http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-nov07

Page 4

Brot úr sögu AÍ Framvegis birtast, þegar pláss leyfir í Arkitíðindum, pistlar þar sem dregið er fram viðfangsefni félags- og stjórnarfunda liðinna ára. Það kemur oft á óvart hve mörg áhugaverð mál hafa verið tekin til umfjöllunar á fundum félagsins. Í mörg ár voru félagsfundir um og jafnvel rúmlega 10 á ári, enda þótti sjálfsagt að boða til funda t.d. þegar félagið fékk beiðni um að veita aðstoð í samkeppnum. Umræðuefni voru einnig m.a. umdeilt skipulag eða bygging á viðkvæmum stað, drög að lögum og reglugerðum sem snertu arkitektastétt, og þótti eðlilegt og sjálfsagt að félagsfundur A.Í. ályktaði um slík mál. Af mörgu er að taka. Pistlar þessir eru mislangir og fer það einkum eftir því hversu mikið annað efni er í hverju blaði, hverjir þeirra verða birtir hverju sinni. Yfirskriftin verður Brot úr sögu A.Í. Reynt verður að sækja efni sléttan áratug aftur í tímann, þannig að á næsta ári verður einkum litið til áranna 1938, 1948 o.s.frv. Pistlarnir eru unnir upp úr fundargerðarbókum en texti verður umskrifaður eftir aðstæðum. Það er von undirritaðs að pistlarnir verði einhverjum félagsmönnum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ Árið 1956 var samþykkt nafnabreyting á Húsameistarafélagi Íslands sem varð þar með að Arkitektafélagi Íslands. Gerðist þetta tuttugu árum eftir stofnun Akademíska arkitektafélagsins, hins eiginlega forvera Arkitektafélagsins, og þrjátíu árum eftir stofnun Byggingameistarafélags Íslands. Þrír nýir félagar gengu í hópinn á árinu, þar af tveir í Húsameistarafélagið (áður en nafnabreytingin var gerð). Þannig voru 28 félagar í Húsameistarafélaginu, þegar nafni þess var breytt í Arkitektafélag Íslands. Á aukaaðalfundi 11. maí í KR-húsinu var Jóhanni Friðjóns-

syni veitt innganga í félagið (varð hann þar með félagi nr. 31). Fyrr á árinu, á hlaupársdaginn, 29. febrúar hafði Manfreð Vilhjálmssyni (30) verið veitt innganga í Húsameistarafélagið á félagsfundi í Naustinu. Stjórn óskaði einnig eftir áliti aukafundar á því, hvort veita skyldi Jóhanni Eyfells leyfi til þess að kalla sig arkitekt. Hafði stjórn kynnt sér tilhögun náms hans í Bandaríkjunum og treysti sér ekki upp á sitt einsdæmi að taka endanlega afstöðu í málinu. Fram kom, að stjórn hefði gefið Jóhanni tvo kosti; annað hvort að ljúka meistaraprófi, er taka mundi ár til viðbótar þar vestra, ellegar að leggja fram gögn um sjálfstæða vinnu, svo að kostur gæfist til þess að meta, hvort veita skyldi honum umbeðin réttindi. Vísaði fundurinn málinu aftur til stjórnar. Síðan var tillaga um nafnabreytingu félagsins tekin fyrir, og það afgreitt eftir nokkra umræðu. Í atkvæðagreiðslu um nafnabreytinguna var hún samþykkt með 10 atkvæðum gegn einu, og nafn félagsins þar með Arkitektafélag Íslands. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga um samþykkt um störf arkitekta, siðareglur Arkitektafélags Íslands, sem samþykkt var samhljóða. Þá var einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá. Voru einstaka liðir teknir til meðferðar, á þeim gerðar óverulegar breytingar og síðan var ný gjaldskrá samþykkt í heild sinni. Loks var ákveðið að fela heiðursfélaganum, Sigurði Guðmundssyni, það verkefni að yfirfara nýju gjaldskrána málfarslega - og færa hana til betra máls! Á stjórnarfundi í Húsameistarafélaginu 6. apríl hafði verið ákveðið að bjóða stofnfélaga Byggingameistarafélags Íslands til miðdegisverðar í tilefni 30 ára afmælis stofnunar félagsins. Skyldi hófið verða 14. apríl í Nausti. Ákveðið að skrifa boðsbréf, en ekki kemur fram í gerðarbókum félagsins hvernig til tókst. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ tók saman

AÐALFUNDUR ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS 2007 Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn14. nóvember 2007 í Iðnó, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00. Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og til að kynna sér ársskýrslur og fleiri gögn, sem bárust með aðalfundarboði, fyrir fundinn. Stjórnin

„Byggingarlist í augnhæð” Kennslubók í byggingarlist fyrir nemendur í íslenskum grunnskólum unnin af Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt FAÍ, að tilstuðlan starfshóps Arkitektafélags Íslands: Bergljótar S. Einarsdóttur, Egils Guðmundssonar og Margrétar Leifsdóttur. Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning sem tengist kennslubókinni Byggingarlist í augnhæð. Til stóð að sýningin myndi marka útgáfu bókarinnar, en hún hefur því miður tafist af ýmsum sökum. Handritið að bókinni má þó skoða á sýningunni og þessa dagana er unnið að því að koma bókinni út sem allra fyrst. Það er gleðilegt að efnið hefur nú þegar vakið mikla athygli, margir hafa komið á sýninguna og átt erindi við undirritaða til að spyrjast fyrir um bókina og hvar megi nálgast hana. Einnig hafa birst viðtöl vegna efnisins, bæði í rituðu máli og í útvarpinu. Sýningin átti upprunalega að standa 8. sept. - 31. des. en hefur verið framlengd til 5. apríl 2008 vegna áhuga almennings. Að öllum líkindum er þess þó ekki svo langt að bíða að hægt verði að fagna útgáfu bókarinnar. Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ

4


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.