykkt. Þess má geta að félagar í AF eru um 40 talsins. Röðin er komin að okkur hjá AÍ að halda næsta ársfund norrænna arkitektafélaga. Verður hann að öllum líkindum haldinn dagana 30. ágúst - 2. september 2007. Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, framkvæmdastjóri AÍ

3


Í augnhæð BYGGINGARLIST Í AUGNHÆÐ kennslubók í byggingarlist fyrir nemendur í íslenskum grunnskólum unnin af Guju Dögg Hauksdóttir að tilstuðlan starfshóps Arkitektafélags Íslands: Bergljótu S. Einarsdóttur, Agli Guðmundssyni og Margréti Leifsdóttur. Síðasta vetur, skólaárið 2005-2006, var handritið að „Byggingarlist í Augnhæð“ afhent nokkrum skólum í því skyni að reyna það í eins konar tilraunakennslu svo fást mættu viðbrögð á námsefnið, sem nýta mætti í síðustu yfirferð á efninu áður en því væri skilað inn til Námsgangnastofnunar til yfirlestrar fyrir útgáfu. Þess utan var hluta af efni bókarinnar prufukeyrður í kennslu minni við valáfangann „arkitektúr og hönnun“ fyrir nemendur á síðasta ári við Myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Undirrituð opnaði kennsluna með klukkutíma skyggnufyrirlestrum fyrir hvern hóp, eins konar kynningu á viðfangsefni bókarinnar. Það virtist skila sér vel sem fyrsta innlegg í efnið, vakti forvitni nemenda og opnaði augu þeirra fyrir nálgun á efnið. Síðan valdi hver kennari hluta af efni bókarinnar til frekari verkefnavinnu og fylgdu þeir verkefnum úr bókinni að öllu eða einhverju leyti. Verkefni krakkanna voru mislöng, sum tekin beint úr bókinni, önnur innblásin og þróuð af kennurum úr efni bókarinnar. Þau voru af mismunandi toga; sum voru unnin í líkön úr tágum, tré, leir eða pappa, önnur í teikningar og málverk, enn önnur í skúlptúra og brenndan leir. Sem dæmi má nefna verkefnið „Herbergið mitt að nóttu til“ - teikningar með pastelkrít unnið í lögum sem afhjúpa sumt frekar en annað í rýminu á myndinni. Einnig má nefna sjálfstætt verkefni unnið upp úr bókinni, þar sem byggð voru lítil líkön úr þunnum pappa. Þar var unnið í bland með tvívíðar teikningar á veggi húsanna og þrívíðar innsetningar eins og húsgögn og innréttingar inn í rýmið. Verkefnið „Massi og grind“ var notað í öllum aldurshópum með mismunandi útfærslu á turni úr afar einföldum efniviði í léttan strúktúr. Farið var með 6-9 ára börn að Landakotskirkju þar sem þau unnu verkefnið „Klassík og módernismi“ að hluta til, og gerðu fínlegar tússteikningar af formi og rými kirkjunnar eftir stutta vettvangskönnun að utan og innan. Nokkrir kennaranna notuðu hluta bókarinnar til umræðna um mismunandi stíla og útlit bygginga. Kennarar höfðu á orði að auðvelt væri að fá innblástur til að kenna efnið, og þótti mjög gott að nota hugtök úr bókinni til að styðjast við. Þeim þótti ágætt að uppsetning textans væri óhefðbundin og eins að myndefnið fylgdi með textanum, þannig að auðvelt væri að grípa niður hér og þar að vild. Flestir þeirra kennara sem lásu efnið yfir lýstu þeirri skoðun sinni að efnið hentaði ekkert síður yngri nemendum, og að auðvelt væri að móta verkefnin að aðstæðum hverju sinni. Sumir bentu á að þrír hlutar bókarinnar fylgdu í raun framvindu sem byði upp á vaxandi kröfur og dýpt í tökum á efn-

4

inu, og mætti til dæmis með góðu móti nota hvern hluta sem námsefni fyrir ólíka aldurshópa, þannig að 1. hluti nýttist yngstu nemendunum, 2. hluti næsta aldursskeiði og 3. hluti elstu nemendunum. Öllum fannst uppsetning efnisins vera spennandi og gæfi innblástur í kennslu á sviði sem fæstir væru öruggir í að vinna með án stuðnings, og námsefnið væri aðgengilegt og gæfi áhugaverða möguleika við kennslu annarra greina eins og móðurmálskennslu, samfélagsfögum og stærðfræði. Til viðbótar þessari kennslu var ég beðin um að koma að hugmyndavinnu, útfærslu og kennslu í Listbúðum við Myndlistaskólann í Reykjavík, sem er þróunarverkefni um samstarf grunnskóla í Reykjavík við Myndlistaskólann, með hlutdeild Þróunarsjóðs Menntaráðs Reykjavíkurborgar og Know How eða Verklag - verkefnis á vormánuðum 2006, og vinna þar á grunnlagi bókarinnar um byggingarlist með börnum. Verkefninu lauk með skemmtilegum sýningum hvers hóps, þar sem foreldrum og vandamönnum barnanna var boðið að koma og njóta útfærslu þeirra á byggingum og skipulagi þeirra í samfélög að eigin sköpunargleði. Í framhaldi af þessari tilraunakennslu hef ég yfirfarið efnið og skilað Námsgagnastofnun til prófarkalesturs, og samtímis því er nú unnið að umbroti (lay-out) efnisins í endanlega mynd. Stefnt er að því að útgáfa bókarinnar verði fyrir næstkomandi páska eða í mars 2007, þegar skólar fara að huga að kennsluáætlun næsta vetrar. Höfum við mikinn hug á að kynna bókina vel, svo sem flestir skólar kynnist þessu merka frumkvöðlaverkefni og taki þátt í að hefja skilning og þekkingu skólabarna á manngerðu umhverfi byggingalistar. Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2006/AT-nov06  

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2006/AT-nov06.pdf