Page 1

DAGSKRÁ Í FEBRÚAR

Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta

Ráðstefna Sjálfbærar samgöngur 10. febrúar kl. 10-16 í Ketilhúsinu á Akureyri Ráðstefnan er haldin á vegum Norðurlandsdeilda Verkfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Arkitektafélags Íslands í Ketilhúsinu á Akureyri, laugardaginn 10. febrúar næstkomandi. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setur ráðstefnuna kl. 10. Sjá nánar um dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu AÍ: www.ai.is. Ráðstefnugjald er 3.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn NVFÍ, NTFÍ og NAÍ Rýnifundur AÍ Samkeppni um miðbæ á Selfossi 13. febrúar kl. 16:30-18:00 Rýnifundur (gegnumgangur) vegna samkeppni um miðbæ á Selfossi, sem Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir í samstarfi við Arkitektafélagið, verður haldinn mánudaginn 13. febrúar næstkomandi kl. 16:30-18:00. Staðsetning verður auglýst síðar. Fulltrúar AÍ í dómnefndinni munu fara yfir niðurstöður samkeppninnar og tillögur sem hlutu verðlaun og viðurkenningar verða kynntar.

Frá verðlaunaafhendingu í samkeppni um miðbæ Selfoss.

SAMKEPPNIR

Samkeppni um miðbæ á Selfossi Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu í samkeppni um miðbæ Selfoss, en skiladagur var 1. desember síðastliðinn. Alls bárust 10 tillögur, sem allar voru teknar til dóms. Það var einróma skoðun dómnefndar að árangur samkeppninnar í heild hafi verið mjög góður. Tillögurnar sem bárust end-

urspegla hugmyndaauðgi og fagleg vinnubrögð höfunda. Dómnefnd var einhuga um að eftirtaldar tillögur hljóti verðlaun og viðurkenningu: 1. verðlaun kr. 3.800.000. Höfundar: ASK Arkitektar. 2. verðlaun kr. 2.200.000. Höfundar: Arkiteó: Einar Ólafsson, arkitekt FAÍ. Einrúm: Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ, Steffan

Úr verðlaunatillögu ASK arkitekta í samkeppni um miðbæ Selfoss. Horft í norður frá Ártorgi.

1/2007


PISTILL FORMANNS

Af hverju eiga arkitektar að vera í Arkitektafélaginu? Við sem störfum í Arkitektafélaginu höfum til þess gildar ástæður, jafnvel þó að félagsleg samheldni sé ekki í tísku á tímum einstaklingshyggjunnar. Annars vegar er það metnaður að eiga samleið með jafningjum á faglegum grundvelli. Hinsvegar þjónar það bæði hagsmunum okkar sjálfra sem og byggingarlistinni í landinu. Það er auðvelt að finna sér tylliástæður til að vera utanfélags og spara sér félagsgjöld AÍ. Við höfum ávallt tekið því vel, að utanfélagsmenn mæti á allar þær uppákomur, sem félagið hefur upp á að bjóða. Margar eru ókeypis, af því að félagar í AÍ hafa lagt á sig allt ómakið við að koma þeim í kring. Það skiptir okkur máli að vera í viðurkenndu fagfélagi arkitekta. Erlendis er starfsheitið ekki tekið alvarlega, nema skammstöfun fagfélags fylgi. Á Norðurlöndum er arkitekt ekki lögverndað starfsheiti og einkennisstafir fagfélags fela jafnframt í sér staðfestingu á menntun og hæfni einstaklingsins. Einn arkitekt, sem finnur sig knúinn til að gæta réttar síns, nær ekki miklum árangri. Til þess þarf samtök. Tökum sem dæmi öflugustu samtök landsins, svo sem útgerðarmanna, lækna, banka og annarra fjármálastofnana. Í þessum samtökum eru menn ekki að spara sér árgjaldið og allir þekkja hvaða árangri þessi samtök hafa náð. Við erum í Arkitektafélaginu af faglegum metnaði, persónulegum áhuga og til að gæta hagsmuna okkar. En hvar er faglegur metnaður þeirra arkitektastofa, sem finnst það í lagi að flestir starfsmannanna standi utan Arkitektafélagsins? Félög eru jafn öflug og félagsmennirnir, sem í þeim

Iwersen, arkitekt FAÍ, MAA, Andri Snær Magnason, rithöfundur. Samstarf: Steffen Huss arkitekt Arkiteó ehf., Friðgeir Torfi Ásgeirsson arkitektanemi - Arkiteó ehf. 3. verðlaun kr. 1.500.000. Höfundur: Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ, FSSA . Aðstoðarmenn: Gunnar Ingi Ragnarsson, verkfræðingur FVFÍ, Elanie Lorenz arkitekt, Sven Pilz arkitekt. Innkaup: kr. 200.000. Höfundar: Ástríður Magnúsdóttir, arkitektanemi við Arkitektskolen í Aarhus, Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitektanemi við Arkitektskolen í Aarhus, Helgi Steinar Helgason, arkitektanemi við Arkitektskolen í Aarhus, Morten Zoffmann, arkitektanemi við Arkitektskolen í Aarhus, Uffe Riis Sorensen, arkitektanemi við Arkitektskolen í Aarhus. Dómnefnd samkeppninnar skipuðu:

2

starfa. Arkitektafélagið nýtur þeirrar gæfu að stór hópur hæfra félagsmanna vinnur gott starf í nefndum og að verkefnum bæði innan félagsins og utan. Alls eru það um fimmtíu félagsmenn, sem þannig koma beint að störfum fyrir félagið. Það er trúlega einsdæmi í félagsstarfi að svo stór hluti félaga komi að raunverulegum félagsstörfum. Arkitektafélagið gegnir veigamiklu hlutverki, sem tengiliður milli opinberra aðila og arkitekta. Það á við á sviði menntunar, framkvæmda, menningarmála, skipulagsmála og samkeppnismála. AÍ er umsagnaraðili um flest það sem að byggingarlist og arkitektum snýr og er talsmaður þeirra í fölmiðlum og annars staðar. Einnig sinnir félagið tengslum við aðra hagsmunahópa og fagfélög sem skipta arkitekta máli. Innbyrðis leggur félagið mikla áherslu á að skapa umræðuvettvang fyrir arkitekta og gefur út bæði tímarit og fréttabréf í þeim tilgangi. Það gengst fyrir fyrirlestrum, fundum og málþingum, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðra. Þær samkomur hafa verið vel sóttar og vakið mikla athygli eins og sjá mátti á málþinginu „Fjölbýli til framtíðar” í janúar síðast liðnum. Þessum verkefnum mun seint ljúka og margþættu hlutverki Arkitektafélagsins geta ekki einstaklingar sinnt. Það geta aðeins öflug samtök. Það er því keppikefli okkar að sem flestir arkitektar taki höndum saman með okkur í Arkitektafélagi Íslands og vinni að sameiginlegum hagsmunum okkar og byggingarlistarinnar í landinu. Loks eiga arkitektar það til að skemmta sér saman og ég hef aldrei orðið þess vör að þá sé annað en gaman. Arkitektar eru upp til hópa skemmtilegar félagsverur, sem njóta samvista við félaga sína. Albína Thordarson, formaður AÍ

Tilnefnd af Sveitarfélaginu Árborg, Smári Johnsen, skipulagsfræðingur FSFFÍ, formaður dómnefndar, Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður skipulagsog byggingarnefndar Árborgar og Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar. Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands voru þau Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt FAÍ og Jóhannes Þórðarson, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar var Grétar Zophóníasson og trúnaðarmaður var Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

Samkeppni um skipulag á miðsvæði Álftaness Skiladagur opinnar samkeppni um skipulag miðsvæðis á Álftanesi er 6. febrúar næstkomandi, en bæjarstjórn Álftaness efndi til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands 30. október 2006. Um er að ræða fram-

kvæmdakeppni, þar sem leitað er eftir tillögu til nánari útfærslu. Heildarupphæð verðlauna er kr. 6.000.000,- og auk þess er heimild til að veita aukaverðlaun að upphæð kr. 750.000,-. Í dómnefnd eru, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands, þau Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ og Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt FAÍ. Tilnefndir af útbjóðanda eru þeir Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt FAÍ, Guðmundur G. Gunnarsson bæjarfulltrúi og Sigurður Magnússon bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ er trúnaðarmaður samkeppninnar. Ritari dómnefndar er Bjarni S. Einarsson, bæjartæknifræðingur Álftaness. Ráðgjafar dómnefndar eru Pétur H. Ármannsson, arktitekt FAÍ og Flosi Sigurðsson verkfræðingur, VST. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í febrúar 2007.

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465 Netfang AÍ: ai@ai.is Vefsí›a: www.ai.is Ábm.: Gu›rún Gu›mundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Gutenberg


Samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis banka Samkeppnin er tveggja þrepa alþjóðleg samkeppni um deiliskipulag á lóðunum Borgartúni 41 og Kirkjusandi 2, Reykjavík og um tillögu að nýjum höfuðstöðvum Glitnis á reitnum sem fengið hefur heitið Kirkjusandsreiturinn. Skiladagur fyrra þreps samkeppninnar var 7. nóvember síðastliðinn og skiladagur seinna þreps er 16. febrúar 2007. Alls bárust 42 tillögur í fyrra þrepi, en sex tillögur voru valdar til áframhaldandi þátttöu í seinna þrepi samkeppninnar. Nafnleynd verður rofin að loknu síðara þrepi. Keppendur í seinna þrepi fá allir sömu greiðslu, EUR 30.000 auk virðisaukaskatts. Á síðara þrepi samkeppninnar verða auk þess veitt þrenn verðlaun, samtals að fjárhæð EUR 90.000, þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en EUR 50.000. Dómnefnd samkeppninnar skipa eftirtaldir: Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, formaður dómnefndar, Karl Wernersson, varaformaður stjórnar Glitnis, Finnur Reyr Stefánsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ og Sigurður Gústafsson, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar er Kristín Baldursdóttir, forstöðumaður rekstrardeildar Glitnis og trúnaðarmaður er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

Alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Eins og fram hefur komið var ætlunin að auglýsa nýja keppni um skipulag í Vatnsmýri í byrjun janúar. Reykjavíkurborg harmar að auglýsing nýrrar keppni hefur dregist, en fyrir því er sú ástæða að von er á niðurstöðum sérstakrar nefndar sem skipuð var til að fjalla m.a. um mögulegar staðsetningar flugvallarins. Við skipulagningu keppninnar var gert ráð fyrir því að þessar niðurstöður myndu liggja fyrir nokkrum mánuðum fyrr. Til þess að þessar mikilvægu upplýsingar komi fram áður en keppnin hefst hefur verið ákveðið að fresta byrjun hennar um u.þ.b. 10 vikur og að hún verði auglýst um miðjan mars 2007. Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands Garðabær stendur fyrir opinni hönnunarsamkeppni um hönnun byggingar fyrir hönnunarsafn, en Menntamálaráðuneytið og Garðabær hafa gert með sér samning um rekstur og byggingu Hönnunarsafns Íslands. Bæjarstjóri Garðabæjar hefur óskað eftir samstarfi við Arkitektafélagið um samkeppnina og er hún nú í undirbúningi.

FÉLAGAR Í AÍ JANÚAR 2007

Hei›ursfélagar Félagar búsettir á Íslandi Félagar búsettir erlendis Aukafélagar/nemar Samtals

1 261 23 7 292

N†IR FÉLAGAR Í AÍ Shirin Erla Naimy Falk Krüger Halldór Eiríksson Ástríður Eggertsdóttir Þórhallur Sigurðsson Ene Cordt Andersen fieir eru bo›nir velkomnir í félagi›. AFMÆLI Í FEBRÚAR 2007

Jóhann Einarsson, 55 ára 5. febrúar Ásdís Ingþórsdóttir, 40 ára 21. febrúar Hrefna B. Þorsteinsd., 40 ára 18. feb. VÍSITALA Í FEBRÚAR 2007

Rúmmetraverð vísitöluhúss 38.382 kr Vísitala byggingarkostnaðar 364,5

Vaxtarbroddar Sýning nýútskrifaðra arkitekta Nýútskrifuðum arkitektum er boðið að taka þátt í samsýningu á lokaverkefnum sem verður haldin þegar næg þátttaka næst. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Kolbeinsson arkitekt: sigurdur@yrki.is “

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar Minningarsjóður dr. phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. Styrkir eru veittir annað hvert ár og fer styrkveiting fram í sjöunda sinn 16. apríl 2007. Tilgangur sjóðsins er skv. skipulagsskrá „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda”. Styrkveitingar munu að þessu sinni nema kr. 1.500.000,-. Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður”, í síðasta lagi kl. 13.00, þriðjudaginn 6. mars 2007. Frá opnun sýningar um byggingarlist á Íslandi í Ráðhúsinu í janúar.

3


„Skemmtilegt” ár hjá arkitektum! Ágætu félagar, nýskipuð skemmtinefnd hefur haldið sinn fyrsta fund og vill hvetja fólk til að hrista af sér skammdegisdrungann! Hvernig væri að hittast á efri hæð Sólon við Bankastræti föstudaginn 9. feb. kl.16 þar sem dagskrá ársins er kynnt? Ljúfur bjór á krana: Helstu hugmyndir eru þessar: Í stað Vorhátíðar verður í ár grímuball í mars, þar sem stofur eru hvattar til að vinna út frá ákveðnu tímabili á síðustu öld, gæti verið charleston, sjötti áratugurinn, hippatíminn eða eighties. Lunch í hádeginu: Hittumst á ný í hádeginu fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, nú í Iðnó. Njótum léttra veitinga og fræðumst um það sem kollegarnir eru að gera eða frjó þjóðfélagsumræða. Þegar hafa þó nokkrar stofur tekið jákvætt í að sýna okkur verk. Göngur um borgina okkar á laugardögum: Nokkrir valinkunnir kollegar hafa fallist á að fara með okkur í göngutúra á síðasta laugardag í hverjum mán-

uði, þar sem rýnt er í sögu og sérkenni. Munið einnig hjá Dagskrárnefnd: „Gatan mín” þar sem arkitekt leiðir hópinn um sína uppáhaldsgötu. Göngur í náttúrunni: Fyrir áhugasama, sem vilja efla hreysti, grennast eða bara anda að sér fersku lofti í góðra vina hópi, verður stofnaður gönguhópur, sem er þó ætíð öllum opinn. Takmörk: Gönguferð á Esjuna, Vífilfell, Keili með svamli í Bláa Lóninu og leiðsögn um byggingarnar undir leiðsögn hönnuða. Í sumar er ráðgert að ganga á Fimmvörðuháls!!! Hjólatúr á laugardegi í maí með allri fjölskyldunni: Hjólað með strandlengjunni, byrjað við Nauthólsvík og piknic við Nesstofu. Göngutúr um Öskjuhlíð: Sögusafnið skoðað og endað í keilukeppni milli stofa í Keiluhöllinni. Heimsóknir til listamanna: Ráðgerðar heimsóknir í vor til valinkunnra listamanna, t.d Sjöfn Har. heimsótt á

Stokkseyri, þar sem Draugasafnið er skoðað og endað á humarsúpu í Fjöruborði. Hugsanleg vorferð í Borgarfjörð: Sveita og menningarsetur Helga í Lúmex er heimsótt, stúdentagarðar og háskólabyggingarnar á Bifröst skoðaðar. Og Landnámssetrið. Vín- og mataráhugafólk: Ráðgert er að stofna „gastronom” klúbb, þar sem vínsmökkun og gælur við bragðlauka verður efst á dagskrá, fengið kunnáttufólk og valinkunnir staðir heimsóttir. Þá eru félagar hvattir til að nýta sér tilboð Þjóðleikhússins sem býður góðan afslátt á valdar sýningar. Þá er mikill hugur í skemmtinefnd að efna til hópferðar til stórborga erlendis, þegar eru komnar óskir um New York umfram Berlín og Helsinki, en þar eigum við góð ferðaplön. Góða skemmtun! Bestu kveðjur frá skemmtinefndinni

Í POTTINUM

Úr glímubók arkitekta Á síðasta aðalfundi A.Í. var mönnum tíðrætt um fjörið og kraftinn í félagsmönnum á fundum A.Í. í gamla daga. Var að heyra að það væri nú eitthvað annað en deyfðin og lognmollan nú. Mátti jafnvel heyra öfundartón í yngri kollegum. Gamall fundaseti minnist snerrufunda þar sem menn brúkuðu munn og sögðu ljótt hverjir við aðra. Í teitunum eftir fundi urðu menn stundum saupsáttir og fóru í glímu og gleraugu flugu.

Teitisseta varð stundum hugsað til saupsáttra skapheitra hjóna sem röktu upp gamlar og nýjar syndir en sættust svo góðum sáttum. Það er eðli margra sannra listamanna að vera skapríkir og blóðheitir. Þar eru arkitektar, sem listamenn, engin undantekning. Listin þrífst ekki í neinni hálfvelgju. Þetta kom líka iðulega í ljós á hinum landsfrægu árshátíðum BÍL (Bandalags íslenzkra listamanna) í Þjóðleikhúskjall-

aranum og á hótelinu á Þingvöllum og dagblöðin fylgdust grannt með. Þar sem m.a. andríkir rithöfundar með hægri eða vinstri slagsíður (af vínanda og pólítík) glímdu djarft. Grallari nokkur í blaðamannastétt kallaði þetta blekbændaglímur en glímur arkitekta blýbændaglímur. Hafði hann þá eflaust í huga bragðadaufu bændaglímurnar á héraðsmótunum á fyrri öld. Gamall funda- og veizluseti

Svipmynd frá málþinginu „Fjölbýli til framtíðar” 18. janúar sl. Málþingið var vel sótt, um 300 manns voru viðstaddir.

4

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2007/AT-feb07  

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2007/AT-feb07.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you