Page 1

DAGSKRÁ Í MAÍ

Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta

Vorhátíð AÍ og FAÍ Hótel Nordica 6. maí. Þema ársins er „Rokk og ról“ Vorhátíðin verður haldin á Hótel Nordica í ár og hefst með fordrykk í boði styrktaraðila. Húsið opnar kl. 18:30, borðhald hefst kl. 19:30. Björk Jakobsdóttir leikkona mun stýra samkomunni með rögg og skjóta föstum og krydduðum skotum á gesti milli rétta. Danssýning og Hljómsveitin Start með aðalrokkara Íslands, Eirík Hauksson söngvara, sem er sóttur sérstaklega til Noregs. Þetta verður flottasta hátíð í manna minnum!! Mætum öll, takið starfsfólk og gesti með.

SAMKEPPNIR Samkeppni um golfskála fyrir golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu í samkeppni um nýjan golfskála Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Alls bárust 12 tillögur til dóms. Veitt voru þrenn verðlaun til eftirtaldra aðila: 1. verðlaun, 1.100.000 kr: Höfundar: Erum arkitektar, Erling Pedersen, arkitekt FAÍ, Helgi Bergmann Sigurðsson, arkitekt FAÍ og Jón Þórisson, arkitekt FAÍ. Aðstoð veitti Emilie Suenson arkitekt. 2. verðlaun, 800.000 kr: Höfundar: Hallgrímur Þór Sigurðsson, arkitekt MAA, Thomas BondeHansen, arkitekt MAA og Arkþing ehf. Sigurður Hallgrímsson, arkitekt FAÍ. 3. verðlaun, 300,000 kr: Arkídea arkitektar ehf, Ragnar Ólafsson, arkitekt FAÍ, Gísli Sæmundsson, arkitekt FAÍ og Eyjólfur Bragason, arkitekt FAÍ. Í dómnefnd samkeppninnar sátu: Skúli Skúlason, formaður dómnefndar f.h.Golfklúbbsins Kjalar, Guðmundur Pétur Davíðsson, fulltrúi Landsbanka Íslands, Haraldur Sverrisson, fulltrúi Mosfellsbæjar og f.h. AÍ Gylfi Guðjónsson arkitekt FAÍ og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar var Tryggvi Jónsson, bæjarverkfræðingur í Mosfellsbæ og trúnaðarmaður Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ.

Samkeppni um hönnun þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi Umhverfisstofnun og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafa efnt til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar þjóðgarðsins Snæfellsjökull, sem staðsett verður sunnan byggðar á Hellissandi, þar sem gætir útsýnis til jökuls og hafs. Byggingunni er ætlað að verða miðstöð ferðamanna sem leggja leið sína um svæðið. Samkeppnin er opin framkvæmdakeppni og er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Skiladagur tillagna er 6. júní 2006 og frestur til fyrirspurna er til 9. maí 2006. Keppnisgögn eru afhent gegn 5.000,- kr. skilagjaldi á skrifstofu Arkitektafélags Íslands að Engjateigi 9, kl. 09:00-13:00 virka daga. Einnig er hægt að nálgast keppnislýsingu á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is . Dómnefnd samkeppninnar skipa: Stefán Benediktsson, arkitekt og starfsmaður Umhverfisstofnunar, formaður dómnefndar, Kristinn Jónsson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður. Elín G. Gunnlaugsdóttir, arkitekt FAÍ og Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt FAÍ eru fulltrúar AÍ í dómnefndinni. Ritari dómnefndar er Guðrún Lára Pálmadóttir, starfsmaður þjóðgarðsins og trúnaðarmaður samkeppninnar er Þórarinn Þórarinsson, arkitekt FAÍ.

Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík er hafin. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélagið og í samræmi við samkeppnisreglur félagsins. Að henni lokinni hljóta 2 - 4 tillögur verðlaun, að lágmarki 22.500 ¤ hver. Samhliða samkeppninni fer fram forval með tillögugerð, þar sem keppendur keppa án nafnleyndar. Í forvalinu gildir sama verkefnislýsing og sami tímarammi og í samkeppninni. Sama dómnefnd velur 2 - 4 tillögur, þar sem tillöguhöfundar fá greiddar a.m.k. 22.500 ¤ hver. Að samkeppni og forvali loknu gefst tillöguhöfundum verðlaunaðra og valinna tillagna úr samkeppni og forvali kostur á að vinna tillögur sínar áfram, skv. samningi við Reykjavíkurborg. Allt að 8 tillögur keppa um að verða valin besta tillagan, að lágmarki verða greiddar 67.500 ¤ fyrir hverja tillögu. Útbjóðandi hefur að einhverju leyti samráð við keppendur á þessu stigi. Sama dómnefnd og áður dæmir tillögur og velur bestu tillögu að hennar mati. AÍ er samstarfsaðili útbjóðanda í samkeppninni á grundvelli samkeppnisreglna félagsins. AÍ kemur einnig að forvalinu, aðeins þó með því móti að standa vörð um sanngjarnar leikreglur þess. Samstarf AÍ og útbjóðanda nær einnig til seinna stigs, en aðeins að því leyti að dómnefnd starfar áfram til loka

Hugmynd Erum arkitekta að útliti golfskála í Mosfellsbæ.

4/2006


PISTILL FÉLAGSMANNS

Nýtt og verra samkeppnisumhverfi Þegar ég var ungur maður var fátítt að auglýstar væru samkeppnir meðal arkitekta. Nú erum við í öðru umhverfi þar sem samkeppnir eru algengar. Í gamla daga máttu allir arkitektar og arkitektanemar taka þátt og leggja hugverk sín í dóm, skilyrðislaust. Nú er þessu öðruvísi farið. Margskonar kröfur eru gerðar til fólks sem vill leggja eitthvað til í arkitektasamkeppni. T.d. krafa um tugmilljóna eigið fé og skil til lífeyrissjóða. Krafa er gerð um reynslu og vottað gæðakerfi og margt fleira sem enga þýðingu hefur varðandi hugmyndasmíðina. Hugmyndin og lausn viðfangsefnisins er farin að skipta æ minna máli. Kröfurnar eru þannig að ungt fólk og einyrkjar eru nánast útilokaðir frá þátttöku. Kröfurnar eru líka á stundum þannig að beinlínis er útilokað að íslenskir arkitekrar geti lagt sínar hugmyndir fram og þurfa því að nálgast þátttöku sem leppar fyrir erlendar stofur. Þetta er ógnvænleg þróun sem er sett fram af ásetningi af skrifstofufólki sem eiga að gæta íslenskra hagsmuna. Þetta ber að stöðva strax. Ef stilla á upp kröfum vegna þátttöku i samkeppni þá eiga þær að vera þannig að þær hafi að markmiði að bæta árangur sjálfrar samkeppninnar, ekki öfugt. Mín teiknistofa er algerlega uppbyggð í tengslum við samkeppnir. Ég vann mína fyrstu samkeppni meðan ég var enn á Akademíunni í Kaupmannahöfn. Þetta gerðu einnig margir fleiri, algerlega óþekktir hér á landi og með litla reynslu. Ráðhúsið í Reykjavík, eins og við þekkjum það, hefði ekki risið ef vinnulagið hefði verið eins og það er í

þess, með fulltrúum félagsins innanborðs. Áætlaður skiladagur tillagna í samkeppninni er 23. júní 2006 og frestur til fyrirspurna er til 15. maí n.k. Keppendur þurfa að skrá sig til þátttöku fyrir 10. júní. Dómnefnd samkeppninnar skipa: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, formaður dómnefndar, Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og arkitektarnir Joan Busquets frá Spáni, Kees Kaan frá Hollandi, Hildebrand Machleidt frá Þýskalandi og Steve Christer, arkitekt FAÍ. Þrír síðastnefndir eru tilnefndir af AÍ. Dómnefnd áætlar að birta niðurstöður og afhenda verðlaun þann 20. júlí n.k. Seinna stig hefst í beinu framhaldi af því. Nafnleynd tillagna verður rofin opinberlega að loknu seinna stigi.

Samkeppni um rammaskipulag á landi austan Varmár í Hveragerði Samkeppni um rammaskipulag fyrir allt land innan bæjarmarka austan við Varmá í Hveragerði stendur yfir. Eykt ehf. efndi til samkeppninnar í samráði við Hveragerðisbæ og Arkitektafélag Íslands. Stefnt er að því að á skipulagssvæðinu verði byggð með a.m.k. 800900 íbúðum í sérbýli og fjölbýli, atvinnu- og þjónustuhúsnæði, grunnskóla og leikskóla. Keppnin er framkvæmda-

2

dag, heldur ekki skálinn við Alþingishúsið. Krafa kontóristanna um fjármálastöðu, vottun og reynslu og margt fleira leggur stein í götu byggingarlistarinnar. Ég sé ekki að það skipti máli þegar leitað er að góðum arkitektúr hvað sá sem setur fram hugmyndina á mikið á tékkheftinu, hvort hann vinni tillöguna í samræmi við vottað gæðakerfi eða hvort hann sé ungur eða gamall, reyndur eða óreyndur. Aðalatriðið er að niðurstaðan sé góður arkitektúr. Þá er einnig farið að bera á því að framkvæmd samkeppnanna sé í andstöðu við tilganginn, það er að segja að skipulag samkeppninnar og framkvæmd er letjandi fyrir spræka hugmyndasmiði. Það er innbyggt í framkvæmdina að fólk með nýstárlegar hugmyndir, eða byltingakenndar, á erfitt með að taka þátt. Nýjasta dæmið er samkeppni Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um Vatnsmýrina þar sem framkvæmdinni er beinlínis hagrætt þannig, að stórar stofur og stjörnuarkitektar hafa tækifæri umfram aðra. Nemum er þarna gert ókleift að taka þátt. Þeim er það bannað. Og þetta er hugmyndasamkeppni. Hugsið ykkur, hugmyndasamkeppni þar sem nemar fá ekki að taka þátt. Það þarf að sýna festu og sporna við þessari afleitu þróun sem borið hefur á undanfarin nokkur ár og fer vaxandi.

keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Skiladagur tillagna er 10. maí 2006 og dómnefndin áætlar að ljúka störfum í sama mánuði. Í kjölfarið hefst vinna við deiliskipulagningu svæðisins. Gert er ráð fyrir því að uppbygging austan Varmár hefjist á fyrri hluta árs 2007. Hægt er að nálgast keppnislýsingu á heimasíðu Eyktar www.eykt.is og heimasíðu Arkitektafélags Íslands www.ai.is. Dómnefnd skipa eftirtaldir: Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, formaður dómnefndar, Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf og Sigurður Halldórsson, arkitekt FAÍ. Ráðgjafar dómnefndar eru Gunnar Valur Gíslason, byggingarverkfræðingur, forstjóri Eyktar og Richard Ó. Briem, arkitet FAÍ. Trúnaðarmaður samkeppninnar er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ og ritari dómnefndar er Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði.

Samkeppni um íbúðabyggingar í Hagalandi, Árborg Skilafrestur tillagna í samkeppni um íbúðabyggingar í Hagalandi í Árborg rann út 25. apríl síðastliðinn. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. efndi til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Um er að ræða opna framkvæmdakeppni. Keppt er um

Hilmar Þór Björnsson, arkitekt FAÍ t7@simnet.is

íbúðagerðir, þ.e. einbýlishús, raðhús, parhús og fjölbýlishús, sem falla inn í skipulag hluta hverfisins í Hagalandi. Samkeppnin tekur til þriggja svæða innan deiliskipulags Hagalands . Þrenn verðlaun verða veitt innan hvers svæðis. Fimm manna dómnefnd er nú að störfum. Hana skipa: Guðmundur Karl Guðjónsson byggingatæknifræðingur, formaður dómnefndar, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt og Ásbjörn Blöndal sviðsstjóri. Sigurður Hallgrímsson, arkitekt FAÍ og Guðrún Fanney Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ eru fulltrúar AÍ í dómnefndinni. Ritari dómnefndar er Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og trúnaðarmaður Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

Alþjóðleg boðskeppni um skipulag á svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni og hönnun á byggingum nýs skóla. Skiladagur boðskeppni Háskólans í Reykjavík er 9. maí 2006. Samkeppnin nær til skipulags á svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni og hönnunar á byggingum nýs skóla. Forval var auglýst í desember 2005, óskað var eftir umsóknum hópa sem skipaðir eru sérfræðingum m.a. á sviði skipulags og hönnunar háskóla, skipulagsmála almennt og umhverfismála. Eftirtaldir

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465 Netfang AÍ: ai@ai.is Vefsíða: www.ai.is Ábm.: Guðrún Guðmundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Gutenberg


fimm aðilar voru valdir til að taka þátt í samkeppninni: 1. BROEKBAKEMA architects and consultant, Hollandi, Juurlink & Geluk, urban and landscape design, Hollandi. SPUTNIK architekture, urban design, research, Hollandi, Teiknistofan Óðinstorgi, Íslandi, Gert Jan Meyer, M3V consulting partners, university exper, Hollandi. 2. HELIN & Co Arhcitects, Finnlandi, Teiknistofan Tröð, Íslandi, Kaarina Löfström architects, university design architect, Finnlandi, Marja-Riitta Norri Architects, Finnlandi, Anna-Maija Lukkari, university expert, Finnlandi, Ympäristötoimisto Oy - Miljöbyrån AB, landscape planning and design, Finnlandi, MMF ehf. landscapes, Íslandi. 3. Henning Larsens Tegnestue A/S, Danmörku, Arkís ehf, Íslandi, Landmótun, Íslandi. 4. KHR arkitekter AS, Danmörku, ASK arkitektar ehf, Íslandi, Landark ehf, Íslandi, Bisgaard Landskabsarkitekter PLR, Danmörku, Leif Christensen, university specialist, Danmörku. 5. OWP/P, Bandaríkjunum, Michael Winstanley Architects, Planning Expert, Bandaríkjunum, Iran Fink Associates, Univeristy Expert, Bandaríkjunum, Hargreaves Associates, Landscape Architect, Bandaríkjunum, ARUP, Engineering Support to All Disiplines, Bandaríkjunum. Dómnefnd boðskeppninnar er skipuð fimm fulltrúum. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR, er formaður dómnefndar. Auk hennar eru fulltrúar útbjóðanda í dómnefndinni Sverrir Sverr-

Vaxtarbroddar 2006. Gegnumgangur um verk nýútskrifaðra arkitekta. isson, formaður háskólaráðs HR og Þór Sigfússon, forstjóri. Sigurður Gústafsson, arkitekt FAÍ og Ólafur Ó. Axelsson, arkitekt FAÍ eru fulltrúar AÍ. Ritari dómnefndar er Sigríður Sigurðardóttir arkitekt og trúnaðarmaður Helgi Hafliðason, arkitekt FAÍ. Boðskeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. FÉLAGAR Í AÍ MARS 2006

Heiðursfélagar Félagar búsettir á Íslandi Félagar búsettir erlendis Aukafélagar/nemar Samtals

1 256 23 8 288

AFMÆLI Í MAÍ 2006

Sigurður Kolbeinsson, 40 ára 1. maí Karl Magnús Karlsson, 40 ára 14. maí Bergljót Einarsdóttir, 50 ára 20. maí Guðrún F. Sigurðard., 40 ára 30. maí VÍSITALA Í MARS 2006

Rúmmetraverð vísitöluhúss 34.682 kr. Vísitala byggingarkostnaðar 329,4

Í POTTINUM

Er samkeppni Vatnsmýrar á villigötum, innmúruð í snobbi? Ég var að skoða gögn vegna hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Þar voru nokkur atriði sem ég skil ekki og vil vekja athygli á. Mér sýnist þessi samkeppni ekki rúmast innan samkeppnisreglna AÍ. Þar er einkum um að ræða skipan dómara og þessi einkennilega blandaða keppni með einhvers konar opnu forvali annarsvegar og nafnleynd hinsvegar. Skiptingin milli nafnleyndar og forvals er mér óskiljanleg. Þetta er einhvern veginn tvískipt þannig að hluti keppenda tekur þátt undir nafnleynd og hinn undir nafni. Síðan eru sigurvegarar beggja hópanna verðlaunaðir. Ég sé ekki að þetta fyrirkomulag geti verið samkeppninni, hugmyndavinnunni eða skipulaginu til framdráttar. Ég sé hinsvegar að með þessu formi er gefið tækifæri til að draga taum einstakra keppenda fram yfir aðra. Þarna má láta frægðarljóma einstakra stjörnuarkitekta bera betri hugmyndir minni spámanna ofurliði. Í öðru lagi samanstendur dómnefnd af fjórum útlendingum auk þriggja stjórnmálamanna sem allir hafa komið að Vatsmýrarumræðunni á undanförnum mörgum árum, án þess að geta þokað málinu áfram og komið því í einhvern eðlilegan

farveg. Til dæmis samstöðu um hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara. Síðan eru tilnefndir þrír ráðgjafar sem allir eru starfsmenn skipulagssviðs og þessvegna í vissum skilningi undirmenn stjórnmálamannanna þriggja. Þeir hafa og væntanlega allir tjáð sig hér og þar um verkefnið líkt og stjórnmálamennirnir þrír. Þetta er vafalaust ágætis fólk sem fengið er verkefni sem það ætti ekki að taka að sér. Í almennu dómskerfi væri þetta sennilega ekki hægt. Spurning er hvort þau séu ekki vanhæf til að taka að sér dómgæslu þarna. Ég vil skýra þetta með einu dæmi. Ef ég tæki þátt í Vatnsmýrarsamkeppninni og kæmist að þeirri niðurstöðu að forsenda fyrir gæfulegu skipulagi sé að grafa Hringbrautina niður í stokk. Hverjir eru þá kostir mínir? Þeir eru ekki margir. Í raun bara einn og hann er að hætta við þátttökuna. Það er vegna þess að allir íslensku dómararnir og ráðgjafar dómnefndar hafa áður hafnað hugmyndinni um að setja Hringbrautina í stokk. Ég fer ekki að leggja í það óðs manns æði, að rökstyðja lausn þar sem verk sjálfra dómaranna og ráðgjafa þeirra eru bókstaflega jarðsett. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum hugsanlegum árekstr-

3


um við stjórnmálamennina og ráðgjafa dómnefndar vegna fyrri aðkomu þeirra að skipulaginu. Með samkeppninni var tækifæri þessa fólks til að hleypa öðrum að og það tækifæri var rétt að nýta. Þarna virðist mér birtast ljóslifandi haltu-mérslepptu-mér þankagangur stjórnmálamanna sem bera ekki traust til fólks. Svo má velta fyrir sér hæfi eins arkitektsins í dómnefndinni sem hefur hannað og látið byggja brýr sem enginn veit til hvers eru né hvert liggja. Sá vinnur sennilega hug hans allann sem færir brúnnum virðulegan tigang og stöðu í skipulaginu meðan hinn, sem dettur annað í hug, fær bágt fyrir. Skynsamlegra hefði verið að tilnefna t.d. dómara frá íbúasamtökum, Háskólunum tveimur, samgönguyfirvöldum, íþrótta- og tómstundasamtökum, Samtökum atvinnulífsins o. fl. sem ekki hafa með beinum hætti komið að málinu áður. Í þriðja lagi blasir það við að niðurstaða samkeppni, sem nú stendur yfir, um Háskólann í Reykjavík hlýtur að vera forsenda niðurstöðu Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. (Dómnefnd segir að búast megi við ósamræmi þarna, sem megi „lagfæra á síðara stigi“). Það virkar eins og þarna sé eitthvað óðagot á ferðinni. Liggur eitthvað á ? Flugvöllurinn er ekki að fara á þessu ári. Eða er hann yfirleitt að fara eitthvað?

Svo virðist sem tímasetning samkeppninnar og niðurröðun verkefnanna sé röng. Byrja þarf á að ákveða hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Síðan auglýsa samkeppni þessa um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Eftir þetta er fyrst tímabært að halda samkeppni um Landspítalann, Háskólann í Reykjavík og að hleypa Valsmönnum að landi sínu. Ekki öfugt eins og reyndin varð. Þetta er allt afar kotungslegt á að líta og staðfestir smáborgaralegan og snobbaðan hugsunarhátt kotbóndans sem langar að leika við þá stóru. Toppurinn á smáborgarahættinum er svo að verðlaunaféð er í evrum, sem opinberar minnimáttarkenndina endanlega. Hvaða skilaboð er borgin að gefa íslensku krónunni? Eins gott að Den Danske Bank komist ekki að þessu. Rétt er að breyta tilhöguninni þannig að þetta verði bara ein samkeppni þar sem allir leggja fram tillögur undir nafnleynd og hugmyndir takist á. Samkeppnisreglur AÍ gera ráð fyrir að hægt sé að bjóða stjörnuarkitektum til leiks, sem taka þá sérstaka greiðslu fyrir þátttöku sína. Þá tækju þeir þátt á jafnræðisgrundvelli við aðra undir nafnleynd. Það er venja og telst til góðra siða. Hilmar Þór Björnsson t7@simnet.is

Augl

4

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2006/AT-mai06  

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2006/AT-mai06.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you