Page 1

DAGSKRÁ Í NÓVEMBER

Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta

Íslensku byggingarlistaverðlaunin Kynning og umræður 3. nóvember kl. 14:00 Kjarvalsstaðir, eystri forsalur Laugardaginn 3. nóvember næstkomandi fer fram kynning á völdum tilnefningum til íslensku byggingarlistarverðlaunanna 2007. Höfundar kynna verk sín og dómnefnd gerir grein fyrir niðurstöðu sinni, og efnir til almennra umræðna. Í dómnefnd eru Ólafur Sigurðsson arkitekt FAÍ, Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt FAÍ og Esa Laaksonen arkitekt SAFA og formaður Alvar Aalto stofnunarinnar í Finnlandi, en Esa mun koma til landsins og stýra umræðunum. Kynningin hefst að Kjarvalsstöðum kl. 14.00. Sýning Íslensku byggingarlistarverðlaunin 20. október - 12. nóvember Kjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á þeim 10 verkum, sem valnefnd valdi úr hópi tilnefndra verka til Íslensku byggingarlistarverðlaunanna. Þau eru: • Aðalstræti 10, endurgerð. Arkitektar: ARGOS • Birkimörk, Hveragerði - íbúðir fatlaðra. Arkitektar: PK Arkitektar • Gjörningaklúbburinn í Listasafni Reykjavíkur. Arkitektar: THG Arkitektar • Göngubrýr yfir Hringbraut. Arkitektar: Studio Granda • Háskólinn á Akureyri. Arkitektar: Gláma-Kím Arkitektar • Hof, Höfðaströnd – sveitasetur. Arkitektar: Studio Granda • Íbúðir við Frakkastíg. Arkitektar: Tangram arkitektar • Íþróttaakademían, Reykjanesbæ. Arkitektar: arkitektur.is • Lækningalind, Bláa lóninu. Arkitektar: VA arkitektar • Safnasafnið, Svalbarðseyri. Arkitekt: Ragnheiður Ragnarsdóttir Sýningin stendur í eystri forsal Kjarvalsstaða til 12.nóvember næstkomandi. Einnig hefur verið gefin út vegleg bók þar sem verkum sýningarinnar eru gerð skil í myndum og texta. Bókin er til sölu á skrifstofu Arkitektafélagsins, á Kjarvalsstöðum og víðar. Félagsmenn fá bókina á afsláttarverði.

7/2007

Íslensku byggingarlistarverðlaunin 2007. Handhafar verðlaunanna voru VA arkitektar vegna Lækningalindar í Bláa lóninu. Á myndinni eru: Albína Thordarson FAÍ, formaður AÍ, G. Oddur Víðisson FAÍ, framkvæmdastjóri Þyrpingar, Olga Guðrún Sigfúsdóttir, Ingunn Lilliendahl FAÍ og Sigríður Sigþórsdóttir FAÍ, frá VA arkitektum, ásamt Geir Haarde, forsætisráðherra, sem afhenti verðlaunin. kynna sér þau gögn sem með því fylgir, s.s. ársskýrslu stjórnar og nefnda og gögn um mál sem verða til umfjöllunar á fundinum. Léttar veitingar verða í boði á fundinum. Fundurinn hefst kl. 16:00 og verður stefnt að því að honum ljúki fyrir kl. 19:00. Stjórn AÍ vonast til að sjá sem flesta.

Íslensku byggingarlistarverðlaunin 2007. Verðlaunagripurinn.

Aðalfundur AÍ Iðnó, 2. hæð 14. nóvember kl. 16:00 - 19:00 Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2006 í Iðnó, 2. hæð. Aðalfundarboð hefur verið sent öllum félgasmönnum og eru félagar hvattir til að

Byggingarlist í augnhæð – Sýning Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir 8. september 2007 - 5. apríl 2008 Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Byggingarlist í augnhæð. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ, deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tengist þróunarverkefni sem Arkitektafélag Íslands hefur átt frumkvæði að og sem sýningarstjóri hefur unnið í námsefni sem ætlað er til kennslu í byggingarlist fyrir börn og unglinga. Námsefnið Byggingarlist í augnhæð er unnið út frá þeirri hugsjón að fræðsla um byggingarlist örvi upplifun og efli meðvitund ungs fólks um umhverfi sitt. Sýningin hefur verið framlengd til 5. apríl 2008 vegna áhuga almennings, en upphaflega stóð til að henni lyki um áramót.


PISTILL FORMANNS

Afhending Íslensku byggingarlistarverðlaunanna Það var ánægjulegt að vera á Kjarvalsstöðum laugardaginn 20. október klukkan tvö eftir hádegi. Eftirvænting var áþreifanleg þegar prúðbúnir gestir hópuðust að. Þarna voru veitt í fyrsta sinn Íslensku byggingarlistarverðlaunin. Langþráðu markmiði arkitekta var náð. Verðlaunin komu í hlut VA arkitekta fyrir Lækningalind við Bláa Lónið. Sigríður Sigþórsdóttir tók við verðlaununum, ásamt þeim Ingunni Lilliendahl og Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur. Áður en athöfnin hófst höfðu verið hengd upp þau tíu verk, sem valnefnd hafði valið úr meira en fimmtíu tilnefningum. Enginn nema dómnefndin vissi þá hvert þessara verka hlyti verðlaunin. Athöfnin fór þannig fram að fyrst fluttu ávörp formaður Arkitektafélagsins og Oddur Víðisson, arkitekt, framkvæmdastjóri Þyrpingar. Þau afhentu síðan tíu aðilum viðurkenningu. Að því loknu flutti Geir Haarde, forsætisráðherra ávarp og veitti fyrstu Íslensku byggingarlistarverðlaunin. Margar leiðir eru færar, þegar veita skal byggingarlistarverðlaun. Hér var valinn sá kostur að hafa valið á verð-

Hús og hávaði - Námskeið Skipulag byggðar og hönnun húsa í háværu umhverfi Endurmenntun, Dunhaga 7 8. nóvember kl. 13:00-17:00 Á námskeiðinu verður farið yfir gildandi reglugerðarkröfur hér á landi, Evróputilskipun um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir með nýjum og gömlum hávaðavísum. Þá verður vikið að mikilvægum þáttum sem vert er að hafa í huga við skipulag byggðar, þannig að hljóðstig í umhverfi verði hönnunarþáttur en ekki umhverfisþáttur sem skoða má eftir að skipulagsvinnu er lokið. Að síðustu verður farið yfir hönnunaraðferðir til þess að tryggja nægt næði innandyra, á lóð og í næsta nágrenni bygginga. Reiknað er með að þátttakendur hafi arkitekta- eða tæknimenntun. Námskeiðið nýtist vel þeim sem vinna að skipulagsmálum, hönnun, hönnunarstjórn og eftirliti með húsbyggingum. Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands efnir til námskeiðsins í samstarfi við ENSÍM og menntamálanefnd Arkitektafélags Íslands. Umsjón hefur Ólafur Hjálmarsson, verkfræðingur Námskeiðsgjald er kr. 20.900.-

SAMKEPPNIR

Tveggja þrepa boðskeppni um höfuðstöðvar Landsbankans Samkeppni Landsbankans um hönnun nýbyggingar höfuðstöðva Landsbanka

2

launatillögu í tveim þrepum og kynna opinberlega tíu tillögur, sem kæmu til greina. Öllum verkunum er með sama hætti gert jafn hátt undir höfði í sýningarskránni. Með þessu móti er varpað víðara ljósi á byggingarlist í landinu. Þá verður heiður sigurvegarans enn meiri, þegar allir mega sjá við hversu góð verk var að keppa. Það kom líka í ljós að íslenskir arkitektar standa undir þeirri kröfu að leggja fram tíu frambærileg verk til að velja úr. Sýningin sem stendur uppi á Kjarvalsstöðum til 12. nóvember ber því vitni. Oddur Víðisson arkitekt, framkvæmdastjóri Þyrpingar, lýsti ánægju sinni með þessi fyrstu verðlaun og hvernig að þeim var staðið, en Þyrping er bakhjarl verðlaunanna og leikur því lykilhlutverk í að gera verðlaunin möguleg. Það er framtíðarverkefni, sem kemur ekki af sjálfu sér, að skapa Íslensku byggingarlistarverðlaununum þann sess í þjóðlífinu, sem byggingarlistin á skilið. Það er ekki aðeins hagsmunamál fyrir arkitekta að efla byggingarlist í landinu og auka skilning á gagnsemi góðrar byggingarlistar. Það er þjóðarnauðsyn að bæta húsin sem við búum í, umferðarmannvirkin sem við notum daglega og hanna betur nánast allt, sem við tengjumst dag frá degi. Albína Thordarson, formaður AÍ

Íslands hf. hófst 19. október síðastliðinn. Samkeppnin er tveggja þrepa boðskeppni að undangengnu forvali. Höfuðstöðvar bankans munu rísa á lóðum á Austurhafnarsvæði Reykjavíkur og Lækjartorgi. Framkvæmd samkeppninnar er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og í samræmi við samkeppnisreglur AÍ. Nafnleyndar verður gætt. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir grundvallar hugmyndum til lausnar á verkefninu í fyrra þrepi og samstarfsaðila um áframhaldandi hönnun byggingarinnar að afloknu síðara þrepi. Bankinn stefnir á framkvæmd verksins í beinu framhaldi af samkeppninni. Forvalsnefnd valdi 21 hópa til þátttöku í fyrra þrepi samkeppninnar. Keppendur sem skila umbeðnum gögnum í fyrra þrepi fá 50.000 evrur + vsk. greiddar fyrir vinnu sína. Að fyrra þrepi loknu velur 7 manna dómnefnd skipuð fulltrúum Landsbankans og Arkitektafélags Íslands allt að 5 tillögur til þátttöku í síðara þrepi. Þar verður veglegt verðlaunafé í fyrstu og önnur verðlaun, aðrir keppendur fá greidda ákveðna upphæð fyrir þátttöku. Skiladagur fyrra þreps er 21. desember 2007. Stefnt er að því að síðara þrep hefjist eftir miðjan janúar 2008 og ljúki með skilum eftir miðjan mars 2008. Dómnefndina skipa sjö manns, fjórir fulltúar Landsbankans og þrír fulltrúar Arkitektafélagsins. F.h. bankans eru í dómnefnd: Björgólfur Guðmundsson, formaður dómnefndar, Kjartan Gunn-

arsson, varaformaður dómnefndar, Haukur Þór Haraldsson og Svafa Grönfeldt. Fulltrúar Arkitektafélagsins í dómnefnd eru: Elín Kjartansdóttir, arkitekt FAÍ, Margrét Harðardóttir, arkitekt FAÍ og Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar er Rannveig Gunnarsdóttir og trúnaðarmaður samkeppninnar er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands hófst 10. október síðastliðinn. Garðabær efnir til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin er opin framkvæmdasamkeppni þar sem Garðabær leitar eftir höfundi og tillögu til útfærslu. Leitað er eftir tillögu að nýbyggingu fyrir Hönnunarsafn Íslands. Verkefnið nær til arkitektahönnunar byggingarinnar og hugmynda að tengslum við ytra umhverfi hennar. Lóð Hönnunarsafns Íslands er hluti af nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Garðabæjar. Áætlaður skiladagur samkeppninnar er 15. janúar 2008. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 6.500.000,Dómnefnd skipa: Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar, formaður dómnefndar, tilnefndur af Garðabæ og menntamálaráðuneyti. Aðrir í dómnefnd eru Hans – Olav Andersen, arkitek FAÍ og Halldóra Bragadóttir, arkitek FAÍ , tilnefnd af Arkitekatfélagi Íslands, Halldóra Vífilsdóttir, arkitek FAÍ , tilnefnd af menntamálaráðu-

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465 Netfang AÍ: ai@ai.is Vefsí›a: www.ai.is Ábm.: Gu›rún Gu›mundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Litróf


neyti og Laufey Jóhannsdóttir, tilnefnd af Garðabæ. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt FAÍ er ritari dómnefndar og Helgi Hafliðason, arkitekt FAÍ er trúnaðarmaður samkeppninnar.

Samkeppni um hönnun mastra Landsnet hf hefur óskað eftir samstarfi við AÍ um hugmyndasamkeppni um nýja gerð mastra fyrir háspennulínur á svæðinu milli aðveitustöðvar Hamraness sunnan Hafnarfjarðar og aðveitustöð Landsnets við Rauðamel í nágrenni Grindavíkur. Leitað verður eftir hugmynd að útliti mastra á þessu svæði. Samkeppnin er á undirbúningsstigi. Áætlað er að samkeppnin verði auglýst á næstunni. Tveggja þrepa hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Seinni útgáfa hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar hófst 29. mars síðastliðinn. Samkeppnin er tveggja þrepa alþjóðleg hugmyndasamkeppni, sem ætlað er að leiða fram sterkar skipulagshugmyndir um svæðið. Samkeppnin fer fram á vegum Reykjavíkurborgar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Seinna þrep samkeppninnar hófst 20. júlí síðastliðinn. Alls bárust 137 tillögur í fyrra þrepi og valdi dómnefnd 16 af þeim til þátttöku í seinna þrepi. Skilafrestur tillagna í seinna þrepi var til 5. október 2007 og endanleg niðurstaða verður kynnt í nóvember. Dómnefnd mun veita 6-8 af tillögum úr seinna þrepi viðurkenningu og af þeim munu 2-4 verða tilgreindar sem framúrskarandi. Greiddar verða 10.000 evrur fyrir hverja tillögu í seinna þrepi. Í lok seinna þreps mun dómnefnd ráðstafa 200.000 evrum alls í verðlaunafé til þeirra 6-8 tillagna sem valdar eru. Í

framhaldi af niðurstöðu dómnefndar mun Reykjavíkurborg ganga til viðræðna við höfunda hinna framúr skarandi tillagna og mun a.m.k. einn þeirra hljóta samning um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Hafnarsvæði á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag hafnarsvæðisins á Seltjarnarnesi. Tímasetning samkeppninnar hefur enn ekki verið ákveðin. Dómnefnd hefur þegar verið skipuð, tilnefndir af AÍ: Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ og Málfríður Kristiansen, arkitekt FAÍ. Bæjarstjórn Seltjarnarness tilnefnir: Ingu Hersteinsdóttur, verkfræðing sem formann nefndarinnar, Sólveigu Pálsdóttur og Ragnhildi Ingólfsdóttur, arkitekt.Trúnaðarmaður tilnefndur af AÍ verður Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ. Glerskáli Norræna hússins Norræna húsið hefur ákveðið að efna til samkeppni um hönnun glerskála við Norræna húsið. Samkeppnin verður opin arkitektum 40 ára og yngri. Glerskálinn verður reistur fyrir Listahátíð Reykjavíkur 2008 og stendur yfir sumarmánuði. Samkeppnin er í undirbúningi. Framhaldsmenntun. Endurmenntun. Símenntun. Rétt er að minna arkitekta á Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands (EHÍ) þar sem boðið er upp á fjölbreytileg námskeið fyrir þá sem bæta vilja við færni sína og þekkingu. Á heimasíðu Endurmenntunarstofnunar er að finna upplýsingar um námskeiðin. Sjá www.endurmenntun.is Mörg námskeiðanna henta arkitekt-

um sérstaklega. Til dæmis er nú á döfinni námskeiðið: Hús og hávaði - Skipulag byggðar og hönnun húsa í háværu umhverfi. Athygli er vakin á að í kjarasamningum arkitekta er kveðið á um rétt launþega til að sitja eftirmenntunarnámskeið á kostnað vinnuveitanda. (grein 7.1.1. og 7.1.2). Ef áhugi er fyrir hendi eða þörf fyrir sérsniðin námskeið fyrir arkitekta eða starfsmenn teiknistofa standa allar dyr opnar hjá EHÍ til þess að mæta slíkum óskum. Hilmar Þór Björnsson, fulltrúi AÍ í stjórn EHÍ

FÉLAGAR Í AÍ OKTÓBER 2007

Hei›ursfélagar Félagar búsettir á Íslandi Félagar búsettir erlendis Aukafélagar/nemar Samtals

1 271 22 20 314

N†IR FÉLAGAR Í AÍ Guðmunda Geirmundsdóttir Halla Haraldsdóttir Hamar Málfríður Kristjánsdóttir Sigrún Birgisdóttir Sigrún Svafa Ólafsdóttir, nemi Snorri Steinn Þórðarson Örn Þór Halldórsson Þau eru boðin velkomnin í félagið. AFMÆLI Í NÓVEMBER 2007

Vala Ragna Ingólfsdóttir 30 ára 27. nóv. VÍSITALA Í NÓVEMBER 2007

Rúmmetraverð vísitöluhúss 39.665 kr. Vísitala byggingarkostnaðar 376,7

Íslensku byggingarlistarverðlaunin – sýningarrit Í tengslum við Íslensku byggingarlistarverðlaunin, gaf Arkitektafélag Íslands út veglega bók, þar sem þeim 10 verkefnum sem komu til greina til verðlaunanna eru gerð skil með myndum og texta. Sömu verkefni eru einnig til sýnis á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Bókin er nú til sölu hjá Arkitektafélagi Íslands. Félagsmenn Arkitektafélagsins fá bókina á afsláttarkjörum, á kr. 2.950,-. Félagar sem kaupa 20 bækur eða fleiri fá 10% aukaafslátt. Þetta veglega sýningarrit sýnir hluta af því besta sem er að gerast í íslenskri byggingarlist nú um stundir. Það er merkileg heimild um samtímannn og menn geta gert sér í hugarlund hvers virði það verður í framtíðinni að eiga slíkan annál skráðan á tveggja ára fresti um þróun byggingarlistar og mannlífs í landinu. Hönnuður bókarinnar er Atli Hilmarsson grafískur hönnuður. Haraldur Helgason arkitekt FAÍ er ritstjóri hennar.

3


Brot úr sögu AÍ Framvegis birtast, þegar pláss leyfir í Arkitíðindum, pistlar þar sem dregið er fram viðfangsefni félags- og stjórnarfunda liðinna ára. Það kemur oft á óvart hve mörg áhugaverð mál hafa verið tekin til umfjöllunar á fundum félagsins. Í mörg ár voru félagsfundir um og jafnvel rúmlega 10 á ári, enda þótti sjálfsagt að boða til funda t.d. þegar félagið fékk beiðni um að veita aðstoð í samkeppnum. Umræðuefni voru einnig m.a. umdeilt skipulag eða bygging á viðkvæmum stað, drög að lögum og reglugerðum sem snertu arkitektastétt, og þótti eðlilegt og sjálfsagt að félagsfundur A.Í. ályktaði um slík mál. Af mörgu er að taka. Pistlar þessir eru mislangir og fer það einkum eftir því hversu mikið annað efni er í hverju blaði, hverjir þeirra verða birtir hverju sinni. Yfirskriftin verður Brot úr sögu A.Í. Reynt verður að sækja efni sléttan áratug aftur í tímann, þannig að á næsta ári verður einkum litið til áranna 1938, 1948 o.s.frv. Pistlarnir eru unnir upp úr fundargerðarbókum en texti verður umskrifaður eftir aðstæðum. Það er von undirritaðs að pistlarnir verði einhverjum félagsmönnum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ Árið 1956 var samþykkt nafnabreyting á Húsameistarafélagi Íslands sem varð þar með að Arkitektafélagi Íslands. Gerðist þetta tuttugu árum eftir stofnun Akademíska arkitektafélagsins, hins eiginlega forvera Arkitektafélagsins, og þrjátíu árum eftir stofnun Byggingameistarafélags Íslands. Þrír nýir félagar gengu í hópinn á árinu, þar af tveir í Húsameistarafélagið (áður en nafnabreytingin var gerð). Þannig voru 28 félagar í Húsameistarafélaginu, þegar nafni þess var breytt í Arkitektafélag Íslands. Á aukaaðalfundi 11. maí í KR-húsinu var Jóhanni Friðjóns-

syni veitt innganga í félagið (varð hann þar með félagi nr. 31). Fyrr á árinu, á hlaupársdaginn, 29. febrúar hafði Manfreð Vilhjálmssyni (30) verið veitt innganga í Húsameistarafélagið á félagsfundi í Naustinu. Stjórn óskaði einnig eftir áliti aukafundar á því, hvort veita skyldi Jóhanni Eyfells leyfi til þess að kalla sig arkitekt. Hafði stjórn kynnt sér tilhögun náms hans í Bandaríkjunum og treysti sér ekki upp á sitt einsdæmi að taka endanlega afstöðu í málinu. Fram kom, að stjórn hefði gefið Jóhanni tvo kosti; annað hvort að ljúka meistaraprófi, er taka mundi ár til viðbótar þar vestra, ellegar að leggja fram gögn um sjálfstæða vinnu, svo að kostur gæfist til þess að meta, hvort veita skyldi honum umbeðin réttindi. Vísaði fundurinn málinu aftur til stjórnar. Síðan var tillaga um nafnabreytingu félagsins tekin fyrir, og það afgreitt eftir nokkra umræðu. Í atkvæðagreiðslu um nafnabreytinguna var hún samþykkt með 10 atkvæðum gegn einu, og nafn félagsins þar með Arkitektafélag Íslands. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga um samþykkt um störf arkitekta, siðareglur Arkitektafélags Íslands, sem samþykkt var samhljóða. Þá var einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá. Voru einstaka liðir teknir til meðferðar, á þeim gerðar óverulegar breytingar og síðan var ný gjaldskrá samþykkt í heild sinni. Loks var ákveðið að fela heiðursfélaganum, Sigurði Guðmundssyni, það verkefni að yfirfara nýju gjaldskrána málfarslega - og færa hana til betra máls! Á stjórnarfundi í Húsameistarafélaginu 6. apríl hafði verið ákveðið að bjóða stofnfélaga Byggingameistarafélags Íslands til miðdegisverðar í tilefni 30 ára afmælis stofnunar félagsins. Skyldi hófið verða 14. apríl í Nausti. Ákveðið að skrifa boðsbréf, en ekki kemur fram í gerðarbókum félagsins hvernig til tókst. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ tók saman

AÐALFUNDUR ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS 2007 Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn14. nóvember 2007 í Iðnó, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00. Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og til að kynna sér ársskýrslur og fleiri gögn, sem bárust með aðalfundarboði, fyrir fundinn. Stjórnin

„Byggingarlist í augnhæð” Kennslubók í byggingarlist fyrir nemendur í íslenskum grunnskólum unnin af Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt FAÍ, að tilstuðlan starfshóps Arkitektafélags Íslands: Bergljótar S. Einarsdóttur, Egils Guðmundssonar og Margrétar Leifsdóttur. Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning sem tengist kennslubókinni Byggingarlist í augnhæð. Til stóð að sýningin myndi marka útgáfu bókarinnar, en hún hefur því miður tafist af ýmsum sökum. Handritið að bókinni má þó skoða á sýningunni og þessa dagana er unnið að því að koma bókinni út sem allra fyrst. Það er gleðilegt að efnið hefur nú þegar vakið mikla athygli, margir hafa komið á sýninguna og átt erindi við undirritaða til að spyrjast fyrir um bókina og hvar megi nálgast hana. Einnig hafa birst viðtöl vegna efnisins, bæði í rituðu máli og í útvarpinu. Sýningin átti upprunalega að standa 8. sept. - 31. des. en hefur verið framlengd til 5. apríl 2008 vegna áhuga almennings. Að öllum líkindum er þess þó ekki svo langt að bíða að hægt verði að fagna útgáfu bókarinnar. Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ

4

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-nov07  
http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-nov07  

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-nov07.pdf

Advertisement